tíu bestu áramótaheitin til að lifa heilnæmara lífi á nýju ári

herbalifetoday.com

tíu bestu áramótaheitin til að lifa heilnæmara lífi á nýju ári

ASPIRE

JANÚAR

Fréttir um vörur og næringarupplýsingar

2013

HEILNÆMT LÍF

TÍU BESTU

ÁRAMÓTAHEITIN

TIL AÐ LIFA

HEILNÆMARA

LÍFI Á NÝJU ÁRI

1. AÐ BORÐA MORGUNVERÐ

Fólk sem borðar morgunverð er líklegra til að halda sér í heilnæmri

þyngd og morgunverðurinn heldur jafnframt huganum skýrum allan

morguninn. Heilinn þarfnast eldsneytis eftir föstuna yfir nóttina.

2. AÐ HREYFA SIG MEIRA

Fyrir utan reglulega líkamsþjálfun er sniðugt að reyna að flétta

meiri hreyfingu inn í daglega lífið. Þú getur notað stigann,

gengið eða hjólað þegar þú þarft að skreppa eitthvað, gengið

um gólf meðan þú talar í símann og gengið að skrifborði

samstarfsmanns í stað þess að senda honum tölvupóst.

3. AÐ BORÐA EKKI FYRIR FRAMAN SKJÁ

Hvort sem fólk situr og borðar fyrir framan tölvuskjá, sjónvarpsskjá

eða hvíta tjaldið í kvikmyndahúsi einbeitir það sér ekki að matnum

– fólk er líklegt til að borða meira og njóta þess ekki eins vel.

4. AÐ HÆTTA AÐ BORÐA Á HLAUPUM

Hér er átt við að borða í bílnum, gangandi úti á götu í alls kyns

erindagjörðum eða meðan verið er að klæða sig á morgnana.

Gefðu þér tíma til að setjast niður, einbeita þér að matnum og

njóta hans.

5. AÐ GÆTA SÍN Á HITAEININGUM Í DRYKKJUM

Að undanskildu því þegar máltíðin sjálf er í vökvaformi ber að

velja sér hitaeiningalausan vökva eins oft og hægt er. Reyndu að

fá sem mest af hitaeiningunum úr fastri fæðu í stað drykkja – það

er ein auðveldasta leiðin til að draga úr umframhitaeiningum.

6. AÐ DREKKA NÓGAN VÖKVA

Margs konar starfsemi í líkamanum er háð vatni, en fjöldi fólks

drekkur ekki nægilegt magn af því. Hafðu vatn eða te við

höndina og fáðu þér sopa reglulega yfir daginn.

7. AÐ GÆTA ÞESS AÐ SÉRHVER MÁLTÍÐ

INNIHALDI ÖLL MEGINNÆRINGAREFNIN

Til að mataræðið sé vel samsett er mikilvægt að sérhver máltíð

innihaldi góða blöndu af próteini, kolvetnum og ómettaðri fitu.

Ef þú stefnir að því að auka próteinið í fæðunni skaltu prófa að

borða jógúrt, hnetur, próteinríkt morgunkorn, næringardrykki

eða litlar dósir af túnfiski sem snarl.

8. AÐ FÁ SÉR ÁVÖXT EÐA GRÆNMETI Í

SÉRHVERRI MÁLTÍÐ

Ávextir og grænmeti innihalda mestu næringuna í fæstu

hitaeiningunum. Þar að auki innihalda slík matvæli ríkulegt

magn af vatni og trefjum sem þýðir að þau eru saðsöm –

án þess að auka mittismálið.

9. AÐ SLEPPA EKKI MÁLTÍÐUM

Sjaldan gengur að fækka hitaeiningum með því að sleppa

máltíðum – fólk bætir sér það einfaldlega upp í næstu máltíð.

Smærri máltíðir og snarl á nokkurra klukkustunda fresti eru

vænlegri til árangurs.

10. AÐ LYFTA LÓÐUM

Styrktarþjálfun brennir hitaeiningum, getur hresst upp á skapið

og hjálpar til við að halda beinunum sterkum. Hún hjálpar

jafnframt til við að byggja upp vöðvamassa, sem gerir fólk

ekki einungis sterkara heldur getur aukið grunnbrennsluna

þegar til lengri tíma er litið.


ASPIRE

INNIHALDSEFNI

MÁTTURINN

Í PRÓTEINI

Prótein er eitt helsta næringarefnið sem líkaminn þarfnast og því er nauðsynlegt að fá

nægilegt magn af því á hverjum einasta degi. Prótein er sú byggingareining sem er

undirstaðan hjá öllum lífverum og skiptir sköpum til að frumur geti vaxið og vefir geti gert

við skemmdir. Prótein er byggt upp úr efniseiningum sem kallast amínósýrur. Margar af

þeim eru „ómissandi“ því líkaminn getur ekki búið þær til sjálfur og verður því að fá þær úr

fæðunni. Þegar prótein inniheldur allar þessar ómissandi amínósýrur kallast það „fullkomið“.

Prótein getur bæði fengist úr dýraríkinu og jurtaríkinu. Allt prótein úr dýraríkinu er fullkomið.

Prótein úr jurtaríkinu, að undanskildu sojapróteini, er ekki talið fullkomið því í það vantar

eina eða fleiri ómissandi amínósýrur. Hins vegar getur prótein úr tvenns konar jurtaafurðum

bætt hvort annað upp – þær geta hvor fyrir sig innihaldið amínósýrurnar sem hina vantar.

Þannig getur fólk sem heldur sig alfarið við jurtafæðu uppfyllt próteinþarfir sínar.

HVERS VEGNA ER PRÓTEIN SVONA MIKILVÆGT?

Prótein gegnir margs konar mikilvægum hlutverkum

í líkamanum. Það stuðlar að:

• vexti á vöðvamassa;

• varðveislu vöðvamassa;

• varðveislu eðlilegra beina.

Færð þú nægilegt magn af próteini úr fæðunni?

Leiðbeinandi dagskammtur af próteini er u.þ.b. 10-15% af dæmigerðri hitaeininganeyslu.

Það þýðir að karlar þurfa u.þ.b. 55 g og konur 45 g af próteini á dag.

GÓÐIR PRÓTEINGJAFAR:

• Egg.

• Fiskur.

• Alifuglakjöt og magurt hvítt kjöt.

• Magurt rautt kjöt.

• Hnetur og fræ.

• Baunir og belgjurtir.

Unnt er að bæta próteindufti úr sojabaunum, mysu

(úr mjólk) eða eggjahvítum út í önnur matvæli til

auka próteininnihaldið.

VÖRUR

Ristaðar sojabaunir

Ljúffengur, næringargóður og léttkryddaður millibiti

• 9 g af próteini til að hjálpa til við að byggja upp vöðvamassa.

• 113 kkal til að hjálpa til við að tempra hitaeininganeyslu.

• Handhægir smápakkar með stökum skammti sem afar

hentugt er að taka með sér þegar verið er á ferðinni.

• Ljúffengt og léttsaltað snarl.

Vissir þú eftirfarandi?

Prótein hjálpar til við að byggja upp vöðvamassa. Með því að hækka

hlutfall vöðvamassa í líkamanum aukast jafnframt efnaskiptin og það

þýðir að brennt er fleiri hitaeiningum, meira að segja meðan sofið er!

Hafðu samband við sjálfstæðan dreifingaraðila Herbalife og leggðu inn pöntun strax í dag! Vörunúmer: SKU #3143


ASPIRE

HEILNÆMT LÍF

Að rjúfa vítahring jójómegrunarkúra

Kona sem hefur verið fastur viðskiptavinur minn í langan tíma hefur lést um u.þ.b. 70 kg. Áður en þú

byrjar að hugsa: „Vá – það eru aldeilis mörg kíló“ eða „Það væri gaman að vita hvernig henni tókst

það“ vil ég byrja á að taka fram að hún losnaði ekki við þau öll í einu. Raunar hefur hún nú losað sig við

sömu 14 kílóin fimm sinnum. Saga hennar er dæmigerð fyrir „jójó-megrunarkúra“ – þyngdin hækkar og

lækkar hjá henni, en helst sjaldnast í sömu tölu í langan tíma í senn. Lengi hefur verið viðurkennt að fólk

er líklegra til að sveiflast þannig upp og niður ef það fer í megrunarkúra sem eru of strangir til að halda

sig við þá til langframa. Um leið og fólk rennur á svellinu fellur það gjarnan kylliflatt, tekur upp gömlu

venjurnar aftur, þyngdin skilar sér til baka og hringrásin hefst á ný.

Ekkert er athugavert við að vera metnaðarfullur og kappsamur um að ná tökum á þyngdinni. Hálfur

sigurinn er unninn þegar löngunin og drifkrafturinn kviknar til að byrja að vinna sig í átt að markmiðinu.

Hins vegar verður að átta sig á að of harkalegar aðgerðir á of skömmum tíma geta orðið fólki að falli.

Fólk þarf að vera raunsætt og átta sig á hversu miklu er unnt að breyta í einu og taka fagnandi þeim

árangri sem þær breytingar, hversu litlar sem þær eru, geta skilað í þyngdarstjórnun.

Að halda bókhald yfir framfarirnar er sannprófuð aðferð til að halda sér á réttri braut. Jafnframt er

gagnlegt að leita sér stuðnings frá öðrum. Æfingarfélagar eru frábærir og sumum finnst stuðningurinn

sem unnt er að fá á spjallrásum á netinu afar gagnlegur. Loks er mikilvægt að vera sveigjanlegur og

læra af mistökum sínum. Ef þú prófar einhverja hreyfingu eða nýja fæðu sem fellur ekki að þínum smekk

skaltu einfaldlega prófa eitthvað annað. Mundu að markmiðið er ekki að losna við eins mörg aukakíló

og þú getur á eins skömmum tíma og þú getur – þú þarft að temja þér heilnæmar lífsvenjur með hollum

mat og hreyfingu sem hjálpa til við að draga úr þyngd og halda henni síðan innan hæfilegra marka.

Stór þáttur í að leysa jójó-vandamálið er augljóslega að breyta hegðun sinni. Að borða smærri og

tíðari máltíðir. Að gæta þess að sérhver máltíð og millibiti innihaldi prótein sem er góður bandamaður í

baráttunni við svengd. Að gera áætlanir fram í tímann, fylgjast með framförunum og leita stuðnings. Allir

þessir þættir skipta sköpum fyrir þá sem vilja ná árangri. Hratt spretthlaup í átt að marki – og síðan skokk

tilbaka á byrjunarreit – kemur þér aldrei á leiðarenda. Þegar málið snýst um árangur í þyngdarstjórnun er

engin spurning að þeir sem halda hægt og bítandi áfram standa uppi sem sigurvegarar í lokin.

Susan Bowerman, MS, RD, CSSD.

VÖRUR

Næringargóð máltíð í glasi

• Ljúffeng og næringargóð máltíð sem inniheldur úrvalsblöndu af hágæðapróteini úr soja og mjólk,

ómissandi vítamín, steinefni og snefilefni og viðbættar jurtir og grös.

• Máltíðardrykkurinn sem skipar sér í 1 sæti í heiminum.* F1-næringardrykkirnir hafa

hjálpað fólki um allan heim að ná markmiðum sínum í þyngdarstjórnun. Þokaðu þér

nær þínum markmiðum strax í dag!

• Klínískar rannsóknir hafa sýnt og sannað að dagleg neysla máltíðardrykkja, sem hluti af

hitaeiningaskertu mataræði og samhliða hóflegri hreyfingu, skilar árangri við þyngdarstjórnun.

• F1-máltíðardrykkir eru hentugur og næringargóður valkostur í staðinn fyrir hitaeiningaríkan

morgunverð, hádegisverð eða kvöldverð.

• F1-næringardrykkirnir eru auðugir af soja- og mjólkurpróteini. Þeir eru því frábær valkostur

samhliða líkamsáreynslu þegar stefnt er að því að byggja upp vöðvamassa.

* 33% markaðshlutdeild í þyngdarstjórnunariðnaðinum á heimsvísu. Euromonitor 2011.


SKYNSAMLEGRI LEIÐ TIL ÞJÁLFUNAR

Herbalife24 Fit æfingakerfið var hannað af Robert

Forster. Hann er nafntogaður sjúkraþjálfari og

frammistöðusérfræðingur sem hefur starfað með

íþróttafólki í fremstu röð í heiminum. Um er að ræða

13 DVD-diska ásamt ítarlegum æfingaleiðarvísi og

æfingadagskrá. Æfingakerfinu er skipt niður í 3 stig –

stöðugleiki, styrkur og kraftur – svo unnt sé að velja þær

æfingar sem uppfylla þjálfunarþarfirnar best hverju sinni.

Til að gefa forskot á sæluna höfum við valið lykilæfingar

úr hverju stigi fyrir sig svo þið getið stigið fyrstu skrefin

til að koma ykkur í form með H24 FIT!

Hafið samband við sjálfstæðan

dreifingaraðila Herbalife strax í dag til

að nálgast H24 Fit æfingakerfið á DVD!

Vörunúmer: SKU #U694

1. STIG – STÖÐUGLEIKI

Stöðugleikaæfingar fyrir bol og mjaðmir

Alhliða stöðugleikaæfingar

2. STIG – STYRKUR

Styrktaræfingar fyrir bol og mjaðmir

Alhliða styrktaræfingar

3. STIG – KRAFTUR

Kraftæfingar fyrir stoðvöðva

Kraftæfingar fyrir efri hluta líkamans

1. Liggið á bakinu með eðlilega sveigju

í hrygg og beygið bæði mjaðmir og hné

í 90° horn, þannig að iljar séu á lofti.

2. Látið annan arminn vísa beint upp

framhjá höfði og hinn beint niður

í átt að tánum.

3. Skiptið um stöðu á örmunum með

því að halda þeim þráðbeinum, lyfta

þeim samtímis beint upp af gólfinu og

færa þá þar til þeir snerta gólfið létt í

gagnstæða átt.

* Endurtakið lotuna skv. fyrirmælum.

1. Liggið á bakinu með eðlilega sveigju í

hrygg, hnén beygð og iljar flatar á gólfi.

2. Látið annan arminn, með handlóð

í hendinni, vísa beint niður í átt að

tánum og lyftið hnénu sömu megin

á loft í 90° beygju. Látið hinn arminn,

með handlóð í hendinni, vísa beint upp

framhjá höfði og haldið hnénu sömu

megin beygðu með hælinn á gólfi.

3. Skiptið um stöðu á örmunum með

því að halda þeim þráðbeinum, lyfta

handlóðunum samtímis beint upp af

gólfinu og færa þau þar til þau snerta

gólfið létt í gagnstæða átt. Skiptist á stöðu

á fótunum um leið og armarnir eru hreyfðir.

* Endurtakið lotuna skv. fyrirmælum.

1. Byrjið í plankastöðu á grúfu og látið

ykkur síga niður í armbeygju.

2. Ýtið ykkur með sprengikrafti upp

þegar þið réttið olnbogana á ný þannig

að hendur lyftist frá gólfi. Haldið

olnbogunum örlíðið beygðum þegar

þið lendið aftur á höndunum.

* Endurtakið lotuna skv. fyrirmælum.

Æfingar fyrir framan DVD-spilarann eru frábær leið til að halda sér í formi yfir vetrarmánuðina þegar of kalt er til útivistar!

Byrjendur í líkamsrækt verða að muna að ráðfæra sig við lækni áður en þeir byrja stunda æfingar af einhverju tagi.

Með frábæru vöruúrvali Herbalife af vísindalega

háþróaðri næringu, þyngdarstjórnunarvörum og

snyrtivörum fylgir persónuleg og vinaleg þjónusta og

30 daga skilaréttur gegn fullri endurgreiðslu í kaupbæti.

Vinsamlegast biddu um nýjasta vörubæklinginn.

Sjálfstæður dreifingaraðili Herbalife sem þú getur leitað til er:

Prentað af Antilope, Lier, Belgíu. Markaðsdeildin.

© 2013, Herbalife (U.K.) Ltd, Uxbridge, Englandi. UB8 1EX. January 2013.

Issue 172 – Insert - Icelandic - #6361–IC–72

More magazines by this user
Similar magazines