29.07.2014 Views

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

GENGU SAMAN TIL DÓMARA Baugsmálið er umfangsmesta ...

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

D A G B Ó K I N<br />

23. júlí<br />

Burðarás<br />

setti glæsilegt<br />

Íslandsmet<br />

í hagnaði<br />

Hvílíkur hagnaður; mönnum var<br />

allt að því brugðið yfir tölunni.<br />

Burðarás skilaði 24,5 milljarða<br />

króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum<br />

ársins og var það talsv<strong>er</strong>t<br />

meiri hagnaður en bankarnir<br />

höfðu spáð. Þetta <strong>er</strong> glæsilegt<br />

Íslandsmet yfir hálfsárs rekstur.<br />

Stærsti hluti hagnaðarins varð til<br />

á öðrum ársfjórðungi af sölunni<br />

á Eimskip, alls 12,2 milljarðar.<br />

Hagnaður Burðaráss í fyrra var<br />

9,3 milljarðar og rúmir 2 milljarðar<br />

árið 2003.<br />

Fleiri stórtíðindi af Burðarási<br />

áttu eftir að sjá dagsins ljós áður<br />

en sumarið var á enda; um v<strong>er</strong>slunarmannahelgina<br />

var félaginu<br />

skipt upp á milli Landsbankans<br />

og Straums.<br />

29. júlí<br />

Páll Magnússon<br />

útvarpsstjóri RÚV<br />

Það sáu það örugglega sárafáir<br />

fyrir í upphafi sumars, þegar<br />

umræðan var sem mest um að<br />

Markús Örn Antonsson væri á<br />

Páll Magnússon.<br />

leiðinni til útlanda sem sendih<strong>er</strong>ra,<br />

að „<strong>er</strong>kióvinurinn“ Páll<br />

Magnússon, sjónvarpsstjóri<br />

Stöðvar 2, ætti eftir að v<strong>er</strong>ða<br />

skipaður útvarpsstjóri RÚV af<br />

Þorg<strong>er</strong>ði Katrínu Gunnarsdóttur<br />

menntamálaráðh<strong>er</strong>ra til næstu<br />

fimm ára. Páll var á meðal 23<br />

umsækjenda um stöðuna. Hann<br />

v<strong>er</strong>ður seint sakaður um að v<strong>er</strong>a<br />

reynslulítill eftir að hafa v<strong>er</strong>ið<br />

viðloðandi Stöð 2 sem fréttastjóri<br />

og framkvæmdastjóri frá<br />

haustdögum 1986, eða í bráðum<br />

nítján ár. Eftir svo langan tíma<br />

á einkarekinni sjónvarpsstöð <strong>er</strong><br />

hann líklegur til að koma með<br />

f<strong>er</strong>skan blæ inn í stofnunina, blæ<br />

hins frjálsa útvarps og sjónvarps.<br />

28. júlí<br />

SÍMINN SELDUR Á 66,7 MILLJARÐA<br />

Þetta var sögulegur dagur í íslenskri viðskiptasögu.<br />

Opnuð voru tilboð í Símann í mestri<br />

einkavæðingu Íslandssögunnar. Jón Sveinsson,<br />

formaður einkavæðingarnefndar, dró þá<br />

upp úr umslagi nöfn þriggja bjóðenda í Símann.<br />

Nafn hæstbjóðanda var Skipti ehf.<br />

Fjárfestingafélagið Skipti ehf., sem <strong>er</strong> í<br />

eigu Exista og Kaupþings banka, auk fjögurra<br />

lífeyrissjóða og fjárfesta, bauð hæst<br />

66,7 milljarða. Rætt var um það í spjallþáttum<br />

um kvöldið að þetta væri mikill sigur<br />

fyrir Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans,<br />

sem hefur unnið náið með bræðrunum í<br />

Bakkavör sem <strong>er</strong>u aðaleigendur Exista<br />

og Kaupþings banka. Er g<strong>er</strong>t ráð fyrir að<br />

Brynjólfur v<strong>er</strong>ði „stóra nafnið“ við stjórnun<br />

Símans á næstu árum sem forstjóri eða<br />

„starfandi stjórnarformaður“.<br />

Símstöðin ehf. átti næsthæsta tilboðið,<br />

upp á 60 milljarða. Að baki þess félags stóðu<br />

Burðarás, KEA, Ein stutt, Talsímafélagið, og<br />

Tryggingamiðstöðin. Tilboðið var 6,7 milljörðum<br />

lægra en Skiptis, hæstbjóðanda.<br />

Það kom mörgum á óvart að Burðarás<br />

skyldi ekki bjóða hærra og tryggja sér Símann.<br />

Ekki hefur farið fram hjá neinum að<br />

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur mikinn<br />

áhuga á fjarskiptamarkaðnum og hefur látið<br />

til sín taka í nokkrum þekktum evrópskum<br />

símafélögum, eins og í Búlgaríu, Tékklandi og<br />

Finnlandi. Menn sögðu þess vegna sem svo,<br />

að hann væri eflaust sá sem gæti g<strong>er</strong>t sér<br />

mestan mat úr Símanum og samnýtt hann<br />

við þau evrópsku símafélög sem hann kemur<br />

að.<br />

Þriðja tilboðið var frá Nýja símafélaginu.<br />

Að baki þess félags voru Atorka Group,<br />

Mósa, Straumborg og F. B<strong>er</strong>gsson eignarhaldsfélag.<br />

Tilboðið var um 54,7 milljarðar og<br />

um 12 milljörðum lægra en tilboð Skiptis.<br />

YFIR <strong>TIL</strong> ÞÍN, SKIPTI<br />

Þau voru skemmtileg nöfnin á nokkrum félögunum<br />

sem stóðu að tilboðunum þremur í Símann.<br />

Þetta <strong>er</strong>u nöfn eins og Skipti, Ein stutt,<br />

Talsímafélagið og Símstöðin.<br />

En hv<strong>er</strong>jir standa að hæstbjóðandanum<br />

í Símann; Skipti? Exista ehf. <strong>er</strong> með 45%<br />

hlut. Félagið <strong>er</strong> í eigu Bakkabræðra Holding,<br />

Kaupþings banka og nokkurra sparisjóða. Þá<br />

<strong>er</strong> Kaupþing banki einnig á eigin vegum með<br />

30% hlut. Lífeyrissjóður v<strong>er</strong>slunarmanna <strong>er</strong><br />

með 8,25% hlut sem og Gildi - lífeyrissjóður.<br />

Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Samvinnulífeyrissjóðurinn<br />

<strong>er</strong>u með 2,25% hlut. Loks <strong>er</strong>u<br />

Imis ehf., félag í eigu Skúla Þorvaldssonar,<br />

og MP Fjárfestingarbanki með 2% hlut hvor.<br />

Erlendur Hjaltason <strong>er</strong> framkvæmdastjóri<br />

Exista og var talsmaður Skiptis við kaupin á<br />

Símanum.<br />

30% HLUTUR KAUPÞINGS VERÐUR<br />

SELDUR Í aðdraganda sölunnar á Símanum<br />

var mikið rætt um aðkomu almennings að<br />

kaupunum. Gekk það svo langt að Agnes<br />

Bragadóttir og Orri Vigfússon stofnuðu fjárfestingarfélagið<br />

Almenning á vormánuðum og<br />

hafði það g<strong>er</strong>t bindandi samning við Símstöðina<br />

(Burðarás og fl.) um sölu á 30% hlut til<br />

almennings í landinu á sama v<strong>er</strong>ði og Síminn<br />

væri keyptur á í frumútboðinu.<br />

Í frétt sem Skipti sendi frá sér eftir að<br />

gengið hafði v<strong>er</strong>ið að tilboði félagsins sagði<br />

að kaupin tryggðu aðkomu stórs hluta landsmanna<br />

í gegnum eign þeirra í lífeyrissjóðunum,<br />

auk þess sem stefnt væri að því að<br />

skrá félagið á Aðallista Kauphallar Íslands í<br />

síðasta lagi fyrir árslok 2007. Þá sagði að<br />

samfara skráningunni yrði 30% hlutur Kaupþings<br />

banka boðinn almenningi og fagfjárfestum<br />

til kaups.<br />

32 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!