Ný gerð af D3: Staðlað ISO 12800 - Nikon

europe.nikon.com

Ný gerð af D3: Staðlað ISO 12800 - Nikon

Hvað myndirðu gera ef breyta mætti lögmálum ljósmyndunar? Nú þegar hin nýja Nikon D3S er komin á markaðinn munu atvinnuljósmyndarar um

allan heim spyrja sig þessarar spurningar og endurskoða þann kraft, þá möguleika og það umfang sem ljósmyndun getur nú fengið. Eiginleikar D3S

eru það byltingarkenndir að ljósmyndarar munu kynnast áður óþekktum afköstum og listsköpun og geta víkkað möguleikana út í það óendanlega.

ja D3S myndavélin er byggð á grunni hinnar ótrúlega hraðvirku og fjölhæfu D3-myndavélar og stórkostlegar endurbætur gera ljósmyndurum

kleift að tjá sig á áður óþekktan hátt. Hægt er að taka hágæða ljósmyndir með litlu suði allt að ISO 12800, taka hreyfimyndir í háskerpu við hátt

Farðu út


fyrir mörkin ISO-ljósnæmi

með steríóhljóði*, vista valda ramma úr D-movie á JPEG-sniði og prenta eða birta á vefnum samstundis,

ljósnæmi nemur birtu sem augun greina ekki og svo ekki sé talað um nákvæmni og áreiðanleika sem eru aðalsmerki

Nikon. Allt þetta stendur þér nú til boða. Þú sérð hlutina í öðru ljósi með hinu nýja flaggskipi Nikon og tekst á við næstu

viðfangsefni á spennandi hátt. Það er kominn tími til að skilgreina upp á nýtt kraftinn sem býr í ljósmyndun og framtíð

ljósmyndunar. Hverju myndir þú áorka ef það væri hægt að víkka út mörk ljósmyndunar? Þú kemst að því með D3S.

* Með því að nota steríó hljóðnema (valfrjáls búnaður).


• Ljósnæmi: ISO 12800 • Linsa: AF-S NIKKOR 600mm f/4G ED VR • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [M] stilling, 1/1,000 úr sekúndu, f/4 • Hvítjöfnun: Cloudy (skýjað) • Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes


• Ljósnæmi: ISO 12800 • Linsa: AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VR • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [A] stilling, 1/500 úr sekúndu, f/2.8 • Hvítjöfnun: Cloudy (skýjað) • Picture Control: Lífleg © Vincent Munier


• Ljósnæmi: ISO 12800 • Linsa: AF-S NIKKOR 14-24mm f/2.8G ED • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [M] stilling, 1/20 úr sekúndu, f/6.3 • Hvítjöfnun: Auto (sjálfvirk) • Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes


ISO-afköst: ISO 12800 sem staðall,

má víkka út upp í sem samsvarar 102400 (Hi 3)

Það breytir engu hvort teknar eru myndir af íþróttum innanhúss,

á leikvöngum, í leikhúsum eða á tónleikum, brúðkaupum, fréttaefni

í lélegum birtuskilyrðum eða við aðrar aðstæður þar sem birta

er af skornum skammti og ekki er hægt að nota aukaflass, D3S

gefur þér aukna möguleika í nálgun þinni, jafnvel enn frekar en

fyrirrennari hennar, hin rómaða D3. Ljósmyndarar geta reitt sig

á ISO 200 til ISO 12800 sem staðal fyrir fagmenn. Hugsið ykkur:

gríðarlega skarpar myndir í lítilli birtu með lokarahraða sem frystir

hreyfingar án þess að hætta sé á að of mikið suð skaði myndina –

jafnvel við ISO 12800.

Þegar á reynir, kannar D3S áður ókunnar slóðir og nær ótrúlegu

ISO jafngildi sem nemur 102400. Þegar stillingin er virk, er hægt

að taka myndir í lit og af mikilli nákvæmni með D3S, jafnvel við

afar léleg birtuskilyrði. Ótrúlega lítið suð D3S á einnig við um

D-movie. Hvernig kyrrmyndir eða hreyfimyndir geturðu tekið

við léleg birtuskilyrði? Íhugaðu möguleikana sem nú standa

þér til boða.

ISO 200 ISO 400 ISO 800

ISO 3200 ISO 6400

ISO 12800

ISO 1600

© Bill Frakes

gerð af D3: Staðlað ISO 12800

• Ljósnæmi: 3 EV yfir ISO 12800

• Linsa: AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G

ED VR • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF)

• Lýsing: [A] stilling, 1/500 úr sekúndu,

f/2.8 • Hvítjöfnun: Auto (sjálfvirk)

• Picture Control: Stöðluð

Myndir sem teknar eru í Hi 3 (jafngildir ISO 102400)

• Ljósnæmi: 3 EV yfir ISO 12800

• Linsa: AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G

ED VR • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF)

• Lýsing: [A] stilling, 1/50 úr sekúndu,

f/2.8 • Hvítjöfnun: Cloudy

• Picture Control: Lífleg

Mikil pixladreifing: 12,1-megapixla

Kostir FX-sniðsins

Til að bæta afköst hinnar rómuðu D3-myndavélar enn

frekar endurhönnuðu verkfræðingar Nikon myndflöguna

í D3S, fínstilltu enn frekar innri bygginguna, héldu í sama

pixlafjölda og mikla pixladreifingu sem gefur meira svigrúm

við hátt ISO-ljósnæmi. D3S fangar því og vinnur úr ljósi á allt

annan hátt en aðrar myndavélar*. Slíkt má merkja með mun

hærra hlutfalli merkja á móti suði og breiðu styrkleikasviði

og leiðir til óviðjafnanlegra myndgæða á öllum stigum

ISO-ljósnæmissviðsins, bæði hvað varðar kyrrmyndir og

hreyfimyndir. D3S og FX-sniðið, auk nákvæmra NIKKOR linsa,

skila ótrúlegum gæðum.

* Í flokki stafrænna SLR-myndavéla, september 2009.

© Vincent Munier

D-Movie: gefur sköpunargleðinni nýja vídd

D-movie Nikon er afar fjölhæf

og skilar einstökum afköstum

bæði við góð birtuskilyrði og

í umhverfi þar sem birta er

mjög lítil. Taka má upp

hreyfimyndir í mikilli skerpu

með JPEG-hreyfimyndum

(1.280 x 720 pixlar) með

Kyrrmynd vistuð úr D-movie

24 römmum á sekúndu. Stór

© Vincent Munier

myndflaga á FX-sniði stjórnar ljósopinu frá

stærsta f-númeri að því minnsta og skilar myndum með litlu

suði og fallega mjúkum bakgrunni með miklu úrvali NIKKOR

linsa. Hreyfimyndasnið fyrir mikið ljósnæmi er notað til að

taka myndir í allt að ISO 102400 á stöðum þar sem er svo

dimmt að erfitt er að greina hluti með berum augum. Auðvelt

er að klippa hreyfimyndir í myndavélinni með því einu að

velja upphafs- og endapunkt. Einnig er hægt að vista valda

ramma úr hreyfimyndum á JPEG-sniði til að prenta eða birta

samstundis á vefnum. D3S er bæði með einóma hljóðnema

og tengi fyrir ytri víðóma hljóðnema sem býður upp á mikil

hljóðgæði við upptöku.

Hreinsun myndflögu: örugg vörn

Eftir stanslausar prófanir tókst hönnuðum Nikon að framleiða

einstaka innbyggða rykvörn sem stenst ströngustu kröfur.

Myndflöguhreinsun D3S framleiðir titring

á fjórum tíðnisviðum til að fjarlægja ryk á

áhrifaríkan hátt. Hægt er að framkvæma

gerðina sjálfkrafa þegar kveikt eða

slökkt er á myndavélinni eða handvirkt.

7


• Linsa: AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8G ED • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [M] stilling, 1/320 úr sekúndu, f/10 • Hvítjöfnun: Cloudy (skýjað) • Ljósnæmi: ISO 640 • Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes


EXPEED: Ítarleg úrvinnsla Nikon

á hágæða stafrænum ljósmyndum

Nikon veit að myndgæði, nákvæmni og hraði eru allt

atriði sem skipta atvinnuljósmyndara miklu máli. EXPEED

er afrakstur enn frekari fínstillinga til að mæta kröfum um

frammistöðu, en þar er um að ræða hraðvirka, heildstæða

og orkusparandi myndvinnslu í myndavélinni sjálfri.

Samsetning upprunalegra myndgagna er varðveitt með

14 bita hliðrænni/stafrænni umbreytingu og 16 bita

myndvinnslukerfi, sem sýnir hinu miklu möguleika til sköpunar

sem NEF (Nikon Electronic Image Format) felur í sér. NEF

ásamt Nikon myndflögu á FX-sniði gerir D3S kleift að skila

einstöku tónabili og minni mismun á tónum. Hér er um að

ræða fínni tónablæbrigði á ljósum svæðum, jafnvel liti sem

áður voru taldir ómögulegir, eins og húðlit og sterka rauða liti

í sama ramma, án ofmettunar.

• Linsa: AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8G ED VR II • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [M] stilling,

1/2,500 úr sekúndu, f/18 • Hvítjöfnun: Sjálfvirk • Ljósnæmi: ISO 200 • Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes

Frekari fínstilling á myndgæðum: EXPEED

Lagfæring á hliðarlitskekkju

Með

Lagfæring á hliðarlitskekkju:

heildarskerpa

D3S leiðréttir litaðar rákir sökum litskekkju sem, í sumum

tilfellum, geta birst á brúnum á milli ólíkra myndefna og bætir

því myndgæðin á öllum rammanum. Þar sem hliðarlitskekkjur

eru leiðréttar óháð linsugerð — hvort sem um aðdráttarlinsu,

gleiðhornalinsu, linsu án CPU og aðrar gerðir af NIKKOR linsum er að

ræða — stuðlar þessi mikilvægi eiginleiki D3S að því að ná skýrum

gæðamyndum sem fagmenn krefjast.

Virk D-lýsing: litblæ bjargað á mikið lýstum

og skyggðum svæðum

Nú þarf ekki lengur að velja á milli atriða í skugga eða birtu.

Virk D-lýsing Nikon stýrir sjálfkrafa styrkleikasviði umhverfis þar

sem birtuskil eru mikil, kallar fram smáatriði í skuggum og ver

ljós svæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi stillingu (Auto, Extra

high, High, Normal, Low eða Off) áður en smellt er af. Gildið er

sjálfvirkt stillt á viðeigandi hátt. Einnig er hægt að nota breytilega

D-lýsingu á allt að 5 ramma og velja bestu útkomuna eftir á.

Virk D-lýsing [Off] (slökkt) Virk D-lýsing [High] (há)

Án

© Bill Frakes

© Bill Frakes

Picture Control: sérsniðinn litblær og litur

Kraftmikil og þaulhugsuð Picture Control frá Nikon auðveldar

þér að skilgreina útlit og yfirbragð mynda með því að sérsníða

skerpu, litamettun og aðrar breytur svo þú náir þeim myndum

sem þú vilt. Þetta er eins og að velja tilteknar gerðir filmu

fyrir tilteknar aðstæður við myndatöku. D3S fylgja fjögur

myndstýringarsnið sem hægt er að fínstilla og vista sem ný

myndstýringarsnið sem eiga við þínar þarfir og tökustíl eða

sérstakar tökuaðstæður. Myndstýringarsniðin eru hraðvirk,

einföld og kraftmikil. Þau má afrita á aðrar myndavélar.

Venjulegt

Líflegt

Andlitsmynd*

© Bill Frakes

Hlutlaust

© Bill Frakes Monochrome (einlitt)

© Bill Frakes

© Bill Frakes

Landscape (landslag)*

* Hægt að hlaða niður af vefsvæði Nikon.

© Vincent Munier

© Bill Frakes

9


• Linsa: AF-S NIKKOR 400mm f/2.8G ED VR • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [A] stilling, 1/6,400 úr sekúndu, f/2.8 • Hvítjöfnun: Cloudy (skýjað) • Ljósnæmi: ISO 800 • Picture Control: Stöðluð © Vincent Munier


Hraði og snör viðbrögð í öllu ferlinu

D3S bætir hraða og sveigjanleika í öllu tökuferlinu: frá

uppsetningu til myndatöku og frá upptöku og færslu

á gögnum. Ræsitími er u.þ.b. 0,12 sekúndur* og seinkun

á tíma opnara er minnkaður í um 0,04 sekúndur*. Auk þess

stuðla sjálfvirkur fókus, myndvinnsla, aðgangur að minniskorti

og vistun, USB-viðmót og valfrjáls þráðlaus sendir að því í

sameiningu að atvinnuljósmyndarar geta einbeitt sér að

vinnu sinni og tekið stöðugum framförum. Og fyrir íþrótta- og

fréttskotsljósmyndara eru margar af JPEG-skrám D3S tilbúnar til

prentunar og þurfa litla sem enga eftirvinnslu: viðbótarkostur

þegar tími er af skornum skammti.

*Samkvæmt CIPA-viðmiðunarreglum.

Tökuhraði upp á 9 ramma á sek.* í FX-sniði,

11 rammar á/sek.* í DX skurði

Tíðni í raðmyndatöku D3S er nokkuð tilkomumikil. Öflugur

mótor D3S skilar einstökum og stöðugum raðmyndatökuhraða

við víðari ljósopsstillingar en minni stafrænar myndavélar bjóða.

Atvinnuljósmyndarar hafa nú betri stjórn og færri takmarkanir

við gerð þeirra mynda sem þeir óska eftir. Með DX skurðinum

geta ljósmyndarar einnig bætt 1,5 x myndhorni og hraðari

rammatíðni við vopnabúr sitt. Foruppsetta biðminnið hefur auk

þess tvisvar sinnum meira geymslurými heldur en D3 og eykur

þannig gríðarlega vægi raðmyndatökunnar.

* Samkvæmt CIPA-viðmiðunarreglum.

Ótrúlegur hraði og gríðarleg nákvæmni

Umhverfisgreining: aukin nákvæmni

og betrumbætt tækni

Hin einstaka 1.005 pixla RGB-flaga frá Nikon les nákvæmlega

upplýsingar um birtu og lit svo heildarnákvæmni á sjálfvirkum

fókus, sjálfvirkri lýsingu, i-TTL flassstýringu og sjálfvirkri

hvítjöfnun nær nýjum hæðum, þökk sé umhverfisgreiningu.

Sjálfvirkur fókus D3S skilar frábærum eltifókus á myndefni og

greiningu á myndefni. Greining á ljósum svæðum sem notuð

er fyrir sjálfvirka lýsingu skilar sömu birtu og sést með berum

augum og greining á ljósgjafa gerir sjálfvirka hvítjöfnun

einstaklega nákvæma og trausta.

51 punkta AF: hraðvirk og nákvæm öflun upplýsinga

um myndefni

Þétt net 51 AF-punkta skila hraðvirkari fókus, jafnvel þar

sem myndefni er á mikilli eða óreglulegri hreyfingu.

15 krossskynjarar í miðjum rammanum viðhalda sömu

framúrskarandi afköstum með öllum AF NIKKOR linsum með

f/5,6 eða meira. Fjórir valkostir eru til staðar fyrir sjálfvirkan

fókus með kvikum svæðum, þar með talið 51 punkts

(3D-eltifókus) sem eltir myndefnið af nákvæmni með því

að færa fókuspunkta og nota upplýsingar um lit og birtu úr

umhverfisgreiningu. Slíkt er nytsamlegt þegar myndbygging

er mikilvæg og hreyfingar myndefnisins sérstaklega

óreglulegar. Eins punkts AF og sjálfvirk AF-svæðisstilling

eru einnig í boði.

Fáguð sjálfvirk lýsing með greiningu á ljósum svæðum

3D litafylkisljósmæling II frá Nikon hefur

hlotið mikið lof fyrir framúrskarandi

afköst og nákvæma lýsingarútkomu,

jafnvel við flókin og erfið birtuskilyrði.

D3S tekur nákvæma lýsingu enn

lengra með því að nota greiningu

á ljósum svæðum í umhverfisgreiningu

og velja svo vandlega úr gagnagrunni

sem inniheldur upplýsingar um yfir

30.000 raunverulegar tökuaðstæður.

Vel upplýst sjálfvirk hvítjöfnun

Leiðandi fagfólk bendir oft á að sjálfvirk

hvítjöfnun Nikon skili framúrskarandi

myndum, jafnvel við erfiðar aðstæður

með blönduðum ljósgjöfum. Með D3S

tekur sjálfvirk hvítjöfnun enn frekari

framförum. Fagfólk getur vænst þess að

hvítt verði raunverulega hvítt í fleiri

stillingum.

Eins punkts AF-stilling Sjálfvirkur 9 punkta fókus með kvikum svæðum

Sjálfvirkur 21 punkts fókus með kvikum svæðum Sjálfvirkur 51 punkts fókus með kvikum svæðum Sjálfvirkur 51 punkts fókus með kvikum svæðum (3D-eltifókus)

© Bill Frakes © Bill Frakes © Bill Frakes © Vincent Munier © Bill Frakes


• Linsa: AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8G ED VR II • Myndgæði: 14 bita RAW (NEF) • Lýsing: [M] stilling, 1/125 úr sekúndu, f/20 • Hvítjöfnun: Sjálfvirk • Ljósnæmi: ISO 640 • Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes


NIKKOR-linsur: grunnþáttur

myndvinnslukerfisins

Aðstæður við ljósmyndun eru fjölbreytilegar en atvinnumenn

gera ávallt kröfur um að skila stórbrotnum ljósmyndum – og

stórbrotnar ljósmyndir nást með hinum heimsfrægu NIKKOR

linsum. NIKKOR linsur eru afrakstur margra áratuga reynslu af

optískri hönnun og þeim fylgir hin einstaka Nikon tækni eins

og SIC-vörn frá Nikon (Super Integrated Coating) til að draga úr

draugum og ljósdraugum. Nanókristalhúðin dregur úr draugum

og ljósdraugum vegna innri speglana, jafnvel þegar ljósgjafinn

er í rammanum. Þetta, ásamt fjölda fínstillinga í hönnun kemur

saman í fágaðri blöndu listar og vísinda til að veita optísk gæði

sem atvinnumenn reiða sig á.

NIKKOR er skrásett vörumerki Nikon Corporation í Japan og Bandaríkjunum.

AF-S NIKKOR 70-200mm f/2.8G ED VR II

Alvöru fjölvirkni: Total Imaging-kerfið

• Linsa: AF-S NIKKOR 24-70mm f/2.8G ED • Myndgæði: 14-bita RAW (NEF)

• Lýsing: [M] stilling, 1/250 úr sekúndu, f/7.1 • Hvítjöfnun: Sjálfvirk • Ljósnæmi: ISO 640

• Picture Control: Stöðluð © Bill Frakes

Ljósblöndunarkerfi: endalaus innblástur

Umhverfisgreining D3S skilar fágaðri i-TTL flassstýringu

með SB-900, SB-600 og SB-400 flassi. Hægt er að fá

nákvæma útkomu í lýsingu, hvort sem um er að ræða litla

eða endurvarpsmikla hluti. Ljósblöndunarkerfið býr yfir

margvíslegri flasstækni, þar á meðal háþróuðum þráðlausum

ljósabúnaði sem gefur umsvifalaust fullkoma stjórn. Á þann

hátt verður jafn auðvelt að fjarstýra mörgum flössum eins

og að stjórna einu flassi sem er

fest við myndavélina.

Þráðlaus sendir WT-4A/B/C/D/E*

Ljósmyndarar sem taka myndir á stórviðburðum

kunna að meta WT-4A/B/C/D/E, sem styður

IEEE 802.11a/b/g. Smámyndaval hraðar verkflæðinu með

því að senda smámyndirnar þráðlaust á tölvu. Ritstjórum

er kleift að velja myndir áður en öll gögnin eru send og

spara um leið dýrmætan tíma.

* Vöruheitið er mismunandi eftir svæðum, samkvæmt tiltækum staðbundnum tíðnum.

GPS-tæki: GP-1

Með GPS-tækinu GP-1 eru upplýsingar um staðsetningu, svo

sem breiddargráða, lengdargráða, hæð og tími, sjálfkrafa

skráðar í EXIF-gögn hverrar myndar, en slíkt auðveldar

gagnaskipti og að búa til ný kort eða birta staðsetningu

mynda á Google Maps TM með því að nota ViewNXhugbúnaðarpakka

(fylgir með). GP-1 er einnig nytsamlegt til

að skrá ferðalög, fyrir fréttaflutning og fræðilegar rannsóknir.

Hægt er að stilla tímabelti myndavélarinnar með tímaaðlögun

og einnig má nota GP-1 til að samstilla margar D3S

myndavélar í hópverkefnum.

Sérstakur Nikon-hugbúnaður

Nikon býður atvinnumönnum kraftmikinn hugbúnað til að auka

aðdrátt og skerpu mynda. Camera Control Pro 2 (valbúnaður)

til fjarstýringar á myndavélinni, ViewNX (fylgir með) til að vinna

með myndir og Capture NX 2 (valbúnaður) til að nýta sem best

möguleika NEF (RAW) við eftirvinnslu og myndvinnslu.

13


14

n U.þ.b. 100% rammaumfang

Stóru prisma D3S fylgja sjónrænir yfirburðir FX sniðs við

myndatöku. Myndin í leitaranum er ekki aðeins stór og

björt heldur er fókusskjárinn einnig vandlega hannaður

til að auðvelda þér að ná skarpari fókus, hvort sem það

er gert handvirkt eða sjálfvirkt.

n Upplýsingahnappur

Auðveldar til muna að skoða og breyta stillingum. Ýtt

er einu sinni til að skoða stillingarnar. Ýtt er öðru sinni

fyrir flýtivísun á valmyndarsíðu stillingarinnar sem á að

breyta í myndavélinni.

n Rafræn sýndarvog

Hröð og nákvæm staðfesting á „lóðréttri stöðu“.

Í forskoðun birtist rafræn sýndarvog á skjánum

fyrir ofan myndina, til að taka landslagsmyndir

og myndir af byggingum.

n Magnesíum-málmblanda: harðgerð og

áreiðanleg

Myndavélahús, ytra byrði, botn og speglahús eru úr

harðgerðri en léttri magnesíum-málmblöndu fyrir

erfiðar aðstæður og tryggir bæði frábæra, áreiðanlega

frammistöðu og aukna endingu.

n Forskoðunarhnappur

Sérstakur forskoðunarhnappur veitir skjótan aðgang

að tveimur forskoðunarsniðum: Þrífótarsnið fyrir

nákvæman, sjálfvirkan fókus og tökusnið þar sem

haldið er á myndavélinni fyrir fjölbreyttari sjónarhorn.

Hraði AF birtuskilanema í þrífótarsniði hefur einnig

verið bættur til að auka hagkvæmni.

n Stækkað valmyndasafn

Vistaðu allt að fjórar samsetningar lýsingarstillinga,

lokarahraða og ljósopsgilda. Sparar tíma fyrir

ljósmyndara sem skipta reglulega á milli fyrirfram

ákveðinna stillinga myndavélarinnar eftir aðstæðum

hverju sinni.

Áreiðanleg og auðveld í notkun

n Öflug þétting gegn ryki, raka og

rafsegultruflunum

Örugg vörn gegn raka, ryki og jafnvel

rafsegultruflunum. Öflugir þéttihringir og aðrar

sérstakar þéttingar, auk hönnunar og tækni Nikon gerir

þér kleift að halda áfram að taka myndir við aðstæður

þar sem aðrar myndavélar myndu bila.

n 3 tommu, u.þ.b. 921k punkta LCDlitaskjár

með 170° gráðu gleiðhorni

Stór LCD-skjár með mikilli upplausn skilar björtum,

skörpum myndum í myndskoðun með allt að

27 x stækkun og því er auðvelt og fljótlegt að

staðfesta myndir. Hver LCD-skjár er þakinn rispuvörðu,

hertu gleri og kvarðaðir hver fyrir sig og fínstilltir

í verksmiðjunni til að skila stöðugum afköstum.

n Margþætt lýsing

Einnig er hægt að tengja aðgerðina við

frávikslýsingarhnappinn til að endurtaka margþætta

lýsingu. Á þann hátt má halda áfram með margþætta

lýsingu án þess að fara til baka í valmyndina í hvert sinn.

n Lokari sem hefur verið prófaður

Til að tryggja þá endingu sem atvinnumenn búast við

er lokari D3S prófaður með 300,000 smellum. Prófanir

eru ávallt gerðar á samsettum myndavélum til að líkja

eftir raunverulegum skilyrðum.

n Stilling til að smella hljóðlega af

Ímyndaðu þér umhverfi þar sem myndataka verður

að fara fram í þögn. Við slíkar aðstæður er „Q“ valið á

stilliskífunni og dregið er úr hljóðinu sem myndavélin

gefur frá sér þegar smellt er af.

n Breytiaðgerðir í myndavélinni

D3S býður fjölmargar lagfæringarvalmyndir eins og NEF

(RAW) vinnslu til að gera breytingar á staðnum án þess

að þurfa að nota tölvu. Með því að nota stillingu til að

breyta stærð mynda og klippingu á D-movies, er hægt

að minnka stærð myndagagna eða hreyfimynda en um

leið halda stærð upphaflegum myndarinnar. Slíkt kemur

sér vel þegar sendihraði skiptir máli.

n Stöðugt eftirlit lokara

Hraði lokara er frá 1/8,000 s til 30 s með innri búnaði

sem fylgist með og leiðréttir sjálfkrafa mögulegan

mismun á ætluðum lokarahraða og raunverulegum

lokarahraða á líftíma lokarans.

n Tvöföld rauf fyrir CF-kort

Hægt að vista gögn á tvö CF-kort, vista sömu gögnin

á tveimur kortum (öryggisafrit), vista RAW og JPEG

samtímis á mismunandi kort og flytja gögn frá einu

korti til annars. Einnig er hægt að skilgreina rauf fyrir

gagnafreka hreyfimyndaupptöku.

n Endurbætt spilun

Skoða má myndir á fjölmargan hátt. Smámyndaskjárinn

sýnir allt að 72 ramma í hvert sinn og slíkt auðveldar bæði

leit og val. D3S býður einnig skoðun á stuðlaritum fyrir

stækkaðan hluta myndar sem valinn er.

n Speglajöfnun

Dregur úr speglatitringi, eykur skoðunartíma og

notkunartíma fyrir sjálfvirkan fókus – en það er ein

ástæðan fyrir því að D3S býður sjálfvirkan fókus og

eltifókus við háhraða raðmyndatöku.

n Mikill endingartími rafhlöðu

D3S notar EN-EL4a hleðslurafhlöður. Orkuneysla og

orkustýringarkerfi eru hönnuð með meiri afkastagetu

í huga svo gera má ráð fyrir löngum endingartíma

rafhlaðna. Hægt er að taka allt að 4.200 myndir*

í einni hleðslu.

* Samkvæmt CIPA-stöðlum.

n 1.2x skurðarsnið

Þegar þörf er á aðdrætti og nægilega stóru skráarsniði, er

notað sniðið 1,2x (30 x 20) með u.þ.b. 8,4 megapixlum.


Bill Frakes

Íþrótta-/dagblaðaljósmyndun (Bandaríkin)

Bill Frakes, margverðlaunaður ljósmyndari tímaritsins Sports Illustrated flakkaði um

Ástralíu í þrjár vikur og prófaði stanslaust D3S-myndavélina og reyndi á óþrjótandi

ímyndunarafl sitt í ljósmyndun. Hann fór til iðandi stórborgarinnar Sydney, þaðan

til frumbyggjaþorpa í óbyggðunum, heimsótti kaldan og rykmettaðan fótboltavöll

í Tasmaníu og kom við í sólbakaðri eyðimörk Nambung-þjóðgarðsins.

Það er eins og að fá óvænta gjöf í hvert sinn sem ég horfi í gegnum D3S. Þá brýst barnið í

mér fram og ég vil fara að leika mér. Ég get tekið myndir af öllu sem ber fyrir augu á nákvæman

og fumlausan hátt. Með því að blanda saman kyrrmyndum og D-movies get ég brætt saman

hreyfingu og tilfinningar í margvíða tjáningu á sjónrænni og hljóðrænni athugun.

„Ég tek ákvarðanir sem skipta sköpum fyrir starfsferil minn á millisekúndum og ég krefst bestu

mögulegu myndgæða í hvert sinn sem ég smelli af. Sama hver maður er, eða hvernig maður

vinnur, þá veit maður aldrei fyrirfram hvenær heimurinn raðar sér þannig upp að maður nái fullkominni ljósmynd. Þegar slíkt

gerist verð ég að vera tilbúinn á allan hátt. Þess vegna finnst mér bæði spennandi og hvetjandi að nota D3S. Ég þarf myndavél

sem bregst við með nákvæmum og skjótum hætti í hvert sinn. D3S gerir það og gott betur og slíkur kraftur veitir mér gríðarlegt

frelsi.“

Tæknilýsingar og búnaður getur breyst án fyrirvara eða skuldbindingar af hálfu framleiðanda. Október 2009.

Is

D3S-myndavélin: við ýmsar aðstæður

Nikon Nordic AB, Råsundavägen 12, 169 67 Solna, Sweden www.nikon.is

Nikon U.K. Ltd. Nikon House, 380 Richmond Road, Kingston upon Thames, Surrey KT2 5PR U.K. www.nikon.co.uk

Foto Distributors Nikon House, 68 Kyalami Boulevard, Kyalami Business Park, Midrand, 1684, Republic of South Africa www.nikon.co.za

Nikon Canada Inc. 1366 Aerowood Drive, Mississauga, Ontario, L4W 1C1, Canada www.nikon.ca

NIKON CORPORATION Fuji Bldg., 2-3, Marunouchi 3-chome, Chiyoda-ku, Tokyo 100-8331, Japan www.nikon.com

Prentað í Evrópu (0910/A) Kóði nr. 6CR90080

Farðu á vefsvæði Nikon Europe: www.europe-nikon.com

Vincent Munier

Náttúru-/dýralífsljósmyndun (Frakkland)

Vincent Munier er margverðlaunaður náttúruljósmyndari. Hann er listamaður sem ber

djúpstæða virðingu fyrir náttúrunni og bíður þolinmóður í öllum veðrum þar til dýrin

venjast nærveru hans. Þá fyrst byrjar hann að mynda þau. verið tók Vincent

D3S-myndavélina með sér í tökuferð til Noregs og Finnlands. Þar sat hann í roki og

rigningu með D3S og kynntist dýralífinu í skógum norðursins.

Dýraljósmyndun er frekar ástríða heldur en atvinna. Stundum sit ég í rigningu og

snjó í margar vikur bara til þess að upplifa eitt stutt augnablik með dýri. Ég verð að hafa

undir höndum góðan og traustan búnað til að nýta til fulls þessi sjaldgæfu augnablik

í ljósmyndun.

Mörg viðfangsefna minna fara eingöngu á kreik við sólsetur. En með því að nota D3S, þá

tókst mér að ljósmynda hluti sem ég sá nánast ekki með berum augum. Til dæmis man ég

eftir skógarbirni sem var nokkrum metrum frá kofanum mínum í finnskum skógi. Þetta var um miðja nótt, en smá glampi

af blautu trýninu gaf mér tækifæri til að fókusera og niðurstaðan var óvenjulega skörp ljósmynd. Slík myndataka gerir D3S

alveg ómetanlega.

2009 Nikon Corporation

More magazines by this user
Similar magazines