Valgreinar_2016-17_9.__10.__bekkur uppfært

krummi

Valgreinar skólaárið 2016 - 2017

Íþróttafræði – 2 stundir á viku hálft árið

Íþróttafræðin er sérstaklega fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á íþróttum,

hreyfingu, leikjum og hreysti.

Markmiðið er að nemendur fræðist um hreyfingu og hreysti og þekki áhrif þjálfunar

á líkamann. Tímarnir eru bæði bóklegir og verklegir.

Námsmat byggist á virkni og vinnu nemenda í tímum.

Stuttmyndagerð – 2 stundir á viku hálft árið

Unnið verður með handrit- mynd-hljóð og alla þá þætti sem

snúa að stuttmyndagerð. Einnig lögð áhersla á leik og

leikstjórn í kvikmyndum. Lokaverkefnið er að gera

stuttmynd allt að 15-20 mín að lengd.

Tekið er mið af sjálfstæði, frumkvæði. sköpun, vinnusemi og

virkni í tímum.

Ævintýri og vísindaskáldskapur I – 2 stundir á viku

Í námskeiðinu verður farið í heim ævintýrasagna og ævintýraspila. Fjallað verður um

hina ýmsu ævintýraheima á borð við Hringadrottinssögu Tolkiens, Hungurleikana,

Harry Potter, Game of Thrones, ofl. Einnig verður horft á valdar myndir úr þessum

flokki. Spiluð verða borðspil sem innihalda þetta þema.

Ævintýri og vísindaskáldskapur II – 2 stundir á viku

Í námskeiðinu verður haldið áfram að fara í heim ævintýrasagna og ævintýraspila.

Fyrir þá nemendur sem voru í áfanganum í 9. bekk skólaárið 2015-2016.

Leiklist – 2 stundir á viku hálft árið

Þar verður lögð áhersla á að hópurinn semji saman eitt leikverk fyrir vorið

Annað í boði er m.a. Sviðsbardaganámskeið, grímuleikur, trúðsleikur, óvissuferð í

leikhúsheiminn og síðast en ekki síst er farið á einhverja valda leiksýningu.

Ath! Valáfanginn er hugsaður fyrir áhugasama leiklistarunnendur.

- 2 -

Similar magazines