12.09.2013 Views

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

Álitsgerð Kirkjueignanefndar – fyrri hluti 1984 - Þjóðkirkjan

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Þegar talað er um íslensku þjóðkirkjuna sem stofnun, er hafi a.m.k. nokkurt<br />

sjálfstæði eftir lögum og venju og verði eigi talinn sem hver annar angi ríksivaldsins,<br />

verður að minnast þess, að hugtakið þjóðkirkja verðu ekki til hér á landi fyrr en með<br />

tilkomu stjórnarskrárinnar frá 1874, en fyrirmynd viðkomandi ákvæðis var hliðstætt<br />

ákvæði í grundvallarlögunum dönsku, sem mörg ákvæði íslensku stjórnarskrárinnar<br />

voru sniðin eftir.<br />

Áður en þjóðkirkja var stofnuð hér á landi, hafði hin evangelisk lúterska kirkja<br />

í raun verið ríkiskirkja hér (a.m.k. frá því um miðja 18.öld, eftir að kirkjulagaboð þau,<br />

sem frá Harboe eru runnin, tóku gildi), því að þá fór ríkisvaldið, í nafni hins einvalda<br />

konungs, með allt vald í málefnum kirkjunnar, bæði í ytri og innri efnum, þannig að<br />

yfirstjórn kirkjunnar var einungis ein deild ríkiskerfisins. Í reynd urðu þó á því<br />

tímabili ekki umtalsverðar breytingar í eignastöðu einstakra kirkna, þótt jarðir<br />

biskupsstólanna væru seldar. Þar áður má tala um landskirkju, meðan hinir lútersku<br />

biskupar máttu sín enn nokkurs og kirkjan hafði nokkurt sjálfstæði, þótti konungur<br />

væri summus episkopus. Páfakirkju var áður komið á með lögleiðingu Kristniréttar<br />

Árna biskups, en goðakirkju má nefna það fyrirkomulag, sem áður hafði verið við lýði<br />

allt frá því að kristni og kirkjuvald tók að eflast í landinu. (2)<br />

Einn nefndarmanna, Benedikt Blöndal hrl., vill í þessu sambandi taka fram, að hann<br />

telur að leiða megi rök að því, að þjóðkirkjan sé nú réttur eigandi kirkjujarðanna,<br />

fremur en hinar einstöku kirkjur, og áskilur sér tækifæri til að koma að nánari<br />

greinargerð um það atriði í tengslum við síðari hluta þessarar álitsgerðar. Að öðru<br />

leyti er hann samþykkur því, sem í álitsgerð þessari segir um eignarrétt yfir jörðum<br />

þessum, einkum varðandi það að þær verið eigi taldar til ríkisjarða.<br />

Annar nefndarmaður, Allan V. Magnússon, sýslufulltrúi, vill gera fyrirvara um það,<br />

sem sagt var hér að framan um samband ríkisins og þjóðkirkjunnar að lögum og um<br />

almennt hæfi þjóðkirkjunnar til að koma fram sem sjálfstæður aðili í réttarfarslegu<br />

tilliti. Áskilur hann sér einnig tækifæri til að skýra þá skoðun sína nánar í síðari hluta<br />

álitsgerðarinnar.<br />

III. EIGNASÖFNUN KIRKNA, KLAUSTRA OG BISKUPSSTÓLA FRAM TIL<br />

SIÐASKIPTA.<br />

Upphaflega voru allar kirkjur hérlendis bændakirkjur, nema hvað á Þingvöllum var<br />

um skeið almenningskirkja, sem Ólafur konungur Haraldsson gaf. Var þetta<br />

fyrirkomulag, sem byggðist á fornum germönskum stofni, lögverndað. Um þetta segir<br />

Gunnar F. Guðmundsson, sagnfræðingur: (1)<br />

„Í kristinna laga þætti Grágásar er einkakirkjuskipanin viðurkennd. Gert er ráð fyrir<br />

því, að fjárhagur kirkna sé sjálfstæður, en þær lúti engu að síður eignarrétti einstakra<br />

manna:<br />

En ef nokoR logar þvi fe a brot oc varðar þat Flör Bavgs Garð. Enda scal aptr doma feit<br />

allt til kirkio. Nu a aNaR maðr land en aNaR kirkio oc logar sa fe fra kirkio er land á. Þa a<br />

soc þa við hann sa er kirkio a. EN ef sa logar fra er kirkio a. Oc a þa laneigandi soc við<br />

hann. En sa er vill ef þeir villa eigi sökla. (Grg.II., bls. 19; III., bls. 317-318).<br />

Þessi tilhögun hefur átt að vera kirkjubændum til aðhalds, koma í veg fyrir, að kirkjur<br />

lentu í niðurníðslu og tryggja þannig hagsmuni kristninnar í landinu. Bændur<br />

viðurkenndu í raun, að kirkjur þeirra væru sjálfstæðar rekstrareiningar með eigin<br />

fjárhag, þegar þeir samþykktu tíundarlögin og fóru að gefa kirkjum sínum gjafir til að<br />

komast hjá skattgreiðslu. En með því voru þeir ekki að afsala sér eignarréttindum á<br />

4

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!