Sundriðið á VW Bjöllu yfir fallvötn Sundriðið á VW Bjöllu yfir ... - Fíb.is

fib.is

Sundriðið á VW Bjöllu yfir fallvötn Sundriðið á VW Bjöllu yfir ... - Fíb.is

1. tbl. 2004

Reynt að drepa

samkeppni á

bensínmarkaði

Bls. 4

Ofurálagning á bílaeldsneyti? Bls. 4

Sigldi yfir jökulvötn á VW Bjöllu Bls. 10

Óvinir bílsins Bls. 14

Sértækir samkeppnisafslættir Bls. 15

Reynsluakstur Bls. 18-27

Sundriðið á VW Bjöllu

yfir fallvötn

Bls. 10

Finnbogi Eyjólfsson rifjar upp atvik frá

löngum ferli með bílum og bílamönnum

1


2

Leiðari

Flestir sem komnir eru vel

yfir miðjan aldur muna þá

tíma þegar flest var bannað,

nema það sem beinlínis

var leyft. Stjórnmálamenn

og embættismenn sem

stjórnmálaflokkarnir höfðu

sérvalið, höfðu tögl og hagldir í

samfélaginu og vildu, vafalauust

í góðum tilgangi, hafa sem mest

hönd í bagga með því hvernig

Íslendingar lifðu, hvað þeir

gerðu sér til lífsviðurværis og

hvernig. Um miðja 20. öldina

þurfti þannig fólk sem vildi

kaupa sér nýjan bíl að sækja um

gjaldeyrisleyfi fyrir bílnum og

gera sérstakri nefnd grein fyrir

því til hvers ætti að nota bílinn.

Ég minnist þess að karl faðir

minn sem rak garðyrkjustöð

fyrir austan fjall af miklum

sóma, sótti nokkrum sinnum um

gjaldeyrisleyfi fyrir bíl sem hann

þurfti nauðsynlega á að halda í

rekstri sínum en fékk ekki. Loks

fékk hann tengdaföður sinn sem

var prestur og prófastur, til að

sækja fyrir sig. Það var eins og

við manninn mælt, presturinn

fékk leyfið eins og skot.

Þegar fólk vildi létta sér

upp og bregða sér til útlanda

þá þurfti að verða sér úti um

erlendan gjaldeyri því að krónan

var alls ekki gjaldgeng utan

landsteinanna. Sækja þurfti um

gjaldeyrinn í banka með góðum

fyrirvara og sérstök nefnd lagði

svo annaðhvort blessun sína

eða bölvun yfir umsóknina. Ef

umsóknin var samþykkt þá fékk

fólk tiltekinn gjaldeyrisskammt

en þurfti að greiða fyrir hann

mun meira en hið opinbera

gengi sagði til um. „Sovét-Ísland,

óskalandið, hvenær kemur þú?“

orti Jóhannes úr Kötlum um

þetta leyti og maður spyr sig:

Var það ekki hér?

Nú eru sem betur er aðrir

tíma. Fólk þarf ekki lengur að

sækja um gjaldeyri á yfirverði

ef það vill ferðast til útlanda

og við getum keypt okkur

nýjan bíl ef við eigum fyrir

honum. Eldsneytið á bílana

okkar er ekki lengur keypt inn

frá Sovétríkjunum af fulltrúum

ríkisins sem síðan afhenda

það stjórnmálaflokkatengdum

olíufélögum heldur er komin

samkeppni í þau viðskipti.

En við þurfum öll að venjast

frelsinu, læra að meta það, lifa við

það og varðveita það. Kannski er

hugsun okkar allra enn mótuð af

gamla forræðisfyrirkomulaginu

og við eigum þessvegna ekki

alltaf auðvelt með grípa hið

fengna frelsi, nýta það og rækta

það þótt við viðurkennum

fúslega kosti þess fyrir okkur

sjálf. Ættum við ekki öll að taka

okkur tak og leitast við að efla

frelsið með því að versla hjá

þeim sem bjóða okkur bestu

kjörin eða þjónustuna, tryggja

hjá þeim sem bjóða besta verðið

og bestu tryggingaverndina

og kaupa eldsneytið á bílana

okkar hjá þeim sem bjóða lægsta

verðið og/eða stuðla að lækkun

á eldsneytisverði? Athugum

það!


FÍB blaðið. Ábyrgðarmaður: Runólfur Ólafsson. Ritstjóri: Stefán Ásgrímsson. Umbrot: Sigurður Sigurðsson.

Höfundar efnis: Brian Blades, Gunnar G. Vigfússon, Njáll Gunnlaugsson, Runólfur Ólafsson, Sigurður

Bogi Sævarsson, Stefán Ásgrímsson, Þorvaldur Örn Kristmundsson, o.fl. Auglýsingar: Öflun ehf. Prentun:

Ísafoldarprentsmiðja. Afgreiðsla og dreifing: Skrifstofa FÍB, Borgartúni 33, 105 Reykjavík, sími 562 9999.

Pökkun og merking: Bjarkarás. Upplag 17000 eintök.

FÍB blaðið er undir upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands. Heimilt er að nota ritað efni blaðsins sé heimildar getið.

4

8

4

6

9

10 15

16 18

20 22

24 26

28 31

38 39

Í blaðinu

4 Er hér sanngjörn álagning á

bílaeldsneyti? Nýr Bronco jeppi.

6 Óþarfi að afsala sér 2ja ára

ábyrgð. Sexfaldur sigurvegari á

mótorhjóli sigrar íá bíl erfiðustu

rallkeppninni.

8 Eftirársbíllinn var þriggja

ára. Virk árekstursvörn komin

í framleiðslubíl. Dísilfólksbílar

tæpur helmingur nýrra bíla í

Evrópu.

9 Opel örbíll til höfuðs Smart.

10 Sundreið á VW Bjöllu yfir

jökulvötn. Viðtal við Finnboga

Eyjólfsson í Heklu.

14 Óvinir bílsins.

15 Sértækir samkeppnisafslættir

til að drepa niður samkeppni.

16 Fráhvarf frá faglegum

vinnubrögðum við tjónabíla.

17 Tryggingafélög með

sameiginlegan lista yfir

réttingaverkstæði sem eru í

náðinni.

18 Reynsluakstur: Volvo S40.

20 Reynsluakstur: Porsche

Cayenne V6.

22 Reynsluakstur: VW Golf 5.

24 Reynsluakstur: Hyundai

Terracan, breyttur.

26 Reynsluakstur: Ford Focus

C-Max.

28 Ferðalög: Heimsókn í

Autostadt í Þýskalandi.

30 Lægri iðgjöld og lægri eigin

áhætta hjá þeim sem tryggja hjá

FÍB Tryggingu.

31 Ferðalög: Heimsókn til

úÚgerðarbæjarins Monterey

í Kaliforníu og Salinas,

heimabæjar John Steinbeck.

32 Lögbundin tveggja ára

ábyrgð á nýjum bílum.

33 Ræsir hf. hættir með

Mercedes Benz.

34 Raddir lesenda, minning o.fl.

35 Sýnum félagsskírteinið og

spörum. Umferðarslysin 2003 o.fl.

38 Stiklur úr sögu FÍB.

Lukkupottur FÍB

39 Mikki og Mangi. Mangi finnur

upp ný nagladekk


4

Nýi Bronco hugmyndarbíllinn

minnir um sumt á gamla Broncoinn

1966-1977 sem eiginlega var fyrsti

lúxusjeppinn, þótt að í dag yrði hann

seint talinn til lúxusjeppa.

Nýr Ford

Bronco jeppi

- frumkynning á

bílasýningunni í Detroit

Bílasýning bandaríska

bílaiðnaðarins – hins árlega

bílasýning í Detroit stendur

yfir. Þar sýnir Ford

nýja gerð Bronco jeppans

góðkunna. Grunnhugmynd

þessa bíls sem ennþá er

ekki kominn í framleiðslu,

er sótt til fyrstu kynslóðar

Bronkójeppanna, þeirrar

sem framleidd var á árunum

1966-1977.

Jeppar nútímans hafa

stöðugt verið að færast frá

því að vera torfæru- og

slarkbílar fyrst og fremst í það

að verða lúxusbílar. Með nýja

Bronkó-hugmyndarbílnum er

leitað til baka til upprunans.

Bíllinn er svipaðrar stærðar

og upprunalegi Bronkóinn

var, útlitið einkennist af

beinum línum og innréttingin

er einföld.

„Þessi hugmyndabíll er

trúr upprunanum, hann

er sterkur torfærujeppi

sem sker sig úr, - hann er

eins og alvöru klaufhamar

innanum rafhlöðudrifiið

plastverkfæradót“ segir

J Mays yfirmaður

hönnunardeildar Ford í

Dearborn, Michigan við

fréttavef MSN. Þar segir

ennfremur að fari þessi bíll

í almenna framleiðslu verði

hann boðinn með tveggja

lítra túrbínudísilvél og sex

gíra hand/sjálfskiptingu

sem hæfi þessum sterka og

fótvissa torfærubíl.

Það er helst baksvipurinn sem minnir

á gamla Broncoinn; tveir hlerar fyrir

afturendanum, gluggahlera sem

opnast upp og gólfhlera sem er

á lömum að neðanverðu og með

FORD nafninu ígreyptu í hástöfum.

Sanngjörn álagning

og sam keppni í sölu

bílaeldsneytis

– ríkir raunveruleg samkeppni eða er stunduð

undirverðlagning til að drepa samkeppni í fæðingu?

FÍB hefur í áraraðir barist

fyrir aukinni samkeppni á

eldsneytismarkaði til hagsbóta

fyrir bíleigendur. Jafnframt

hefur verið bent á afleiðingar

fákeppni og þann mikla

kostnað sem neytendur hafa

búið við í eldsneytiskaupum.

Innkoma Atlantsolíu á bensín-

og dísilolíumarkaðinn hefur

haft ótrúlega mikil áhrif á

eldsneytisverð hér á landi.

Lægra útsöluverð á bensíni og

dísilolíu er vissulega fagnaðarefni

en vekur einnig upp áleitnar

spurningar. Hvernig réttlæta

olíufélögin Esso, Olís og Shell

verulega lækkun á sama tíma og

heimsmarkaðsverð olíu hefur

hækkað? Það gagnast lítið að

skýla sér á bakvið Orkuna,

ÓB eða Esso Express því þessi

fyrirtæki eru aðeins vörumerki

undir stjórn hinna þriggja stóru.

Hafa bíleigendur ofgreitt

eldsneyti

Augljósasta skýringin er að

félögin telji sig geta komist af

með minni álagningu. Minni

álagning og lægra vöruverð

er fagnaðarefni en neytendur

verða að halda vöku sinni.

Hvers vegna er lag til að lækka

álagningu um 2 til 3 krónur á

lítra um þessar mundir? Getur

verið að neytendur hafi á

undanförnum árum verið að

ofgreiða hundruð milljóna í

S.kr./líter

12

10

8

6

4

2

0

F

2002

eldsneytisverði? Á hverju ári

eru seldir hátt í 200 milljón lítrar

af bensíni til íslenskra neytenda.

Hver króna í aukna álagningu

á bensín þýðir um 250 milljón

krónur úr vasa neytenda

því ofan á krónuna kemur

virðisaukaskattur 24.5%.

Réttlát álagning

Fyrrnefndar lækkanir í kjölfar

innkomu Atlantsolíu kalla á

svör stóru olíufélaganna um

verðlagningu fyrri ára. Þannig

eru árlega seldar um 200 milljónir

lítra af bensíni og 150 milljónir

lítra af dísilolíu á bíla og tæki.

Miðað við þá lækkun sem orðið

hefur á fyrrnefndum tegundum

vekur það spurningu um hvort

bíleigendur og fyrirtæki hafi

Bensínverð í Svíþjóð frá mánuði til mánaðar

Álagning Innkaupsv. Rotterdam Skattar Útsöluverð

M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J

2003

2004

Verð á bensíni á árunum 2002–2004, 95 oktan

Meðalverð hvers mánaðar frá þjónustudælu á mannaðri stöð, án allra sértækra og almennra afslátta

verið hlunnfarin á undanliðnum

árum.

Álagning í Svíþjóð

Lítum á gögn um álagningu

á bensín í Svíþjóð: Gögnin

eru fengin frá SPI sem eru

samtök olíufélaga í Svíþjóð.

Á heimasíðu SPI (www.spi.

se) má sjá meðfylgjandi súlurit

um uppbyggingu bensínverðs

á sænska markaðnum.

Samkvæmt þessum gögnum þá

taka sænsku olíufélögin til sín

innan við 10 íslenskar krónur í

álag á lítra. Miðað við þær tölur

sem þarna koma fram þurfa

íslensku olíufélögin u.þ.b. 100%

hærri álagningu samanborið við

þau sænsku. Vissulega er lengra

að flytja eldsneytið til Íslands en

Svíþjóðar og markaðurinn stærri.

Það réttlætir þó ekki þennan

gífurlega mun á álagningu.

Samkeppni án samráðs

Þær meinsemdir sem fylgja

fákeppni á eldsneytismarkaði

heyra vonandi sögunni til. Það er

hins vegar verðugt viðfangsefni

fyrir samkeppnisyfirvöld að þau

haldi vöku sinni með tilkomu

hins nýja samkeppnisumhverfis.

Reynslan sýnir að fyrirtæki á

fákeppnismarkaði eru reiðbúin

að beita öllum tiltækum ráðum

til niðurbrots á heilbrigðri

samkeppni án samráðs.


ÓTRÚLEG VERÐ

NÝTT

5


6

Fékk ársafnot

af nýjum

Hyundai Getz

Hörður Smári

Hákonarson, 65 ára

bensínafgreiðslumaður,

hreppti rétt fyrir jólin árs

afnot af nýjum Hyundai

Getz bíl sem verið hafði til

sýnis í verslunarmiðstöðinni

Smáralind. Bíllinn, eða frjáls

afnot af honum í eitt ár,

var fyrsti vinningur í leik

sem nefndist Léttara líf með

Smáralind. Auk annarra

vinninga voru úttektir

hjá ýmsum verslunum

og fyrirtækjum, svo sem

Símanum, Orkunni,

Öryggismiðstöð Íslands o.fl.

Hörður Smári Hákonarson tekur

við lyklunum að bílnum af Haraldi

Haraldssyni starfsmanni B&L,

umboðsaðila Hyundai. Hörður

Smári sagði við það tækifæri að

þetta væri ein stærsta og óvæntasta

jólagjöf sem hann hefði fengið um

dagana.

Hliðarinnflutningur bifreiða:

Tveggja ára

ábyrgðin er

lögbundin

Allmargir óháðir aðilar hafa

talsvert mikið flutt inn af

bílum frá Bandaríkjunum

undanfarið, bæði notuðum

og nýjum. Meginástæða er

að sjálfsögðu mjög lágt gengi

dollars gagnvart krónu. Borið

hefur á því að hinir „frjálsu“

innflytjendur hafi flaggað því

við væntanlega kaupendur að

þeir veiti árs ábyrgð á nýju

bílunum.

FÍB ræður hugsanlegum

viðskiptavinum innflytjendanna

eindregið frá því að

sætta sig við aðeins eins árs

ábyrgð á nýjum bíl því að

samkvæmt lögum er tveggja

ára ábyrgð á öllum nýjum

bílum. Lög um þetta efni tóku

gildi þann 1. júní 2001. Það er

því einfaldlega óskynsamlegt

að afsala sér heils árs ábyrgð

með því að undirrita eitthvert

skjal um aðeins eins árs

ábyrgð.

Sexfaldur mótorhjólasigurvegari vinnur Dakar rallið á bíl:

Peterhansel

hlutskarpastur

Frakkinn og Mitsubishiökumaðurinn

Stephane Peterhansel

sigraði í Dakar rallinu

í ársbyrjun. Þetta er fyrsti

sigur Peterhansels á bíl, en sex

sinnum áður hefur hann staðið

á verðlaunapalli sem sigurvegari

í Dakar ralli – á mótorhjóli.

Það var svo sigurvegarinn frá

síðasta ári og félagi Peterhansles í

liði Mitsubishi sem hreppti annað

sætið, Japaninn Hiroshi Masuoka.

Í þriðja sæti varð Frakkinn

Jean-Louis Schlesser. Árangur

Stéphane Peterhansel ásamt aðstoðarökumanni sínum Jean-Paul Cottret.

hans er sérlega athyglisverður

því að hann keppti á eigin

vegum, en ekki á vegum neins

stórfyrirtækis eða bílaframleiðsl

ufyrirtækis, Bíll hans er eiginlega

heimasmíðaður, aðallega úr Ford

hlutum og einungis með drifi á

afturhjólum en ekki á öllum eins

og flestallir bílarnir sem urðu í

efstu sætunun.

Þá er árangur Bretans Colin

McRae einnig mjög góður, en

hann náði því að sigra í tveimur

áföngum keppninnar og hreppti

að lokum 20. sætið. Þetta var

í fyrsta sinn sem McRae tekur

þátt í Dakar ralli. Hann sýndi af

sér mikinn keppnisanda og sagði

við fréttamenn að hann ætlaði

að taka þátt í Dakar rallinu að

ári og að hann stefndi á sigur,

ekkert minna.

Konur sterkar

Sennilega hefur hlutur kvenna

í Dakar rallinu aldrei verið

jafn stór og nú í ár. Meðal

ökumanna sem settu sterkan

svip á keppnina og voru öflugar

í baráttunni um efstu sætin voru

Jutta Kleinschmidt sem ók VW

Touareg og Andrea Mayer sem

ók Mitsubishi. Í ofanálag við það

að Jutta er frábær ökumaður,

þá var aðstoðarökumaður

hennar hinn gamalreyndi

og trausti Andreas Schulz.

Schulz var aðstoðarmaður

Hiroshi Masouka, sigurvegara

Dakarrallsins á síðasta ári.

Í mótorhjólaflokknum varð

Nani Roma sigurvegari ársins.

Hann er fyrsti sigurvegari í

Dakarralli sem Spánverjar eignast.

Frakkinn Richard Sainct var í

upphafi talin sigurstranglegur,

en hann lenti í miklum töfum

um miðbik keppninnar vegna

þess að GPS leiðsögutæki hans

virkuðu ekki rétt um tíma og

hann einfaldlega villtist.


Bensínbrúsar

Dekkja- Verð frá

Kr.

viðgerðarsett

Sjúkrakassi

Verð frá

Kr.

Farangursbox Verð frá

Kr.

stór

Verð frá

Kr. 1

610

29 900

4 987

490

Sætaáklæði Verð frá

Kr.

í allan bílinn

1

4 747

Borgartún 26 • Sími: 535 9000

Mottur

Gott verð!

Einmitt

það sem

mig vantar!

Gott verð!

Verð frá

Kr.

998

Barnabílstólar

Hleðslutæki

Dráttartóg

Verð frá

Kr.

Verð frá

Kr.

Verð frá

Kr.

7 490

3 490

413

www.bilanaust.is

7

1556 / TAKTÍK 19.2.´04


8

Bifreiðaumboð seldi

svonefndan eftirársbíl:

Reyndist

þriggja ára

FÍB hefur um árabil bent yfirvöldum

á það að núverandi

skráningarkerfi bíla geti kallað

á það að neytandi sé svikinn

í viðskiptum.

Í sumar hafði félagið

afskipti af máli sem varðaði

bíl sem keyptur var af

bílaumboði í ársbyrjun og

auglýstur sem eftirársbíll.

Kaupandi bílsins varð

fljótlega var ýmissa ágalla

og smábilana sem umboðið

leysti jafn harðan úr. En þegar

ryðblettir tóku að sýna sig

við topp lúgu og víðar til

viðbótar smávandræðunum

sem hrjáðu bílinn frá upphafi,

þá tóku að renna tvær grímur

á kaupandann og sneri hann

sér þá til FÍB.

Félagið kannaði þá

uppruna

bílsins og kom

í ljós að bíllinn

var aldeilis

ekki síðasta árs

módel, heldur

einfaldlega gamall bíll – en

ónotaður. Bíllinn hafði komið

til landsins haustið 1999 og

því búinn að standa í ríf 3 ár

þegar umboðinu loks tókst að

selja hann sem eftirársbíl með

10% afslætti frá verði nýs

samskonar bíls.

Eftir að félagið hafði afskipti

af málinu var gengið

frá samkomulagi um það að

bíleigandinn fengi nýja bifreið

frá sama umboði og að gamli

bíllinn gengi upp í verð hins

nýja og er eigandinn sáttur

við sinn hlut. Eftir situr þó að

umboð sem auglýsir sig sem

ábyrgan fagaðila skuli standa

í því að selja viðskiptavinum

sínum gamla bíla sem nýja.

En skráningarreglurnar eru

eins og þær eru og þeim

sölumjönnum þótti því

kannski rétt að reyna!!!!

Honda hátækniárekstrarvörn

- aðvarar ökumann og gípur inn ef hann bregst á háskastundu

Hjá Honda Motor Co. í

Tokyo hefur verið þróaður

hátæknibúnaður til að forða

bifreiðaárekstrum, sá fyrsti í

bílasögunni. Búnaðurinn fylgist

með ökulaginu og umhverfinu

og getur séð þegar árekstur

er í aðsigi og varað ökumann

við og gripið inn í aksturinn ef

ökumaður gerir ekkert í málinu.

Búnaðurinn er í stuttu máli

tölvubúnaður og radarskynjarar.

Hann er tengdur við stjórntölvu

og upplýsingakerfi bílsins og

hemlunarkerfi hans einnig.

Búnaðurinn fylgist stöðugt

með ökulaginu og umhverfinu

og metur fjarlægð milli

bílsins og annarra bíla, sem

og hraða hans og reiknar út

hemlunarvegalengd miðað við

hraðann. Ef búnaðurinn metur

ástandið þannig að aksturinn sé

háskalegur sendir það viðvaranir

til ökumanns sem birtast á

Aldrei fyrr hafa selst jafn

margir nýir dísilfólksbílar í

Evrópu eins og á nýliðnu ári.

Þessi mikli áhugi almennings

á dísilfólksbílum hefur verið

á kostnað hefðbundinna

bensínknúinna bíla, en sala

á þeim hefur minnkað. Þetta

kemur fram í nýútkomnu

fréttabréfi samtaka evrópska

bílaiðnaðarins. Samhliða þeim

tölvuskjá og í hljóðkerfi bílsins. Ef

ökumaður lætur sér ekki segjast

og kerfið metur stöðuna þannig

árekstur sé óhjákvæmilegur

grípur það inn í með því að

strekkja sætisbeltin og hemla

til að forða frá frekari slysum

framförum sem orðið hafa í

smíði dísilvéla í fólksbíla hefur

hlutdeild þeirra stækkað ár

frá ári í Evrópu. Samkvæmt

fyrrnefndu fréttabréfi reyndust

tæp 44% nýskráðra bíla í fyrra

vera dísilfólksbílar en voru

40,4% árið á undan.

Markaðshlutdeild

dísilfólksbíla í Evrópu hefur

tvöfaldast á undangengnum 12

árum. Sala á dísilfólksbílum jókst

á síðasta ári um 7% en þá seldust

alls 6,2 milljón dísilfólksbílar í

álfunni. Sala bensínknúinna bíla

dróst að sama skapi saman um

7%. Í fréttabréfinu spáir Peter

Schmidt, framkvæmdastjóri

samtaka evrópska bílaiðnaðarins,

að þessi þróun haldi áfram

með vaxandi þunga og þess sé

skammt að bíða að dísilbílar

nái helmingshlutdeild á við

bensínbíla.

og meiðslum sem ella yrðu ef

ökumaður aðhefst ekkert. Þetta

nýja kerfi er þegar komið sem

aukabúnaður í nýjum fólksbíl,

Honda Inspire. Honda Inspire er

í sama stærðarflokki og Toyota

Camry og Hyundai Sonata.

Dísilfólksbílarnir slá

í gegn í Evrópu

Þungaskattskerfið útilokar þá hér

Tækni- og reynsluakstursmenn Honda reyna nýju árekstursvörnina á akstursbraut

Honda í Japan.

Haldið dauðahaldi

Á Íslandi halda menn ennþá

dauðahaldi í löngu

úrelt þungaskattskerfi og

olíugjaldsfrumvarp fjármálaráðherra

er fast í þinginu

vegna andstöðu þingmanna

sem trúa því að olíugjald muni

hækka búsetukostnað fólks

utan höfuðborgarsvæðisins,

m.a. vegna þess að dýrara

verði að aka fjallvegi og í

torfærum og ófærð, heldur en

um greiðfærar götur og vegi

höfuðborgarsvæðisins.

Andstæðingar olíugjaldfyrirk

omulagsins kjósa að líta algerlega

framhjá því að þungaskattskerfið

er beinlínis mismununarvaki

milli samfélagshópa, atvinnugreina

og bílagerða og skýr

mótsögn markmiða um að

draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.


Ford Transit Connect – nýr sendibíll - nýr stærðarflokkur.

Nýr sendibíll:

Ford Transit Connect

Nýr sendibíll; Fort Transit

Connect fæst nú hjá Brimborg,

umboðsaðila Ford á Íslandi.

Transit Connect er viðbót við

hina vinsælu Transit sendibíla.

Hann er minni og ódýrari og af

stærðarflokknum 3,5m3 til 4,5m3

sem ekki hefur verið á boðstólum

hér á landi undanfarið.

Transit Connect er sá minnsti

í Transit línunni. Rúmmál

Svo virðist sem Opel ætli

að keppa á markaði örbíla

sem Mercedes hefur til þessa

setið einn að með Smart

borgarskjöktarann. Opel hefur

kynnt hugmyndabíl sem sýndur

verður á Genfarbílasýningunni

í marsmánuði nk. svipaðan bíl

og Smart; þriggja metra langan

borgarsnattara – Opel Trixx. Hjá

Opel segjast menn geta hafið

framleiðslu þessa bíls innan

þriggja ára.

Smart örbíllinn hefur selst

ágætlega og vaxandi undanfarin

ár eftir heldur brösuglega byrjun.

flutningsrýmis hans er 3,7m3

og 4,4m3 ef farþegasæti er fellt

niður og burðargetan er allt að

900 kg.

Við hönnun þessa bíls

var leitast við að hafa hann

sem þægilegastan í umgengni.

Í honum er ríkulegur

staðalbúnaður, svo sem

fjölstillanlegt ökumannssæti,

spólvörn, ABS hemlakerfi með

Smart bílnum var svo sem ekki

spáð langlífi í upphafi. Þær spár

gengu ekki eftir. Eftirspurnin

reyndist meiri en gert var ráð

fyrir upphaflega og hún fer

vaxandi, ekki síst meðal fólks

sem býr í þéttbýlum evrópskum

borgum þar sem götur eru

þröngar, - fólks sem ferðast að

mestu eitt í bílnum eða með

aðeins einn farþega. Smart

bíllinn selst því ágætlega þótt

hann sé í rauninni fokdýr. Það

er einmitt í verðinu sem Opel

hyggst sækja að Smartinum og

bjóða Trixx á mun lægra verði.

Hvað stærð varðar eru þessir

tveir örbílar ámóta. Lengdin á

þessari frumgerð Trixx bílsins,

sem enn er á hugmyndarstigi,

er 3,04 m og breiddin er 1,66

m. Rými er í honum fyrir þrjá

fullorðna og eitt barn að auki og

farangursrýmið er sagt stærra

en hjá Smart. Innréttingin er

þannig að henni má breyta

EBD hemlajöfnun, aðdráttar-

og veltistýri, klæðning í gólfi

hleðslurýmis, tvískiptar

afturhurðir, 2 öryggispúðar, stór

hliðarhurð, o.m.fl.

Þrennskonar vélar verða í boði

í Transit Connect; 1,8 l, 115 ha.

bensínvél með 160 Nm togi, 1,8 l

75 ha. dísilvél með 175 Nm togi

og loks 1,8 l 90 ha. túrbínudísilvél

með 220 Nm togi.

Smart örbíllinn fær

brátt keppinaut

Kubbslegur en ekki ófríður.

Opel Trixx er ótrúlega líkur Smart

talsvert og annan farþegastólinn

má auðveldlega fella niður

í gólfið. Með því móti getur

farangursrýmið orðið mest 890

lítra.

Vélin í Trixx verður að

öllum líkindum 1,3 l dísilvél,

70 hestafla. Þá verður Trixx

trúlega fáanlegur í mismunandi

lengdum og útfærslum, allt

frá hinum stutta borgarbíl í

anda Smart, sem myndin er af,

sem lítill fjölnotabíll sem leysir

Opel Agila af hólmi og loks sem

sportbíll, svipaður hinum nýja

Smart Roadster.

Olíufélögin

kærð

9

Samkeppnisstofnun hefur

nú til meðferðar kæru frá

Atlantsolíu vegna þess

framferðis hinna þriggja

markaðsráðandi olíufélaga að

bjóða lægra verð á eldsneyti

en Atlantsolía, en einungis á

þeim stöðvum sem næstar

eru útsölustöðum Atlantsolíu.

Í kærunni benda

stjórnendur Atlantsolíu á

samkeppnislögum sé m.a.

ætlað er að auðvelda og

tryggja aðgengi nýrra aðila að

markaði og stemma stigu við

því að markaðsráðandi aðilar

drepi af sér samkeppnina með

því að verðleggja vöru sína

eða þjónustu á lægra verði en

það sem nýr samkeppnisaðili

sem er að reyna að hasla sér

völl getur boðið.

Svörum samkeppni

Í fréttaviðtali á Stöð 2

mánudag 19. janúar, sér

Hjörleifur Jakobsson for stjóri

Olíufélagsins ekkert athugavert

við svæðisbundnar lækkanir

af þeim toga sem kæran snýst

um og neitar því jafnframt að

Olíufélagið sé markaðsráðandi

aðili. Orðrétt sagði forstjórinn

þetta: „...við erum nú búnir

að vera í þessari samkeppni

í ansi langan tíma og það

er nú bara mjög algengt að

við svörum samkeppni á

einstaka markaðssvæðum.

Þannig hefur til dæmis oft

verið langlægsta verðið

á landinu á Akureyri eða

á Akranesi eða í Keflavík

eða á ákveðnum stöðum á

höfuðborgarsvæðinu. Þannig

að það er ekkert óeðlilegt að

menn svari samkeppni þar

sem hún er hverju sinni.“

Misskilningur

Spurningu fréttamanns

um markaðsráðandi stöðu

Olíufélagsins svaraði

Hjörleifur því til að

Olíufélagið væri það hreint

ekki. Það væri á misskilningi

byggt. Þessa skoðun sína

styður hann eftirfarandi

rökum: „. Olíufélagið

er sennilega minnsta

félagið í sölu á eldsneyti á

höfuðborgarsvæðinu og alls

ekki með markaðsráðandi

stöðu. Og ég held að við

hljótum að hafa rétt til þess að

svara þeirri samkeppni sem

kemur upp hverju sinni, hvort

sem það er frá Atlantsolíu eða

einhverjum öðrum.“


10

Sundriðið á VW

Bjöllu yfir fallvötn

Finnbogi Eyjólfsson rifjar upp atvik frá löngum ferli með bílum og

bílamönnum

Myndir: Gunnar G. Vigfússon,

Sigurður Bogi Sævarsson og

Þorvaldur Örn Kristmundsson o.fl.

Finnboga Eyjólfsson þekkja mjög margir, ekki síst í tengslum við bíla – Heklubíla ekki síst. Finnbogi

hefur allan sinn starfsaldur tengst bílum á margvíslegan hátt. Hann er eiginlega fæddur með bensín í

blóðinu, sonur mikils bílamanns og bílstjóra. Þegar hann óx úr grasi lærði hann bifvélavirkjun og varð

kornungur einn helsti bíltæknilegur samstarfsmaður athafnamannsins Sigfúsar Bjarnasonar í Heklu þegar

hann hóf að flytja inn bíla, fyrst Land Rover og síðar Volkswagen. Hann varð snemma þjónustustjóri,

verkstæðisformaður, upplýsinga- og fræðslufulltrúi og tækniráðgjafi hjá Heklu. FÍB blaðið settist niður með

Finnboga til að stikla á nokkrum steinum á starfs- og æviferli hans. Og ýmislegt kemur upp í hugann og

hugrenningartengslin eru margvísleg.


„Enn þann dag í dag þegar ég handfjatla

ákveðna bók, gamla viðgerðahandbók frá

Rover í skinnkápu, finn ég fyrir vitum mér

lyktina af leðursætunum í Bjúikknum sem

pabbi átti. Þarna kemur í ljós hve ilmur virkar

sterkt á minni manns,“ segir Finnbogi..

Við spurðum Finnboga hvort

aldrei hefði komið annað til greina

en að starfa í tengslum við bíla.

„Jú, flugið heillaði mig, en það

var dýrt. Það kostaði 30 þúsund

kall að fara til Kanada að læra

flug, sem voru miklir peningar

og þá átti ég ekki. En svo komst

ég í það að hafa góð uppgrip

með því að spila fyrir dansi á

harmoniku svo ég ákvað að læra

bifvélavirkjun og framfæra mig

með spilamennsku á meðan ég

var að læra, enda hafði maður

meir upp úr því að spila á einu

balli um helgi, en maður hafði

í kaup á verkstæðinu fyrir alla

vikuna. Ég hef aldrei séð eftir

þessari ákvörðun. Ég hef verið

lánsamur að eiga samskipti við

mikilhæfa og góða menn og hef

fengið að taka þátt í mikilli og

merkilegri sögu og það hefur

verið mjög skemmtilegt. Ég var

heppinn að lenda hjá góðum

meistara sem kenndi mér fagið,

Árna Jóhannssyni - blessuð sé

minning hans. Þegar ég lærði

var meistarakerfið enn við lýði

og færni manna réðst mest af því

hjá hvaða meistara þeir lentu.

Góðir meistarar höfðu faglegan

metnað. Þeir sáu til þess að nemar

þeirra fengjust við fjölbreytt

verkefni á námstímanum og að

þeir öðluðust þekkingu og færni

og vandvirkni. Árni var góður

meistari. Verkstæðið hans var

hér þar sem Hekluhúsin eru nú,

í byggingu sem vörubílastöðin

Þróttur reisti. Sigfús Bjarnason

í Heklu eignaðist það síðar og

rak þar bílaverkstæði Heklu og

varahlutaverslun.“

Einstakur maður

Finnbogi kynntist Sigfúsi

Bjarnasyni í Heklu árið 1946,

um það leyti sem hann er að

læra bifvélavirkjun og Sigfús er

að eignast Þróttarhúsið þar sem

verkstæði Árna Jóhannssonar var

til húsa. Finnbogi telur það vera

lífslán að hafa fengið að kynnast

og eiga samskipti við Sigfús.

Innsæi hans, samskiptahæfni og

hæfni til að draga fram það besta

í starfsfólkinu hafi verið einstakt.

Um það leyti sem þeir Sigfús

kynnast var Sigfús að leggja

drög að innflutningi á Land

Rover jeppunum góðkunnu.

Umboðið fær hann svo árið

1951, en þá er Finnbogi kominn

með sveinsprófið upp á vasann

og orðinn starfsmaður Sigfúsar

í Heklu.

Það var sagt um Sigurð

Norðdal, sem var afburða

skemmtilegur maður, að hann

hefði einhverju sinni verið

að velta fyrir sér eiginleikum

afburðamanna og talið að það

sem réði mestu þar um væri

í hvaða hlutföllum hinir þrír

mannlegu megineiginleikar

blönduðust í einstaklingnum

– kjarkur, manngæska og

mannvit. Ef kjarkurinn verður

númer eitt er ekki á góðu von:

Þá er hætta á að maðurinn fari

offari og ani út á hvert foraðið

af öðru. Ef manngæskan er

númer eitt þá gerist svo sem

ekki neitt, allavega ekkert sem

kemur öðrum illa. Ef mannvitið

er númer eitt, þá gerist heldur

ekki neitt því að kjarkinn vantar.

Ég hef oft hugsað um þetta

þegar ég minnist Sigfúsar því

að einhvernveginn hefur þetta

blandast í réttum hlutföllum í

honum.

Innflutningshöft – Land

Rover

Á þessum tíma giltu ströng

innflutningshöft og þurfti að

sækja um sérstakt innflutnings-

og gjaldeyrisleyfi fyrir nýjum

bílum og var þeim úthlutað til

þeirra umsækjenda sem sérstakri

gjaldeyrisnefnd þótti vera þess

verðugir að mega kaupa nýjan

bíl. Þegar leyfum fyrir nýjum

jeppum hafði verið úthlutað árið

1951 reið á fyrir umboðsaðila

bíla að ná sambandi við

leyfishafa til að kynna þeim

farartæki sín. Hekla sem var með

nýjan og óþekktan jeppa í boði

fór þá í harða samkeppni við

Egil Vilhjálmsson umboðsaðila

Willys og náði þeim einstaka

árangri að stærri helmingur

leyfishafa festi sér Land Rover en

hinn góðkunna Willys. Meðan á

þessu söluátaki stóð sendi Sigfús

Finnboga, þá 25 ára gamlan, út til

Solihull í Birmingham í Norður-

Englandi í kynnis- og námsferð

til Land Rover verksmiðjunnar.

Þetta var fyrsta utanlandsferð

Finnboga, en hann hefur farið

ótalmargar slíkar ferðir bæði

til Land Rover, Volkswagen í

Þýskalandi og Mitsubishi í Japan

og aflað sér þekkingar sem hann

hefur síðan skilað til eigenda

og þjónustuaðila þessara

bílategunda.

Bjallan fór allt

Sigfús hafði Finnboga með

í ráðum þegar hann var að

ráðgera að taka að sér umboð

fyrir Volkswagen árið 1952.

Innflutningur á Volkswagen

Finnbogi á „sundreið“ yfir Krossá á leið í Þórsmörk á sjöunda áratugi 20. aldar

Finnbogi Eyjólfsson lagði grunn að útbreiðslu og veldi gömlu VW Bjöllunnar á

Íslandi ásamt frumherjanum Sigfúsi Bjarnasyni í Heklu. Finnbogi starfar enn hjá

Heklu og hér stendur hann við hlið nýrrar gerðar Bjöllunnar.

11

bjöllunni hófst svo fyrir alvöru

árið 1953 og stóð til 1978 þegar

framleiðslu hennar var hætt í

Þýskalandi. Óhætt er að segja

að Bjallan sé vinsælasti fólksbíll

á Íslandi nokkru sinni, enda

hentaði þessi trausti og gangvissi

bíll ágætlega þeim aðstæðum

sem hér voru. á þeim tíma.

Finnbogi átti sinn þátt í

vinsældum bílsins með því að

aka Volkswagen um torleiðir

sem taldar voru ófærar öðrum

en traustustu fjallabílum. Þannig

ók hann Bjöllu frá Reykjavík

til Hornafjarðar um páska árið

1962, 12 árum áður en vötnin

miklu úr Mýrdals-, Eyjafjalla-,

og Vatnajökli voru brúuð og

vegur lagður um sandana. Hann

ók einnig bjöllu inn í Þórsmörk

og fór yfir Krossá, hann ók

ennfremur Sprengisandsleið sem

ekki var talin fær öðru en jeppum

og fjallabílum, en auk þess lokuð

þeim vegna aurbleytu. Allt þetta

komst Bjallan.

En hvernig komst bíllinn

yfir öll þessi miklu fallvötn? Jú,

Finnbogi segir okkur að hann

hafi einhversstaðar lesið um

mann einhversstaðar í Evrópu

sem ætlaði að fyrirkoma sér

með því að aka fram af bryggju

og út í vatn. Það mistókst vegna

þess að bíllinn sökk ekki, heldur

flaut lengi vel svo ráðrúm var

til að bjarga manninum í land.

„Ég þétti kveikjuna, gekk frá

loftinntakinu þannig að ekki

væri hætta á að vélin stöðvaðist,

bar silikon á hurðalistana og

útbjó nokkurskonar skófluhjól á

afturhjólin. Ég prófaði mig áfram

á Rauðavatni og bíllinn flaut,

framhjólin virkuðu eins og stýri

í vatninu og skófluhjólin drifu

hann áfram og mér var ekkert

að vanbúnaði. Þegar ég kom að

Krossá var áin í miklum vexti

og á bakkanum voru miklir

fjallabílstjórar með trukka sína og


12

biðu þess að það sjatnaði í ánni.

Én ég bara demdi mér útí og

sigldi yfir ána. Einhverjir strákar

voru þarna líka á mikilli drossíu

og héldu nú að þeir kæmust líka

eins og Bjallan, en auðvitað fór

það á annan veg. Drossían sökk

auðvitað á kaf og það var með

herkjum að stákarnir björguðust

upp á bakkann aftur. Á eftir kom

lögreglumaður til mín og bað

mig í Guðs bænum að hætta nú

þessu svo fleiri færu ekki að ana

út í ána á eftir mér.“

Menntun og málfar

Finnbogi hefur látið sig

mjög varða menntunarmál

bifvélavirkja og vegsemd bílgreinarinnar

í heild. Hann er

mikill tungumálamaður og

eins og margir slíkir ber hann

íslenska tungu fyrir brjósti og

hefur haft frumkvæði að því

að íslenska fjölda erlendra orða

og hugtaka sem tengjast bílum

og gefa út sérstakt bílorðasafn.

Meðal nýyrða sem sprottið hafa

fullsköpuð úr huga Finnboga er

t.d. samlæsing (Central lock) og

samrásarinnsprautun (Common

rail). Hann var nýlega sæmdur

riddarakrossi hinnar íslensku

Fálkaorðu og verðskuldar þann

heiður vissulega eftir farsælan

feril sem er hvergi lokið því

enn er Finnbogi í fullu starfi hjá

Heklu. Hann lætur lítið yfir því

en segist líta svo á að hafa tekið

við þessari viðurkenningu fyrir

hönd bílgreinarinnar í heild.

„Ég var oft með pabba á

áætlunarferðum hans austur í

sveitir sem ungur drengur, en

eftir að hann hætti akstri þangað

naut ég þess að fá að vera í sveit

hjá fólkinu á landnámsjörðinni

Snjallsteinshöfða í Landsveit.

Það var fólk sem vandaði

málfar sitt mjög og mótaði alla

hugsun sína á íslenska tungu.

Þarna ríkti menning, gömul

bændamenning. Þarna var

líka sungið og á sunnudögum

kom fólkið saman og söng

ættjarðarlög. Í áætlunarbílnum

hjá pabba var líka mikið sungið

og bíllinn var varla fyrr lagður

af stað en farþegar hófu upp

raustir sínar og sungu meðan

á ferð stóð ekki síst vermenn

á leið til Reykjavíkur sem svo

dreifðust þaðan .

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sæmir Finnboga riddarakrossi hinna

íslensku Fálkaorðu á gamlársdag sl.

Finnbogi heiðraði nýlega Stefán Þormar veitingamann í Litlu kaffistofunni í

Svínahrauni og færði honum innrammaðar hendingar úr Hávamálum. Finnbogi

sagði við FÍB blaðið að þær ættu vel við starfsemi Stefáns í Litlu kaffistofunni.

Mér fannst því fljótt sjálfsagt

að móta orð yfir það sem

tengdist bílum í stað þess að taka

beint upp erlend heiti eins og

blöndungur fyrir karbúrator og

kveikja fyrir ignisjón og annað í

þeim dúr.

Löggilt iðngrein 1935

Bifvélavirkjun verður ekki

löggilt iðngrein fyrr en árið

1935. Fram til þess voru það

einkum sjálfmenntaðir menn

sem önnuðust bílaviðgerðir

og oft við fátæklegar aðstæður

í skúrum hér og þar, en það

breyttist til hins betra smá

saman. Breytingin kemur með

mönnum sem bæði höfðu

faglegan metnað og sem áttu

þess kost að fara utan og afla

sér fræðslu.

Nikulás Steingrímsson hét sá

sem stofnaði fyrsta bíla verkstæðið

og var oft kallaður Bíla-Lási.

Hann var einmitt sjálfmenntaður,

enda hvergi hægt að læra, það

var enginn til að kenna mönnum.

En þetta kom smám saman og

ég minnist manns sem vann

með mér um tíma; Tryggva

Ásgrímssonar, sem hafði fyrir því

að fara til Kaupmannahafnar árið

1920 að afla sér fræðslu. Þá voru

liðin 16 ár frá komu fyrsta bílsins

til Íslands.

En það hefur verið gríðarleg

þróun í smíði bíla og viðgerða

og viðhalds á þeim síðan ég

byrjaði í þessu. Það skondna er

að í grunninn er bíllinn svipaður

og í upphafi – enn eru fjögur hjól

undir honum og vélin er enn sem

fyrr brunahreyfillinn. En það

hefur orðið gríðarleg breyting

á allri stjórnun vélarinnar

og aflflutningi frá henni til

hjólanna. Þar hefur tölvutæknin

komið til skjalanna og aukið

orkunýtinguna og stuðlað að

áður óþekktum þægindum og

rekstraröryggi bílsins. Sem dæmi

getum við nefnt blöndunginn

sem þjónaði bílnum vel í 100

ár og var í stöðugri þróun.

Nú hefur rafeindastýrð eldsneytisinnsprautun

leyst hann

af hólmi.

Óx upp á bílaöld

„Ég er af þeirri kynslóð sem

eiginlega fæðist inn í bílaöldina.

Ég man ekki eftir mér öðruvísi

en það væri bíll nálægur. Bíllinn

flutti með sér ákveðið frelsi og

hann flutti með sér menningu

milli landshluta, milli sveita

og þéttbýlis og utan úr heimi.

Og svo flutti hann svo sem

ómenninguna líka ef út í það

er farið.

Pabbi hét Eyjólfur Finnbogason.

Hann var lærður tré smiður

og einn stofnenda Bifreiðastöðvar

Reykjavíkur eða BSR.

Þar sem hann var sjálfbær í

bílaviðgerðum féll það í hans

hlut að hefja akstur austur í

sveitir Suðurlands þegar stöðin

hóf akstur þangað samkvæmt

áætlun. Áætlun er einmitt eitt af

þessum gegnsæju orðum sem

orðið hafa til í sambandi við

bíla. Það kemur í stað danska

orðsins rúta sem á við um bæði

bílinn og leiðina sem hann ekur.

Við notum hins vegar orðið

áætlunarbíll yfir ökutækið sem

ekur á áætlunarleiðinni.“

Finnbogi minnist margra ferða

í bílnum með föður sínum sem

ungur drengur og viðkomustaða

áætlunarbílsins, t.d. þar sem nú

er þorpið Hvolsvöllur. Þar var

sýslumannssetrið Efri-Hvoll

og sýslumaðurinn Björgvin

Vigfússon, og læknissetrið

Stórólfshvoll þar sem sat

læknirinn Helgi Jónasson.

En endastöðin var hinsvegar

annarsvegar í Eystri-Garðsauka

á bakka Þverár sem þá var

óbrúuð, eða að Hlíðarenda

eða Múlakoti í Fljótshlíðinni.

Þangað komu menn í veg fyrir

áætlunarbílinn og sundriðu

stundum vatnsföllin.

„Ég er af þeirri kynslóð

sem eiginlega fæðist inn í

bílaöldina. Bíllinn flutti með

sér ákveðið frelsi og hann

flutti með sér menningu."

„Mér er minnisstætt að

þegar tók að vora streymdu

útlendingar með áætlunarbílnum

þarna austureftir. Þeim þótti

merkilegt að komast inn í

Þórsmörk og að sjá garðinn

fræga í Múlakoti. Í Múlakot

streymdu því útlendingar til

að skoða þá vin sem þessi litli

garður var. Með útlendingunum

barst nýr andblær og nýir siðir

utan úr heimi. Útlendingarnir

dvöldu eystra um lengri og

skemmri tíma og ég minnist

þess að á Efra-Hvoli voru

allmargir Þjóðverjar um tíma

og fólk talaði um að þeir væru

nú ekki endilega í skemmtiferð

allir, heldur í einhverjum

öðrum erindagjörðum, kannski

hernaðarlegum, enda var þriðja

ríkið orðið til og heimsstyrjöld

í aðsigi. Á Efra-Hvoli sá ég

mótorhjól í fyrsta skipti – með

hliðarvagni. Það var Breti sem

kom á því úr Reykjavík og

dvaldi sumarlangt eystra og

ferðaðist um héraðið.

En það frelsi sem bíllinn

færði féll ekki öllum jafn vel

í geð. Það kom auðvitað los

á vinnuaflið í sveitunum og

það voru stórbændur ekkert

of ánægðir með. Fólk átti

skyndilega auðveldara með

að komast í burtu og freista

gæfunnar annarsstaðar – kanna

hvað væri hinum megin við

Fjallið eins og Austanmenn

nefndu Hellisheiðina.“


14

Óvinir bílsins

– hugleiðing út af orðum dómsmálaráðherra 29. des. 2003

Þann 29 des. sl. fluttist yfirstjórn

umferðarmála og

þar með Umferðarstofa frá

dómsmálaráðuneytinu til samgönguráðuneytisins.

Af þessu

tilefni fór fram einskonar

kveðjuathöfn í húsakynnum

Umferðarstofu. Björn Bjarnason

dómsmálaráðherra kvaddi

þar stofnunina og starfsfólk

hennar og sagði m.a. að nú

þegar ráðuneytið afsalaði sér sér

yfirstjórn umferðarmála væri

gildi starfa þess fólks sem sinnir

stjórnsýslu, fræðslu og aðgæslu

í umferðinni meira en nokkru

sinni. Síðan sagði ráðherra;

„Jafnframt er ljóst, að þarfasti

þjónn nútímafjölskyldunnar á

sér óvildarmenn, sem vilja lítið

leggja á sig fyrir velgengni hans

og lifa í þeirri trú, að unnt sé

að venja okkur af því að nota

einkabílinn. Kannski verða

einhverjir til að minnast með

söknuði 100 ára afmælis síðasta

bíllausa dagsins á Íslandi 19. júní

2004?“

Það er ástæða til að staldra

við þessi orð dómsmálaráðherra

og fagna þeim af mörgum

ástæðum.

Það er hárrétt hjá Birni Bjarnasyni

að bíllinn á sér marga

óvini sem finna honum flest til

foráttu, svo sem eins og það

að hann mengi, fólk slasist og

farist af völdum bíla og þar

fram eftir götunum. Fólki sé því

skammar nær að ganga, hjóla

styttri vegalengdir og ferðast

með almenningsfarartækjum

lengri leiðir.

Ofur-bílaskattar

Þessi andúð á bílnum hefur

iðulega endurspeglast í gerðum

og stefnu stjórnvalda á bæði

lands- og sveitarfélagavísu. Hún

birtist í gríðarlegri og stöðugt

vaxandi skattheimtu á bíla og

eldsneyti. Stundum verður vart

þeirrar skoðunar hjá þeim sem

hatast út í bíla að FÍB sé samtök

frekjuhunda sem bara vilja

djöflast áfram í sínum bílum

hvernig sem allt veltist og sem

tíma ekki einu sinni að greiða

þann kostnað sem af notkun

bíla hlýst. Þessi skoðun virðist

furðu algeng en hún er bæði

kolröng og ósanngjörn

Málið er sannarlega ekki svona

einfalt. FÍB er ekki félagsskapur

einsýns bíladellufólks. FÍB er

ekki andsnúið því að notendur

bíla greiði þann kostnað sem

leiðir af notkun þeirra. Fjarri

því. En er það sanngjarnt að

þeir greiði margfaldan þann

kostnað? Varla.

FÍB eru hagsmunasamtök

íslenskra bílaeigenda. Hlutverk

félagsins er m.a. að gæta

hagsmuna félagsmanna sem

tengjast því að eiga og reka bíl.

Þeir hagsmunir eru margvíslegir

og tengjast til dæmis athöfnum

og stefnumörkun stjórnvalda í

samgöngumálum og skattheimtu,

viðskiptum með nýja og notaða

bíla og þjónustu við bíla.

Valkostir í samgöngum

FÍB er ekki á móti almannasamgöngum

eins og sumir

virðast halda, heldur þvert á

móti er það stefna félagsins að

fólk eigi þess kost að ferðast

á þann hátt sem það kýs og

hentar hverju sinni. Það hafi

val. Félagsfólk FÍB gerir sér

manna best grein fyrir kostum

einkabílsins og því frelsi og

möguleikum sem hann veitir

venjulegu fjölskyldufólki til þess

að sækja vinnu, afla tekna, reka

heimilið, sinna þörfum barna

sinna og njóta samvista með

fjölskyldu og vinum. Félagsfólk

FÍB gerir sér líka grein fyrir því

að í strjálbýlu stóru landi og

í víðáttumikilli strjálbýlli borg

er mjög dýrt og erfitt að halda

uppi almannasamgöngum sem

standa undir nafni. Af þessum

ástæðum er bíllinn nauðsyn

venjulegu fólki, en ekki einhver

óþarfi, lúxus. Bíllinn er ekkert

ómerkilegra heimilistæki heldur

en ryksugan eða þvottavélin

á heimilinu. Kjarni þessa máls

er einfaldlega sá að almannasamgöngur

hér, ekki síst á

höfuðborgarsvæðinu eru að

mjög litlu leyti samkeppnishæfar

við bílinn og alls ekki

sambærilegar við þau lönd

sem við berum okkur saman

við, t.d. Danmörku. Fólk hér

hefur ekki raunhæft val. Það

er tilneytt til að treysta á bílinn.

Það eru Danir ekki. Þessu

mættu stjórnmálamenn sem

gangast fyrir bíllausum dögum

gefa gaum. Ef fólk færi að

tilmælum þeirra og léti bílinn

standa á bíllausum degi, myndi

samfélagið einfaldlega stöðvast.

Er það eftirsóknarvert?

Þarfasti þjónn heimilisins

Bíllinn er ekki bara þarfasti þjónn

nútíma fjölskyldunnar eins og

dómsmálaráðherra orðaði það

heldur er hann þarfasti þjónn

alls samfélagsins. Vegna þess

hversu nauðsynlegur hann

er fólki og vegna þess hversu

illa fjölskyldufólk getur án

hans verið, er mjög auðvelt að

skattleggja notkun hans og það

er sannarlega gert svikalaust

og skattheimtan vex sífellt.

Afrakstur þessarar skattheimtu er

gríðarlegur, en hann rennur ekki

nema að litlum hluta til þess að

standa straum af kostnaði vegna

bíla og umferðar. Aðeins um

þriðjungur skattheimtunnar fer

til viðhalds og nýframkvæmda í

vegamálum. Stærri hlutinn fer í

eitthvað allt annað.

Um tíma og eilífð

Fyrir um áratug var lagður á

bíla sérstakur skattur eftir þyngd

þeirra, svonefnd bifreiðagjöld.

Þessi skattur þótti og þykir

mörgum enn ósanngjarn og

vafasamur þar sem hann tók

mið af þyngd skattandlagsins

en ekki verðmæti þess. Þekktur

lögmaður sagði þetta líkjast því að

leggja skatta á fólk eftir því hvaða

skónúmer það notaði, en ekki

eftir því hvaða tekjur það hefði.

En þessi skattur sem átti að vera

tímabundinn er enn innheimtur

þótt að samkvæmt upphaflegum

fyrirætlunum ætti hann löngu að

vera fallinn niður.

Tvírukkað endurvinnslugjald

Þvert á móti var fyrir rúmu ári

bætt í þennan skatt svonefndu

endurvinnslugjaldi og búin

var til sérstök ríkisstofnun til

að innheimta það og borga

bíleigendum út smáupphæð við

ævilok bílsins. Þessi undarlega

skattheimta rann í gegnum

alþingi þrátt fyrir að FÍB gerði

nefndarmönnum í efnahags-

og viðskiptanefnd þingsins

grein fyrir því að samkvæmt

Evrópulögum um bíla sem

hér gilda eins og annarsstaðar

á evrópska efnahagssvæðinu

um líftíma og endalok bíla, er

skilagjald innifalið í kaupverði

nýrra bíla. Þetta hlutu alþingismenn

að vita, en samt skelltu

þeir á þessu furðulega gjaldi – í

nafni umhverfis verndar.

Og sífellt er verið að herða

á skattheimtunni á bíleigendur:

Milli jóla og nýjárs hækkaði

bensíngjald og þungaskattur

umtalsvert og nú hefur

fjármálaráðuneytið sett nýjar

reglur fyrir skattheimtumenn

sína sem fela í sér gríðarlegar

skattahækkanir vegna svonefndra

bifreiðahlunninda.

Þeir leynast víða – óvildarmenn

bílsins.

Stefán Ásgrímsson


Samkeppni í tryggingum heldur iðgjöldum niðri

– viðbrögð gömlu tryggingafélaganna:

Sértækir

samkeppnisafslættir

Starfsfólk og stjórnendur

FÍB fá oft að heyra að fólk

er almennt ánægt með að

FÍB hefur undanfarin ár

látið rækilega til sín taka í

tryggingamálum ökutækja

og að ökutækjatryggingar

lækkuðu í kjölfarið. En þegar

spurt er á móti, hvar tryggir

þú? – þá er svarið oft: -Hjá

mínu gamla félagi. -Þeir bjóða

mér svo ágæt kjör núorðið,

svo ég er ekkert að færa mig.

Kannski er það vandinn hvað

Íslendingar eru þegnlegir og

með mikið langlundargeð.

Methagnaður

Gömlu tryggingafélögin

skiluðu methagnaði á síðasta

fjárhagsári. Bílatryggingarnar

sem félögin og talsmenn

þeirra héldu því lengi fram að

væru þeim stöðug og alvarleg

tapsuppspretta hafa verið

ábatasamar undanfarið, bæði

vegna mjög hárra iðgjalda og

því að að umferðartjónum

hefur fækkað undanfarna

mánuði og ár. Það hlýtur

því að vera eðlileg krafa

bifreiðaeigenda að njóta

þessara hagstæðu skilyrða í

lægri tryggingaiðgjöldum.

Tryggingaiðgjöld hafa

reyndar verið að síga niður á

við undanfarið, en ekki vegna

þess að skilyrðin eru hagstæð,

heldur beinlínis vegna þess að

FÍB-Trygging er enn og aftur

að veita gömlu félögunum

aðhald með raunverulegri

verðsamkeppni. Það er mjög

mikilvægt að gera sér grein

fyrir þessari staðreynd því að

reynslan hefur sýnt að um

leið og þessi samkeppni er

ekki til staðar rýkur verð á

ökutækjatryggingum upp.

IBEX fer - iðgjöld upp

Það gerðist síðla árs 1999

þegar ljóst var orðið að

vátryggjandi FÍB-Tryggingar,

IBEX á Lloyd´s markaðinum

ætlaði að draga sig út af

íslenskum tryggingamarkaði

vegna þess að of fáir gengu

til liðs við þá sem buðu

almenningi hagstæðari

tryggingaiðgjöld en lengi

áður höfðu þekkst á Íslandi.

Þegar FÍB trygging tók til

starfa varð gríðarlegur hvellur

á tryggingamarkaðinum og

íslensku tryggingafélögin öll

með tölu sem boðað höfðu

stórfelldar hækkanir, gátu allt

í einu lækkað iðgjöldin niður

undir það sem FÍB Trygging/

IBEX bauð. Mjög margir

gengu vissulega til liðs við FÍB

þá, en því miður voru þeir of

margir sem ákváðu að vera

um kyrrt hjá þeim sem áður

höfðu blóðmjólkað þá – af því

þeir buðu svo vel allt í einu-.

Bjuggust við fleiri

Sannleikurinn er einfaldlega

sá að hinir bresku eigendur

15

IBEX höfðu gert ráð fyrir meiri

undirtektum og raunin varð

og ákváðu því að draga sig

út af íslenska markaðinum.

Þegar það spurðist út, var

eins og við manninn mælt

– íslensku tryggingafélögin

hækkuðu iðgjöld sín um tugi

prósenta.

FÍB náði þá samningum við

annan Lloyd´s vátryggjanda,

Octavian í eitt ár, en í kjölfar

eignarhaldsbreytingar

á Octavian ákváðu nýir

eigendur að hætta allri

starfsemi utan Bretlands. Við

þau tíðindi hækkuðu íslensku

tryggingafélögin enn iðgjöld

sín. En FÍB samdi næst við

nýtt íslenskt tryggingafélag,

Íslandstryggingu um að taka

að sér FÍB-Tryggingu. FÍB

Trygging er nú vátryggð af

Íslandstryggingu og býður ekki

baraökutækjatryggingar,heldur

allar heimilis-, húseigenda-, og

persónutryggingar. Iðgjöld eru


16

þau hagstæðustu sem bjóðast.

FÍB Trygging/Íslandstrygging er

því að veita verulegt aðhald á

markaðinum og það er ástæða

til að hvetja alla landsmenn

til að ganga til liðs við okkur

og standa þannig vörð um

frjálsa verðsamkeppni og um

mikilvæga og mikla fjárhagslega

hagsmuni almennings.

Óheiðarleg samkeppni

Það er vissulega barist á

vátryggingamarkaðinum þessa

dagana og bardagaaðferðirnar

eru ekki allar jafn heiðarlegar.

Hjá þeim sem setið hafa

lengstum óáreittir að íslenskum

tryggingatökum hafa iðgjöld

vissulega verið að lækka - vegna

samkeppninnar beinlínis. En

þeir eru líka að reyna eftir megni

að drepa af sér samkeppnina

með öðrum og óheiðarlegri

brögðum – sértilboðum sem

ekki eru höfð uppi á borðum,

Á verkstæðisfundi Bílgreinasambandsins

sem haldinn

var nýlega var m.a. fjallað um

samskipti réttingaverkstæða við

tryggingafélögin í tengslum við

viðgerðir á bílum sem skemmst

hafa í umferðaróhöppum,

og um mánudagsútsölur

tryggingafélaganna á tjónabílum

til almennings.

Á fundinum kom fram sterk

gagnrýni á tryggingafélögin

fyrir það hvernig þau fara með

málefni sem tengjast tjónuðum

bílum og þann samskiptamáta

sem þau hafa tamið sér við

réttingaverkstæðin. Í framgöngu

tryggingafélaganna felist fráhvarf

frá faglegum vinnubrögðum

og eðlilegu rekstarumhverfi í

heldur ofaní skúffum. Þaðan

eru þau svo fiskuð upp þegar

viðskiptavinunum standa

til boða betri kjör hjá FÍB

tryggingu. Þessi kjör eru hins

vegar ekki í boði fyrir aðra

góða tryggingartaka. Þau eru

ekki almenn, heldur sértæk-

einskonar samkeppnisafsláttur.

Félagsmaður í FÍB sem tryggt

hefur hjá TM undanfarið fékk

á dögunum tilboð í tryggingar

sínar hjá FÍB tryggingu sem var

verulega hagstæðara en þau kjör

sem hann hafði hjá sínu gamla

félagi. Hann ákvað því að segja

upp tryggingunni þar og flytja

Réttingaverkstæðin gagnrýna vinnubrögð tryggingafélaga í sambandið við tjónaða bíla:

Fráhvarf frá faglegum

vinnubrögðum

þessari grein og farið sé á svig

við samkomulag sem gert

var milli tryggingafélaganna

og Bílgreinasambandsins um

hagnýtingu svonefnds Cabas

tjónamatskerfis. Þá semji sum

tryggingafélögin við verkstæði

um tjónaviðgerðir án þess að

þarf starfi aðilar með tilskilin

fagréttindi og þannig brotin

ákvæði iðnaðarlaga um að

einungis sveinar og meistarar

geti og hafi leyfi til faglegrar

vinnu í bílaviðgerðum.

Brotið gegn lögum

Með slíkum samningum sé

einnig brotið gegn lögum um

þjónustukaup sem kveða á um

að útseld þjónusta sem veitt er í

sig. –Bíddu aðeins við- sagði þá

tryggingasalinn hjá þessu félagi,

-Ég skal jafna þetta.

Við jöfnum þetta

Við fórum inn á heimasíðu TM,

slógum inn bílnúmeri þessa

félagsmanns, fæðingarári hans

og póstnúmeri, 75% bónusi

af ábyrgðartryggingu og 50%

bónus af kaskótryggingu og

eigin áhættu í kaskó og út kom

sú niðurstaða að ársiðgjald

ábyrgðartryggingarinnar

yrði 60.755 kr. og kaskótryggingarinnar

24.255 kr. eða

samtals 85.010.

atvinnuskyni skuli ávallt byggð á

fagþekkingu og þess gætt að hún

sé í samræmi við almennar reglur,

staðla og viðgerðarhandbækur

bílaframleiðenda og aðrar reglur

sem settar eru til að vernda

öryggi neytenda.

Tryggingafélögin þvingi

réttingarverkstæðin til samninga

um einingarverð sem leiði til

þess að réttingaverkstæðin hafi

ekki eðlilega getu til að greiða

sambærileg laun við það sem

gert er í öðrum greinum. Þetta

gæti hæglega leitt til óvandaðra

vinnubragða og að ekki sé farið

nægjanlega vel eftir fyrirmælum

í viðgerðarhandbókum og

ákvæðum laga umþjónustukaup

og öryggi neytenda sem m.a.

hafi komið fram í nýlegri

könnun FÍB á ástandi viðgerðra

tjónabíla.

Það sem þessi félagsmaður

átti hins vegar að greiða fyrir

nýbyrjað ár samkvæmt reikningi

var verulega lægra, því hann var

með sérstakan TM-öryggisafslátt

sem félagsmaður í FÍB upp á

8.258 kr. og viðbótarafslátt vegna

tjónlauss undangengins árs upp

á 5.781 kr. Reikningurinn var

því upp á 68.546 kr. Tilboð FÍB

Tryggingar var hins vegar upp á

61.992 kr.

-Ansi eru þeir lágir,

sagði tryggingasalinn hjá

tryggingafélaginu við okkar

mann, - en bíddu aðeins ég

ætla að skoða þetta betur. Síðan

hamraði hann dágóða stund

á reiknivél og sagði svo: -ég

gef þér viðbótarafslátt upp á

5.533 kr. þá er þetta komið niður

í 63.012 kr og þá tekur varla

fyrir þig að vera að færa þig.

Allt í fína, sagði félagsmaðurinn

og hélt áfram að vera hjá sínu

gamla félagi, því miður.

Ennfremur gætu verkstæði,

sem komast ekki hjá að gera

óviðunandi verðsamninga við

tryggingafélögin, leiðst út í að

ráða sér ódýrara vinnuafl en

íslenskir iðnaðarmenn eru.

Mánudagsútsölur

Á fundinum var einnig rætt

um útsölur tryggingafélaganna

á skemmdum bílum til

almennings. Í mörgum tilfellum

er lappað upp á þessa bíla af

vanefnum og vankunnáttu og

þeir svo seldir grunlausu fólki

sem situr eftir með sárt ennið.

Hroðvirknin bitnar að endingu

á þeim sem kaupa slíka bíla

illa viðgerða. En auk þessa þá

hafa þessar mánudagsútsöluir

tryggingafélanna þau áhrif að

framboð á notuðum varahlutum

á eftirmarkaði er ónógt.


Samvinna sem tekur á sig skrýtna mynd:

Hverjir mega gera við?

Svo virðist sem gömlu

tryggingafélögin hafi í

sameiningu komið sér upp

lista yfir réttingaverkstæði

sem þau telja verðug þess að

lagfæra bíla sem lent hafa í

umferðaróhöppum. Athygli

vekur að réttingaverkstæði

sem tekin hafa verið út af

Bílgreinasambandinu og

FÍB og fengið vottun um að

verkþekking, vinnubrögð og

aðstaða sé í góðu lagi eru ýmist

ekki á þessum lista eða hafa

Hafa tryggingafélögin

samráð um hverjir skuli

gera við skemmda bíla

og hverjir ekki?

verið strikuð út af honum. Eftir

því sem næst verður komist var

listinn upphaflega tekinn saman

hjá Sjóvá-Almennum en hann

virðist líka vera í notkun hjá

tjónafulltrúum VÍS og TM.

Listi yfir verðug verkstæði

FÍB blaðið hefur spurnir af

manni sem varð fyrir því

að bíll hans skemmdist í

umferðaróhappi. Tryggingafélag

tjónvaldsins tók á sig tjónið og

tjónþolinn tók að spyrjast fyrir

um gott réttingaverkstæði til að

koma bílnum í samt lag. Hann

leitaði til kunningja síns sem

er landsþekktur bílamaður með

mikla þekkingu á bílum, rekstri

þeirra og viðhaldi. Kunninginn

nefndi þá tvö verkstæði og fór

tjónþolinn þá til tjónafulltrúa

umrædds tryggingafélags og

óskaði eftir því að annað þessara

tilteknu verkstæða annaðist

viðgerðina. –Nei, það gengur

ekki, sagði tjónafulltrúinn þá.

-Þetta verkstæði vinnur ekki

fyrir okkur. Rétti hann síðan

fram lista yfir verkstæði og sagði

honum að velja eitt þeirra til

verksins.

Maðurinn fór heim með

listann og fann á honum annað

þeirra verkstæði sem fyrrnefndur

kunningi hans hafði mælt með

og pantaði tíma þar og hringdi

í tjónafulltrúan og lét hann vita.

–Nei, það gengur ekki, við erum

búnir að strika þetta verkstæði út

af listanum, sagði tjónafulltrúinn

þá, en mælti síðan með þriðja

verkstæðinu. Þangað fór svo

bíllinn loks og er viðgerð á

honum nú lokið að mestu nema

að enn vantar nýjan stuðara

sem ekki var fáanlegur.

Keyptu viðgerðan bílinn

FÍB blaðið hefur haft spurnir

af öðru svipuðu máli þar sem

annað tryggingafélag átti í hlut.

Tjónþolinn sem er lögmaður

í Reykjavík fékk listann

fyrrnefnda í hendur. Hann

Verkstæðislistinn góði sem sagt er frá í fréttinni.

valdi þá réttingaverkstæði sem

rekið er af bílasmíðameistara

sem er kunnur hagleiksmaður,

Traust

17

þekktur að vandvirkni og hefur

endurbyggt marga gamla bíla

og komið þeim í upprunalegt

horf. Lögmaðurinn kvaðst vilja

að þessi maður hefði umsjón

með viðgerðinni á bíl hans.

Tjónafulltrúinn neitaði því og

kvaðst geta vísað á tvö önnur

verkstæði jafngóð. Það sætti

lögmaðurinn sig alls ekki við,

kvaðst þekkja umræddan

bílasmíðameistara og treysta

honum fyrir verkinu. Þá benti

hann tjónafulltrúanum á að það

væri hreint ekki í verkahring

tryggingafélagsins að ákveða

hver gerði við bílinn hans.

Tjónafulltrúinn sat hins vegar

fastur við sinn keip og aftók

með öllu að viðgerðin færi fram

á verkstæði hagleiksmannsins

sem fyrr er nefndur. Lyktir

þessarar þrætu urðu loks þær

að tryggingafélagið keypti bílinn

af lögmanninum á staðnum

gegn góðri staðgreiðslu frekar

en að þetta tiltekna verkstæði

gerði við bílinn.

dráttarbeisli

Einnig allar gerðir af kerrum

ÖRYGGI, ÞJÓNUSTA

ÁRATUGA REYNSLA

Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27

Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is


18

Í Volvo S40 eru ýmsar vistarverur fyrir

smáhluti. Hér á bak við miðjustokkinn er

t.d. hægt að leggja frá sér tvær vatnsflöskur.

Einhvernveginn hafa hálfgamlir

karlar eins og sá sem þetta ritar

lengst af vanist þeirri hugsun

að hönnun og smíði bíla sé

karlmannsverk, sem og annað

sem viðkemur bílum. Konur

geti kannski lítilsháttar komið

að málunum einhversstaðar í

hönnunar- og byggingarferlinu

með því t.d. að leggja til að það

verði lítill spegill í sólskyggninu

farþegamegin fram í svo

kvenfarþegi geti athugað hvort

varaliturinn sitji ekki rétt – og

svona ýmsu smálegu. Fordómar?

Karlremba? Áreiðanlega.

Alvöru konubíll

Eftir að hafa reynsluekið alveg

nýhönnuðum Volvo S40, þeim

minnsta í Volvófjölskyldunni

þá verður það alveg kýrskýrt

að það er ekkert beint samhengi

milli vel heppnaðs bíls og þess

að karlar hafi hannað hann

(kannski með lítilsháttar aðstoð

kvenna). Þessi nýi Volvo sem er

fyrirtaks akstursbíll – sennilega

sá besti í því tilliti innan

Volvofjölskyldunnar er nefnilega

Mælaborðið er smekklegt og mælar læsilegir. Stýrið er með

hæðar- og fjarlægðarstillingu frá ökumanni. Útsýn er allgóð,

þótt gluggapósturinn til vinstri sé í þykkara lagi og dragi úr

sýn til vinstri hliðar.

afsprengi kvenna fyrst og fremst.

Það var kona sem hannaði útlit

hans og alla innréttingu. Það var

kona sem hannaði vélbúnað

hans og samsetningu og alla

samhæfingu véla, gírskiptinga

og drifs. Sú ágæta kona hefur

unnið gott verk.

Við reynsluókum þessum

nýja Volvo í ferðamannalandinu

á Suður Spáni nýlega á

hraðbrautum og á hlykkjóttum

fjallvegum þar sem hægt var

að reyna getu bílanna talsvert

rækilega. Einnig gafst tækifæri

til að hitta það teymi sem

skapað hefur þennan nýja

bíl sem er vissulega nýr og á

eiginlega fátt sameiginlegt með

fyrirennaranum annað en nafnið

Volvo S40. Það er orðið nokkuð

langt síðan FÍB blaðið hitti síðast

að máli tækni- og markaðsfólk

Volvo augliti til auglitis og það

kom skemmtilega á óvart að í

stað eldri sænskra herramanna er

nú komið ungt og hugmyndaríkt

og skemmtilegt fólk með áhuga

á bílum og mikla þekkingu á

viðfangsefnum sínum. Eiginlega

Í þessum reynsluakstri fannst einnig hversu

skrikvörnin – stöðugleikakerfið í bílnum vann nánast

óaðfinnanlega og hversu gott jafnvægi er í bílnum

milli vélar, drif-, og fjaðrabúnaðar og yfirbyggingar.

má segja án þess að taka of stórt

upp í sig að þetta hafi allt skilað

sér í bráðskemmtilegum bíl.

Skemmtilegur

Okkur gafst kostur á

reynsluaka tveimur megingerðum

S40, annars vegar

mjög sportlegri gerð hans

með fimm strokka túrbínuvél,

220 hestafla með fimm hraða

sjálfskiptingu sem hafa má í

svona handskiptiham þar sem

ökumaður velur sjálfur gírana.

Hin gerðin var með samskonar

vél en þó án túrbínunnar. Í þeirri

útfærslu er bíllinn 170 hestafla

sem auvitað er ekkert lítið í ekki

stærri og þyngri bíl.

Aksturseiginleikar beggja

gerðanna eru mjög svipaðir,

Mestu veldur að yfirbyggingin

er vel stinn og fjöðrunin svipuð

í báðum og maður hefur þá

tilfinningu að maður sé með

traust tæki í höndunum. Þegar

undirvagn í bílum er linur og

miður vel heppnaður þá finnst

það best á ósléttum vegi, ekki

síst í beygjum. Í raun var það

Vélin í reynsluakstursbílnum er fimm strokka með

túrbínu – mjög öflug. Sú vél sem hér verður boðin sem

staðalbúnaður er hins vegar fjögurra strokka.

eina sem skildi þá að var að

sá kraftmeiri var á breiðum

lágkantsdekkjum sem stóðu sig

vel á krókóttum fjallveginum

til fjallaborgarinnar Ronda.

Stórir vörubílar siluðust upp

brekkurnar móðir og másandi og

þegar loks var auður vegarkafli

framundan var um að gera að

grípa tækifærið til framúraksturs

um leið. Þá kom sér að hafa

mikið afl og aflið er ósvikið,

sérstaklega í túrbínubílnum

sem er ekki nema 6,8 skúndur í

hundraðið úr kyrrstöðu.

Gott ESP stöðugleikakerfi

Í þessum reynsluakstri fannst

einnig hversu skrikvörnin –

stöðugleikakerfið í bílnum vann

nánast óaðfinnanlega og hversu

gott jafnvægi er í bílnum milli

vélar, drif-, og fjaðrabúnaðar

og yfirbyggingar. Þetta er vel

hannaður bíll með tilliti til

aksturseiginleika. En þar sem við

hönnun bíla þarf oft að finna

einhverskonar málamiðlun milli

notagildis og aksturseiginleika

og styrks hinsvegar þá þarf

Volvo S40

Vél: 5 strokka, 2 521 cm3, 220

hö við 5.000 sn./mín.

Hámarksvinnsla (tog): 320 Nm

1.500-4.800 sn./mín.

Viðbragð: 0-100 km/klst. 6,8

sek.

Hámarkshraði: 240 km/klst.

Eyðsla: 8,7 l/100 km í

blönduðum akstri

Lengd/breidd/hæð í sm:

447/177/145.

Lengd milli hjólamiðja: 264

sm

Þyngd tilbúinn til

aksturs:1.433 kg.


Volvo S40

Einn besti akstursbíll Volvo til þessa

einhversstaðar að velja í milli.

Það hefur sumpart verið gert í

S40 á kostnað rýmis í aftursæti.

Það er fremur þröngt og dálítið

fyrirhafnarsamt að stíga inn í

og út úr því, fótarými er ekki

ríkulegt og stutt er frá höfði upp

í þak. Rými í framsætum er hins

vegar ágætt. En í innréttingunni

eru ýmis hólf og vasar fyrir

smáhluti og greinilegt að hin

ágæta hollenskættaða kona sem

hannaði bílinn hefur lagt mikla

hugsun og alúð í verk sitt. Sem

dæmi um það má nefna hólf til

að leggja frá sér vatnsflöskuna

bak við stokkinn sem geymir

stjórntakkana fyrir miðstöðina

og loftræstinguna.

Skruggu-akstursbíll

Líklega eru það aksturseiginleikarnir

sem eru aðal þessa

bíls. Hann virðist vera lítillega

undirstýrður (skrikar fyrst á

framhjólum) en við erum þó

ekki viss. ESP stöðugleikakerfið

er nefnilega mjög virkt og grípur

inn í þegar bíllinn skrensar,

en gerir það svo mjúklega að

maður er stundum ekki viss

hvort það var að verki eða

Lyfta þarf hlutum yfir þröskuld til að koma þeim í skottið.

Opnunin fylgir lögun afturljósanna og þrengist að

neðanverðu.

maður sjálfur. Ekki er hægt að

taka kerfið af í akstri, heldur

einungis að draga úr virkni þess

um helming. Bæði er bíllinn

mjög stöðugur og undirvanginn

(sem er sá sami og í Focus

C-max) er mjög vel stífur og

leggur sitt af mörkum til að

skapa trausta aksturseiginleika.

En til viðbótar því kemur

afbragðs stöðugleikakerfi sem

vinnur eins og fyrr hefur verið

lýst þannig að öllu samanlögðu

Volvo S-40 afskaplega öruggur

í akstri, sennilega er hann besti

akstursbíll Volvo hingað til

Hin rennilega niðursleikta

þaklína sneiðir af bæði höfuð-

og fótarými í aftursæti.

19

sem auðvitað eru stór orð, en

við vonum að engum svelgist

þó á þeim. Fólk getur svo sem

auðveldlega gengið úr skugga

um það hvort undirvagninn

í eigin bíl er stífur eða linur á

einfaldan og hættulausan hátt.

Þetta finnst strax í beygjum þar

sem malbikið er óslétt undir. Ef

undirvagninn er linur þá finnst

það þannig að afturendinn fer

að skrika og hoppa og kastast

til undan beygjunni. Hinn nýi

S40 virðist ekkert finna fyrir

slíku og afturendinn er eins og

límdur við götuna.

Hér sést hverni fella má niður aftursætisbakið

í tvennu lagi til að skapa rými fyrir langa hluti,

t.d. skíðin.


20

Bílabúð Benna bauð nokkrum blaðamönnum í reynsluakstur til Finnlands fyrir jól, en tilefnið var að Porsche

Cayenne er nú kominn með V6 vél og beinskiptingu sem ekki hefur verið fáanleg hingað til. Ferðinni var heitið

til heimabæjar jólasveinsins í Finnlandi, Rovaniemi og er bærinn meðal annars þekktur fyrir að hann er nánast

teiknaður upp af arkitektinum Alvar Alto, en bærinn var nánast lagður í rúst í seinna stríði. Cayenne hefur verið

mjög vel tekið á Íslandi og hafa um 20 stykki þegar verið seld hérlendis sem verður að teljast mjög gott þegar

miðað er við hina frægu höfðatölu. Ef sama hlutfall hans hefði selst í Þýskalandi væri fjöldinn á fjórða tug

þúsunda, sem er fjórföld ársframleiðsla bílsins. Með V6 vélinni og beinskiptingu verður hann einnig ódýrari og

því má ætla að hann seljist enn betur, en hann verður einnig fáanlegur með sjálfskiptingu með þessari vél.

Reynsluakstur

Porsche

Cayenne V6

Áfram jafn skemmtilegur með V6 vélinni

Aksturinn í snjónum á sérhönnuðu

aksturssvæðinu var upplifun sem ekki

gleymist í bráð. Ekki sakar að benda Porsche

eigendum sem öðrum akstursáhugamönnum

á að hægt er að fara í skipulegar ferðir á

þetta svæði fyrir tilstilli Porsche.


Eini gallinn sem hægt var að finna að innréttingu

bílsins var staðsetning fyrir stillirofa hliðarspegla, sem

á myndinni má sjá á milli stýris og mælaborðs. Þarf að

teygja sig nokkuð í hann og þó er greinarhöfundur vanur

að vilja sitja framar en margur. Annað í mælaborði er vel

staðsett þegar menn hafa vanist þeirri sérvisku Porsche

að hafa lykilinn vinstra megin.

Akstur á sérhönnuðu

æfingarsvæði

Akstursprógrammið í Finnlandi

gaf líka efni til tilhlökkunar

því að aldrei þessu vant átti

reynsluaksturinn að fara fram

í snjó og hörkuvetri. Rúsínan

í pylsuendanum var svo að

drjúgur hluti hans fór fram á

sérstöku akstursæfingarsvæði.

Svæðið kallast Arctic Driving

Center og er nákvæmlega á

heimskautsbaugnum. Þar má

finna ýmsar gerðir akstursbrauta

fyrir allar gerðir ökutækja og

nota bílaframleiðendur eins og

Porsche staðinn mikið þegar

verið er að þróa og prófa nýja

bíla þeirra. Það var því ekki

laust við að blaðamanni yrði

hugsað til þeirrar staðreyndar

að ekkert svæði þessu líkt er til á

öllu Íslandi. Í Finnlandi eru þau

hins vegar á hverju strái og það

er því líklega engin tilviljun að

þeir eiga marga góða ökumenn í

bæði ralli og Formúlu 1.

Stöðugur á svellinu

Fyrsti hluti reynsluakstursins

fór fram á vegum sem væru

fullboðlegir fyrir Þúsund vatna

rallið. Ekið var á snjó og ís eftir

þröngum malarvegum og þrátt

fyrir að undir bílunum væru

varla meira en regndekk, var

alveg ótrúlegt hvað bíllinn var

stöðugur í fljúgandi hálkunni,

jafnvel þótt kominn væri á annað

hundraðið. Þar sýndi strax PSM

skrikvörnin, sem hönnuð er af

Porsche, hvers hún er megnug.

Margir hinna blaðamannanna

voru frá suðlægari slóðum og

fóru því heldur hægt yfir svo

að Íslendingarnir brugðu á það

ráð að stoppa nokkrum sinnum

í nokkrar mínútur og ná þeim

síðan aftur. Þegar komið var

aftur á akstursæfingasvæðið var

búið að setja upp þrautir á fimm

Helsti munur á V6 og V8 vélinni liggur í upptaki þeirra,

sem er töluvert meira í V8 vélunum. Helsti kostur V6

vélarinnar er þó gott tog á víðu snúningssviði sem gerir

hann að dugmiklum jeppa.

mismunandi stöðum. Byrjað var

á torfærubraut upp og niður

brattar brekkur og fylgdi svo

erfiður slóði í gegnum skóginn

í kjölfarið þar sem klöngrast

þurfti yfir trjáboli og manngerða

skurði. Leysti bíllinn þetta allt

saman vel og örugglega og

sannaði að hann er ekki síður

torfærubíll en sportjeppi. Hefur

þar talsvert að segja fullkomin

driflína bílsins sem býður upp

á PTM gripstjórnarkerfi, TCS

spólvörn og ekki síst sítengt

fjórhjóldrifið sem hægt er að setja

í lágt drif með hlutföllin 2,7:1 og

er einnig 100% læsanlegt. Ein

brautin var hönnuð sérstaklega

til að sýna hallaviðnámsbúnað

sem í honum er, en þá halda

bremsurnar við í halla þótt

búið sé að sleppa fótstiginu.

Skemmtilegustu brautirnar

voru þó þær sem reyndu mest

á hann en það voru annars

vegar hringbraut og hins vegar

svigbraut til að sýna mun

á akstri með og án spól- og

skrikvarnar. Er skemmst að

segja að þótt PSM kerfið héldi

bílnum eins og nelgdum á

svellinu var ekki síður gaman að

slökkva á spólvörninni og leyfa

kraftinum og skemmtilegum

aksturseiginleikunum að njóta

sín.

Vélin togmikil en upptakið

minna

Með V6 vélinni kemur hann

með sex gíra beinskiptingu

eða sex þrepa sjálfskiptingu,

en bíllinn var aðeins reyndur

með beinskiptingunni. Vélin er

250 hestöfl sem er allgott en

það sem munar mest um er 310

Newtonmetra tog vélarinnar á

milli 2500 og 5500 snúninga.

Þetta víða og mikla tog hentar

honum vel sem jeppa og því

hægt að keyra hann lengi í

hverjum gír þegar því er að

skipta, enda veitir bílnum svo

sem ekki af góðu togi með sín

2160 kíló. Gott tog vélarinnar

sést þó best á því að með V6

vélinni er honum gert mögulegt

að draga allt að þrjú tonn sem

er það sama og í Cayenne S

með V8 vélinni. Helsti munur

á bílnum með V6 eða V8

vélinni er í upptaki, sem er 9,1

sekúnda í hundraðið með V6

vél og beinskiptingu á móti 6,8

sekúndum í Cayenne S með

V8 vél og beinskiptingu. Þetta

er þónokkur munur en skiptir

ekki meginmáli fyrir kaupendur

hérlendis.

Dýrari en helstu

samkeppnisaðilar

Porsche Cayenne V6 er vel

búinn bíll í grunninn þótt

auðvitað muni aðeins á búnaði

miðað við V8 bílana. Meðal

staðalbúnaðar er leðurklæðning,

rafstillt framsæti, tölvustýrð

miðstöð með loftkælingu,

sex öryggispúðar, hljómkerfi

með 12 hátölurum, regnnemi,

aðfellanlegir og upphitaðir

21

Akstur Porsche Cayenne með V6 vélinni og

beinskiptingu er fullkomnlega sambærileg

upplifun og akstur hans með V8 vélunum,

sérstaklega þegar aðstæður hérlendis eru

teknar með í reikninginn en stærri vélarnar eru

meiri hraðbrautarvélar.

hliðarspeglar, aksturstölva, sex

12 volta tengi auk hólfa og

ljósabúnaðar í innréttingu sem

allt of lang mál yrði að telja

upp hérna. PSM skrikvörnin

auk alls drifbúnaðar er einnig

staðalbúnaður en stillanleg

loftpúðafjöðrunin er hins vegar

aukabúnaður. Öll þessi herlegheit

kosta 6.500.000 kr. Þegar bíllinn

er tekinn beinskiptur en 395.000

kr. bætast við grunnverðið

með Tiptronic sjálfskiptingunni.

Svona til að hafa einhvern

samanburð kostar Toyota Land

Cruiser 90 með 250 hestafla V6

vél og sjálfskiptingu 5.580.000 kr.

Verðið á einum helsta keppinaut

Cayenne, VW Touareg er

hins vegar 5.470.000 kr. með

sjálfskiptingunni og V6 vélinni,

sem reyndar er aðeins 220 hestöfl.

Þarna munar rúmri milljón í

verði en Porsche jeppinn bætir

það upp með búnaði, afli og ekki

síst aksturseiginleikum sem gert

hafa hann að skemmtilegasta

sportjeppa sem smíðaður hefur

verið.

Njáll Gunnlaugsson

Þessi manngerði skurður reyndist honum ekki mikil fyrirstaða eftir að búið var

að setja í lága drifið og læsa því í bak og fyrir. PTM gripstjórnarkerfið frá Porsche

sá um að deila átakinu á þau hjól sem höfðu grip hverju sinni og því ekki lengur

nauðsynlegt að þau snertu öll jörðina.


22

Nýi VW Golfinn:

VW Golf V hittir í mark

Það leynir sér ekkert að hér er VW Golf kominn. Hönnuðirnir eru fastheldnir á útlitshefðina, en umtalsverðar breytingar hafa

verið gerðar á innviðunum.

Golf er sá Fólksvagn sem tók

við af Bjöllunni fornfrægu

snemma á áttunda áratugi

síðustu aldar. Síðan hefur margt

gerst, Golfinn verið í stöðugri

þróun og sérstakur flokkur bíla

varð allt einu til og var nefndur

eftir þessum bíl og kallast Golfflokkurinn.

Það er því mikils um

vert fyrir frumherjana að halda

forystu sinni og óhætt er að segja

að þessi fimmta kynslóð VW

Golf tryggi Volkswagenliðinu

hana áfram.

VW Golf fæst í fjölmörgum

útfærslum og með þremur

megingerðum véla, en fleiri

vélargerðir verða fáanlegar á

næstunni.

Sú minnsta er 1,4 lítra, sú

næsta 1,6 lítra og ganga báðar

fyrir bensíni. Loks eru tvær

túrbínudísilvélar í boði, 1,9

og 2ja lítra. Við kynntumst

aðallega 1,6 l bensínvélinni

sem er nýhönnuð, og svo 2ja

lítra túrbínudísilvélinni. Einnig

gafst kostur á að taka aðeins í

fjölnotabílinn VW Touran með

1,9 dísilvélinni.

Bensínvélin var þokkaleg

í þétt býlinu en skorti

verulega afl og vinnslu á við

dísilvélina á vegum úti, ekki

síst á hraðbrautum. Þar hafði

dísilvélin afgerandi yfirburði.

Viðbragð dísilvélarinnar á fyrstu

metrunum er gott miðað við

dísilvélar almennt, en yfirburðir

hennar koma í ljós úti á vegum,

ekki síst við framúrakstur sem er

allur mjög auðveldur og öruggur.

Með þessari vél vinnur sex gíra

gírkassinn vel og í venjulegum

akstri gengur allt áreynslulaust,

þægilega og hljóðlega fyrir sig.

En... það er nú einu sinni

þannig að við á Íslandi búum við

fáránlega þungaskattsforneskju

sem nánast útilokar þessa

skemmtilegu bílvél og aðrar

henni líkar, nema þá að meðal

ársakstur sé í vel yfir 20 þús. km.

Þessi vél er því ekki valkostur

fyrir venjulegt fjölskyldufólk

sem ekur þetta 10-20 þ. km á

ári. Því miður.

Þetta er sannarlega ekki

ásættanlegt, þótt ekki sé nema

af þeirri ástæðu einni að

meðaleyðslan er ekki nema 5,4

l á hundraðið og því er það

mjög á skjön við markmið

Kyotobókunarinnar um að draga

úr útblæstri gróðurhúsalofts og

Ísland hefur staðfest að halda

dísilfólksbílum frá almenningi.

Þrjár meginlínur

Nýja Golfinn er hægt að fá

nánast klæðskerasaumaðan,

en þrjár meginútfærslur eru

boðnar. Sú látlausasta nefnist

Trendline, sú í miðið kallast

Comfortline og loks kemur svo

Sportline. Það sem sameiginlegt

er í öllum línunum eru m.a. sex

Afturhlutinn hefur breyst hvað mest frá fyrri gerð Golfsins og er reyndar dálítið eins

og smækkuð mynd af afturhluta Touareg jeppans.

VW Golf V

2,0 TDi-Turbodiesel

Rúmtak vélar: 1968 cm2

Afl: (kW/hö)

103/140 við 4000 sn./mín.

Mesta togafl: 320 Nm við1750

sn/min

Handskipting: 6 gírar

Viðbragð (0–100 km/klst.):

9,3 sek

Hámarkshraði: 203 km/klst

Lengd/Breidd/Hæð:

4204/1759/1485 mm

Hjólahaf: 2578 mm

Farangursrými: 350–1305 l

Þyngd tilbúinn til aksturs:

1281 kg

Meðaleyðsla bl. akstur (EUstaðall):

5,4 l af dísilolíu

VW Golf V

1,6 FSI bensínvél

Rúmtak vélar: 598 cm©¯

Afl (kW/hö): 85/115 við 6000

sn./mín.

Mesta togafl: 155 Nm við 4000

sn/min

Handskipting: 6 gírar

Viðbragð (0–100 km/klst.):

9,3 sek

Hámarkshraði: 203 km/klst

Lengd/Breidd/Hæð:

4204/1759/1485 mm

Hjólahaf: 2578 mm

Farangursrými: 350–1305 l

Þyngd tilbúinn til aksturs:

1184 kg

Meðaleyðsla bl. akstur (EUstaðall):

6,8 l af 95 okt. bensíni


Fimmta kynslóð Volkswagen Golf er komin til Íslands. Þessi góðkunningi er orðinn

lítilsháttar stærri, með meiri öryggisbúnaði en áður og svo síðast en ekki síst nýjum

undirvagni sem er stinnari en sá eldri var. Þetta finnst í akstri þannig að bíllinn er stöðugri

en áður og aksturseiginleikar hans betri.

Golf 1,6 FSI. Útlitsbreytingar hafa verið gerðar frá fyrri gerð Golf. Þær eru þess eðlis að maður tekur varla eftir þeim. Bíllinn á myndinni er með hinni nýju 1,6 l Fsi vél. Þótt

ágæt sé, stenst hún nýju 2ja lítra dísilvélinni ekki snúning.

loftpúðar, fimm hnakkapúðar

sem ganga fram og „grípa“

höfuð farþega ef högg kemur á

bílinn, læsivarðir hemlar og ESP

stöðugleikabúnaður, rafstýrðir

og –hitaðir speglar, fjarstýrðar

samlæsingar, rafdrifnar

rúðuvindur í framhurðum og

rafknúið hraðatengt aflstýri.

Í Comfortline bætast svo við

þetta hlutir eins og íburðarmeiri

innrétting og sætaáklæði, 15

tommu álfelgur, regn- og

birtuskynjarar fyrir þurrkur og

ljós ofl. Í Sportline eru svo enn

viðbótaratriði eins og stinnari

fjöðrun, 16 tommu álfelgur með

viðeigandi dekkjum, sportsæti

og –stýri ofl.

Ytra byrðið af

Í öllum línunum eða gerðunum

er svo sú athyglisverða nýjung

að hurðirnar eru byggðar

þannig að auðvelt er að

fjarlægja ytra byrði þeirra. Bæði

auðveldar þetta mjög aðgengi að

innviðum hurðarinnar, eins og

rúðuvindum og hátölurum og

slíku, en einnig alla réttingavinnu

og sprautun, verði hurð fyrir

ákomu.

Betri akstursbíll

Aksturseiginleikar eldri

gerðarinnar, Golf IV voru ekkert

til að kvarta undan – fremur

hlutlausir en öruggir við flestar

kringumstæður. En bæði

vegna þess að sá nýi, Golf V,

hefur mun stinnari undirvagn

og yfirbyggingu og nýja

fjölliðafjöðrun á afturhjólum og

endurbættan stýrisbúnað – m.a.

rafknúið hraðatengt aflstýri,

þá er hann talsvert traustari,

ekki síst á hraða, (án þess að

sérstaklega sé verið að mæla

með hraðakstri), og eilítið

undirstýrður. Hann er traustur

í akstri, stöðugleikakerfið grípur

inn í ef bíllinn skrikar. Segja

má að hann sé bara nokkuð

sportbílslegur og svarar afar vel

því sem á hann er lagt í akstri.

Golfinn er hljóðlátur og

vegdynur lítill. Í lausagangi heyrist

og finnst fyrir dísilvélinni, en á

þjóðveginum er munurinn milli

hennar og 1,6 bensínvélarinnar

ekki merkjanlegur hvað hávaða

varðar. En eins og áður er sagt

er hún miklu vinnslubetri. Það er

varla hægt að líkja þeim saman

að því leyti.

Öruggur

Hvað varðar öryggi fólksins

í bílnum þá er Golf með

öruggustu bílum. Golf IV fékk

fjórar stjörnur í árekstursprófi

EURO NCAP. Niðurstöður

fyrir Golf V hafa ekki verið

birtar ennþá, en í samtali FÍB

blaðsins við framleiðslustjóra

Golf í Wolfsburg, Dr. Sshettler-

Köhler kom fram að vonir væru

bundnar við að nýi bíllinn kæmi

betur út hjá EURO NCAP en sá

eldri.

Þó að Golfinn sé nú

umtalsvert breyttur og endurbættur,

þá sjást þessar

breytingar ekki mikið. FÍB blaðið

spurði Dr. Sshettler-Köhler um

ástæður þess. Hann sagði að

viss íhaldssemi í þessum efnum

væri skynsamleg, ekki síst í því

ljósi að upphaflega hönnunin

var vel heppnuð og hitti í mark

hjá almenningi. Bíllinn væri

þar að auki vel þekktur og nýir

kaupendur gengju að því vísu

að fá bíl sem á sinn hátt væri

klassískur með mikið notagildi.

Byltingar og stökkbreytingar í

útliti á sömu bílgerðinni væru

fremur til þess fallnar að rugla

fólk í ríminu og væru á sinn

hátt merki um óvissu hjá

framleiðendum.

Í heildina er Golf traustlegur

og vandaður fjölskyldubíll

sem enginn er svikinn af.

1,6 l bensínvélin er fyllilega

nægjanlega öflug fyrir alla

venjulega keyrslu, en það er á

hreinu að nýju dísilvélarnar,

sérstaklega þó 2ja lítra Tdi

vélin er miklu skemmtilegri og

gefur bílnum mjög sérstakan

og sportlegan eiginleika og er

virkilega skemmtilegur í akstri.

En því miður, ríkisvaldið vill

greinilega ekki að venjulegt

fólk aki á bílum sem eyða

minna eldsneyti og hafa að

23

auki aðra eftirsóknarverða

eiginleika. Við það situr þar til

þungaskattsfáránleikinn verður

aflagður, hvenær sem það nú

verður.

Bestur í Golf-flokknum

En eldri gerðin af Golf var af

evrópskum bílablaðamönnum

talinn besti bíllinn í sínum

flokki – Golf-flokknum. Þeir

eru enn sama sinnis og hafa

nú valið nýja Golfinn í sama

sæti, enda þótt hann sé einn

sá dýrasti í þessum flokki. En

samkeppnin er hörð, ekki síst

frá Japönunum og tíminn mun

leiða í ljós hvaða tegund verður

hlutskörpust í kapphlaupinu um

hylli kaupenda.

Á sinn hátt hefur Volkswagen

forskot með dísilvélar sínar

sem njóta stöðugt meiri hylli í

Evrópu og dísilfólksbílar nálgast

óðum að verða helmingur seldra

nýrra bíla. Upp úr 1975 ruddi

Volkswagen léttum, þýðgengum

og hljóðlátum dísilvélum í

smærri og meðalstóra bíla braut

og enn hefur fyrirtækið staðfest

sig í því efni með Tdi vélinni í

nýja Golfinum. En Japanirnir

sækja fast á; Mazda kynnti á

Frankfurtsýningunni nýja

dísilvélalínu og nú er Toyota loks

að taka við sér í þessum efnum

og koma fram með nýja vél sem

hefur verið í tilraunaakstri í N-

Noregi og lofar góðu.


24

Hyundai Terracan 35“ breyttur:

Enn þá öflugur þrátt

fyrir breytinguna

Myndir: Brian Blades

Hyundai Terracan kom á markað árið 2001 og hefur verið nokkur bið eftir breyttum bílum, þótt einstaka

35 og 38 tommu bíll hafi sést á götunum. Breytingarfyrirtækið Fjallasport býður nú upp á breytingarpakka

fyrir Terracan-jeppann enda þykir hann henta vel til breytinga, sérstaklega með 2,9 lítra dísilvélinni. FÍB

blaðið reyndi einn 35 tommu á dögunum og skrapp á honum Syðra Fjallabak, upp í Landmannalaugar. Þar

gafst gott tækifæri til að reyna hann í ám, lausum sandi og erfiðu klöngri í Hekluhrauninu.

Krómuð stuðaragrind er viðbót við

breytinguna sem kostar 77.000 kr.

Markarfljótið var breyttum bílnum lítil fyrirstaða enda

frekar vatnslítið þegar að var komið.

Aðgengi er auðvelt að ökumannssætinu um stórar dyrnar.


Hyundai Terracan 35“

Vélbúnaður:

Vél: 2,9 lítra dísilvél

Rúmtak: 2902 rúmsentímetrar

Ventlar: 16

Þjöppun: 19,3:1

Gírkassi: 4ra þrepa sjálfskiptur

Undirvagn:

Fjöðrun framan: Snúningsöxlar

Fjöðrun aftan: Gormafjöðrun

Bremsur framan/aftan: Diskar/

diskar, ABS, EBD

Dekk: 35/12,5 R15

Felgur: 15/10

Ytri tölur:

Lengd/breidd/hæð:

4710/2060/2037 mm

Hjólahaf/veghæð: 2750/211

mm

Beygjuradíus: 11,8 metrar

Innri tölur:

Farþegar með ökumanni: 5

Fjöldi höfuðpúða/

öryggispúða: 5/2

Farangursrými: 760 lítrar

Hagkvæmni:

Eyðsla pr. 100 km: 9,8 lítrar

Eldsneytisgeymir: 75 lítrar

Ábyrgð/ryðvörn: 3/8 ár

Verð: 3.400.000 kr.

Breyting: 740.000 kr.

Umboð: B&L

Breytingaraðili: Fjallasport

Staðalbúnaður:

Rafknúnar rúður og speglar,

fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn,

vökva- og veltistýri, þurrka í afturrúðu,

þokuljós, tvö 12 volta tengi,

lesljós, farangursnet, glasabakkar,

fjölstillanleg upphituð framsæti,

rafhitaðir hliðarspeglar, stigbretti,

toppgrindarbogar, álfelgur, vindskeið

og leður klæðning á stýri.

Samanburðartölur:

Hestöfl/sn.: 150/3800

Snúningsvægi/sn.: 333

Nm/2000

Hröðun 0–100 km: 14,8 sek.

Hámarkshraði: 168 km

Eigin þyngd: 2220 kg

Gott innanrými

Víkjum þó aðeins fyrst að

innanrýminu. Terracan byggist

að nokkru leyti á Galloper og

hefur marga af kostum hans,

eins og vel staðsett handföng

sem auðvelda inn- og útstig,

sem kemur sér vel þegar búið er

að breyta bílnum. Þegar bíllinn

er kominn á 35 tommur er enn

þá tiltölulega auðvelt að stíga

upp í hann. Innréttingin er mun

nýtískulegri en í Galloper og

efnisval nútímalegra. Framsæti

eru fjölstillanleg og því auðvelt

að finna sér góða stellingu bak

við stýrið. Mjög auðvelt er að

auka rými bílsins til flutninga

og auðvelt að fella niður sætin.

Til dæmis má taka úr honum

miðjusæti aftur í til að koma

fyrir lengri hlutum. Einfalt er að

skipta í fjórhjóladrifið eða lága

drifið því að bíllinn er búinn

rafstýringu fyrir millikassa.

Hækkaður á yfirbyggingu

Við breytinguna hjá Fjallasport

er bíllinn hækkaður um 70

mm á yfirbyggingu, en ekkert

á undirvagni. Sérsmíðaðir

brettakantar eru settir á bílinn,

svo og nýjar og stærri aurhlífar.

Upphaflegu gangbrettin eru

notuð en þau eru færð utar og

ofar. Nýir tvívirkir demparar eru

settir í bílinn og eins er settur

í stýrisdempari, en Terracan

kemur ekki með slíkan. Að

síðustu er hraðamælabreytir

settur í til að hraðamælirinn sýni

réttan hraða eftir að stærri dekk

eru komin undir hann. Loks

er bíllinn sérskoðaður og sett í

hann slökkvitæki og sjúkrapúði.

Það er erfitt að segja að Terracaninn sé

ófríður en svo sannarlega hafa breytingarnar

ekki skaðað útlit hans, þvert á móti.

Slær saman að aftan

Terracan er boðinn með tveimur

gerðum véla, 2,9 lítra dísilvél og

3,5 lítra V6 bensínvél. Með 2,9

lítra vélinni þykir hann henta vel

til breytinga enda um togmikla

og gangþýða vél að ræða.

Vélin skilar 150 hestöflum og

það sem meira er um vert, 333

Newtonmetrum af togi. Þannig

dugar hann vel í torfærum

og þarf ekki endilega mikinn

snúning til að renna upp

brekkurnar. Terracan kemur á

gormafjöðrun að aftan og eru

gormarnir frekar mjúkir. Hins

vegar eru samsláttarpúðarnir

mjög harðir og þegar ekið er

þannig að fjöðun slær saman

finnst höggið vel. Þetta má

leysa með því að fá mýkri

samsláttarpúða sem hægt er að

setja í um leið og breytingin er

gerð. Í óbreyttum bíl finnst

vel hversu stutt fjöðrunin er

að framan en þegar búið er

að breyta bílnum upp í 35

tommur verður það ekki eins

áberandi, sérstaklega þegar búið

er að hleypa úr belgmiklum

dekkjunum.

Góður sumarjeppi

Með 35 tommu breytingu

samsvarar Terracan sér mjög

vel og dugar vel þannig í hvers

kyns torfærur að sumarlagi. Ef

fara á í ferðir á vetrum myndu

38 tommu breyting og læsingar

þurfa að bætast við. Breytingin

kostar 740.000 kr. hjá Fjallasporti

og auk þess var krómuð

stuðaragrind á prófunarbílnum,

sem bætir 77.000 kr. við

breytinguna. Ýmsir aðrir

25

aukahlutir eru í boði á Terracan

eins og húddhlífar, ljósahlífar,

grillgrindur, dráttarbeisli, auka

olíutankur, tölvukubbur, sverara

púst, driflæsingar o.fl.

Njáll Gunnlaugsson

Hyundai Terracan 35“

Kostir: Togmikil vél, drifbúnaður.

Gallar: Harðir samsláttarpúðar

að aftan.


26

Brimborg kynnti fyrir jól fjölnotaútgáfu hins vinsæla Focus og kallast gripurinn

C-Max. Um er að ræða fimm manna bíl með byggingarlagi fjölnotabíls og flesta þá

kosti sem prýða þá bíla. Einnig er kominn á markað hér minni fjölnotabíl frá Ford

er kallast Fusion svo að segja má að með þeim og hinum stærri Galaxy sé Ford

kominn með heildstæða línu fjölnotabíla.

Útlit C-Max minnir mikið á

Fiesta og er bíllinn tilsýndar eins

og stækkuð útgáfa af honum.

Einkenni fjölnotabílsins koma

þó strax í ljós við nánari skoðun,

eins og fjórði hliðarglugginn

fyrir framan hliðarspeglana

og löng gluggasyllan undir

framrúðunni.

Það sem vekur strax athygli

er gott aðgengi í bílinn, hurðir

sem opnast vel og ná alveg upp

í þakið og þægileg hæð á sætum

gerir það að verkum að sest

er beint inn í hann. Eitt af því

sem einkennir þennan nýja bíl

er útfærslan á aftursætum. Með

einu handtaki er hægt að fella

aftur miðjusætið og með öðru

Útfærslan á aftursætum er sniðug. Gott

pláss verður enn betra með því að færa

miðjusæti aftur og endasætin renna þá

á ská aftur.

Stýrisgrip í C-Max er þægilegt enda er stýri með aðdrætti og gírstöng er vel staðsett.

handtaki færa endasætin á ská

aftur þannig að rýmra verður

um farþegana. Þetta getur verið

kostur fyrir þá sem eiga erfitt

með gang eða til dæmis eldra

fólk sem þarf aðstoð við að

komast á milli. Aftur á móti mætti

hliðarstuðningur vera meiri með

sætin í þessari stöðu. Höfuðrými

er gott í öllum sætum, svo og

fótarými í aftursæti, einnig með

sætin í eðlilegri stöðu.

Nýtt mælaborð og meiri

búnaður

Pláss í framsætum er með besta

móti og aðstaðan þar góð og

þægileg. Útsýni úr bílnum er

gott fyrir utan hliðarspegla

Afturljós eru hástæð eins

og í Fiesta og vindskeiðin er

staðalbúnaður.

sem eru litlir og ekki í réttu

hlutfalli miðað við stærð bílsins.

Bíllinn er nokkuð langur fyrir

framan ökumann og hann sér

ekki framenda bílsins. Stýri

er með aðdrætti og sætið

hæðarstillanlegt svo að setan

er góð og maður sér vel yfir

umferðina, enda situr maður

hærra en í venjulegum fólksbíl.

Gírstöngin er í miðjustokk

mælaborðs og á mjög þægilegum

stað, í beinu framhaldi af

armpúða á ökumannssæti.

Mælaborðið er nýtt af nálinni og

heilsteyptara en áður og efnisval

betra. Í gluggasyllunni er svo

búið að koma fyrir stóru hólfi.

Prófunarbíllinn var beinskiptur

Jafnvel þótt búið sé að fella miðjusætið aftur tekur

það ekki mikið pláss frá farangursrýminu.

Ford Focus C-Max

Vélbúnaður:

Vél: 1,8 lítra bensínvél

Rúmtak: 1798 rúmsentímetrar

Ventlar: 16

Þjöppun: 10,8:1

Gírkassi: Beinskiptur, fimm gíra

Undirvagn:

Fjöðrun framan: MacPherson

Fjöðrun aftan: Fjölarma

Bremsur: Loftkældir diskar/

diskar, ABS, EBD, EBA

Dekkjastærð: 195/65 R15

Ytri tölur

Lengd/breidd/hæð:

4333/1825/1585 mm

Hjólahaf/veghæð: 2640/120

mm

Beygjuradíus: 10,9 metrar

Innri tölur:

Farþegar m. ökumanni: 5

Fjöldi höfuðpúða/

öryggispúða: 5/6

Farangursrými: 550-1370 lítrar

Hagkvæmni:

Eyðsla á 100 km: 7,1 lítri

Eldsneytisgeymir: 55 lítrar

Ábyrgð/ryðvörn: 3/12 ár

Grunnverð: 2.145.000 kr.

Umboð: Brimborg

Staðalbúnaður:

6 öryggispúðar, loftkæling,

geislaspilari og útvarp með

6 hátölurum, rafstýrðir og

upphitaðir hliðarspeglar,

rafmagnsrúður í framsætum,

hæðarstillanlegt bílstjórasæti

með mjóbaksstuðningi, upphituð

framsæti, statíf fyrir drykkjarílát,

fjarstýrðar samlæsingar,

aksturstölva, þokuljós,

vindskeið

Samanburðartölur:

Hestöfl/sn.: 120/6000

Snúningsvægi/sn.: 165

Nm/4000

Hröðun 0–100 km: 10,8 sek.

Hámarkshraði: 195 km/klst.

Eigin þyngd: 1250 kg

Heildarþyngd: 1900 kg


Ford Focus C-Max:

Fjölnotabíll með

aksturseiginleika

fólksbíls

Ford Focus C-Max er byggður á sömu nýju stinnu botnplötunni og nýji Golfinn. Ansi látlaus og smekklegur í útliti en ennþá er haldið í hina sérviskulegu opnun á

vélarhlífinni eins og í Ford Mondeo. Hún er þannig að undir Ford-merkinu í grillinu er skrá sem opnuð er með ræsilyklinum.

1,8 lítra bíll í Trend-útgáfu og

þannig er hann nokkuð vel búinn.

Nægir þar að nefna innbyggð

hljómtæki með sex hátölurum,

aksturstölvu, upphituð

framsæti og loftkælingu. Hleri á

farangursrými opnast mjög vel

og plássið þar er mjög gott, eða

550 lítrar að lágmarki. Með því

að taka úr aftursæti fæst 1370

lítra flutningsrými með flötu

gólfi.

Undirvagninn svíkur ekki

Í akstri virkar bíllinn strax

vel á mann. Togið í vélinni

er gott og 1,8 lítra vélin ætti

að duga flestum, einnig með

sjálfskiptingu, en þannig kemur

hann ekki fyrr en næsta vor. C-

Max er á nýjum undirvagni sem

verður einnig notaður á næstu

kynslóð Focus, og reyndar

einnig Volvo S40.

Hann liggur vel miðað við

fjölnotabíl og er nokkurn veginn

laus við undirstýringu sem er

nokkuð óvenjulegt miðað við

bíl í þessum flokki. Gefur það

nokkuð góða vísbendingu um

undirvagn næstu kynslóðar.

Focus verður enginn

eftirbátur núverandi kynslóðar,

sem þykir góð. Stýrið veitir góða

tilfinningu fyrir akstrinum og

þess vegna er gaman að keyra

þennan fjölnotabíl.

Gott verð miðað við

samkeppnina

Óhætt er að segja að C-Max

verður samkeppnishæfur í

verði. Grunnverð bílsins með

1,6 lítra vélinni er 2.095.000

kr. og er grunnútgáfa Renault

Scenic, helsta keppinautar hans,

örlítið dýrari, á 2.140.000 kr.

Aðrir keppinautar eru hinir sjö

manna VW Touran og Opel

Zafira. Touran kostar með 1,6

lítra vélinni 2.250.000 kr. og

27

Zafira með 1,8 lítra vél 2.440.000

kr. Með 1,8 lítra vélinni í Trendútgáfu

kostar C-Max hins vegar

2.145.000 kr.

Njáll Gunnlaugsson

Ford Focus C-Max

Kostir: Aksturseiginleikar, aðkoma.

Gallar: Litlir hliðarspeglar.


28

Ísland í Autostadt:

Ísland á

hringtjaldi og

Snorri Brothers

Á hringlaga kvikmyndatjaldi

í Autostadt sáum við

kvikmynd sem fjallar um

öryggi í umferðinni og lífinu

almennt. Myndin fjallar um

litla stúlku sem dvelur í húsi

afa síns og er myrkfælin og

auk þess hrædd um foreldra

sína sem eiga að vera komin

að sækja hana. Myndin gerist

að hluta í sagnaheimi afans

sem segir litlu stúlkunni sögu

um aðra stúlku sem sigrast á

ótta sínum og tryggir öryggi

sitt á ýmsa vegu. Hún tekst á

við margar þrautir og ýmsar

verur misgóðar í dularheimi

og er sá hluti myndarinnar

sem að þessu snýr tekinn á

Íslandi.

Þessi mynd heitir

Leyndardómur öryggisins.

Myndin var gerð að

frumkvæði listræns

stjórnanda Autostadt sem

kallaði til ýmsa snillinga í

listaheimi Þýskalands og

bað þá um að skapa mynd

sem fjallaði á táknrænan

hátt um félagslega ábyrgð,

lífsgæði og tillitssemi við

umhverfið.

Íslendingar koma svo við

sögu i öðrum sýningarsal þar

sem hreyfimyndir sem eiga

að efla umhverfislega vitund

fólks ganga stöðugt á 22

risa plasma sjónvarpsskjám.

Ellefu þessara skjáa eru festir

uppundir loft en hinir 11 eru

niðurundir gólfi. Skjáirnir

snúast hver á sínum eigin

hraða og sýna hver sína

mynd í sífellu. Þessar myndir

og uppsetning skjánna

er gerð af fyrirtæki í eigu

Íslendinga og heitir það

Snorri Brothers og er í eigu

kvikmyndagerðarmannanna

Einars Snorra og Eiðs Snorra.

Myndirnar á þessum

skjám eru teknar um allan

heim, m.a. bregður fyrir

myndum frá New York,

Höfðaborg og Santiago í Chile

og víðar.

Þeir Snorrabræður eru í

kynningu Autostadt sagðir

vera bræður í andanum

en ekki blóðbræður. Þeir

fluttust til New York fyrir

sjö árum og fengust þar

við gerð myndbanda fyrir

hljómlistarfólk eins og Björk,

No Doubt, Busta Rhymes,

REM o.fl.

Autostadt í Wolfsburg er heimsóknarinnar virði:

Skemmtigarður

bíláhugafólksins

FÍB blaðið átti þess kost nýlega

að heimsækja skemmtigarðinn

Autostadt í Wolfsburg.

Skemmtigarður þessi er mjög

sérstakur, ekki síst vegna þess

að þetta er fyrsti garður sinnar

tegundar í veröldinni, - garður

þar sem bíllinn er í öndvegi.

Það er kannski ekki undarlegt

þar sem bílaframleiðandi

- Volkswagen - á garðinn og

rekur hann að öllu leyti. En það

er ljóst að þessi garður hefur

fallið almenningi vel í geð því að

aðsókn hefur farið óralangt fram

úr væntingum. Autostadt er

næst mest sótti skemmtigarður

í Evrópu á eftir Disneylandi í

Frakklandi. Upplýsingafulltrúi

Autostadt, Nicholas Batten sagði

FÍB blaðinu að frá opnuninni 1.

júní 2000 hefðu viðtökurnar farið

óralangt fram úr væntingum og

áætlunum sem gengið var út

frá í upphafi. Frá því garðurinn

var opnaður á 25 hektara svæði

í miðri Wolfsburg og fram til

síðustu mánaðamóta hafa 2,3

milljónir gesta komið á

svæðið og

alls hafa 400

þúsund

nýir bílar

verið sóttir þangað

af nýjum eigendum.

Um það bil sex þúsund

manns heimsækja Autostadt

á hverjum virkum degi en um

helgar fer gestafjöldinn upp í 15

þúsund manns á dag.

Fyrir alla aldurshópa

Autostadt hæfir öllum

aldurshópum, ekki síst börnum

en fyrir þau er í boði margskonar

afþreying og fræðsla sem er

listilega samantvinnað. Fyrir

Í Autostadt geta börnin lært að aka. Vel menntaðir ökukennarar sjá um kennsluna

og kenna umferðarreglurnar og krakkarnir taka ökupróf og fá ökuskírteini í námslok.

bílaáhugafólkið er nóg að skoða,

ekki síst bílasafnið sem er ágætt

og vel sett upp. Í bílasafninu

er eðlilega mikil áhersla á einn

frægasta bíl allra tíma, Bjölluna

gömlu sem og eldri tegundir

sem nú eru runnar saman

við Volkswagen

Félagar

í FÍB og fjölskyldur þeirra fá góðan

afslátt af aðgangseyri í Autostadt.

fyrirtækið. En það eru nú

fleiri gerðir þarna, t.d. BMW,

Mercedes og margar fleiri.

Garðurinn nær yfir talsvert

víðfeðmt svæði og þar er að

finna sérstakar byggingar

sem helgaðar eru einstökum

sértegundum innan Volkswagen

fyrirtækisins. Þannig er ein fyrir

VW flutningabíla, VW fólksbíla,

Skoda, Bentley, Audi, Seat og

Lamborghini. Þá er einnig sérstök

bygging þar sem kaupendur

nýrra bíla geta sótt þá. Nýju

bílarnir bíða þá eigenda sinna

í tveimur glerturnbyggingum

sem hvor um sig rúmar 400

bíla. Kaupendurnir fá þá svo

afhenta með viðhöfn í sérstakri

afgreiðslubyggingu.

Dagur í bílheimi

Aðalbygging garðsins nefnist

KonzernForum. Þar er komið

inn í gríðarstóran glersal

sem hugsaður er sem torg.

Útfrá þessu torgi liggja síðan

verslanir og veitingahús,

bílasafnið sem áður er nefnt og

hverskonar margmiðlunartæki,

og skemmtitæki sem eru

hvorttveggja í senn afþreying

og fræðsla um hvaðeina er lýtur

að tækni, umhverfismálum

og umhverfisvernd, sjálfbærri

þróun o.fl.

Í Autostadt geta fjölskyldur,

börn og fullorðnir unað sér

daglangt og börnin m.a annars

sótt ökuskóla og tekið „ökupróf“

meðan hinir fullorðnu njóta

afurða listamanna eða þá

matar og drykkjar eða versla

í verslununum. Þar sem mjög

margt er að skoða og prófa,

endist manni vart dagurinn til

að njóta þess sem garðurinn

hefur upp á að bjóða. En það

er svo sem í lagi því að hægt

er að framlengja dvölina með

því að gista fimm stjörnu

lúxushóterlinu á Ritz-Carlton

sem er inni í garðinum miðjum.

Volkswagen hefur það

svo þannig að þeir sem vilja


sækja sjálfir nýja bílinn sinn

til Wolfsburg þar sem hann

er smíðaður geta gegn smá

aukagreiðslu sem lögð er

við bílverðið, farið og til

Autostadt, gist þar á Ritz-

Carlton lúxushótelinu, skemmt

sér í Autostadt og fengið svo

vagninn afhentan daginn eftir

með viðhöfn.

Sérkjör fyrir FÍB

FÍB blaðið fór þangað og gerði

allt þetta, að því undanteknu

að enginn var bíllinn keyptur,

en við fórum um garðinn og

teljum eftir þá skoðunarferð

hann vel heimsóknar virði. Þá

spillir ekki fyrir að félagsfólk

FÍB fær sérstakan afslátt af

aðgangseyri gegn því að sýna

félagsskírteini með Show your

Card! merkinu við innganginn.

Aðgangseyrir er annars 14 evrur

en FÍB félagar greiða 12 evrur

og 5 evrur fyrir börn frá 6-14

ára í stað 6 evra. Auk þess er

sérstakur fjölskylduafsláttur.

Þetta er ein fyrsta Bjallan sem gerð var að blæjubíl. Hún er árgerð 1952 og er

nýuppgerð og ný í annað sinn.

Tveggja manna sportbíll er af gerðinni DKW árgerð 1931. Ansi fallegur en sennilega

ekki mikið tryllitæki.

Þessi bíll á sér mikla frægðarsögu því hann var mjög lengi viðhafnarbíll Haili

Selassie Eþíópíukeisara. Hann er af gerðinni Horch, en Horch fyrirtækið rann

saman við samsteypuna Auto Union ásamt DKW og fleiri merkjum, en sem varð svo

síðar Audi.

Út á félagsaðildina fá hjón

með allt að þrjú börn aðgang

fyrir alla á 33 evrur í stað 38.

Nánari upplýsingar um þetta

er að finna á heimasíðu FÍB,

www.fib.is. Undir Show your

Card! merkinu, og á heimasíðu

garðsins sem er http://www.

autostadt.de.

Barnavænn staður

Í Autostadt eru fjögur svæði sem

sérstaklega eru ætluð börnum.

Hið fyrsta er í KonzernForum og

er sérstaklega hugsað fyrir 6-11

ára börn. Í þjónustubyggingunni

er svæði sérstaklega fyrir

29

smábörn upp að þriggja ára aldri

og loks er í byggingu sem nefnist

ZeitHaus, sérstakt svæði helgað

börnum frá sex ára og upp úr.

Það svæði nefnist WerkStadt,

eða verkstæðið.

Á öllum þessum svæðum er

mikið af þroskandi leiktækjum

og búnaði sem ætluð eru til að

uppfræða og skemmta. Þannig

er t.d. risastórt gagnsætt líkan

af bílvél sem hægt er að skoða í

krók og kring á fjórum hæðum.

Á öllum barnasvæðunum eru

menntaðir kennarar og fóstrur

sem annast börnin ef foreldrarnir

bregða sér frá.


30

Umboðsmenn FÍB

230 Keflavík Ástríður H. Sigurðardóttir s: 421 2616

240 Grindavík Dóra Birna Jónsdóttir s: 426 8556

300 Akranes Ingvar Sigmundsson s: 431 2161

310 Borgarnes Hálfdán Þórisson s: 437 1699

370 Búðardalur Guðbrandur Þórðarson s: 434 1141

380 Króksfj.nes Halldór D. Gunnarsson s: 434 7759

400 Ísafjörður Bergmann Ólafsson s: 456 3197

450 Patreksfj. Ólafur Baldursson s: 456 1161

465 Bíldudalur Gunnar Valdimarsson s: 456 2141

470 Þingeyri Gunnar Friðfinnsson s: 456 8144

510 Hólmavík Jón H. Halldórsson s: 451 3216

530 Hvammstangi Skúli Guðbjörnsson s: 451 2765

541 Blönduós Gísli Jóhannes Grímsson s: 452 4326

550 Sauðárkrókur Steinn Ástvaldsson s: 453 5513

600 Akureyri Reynir Karlsson s: 892 8093

620 Dalvík Júlíus Snorrason s: 466 1261

640 Húsavík Friðrik Sigurðsson s: 464 1224

690 Vopnafjörður Sigurveig Róbertsdóttir s: 473 1238

700 Egilsstaðir Jón Björnsson s: 471 1945

710 Seyðisfjörður Jóhann Grétar Einarsson s: 472 1110

740 Neskaupstaður Þorgrímur Þorgrímsson s: 477 1761

750 Fáskrúðsfj. Þórormur Óskarsson s: 475 1365

800 Selfoss Jón Hlöðver Hrafnsson s: 482 2947

850 Hella Kristþór Breiðfjörð s: 487 5842

860 Hvolsvöllur Helga Hansen s: 487 8262

880 Kirkjub.kl. Hörður Davíðsson s: 487 4694

900 Vestm.eyjar Guðni Grímsson s: 481 1468

Hver er ávinningur þess að tryggja hjá FÍB Tryggingu?

Lægri iðgjöld

– lægri eigin áhætta

– aukinn bílaleiguréttur og FÍB-bónus í heimlilistryggingum

Meginmarkmið samnings FÍB og

Íslandstryggingar er að Íslandstrygging

býður félagsmönnum FÍB almenn

iðgjöld ökutækjatrygginga fyrir

tjónlausa vátryggingartaka undir

vöruheitinu FÍB Trygging. Þessi

iðgjöld skulu að jafnaði vera

hagstæðari en iðgjöld hjá

öðrum vátryggingafélögum

á íslenskum vátryggingamarkaði.

FÍB félagi sem eingöngu

ábyrgðar- og kaskótryggir

bifreið hjá FÍB Tryggingu nýtur

bílaleiguréttinda vegna kaskótjóna í

allt að fimm daga.

Félagsmenn sem vátryggja

bíla sína hjá FÍB Tryggingu bera

í tjónstilfellum hvorki meira né

minna en 50% lægri eigin áhættu í

heimilis- og húseigenda tryggingum

samanborið við almenna skilmála um

eigin áhættu hjá Íslandstryggingu.

Sé reynt að verðmeta þessi

sérkjör þá þýða þau fyrir

venjulega fjölskyldu sem

býr í eigin húsnæði og á

og rekur einn bíl, sparnað

sem nemur minnst fjór- til

fimmföldu árlegu félagsgjaldi

í FÍB.

Í þessu sambandi er rétt að geta

þess að hagstæðustu tryggingar sem

völ er á á Íslandi í dag eru aðeins

einn af kostum þess að vera félagi

í FÍB.


Útgerðarbærinn Montery við Kyrrahafið:

Minnir um margt

á Siglufjörð

BorginMontereyviðsamnefndan

flóa var lengi miðstöð sardínuveiðanna

í Kyrrahafinu.

Bærinn minnir ótrúlega mikið

á Siglufjörð sem á sambærilegan

hátt var miðstöð síldveiða á

N-Atlandshafi. Og eins og á

Siglufirði þá hrundi veiðin í

Monterey og atvinnulífið með.

Í dag gera menn í Monterey

út á ferðamenn og í gömlu

niðursuðuverksmiðjunum

og bræðslunum eru nú

veitingastaðir og verslanir og að

auki eitt stærsta sjávardýrasafn

veraldar

Meðan mest gekk á í

veiðunum og vinnslunni í landi

þá var auðvitað líf og fjör í

bænum, ekki síst í landlegum,

alveg eins og á Siglufirði. Nó

belsverðlaunarithöfundurinn

John Steinbeck dvaldi um tíma

í Monterey og starfaði m.a.

um tíma sem aðstoðarmaður

Þetta var rannsóknastofa og íverustaður

vísindamannsins Ed Ricketts við

Cannery Row í Monterey. Ricketts er

talinn vera fyrirmynd að persónunni

Doc í skáldsögu Steinbecks, Cannery

Row, eða Ægisgötu.

líffræðingsins Ed Ricketts en

þeir voru jafnframt miklir vinir.

Talið er að Ricketts sé fyrirmynd

perónunnar Doc í skáldsögu

Steinbecks, Cannery Row sem út

hefur komið á íslensku í þýðingu

Karls Ísfelds og heitir Ægisgata.

Ed Ricketts rannsakaði sjávarlífið

og gerði m.a. út rannsóknaskip

um tíma og hafði bækistöð

sína og rannsóknastofu í húsi

við Cannery Row sem enn

stendur, að vísu endurbyggt eftir

bruna. Við Cannery Row voru

verksmiðjur þar sem sardínur

voru soðnar niður í dósir og ber

gatan nafn sitt af þeirri starfsemi.

Þarna voru einnig bræðslur sem

unnu lýsi og mjöl úr sardínunni

og á uppgangstímunum sem

komu í kjölfar öflugri veiðiskipa

og veiðitækni þá auðvitað

lá á að byggja í skyndi yfir

landvinnsluna og hvað var þá

betra byggingarefni en timbur

og bárujárn. Því eru æði mörg

húsanna við Cannery Row

einmitt bárujárnshús – eins og

á Siglufirði.

Ritari þessara orða minnist

þess að eftir að síldveiðin hrundi

hér á landi þá starfaði hann við

Fiskiþing eitt sinn. Þar voru menn

að velta fyrir sér hvað orðið

hefði um síldina og ein tilgátan

var sú að loksins hefði hún áttað

sig á því að verið væri að veiða

hana. Hún hefði því einfaldlega

látið sig hverfa og væri trúlega í

felum einhversstaðar, sennilega

undir Grænlandsísnum. Vildu

kenningasmiðir gera út leiðangur

þangað til að leita að síldinni.

Svipuðu veltu menn auðvitað

fyrir sér líka í Montery nokkrum

árum áður – hvað hefði eiginlega

orðið af sardínunni. Sagt er

að þeir hafi komið að máli við

fyrrnefndan Ed Ricketts og spurt

hann. Rickett á að hafa svarað

að bragði: -In the cans, of course

– hún er í dósunum, auðvitað.

Skammt norðaustan við

Monterey er borgin Salinas,

en þar ólst John Steinbeck upp

og í bænum er myndarlegt

bókasafn með ágætu minjasafni

um Steinbeck. Þar er æviferill

skáldsins rakinn í máli, myndum

Salinas, fæðingar- og

æskuslóðir John Steinbeck

Salinas í Kaliforníu er hjartað í

stóru garðyrkjuhéraði, Salinas

dal, sem stundum er kallað

salatskál Bandaríkjanna.

Rithöfundurinn John

Steinbeck fæddist og ólst

upp í Salinas. Hann hlaut

bókmenntaverðlaun Nóbels

árið 1962 og Salinasbúar

sýna minningu hans sóma

í menningarmiðstöðinni

Steinbeck Center sem jafnframt

er bókasafn héraðsins. Í

þessari menningarmiðstöð

er ágæt sýning tengd lífi og

starfi Steinbeck. Þar gefur að

líta fjölmarga muni úr eigu

skáldsins og aðra sem tengjast

ferli hans frá vöggu til grafar.

Eftir Steinbeck liggja bækur

eins og East of Eden, Cannery

Row, Mýs og menn og Þrúgur

reiðinnar. Allar þessar bækur,

allar hafa verið kvikmyndaðar

og allar hafa þær verið

þýddar og gefnar út íslenskri

þýðingu og síðastnefndu

tvö verkin hafa verið færð

upp í íslenskum leikhúsum.

Í þessum verkum öllum lýsir

höfundur lífi alþýðufólks,

landbúnaðarverkamanna í

Salinasdalnum og landverkafólks

í Monterey sem aðeins er í um

hálftíma akstursfjarlægð frá

bænum.

Séð austur eftir Cannery Row.

31

Þetta var vændishús á blómatíma

sardínuútvegsins í Monterey og kemur

við sögu í skáldsögu Steinbecks,

Cannery Row. Þaarna er nú veitingahús,

en að innan er húsið svo til óbreytt frá

fyrri tíð.

og minjum. Meðal annars er

þar húsbíll sem hann ferðaðist

um á sjöunda áratugnum um

Bandaríkin, svona til að kynnast

sinni eigin þjóð. Ferðafélagi hans

var hundurinn Charly og ritaði

Steinbeck bókina Travels with

Charly um þetta ferðalag.

Í minjasafni Steinbecks í Salinas.

Rithöfundurinn tekur við

Nóbelsverðlaununum úr hend Gústafs

Adolfs Svíakóngs.


32

Tveggja ára ábyrgð

á nýjum bílum

– gildir frá fyrsta skráningardegi

Það er tveggja ára ábyrgð á

nýjum bílum og gildir hún frá

fyrsta skráningardegi. Ábyrgðin

nær til efnis- og smíðagalla í

bílunum. Eftir því sem líður

á ábyrgðartímann og bíllinn

er meira notaður verður eðli

málsins samkvæmt stöðugt

flóknara að meta hvað eru

gallar eða bara eðlileg afleiðing

notkunar og slits, ef bilanir koma

fram í bílunum.

Það er hagkvæmt fyrir

bifreiðaeigendur að halda

bifreiðum sínum vel við. Þannig

tryggja þeir betur öryggi sitt og

annarra og betra endursöluverð

þegar kemur að því að endurnýja

farkostinn.

Þetta geta bifreiðaeigendur

gert með því móti að hirða

vel um bifreiðina sjálfir og láta

sérfróða aðila smyrja hann,

yfirfara og þjónusta reglulega.

Samkvæmt lögum um

viðskipti með nýja bíla sem hér

gilda og eru efnislega þau sömu

og á Evrópska efnahagssvæðinu

bera framleiðendur bifreiða

tveggja ára ábyrgð gagnvart

hugsanlegum hráefnis- og

framleiðslugöllum í nýjum

bílnum og einstökum hlutum

þeirra.

Ábyrgðin er almennt séð háð

því að öll meðferð og umhirða

bílsins sé innan eðlilegra marka

og farið sé að fyrirmælum

framleiðanda bílsins um þau

efni.

Ábyrgðin er ekki bundin

því skilyrði að umboðs- eða

söluaðili bílsins skoði bílinn

á ábyrgðartímanum á eigin

verkstæðum eða verkstæðum

á sínum vegum, smyrji hann

og stilli. Það nægir að löggiltur

viðhaldsaðili, t.d. verkstæði eða

smurstöð annist það og færi það

sem hann gerði í viðhaldsbók

bílsins eða tíundi það á

vinnureikningnum. Umboðs-

og/eða söluaðili getur ekki lengur

skilyrt þessa framleiðsluábyrgð

við sig eða sitt/sín verkstæði.

Framhaldsábyrgð þriðja

árið

Varðandi framhaldsábyrgð í

eitt ár umfram hina lögbundnu

þá er um annað mál að ræða.

Framhaldsábyrgðin er í raun

viðskiptasamningur á milli

bíleigenda og bifreiðaumboðs.

Skilmálar í þeim samningum geta

verið með ýmsu móti en oftast

er miðað við að bíleigandinn

uppfyllikröfurumþjónustueftirlit

bifreiðaumboðsins.

Eigendur nýrra og nýlegra

bíla þurfa að kanna verð og

umfang þjónustuskoðana og fara

yfir ábendingar framleiðenda

um hve oft skuli þjónusta og

smyrja bílinn. Smurefni í dag

eru mun endingarbetri og dýrari

en fyrir fáum árum og algengt

að umboðsaðilar hér á landi

mæli með olíuskiptum á 10

þúsund km. til 15 þúsund km.

fresti. Í nágrannalöndunum er

algengt að komið sé með bíla til

smurþjónustu á 30 þúsund km.

fresti sé bílnum ekið í samræmi

við viðmiðanir um ,,normal”

notkun.

FÍB hvetur því

bifreiðaeigendur til að kynna

sér rétt sinn og skyldur gagnvart

seljendum nýrra bíla og ábyrgð

framleiðenda. Félagsfólk í FÍB

hefur aðgang að upplýsingum

hjá félagi sínu og aðstoð

tæknimanns og lögfræðiráðgjafa

FÍB í álitamálum sem upp kunna

að koma.


Tímamót í íslenskum bifreiðainnflutningi:

Ræsir hf ekki lengur

með Mercedes Benz

Ræsir hf. sem haft hefur umboð

fyrir Mercedes Benz um hálfrar

aldar skeið er ekki lengur með

umboðið fyrir þessa þekktu

bifreiðategund. Fyrirtækið hyggst

reka áfram varahlutaþjónustu og

verkstæði fyrir Mercedes Benz og

Chrysler. Allar bifreiðapantanir

sem fyrirtækið hefur móttekið

og staðfestar hafa verið verða

afgreiddar. Sömuleiðis verða

allir bílar sem þegar eru komnir

til landsins á vegum Ræsis verða

seldir á vegum fyrirtækisins.

Ræsir muni í framtíðinni einbeita

sér að innflutningi og sölu á

Mazda bifreiðum

Í fréttatilkynningu frá

Ræsi segir að viðræður við

DaimlerChrysler AG um

endurnýjun sölusamninga

hafi siglt í strand. Framvegis

muni því Ræsir ekki selja

Mercedes Benz-bifreiðir beint

frá verksmiðju. Ástæður þessara

slita á áratuga löngu samstarfi

eru sagðar tengjast nýjum

reglum Evrópusambandsins,

svonefndum BER reglum, sem

banna bílaframleiðendum að

útnefna einkaumboðsaðila og

„Ég er búinn að greiða

skilvíslega af bílaláninu

í á fjórða ár en finnst

höfuðstóllinn hafa lækkað

ansi lítið. Ég hef þessvegna

ítrekað en árangurslaust

beðið um upplýsingar og

útskýringar á því hvernig

kjörin, m.a. vextirnir af láninu

eru reiknaðir,“ segir Ómar

Grétarsson félagsmaður í FÍB í

samtali við FÍB blaðið.

Ómar keypti nýjan VW

bíl fyrir tæpum fjórum árum

og tók bílalán 1100 þús.

kr. lán hjá Glitni við kaupin.

Vextirnir á láninu voru sagðir

8% og fékk hann forunnið

útreikningsblað frá Glitni hjá

sölumanni bílaumboðsins þar

sem tíundaðar voru afborganir

og lækkun höfuðstóls lánsins

miðað við gefnar forsendur.

Sl. sumar þegar Ómar hafði

greitt af láninu í þrjú ár, samtals

750 þús. kr og sá að höfuðstóll

verðleggja bíla mismunandi

eftir sölusvæðum innan

Evrópska efnahagssvæðisins.

DaimlerChrysler hafi sett fram

viðamikla og kostnaðarsama

staðla við útfærslu þessara

reglna sem taki mið af mun

stærri mörkuðum en þeim

íslenska. Þrátt fyrir að eigendur

Ræsis hafi verið tilbúnir að leggja

fram aukið fé til fyrirtækisins

hafi samningar strandað á

umfangi og framkvæmdahraða

fjárfestinga sem staðlarnir gera

kröfu um.

Í samtali við Morgunblaðið

sagði Hallgrímur Gunnarsson

framkvæmdastjóri Ræsis að þær

kröfur sem DaimlerChrysler

gerir endurspegli viðleitni

framleiðenda til að gera

seljendum erfitt fyrir að opna ný

útibú þegar markaðurinn verður

frjáls í október 2005. „Hugsun

þeirra er tvíþætt, annars vegar

að halda betri stjórn á dreifikerfi

sínu og hins vegar að aðstoða

þá sem þegar eru í dreifikerfinu

við að vernda fjárfestingu sína.

Þetta gengur beint gegn ætlun

Evrópusambandsins sem vildi

Lántaki 1100 þús. kr. bílaláns hefur greitt 750 þúsund í afborganir en skuldar enn 800 þúsund þús. kr.

Hann hefur krafið lánafyrirtækið um skýringar en ekki fengið:

Neitað um lágmarksþjónustu

lánsins hafði minnkað um

einungis 300 þús. kr. óskaði

hann eftir upplýsingum um

lánið og alla kostnaðar- og

vaxtaútreikninga vegna þess

hjá Glitni. Þær upplýsingar

hefur hann ekki getað fengið

ennþá. FÍB kallaði einnig eftir

þessum upplýsingum fyrir

Ómars hönd, en með sama

árangri.

Þau svör sem fengist hafa til

þessa frá Glitni eru á þá leið að

það sé fyrirhafnarsamt að taka

saman upplýsingar af þessu tagi

– og dýrt. Með eftirgangsmunum

fékk Ómar þó sent yfirlit yfir

greiðsluseðla sína, en ekkert

um það sem um var spurt.

Greiðsluseðlarnir sýna ekkert

um vexti og vaxtagreiðslur

og vaxtaútreikninga lánsins.

„Ég er ekkert að draga í efa að

heiðarleika starfsmanna Glitnis

né að þeir séu að gera eitthvað

rangt gagnvart mér. En ég geri

Innflutningur og sala Mercedes og Chrysler bíla er ekki lengur á snærum Ræsis.

Fyrirtækið hefur afsalað sér umboðinu. Samkvæmt heimildum FÍB blaðsins hafa

forsvarsmenn DaimlerChrysler um alllangt skeið verið áhyggjufullir yfir veikri ímynd

Mercedes Benz og Chrysler á Íslandi og kallað stíft eftir breytingum. Í áranna rás

hefur víðtækur innflutningur á Mercedes Benz bílum verið stundaður við hlið

Ræsis. Viðhaldsþjónusta Ræsis hefur alltaf þótt til fyrirmyndar og fyrirtækið hefur

aldrei vikið sér undan því að þjónusta „hliðarinnflutningsbíla.“ Hvort þessi rennilegi

Mercedes Benz C árgerð 2002 er fluttur inn af Ræsi eða einhverjum öðrum vitum

við ekki. En ekki skortir hann aflið því vélin er 4966 rúmsm og 302 hö.

auka samkeppni með setningu

nýju BER-reglugerðarinnar,“

sagði Hallgrímur við

Morgunblaðið.

Þegar þetta er ritað er ekki

ljóst hverjir muni taka upp

þráðinn með Mercedes og

Chrysler bíla hér á landi, en

allmargir munu hafa áhuga á

þessum vörumerkjum. Menn

í viðskiptalífinu sem blaðið

ræddi við sögðu að ein af

athugasemdir við það að fá ekki

þær upplýsingar og útskýringar

á þessu sem ég hef beðið um. Ég

33

ástæðum sambandsslitanna við

Ræsi væri sú að forsvarsmenn

DaimlerChrysler í Þýskalandi

hefðu lengi verið óánægðir með

að ímynd Mercedes og Chrysler

væri ekki sem skyldi á Íslandi og

vildu gera á því mikla bragarbót.

Þeir hefðu undanfarið átt

viðræður við Ræsi og fleiri aðila

um breytingar á þessu sviði

og þær viðræður svo leitt til

þessara slita.

tel það vera lágmarksþjónustu

að veita þær,“ segir Ómar

Grétarsson.


34

Frá lesendum

Sigur gegn kröfu

bílaverkstæðis

Félagsmaður nr. 320763

skrifar

Fyrir allnokkru áskotnaðist mér

bíll sem sonur minn var með úti á

landi. Hann varð fyrir því óhappi

að önnur framhurðin fauk upp hjá

honum. Hann fór til viðurkennds

bílaverkstæðis á staðnum og fékk

uppgefinn áætlaðan kostnað á

fullnaðarviðgerð.

Eftir að fullnaðarviðgerð lauk

af hálfu verkstæðisins, fékk hann

reikning sem var um 80% hærri

en áætlun sagði til um og neitaði

hann að greiða svo háan reikning.

Á þeim tíma fór bíllinn til

Reykjavíkur og var settur á bílasölu.

Þar varð öllum ljóst sem

skoðuðu bílinn hversu viðgerðin

var illa gerð og lækkaði hún

verðgildi bifreiðarinnar verulega.

Ég fór þá með bifreiðina til tæknilegs

ráðgjafa FÍB sem skoðaði

viðgerðina gaum gæfilega og gaf

síðan út skýrslu þar sem fram kom

að verkinu var það ábótavant að

vinna þyrfti það allt upp aftur.

Þessi skýrsla FÍB var síðan send

lögfræðingi bílaverkstæðisins, en

í millitíðinni var reikningur inn

kominn þangað til innheimtu.

Niðurstaðan varð síðan

sú að fullur sigur náðist og

reikningurinn dreginn til baka.

Þetta sýnir okkur hversu gott er

að eiga að góðan bakhjarl sem

FÍB er og er gott að vita til þess

að félagsmaður geti fengið slíka

tæknilega aðstoð eins og að

framan greinir.

Lítt lesvænt letur

Helgi S. Ólafsson skrifar

Takk fyrir FÍB - blaðið, það

eru margar áhugaverðar greinar í

þessu tölublaði og blaðið fallega

uppsett og lýst með góðum

myndum og töflum o.s.frv. Ég

má nú samt til með að benda á

slæman galla: Megin efni blaðsins

er prentað með allt of smáu letri

að undanskildum fyrirsögnum

og inngöngum sumra greina.

Á blaðsíðu 10 er grein um

vetrardekkin 2003 sem er með

mun stærra letri en mest allt

annað efni og alls ekki þreytandi

að lesa (nema textar í römmum

neðst á síðum 10–14). Ég bar

saman nokkur önnur tímarit, s.s.

Sumarhúsablaðið, Raflost, Heima

er best o.fl. sem ég lít gjarnan í, og

þau eru öll með mun læsilegra

letri.

Takk fyrir ábendingarnar. Vonum að

okkur hafi tekist betur til með þessu

tölublaði. Ritstj.

Stjórn og

starfsfólk FÍB

Framkvæmdastjórn

Árni Sigfússon formaður

Reykjanesi.

Stefán O. Magnússon

varaformaður Reykjavík.

Ólafur Guðmundsson ritari

Reykjanesi.

Ástríður H. Sigurðardóttir

gjaldkeri Reykjanesi.

Aðalstjórn

Árni Sigfússon formaður

Reykjanesi.

Stefán O. Magnússon

varaformaður Reykjavík.

Ólafur Guðmundsson ritari

Reykjanesi.

Ástríður H. Sigurðardóttir

gjaldkeri Reykjanesi.

Magnús Kristjánsson

meðstjórnandi Vestfjörðum.

Erlingur Reyndal meðstjórnandi

Reykjavík.

Hálfdán Þórisson meðstjórnandi

Vesturlandi.

Sigursteinn Guðmundsson

meðstjórnandi Norðurlandi v.

Sigurður Sigurðsson

meðstjórnandi Norðurlandi e.

Jóhann Grétar Einarsson

meðstjórnandi Austurlandi.

Einar Brynjólfsson meðstjórnandi

Suðurlandi.

Félagslegir

endurskoðendur

Friðrik Gunnarsson.

Sigfús Brynjólfsson.

Árni Guðjónsson

hæstaréttarlögmaður

fæddur 27.maí 1926

dáinn 15.febrúar 2004

jarðsunginn 20. febrúar 2004

Varastjórn

Bjarni S. Jónasson Reykjavík.

Reynir Þorsteinsson

Norðurlandi e.

Björn Björnsson Reykjanesi.

Ingibjörg Hauksdóttir Reykjanesi.

Hörður Karlsson Reykjanesi.

Ingvar Sigmundarson

Vesturlandi.

Magnús Kristjánsson

Vestfjörðum.

Reynir Þorsteinsson

Norðurlandi e.

Dagmar Björnsdóttir Reykjavík.

Jón Ármann Jónsson

Austurlandi.

Jón Hlöðver Hrafnsson

Suðurlandi.

Guðmundur Sigurðsson

Reykjavík.

Skrifstofa FÍB

Eiríkur Þorláksson lögfræðilegur

ráðgjafi.

Guðný Waage þjónustufulltrúi.

Jónína G. Gústavsdóttir

skrifstofustjóri.

Ólafía Ásgeirsdóttir

þjónustufulltrúi.

Runólfur Ólafsson

framkvæmdastjóri.

Stefán Ásgrímsson ritstjóri.

Ævar Friðriksson tæknilegur

ráðgjafi og sáttamaður FÍB og

Bílgreinasambandsins.

Greiðum árgjaldið

með greiðslukorti

– kortin þægilegasti og

hagstæðasti greiðslumátinn

Stjórn og starfsfólk FÍB óskar

félagsfólki sínu gleðilegs árs og

þakkar samskiptin á nýliðna

árinu. Ósk og von okkar er sú

að félagið eflist enn og dafni á

nýju ári og að félagsmenn og

landsmenn allir njóti enn frekar

góðs af starfi þess.

Til þess að félagið geti sem

best gegnt hlutverki sínu í því að

efla hag og bæta líf félagsmanna

sinna þarf það á tryggð þeirra

að halda. Félagið er algjörlega

frjálst og óháð öllum nema

félagsfólki sínu og þiggur enga

styrki eða fjárveitingar neins

staðar frá, heldur er margþætt

starfsemi þess og aðstoð við

félagsfólk einvörðungu rekin á

félagsgjöldum.

Af þeim sökum er það

mikilvægt að allur tilkostnaður

félagsins við innheimtu

félagsgjalda sé í lágmarki. Lang

stærstur hluti félagsmanna hefur

til þessa greitt árgjaldið með

því að greiða útsenda gíróseðla.

Gíróinnheimtan er orðin mjög

dýr og jafnframt óæskilega

óskilvirk. Innheimta félagsgjalds

með greiðslukorti er bæði

miklu ódýrari og skilvirkari og

þægilegri fyrir félagsfólk. FÍB

hvetur því félagsfólk til að greiða

framvegis árgjald í félaginu með

greiðslukorti. Með því sparast

miklir fjármunir sem þá nýtast til

að veita félögum betri þjónustu.

Neð kveðju, stjórn og starfsfólk FÍB

Kvaddur er með söknuði og virðingu Árni Guðjónsson,

hæstaréttarlögmaður sem var einn helsti forgöngumaður og

velunnari Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Árni gekk ungur til

liðs við FÍB og var lögmaður félagsins í áratugi. Hin óeigingjörnu

störf sín vann Árni lengst af í sjálfboðavinnu enda lét hann sig

málefni félagsins miklu varða og bar ætíð hag bifreiðaeigenda fyrir brjósti. Nú fer því miður

ört fækkandi þeim mönnum sem höfðu hugsjónir að leiðarljósi og létu sér annt um hag

heildarinnar.

Störf Árna fyrir FÍB voru af margvíslegum toga. Það féll í hans hlut að semja og endurskoða

lög félagsins. Hann hafði viðveru á skrifstofu FÍB vissa daga í viku og leysti þá úr margskonar

ágreiningsmálum sem félagsmenn áttu aðild að. Þessi vandamál leysti Árni þannig að þeir sem

hlut áttu að máli undu glaðir við sitt og fóru sáttir af hans fundi. Fjöldamargt annað sem of

langt yrði upp að telja tók Árni að sér fyrir FÍB.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur í mikilli þakkarskuld við Árna Guðjónsson fyrir öll

hans störf að bættum hag bifreiðaeigenda og ævilanga trúmennsku og tryggð við félagið.

FÍB vottar minningu Árna virðingu og aðstandendum hans og ástvinum samúð.

Stjórn og starfsfólk FÍB.


Verum vakandi fyrir því að nýta afslætti og sérkjör FÍB:

Hægt að spara

margfaldlega andvirði

félagsgjaldsins

Það félagsfólk FÍB sem hyggur á

för til Evrópu og Bandaríkjanna

í sumar er hvatt til að vera

vakandi fyrir Show your Card

& Save í Ameríku og Show

your Card!® merkinu í Evrópu

og hafa félagsskírteini FÍB við

höndina hvar sem þetta merki

er sjáanlegt.

Þar sem þessi merki er að

finna, hvort heldur sem félagsfólk

FÍB er statt inni í verslun, á hóteli,

skemmtigarði, veitingahúsi,

bílaleigum eða annars staðar

detta krónur í vasa þeirra.

Starfsfólk FÍB vill minna

fólk á að vera vakandi fyrir

því að nýta sér þá afslætti og

sérkjör sem bjóðast handhöfum

félagsskírteinis FÍB. Það eru

verulegar fjárhæðir sem hægt er

að spara í sumarleyfisferðalaginu

sem getur numið margföldu

árgjaldi FÍB. Við minnum

ennfremur á að eins og

undanfarin ár verða fáanlegar á

skrifstofu FÍB ódýrar gistiávísanir

á Edduhótelunum um allt land.

FÍB er aðili að einum stærsta

afsláttarklúbbi heims, Show your

Card!®. Show your Card!® er

landamæralaus afsláttarklúbbur

bílaklúbba. FÍB félagar njóta þeirra

afslátta og sérkjara sem þar eru

í boði gegn því að framvísa

félagsskírteini FÍB með Show

your Card merkinu, á um 70

þúsund stöðum – hótelum,

bílaleigum verslunum,

þjónustuaðilum o.m.fl. - í

Evrópu, Bandaríkjunum og

Kanada.

Félagsmenn geta kynnt sér

nánar hvar afslættina er að

finna með því að fara inn á

heimasíðu FÍB, www.fib.is og

smella á Show your Card!®

merkið á forsíðunni.

Einnig er hægt að bóka

hótelgistingu á bókunartengli

á heimasíðu FÍB. Á ferðalaginu

með fjölskyldunni er hægt að

spara félagsgjaldið í FÍB nokkrum

sinnum með því einu að vera

vakandi fyrir Show your Card!®

merkinu. Það er fundið fé að

vera félagi í FÍB.

Þjónustubók FÍB árið 2004

er nú í vinnslu og verður

hún send félagsmönnum í lok

marsmánaðar. Í henni er m.a.

yfirlit yfir afslætti innanlands og

utan og yfir helstu afsláttaraðila

innan Show your Card!®

afsláttarnetsins.

Show your Card!®

í Evrópu

Show yout Card & Save

í Ameríku

– nýtum okkur afslættina og

sérkjörin

Hlutfall dreyfbýlis

90%

80%

70%

60%

50%

40%

30%

20%

10%

0%

48%

55%

52%

23 fórust í

umferðinni 2003

23 létust í umferðarslysum hér á

landi á árinu 2003 í 20 slysum, Í

þremur slysanna létust tveir. 11

þeirra sem létust voru ökumenn

bifreiða, 9 farþegar í bílum og

3 voru gangandi vegfarendur.

Þetta kemur fram í frétt frá

Umferðarstofu.

Samkvæmt fréttinni létust

níu í bílaárekstrum en 10

létust er bílar sem þeir voru

í fóru útaf vegi. Af þeim sem

fórust létust þrír sem voru

fótgangandi þegar ekið var á

þá í þremur slíkum tilvikum.

Þá lést einn er bíl var ekið

á mannvirki. Af þeim sem

létust voru 13 karlmenn, átta

konur og tvö börn. 17 létust í

dreifbýli, en sex í þéttbýli, þar

Hlutfall látinna í umferðarslysum

í dreyfbýli

66%

56%

67%

84%

1971–1975 1976–1980 1981–1985 1986–1990 1991–1995 1996–2001 2001–2003

35

af tveir í Reykjavík. Þeir voru

báðir gangandi vegfarendur.

Aldursskipting látinna er

sem hér segir:

7 – 13 ára .........................................2

17 – 20 ára ......................................2

21 – 24 ára ......................................3

25 – 64 ára ......................................9

65 ára og eldri ..............................7

Sé fjöldinn skoðaður eftir

ársfjórðungum kemur í ljós að

3 létust á fyrsta ársfjórðungi, 3 á

öðrum, 12 á þeim þriðja og fimm

á síðustu þremur mánuðum

ársins. Af þeim sem létust voru

þrír erlendir ríkisborgarar.

Á árinu 2002 létust 29 manns

í 22 umferðarslysum.


36

BÍLAHÚS

Bílahús Reykjavíkurborgar

Ráðhúskjallari, Ráðhúsi

Reykjavíkur sími 563-2006

Vesturgötu 7 ekið inn frá

Mjóstræti

Bergstaðir, Bergstaðastræti

4-6

Traðarkot,Hverfisgötu 20

gegnt Þjóðleikhúsinu sími

562-9022

Vitatorg, Lindargötu 56-66

ekið inn frá Skúlagötu og

Vitastíg

sími 551-9566

Kolaportið við Kalkofnsveg

BÍLA-BARNASTÓLAR

Bílasmiðurinn hf.

Bíldshöfða 16

110 Reykjavík

Sími 567-2330

Fax 567-3844

Recaro barnastólar

BÍLALÁN

Glitnir hf.

Kirkjusandi

155 Reykjavík

Sími 440-4400

Fax 440-4410

Netfang: glitnir@glitnir.is

www.glitnir.is

BÍLALEIGUR

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

Bílaleigan AKA ehf

Vagnhöfða 25

110 Reykjavík

Sími 567-4455

Fax 567-4453

Bílaleigan Atlas, Greiði ehf.

Dalshrauni 9

220 Hafnarfirði

Sími 565-3800

atlas@atlascar.is

10% afsláttur til FÍB félaga.

Bílamálun Egilsstöðum ehf.

Fagradalsbraut 21

700 Egilsstöðum

Sími 471-2005

Fax 471-2035

Flugleiðir - Hertz bílaleiga

Reykjavíkurflugvelli

101 Reykjavík

sími 50-50-600

BÍLALÖKK

Orka – Snorri G.

Guðmundsson hf.

Bíldshöfða 8

112 Reykjavík

sími 535-8800

BÍLAPARTASÖLUR

Bifreiðasmiðjan Runó

Kaplahrauni 11

220 Hafnarfirði

Sími 555-6555

Bílstart ehf

Skeiðarási 10

210 Garðabæ

Sími 565-2688

Vaka hf.

Eldshöfða 6

112 Reykjavík

sími 567-6700

Varahlutaþjónustan sf

Íshellu 4

220 Hafnarfirði

Sími 565-3008

Vélamaðurinn ehf.

Alternatorar og startarar

Kaplahrauni 19

220 Hafnarfirði

sími 555-4900

BÍLARAFMAGN

Skorri ehf

Bíldshöfða 12

110 Reykjavík

Sími 577-1515

Fax 577-1517

Vélamaðurinn ehf.

Alternatorar og startarar

Kaplahrauni 19

220 Hafnarfirði

sími 555-4900

BÍLARÉTTINGAR

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

B.B. bílaréttingar ehf

Viðarhöfða 6

110 Reykjavík

Sími 567-2350

Netfang: bbbil@simnet.is

BGH réttingar

Vagnhöfða 12

110 Reykjavík

Sími 587-2330

Bifreiðabyggingar sf

Ármúla 34

108 Reykjavík

Sími 553-7730

Bíla- báta- og

flugvélaklæðningar.

Bifreiðaverkstæði Árna

Gíslasonar ehf.

Tangarhöfða 8-12

110 Reykjavík

Sími 587-5544

Bifreiðaverkstæðið Pardus

ehf.

Suðurbraut

565 Hofsósi

sími 453-7380

Bifreiðaverkstæðið Réttur

hf.

Viðarhöfða 4

108 Reykjavík

Sími 587-6350

Fax 587-6351

Bílamálun Egilsstöðum ehf.

Fagradalsbraut 21

700 Egilsstöðum

Sími 471-2005

Fax 471-2035

Bílamálunin Lakkhúsið

Smiðjuvegi 48

200 Kópavogi

Sími 567-0790

Fax 567-0795

Bílanes

Bygggörðum 8

170 Seltjarnarnesi

Sími 561-1190

Bílasprautun og réttingar

Auðuns

Nýbýlavegi 10

200 Kópavogi

sími 554-2510

Bílaspítalinn ehf

Kaplahrauni 1

220 Hafnafirði

sími 555-4332

Þjónustuaðili Heklu hf.

bsp@centrum.is

Bílasprautun-Réttingar sf

Vagnhöfða 16

112 Reykjavík

Sími 587-9024

Bílaþjónustan ehf

Efstubraut 2

540 Blönduósi

Sími 452-4575

Bílastjarnan Kar hf

Bæjarflöt 10

112 Reykjavík

sími 567-8686

Bílbót sf.

Bolafæti 3

260 Njarðvík

Sími 421-4117

Bílstart ehf

Skeiðarási 10

210 Garðabæ

Sími 565-2688

G.B. tjónaviðgerðir ehf

Draghálsi 8

110 Reykjavík

Sími 567-0690

Netfang tjon@tjon.is

www.tjon.is

H. Jónsson ehf, Rétting og

sprautun.

Smiðshöfða 14

110 Reykjavík

Sími 587-2286

Lakkskemman ehf.

Smiðjuvegi 38d rauð gata

200 Kópavogi

sími 557-4540

Nýsprautun ehf.

Grófinni 7

230 Keflavík

sími 421-2999

Réttingaverkstæði Hjartar

Smiðjuvegi 56, rauð gata

200 Kópavogi

Sími 587-9020

Fax 587-9021

Réttingaverkstæðið Múli

Hamarshöfða 5

110 Reykjavík

sími 587-2525

Réttingaþjónustan sf.

Smiðjuvegi 40

200 Kópavogur

Sími 557-6333

Smáréttingar

Steinsstaðaflöt 6

300 Akranesi

Sími 898-4644 og 895-4544

Víkur-ós ehf.

Bæjarflöt 6

112 Reykjavík

sími 587-7760

fax 587-7761

Tjónaskoðun

BÍLASMÍÐI

OG BREYTINGAR

Bifreiðabyggingar sf

Ármúla 34

108 Reykjavík

Sími 553-7730

Bíla- báta- og

flugvélaklæðningar.

Bílaklæðningar ehf.

Kársnesbraut 100 (ekið inn

frá Vesturvör)

Sími 554-0040

Bílaklæðningar, yfirbyggingar

og breytingar.

Jeppasmiðjan ehf.

Ljónsstöðum

Sandvíkurhreppi

801 Selfossi

sími 482-2858

BÍLASPRAUTUN

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

B.B. bílaréttingar ehf

Viðarhöfða 6

110 Reykjavík

Sími 567-2350

Netfang: bbbil@simnet.is

BGH réttingar

Vagnhöfða 12

110 Reykjavík

Sími 587-2330

Bifreiðaverkstæði Árna

Gíslasonar ehf.

Tangarhöfða 8-12

110 Reykjavík

Sími 587-5544

462-3061

Bifreiðaverkstæðið Réttur

hf.

Viðarhöfða 4

108 Reykjavík

Sími 587-6350

Fax 587-6351

Bílamálun Egilsstöðum ehf.

Fagradalsbraut 21

700 Egilsstöðum

Sími 471-2005

Fax 471-2035

Bílamálunin Bliki ehf.

Smiðjuvegi 38e gul gata

200 Kópavogi

sími 567-4477

Aðeins unnið af fagmönnum

Bílamálunin Lakkhúsið

Smiðjuvegi 48

200 Kópavogi

Sími 567-0790

Fax 567-0795

Bílanes

Bygggörðum 8

170 Seltjarnarnesi

Sími 561-1190

Bílasprautun og réttingar

Auðuns

Nýbýlavegi 10

200 Kópavogi

sími 554-2510

Bílasprautun-Réttingar sf

Vagnhöfða 16

112 Reykjavík

Sími 587-9024

Bílastjarnan Kar hf

Bæjarflöt 10

112 Reykjavík

Sími 567-8686

Bílbót sf.

Bolafæti 3

260 Njarðvík

Sími 421-4117

H. Jónsson ehf, Rétting og

sprautun.

Smiðshöfða 14

110 Reykjavík

Sími 587-2286

G.B. tjónaviðgerðir ehf

Draghálsi 8

110 Reykjavík

Sími 567-0690

Netfang tjon@tjon.is

www.tjon.is

Lakkskemman ehf.

Smiðjuvegi 38d rauð gata

200 Kópavogi

sími 557-4540

Nýsprautun ehf.

Grófinni 7

230 Keflavík

sími 421-2999

Réttingaverkstæði Hjartar

Smiðjuvegi 56, rauð gata

200 Kópavogi

Sími 587-9020

Fax 587-9021

Réttingaþjónustan sf.

Smiðjuvegi 40

200 Kópavogur

Sími 557-6333

Víkur-ós ehf.

Bæjarflöt 6

112 Reykjavík

sími 587-7760

fax 587-7761

Tjónaskoðun

BÍLASÖLUR

Bílasala Suðurlands

Umboðssala Toyota

Fossnesi 14

800 Selfossi

sími 480-8000

Þjónustuaðili fyrir Toyota

Bílver ehf.

Akursbraut 11

300 Akranesi

Sími 431-1985

Honda – Peugeot

Litla Bílasalan

Funahöfða 1

110 Reykjavík

Sími 587-7777

Suzuki bílar hf.

Skeifunni 17

108 Reykjavík

sími 568-5100

BÍLAUMBOÐ

Suzuki bílar hf.

Skeifunni 17

108 Reykjavík

sími 568-5100

BÍLAVARAHLUTIR

Bifreiðasmiðja Sigurbjörns

Bjarnasonar ehf.

Kársnesbraut 102

200 Kópavogi

Sími 554-4221

Bílanaust:

Borgartúni 26

105 Reykjavík

sími 535-9000

Bíldshöfða 14

112 Reykjavík

sími 535-9070

Smiðjuvegi 6

200 Kópavogi

Sími 535-9100

Dalshrauni 16

220 Hafnarfjörður

sími 555-4800

Grófin 8

230 Keflavík

sími 421-7510

Dalsbraut 1a

600 Akureyri

sími 461-5522

Lyngási 13

700 Egilsstaðir

sími 471-1244

Álaugarvegi 2

780 Hornafjörður

sími 478-1490

Hrísmýri 7

800 Selfossi

sími 482-4200

GS varahlutir

Bíldshöfða 14

110 Reykjavík

Sími 567-6744

Jeppasmiðjan ehf.

Ljónsstöðum

Sandvíkurhreppi

801 Selfossi

sími 482-2858

Stilling ehf.

Skeifunni 11

108 Reykjavík

sími 520-8000

Varahlutaþjónustan sf

Íshellu 4

220 Hafnarfirði

Sími 565-3008

Vélamaðurinn ehf.

Kaplahrauni 19

220 Hafnarfirði

Sími 555-4900

Þ. Jónsson - Vélaland ehf.

Vagnhöfða 21

112 Reykjavik

sími 577-4500

Þjónustuauglýsingar FÍB

BÍLAVERKSTÆÐI

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

Bifreiðaverkstæði Árna

Gíslasonar ehf.

Tangarhöfða 8-12

110 Reykjavík

Sími 587-5544

Bifreiðaverkstæði Árna

Heiðars

Iðavöllum 9c

230 Keflavík

Sími 421-3214

Bifreiðaverkstæði Friðriks

Ólafssonar ehf

Smiðjuvegi 22

200 Kópavogi

Sími 567-7360

Honda, Nissan og

Subaruþjónusta

Bifreiðaverkstæðið Armur

Skeifunni 5

108 Reykjavík

Sími 581-3888

Bifreiðaverkstæðið

Framrás ehf.

Smiðjuvegi 17

870 Vík

Sími 487-1330 og 893-4630

Bifreiðaverkstæðið Réttur

hf.

Viðarhöfða 4

108 Reykjavík

Sími 587-6350

Fax 587-6351

Bifreiðaverkstæðið Toppur

Skemmuvegi 34

200 Kópavogi

sími 557-9711

Þjónustuverkstæði fyrir

Nissan og Subaru

toppur@islandia.is

Bifreiðaverkstæði

Grafarvogs ehf

Gylfaflöt 24-30

112 Reykjavík

Sími 577-4477

Daewoo og Musso þjónusta

Bifreiðaverkstæði

Kaupfélags Skagfirðinga

Freyjugötu 9

550 Sauðarkróki

Sími 455-4570

Fax 455-4571

Bifreiða - og vélaverkstæði

Sigursteins

Selnesi 28-30

760 Breiðdalsvík

sími 475-6616

Þjónusta fyrir FÍB og flest

umboð

Bifreiðaverkstæðið HD

vélar ehf.

Ránargötu 14

580 Siglufirði

Sími 467-1941 og 467-1445

Bifreiðaverkstæðið Pardus

ehf.

Suðurbraut

565 Hofsósi

sími 453-7380

Bifreiðaverkstæðið

Baugsbót

Frostagötu 1b

603 Akureyri

sími 462-7033

Bílanes

Bygggörðum 8

170 Seltjarnarnesi

Sími 561-1190

Bílasala Suðurlands

Fossnesi 14

800 Selfossi

sími 480-8080

Þjónustuaðili fyrir Toyota


FÍB Þjónustuauglýsingar

Bílaspítalinn ehf

Kaplahrauni 1

220 Hafnafirði

sími 555-4332

Þjónustuaðili Heklu hf.

bsp@centrum.is

Bílaverkstæði Birgis

Haukamýri 1

640 Húsavík

sími 464-2626

Þjónusta fyrir Heklu,

Brimborg, Suzuki, Honda og

Peugeot

Bílaverkstæði Borgþórs

Miðási 2

700 Egilsstöðum

Sími 471-1436

Bílaverkstæði Hrafnkels hf.

Bíldshöfða 14

112 Reykjavík

Sími 567-7774

Bílaverkstæði Högna

Trönuhrauni 2

220 Hafnarfirði

Sími 555-2622

Bílaþjónusta Péturs ehf.

Vallholti 17

800 Selfossi

sími 482-2050

Bíljöfur bifreiðaverkstæði

ehf

Smiðjuvegi 68-70

200 Kópavogi

Sími 544-5151

Bílver ehf.

Akursbraut 11

300 Akranesi

Sími 431-1985

Honda – Peugeot

Bílaverkstæðið Bílvogur

ehf

Þjónustuaðili fyrir Heklu,

MMC og Audi

Auðbrekku 17

200 Kópavogi

Sími 564-1180

Bílstál ehf.

Askalind 3

201 Kópavogi

Sími 564-4632

Brimborg Akureyri

Tryggvabraut 3

600 Akureyri

Sími 462-2700

Framtak-Blossi ehf.

Drangahrauni 1-1b

220 Hafnarfirði

Sími 555-6030 Fax 555-

6035

J.S.K. bifreiðaverkstæði

Austurmörk 16c

810 Hveragerði

sími 483-4414

Jeppasmiðjan ehf.

Ljónsstöðum

Sandvíkurhreppi

801 Selfossi

sími 482-2858

KB bílprýði ehf

Sólvöllum 5

350 Grundarfirði

Sími 438-6933

Neyðarsími 897-9301

Múlatindur sf

Múlavegi 13

625 Ólafsfirði

Sími 455-2194

Fax 466-2614

Pústþjónusta Bjarkars

Fitjabraut 4

260 Njarðvík

Sími 421-3003

Smur-og dekkjaþónusta

Aðalstræti 3

450 Patreksfirði

Sími 456-1144

Smur-og dekkjaþónusta

Breiðholts ehf

Jafnaseli 6

109 Reykjavík

Sími 587-4700

Stimpill

Akralind 9

201 Kópavogi

sími 564-1268

Þjónusta fyrir Renault,

Hyundai, Land Rover og

BMW

Vélastilling sf.

Auðbrekku 16

200 Kópavogur

Sími 554-3140

Vélastillingar, tímareimar

Vélsmiðja Grindavíkur

Seljabót 3

240 Grindavík

sími 426-8540

BÍLAÞJÓNUSTUR

Bílaþjónusta Péturs ehf.

Vallholti 17

800 Selfossi

sími 482-2050

BÍLRÚÐUR

OG ÍSETNINGAR

Bílamálun Egilsstöðum ehf.

Fagradalsbraut 21

700 Egilsstöðum

Sími 471-2005

Fax 471-2035

Bílbót sf.

Bolafæti 3

260 Njarðvík

Sími 421-4117

Glerið sf.

Bíldshöfða 16

112 Reykjavík

sími 587-6510

Nýsprautun ehf.

Grófinni 7

230 Keflavík

sími 421-2999

Orka – Snorri G.

Guðmundsson hf.

Bíldshöfða 8

112 Reykjavík

sími 535-8800

BÍLSKÚRSHURÐIR

OG OPNARAR

Glófaxi ehf. blikksmiðja

Ármúla 42

108 Reykjavík

sími 553-4236

Gluggasmiðjan hf.

Viðarhöfða 3

110 Reykjavík

Sími 577-5050

DRÁTTARBÍLAR

Nýsprautun ehf.

Grófinni 7

230 Keflavík

sími 421-2999

Vaka hf.

Eldshöfða 6

112 Reykjavík

sími 567-6700

FJARRÆSIBÚNAÐUR

Stilling ehf.

Skeifunni 11

108 Reykjavík

sími 520-8000

HEMLAR

OG HEMLAVIÐGERÐIR

Orka – Snorri G.

Guðmundsson hf.

Bíldshöfða 8

112 Reykjavík

sími 535-8800

Stilling ehf.

Skeifunni 11

108 Reykjavík

sími 520-8000

HJÓLBARÐAR

OG ÞJÓNUSTA

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

Bifreiða - og vélaverkstæði

Sigursteins

Selnesi 28-30

760 Breiðdalsvík

sími 475-6616

Þjónusta fyrir FÍB og flest

umboð

Bifreiðaverkstæðið

Framrás ehf.

Smiðjuvegi 17

870 Vík

Sími 487-1330 og 893-4630

Bifreiðaverkstæðið HD

vélar ehf.

Ránargötu 14

580 Siglufirði

Sími 467-1941 og 467-1445

Bifreiðaverkstæðið Pardus

ehf.

Suðurbraut

565 Hofsósi

sími 453-7380

Bílasala Suðurlands

Fossnesi 14

800 Selfossi

sími 480-8080

Þjónustuaðili fyrir Toyota

Dekk og smur ehf.

Nesvegi 5

340 Stykkishólmi

Sími 438-1385

Dekkjatorgið

Gleráreyrum 2

600 Akureyri

Sími 462-4007

Gúmmívinnustofan ehf

Réttarhálsi 2

110 Reykjavík

Sími 553-0360

Fax 587-5585

Hjól-Vest

Ægissíðu 102

107 Reykjavík

Sími 552-3470

Hjólbarðaverkstæði

Grafarvogs

Gylfaflöt 3

112 Reykjavík

Sími 567-4468

Hjólbarðaverkstæði

Sigurjóns

Hátúni 2a

105 Reykjavík

Sími 551-5508

Hjólbraðaverkstæðið

Bæjardekk ehf

Langatanga 1a

270 Mosfellsbæ

Sími 5668188

KB bílprýði ehf

Sólvöllum 5

350 Grundarfirði

Sími 438-6933

Neyðarsími 897-9301

Múlatindur sf

Múlavegi 13

625 Ólafsfirði

Sími 455-2194

Fax 466-2614

Pólar hf

Einholti 6

105 Reykjavík

Sími 561-8401

Fax 561-8403

Smur-og dekkjaþónusta

Aðalstræti 3

450 Patreksfirði

Sími 456-1144

Smur-og dekkjaþónusta

Breiðholts ehf

Jafnaseli 6

109 Reykjavík

Sími 587-4700

Smurstöð og

hjólbarðaþjónusta Björns

og Þórðar

Vatnsnesvegi 16

230 Keflavík

Sími 421-4546

Sólning Selfossi ehf

Austurvegi 58

800 Selfossi

Sími 482-2722

Vaka hf.

Eldshöfða 6

112 Reykjavík

sími 567-6700

Vélastilling sf.

Auðbrekku 16

200 Kópavogur

Sími 554-3140

Vélastillingar, tímareimar

JEPPAÞJÓNUSTA

Ásmegin, bifreiðaverkstæði

Reitarvegi 3

340 Stykkishólmi

Sími 438-1586

Fjallabílar – Stál og stansar

Vagnhöfða 7

110 Reykkjavík

Sími 517-5000

Drifskaftaviðgerðir,

jeppaviðgrðir,

Varahlutir í jeppa.

KERRUR

OG DRÁTTARBEISLI

Víkurvagnar ehf.

Dverghöfða 27

110 Reykjavík

Sími 577-1090

www.vikurvagnar.is

LÁSASMIÐIR

OG ÞJÓNUSTA

Vaka hf.

Eldshöfða 6

112 Reykjavík

sími 567-6700

PÚSTÞJÓNUSTA

Dekkjatorgið

Gleráreyrum 2

600 Akureyri

Sími 462-4007

Kvikk þjónustan

Sóltúni 3

105 Reykjavík

Sími 562-1075

Pústþjónusta Bjarkars

Fitjabraut 4

260 Njarðvík

Sími 421-3003

RAFGEYMAR

OG ÞJÓNUSTA

Pólar hf

Einholti 6

105 Reykjavík

Sími 561-8401

Fax 561-8403

Rafgeymasalan ehf

Dalshrauni 17

220 Hafnarfirði

Sími 565-4060

Sólning Selfossi ehf

Austurvegi 58

800 Selfossi

Sími 482-2722

RAFMAGNSVÖRUR

OG VIÐGERÐIR

Vélamaðurinn ehf.

Kaplahrauni 19

220 Hafnarfirði

Sími 555-4900

Þ. Jónsson - Vélaland ehf.

Vagnhöfða 21

112 Reykjavik

sími 577-4500

SJÁLFSKIPTIVIÐGERÐIR

Stimpill

Akralind 9

201 Kópavogi

sími 564-1268

Þjónusta fyrir Renault,

Hyundai, Land Rover og

BMW

SMURSTÖÐVAR

Bifreiða - og vélaverkstæði

Sigursteins

Selnesi 28-30

760 Breiðdalsvík

sími 475-6616

Þjónusta fyrir FÍB og flest

umboð

Bifreiðaverkstæðið

Framrás ehf.

Smiðjuvegi 17

870 Vík

Sími 487-1330 og 893-4630

Bifreiðaverkstæðið HD

vélar ehf.

Ránargötu 14

580 Siglufirði

Sími 467-1941 og 467-1445

Bifreiðaverkstæðið Pardus

ehf.

Suðurbraut

565 Hofsósi

sími 453-7380

Bifreiðaverkstæðið Toppur

Skemmuvegi 34

200 Kópavogi

sími 557-9711

Þjónustuverkstæði fyrir

Nissan og Subaru

toppur@islandia.is

Bílasala Suðurlands

Fossnesi 14

800 Selfossi

sími 480-8080

Þjónustuaðili fyrir Toyota

Bílaverkstæði Birgis

Haukamýri 1

640 Húsavík

sími 464-2626

Þjónusta fyrir Heklu,

Brimborg, Suzuki, Honda og

Peugeot

Bílstál ehf.

Askalind 3

201 Kópavogi

Sími 564-4632

Dekk og smur ehf.

Nesvegi 5

340 Stykkishólmi

Sími 438-1385

Dekkjatorgið

Gleráreyrum 2

600 Akureyri

Sími 462-4007

Hjól-Vest

Ægissíðu 102

107 Reykjavík

Sími 552-3470

KB bílprýði ehf

Sólvöllum 5

350 Grundarfirði

Sími 438-6933

Neyðarsími 897-9301

Múlatindur sf

Múlavegi 13

625 Ólafsfirði

Sími 455-2194

Fax 466-2614

37

Smur-og dekkjaþónusta

Aðalstræti 3

450 Patreksfirði

Sími 456-1144

Smur-og dekkjaþónusta

Breiðholts ehf

Jafnaseli 6

109 Reykjavík

Sími 587-4700

Smurstöð ESSO

Reykjavíkurvegi 54

220 Hafnarfirði

Sími 555-0330

Smurstöð Heklu hf

Laugavegi 170-174

105 Reykjavík

Sími 590-5070

Netfang smurstod@hekla.is

Smurstöð og

hjólbarðaþjónusta Björns

og Þórðar

Vatnsnesvegi 16

230 Keflavík

Sími 421-4546

Smurstöðin ehf.

Fosshálsi 1

110 Reykjavík

sími 567-3545

Smurstöðin Akranesi

Smiðjuvöllum 2

300 Akranesi

Sími 431-2445

Smurstöðin Klöpp ehf.

10% aflsáttur fyrir FÍB

meðlimi

Vegmúla 4

108 Reykjavík

Sími 553-0440

Smurstöðin Stórahjalla ehf

Stórahjalla 2

200 Kópavogur

Sími 554-3430

Smurstöðin Vogar

Knarrarvogi 2

104 Reykjavík

sími 553-2205

Stilling ehf.

Skeifunni 11

108 Reykjavík

sími 520-8000

Vélsmiðja Grindavíkur

Seljabót 3

240 Grindavík

sími 426-8540

Þ. Jónsson - Vélaland ehf.

Vagnhöfða 21

112 Reykjavik

sími 577-4500

VÉLSMÍÐI

Vélsmiðja Grindavíkur

Seljabót 3

240 Grindavík

sími 426-8540

ÞVOTTASTÖÐVAR

Bón- og Þvottastöðin ehf

Sóltúni 3

107 Reykjavík

Sími 551-4820

Bón og hreinsivörur


38

Átt þú mynd af breyttum fólksbíl?

Um þessar mundir er unnið að

ritun sögu bílsins á Íslandi, en

svo sem kunnugt er kom fyrsti

bíllinn til Íslands fyrir réttum

100 árum, árið 1904.

Heimildasöfnun er nú á

endasprettinum en lengi má

bæta við. Þannig vantar til dæmis

góðar myndir af pallbílum sem

tíðkaðist að gera úr fólksbílum

um og upp úr miðri öldinni. Þá

var hreinlega farið með verkfæri

á bílinn fyrir aftan framhurðir

og skellt af honum um þvert,

gafl settur í húsið og pallstúfur

þar fyrir aftan.

Baráttumál FÍB hafa bæði verið

stór og smá á þeim sjötíu árum

sem liðin eru frá stofnun félagsins.

Vega- og tryggingamál eru dæmi

um stóru málin en smærri málin

voru oft ekki síður stór í sniðum

og mikil hita- og réttlætismál. Eitt

slíkra mála var barátta FÍB við

stjórnendur ríkisútvarpsins vegna

afnotagjalda af útvarpsviðtækjum

í bílum. Félagið taldi þar um

ranglega tvísköttun að ræða.

Rök FÍB fyrir niðurfellingu slíkra

gjalda voru m.a. reifuð í skýrslu

stjórnar árið 1950:

“Útvarpsnotandi má í

heimahúsum hafa eins mörg

viðtæki og honum sýnist, til

afnota fyrir fjölskyldu sína, og

greiðir aðeins af einu þeirra, en ef

hann hlustar á útvarp í bílnum

sínum í tæki, sem er skrúfað fast

í bílinn, þá kostar það fullkomið

afnotagjald af tækinu, en ef tækið

er laust í bílnum (ferðatæki) þá

kostar það ekki neitt. Yfir þessum

órétti hefir stjórn FÍB kvartað við

útvarpsstjóra og óskað bréflega

eftir niðurfellingu gjalds af

viðtækjum í einkabílum. Þessari

málaleitan tók útvarpsstjóri

þunglega og meðal annarra raka

Góðar myndir af svona bílum

væru vel þegnar.

Hér fylgir með mynd af

Bedford „boddíbíl“ Norðurleiðar,

líklega tekin einhvern tíma á

árunum fyrir 1950. Man

einhver eftir þessu ferðalagi

eða kringumstæðunum, þegar

myndin var tekin?

Þeir sem geta leyst úr

ofanskráðu eru vinsamlega

beðnir að hafa samband.

Saga bílsins á Íslandi

Sigurður Hreiðar, sími.566 6272.

Netfang: auto@simnet.is

Afnotagjöld af bílútvörpum

bendi hann á, að þeir, sem gætu

átt einkabíl, væru svo efnum

búnir, að þeir gætu greitt þetta

gjald.”

Talnaglöggur félagi reiknaði

út skatttekjur ríkisins vegna

þessarar tvísköttunar. Hann birti

útreikninga sína í Ökuþór árið

1954 og staðhæfði að 200 króna

útvarpsskattur á alla bíla samsvari

hálfrar milljóna króna skatti

árlega eða nákvæmlega sömu

upphæð og ríkið greiði til reksturs

Þjóðleikhússins. “Bíleigendur reka

því líka Þjóðleikhús vort,” sagði

í blaðinu.

Lukkupottur FÍB

Dreginn hefur verið út veglegur

vinningur í Lukkupotti FÍB.

Vinningurinn var dreginn

úr nöfnum þeirra sem greitt

höfðu árlegt félagsgjald fyrir 15.

febrúar sl.

Vinningurinn, sem er flugfar

fyrir tvo til London og til

baka, kom á nafn Hilmars Þ.

Eysteinssonar, Skúlagötu 64,

105 Reykjavík.

Við óskum Hilmari til

hamingju með vinninginn og

óskum honum góðrar ferðar

til London. Hinn heppni

vinningshafi getur vitjað

vinningsins á skrifstofu FÍB,

Borgartúni 33 í Reykjavík.

Bedford „boddíbíll“ Norðurleiðar. Myndin er líklega tekin einhvern tíma á árunum

fyrir 1950. Man einhver eftir þessu ferðalagi eða kringumstæðunum, þegar myndin

var tekin?

Þessu baráttumáli lauk í

reynd ekki fyrr en árið 1970

en þá var þetta rangláta

afnotagjald loks fellt niður.

Tæknin hafði hins vegar löngu

áður gert skattheimtuna

hlægilega, bíleigendur hættu

einfaldlega að skrúfa viðtæki

í bílana og notuðu ný og

betri ferðatæki til að hlutsta á

útvarpið í bílnum.

Fleiri erindi rakti FÍB

á skrifstofu Vilhjálms Þ.

Vilhjálmssonar útvarpsstjóra

á sjötta áratugnum. Formaður

FÍB vildi að útvarpað yrði

léttri tónlist og danslögum um

verslunamannahelgina. “Ég

benti Vilhjálmi á að bíleigendur

borguðu mikið en fengju lítið í

staðinn. Ég vildi að létt tónlist yrði

leikin, ekki prelúdíur og fúgur

sem hljóma alla sunnudaga, allri

þjóðinni til hrellingar, heldur

það sem almenningur kallar

létt lög,” sagði Sveinn Torfi

Sveinsson fyrrverandi formaður

FÍB síðar í viðtali. “Þetta hafðist

og Vilhjálmur tók upp á

útvarpa léttum lögum og síðar

var farið að koma með fréttir af

þjónustubílum FÍB..”

“Allir sem voru með útvarp

í bílum sínum þurftu að greiða

sérstakt afnotagjald fyrir það

til Ríkisútvarpsins. Þetta fannst

fólki óréttlátt, því þegar það kom

heim varð það að slökkva á

útvarpinu í bílnum sínum og

labba inn og hlusta á sömu

útvarpsstöð þar.” Sveinn Torfi

Sveinsson, fv. formaður FÍB

More magazines by this user
Similar magazines