Valgreinar_2016-17_9.__10.__bekkur uppfært

krummi

Valgreinar skólaárið 2016 - 2017

Myndlist – 2 stundir á viku hálft árið

Námið er bæði bóklegt og verklegt. Kennd verður listasaga. Farið verður ítarlegar í

þau grunnatriði sem nemendur hafa áður fengist við í myndmennt. Áhersla er lögð á

sköpunargleði og að hugmyndaflug nemenda fái notið sín.

Leirmótun I – 2 stundir á viku fyrir jól

Nemendur kynnast möguleikum leirsins, hvernig hægt er að móta

úr honum nytjahluti jafnt sem listmuni. Unnið er með steinleir og

læra nemendur ýmsar aðferðir við að skreyta leirinn, teikna og

þrykkja mynstur í hann og glerja. Nemendur vinna hugmyndir

sínar í skissubók og að lokum útbúa þeir myndskreyttan hlut með

loki og skartgrip úr leir.

Áherslur verða á hugmyndavinnu í skissubók og leirmótun og

glerjun.

Leirmótun II – 2 stundir á viku eftir jól

Kenndar verða mismunandi aðferðir við leirvinnu og gerð einstakra hluta. Nemendur

hanna og búa til skartgripi af eigin vali og jafnframt krefjandi nytjahluta t.d. lampa,

vasa eða flautu. Áhersla er lögð á færni nemenda í að fullvinna hugmyndir sínar út

frá skissuteikningu. Stefnt er að því að fara í vettvangsferð í vinnustofu

listamanns. Áherslur verða á hugmyndavinnu í skissubók, hönnun og samþættingu við

önnur efni, leirmótun og glerjun og að lokum vettvangsferð.

Byggt er ofan á það sem kennt er í Leirmótun I (fyrir áramót) en ekki krafa að

nemendur hafi sótt þann áfanga.

Hundar sem gæludýr – 1 stund á viku hálft árið

Valáfanginn er fyrir þá nemendur sem hafa áhuga á því

að eiga hund sem gæludýr eða eiga hund sem gæludýr.

Farið verður yfir helstu eiginleika hunda og

mismunandi tegundir, hvernig hirða eigi hunda og hvers

beri helst að varast varðandi hundahald.

Einnig verður farið í göngutúra um hverfið með hunda í

bandi sem kennari og/eða nemendur eiga.

- 4 -

Similar magazines