Herbalife hefur í boði allt sem þarf til að annast um húðina yfir sumarið

herbalifetoday.com

Herbalife hefur í boði allt sem þarf til að annast um húðina yfir sumarið

IS TÖLUBLAÐ 169:

2. ÁRSFJ. 2012

ASPIRE

Herbalife hefur

í boði allt sem þarf

tilannast um

húðina yfir sumarið

BETRI NÆRING BÆTIR LÍFIÐ


Auktu útgeislun húðarinnar

fyrir sumarið…

Sérfræðingur Herbalife, Jacquie Carter, deilir með okkur bestu

ráðunum til að fá húðina til að ljóma fallega fyrir sumarmánuðina.

Brotthreinsun dauðra húðfrumna…

er augljóslega ekki glæsilegasta umræðuefnið varðandi heilsu

húðarinnar. Um er að ræða það náttúrulega ferli líkamans

að losa sig við ysta lagið af dauðum húðfrumum um leið og

glænýjar húðfrumur verða til neðar í húðinni. Þú ræður hvort

þú trúir því en milljónir af húðfrumubrotum flagna af líkamanum

daglega. Til allrar hamingju hamflettist húðin ekki af okkur í

einu lagi eins og hjá snákum, en örlítil frumubrot flagna af okkur

allan daginn án þess að við verðum vör við það.

Hvaða sönnun höfum við fyrir að þetta gerist?

Útlit og áferð húðarinnar sýnir

hversu vel þetta ferli gengur fyrir

sig. Húð sem er dauf útlits og

gróf og hreistruð áferðar er húð

sem hefur ekki losnað nægilega

vel við gamlar húðfrumur. Þegar

húðin ljómar fallega og er slétt

og mjúk áferðar hafa dauðar

húðfrumur flagnað eðlilega af henni.

Á unglingsaldri skiptum við algerlega um ysta lag

húðarinnar að meðaltali á 14 til 20 daga fresti. Þegar við

erum orðin fertug getur nákvæmlega sama ferli tekið

allt að 45 daga. Afleiðingin verður þurr og grámygluleg

húð sem skortir vökvafyllingu og er gróf viðkomu. Til

þess að líta eins vel út og við getum þurfum við dálitla

hjálp. Einmitt þá verður gott skrúbbkrem – á borð við

NouriFusion skrúbbkremið frá Herbalife – svo mikilvægur

þáttur í umönnun húðarinnar.

Leyndarmálið að baki hraustlegri og unglegri húð er að

gefa frumuendurnýjunarferlinu pínulítið spark til að halda

því við efnið. Skrúbbkrem eru einmitt ætluð til þess. Þau

innihalda litlar agnir sem hjálpa til við að fjarlægja ytra

lagið af dauðum húðfrumum einfaldlega með nuddáhrifum

sínum á húðina. Með skrúbbkremi er unnt að losa sig við

dauðar húðfrumur sem safnast hafa upp og svipta hulunni

af nýrri og hraustlegri húð sem er þar undir. Fyrir utan

að stuðla að fallegra útliti getur notkun á skrúbbkremum

hjálpað til við eftirfarandi:

• Að fjarlægja mengun og óhreinindi af

húðinni sem geta stíflað svitaholurnar.

• Að bæta áferð húðarinnar.

• Að vinna gegn fínum línum og hrukkum.

• Að gera húðina slétta og mjúka.

• Að auðvelda hnökralausa og jafna förðun.

• Að gera húðumönnunarvörum kleift að

komast dýpra niður í húðina.


Gerðu

vorhreingerningu

á lífsstílnum

Þegar hlýnar í veðri og fötin hætta að skýla eins vel er

erfitt að leiða hjá sér „aukabólstrunina“ á líkamanum

eftir veturinn. Nú er því einmitt rétti tíminn til að snúa

við blaðinu og endurmeta mataræðið og lífsstílinn.

Nokkrar einfaldar breytingar frá og með deginum

í dag geta komið þér í frábært form fyrir sumarið.

• Stefndu að 30 mínútna hreyfingu á dag – alveg er óþarfi

að fara út að hlaupa eða mæta á líkamsræktarstöð,

veldu þér einhverja hreyfingu sem þú hefur gaman af.

Svo fremi sem hjartslátturinn verður hraðari og þú finnur

fyrir mæði telst hreyfingin gild! Nýttu þér til fullnustu

þegar veðrið hlýnar og kvöldin verða bjartari til að fara

út undir bert loft. Farðu í gönguferð í hádegishléinu eða

hjólaðu í vinnuna. Afar algengt er að halda því fram að

annríkið sé of mikið til að hreyfa sig en varla er til of

mikils ætlast að taka frá 30 mínútur á dag.

• Gættu þess að hafa fæðuna margbreytilega með því

að borða úr öllum 5 aðalfæðuflokkunum. Máltíðirnar

verða ekki bara ánægjulegri heldur fær þá líkaminn öll

næringarefnin sem hann þarf til að starfa eðlilega og

halda orku sinni. Borðaðu fjölbreytt úrval af fæðu úr

fyrstu fjórum flokkunum. Reyndu að draga úr neyslu á

matvælum með mikilli mettaðri fitu og sykri og leitaðu

heilnæmari valkosta sem innihalda ómettaða fitu á borð

við feitan fisk, hnetur, fræ, lárperur og jurta- og ólífuolíu.

––

Ávextir og grænmeti

––

Sterkjurík matvæli á borð við hrísgrjón, pasta,

brauð og kartöflur. Æskilegast er að velja

hýðishrísgrjón og heilkorn.

––

Prótein – á borð við kjöt, fisk, egg og baunir.

––

Mjólk og mjólkurvörur.

––

Matvæli með fitu og sykri.

• Auðveldara er að viðhalda áhuganum og fara ekki

út af sporinu með því að halda matardagbók eða

þyngdarstjórnunardagbók. Ef þú skrifar niður allt sem

þú borðar færð þú raunsannara yfirlit yfir það sem þú

lætur ofan í þig á hverjum degi – það er svo auðvelt að

„gleyma“ smásnarli hér og þar. Eftir því sem vikurnar

líða er unnt að horfa um öxl og sjá hversu mikill

árangur hefur náðst. Það er frábær leið til að halda

einbeitingunni og stefna hnitmiðað á markmiðin.

• Ekki reyna að léttast of mikið of hratt. Hægt og stöðugt

þyngdartap, þ.e. 0,5 til 1 kg á viku, er æskilegast.

Skyndimegrunarkúrar geta valdið því að kílóin hverfi

hraðar en þegar til lengri tíma er litið verður erfitt að

halda sig við of fábreytt mataræði og þegar byrjað er að

borða venjulegan mat aftur læðist þyngdin á líkamann á

ný. Hálft kíló á viku virðist kannski ekki mikið en eftir því

sem vikurnar líða verður virkilegur munur á vextinum.

• Tryggðu þér nægan vökva. Mikilvægt er að drekka

ríkulegt magn af vatni því líkaminn tapar u.þ.b. 1,5 lítrum

á dag – og meira í heitu veðri eða meðan verið er að

hreyfa sig. Stundum ruglumst við á löngun líkamans í

vatn og þörf fyrir mat. Áður en þú færð þér snarl skaltu

því prófa að svala þorstanum með glasi af vatni og sjá

hvort raunveruleg svengd er enn fyrir hendi í kjölfarið.

• Ekki vera þræll vigtarinnar. Einbeittu þér frekar að þeim

breytingum sem þú hefur ákveðið að gera á atferli

þínu og síður að því sem vigtin sýnir. Þegar nýjar og

heilnæmar lífsvenjur koma í stað þeirra gömlu ætti

þyngdin að sjá um sig sjálf.


Herbal

Aloe

Gullfallegt hár.

Geislandi húð.

VÆNTANLEGT

FLJÓTLEGA

• Auðugt af shea-smjöri, sem sannað hefur verið í

klínískum rannsóknum að innsigli rakann allan daginn.

• Hnökralausara og sterkara hár strax eftir eina notkun.

• Laust við súlfat og paraben.

• Frískandi og endurnærandi nýr ilmur.

Talaðu við sjálfstæðan dreifingaraðila Herbalife til að fá frekari upplýsingar og panta þessar frábæru nýju vörur.

Áætlunin um

ævilanga vellíðan

gengur í gildi strax

í dag

Með frábæru vöruúrvali Herbalife af vísindalega

háþróaðri næringu, þyngdarstjórnunarvörum

og snyrtivörum fylgir persónuleg og vinaleg

þjónusta og 30 daga skilaréttur gegn fullri

endurgreiðslu í kaupbæti. Vinsamlegast biddu

um nýjasta vörubæklinginn.

Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife sem þú getur leitað til er:

Prentað af Antilope, Lier, Belgíu. Markaðsdeildin. © 2012, Herbalife (U.K.) Ltd, Uxbridge, Englandi. UB8 1HB. April 2012.

Issue 169 – Insert - Icelandic - #6361–IC–69

More magazines by this user
Similar magazines