Book 1 - Stodkennarinn.is

stodkennarinn.is

Book 1 - Stodkennarinn.is

INNGANGSORÐ

Hefti þetta er einungis ætlað til nota ásamt námskeiðinu Danska fyrir unglingastigið sem finna

má á Stoðkennaranum (www.stodkennarinn.is). Þar er að finna hátt í 20 texta sem fengnir

eru úr dönskum blöðum og tímaritum sem ætluð eru unglingum. Hverjum texta fylgja ýmis

verkefni, svo sem fjölvalsspurningar, eyðufyllingar, krossgátur og hlustunarverkefni. Auk þess

býður Stoðkennarinn upp á sérstakan forritling til að skrifa og senda kennara stutta danska

texta eða upptöku á eigin lestri. Kennari getur farið yfir ritaðan eða upplesinn texta nemenda

í sérstöku forriti sem gerir alla vinnu einfalda og markvissa.

Alla textana í þessu hefti er því að finna á vefnum. En sumum kann að þykja betra að lesa

textann af blaði. Auk þess fylgja hverjum texta, hér í heftinu, nokkur verkefni sem ekki er að

finna á vefnum. Því getur kennari til að mynda lesið textann með nemendum í tíma, unnið

með þeim verkefnin í þessu hefti en svo sett þeim fyrir heima að vinna áfram á vefnum. Öll

verkefnin á vefnum eru gagnvirk og því fær nemandi strax svörun við villum sínum á sama

tíma og einkunn hans er send í gagnagrunn. Kennari sparar því dýrmætan tíma sem oft er

eytt í yfirferð og getur nýtt hann til þarfari hluta með nemendum.

Þetta námsefni er í þróun og eru allar ábendingar vel þegnar.

Similar magazines