28.02.2014 Views

Blómleg búseta og þróun þjónustu

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Heilbrigðisvísindasvið<br />

Iðjuþjálfunarfræðideild<br />

2013<br />

<strong>Blómleg</strong> <strong>búseta</strong> <strong>og</strong> <strong>þróun</strong> <strong>þjónustu</strong>:<br />

Viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra í Eyjafjarðarsveit<br />

fyrir <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu<br />

Arndís Jóna Guðmundsdóttir<br />

Jónína Harpa Njálsdóttir<br />

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir<br />

Lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði


i<br />

Verkefni þetta er lokaverkefni til B.Sc. prófs í iðjuþjálfunarfræði<br />

Verkefnið unnu:<br />

_________________________________<br />

Arndís Jóna Guðmundsdóttir<br />

________________________________<br />

Jónína Harpa Njálsdóttir<br />

_________________________________<br />

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir<br />

Leiðbeinandi:<br />

________________________________<br />

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir


ii<br />

ÁGRIP<br />

Aldraðir er sá aldurshópur sem leitar mest til heilbrigðis- <strong>og</strong> félags<strong>þjónustu</strong> á Íslandi. Nú er í<br />

undirbúningi að flytja ábyrgð á <strong>þjónustu</strong> við aldraðra frá ríki til sveitarfélaga <strong>og</strong> stefnt er að<br />

því að sú tilfærsla verði árið 2015. Í rannsókninni voru könnuð viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir<br />

aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit fyrir <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu. Eftirfarandi<br />

rannsóknarspurningar voru settar fram: 1) Hver eru viðhorf aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit til<br />

félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræða í sveitarfélaginu? 2) Hvaða óskir <strong>og</strong> þarfir hafa aldraðir íbúar<br />

í Eyjafjarðarsveit fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu? Skoðuð var<br />

tómstundaiðja, ferðamátar, búsetuúrræði, heimaþjónusta <strong>og</strong> hvernig þessi atriði ýttu undir eða<br />

hömluðu þátttöku íbúanna í daglegu lífi. Kanadíska líkanið um færni við iðju (CMOP) stýrði<br />

rannsókninni. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð. Gagna var aflað með símakönnun<br />

þar sem hringt var í alla íbúa Eyjafjarðarsveitar sem við loks árs 2012 höfðu náð 67 ára aldri.<br />

Þátttakendur rannsóknarinnar voru 72 (76% þátttaka), meðalaldur var 75,5 ár <strong>og</strong> var<br />

kynjahlutfall jafnt. Rúmlega helmingur þátttakenda voru meðlimir í Félagi aldraðra í<br />

Eyjafirði. Einkabílar voru helsti ferðamáti fólks, 42% karla <strong>og</strong> 29% kvenna keyrðu oft en mun<br />

fleiri konur en karlar sögðust aldrei keyra. Um 22% þátttakenda sögðust fá heima<strong>þjónustu</strong> á<br />

vegum sveitarfélagsins <strong>og</strong> fengu langflestir þeirra aðstoð við þrif á heimilinu. Flestir íbúar<br />

voru mjög eða frekar ánægðir með núverandi búsetu <strong>og</strong> meirihluta þátttakenda fannst ólíklegt<br />

að þeir myndu flytja í annað búsetuúrræði á næstu árum. Samanburður rannsóknarniðurstaðna<br />

við fræðilegt efni sýndi fram á hugmyndir að leiðum við <strong>þróun</strong> <strong>þjónustu</strong> við aldraða í<br />

Eyjafjarðarsveit. Mikilvægir þættir sem hafa ætti í huga til að koma á móts við óskir <strong>og</strong> þarfir<br />

íbúa eru aðstaða til félagsstarfs, mismunandi viðhorf kynja til ferðamáta, búsetuúrræði sem<br />

stuðla að félagslegum tengslum <strong>og</strong> viðeigandi reglur um heima<strong>þjónustu</strong>.<br />

Lykilhugtök: Aldraðir, dreifbýli, félagsþjónusta, búsetuúrræði.


iii<br />

ABSTRACT<br />

The elderly constitute the age group which uses health and social services the most in Iceland.<br />

Responsibility for services to the elderly is scheduled to be moved from state government to<br />

local governments in 2015. In this research the views, wishes and needs of the elderly<br />

inhabitants of Eyjafjarðarsveit municipality were examined with regard to services and<br />

housing arrangements within the municipality. The following research questions were<br />

established: 1) What are the views of elderly inhabitants of Eyjafjarðarsveit towards social<br />

services and housing arrangements within the municipality? 2) What are the wishes and needs<br />

of elderly inhabitants of Eyjafjarðarsveit regarding social services and housing arrangements<br />

within the municipality? Leisure activities, modes of transportation, housing arrangements<br />

and home help services were explored as well as how these issues encouraged or impeded<br />

inhabitant participation in daily life. The Canadian model of occupational performance<br />

(CMOP) guided the research. A quantitative research method was used. Data was gathered<br />

using a telephone survey in which all inhabitants of Eyjafjarðarsveit who had reached the age<br />

of 67 by the end of 2012 were called. The number of participants in the research was 72 (76%<br />

participation), the average age of participants was 75,5 and the gender ration was even. Just<br />

over half of the participants were members of the association of the elderly in Eyjafjörður.<br />

Private cars were the most common mode of transportation among participants, 42% of men<br />

and 29% of women drove often but significantly more women than men said they never<br />

drove. Approximately 22% of participants said they received home help services provided by<br />

the municipality and a significant majority of them got assistance with cleaning their home.<br />

Most of the inhabitants were very or rather pleased with their current housing arrangement<br />

and a majority of participants thought it was unlikely that they would move to another<br />

housing arrangement in the next years. Comparison between the research and academic<br />

literature demonstrated ideas for developing services to the elderly in Eyjafjarðarsveit.


iv<br />

Important factors that should be considered to meet the wishes and requirements of the<br />

inhabitants are facilities for leisure activities, different attitudes towards modes of<br />

transportation between genders, housing arrangements that promote social interaction and<br />

appropriate rules regarding home help services.<br />

Key terms: Elderly, rural areas, social services, housing arrangements.


v<br />

EFNISYFIRLIT<br />

KAFLI I INNGANGUR ............................................................................................................. 1<br />

KAFLI II FRÆÐILEG SAMANTEKT ..................................................................................... 5<br />

Hugmyndafræði ...................................................................................................................... 5<br />

Kanadíska iðjulíkanið ......................................................................................................... 5<br />

Efling iðju ........................................................................................................................ 6<br />

Umhverfi ......................................................................................................................... 6<br />

Öldrunarkenningar .............................................................................................................. 6<br />

Virknikenningin .............................................................................................................. 6<br />

Samfellukenningin .......................................................................................................... 7<br />

Valdefling ........................................................................................................................... 7<br />

Aldraðir, samspil einstaklings, umhverfis <strong>og</strong> iðju .................................................................. 8<br />

Áhrif dreifbýlis á iðju aldraðra.......................................................................................... 10<br />

Aldraðir í Eyjafjarðarsveit .................................................................................................... 12<br />

Félagsþjónusta ...................................................................................................................... 14<br />

Tómstundaiðja aldraðra ........................................................................................................ 15<br />

Ferðamátar aldraðra .............................................................................................................. 17<br />

Búsetuúrræði aldraðra ........................................................................................................... 19<br />

Heimaþjónusta aldraðra ........................................................................................................ 20<br />

Samantekt ............................................................................................................................. 23<br />

KAFLI III AÐFERÐAFRÆÐI ................................................................................................. 25


vi<br />

Rannsóknaraðferð ................................................................................................................. 25<br />

Undirbúningsvinna ............................................................................................................ 27<br />

Spurningalisti .................................................................................................................... 27<br />

Framkvæmd ...................................................................................................................... 29<br />

Þátttakendur ................................................................................................................... 29<br />

Gagnasöfnun .................................................................................................................. 29<br />

Greining gagna .............................................................................................................. 30<br />

Siðfræðilegir þættir ............................................................................................................... 31<br />

KAFLI IV NIÐURSTÖÐUR ................................................................................................... 32<br />

Bakgrunnsupplýsingar .......................................................................................................... 32<br />

Tómstundaiðja ...................................................................................................................... 34<br />

Ferðamátar ............................................................................................................................ 37<br />

Búsetuúrræði ......................................................................................................................... 39<br />

Heimaþjónusta ...................................................................................................................... 41<br />

Viðbótarupplýsingar þátttakenda .......................................................................................... 42<br />

KAFLI V UMRÆÐUR ............................................................................................................ 44<br />

Tómstundaiðja ...................................................................................................................... 44<br />

Ferðamátar ............................................................................................................................ 46<br />

Búsetuúrræði ......................................................................................................................... 47<br />

Heimaþjónusta ...................................................................................................................... 48<br />

Hugmyndir að frekari rannsóknum ....................................................................................... 50<br />

Takmarkanir .......................................................................................................................... 51


vii<br />

Hagnýtt gildi fyrir iðjuþjálfun .............................................................................................. 51<br />

HEIMILDASKRÁ ................................................................................................................... 53<br />

FYLGISKJAL A: SPURNINGALISTI ................................................................................... 60<br />

FYLGISKJAL B: KYNNINGARBRÉF .................................................................................. 68<br />

FYLGISKJAL C: STAÐFESTING FRÁ PERSÓNUVERND ................................................ 69


viii<br />

YFIRLIT YFIR MYNDIR<br />

Mynd 1. Kanadíska líkanið um færni við iðju (CMOP)............................................................. 5<br />

Mynd 2. Eyjafjarðarsveit. Sótt af .............................................................................................. 13<br />

Mynd 3. Tómstundaiðja þátttakenda eftir kyni. ........................................................................ 34<br />

Mynd 4. Tómstundaiðja þátttakenda á vegum Félags aldraðra í Eyjafirði eftir kyni. Hlutfall<br />

þeirra sem voru meðlimir í félaginu. ........................................................................................ 35<br />

Mynd 5. Ánægja <strong>og</strong> óánægja þátttakenda með framboð <strong>og</strong> fjölbreytileika á tómstundaiðju hjá<br />

Félagi aldraðra í Eyjafirði. ....................................................................................................... 36<br />

Mynd 6. Tíðni þess hve oft þátttakendur nýttu sér að aka sjálfir, vera ekið <strong>og</strong> að ganga. ....... 37<br />

Mynd 7. Hindranir þátttakenda við að komast ferða sinna. ...................................................... 38<br />

Mynd 8. Líkur á því að þátttakendur myndu flytja í annað búsetuúrræði á næstu árum eftir<br />

aldurshópum. ............................................................................................................................ 39<br />

Mynd 9. Líkur á því að þátttakendur myndu nýta sér <strong>þjónustu</strong>íbúðir fyrir aldraða í<br />

Eyjafjarðarsveit, væru þær í boði. ............................................................................................ 40<br />

Mynd 10. Mikilvægi félags<strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins fyrir þá sem hana þáðu. .......... 41


ix<br />

YFIRLIT YFIR TÖFLUR<br />

Tafla 1. Bakgrunnsupplýsingar út frá kynferði þátttakenda. ................................................... 33


x<br />

ÞAKKARORÐ<br />

Við viljum þakka leiðbeinanda okkar Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur, lektor við<br />

Háskólann á Akureyri fyrir faglega <strong>og</strong> góða leiðsögn, hvatningu <strong>og</strong> stuðning. Kjartani<br />

Ólafssyni færum við sérstakar þakkir fyrir gagnlegar ábendingar við úrvinnslu á tölulegum<br />

gögnum <strong>og</strong> Pétri Má Sigurjónssyni fyrir enska þýðingu á ágripi. Að lokum þökkum við<br />

fjölskyldum okkar fyrir þolinmæði <strong>og</strong> trú á okkur í gegnum háskólanámið.


1<br />

KAFLI I<br />

INNGANGUR<br />

Á undanförnum árum hefur eldra fólki fjölgað hlutfallslega á Íslandi. Meðalævi hefur<br />

lengst <strong>og</strong> heilsa þeirra sem komnir eru á efri ár batnað. Á síðastliðnum fimm árum hefur fólki<br />

sem er eldra en 67 ára fjölgað um 4000 eða úr rúmum 10% í 11% allra landsmanna. Búist er<br />

við að þessi <strong>þróun</strong> haldi áfram <strong>og</strong> árið 2050 verði einstaklingar 67 ára <strong>og</strong> eldri um 23% af<br />

þjóðinni (Hagstofa Íslands, 2012). Fjölgun aldraðra kallar á aukna <strong>þjónustu</strong> við þennan<br />

samfélagshóp, ekki síst <strong>þjónustu</strong> iðjuþjálfa. Iðjuþjálfar leggja áherslu á að efla færni fólks við<br />

iðju sem er því mikilvæg í daglegu lífi (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir,<br />

2011). Nú er í undirbúningi að flytja ábyrgð á <strong>þjónustu</strong> við aldraðra frá ríki til sveitarfélaga <strong>og</strong><br />

stefnt er að því að sú tilfærsla verði árið 2015 (Bolli Þór Bollason, 2013). Eitt af<br />

meginmarkmiðum með tilfærslunni er að tryggja öldruðum góða <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> auka möguleika<br />

á að laga hana að þörfum hvers <strong>og</strong> eins (Velferðarráðuneytið, 2012).<br />

Rannsóknir hafa verið gerðar um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir eldra fólks í þéttbýli til<br />

<strong>þjónustu</strong> en minna hefur verið um samskonar rannsóknir í í dreifbýli. Rannsóknir sem hafa<br />

verið gerðar meðal íbúa í dreifbýli sýna að íbúar á dreifðu svæði hafa m.a. ekki sama úrval af<br />

tómstundaiðju, búa við meiri einangrun <strong>og</strong> hindranir úr umhverfinu. Aldraðir sem búa í<br />

dreifbýli eru einnig mun líklegri til að taka þátt í líkamlega erfiðri vinnu en þeir sem búa í<br />

þéttbýli, jafnvel eftir að þeir eru hættir launaðri vinnu (Arnadottir, Gunnarsdottir <strong>og</strong> Lundin-<br />

Olsson, 2009).<br />

Hugmyndin að rannsókninni sem hér er kynnt kviknaði þegar félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar leitaði til iðjuþjálfunarfræðideildar Háskólans á Akureyri <strong>og</strong> óskaði eftir<br />

samstarfi um könnun á <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræðum í sveitarfélaginu. Nefndin hugar að<br />

framtíðarstefnumótun <strong>og</strong> vantar gögn um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa<br />

sveitarfélagsins til að taka mið af við þá vinnu. Rannsakendur hafa verið búsettir víðs vegar


2<br />

um landið á síðustu árum <strong>og</strong> hafa áhuga á að skoða hvernig <strong>búseta</strong> í dreifbýli hefur áhrif á<br />

óskir <strong>og</strong> þarfir íbúa.<br />

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í<br />

Eyjafjarðarsveit fyrir <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu. Eftirfarandi<br />

rannsóknarspurningar eru settar fram:<br />

1. Hver eru viðhorf aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit til félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræða<br />

í sveitarfélaginu?<br />

2. Hvaða óskir <strong>og</strong> þarfir hafa aldraðir íbúar í Eyjafjarðarsveit fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong><br />

búsetuúrræði í sveitarfélaginu?<br />

Skoðuð er tómstundaiðja, ferliþjónusta, búsetuúrræði <strong>og</strong> heimaþjónusta íbúa <strong>og</strong><br />

hvernig þessi atriði ýta undir eða hamla þátttöku þeirra í daglegu lífi. Notast er við<br />

megindlega rannsóknaraðferð. Gagna er aflað með símakönnun þar sem rannsakendur hringja<br />

í alla íbúa 67 ára <strong>og</strong> eldri sem hafa lögheimili <strong>og</strong> búa í Eyjafjarðarsveit.<br />

Til að stýra rannsókninni er stuðst við hugmyndafræði kanadíska iðjulíkansins (e.<br />

Canadian Model of Occupational Performance (CMOP)). Í meginatriðum snýst<br />

hugmyndafræðin um að efla þá iðju sem einstaklingurinn stundar í ákveðnu umhverfi.<br />

Hugmyndafræðin skilgreinir færni sem innri upplifun einstaklingsins <strong>og</strong> byggir bæði á<br />

frammistöðu <strong>og</strong> ánægju. Lögð er áhersla á styrkleika einstaklingsins <strong>og</strong> úrræði í umhverfinu<br />

til að styðja við hann. Hugmyndafræðin skoðar hvernig samspil einstaklings, iðju <strong>og</strong><br />

umhverfis hefur áhrif á færni við iðju (Law, Polatajko, Babtiste <strong>og</strong> Townsend, 2002).<br />

Þekkinguna sem hlýst af rannsókn þessari má mögulega nota til að fá betri sýn yfir<br />

viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir eldri íbúa í Eyjafjarðarsveit. Þekkingin gæti nýst til að bæta þá<br />

<strong>þjónustu</strong> sem er til staðar <strong>og</strong> auka aðgengi allra að henni. Niðurstöðurnar gætu gagnast öðrum<br />

sveitarfélögum til að byggja upp <strong>og</strong> auka <strong>þjónustu</strong> við aldraða.


3<br />

Takmarkanir rannsóknarinnar eru m.a. þær að viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir eru aðeins<br />

skoðaðar út frá einu sveitarfélagi <strong>og</strong> því ekki hægt að alhæfa yfir á önnur sveitarfélög. Þar<br />

sem notast er við megindlega aðferð fæst ekki sama dýpt í svör eins <strong>og</strong> ef um eigindlega<br />

rannsókn væri að ræða. Við öflun gagna var notast við símakönnun þar sem rannsakendur<br />

hringdu í viðmælendur. Þrír spyrlar eru mismunandi <strong>og</strong> fyrirlögn spurningalistans því ekki<br />

nákvæmlega eins í öllum símtölum.<br />

Lykilhugtök rannsóknarinnar eru skilgreind hér að neðan svo ekki fari á milli mála<br />

hvað rannsakendur eigi við með þeim:<br />

Aldraður íbúi í Eyjafjarðarsveit er einstaklingur sem náð hefur 67 ára aldri, er búsettur í<br />

Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> hefur þar lögheimili. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr.125/1999<br />

er miðað við að aldraður sé sá sem náð hefur 67 ára aldri<br />

Búsetuúrræði er ákveðinn kostur eða tegund dvalarstaðar. Sá dvalarstaður getur verið lagaður<br />

að ákveðnum hópum s.s. öldruðum. Dæmi um búsetuúrræði eru dvalarheimili, <strong>þjónustu</strong>íbúðir<br />

<strong>og</strong> almennt leiguhúsnæði (Dagný Þórisdóttir, Ellert Kristinsson, Friðrik Jónsson, Hanna<br />

Jónsdóttir <strong>og</strong> Róbert W. Jörgensen, 2010).<br />

Heimaþjónusta er þjónusta sem býðst öldruðum <strong>og</strong> einstaklingum sem eiga við tímabundin<br />

eða langtíma veikindi að stríða. Dæmi um heima<strong>þjónustu</strong> er t.d. aðstoð við eigin umsjá <strong>og</strong><br />

þrif, liðveisla, aðstoð við innkaup o.fl. (Eyjafjarðarsveit, e.d.a).<br />

Ósk er löngun eða þrá einstaklings til að fá eitthvað (Snara, e.d.a).<br />

Ferliþjónusta er ferðaþjónusta sem sveitarfélög sjá um <strong>og</strong> gerir einstaklingum fært að stunda<br />

vinnu, þjálfun, nota heilbrigðis<strong>þjónustu</strong>, hæfingu hvers konar <strong>og</strong> tómstundaiðju<br />

(Akureyrarkaupstaður, e.d.a).<br />

Tómstundaiðja er athöfn sem hefur þýðingu fyrir einstaklinginn <strong>og</strong> hann ákveður að taka þátt<br />

í, á þeim tíma sem hann ræður yfir (Olson <strong>og</strong> O'herron, 2004).


4<br />

Viðhorf er tilfinningaleg afstaða eða mat fólks á atburði eða fyrirbæri. Matið getur verið<br />

jákvætt eða neikvætt <strong>og</strong> er notað til þess að spá fyrir um hegðun eða samsvörun (Snara, e.d.b).<br />

Þörf er vöntun á einhverju sem einstaklingur væri betur settur með að hafa <strong>og</strong> vekur hvöt hjá<br />

honum til að bæta úr (Snara, e.d.c).<br />

Rannsóknarskýrslunni er skipt í fimm kafla. Í þessum kafla, inngangi, koma fram<br />

bakgrunnsupplýsingar, hvernig hugmyndin að verkefninu kviknaði <strong>og</strong> skilgreining á<br />

lykilhugtökum verkefnisins. Í öðrum kafla er fræðileg umfjöllun um ýmsar rannsóknir sem<br />

gerðar hafa verið <strong>og</strong> varða rannsóknarefnið. Sveitarfélaginu Eyjafjarðarsveit er einnig gerð<br />

skil <strong>og</strong> lög <strong>og</strong> reglugerðir varðandi félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga eru skoðaðar. Aðferðafræði<br />

rannsóknarinnar er lýst í þriðja kafla. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram í fjórða kafla<br />

<strong>og</strong> þar er lýst hver viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa Eyjafjarðarsveitar eru fyrir<br />

félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði. Í síðasta kaflanum, umræðum eru markverðustu niðurstöður<br />

skoðaðar, túlkaðar <strong>og</strong> þær bornar saman við fræðilegar heimildir. Vangaveltur rannsakenda<br />

um framtíðarrannsóknir á þessu sviði eru einnig settar fram.


5<br />

KAFLI II<br />

FRÆÐILEG SAMANTEKT<br />

Í þessum kafla er fjallað um hugmyndafræðina sem stuðst er við í rannsókninni.<br />

Aldurshópurinn aldraðir er skoðaður <strong>og</strong> hvaða áhrif <strong>búseta</strong> í dreifbýli hefur á þann hóp.<br />

Félagsþjónusta <strong>og</strong> búsetuúrræði aldraðra verða kynnt. Þjónustunni er skipt niður í fjóra þætti:<br />

tómstundaiðju, ferli<strong>þjónustu</strong>, búsetuúrræði <strong>og</strong> heima<strong>þjónustu</strong>.<br />

Heimilda var aflað í gagnasöfnunum Go<strong>og</strong>le Scholar, EBSCOhost, ProQuest, leitir.is<br />

<strong>og</strong> í lögum <strong>og</strong> reglugerðum. Upplýsingum var einnig safnað af veraldarvefnum s.s. á<br />

heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, Hagstofu Íslands, Velferðarráðuneytisins <strong>og</strong> fleiri stöðum.<br />

Íslensk leitarorð voru m.a. aldraðir, ferliþjónusta, dreifbýli, félagsþjónusta, tómstundaiðja <strong>og</strong><br />

heimaþjónusta. Erlend leitarorð voru m.a. elderly, old people, leisure activities, social<br />

services, transport, rural environment, rural areas, adapted transportation, mobility, recidence,<br />

housing arrangement, home care service <strong>og</strong> participation.<br />

Hugmyndafræði<br />

Kanadíska iðjulíkanið<br />

Í þessari rannsókn er stuðst við kanadíska líkanið um færni við iðju. Lögð er áhersla á<br />

styrkleika einstaklinga <strong>og</strong> úrræði í umhverfinu til að styðja við þá. Líkanið sýnir hvernig<br />

samspil einstaklings, iðju <strong>og</strong><br />

umhverfis hefur áhrif á færni við<br />

iðju <strong>og</strong> má sjá nánar á mynd 1.<br />

Kanadíska líkanið leggur áherslu<br />

á að einstaklingurinn, umhverfi,<br />

samfélög <strong>og</strong> stofnanir séu í<br />

stöðugum breytingum <strong>og</strong> að<br />

þessir þættir séu hver öðrum<br />

Mynd 1. Kanadíska líkanið um færni við iðju (CMOP). (Law<br />

o.fl., 2002; Guðrún Pálmadóttir þýddi, munnleg heimild e.d.).


6<br />

háðir. Virk þátttaka einstaklinga <strong>og</strong> samvinna þeirra við samfélög, stofnanir <strong>og</strong> aðra aðila<br />

hefur áhrif á <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> er áberandi innan líkansins (Law o.fl., 2002). Dæmi um slíka virkni<br />

er þátttaka eldri borgara <strong>og</strong> samvinna þeirra við félagsmálanefnd en virknin hefur áhrif á þá<br />

<strong>þjónustu</strong> sem veitt er. Hugtökin efling iðju <strong>og</strong> umhverfi eru mikilvæg hugtök í kanadíska<br />

iðjulíkaninu. Hér verða þau útskýrð nánar:<br />

Efling iðju. Líkanið leggur höfuðáherslu á eflingu iðju. Það felur í sér að styrkja<br />

þátttöku skjólstæðings í daglegu lífi s.s. í tómstundaiðju, eigin umsjá <strong>og</strong> starfi. Það er gert<br />

með því að efla samvinnu við t.d. einstaklinga, samfélög, stofnanir <strong>og</strong> annars konar<br />

skjólstæðingshópa um ákvarðanatöku <strong>og</strong> stjórnun á skipulagi <strong>þjónustu</strong> (Law o.fl., 2002).<br />

Umhverfi. Umhverfið er túlkað á marga vegu samkvæmt kanadíska iðjulíkaninu. Það<br />

felur í sér þætti efnisheims, stjórnsýslu, samfélags <strong>og</strong> menningar sem eru utan við einstaklinga<br />

en hafa áhrif á viðbrögð þeirra <strong>og</strong> gjörðir. Umhverfi eru aðstæðurnar sem iðja á sér stað í, þær<br />

aðstæður sem myndast umhverfis einstaklinginn <strong>og</strong> kalla fram viðbrögð hans. Færni,<br />

skipulag, val <strong>og</strong> ánægja með iðju byggir á tengslum einstaklingsins við umhverfið (Law o.fl.,<br />

2002).<br />

Öldrunarkenningar<br />

Virknikenningin. Ein öldrunarkenningin sem stuðst hefur verið við í <strong>þjónustu</strong> með<br />

eldri borgurum er virknikenningin (e. activity theory). Hún telst til sálfélagslegra<br />

öldrunarkenninga en þær eiga uppruna sinn í umræðu um hvaða stefnu fólk vill taka í lífinu<br />

þegar efri árum er náð (Coppola, Elliott <strong>og</strong> Toto, 2008). Samkvæmt virknikenningunni vill<br />

eldra fólk vera virkt <strong>og</strong> taka þátt í samfélaginu (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló<br />

Daníelsdóttir, 2011). Rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka <strong>og</strong> athafnasemi auki vellíðan<br />

eldra fólks <strong>og</strong> stuðli að því að það geti tekið þátt í samfélaginu lengur (Feldman, 2008).<br />

Félagsstarf aldraðra byggir mikið á þessari kenningu en félagsmiðstöðvar <strong>og</strong> dagvistir voru


7<br />

stofnaðar í takt við kenninguna til að ýta undir virkni aldraðra. Þjónusta dvalarheimila hefur<br />

einnig verið löguð að kenningunni (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011).<br />

Samfellukenningin. Samkvæmt samfellukenningunni (e. continuity theory) byggir<br />

farsæl öldrun á því að viðhalda virkni <strong>og</strong> þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt er að tengja líf á<br />

efri árum við iðju sína í gegnum lífið (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir,<br />

2011). Einstaklingar ættu að halda áfram sama eða svipuðu lífsmynstri en þó í takt við<br />

mismunandi aðstæður <strong>og</strong> öldrunarbreytingar <strong>og</strong> finna sinn takt í lífinu. Upplifun einstaklinga<br />

er að miklu leyti undir þeim komin. Sumir hafa verið virkir alla tíð <strong>og</strong> ættu að halda því áfram<br />

<strong>og</strong> þeim sem síður hafa verið virkir farnast best ef þeir halda í það lífsmynstur. Þeir sem horfa<br />

á efri árin jákvæðum augum, sem tækifæri til þess að öðlast þekkingu <strong>og</strong> visku upplifa sjálfa<br />

sig á jákvæðari hátt (Feldman, 2008).<br />

Valdefling<br />

Valdefling (e. empowerment) er hugmyndafræði sem samkvæmt Farley, Smith <strong>og</strong><br />

Boyle (2009) byggir á að styrkja <strong>og</strong> efla vald einstaklingsins <strong>og</strong> gefa honum færi á að finna<br />

leiðir til að bæta eigin stöðu. Hver <strong>og</strong> einn einstaklingur er þannig sérfræðingur í sínu lífi.<br />

Skjólstæðingurinn áttar sig á eigin styrkleikum sem þegar eru til staðar <strong>og</strong> fær aðstoð við að<br />

efla þá.<br />

Með valdeflingu hafa notendur aukið vald við skipulagningu <strong>þjónustu</strong>, umönnun <strong>og</strong><br />

meðferð <strong>og</strong> geta þannig lagt sitt af mörkum til <strong>þjónustu</strong>nnar sem ákvarðast af persónulegri<br />

upplifun notenda. Slík þjónusta getur tryggt betri skilvirkni svo þjónustan verður áhrifameiri<br />

<strong>og</strong> hæfir notendum betur (World Health Organisation (WHO), 2008). Kanadíska<br />

iðjuþjálfafélagið skilgreinir valdeflingu sem persónulegt <strong>og</strong> samfélagslegt ferli sem hefur<br />

áhrif á sýnilegar <strong>og</strong> ósýnilegar gjörðir með því að dreifa valdi jafnt á milli allra (Law o.fl.,<br />

2002).


8<br />

Aldraðir, samspil einstaklings, umhverfis <strong>og</strong> iðju<br />

Aldraðir eru margbreytilegur hópur einstaklinga með fjölbreytt áhugamál <strong>og</strong> hlutverk<br />

(Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011). Samkvæmt lögum um málefni<br />

aldraðra nr.125/1999 telst sá sem orðinn er 67 ára vera aldraður. Á síðastliðnum fimm árum<br />

hefur öldruðum fjölgað töluvert <strong>og</strong> eru jafnframt sívaxandi sem hlutfall af heildarfjölda<br />

landsmanna. Samkvæmt Hagstofu Íslands er þessi aldurshópur um 11% allra landsmanna<br />

(Hagstofa Íslands, e.d.). Framtíðarspár segja til um að árið 2050 verði aldraðir um 23% af<br />

þjóðinni (Hagstofa Íslands, 2012). Stjórnvöld setja stefnu hvað varðar málefni aldraðra svo<br />

sem um skipulag <strong>og</strong> útfærslu öldrunar<strong>þjónustu</strong> en núgildandi stefna í málefnum aldraðra gildir<br />

til ársins 2015 (Heilbrigðis- <strong>og</strong> tryggingamálaráðuneytið, 2003). Aldraðir er sá aldurshópur<br />

sem leitar mest til heilbrigðis- <strong>og</strong> félags<strong>þjónustu</strong> á Íslandi líkt <strong>og</strong> í öðrum vestrænum ríkjum.<br />

Við því má sporna með því að efla færni <strong>og</strong> laga félags- <strong>og</strong> efnislegt umhverfi að þörfum<br />

aldraðra (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011).<br />

Samkvæmt kanadíska iðjulíkaninu er færni við iðju útkoman af virku samspili<br />

einstaklings, umhverfis <strong>og</strong> iðju. Einstaklingurinn sjálfur er mikilvægur hluti af samspili<br />

þessara þriggja þátta. Persónuþættir einstaklingsins samanstanda af tilfinningum, hugsunum<br />

<strong>og</strong> líkama (Law o.fl., 2002). Aldurstengdar breytingar s.s. versnandi sjón, sljóvguð heyrn,<br />

hægari hreyfingar <strong>og</strong> minni snerpa eru eðlilegar en hafa mismikil áhrif á einstaklinga<br />

líkamlega, félagslega <strong>og</strong> andlega. Líffræðilegar öldrunarbreytingar hafa áhrif á færni fólks í<br />

daglegu amstri, á hlutverk þess <strong>og</strong> þátttöku í samfélaginu (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló<br />

Daníelsdóttir, 2011). Rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif einstaklingsþátta á færni við iðju. Í<br />

Svíþjóð var gerð rannsókn meðal einstaklinga 65 ára <strong>og</strong> eldri þar sem rannsökuð voru viðhorf<br />

til <strong>þjónustu</strong> út frá heilbrigði einstaklinganna, heima<strong>þjónustu</strong>, heimahjúkrun <strong>og</strong> endurhæfingu.<br />

Tekin voru viðtöl við 166 einstaklinga. Þar kom fram að þeir sem voru líkamlega <strong>og</strong> andlega<br />

hraustir voru ánægðari með félags<strong>þjónustu</strong> en þeir sem veikari voru (Karlsson, Edberg,


9<br />

Jakobsson, <strong>og</strong> Hallberg, 2013). Önnur rannsókn var gerð á Íslandi þar sem skoðuð var reynsla<br />

aldraðra, sem búsettir voru á eigin heimili, af heilbrigði <strong>og</strong> af því hvað viðheldur <strong>og</strong> eflir<br />

heilsu á efri árum. Tekin voru 16 viðtöl við 10 einstaklinga <strong>og</strong> notast við Vancouver skólann í<br />

fyrirbærafræði. Aldraðir töldu andlegt heilbrigði <strong>og</strong> þá helst gott minni vera forsendu þess að<br />

geta verið sjálfbjarga (Guðrún Elín Benónýsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir <strong>og</strong> Sigríður<br />

Halldórsdóttir, 2009).<br />

Iðja skiptist niður í eigin umsjá, störf <strong>og</strong> tómstundaiðju <strong>og</strong> verður hún til í samspili<br />

einstaklingsins <strong>og</strong> umhverfis hans. Allar tilgangsbundnar athafnir sem einstaklingurinn<br />

framkvæmir í daglegu lífi falla undir iðju. Hversu vel einstaklingnum tekst að framkvæma<br />

athafnirnar, hvernig honum líkar það sem hann er að gera <strong>og</strong> hvort hann nýtur þess skiptir<br />

máli (Law o.fl., 2002). Í rannsókn Krishnasamy, Unsworth <strong>og</strong> Howie (2011) sem gerð var í<br />

Singapúr var könnuð virkni <strong>og</strong> ferðamátar eldri íbúa. Þátttakendur voru 56 <strong>og</strong> höfðu allir náð<br />

50 ára aldri. Notast var við hentugleikaúrtak <strong>og</strong> áttu þátttakendur að lýsa einum degi í lífi sínu<br />

í dagbók. Við úrvinnslu gagna kom í ljós að algengasta iðja hópsins var að hitta vini <strong>og</strong><br />

fjölskyldu auk hreyfingar. Önnur iðja sem þátttakendur tóku sér oft fyrir hendur samkvæmt<br />

rannsókninni var að sjá um aðra, iðka ýmiskonar tómstundaiðju, vinna <strong>og</strong> sinna<br />

sjálfboðastarfi. Í skýrslu Heilbrigðis- <strong>og</strong> tryggingamálaráðuneytisins um lífskjör, lífshætti <strong>og</strong><br />

lífsskoðun eldri borgara á Íslandi frá 1999 kom fram að atvinnuþátttaka þeirra sem náð hafa<br />

65 ára aldri var sú mesta á meðal ríkja sem heyra undir Efnahags- <strong>og</strong> framfarastofnunina<br />

(OECD). Af því hefur verið dregin sú ályktun að vinna gegni mikilvægu hlutverki í lífi eldri<br />

Íslendinga (Stefán Ólafsson, Karl Sigurðsson <strong>og</strong> María J. Ammendrup, 1999). Við starfslok<br />

geta orðið mikil kaflaskil í lífi fólks en þá missir fólk hlutverk sem oft hafa stýrt venjum,<br />

dagskipan <strong>og</strong> félagslegum tengslum. Vegna þessarar iðjuröskunar þurfa margir að skapa nýjar<br />

rútínur <strong>og</strong> tryggja virkni í daglegu lífi. Aldurstengdar breytingar <strong>og</strong> lakari heilsa geta leitt af<br />

sér minni færni við eigin umsjá s.s. við böðun <strong>og</strong> flóknari athafnir eins <strong>og</strong> þrif eða matseld. Í


10<br />

slíkum tilfellum býðst fólki að fá aðstoð samfélagsins í formi heima<strong>þjónustu</strong> (Ingibjörg S.<br />

Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011).<br />

Umhverfi er afar margbreytilegt <strong>og</strong> á við um efnisheim, stjórnsýslu, menningu <strong>og</strong><br />

samfélag. Framkvæmd, skipulagning, val <strong>og</strong> ánægja með iðju ákvarðast af tengslum<br />

einstaklings <strong>og</strong> umhverfis. Þessir þættir eru því óaðskiljanlegir <strong>og</strong> hafa breytingar<br />

umhverfisins áhrif á einstaklinginn <strong>og</strong> öfugt. Dæmi um efnisheim er landslag, gróður,<br />

húsgögn, byggingar <strong>og</strong> vegagerð. Stjórnsýsla gæti þá t.a.m. verið heilbrigðiskerfið, lög,<br />

reglugerðir <strong>og</strong> fjárveitingar. Samfélag inniheldur fjölskyldu, vini, viðhorf, trú <strong>og</strong> samskipti.<br />

Dæmi um menningu eru hefðir <strong>og</strong> venjur byggðar á gildum ákveðinna hópa þjóðfélagsins<br />

(Law o.fl., 2002). Með hækkandi aldri hefur efnis- <strong>og</strong> félagslegt umhverfi aukin áhrif á færni<br />

við iðju. Mikilvægt er að hafa það í huga <strong>og</strong> laga umhverfið að hverjum <strong>og</strong> einum (Ingibjörg<br />

S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011). Árið 2010 var gerð rannsókn í Bandaríkjunum<br />

um áhrif umhverfisþátta á virkni eldri íbúa með slitgigt <strong>og</strong> þátttöku þeirra í daglegu lífi.<br />

Þátttakendur rannsóknarinnar voru 436 einstaklingar 65 ára <strong>og</strong> eldri <strong>og</strong> var meðalaldur 70,4<br />

ár. Megindleg aðferð var notuð þar sem þrjár tegundir af matstækjum voru lagðar fyrir hvern<br />

einstakling. Farið var inn á marga umhverfisþætti s.s. sérstök útivistarsvæði, samgöngur <strong>og</strong><br />

ferli<strong>þjónustu</strong>. Í rannsókninni kom í ljós að almenningssamgöngur <strong>og</strong> ferliþjónusta eru mjög<br />

mikilvægir þættir í umhverfi eldra fólks. Þar sem vantaði almenningssamgöngur hafði þessi<br />

hópur verra aðgengi að félagsstarfi <strong>og</strong> tómstundaiðju. Einstaklingar voru einnig virkari í<br />

þátttöku í tómstundaiðju <strong>og</strong> félagsskap þar sem almenningssamgöngur voru í boði (White<br />

o.fl., 2010).<br />

Áhrif dreifbýlis á iðju aldraðra<br />

Dreifbýli er landsvæði þar sem fólk býr dreift <strong>og</strong> vinna snýr mest að landbúnaði.<br />

Andstæða þess er þéttbýli eða bæir <strong>og</strong> borgir þar sem margt fólk býr þétt saman <strong>og</strong> þar er að<br />

mestu unnið við aðrar starfsgreinar en frumvinnslu (Sigurður Guðmundsson, 2000). Miðað er


11<br />

við að dreifbýlt svæði sé þegar meira en 200 m eru á milli íbúðarhúsa (Jórunn Í. Sindradóttir<br />

<strong>og</strong> Ómar Harðarson, 2012). Í byrjun árs 2012 bjuggu tæplega 300.000 manns á Íslandi í<br />

þéttbýli <strong>og</strong> tæp 21.000 í dreifbýli eða smærri byggðakjörnum. Það sama ár voru 59<br />

þéttbýlisstaðir á landinu með fleiri en 200 íbúa (Hagstofa Íslands, 2012). Aldraðir sem búa í<br />

dreifbýli geta staðið frammi fyrir ýmsum þáttum sem takmarka þátttöku þeirra. Það gætu<br />

verið lægri tekjur, minna framboð <strong>þjónustu</strong>, litlar eða engar almenningssamgöngur auk þess<br />

sem veðurfar hefur meiri áhrif á dagleg störf þeirra (F<strong>og</strong>elholm o.fl., 2006 ). Möguleikar til<br />

útvistar <strong>og</strong> bústarfa getur þó haft hvetjandi áhrif á aldraða íbúa <strong>og</strong> aukið virkni þeirra (Cole <strong>og</strong><br />

Donovan, 2008).<br />

Margar rannsóknir hafa verið gerðar þar sem kannað er hvort munur sé milli búsvæða.<br />

Í Svíþjóð var gerð rannsókn þar sem könnuð var sjúkdómstíðni <strong>og</strong> virkni aldraðra með tilliti<br />

til búsetu. Þátttakendur voru 919 manns úr dreifbýli <strong>og</strong> 1222 úr þéttbýli <strong>og</strong> höfðu allir náð 75<br />

ára aldri. Þeir sem samþykktu að taka þátt fóru í heilsufarsskoðun auk þess sem ýmis<br />

matstæki voru lögð fyrir s.s. matstæki sem meta hve sjálfstæður einstaklingur er með<br />

grunnþætti eigin umsjár. Í rannsókninni kom í ljós að hjarta- <strong>og</strong> æðasjúkdómar voru<br />

algengustu veikindi hjá öldruðum eða um 40% í þéttbýli en rúmlega 45% í dreifbýli.<br />

Greinilegur munur var milli búsetu þegar kom að áunninni sykursýki þar sem rúm 6% þeirra<br />

sem bjuggu í þéttbýli voru með sykursýki en um 16% þeirra sem bjuggu í dreifbýli. Þeir sem<br />

bjuggu í dreifbýli höfðu einnig fleiri sjúkdóma <strong>og</strong> voru óvirkari þrátt fyrir að vera aðeins<br />

yngri. Einstaklingar sem bjuggu í dreifbýli áttu einnig í meiri erfiðleikum með athafnir<br />

daglegs lífs (ADL) <strong>og</strong> höfðu minni menntun (Sjölund, Nordberg, Wimo <strong>og</strong> von Strauss,<br />

2010).<br />

Rannsókn var gerð í Kína þar sem skoðaður var munur á tómstundaiðju aldraða eftir<br />

búsetu. Þátttakendur voru 60 ára <strong>og</strong> eldri <strong>og</strong> var spurningalisti lagður fyrir. Við<br />

gagnaúrvinnslu voru notuð svör frá 335 einstaklingum sem bjuggu í dreifbýli <strong>og</strong> 365 svör frá


12<br />

þeim sem bjuggu í þéttbýli. Í ljós kom greinilegur munur hvað varðar þátttöku <strong>og</strong> mynstur<br />

tómstundaiðju þar sem íbúar í þéttbýli voru virkari félagslega. Þeir sem hins vegar bjuggu á<br />

dreifðara svæði voru uppteknari í umönnunarhlutverkinu s.s. að hugsa um barnabörnin, en<br />

íbúar í dreifbýli áttu að meðaltali fleiri börn en þeir sem bjuggu í þéttbýli. Á meðan<br />

barnapössun var í uppáhaldi þeirra sem bjuggu í dreifbýli voru ferðalög í uppáhaldi hjá íbúum<br />

í þéttbýli (Su, Shen <strong>og</strong> Wei, 2006).<br />

Í rannsókn Arnadottir o.fl. (2009) var kannað hvort aldraðir í dreifbýli á Íslandi væru<br />

jafn virkir <strong>og</strong> þeir sem bjuggu í þéttbýli. Þátttakendur voru á aldrinum 65-88 ára, 68<br />

einstaklingar úr dreifbýli <strong>og</strong> 118 úr þéttbýli. Við gagnaöflun var notast við spurningalista sem<br />

metur virkni aldraðra einstaklinga síðustu sjö daga. Í samanburði kom í ljós að þeir sem<br />

bjuggu í dreifbýli höfðu m.a. ekki sama úrval af tómstundaiðju, bjuggu við meiri einangrun <strong>og</strong><br />

hindranir í umhverfinu. Dreifbýl svæði gátu hins vegar heillað aldraða vegna náttúrunnar <strong>og</strong><br />

virkni sem var í boði í tengslum við tómstundaiðju utandyra s.s. fjallgangna. Aldraðir sem<br />

bjuggu í dreifbýli voru mun líklegri til að taka þátt í líkamlega erfiðri vinnu en þeir sem<br />

bjuggu í þéttbýli jafnvel eftir að þeir hættu í launuðu starfi.<br />

Algengara var að aldraðir í þéttbýli væru rannsakaðir fremur en aldraðir í dreifbýli.<br />

Ástæða þess var sú að fleiri búa í þéttbýlinu <strong>og</strong> aðgengi að íbúum þar var auðveldara en í<br />

dreifðum byggðum. Í dreifbýlinu var hins vegar algengt að hátt hlutfall íbúanna væru orðnir<br />

aldraðir þar sem yngra fólkið flytti í burtu en aldraðir kysu að dvelja í sinni heimasveit<br />

(Peters, Gupta, Stoller <strong>og</strong> Mueller, 2008).<br />

Aldraðir í Eyjafjarðarsveit<br />

Eyjafjarðarsveit er sveitarfélag á Norðausturlandi með rúmlega eitt þúsund (1031)<br />

íbúa, þar af 101 íbúa sem náð hafa 67 ára aldri (Hagstofa Íslands, e.d.). Mörk sveitarfélagsins<br />

eru við Akureyri en um 50 km eru frá Akureyri að innstu bæjum í byggð <strong>og</strong> má sjá nánar á<br />

mynd 2. Búið er beggja megin fjarðarins <strong>og</strong> fylgir þjóðvegur byggðinni að mestu


13<br />

Mynd 2. Eyjafjarðarsveit. Sótt af<br />

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/7/79/Eyjafjardarsveit_map.png/250<br />

px-Eyjafjardarsveit_map.png<br />

(Eyjafjarðarsveit, e.d.b). Helstu atvinnuvegir sveitarfélagsins eru <strong>þjónustu</strong>störf <strong>og</strong><br />

landbúnaður en margir sækja einnig vinnu til Akureyrar sem er næsti þéttbýliskjarni<br />

(Eyjafjarðarsveit, e.d.c). Þegar skoðað er hlutfall eldri borgara af heildaríbúafjölda í<br />

Eyjafjarðarsveit miðað við nágrannasveitarfélög er hlutfallið með því lægsta eða tæp 10%<br />

allra íbúa. Til viðmiðunar er þetta sama hlutfall tæp 12% á Akureyri, rúm 15% í Norðurþingi,<br />

tæp 19% í Þingeyjarsveit, 13% í Dalvíkurbyggð <strong>og</strong> 7% í Svalbarðsstrandarhreppi (Hagstofa<br />

Íslands, e.d.). Á Akureyri, í Norðurþingi <strong>og</strong> Dalvíkurbyggð standa til boða dvalar- <strong>og</strong><br />

hjúkrunarrými fyrir þá íbúa sem þess þurfa (Akureyrarkaupstaður, e.d.b; Dalvíkurbyggð, e.d.;<br />

Hvammur heimili aldraðra, e.d.). Svalbarðsstrandarhreppur <strong>og</strong> Eyjafjarðarsveit eru í samstarfi<br />

við Akureyri varðandi ýmis málefni aldraðra <strong>og</strong> sér Akureyrarbær um dvalarrými fyrir íbúa<br />

þessara sveitarfélaga (Svalbarðsstrandarhreppur, e.d.; Búsetudeild Akureyrarbæjar, 2009;<br />

Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar, 2008). Á heimasíðu Þingeyjarsveitar kemur ekkert fram um<br />

dagdvalarrými fyrir aldraða í sveitarfélaginu en bent er á að Þingeyjarsveit sé í samstarfi við<br />

Hvamm, dvalar- <strong>og</strong> hjúkrunarheimili aldraðra á Húsavík (Þingeyjarsveit, e.d.).


14<br />

Félagsþjónusta<br />

Samkvæmt lögum um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr.40/1991 ber sveitarfélag ábyrgð<br />

á félags<strong>þjónustu</strong> innan sinna marka. Sveitarstjórn skal kjósa félagsmálanefnd sem fer með<br />

stjórn <strong>og</strong> framkvæmd félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélagsins í umboði sveitarstjórnar. Markmið<br />

<strong>þjónustu</strong>nnar eru t.d. að tryggja fjárhagslegt <strong>og</strong> félagslegt öryggi <strong>og</strong> stuðla að velferð íbúa á<br />

grundvelli samhjálpar. Í því felst m.a. að veita íbúum aðstoð til að þeir geti búið sem lengst í<br />

heimahúsum, stundað atvinnu <strong>og</strong> bæta lífskjör þeirra sem standa höllum fæti. Undir þetta<br />

fellur aðstoð <strong>og</strong> ráðgjöf í tengslum við ýmsa málaflokka s.s. húsnæðismál, félagslega ráðgjöf,<br />

fjárhagsaðstoð, félagslega heima<strong>þjónustu</strong>, <strong>þjónustu</strong> við aldraða <strong>og</strong> fatlaða. Þá er það hlutverk<br />

félagsmálanefndar að fara með stjórn <strong>og</strong> framkvæmd félags<strong>þjónustu</strong> í sveitarfélaginu í<br />

samræmi við reglur sem sveitarstjórn setur. Tillögur eru gerðar að stefnumörkun <strong>og</strong><br />

fjárhagsáætlun á sviði félags<strong>þjónustu</strong> í sveitarfélaginu. Nefndin skal leitast við að tryggja<br />

félagslega <strong>þjónustu</strong> í samræmi við þarfir íbúa. Hún vinnur einnig með öðrum opinberum<br />

aðilum, félagasamtökum <strong>og</strong> einstaklingum að því að bæta félagslegar aðstæður <strong>og</strong> umhverfi í<br />

sveitarfélaginu. Þegar þjónusta við aldraða í þessum sömu lögum er skoðuð koma eftirfarandi<br />

þættir fram:<br />

38. gr. Sveitarstjórn skal stuðla að því að aldraðir geti búið við eðlilegt<br />

heimilislíf í umgengni við aðra svo lengi sem verða má. Jafnframt verði tryggð<br />

nauðsynleg stofnanaþjónusta þegar hennar er þörf. […]<br />

39. gr. Félagsmálanefnd, eða öldrunarmálaráð, skal leitast við að tryggja<br />

framboð á hentugu húsnæði fyrir aldraða <strong>og</strong> jafnframt skipuleggja félagslega<br />

heima<strong>þjónustu</strong>.<br />

40. gr. Sveitarstjórn skal sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í<br />

sveitarfélaginu eftir þörfum. Hér er m.a. átt við heima<strong>þjónustu</strong>, félagsráðgjöf<br />

<strong>og</strong> heimsendingu matar. Jafnframt skal tryggja öldruðum aðgang að félags- <strong>og</strong>


15<br />

tómstundastarfi við þeirra hæfi. Í því sambandi skal lögð sérstök áhersla á<br />

fræðslu <strong>og</strong> námskeiðahald um réttindi aldraðra <strong>og</strong> aðlögun að breyttum<br />

aðstæðum sem fylgja því að hætta þátttöku á vinnumarkaði (Lög um<br />

félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991).<br />

Í Eyjafjarðarsveit er starfandi félagsmálanefnd sem sér um málefni félags<strong>þjónustu</strong> í<br />

sveitarfélaginu. Markmið nefndarinnar er að tryggja félagslegt öryggi íbúa, stuðla að velferð<br />

þeirra <strong>og</strong> koma í veg fyrir félagsleg vandamál (Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar, 2002).<br />

Samkvæmt heimasíðu Eyjafjarðarsveitar er fjölþætt félagsleg þjónusta í boði <strong>og</strong> samvinna við<br />

nágrannasveitarfélög sem veitir íbúum aðgang að ráðgjafar<strong>þjónustu</strong>. Aðeins eru nefnd<br />

heimaþjónusta <strong>og</strong> félagsstarf fyrir aldraðra auk þess að sveitarfélagið kaupi stofnana<strong>þjónustu</strong><br />

fyrir aldraða af Akureyrarbæ. Samningar hafa verið gerðir við Akureyrarbæ um ýmiskonar<br />

félagslega <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> stofnana<strong>þjónustu</strong> fyrir aldraða íbúa Eyjafjarðarsveitar. Aldraðir,<br />

öryrkjar <strong>og</strong> þeir sem eiga við tímabundin veikindi að stríða eða erfiðar félagslegar aðstæður<br />

hafa kost á heimilishjálp á vegum sveitarfélagsins (Eyjafjarðarsveit, e.d.a). Samkvæmt lögum<br />

um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga eiga aldraðir rétt á almennri <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> aðstoð (Lög um<br />

félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr.40/1991). Þjónustan er einstaklingsbundin <strong>og</strong> byggir á hjálp til<br />

sjálfshjálpar þar sem þarfir <strong>og</strong> velferð hins aldraða eru hafðar í forgrunni (Lög um málefni<br />

aldraðra nr.125/1999). Í Eyjafjarðarsveit er starfrækt félag aldraðra en starfssvæði félagsins<br />

nær til Svalbarðsstrandar (Eyjafjarðarsveit, e.d.a).<br />

Tómstundaiðja aldraðra<br />

Einstaklingar á efri árum hafa oft meiri tíma en áður til að sinna tómstundaiðju <strong>og</strong><br />

finna út hvaða hlutverki þeir vilja gegna eftir starfslok. Þegar fólk fer á eftirlaun fær það nýtt<br />

tækifæri til að þróa frítíma sinn. Margir hafa átt sér draum um ákveðna tómstundaiðju en hafa<br />

ekki getað sinnt henni sökum anna. Þegar komið er á efri ár skapast tækifæri til að leyfa þeirri<br />

iðju að blómstra. Þeir einstaklingar sem hafa verið virkir í tómstundaiðju alla ævi bæta oft við


16<br />

sig nýjum verkefnum við starfslok vegna rýmri tíma. Í grein Olson <strong>og</strong> O'herron þar sem<br />

skoðaðar voru <strong>og</strong> bornar saman ýmsar rannsóknir kom fram að þeir sem hafa stundað<br />

tómstundaiðju í gegnum lífið eru í minni áhættu á að einangrast eftir að launaðri vinnu hefur<br />

verið hætt (Olson <strong>og</strong> O'Herron, 2004). Vegna þessa er mikilvægt að vel sé hugað að<br />

tómstundastarfi aldraðra <strong>og</strong> séð til þess að sá aldurshópur geti stundað þá iðju sem hann óskar<br />

eftir. Löngum hefur verið fjallað um mikilvægi líkamlegrar virkni á heilsufar en í seinni tíð<br />

hafa rök verið leidd fyrir því að félagsleg <strong>og</strong> andleg virkni sé jafn mikilvæg. Þessar rannsóknir<br />

eru ekki óyggjandi en má nefna að þær benda til að þess að þátttaka í virkri tómstundaiðju<br />

getur dregið úr líkum á elliglöpum <strong>og</strong> þunglyndi hjá öldruðum (Wang, Karp, Winblad <strong>og</strong><br />

Fratiglioni, 2002).<br />

Nokkuð úrval er í boði af skipulagðri afþreygingu <strong>og</strong> tómstundaiðju í Eyjafjarðarsveit<br />

sem höfða til eldri íbúa jafnt <strong>og</strong> annarra. Tvö félagsheimili eru í sveitinni. Félagsheimilið<br />

Freyvangur þjónar að mestu hlutverki áhugamannaleikhúss en þar eru einnig haldnar veislur,<br />

tónleikar, ættarmót <strong>og</strong> aðrir viðburðir. Laugarborg er staðsett í Hrafnagilshverfi <strong>og</strong> þjónar<br />

hlutverki tónlistarhúss auk þess sem það er leigt undir aðra viðburði. Öflugt kórastarf er í<br />

Eyjafjarðarsveit en tveir kórar eru þar starfandi, Kirkjukór Laugalandsprestakalls <strong>og</strong> Karlakór<br />

Eyjafjarðar en þeim félagsskap fylgja ferðalög <strong>og</strong> tónleikar (Eyjafjarðarsveit, e.d.a).<br />

Eins <strong>og</strong> áður hefur komið fram er starfrækt Félag aldraðra í Eyjafirði (Eyjafjarðarsveit,<br />

e.d.a). Ekki eru til skriflegar upplýsingar um starfsemi félagsins en samkvæmt Hildi<br />

Gísladóttur, formanni félagsins er ýmis starfsemi í boði. Má þar nefna ferðalög, leikfimi <strong>og</strong><br />

handavinnusýningar (Hildur Gísladóttir munnleg heimild, 18. apríl 2013).<br />

Árið 2009 fékk félagið aðstöðu í húsnæði sem áður hýsti heimavist Hrafnagilsskóla<br />

(Eyjafjarðarsveit, 2009). Húsnæðið sem í daglegu tali er kallað Félagsborg er opið alla<br />

mánudaga yfir vetrartímann frá klukkan 13:00 – 17:00. Þar fer fram ýmis starfsemi t.a.m.<br />

kaffisala, stólaleikfimi <strong>og</strong> handverk s.s. útskurður, prjón, hekl, bútasaumur, málun <strong>og</strong> glerlist.


17<br />

Annað hvert ár halda félagsmenn handverkssýningu á verkum sínum. Á sumrin þegar<br />

Félagsborg er lokuð eru farnar gönguferðir eitt kvöld í viku. Yfir vetrartímann er haldið<br />

námskeið í sundleikfimi, alls 10 skipti. Farnar eru ýmsar ferðir á vegum félagsins, dagsferðir á<br />

veturna en einnig eru farnar lengri ferðir á sumrin. Félag aldraðra í Eyjafirði skipuleggur<br />

starfsemina en í Félagsborg starfa tveir starfsmenn sem eru á launum hjá sveitarfélaginu.<br />

Einnig hefur sveitarfélagið staðið straum af launakostnaði varðandi leikfimi, sundleikfimi <strong>og</strong><br />

ýmis námskeið (Hildur Gísladóttir munnleg heimild, 18. apríl 2013).<br />

Ferðamátar aldraðra<br />

Ferliþjónusta er ferðaþjónusta fyrir einstaklinga sem vegna skertrar færni sem rekja<br />

má til fötlunar, sjúkdóma eða aldurs geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur eða komast ekki<br />

á milli staða á annan hátt. Þjónustan gerir einstaklingum fært að stunda vinnu, sækja<br />

heilbrigðis<strong>þjónustu</strong>, þjálfun, hæfingu hvers konar <strong>og</strong> tómstundaiðju (Lög um málefni fatlaðs<br />

fólks nr.59/1992; Akureyrarkaupstaður, e.d.a).<br />

Erlendis hafa margar rannsóknir verið gerðar um ferðamáta eldra fólks en lítið hefur<br />

verið skrifað um efnið á Íslandi. Samkvæmt rannsókn Davey (2007) sem gerð var á Nýja<br />

Sjálandi hefur aðgangur að góðum ferðamátum s.s. einkabíl <strong>og</strong> reglulegum<br />

almenningssamgöngum mikil áhrif á þátttöku aldraðra í samfélaginu. Tekin voru hálfbundin<br />

viðtöl við 28 hjón <strong>og</strong> 43 einstaklinga sem ýmist bjuggu í þéttbýli eða dreifbýli. Meðalaldur<br />

viðmælanda var 83 ár. Virkustu þátttakendur rannsóknarinnar voru þeir sem höfðu möguleika<br />

á að aka sjálfir, ganga á milli staða eða nýta sér almenningssamgöngur. Þeir sem ekki gátu<br />

nýtt sér þá möguleika þurftu að treysta á að fá far með öðrum, nota leigubíl eða ferli<strong>þjónustu</strong>.<br />

Ferliþjónustan var fólki mjög mikilvæg en algengara var að konur nýttu sér <strong>þjónustu</strong>na en<br />

karlar. Mikilvægt þótti að efla eldri borgara til að nýta sér ferli<strong>þjónustu</strong>na <strong>og</strong> aðlaga<br />

umhverfið að þörfum þeirra. Slík aðlögun hvatti eldra fólk til þátttöku í samfélaginu <strong>og</strong> var<br />

því mikilvægur þáttur í farsælli öldrun. Niðurstöður sýndu einnig að áður en aðgerðir í


18<br />

tengslum við samgöngur <strong>og</strong> ferli<strong>þjónustu</strong> væru þróaðar væri mikilvægt að skoða þarfir<br />

markhópsins <strong>og</strong> það umhverfi sem þjónustan kæmi til með að vera veitt í.<br />

Samkvæmt rannsókn Ahern <strong>og</strong> Hine (2012) sem gerð var á Írlandi á samgöngum í<br />

dreifbýli kom fram að einkabílar væru mikilvægasti <strong>og</strong> mest notaði ferðamáti aldraðra íbúa í<br />

dreifbýli. Í rannsókninni var gögnum safnað með rýnihópum íbúa 60 ára <strong>og</strong> eldri, alls 11<br />

hópum. Áhersluatriði rýnihópanna voru að skoða ferðamáta <strong>og</strong> iðju eldra fólks, koma auga á<br />

helstu vandamál <strong>og</strong> bera saman skoðanir karla <strong>og</strong> kvenna. Munur á viðhorfum <strong>og</strong> þörfum fyrir<br />

ferðamáta var þó nokkur milli kynja, t.d. nefndu karlar það sinn helsta fararmáta að keyra<br />

sjálfir á meðan konur töldu einkabíla vera sinn helsta fararmáta <strong>og</strong> skipti þá litlu hvort þær<br />

keyrðu sjálfar eða væri ekið af öðrum, t.d. maka eða fjölskyldumeðlimi. Þar sem<br />

almenningssamgöngur voru í boði reyndist meiri ánægja með samgöngurnar hjá konum en<br />

körlum. Helsta ástæðan var að notkun almenningssamgangna reyndi á stolt karlmanna en þeir<br />

upplifðu það sem lítillækkun að nota þær. Önnur ástæða var að þar sem konur væru vanari því<br />

að vera farþegar í bílum en karlar væri það minna skref fyrir þær að verða farþegar í<br />

almenningsvögnum en fyrir karla sem alltaf höfðu keyrt sjálfir. Þátttakendur töluðu um að við<br />

það að hætta að keyra minnkaði sjálfstæði þeirra <strong>og</strong> frelsi. Almenningssamgöngur fyrir<br />

þennan aldurshóp nýttust best þegar fólk hafði þörf fyrir að komast í verslanir <strong>og</strong> félagsstarf.<br />

Erfiðast reyndist að nýta samgöngurnar þegar sækja átti heilbrigðis<strong>þjónustu</strong> en í þeim<br />

tilvikum endaði fólk oft á að þurfa að taka leigubíl sem reyndist þeim of dýr ferðamáti.<br />

Niðurstöður sýndu þó að á svæðum með góðar almenningssamgöngur jukust möguleikar<br />

þeirra einstaklinga sem óku ekki sjálfir til að verða virkari þátttakendur í samfélaginu.<br />

Í rannsókn White o.fl. sem kynnt hefur verið hér að ofan voru könnuð áhrif<br />

umhverfisþátta á virkni aldraðra. Niðurstöður leiddu í ljós að almenningssamgöngur <strong>og</strong><br />

ferliþjónusta væru mikilvægir þættir í umhverfi eldra fólks. Niðurstöður þessarar rannsóknar<br />

studdu við það sem nefnt var hér að ofan að þar sem ferli<strong>þjónustu</strong> vantaði höfðu aldraðir verra


19<br />

aðgengi að félagsstarfi <strong>og</strong> tómstundaiðju en þar sem slík þjónusta bauðst var fólk virkara í<br />

tómstundaiðju <strong>og</strong> félagsskap (White o.fl., 2010).<br />

Í Eyjafjarðarsveit gengur skólabíll um sveitina á morgnanna. Hann er opinn öllum <strong>og</strong><br />

enginn aðgangseyrir þó skólabörn nýti sér það mest. Fyrir u.þ.b. áratug var tvívegis reynt að<br />

halda uppi almenningssamgöngum sem fóru hring um sveitina. Þeim tilraunum var þó hætt<br />

vegna lítillar sem engrar nýtingar. Óskað hefur verið eftir viðræðum um strætóferðir í<br />

sveitarfélaginu (Jónas Vigfússon vefpóstur, 26. mars 2013). Samkvæmt þeim heimildum sem<br />

höfundar hafa komist yfir er ferliþjónusta ekki í boði í sveitarfélaginu.<br />

Búsetuúrræði aldraðra<br />

Samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr.125/1999 eiga aldraðir rétt á nauðsynlegri<br />

heilbrigðis- <strong>og</strong> félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> að geta búið við eðlilegt heimilislíf eins lengi <strong>og</strong> þeim er<br />

unnt. Öldruðum skal einnig tryggð stofnanaþjónusta þurfi þeir á henni að halda en<br />

heimaþjónusta á að vera í boði fyrir þá sem enn búa á heimili sínu. Einstaklingum sem ekki<br />

eru færir um heimilishald þrátt fyrir heima<strong>þjónustu</strong> skal standa til boða dvalarheimili, sambýli<br />

eða íbúðir sem sérhannaðar eru fyrir aldraða. Fyrir þá sem eru of lasburða fyrir dvalarheimili<br />

eiga hjúkrunarheimili eða hjúkrunarrými á öldrunarstofnun að vera í boði. Þar skal vera veitt<br />

endurhæfing auk læknis- <strong>og</strong> hjúkrunar<strong>þjónustu</strong>. Mikilvægt er að þjónustan sé<br />

skjólstæðingsmiðuð <strong>og</strong> fari eftir þörfum hins aldraða. Þessi úrræði skulu þó ekki nýtt fyrr en<br />

fullreynt er að einstaklingur geti ekki búið í heimahúsi. Samkvæmt lögum eiga aldraðir einnig<br />

rétt á <strong>þjónustu</strong>íbúðum sem geta verið leigu-, sjálfseignar- <strong>og</strong> búseturéttaríbúðir. Þar á að vera<br />

fjölbreytt þjónusta í boði s.s. aðstoð við þrif, mataraðstoð <strong>og</strong> aðgangur að félagsstarfi.<br />

Í rannsókn Sigurveigar H. Sigurðardóttur (2006) var fjallað um viðhorf <strong>og</strong> vilja<br />

aldraðra sem búa í heimahúsum Í Reykjavík. Þátttakendur voru á aldrinum 60-99 ára, 20<br />

karlar <strong>og</strong> 26 konur <strong>og</strong> var gagna aflað með sjö rýnihópum. Rætt var m.a. um heimahjúkrun <strong>og</strong><br />

<strong>þjónustu</strong>íbúðir fyrir aldraða í hópunum. Þar kom fram að þátttakendum þóttu íbúðirnar henta


20<br />

vel en væru of dýrar. Í hópunum var einnig rætt um hve gott væri að losna við viðhald á eigin<br />

húsnæði ef einstaklingur flytti í <strong>þjónustu</strong>íbúð auk þess sem meiri félagsskapur fengist í slíkri<br />

búsetu.<br />

Í Eyjafjarðarsveit er félagslegt leiguhúsnæði í boði á vegum sveitarfélagsins <strong>og</strong><br />

hefur verið gerður samningur um stofnana<strong>þjónustu</strong> fyrir aldraða við Akureyrarbæ. Aldraðir<br />

eiga rétt á að sækja um búsetu á Dvalar <strong>og</strong> hjúkrunarheimilinu Hlíð <strong>og</strong> Hjúkrunarheimilinu<br />

Lögmannshlíð á Akureyri (Akureyrarkaupstaður, e.d.b). Samningurinn tryggir að aldraðir í<br />

Eyjafjarðarsveit hafi sama aðgang að þessum úrræðum <strong>og</strong> aldraðir íbúar á Akureyri<br />

(Eyjafjarðarsveit, e.d.a). Í lok árs 2006 voru leiguíbúðir fyrir aldraða í Eyjafjarðarsveit fjórar<br />

<strong>og</strong> því ein íbúð á hverja 25 íbúa sem náð höfðu 67 ára aldri að meðaltali en á Akureyri voru<br />

íbúðirnar 22 eða ein á hverja 95 aldraða íbúa (Stefán Ólafsson, 2007; Hagstofa Íslands, e.d.).<br />

Ekki var fyrirhugað árið 2007 að fjölga eða fækka félagslegum íbúðum á Akureyri eða í<br />

Eyjafjarðarsveit (Stefán Ólafsson, 2007).<br />

Heimaþjónusta aldraðra<br />

Heimaþjónusta er ætluð þeim sem búa heima en þurfa aðstoð við eigin umsjá,<br />

heimilishald, umsjón veikra eða fatlaðra barna, heimsendingu matar eða félagslegan stuðning.<br />

Það getur t.d. átt við vegna skertrar getu, veikinda eða fötlunar. Þjónustan hefur það að<br />

markmiði að gera einstaklingum kleift að búa sem lengst á heimili sínu við sem eðlilegastar<br />

aðstæður. Leitast er við að koma til móts við mismunandi þarfir einstaklinga til að efla<br />

sjálfræði þeirra <strong>og</strong> sjálfsbjörg (Lög um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991).<br />

Heimaþjónusta er nefnd í lögum um málefni aldraða <strong>og</strong> fellur þá undir opna<br />

öldrunar<strong>þjónustu</strong>, þar er <strong>þjónustu</strong>nni skipt í tvennt. Annars vegar er það heilbrigðisþáttur<br />

heima<strong>þjónustu</strong>nnar sem starfsmenn heilsugæslustöðva sjá um <strong>og</strong> er í höndum ríkisins. Hins<br />

vegar er það félagslegur þáttur heima<strong>þjónustu</strong> sem sveitarfélög eða aðilar sem sveitarfélögin<br />

semja við, sjá um. Félagslegi þáttur heima<strong>þjónustu</strong>nnar verður útskýrður nánar síðar. Lögð er


21<br />

áhersla á að félags- <strong>og</strong> heilbrigðislegir þættir <strong>þjónustu</strong>nnar séu samhæfðir <strong>og</strong> skipulagðir á<br />

þann hátt að velferð <strong>og</strong> þarfir notenda séu hafðar að leiðarljósi (Lög um málefni aldraðra nr.<br />

125/1999).<br />

Nokkuð er til af fræðilegu efni um heima<strong>þjónustu</strong>. Í rannsókn Sólborgar<br />

Sumarliðadóttur <strong>og</strong> Kristínar Björnsdóttur (2011) er fjallað um reynslu eldri borgara sem búa<br />

við dvínandi færni til sjálfsumönnunar <strong>og</strong> búsetu á eigin heimili. Viðtöl voru tekin við átta<br />

aldraða einstaklinga sem bjuggu á eigin heimili en biðu eftir hjúkrunarrými. Viðtölin voru<br />

túlkuð <strong>og</strong> greind með það að leiðarljósi að kanna aðstæður sem þeir bjuggu við <strong>og</strong> þá aðstoð<br />

sem þeir nutu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að flestum þátttakendum leið vel á<br />

heimili sínu <strong>og</strong> vildu búa þar sem lengst. Aðstoð sveitarfélagsins, fjölskyldu <strong>og</strong> góðar<br />

aðstæður á heimili voru forsenda fyrir áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Hluti þátttakenda<br />

bjuggu í <strong>þjónustu</strong>íbúð á vegum síns sveitarfélags <strong>og</strong> lýstu þeir mikilli ánægju með það<br />

búsetuúrræði, sérstaklega í tengslum við öryggi. Helsta ástæðan fyrir að flutningur á<br />

hjúkrunarheimili kom til greina var öryggisleysi vegna versnandi heilsufars.<br />

Í Svíþjóð var gerð rannsókn þar sem borin voru saman gæði heima<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong><br />

<strong>þjónustu</strong> á hjúkrunarheimilum. Rannsóknin var þversniðsrannsókn þar sem spurningalisti var<br />

lagður fyrir notendur <strong>og</strong> aðstandendur á tveimur öldrunarstofnunum. Öldrunarstofnanirnar sáu<br />

um velferðarmál aldraðra sem bjuggu á eigin heimilum, í <strong>þjónustu</strong>íbúðum <strong>og</strong> dvalar- <strong>og</strong><br />

hjúkrunarrýmum. Notendur þessara <strong>þjónustu</strong>úrræða töldu viðmót starfsfólks vera það atriði<br />

sem mestu skipti í <strong>þjónustu</strong>nni. Rannsóknin sýndi fram á að almennt var fólk á<br />

hjúkrunarheimilum ánægðara með þá <strong>þjónustu</strong> sem þeir fengu en þeir sem nýttu sér<br />

heima<strong>þjónustu</strong> (Hasson <strong>og</strong> Arnetz, 2011).<br />

Rannsókn Karlsson o.fl. (2013) var kynnt fyrr í kaflanum. Rannsökuð var ánægja <strong>og</strong><br />

óánægja með heima<strong>þjónustu</strong>, heimahjúkrun <strong>og</strong> endurhæfingu út frá heilbrigði þátttakenda,<br />

sem allir höfðu náð 65 ára aldri. Það sem einstaklingar voru ánægðastir með í <strong>þjónustu</strong>nni


22<br />

voru atriði sem snéru að persónulegu viðmóti starfsfólksins sjálfs þ.e. að það bæri virðingu<br />

fyrir skjólstæðingum sínum <strong>og</strong> væri áreiðanlegt í <strong>þjónustu</strong> við þá. Þau atriði sem þátttakendur<br />

voru óánægðastir með var hvað þeim fannst þeir hafa lítið um <strong>þjónustu</strong>na að segja. Einnig<br />

nefndu þeir að tíminn sem heimaþjónustan var hjá þeim væri ekki nægur. Höfundar mátu svo<br />

að þetta mætti bæta með aukinni áherslu á valdeflandi <strong>þjónustu</strong> við eldri borgara en þá væri<br />

aukin þekking <strong>og</strong> hæfni starfsfólks nauðsynleg. Rannsóknin sýndi einnig fram á að þeir<br />

einstaklingar sem bjuggu í aðlagaðri búsetu eins <strong>og</strong> <strong>þjónustu</strong>íbúðum voru óánægðari með<br />

<strong>þjónustu</strong> s.s. magn hennar, virðingu starfsfólks <strong>og</strong> tillitssemi en þeir sem bjuggu ekki í<br />

aðlöguðu húsnæði. Þessir þættir tengdust að miklu leyti lélegra heilsufari <strong>og</strong> minni færni sem<br />

gerði notendur háðari <strong>þjónustu</strong>nni. Á heildina litið voru þeir einstaklingar sem voru hraustir<br />

<strong>og</strong> upplifðu sjálfa sig heilbrigða ánægðastir með <strong>þjónustu</strong>na.<br />

Heima<strong>þjónustu</strong> Eyjafjarðarsveitar er þannig háttað að nú er gildandi samningur milli<br />

sveitarfélagsins <strong>og</strong> Akureyrarbæjar sem hljóðar þannig að þeir sem eiga lögheimili í<br />

Eyjafjarðarsveit sækja um heima<strong>þjónustu</strong> til Akureyrarbæjar. Samningurinn snýr að því að<br />

Akureyrarbær sér um að meta þörf fyrir <strong>þjónustu</strong> sem síðar er ákvörðuð <strong>og</strong> veitt af<br />

Eyjafjarðarsveit (Búsetudeild Akureyrarbæjar, 2009). Þjónustan snýr að nokkrum þáttum eins<br />

<strong>og</strong> tekið er fram hér að ofan, s.s. heimilisþrifum, heimsendingu matar <strong>og</strong> eigin umsjá. Í<br />

desember árið 2012 fengu 16 aldraðir einstaklingar heima<strong>þjónustu</strong> frá sveitarfélaginu <strong>og</strong> þar<br />

af fékk einn einstaklingur heimsendan mat (Hrönn Arnheiður Björnsdóttir vefpóstur, 17. apríl<br />

2013). Samkvæmt lögum um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991 kemur fram að<br />

sveitarfélögum ber skylda til að setja reglur um félagslega heima<strong>þjónustu</strong>. Ekki eru slíkar<br />

reglur fyrirliggjandi hjá Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> er vísað í reglur Akureyrarbæjar. Í verklagsreglum<br />

um þrif á heimilum, heima<strong>þjónustu</strong> A hjá Akureyrarbæ, eru almennar leiðbeiningar um þá<br />

<strong>þjónustu</strong> sem innt er af hendi af starfsmönnum heima<strong>þjónustu</strong>. Þar segir m.a. að þjónusta sé<br />

veitt eftir því hvaða <strong>þjónustu</strong> einstaklingar hafa fengið samþykkta þ.e. aðstoð við það sem


23<br />

heimilismenn geta ekki gert sjálfir. Heimilisþrifin markast hins vegar af því að aðstoð er veitt<br />

við heimilisþrif á þeim herbergjum sem eru í daglegri notkun <strong>og</strong> er þjónustan veitt aðra hvora<br />

viku. Með almennum heimilisþrifum er átt við gólfþvott, þrif á baðherbergi, þrif á eldhúsi s.s.<br />

eldhúsinnrétting að utan, ísskáp <strong>og</strong> ofn en uppvask telst ekki hér inn í. Þurrkað er af á þeim<br />

stöðum sem viðkomandi getur ekki séð um sjálfur. Aðstoð við rúmfataskipti, uppsetningu á<br />

gluggatjöldum <strong>og</strong> að setja í þvottavél er veitt eftir þörfum. Heimilisþrif þessi innihalda ekki<br />

stórhreingerningu s.s. gluggaþvott <strong>og</strong> hreingerningu á innanverðum skápum eða þrif á<br />

rimlagluggatjöldum. Ekki er ætlast til að starfsmenn lyfti eða færi þunga hluti á borð við<br />

eldavélar. Þá fellur það ekki undir starfssvið starfsmanns í heima<strong>þjónustu</strong> að þrífa bifreiðar,<br />

garðskála eða sinna garðyrkjustörfum <strong>og</strong> öðrum störfum utanhúss (Akureyrarkaupstaður,<br />

e.d.c).<br />

Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> Akureyrarbær hafa gert með sér samkomulag um að<br />

Eyjafjarðarsveit eigi heimild fyrir einu dagdvalarrými (hét áður dagvistarrými) fyrir aldraða<br />

sem Akureyrarbær annast rekstur á. Sveitarfélögin hafa fengið leyfi fyrir samkomulaginu hjá<br />

heilbrigðisráðuneytinu. Ef þurfa þykir <strong>og</strong> aðstæður leyfa er möguleiki á fleiri rýmum<br />

(Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar, 2008). Þá hafa sveitarfélögin tvö einnig gert með sér samning<br />

um ráðgjafar<strong>þjónustu</strong> þess efnis að einstaklingar <strong>og</strong> stofnanir í Eyjafjarðarsveit fái samskonar<br />

ráðgjafar<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> stofnanir <strong>og</strong> íbúar á Akureyri. Starfsmenn búsetudeildar annast verkefni<br />

fyrir félags<strong>þjónustu</strong> Eyjafjarðarsveitar s.s. að annast mat á þörf fyrir félagslega heima<strong>þjónustu</strong><br />

<strong>og</strong> félagslega liðveislu (Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar, 2012).<br />

Samantekt<br />

Aldraðir eru margbreytilegur hópur <strong>og</strong> mikilvægt er að taka tillit til viðhorfa, óska <strong>og</strong><br />

þarfa þeirra. Til að skoða þennan hóp nánar er stuðst við kanadíska iðjulíkanið, valdeflingu <strong>og</strong><br />

öldrunarkenningar. Með aldrinum breytast oft hlutverk einstaklinga en þau geta verið ólík<br />

eftir því hvort fólk býr í dreif- eða þéttbýli. Færni einstaklinganna breytist einnig með


24<br />

aldrinum <strong>og</strong> mikilvægt er að fólk fái þá <strong>þjónustu</strong> sem það þarf til að geta lifað góðu lífi á efri<br />

árum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar bæði hér á landi <strong>og</strong> annarsstaðar þar sem könnuð<br />

er staða aldraða í dreifbýli. Mun algengara er þó að úrræði <strong>og</strong> upplifun aldraðra í þéttbýli séu<br />

könnuð <strong>og</strong> þörf á því að skoða nánar stöðu þessa aldurshóps í dreifbýli.


25<br />

KAFLI III<br />

AÐFERÐAFRÆÐI<br />

Í kaflanum er sagt frá aðferðafræðinni sem notuð var við rannsóknina. Fjallað er um<br />

rannsóknaraðferðina <strong>og</strong> spurningalistann sem notaður var, framkvæmd rannsóknarinnar s.s.<br />

þátttakendur, gagnasöfnun <strong>og</strong> greiningu gagna. Að lokum er fjallað um siðfræðileg atriði.<br />

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir íbúa Eyjafjarðarsveitar sem<br />

náð hafa 67 ára aldri fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu.<br />

Rannsóknarspurningarnar sem stýra verkefninu eru eftirfarandi:<br />

1. Hver eru viðhorf aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit til félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræða<br />

í sveitarfélaginu?<br />

2. Hvaða óskir <strong>og</strong> þarfir hafa aldraðir íbúar í Eyjafjarðarsveit fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong><br />

búsetuúrræði í sveitarfélaginu?<br />

Skoðuð verða tómstundaiðja, ferliþjónusta, búsetuúrræði <strong>og</strong> heimaþjónusta <strong>og</strong> hvernig<br />

þessi atriði ýta undir eða hamla þátttöku íbúanna í daglegu lífi.<br />

Rannsóknaraðferð<br />

Við gerð rannsókna er hægt að nota ýmist megindlega (e. quantitative) <strong>og</strong>/eða<br />

eigindlega (e. qualitative) aðferð við söfnun gagna. Megindleg aðferð byggir á því sem hægt<br />

er að mæla, telja, skoða dreifingu á, reikna meðaltöl <strong>og</strong> fá niðurstöður um í tölulegu formi. Til<br />

eru fjórar gerðir megindlegra rannsókna: Lýsandi snið (e. descriptive), samanburðartilraunir<br />

(e. correlational), hálftilraunir (e. cause-comparative) <strong>og</strong> tilraunir (e. experimental) (Mertler,<br />

2012). Megindlega nálgunin er breiðari en sú eigindlega <strong>og</strong> sýnir hvernig hópar tengjast sín á<br />

milli. Eigindleg aðferð gefur hins vegar dýpri skilning á því sem verið er að kanna <strong>og</strong> skoðar<br />

upplifun einstaklinga í hópnum sem er verið að rannsaka. Með megindlegri aðferð er hægt að<br />

túlka niðurstöður á tölfræðilegan hátt <strong>og</strong> sýna fram á staðreyndir <strong>og</strong> samanburð. Megindlega<br />

aðferðin er þó ekki gallalaus en hennar helsti ókostur er að ekki næst sama dýpt <strong>og</strong> þegar


26<br />

eigindleg aðferð er notuð. Innan megindlegrar aðferðafræði eru nokkrar leiðir til gagnaöflunar<br />

m.a. tilraunir, lokuð viðtöl, úrvinnsla fyrirliggjandi gagna, kannanir <strong>og</strong> gátlistaathuganir.<br />

Úrtakið er alla jafna stærra <strong>og</strong> hægt að ná til fleiri þátttakenda en í eigindlegri aðferð en þar<br />

fer gagnaöflun fram t.d. með opnum viðtölum, rýnihópum <strong>og</strong> vettvangsathugunum (Sigurlína<br />

Davíðsdóttir, 2003).<br />

Í þessari rannsókn var notast við megindlega aðferð. Ákveðið var að hringja í alla íbúa<br />

67 ára <strong>og</strong> eldri sem hafa lögheimili <strong>og</strong> búa í Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> leggja fyrir þá spurningalista.<br />

Með því að leggja fyrir spurningalistann var hægt að ná til allra í þýðinu sem ekki væri<br />

raunhæft ef notuð væri eigindleg aðferð. Notast var við lýsandi snið en það byggir á því að<br />

safna gögnum <strong>og</strong> lýsa hvernig núverandi staða þátttakenda er. Sniðið var valið þar sem í<br />

þessari rannsókn er einungis verið að kanna einn hóp aldraðra en hinar gerðirnar byggja að<br />

mestu á því að bera saman tvo eða fleiri hópa, eða sama hóp fyrir <strong>og</strong> eftir inngrip (Mertler,<br />

2012).<br />

Ákveðið var að afla upplýsinganna með símakönnun eins <strong>og</strong> nefnt var hér að ofan.<br />

Kostir símakannana eru m.a. þeir að hægt er að ná til stórs hluta þýðisins, langflestir eiga<br />

síma. Símakannanir hafa einnig þann kost að sá sem tekur viðtalið getur fengið fram dýpri<br />

svör en ef um útsenda spurningakönnun væri að ræða. Rannsóknarformið er sveigjanlegt <strong>og</strong><br />

spyrillinn getur fylgst með hvernig viðmælandi svarar <strong>og</strong> þar af leiðandi skráð hjá sér hvað<br />

viðmælandanum finnst í raun <strong>og</strong> veru um efnið. Gallar símakannana geta þó verið nokkrir.<br />

Sumir einstaklingar svara ekki símtölum úr símanúmerum sem þeir þekkja ekki (Jackson,<br />

2011). Aðstæður viðmælenda eru mismunandi þegar símtalið ber að garði sem getur leitt til<br />

þess að viðmælandi er utangátta við svörun eða svarar könnuninni af fljótfærni (Lavrakas,<br />

2010).


27<br />

Undirbúningsvinna<br />

Áður en rannsókn þessi hófst voru tekin forviðtöl til æfingar fyrir rannsóknina.<br />

Viðtölin voru tekin í október <strong>og</strong> nóvember árið 2012 en voru þá unnin í tengslum við verkefni<br />

þar sem könnuð var tómstundaiðja eldri borgara í Eyjafjarðarsveit. Þátttakendum var skipt í<br />

þrjá hópa til að skoða mismunandi sjónarhorn <strong>og</strong> var viðtalsramminn aðlagaður eftir því<br />

hvaða hópi viðmælendur tilheyrðu. Hóparnir voru: a) Aldraðir íbúar í Eyjafjarðarsveit (67 ára<br />

<strong>og</strong> eldri), b) Íbúar í Eyjafjarðarsveit á aldrinum 60-67 ára <strong>og</strong> c) Aðstandendur aldraðra íbúa<br />

Eyjafjarðarsveitar. Með þessum viðtölum fengu rannsakendur innsýn inn í komandi<br />

rannsóknarefni auk þess sem viðtölin gáfu tækifæri til þess að byggja upp spurningalista<br />

rannsóknarinnar út frá þeim atriðum <strong>og</strong> áherslum sem viðmælendur nefndu.<br />

Spurningalisti<br />

Spurningakannanir eru lagðar fyrir í nánast öllum greinum sem fjalla um manninn á<br />

einn eða annan hátt. Á síðustu árum hefur notkun spurningakannana í heilbrigðisvísindum<br />

aukist verulega. Samkvæmt innlendum <strong>og</strong> erlendum rannsóknum eru sterk tengsl á milli þess<br />

sem fólk segist gera <strong>og</strong> þess sem það gerir. Einn helsti styrkur slíkra kannana er að safna má<br />

fjölbreyttum gögnum á skömmum tíma (Þorlákur Karlsson, 2003). Við framkvæmd þessarar<br />

rannsóknar var listi útbúinn með hliðsjón af spurningum sem félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar sendi beiðni um að fengjust svör við í rannsókninni. Við gerð<br />

spurningalistans var enn fremur notast við heimildir <strong>og</strong> fræðibækur með upplýsingum <strong>og</strong><br />

ráðleggingum varðandi orðalag, uppsetningu spurningalistans <strong>og</strong> upplýsingar úr<br />

undirbúningsvinnu hafðar til hliðsjónar. Spurningalistinn var sendur til leiðbeinanda<br />

rannsóknarinnar, aðferðafræðings <strong>og</strong> Félagsmálanefndar Eyjafjarðarsveitar sem lásu hann yfir<br />

<strong>og</strong> komu með tillögur að úrbótum. Listinn var lagaður að athugasemdum í kjölfarið. Þá var<br />

spurningalistinn forprófaður þar sem notast var við hentugleikaúrtak. Fyrst hringdu<br />

rannsakendur hver í annan <strong>og</strong> þar á eftir hringdu rannsakendur í einstaklinga sem þeir þekktu


28<br />

<strong>og</strong> líktust þýði rannsóknarinnar. Þetta gaf rannsakendum innsýn inn í komandi rannsókn <strong>og</strong><br />

æfingu í fyrirlögn spurningalistans. Að þessari forprófun lokinni var svarkostum <strong>og</strong> uppröðun<br />

spurninga breytt lítillega <strong>og</strong> þar með var kominn endanlegur spurningalisti (sjá fylgiskjal A).<br />

Í spurningalistanum var sérstaklega leitast við að svara rannsóknarspurningunum sem<br />

kynntar voru í upphafi kaflans. Spurningalistinn byrjaði á nokkrum bakgrunnsspurningum<br />

varðandi hjúskaparstöðu, atvinnuþátttöku <strong>og</strong> hversu lengi viðkomandi hafði búið í<br />

sveitarfélaginu. Að bakgrunnsspurningum loknum skiptist spurningalistinn í fjóra kafla: a)<br />

tómstundaiðja, þar sem bæði var spurt um tómstundaiðju heima fyrir sem <strong>og</strong> skipulagt<br />

tómstundastarf á vegum Félags aldraðra í Eyjafirði. Einnig var spurt um viðhorf, óskir <strong>og</strong><br />

þarfir fyrir félagsstarf aldraðra í sveitarfélaginu. b) ferliþjónusta, þar sem þátttakendur voru<br />

spurðir hvernig <strong>og</strong> hversu vel eða illa þeim gekk að fara á milli staða <strong>og</strong> hvort þörf væri á<br />

ferli<strong>þjónustu</strong> í sveitarfélaginu. c) búsetuúrræði, þar sem einstaklingar voru m.a. spurðir<br />

hvernig núverandi búsetuúrræði hentaði <strong>og</strong> hvaða staðsetningu þeir kysu helst ef til þess kæmi<br />

að þeir þyrftu að skipta um húsnæði. d) heimaþjónusta, þar sem spurt var um aðstoð á<br />

heimilið <strong>og</strong> hvort sú aðstoð uppfyllti þarfir viðkomandi. e) viðbótarupplýsingar, í lok<br />

spurningalistans var opin spurning þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að koma á framfæri<br />

viðhorfum, óskum <strong>og</strong> frekari skoðunum um efni rannsóknarinnar.<br />

Þrjár gerðir spurninga voru notaðar í listanum sem lagður var fyrir þátttakendur<br />

rannsóknarinnar: lokaðar spurningar, opnar spurningar <strong>og</strong> hálflokaðar spurningar, alls 36<br />

talsins. Í lokaðri spurningu eru allir svarkostir settir fram líkt <strong>og</strong> í spurningunni: Búa<br />

einhverjir úr þinni nánustu fjölskyldu á svæðinu? Þar eru svarkostirnir á raðkvarða: a) engir,<br />

b) næstum því engir, c) um það bil helmingur, d) flestir <strong>og</strong> e) allir. Í slíkum spurningum var<br />

passað uppá að svarmöguleikar væru tæmandi <strong>og</strong> sköruðust ekki til að auka áreiðanleika. Í<br />

opinni spurningu er enginn svarkostur <strong>og</strong> svarandi verður að segja svar án þess að velja á milli<br />

kosta líkt <strong>og</strong> í spurningunni: Hverjir búa á heimilinu að þér meðtöldum/meðtalinni. Þar voru


29<br />

svör skrifuð niður <strong>og</strong> flokkuð eftir á. Í hálflokuðum spurningum er gert ráð fyrir að fleiri<br />

svarkostir séu til en taldir eru upp <strong>og</strong> er þeim spurningum beitt þegar svarkostir eru margir eða<br />

ekki allir þekktir (Þorlákur Karlsson, 2003). Dæmi um slíka spurningu í spurningalistanum er:<br />

Tekur þú þátt í tómstunda- eða félagstarfi? <strong>og</strong> henni fylgt eftir með spurningunni: Hvaða<br />

tómstunda- eða félagsstarfi tekur þú þátt í? Í þeim tilvikum flokkuðu rannsakendur<br />

svarkostina eftir að svör höfðu borist frá öllum þátttakendum.<br />

Framkvæmd<br />

Þátttakendur. Þýði er hugtak sem skilgreint er sem mengi eininga sem úrtak er tekið<br />

úr til tölfræðilegra athugana (Snara, e.d.d). Almennt gildir sú regla að því stærra sem úrtak er<br />

úr þýði þeim mun nákvæmara er það (Þórólfur Þórlindsson <strong>og</strong> Þorlákur Karlsson, 2003). Þýði<br />

rannsóknarinnar var allir þeir sem náð höfðu 67 ára aldri við lok árs 2012, höfðu lögheimili <strong>og</strong><br />

voru búsettir í Eyjafjarðarsveit. Í upphafi var fenginn listi frá Félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar með öllum sem höfðu lögheimili í sveitarfélaginu <strong>og</strong> náð höfðu 67 ára<br />

aldri, alls 100 manns. Með gögnunum fengust upplýsingar um kyn <strong>og</strong> fæðingarár. Tölulegum<br />

upplýsingum frá Hagstofu Íslands <strong>og</strong> heimildum frá félagsmálanefnd bar þó ekki saman en<br />

samkvæmt Hagstofu Íslands er 101 einstaklingur 67 ára <strong>og</strong> eldri skráður í sveitarfélagið. Hér<br />

eftir verður notast við fjöldatölur frá Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar.<br />

Við úthringingar kom í ljós að fimm einstaklingar voru brottfluttir <strong>og</strong> töldust því ekki<br />

til þýðisins. Hringt var í alla 95 einstaklingana, 46 konur <strong>og</strong> 49 karla. Alls fengust svör frá 72<br />

einstaklingum eða 76% úrtaksins. Af þeim sem tóku þátt voru 36 karlar <strong>og</strong> 36 konur <strong>og</strong><br />

meðalaldur 75,5 ár. Aldursbilið var 67-91 ár miðað við lok árs 2012. Í þessari rannsókn er<br />

úrtakið allt þýðið.<br />

Gagnasöfnun. Gagna var aflað símleiðis. Símanúmer fyrirhugaðra þátttakanda voru<br />

fengin á vefsíðunni já.is <strong>og</strong> frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar. Áður en fyrirlögn<br />

spurningakönnunarinnar hófst var tilvonandi þátttakendum sent kynningabréf um


30<br />

rannsóknina, s.s. tilgang hennar <strong>og</strong> eðli spurningalistans (sjá fylgiskjal B). Fyrirlagnir tóku 8-<br />

38 mínútur, að meðaltali 17 mínútur. Rannsakendur verkefnisins hringdu í viðmælendur, rúm<br />

30 símtöl hver. Gögnum var safnað dagana 2.-10. mars 2013. Eyjafjarðarsveit greiddi<br />

útlagðan kostnað við rannsóknina, þ.e. prent- <strong>og</strong> sendingarkostnað á kynningarbréfi <strong>og</strong><br />

kostnað við símtöl.<br />

Greining gagna. Gagnagreining fór fram að lokinni gagnaöflun. Listi yfir þýðið var<br />

settur upp í Microsoft Office Excel (Excel) þar sem m.a. voru skráðar inn upplýsingar um<br />

lengd símtala. Notast var við tölfræðiforritið Statistical package for social Sciences (SPSS) <strong>og</strong><br />

tíðnitöflur fengnar fram sem sýndu tíðni <strong>og</strong> hlutfall svara auk þess sem krosstöflur voru nýttar<br />

til að sjá hvernig tvær breytur tengdust. Excel var einnig notað til að útbúa súlurit <strong>og</strong> töflur<br />

við framlögn <strong>og</strong> lýsingu niðurstaðna. Algengt er að öldruðum sé skipt upp í eftirfarandi<br />

aldursflokka þegar fjallað er um þá: a) 65-74 ára, b) 75-84 ára <strong>og</strong> c) 85 ára <strong>og</strong> eldri (Feldman,<br />

2008). Í upphafi skiptu rannsakendur úrtakinu eftir þessum sömu flokkum. Þegar<br />

gagnagreining hófst í SPSS kom í ljós að of mikill munur var á fjölda einstaklinga í hópunum<br />

<strong>og</strong> því erfitt að fá marktækar niðurstöður þar sem aðeins níu þátttakendur voru í elsta<br />

aldursflokknum. Í samráði við aðferðafræðing var svarendum skipt í jafnari hópa eða a) 67-71<br />

árs, alls 26 einstaklingar b) 72-78 ára, alls 22 einstaklingar <strong>og</strong> c) 79 ára <strong>og</strong> eldri, alls 24<br />

einstaklingar. Með skiptingunni var hægt að bera saman breytur eftir aldurshópum <strong>og</strong> fá<br />

þannig skýrara yfirlit um viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir íbúanna. Til að kanna tengsl breyta var notað<br />

kí-kvaðrat próf. Með kí-kvaðrat prófi er hægt að meta hvort tengsl breyta séu marktæk <strong>og</strong><br />

sýnir útkoman hvort alhæfa megi niðurstöður úrtaksins yfir á þýðið miðað við þau<br />

marktektarmörk sem rannsakandi setur (Field, 2009). Í þessari rannsókn var miðað við 95%<br />

marktektarmörk eða p < 0,05.


31<br />

Siðfræðilegir þættir<br />

Siðfræðilegar skyldur fylgja því að gera rannsókn <strong>og</strong> liggja fjórar höfuðreglur til<br />

grundvallar í siðfræði heilbrigðisgreina: Sjálfræðisreglan, skaðleysisreglan, velgjörðarreglan<br />

<strong>og</strong> réttlætisreglan. Með reglunum á að koma í veg fyrir óþarfa þjáningu eða skaða þátttakenda<br />

<strong>og</strong> gæta þess að þeim sé ekki mismunað. Sjálfræðisreglan kveður á um að einstaklingurinn<br />

þurfi að vera upplýstur um markmið rannsóknarinnar <strong>og</strong> er því krafa um upplýst <strong>og</strong> óþvingað<br />

samþykki. Mikilvægt er að þátttakandinn viti tilgang rannsóknarinnar <strong>og</strong> hvað felist í<br />

þátttökunni. Skaðleysisreglan kemur inn á að þátttaka megi ekki fela í sér ónauðsynlega<br />

áhættu fyrir þátttakendur <strong>og</strong> heilbrigðisstarfsfólk skuli forðast að valda skaða við rannsóknir.<br />

Velgjörðarreglan tryggir að aðeins séu framkvæmdar rannsóknir sem hafa sennilegan hagnað<br />

fyrir mannkynið <strong>og</strong> að valdar séu leiðir sem færa minnstar fórnir. Markmið með<br />

réttlætisreglunni er að allir fái það sem þeir eiga skilið <strong>og</strong> ávinningur rannsóknarinnar skili sér<br />

áfram. Mikilvægt er að rannsakendur sýni þátttakendum virðingu, gæti trúnaðar <strong>og</strong> séu<br />

heiðarlegir (Sigurður Kristinsson, 2003).<br />

Tekið var mið af þessum reglum við gerð rannsóknarinnar. Áður en gagnasöfnun<br />

hófst var öllum fyrirhuguðum þátttakendum sent kynningarbréf eins <strong>og</strong> áður hefur verið nefnt<br />

um efni spurningalistans <strong>og</strong> með því var þátttakendum gefið ráðrúm til að ákveða hvort þeir<br />

vildu taka þátt. Í upphafi allra símtala var fengið samþykki þátttakenda. Vinnsla<br />

persónuupplýsinga er tilkynningarskyld (Persónuvernd, e.d.) <strong>og</strong> var rannsóknin tilkynnt til<br />

Persónuverndar (sjá fylgiskjal C).<br />

Gera þarf persónuupplýsingar órekjanlegar <strong>og</strong> eyða frumgögnum að rannsókn<br />

lokinni (Persónuvernd, e.d.). Þessum reglum verður fylgt í gegnum rannsóknina. Þar sem<br />

viðfangsefni rannsóknarinnar beinast ekki beint að heilsu þátttakenda var ekki þörf á að sækja<br />

um leyfi til Vísindasiðanefndar (Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði, nr. 139/1998).


32<br />

KAFLI IV<br />

NIÐURSTÖÐUR<br />

Í þessum kafla er greint frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar <strong>og</strong> eru þær ýmist<br />

skýrðar í rituðu málið eða settar fram á myndrænan hátt s.s. með töflum <strong>og</strong> súluritum. Lagt er<br />

upp með að endurspegla viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit fyrir <strong>þjónustu</strong><br />

<strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu. Leitað er svara við rannsóknarspurningunum sem settar<br />

voru fram í byrjun rannsóknar:<br />

1. Hver eru viðhorf aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit til félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræða<br />

í sveitarfélaginu?<br />

2. Hvaða óskir <strong>og</strong> þarfir hafa aldraðir íbúar í Eyjafjarðarsveit fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong><br />

búsetuúrræði í sveitarfélaginu?<br />

Fjallað er um hvern hluta spurningalista rannsóknarinnar fyrir sig. Greint er frá<br />

niðurstöðum út frá bakgrunnsupplýsingum, tómstundaiðju, ferli<strong>þjónustu</strong>, búsetuúrræðum,<br />

heima<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> viðbótarupplýsingum þátttakenda. Einnig eru bornar saman breytur eftir<br />

aldurshópum, kynferði o.fl. til að fá skýrari mynd af viðhorfum, óskum <strong>og</strong> þörfum íbúa. Þegar<br />

skoðað er hvort marktækur munur sé er notast við kí-kvaðrat próf <strong>og</strong> miðað við 95%<br />

marktektarmörk. Þegar spurningalistinn var hringdur út hafði hluti þýðisins eða 19<br />

einstaklingar ekki áhuga á eða treystu sér ekki til að taka þátt eða 20% af þýðinu. Af þeim<br />

voru 11 karlar <strong>og</strong> 8 konur. Meðalaldur þeirra sem ekki tóku þátt var 76 ár, flestir einstaklingar<br />

í aldurshóp c). Ekki náðist í fjóra einstaklinga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Svarhlutfall var<br />

hæst hjá aldurshópi b) 72-78 ára eða 79% <strong>og</strong> minnst hjá aldurshópi c) 79 ára <strong>og</strong> eldri, 70%.<br />

Bakgrunnsupplýsingar<br />

Í upphafi voru niðurstöður skoðaðar út frá bakgrunnsupplýsingunum. Í ljós kom að<br />

jafnt hlutfall karla <strong>og</strong> kvenna tók þátt í rannsókninni. Aldur þátttakenda var miðaður við lok<br />

árs 2012. Tafla 1 sýnir svör við bakgrunnsspurningunum út frá kynferði þátttakenda.


33<br />

Tafla 1.<br />

Bakgrunnsupplýsingar út frá kynferði þátttakenda.<br />

Konur Karlar Alls af heild<br />

Aldurshópur<br />

79 ára <strong>og</strong> eldri 33% 33% 33%<br />

72-78 ára 36% 13% 31%<br />

67-71 árs 31% 42% 36%<br />

100% 100% 100%<br />

Hjúskaparstaða<br />

Gift/giftur eða í sambúð 55% 75% 65%<br />

Ekkja/ekkill 28% 11% 19%<br />

Aldrei verið gift/giftur 17% 8% 13%<br />

Fráskilinn 0% 6% 3%<br />

100% 100% 100%<br />

Tímalengd búsetu í Eyjafjarðarsveit<br />

1-10 ár 0% 3% 1%<br />

11-40 ár 28% 33% 31%<br />

41 ár <strong>og</strong> lengur 72% 64% 68%<br />

100% 100% 100%<br />

Búseta nánustu fjölskyldu á svæðinu<br />

Engir 6% 3% 4%<br />

Næstum því engir 11% 22% 17%<br />

U.þ.b. helmingur 36% 39% 38%<br />

Flestir 47% 28% 37%<br />

Allir 0% 8% 4%<br />

100% 100% 100%<br />

Íbúar á heimilinu auk þátttakanda<br />

Enginn 31% 28% 29%<br />

Maki 47% 55% 51%<br />

Börn 8% 11% 10%<br />

Maki <strong>og</strong> börn 8% 0% 4%<br />

Maki, börn <strong>og</strong> barnabörn 0% 3% 1%<br />

Systkini 3% 3% 3%<br />

Börn <strong>og</strong> barnabörn 3% 0% 1%<br />

100% 100% 100%<br />

Launað starf<br />

Fullt starf 0% 8% 4%<br />

Hlutastarf 14% 20% 17%<br />

Ekki launað starf 86% 72% 79%<br />

100% 100% 100%<br />

Þátttaka í sjálfboðastarfi<br />

Já 19% 28% 24%<br />

Nei 81% 72% 76%<br />

100% 100% 100%


Handavinna<br />

Fuglar <strong>og</strong> plöntuskoðun<br />

Göngutúrar<br />

Lestur<br />

Búskapur<br />

Garðyrkja <strong>og</strong> skógrækt<br />

Kvenfélag<br />

Önnur félagastarfsemi<br />

Hreyfing<br />

Kórastarf<br />

Skriftir<br />

Söfnun<br />

Viðgerðir<br />

Tónlist<br />

Hestamennska<br />

Spil<br />

Frumkvöðlastarf<br />

Heimilisverk<br />

Ferðast<br />

Tölvur<br />

Ættfræði<br />

Kveðskapur <strong>og</strong> ljóð<br />

34<br />

Á töflunni sést að fleiri karlar en konur voru giftir en fleiri konur ekkjur. Algengast var<br />

að flestir eða u.þ.b. helmingur nánustu fjölskyldumeðlima þátttakenda byggju á<br />

Eyjafjarðarsvæðinu. Oftast bjó maki á heimilinu ásamt þátttakanda en fleiri konur en karlar<br />

bjuggu einar. Rúm 8% karlkyns þátttakenda stunduðu enn fullt starf en enginn kvenkyns<br />

þátttakandi. Alls stunduðu tæp 24% allra þátttakenda sjálfboðastarf en það var algengara<br />

meðal karla en kvenna.<br />

Tómstundaiðja<br />

Skoðað var hvaða tómstundaiðju aldraðir í Eyjafjarðarsveit stunduðu <strong>og</strong> hversu oft<br />

þeir iðkuðu hana. Algengast var að svarendur stunduðu tómstundaiðju nær daglega, eða 60%<br />

en aðeins tæp 3% þátttakenda stunduðu tómstundaiðju fimm sinnum á ári eða sjaldnar.<br />

Algengara var að konur stunduðu tómstundastarf daglega (67%) en karlar (55%). Tæplega<br />

82% þeirra sem voru í aldurshópi b) stunduðu tómstundaiðju daglega <strong>og</strong> það var hæsta<br />

hlutfall iðkunar tómstundaiðju miðað við aldurshópa. Á heildina litið var þó lítill munur milli<br />

kynja <strong>og</strong> aldurshópa á hversu oft þau iðkuðu tómstundaiðju en ekki var mögulegt að gera<br />

marktektarpróf. Spurt var opinna spurninga um hvers konar tómstundaiðju þátttakendur<br />

stunduðu þar sem þeir máttu nefna allt sem þeim datt til hugar. Algengast var að þátttakendur<br />

stunduðu handavinnu (49%) <strong>og</strong> lestur (47%). Tómstundaiðju þátttakenda má betur sjá út frá<br />

kyni á mynd 3.<br />

%<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Konur<br />

Karlar<br />

Mynd 3. Tómstundaiðja þátttakenda eftir kyni.


35<br />

Þátttaka í Félagi aldraðra í Eyjafirði var skoðuð sérstaklega <strong>og</strong> sýndu niðurstöður að<br />

56% þátttakenda voru meðlimir í félaginu. Meðlimir félagsins voru skoðaðir eftir aldri <strong>og</strong><br />

kyni. Konur voru alls tæp 58% en karlar rúm 42%. Ekki var marktækur munur milli kynja<br />

(χ 2 (1,40)=2,025; p=1,55). Þá var skoðað hvort marktækur munur væri á milli aldurshópa<br />

meðal meðlima í félagi aldraðra. Fjórðungur meðlima (25%) tilheyrðu aldurshópi a), 35%<br />

voru í aldurshópi b) <strong>og</strong> 40% tilheyrðu aldurshópi c). Ekki var marktækur munur milli<br />

aldurshópa (χ 2 (2,40)=4,859; p=0,88). Helmingur meðlima (50%) stundaði félagsstarfið<br />

vikulega eða oftar <strong>og</strong> var kynjahlutfall jafnt.<br />

Skoðað var hvort þeir sem stunduðu launað starf væru meðlimir í félagi aldraðra.<br />

Rúmur fjórðungur (27%) þeirra sem stunduðu launað starf voru meðlimir í félagi aldraðra á<br />

móti 56% heildarinnar. Marktækur munur var á milli hópanna (χ 2 (1,15)=6,404; p=0,01).<br />

Ríflega helmingur (53%) þeirra sem stunduðu sjálfboðastarf voru meðlimir í félagi aldraðra<br />

en ekki var marktækur munur þar á milli (χ 2 (1,17)=0,062; p=0,804).<br />

Algengast var að þátttakendur tækju þátt í handavinnu af því skipulagða starfi sem var<br />

í boði á vegum félags aldraðra í sveitinni en mynd 4 sýnir nánar þau tómstundatilboð sem<br />

meðlimir nýttu sér. Taka skal fram að þátttakendur gátu nefnt fleiri en einn möguleika.<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

% 30<br />

20<br />

Konur<br />

10<br />

Karlar<br />

0<br />

Mynd 4. Tómstundaiðja þátttakenda á vegum Félags aldraðra í Eyjafirði eftir kyni. Hlutfall<br />

þeirra sem voru meðlimir í félaginu.


36<br />

Skoðað var hversu oft viðmælendur tóku þátt í stjórnun <strong>og</strong> skipulagningu atburða í<br />

sveitarfélaginu. Niðurstöður sýndu að 35% þeirra sem voru meðlimir í félagi aldraðra tóku<br />

þátt í stjórnun <strong>og</strong> skipulagningu atburða oft eða stundum á móti rúmlega 3% þeirra sem ekki<br />

voru meðlimir. Kí-kvaðrat próf sýndi marktækan mun þar á milli (χ 2 (1,72)=10,952; p=0,001).<br />

Þeir sem ekki voru meðlimir í Félagi aldraðra í Eyjafirði virtust svala þörf sinni fyrir<br />

tómstundaiðju <strong>og</strong> félagslegt samneyti á annan hátt. Af þeim sem ekki voru meðlimir sögðust<br />

75% ekki taka þátt í félagsstarfinu þar sem þeir þurftu ekki á meiri tómstundaiðju að halda. Þó<br />

virtust viðhorf nokkuð stórs hóps vera neikvæð, en næst algengast var að fólk sagðist ekki<br />

hafa áhuga á því sem væri í boði (19%). Önnur atriði sem nefnd voru þ.e. leti, veðurfar <strong>og</strong><br />

færð, slæmt heilsufar, vita ekki hvað er í boði <strong>og</strong> vantaði akstur á staðinn fengu minna en 10%<br />

svörun. Þegar meðlimir félags aldraðra voru spurðir hvað hindraði þá helst við að mæta í<br />

félagsstarfið kom fram að þeir þurftu ekki á meiri tómstundaiðju að halda (35%), heilsufar<br />

(20%) <strong>og</strong> veður <strong>og</strong> færð (15%). Önnur atriði fengu minna en 10% svörun, en það voru leti,<br />

ekki áhugi fyrir því sem er í boði, heilsufar maka <strong>og</strong> vantar akstur á staðinn.<br />

Þátttakendur voru spurðir um viðhorf til framboðs <strong>og</strong> fjölbreytileika hjá félagi aldraðra<br />

í sveitinni. Fáir báru fram óskir um breytingu á framboði eða fjölbreytileika starfseminnar <strong>og</strong><br />

virtist þörfum þátttakenda því fullnægt í flestum tilfellum. Framboð tómstundaiðju voru 43%<br />

þátttakenda ánægðir með <strong>og</strong> tæp 49% voru ánægðir með fjölbreytnina. Um helmingur<br />

þátttakenda svaraði valmöguleikanum ég veit ekki <strong>og</strong> átti sá möguleiki ýmist við þegar<br />

svarendur höfðu ekki kynnt sér<br />

framboð <strong>og</strong> fjölbreytileika<br />

Félags aldraðra í Eyjafirði <strong>og</strong><br />

þegar þeir vissu ekki hvað var<br />

í boði. Hægt er að sjá svör<br />

%<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

of mikið hæfileg mikið of lítið<br />

veit ekki<br />

Fjölbreytileiki<br />

Framboð<br />

þátttakenda á mynd 5.<br />

Mynd 5. Ánægja <strong>og</strong> óánægja þátttakenda með framboð <strong>og</strong><br />

fjölbreytileika á tómstundaiðju hjá Félagi aldraðra í Eyjafirði.


%<br />

37<br />

Svarendur voru einnig beðnir um að nefna þá þætti sem mætti bæta við<br />

fjölbreytileikann <strong>og</strong> komu þá fram fimm atriði: meiri spilamennska (4%), meiri leikfimi (1%),<br />

annað en handavinna (1%), tungumálanámskeið (1%) <strong>og</strong> fleiri valmöguleika sem henta<br />

körlum (3%).<br />

Ferðamátar<br />

Þegar skoðað var hvernig þátttakendum gekk að fara um sögðu rúm 90% að þeim<br />

gengi mjög eða frekar vel að komast ferða sinna. Tæp 7% svöruðu hvorki vel né illa <strong>og</strong> 3%<br />

sögðu það ganga frekar<br />

illa. Flestir þátttakendur<br />

keyrðu sjálfir en þann kost<br />

nýttu 71% sér oft. Þá<br />

sögðu 14% þátttakenda að<br />

þeim væri oft ekið <strong>og</strong> 1%<br />

gengu oft þegar þeir fóru á<br />

milli staða. Mynd 6 lýsir<br />

þessu nánar. Skoðað var<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Ekur þú<br />

sjálf/sjálfur<br />

Er þér ekið<br />

Gengur þú<br />

Oft<br />

Stundum<br />

Sjaldan<br />

Aldrei<br />

Mynd 6. Tíðni þess hve oft þátttakendur nýttu sér að aka sjálfir,<br />

vera ekið <strong>og</strong> að ganga.<br />

hvort karlar eða konur keyrðu oftar. Í ljós kom að 42% karla keyrðu oft á móti 29% kvenna.<br />

Tæp 14% kvenna sögðust aldrei keyra en aðeins rúmt 1% karla keyrði aldrei Til að athuga<br />

hvort munur væri milli kynja á því hvort þátttakendum var ekið eða ekki var gert kí-kvaðrat<br />

próf. Í ljós kom marktækur munur þar sem konum var oftar ekið en körlum (χ 2 (3,72)=9,622,<br />

p=0,022). Algengara var að konur nýttu sér þann kost að ganga á milli staða frekar en karlar. .<br />

Þegar skoðaður var munur milli aldurshópa kom í ljós að 92% hóps a) keyrðu oft en 73%<br />

aldurshóps b) <strong>og</strong> 46% c) hópsins keyrðu oft sjálf.


38<br />

Margt getur hindrað fólk í því að fara á milli staða. Þátttakendur sögðu heilsufar <strong>og</strong><br />

veðurfar <strong>og</strong> færð oftast hafa áhrif á ferðir sínar. Mynd 7 túlkar þetta nánar.<br />

100<br />

90<br />

80<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Aldrei<br />

Sjaldan<br />

Stundum<br />

Oft<br />

Mynd 7. Hindranir þátttakenda við að komast ferða sinna.<br />

Í ljós kom munur milli aldurshópa þegar atriði sem hindra fólk við að fara um voru skoðuð.<br />

Með auknum aldri hafði heilsufar sífellt meiri áhrif þar sem 62% aldurshóps c) sögðu það<br />

hafa oft/stundum áhrif á ferðir sínar en einungis 19% þátttakenda í hópi a). Kí-kvaðrat próf<br />

sýndi einnig marktækan mun milli aldurshópa a) <strong>og</strong> c) (χ²(2,72)=11,200;p=0,004). Einnig<br />

kom marktækur munur í ljós þegar skoðað var hvort heilsufar hindraði þátttakendur við að<br />

komast ferða sinna út frá hjúskaparstöðu (χ²(1,72)=4,191;p=0,041). Heilsufar hindraði oft eða<br />

stundum 52% þeirra sem ekki voru giftir eða í sambúð en aðeins tæplega 28% þeirra sem voru<br />

giftir eða í sambúð. Veðurfar <strong>og</strong> færð hafði oftar áhrif á konur en karla þar sem 56% kvenna<br />

sögðu það hafa oft/stundum áhrif en aðeins 19% karla. Marktækur munur var því milli<br />

hópanna (χ²(1,72)=10,015; p=0,002).<br />

Fáir þátttakendur töldu þörf á ferli<strong>þjónustu</strong> en þegar þeir voru spurðir að því hversu<br />

líklegt eða ólíklegt það væri að þeir myndu nýta sér slíka <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins ef<br />

hún væri í boði svöruðu rúm 11% mjög líklegt <strong>og</strong> tæp 10% sögðu frekar líklegt. Hins vegar


39<br />

töldu 43% það frekar ólíklegt <strong>og</strong> fjórðungur þátttakenda (25%) mjög ólíklegt. Ríflega 11%<br />

voru óviss. Fjórðungur kvenna (25%) taldi það mjög eða frekar líklegt að þær myndu nýta sér<br />

ferli<strong>þjónustu</strong> væri hún í boði en einungis 17% karla. Ekki var marktækur munur milli kynja á<br />

hugsanlegri nýtingu ferli<strong>þjónustu</strong> (χ²(2,72)=0,784; p=0,676). Þegar skoðað var út frá<br />

aldurshópunum hvaða líkur væru á því að nýta sér ferli<strong>þjónustu</strong> var líklegast að þátttakendur í<br />

aldurshópi b) myndu nýta sér <strong>þjónustu</strong>na eða 23%. Um 19% hóps a) töldu það mjög/frekar<br />

líklegt <strong>og</strong> 21% aldurshóps c). Ekki var því marktækur munur á aldurshópunum<br />

(χ 2 (4,72)=6,887,p=0,142).<br />

Búsetuúrræði<br />

Þegar skoðuð voru búsetuúrræði aldraðra í Eyjafjarðarsveit kom í ljós að stærstur hluti<br />

þátttakenda rannsóknarinnar bjó í eigin húsnæði eða um 92%. Aðrir bjuggu í húsnæði á<br />

vegum sveitarfélagsins eða á almennum leigumarkaði, en enginn í aldurshópi c) bjó á<br />

almennum leigumarkaði. Viðhorf þátttakenda til búsetu sinnar voru almennt jákvæð en 89%<br />

sögðu hana henta mjög eða frekar vel. Tæp 7% þátttakenda sögðu núverandi húsnæði henta<br />

frekar illa. Helsta ástæða þess var of stórt húsnæði <strong>og</strong> stigar milli hæða. Aðrir nefndu að<br />

húsnæðið væri orðið gamalt <strong>og</strong> rúmu 1% þátttakenda fannst vera of langt í <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> taldi<br />

það því ekki henta nógu vel. Kannað var<br />

út frá aldurshópunum hvernig<br />

þátttakendum fannst núverandi <strong>búseta</strong><br />

henta sér. Allir þátttakendur innan hóps<br />

a) sögðu búsetuna henta sér vel, 86%<br />

hóps b) <strong>og</strong> 79% hóps c) sögðu hana<br />

henta vel.<br />

Þarfir íbúa fyrir annað búsetuúrræði<br />

%<br />

45<br />

40<br />

35<br />

30<br />

25<br />

20<br />

15<br />

10<br />

5<br />

0<br />

67-71<br />

ára<br />

72-78<br />

ára<br />

79 ára<br />

<strong>og</strong> eldri<br />

Mjög líklegt<br />

Frekar líklegt<br />

Hvorki líklegt né<br />

ólíklegt<br />

Frekar ólíklegt<br />

Mjög ólíklegt<br />

Mynd 8. Líkur á því að þátttakendur myndu flytja í<br />

annað búsetuúrræði á næstu árum eftir aldurshópum.<br />

voru skoðaðar. Á mynd 8 má sjá hve miklar líkur eru á því að þátttakendur flytji í annað


%<br />

40<br />

búsetuúrræði á næstu árum eftir aldursflokkum en meirihluti íbúa taldi það ólíklegt. Jafn<br />

algengt var að karlar (10%) <strong>og</strong> konur (10%) teldu líklegt að þau myndu flytja í annað<br />

búsetuúrræði á næstu árum. Þátttakendur voru einnig spurðir hvort <strong>og</strong> þá hvert þeir myndu<br />

vilja flytja ef önnur búsetuúrræði væru í boði <strong>og</strong> voru óskir fólks mismunandi. Rúm 30%<br />

þátttakenda höfðu áhuga á <strong>þjónustu</strong>íbúðum í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit en ekki var<br />

marktækur munur á milli aldurshópa (χ 2 (2,72)=0,533,p=0,766). Um 32% höfðu þá skoðun að<br />

fara frekar í <strong>þjónustu</strong>íbúðir eða önnur búsetuúrræði á Akureyri <strong>og</strong> ekki var marktækur munur<br />

milli aldurshópa (χ 2 (2,72)=0,815,p=0,665). Aðrir kostir sem þátttakendur nefndu voru<br />

búsetuúrræði sem innihéldu meiri félagsskap <strong>og</strong> <strong>þjónustu</strong>íbúðir óháðar staðsetningu.<br />

Viðhorf þátttakenda til <strong>þjónustu</strong>íbúða í Eyjafjarðarsveit skiptust nokkurn veginn í<br />

tvennt. Þegar þeir voru spurðir hvort þeir myndu nýta sér slíkar íbúðir, væru þær í boði, töldu<br />

um 46% svarenda það vera frekar eða mjög ólíklegt. Sá aldurshópur sem var jákvæðastur í<br />

garð <strong>þjónustu</strong>íbúða í<br />

sveitarfélaginu voru<br />

einstaklingar í aldurshópi<br />

60<br />

50<br />

40<br />

Mjög líklegt<br />

Frekar líklegt<br />

b) en tæp 55% þeirra töldu<br />

frekar eða mjög líklegt að<br />

þeir myndu nýta sér þann<br />

kost. Á mynd 9 má sjá<br />

dreifingu eftir aldurshópum.<br />

Kannað var út frá kynferði<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

67-71 ára 72-78 ára 79 ára <strong>og</strong><br />

eldri<br />

Hvorki líklegt né<br />

ólíklegt<br />

Frekar ólíklegt<br />

Mjög ólíklegt<br />

Mynd 9. Líkur á því að þátttakendur myndu nýta sér<br />

<strong>þjónustu</strong>íbúðir fyrir aldraða í Eyjafjarðarsveit, væru þær í boði.<br />

hvaða líkur væru á því að þátttakendur myndu nýta sér <strong>þjónustu</strong>íbúðirnar. Meiri líkur voru á<br />

að konur myndu nýta sér þetta úrræði eða 39% á móti 36% karla.


41<br />

Heimaþjónusta<br />

Þegar líður á ævina er algengt að einstaklingar þurfi aðstoð við athafnir daglegs lífs <strong>og</strong><br />

þurfti meirihluti þátttakenda einhvers konar aðstoð við heimilislíf sitt. Aðspurðir sögðust rúm<br />

40% þátttakenda ekki fá neina aðstoð heima við, 8% sögðust fá aðstoð frá öðrum sem bjuggu<br />

á heimilinu. Fjórðungur (25%) sagðist fá aðstoð frá syni/dóttur utan heimilis <strong>og</strong> rúmlega 1%<br />

fékk aðstoð frá barnabarni utan heimilis. Heimilishjálp eða heimahjúkrun nýttu rúmlega 22%<br />

þátttakenda sér <strong>og</strong> 4% fengu aðstoð frá ættingja, nágranna eða öðrum góðum vini.<br />

Spurðir nánar út í <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins sögðust tæp 78% þátttakenda ekki<br />

nýta sér neina <strong>þjónustu</strong> á<br />

vegum þess. Tæp 21% sögðust<br />

fá aðstoð við þrif á heimilinu<br />

<strong>og</strong> rúmt 1% sagðist fá aðstoð<br />

við eigin umsjá. Þjónusta sem í<br />

boði var skipti alla jafna miklu<br />

máli fyrir þátttakendur. Mynd<br />

10 sýnir það nánar.<br />

%<br />

70<br />

60<br />

50<br />

40<br />

30<br />

20<br />

10<br />

0<br />

Mjög miklu<br />

máli<br />

Frekar<br />

miklu máli<br />

Hvorki<br />

miklu né<br />

litlu máli<br />

Frekar litlu<br />

máli<br />

Mjög litlu<br />

máli<br />

Mynd 10. Mikilvægi félags<strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins<br />

fyrir þá sem hana þáðu.<br />

Skoðað var hvort munur væri milli kynja á því hvaða aðstoð fólk fengi á heimilinu. Í<br />

ljós kom að 47% karla fengu enga aðstoð á heimilinu en 33% kvenna. Jafnt hlutfall karla <strong>og</strong><br />

kvenna fékk þó <strong>þjónustu</strong> heim á vegum sveitarfélagsins eða 22% allra þátttakenda. Skipting<br />

milli aldurshópa var á þann hátt að 33% þátttakenda í hópi c) fengu <strong>þjónustu</strong> á vegum<br />

sveitarfélagsins heim en 22% í hópi b). Aðeins 12% einstaklinga í hópi a) fengu slíka<br />

<strong>þjónustu</strong>.<br />

Óskir um breytingar á <strong>þjónustu</strong> sveitarfélagsins voru ýmsar. Með opinni spurningu<br />

voru þátttakendur beðnir um að meta þá <strong>þjónustu</strong> sem þeir fengu <strong>og</strong> svöruðu tæp 13% þeirra<br />

sem fengu <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins að illa væri þrifið <strong>og</strong> rúm 31% vildu ítarlegri <strong>og</strong>


42<br />

meiri þrif. Í spurningalistanum var opin spurning sem hvatti fólk til segja frá ef þörf væri á<br />

meiri <strong>þjónustu</strong> í sveitarfélagið <strong>og</strong> þá hvernig. Svörin voru flokkuð eftir á <strong>og</strong> sögðu tæp 3% að<br />

verslun vantaði í sveitarfélagið. Um 3% vildu einnig að hringt yrði reglulega til að athuga<br />

með fólk sem náð hefði háum aldri <strong>og</strong> tæp 6% vildu fá tilbúinn mat sendan heim, líka um<br />

helgar. Rúmlega 1% vildi fá aðstoð við snjómokstur <strong>og</strong> sama hlutfall vildi fá garð<strong>þjónustu</strong>.<br />

Viðbótarupplýsingar þátttakenda<br />

Í lok spurningalistans var opin spurning þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að<br />

koma á framfæri viðhorfum, óskum <strong>og</strong> frekari skoðunum um efni rannsóknarinnar. Þar<br />

nefndu íbúar atriði sem þeim fannst ábótavant <strong>og</strong> oft voru sterkar skoðanir á lausnum þeim<br />

tengdum. Fólk hrósaði einnig þeirri <strong>þjónustu</strong> sem fyrir var.<br />

Aðstaðan fyrir félagsstarf aldraðra fékk mikið lof. Svarendur nefndu að margt hefði<br />

breyst til hins betra eftir að hún var bætt, framboð á tómstundatilboðum hefði aukist, viðhorf<br />

<strong>og</strong> mæting félaga væri betri. Sundleikfimin var ofarlega í hugum margra en þeir sem nýttu sér<br />

hana voru mjög ánægðir. Flestir sem hana stunduðu voru á þeirri skoðun að hún ætti að vera í<br />

boði allt árið.<br />

Þörfum þeirra sem ekki keyrðu var í einhverjum tilfellum ekki mætt <strong>og</strong> höfðu nokkrir<br />

þátttakendur orð á að fyrir fólk sem ekki væri með bílpróf væri afar erfitt að komast á milli<br />

staða sökum kostnaðar því leigubílar væru dýrir. Sami hópur sagðist finna fyrir einmannaleika<br />

<strong>og</strong> ætti það til að einangrast. Einnig væri mikil hindrun að vera upp á aðra kominn með akstur<br />

á milli staða. Einn þátttakandi nefndi mjólkurbílinn <strong>og</strong> að hans væri saknað þar sem hann<br />

hefði, á árum áður, verið regluleg <strong>og</strong> góð samgönguleið.<br />

Í tengslum við búsetuúrræði kom fram ósk um afslátt á fasteignagjöldum en einn<br />

þátttakandi hafði þá skoðun að sveitarfélagið ætti að veita afslátt á fasteignagjöldum fyrir íbúa<br />

67 ára <strong>og</strong> eldri sem vilja <strong>og</strong> geta búið áfram í eigin húsnæði. Þannig væri það hagur<br />

sveitarfélagsins að þurfa ekki að grípa inn í með búsetuúrræði fyrir þennan hóp, heldur gefa


43<br />

fólki möguleika á að búa lengur heima þar sem fasteignagjöld væru orðin stór útgjaldaliður<br />

heimilanna. Annar þátttakandi stakk upp á að byggja raðhús á vegum sveitarfélagsins á<br />

Kristnesi í Eyjafirði með litlum <strong>og</strong> þægilegum íbúðum sem henta öldruðum. Einnig voru<br />

íbúðir í Hrafnagilshverfi tilgreindar af nokkrum svarendum. Nefnt var að þar ættu að vera<br />

íbúðir sem aldraðir ættu forgangsrétt á <strong>og</strong> að þar væri hægt að laga umhverfið að þörfum íbúa<br />

t.d. með því að leggja göngustíg frá Akureyrarflugvelli að Hrafnagilshverfi. Nokkrir höfðu þá<br />

skoðun að þar sem öll þjónusta væri á Akureyri væri best að öll stofnanaþjónusta <strong>og</strong><br />

<strong>þjónustu</strong>íbúðir væru staðsettar þar.<br />

Þátttakendur nefndu einnig atriði varðandi heima<strong>þjónustu</strong> í Eyjafjarðarsveit <strong>og</strong> komu<br />

þar fram ýmis viðhorf. Nokkrum fannst að heimaþjónustan væri of takmörkuð <strong>og</strong> þá<br />

sérstaklega verklýsing hennar. Einn þátttakandi lýsti yfir ánægju með heilsueflandi<br />

heimsóknir, þær væru bæði góðar <strong>og</strong> nytsamlegar. Félagslegur stuðningur var einnig talinn<br />

mjög mikilvægur fyrir þá sem hann þurfa. Margir sem nýttu sér þrif á vegum sveitarfélagsins<br />

hrósuðu starfsfólkinu sem vann þau verk, bæði fyrir viðmót þeirra <strong>og</strong> þrifin sjálf. Gagnrýnt<br />

var að ekki væri gripið inn í ef forföll yrðu á þrifum t.d. vegna veikinda starfsfólks. Nokkrir<br />

nefndu að þrifaþjónusta væri misjöfn eftir því hver þrifi.<br />

Í þessum lið spurningalistans komu einnig fram atriði sem tengdust rannsókninni ekki<br />

beint. Þau svör voru flokkuð frá þegar unnið var úr niðurstöðum. Þar voru m.a. nefnd atriði<br />

tengd of lágum ellilífeyri <strong>og</strong> almennum kjörum eldra fólks, fjallskilanefnd, vistunarmati fyrir<br />

hjúkrunarheimili <strong>og</strong> lengd biðlista á Kristnes.


44<br />

KAFLI V<br />

UMRÆÐUR<br />

Í þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í<br />

Eyjafjarðarsveit fyrir <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í sveitarfélaginu. Í kaflanum eru helstu<br />

niðurstöðum rannsóknarinnar gerð skil, túlkaðar <strong>og</strong> þær bornar saman við áðurnefnd<br />

fræðaskrif <strong>og</strong> hugmyndafræðina sem stýrir rannsókninni. Fjallað er um efnið í sömu röð <strong>og</strong><br />

það kemur fyrir í niðurstöðukaflanum. Í lokin er komið inn á hugmyndir að frekari<br />

rannsóknum í tengslum við viðfangsefnið, helstu takmarkanir rannsóknarinnar <strong>og</strong> hagnýtt<br />

gildi hennar fyrir iðjuþjálfun.<br />

Eins <strong>og</strong> áður hefur verið nefnt var tilgangur þessarar rannsóknar að fá sýn á viðhorf,<br />

óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra til að þróa <strong>þjónustu</strong> sveitarfélagsins við þennan aldurshóp. Þessi<br />

starfsaðferð er í anda hugmyndafræði valdeflingar en þar er lagt upp úr því að gefa notendum<br />

færi á að finna leiðir til að bæta eigin stöðu (Farley o.fl., 2009). Með valdeflingu hafa<br />

notendur aukið vald við skipulagningu <strong>þjónustu</strong>, umönnun <strong>og</strong> meðferð <strong>og</strong> geta þannig lagt sitt<br />

af mörkum til <strong>þjónustu</strong>nnar sem ákvarðast af persónulegri upplifun notenda. Slík þjónusta<br />

getur tryggt betri skilvirkni svo starfsemin verði áhrifameiri <strong>og</strong> hæfi notendum betur (WHO,<br />

2008).<br />

Tómstundaiðja<br />

Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram að flestir þátttakendur stunduðu<br />

tómstundaiðju nær daglega <strong>og</strong> voru vinsælustu viðfangsefnin handavinna <strong>og</strong> lestur.<br />

Samkvæmt Olson <strong>og</strong> O'herron (2004) eru þeir sem stundað hafa tómstundaiðju í gegnum lífið<br />

í minni áhættu á að einangrast eftir að launaðri vinnu hefur verið hætt. Mikilvægt er því að vel<br />

sé hugað að tómstundastarfi aldraðra <strong>og</strong> séð til þess að sá aldurshópur geti stundað þá iðju<br />

sem hann óskar eftir.


45<br />

Samkvæmt virknikenningunni byggir farsæl öldrun á því að viðhalda virkni <strong>og</strong><br />

þátttöku í samfélaginu. Rúmur helmingur svarenda voru meðlimir í Félagi aldraðra í Eyjafirði<br />

<strong>og</strong> um helmingur þess hóps stundaði félagsstarfið vikulega eða oftar. Virkasti hópurinn innan<br />

félagsins var aldurshópur c) 79 ára <strong>og</strong> eldri <strong>og</strong> algengara var að konur væru virkari en karlar.<br />

Af því skipulagða starfi sem var í boði í félagi aldraðra var algengast að þátttakendur<br />

tækju þátt í handavinnu en önnur vinsæl viðfangsefni voru ferðalög <strong>og</strong> námskeið á vegum<br />

félagsins. Í sveitarfélagi eins <strong>og</strong> Eyjafjarðarsveit þar sem ein aðal atvinnugreinin er<br />

landbúnaður (Eyjafjarðarsveit, e.d.c), eru bústörfin oft orðin að áhugamáli eða lífsstíl.<br />

Mikilvægt er út frá samfellukenningunni að hætta ekki að sinna alveg búskapnum þótt<br />

einstaklingar séu komnir á efri ár heldur fylgja sama eða svipuðu lífsmynstri en þó í samræmi<br />

við mismunandi aðstæður, öldrunarbreytingar <strong>og</strong> eigin takt í lífinu (Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir<br />

<strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir, 2011; Feldman, 2008). Þetta kemur heim <strong>og</strong> saman við niðurstöður<br />

rannsóknar okkar þar sem hluti þátttakenda taldi bústörfin sem sína tómstundaiðju.<br />

Aðeins tveir þátttakendur rannsóknarinnar töldu fjölbreytni tómstundatilboða Félags<br />

aldraðra í Eyjafirði vera of litla en þó komu ýmsar hugmyndir fram um hvernig hægt væri að<br />

fjölga tómstundamöguleikum félagsins. Mikil ánægja var með aðstöðuna hjá félaginu <strong>og</strong><br />

nefndu virkir meðlimir að margt hefði breyst til hins betra eftir að hún var bætt svo sem<br />

framboð á viðfangsefnum, viðhorf <strong>og</strong> mæting félaga. Þessar niðurstöður má skoða út frá<br />

íslenskri rannsókn þar sem borin var saman virkni aldraðra í dreifbýli <strong>og</strong> þéttbýli. Þar kom í<br />

ljós að þeir sem bjuggu í dreifbýli höfðu m.a. ekki sama úrval af tómstundaiðju <strong>og</strong> bjuggu við<br />

meiri einangrun <strong>og</strong> hindranir í umhverfinu (Arnadottir o.fl., 2009). Þó að rannsókn okkar gefi<br />

ekki niðurstöður um aðstæður í þéttbýli höfðu aðeins tveir einstaklingar út á tómstundaiðjuna<br />

að setja en þessi jákvæðu viðhorf gætu tengst ánægju meðlima Félags aldraðra í Eyjafirði með<br />

aðstöðuna. Þegar spurt var um framboð <strong>og</strong> fjölbreytileika í starfsemi félagsins kom fram að<br />

um helmingur þátttakenda völdu valmöguleikann ég veit ekki. Sá valmöguleiki átti bæði við


46<br />

um þá sem vissu ekki hvað var í boði <strong>og</strong> þá sem vissu ekki hvað þeim fannst um framboðið<br />

eða fjölbreytnina. Þá kom einnig fram að innan við 10% þeirra sem ekki voru meðlimir sögðu<br />

það vera vegna þess að þeir vissu ekki hvað væri í boði. Nokkuð margir höfðu ekki mikla<br />

vitneskju eða skoðun á framboði <strong>og</strong> fjölbreytileika í félagsstarfinu en það virtist þó ekki gera<br />

það að verkum að þátttakendur ákváðu að vera ekki meðlimir í félagi aldraðra. Kynning á<br />

félagsstarfi aldraðra <strong>og</strong> frekari upplýsingar um hvað er í boði er þó líkleg forsenda þess að<br />

nýir meðlimir bætist í hópinn.<br />

Ferðamátar<br />

Þátttakendum gekk alla jafna vel að komast ferða sinna. Í rannsókn okkar kom fram að<br />

flestir keyrðu sjálfir <strong>og</strong> voru ánægðir með það fyrirkomulag en algengara var að karlar keyrðu<br />

en konur. Þær niðurstöður samræmast öðrum rannsóknum sem skoðaðar hafa verið.<br />

Samkvæmt rannsókn Ahern <strong>og</strong> Hine (2012) sem gerð var á Írlandi voru einkabílar<br />

mikilvægasti <strong>og</strong> mest notaði ferðamáti aldraðra íbúa í dreifbýli. Svipaðar niðurstöður má<br />

einnig sjá í rannsókn sem gerð var á Nýja Sjálandi en þar kom fram að virkasti hópur aldraðra<br />

í dreifbýli voru þeir sem höfðu möguleika á að aka sjálfir (Davey, 2007). Af þessu má sjá að<br />

þátttakendur rannsóknar okkar nýttu sér svipaða ferðamáta <strong>og</strong> aldraðir í öðrum löndum. Því<br />

gæti verið gagnlegt að hafa niðurstöður erlendra rannsókna til hliðsjónar við <strong>þróun</strong><br />

ferli<strong>þjónustu</strong> fyrir aldraðra íbúa í Eyjafirði.<br />

Margt getur hindrað fólk í því að fara á milli staða. Það sem þátttakendur sögðu að<br />

hefði oftast áhrif á ferðir þeirra var heilsufar <strong>og</strong> veðurfar <strong>og</strong> færð. Með aldrinum virtist<br />

heilsufar hindra þátttakendur sífellt meira við að komast ferða sinna en veðurfar <strong>og</strong> færð hafði<br />

oftar áhrif á konur en karla. Nokkrir þátttakendur höfðu orð á að fyrir fólk sem ekki væri með<br />

bílpróf væri afar erfitt að komast á milli staða sökum kostnaðar því leigubílar væru dýrir <strong>og</strong><br />

erfitt væri að vera upp á aðra kominn. Ef ferliþjónusta væri í boði var líklegast að þátttakendur<br />

í aldurshópi b) 72-78 ára myndu nýta sér hana. Þessar niðurstöður samræmast rannsókn


47<br />

F<strong>og</strong>elholm o.fl. (2006) þar sem kom fram að ýmsir þættir s.s. litlar eða engar<br />

almenningssamgöngur <strong>og</strong> veðurfar takmarki þátttöku <strong>og</strong> hafi áhrif á daglegar athafnir aldraðra<br />

sem búa í dreifbýli.<br />

Nokkur kynjamunur var á notkun ferðamáta hjá þátttakendum í rannsókn okkar <strong>og</strong><br />

viðhorfum til þeirra. Flestir sögðust oft keyra sjálfir, fleiri karlar en konur. Næst algengasti<br />

ferðamáti svarenda var að vera ekið en marktækt fleiri konur nýttu sér þann kost en karlar.<br />

Fáir þátttakendur töldu að þeir myndu nýta sér ferli<strong>þjónustu</strong> væri hún í boði en fleiri konur en<br />

karlar töldu líklegt að nýta sér slíka <strong>þjónustu</strong>. Þetta kemur heim <strong>og</strong> saman við niðurstöður<br />

Ahern <strong>og</strong> Hine (2012), þar sem karlar nefndu það sinn helsta fararmáta að keyra sjálfir á eigin<br />

bíl. Konur töldu einkabíla einnig vera sinn helsta ferðamáta en það skipti þær litlu máli hvort<br />

þeim var ekið af öðrum eða keyrðu sjálfar. Helsta ástæðan fyrir kynjamuninum var að notkun<br />

almenningssamgangna reyndi á stolt karlmanna en þeir upplifðu það sem lítillækkun að nota<br />

þær. Önnur ástæða var að þar sem konur væru vanari því að vera farþegar í bílum en karlar<br />

væri það minna skref fyrir þær að verða farþegar í almenningsvögnum en fyrir karla sem alltaf<br />

höfðu keyrt sjálfir. Þessar ástæður gætu einnig átt við um aldraða íbúa Eyjafjarðarsveitar <strong>og</strong><br />

væri verðugt að hafa til hliðsjónar við <strong>þróun</strong> á aksturs<strong>þjónustu</strong> fyrir þá.<br />

Búsetuúrræði<br />

Í niðurstöðukaflanum komu fram viðhorf svarenda til eigin búsetu auk óska <strong>og</strong> þarfa<br />

fyrir breytingar. Spurt var hvernig núverandi húsnæði hentaði viðkomandi <strong>og</strong> hvað mætti bæta<br />

ef búsetuúrræðið hentaði ekki. Helstu ástæður þess að húsnæði hentaði ekki voru að það væri<br />

of stórt eða gamalt, stigar milli hæða eða að of langt væri í <strong>þjónustu</strong>. Þátttakendur voru<br />

spurðir hvort þeir hefðu áhuga á <strong>þjónustu</strong>íbúðum fyrir aldraða á vegum sveitarfélagsins.<br />

Rúmlega helmingur hóps b) hafði áhuga á slíku úrræði en færri í hópum a) <strong>og</strong> c). Einnig voru<br />

þátttakendur spurðir út í hvernig búsetuúrræði þeir myndu vilja flytja í ef það stæði til. Þar<br />

nefndu svarendur m.a. búsetuúrræði sem gæfi kost á meiri félagsskap. Þessar óskir


48<br />

þátttakenda rannsóknarinnar komu að mörgu leyti heim <strong>og</strong> saman við rannsókn Sigurveigar<br />

H. Sigurðardóttur (2006) um viðhorf <strong>og</strong> vilja aldraðra sem búa í heimahúsum í Reykjavík. Þar<br />

kom fram að þeir þættir sem þátttakendum þóttu ávinnast með flutningi í <strong>þjónustu</strong>íbúðir voru<br />

að gott var að losna við viðhald á eigin húsnæði auk þess sem meiri félagsskapur fengist í<br />

slíkri búsetu. Í þessum samanburði má sjá að aldur <strong>og</strong> viðhald húsnæðis auk félagsskapar<br />

skipta eldri borgara máli <strong>og</strong> því er mikilvægt að skoða þá þætti þegar búsetuúrræði eru<br />

skipulögð.<br />

Spurt var um viðhorf til núverandi búsetu, þarfir fyrir breytingar <strong>og</strong> óskir um hvernig<br />

búsetuúrræði ætti að bjóða uppá í sveitarfélaginu. Flestir þátttakendur voru ánægðir með<br />

núverandi búsetu en þó nokkrir komu með óskir um breytingar. Í umfjöllun um kanadíska<br />

líkanið um færni við iðju sem kynnt var í fræðilegu samantektinni kom fram að styrkjandi<br />

umhverfi s.s. <strong>búseta</strong> <strong>og</strong> heimili við hæfi er einn meginþátturinn í því að efla einstaklinga í<br />

daglegu lífi (Law o.fl., 2002). Þetta eru því mikilvægar upplýsingar að hafa til hliðsjónar fyrir<br />

þá sem veita félags<strong>þjónustu</strong> í Eyjafjarðarsveit svo þeir geti skipulagt <strong>þjónustu</strong> sína á þann hátt<br />

að hún stuðli að eflingu iðju. Flestir þátttakendur rannsóknar okkar voru ánægðir með<br />

núverandi búsetu en nokkrir komu með óskir um breytingar. Athygli vakti að um þriðjungur<br />

þátttakenda sögðust frekar velja Akureyri ef þeir þyrftu að flytja í annað búsetuúrræði <strong>og</strong> voru<br />

þættir í umhverfinu nefndir sem forsenda þessa viðhorfs s.s. að <strong>þjónustu</strong>íbúðir <strong>og</strong><br />

stofnanaþjónusta væru nú þegar til staðar þar.<br />

Heimaþjónusta<br />

Með aldrinum þurfa einstaklingar oft meiri aðstoð við athafnir daglegs lífs <strong>og</strong> þurfti<br />

meirihluti þátttakenda einhvers konar aðstoð við heimilishald sitt. Algengast var að<br />

þátttakendur fengju aðstoð frá börnum sínum sem flutt voru af heimilinu en einnig fékk<br />

tæplega fjórðungur <strong>þjónustu</strong> frá sveitarfélaginu. Þjónustan frá sveitarfélaginu skipti alla jafna<br />

miklu máli fyrir þá sem hana nýttu. Ljóst er því að þessi þjónusta er mikilvæg en í rannsókn


49<br />

Sólborgar Sumarliðadóttur <strong>og</strong> Kristínar Björnsdóttur (2011) kom fram að aldraðir<br />

einstaklingar vildu búa á heimili sínu sem lengst. Aðstoð sveitarfélagsins, fjölskyldu <strong>og</strong> góðar<br />

aðstæður heima fyrir voru forsenda áframhaldandi búsetu á eigin heimili. Þetta tengist fræðum<br />

kanadíska iðjulíkansins en það leggur áherslu á samspil einstaklings, iðju <strong>og</strong> umhverfis sem<br />

hefur áhrif á færni við iðju (Law o.fl., 2002). Með heima<strong>þjónustu</strong> er umhverfið bætt í takt við<br />

þarfir einstaklingsins <strong>og</strong> hefur þetta samspil áhrif á daglegt líf.<br />

Í lok spurningalistans sem lagður var fyrir gafst þátttakendum tækifæri til að koma því<br />

á framfæri sem þeim var efst í huga varðandi efni rannsóknarinnar. Margir sem nýttu sér þrif á<br />

vegum sveitarfélagsins hrósuðu starfsfólkinu sem vann þau verk. Nokkrir nefndu þó að<br />

þrifaþjónustan væri misjöfn eftir því hver þrifi. Í Svíþjóð var gerð rannsókn þar sem<br />

öldrunarþjónusta á hjúkrunarheimilum <strong>og</strong> heima<strong>þjónustu</strong> var metin. Notendur <strong>þjónustu</strong>nnar<br />

töldu viðmót starfsfólks vera það atriði sem hvað mestu máli skipti (Hasson <strong>og</strong> Arnetz, 2011).<br />

Út frá þessum tveimur rannsóknum kemur skýrt fram hvaða atriði aldraðir setja í forgang<br />

varðandi <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> verðugt fyrir starfsfólk <strong>og</strong> skipuleggjendur <strong>þjónustu</strong> að hafa það í huga.<br />

Óskir um breytingar á <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins voru ýmsar. Þriðjungur þeirra<br />

þátttakenda sem fengu aðstoð við þrif frá sveitarfélaginu töluðu um að illa væri þrifið <strong>og</strong> þeir<br />

vildu meiri <strong>og</strong> ítarlegri þrif. Í viðbótarupplýsingum út frá opinni spurningu komu fram viðhorf<br />

þátttakenda til heima<strong>þjónustu</strong>nnar þar sem nokkrum fannst hún vera of takmörkuð <strong>og</strong> þá helst<br />

verklýsing hennar. Kemur þetta að hluta til heim <strong>og</strong> saman við sænska rannsókn en þar voru<br />

ánægja <strong>og</strong> óánægja með <strong>þjónustu</strong> skoðuð út frá heilbrigði einstaklinga, heima<strong>þjónustu</strong>,<br />

heimahjúkrun <strong>og</strong> endurhæfingu. Þau atriði sem þátttakendur voru óánægðast með var hvað<br />

þeim fannst þeir hafa lítið um <strong>þjónustu</strong>na að segja. Einnig nefndu þeir að tíminn sem<br />

heimaþjónustan var hjá þeim væri ekki nægur (Karlsson o.fl., 2013). Af þessum niðurstöðum<br />

<strong>og</strong> samanburði við aðrar rannsóknir má sjá mikilvægi þess að hafa viðhorf <strong>og</strong> óskir notenda í<br />

fyrirrúmi við skipulagningu <strong>þjónustu</strong> svo komið sé á móts við þarfir þeirra. Eins <strong>og</strong> áður hefur


50<br />

komið fram er Eyjafjarðarsveit ekki með eigin reglur um heima<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> verklagsreglur <strong>og</strong><br />

vísa í reglur Akureyrarbæjar. Samkvæmt lögum um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991<br />

ber sveitarfélögum skylda til að setja reglur um félagslega heima<strong>þjónustu</strong>. Því ætti<br />

Eyjafjarðarsveit að útbúa eigin reglur um <strong>þjónustu</strong>na. Við gerð þeirra væri hægt að taka mið<br />

af ofangreindum óskum <strong>og</strong> viðhorfum íbúa.<br />

Í opinni spurningu sem hvatti fólk til að segja frá ef þörf væri á meiri <strong>þjónustu</strong> í<br />

sveitarfélagið <strong>og</strong> þá hvernig, kom fram að áhugi var fyrir verslun á svæðið. Nokkrum fannst<br />

öryggi í því að hringt yrði reglulega í fólk sem náð hefði háum aldri <strong>og</strong> athugað með líðan<br />

þeirra. Áhugi var fyrir heimsendingu matar <strong>og</strong> þá einnig um helgar auk þess sem nokkrir vildu<br />

aðstoð við snjómokstur <strong>og</strong> garð<strong>þjónustu</strong>. Ljóst er að einhver þörf er fyrir aðra <strong>þjónustu</strong> en þá<br />

sem er í boði <strong>og</strong> mikilvægt að hafa þessi atriði í huga við framtíðarskipulag <strong>þjónustu</strong>.<br />

Hugmyndir að frekari rannsóknum<br />

Við vinnslu rannsóknarinnar vöknuðu upp ýmsar spurningar sem fróðlegt væri að fá<br />

svör við. Áhugavert væri að framkvæma eigindlega rannsókn sem leitar svara við sömu<br />

rannsóknarspurningum <strong>og</strong> hér eru settar fram en það gæti nýst til að dýpka þær upplýsingar<br />

sem fram hafa komið. Eins gæti verið gagnlegt að skoða viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir út frá<br />

sjónarhorni einstaklinga á aldrinum 60-67 ára til að fá mynd af því hvaða væntingar sá hópur<br />

hefur til <strong>þjónustu</strong> á efri árum. Við úthringingar í rannsókninni kom í ljós að fimm<br />

einstaklingar á íbúaskránni voru fluttir til Akureyrar <strong>og</strong> töldust því ekki til þýðisins.<br />

Áhugavert væri að skoða af hverju sá hópur hefur ákveðið að flytjast til Akureyrar, hvort<br />

ástæðan var vöntun á úrræðum í sveitarfélaginu, of langt að sækja <strong>þjónustu</strong> eða hvort aðrar<br />

ástæður lágu að baki.


51<br />

Takmarkanir<br />

Helstu takmarkanir þessarar rannsóknar eru að viðhorf <strong>og</strong> þjónusta eru einungis<br />

skoðuð út frá einu sveitarfélagi <strong>og</strong> því ekki hægt að alhæfa fyrir önnur sveitarfélög út frá<br />

niðurstöðum hennar. Við öflun gagna var notast við símakönnun þar sem rannsakendur<br />

hringdu í þátttakendur. Þrír spyrlar eru mismunandi <strong>og</strong> fyrirlögn spurningalistans því ekki<br />

alveg eins milli símtala. Svarhlutfall var minnst hjá aldurshópi c) eða 79 ára <strong>og</strong> eldri. Það telst<br />

takmarkandi þáttur þar sem ekki fæst jafn góð yfirsýn yfir viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir þess hóps.<br />

Þar sem notast er við megindlega aðferð fæst ekki sama dýpt í svör eins <strong>og</strong> ef um eigindlega<br />

rannsókn væri að ræða. Reynsluleysi rannsakenda telst einnig sem takmarkandi þáttur en þetta<br />

er þeirra fyrsta rannsókn.<br />

Hagnýtt gildi fyrir iðjuþjálfun<br />

Eins <strong>og</strong> fram kemur fyrr í textanum byggir rannsókn þessi á kanadíska líkaninu um<br />

færni við iðju. Líkanið er notað meðal iðjuþjálfa <strong>og</strong> skoðar hvernig einstaklingsþættir,<br />

umhverfi <strong>og</strong> iðja vinna saman <strong>og</strong> hafa áhrif á þátttöku í daglegu lífi eða eflingu iðju.<br />

Rannsóknir sem kynntar voru áður hafa sýnt fram á áhrif einstaklingsþátta við iðju, þeir sem<br />

hraustir eru líkamlega <strong>og</strong> andlega sýndu meiri ánægju með félagslega <strong>þjónustu</strong> en þeir sem<br />

veikari voru (Karlsson o.fl., 2013). Eldri borgarar töldu andlegt heilbrigði <strong>og</strong> þá helst gott<br />

minni vera forsendu þess að geta verið sjálfbjarga (Guðrún Elín Benónýsdóttir ofl., 2009).<br />

Einstaklingsþáttum aldraðra <strong>og</strong> öldrunarbreytingum er erfitt að breyta en iðjuþjálfar geta<br />

aðlagað umhverfi <strong>og</strong> iðju þannig að efling iðju eigi sér stað.<br />

Ein tegund iðju er tómstundaiðja. Á efri árum gegnir tómstundaiðja oft mikilvægu<br />

hlutverki í lífi fólks <strong>og</strong> tekur við af starfshlutverkinu (Olson <strong>og</strong> O'Herron, 2004). Iðjuþjálfar<br />

hafa gert margs konar rannsóknir á tómstundaiðju aldraðra eins <strong>og</strong> kemur fram í fræðilegu<br />

samantektinni. Rannsóknir hafa sýnt að íbúar í dreifbýli eru líklegri til að stunda annars konar<br />

tómstundaiðju en þeir sem búa í þéttbýli (Su o.fl., 2006). Með því að þekkja viðhorf, óskir <strong>og</strong>


52<br />

þarfir íbúa fyrir tómstundaiðju er hægt að hanna <strong>þjónustu</strong>na þannig að hún stuðli að aukinni<br />

virkni við iðju. Dæmi um það er að þekkja viðhorf íbúa til fjölbreytileika <strong>og</strong> framboðs<br />

tómstundaiðju á vegum sveitarfélagsins <strong>og</strong> óskir um breytingar. Annað dæmi er að vita<br />

ástæðu þess að einstaklingar tóku ekki þátt í skipulögðu tómstundastarfi á vegum Félags<br />

aldraðra í Eyjafirði.<br />

Þriðji þátturinn í kanadíska líkaninu sem fjallað verður um er umhverfið. Dæmi um<br />

aðlagað umhverfi er að fólk haldi heimili í búsetuúrræði sem hentar því <strong>og</strong> þannig sé stuðlað<br />

að sjálfsbjargargetu. Húsnæðið má þá t.d. ekki vera orðið of gamalt eða vera það stórt að sá<br />

hinn sami treysti sér ekki að halda því við eins <strong>og</strong> niðurstöður rannsóknar okkar sýndu að ætti<br />

við í ýmsum tilfellum. Þá er nauðsynlegt að annar umhverfisþáttur, heimaþjónustan komi til<br />

móts við þarfir notenda, því eins <strong>og</strong> rannsókn okkar sýndi skipti sú heimaþjónusta sem<br />

þátttakendur fengu miklu máli. Einn viðmælandi taldi heilsueflandi heimsóknir vera bæði<br />

góðar <strong>og</strong> nytsamlegar. Þar koma m.a. iðjuþjálfar inn með hjálpartækjaráðgjöf <strong>og</strong> kynningu á<br />

<strong>þjónustu</strong> sem stuðlar að sjálfsbjargargetu. Þá geta iðjuþjálfar leiðbeint <strong>og</strong> metið þörf fyrir<br />

sértæka ferðamáta en rannsóknir hafa sýnt að með hentugum almenningssamgöngum var fólk<br />

virkara í tómstundaiðju <strong>og</strong> félagsskap (White o.fl., 2010). Rannsókn okkar skoðaði ferðamáta<br />

fólks, óskir þess <strong>og</strong> þarfir fyrir breytingar t.d. með ferli<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> almenningssamgöngum <strong>og</strong><br />

væri það verðugt verkefni iðjuþjálfa að vinna áfram með þau gögn til að hafa áhrif á<br />

skipulagningu <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> stuðla að aukinni virkni íbúa.


53<br />

HEIMILDASKRÁ<br />

Ahern, A. <strong>og</strong> Hine, J. (2012). Rural transport - Valuing the mobility of older people.<br />

Research in transportation economics, 34(1), 27-34.<br />

Akureyrarkaupstaður. (e.d.a). Ferliþjónusta. Sótt 21. mars 2013 af<br />

http://www.akureyri.is/is/thjonusta/velferd-<strong>og</strong>-fjolskyldan/aldradir/ferlithjonusta<br />

Akureyrarkaupstaður. (e.d.b). Öldrunarheimili Akureyrar. Sótt 24. apríl 2013 af<br />

http://www.akureyri.is/oldrunarheimili/heimilin<br />

Akureyrarkaupstaður. (e.d.c). Heimaþjónusta A: Verklagsreglur um þrif á heimilum. Sótt 8.<br />

apríl 2013 af<br />

www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/office/Verklagsreglur_loka.doc<br />

Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D. <strong>og</strong> Lundin-Olsson, L. (2009). Are rural older<br />

Icelanders less physically active than those living in urban areas? A population-based<br />

study. Scandinavian Journal of Public Health, 37(4) 409-417. doi:<br />

10.1177/1403494809102776<br />

Bolli Þór Bollason. (2013). Tilfærsla öldrunar<strong>þjónustu</strong> frá ríki til sveitarfélaga. Sótt 26. apríl<br />

2013 af http://www.velferdarraduneyti.is/media/aldradir_sveitarfel<strong>og</strong>/Kynning-hja-<br />

Samfylkingunni-60plus-020213.pdf<br />

Búsetudeild Akureyrarbæjar. (2009). Reglur um heima<strong>þjónustu</strong> Akureyrarbæjar. Sótt af<br />

http://www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/heimathjonusta_reglur_1feb<br />

_2011.pdf<br />

Cole, H. P. <strong>og</strong> Donovan, T. A. (2008). Older farmers’ prevalence, capital, health, agerelated<br />

limitations and adaptations. Journal of Agromedicine, 13(2), 81-94.<br />

Coppola, S., Elliott, S. J. <strong>og</strong> Toto, P. E. (2008). Strategies to advance gerontol<strong>og</strong>y excellence:<br />

Promoting best practice in occupational therapy. Bethesda: American Occupational<br />

Therapy Association.


54<br />

Dagný Þórisdóttir, Ellert Kristinsson, Friðrik Jónsson, Hanna Jónsdóttir <strong>og</strong> Róbert W.<br />

Jörgensen. (2010). Stykkishólmsbær: Uppbygging á <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræðum fyrir<br />

aldraða <strong>og</strong> fatlaða í Stykkishólmsbæ. Sótt af<br />

http://www.stykkisholmur.is/Files/Skra_0040873.pdf<br />

Dalvíkurbyggð. (e.d.). Dalbær. Sótt 10. apríl 2013 af http://www.dalvik.is/Stofnanir-<strong>og</strong>thjonusta/Dalbaer/<br />

Davey, J. A. (2007). Older people and transport: coping without a car. Ageing and Society,<br />

27(1), 49-65.<br />

Eyjafjarðarsveit. (2009). Félagsaðstaða aldraðra. Sótt 17. apríl 2013 af<br />

http://www.eyjafjardarsveit.is/is/stjornsysla/frettir/felagsadstada-aldradra<br />

Eyjafjarðarsveit. (e.d.a). Félagsmál. Sótt 18. janúar 2013 af<br />

http://www.eyjafjardarsveit.is/is/thjonusta/felagsmal<br />

Eyjafjarðarsveit. (e.d.b). Ferðaþjónusta. Sótt 18. janúar 2013 af<br />

http://www.eyjafjardarsveit.is/is/ferdathjonusta<br />

Eyjafjarðarsveit. (e.d.c). Atvinnumal. Sótt 18. janúar 2013 af<br />

http://www.eyjafjardarsveit.is/is/thjonusta/atvinnumal<br />

Farley, O. W., Smith, L. L. <strong>og</strong> Boyle, S. W. (2009). Introduction to social work. Boston:<br />

Allyn and Bacon.<br />

Feldman, R.S. (2008). Pearson international edition: Development across the life span<br />

(5.útgáfa). New Yersey: Pearson Education.<br />

Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar. (2002). Erindisbréf fyrir félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðasveitar. Sótt 17. apríl 2013 af<br />

http://www.eyjafjardarsveit.is/static/files/ErindisbrefNefnda/felagsmalanefnd.pdf<br />

Field, A. (2009). Discovering statistics using SPSS. Los Angeles; London: SAGE publication.


55<br />

F<strong>og</strong>elholm, M., Valve, R., Absetz, P., Heinonen, H., Uutela, A., Patja, K. o.fl. (2006). Rural<br />

and urban differences in health and health behaviour: A baseline description of a<br />

community health-promotion pr<strong>og</strong>ramme for the elderly. Scandinavian Journal of<br />

Public Health, 34(6), 632-640.<br />

Guðrún Elín Benónýsdóttir, Sólveig Ása Árnadóttir <strong>og</strong> Sigríður Halldórsdóttir. (2009).<br />

Reynsla aldraðra, sem búsettir eru á eigin heimili, af heilbrigði <strong>og</strong> af því hvað<br />

viðheldur <strong>og</strong> eflir heilsu á efri árum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 85(1), 48-55.<br />

Hagstofa Íslands. (2012). Mannfjöldi 1. janúar 2012. Sótt af<br />

http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=8962<br />

Hagstofa Íslands. (e.d.). Mannfjöldi eftir kyni, aldri <strong>og</strong> sveitarfélögum 1998-2013 -<br />

Sveitarfélagaskipan hvers árs. Sótt 29. mars 2013 af<br />

http://www.hagstofa.is/?PageID=2593&src=/temp/Dial<strong>og</strong>/varval.asp?ma=MAN02001<br />

%26ti=Mannfj%F6ldi+eftir+kyni%2C+aldri+<strong>og</strong>+sveitarf%E9l%F6gum+1998%2D20<br />

13+%2D+Sveitarf%E9lagaskipan+hvers+%E1rs%26path=../Database/mannfjoldi/svei<br />

tarfel<strong>og</strong>/%26lang=3%26units=Fj%F6ld<br />

Hasson, H. <strong>og</strong> Arnetz, J. E. (2011). Care recipients' and family members' perceptions of<br />

quality of older people care: a comparison of home-based care and nursing homes.<br />

Journal Of Clinical Nursing, 20(9/10), 1423-1435. doi:10.1111/j.1365-<br />

2702.2010.03469.x<br />

Heilbrigðis- <strong>og</strong> tryggingamálaráðuneytið. (2003). Skýrsla stýrihóps um stefnumótun í<br />

málefnum aldraðra til ársins 2015. Reykjavík: Höfundur.<br />

Hvammur heimili aldraðra. (e.d.). Hvammur, heimili aldraðra. Sótt 16. apríl 2013 af<br />

http://www.hvammurhus.is/thjonusta/hvammur-heimili-aldradra/


56<br />

Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir <strong>og</strong> Eygló Daníelsdóttir. (2011). Iðjuþjálfun aldraðra. Í Guðrún<br />

Pálmadóttir <strong>og</strong> Snæfríður Þóra Egilson (ritstjórar), Iðja, heilsa <strong>og</strong> velferð: Iðjuþjálfun í<br />

íslensku samfélagi (bls. 193-212). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.<br />

Jackson, S. L. (2011). Research Methods and Statistics: A Critical Thinking Approach (4.<br />

útgáfa). Belmont, CA: Wadsworth.<br />

Jórunn Í. Sindradóttir <strong>og</strong> Ómar Harðarson. (2012). Endurskilgreining Hagstofu Íslands á<br />

þéttbýlisstöðum <strong>og</strong> byggðakjörnum. Reykjavík: Hagstofa Íslands.<br />

Karlsson, S., Edberg, A., Jakobsson, U. <strong>og</strong> Hallberg, I. (2013). Care satisfaction among older<br />

people receiving public care and service at home or in special accommodation.<br />

Journal Of Clinical Nursing, 22(3/4), 318-330. doi:10.1111/jocn.12115<br />

Krishnasamy, C., Unsworth, C. <strong>og</strong> Howie, L. (2011). The patterns of activity, and transport to<br />

activities among older adults in Singapore. Hong Kong Journal of Occupational<br />

Therapy, 21(2), 80-87.<br />

Lavrakas, P. J. (2010). Telephone surveys. Í Marsden, P. V. <strong>og</strong> Wright, J. D. (ritstjórar), The<br />

Handbook of Survey Research (2. útgáfa) (bls. 471-498). Bingley, UK: Emerlad book<br />

publishing.<br />

Law, M., Polatajko, H., Babtiste, S. <strong>og</strong> Townsend, E. (2002). Core concepts of occupational<br />

therapy. Í Townsend, E. (ritstjóri), Enabling occupation: an occupational therapy<br />

perspective (bls. 29-56). Ottawa: CAOT Publications ACE.<br />

Lög um félags<strong>þjónustu</strong> sveitarfélaga nr. 40/1991.<br />

Lög um gagnagrunn á heilbrigðissviði nr. 139/1998.<br />

Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.<br />

Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.<br />

Mertler, C. A. (2012). Action research: Improving schools and empowering educators.<br />

California: SAGE publication, Inc.


57<br />

Olson, L. <strong>og</strong> O'herron, E.R. (2004). Range of human activity: Leisure. Í Hinojosa, J. <strong>og</strong><br />

Blount, M.L. (ritstjórar), The texture of life: Purposeful activities in occupational<br />

therapy (bls. 345-358). Albany, N.Y.: The American Therapy Association Inc.<br />

Persónuvernd. (e.d.). Almennt um tilkynningarskylda vinnslu. Sótt 7. mars 2013 af<br />

http://www.personuvernd.is/tilkynningar/um-tilkynningarskylduna/<br />

Peters, K. E., Gupta, S., Stoller, N. <strong>og</strong> Mueller, B. (2008). Implications of the aging<br />

process: Opportunities for prevention in the farming community. Journal of<br />

Agromedicine, 13(2), 111-118. doi: 10/1080/10599240802202497<br />

Sigurður Guðmundsson. (2000). Hvernig eru hugtökin dreifbýli <strong>og</strong> landsbyggð skilgreind hér<br />

á landi? Sótt 25. október 2012 af http://visindavefur.is/?id=834.<br />

Sigurður Kristinsson. (2003). Siðfræði rannsókna <strong>og</strong> siðanefndir. Í Sigríður Halldórsdóttir <strong>og</strong><br />

Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði <strong>og</strong> rannsóknum í<br />

heilbrigðisvísindum (bls. 161-179). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.<br />

Sigurlína Davíðsdóttir. (2003). Eigindlegar eða megindlegar rannsóknaraðferðir. Í Sigríður<br />

Halldórsdóttir <strong>og</strong> Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði <strong>og</strong><br />

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 219-235). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.<br />

Sigurveig H. Sigurðardóttir. (2006). Viðhorf eldra fólks: Rannsókn á viðhorfi <strong>og</strong> vilja<br />

aldraðra. Sótt af http://www.rbf.is/rbf/sites/rbf.hi.is/files/Ritr_d1-<br />

Vidhorf%20eldra%20f_lks.pdf<br />

Sjölund, B., Nordberg, G., Wimo, A. <strong>og</strong> von Strauss, E. (2010). Morbidity and physical<br />

functioning in old age: Differences according to living area. Journal of the American<br />

Geriatrics Society, 58(10), 1855-1862. doi: 10.1111/j.1532-5415.2010.03085.x<br />

Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar. (2008). Samkomulag, dags 4.1.2008.<br />

Skjalasafn Eyjafjarðarsveitar. (2012). Samningur um ráðgjafar<strong>þjónustu</strong>, dags 9.5.2012.<br />

Snara veforðabók. (e.d.a). Ósk. Sótt af http://snara.is


58<br />

Snara veforðabók. (e.d.b). Viðhorf. Sótt af http://snara.is<br />

Snara veforðabók. (e.d.c). Þörf. Sótt af http://snara.is<br />

Snara veforðabók. (e.d.d). Þýði. Sótt af http://snara.is<br />

Sólborg Sumarliðadóttir <strong>og</strong> Kristín Björnsdóttir. (2011). Að eldast heima: Reynsla <strong>og</strong> óskir.<br />

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 87(3), 53-60.<br />

Stefán Ólafsson. (2007). Húsnæðiskönnun: Greining á þörf fyrir félagslegt húsnæði. Sótt af<br />

http://thjodmalastofnun.hi.is/sites/thjodmalastofnun.hi.is/files/skrar/konnun_a_torf_fyr<br />

ir__felagslegt_husnaedi_2007.pdf<br />

Stefán Ólafsson, Karl Sigurðsson <strong>og</strong> María J. Ammendrup. (1999). Lífshættir eldra fólks. Í<br />

Lífskjör, lífshættir <strong>og</strong> lífsskoðun eldri borgara á Íslandi 1988-1999. Kyslóðagreining<br />

<strong>og</strong> samanburður milli landa (bls. 47-56). Sótt af<br />

http://www.velferdarraduneyti.is/media/aldradir/Eldri_borgarar.pdf<br />

Su, B., Shen, X. <strong>og</strong> Wei, Z. (2006). Leisure life in later years: Differences between rural and<br />

urban elderly residents in China. Journal of Leisure Research, 38(3), 381-397.<br />

Svalbarðsstrandarhreppur. (e.d.). 3.3 – Þjónustustofnanir. Sótt 11. apríl 2013 af<br />

http://www.svalbardsstrond.is/is/page/adalskipulag_3.3/?cal_month=15<br />

Velferðarráðuneytið. (2012). Tilfærsla <strong>þjónustu</strong> við aldraða frá ríki til sveitarfélaga:<br />

Forsendur, verkefni, aðferðir. Sótt af<br />

http://www.velferdarraduneyti.is/media/aldradir_sveitarfel<strong>og</strong>/Greinargerd-Tilfaerslathjonustu-vid-aldrada-til-sveitarfelaga-15-03-2012.pdf<br />

Wang, H. X., Karp, A., Winblad, B. <strong>og</strong> Fratiglioni L. (2002). Late-Life Engagement in social<br />

leisure activities is associated with a decreased risk of dementia: A longitudinal study<br />

from Kungsholmen project. American Journal of Epidemiol<strong>og</strong>y, 155(12), 1081-1087.


59<br />

White, D. K., Jette, A. M., Felson, D. T., Lavalley, M. P., Lewis, C. E., Torner, J. C. <strong>og</strong><br />

Keysor, J. J. (2010). Are features of the neighborhood environment associated with<br />

disability in older adults? Disability and Rehabilitation, 32(8), 639-645. doi:<br />

10.3109/09638280903254547.<br />

World Health Organisation. (2008). Policies and practice for mental health in Europe -<br />

meeting the challenges. Denmark: WHO Regional office for Europe.<br />

Þingeyjarsveit. (e.d.). Samstarfsverkefni. Sótt 6. maí 2013 af<br />

http://www.thingeyjarsveit.is/stjornsysla/samstarfsverkefni/<br />

Þorlákur Karlsson. (2003). Spurningakannanir: Uppbygging, orðalag <strong>og</strong> hættur. Í Sigríður<br />

Halldórsdóttir <strong>og</strong> Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði <strong>og</strong><br />

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 51-66). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.<br />

Þórólfur Þórlindsson <strong>og</strong> Þorlákur Karlsson. (2003). Um úrtök <strong>og</strong> úrtaksaðferðir. Í Sigríður<br />

Halldórsdóttir <strong>og</strong> Kristján Kristjánsson (ritstjórar), Handbók í aðferðafræði <strong>og</strong><br />

rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 331-356). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.


60<br />

FYLGISKJAL A: SPURNINGALISTI<br />

Góðan dag/kvöld er þetta X? Komdu sæl/ll. Ég heiti.... <strong>og</strong> er nemi við Háskólann á Akureyri<br />

<strong>og</strong> er að hringja vegna rannsóknar sem verið er að gera varðandi <strong>þjónustu</strong> við einstaklinga<br />

sem náð hafa 67 ára aldri. Er ég að trufla? Varstu búin að fá bréfið frá okkur? (Ef<br />

viðkomandi man ekki eftir bréfinu þá: Tilefnið er að óska eftir þátttöku þinni í rannsókn á<br />

viðhorfum <strong>og</strong> óskum 67 ára <strong>og</strong> eldri íbúa í Eyjafjarðarsveit. Rannsókn þessi er hluti af<br />

lokaverkefni nemenda í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri <strong>og</strong> unnin í nánu samstarfi<br />

við félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf,<br />

óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í Eyjafjarðarsveit fyrir félagslegs<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í<br />

sveitarfélaginu).<br />

Spurningarnar varða viðhorf, óskir <strong>og</strong> þarfir fyrir félags<strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði<br />

sveitarfélagsins. E.t.v. útskýra aftur rannsóknina.<br />

Könnunin tekur um 20 mín.<br />

Svar þitt skiptir okkur miklu máli fyrir rannsóknina <strong>og</strong> vonandi geta niðurstöðurnar nýst til<br />

þess að bæta <strong>þjónustu</strong> Eyjafjarðarsveitar.<br />

Bakgrunnur<br />

Fyrstu tvær spurningarnar munum við ekki lesa upp heldur fylla inn í út frá íbúaskránni jafn<br />

óðum.<br />

1. Fæðingarár<br />

SVAR: 19___<br />

2. Kyn<br />

a. Kona<br />

b. Karl<br />

3. Hver er hjúskaparstaða þín í dag?<br />

a. Gift/ur eða í sambúð<br />

b. Ekkja/ekkill<br />

c. Aldrei verið gift/ur<br />

d. Fráskilin/n<br />

4. Þegar allt er upp talið, hvað hefur þú búið lengi í Eyjafjarðarsveit?<br />

a. SVAR: ____ár<br />

5. Búa einhverjir úr þinni nánustu fjölskyldu á svæðinu?<br />

a. Engir<br />

b. Næstum því engir bara makinn<br />

c. Um það bil helmingur<br />

d. Flestir<br />

e. Allir


61<br />

6. Hverjir búa á heimilinu að þér meðtöldum / meðtalinni?<br />

a. Svar:___________________________________________________________<br />

7. Stundar þú launað starf?<br />

a. Já, fullt starf<br />

b. Já, hlutastarf<br />

c. Nei<br />

8. Stundar þú sjálfboðastarf?<br />

a. Já, hvað?_______________________________________________________<br />

b. Nei<br />

Tómstundaiðja<br />

Hér á eftir spyr ég út í tómstunda- <strong>og</strong> félagsstarf, fyrst spyr ég almennt út í tómstundaiðju<br />

<strong>og</strong> félagsstarf <strong>og</strong> síðar það sem er í boði.<br />

9. Tekur þú þátt í tómstunda- eða félagstarfi?<br />

a. Já, hverju?______________________________________________________<br />

b. Nei<br />

10. Hversu oft stundar þú tómstunda- eða félagsstarf?<br />

a. 1-5 sinnum á ári<br />

b. 6-11 sinnum á ári<br />

c. 1-3 sinnum í mánuði<br />

d. Vikulega<br />

e. 2-4 sinnum í viku.<br />

f. Nær daglega<br />

11. Ert þú meðlimur í Félagi aldraðra í Eyjafirði?<br />

a. Já, er meðlimur<br />

b. Nei, en hef verið<br />

c. Nei, hef aldrei verið<br />

d. Annað?<br />

12. Tekur þú þátt í skipulögðu tómstundastarfi á vegum Félags aldraðra í Eyjafirði?<br />

a. Já<br />

b. Nei<br />

13. Hvaða tómstunda- eða félagsstarfi á vegum Félags aldraðra í Eyjafirði tekur þú<br />

þátt í?____________________________________________________


62<br />

14. Tekur þú oft, stundum, sjaldan eða aldrei þátt í skipulagningu/stjórnun atburða<br />

í sveitarfélaginu?<br />

a. Oft<br />

b. Stundum<br />

c. Sjaldan<br />

d. Aldrei<br />

15. Hve oft sækir þú tómstunda- <strong>og</strong>/eða félagsstarf á vegum Félags aldraðra í<br />

Eyjafirði?<br />

a. 1-5 sinnum á ári<br />

b. 6-11 sinnum á ári<br />

c. 1-3 sinnum í mánuði<br />

d. Vikulega<br />

e. 2-4 sinnum í viku.<br />

16. Hvað kemur helst í veg fyrir að þú sækir tómstunda- eða félagsstarf á vegum<br />

félagsins?<br />

Svar_ ___________________________________<br />

Næst spyr ég annars vegar um framboð eða magn tómstundatilboða sem boðið er upp á <strong>og</strong><br />

hinsvegar um fjölbreytni á tómstunda- <strong>og</strong> félagsstarfi.<br />

17. Hvernig finnst þér framboð á tómstunda- eða félagsstarfi aldraðra vera?<br />

a. Of mikið framboð<br />

b. Hæfilega mikið framboð<br />

c. Of lítið framboð<br />

d. Veit ekki<br />

18. Ef þér finnst of lítið framboð, hverju á að bæta við eða hvað finnst þér vanta?<br />

a. Svar: ________________________________________________________<br />

19. Hvernig finnst þér fjölbreytni í tómstunda eða félagsstarfi vera:<br />

a. Of mikil fjölbreytni<br />

b. Hæfilega mikil fjölbreytni<br />

c. Of lítil fjölbreytni<br />

d. Veit ekki


63<br />

20. Ef þér finnst of lítil fjölbreytni, hvað finnst þér vanta?<br />

a. Svar: ________________________________________________________<br />

Ferliþjónusta<br />

Næst spyr ég um ferli<strong>þjónustu</strong>, en ferliþjónusta er ferðaþjónusta sem gerir einstaklingum fært<br />

að stunda vinnu, þjálfun, nota heilbrigðis<strong>þjónustu</strong>, hæfingu hvers konar <strong>og</strong> tómstundaiðju.<br />

21. Ef þú hugsar um það að fara á milli staða eru nokkrar leiðir, hversu oft nýtir þú<br />

þér að:<br />

a. Aka sjálf/sjálfur<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

b. Vera ekið<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

c. Ganga<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

Ýmislegt getur hindrað fólk að komast milli staða. Næst spyr ég hversu oft, stundum,<br />

sjaldan eða aldrei eftirfarandi atriði hindra þig að komast milli staða<br />

22. Hvað hindrar þig helst við að ferðast á milli staða?<br />

a. Veðurfar <strong>og</strong> færð<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei


64<br />

b. Kostnaður<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

c. Heilsufar<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

d. Ek ekki sjálf/sjálfur<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

e. Vantar almenningssamgöngur<br />

i. Oft<br />

ii. Stundum<br />

iii. Sjaldan<br />

iv. Aldrei<br />

23. Ef ferliþjónusta væri í boði í Eyjafjarðarsveit hversu líklegt eða ólíklegt er að þú<br />

myndir nýta þér þá <strong>þjónustu</strong>?<br />

a. Mjög líklegt<br />

b. Frekar líklegt<br />

c. Veit ekki<br />

d. Frekar ólíklegt<br />

e. Mjög ólíklegt<br />

24. Hversu vel/illa gengur þér að komast ferða þinna?<br />

a. Mjög vel<br />

b. Frekar vel<br />

c. Hvorki vel né illa<br />

d. Frekar illa<br />

e. Mjög illa


65<br />

Búsetuúrræði<br />

Næst ætla ég að spyrja um búsetuúrræði. Búsetuúrræði snúa að því í hvers kyns<br />

búsetuformi fólk býr. Spyr ég um hvort núverandi búsetuúrræði henti þér, hvort þörf<br />

sé á aðlögun <strong>og</strong> um áhuga á <strong>þjónustu</strong>íbúðum fyrir aldraða.<br />

25. Í hvernig húsnæði býrðu?<br />

a. Eigið húsnæði<br />

b. Leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði<br />

c. Húsnæði á vegum sveitarfélagsins<br />

d. Kaupleiga<br />

26. Hvernig hentar núverandi <strong>búseta</strong> þér?<br />

a. Mjög vel<br />

b. Frekar vel<br />

c. Hvorki vel né illa<br />

d. Frekar illa<br />

e. Mjög illa<br />

27. Ef núverandi <strong>búseta</strong> hentar illa, hvað er það sem mætti betur<br />

fara?_________________________________________________________________<br />

28. Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir flytja í annað búsetuúrræði á næstu<br />

árum?<br />

a. Mjög líklegt<br />

b. Frekar líklegt<br />

c. Hvorki líklegt né ólíklegt<br />

d. Frekar ólíklegt<br />

e. Mjög ólíklegt<br />

29. Hefur þú áhuga á búsetuúrræði á vegum sveitarfélagsins?<br />

a. Nei<br />

b. Já<br />

c. Ef já, hvað viltu_____________________________________________


66<br />

30. Ef stæðu til boða <strong>þjónustu</strong>íbúðir fyrir aldraða í Eyjafjarðarsveit hversu líklegt<br />

eða ólíklegt væri að þú myndir nýta þér þann kost?<br />

a. Mjög líklegt<br />

b. Frekar líklegt<br />

c. Hvorki líklegt né ólíklegt<br />

d. Frekar ólíklegt<br />

e. Mjög ólíklegt<br />

Heimaþjónusta<br />

Næst spyr ég um heima<strong>þjónustu</strong>. Dæmi um heima<strong>þjónustu</strong> er aðstoð við þrif eða önnur<br />

heimilisstörf, aðstoð við eigin umsjá, félagslegur stuðningur/liðveisla,<br />

heimsóknarþjónusta, aðstoð við innkaup, ráðgjöf iðjuþjálfa eða annað sem óskað er<br />

eftir.<br />

31. Færðu einhvern tímann aðstoð við það sem þarf að gera heimavið frá<br />

einhverjum?<br />

a. Nei<br />

b. Já hverjum?___________________________________________________<br />

i. Annar aðili sem býr á heimilinu<br />

ii. Dóttir sem býr ekki á heimilinu<br />

iii. Sonur sem býr ekki á heimilinu<br />

iv. Tengdadóttir sem býr ekki á heimilinu<br />

v. Tengdasonur sem býr ekki á heimilinu<br />

vi. Barnabarn sem býr ekki á heimilinu<br />

vii. Heimilishjálp/ heimahjúkrun<br />

viii. Aðkeypt aðstoð<br />

ix. Nágranni eða annar góður vinur<br />

32. Ertu að nýta þér <strong>þjónustu</strong> heim, ef já, hverskonar <strong>þjónustu</strong>?<br />

a. Já, hverja?_______________________________________________________<br />

b. Nei (svara næst 35)


67<br />

33. Hversu miklu eða litlu máli skiptir þig sú þjónusta sem þú færð heim?<br />

a. Mjög miklu máli<br />

b. Frekar miklu máli<br />

c. Hvorki miklu né litlu máli<br />

d. Frekar litlu máli<br />

e. Mjög litlu máli<br />

34. Uppfyllir sú þjónusta sem þú færð þarfir þínar?<br />

a. Já<br />

b. Nei, hvers vegna ekki? ________________________________________<br />

35. Er þörf fyrir aðra <strong>þjónustu</strong> á vegum sveitarfélagsins sem ekki er í boði nú?<br />

a. Já, hvaða?____________________________________________________<br />

b. Nei<br />

36. Er eitthvað fleira varðandi það sem við höfum rætt sem þú vilt koma á framfæri?<br />

Svar?________________________________________________


68<br />

FYLGISKJAL B: KYNNINGARBRÉF<br />

Ágæti viðtakandi Akureyri 26.2.2013<br />

Tilefni þessa bréfs er að óska eftir þátttöku þinni í rannsókn á<br />

viðhorfum <strong>og</strong> óskum 67 ára <strong>og</strong> eldri íbúa í Eyjafjarðarsveit. Rannsókn<br />

þessi er hluti af lokaverkefni nemenda í iðjuþjálfun við Háskólann á<br />

Akureyri <strong>og</strong> unnin í nánu samstarfi við félagsmálanefnd<br />

Eyjafjarðarsveitar. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf,<br />

óskir <strong>og</strong> þarfir aldraðra íbúa í<br />

Eyjafjarðarsveit fyrir félagslega <strong>þjónustu</strong> <strong>og</strong> búsetuúrræði í<br />

sveitarfélaginu.<br />

Þátttaka í rannsókninni felst í því að svara símleiðis spurningalista<br />

sem inniheldur um 30 spurningar. Á næstu dögum munu undirritaðar<br />

hafa samband við þig <strong>og</strong> falast eftir þátttöku. Fallist þú á að taka þátt<br />

mun spurningalistinn verða lagður fyrir í framhaldinu.<br />

Með því að svara spurningalistanum hefur þú samþykkt að taka þátt í<br />

rannsókninni. Ekki verður spurt um heilsufar eða önnur viðkvæm<br />

persónuleg atriði. Spurningalistinn er nafnlaus <strong>og</strong> fyllsta trúnaði er<br />

heitið. Ekki verður unnt að rekja niðurstöður hans til einstakra<br />

þátttakenda.<br />

Með von um góðar undirtektir,<br />

Arndís Jóna Guðmundsdóttir<br />

(s: 661-0945, netfang: ha090349@unak.is)<br />

Jónína Harpa Njálsdóttir<br />

(s: 847-7973, netfang: ha090336@unak.is)<br />

Lillý Rebekka Steingrímsdóttir<br />

(s: 848-2107, netfang: ha090333@unak.is)<br />

Ábyrgðarmaður:<br />

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir,<br />

Lektor við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri<br />

(s: 460 8467, netfang: kristinssig@unak.is)


FYLGISKJAL C: STAÐFESTING FRÁ PERSÓNUVERND<br />

69

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!