Sundriðið á VW Bjöllu yfir fallvötn Sundriðið á VW Bjöllu yfir ... - Fíb.is

fib.is

Sundriðið á VW Bjöllu yfir fallvötn Sundriðið á VW Bjöllu yfir ... - Fíb.is

4

Nýi Bronco hugmyndarbíllinn

minnir um sumt á gamla Broncoinn

1966-1977 sem eiginlega var fyrsti

lúxusjeppinn, þótt að í dag yrði hann

seint talinn til lúxusjeppa.

Nýr Ford

Bronco jeppi

- frumkynning á

bílasýningunni í Detroit

Bílasýning bandaríska

bílaiðnaðarins – hins árlega

bílasýning í Detroit stendur

yfir. Þar sýnir Ford

nýja gerð Bronco jeppans

góðkunna. Grunnhugmynd

þessa bíls sem ennþá er

ekki kominn í framleiðslu,

er sótt til fyrstu kynslóðar

Bronkójeppanna, þeirrar

sem framleidd var á árunum

1966-1977.

Jeppar nútímans hafa

stöðugt verið að færast frá

því að vera torfæru- og

slarkbílar fyrst og fremst í það

að verða lúxusbílar. Með nýja

Bronkó-hugmyndarbílnum er

leitað til baka til upprunans.

Bíllinn er svipaðrar stærðar

og upprunalegi Bronkóinn

var, útlitið einkennist af

beinum línum og innréttingin

er einföld.

„Þessi hugmyndabíll er

trúr upprunanum, hann

er sterkur torfærujeppi

sem sker sig úr, - hann er

eins og alvöru klaufhamar

innanum rafhlöðudrifiið

plastverkfæradót“ segir

J Mays yfirmaður

hönnunardeildar Ford í

Dearborn, Michigan við

fréttavef MSN. Þar segir

ennfremur að fari þessi bíll

í almenna framleiðslu verði

hann boðinn með tveggja

lítra túrbínudísilvél og sex

gíra hand/sjálfskiptingu

sem hæfi þessum sterka og

fótvissa torfærubíl.

Það er helst baksvipurinn sem minnir

á gamla Broncoinn; tveir hlerar fyrir

afturendanum, gluggahlera sem

opnast upp og gólfhlera sem er

á lömum að neðanverðu og með

FORD nafninu ígreyptu í hástöfum.

Sanngjörn álagning

og sam keppni í sölu

bílaeldsneytis

– ríkir raunveruleg samkeppni eða er stunduð

undirverðlagning til að drepa samkeppni í fæðingu?

FÍB hefur í áraraðir barist

fyrir aukinni samkeppni á

eldsneytismarkaði til hagsbóta

fyrir bíleigendur. Jafnframt

hefur verið bent á afleiðingar

fákeppni og þann mikla

kostnað sem neytendur hafa

búið við í eldsneytiskaupum.

Innkoma Atlantsolíu á bensín-

og dísilolíumarkaðinn hefur

haft ótrúlega mikil áhrif á

eldsneytisverð hér á landi.

Lægra útsöluverð á bensíni og

dísilolíu er vissulega fagnaðarefni

en vekur einnig upp áleitnar

spurningar. Hvernig réttlæta

olíufélögin Esso, Olís og Shell

verulega lækkun á sama tíma og

heimsmarkaðsverð olíu hefur

hækkað? Það gagnast lítið að

skýla sér á bakvið Orkuna,

ÓB eða Esso Express því þessi

fyrirtæki eru aðeins vörumerki

undir stjórn hinna þriggja stóru.

Hafa bíleigendur ofgreitt

eldsneyti

Augljósasta skýringin er að

félögin telji sig geta komist af

með minni álagningu. Minni

álagning og lægra vöruverð

er fagnaðarefni en neytendur

verða að halda vöku sinni.

Hvers vegna er lag til að lækka

álagningu um 2 til 3 krónur á

lítra um þessar mundir? Getur

verið að neytendur hafi á

undanförnum árum verið að

ofgreiða hundruð milljóna í

S.kr./líter

12

10

8

6

4

2

0

F

2002

eldsneytisverði? Á hverju ári

eru seldir hátt í 200 milljón lítrar

af bensíni til íslenskra neytenda.

Hver króna í aukna álagningu

á bensín þýðir um 250 milljón

krónur úr vasa neytenda

því ofan á krónuna kemur

virðisaukaskattur 24.5%.

Réttlát álagning

Fyrrnefndar lækkanir í kjölfar

innkomu Atlantsolíu kalla á

svör stóru olíufélaganna um

verðlagningu fyrri ára. Þannig

eru árlega seldar um 200 milljónir

lítra af bensíni og 150 milljónir

lítra af dísilolíu á bíla og tæki.

Miðað við þá lækkun sem orðið

hefur á fyrrnefndum tegundum

vekur það spurningu um hvort

bíleigendur og fyrirtæki hafi

Bensínverð í Svíþjóð frá mánuði til mánaðar

Álagning Innkaupsv. Rotterdam Skattar Útsöluverð

M A M J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J

2003

2004

Verð á bensíni á árunum 2002–2004, 95 oktan

Meðalverð hvers mánaðar frá þjónustudælu á mannaðri stöð, án allra sértækra og almennra afslátta

verið hlunnfarin á undanliðnum

árum.

Álagning í Svíþjóð

Lítum á gögn um álagningu

á bensín í Svíþjóð: Gögnin

eru fengin frá SPI sem eru

samtök olíufélaga í Svíþjóð.

Á heimasíðu SPI (www.spi.

se) má sjá meðfylgjandi súlurit

um uppbyggingu bensínverðs

á sænska markaðnum.

Samkvæmt þessum gögnum þá

taka sænsku olíufélögin til sín

innan við 10 íslenskar krónur í

álag á lítra. Miðað við þær tölur

sem þarna koma fram þurfa

íslensku olíufélögin u.þ.b. 100%

hærri álagningu samanborið við

þau sænsku. Vissulega er lengra

að flytja eldsneytið til Íslands en

Svíþjóðar og markaðurinn stærri.

Það réttlætir þó ekki þennan

gífurlega mun á álagningu.

Samkeppni án samráðs

Þær meinsemdir sem fylgja

fákeppni á eldsneytismarkaði

heyra vonandi sögunni til. Það er

hins vegar verðugt viðfangsefni

fyrir samkeppnisyfirvöld að þau

haldi vöku sinni með tilkomu

hins nýja samkeppnisumhverfis.

Reynslan sýnir að fyrirtæki á

fákeppnismarkaði eru reiðbúin

að beita öllum tiltækum ráðum

til niðurbrots á heilbrigðri

samkeppni án samráðs.

More magazines by this user
Similar magazines