Þjónustuskrá - Service Directory - East Iceland

east.is

Þjónustuskrá - Service Directory - East Iceland

Horft til Egilsstaða

Fljótsdalshérað er eitt af veðursælustu og gróðurmestu svæðum landsins en klofið af tveimur

jökulfljótum, Jökulsá á Brú og Lagarfljóti. Þéttbýlið við Lagarfljótsbrú, Egilsstaðir og Fellabær,

hefur byggst upp frá miðri síðustu öld með víðtækri þjónustu fyrir íbúa Austurlands og

ferðamenn. Þar eru hótel og gististaðir af öllu tagi og úrval veitingastaða. Frá

Egilsstaðaflugvelli eru mörg flug á dag til Reykjavíkur og hann er einnig nýttur til

millilandaflugs. Afþreying í þessum þéttbýliskjarna er fjölbreytt og menningarstarfsemi mikil.

Má þar nefna Minjasafn Austurlands, gallerí Bláskjá, Listiðjuna Eik á Miðhúsum og Sláturhúsið

sem er hluti af Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs sem stendur fyrir list- og leiksýningum árið

um kring, m.a. í samvinnu við atvinnuleikhúsið Frú Normu. Góð sundlaug og íþróttaaðstaða er

á Egilsstöðum og í Fellabæ og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er með skipulagðar gönguferðir yfir

sumarið, m.a. að Fardagafossi í Fjarðarheiði skammt ofan við Egilsstaði á leið til Seyðisfjarðar.

Fljótsdalshérað is blessed with good weather and grassy slopes. The area is divided in two by

two glacier rivers, Jökulsá á Brú and Lagarfljót. The urban area by Lagarfljótsbrú, Egilsstaðir and

Fellabær, has been growing fast since the middle of the last century, with the increase in

service to the people of Austurland and travellers. Hotels and lodgings of all sorts are located

there, as well as a good selection of restaurants. The area offers a wide selection of recreational

activities as well as cultural. Among those are, the Minjasafn Austurlands (an Antiques

Museum), Gallery Bláskjár, the Art centre Eik at Miðhúsum and Sláturhúsið (The

Slaughterhouse) which is a part of the areas Cultural Centre. The Cultural Centre of

Fljótsdalshérað offers a wide variety of happenings, such as art exhibitions and puts on plays in

collaboration with the Frú Norma theatre group. A good swimming pool and sport centre is in

Egilsstaðir and Fellabær. The hiking group Ferðafélag Austurlands has organized guided hikes

over the summertime to various places of interest within the district, for example: a hike up to

the waterfall Fardagafoss, which is located above Egilsstaðir on the way to Seyðisfjörður.

47

More magazines by this user
Similar magazines