Það

rafhladan.is

Það

5. TBL. 2006 – VER‹ 899,- M/VSK – ISSN 1017-3544

Í T A R L E G Ú T T E K T :

80

ÁHRIFA

MESTU

KONURNAR


E F N I S Y F I R L I T

24 Forsíðugreinin:

ÁHRIFAMESTU

KONURNAR

52 Stjórnarseta:

Stjórnarkonur

Íslands

6 Leiðarinn:

Þær klöppuðu

á Bifröst

64 Vígin falla:

Þær hafa

brotið ísinn

6 Leiðari:

Þær klöppuðu á Bifröst.

8 Kynning:

VA Arkitektar.

10 Fréttir:

Mannamót.

18 Dagbók viðskiptalífsins:

Fréttir liðinna vikna.

24 Forsíðugreinin:

80 áhrifamestu konurnar.

48 Forstjórar:

Hverjar eru forstjórar í 300 stærstu

fyrirtækjunum?

4 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

2 Stjórnarseta:

Stjórnarkonur Íslands.

58 Millistjórnendur:

Hverjar eru framkvæmdastjórar einstakra

svið í 106 stærstu fyrirtækjunum?

64 Vígin falla:

Þær konur sem hafa brotið ísinn.

70 Tíð ráð:

Tíu heilræði til að komast til metorða.

72 Lundúnapistill Sigrúnar:

Kjarnakonur í London.

78 FKA:

Rætt við Margréti Kristmannsdóttur

um Félag kvenna í atvinnurekstri.

81 Konur í forsvari:

Röð kynninga þar sem konur kynna

þau fyrirtæki sem þær vinna hjá.

114 Svar karlanna:

Hvað þarf til að auka hlut kvenna í

stjórnunarstörfum?

116 Á Alþingi:

Þær konur sem sitja á þingi

118 Bæjarstjórar:

Konur sem stýra bæjarfélögunum á

Íslandi?


E F N I S Y F I R L I T

122 Toppstaða:

Berglind hjá OECD

174 Smellir:

Tískusmellir

sumarsins

140 Nadine hjá Alfesca:

Stjórnun Íslendinga

132 Fékk flugu í höfuðið:

Hún ákvað að

stofna fyrirtæki

Stofnu› 1939

Sérrit um vi›skipta-, efnahags- og atvinnumál – 68.

ár

ÚTGEFANDI:

Heimur hf.

RITSTJÓRN, AUGL†SINGAR OG AFGREI‹SLA:

Borgartúni 23, 105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646,

netfang: fv@heimur.is

ÁSKRIFTARVER‹:

kr 8.370 á ári, 10% afsláttur ef greitt er me› kreditkorti.

LAUSASÖLUVER‹:

899 kr.

DREIFING:

Heimur hf., sími 512 7575

PRENTVINNSLA:

Gutenberg hf.

LJÓSMYNDIR:

© Heimur hf. – Öll réttindi áskilin var›andi efni og myndir

RITSTJÓRI OG ÁBYRG‹ARMA‹UR: Jón G. Hauksson

AUGL†SINGASTJÓRI:

Sjöfn Sigurgeirsdóttir

LJÓSMYNDARI:

Geir Ólafsson

ÚTLITSHÖNNUN:

Magnús Valur Pálsson

ISSN 1017-3544

120 Ráðuneytisstjórar:

Konur í starfi ráðuneytisstjóra.

122 Toppstaða:

Berglind Ásgeirsdóttir er aðstoðarforstjóri

OECD.

124 Jafnrétti og hagsæld:

Jón Sigurðsson, fyrrum ráðherra, fjallar

um það hvernig jafnrétti stuðlar að

hagsæld. Greinin heitir: Auður í krafti

kvenna.

126 Stjórnun:

Munurinn á stjórnunaðferðum karla og

kvenna.

130 Frumkvöðlastarfsemi:

Færri konur stofna fyrirtæki hér á landi

en erlendis.

132 Nikíta:

Hún fékk þá flugu í höfuðið að stofna

fyrirtæki.

134 Viðtal:

Rætt við Herdísi Þorgeirsdóttur lagaprófessor

um ráðstefnuna á Bifröst.

138 Hagfræði:

Sigríður er séní í Seðlabanka

Bandaríkjanna.

140 Stjórnun Íslendinga:

Hvernig er stjórnun Íslendinga og

íslenskt viðskiptalíf í augum erlends

framkvæmdastjóra hjá Alfesca?

142. Konur í forsvari:

Röð kynninga þar sem konur kynna

fyrirtækin sem þær starfa hjá.

172 Kvikmyndir:

Hilmar Karlsson skrifar.

174 Sumarsmellir:

Hvaða tískusmellir verða í sumar?

176 Fólk

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 5


RITSTJÓRNARGREIN

ÞAÐ VERÐUR AÐ teljast mikið afrek hjá Herdísi Þorgeirsdóttur

lagaprófessor að boða á fjórða hundrað kvenna hvaðanæva að

úr samfélaginu til ráðstefnu á Bifröst og fá þær til að samþykkja

einróma ályktun um að sett verði lög um kynjakvóta í stjórnum

skráðra fyrirtækja.

KONURNAR STÓÐU UPP og samþykktu ályktunina með

dynjandi lófataki og bravóhrópum - en ályktunin gengur út á að

jafna hlut kynjanna í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi þannig

að hlutur annars kynsins sé ekki undir 40 prósentum.

EINDRÆGNIN Á BAK við þessa ályktun er athyglisverð

vegna þess að hún er umdeild og mjög skiptar skoðanir eru á meðal

beggja kynja um þörf á því að setja lög um kynjakvóta.

Hitt vegur þó þyngra að svona lagasetning

getur stangast á við önnur lög og brotið í bága við

lög um einkaeignarréttinn. Fjármagni fylgja völd

og áhrif. Það er grunnurinn í kapítalísku samfélagi.

Út á það gengur leikurinn.

ÞEIR SEM EIGA reiðufé, hlutafé, húsnæði,

lóðir og jarðir hafa þann rétt samkvæmt lögum að

ráða yfir eign sinni. Sá réttur verður aldrei frá þeim

tekinn á meðan hann gengur ekki á rétt annarra.

Mörg dæmi eru auðvitað um að yfirvöld takmarki

eignaréttinn. Ekki er hægt að aka bílnum sínum

hvernig sem er og ekki er hægt að byggja hvernig

sem er á lóðum og jörðum. Menn reisa t.d. ekki 500

fermetra bústað á eignalóð við Þingvallavatn og

leggja bryggju út í vatnið bara vegna þess að þeir

eiga lóðina.

ÞEGAR KEMUR AÐ hlutafjáreign í fyrirtækjum þá hefur það

aldrei vafist fyrir neinum að rétturinn til stjórnarsetu hefur verið

skýlaus hafi hluthafinn nægilegt atkvæðamagn á bak við stjórnarsætið.

Undanfarin ár hefur umræðan raunar frekar snúist um að

einstakir hluthafar hafi völd og áhrif umfram það sem eignarhlutur

þeirra veitir þeim. Sú kvöð fylgir hlutafjáreign í skráðum fyrirtækjum

að hluthafi, eða tengdir hluthafar, þurfa að gera öðrum

hluthöfum yfirtökutilboð eignist þeir 40% eignarhlut í fyrirtækinu.

Þetta er gert til að vernda rétt smárra hluthafa.

EINRÓMA ÁLYKTUN HÁTT á fjórða hundrað kvenna á

Bifröst um að setja lög til að jafna hlut kynjanna í skráðum fyrirtækjum

í Kauphöll Íslands er skiljanleg - þó mér finnist hún órökrétt.

Þær telja einfaldlega að hlutirnir gangi of hægt fyrir sig og að

tilmæli og ábendingar um aukinn hlut kvenna í stjórnum beri lítinn

árangur. Þetta er hins vegar vandmeðfarin lagasetning og ég hefði

frekar haldið að fundurinn gerði kröfu um kynjakvóta í opinberum

fyrirtækjum og stjórnum.

6 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

LAGASETNING Á HLUT KYNJA Í STJÓRNUM STÓRFYRIRTÆKJA:

Þær klöppuðu á Bifröst

Konurnar í þessu

blaði eru fyrirmyndir,

þær eru

bæði konum og

körlum hvatning

til að láta að sér

kveða í viðskiptalífinu,

hafa sig í

frammi og beita

sér. Fyrirmyndir

og fordæmi eru

betri en lög.

ÞEIRRI SKOÐUN HEF ég margoft lýst yfir í leiðurum

Frjálsrar verslunar að ég sé á móti lögum um kynjakvóta í stjórnum

fyrirtækja, hvort sem um er að ræða lítil einkafyrirtæki, stór

almenningshlutafélög eða fyrirtæki í eigu ríkisins. Það er rangt

út frá einkaeignaréttinum. Þess utan er samfélag sem setur lög

og reglugerðir um allt frekar óuppörvandi samfélag.

ÞAÐ ER ENNFREMUR hægt að velta því fyrir sér að í langflestum

tilvikum eru hjón eigendur fjármagnsins. Þar af leiðir að

þau eiga hlutaféð saman - þótt annað þeirra kunni að forminu til

vera skráð sem eigandi þess. Hvernig væri að næsta koddahjal

snerist um hvort þeirra ætti að sitja í stjórn fyrirtækisins? Það

er stundum sagt að fordæmið sé ekki aðeins venjulega

leiðin til þess að hafa áhrif á aðra, heldur sé

það eina leiðin. Það er í anda þessarar hugsunar

um fyrirmyndir og fordæmi sem júníblað Frjálsrar

verslunar hefur verið helgað konum í viðskiptalífinu

þrjú ár í röð. Þetta hefur blaðið gert þrátt fyrir að

það líti fyrst og fremst á stjórnendur í fyrirtækjum

sem einstaklinga - sem manneskjur - án kynferðis,

kynþáttar og litarháttar. Það hefur hvatt til þess að

til fyrirtækja séu ráðnir þeir einstaklingar sem hafa

mesta hæfileika og áhuga.

JAFNRÉTTISUMRÆÐAN ER ORÐIN stór

hluti af umræðunni um viðskiptalífið - og færist

augljóslega í aukana. Það er vel. Þess vegna er þetta

blað um áhrifamestu konurnar í viðskiptalífinu hluti

af stöðugri umræðu en ekki bara eitt skot og síðan

ekki söguna meir. Allir fjölmiðlar fjalla reglulega

og miklu oftar en nokkru sinni áður um konur í viðskiptalífinu.

Ekki endilega vegna þess að um meðvitaða ritstjórnarstefnu sé að

ræða heldur vegna þess að aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu

þýðir að þær koma oftar við sögu í viðtölum og fréttaskýringum

í hverju blaðinu af öðru - sem einstaklingar sem eru að gera eitthvað

spennandi.

JAFNRÉTTISBARÁTTAN ER EILÍFT ferðalag án endastöðvar.

Það er auðvitað hægt að taka undir að langt sé í land í

fullkomið jafnrétti. En við lestur þessa blaðs dylst samt engum að

mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum innan viðskiptalífsins

þótt árangurinn mætti auðvitað vera meiri.

KONURNAR Í ÞESSU blaði eru fyrirmyndir, þær eru bæði

konum og körlum hvatning til að láta að sér kveða í viðskiptalífinu,

hafa sig í frammi og beita sér. Fyrirmyndir og fordæmi eru

betri en lög.

Jón G. Hauksson


VA ARKITEKTAR EHF.

SKIPULAG MÝRARGÖTU-SLIPPASVÆÐIS, 2005

Miðborgarskipulag með blandaðri byggð sem tengir gamla

vesturbæinn við sjóinn á ný. Íbúðir og atvinnustarfsemi í góðu

samneyti með lágmarks ágang bílaumferðar.

INGUNNARSKÓLI GRAFARHOLTI, 2005 Nýtt kennsluform kallar

á nýja hönnun skólabyggingar. Opin kennslurými eru í góðum

tengslum við opin svæði innandyra sem utan.

AÐALATRIÐIÐ ER AÐ SKILA

HÁGÆÐAVINNU

VA arkitektar ehf. er ein stærsta arkitektastofa landsins þar sem FJÖLBREYTT OG METNAÐARFULL STARFSEMI

starfa á þriðja tug manna með margbreytilega sérfræðikunnáttu Hjá VA arkitektum eru nú 24 starfsmenn og mörg verkefni í

og menntun. VA arkitektar rekur almenna arkitektastarfsemi á vinnslu. Fyrirtækið leggur áherslu á að veita víðtæka og góða

sviði skipulags- og byggingarmála. Fyrirtækið er nú til húsa að þjónustu. Með fjölmennu og fjölbreyttu starfsliði er unnt að

Skólavörðustíg 12 en vegna aukinna umsvifa flytur það á haustmánuðum

í stærra húsnæði í Borgartúni 6. VA arkitektar er ein af jöfnum höndum að hönnun minni og stærri bygginga, skipulagi

sinna verkefnum af ýmsum stærðum og gerðum. Unnið er

eldri arkitektastofum landsins og á að baki langa og farsæla sögu. og innanhússhönnun. Eftir stærð og eðli verkefna er unnið í

Eigendur stofunnar eru níu og eru þeir allir jafnframt starfsmenn misstórum hópum. Í daglegum rekstri er lögð áhersla á skýr

fyrirtækisins.

markmið, fagleg gæði, samheldni og góðan vinnuanda.

Samfara þenslu í þjóðfélaginu síðustu ár hafa umsvif VA arkitekta

aukist. Fyrir stofu af þessari stærðargráðu eru umfangsmeiri

LÖNG OG FARSÆL SAGA

Sögu VA arkitekta ehf má rekja til ársins 1968 þegar Vinnustofa verkefni ráðandi um þessar mundir. Framkvæmdahraðinn er meiri

Geirharðar og Hróbjartar tók til starfa. Síðan þá hefur reksturinn

verið í stöðugum vexti. Árið 1983 komu þrír nýir hluthafar gæða þjónustu og mikilvægt er að hröð þjónusta dragi ekki úr

og verkefnin fleiri. Markmiðið er að veita viðskiptavinunum há-

til liðs við fyrirtækið og nafni stofunnar var breytt í Vinnustofa gæðum hönnunar. Hvort sem verk eru stór eða smá liggja sömu

arkitekta hf. Enn stækkaði hluthafahópurinn árið 2000, þegar gildi til grundvallar. Mæta þarf óskum verkkaupans á faglegan hátt

fimm hluthafar bættust við til viðbótar og nýtt einkahlutafélag þannig að notagildi, hagkvæmni og fagurfræði haldist í hendur og

fékk nafnið VA arkitektar ehf. Um áramótin 2003/04 sameinuðust

arkitektastofurnar VA arkitektar ehf og Manfreð Vilhjálms-

verkið sé til bóta fyrir umhverfið.

son - Arkitektar ehf.sem á rætur að rekja til ársins 1959. VERKEFNI SEM SKIPTA SAMFÉLAGIÐ MÁLI

Eigendur VA arkitekta ehf. eru: Anna Sigríður Jóhannsdóttir, Fjölbreytt verkefni krefjast víðtækrar og sérhæfðrar þekkingar.

arkitekt FAÍ, Hróbjartur Hróbjartsson, arkitekt FAÍ, Indro Indriði Með langri reynslu og öflugum starfskrafti hafa VA arkitektar

Candi, arkitekt FAÍ, Karl Magnús Karlsson, arkitekt FAÍ, Richard verið virkir þátttakendur í viðamiklum brautryðjandaverkefnum

Ólafur Briem, arkitekt FAÍ og skipulagsfræðingur FSÍ, Sigríður eins og Hjúkrunarheimili Sóltúni, Ingunnarskóla og Svæðaskipulagi

höfuðborgarsvæðisins. Samkeppnin hefur líka harðnað og

Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ, Sigurður Björgúlfsson, arkitekt FAÍ,

Steinar Sigurðsson, arkitekt FAÍ og Steinunn Halldórsdóttir, innanhússarkitekt

FHÍ.

mikil umsvif og reynslu á borð við VA arkitekta eru mikilvægar

viðskiptamarkaður arkitekta hefur opnast. Arkitektastofur með

til

8 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


HELSTU VERK

VA ARKITEKTA EHF.:

BLÁA LÓNIÐ - HEILSULIND, 2005 Dæmi um verk þar sem umhverfið

á ríkan þátt í sköpun þess. Náttúra og mannvirki standa

saman í fullri virðingu hvort við annað.

FJÖLBÝLISHÚS Í SÓLTÚNI

Tvö fjölbýlishús með samtals 64 íbúðum

sem hönnuð eru með áherslu á gæði

íbúðanna og gott samspil við umhverfið.

SAFNAÐARHEIMILI NESKIRKJU, 2004

Sterkt form kirkjunna gefur tóninn fyrir

nýbygginguna sem liggur lágstemmd til

að mæta samkeppni stórra erlendra arkitektastofa sem í auknu

hliðar en er um leið rýmismótandi í umhverfi

kirkjunnar.

mæli eru farnar að sækja inn á íslenskan markað. Fyrirtækið hefur

einnig átt gott samstarf bæði við innlendar og erlendar arkitektastofur

í stærri verkum eins og Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Hótel

Reykjavík Centrum og Landnámskála, Ramma- og deiliskipulagi í

suðurhlíðum Úlfarsfells, Skipulagi Mýrargötu og slippasvæðis auk

ýmissa samkeppna. Fyrirtækið hefur einnig um árabil þreifað fyrir

sér á erlendum mörkuðum.

VA arkitektar hafa unnið til fjölda viðurkenninga. Meðal annars

hefur stofan hlotið einu íslensku byggingarlistaverðlaunin, Menningarverðaun

DV, sjö sinnum og nú síðast árið 2006 fyrir Bláa

Lónið - heilsulind. Það verk vann einnig til Norrænu lýsingarverðlaunanna

fyrst íslenskra verka þann 16. júní sl.

VA arkitektar hyggjast halda áfram á sömu braut og skila vinnu

í háum gæðaflokki bæði frá sjónarhóli byggingarlistar og þjónustu. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

Nánar er hægt að kynna sér verk VA arkitekta á heimasíðu fyrirtækisins:

www.vaarkitektar.is

stemmningsmótandi í

Viðbygging og endurgerð eldri byggingar.

Hreyfing í formum og gegnsæi eru

flugstöðinni.

• Ísafjarðarkirkja

• Hjallakirkja, Kópavogi

• Þjóðarbókhlaðan

• Dvalarheimili aldraðra, Seljahlíð

• Vitatorg, íbúðarhús aldraðra

við Lindargötu

• Hjúkrunarheimilið Sóltún

• Bláa lónið, baðstaður og heilsulind

• Knatthús, Reykjanesbæ Akureyri ,

og Kópavogi

• Hekla, Reykjanesbæ

• Sultartangavirkjun

• Ingunnarskóli, Grafarholti

• Hvolsskóli, Hvolsvelli

• Neskirkja, safnaðarheimili

• Hótel Reykjavík Centrum og

Landnámsskáli Ingólfs Arnarsonar,

Aðalstræti,í samvinnu við arkitektastofuna

Arcus

• Svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið,

í samvinnu við NESplanners

• Rammaskipulag og deiliskipulag í

suðurhlíðum Úlfarsfells, samvinnu í

við Björn Ólafs arkitekt

• Skipulag Mýrargötu og slippasvæðis

við Reykjavíkurhöfn, í samvinnu

við Björn Ólafs arkitekt, Landmótun

ehf. og Hönnun hf.

• Aðalskipulag Borgarbyggðar

1997-2017

• Rammaskipulag og deiliskipulag

íbúðasvæða í Borgarnesi

• Nonni og Manni, auglýsingastofa,

innréttingar

• Gallup, aðalskrifstofur, innréttingar

• Líf og list, verslun í Smáralind,

innréttingar

• Flugstöð Leifs Eirikssonar, samvinnu í

við Garðar Halldórsson arkitekt

• Fjölbýlishús við Sóltún

• Íbúðabyggð gamla í miðbænum,

Borgarnesi

• Landnámssetur í Borgarnesi

FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR

BLÁA LÓNIÐ - HEILSULIND, 2005

Hluti starfsmanna VA arkitekta.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 9


FRÉTTIR

Meðal gesta við opnunina voru Sigríður

Anna Þórðardóttir, Jórunn Eggertsdóttir,

Harpa Gross, Friðrik Pálsson,

Inga Ásta Hafstein, Ólöf Pétursdóttir,

Pétur Hafstein og séra Halldóra

Þorvarðardóttir sem blessaði hótelið.

Hótel Háland:

Sannkölluð vin í eyðimörkinni

Margir leggja leið sína á öræfin

og í hugum flestra eru þau óravegu

frá höfuðborginni. Flestum

kemur á óvart að hægt er að

aka á malbikuðum vegi langt

austur fyrir Búrfell og ekki verður

undrunin minni þegar við blasir

veitinga- og gistiaðstaða þegar

komið er upp að Hrauneyjum. Þar

hafa ferðalangar sem vilja leggja

á Sprengisand eða koma lúnir af

öræfum átt athvarf í rúman áratug.

Þarna hefur verið gott skjól

fyrir fjallamenn.

En ef ekið er aðeins lengra

blasir við glæsilegt hótel með

fyrsta flokks veitingasal, hótel

sem myndi sóma sér vel í borginni

en fæstir eiga von á hér um

slóðir.

Helgina 9.-10. júní var ný

og stórlega endurbætt aðstaða

Hótels Hálands að Hrauneyjum

opnuð að viðstöddum fjölda góðra

gesta. Hótelið er í eigu þeirra

Sveins Tyrfingssonar, bónda í

Lækjartúni í Ásahreppi og Friðriks

Pálssonar, sem einnig rekur Hótel

Rangá. Sveinn og Jórunn Eggertsdóttir

kona hans voru meðal stofnenda

Hálendismiðstöðvarinnar

Hrauneyjum fyrir tólf árum.

Við opnunarathöfnina blessaði

séra Halldóra Þorvarðardóttir

sóknarprestur í Fellsmúla hótelið,

Sigríður Anna Þórðardóttir

umhverfisráðherra hélt skörulegt

ávarp, Jónas Jónsson bóndi í Kálfholti,

oddviti Ásahrepps árnaði

eigendum heilla og Guðfinna Þorvaldsdóttir

listamaður í Saurbæ í

Holtum gaf hótelinu tvö listaverk.

Eigendur þökkuðu fyrir hlý orð

í sinn garð og buðu öllum gestum

til glæsilegrar veislu þar sem

Göran Sincränz, sem er hefur

umsjón með rekstrinum á Hrauneyjum

og er auk þess úrvalskokkur,

hafði töfrað fram hvern réttinn

öðrum betri. Auk þess bauðst

gestum að skoða hótelið en þar

eru 16 herbergi með fyrsta flokks

aðstöðu, sjónvarpi og baði inni á

hverju herbergi og auk þess fjórar

svítur, hver um 60 fermetrar.

Þetta nýja Hótel Háland, sem

er aðeins um tveggja tíma akstur

frá borginni, á án efa eftir að

gleðja margan ferðalanginn sem

vill hafa þar bækistöð á ferðum

sínum um nágrenni Heklu, Landmannalaugar

og Veiðivötn. Svo

er líka gaman að því að renna

fyrir fisk, til dæmis í Köldukvísl.

Lúxus af þessu tagi er ótrúleg

og skemmtileg nýjung á hálendinu.

Jónas Jónsson í Kálfholti, oddviti

Ásahrepps, flytur ávarp.

Guðfinna Þorvaldsdóttir

listamaður í

Saurbæ í Holtum

sem rekur Gallerí

Guðfinnu, færði

hótelinu listaverk.

10 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


FRÉTTIR

Hljómsveitin hélt uppi stuði.

Golfmót Og Vodafone:

Sigtryggur fékk rauða jakkann

Árni Pétur Jónsson, forstjóri

Og Vodafone, klæðir

Sigtrygg Hilmarsson frá

Vistor í rauða jakkann.

Sigtryggur Hilmarsson, frá fyrirtækinu

Vistor, kom, sá og sigraði

annað árið í röð á golfmóti Og

Vodafone. Hann kann því greinilega

vel við sig í rauða jakkanum

sem sigurvegarinn klæðist. Sigtryggur

fékk 44 punkta - sem er

með ólíkindum gott - en oftast

vinnast svona mót á um 40 til

41 punkti. Hann fékk glæsileg

verðlaun, farsíma frá Nokia,

gjafakort frá 66° Norður og flug

og miða fyrir tvo á leik í átta

liða úrslitum HM í knattspyrnu í

Þýskalandi frá Sýn. Guðmundur

Arason, framkvæmdastjóri Securitas,

var hins vegar með besta

skorið, eða 75 högg. Hann fékk

GSM síma frá Nokia og gjafabréf

frá 66° Norður. Þegar dregið var

úr skorkortum keppenda kom

nafn Helgu Óskarsdóttur hjá

Baugi upp og hlaut hún í vinning

ferð á leik á HM í Þýskalandi.

Guðmundur Arason, framkvæmdastjóri Securitas (með húfuna) var

með besta skorið.

Ólöf María Jónsdóttir atvinnukylfingur (t.h.) ásamt keppendum.

12 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


FRÉTTIR

Manuel de la Serna

Piñeiro og Grisel

Rovira frá Time

Magazine í London

ásamt Sigurði

Þorsteinssyni (fyrir

miðju) frá Design

Group Italia.

Ný verslun Bláa lónsins:

Opnun á þjóðhátíðardaginn

Ný Blue Lagoon verslun opnaði

laugardaginn 17. júní að Laugavegi

15. Bláa lónið leggur mikla

áherslu á hönnun umhverfis og

mannvirkja og var hönnun verslunarinnar

í höndum ítalska hönnunarfyrirtækisins

Design Group

Italia.

„Bláa lónið er dæmi um

einstakt samspil orku, náttúru

og vísinda. Í versluninni upplifa

gestir þessa sömu þætti en

hraun, stál og gler er áberandi í

versluninni,“ segir Sigurður Þorsteinsson,

iðnhönnuður og einn

eigenda Design Group. „Bláa

lónið leggur mikinn metnað í

hönnnun og eru verslanirnar engin

undantekning.“

Blue Lagoon húðvörurnar

eru fáanlegar í hinni nýju verslun.

Hátt í 30 vörur sem allar

innihalda virk efni Bláa lónsins:

steinefni, kísil og þörunga eru

fáanlegar. Vörunum er skipt í

þrjá meginflokka, þ.e. vörur sem

hreinsa, veita orku og næra

húðina.

Ný verslun að Laugavegi 15.

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, og eiginkona

hans Björg Jónsdóttir.

Fabienne Bresdin, Ása Brynjólfsdóttir þróunarstjóri Bláa lónsins, Ragnheiður

G. Guðnadóttir og Magnea Guðmundsdóttir, kynningastjóri Bláa lónsins.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 13


FRÉTTIR

Heimur:

Útflutningshandbókin Iceland

Export Directory, sem gefin hefur

verið út í samvinnu Útflutningsráðs

og Íslenskra fyrirtækja,

verður í framtíðinni gefin út af

Útgáfufélaginu Heimi, sem gefur

meðal annars út Frjálsa verslun.

Í bókinni eru ítarlegar upplýsingar

um öll helstu útflutningsfyrirtæki

landsins, bæði á vöru og þjónustu.

Jafnframt veitir vefurinn

icelandexport.com greinargóðar

upplýsingar um þessi fyrirtæki.

Vefurinn er helsta upplýsingaveita

fyrir útlendinga sem vilja komast

Á myndinni sjást Magnús E. Kristjánsson frá Ec Web, og Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri

Heims, staðfesta samkomulagið. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs, fylgist með.

Tekur við Útflutningshandbókinni

í samband við íslensk fyrirtæki

en bókin gegnir einnig mikilvægu

hlutverki, því að hún er send á

mörg þúsund aðila erlendis, auk

þess sem henni er dreift á vörusýningum.

Iceland Export Directory hefur

verið gefin út frá árinu 1992 og

hefur Útflutningsráð ávallt staðið

að útgáfunni með nokkrum samstarfsaðilum.

Að undanförnu hefur

Ec Web ehf. sem gefur út handbókina

Íslensk fyrirtæki, nú bæði

á Netinu og á geisladiski, séð

um útgáfuna. Fyrirtækið hyggst

einbeita sér að þróun hugbúnaðarlausna

fyrir vefsvæði.

Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri

Heims, segir að

þetta nýja verkefni styrki fyrirtækið.

Heimur hefur einbeitt sér

að tvenns konar útgáfu. Annars

vegar ritum um viðskipti eins og

Frjálsri verslun og Vísbendingu

og hins vegar ritum um fyrir

ferðamenn, bæði tímaritum og

árbókum. Iceland Export Directory

er mikilvæg viðbót við þær

upplýsingar sem fram koma á

vefnum www.icelandreview.

com, en þar eru bæði fréttir og

upplýsingar um land og þjóð.

Fram að þessu hafa upplýsingarnar

einkum snúið að ferðamönnum,

en nú bætist við mikilvæg

upplýsingaveita um fyrirtækin.

Vefirnir verða sameinaðir

og gefa þá mun betri og ítarlegri

mynd af Íslandi en áður.

„Við höfum líka góða reynslu

af samvinnu við Útflutningsráð,

en við sjáum um útgáfu blaðsins

Issues and Images fyrir ráðið.

Þannig að þetta er á allan hátt

eins og best verður á kosið.“

Allt í röð

og reglu!

14 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


FRÉTTIR

Samskip fá afhent tvö ný flutningaskip í Rotterdam:

Ásbjörn Gíslason og Michael F. Hassing, forstjórar Samskipa,

og Ólafur Ólafsson, starfandi stjórnarformaður Samskipa.

Öll flutningastarfsemin sameinuð undir

Samgönguráðherra Hollands, Karla Peijs, gefur öðru

af nýju flutningaskipunum nafn, en þau fengu nöfnin

Samskip Pioneer og Samskip Courier.

TEXTI: HILMAR KARLSSON

MYNDIR: HREINN MAGNÚSSON

Samskip fylgja eftir öðrum íslenskum

fyrirtækjum í útrásinni

og gerir gott betur en mörg

þeirra. Er félagið nú leiðandi í

gámaflutningum innan Evrópu eftir

að hafa keypt flutningafyrirtækin

Van Dieren Maritime, Geest

og Seawheel. Þar til nú hefur

þessi starfsemi verið rekin í nafni

Geest, sem hefur verið leiðandi í

þróun fjölþátta gámaflutningsþjónustu

í álfunni. Breyting verður á

í haust þegar öll flutningastarfsemin

verður undir nafni Samskipa.

Sjálfsagt bregður mörgum

Hollendingum í brún þegar eitt

þekktasta nafn þeirra í vöruflutningum,

Geest, heyrir sögunni til.

Það var þó ekki að heyra á

þeim sem sóttu vígsluathöfn

tveggja nýrra sérsmíðaðra flutningaskipa

í Rotterdam, sem Samskip

fengu afhent, að vonbrigði

lægju í loftinu. Meðal gesta var

fjöldi hollenskra fyrirmanna og

þar var fremst í flokki samgönguráðherra

Hollands, Karla Peijs,

en hún ásamt frú Opstelten-

Dulith, eiginkonu borgarstjóra

Rotterdam, gaf nýju skipunum

nöfnin Samskip Pioneer og Samskip

Courier. Vígsluathöfnin var

vel heppnuð, haldin í íslenskri

veðráttu, vindi og rigningu, sem

margir Íslendingar myndu kalla útsynning.

Það kom þó ekki í veg

fyrir að hátt í þrjú hundruð gestir

nytu stundarinnar og þægju hádegisverð

í boði Samskipa um

borð í Wilhelmina Kade, meðan

siglt var um hina mikilfenglegu

Rotterdamhöfn, þar sem sagt er

að yfir 300 þúsund gámar séu

á hafnarbökkunum hverju sinni.

Stjórnarformaður Samskipa,

Ólafur Ólafsson, notaði tækifærið

og afhenti samgönguráðherranum

og borgarstjórafrúnni 9000 evrur

sem renna skulu til góðgerða- og

framfaramála.

16 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


FRÉTTIR

Samskip Courier á siglingu í höfninni í Rotterdam.

nafni Samskipa í haust

Á siglingunni var siglt fram hjá

hafnarsvæðinu þar sem Samskip

eru að reisa nýjar höfuðstöðvar

fyrir erlenda starfsemi sína og

í annarri athöfn lagði annar forstjóra

Samskipa, Michael F. Hassing,

hornstein að byggingunni.

Áætlað er að taka húsnæðið í

notkun í janúar 2007 og þar mun

starfa um 200 manns.

Mikilvægi Samskipa í sjóflutningum

á styttri sjóleiðum fyrir Hollendinga

og önnur Evrópuríki kom

fram í orðum Karla Peijs þar sem

hún sagði hin tvö nýju skip vera

tákn fyrir mikilvægi sjóflutninga

á styttri sjóleiðum og dagurinn í

dag væri stórkostlegur dagur fyrir

fyrirtækið sem og alla flutningastarfsemi.

Nýju skipin eru smíðuð í

Damen skipasmíðastöðinni í Rúmeníu

og hafa þá sérstöðu að vera

sérstaklega hönnuð til flutninga

á 45 feta gámum, sem eru meir

og meir að ryðja sér til rúms í

flutningum innan Evrópu. Skipin

eru systurskip gámaflutningaskipanna

Geestdijk og Geeststroom.

Tvö skip til viðbótar þessum

fjórum eru nú í smíðum fyrir Samskip

í Damen skipasmíðastöðinni

og fær félagið þau afhent síðar á

árinu. Koma þau til með að heita

Samskip Explorer og Samskip

Express.

Þegar notað er orðið útrás

í starfsemi Samskipa er það í

orðsins fyllstu merkingu þar sem

fyrirtækið teygir anga sína um

allan heim og er nýjasta viðbótin

tvær söluskrifstofur í Brasilíu

sem opnaðar voru í byrjun júní.

Þar er megináhersla lögð á

flutningsþjónustu við ávaxta- og

grænmetisframleiðendur og er

beitt nýrri geymslutækni í gámaflutningum.

Um borð í Wilhelmina Kade. Talið frá vinstri: Opstelten-

Dulith, borgarstjórafrú í Rotterdam, Woute Tronk, framkvæmdastjóri

Geest, Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður

Samskipa, og Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona hans.

Forstjórar Samskipa, Ásbjörn Gíslason og Michael F. Hassing, voru

ánægðir í rigningunni í Rotterdam enda stór áfangi að baki og spennandi

tímar framundan.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 17


D A G B Ó K I N

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

1. júní

SKRIFA ÞARF KENNSLUBÆKURNAR UPP Á NÝTT

Danska blaðið Berlingske

Tidende fór nokkuð háðulegum

orðum um Pálma Haraldsson

í frétt um tap á rekstri FlyMe

þennan dag. Tap á þessu

sænska lággjaldaflugfélagi nam

632 milljónum íslenskra króna á

fyrsta ársfjórðungi þessa árs borið

saman við um 240 milljóna

króna tap á sama tíma í fyrra.

Fjöldi farþega með félaginu

jókst á sama tíma um 57%.

Berlingske Tidende segir í

umfjöllun sinni að Pálmi sé að

undirbúa viðskiptaáætlun með

FlyMe sem þýði að endurskrifa

1. júní

Skýrr og Teymi

sameinast

Ákveðið hefur

verið að

Skýrr hf. og

Teymi ehf.

verði sameinuð

undir

nafni Skýrr

hf. Formlegur

samein-

Þórólfur Árnason.

ingardagur

hefur ekki enn verið ákveðinn.

Skýrr og Teymi eru dótturfélög

Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu

Dagsbrúnar. Fyrirhugað er

að Teymi verði hluti af Viðskiptalausnum

Skýrr en framkvæmdastjóri

þess sviðs er Eiríkur

Sæmundsson. Forstjóri Skýrr er

hins vegar Þórólfur Árnason.

Pálmi Haraldsson.

Íslendingar eyða og eyða sem

aldrei fyrr.

6. júní

Við eyðum og

eyðum

Þjóðin eyðir og eyðir og fyrir vikið

er ekkert lát á viðskiptahallanum.

Hann tvöfaldaðist á fyrsta

ársfjórðungi frá því í fyrra og

nam 66 milljörðum króna borið

saman við 33 milljarða fyrir ári.

Vöruviðskiptin voru óhagstæð

um 32 milljarða en um 15 milljarða

fyrsta ársfjórðunginn í fyrra.

þurfi norrænar kennslubækur í

viðskiptafræðum. Pálmi muni

á næstu mánuðum reyna að

sýna fram á að þegar lagður

sé saman mínus og mínus sé

útkoman plús.

Blaðið segir svo að Pálmi

viti nokk hvað hann sé að

gera því honum hafi tekist að

selja Sterling, sem rekið hafi

verið með um 1,5 milljarða

íslenskra króna halla á fyrsta

ársfjórðungi, til FL Group í október

sl. fyrir um 18 milljarða

íslenskra króna.

6. júní

Enn er Lars í stuði

Lars Christensen, hagfræðingur

hjá Danske Bank, er enn

í miklu stuði þegar kemur að

Íslendingum. Hann sá sig knúinn

7. júní

ÁNÆGÐUR AXEL

Axel Gíslason, framkvæmdastjóri

Andvöku og Samvinnutrygginga,

hefur ástæðu til að brosa

fyrir hönd sinna félaga eftir að

Exista keypti öll hlutabréfin í VÍS

eignarhaldsfélagi fyrir tæpa 66

milljarða króna. Exista greiddi

16,5 milljarða króna fyrir hlut

Samvinnutrygginga í VÍS og var

greiðslan í formi hlutabréfa í

Exista. Þá hagnast félagið enn-

Lars Christensen hefur mikinn

áhuga á Íslandi.

til að lýsa því yfir við dönsku

fréttastofuna Ritzau að líkurnar á

samdrætti í íslenska hagkerfinu

hefðu enn aukist, en bankinn

hefur ítrekað sagt að það stefni

í niðursveiflu í efnahagslífinu hérlendis

á þessu ári og því næsta

og að líkurnar á „harðri lendingu“

séu verulegar.

Danske Bank sendi frá sér

tilkynningu eftir að Standard

& Poor´s hafði breytt horfum á

lánshæfismati ríkissjóðs Íslands

í neikvæðar úr stöðugum og að

hætta á harðri lendingu hefði

aukist og að Halldór Ásgrímsson

hefði tilkynnt um afsögn sína.

fremur verulega vegna eignarhluta

Samvinnutrygginga í Andvöku

og Hesteyri sem sömuleiðis

verða hluthafar í Exista. Eftir

söluna nemur beinn og óbeinn

eignarhlutur Samvinnutrygginga

og Andvöku 9% hlutafjár

í Exista og eru félögin komin

með mun meiri áhættudreifingu

en áður þar sem Exista

er á meðal stærstu eigenda í

Bakkavör, Kaupþingi banka og

Símanum.

18 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


7. júní

Marínó hættir

hjá 66°Norður

Marínó

Guðmundsson.

Sagt var

frá því þennan

dag að

Marínó Guðmundsson,

sem gegnt

hefur starfi

framkvæmdastjóra

66°Norður

eftir að Sigurjón Sighvatsson

keypti fyrirtækið í byrjun síðasta

árs, væri að hætta hjá

fyrirtækinu. Marínó var áður

framkvæmdastjóri fjármála hjá

Norðurljósum og var einn nánasti

samstarfsmaður Sigurðar

G. Guðjónssonar þar á bæ. Frumkvæði

að starfslokum Marínós

er sagt hafa komið frá stjórn

fyrirtækisins.

Sumarið er komið en það er

kólnandi fasteignamarkaður.

8. júní

Snarlega dregur

úr viðskiptum

með fasteignir

Fasteignamarkaðurinn hefur

snarkólnað og sá hasar, sem

einkennt hefur hann síðustu tvö

árin, virðist að baki. Útlán bankanna

til íbúðakaupa námu tæpum

7,5 milljörðum króna í maí

og hafa ekki verið lægri í einstökum

mánuði síðan að bankarnir

komu fyrst inn á íbúðalánamarkaðinn

árið 2004. Í sama mánuði

á síðasta ári námu íbúðalán

bankanna 19,1 milljarði. Fasteignaverð

hefur sömuleiðis ekki

hækkað mikið að undanförnu.

Þannig spáir Landsbankinn 5%

hækkun fasteignaverðs á þessu

ári. Meðallánsfjárhæð hvers láns

er nú um 9,5 milljónir.

D A G B Ó K I N

Finnur Ingólfsson.

7. júní

VÍS SEXFALDAÐIST UNDIR FORYSTU FINNS

Miklar umræður voru þessa dagana um kaup Exista á VÍS og

hvernig helstu eigendur VÍS hefðu ávaxtað pund sitt á undanförnum

árum. Óhætt er að segja að Finnur Ingólfsson, forstjóri félagsins,

hafi fengið rós í hnappagatið við söluna. Þegar hann varð forstjóri

félagsins árið 2002 var félagið metið á 12 milljarða króna en

markaðsverð þess var 66 milljarðar þegar Exista yfirtók það.

9. júní

Baugur að kaupa

House of Fraser

Breska blaðið Daily Telegraph

sagði þennan dag að stjórn

House of Fraser hefði fallist á

þær hugmyndir Baugs Group að

greiða 356 milljónir punda fyrir

fyrirtækið, eða jafnvirði rúmra 48

milljarða króna. House of Fraser

á 60 verslanir á Bretlandseyjum,

þar á meðal í Lundúnum, Edinborg

og Leeds.

9. júní

Hugur og Ax

sameinuð

Tvö af dótturfélögum

Kögunar,

hugbúnaðarfyrirtækin

Hugur og Ax

hugbúnaðarhús,

verða

sameinuð á

næstunni.

Hið sameinaða

félag

mun nefnast

HugurAx og verður eitt stærsta

hugbúnaðarfyrirtæki landsins

með um 125 starfsmenn.

Páll Freysteinsson verður framkvæmdastjóri

hins sameinaða fyrirtækis,

en Sigríður Olgeirsdóttir,

sem verið hefur framkvæmdastjóri

Ax hugbúnaðarhúss, hefur

að eigin frumkvæði ákveðið að

láta af störfum. Bæði Hugur og

Ax hugbúnaðarhús eru dótturfélög

Kögunar, sem er í meirihlutaeigu

Dagsbrúnar.

9. júní

Magnús eykur við

hlut sinn í Avion

Magnús

Þorsteinsson.

Sigríður Olgeirsdóttir,

lætur af

störfum við sameininguna.

Magnús Þorsteinsson,

aðaleigandi

Avion

Group, hefur

bætt við tæpum

þremur prósentum

í félaginu

og á eignarhaldsfélag

hans

Frontline Holding, sem skráð er í

Lúxemborg, núna 37,55% hlut.

Magnús Þorsteinsson á

91,3% hlut í Frontline Holding og

Fjárfestingarfélagið Sjöfn á 8,7%

en eigendur þess eru Baldur

Guðnason, forstjóri Eimskips, og

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 5 19


D A G B Ó K I N

Steingrímur Pétursson, fjármálastjóri

Avion Group.

12. júní

8% verðbólga

Verðbólgan æðir núna áfram á

Íslandi og mælist 8% sé miðað

við hækkun vísitölu neysluverðs

síðustu tólf mánuðina. Undanfarna

þrjá mánuði hefur vísitalan

hækkað um 3,8% sem jafngildir

16% verðbólgu á ári. Reynslan

sýnir að mjög erfitt getur verið

að hemja verðbólgu sem fer yfir

tíu til tólf prósent á ári - án þess

að stíga nokkuð harkalega á

hemlana.

14. júní

Stjórnendur áfram

bjartsýnir

Stjórnendur fyrirtækja telja

almennt að aðstæður í efnahagslífinu

séu tiltölulega góðar,

samkvæmt niðurstöðu úr ársfjórðungslegri

könnun IMG Gallup

á stöðu og framtíðarhorfum í

atvinnulífinu, sem gerð var í maí.

Um 57% svarenda sögðu að núverandi

aðstæður í efnahagslífinu

væru góðar, um 13% töldu þær

slæmar en um 30% álitu þær

hvorki góðar né slæmar. Þetta

merkir að stjórnendur fyrirtækja

eru áfram bjartsýnir en þó hefur

dregið úr bjartsýninni þar sem í

sambærilegri könnun í febrúar,

töldu um 67% stjórnenda aðstæður

í efnahagslífinu góðar.

15. júní

Karl Pétur fulltrúi

Gunnars Smára

Karl Pétur

Jónsson.

Gunnar

Smári Egilsson,

forstjóri

Dagsbrúnar,

hefur ráðið

til sín sérstakan

fulltrúa,

Karl Pétur Jónsson. Karl hefur

undanfarin fjögur ár verið framkvæmdastjóri

almanntengslafyrirtækisins

Inntaks sem hann stofnaði

ásamt fleirum. Karl Pétur er

stjórnmálafræðingur að mennt.

Kona hans er Guðrún Tinna Ólafsdóttir

og eiga þau tvö börn.

15. júní

Bill Gates lætur

af daglegri stjórnun

eftir tvö ár

Bill Gates, stjórnarformaður

Microsoft, hefur tilkynnt að

hann láti af daglegri stjórnun

Microsoft um mitt árið 2008,

eða eftir tvö ár. Hann hyggst

eyða meiri tíma í baráttu fyrir

bættri heilsu manna og eflingu

menntamála í gegnum Bill &

20 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


D A G B Ó K I N

Melindu Gates stofnunina.

Gates verður eftir breytingarnar

áfram stjórnarformaður og hann

mun koma að lykilverkefnum innan

fyrirtækisins sem ráðgjafi.

Bill Gates hefur tilkynnt um

brottför sína eftir tvö ár.

15. júní

RÁÐHERRA NÆSTLENGST ALLRA

Þegar Halldór Ásgrímsson lét

af starfi forsætisráðherra gerði

Morgunblaðið mjög skemmtilega

og fróðlega úttekt á því

hverjir hefðu setið lengst á

Alþingi og í stóli ráðherra á

Íslandi. Halldór hefur verið ráðherra

næstlengst allra eða í

19 ár og rúman einn mánuð.

Sá sem lengst hefur setið

á ráðherrastóli er Bjarni Benediktsson

en hann var ráðherra

í alls 20 ár og rúman mánuð

og var þar af forsætisráðherra

í um 7 ár.

Halldór hefur setið á þingi

í 30 ár og sex mánuði og því

vakti það á margan hátt athygli

að hann skyldi „aðeins“

vera í 25. sæti yfir þá sem

hafa setið lengst á Alþingi.

Sá sem hefur setið lengst allra

á Alþingi er Pétur Ottesen sem

sat á Alþingi í 42 ár og tæpa

átta mánuði. Næstur honum

kemur Eysteinn Jónsson sem

sat í alls 40 ár og um 9 mánuði

á þingi.

Halldór Ásgrímsson.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 21


D A G B Ó K I N

17. júní

RÓ Á MEÐAN

ATVINNULÍFIÐ

KASTAR MÆÐINNI

Geir H. Haarde forsætisráðherra

ræddi m.a. um efnahagsmál

Íslendinga í hátíðarræðu sinni til

landsmanna af Austurvelli 17.

júní. Þetta var fyrsta 17. júní

ræða Geirs.

Hann sagði að við þær aðstæður

sem nú hefðu skapast í

efnahagsmálum væri mikilvægt

að samstaða næðist milli aðila

vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar

um aðgerðir til að hraða

því að verðbólga gangi niður og

verja jafnframt þá lakast settu

fyrir áhrifum hennar.

Geir H. Haarde flytur hátíðarræðu sína af Austurvelli.

„Ætti þá hvort tveggja að

vera tryggt, vinnufriður í landinu

út næsta ár og ró og stöðugleiki

í efnahagslífinu á meðan

atvinnulífið kastar mæðinni eftir

gríðarlega uppbyggingu síðustu

missera.

Allir verða að leggja sitt

af mörkum til að tryggja stöðugleika

á næstu árum. Þar

verður ríkisvaldið að gera

sitt, sömuleiðis aðilar vinnumarkaðarins,

bankarnir og

sveitarfélögin svo ég nefni til

helstu aðila þessa máls. En

fyrirtækin í landinu og heimilin

öll verða jafnframt að kunna

fótum sínum forráð og hafa

hemil á neyslu sinni og eftirspurn

eftir lánsfé.“

16. júní

Ingimundur

seðlabankastjóri

Ingimundur Friðriksson verður

seðlabankastjóri tímabundið til

loka ágúst en Jón Sigurðsson,

nýr iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

verður þá í launalausu leyfi. Ingimundur

er aðstoðarbankastjóri

Seðlabankans.

16. júní

Björgólfur Thor

og Kári á ráðstefnu

Forbes

Björgólfur Thor Björgólfsson og

Kári Stefánsson voru á meðal

30 fyrirlesara á ráðstefnu sem

tímaritið Forbes stóð fyrir í Kaupmannahöfn.

Þeir voru í hópi fjölmargra

þekktra forstjóra stórfyrirtækja

og athafnamanna í Evrópu,

auk þess sem Ritt Bjerregaard,

borgarstjóri Kaupmannahafnar,

Per Stig Möller, utanríkisráðherra

Danmerkur, og Jóakim Danaprins

voru á meðal viðstaddra. Eigandi

tímaritsins og aðalritstjóri, Steve

Forbes, var einnig gestur á ráðstefnunni.

16. júní

Kaupþing í Noregi

tapar 121 milljón

Norskur fjölmiðlar sögðu frá því

að arabískum fjárfesti hafi tekist

að blekkja Kaupþing í Noregi og

selt hluti sem hann hefði ekki átt

fyrir 10 milljónir dollara, eða um

121 milljón króna tap. Jan Petter

Sissener, forstjóri Kaupþings í

Noregi, segist telja að peningarnir

skili sér aftur. Arabíski fjárfestirinn

hafði samband við Kaupþing

í Noregi og vildi selja umrædda

hluti. Atvinnurekandi arabíska fjárfestisins

í Abu Dhabi hefur verið

kærður.

17. júní

38 milljarðar fyrir

fasteignir Magasin

Er Baugur að selja sjálfum sér

fasteignir Magasin du Nord?

Þannig spurðu ýmsir þegar fréttir

bárust um að Baugur Group ætlaði

að selja fasteignir Magasin

du Nord til danska fasteignafélagsins

Atlas Ejendomme, en

það er í eigu fasteignafélagsins

Stoða, sem er hluti af samstæðu

Baugs. Samkvæmt fréttum í

Danmörku er þessi sala metin

á 38 milljarða króna og mun

um að ræða stærstu fasteignaviðskipti,

sem fram hafa farið

í Danmörku í ár. Eftir þessi viðskipti

verður Atlas Ejendomme

eitt allra stærsta fasteignafélag

Danmerkur.

19. júní

Björgólfur Thor

inn á íslenska

símamarkaðinn

Morgunblaðið sagði frá því að

Novators, fjárfestingarfélag í eigu

Björgólfs Thors Björgólfssonar,

væri að hefja starfsemi á Íslandi

og að það hefði fengið tilraunaleyfi

frá Póst- og fjarskiptastofnun

til að nýta tíðnisvið fyrir þriðju

kynslóðar farsímakerfi. Rætt

hefur verið við Orkuveitu Reykjavíkur

um mögulega dreifingu.

Í fréttinni sagði að til stæði að

stofna nýtt íslenskt símafyrirtæki

sem hæfi tilraunarekstur á Netinu

á haustmánuðum. Novator

hefur fjárfest í símafélögum í

Evrópu undanfarið hálft annað

ár. Félagið á nú símafyrirtæki

í Búlgaríu, Finnlandi, Póllandi,

Tékklandi og Grikklandi.

22 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R

80

ÁHRIFA

MESTU

Í ATVINNU LÍF INU

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON

Þriðja árið í röð vel ur Frjáls versl un á hrifa mestu kon urn ar

í at vinnu líf inu. Núna eru 80 kon ur á list an um en þær hafa

ver ið 70 und an far in tvö ár og núna velj um við þær tutt ugu

á hrifa mestu í stað tíu á hrifa mestu áður.

Það er á nægju legt hve marg ar nýj ar kon ur koma inn á list ann

frá því í fyrra - en stór hluti þeirra kvenna sem voru á list an um síðast

eru samt á hon um aft ur.

Val Frjálsr ar versl un ar á 80 á hrifa mestu kon um við skipta lífs ins

er eng inn stórisann leik ur og það er hægt að rök ræða það fram og

aft ur hvað séu völd og hvað séu á hrif. Það er enda laust hægt að

deila um slíkt; sitt sýn ist hverj um í þeim efn um. Það er enn frem ur

hægt að vanga velt ast um það hvaða kon ur eigi heima á þess um

lista og hvort yf ir höf uð eigi að gera svona lista.

Við gerð list ans eru nokkr ir þætt ir hafð ir að leið ar ljósi og eru

þeir fleiri en áður. Því er list inn von andi breið ari og ekki jafn einsleit

ur. Það veg ur þyngra núna hve mik inn vilja og á huga kon ur

hafa á að setj ast í stjórn ir fyr ir tækja og fé laga sam taka og láta þar

að sér kveða og hafa sig í frammi í at vinnu líf inu. Stóru þætt irn ir

við val ið eru á hrif og völd í skjóli fjár magns, for ystu hugs un, fyrir

mynd, for dæmi, at hafna semi, eld móð ur, stærð fyr ir tækja - og

tak ið eft ir; vilj i til að beita sér og hafa sig í frammi.

Völd og á hrif í skjóli fjár magns geta ver ið til kom in vegna hlutafjár

eign ar við kom andi kvenna í fyr ir tækj um - þar sem þær koma

ná lægt stór um og af drifa rík um á kvörð un um - en líka í gegn um

stjórn un ar störf þeirra í fyr ir tækj un um, til dæmis sem for stjór ar

eða fram kvæmda stjór ar ein stakra sviða.

24 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R

HELSTU NIÐURSTÖÐUR:

STJÓRN AR KON UR

Könn un Frjálsr ar versl un ar leið ir í ljós að hlut fall kvenna

sem sitja í stjórn um 206 stærstu fyr ir tækj anna af 300

stærstu list an um er 10,8% núna en var 13,2% í fyrra.

FRAM KVÆMDA STJÓR AR SVIÐA

Hlut fall kvenna sem eru fram kvæmda stjór ar ein stakra

sviða - það er í næstefsta þrep inu - er 16%, en mik il umræða

fer jafn an fram um að kon ur séu fyr ir ferða mikl ar

sem milli stjórn end ur.

25 FOR STJÓR AR

Kon ur stýra 25 fyr ir tækj um á 300 stærstu list an um.

Þetta er aukn ing frá því í fyrra þeg ar þær voru 22 tals ins.

Þetta er samt ekki nema 8,3% hlut fall.

STÝRA SVEIT AR FÉ LÖG UM

Sveit ar fé lög in í land inu eru 79 tals ins og kon ur stjórna aðeins

15 þeirra. Þetta er 19% hlut fall. Kon ur stýra að eins

tveim ur stór um bæj ar fé lög um.

22 KON UR Á ÞINGI

Af 63 þing mönn um eru 22 kon ur. Þetta er um 35% hlutfall

og hef ur hækk að veru lega á síð ustu tutt ugu árum.

TVÆR AF TÓLF

Tvær kon ur eru ráðu neyt is stjór ar en þeir eru tólf tals ins.

Þetta er hlut fall upp á 17%. Í 102 ára tíð stjórn ar ráðs ins

hafa að eins fjór ar kon ur ver ið ráðu neyt is stjór ar.

Frjáls versl un vel ur tvær kon ur úr „aka dem í unni“ inn á topp

tutt ugu list ann að þessu sinni, þær Guð finnu Bjarna dótt ur, rekt or

Há skól ans í Reykja vík, og Her dísi Þor geirs dótt ur laga pró fess or og

bar áttu mann eskju um auk ið jafn rétti.

Báð ar eru vel að því að vera komn ar inn á list ann. Mennt un

og jafn rétt is bar átta eru núna fyr ir ferð ar meiri í við skipta líf inu en

oft áður. Guð finna hef ur t.d. haft á hrif á þús und ir nem enda, sem

numið hafa við Há skól ann í Reykja vík, og er sterk ur leið togi sem

hef ur beitt sér fyr ir nýj ung um og haft á hrif á mennt un á Ís landi.

Her dís Þor geirs dótt ir hef ur hald ið ráð stefnu á Bif röst þrjú ár í

röð um tengsla net - völd til kvenna. Það verð ur að segj ast eins og

er að það telj ast mik il á hrif að fá hátt á fjórða hund rað kvenna upp

á Bif röst og hvað þá að láta þær all ar standa upp með dynj andi

lófataki og bravó hróp um og sam þykkja ein róma á lykt un um að

sett verði lög um kynja kvóta í stjórn um skráðra fyr ir tækja í Kauphöll

inni. En þetta gerði Her dís.

En mun ið; þetta blað Frjálsr ar versl un ar á um fram allt að

vekja at hygli á þeim kon um sem láta að sér kveða í at vinnu og

at hafna semi þeirra; sýna fyr ir mynd ir og for dæmi. List inn er ekki

stórisann leik ur.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 25


ÁHRIFA

20MESTU

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON

OG SVAVA JÓNSDÓTTIR

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri eignarhaldsfélagsins L&H.

HRUND RUDOLFSDÓTTIR

forstjóri eignarhaldsfélagsins L&H

Hrund Rudolfsdóttir er einhver áhrifamesta

kona viðskiptalífsins og áhrif hennar hafa

aukist verulega frá síðasta ári. Hún er náinn

samstarfsmaður Karls Wernerssonar í

Milestone en það félag er eigandi eignarhaldsfélagsins

L&H. Hrund var áður framkvæmdastjóri

lyfjakeðjunnar Lyf og heilsa.

Núna er hún forstjóri eignarhaldsfélagsins

L&H sem er orðin stór samstæða með

dótturfélög bæði hér heima og í útlöndum.

Þessi félög eru Lyf og heilsa á Íslandi,

L&H Optic, Flexor, Dac, Alpha Group

í Króatíu, Omnia í Rúmeníu og Zegin í

Makedóníu. Þá er Hrund formaður SVÞ,

Samtaka verslunar og þjónustu, og situr

einnig í stjórn Samtaka atvinnulífsins.

„Ég legg megináherslu á að eiga góð,

heiðarleg og uppbyggjandi samskipti við

samstarfsmenn, viðskiptaaðila og aðra

þá sem ég kem að. Lífið er einfaldlega of

stutt til að eiga í neikvæðum samskiptum.

Það þýðir alls ekki að maður sé alltaf

sammála öðrum eða sé ekki gagnrýninn

en það er mikilvægt að greina ávallt á

milli manna og málefna og eins að þróa

með sér þann hæfileika að koma málum

áfram af ákveðni eða segja nei eða draga

línur á annan hátt án þess að vaða yfir

aðra.

Með góðum samskiptum nær maður

upp samstarfsvilja annarra, eignast betri

samstarfs- og undirmenn, trygga viðskiptamenn,

lokar betri samningum og allt þetta

skilar sér í betri rekstrarniðurstöðu,“ segir

Hrund.

26 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

GUÐNÝ ARNA SVEINSDÓTTIR

framkvæmdastjóri fjármálasviðs Kaupþings banka

Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri

fjármálasviðs Kaupþings

banka, er í hugum margra

áhrifamesta konan í íslensku viðskiptalífi.

Stundum er gantast með

það innan Kaupþings banka að hún

sé yfirbankastjórinn þar á bæ en

hún vinnur mjög náið með þeim

Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra og

Sigurði Einarssyni stjórnarformanni.

Hún er áhrifamesta konan innan

bankans. Ekki þarf að fara mörgum

orðum um það að sem framkvæmdastjóri

fjármálasviðs 8. stærsta

banka á Norðurlöndunum - sem er

með starfsemi í tíu löndum og efnahagsreikning

upp á meira en 2.400

milljarða króna - skipar Guðný Arna

Sveinsdóttir sér á bekk með áhrifamestu

konum í viðskiptalífinu á

Norðurlöndunum. Það fer hins vegar

fremur lítið fyrir henni í fjölmiðlum.

„Kaupþing banki hefur á þessu

ári einkum lagt áherslu á innleiðingu

breska bankans Singer &

Friedlander inn í samstæðuna en

Kaupþing keypti bankann um mitt

síðasta ár. Innleiðingin er bæði yfirgripsmikil

og vandasöm enda er Singer

& Friedlander tuttugasti stærsti

banki Bretlands. Samhliða þessu

hefur árið einkennst af samræmingarvinnu

milli landa og tekjusviða,

markmiðið er að bankinn geti boðið

viðskiptavinum sínum sambærilega

þjónustu í þeim löndum þar sem

hann starfar.“

Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Kaupþings banka.

STEINUNN K.

ÞÓRÐARDÓTTIR

framkvæmdastjóri Glitnis í London

Steinunn Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Glitnis í London.

Steinunn Þórðardóttir er framkvæmdastjóri

Glitnis í London

og henni er ætlað að halda utan

um og færa út kvíar bankans í

þessari stærstu og þekktustu

fjármálaborg Evrópu. Steinunn

hefur dágóða reynslu af að búa

og starfa erlendis en um tíma

vann hún hjá hinu þekkta fyrirtæki

Enron. Steinunn var í umfangsmiklu

forsíðuviðtali í öðru

tölublaði Frjálsrar verslunar á

þessu ári.

„Ég legg áherslu á að

Glitnir sé eftirsóknarverðasti

fjárfestingabanki í London fyrir

meginviðskiptavini og valinn

markhóp bankans. Lykill að

slíkri velgengni er hæfileikaríkt

og öflugt starfsfólk sem vinnur

sem samhent liðsheild að settu

markmiði.

Ég hef lagt metnað í að ráða

reynslubolta úr breska viðskiptaheiminum

sem falla vel inn í hóp

atorkumikilla Íslendinga. Með

þessu skapast öflugur, alþjóðlegur

hópur með þeim margbreytileika

sem þarf til að ná forskoti

á einum stærsta fjármálamarkaði

heims.

Markmiðið er að veita viðskiptavinum

snjallar lausnir

sniðnar að þörfum þeirra, sem

leiðir til áframhaldandi arðsemi

og vaxtar.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 27


ÁHRIFA

20MESTU

SVAVA JOHANSEN

kaupmaður í NTC og eigandi Sautján

Svava Johansen, eigandi NTC,

sem rekur meðal annars hina

þekktu tískuverslun Galleri

Sautján, hefur um langa hríð

verið ein áhrifamesta kona viðskiptalífsins

- ekki síst hefur

hún verið áhrifavaldur í heimi

viðskipta með tískuvörur á

Íslandi. Svava rak áður NTC

með fyrrverandi eiginmanni

sínum, Bolla Kristinssyni, en

þegar leiðir þeirra skildu á síðasta

ári keypti hún Bolla út úr

fyrirtækinu. Hún er því eini eigandi

NTC núna og ekki hafa

áhrif hennar og völd minnkað

við það. Alls eru 15 verslanir

undir hatti NTC.

„Höfuðáhersla hvers fyrirtækis

hlýtur alltaf að vera að

hámarka hagnað en til að það

náist eru aðaláherslur NTC í

fyrsta lagi að hafa úrvalslið í

innkaupum - fólk sem hefur

þekkingu á tísku og íslenskum

markaði, í öðru lagi að

bjóða fallegar vörur á besta

verði, þ.e. samkeppnishæfu

verði miðað við önnur lönd í

Evrópu, og í þriðja lagi að útlit

verslananna sé til fyrirmyndar

og þjónusta í verslunum góð.

Svo er nauðsynlegt að vinnuumhverfið

sé gott og hafa

bara gaman að þessu öllu,“

segir Svava.

Svava Johansen, kaupmaður í NTC.

KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR

aðstoðarforstjóri Singer og Friedlander

Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander.

Kristín Pétursdóttir hefur verið

einn helsti stjórnandinn innan

Kaupþings banka um árabil. Hún

var framkvæmdastjóri fjárstýringar

bankans og var þar með

yfirmaður fjármögnunar bankans.

Síðastliðið haust fluttist Kristín

til London og þar er hún núna

aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander

en um 600 manns starfa

hjá þessum fornfræga banka sem

er í eigu Kaupþings banka. Til

stendur að sameina starfsemi Singer

& Friedlander og Kaupþings

banka í London í sumar og verður

Kristín þar aðstoðarforstjóri.

Mjög athyglisvert forsíðuviðtal var

nýlega við Kristínu um bankaheiminn

í London.

Kristín var á lista yfir 10 áhrifamestu

konurnar í Frjálsri verslun í

fyrra. Þá sagði hún að sem stjórnandi

legði hún áherslu á að deila

verkefnum og ábyrgð á meðal undirmanna

sinna. „Mér finnst það

vera lykilhlutverk stjórnandans

að stýra verkefnunum og gefa

starfsmönnum sínum tækifæri til

þess að dafna og blómstra í sínu

starfi,“ segir Kristín.

28 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

Ragnhildur Arna Jónsdóttir er eigandi að sautján verslunum á Íslandi.

RAGNHILDUR ARNA JÓNSDÓTTIR

eigandi Árdegis sem rekur sautján verslanir á Íslandi

Ragnhildur Arna Jónsdóttir

er eigandi Árdegis ásamt

eiginmanni sínum, Sverri

Berg Steinarssyni. Þau

hjón hafa fremur lítið verið

í fjölmiðlum en sagt var

frá umsvifum þeirra í mjög

athyglisverðu forsíðuviðtali

í síðasta tölublaði Frjálsrar

verslunar. Árdegi er eignarhaldsfélag

sem rekur 9 BT

verslanir, 3 Skífu-verslanir,

2 verslanir Hljóðfærahússins,

Sony Center og tískuverslanirnar

Next og Noa-

Noa. Þá á Árdegi 25% hlut

í dönsku raftækjakeðjunni

Merlin sem rekur 48 verslanir

í Danmörku. Árdegi

er með yfir 200 manns í

vinnu á Íslandi og veltir um

4,5 milljörðum. Ragnhildur

hefur byggt þetta veldi upp

ásamt eiginmanni sínum,

en hún sér um daglegan

rekstur Next og Noa Noa.

„Við leggjum mikla

áherslu á að fólki líði vel í

vinnunni, það fái hvatningu

og sé virkir þátttakendur

í markmiðum okkar. Fyrir

mér er starfsfólkið mitt fjölskyldan

mín. Ég geri kröfur

til þeirra á sama hátt og

ég vil að það geri kröfur til

mín og okkar sem gegnum

stjórnunarstöðum í fyrirtækinu.

Án afbragðsgóðrar

liðsheildar gerast ekki

kraftaverk og það er það

sem við sækjumst eftir.

Við viljum skara fram úr í

því sem við erum að gera

og til að svo sé þarf sterkt

lið - úrvalslið.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 29


ÁHRIFA

20MESTU

Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans.

ELÍN SIGFÚSDÓTTIR

framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans

Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri

fyrirtækjasviðs Landsbankans, er

augljóslega ein áhrifamesta kona

viðskiptalífsins. Fyrirtækjasviðið

annast öll viðskipti bankans við fyrirtæki,

eins og fjármögnun við kaup

á fyrirtækjum og yfirtökur - sem og

lánaviðskipti. Undir forystu Elínar

hefur fyrirtækjasvið Landsbankans

verið mjög öflugt á undanförnum

árum og aukið við hlut sinn á þessum

markaði. Partur af ábyrgðarsviði

Elínar er lánastarfsemi Landsbankans

erlendis en hún hefur farið ört

vaxandi sem hluti af heildarútlánum

bankans.

„Vaxandi krafa er um að fleiri

konur þurfi að skipa æðstu stjórnunarstöður

og ef litið er yfir þann hóp

eru þær þar í minnihluta. Lykillinn

að breytingu þar á er fjölbreyttari

menntun kvenna og aukinn áhugi

þeirra á viðskiptalífinu þar sem

meiri hluti stjórnunarstaða liggur.

Með þessa þætti í farangrinum mun

konum í stjórnunarstöðum fjölga til

framtíðar því konur jafnt sem karlar

eiga að setja markið á að starfsframi

verði vegna eigin verðleika en

ekki vegna kyns eða annarra þátta

sem ekki koma viðkomandi starfi

við,“ segir Elín.

30 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

RAGNHILDUR

GEIRSDÓTTIR

forstjóri Promens

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri

Promens, komst mjög í sviðsljósið

á síðasta ári þegar hún

hætti sem forstjóri FL Group.

Það mál varð að mikilli fjölmiðlaumfjöllun.

Ragnhildur

tók snemma á þessu ári við

starfi forstjóra Promens sem

er stærsta fyrirtækjasamsteypa

heims á sviði steyptra

plasteininga og starfrækir 22

verksmiðjur í 10 löndum og eru

starfsmenn um 1.700 talsins.

Velta félagsins er að stærstu

leyti erlendis, fyrst og fremst í

Norður-Ameríku og Evrópu.

„Það sem helst er á döfinni

hjá Promens þessa dagana er

samþætting á þeim rekstrareiningum

sem við höfum verið

að kaupa síðustu mánuðina.

Við keyptum Bonar Plastics í

september í fyrra og svo EPI

núna í apríl. Velta þessara

tveggja fyrirtækja er um 13

milljarðar króna en fyrir kaupin

velti Promens um 3 milljörðum

króna. Samþætting og efling

rekstrarins er því efst á forgangslistanum

hjá mér. Einnig

erum við að horfa til enn frekari

stækkunar á félaginu á næstunni,“

segir Ragnhildur.

Rannveig Rist, forstjóri Alcan.

RANNVEIG RIST

forstjóri Alcan og varaformaður

stjórnar Símans

Rannveig Rist braut blað á sínum

tíma þegar hún varð fyrsta konan

til að gegna starfi forstjóra

stórfyrirtækis á Íslandi, þ.e.

Íslenska álfélagsins hf. í Straumsvík

sem nú heitir Alcan á Íslandi

hf. Rannveig er löngu kunn fyrir

leiðtogahæfileika sína og á undanförnum

árum hefur hún látið

að sér kveða sem fyrirlesari á

ráðstefnum af ýmsum toga. Hún

er varaformaður stjórnar Símans

en þar gegndi hún formennsku

í aðdraganda einkavæðingar og

var vel heppnuð sala Símans rós

í hnappagat Rannveigar. Rannveig

er góð fyrirmynd annarra

í viðskiptum og vill hafa áhrif.

Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum

og situr m.a. í stjórn

Samtaka atvinnulífsins auk þess

að vera í stjórn og framkvæmdastjórn

Viðskiptaráðs Íslands.

Rannveig var á lista yfir 10

áhrifamestu konurnar í Frjálsri

verslun í fyrra. Þegar hún var

spurð um sóknarfæri kvenna í viðskiptalífinu

sagði hún að konur

ættu að eiga samstarf við karlana

og mennta sig vel til að komast

í áhrifastöður. „Menntunin

ein og sér dugar ekki - konur

þurfa að sækja ákveðnar fram og

vera í meira samstarfi við karlana,“

segir Rannveig.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 31


ÁHRIFA

20MESTU

KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR

framkvæmdastjóri Gaums

Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri

Gaums, situr í

stjórnum nokkurra stórfyrirtækja,

eins og Baugs Group og Fasteignafélagsins

Stoða. Þá situr

hún í framkvæmdastjórn Samtaka

atvinnulífsins og er varamaður

í sex manna framkvæmdastjórn

Viðskiptaráðsins.

Kristín er þekkt fyrir að láta

fara frekar lítið fyrir sér og trana

sér ekki fram - en engum dylst

að hún beitir sér í þeim málum

sem hún hefur áhuga á og hún

stendur auðvitað mjög nálægt

stórum ákvörðunum hjá Baugi

Group, en Gaumur er þar stærsti

eigandinn.

Kristín segir að um þessar

mundir standi sem hæst umræða

um tilboð Baugs Group í bresku

verslunarkeðjuna House of Fraser.

Þegar hún er spurð um hvað

henni finnist vera efst á baugi í

jafnréttisumræðunni segir hún:

„Jafnréttisumræðan í viðskiptalífinu

hefur mikið snúist um það

undanfarið hvort rétt sé að setja

kynjakvóta á stjórnarsetu í fyrirtækjum.

Slík umræða á að sjálfsögðu

rétt á sér þar sem hægt

gengur að auka vægi kvenna en

ég er ekki fylgjandi slíkum kynjakvóta.

Það væri skynsamlegra

að auka vitund um það hversu

mikill fengur það er fyrir fyrirtækin

að þar komi konur að stjórn.“

Ingibjörg S. Pálmadóttir fjárfestir.

INGIBJÖRG S.

PÁLMADÓTTIR

fjárfestir og eigandi Hótels 101

Kristín Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Gaums.

Ingibjörg S. Pálmadóttir, fjárfestir

og eigandi Hótels 101

og eignarhaldsfélagsins ISP,

hefur verið atkvæðamikil í fjárfestingum

og er stór hluthafi í

Baugi Group. ISP er stór hluthafi

í Stoðum fyrir utan eignarhluta

sinn í gegnum Baug.

Ingibjörg situr í stjórnum

Baugs, Fasteignafélagins

Stoða og Þyrpingar. Líkt og

með Kristínu Jóhannesdóttur í

Gaumi þá fer ekki á milli mála

að Ingibjörg stendur mjög

nálægt stórum ákvörðunum á

svið fjárfestinga hjá Baugi.

„Í viðskiptum skiptir áreiðanleiki

mestu hvort sem er

í stóru eða smáu. Í þeim

stjórnum sem ég kem að eru

oft mjög stór verkefni og mikilvægt

að stjórnin fari vel yfir

þau því á endanum ber hún

ábyrgð á því sem fram fer í

fyrirtækjum. Þá skiptir mestu

að undirbúningur fjárfestinga

sé gerður með réttum hætti

og í samstarfi við aðila sem

hægt er að treysta. Gott dæmi

er koma Stoða og Baugs til

Danmerkur fyrir 24 mánuðum.

Þá voru þessi fyrirtæki nær

óþekkt þar í landi en í dag eru

þau með áhrifamestu fjárfestum

í Danmörku. Það hefði

ekki gerst nema með góðum

undirbúningi og áreiðanlegum

samstarfsaðilum,“ segir Ingibjörg.

32 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group.

SVAFA GRÖNFELDT

aðstoðarforstjóri Actavis Group

Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis

Group, er ekki bara áhrifamikil vegna

þess að hún er aðstoðarforstjóri þessa

umsvifamikla alþjóðafyrirtækis, heldur

hefur hún látið mjög að sér kveða í heimi

stjórnunarfræða. Starfsemi Actavis er í yfir

30 löndum og starfsmenn eru í kringum

10 þúsund og áætluð velta á þessu ári er

um 100 milljarðar króna. Svafa er þekktur

fyrirlesari í stjórnunarfræðum og kenndi

stjórnun við Háskóla Íslands um árabil, en

hún er lektor við viðskipta- og hagfræðideild

háskólans. Síðastliðið haust kom

út bókin Service Leadership eftir Svöfu í

Bandaríkjunum og Bretlandi. Þetta er bók

sem hún skrifaði ásamt Judith Strother og

var bókin gefin út hjá hinu þekkta forlagi

SAGE Publication.

„Flestum rannsóknum ber saman um

að þeir einstaklingar sem náð hafa framúrskarandi

árangri sem stjórnendur leggja

almennt mikið á sig og eru óvenju agaðir

og vinnusamir, hafa hátt streituviðnám

og læra hratt af umhverfi sínu og þeim

sem með þeim starfa. Það sem ég tel að

góður stjórnandi þurfi fyrsta og fremst að

hafa er skilningur á styrkleika sínum svo

hann geti nýtt sér þá til hins ýtrasta að

vera meðvitaður um veikleika sína til að

velja sér aðstæður og samstarfsfólk sem

vega þá upp. En fyrst og fremst þarf góður

stjórnandi að hafa drifkraft, áhuga og

löngun til góðra verka,“ segir Svafa.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 33


ÁHRIFA

20MESTU

Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík.

GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR

rektor Háskólans í Reykjavík

Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor

Háskólans í Reykjavík, er vissulega

ein þekktasta kona viðskiptalífsins

en hún er mjög áhrifamikil líka. Hún

hefur lyft grettistaki í heimi háskólamenntunar

hér á landi og innleitt

harða samkeppni á þeim markaði. Einhverjum

kann að finnast langsótt að

kona, sem kemur úr „akademíunni“,

skipi sér í hóp áhrifaríkustu kvenna í

viðskiptalífinu. En það gerir hún engu

að síður tvímælalaust. Hún hefur haft

áhrif á þúsundir nemenda, sem numið

hafa við Háskólann í Reykjavík, og er

sterkur leiðtogi sem hefur beitt sér fyrir

nýjungum og haft áhrif á menntun

á Íslandi.

„Ég vona að nemendur okkar hafi í

farteskinu bjartsýni og jákvæðni sem

eru að mínu viti grundvallaratriði til farsældar

í lífinu, að þeir hafi kraft, kjark

og þor til að takast á við sífellt flóknari

verkefni hvort sem vindurinn blæs

með eða á móti. Við viljum að allir

HR-ingar kunni að búa til fyrirtæki og

skapa störf og að þeir taki að sér leiðtogahlutverk

í viðskiptalífinu og samfélaginu.

Gildi Háskólans í Reykjavík

eru snerpa, sköpun og siðferði og við

hvetjum alla HR-inga til að setja sér

gildi í lífinu. Ég gef mér það að gott

háskólanám skili þekkingu og hæfni

til nemenda en vona að veganesti

HR-inga sé viðhorf sem einkennist

af jákvæðni, bjartsýni, krafti, snerpu,

sköpun og siðferði,“ segir Guðfinna.

34 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR

stjórnarformaður Dagsbrúnar

Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar.

Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður

hjá Baugi Group og stjórnarformaður

Dagsbrúnar, hefur látið

mjög að sér kveða í viðskiptalífinu.

Dagsbrún er auðvitað risi á

sviði fjarskipta og fjölmiðlunar

á Íslandi og rekur fyrirtækin Og

Vodafone, Sko og fjölmiðlarisana

365. Þá yfirtók Dagsbrún nýlega

stórveldið Kögun sem er m.a. eigandi

að Opnum kerfum, EJS og

Skýrr. Þess má geta að Þórdís er

systir Hreiðars Más Sigurðssonar,

forstjóra Kaupþings banka. Þórdís

kenndi um tíma við Háskólann

í Reykjavík og sinnti stjórnarformennsku

í EJS áður en hún var

ráðin til Baugs Group og varð

stjórnarformaður Dagsbrúnar.

Þegar Þórdís er spurð hverju

hún vilji koma til leiðar í viðskiptalífinu

segir hún: „Sátt milli stjórnvalda

og viðskiptalífsins. Til að við

getum náð enn lengra á alþjóðavettvangi

þá þarf að vera skilningur

og samlyndi á milli stjórnvalda

og viðskiptalífsins. Íslensku útrásarfyrirtækin

sem hafa haslað sér

völl á erlendum mörkuðum hafa

sýnt að við höfum ýmislegt fram

að færa. Þær leikreglur sem stjórnvöld

hér á landi setja mega því í

engum tilfellum vera íþyngjandi fyrir

okkur þannig að þær takmarki

svigrúm fyrirtækja til vaxtar og

heilbrigðrar samkeppni hér á landi

sem og erlendis. Þá þarf viðskiptalífið

hér á landi á fleirum konum

að halda, en það er sannarlega

von mín að ég geti orðið til að

hjálpa til við það,“ segir Þórdís.

HILDUR PETERSEN

stjórnarformaður SPRON, ÁTVR og Kaffitárs

Hildur Petersen var yfir tvo áratugi

forstjóri fjölskyldufyrirtækisins

Hans Petersen þegar ekki

var algengt að konur gegndu

starfi forstjóra í fyrirtækjum. Á

þeim tíma hafði hún sterk áhrif

í viðskiptalífinu sem fyrirmynd

annarra kvenna við stjórnun fyrirtækja.

Hún braut einnig blað

þegar hún fyrst kvenna settist

í aðalstjórn Verslunarráðsins,

nú Viðskiptaráðsins, árið 1990.

Hún er stjórnarformaður SPRON,

stærsta sparisjóðs landsins, og

hefur í um tíu ár verið stjórnarformaður

ÁTVR. Sem stjórnarformaður

ÁTVR hefur hún haft

talsverð áhrif á vínmenningu

landsmanna. Útlit vínbúðanna

hefur verið stórbætt og upplýsingagjöf

við viðskiptavini og vöruval

aukið, vínbúðum hefur fjölgað

og opnunartími hefur verið lengdur.

Þá er Hildur stjórnarformaður

Kaffitárs.

„Íslenskt viðskiptalíf er hluti

af alþjóðlegu umhverfi þar sem

engin minnimáttarkennd ríkir.

Jafnréttisbaráttan er það eina

sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur

af í dag. Þar miðar okkur of

hægt fyrir minn smekk og hef

ég sannan áhuga á að leggja

mitt af mörkum til þess að við

konur verðum svo dáðar, virtar

og eftirsóttar að við getum valið

úr þeim störfum sem í dag þykja

frekar henta karlmönnum,“ segir

Hildur.

Hildur Petersen, stjórnarformaður SPRON.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 35


ÁHRIFA

20MESTU

MARGRÉT

KRISTMANNSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa

og formaður FKA

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff-

Borgarljósa, hefur verið mjög atkvæðamikil í viðskiptalífinu

eftir að hún varð formaður FKA, Félags kvenna

í atvinnurekstri. Hún hefur beitt sér mjög fyrir aukinni

þátttöku kvenna við stjórnun fyrirtækja og í hennar

formannstíð hefur vegur FKA aukist til muna. Margrét

hefur verið varaformaður í stjórn Félags íslenskra

stórkaupmanna, FÍS, undanfarin ár. Hún hefur forystuhæfileika

og hefur augljós áhrif í gegnum FKA og FÍS,

en þess utan hefur hún verið tíður gestur í fjölmiðlum

sem talsmaður FKA og rætt þar um aukið jafnrétti

kynjanna í viðskiptalífinu.

Þegar Margrét er spurð hvað þurfi að gera svo að

konur komist auðveldar í stjórnunarstöður segir hún:

„Ég er búin að velta þessu mikið fyrir mér og komist

að þeirri niðurstöðu að það þurfi að beina athyglinni að

þeim aðilum sem hafa þetta í hendi sér, það er þeim

mönnum sem ráða í stjórnunarstöður og velja í stjórnir

fyrirtækja. Þeir hafa völdin og hjá þeim þarf að verða

hugarfarsbreyting - þeir þurfa að víkka út leitarskilyrðin

þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður. Það

þarf að koma þeim skilaboðum í gegn að þau fyrirtæki

sem nýta bæði kynin skila betri afkomu - en síðan

styttist einfaldlega í það að þau fyrirtæki sem hafa

einsleitar stjórnir þykja hallærislegar og gamaldags,“

segir Margrét.

Margrét Kristmannsdóttir,

formaður FKA.

36 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

LJÓSMYND: KRISTINN INGVARSSON

Herdís Þorgeirsdóttir lagaprófessor.

DR. HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR

prófessor og áhrifakona í jafnréttismálum

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor

að Bifröst, þekktur fræðimaður

og áhrifakona í jafnréttismálum,

kemur eins og Guðfinna úr

„akademíunni“. Herdís hefur ef til

vill ekki mikil bein áhrif í viðskiptalífinu

en hún hefur augljóslega

mikil áhrif í jafnréttismálum sem

eru að verða sífellt fyrirferðameiri

á sviði efnahagslífsins. Herdís er

varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga

og er í sérfræðingahópi

á vegum framkvæmdastjórnar

Evrópusambandsins sem starfar

að jafnréttislöggjöf.

Herdís hefur staðið fyrir árlegri

ráðstefnu á Bifröst sem

ber heitið: Tengslanet - Völd til

kvenna. Hún stóð fyrir því að

fá hinn heimsþekkta fyrirlesara

Germanine Greer til landsins. Það

verður sömuleiðis að segjast eins

og er að kona, sem fær á fjórða

hundrað kvenna úr atvinnulífinu til

að standa upp á Bifröst og samþykkja

nær einróma ályktun um

að sett verði lög um jafnari hlutföll

kynja í stjórnum fyrirtækja, hlýtur

að teljast með áhrifameiri konum í

viðskiptalífinu. En þetta gerði Herdís

á dögunum.

„Samstaða, frumkvæði og

hugrekki eru mikilvæg í jafnréttisbaráttunni.

Madeleine Albright

sagði að það væri staður í víti

fyrir konur sem styddu ekki aðrar

konur. Amma mín, Herdís, sagði

mér dæmisögu af konu sem Guð

gaf tækifæri að koma úr neðra til

himna. Hún flaug af stað og ótal

púkar héngu í pilsfaldinum hennar.

Þeir vildu líka fara til himna.

Hún sleit þá alla af sér svo að

þeir íþyngdu henni ekki. Þegar

hún var orðin ein lét Guð hana

falla niður aftur. Þessa dæmisögu

mættu konur, sem eru komnar í

toppstöður og afneita jafnréttisbaráttunni,

hugleiða. Jafnrétti er ein

af forsendum virks efnahagslífs

eins og kemur fram í áherslum Evrópusambandsins

á jafnréttismál,“

segir Herdís.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 37


ÁHRIFA

20MESTU

Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Glitnis.

BIRNA EINARSDÓTTIR

framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Glitnis

Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri

markaðs- og sölusviðs Glitnis, situr ekki í

æðstu framkvæmdastjórn bankans en hún

hefur engu að síður mikil áhrif innan bankans

þar sem hún ber ábyrgð á markaðsmálum

hans hér heima og erlendis. Birna

var í aðalhlutverki þegar bankinn réðst

nýlega í umfangsmestu auglýsingaherferð

sem um getur hérlendis. Hún hefur verið

lengi þekkt innan auglýsingageirans. Hún

var markaðsstjóri hjá Iðnaðarbankanum

og Stöð 2 á árum áður og í stjórn Ímarks

um árabil, þar af formaður í nokkur ár.

„Vart er hægt að tala um viðskiptalíf á

Íslandi án þess að nefna þær blikur sem

eru á lofti í efnahagsumhverfinu. Það er

þó mikilvægt að við látum ekki útlendinga,

með takmarkaða þekkingu á okkar

sterku efnahagsstöðu, tala okkur inn í

kreppu. Væntingar fyrirtækja og einstaklinga

eru stór áhrifavaldur í því hvernig

efnahagsástandið verður hér og því rétt

að við höldum áfram að vera bjartsýnir og

framkvæmdaglaðir Íslendingar. Talandi um

framkvæmdasemi þá er útrás íslenskra

fyrirtækja án efa efst á baugi í ár sem undanfarin

ár. Smæð markaðar á Íslandi var

mjög takmarkandi þáttur hjá fyrirtækjum

sem vilja stækka og því þarf að róa á önnur

mið. Árangurinn er farinn að skila sér

til dæmis í því að það er í fyrsta sinn í ár

sem stærri hluti hagnaðar Glitnis kemur

erlendis frá,“ segir Birna.

38 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


ÁHRIFA

20MESTU

ÁSDÍS HALLA

BRAGADÓTTIR

forstjóri Byko

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

KATRÍN PÉTURSDÓTTIR

forstjóri Lýsis

Katrín Pétursdóttir, forstjóri

Lýsis, hefur haft mikil áhrif sem

sterk fyrirmynd í viðskiptalífinu

og eftir því hefur verið tekið

hve röggsamur stjórnandi hún

er. Hún situr í framkvæmdastjórn

Viðskiptaráðsins og

hefur látið til sín taka þar. Hún

situr líka í Háskólaráði HR og

í Útflutningsráði. Þá er hún í

stjórn FKA. Katrín þykir afskaplega

skemmtilegur ræðumaður

og FKA valdi hana sem konu

ársins 2005 í viðskiptalífinu.

„Ég legg mesta áherslu á

gott samstarf við mína nánustu

samstarfsmenn. Regluleg

stefnumörkun er nauðsynleg og

að starfsmenn séu vel upplýstir

um hvert ferðinni er heitið á

hverjum tíma. Þegar stefnan

er skýr þarf jafnframt að upplýsa

alla um árangur og hvernig

miðar í þá átt að ná þeim

árangri sem ætlast er til. Við

höfum því okkar mælikvarða

sem farið er yfir mánaðarlega

og metum stöðuna út frá þeim.

Þörfin á því að skoða þessa

mælikvarða svo ört er til að

geta gripið inn í þróun á frumstigum.

Eins finnst mér miklu

máli skipta að starfsmenn hafi

greiðan aðgang að skjótum

ákvörðunum,“ segir Katrín.

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri

Byko, hefur eðlilega verið minna

í sviðsljósinu eftir að hún hætti

sem bæjarstjóri í Garðabæ

snemma á síðasta ári og gerðist

forstjóri Byko. Sem forstjóri

stærstu byggingavöruverslunar

landsins og stórs vinnustaðar

eru áhrif hennar mikil. Undir

rekstur Byko heyrir líka Elko,

Húsgagnahöllin og Intersport.

Þá er Byko með umfangsmikla

starfsemi í Lettlandi. Byko er

dótturfélag eignarhaldsfélagsins

Norvikur sem Jón Helgi Guðmundsson

stýrir og er aðaleigandi

að. Ásdís Halla var í byrjun

ársins valin kona ársins 2006 í

viðskiptalífinu af Félagi kvenna í

atvinnurekstri. Hún hefur um árabil

látið að sér kveða í umræðunni

um stjórnun, stjórnendur

og leiðtoga og eftir hana kom

út bókin Í hlutverki leiðtogans

árið 2000.

„Hæfileiki til að laga sig

hratt og vel að ólíkum aðstæðum

er það sem helst einkennir

góðan stjórnanda. Góður stjórnandi

er einstaklingur sem les

aðstæður vel og beitir síðan

þeim aðferðum sem duga til að

ná árangri við þær aðstæður. Í

því felst að viðkomandi þarf að

geta hagað seglum eftir vindi,

verið harður, mjúkur, lýðræðislegur,

fastur fyrir, fljótur að taka

ákvarðanir, þolinmóður eða hvað

annað sem tilteknar aðstæður

kalla á,“ segir Ásdís Halla.

Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 39


Edda Rós Karlsdóttir, forstöðum. greiningardeildar Landsbankans.

Björk Þórarinsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri

fyrirtækjasviðs Kaupþings banka.

ÁHRIFAMESTU

KONURNAR

21-80

Raðað af handahófi.

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

HILDUR ÁRNADÓTTIR

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Bakkavarar Group.

Hildur er áhrifamikil innan Bakkavarar. Hún er

framkvæmdastjóri fjármálasviðs og situr í framkvæmdastjórn

Bakkavarar Group en fyrirtækið

veltir um 130 milljörðum og er með um 42 verksmiðjur

í Evrópu.

SVANHILDUR NANNA VIGFÚSDÓTTIR

framkvstj. fjárstýringar Straums-Burðaráss.

Svanhildur hóf störf hjá Straumi-Burðarási sl.

haust en var áður hjá Kaupþingi banka. Í bönkunum

mæðir mjög á yfirmönnum fjárstýringar sem

annast m.a. fjármögnun bankanna.

BJÖRK ÞÓRARINSDÓTTIR

aðstoðarframkvstj.

fyrirtækjasviðs Kaupþings banka.

Það að vera aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækjasvið

þýðir að Björk gegnir mikilvægu hlutverki í

aðalstöðvum bankans. Enda situr hún í lánanefnd

bankans ásamt Hreiðari Má forstjóra og fleirum.

40 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

Guðríður Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá

Lýsingu.

MARGIT ROBERTET

framkvæmdastjóri lánasviðs Straums-Burðaráss.

Þessi staða þýðir einfaldlega að Margit ber

ábyrgð á útlánum þessa stóra fjárfestingarbanka

sem hefur vaxið mjög hratt undanfarna mánuði.

KATRÍN OLGA JÓHANNESDÓTTIR

framkvæmdastjóri markaðsmála Símans.

Katrín hefur verið framkvæmdastjóri markaðsmála

Símans í nokkur ár og áhrif hennar eru mikil þar

sem Síminn er stór auglýsandi á markaðnum og

með umfangsmiklar herferðir.

HALLA TÓMASDÓTTIR

framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Halla hefur sýnt mikinn árangur á þeim fáu mánuðum

sem hún starfað sem framkvstj.Viðskiptaráðs,

áður Verslunarráðs Íslands. Með Höllu hefur

komið ferskur blær inn í ráðið og er skýrsla

bandaríska prófessorsins Frederic S. Mishkins

og Tryggva Þórs Herbertssonar líklegast hennar

helsta tromp.

HALLA GUÐRÚN MIXA

eigandi auglýsingastofunnar Mixa

Halla Guðrún hefur vakið mikla athygli. Hún opnaði

auglýsingastofuna Mixa fyrir nokkrum árum.

Halla Guðrún sérhæfir sig í vörumerkja- og fyrirtækjaímynd

og hefur haldið ótal fyrirlestra um þau

mál.

STEINUNN JÓNSDÓTTIR

fjárfestir.

Steinunn var á topp-tíu listanum okkar í fyrra. Hún

var þá í bankaráði Íslandsbanka og áhrifamikill

fjárfestir. Hún hefur dregið sig út úr bankanum og

er hætt í bankaráðinu. Steinunn situr í stjórn

Norvikur en virðist engu að síður hafa sig miklu

minna í frammi en áður.

GUÐBJÖRG MATTHÍASDÓTTIR

aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.

Guðbjörg situr í bankaráði Landsbankans og

stjórn Ísfélags Vestmannaeyja og TM. Guðbjörg

er ein allra auðugasta kona landsins og ótvírætt

áhrifamikil - en virðist ekki vilja hafa sig mikið í

frammi.

GERÐUR RÍKHARÐSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Útilífs.

Gerður hefur verið áberandi í viðskiptalífinu um

nokkurt skeið. Hróður hennar fór að berast út þegar

hún var hjá Húsasmiðjunni. Sem framkvstj. Útilífs

hefur hún gert góða hluti og verið áhrifamikil.

Nýlega settist hún í stjórn FKA.

HANNA KATRÍN FRIÐRIKSSON

framkvstj. stjórnunarsviðs Eimskips.

Hanna Katrín er fyrir löngu kunn í viðskiptalífinu

og stendur í brúnni hjá Eimskip. Hún var áður

stjórnandi og kennari við Háskólann í Reykjavík

og þar áður blaðamaður.

SIGRÍÐUR RUT INGÓLFSDÓTTIR

lögfræðingur.

Sigríður hefur vakið mikla athygli sem skeleggur

lögfræðingur og hefur áhrif sem mikil fyrirmynd

annarra kvenna - sem og karla - á sviði lögfræðinnar.

Halla Guðrún Mixa, eigandi

auglýsingastofunnar Mixa.

Guðbjörg Matthíasdóttir,

aðaleigandi Ísfélags

Vestmannaeyja.

Steinunn Jónsdóttir, fjárfestir

og í stjórn Norvikur.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 41


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

Brynja Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Kaupþingi banka.

Áslaug Pálsdóttir, eigaandi AP almannatengsla.

Þórunn Guðmundsdóttir,

lögfræðingur.

Nadine Deswasiere

framkvæmdastjóri hjá Alfesca.

ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR

lögfræðingur.

Þórunn er einhver kunnasti lögfræðingur viðskiptalífsins

og er m.a. varamaður í stjórn Straums-

Burðaráss. Í Baugsmálinu var hún t.d. verjandi

endurskoðenda KPMG.

AÐALHEIÐUR HÉÐINSDÓTTIR,

eigandi Kaffitárs.

Aðalheiður hefur haft mikil áhrif á sínum markaði

og átt drjúgan þátt í að innleiða nýja kaffibyltingu

hér á landi sem felst í stórauknu úrvali af kaffi.

SIGRÍÐUR MARGRÉT ODDSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Já.

Sigríður Margrét hefur verið býsna áberandi eftir

að hún varð framkvæmdastjóri símaskrárinnar,

þ.e. fyrirtækisins Já.

KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

framkvstj. fjármálasviðs Símans.

Kristín hefur verið ein þekktasta kona viðskiptalífsins

í yfir tuttugu ár. Hún vann um árabil hjá

Íslandsbanka og Granda - áður en hún fór til Símans

sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

NADINE DESWASIERE

framkvæmdastjóri hjá Alfesca.

Nadine er frönsk og sat í stjórn Alfesca áður en

hún varð framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar

hjá Alfesca. Hún er með aðsetur í Frakklandi.

GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

framkvstj. hjá Lýsingu.

Guðríður er framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Lýsingar

og staðgengill forstjóra fyrirtækisins. Mikill

uppgangur hefur verið hjá Lýsingu og er fyrirtækið

áhrifamikið á markaði eignaleiga.

ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR

eigandi AP almannatengsla.

Vegur Áslaugar Pálsdóttur, eiganda AP almannatengsla,

hefur stóraukist á undanförnum árum.

Hún er orðin þungavigtarkona í almannatengslum

hér á landi og áhifamikill ráðgjafi nokkurra af

stærstu fyrirtækjum landsins.

AUÐUR BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR

framkvstj. hjá VÍS.

Auður Björk var um árabil framkvæmdastjóri markaðsmála

hjá Olíufélaginu, en tók við sem framkvæmdastjóri

sölu- og markaðsmála hjá vátryggingafélaginu

VÍS í byrjun þessa árs. Hún er varaformaður

FVH og situr í framkvæmdastjórn VÍS.

ELÍSABET B.SVEINSDÓTTIR

formaður Ímarks.

Elíasabet er markaðsfulltrúi hjá Glitni og nýr formaður

Ímarks, en það félag er mjög áhrifamikið á

sviði markaðsmála í viðskiptalífinu.

HULD MAGNÚSDÓTTIR

framkvstj. hjá Össuri í Kaliforníu.

Huld hefur starfað fyrir Össur í Bandaríkjunum í

nokkur ár og er nú framkvæmdastjóri fyrirtækisins

í Kaliforníu. Hún situr í framkvæmdastjórn Össurar

í Norður-Ameríku, stærsta markaðssvæði fyrirtækisins.

HJÖRDÍS ÁSBERG

á og rekur Maður lifandi.

Hjördís var um árabil einn af æðstu stjórnendum

Eimskips. Hún er núna eigandi verslunarinnar

Maður lifandi og hefur þannig áhrif á þá matarmenningu

landsmanna sem gengur út á lífrænt

ræktaðan mat.

42 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis.

ANNA GUÐNÝ ARADÓTTIR

framkvstj. markaðssviðs Samskipa.

Anna Guðný hefur lengi verið áberandi í viðskiptalífinu.

Hún hóf ferilinn sem framkvæmdastjóri Úrvals-

Útsýnar fyrir um tuttugu árum - en hefur um árabil

verið framkvæmdastjóri markaðssviðs Samskipa.

ARNA HARÐARDÓTTIR

framkvstj. hugbúnaðarhússins Calidris.

Arna varð fyrst þekkt í viðskiptalífinu þegar hún var

um árabil í verðbréfaviðskiptum hjá Landsbankanum.

Frá árinu 2003 hefur hún verið framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins

Calidris.

BRYNJA HALLDÓRSDÓTTIR

stjórnarm. í Kaupþingi banka.

Brynja varð fyrst áberandi í viðskiptalífinu sem fjármálastjóri

Verslunarbankans og hún var í fyrsta stjórnendateymi

Íslandsbanka. Árið 1991 varð hún fjármálastjóri

Byko. Núna er hún framkvæmdastjóri Norvikur,

sem rekur Byko, Kaupás og fleiri fyrirtæki. Hún er

eina konan sem situr í stjórn Kaupþings banka.

BRYNDÍS HRAFNKELSDÓTTIR

framkvstj. Debenhams.

Bryndís er áhrifakona í gegnum tískuverslunina Debenhams.

Hún hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu og

það fór fyrst að bera á henni þegar hún gegndi starfi

fjármálastjóra Hagkaupa.

EDDA RÓS KARLSDÓTTIR

forstöðum. greiningardeildar Landsbankans.

Edda Rós er ein af áhrifamestu konum viðskiptalífins.

Hún er tíður gestur í útvarps- og sjónvarpsþáttum um

efnahagsmál sem og þekktur fyrirlesari.

Edda Sverrisdóttir, kaupmaður í Flex. Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri

Viðskiptaráðs.

EDDA SVERRISDÓTTIR

kaupmaður í Flex.

Edda hefur haft áhrif sem ötull kaupmaður í verslun

sinni, Flex við Bankastræti. Í sjálfu sér ekki stór verslun

en Edda hefur verið mjög virk innan FKA og látið

til sín taka þar.

ERNA GÍSLADÓTTIR

forstjóri B&L.

Sem forstjóri eins stærsta bílaumboðs á Íslandi, B&L,

hefur Erna verið mjög virk. í viðskiptalífinu. Erna var

formaður í Bílgreinasambandinu í nokkur ár. Hún virðist

samt ekki hafa sig eins mikið í frammi og áður.

ERNA HAUKSDÓTTIR

framkvstj. Samtaka ferðaþjónustunnar.

Erna Hauksdóttir er ötull talsmaður ferðaþjónustunnar

í landinu. Hún er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

og var áður framkvæmdastjóri Hótel og

veitingahúsa.

GUÐBJÖRG EDDA EGGERTSDÓTTIR

framkvstj. sölusviðs Actavis Group.

Guðbjörg er önnur tveggja kvenna í framkvæmdastjórn

Actavis Group, hin er Svafa Grönfeldt. Guðbjörg

vakti fyrst athygli sem aðstoðarforstjóri Delta. Hún

hefur starfað í lyfjaiðnaðinum í þrjátíu ár.

GUÐNÝ HANSDÓTTIR

framkvstj. starfsmannasviðs Atlanta.

Guðný situr í framkvæmdastjórn Air Atlanta og undir

hana heyra öll starfsmannamál þessa flugrisa Íslendinga.

Air Atlanta er ásamt flugfélaginu Excel meginstoðirnar

í flugrekstri Avion Group.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 43


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

Liv Bergþórsdóttir,

framkvæmdastjóri Sko.

Margrét Guðmundsdóttir,

forstjóri Icepharma.

Guðný Harðardóttir, framkvstj. ráðningarþjónustunnar

Strá-MRI.

GUÐNÝ HARÐARDÓTTIR

framkvstj. ráðningarþjónustunnar Strá-MRI.

Það fylgir því mikil ábyrgð að vera í sviðsljósi

mannaráðninga hér á landi. Það hefur Guðný verið

um langa hríð, verið atkvæðamikil og haft áhrif.

GUÐRÚN S. EYJÓLFSDÓTTIR

framkvstj. gæðamála Actavis Group.

Guðrún er framkvæmdastjóri gæðamála hjá Actavis

Group sem starfar í 30 löndum í fimm heimsálfum.

GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR

eigandi og forstjóri Stálskipa.

Guðrún Lárusdóttir hefur lengi verið ein allra áhrifamesta

kona viðskiptalífsins. Hún situr í stjórn

LÍÚ og hefur gert í áraraðir. Hún löngu kunn fyrir

mikinn skörungsskap innan sjávarútvegsins. Frjáls

verslun útnefndi hana og eiginmann hennar, Ágúst

G. Sigurðsson, menn ársins í íslensku viðskiptalífi

árið 1993.

HAFDÍS JÓNSDÓTTIR

eigandi World Class og Lauga.

Hafdís er eigandi World Class og Lauga ásamt

eiginmanni sínum Birni Leifssyni. World Class er

stærsta líkamsræktarstöð landsins. Áhrifa Hafdísar

gætir því „í ræktinni“, en meginþorri allra

stjórnenda landsins fer í líkamsrækt nokkrum sinnum

í viku.

HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR

sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsvíkur.

Helga er atkvæðamikil í Snæfellsbæ sem sparisjóðsstjóri

Sparisjóðs Ólafsvíkur. Hún hefur gegnt

því starfi frá 2003. Sparisjóðurinn er sterkur í Snæfellsbæ

og keppir þar við Landsbankann.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri

Hagvangs.

JÓHANNA WAAGFJÖRÐ

framkvstj. fjármála hjá Högum

Jóhanna er framkvæmdastjóri fjármála hjá Högum

og situr í framkvæmdastjórn fyrirtækisins sem er

langstærsta verslunarfyrirtæki landsins og rekur

m.a. Bónus, Hagkaup, 10-11 og fjölda annarra

verslana. Þá er hún stjórnarmaður í Skeljungi.

KATRÍN S. ÓLADÓTTIR

framkvæmdastjóri Hagvangs.

Katrín hefur verið áhrifamikil í viðskiptalífinu til

margra ára sem yfirmaður ráðningarþjónustu Hagvangs.

Hún er fyrrverandi formaður Félags kvenna

í atvinnurekstri, FKA.

KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR

rektor Háskóla Íslands.

Kristín Ingólfsdóttir kemur úr „akademíunni“ og

varð rektor Háskóla Íslands á síðasta ári. Hún hefur

sett háskólanum háleit markmið. Hún á samt

ennþá eftir að setja mark sitt á skólann til að

komast inn á topp-tuttugu listann.

LIV BERGÞÓRSDÓTTIR

framkvstj. Sko.

Liv varð fyrst þekkt í viðskiptalífinu sem ein af lykilmönnum

Tals. Hún varð síðan framkvæmdastjóri

sölu- og markaðsmála hjá Og Vodafone og núna er

hún framkvæmdastjóri Sko, símafyrirtækis í eigu

Dagsbrúnar.

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR

forstjóri Icepharma.

Margrét hefur verið þekkt nafn í viðskiptalífinu

í yfir 25 ár en hún varð fyrst áberandi í fréttum

hérlendis sem einn af framkvæmdastjórum olíufélagsins

Q8 í Danmörku. Hún var framkvæmdastjóri

makaðsmála hjá Skeljungi en fór svo yfir til Austurbakka

sem nú tilheyrir Icepharma.

44 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

kaupmaður í Vero Moda og Jack&Jones.

Margrét hefur verið áhrifamikil í fataverslun hér

á landi í mörg ár. Það ber í sjálfu sér ekki mikið á

henni, en hún hefur rekið verslanirnar Vero Moda

og Jack&Jones af miklum þrótti og þannig haft

áhrif á tískumarkaðinn.

GUÐNÝ RÓSA ÞORVARÐARDÓTTIR

forstjóri Parlogis.

Guðný Rósa er forstjóri Parlogis sem áður nefndist

Lyfjadreifing. Fyrirtækið á rætur í fyrirtækjunum

Lyfjadreifingu, Lyfi, Farmasíu og hluta af

Lyfjaverslun Íslands. Parlogis er ekki lengur bara

í lyfjadreifingu heldur er það þjónustuaðili í vörustjórnun.

Nafnið Parlogis varð til sem stytting á

„Partner in Logistics“.

RAKEL OLSEN

stjórnarform. Sigurðar Ágústssonar.

Rakel Olsen í Hólminum hefur ásamt Guðrúnu Lárusdóttur

í Stálskipum verið ein áhrifamesta konan

í íslensku viðskiptalífi undanfarin tuttugu ár. Hún

sat í stjórn SH um árabil og lét þar mjög að sér

kveða sem stjórnarmaður. Hún er kvenskörungur

af gamla skólanum.

SIGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

framkvstj. Guðmundar Jónassonar.

Signý er dóttir fjallagarpsins Guðmundar Jónassonar.

Hún hefur stýrt þessu harðsnúna fjölskyldufyrirtæki

af mikilli eljusemi og er það eitt allra

sterkasta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu.

HRÖNN GREIPSDÓTTIR

hótelstjóri Hótels Sögu.

Hrönn er áhrifamikil í ferðaþjónustunni og sem

hótelstjóri á Radisson SAS Hótels Sögu hefur hún

hefur hún verið áhrifamanneskja í hótelþjónustu í

hæsta gæðaflokki.

IÐUNN JÓNSDÓTTIR

stjórnarformaður Byko.

Iðunn situr í stjórn stórveldisins Norvikur, sem

rekur m.a. Byko, Kaupás og fleiri fyrirtæki. Þá er

hún stjórnarformaður Byko. Þess má geta að hún

er dóttir Jóns Helga Guðmundssonar, aðaleiganda

fyrirtækisins.

SVANA HELEN BJÖRNSDÓTTIR

framkvstj. hugbúnaðarfyrirtækisins Stiku.

Svana hefur verið framkvæmdastjóri Stiku í nokkur

ár. En mörg stórfyrirtæki, eins og Glitnir og

Landspítali háskólasjúkrahús, eru á meðal viðskiptavina.

ÓLÖF OKTÓSDÓTTIR

stjórnarm. í Danól og eigandi Ölgerðarinnar.

Ólöf er stjórnarmaður í Danól, en það fyrirtæki á

hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Kristinssyni.

Þau eiga ennfremur Ölgerðina. Félagsmenn í VR

völdu Danól nýlega fyrirtæki ársins 2006 í árlegri

könnun félagsins.

ÓLÖF ÞORVALDSDÓTTIR

framkvstj. auglýsingastofunnar Hér og nú.

Ólöf hefur verið þróttmikil í auglýsingageiranum

í mörg ár og látið þar að sér kveða. Hún er framkvæmdastjóri

og einn eigenda stofunnar Hér og

nú og hefur unnið fyrir mörg stórfyrirtæki. Hún hefur

verið mjög virk innan FKA.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir,

framkvæmdastjóri fjárstýringar

Straums-Burðaráss.

Hildur Árnadóttir, framkvæmdastjóri

fjármálasviðs

Bakkavarar Group.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 45


Á H R I F A M E S T U K O N U R N A R 2 1 - 8 0

Ólöf Októsdóttir, eigandi Danól

og Ölgerðarinnar.

Þóranna Jónsdóttir

framkvstj. viðskiptaþróunar hjá

Vistor.

Valgerður H. Skúladóttir, framkvstj. hugbúnaðarhússins

Sensa.

MELRÓS EYSTEINSDÓTTIR

sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hornafjarðar

og nágrennis.

Melrós er áhrifamikil á Hornafirði og Djúpavogi, en

sparisjóðurinn er sterkur í þessum tveimur bæjum.

VALGERÐUR H. SKÚLADÓTTIR

framkvstj. hugbúnaðarhússins Sensa.

Valgerður er ein nokkurra kvenna sem hefur áhrif

í hugbúnaðargeiranum og lætur þar til sín taka.

Hún hefur verið framkvæmdastjóri Sensa um árabil.

Félagsmenn í VR kusu Sensa fyrirtæki ársins

2006 í flokki minni fyrirtækja.

HELENA JÓNSDÓTTIR

framkvstj. sölumála hjá KB banka á Íslandi.

Helena er framkvæmdastjóri sölu- og þróunarsviðs

Kaupþings á Íslandi og hefur sem slík mikil áhrif

þar sem bankinn er sókndjarfur og umsvifamikill

á Íslandi.

PÁLÍNA PÁLMARSDÓTTIR

framkvstj. markaðssviðs hjá Kaupþingi banka á

Íslandi.

Pálína er framkvæmdastjóri markaðssviðs Kaupþings

á Íslandi. Bankinn er stór auglýsandi hérlendis

og hefur oft vakið athygli fyrir auglýsingar

sínar og herferðir á undanförnum árum.

TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR

þjóðleikhússtjóri.

Tinna varð á síðasta ári fyrst kvenna til að verða

þjóðleikhússtjóri og er sem slík einn allra áhrifaríkasti

einstaklingurinn í leiklistargeiranum með því

að móta stefnu og efnisskrá Þjóðleikhússins.

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður.

MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR

þjóðminjavörður.

Margrét hefur staðið sig frábærlega sem þjóðminjavörður

og nýlega hlaut Þjóðminjasafn Íslands

eitt þriggja safna viðurkenningu fyrir framúrskarandi

árangur í samkeppni Evrópuráðs um safn Evrópu

árið 2006.

ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR

framkvstj. viðskiptaþróunar hjá Vistor.

Þóranna söðlaði um á síðasta ári og hætti sem

lektor og aðstoðardeildarforseti við Háskólann í

Reykjavík og hóf störf sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar

Vistor. Hún er með meistaragráðu

í lyfjafræði. Hún hefur verið mjög áberandi undanfarin

ár sem fyrirlesari á ráðstefnum og mjög haft

sig í frammi.

GUÐBJÖRG ALFREÐSDÓTTIR

framkvæmdastjóri lyfjasviðs Vistors.

Guðbjörg hefur verið mjög áberandi í lyfjageiranum

síðustu þrjátíu árin og hefur verið í stjórnunar- og

áhrifastörfum innan hans í yfir tvo áratugi. Hún er

í nefnd heilbrigðisráðherra sem ætlað er að móta

framtíðarstefnu lyfjamála á Íslandi. Áður starfaði

Guðbjörg hjá Pharmaco, forvera Vistors. Hún

er önnur tveggja kvenna sem situr í stjórn FÍS,

Félags íslenskra stórkaupmanna.

Tinna Gunnlaugsdóttir

þjóðleikhússtjóri.

46 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R S E M S T Ý R A F Y R I R T Æ K J U M Á 3 0 0 S T Æ R S T U

Rannveig Rist, forstjóri Alcans á Íslandi.

25 FORSTJÓRAR

ÞÆR KONUR SEM STÝRA FYRIRTÆKJUM Á 300 STÆRSTU LISTANUM

Hér koma þær konur sem stýra fyrirtækjum á 300 stærstu listanum.

Þrátt fyrir að nokkrar konur hafi dottið út af listanum frá í

fyrra hefur konum á þessum lista fjölgað milli ára.

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON

MYND: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

Alls sitja 25 konur í stólum forstjóra í þeim fyrirtækjum

sem prýða 300 stærstu listann. Þær voru 22 í fyrra. Það

skýrist meðal annars af því að nokkur fyrirtæki, sem

konur stýra, hafa komist inn á topp 300 listans vegna

sameininga fyrirtækja ofar á listanum.

Nokkrar konur hafa dottið út af listanum frá því í fyrra. Sigrún

Guðjónsdóttir hefur látið af starfi forstjóra Tæknivals, Guðný

Ýr Gunnarsdóttir hætti sem forstjóri Icepharma þegar fyrirtækið

var sameinað Austurbakka. Ragnhildur Ásmundsdóttir lét af

starfi framkvæmdastjóra Hans Petersen en starfar áfram við

fyrirtækið. Valgerður Kristjánsdóttir hætti nýlega sem kaupfélagsstjóri

Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, Guðrún Ásta Lárusdóttir,

framkvæmdastjóri Gripið og greitt, hætti þar sl. haust. Við starfi

hennar tók Vigdís Gunnarsdóttir en hún staldraði stutt við og lét

af störfum nýlega. Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri

SÁÁ, datt af listanum vegna þess að við ákváðum að taka SÁÁ út

af aðllista 300 stærstu.

Á meðal nýrra nafna á listanum eru Margrét Sanders, annar

tveggja framkvæmdastjóra Deloitte, Ingibjörg Arnarsdóttir,

forstjóri K. Karlssonar, Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri

Parlogis, Arna Harðardóttir, forstjóri Calidris, Þóra Björg Magnúsdóttir,

framkvæmdastjóri Lyfjaþróunar, Valgerður H. Skúladóttir,

framkvæmdastjóri Sensa, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri

Promens, Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands

og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri A.

Karlssonar.

48 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R S E M S T Ý R A F Y R I R T Æ K J U M Á 3 0 0 S T Æ R S T U

Hrund Rudolfsdóttir,

forstjóri eignarhaldsfélagsins L&H.

Erna Gísladóttir, forstjóri B&L.

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma.

Laufey Eyjólfsdóttir,

framkvæmdastjóri Toppfisks.

Rakel Olsen, forstjóri Agustsonar.

Svava Johansen, kaupmaður í Sautján.

Hrönn Greipsdóttir,

hótelstjóri Radisson SAS Hótels Sögu.

Guðrún Lárusdóttir, forstjóri Stálskips.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 49


K O N U R S E M S T Ý R A F Y R I R T Æ K J U M Á 3 0 0 S T Æ R S T U

Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis.

Signý Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Guðmundar

Jónassonar.

Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls.

Svava Liv Edgarsdóttir, framkvæmdastjóri

Kornax.

Melrós Eysteinsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs

Hornafjarðar og nágrennis.

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri

Pfaff-Borgarljósa.

Ólöf Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri

Hér og nú.

Margrét Sanders, annar tveggja framkvæmdastjóra

Deloitte.

50 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R S E M S T Ý R A F Y R I R T Æ K J U M Á 3 0 0 S T Æ R S T U

Ingibjörg Arnarsdóttir, forstjóri K. Karlssonar.

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens.

Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags

Íslands.

Valgerður H. Skúladóttir, forstjóri Sensa.

Guðný Rósa Þorvarðardóttir, forstjóri Parlogis.

Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlssonar.

Arna Harðardóttir, forstjóri Calidris.

Þóra Björg Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Lyfjaþróunar.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 51


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

STJÓRNARKONUR

ÍSLANDS

KÖNNUN: SIGURÐUR BOGI

SÆVARSSON

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

TEXTI:

JÓN G. HAUKSSON

Hér kemur afar athyglisverð könnun Frjálsrar

verslunar yfir þær konur sem sitja í stjórnum

206 stærstu fyrirtækjanna á listanum yfir

300 stærstu fyrirtæki landsins. Alls eru 871

stjórnarsæti í þessum fyrirtækjum og 94

þeirra eru skipaðar konum. Þetta hlutfall er

10,8% og er lægra en í fyrra.

Hlutfall kvenna í stjórnum stærstu

fyrirtækja landsins hefur lækkað

frá því í fyrra. Það er núna

10,8% en var 13,2% í fyrra samkvæmt

könnun Frjálsrar verslunar um hlutfall

kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja

landsins af listanum 300 stærstu.

Könnunin leiðir í ljós að í stjórnum

206 stærstu fyrirtækjanna á listanum

yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins eru

871 stjórnarsæti og 94 þeirra eru skipaðar

konum. Þetta hlutfall er 10,8%.

Í könnuninni í fyrra voru 140 stærstu

fyrirtæki landsins skoðuð og þá skipuðu

konur 85 af þeim 643 stjórnarsætum

sem voru til staðar. Þá var hlutfallið

13,2%.

Hæsta hlutfall kvenna í stjórn eins

fyrirtækis er hjá Ágústsyni í Stykkishólmi,

áður Sigurði Ágústssyni. Þar

situr Rakel Olsen í stjórn ásamt þremur

dætrum sínum, þeim Ingibjörgu, Ragnhildi

Þóru og Ingigerðu Selmu.

Þrjár konur sitja í stjórn Nóa-Síríusar

en þar eru stjórnarmenn sex talsins.

Þær eru Áslaug Gunnarsdóttir, Emilía

Björg Björnsdóttir og Kristín Geirsdóttir.

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Kaupþing banki hf. Brynja Halldórsdóttir 9 1

Icelandic Group hf 5 0

Alfesca hf 5 0

Glitnir hf. 7 0

Landsbanki Íslands Gu›björg Matthíasdóttir 5 1

Hagar hf. Þórdís Sigur›ardóttir 5 1

FL Group hf. 7 0

Actavis Group HF 5 0

Avion Group 5 0

Straumur - Bur›arás 5 0

Norvik hf. (Byko) Steinunn Jónsdóttir 7 2

I›unn Jónsdóttir

Alcan á Íslandi hf. Cynthia Carroll 7 1

Samskip hf. Lilja Dóra Halldórsdóttir 5 1

Olíufélagi› hf. 3 0

Landssími Íslands hf. Rannveig Rist 5 1

Bakkavör Group hf. 7 0

Samherji hf. 5 0

Skeljungur hf. 5 0

OLÍS 3 0

Opin kerfi Group hf. 5 0

52 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Brynja Halldórsdóttir. Eina konan í stjórn Kaupþing banka.

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

P. Samúelsson hf - TOYOTA Þórunn Pálsdóttir 3 2

Ólöf Gu›mundsdóttir

Hekla hf. 4 0

Landsvirkjun Álfhei›ur Ingadóttir 7 1

Orkuveita Reykjavíkur 5 0

Dagsbrún hf. Þórdís J. Sigur›ardóttir 5 1

VÍS - Vátryggingafélag Íslands hf. 5 0

Rúmfatalagerinn 2 0

Húsasmi›jan hf. Sigrún Jónsdóttir 5 1

Ístak hf. 2 0

Samkaup hf. 5 0

Marel hf. Margrét Jónsdóttir 5 1

HB Grandi hf. 4 0

Íslenskir a›alverktakar hf. 3 0

Össur hf. 5 0

Nor›urál hf 3 0

Baugur Group hf. Kristín Jóhannesdóttir 5 2

Ingibjörg Pálmadóttir

Tryggingami›stö›in hf. Gu›björg Matthíasdóttir 5 1

Straumur fjárfestingarbanki hf. 5 0

SPRON Hildur Petersen 5 1

Hjá Stálskipum í Hafnarfirði sitja

tvær konur í þriggja manna stjórn, það

eru mæðgurnar Guðrún Lárusdóttir og

Jenný Ágústsdóttir.

Nokkrar konur sitja í fleiri en einni

stjórn. Hildur Petersen situr í fjórum

stjórnum. Hún er stjórnarformaður

SPRON, ÁTVR og Kaffitárs og þá situr

hún í stjórn Frjálsa fjárfestingarbankans.

Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi

Ísfélags Vestmannaeyja, situr í stjórn

þriggja stórra fyrirtækja; Landsbankans,

TM og Ísfélagsins.

Þær Kristín Jóhannesdóttir og Ingibjörg

Pálmadóttir sitja m.a. í stjórn

Baugs Group, Stoða og Þyrpingar.

Þá má geta þess að Brynja Halldórsdóttir,

framkvæmdastjóri Norvikur

(sem á m.a. Byko), situr í stjórn stærsta

fyrirtækis á Íslandi, Kaupþings banka.

Hún er eina konan þar í stjórn og situr

þar fyrir hönd Norvikur.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 53


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Hildur Petersen. Stjórnarformaður SPRON, ÁTVR og Kaffitárs og situr í stjórn

Frjálsa fjárfestingarbankans.

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Guðbjörg Matthíasdóttir. Í stjórn

Landsbankans, TM og Ísfélagsins.

Síldarvinnslan hf. 3 0

Brimborg ehf. Margrét Egilsdóttir 5 2

Margrét Rut Jóhannsdóttir

Íslenska járnblendifélagi› hf. 4 0

Kaupfélag Skagfir›inga Ásta Pálmadóttir 7 1

MS 7 0

Rafmagnsveitur ríkisins Ingibjörg Sigmundsdóttir 7 1

B & L 5 0

Parlogis hf. 3 0

Fasteignafélagi› Sto›ir hf. Kristín Jóhannesdóttir 5 3

Ingibjörg Pálmadóttir

Elín Þór›ardóttir

Flugstö› Leifs Eiríkssonar hf. 5 0

Vífilfell hf. 3 0

Osta- og smjörsalan sf. 5 0

Ölger›in Egill Skallagrímsson ehf. 3 0

N‡herji hf. 3 0

Ingvar Helgason hf. 5 0

Lyfja hf. 4 0

Brim ehf. (ÚA) 3 0

54 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Kögun hf. 5 0

Þorbjörn Ger›ur S. Tómasdóttir 3 1

Þormó›ur rammi - Sæberg hf. 5 0

CVC á Íslandi ehf. 3 0

Íslandspóstur hf. Lilja Rafney Magnúsdóttir 7 1

Lyf & heilsa hf. Ingunn Werndersdóttir 3 1

Dagur Group Ragnhildur Anna Jónsdóttir 3 1

Vistor Halla Tómasdóttir 3 1

Sláturfélag Su›urlands svf. Sigurlaug Jónsdóttir 5 1

KVOS (Prentsmi›jan Oddi hf.) 5 0

Hampi›jan hf. 5 0

Sparisjó›ur Hafnarfjar›ar 5 0

Vinnslustö›in hf. 5 0

Íslensk Ameríska hf. Ragnhei›ur Jónasdóttir 3 1

Ísfélag Vestmannaeyja hf. Gu›björg Matthíasdóttir 3 1

Penninn hf. 3 0

Jar›boranir hf. 5 0

Vísir hf. Kristín Pálsdóttir 5 1

Hitaveita Su›urnesja Elsa Valgeirsdóttir 7 2

Ólöf K. Sveinsdóttir

Atorka Group 5 0

Árvakur hf. - Morgunbla›i› Ragnhildur Geirsdóttir 5 1

TM Software (TölvuMyndir hf.) Ragnhildur Geirsdóttir 5 1

Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf. 2 0

Sparisjó›ur vélstjóra (SPV) 5 0

Happdrætti Háskóla Íslands Ebba Þórey Hvannberg 3 1

Eykt ehf. Hólmfrí›ur Lill‡ Ómarsdóttir 2 1

Eskja (Hra›fr. Eskifj.) 3 0

BM Vallá ehf. 3 0

EJS Group 3 0

Hra›frystihúsi› - Gunnvör hf 1 0

Sparisjó›urinn í Keflavík 5 0

Kraftvélar ehf. Anna G. Geirsdóttir 3 1

Nor›urmjólk 5 0

Heimsfer›ir ehf 3 0

Bílabú› Benna hf. Margét Beta Gunnarsdóttir 2 1

ÞG-Verktakar ehf Helen Neely 2 1

Íslensk erf›agreining Linda Buck 5 1

Skinney - Þinganes hf. 5 0

ATAFL (Keflavíkurverktakar hf.) 5 0

Tæknival 3 0

Miklatorg hf. -IKEA 1 0

Þórdís J. Sigurðardóttir.

Stjórnarformaður Dagsbrúnar.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 55


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Ragnhildur Anna Jónsdóttir, kaupmaður

í Next. Í stjórn Dags Group.

Kristín Jóhannesdóttir. Í stjórn Baugs

Group og Fasteignafélagsins Stoða.

KEA Úlfhildur Rögnvaldsdóttir 7 2

Soffía Ragnarsdóttir

Grei›slumi›lun hf., VISA-Ísland 5 0

Promens hf. 6 0

Nor›lenska matbor›i› ehf. 5 0

Sparisjó›abanki Íslands hf. 5 0

Icepharma hf Katrín Olga Jóhannesdóttir 3 1

Lo›nuvinnslan hf. Fákrú›sfir›i Elínóra Gu›jónsdóttir 5 1

Daníel Ólafsson hf. Ólöf Októsdóttir 3 1

Frjálsi Fjárfestingarbankinn hf. Hildur Petersen 5 1

Strætó bs. Sigrún Edda Jónsdóttir 7 2

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Kreditkort hf. 5 0

Bernhard ehf., Honda - Peugeot Sigrí›ur Gu›mundsdóttir 6 2

Edda Gunnarsdóttir

Fjar›arkaup hf. Ingibjörg Gísladóttir 2 1

Toppfiskur ehf. Laufey Eyjólfsdóttir 2 1

Kaupfélag Héra›sbúa 5 0

Bílanaust hf. 5 0

Bræ›urnir Ormsson hf. 2 0

Hra›frystistö› Þórshafnar hf. 3 0

Plastprent hf. 5 0

Águstson ehf. Rakel Olsen 5 4

Ingibjörg Ágústsdóttir

Ragnhildur Ágústsdóttir

Ingiger›ur Selma

Ágústdóttir

Reiknistofa bankanna 6 0

MP Fjárfestingarbanki 5 0

Flaga Group hf. 5 0

Karl K. Karlsson Ingibjörg Arnarsdóttir 2 1

KPMG Endursko›un hf. Margret Flovenz 5 1

Fó›urblandan hf. 5 0

Nesskip hf. 3 0

Íslensk getspá sf. 5 0

Sparisjó›ur M‡ras‡slu 5 0

Securitas, öryggisþjónusta 3 0

Landsafl hf. Elín Sigfúsdóttir 3 1

Ísfell ehf. 5 0

ÍSHAF ehf. 5 0

Sindra - Stál hf. Linda Björk Ólafsdóttir 3 1

56 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Dætur Rakelar Olsen sem sitja með henni í stjórn fyrirtækisins. Frá vinstri: Ragnhildur, Ingibjörg og Ingigerður Selma Ágústsdætur.

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Nor›urorka Kristín Sigfúsdóttir 6 1

NTC hf./ Sautján ofl. Svava Johansen 3 1

N‡sir hf. Gu›björg H. Gylfadóttir 3 1

Íslenska augl‡singastofan ehf. 3 0

Edda útgáfa hf. Þórunn Gu›mundsdóttir 5 1

L‡si hf. 3 0

Ræsir hf. Áslaug Gunnarsdóttir 3 1

Deloitte hf. Sigrún Ragna Ólafsdóttir 5 1

Sorpa bs.

Margrét Gauja

Magnúsdóttir

Herdís Sigurjónsdóttir

8 2

A. Karlsson 3 0

Gámaþjónustan hf. 5 0

Vélaver hf. 3 0

Kjarnafæ›i hf. 3 0

IMG 5 0

Verkfræ›istofan Hönnun 5 0

Góa-Linda-KFC Kristín Helgadóttir 4 2

Ingunn Helgadóttir

Hé›inn hf. 3 0

Iss Ísland ehf. 3 0

Sam-félagi› ehf. (Sambíóin) 3 0

Nói-Síríus hf. Emelía Björg Björnsdóttir 6 3

Rakel Olsen, stjórnarformaður

Agustson í Hólminum.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 57


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Halla Tómasdóttir. Í stjórn Vistors.

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Kristín Geirsdóttir

Áslaug Gunnarsdóttir

Johan Rönning hf. Linda Björk Ólafsdóttir 3 1

Háfell ehf. 3 0

Radisson SAS Hótel Saga ehf. Sigrí›ur Bragadóttir 5 1

Verkfræ›istofa Sigur›ar Thoroddsen hf. 3 0

Smáralind ehf. 3 0

Stálskip ehf. Gu›rún Helga Lárusdóttir 3 2

Jenn‡ Ágústsdóttir

Domino´s Pizza 3 0

Kaupfélag V-Húnvetninga 5 0

Frostfiskur ehf. 3 0

Sparisjó›ur Kópavogs Hafdís Þóra Karladóttir 5 1

Ris ehf. 4 0

Lífland 3 0

Grafít ehf. (eig. Fíton ehf. og Auglmi›lunar) 2 0

Sandblástur og málmhú›un hf. 5 0

Fiskkaup hf. Halla Daníelsdóttir 3 1

Orkubú Vestfjar›a 5 0

DHL Express Iceland ehf. 3 0

SS Byggir ehf. 2 0

Sjóklæ›ager›in hf. 66°N 3 0

Línuhönnun hf. 4 0

Ræktunarsamband Flóa og Skei›a 7 0

Portland ehf. (Þorlákshöfn) Gróa Erlingsdóttir 3 1

Hans Petersen hf. 3 0

Sparisjó›ur Vestfir›inga 5 0

Malbikunarstö›in Hla›bær - Colas hf. 3 0

Hvíta Húsi› Augl‡singastofa ehf. 3 0

Ísaga ehf. 2 0

Smith & Norland hf. Halla Norland 3 1

Rekstrarvörur ehf. 2 0

ABS Fjölmi›lahús ehf. 3 0

Spölur ehf. 5 0

Hraðfrystihús Hellissands 3 0

Frumherji hf. 3 0

Vírnet-Gar›astál hf. 5 0

Bergur - Huginn ehf. Lóa Skarphé›insdóttir 3 1

Halldór Jónsson ehf. 3 0

Bláa lóni› hf. 3 0

Sementsverksmi›jan hf. 3 0

ENNEMM 3 0

58 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R Í S T J Ó R N U M F Y R I R T Æ K J A

Fjöldi Fjöldi

stjórnar- kvenna

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona manna í stjórn

Egill Árnason hf. Dóra Sigur›ardóttir 3 1

Skaginn hf. 3 0

Set Röraverksmi›ja 3 0

Oddi hf. - Patreksfir›i 5 0

Gu›mundur Runólfsson hf., útger› 7 0

Steinull hf. 5 0

Ásbjörn Ólafsson ehf. 5 0

Prentmet ehf.

Ingibjörg Steinunn

Ingjaldsdóttir

2 1

Malbikunarstö›in Höf›i hf. Anna Skúladóttir 3 2

Dögg Pálsdóttir

Sparisjó›ur Nor›lendinga A›alhei›ur Eiríksdóttir 5 1

Birg›averslun Gripi› og greitt 3 0

Huginn ehf. útger› 5 0

Sölufélag A-Húnvetninga svf 5 0

ANZA hf 3 0

PricewaterhouseCoopers hf. 4 0

Guðrún Lárusdóttir. Í stjórn Stálskipa

og stjórnarmaður í LÍÚ um árabil.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 59


M I L L I S T J Ó R N E N D U R

KONUR SEM

FRAMKVÆMDASTJÓRAR

EINSTAKRA SVIÐA

Hér kemur könnun Frjálsrar verslunar

sem aldrei hefur verið gerð

áður. Hún er um konur sem eru

framkvæmdastjórar einstakra sviða í

106 stærstu fyrirtækjum landsins af listanum

300 stærstu. Þetta er næstefsta

stjórnunarþrepið, þ.e. þrepið fyrir neðan

forstjórana. Hlutfall kvenna af þessum

framkvæmdastjórum er 16%.

Í þessari könnun voru 106 stærstu fyrirtæki

landsins á listanum yfir þau 300

stærstu skoðuð. Fjöldi framkvæmdastjóra

í næstefsta þrepinu var 425 og

þar af voru konur í 67 þessara starfa.

Þessi listi hefur aldrei verið gerður

áður og hann er mjög forvitnilegur þar

sem nokkrar umræður eru jafnan um

konur sem millistjórnendur.

Vandinn við gerð þessa lista var að

skilgreina framkvæmdastjórastöðurnar

í næstefsta þrepinu með sama hætti.

Í allra stærstu fyrirtækjunum liggur

þetta betur fyrir; þar ber fólk titilinn

framkvæmdastjóri viðkomandi sviðs.

Þegar fyrirtækin smækka verða skilin

á milli framkvæmdastjóra og forstöðumanna

ónákvæmari.

Titlar hafa bólgnað út. Áður báru

menn t.d. titilinn fjármálastjórar en

í stóru fyrirtækjunum heitir sú staða

núna yfirleitt framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Í könnuninni var að mestu farið

eftir því hvort fólk bæri titilinn framkvæmdastjóri

viðkomandi sviðs og

væri óumdeilanlega í næstefsta stjórnunarþrepinu.

TEXTI: JÓN G. HAUKSSON • MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

Hér kemur athyglisverður listi yfir konur sem gegna stöðum framkvæmdastjóra

einstakra sviða í stærstu fyrirtækjum landsins.

Þetta eru framkvæmdastjórar í næstefsta þrepinu og heyra undir

forstjórana. Hér er hlutfall kvenna 16%.

Fjöldi

fr.kv.stj. Þar af

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona undir forstj. konur

Kaupþing banki hf. Gu›n‡ Arna Sveinsdóttir 7 1

Icelandic Group hf 3 0

Alfesca hf Nadine Deswasiére 6 2

Brynja Gu›mundsdóttir

Glitnir hf. Birna Einarsdóttir 7 2

Steinunn Þór›ardóttir

Landsbanki Íslands Elín Sigfúsdóttir 10 1

Hagar hf. Jóhanna Waagfjör› 1 1

FL Group hf. 4 0

Actavis Group HF Svafa Gröndfelt 9 3

Elin Gabriel

Gu›björg Edda

Eggertsdóttir

Avion Group 8 0

Straumur - Bur›arás Margit Robertet 7 2

Norvik hf. (Byko) Ásdís Halla Bragadóttir 4 3

I›unn Jónsdóttir

Brynja Halldórsdóttir

Alcan á Íslandi hf. Birna Pála Kristinsdóttir 6 1

Samskip hf. Anna Gu›n‡ Aradóttir 7 1

Olíufélagi› hf. 3 0

Landssími Íslands hf. Kristín Olga Jóhannesdóttir 9 2

Kristín Gu›mundsdóttir 9 2

Bakkavör Group hf. Hildur Árnadóttir 3 1

Samherji hf. 7 0

60 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


M I L L I S T J Ó R N E N D U R

Svafa Gröndfelt.

Fjöldi

fr.kv.stj. Þar af

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona undir forstj. konur

Skeljungur hf. 4 0

OLÍS 3 0

Opin kerfi Group hf. 4 0

P. Samúelsson hf - TOYOTA Fann‡ Bjarnadóttir 6 1

Hekla hf. 4 0

Landsvirkjun Sigþrú›ur Gu›mundsdóttir 4 1

Orkuveita Reykjavíkur Anna Skúladóttir 4 1

Dagsbrún hf. 3 0

VÍS - Vátryggingafélag Íslands hf.

Au›ur Björk

Gu›mundsdóttir

5 1

Rúmfatalagerinn 5 0

Húsasmi›jan hf. Sigrún K. Sigurjónsdóttir 3 1

Ístak hf. 2 0

Samkaup hf. 3 0

Marel hf. 5 0

HB Grandi hf. 6 0

Íslenskir a›alverktakar hf. 6 0

Össur hf. Yvonne Meyer 8 1

Nor›urál hf Rakel Hei›arsdóttir 6 1

Baugur Group hf. Sara Lind Þorsteinsdóttir 4 1

Tryggingami›stö›in hf. 5 1

SPRON Harpa Gunnarsdóttir 5 1

Síldarvinnslan hf. 3 0

Brimborg ehf. Margrét Rut Jóhannsdóttir 5 1

Íslenska járnblendifélagi› hf. 1 0

Hildur Árnadóttir.

Au›ur Björk Gu›mundsdóttir.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 61


M I L L I S T J Ó R N E N D U R

Fjöldi

fr.kv.stj. Þar af

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona undir forstj. konur

Birna Einarsdóttir.

Nadine Deswasiére.

Kaupfélag Skagfir›inga 3 0

MS A›albjörg Lúthersdóttir 6 1

Rafmagnsveitur ríkisins 5 0

B & L Íris B. Ansens 6 2

Helga Gu›rún Jónadóttir

Parlogis hf. Sigríður Reykdal 6 2

Soffía Magnúsdóttir

Fasteignafélagi› Sto›ir hf. 1 0

Flugstö› Leifs Eiríkssonar hf. Elín Árnadóttir 5 3

Hrönn Ingólfsdóttir

Sóley Ragnardóttir

Vífilfell hf. Laufey Gunnlaugsdóttir 6 1

Osta- og smjörsalan sf. 4 0

Ölger›in Egill Skallagrímsson ehf. Elísabet Einarsdóttir 8 2

Sigrí›ur Söebch

N‡herji hf. 9 0

Ingvar Helgason hf. 2 0

Lyfja hf. 0 0

Brim ehf. (ÚA) Sirr‡ Hrönn Haraldsdóttir 3 1

Kögun hf. 2 0

Þorbjörn 3 0

Þormó›ur rammi - Sæberg hf. 2 0

CVC á Íslandi ehf. 1 0

Íslandspóstur hf. Anna Gu›mundsdóttir 5 2

Anna Katrín Halldórsdóttir

Lyf & heilsa hf. 0 0

Dagur Group 1 0

Vistor Þóranna Jónsdóttir 4 2

Gu›björg Alfre›sdóttir

Sláturfélag Su›urlands svf. 5 0

KVOS (Prentsmi›jan Oddi hf.) Erna Arnardóttir 4 1

Hampi›jan hf. 2 0

Sparisjó›ur Hafnarfjar›ar Helga Benediktsdóttir 6 1

Vinnslustö›in hf. Andrea Atladóttir 5 1

Íslensk Ameríska hf. 8 0

Ísfélag Vestmannaeyja hf. 5 0

Penninn hf. Sara Magnúsdóttir 3 1

Jar›boranir hf. 2 0

Vísir hf. 4 0

Hitaveita Su›urnesja 4 0

Atorka Group 3 0

62 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


M I L L I S T J Ó R N E N D U R

Fjöldi

fr.kv.stj. Þar af

Nafn fyrirtækis Stjórnarkona undir forstj. konur

Árvakur hf. - Morgunbla›i› 1 0

TM Software (TölvuMyndir hf.) 1 0

Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf. 0 0

Sparisjó›ur vélstjóra (SPV) Dagmar Bjartmarz 5 1

Happdrætti Háskóla Íslands Steinunn Björnsdóttir 3 1

Eykt ehf. Halldóra Einarsdóttir 3 1

Eskja (Hra›fr. Eskifj.) 2 0

BM Vallá ehf. 0 0

EJS Group 4 0

Hra›frystihúsi› - Gunnvör hf 3 0

Sparisjó›urinn í Keflavík Ásdís Ýr Jakobsdóttir 6 1

Kraftvélar ehf. 0 0

Nor›urmjólk 3 0

Heimsfer›ir ehf 3 0

Bílabú› Benna hf. 0 0

ÞG-Verktakar ehf 1 0

Íslensk erf›agreining 8 0

Skinney - Þinganes hf. 0 0

ATAFL (Keflavíkurverktakar hf.) Rósa Ingvarsdóttir 6 1

María Þorgrímsdóttir

Tæknival Halla Kristjánsdóttir 5 1

Miklatorg hf. -IKEA 0

KEA 2 0

Grei›slumi›lun hf., VISA-Ísland Anna Inga Grímsdóttir 4 1

Promens hf. Lára Guðrún Jónsdóttir 5 1

Nor›lenska matbor›i› ehf. 0 0

Sparisjó›abanki Íslands hf. Hafdís Karlsdóttir 5 1

Icepharma hf Björg Dan Róbertsdóttir 4 1

Lo›nuvinnslan hf. Fákrú›sfir›i 0 0

Danól hf. 2 0

Frjálsi Fjárfestingarbankinn hf. 2 0

Kreditkort hf. Nanna Huld Aradóttir 5 3

Helga Sigurgeirsdóttir

Bergþóra Karen Ketilsdóttir

Steinunn Þór›ardóttir.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 63


ÞÆR BRUTU ÍSINN

Frum kvöð ull, braut ryðj andi, ís brjót ur; allt

eru þetta orð sem not uð eru yfir ein staklinga

sem brot ið hafa blað í sög unni,

orð ið til þess að breyta gangi henn ar eða

við horf um sam fé lags ins. Orð ið ís brjót ur kem ur

úr gömlu at hafna máli og er skil greint í orða bók

sem skip, sér stak lega styrkt til þess að brjót ast í

gegn um haf ís. Þær kon ur sem brot ið hafa blað í

at vinnu sögu lands ins hafa senni lega flest ar þurft

á ein stök um styrk að halda, sum ar hafa haft og

hafa þokka legt bak land, aðr ar brut ust og brjót ast

á fram af eig in ramm leik. Það þyk ir sem bet ur fer

ekki leng ur saga til næsta bæj ar þótt kona verði

fram kvæmda stjóri, for stjóri eða for seti og þó

– sum um þyk ir al veg nóg um kynjaum ræð una.

Það virð ist hins vegar vera öllu nú tíma legri hindrun

en haf ís sem mæt ir kven kyns braut ryðj end um

og frum kvöðl um á tækni væddri 21. öld inni, nefnilega

gler þak, hindr un sem virð ist vera ó sýni leg en

er á þreif an leg. Og þeir sem gera lít ið úr henni geta

ein fald lega lit ið á töl urn ar. Stund um segja þær

miklu meira en mörg orð. Frjáls versl un tók saman

fróð leik um nokkr ar þeirra kvenna sem brutu

ís inn í ís lenskri at vinnu- og stjórn mála sögu og

kann aði hlut fall kynj anna í við kom andi stétt um

og geir um at vinnu lífs ins.

Brí et Bjarn héð ins dótt ir

1895.

Brí et Bjarn héð ins dótt ir stofn aði Kvenna blað ið

árið 1895 og stóð að stofn un Kven rétt inda félags

Ís lands árið 1907 en hún var for mað ur

þess til 1926. Brí et bauð sig á samt þrem ur

öðr um kon um fram á Kvenna lista til bæj arstjórn

ar Reykja vík ur árið 1908 og var kjör in.

Hún var auk þess fyrst ís lenskra kvenna til

þess að bjóða sig fram til Al þing is árið 1916,

varð þá vara þing mað ur fyr ir Heima stjórn arflokk

inn, og hún var í for sæti á sér stök um

kvenna lista í þing kosn ing un um 1926, en

náði ekki kjöri.

TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

64 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Krist ín Ó lafs dótt ir

1917

Krist ín Ó lafs dótt ir var fyrsta kon an

sem lauk lækn is fræði prófi frá Há skóla

Ís lands. Árið 2005 voru kon ur 63%

þeirra nem enda sem skráð ir voru í

lækna deild. Á skrá land lækn is emb ættis

ins í árs lok 2005 voru 1104 lækn ar,

70 ára og yngri og með lög heim ili á

Ís landi. Þar af voru kon ur 290 tals ins

eða rúm 26%. Af 880 lækn um með sérfræð

ings leyfi voru kon ur alls 197 eða

rúm 23%.

Ingi björg H. Bjarna son

1922

Ingi björg H. Bjarna son, sem lengi var forstöðu

kona Kvenna skól ans í Reykja vík, var

fyrsta kon an sem kos in var til Al þing is, árið

1922, sjö árum eft ir að kon ur öðl uð ust kosninga

rétt. Þing menn voru þá 42 og með kosningu

Ingi bjarg ar varð hlut fall kvenna á þingi

2%. 84 árum síð ar er hlut fall ið kom ið upp í

30% en af 63 þing mönn um sem nú sitja á

Al þingi eru 19 kon ur.

Auð ur Auð uns

1935

Auð ur Auð uns braut þrí veg is

blað í kvenna sögu Ís lands. Árið

1935 lauk hún fyrst kvenna

lög fræði prófi, árið 1959 var hún

sett borg ar stjóri Reykja vík ur

á samt Geir Hall gríms syni fyr ir

Sjálf stæð is flokk inn og árið

1970 varð hún fyrsta kvenna

til þess að gegna ráð herraemb

ætti þeg ar hún tók við

dóms- og kirkju mála ráðu neyt inu

í við reisn ar stjórn inni. Aldrei

hafa fleiri kon ur en nú set ið í

rík i s tjórn en þær eru 4 af 12

ráð herr um eða 33%.

Hulda Jak obs dótt ir

1957

Hulda Jak obs dótt ir var kjör in bæj arstjóri

í Kópa vogi árið 1957 en hún

var fyrst kvenna til þess að gegna

bæj ar stjóra emb ætti á Ís landi. Hlut fall

kvenna á fram boðs list um í síð ustu sex

sveit ar stjórn ar kosn ing um hef ur ver ið

um þriðj ung ur. Það var hins veg ar

ekki fyrr en eft ir kosn ing ar árið 2002

sem hlut fall kvenna í sveit ar stjórn um

komst yfir 30%.

Mar grét G.

Guðna dótt ir

1969

Mar grét G. Guðna dótt ir var

skip uð pró fess or við lækna deild

Há skóla Ís lands árið 1969 og

varð þar með fyrst kvenna til

þess að gegna þess kon ar embætti.

Kon ur sem stunda nám í

Há skóla Ís lands eru nú í meirihluta,

jafnt í hópi ný nema sem

eldri nema, en hlut fall þeirra var

63% árið 2005. Kon ur voru, samkvæmt

töl um frá ár inu 2004, um

53% af lekt or um skól ans, 33%

dós enta og 13% pró fess ora.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 65


Þ Æ R B R U T U Í S I N N

Auður

Þorbergsdóttir

1972

Auður Þorbergsdóttir var fyrst

kvenna skipuð dómari á Íslandi,

við héraðsdóm Reykjavíkur, árið

1972. Hún var fyrsta konan sem

framkvæmdi hjónavígslur hér á

landi. Í upphafi þessa árs voru

borgardómarar 21, þar af sjö konur

eða um 35%.

Guðlaug

Sverrisdóttir

1975

Guðlaug Sverrisdóttir var fyrsta konan sem

útskrifaðist úr Lögregluskóla ríkisins árið

1975, en hún hafði starfað þar síðan 1958.

Sama ár varð hún varðstjóri, fyrst kvenna,

þegar hún tók við nýstofnaðri kvennadeild

lögreglunnar. Árið 2005 höfðu 104 konur

lokið námi í Lögregluskóla ríkisins á móti

1003 körlum, en árið 1999 var slakað á

inntökuskilyrðum í skólann, t.d. er varðaði

hæð, sem hamlað hafði mörgum konum

inngöngu, og jókst þá aðsóknin. Um 11% af

lögregluliði landsins eru konur.

Hjördís

Hákonardóttir

1980

Hjördís Hákonardóttir var fyrsta konan

sem skipuð var sýslumaður, en

hún tók þá við embætti sýslumanns

í Strandasýslu árið 1980. Sýslumannsembættin

eru nú 26 talsins

og eru konur nú 19,2% allra sýslumanna

eða fimm talsins. Hjördís var

á þessu ári skipuð dómari við Hæstarétt

Íslands en hún er þriðja konan

sem tekur sæti í réttinum.

Auður Eir

Vilhjálmsdóttir

1974

Auður Eir Vilhjálmsdóttir hlaut prestvígslu

innan Þjóðkirkjunnar fyrst

kvenna árið 1974. Það var hins vegar

Geirþrúður Hildur Bernhöft sem fyrst

kvenna lauk guðfræðiprófi frá Háskóla

Íslands árið 1945 en hún lét ekki vígjast

til prests. Árið 2005 voru konur

um 65% þeirra sem þá stunduðu nám

í guðfræðideild. Þær gegna nú um

30% af öllum preststöðum Þjóðkirkjunnar.

Vigdís

Finnbogadóttir

1980

Vigdís Finnbogadóttir var fyrsta

konan sem kosin var forseti

Íslands í þjóðaratkvæðagreiðslu

og reyndar fyrst kvenna í heiminum

til að gegna embætti lýðræðislega

kjörins forseta. Hún var

líka fyrst íslenskra kvenna sem

fór í framboð til forsetakjörs. Vigdís

var sjálfkjörin árið 1984 og

endurkjörin árið 1988 með 92,7%

atkvæða. Frá stofnun lýðveldis á

Íslandi árið 1944 hafa fimm einstaklingar

setið á forsetastóli og

er Vigdís eina konan í þeim hópi.

66 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Þ Æ R B R U T U Í S I N N

Guðrún Erlendsdóttir

1986

Guðrún Erlendsdóttir var fyrsta konan til

að verða skipuð í Hæstarétt Íslands, efsta

dómstig þjóðarinnar, árið 1986, en þá

sátu átta dómarar í réttinum. Guðrún lét

af störfum á þessu ári. Hæstiréttur tók

formlega til starfa árið 1920 og sitja nú

í honum níu dómarar, þar af tvær konur.

Að núverandi dómurum frátöldum hafa

34 dómarar setið í Hæstarétti frá stofnun

hans, 33 karlmenn og ein kona.

Sigríður

Einarsdóttir

1984

Sigríður Einarsdóttir varð fyrst

kvenna atvinnuflugmaður hjá

Flugleiðum þegar hún réðst

þangað árið 1984 í innanlandsflugið.

Hún var einnig sú fyrsta

sem settist í flugstjórasætið,

fyrst í einni af Fokker-flugvél

félagsins árið 1988 og síðan

í Boeing-þotu, B757-200, árið

1999. Valgerður G. Þorsteinsdóttir

tók hins vegar sólópróf

í flugi fyrst íslenskra kvenna

árið 1946. 601 félagsmaður er

í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna

og þar af eru 27 konur

eða 4,4%.

Berglind

Ásgeirsdóttir

1988

Berglind Ásgeirsdóttir varð

fyrst kvenna til að gegna

embætti ráðuneytisstjóra er

hún tók við því starfi í félagsmálaráðuneytinu

árið 1988.

Ráðuneytisstjóri er æðsti embættismaður

viðkomandi ráðuneytis

og ber ábyrgð á daglegri

stjórnun þess. Hann ber

jafnframt ábyrgð á að innleiða

stefnu ráðherra í einstökum

málum í ráðuneytinu. Af tólf

starfandi ráðuneytisstjórum nú

er tvær konur eða 16%.

Guðrún

Helgadóttir

1988

Guðrún Helgadóttir varð fyrst kvenna

forseti sameinaðs Alþingis árið

1988 og verða þar með fyrirsvarsmaður

alls Alþingis sem starfaði þá

í tveimur deildum, efri deild og neðri

deild. Ragnhildur Helgadóttir var hins

vegar fyrst kvenna til þess að hljóta

kosningu sem forseti neðri deildar,

árið 1961, og Salóme Þorkelsdóttir

forseti efri deildar árið 1983. Salóme

varð síðan fyrsti forseti Alþingis eftir

afnám deildaskiptingar árið 1991.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 67


Þ Æ R B R U T U Í S I N N

Hildur Petersen

1990

Hildur Petersen var fyrsta konan sem

settist í aðalstjórn Verslunarráðs Íslands,

nú Viðskiptaráðs Íslands. Hún var þá framkvæmdastjóri

fjölskyldufyrirtækisins Hans

Petersen og hafði verið það í 15 ár. Hlutfall

kvenna í stjórnum stærstu fyrirtækja

á Íslandi er 11% samkvæmt norrænu

rannsókninni Nordic 500 frá árinu 2004,

en 15% í framkvæmdastjórn fyrirtækja.

Sex konur sitja í stjórnum fyrirtækja sem

nú eru skráð í Kauphöll Íslands en alls eru

stjórnarmenn þeirra 147. Konur eru því

4,08% af heildinni þar.

Rannveig Rist

1996

Rannveig Rist var ráðin forstjóri Íslenska

álfélagsins hf. árið 1996, fyrst kvenna til

að stýra fyrirtæki af þeirri stærðargráðu á

Íslandi, sem ekki var fjölskyldufyrirtæki. Er

hún enn við stjórnvölinn á fyrirtækinu sem

ber núna nafnið Alcan á Íslandi hf. Hún er

jafnframt stjórnarformaður hjá öðru stórfyrirtæki,

Símanum. Rannveig var valin ásamt

Kristínu Jóhannesdóttur í Baugi Group hf. í

Nordic 500 rannsókninni árið 2004 í hópi

þeirra tíu kvenna sem áhrifamestar eru í

stjórnum fyrirtækja á Norðurlöndum.

Sigríður Á. Snævarr

1991

Sigríður Snævarr varð fyrst kvenna

sendiherra þegar hún tók við embætti

sendiherra Íslands í Stokkhólmi árið

1991.

Guðfinna S.

Bjarnadóttir

1998

Guðfinna S. Bjarnadóttir var fyrst

kvenna ráðin rektor háskóla á

Íslandi árið 1998 þegar hún varð

rektor Háskólans í Reykjavík.

Háskólar á Íslandi eru nú átta

talsins og tveimur þeirra er stýrt

af konum. Kristín Ingólfsdóttir var

kjörin rektor Háskóla Íslands árið

2005 en hann er langfjölmennasti

háskóli landsins.

68 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Þ Æ R B R U T U Í S I N N

Halla

Tómasdóttir

2006

Halla Tómasdóttir er fyrsta

konan sem ráðin er framkvæmdastjóri

Viðskiptaráðs

Íslands, áður Verslunarráð

Íslands, en ráðið var stofnað

1917. Á heimasíðu þess segir

að sem heildarsamtök viðskiptalífsins

starfi það óskipt

að hagsmunum allra sem

stundi viðskipti. Halla gegndi

einnig framkvæmdastjórastarfi

frumkvöðlaverkefnisins

Auður í krafti kvenna sem

hleypt var af stokkunum árið

1999.

Arna Schram

2006

Arna Schram var fyrsta konan

sem kjörin var formaður Blaðamannafélags

Íslands árið 2006 en

það er eitt elsta fag- og stéttarfélag

landsins, stofnað árið 1897.

Félagsmenn þess eru rúmlega sex

hundruð, þar af rúmlega þriðjungur

konur. Kona hefur aldrei orðið ritstjóri

dagblaðs hér á landi, útvarpsstjóri

Ríkisútvarpsins eða yfirmaður

sjónvarpsstöðvar en nokkrar

hafa gegnt starfi fréttastjóra.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 69


TÍU LEIÐIR FYRIR KONUR

TIL AÐ KOMAST TIL METORÐA

Í pallborðsumræðum á fundi hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri sl. haust nefndi ég TÍU LEIÐIR

fyrir konur til að komast í stjórnunarstöður í fyrirtækjum. Ég hafði á orði að allt væru þetta leiðir

sem karlmenn hefðu nýtt sér til að komast í stjórnunarstöður. Þessar „tíu leiðir“ eru eftirfarandi:

1. FRAMHALDSMENNTUN. Það er mikið rætt um

gráðusnobb þessa dagana. Engu að síður er það nú svo

að karlar og konur með meistaranám eða MBA-gráðu

standa betur að vígi um stjórnunarstörfin.

2. STOFNIÐ FYRIRTÆKI. Það er auðvitað góð leið fyrir konur

og karla að stofna einfaldlega sitt eigið fyrirtæki til að

komast í stjórnunarstöður. Vera sinn eiginn herra.

3. STEFNUMÓTUNARVINNA. Takið þátt í stefnumótunarvinnu

innan fyrirtækja ykkar - ef þið mögulega getið. Þetta

hefur reynst mörgum karlinum gott veganesti; þeir hafa

einfaldlega „teiknað sig inn í kassana“.

4. SÆKIST EFTIR STJÓRNUNARSTARFI. Stjórnunarstöður

koma ekki af sjálfu sér. Allir, sem gegna störfum stjórnenda,

hafa haft innri vilja til að komast í stöðurnar; þeir

hafa sóst eftir þessum störfum.

5. BYRJIÐ SEM RÁÐGJAFAR. Hér á árum áður var stundum

rætt um að fyrsta skrefið í átt til stjórnunarstarfs væri

að gerast ráðgjafi. Ótrúlega margir ráðgjafar forstjóra, þar

með taldir endurskoðendur, hafa breytt til og gerst stjórnendur.

Þeir hafa verið í návígi við forstjórana og staðið sig

vel. „Talað sig inn í fyrirtækið.“

6. FJÁRMÁLASTJÓRAR. Margar konur gegna starfi starfsmannastjóra

og markaðsstjóra. Leiðin í framkvæmdastjórastólinn

liggur hins vegar mjög oft í gegnum fjármálin. Gerist

ekkert síður fjármálastjórar.

7. NÆSTRÁÐENDUR. Dæmin sýna að það skiptir máli

að „brjóta ísinn“ á leið sinni í forstjórastólinn með því að

komast í næsta stjórnunarþrepið við forstjórann - verða

svonefndur næstráðandi. Þar með ertu komin í eldlínuna

og getur látið að þér kveða.

8. STUTTUR LÍFTÍMI FORSTJÓRA. Þetta er ekki beint leið

til áhrifa. En karlar eru hlutfallslega miklu fleiri í stjórnunarstörfum

og því segir það sig sjálft að eftir því sem líftími

forstjóra í starfi er styttri þeim mun meiri möguleika eiga

konur á að komast að. En konur hætta líka sem forstjórar

- eins og nýlegt dæmi hjá FL Group sýnir.

9. BIÐJIÐ UM STÖÐUHÆKKUN. Auglýsingar Verslunarmannafélags

Reykjavíkur ganga flestar út á að biðja um

launahækkun. En hvers vegna ekki að biðja bara um

stöðuhækkun og fá þannig sjálfkrafa launahækkun?

10. HRINGIÐ BEINT Í FORSTJÓRA. Á fasteignamarkaðnum

heyrast oft sögur af fólki sem hringir beint í húseigendur

og spyr hvort hús þeirra séu til sölu. Það hafi áhuga

á að kaupa. Hvers vegna ekki bara að hringja í forstjóra

eða stjórnarformenn og kynna sig til sögunnar? Bjóða sig

fram? Segja hvað þú stendur fyrir og að þú hafir áhuga á

að vinna fyrir fyrirtækið?

Jón G. Hauksson

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, nefndi á fundi

hjá FKA sl. haust tíu leiðir fyrir konur til að komast í stjórnunarstöður.

Við rifjum þessi tíu ráð hér upp.

70 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R

KJARNAKONUR

Í LONDON

London er borg tækifæranna - og þá einnig fyrir konur.

Sigrún Davíðsdóttir fjallar um fimm íslenskar konur í London

sem hafa nýtt sér tækifærin og eru í eldlínu viðskiptanna.

TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR

Að loknu prófi í lögfræði frá Háskóla

Íslands 1993 tók Áslaug Magnúsdóttir

til starfa hjá Deloitte & Touche á Íslandi

- var fyrsti lögfræðingurinn sem var ráðinn

þar. Eftir rúm þrjú ár hjá Deloitte

fluttist Áslaug til Bandaríkjanna þar

sem hún tók LLM gráðu í lögfræði við

Duke háskóla og síðan MBA gráðu frá

Harvard Business School. Áslaug er á

því að þessi blanda viðskiptafræði og lögfræði

gagnist mjög vel í starfinu núna og

reyndar alls staðar í viðskiptalífinu og þá

sérstaklega við samningagerð.

Eftir MBA námið fluttist Áslaug til

London og tók til starfa hjá ráðgjafarisanum

bandaríska, McKinsey en flutti

sig til Baugs eftir rúm þrjú ár og hefur

nú starfað þar í tæp tvö ár. Hún er ein

þriggja forstöðumanna Baugs í London

og frá síðastliðnum áramótum veitir hún

forstöðu þeirri deild sem sér um fjárfestingar

í sprotafyrirtækjum.

Baugur í Bretlandi einbeitir sér fyrst

og fremst að fjárfestingum í smásöluverslunum

sem selja tískuvöru og matvæli,

í síðarnefnda geiranum er ekki

mikið um spennandi sprotafyrirtæki en

öðru máli gegnir um tískuna og á þeim

vettvangi beitir Áslaug sér. Varla verra

að vera kona í þeim geira.

Það kynni kannski einhver að halda

að framganga kvenna í starfi væri

auðveldari á jafnréttissinnuðum Norðurlöndum

en í hefðaþrunginni höfuðborg

Bretlands - en Áslaug hefur aðra skoðun

á því. Hún bendir á að stórfyrirtæki hér

bjóði upp á mjög fastmótað framgangskerfi

fyrir starfsfólk þannig að ungt fólk

sem kemur þar til starfa getur gengið út

frá því sem vísu að standi það sig vel þá

skili því áfram í fyrirtækinu með ákveðnum

hætti. Hluti af kerfinu er sterkt matskerfi

þar sem mikið er lagt upp úr að

mat á einstökum starfsmönnum mótist

72 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R

London virðist hvorki borg fyrir gamalt

fólk né börn ef marka má hverjir

sjást á ferli í miðborginni - og ef

marka má mest áberandi andlitin

í viðskiptalífinu þá er breskt viðskiptalíf

ekki mjög kvenvænt. Og þó - það eru líka

aðrar hliðar á málum og ýmsar íslenskar

konur eru á kafi að nýta sér tækifærin

hér.

Áslaug Magnúsdóttir lögfræðingur

starfar hjá Baugi, en hóf ferilinn í megaborginni

London hjá ráðgjafafyrirtækinu

McKinsey.

Steinunn Kristín Þórðardóttir veitir

starfsemi Glitnis í London forstöðu en

með nokkurra ára starfsferil hjá Enron á

lífshlaupinu hefur hún alþjóðlega starfsreynslu

líkt og Áslaug.

Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri

Singer & Friedlander bankans, hefur meðal

annars á sinni könnu að sjá um að koma

þessum forna og hefðbundna banka í eina

sæng með Kaupþingi í nýjum húsakynnum

á Regentstræti í ágúst.

Eftir að hafa starfað hjá Glitni undanfarin

ár er Kristín Hrönn Guðmundsdóttir

nýtekin til starfa hjá FL Group í London

en fyrirtækið hefur alveg nýverið tekið til

starfa í London.

Hendrikka Waage er í öðrum viðskiptahugleiðingum,

er að byggja upp skartgripafyrirtæki

sitt með eigin hönnun og því

frumkvöðullinn í hópnum.

Þó viðskiptaheimurinn í London sé stór

skiptist hann við nánari kynni upp í lítil

svið þar sem allir þekkjast - og menn fara

á milli starfa. Konurnar fimm eru allar ungar,

starfsaldur þeirra ekki átakanlega hár,

allar eru þær metnaðarfullir dugnaðarforkar

með jákvæða og glaðlega framkomu.

Það verður fróðlegt að fylgjast með

þeim næstu árin líkt og á við um fleiri

Íslendinga sem ráðast til starfa hjá íslenskum

fyrirtækjum í London. Munu íslensku

fyrirtækin þurfa að keppast við um að

halda lykilstarfsmönnum eins og gildir um

önnur fyrirtæki sem hér starfa? Í því sambandi

er athyglisvert að hugleiða að peningarnir

eru ekki endilega allt - almennt

hafa starfsmenn íslenskra fyrirtækja á

orði að verkefni þeirra séu fjölbreyttari og

þá um leið áskoranirnar - en hver veit hvað

síðar verður.

Áslaug Magnúsdóttir

lögfræðingur starfar

hjá Baugi, en hóf ferilinn

í megaborginni London

hjá ráðgjafafyrirtækinu

McKinsey.

ekki af því hvort viðkomandi er karl eða kona.

Þar sem þetta kerfi virki vel, líkt og er hjá McKinsey

sem er þekkt fyrir öflugt framgangs- og

matskerfi, þá skili það konum vel áfram. Engu að

síður er það staðreynd að fáar konur eru í æðstu

stjórnunarstöðum í bresku viðskiptalífi.

Áslaug á son frá fyrra hjónabandi en giftist í

vetur bresk-bandarískum skólafélaga frá Harvard

sem er yfirmaður alþjóða tónlistarsviðs tæknifyrirtækisins

Real Networks. Hún hefur búið í

Notting Hill frá því hún flutti til London. Hún

þykir lífleg og opinská, á gott með samskipti við

fólk. Bandarísk menntun hennar skilar sér líka

í góðum skilningi á gildi samskipta og jákvæðs

yfirbragðs.

ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR er ein þriggja

forstöðumanna Baugs í London og sér

um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 73


L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R

HENDRIKKA WAAGE rekur fyrirtæki í London

sem hannar skartgripi. Karafla sem var í eigu

barónsins á Hvítárvöllum er innblásturinn að

baki skartgripalínu hennar.

HENDRIKKA WAAGE

Baróninn á Hvítárvöllum, öllu heldur

karafla sem var í eigu hans, er innblásturinn

að baki skartgripalínu sem Hendrikka

Waage hefur hannað og komið á framfæri í

Englandi. Regluleg umfjöllun í tískudálkum

breskra fjölmiðla sýnir að Hendrikka hefur

átt erindi sem erfiði inn á þennan erfiða

markað - skartgripahönnun hennar skiptist

í nokkrar línur og alls eru skartgripir hennar

seldir í um 120 búðum.

Ólíkt því sem oft er með hönnuði er

Hendrikka ekki með hönnunarnám að baki

heldur er hún með bandaríska meistaragráðu

í alþjóðaviðskiptum. Listaáhuginn er

þó til staðar og hún hefur verið að bæta

við sig listasögu í Oxford. Sem ung bjó

hún meðal annars í Japan. Eftir að hafa

unnið viðskiptatengd störf, til dæmis sem

markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna

í Moskvu 1997-99 og svo fyrir

tölvufyrirtæki hér í Englandi ákvað hún að

freista gæfunnar í því sem hugurinn stóð

til og bjóða upp á áberandi skartgripi á viðráðanlegu

verði. Hún er bæði með dýra og

ódýra línu.

Störf í viðskiptalífinu hafa gagnast Hendrikku

vel, hún hefur fullan skilning á því að

markaðsfærsla byggist ekki síst á að gæða

KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR

Kristín Pétursdóttir aðstoðarforstjóri Singer

& Friedlander bankans sem Kaupþing

banki á. Kristín er með þekktari konum í íslenskum

viðskiptaheimi - en kýs örugglega

heldur að sjá sig í öðru og víðara samhengi

en kvennasamhengi: er jafnan snögg upp á

lagið þegar talið berst að konum í viðskiptum,

finnst að það efni eigi að ræða jafnt

við karla og konur, aldrei séu menn spurðir

að því hvernig sé að vera karlmaður í viðskiptaheiminum!

Hjá Singer vinna um 400 manns, þegar

Kaupþing og Singer sameinast í nýja húsnæðinu

í Regentstræti, yfir Applebúðinni

þar, verða starfsmennirnir um 500 og mun

vísast fljótt fjölga í 600 manns. Hér glímir

Kristín við að búa til eina einingu úr þessum

tveimur afar ólíkum fyrirtækjum - Singer

einkenndist af „hírarkíi“ og skrifræði sem

var að sliga fyrirtækið og stöðugum fundum

og skýrslugerðum um allt og ekkert. Eins

og gerist þegar fyrirtækjum er svipt inn í

viðamikil breytingarferli fara breytingarnar

ekki vel í alla en stór hópur sér þó bæði

tækifæri og möguleika í breytingunum. Ytri

umgjörð umbreytinganna er að við flutninginn

flytur Singer-starfsfólkið úr litlum lokuðum

skrifstofum yfir í opið vinnurými sem er

KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,

aðstoðarforstjóri Singer &

Friedlander bankans, vinnur

að því að sameina bankann

Kaupþingi í London.

kjarninn í Kaupþings-kúltúrnum.

Formfesta er Íslendingum framandleg og

margir sjá hana sem neikvæðan þátt í erlendu

starfsumhverfi, til dæmis því breska.

Kristín er þó á því að Íslendingar geti

almennt lært ögn af Bretum, sakaði ekki

að fá smá formfestu inn í íslenskt vinnuumhverfi

því Íslendingar séu almennt frekar

óskipulagðir.

Kristín er þekkt sem mikil keppniskona,

lék handbolta á yngri árum og er núna

harðsnúin kylfingur. Hún þykir jákvæð og

markviss, enda ljóst að þessir og aðrir hæfileikar

hafa skilað henni þangað sem hún er

nú. Eiginmaður hennar er íslenskur, vinnur

heima við og er því kjarninn í heimilishaldi

fjölskyldunnar - þau Kristín eiga tvö börn

og búa í grænu úthverfi í Suður-London þar

sem ýmsar íslenskar fjölskyldur hafa komið

sér fyrir og frítíminn fer mest í samveru

með fjölskyldunni.

Kristín Pétursdóttir, aðstoðarforstjóri Singer

& Friedlander bankans, vinnur nú að því

að móta þennan forna breska banka sem

Kaupþing banka í nýjum húsakynnum við

Regentstræti.

74 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R

munina lífi með áhugaverðum sögum - því

hefur hún lætt inn sögunni um Baróninn og

minningum frá dvöl sinni í Moskvu.

Eftir að hafa komið fótunum undir hönnun

og framleiðslu var kominn tími til að

freista stærri verkefni, til þess þurfti fé

og því er Baugur Group nú orðinn meðeigandi

að fyrirtækinu - vill reyndar svo til

að Áslaug Magnúsdóttir sinnir þeirri hlið

mála. Um þessar mundir leggur Hendrikka

áherslu á að komast inn á sjónvarpssölumarkaðinn

- hér í Bretlandi eru um 40

sjónvarpsstöðvar í þeim geira, sá markaður

er í miklum vexti og þar er Hendrikka að

Hendrikka Waage

er að byggja upp

skartgripafyrirtæki

sitt með eigin hönnun

og hún er því

frumkvöðullinn í

hópnum.

koma sínum vörum að. Auk þess er hún að

byggja upp sölu á Netinu. Eftir reynsluna

af því að starfa í Rússlandi lætur Hendrikka

sér fátt fyrir brjósti brenna en finnur

þó fyrir því að hlutirnir taka lengri tíma í

bresku viðskiptalífi en á Íslandi.

Hendrikka býr í Surrey, suður af London,

ásamt íslenskum eiginmanni sínum og syni

þeirra. Fjölbreytt reynsla, menntun og einurð

hafa án efa skilað henni þangað sem

hún er í dag. Yfirbragð hennar er hæglátt

en það kæmist enginn þar sem hún er komin

án úthalds og þrautseigju.

STEINUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR

Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur fjármálahverfið

City fyrir fótum sér - skrifstofa

Glitnis trónir yfir Bank of England

og útsýnið yfir skrifstofubyggingarnar

og borgina er stórbrotið. Uppbyggingin

hjá Glitni hefur verið mikil undanfarin.

Steinunn varð framkvæmdastjóri Glitnisskrifstofunnar

í London í nóvember 2005,

þar með fyrsta konan til að stjórna íslenskum

banka erlendis, er menntuð í

Bandaríkjunum, starfaði bæði þar og í

Þýskalandi og svo á Íslandi áður en hún

kom til starfa í London.

Í vetur hafa stoðir starfseminnar verið

styrktar, nokkrir lykilstarfsmenn ráðnir

og grunnurinn því lagður til frekari vaxtar.

Glitnir í London er orðin miðstöð sambankalánastarfsemi

bankans og einnig

hefur lánastarfssemi og viðskiptastjórnun

verið efld. Það einkennir starfsmenn

Glitnis í London hvað þar starfa margar

konur og eins er starfsfólkið flest ungt

eins og gjarnan gerist í íslenskum fyrirtækjum.

Eins og fleiri Íslendingar sem koma

til starfa í London kann Steinunn vel að

meta þau miklu viðskiptatækifæri sem

fjármálaborgin býður upp á ásamt mjög

alþjóðlegu tengslaneti. Á minni markaði

á Íslandi eru möguleikarnir ólíkt fátæklegri.

Þar á móti bendir Steinunn gjarnan

á að þróun markaðarins á Íslandi sé ör

og vöxtur fyrirtækja hraður - það geri viðskiptaumhverfið

mjög spennandi. Eins og

almennt gildir um Íslendinga vill hún að

hlutirnir gangi hratt fyrir sig - það hefur

komið henni á óvart hvað boðleiðirnar

eru oft langar og ákvarðanataka er hæg í

breskum stórfyrirtækjum.

Steinunn þykir glaðleg og hressileg í

umgengni, leggur áherslu á að skapa léttan

og skemmtilegan vinnuanda en undir

glaðlegu yfirbragði leynist vinnuharka

og eftirfylgni, samfara góðu skopskyni.

Engin tilviljun að Steinunn hefur tekið eftir

að skopskyn kvenna og karla er ólíkt

- húmorinn dregur dám af áhugamálum

kynjanna og þau eru oft ólík. Rétt eins

og með Áslaugu sér bandarískrar menntunar

hennar stað í skilningi á jákvæðu

yfirbragði. Steinunn býr í Austur-London,

ekki langt frá fjármálahverfinu. Sambýlismaður

Steinunnar er grískur læknir, þau

kynntust í Þýskalandi. Hann hefur búið

með henni á Íslandi undanfarin fimm ár

og talar íslensku.

Steinunn Kristín Þórðardóttir

veitir starfsemi

Glitnis í London forstöðu

en með nokkurra ára starfsferil

hjá Enron á lífshlaupinu

hefur hún alþjóðlega

starfsreynslu líkt og Áslaug.

STEINNUNN KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR,

forstjóri Glitnis í London, er fyrsta konan

til að stjórna íslenskum banka erlendis.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 75


L U N D Ú N A P I S T I L L S I G R Ú N A R

KRISTÍN HRÖNN

GUÐMUNDSDÓTTIR

vinnur hjá FL Group í

London og er á útkikkinu

eftir frekari fjárfestingartækifærum.

Eftir að hafa starfað hjá Glitni

undanfarin ár er Kristín Hrönn

Guðmundsdóttir nýtekin til

starfa hjá FL Group í London en

fyrirtækið hefur alveg nýverið

opnað skrifstofu í London.

KRISTÍN HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir útskrifaðist

úr hagfræði frá Háskóla Íslands

2001, fór þá að vinna hjá Íslandsbanka,

hafði verið í sumarvinnu hjá

FBA, auk þess sem hún var með

dæmatíma í hagfræði við Háskólann í

Reykjavík árin 2000-2002.

Nýlega var Kristín Hrönn ráðin annar

af tveimur starfsmönnum FL Group í

London eftir að hafa starfað hjá Glitni

undanfarin sex ár, lengst af á sviði

skuldsettrar fjármögnunar, og átti þar

stóran þátt í að byggja upp starfsemi

bankans á því sviði. Hjá Glitni voru

ferðalög mjög tíð og þegar svo var

komið að vinnudagar í London voru

orðnir fleiri en á Íslandi flutti hún til

London þar sem hún hefur nú starfað

í tvö ár.

FL Group hefur á síðustu misserum

fjárfest í breskum félögum og munu

helstu verkefni Kristínar felast í að

skoða frekari fjárfestingartækifæri félagsins

og fjármögnun þeirra. Hún hrærist

því enn í sama umhverfi og áður

svo bæði reynslan og tengslanetið nýtist

við ný verkefni í nýju starfi. Adam

Shaw, sem áður vann hjá Kaupþingi,

stýrir starfseminni.

Það er einmitt umhverfið í London

sem Kristín Hrönn kann mjög að meta.

Eftir að hafa reynsluna af því að vera

staðsett á Íslandi og sinna þó flestum

verkefnum í London sér Kristín Hrönn

glögglega kostina við að búa í London

og fá fréttir af markaðnum beint í æð

yfir kaffibolla - það einfaldaði starfið

mjög að vera í hringiðu markaðarins.

Hlutfall kvenna í þessum heimi hefur

breyst hratt undanfarin ár, konur eru

ekki lengur sjaldséðar en það einkennir

samt eftir sem áður íslenska starfsmenn

íslenskra fyrirtækja í London

hvað þeir eru oft miklu yngri en gerist

og gengur um sambærilega starfsmenn

erlendra fyrirtækja. Kristín Hrönn hefur

ekki mikið velt fyrir sér hvernig sé að

vera kona í bankaheiminum, hefur ekki

orðið vör við að það sé nein hindrun.

Kristín Hrönn býr í miðborginni og er

nýfarin að hjóla um borgina - hefur komist

að því að það er iðulega sá samgöngumáti

sem tekur skemmstan tíma

í miðborginni auk þess sem hjólreiðar

eru frábær líkamsrækt. Í starfi þykir

hún sniðug, bæði lunkin og útsjónarsöm

og gædd ríkri þrautseigju.

76 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Frá undirritun „Jafnréttiskennitöluverkefnisins“ - um jafnrétti í

100 stærstu fyrirtækjum landsins.

ÍSLENSKAR KONUR:

VANNÝTT AUÐLIND

Rúmlega 500 konur eru í FKA

- Félagi kvenna í atvinnurekstri.

Margrét Kristmannsdóttir,

formaður félagsins, segir að

viðhorfsbreyting sé nauðsynleg til

að hlutur kvenna aukist í stjórnunarstöðum.

„Jafnrétti næst aldrei

án þátttöku karlanna.“

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

FKA

var stofnað 9. apríl 1999 og er opið öllum þeim

konum sem eiga og reka fyrirtæki auk kvenna

sem eru framkvæmdastjórar eða sitja í stjórnum

fyrirtækja. Á meðal markmiða félagsins er að sameina konur

í atvinnurekstri og efla samstöðu þeirra og samstarf, að stuðla að

aukinni miðlun á viðskiptatengdum fróðleik milli félagskvenna,

að hvetja til viðskipta á milli félagsmanna og að hvetja konur til

frumkvöðlastarfa. Þá er eitt af markmiðunum að auka sýnileika

og tækifæri kvenna í viðskiptalífinu og stuðla að virðingu og verðskuldaðri

athygli samfélagsins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru

af konum.

Rúmlega 500 konur eru í félaginu. Margrét Kristmannsdóttir,

framkvæmdastjóri Pfaff-Borgarljósa, er formaður. Hildur Petersen,

stjórnarformaður ÁTVR, Spron og Kaffitárs, er varaformaður.

„Gerður Ríkharðsdóttir í Útilífi er ritari. Meðstjórnendur eru fjórir

en það eru Katrín Pétursdóttir í Lýsi, Svava Johansen í NTC, Hafdís

Jónsdóttir hjá Laugum og Aðalheiður Karlsdóttir í LaVida.“

78 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Tengslanetið trekkir

„Tengslanetið er alltaf að stækka, félagið

verður sífellt öflugra og er farið að beita

sér miklu meira,“ segir Margrét en félagsmenn

hittast einu sinni í mánuði. „Konur,

sem ganga í félagið, vilja fyrst og fremst

komast í þetta tengslanet auk þess að

sækja í þá fræðslu sem félagið býður

upp á. Við bjóðum upp á námskeið sem

ekki er boðið upp á annars staðar og

í fyrra létum við sérhanna fyrir okkur

námskeið um skyldur stjórnarmanna í

fyrirtækjum.“

Morgunverðarfundir eru haldnir reglulega

og þá eru fengnir hinir ýmsu aðilar

til að fjalla um ólíklegustu mál. Þá hefur

félagið staðið fyrir ráðstefnum. „Við erum

með þessu móti að reyna að efla okkar

konur á sem flestum sviðum - í fjármálum,

á markaðssviðinu og í stjórnun.“

Nokkrar nefndir starfa á vegum félagsins.

„Við erum með fræðslunefnd sem

stýrir öllu fræðslustarfi, við erum með

ritnefnd sem gefur út tvö blöð á ári, við

erum með alþjóðanefnd en við erum aðili

að alþjóðlegum kvennasamtökum og svo

erum við með félaganefnd sem sér um að

halda utan um nýja félaga.“

Árlega er FKA-viðurkenningin veitt

konum í viðskiptalífinu sem eru að gera

góða hluti og segir Margrét að það veki

alltaf mikla athygli.

„Þá höfum við undanfarið styrkt eina

félagskonu á ári til að taka þátt í verkefninu

„Útflutningsaukning og hagvöxtur“ sem er

verkefni sem Útflutningsráð stendur fyrir.

Það er í rauninni verið að styrkja fyrirtæki

sem eru að hefja störf eða eru ný til þess

að skapa þeim betri vettvang og aðstoða

þau við að gera viðskiptaáætlanir og þá

aðallega með útflutning í huga.“

Í fyrra voru stofnuð svæðisfélög FKA,

eitt fyrir norðan og eitt á Suðurlandi. „Konurnar

í þeim félögum tengjast okkur en

þær halda líka uppi svæðistengdu starfi.

Þær mynda minna tengslanet á sínu svæði

en tengjast líka þessum öflugu samtökum

á höfuðborgarsvæðinu.“

Stjórn FKA, frá vinstri, Hafdís Jónsdóttir,

Gerður Ríkharðsdóttir, Hildur Petersen,

Margrét Kristmannsdóttir, Aðalheiður

Karlsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Svava

Johansen.

„Tengslanetið er alltaf

að stækka, félagið

verður sífellt öflugra

og er farið að beita sér

miklu meira.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 79


Félagskonur FKA á góðri stundu.

Hillary Clinton var fyrsta konan til að hljóta FKA viðurkenninguna, en það var árið 1999.

Margrét Kristmannsdóttir formaður FKA

ásamt Sofíu Johnson framkvæmdastjóra

FKA taka inn félaga nr. 500, Guðfinnu

Theodórsdóttur.

Ólga og vonbrigði

Konur eru einungis 4,4% af stjórnarmönnum

í fyrirtækjum sem skráð eru í

Kauphöll Íslands og fækkaði úr 6 í 4 á

milli ára. „Konur eru óánægðar enda virðist

vel menntuðum konum ganga mjög

hægt að komast í toppstöður. Konur í

íslensku viðskiptalífi eru mjög ósáttar

við hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja

og í toppstöðum. Þrátt fyrir að konur

hafi gert byltingu í því að mennta sig, og

ef eitthvað er þá eru þær betur menntaðar

en karlmenn í dag, þá virðist þessi

menntun skila konum lítt áfram. Það

er ólga á meðal kvenna en einkum vonbrigði.

Við höfum bent á að þau fyrirtæki

virðast skila miklu betri árangri þar sem

konur og karlmenn stjórna saman. Enn

sem komið er virðast þessi skilaboð ekki

hafa náð í gegn. Valdið liggur hjá þeim

körlum sem eiga fyrirtækin. Við getum

ekki annað en haldið áfram að hamra á

því að íslenskar konur eru vannýtt auðlind.

Ég vona að aðilar í viðskiptalífinu

átti sig á þeim krafti og þeirri auðlind sem

býr í konum. Þeir verða að átta sig á að

það er slæmt fyrir viðskiptalífið og samfélagið

að vannýta annað kynið.“

Margrét segir að viðhorfsbreyting sé

nauðsynleg til að hlutur kvenna aukist

í stjórnunarstöðum. „Karlmenn þurfa að

víkka sjóndeildarhring sinn og ekki síst

leitarskilyrði þegar þeir leita að nýjum

stjórnarmönnum eða nýjum aðilum til að

ráða í toppstöður.

Ég vona að félaginu takist að efla rödd

kvenna innan viðskiptalífsins, en það

vantar að rödd þeirra fái að hljóma betur,

og að sjónarmiðum okkar verði gert hærra

undir höfði. Númer eitt, tvö og þrjú er þó

að karlmenn og konur í íslensku viðskiptalífi

nái að vinna saman því jafnrétti næst

aldrei nema þessir hópar keppi saman að

því takmarki.

80 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


KONUR

Í FORSVARI

Augl‡singatengt sérbla›

þar sem konur eru í forsvari og

kynna fyrirtækin sem þær starfa fyrir.

Texti:

Frí›a Björnsdóttir,

Unnur Jóhannsdóttir,

Sigur›ur Bogi Sævarsson

og Svava Jónsdóttir.

Myndir: Geir Ólafsson o. fl.


K Y N N I N G

KAUPHÖLLIN:

Upplýsingagjöf og góð

fjárfestingartengsl lykilatriði

Mjög fjörugt hefur verið á markaðnum undanfarið ár og merkja

má verulegar breytingar til hins betra er varðar upplýsingagjöf

fyrirtækja,“ segir Kristín Rafnar, forstöðumaður skráningarsviðs

Kauphallarinnar. Skráningarsvið annast samskipti og þjónustu

við útgefendur skráðra verðbréfa. Það sér um skráningu þeirra ásamt

móttöku og miðlun frétta og hefur eftirlit með upplýsingaskyldu skráðra

félaga.

„Viðhorf hafa breyst mikið hvað varðar upplýsingagjöf til fjárfesta.

Stjórnendum er ljóst mikilvægi þess að veita góðar og gegnsæjar upplýsingar

tímanlega og að móta sér stefnu þar að lútandi.“

Upplýsingar ítarlegri og betur unnar Félög birta nú fleiri og ítarlegri

tilkynningar en áður og allar upplýsingar sem berast eru betur

unnar. Þetta markast sjálfsagt að hluta af erlendri umfjöllun

um íslenskt efnahagslíf á síðustu misserum að sögn Kristínar.

„Aukið gegnsæi eykur trúverðugleika og

rannsóknir sýna að marktækur munur er

á fjölda viðskipta með bréf félaga sem eru

með góða upplýsingagjöf og hinna sem eru

það ekki og stjórnendur gera sér grein fyrir

þessu.“

Mikilvægur þáttur í að tryggja traust til

viðskiptalífsins er að bæta samskiptareglur

hluthafa, stjórna og stjórnenda. Verslunarráð

Íslands, Samtök atvinnulífsins og Kauphöllin

gefa út leiðbeiningar um stjórnarhætti

fyrirtækja. Þær eru vegvísir um hvernig hátta beri samskiptum hluthafa,

stjórna og stjórnenda. Þetta er í samræmi við starf á alþjóðavettvangi um

stjórnarhætti fyrirtækja í breyttu og alþjóðavæddu starfsumhverfi. Leiðbeiningarnar

henta hlutafélögum hvort sem þau eru skráð í Kauphöll

Íslands eða ekki. Félögum er ekki skylt að fara að leiðbeiningunum en

skráðum félögum ber að taka tillit til þeirra og fylgja svokallaðri „Fylgið

eða skýrið“ reglu sem felst í að fylgi félagið ekki leiðbeiningunum ber að

skýra frávik og ástæður þeirra í ársreikningi eða ársskýrslu. „Fagnaðarefni

er að skráðu félögin hafa tileinkað sér þessi nýju vinnubrögð og fara nær

undantekningarlaust að leiðbeiningunum.“

Í Kauphöllinni eru

skráð 25 félög og

fimm til viðbótar stefna

að skráningu á Aðallista.

Markaðstorg fjármálagerninga,

iSEC,

er í undirbúningi.

Hér er Kauphöll Íslands til húsa.

Kristín Rafnar hefur

verið forstöðumaður

skráningarsviðs í eitt ár.

Öflugt eftirliti „Upplýsingagjöfin er drifkraftur virks markaðar. Vilji

útgefandi stuðla að virkum viðskiptum og góðri verðmyndun eru upplýsingagjöfin

og góð fjárfestatengsl lykilatriði. Útgefandi ætti ávallt að

veita heiðarlegar og tímanlegar upplýsingar sem gefa glögga mynd af

félaginu og rekstrinum.

Markaðurinn er mjög öflugur eftirlitsaðili, og ekki eru bara Fjármálaeftirlitið

og Kauphöllin með eftirlit á markaði heldur veita greiningadeildir

bankanna, viðskiptablöð fjölmiðlanna og fjárfestar sjálfir öflugt

eftirlit og eru fljótir að átta sig og senda oft góðar ábendingar sem farið

er yfir,“ segir Kristín Rafnar.

82 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Drangey státar af

tryggum viðskipavinum

Drangey er ein þeirra sérverslana sem hafa lifað af þær breytingar

sem urðu fyrir nokkrum árum þegar stóru verslunarkeðjurnar

með marga vöruflokka fóru að sækja inn á markaðinn. Þá

þurftu ýmsir að taka til hendinni og hugsa sinn gang. Sumir gáfust upp

en aðrir spýttu í lófana og verslanir þeirra héldu áfram. Drangey er ein af

þeim,“ segir María Maríusdóttir, eigandi Drangeyjar í Smáralind.

„Við ákváðum að taka þátt í uppbyggingunni í Smáralind sem segja

má að hafi kostað blóð, svita og tár, en árangurinn er svo sannarlega að

koma í ljós.“

Drangey var stofnsett 1934 en fáar verslanir hér á landi hafa náð jafn

háum aldri. Það helgast af því að fyrstu 59 árin var þetta fjölskyldufyrirtæki

Ammendrup-fjölskyldunnar sem leitaðist við að vera með nýjungar

á takteinum sem freistuðu viðskiptavinarins. María keypti Drangey fyrir

tæpum 11 árum en hafði áður verið „pródúsent“ í 12 ár á Stöð 2 og

Sjónvarpinu. Hana langað að breyta til og fara að vinna sjálfstætt og segist

ekki hafa séð eftir þeirri ákvörðun einn einasta dag. „Þetta er ákaflega

skemmtileg vinna sem krefst mikillar sköpunargáfu.“

Fyrst eftir að Smáralindin tók til starfa var Drangey einnig rekin á

Laugaveginum en fyrir tveimur árum var ákveðið að loka versluninni

þar vegna þess hve viðskiptin höfðu dalað. „Mér til mikillar gleði hef ég

fundið að viðskiptavinirnir hafa haldið tryggð við Drangey. Strax eftir

lokunina á Laugavegi sýndi sig að stór hluti viðskiptanna

færðist hingað og það fullvissaði mig

um að ég hefði gert rétt, enda höfum við lagt

okkur fram við að mæta óskum viðskiptavinarins

í einu og öllu.“

Drangey í Smáralind.

DRANGEY:

Parlane-gjafavörurnar

fá nú stærra hlutverk

en áður og mega viðskiptavinir

eiga von

á að sjá þær í nýrri

verslun sem verður

opnuð með haustinu.

María Maríusdóttir er eigandi Drangeyjar í Smáralind.

Aðalsmerkið er töskur, seðlaveski og hanskar fyrir

dömur og herra Rekstur sérvöruverslunar krefst afskaplega

mikillar vinnu sem felst m.a. í að leita uppi og velja

vörur sem heilla viðskiptavinina, en vörurnar í Drangey

eru frá Ítalíu, Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Hollandi.

Svo það er í mörg horn að líta.

„Allt frá 1965 hefur aðalsmerki Drangeyjar verið töskur, seðlaveski

og hanskar og það breytist aldrei,“ segir María. „Hliðarbúgreinarnar,

skartið, skórnir og leðurjakkarnir, hafa bæst við og punta bæði búðina

og konurnar mínar. Eins og þær segja gjarnan: Drangey er dótabúð konunnar

í Smáralind!“

María er í FKA, Félagi kvenna í atvinnurekstri, og hefur m.a. setið

í stjórn félagsins sl. 2 ár. „Félagsstarfið og samvinnan við þær frábæru

konur, sem þar eru, hefur gefið mér bæði áræðni og innblástur til að

sækja fram í rekstri á eigin fyrirtæki.“

Heimasíðan er www.drangey.is

84 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Staðlaráð selur,

auk íslenskra

staðla, alþjóðlega

staðla (t.d. ISOstaðla)

og staðla frá

fjölmörgum öðrum

löndum, handbækur

og önnur

rit sem tengjast

stöðlum og heldur

námskeið um staðla

og notkun þeirra,

CE-merkingar

og fleira.

Guðrún Rögnvaldardóttir

er rafmagnsverkfræðingur

og framkvæmdastjóri

Staðlaráðs Íslands.

Staðlaráð Íslands er sjálfstætt samstarfsráð þeirra sem hagsmuna

hafa að gæta af stöðlum á Íslandi. Aðilar eru nú 88 talsins, þar á

meðal ráðuneyti, opinberar stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök.

Staðlaráð starfar samkvæmt lögum um staðla (nr. 36/2003) og hefur að

leiðarljósi að starf þess sé íslensku atvinnulífi, stjórnvöldum, neytendum

og umhverfinu til hagsbóta. Það er aðili að evrópskum og alþjóðlegum

staðlasamtökum fyrir Íslands hönd, en af tæplega 20.000 gildandi

íslenskum stöðlum eru 99,75% evrópskir staðlar sem gilda á öllu Evrópska

efnahagssvæðinu. Sameiginlegir evrópskir staðlar eiga að tryggja

að framleiðendur sitji við sama borð, hvort sem þeir eru að selja vörur

sínar innanlands eða til annarra landa EES.

„Margir halda að staðlar fjalli eingöngu um tæknileg efni og séu fyrst

og fremst fyrir verkfræðinga og aðra tæknimenn. Við segjum hins vegar

að ekkert mannlegt sé okkur óviðkomandi, og raunar hefur stöðlun á

sviði þjónustugreina og ýmiss konar stjórnunarkerfa færst mjög í vöxt

á síðustu árum. ISO 9000 staðlarnir um gæðastjórnun eru vel þekktir,

sem og svipaðir staðlar um skjalastjórnun, stjórnun umhverfismála og

matvælaöryggis. Færri vita að til eru íslenskir staðlar um útfararþjónustu,

búslóðaflutninga, ræstingaþjónustu og póstþjónustu. Staðallinn ÍST 51,

STAÐLARÁÐ ÍSLANDS:

Staðlar um allt milli himins og jarðar

sem skilgreinir mismunandi byggingarstig húsa, er síðan bráðnauðsynlegur

öllum sem kaupa ófullgert húsnæði,“ segir Guðrún Rögnvaldardóttir

sem hefur verið framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands frá 1998.

Guðrún er rafmagnsverkfræðingur og er að ljúka MBA-gráðu frá HÍ nú

í júní. Hún hefur starfað að staðlamálum í 15 ár.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja stöðluð Hjá alþjóðastaðlasamtökunum

ISO er nú verið að fara út á mjög spennandi braut með samningu

staðals um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Þátttakendur í vinnunni

eru um 300 einstaklingar frá 54 löndum og fjölmörgum alþjóðlegum

stofnunum og samtökum, sem sjá að alþjóðlegur staðall getur einmitt

verið rétta leiðin til að leiðbeina fyrirtækjum sem vilja sýna samfélagslega

ábyrgð.

Ný útgáfa Nú er að koma út á íslensku ný útgáfa af alþjóðlegum

stöðlum um stjórnun upplýsingaöryggis, sem mörg íslensk fyrirtæki

og stofnanir hafa verið að nota og hafa náð mikilli útbreiðslu um allan

heim. Upplýsingar eru dýrmætasta eign margra fyrirtækja og því skiptir

miklu að öryggi þeirra sé tryggt.

86 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

JKE DESIGN:

JKE Design færir út kvíarnar

og opnar í Kaupmannahöfn

Rúmt ár er frá því innréttingaverslunin JKE Design í Mörkinni 1

var opnuð og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst: Fyrirtækið var í

hóp Fyrirmyndarfyrirtækja hjá VR nú fyrir skömmu. JKE Design

á Íslandi varð eitt söluhæsta fyrirtæki JKE-innréttinga á Norðurlöndum,

og þá er ekki miðað við okkar sígildu höfðatölureglu. Og síðast en ekki

síst þá hefur Svandís Edda Halldórsdóttir, eigandi verslunarinnar, keypt

JKE Design á Gl. Kongevej á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn ásamt umboði

til að opna fleiri JKE verslanir á Kaupmannahafnarsvæðinu, og er

þar með orðinn virkur þátttakandi í hinni frægu íslensku útrás!

Það voru þær Svandís og Amalía Rut Gunnarsdóttir sem stofnuðu

hér JKE Design. Amalía lést skömmu síðar, langt um aldur fram, en

Svandís ákvað að kaupa fyrirtækið. JKE Design er danskt innréttingafyrirtæki,

stofnað árið 1970. Markmiðið hefur alltaf verið að framleiða

handverk í háum gæðaflokki og dreifa lífsgæðum og gleði inn á dönsk

heimili, en ýmsir aðrir hafa fengið að njóta innréttinganna, þar með

taldir Íslendingar.

Svandís segir að í byrjun hafi hún haldið að mest sala hér á landi yrði

í hátískuinnréttingum þar sem naumhyggjan réði en ýmsum til undrunar

hefur ekki verið minni sala í innréttingum í sveitastíl, hlýlegum

innréttingum með fulningahurðum, og því sem sumir hefðu kannski

talið að þætti gamaldags.

JKE Design framleiðir ekki aðeins eldhúsinnréttingar heldur líka

bað- og þvottahúsinnréttingar auk fataskápa í svefnherbergi. Í Mörkinni

býðst fólki líka tækifæri til að velja sér eldhúsháfa frá Sirius á Ítalíu og

úrval af borðstofu- og barstólum frá La Palma og Airnova á Ítalíu, einnig

mikið úrval ítalskra ljósa frá Lampefeber. Þá er samstarf við Smith &

Norland um að þeir sem kaupa innréttingar fái 20% afslátt af Siemens

heimilistækjum.

Í útrás til Danmerkur Við Gl. Kongevej 88, Friðriksbergi í Kaupmannahöfn,

hefur verið rekin JKE verslun óralengi. Eigandinn hafði

einkaumboð á sölu JKE Design varanna á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu

svo enginn annar gat sett þar upp verslun. Svandís Halldórsdóttir

hefur nú keypt verslunina „með hjálp KPMG-manna sem aðstoðuðu

mig við samningagerðina,“ segir hún, „annars hefði þetta aldrei tekist.

Ég hef ákveðið að opna verslanir á tveimur öðrum stöðum í Kaupmannahöfn,

m.a. á Amager og Glostrup þar sem uppbyggingin er hvað mest.

Í versluninni á Gl. Kongevej verða sex starfsmenn og hér heima er ég

með aðra sex, allt frábærar konur sem hafa lagt sitt að mörkum til að

fyrirtækið dafnaði sem best og þær eiga heiðurinn af því að JKE er eitt

af Fyrirmyndarfyrirtækjum hjá VR.“

Íslenska innréttingaverslunin

JKE Design hefur nú gert

innrás á danskan markað

og kaupir JKE Design

verslunina í Kaupmannahöfn.

Svandís Edda Halldórsdóttir,

eigandi verslunarinnar JKE Design,

hefur nú keypt JKE Design verslun

í Kaupmannahöfn.

88 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

LÝSING:

Skipulagsbreytingar og

mikill vöxtur hjá Lýsingu

Skipu lags breyt ing var gerð hjá Lýs ingu á síð asta ári. Hún felst í

því að út lána svið inu var skipt í fyr ir tækja svið og ein stak lings svið.

Breyt ing in hef ur reynst mjög góð fyr ir fyr ir tæk ið og ekki síð ur

við skipta vini þar sem tek ist hef ur að stytta leið ir og skerpa á þeirri þjónustu

sem við skipta vin ir eru að sækj ast eft ir hverju sinni.

Á ein stak lings sviði er skjót þjón usta við sölu menn bif reiða lyk il at riði.

Þeir eru bein tengd ir við Lýs ingu í gegn um Net ið, þar sem ráð gjaf ar

Lýs ing ar geta svar að um sókn um um lán til bif reiða kaupa á nokkrum

mín út um, að sögn Eygló ar Gríms dótt ur, skrif stofu stjóra Lýs ing ar.

Mik il stækk un Árið 2005 var mjög gott ár í rekstri Lýs ing ar. Þá varð

48% aukn ing gerðra samn inga og veittra lána frá því sem var árið áður.

Mest ur var vöxt ur í lán um til ein stak linga vegna bíla kaupa, en t.d. jókst

fjöldi fjár magn aðra not aðra bíla um 193% frá fyrra ári. Hlut fall út lána

til ein stak linga af heild ar út lán um er 32%, en þetta hlut fall var að eins

10% árið 2002.

Fyr ir utan ein stak linga eru verk tak ar stærsti ein staki við skipta vina hópur

inn, eða 23% af heild ar út lán um en inn an Lýs ing ar er mik il þekk ing á

þeirri at vinnu grein. Þrátt fyr ir mikla aukn ingu í ein stak lings fjár mögn un

eru út lán til fyr ir tækja enn þá meiri hluti af heild ar út lán um Lýs ing ar og

er fyr ir tæk ið með mjög sterka stöðu á þeim mark aði. Þessi góði ár ang ur

hefði ekki náðst án mik ils og góðs sam starfs við sölu að ila bíla, véla og

tækja; en sam starf og góð sam skipti við þessa að ila, auk 100% þjón ustu

við við skipta vini, er for senda fyr ir fjölg un samn inga hjá Lýs ingu.

Ný lega keypti Ex ista allt hluta fé í VÍS eign ar halds fé lagi hf. Við þá

breyt ingu varð Lýs ing hf. dótt ur fyr ir tæki Ex ista. Þetta breytta eign ar hald

hef ur lagst á gæt lega í starfs menn Lýs ing ar sem líta björt um aug um til

fram tíð ar og sjá fram á enn frek ari mögu leika fyr ir við skipta vini sína í

krafti stærri eig anda.

Kon ur í meiri hluta í stjórn un arteym inu Eygló seg ir að í níu manna

stjórn un arteymi Lýs ing ar séu sex kon ur. „Ég held að það telj ist frek ar

hátt hlut fall mið að við ís lensk fyr ir tæki. Sjálf hef ég starf að hjá fyr irtæk

inu frá upp hafi, eða frá árs byrj un 1987, og sama er að segja um

fram kvæmda stjóra Lýs ing ar, Ólaf Helga Ó lafs son. Fé lag ið er stofn að á

haust mán uð um 1986 en tók til starfa í byrj un árs 1987. Í byrj un vor um

við fjór ir starfs menn í einu litlu her bergi í KB banka á Hlemmi. Í dag

eru starfs menn Lýs ing ar milli 60 til 70 tals ins og enn er fyr ir tæk ið að

stækka. Lýs ing hef ur átt því láni að fagna að starfs manna velta er lít il

sem er einmitt mjög mik il vægt hverju fyr ir tæki, ekki síst þeg ar um þjónustu

fyr ir tæki er að ræða. Sterk fyr ir tækja menn ing hef ur skap ast inn an

Lýs ing ar sem hef ur stuðl að að sam heldni og starfs á nægju,“ seg ir Eygló

að lok um.

Kann an ir hafa sýnt að við skipta vin ir

Lýs ing ar gefa fyr ir tæk inu hæstu

ein kunn fyr ir þjón ustu en Lýs ing

legg ur einmitt höf uð á herslu á að

veita fram úr skar andi þjón ustu.

Eygló Gríms dótt ir er skrif stofu stjóri Lýs ing ar.


K Y N N I N G

Gull kúnst Helgu er

skart gripa versl un

sem lík ist mest listagall

er íi þar sem hver

hlut ur fær að njóta

sín til fulls.

Helga Jóns dótt ir gull smið ur og versl un ar eig andi Gull kúnst ar Helgu.

GULLKÚNST HELGU:

Skartgripir og list í bland

Það er eins og að ganga inn á list sýn ingu þeg ar kom ið er inn

í Gull kúnst Helgu á Lauga vegi 13. Þetta glæsi lega hús næði

hýsti eitt sinn Hús gagna versl un Krist jáns Sig geirs son ar og síð ar

Habitat. Helga Jóns dótt ir, gull smið ur og eig andi fyr ir tæk is ins, hef ur

hald ið tryggð við Lauga veg inn því upp haf lega var Gull kúnst Helgu á

Lauga vegi 40 og síð an núm er 45. Reynd ar er Helga ekki ein á báti því

Hall grím ur Tómas Sveins son, mað ur henn ar, á líka tölu verð an hlut að

máli og hef ur tek ið þátt í rekstr in um frá byrj un.

„Ég var alls ekki að hugsa um að flytja þeg ar bygg inga að il ar komu að

máli við mig og vildu kaupa gamla hús ið. Þeg ar mér bauðst Lauga veg ur

13, eitt fal leg asta horn ið við Lauga veg inn, á kvað ég að láta slag standa

og færa mig um set,“ seg ir Helga.

Hún seg ist hafa lagt allt kapp á að opna á nýja staðn um 1. des em ber

sl., enda mik ill há tíð is dag ur. Það tókst eft ir að versl un inni hafði ver ið

breytt og færð í glæsi legt horf. Hönn un in er ein föld og stíl hrein og skartgrip

irn ir fá svo sann ar lega að njóta sín auk þess sem inn rétt ing in hæf ir

vel tíð ar anda húss ins sjálfs. Sýn ing ar skáp arn ir eru úr tekki og gleri og

engu lík ara en fólk sé að skoða list muna sýn ingu þeg ar geng ið er á milli

þeirra. Og það sem meira er, við skipta vin irn ir geta geng ið út í búð arglugg

ann sjálf an og skoð að það sem þar er til sýn is. Þetta ó venju lega fyrir

komu lag glæð ir versl un ina miklu lífi og er gjör ó líkt því sem al mennt

ger ist þar sem sýn ing ar glugg a rn ir eru öll um lok að ir.

Hand unn ið skart er það sem ein kenn ir Gull kúnst Helgu, en milli 80

og 90% af því sem þar fæst er unn ið af Helgu sjálfri og Sveini Guðn a-

syni gull smið sem hún fékk til liðs við sig, en Sveinn hafði unn ið í 10 ár

í Dan mörku. Þau smíða að al lega úr gulli og silfri og nota eð al steina og

syn tetíska steina í skart grip ina en einnig bæði hraun og perl ur. Auk þess

er mik ið af stór um steina fest um í versl un inni sem vekja mikla at hygli

um þess ar mund ir. Ekki má held ur gleyma að í Gull kúnst Helgu fást

mjög nú tíma leg úr frá þekkt um fram leið end um, m.a. úr eft ir þýska

hönn uð inn Rolf Crem er, og líkj ast þau mörg hver flott um arm bönd um

frem ur en venju leg um úrum.

List ræn ar upp á kom ur Helga seg ir að hún vilji gjarn an nýta versl unar

rým ið á ann an hátt en áður. Við opn un ina 1. des em ber nutu gest ir

lif andi tón list ar. Þeg ar ár hunds ins í Kína gekk í garð var hald in sýn ing

á kín versk um mun um. Unn ur Guð jóns dótt ir flutti er indi um Kína og

steig kín versk an dans og fólk dreypti á kín versku tei. Loks efndi myndlist

ar kon an Lilja Braga dótt ir til sýn ing ar í vet ur og ætl un in er að vera

með upp á komu á Menn ing arnótt í á gúst.

„Ég er feiki lega á nægð yfir að hafa flutt. Versl un in er í mikl um uppgangi

og allt geng ur blússandi vel á þess um nýja stað,“ seg ir Helga Jónsdótt

ir, gull smið ur í Gull kúnst Helgu.

92 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Flott skartgripaverslun í glæsilegu húsnæði

Laugavegi 13 • 101 Reykjavík

Sími 561 6660 • www.gullkunst.is


K Y N N I N G

VISA:

Allt að 900 símtöl

í Þjónustumiðstöðina á dag

Fyr ir kem ur bæði hér heima og er lend is að VISA-kort haf ar verði

fyr ir því ó láni að týna korti sínu eða því sé stolið. Þá er gott að

eiga hauk í horni þar sem er Þjón ustumiðstöð VISA. Sá sem fyr ir

ó happi verð ur get ur hringt í neyð ar núm er ið +354 525 2211 all an sól arhring

inn og þjón ustu full trú arn ir sjá um að loka kort inu á auga bragði.

og hef ur gegnt því starfi í tvö ár en hef ur reynd ar unn ið hjá VISA í rúm

ell efu ár.

„Þjón ustu full trú arn ir eru hér á vakt all an sól ar hring inn, all an árs ins

hring. Hing að get ur fólk leit að, hvort sem það er í út lönd um eða hér

heima, hafi kort týnst, því ver ið stolið eða ef það virk ar ekki ein hverra

hluta vegna. Neyð ar þjón usta sem þessi er meg in uppi stað an í starfi deildar

inn ar en hins veg ar eiga kort haf ar að leita til síns banka ef þeir þurfa

á annarri þjón ustu að halda, t.d. vegna greiðslu dreif ing ar eða ein hvers

á líka. Þó kem ur fyr ir að við höf um milli göngu milli banka og VISA-korthafa

ef fólk er statt er lend is og þarf ein hverja að stoð á þeim tíma sem

bank arn ir eru lok að ir,“ seg ir Kol brún.

Þjón ustu full trú ar með mikla þekk ingu Í Þjón ustu miðstöðinni hjá

Kol brúnu starfa 19 manns. Þjón ustu deild in er opin all an sól ar hring inn

og þar er oft mik ið að gera við að sinna þeim sem hringja, en oft eru

sím töl allt upp í 900 á ein um degi og jafn vel fleiri um mán aða mót. Kolbrún

seg ir að fjór ir gangi vakt ir og svo sé fólk í vinnu frá hálf níu til hálf

fimm og um og upp úr fjög ur komi skóla fólk sem vinni fram á kvöld og

taki auka vakt ir um helg ar. „Nú eru „lóurn ar“ mín ar komn ar til að leysa

fasta fólk ið af í sum ar leyf um, en það er einmitt skóla fólk ið sem vinn ur

hjá okk ur á vet urna. Þannig við höld um við nauð syn legri þekk ingu starfsfólks

ins all an árs ins hring.“

Vott un VISA Net við skipti Ís lend inga fara stöðugt vax andi og til þess að

þau geti ver ið full kom lega ör ugg hef ur ver ið tek in upp „vott un VISA“.

Hún felst í því að kort hafi skrá ir kort núm er sitt á samt kenni texta og lykil

orði sem hann vel ur hvort tveggja. Lyk il orð ið trygg ir að eng inn nema

kort haf inn get ur not að kort núm er ið í við skipt um á Net inu. Það á samt

lyk il orð inu er skráð í gagna grunn hjá VISA þar sem ýtrasta ör ygg is er

gætt varð andi trún að og dulkóð un upp lýs ing anna. Þeg ar VISA-kort ið

er skráð sem greiðslu mið ill í lok við skipta við net versl un sem not ar

„vott un VISA“ þarf kort hafi að slá inn lyk il orð ið sitt og stað fest ir þar

með við skipt in. Sí fellt fleiri

net versl an ir gera kröfu um

„vott un VISA“.

Trygg inga fé lög in TM og Sjó vá hafa tek ið upp

sam starf við nýtt neyð ar þjón ustu fyr ir tæki

er lend is, SOS International. Það út veg ar m.a.

lækn is hjálp, ann ast sjúkra flutn inga og ferða lög

vanda manna ef eitt hvað kem ur fyr ir VISA korthafa.

Þjón ustu mið stöð in veit ir að sjálf sögðu

all ar upp lýs ing ar í neyð ar til vik um.

Kol brún Sig urð ar dótt ir er þjón ustu stjóri hjá VISA.

94 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Þessar röndóttu skyrtur hafa verið

framleiddar hjá Marimekko s.l. 50 ár

og er þess minnst með því að framleiða

50 liti þetta árið, þ.e. vinsælasta

litinn frá hverju ári fyrir sig.

Margrét Kjartansdóttir, eigandi

Marimekko-verslunarinnar,

hefur alltaf haft mikinn áhuga

á þessari finnsku hönnun.

K Y N N I N G

MARIMEKKO:

Litir og mynstur Marimekko eru einstök

Finnsku Marimekko-vörurnar eru þekktar um allan heim og njóta

alls staðar mikilla vinsælda. Hér á landi var Marimekko selt „endur

fyrir löngu“ hjá Kristjáni Siggeirssyni en fyrir ári opnaði Margrét

Kjartansdóttir Marimekko-verslun í Iðu í Lækjargötu en flutti hana

síðan að Laugavegi 56 þar sem segja má að sé komið eins konar Marimekko-hús.

Margrét segir: „Ég hafði lengi vitað af Marimekko en kynntist

vörunum fyrst fyrir alvöru árið 1988 þegar ég vann hjá Kristjáni

Siggeirssyni. Mér hefur alltaf fundist Marimekko

ofboðslega fallegt og svo fór að lokum að ég ákvað

að setja upp mína eigin Marimekko-verslun.“

Marimekko er ekki eitthvað sem kemur og fer

úr tísku. Því til sönnunar segir Margrét okkur að

til hennar komi oft konur sem segjast hafa notað

Marimekko-kjólana sína í yfir 20 ár og séu alltaf

jafnánægðar með þá. Finnskum hönnuðum tekst

að hanna fallega hluti sem falla ævinlega að tískunni.

Þannig hafa röndótt efni, röndóttir bolir og

röndóttar skyrtur verið einkennandi fyrir Marimekko allt frá upphafi,

1951, og í dag er allt sem röndótt er í hátísku.Vissulega fylgja þeir tískustraumum

í litavali, t.d. nú þegar hinn vinsæli eplagræni litur er mikið

notaður. en hönnunin er sígild og efnin eru hrein kassík. „Það skemmtilegast

við Marimekko er að það er nokkurs konar lífsstíll og í Finnlandi

er mér sagt að þar sé enginn svo blankur að hann eigi ekki eitthvað frá

Marimekko. Finnar bera mikla virðingu fyrir Marimekko og líta á vörurnar

sem þjóðartákn, sannkallað krúnudjásn.“

Marimekko er með vetur-,

sumar-, vor- og haustlínur og

í hönnuninni er að finna bæði

djarfa liti og aðra dempaðri,

en val og samspil litanna hjá

Marimekko er einstakt.

Það voru hjónin Vilo og Armi Ratia sem stofnuðu Marimekko

árið 1951. Armi var hönnuður og í sameiningu fengu þau til sín unga

og djarfa hönnuði til að hanna textíl, fatnað og ótalmargt fleira. Einn

þekktasti hönnuðurinn var Maija Isola sem árið 1964 hannaði Unikkomynstrið

sem allir þekkja vel og oftast er einfaldlega kallað marimekkoblómið.

Margrét segir að Unikko-mynstrið sé ótrúlega vinsælt hér og

um leið allar vörur sem það skreytir.

Allt milli himins og jarðar Í Marimekko-búðinni

er mikið úrval af bómullarvörum, barnafötum,

bolum og skyrtum, handklæðum og viskustykkjum,

rúmfatnaði og efnum í metratali. Þar

fæst líka glæsilegur Marimekko-kvenfatnaður,

kjólar, pils og jakkar og margt, margt fleira úr

yndislegum bómullarefnum sem mörg hver eru

svo mjúk viðkomu að þau líkjast mest silki.

Kventöskur, snyrtibuddur, heimilisvörur, jafnvel

barnskór og stígvél fást í Marimekko-búðinni „en breiddin í framleiðslunni

er svo mikil að ég þyrfti a.m.k. tíu sinnum meira rými en

ég hef ef ég ætti að vera með allt sem býðst. Ég tek sitt lítið af hverju,

en eitt hef ég þó ekki enn boðið hér á Laugaveginum, Marimekkoherrafötin.

Í Finnlandi eru þau talin eitt af því flottasta fyrir herrann,

bæði hvað varðar efni og snið og auðvitað fylgja herrafötunum bæði

bindi og skyrtur.

96 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Aukin tengsl og þjónusta

við viðskiptavini

Orkuveita Reykjavíkur er byggð á sterkum og traustum grunni í

framleiðslu og dreifingu á orku. Stefnan hefur alltaf verið að sjá

viðskiptavinum fyrir ódýrri vistvænni orku sem framleidd er á

hagkvæman hátt úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum,“

segir Ingibjörg Valdimarsdóttir sem hefur starfað

hjá Orkuveitunni í fjögur og hálft ár við að byggja

upp markaðs- og sölustarfsemi fyrirtækisins.

Meginhluti raforkunnar sem Orkuveitan dreifir og

selur er unninn í vatnsaflsstöðvum Landsvirkjunar en

hún er einnig framleidd í gufuaflsstöð OR á Nesjavöllum

í Grafningi sem og í Andakílsvirkjun og í Elliðaárstöð.

Orkuveitan nýtir vatn af fjórum lághitasvæðum:

Laugarnessvæði og Elliðaársvæði í Reykjavík og Reykjum og Reykjahlíð

í Mosfellsbæ auk háhitasvæðisins að Nesjavöllum. Orkuveitan á ennfremur

stærstu vatnsveitu landsins sem þjónar rúmlega 82% íbúa höfuðborgarsvæðisins

og er eitt stærsta matvælafyrirtæki landsins. Vatnsveita

Reykjavíkur, sem síðar sameinaðist Orkuveitunni, varð fyrsta vatnsveita

Norðurlanda til að hljóta vottun skv. ISO-9001 staðlinum árið 1999.

ORKUVEITA REYKJAVÍKUR:

Mikil áhersla er lögð

á að efla tengsl við

viðskiptavinina og

sinna þörfum þeirra

og óskum.

Af öðrum veitum OR má nefna Fráveitu Reykjavíkur sem fluttist

til hennar í júlí 2005 en stærsta verkefni hennar og eitt mesta umhverfisbótaverkefni

hérlendis er hreinsun strandlengjunnar við Reykjavík.

Nýtt hlutverk OR á sviði upplýsinga- og fjarskipta er

undir hatti Gagnaveitunnar en OR hefur byggt upp ljósleiðaranet

á suðvesturhluta landsins, allt frá Akranesi,

austur fyrir fjall og til Vestmannaeyja.

Verðsveigjanleikinn ekki sá sem margir bjuggust

við „Helsta breyting á orkuumhverfinu sl. ár er samkeppni

í sölu og framleiðslu raforku. Við teljum hana

á margan hátt jákvæða en vegna fákeppni í raforkuframleiðslu

er verðsveigjanleiki ekki sá sem margir bjuggust við enda framleiðir

Landsvirkjun meginhluta raforkunnar í landinu.

Áhersla er lögð á það hjá okkur að efla samskipti og tengsl við viðskiptavinina

og við einbeitum okkur að því að sinna þörfum þeirra og

óskum. Margir reyndir sérfræðingar á sviði orkumála starfa hjá OR og

reynslu þeirra er miðlað til viðskiptavinanna svo að þeir geti nýtt sem

best orkuna sem þeir kaupa. Öflugt þjónustuver sinnir einstaklingum

og heimilum af kostgæfni og sölusvið þjónar stærri fyrirtækjum. Stærstu

fyrirtækin hafa einnig eigin tengilið hjá sölusviðinu sem sinnir öllum

þeirra orkumálum.

Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti þeirra lífsþæginda sem

orkan veitir og hafi sem minnst fyrir því, eða - ekkert vesen, og allt í

góðu lagi !!!“

Ingibjörg Valdimarsdóttir,

deildarstjóri Markaðsdeildar

Orkuveitunnar.


K Y N N I N G

EPAL:

Alvar Aalto kominn í Epal

Það er mikill fengur að því að Epal hefur nú fengið til sölu hönnun

hins þekkta finnska arkitekts, Alvars Aalto. Það er finnska

fyrirtækið Artek sem framleiðir og dreifir húsgögnum og ljósum

eftir Aalto. Artek var stofnað árið 1935 af fjórum arkitektum og var

Alvar Aalto þar fremstur í flokki og var fyrirtækinu frá upphafi ætlað

að framleiða verk hans, húsgögn, ljós og textíl, fyrir finnskan markað

jafnt sem heimsmarkað,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, verslunarstjóri

í Epal í Skeifunni.

Ingibjörg hefur starfað í Epal í 9 ár en hún byrjaði að vinna í húsgagnabransanum

árið 1982 og býr því yfir mikilli þekkingu á þessu

sviði og ekki síður á því hvað Íslendingar vilja hafa á heimilum sínum.

„Það fer ekki á milli mála að fólk er orðið mun meðvitaðra um góða

hönnun en það var þegar ég var að byrja fyrir 24 árum. Mér finnst yngri

kynslóðin jafnvel meðvitaðri um vandaða hönnun en þeir sem eldri eru

þótt það sé auðvitað ekki algilt. Fólk leggur líka töluvert á sig til þess

að eignast vandaða og fallega hluti með það í huga að eiga þá og njóta

sem lengst.“

Í Epal hefur frá upphafi verið lögð áhersla á að kynna og bjóða húsgögn

og annan húsbúnað eftir þekkta skandínavíska hönnuði og nú

finnst mörgum sem toppnum hafi verið náð þegar Alvar Aalto hefur

bæst í þann hóp. Hér á landi þekkja menn vel til Aaltos, enda teiknaði

hann Norræna húsið í Vatnsmýrinni og þar innan dyra hefur verið hægt

að berja augum húsgögn eftir þennan fræga hönnuð.

Ljós og húsgögn jöfnum höndum „Við komum til með að verða

hér með mikið úrval af húsgögnum eftir Alvar Aalto og einnig ljós sem

hann hefur hannað en þau eru ekki eins þekkt hér á landi og húsgögnin.

Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á að sérpanta hvað eina sem viðskiptavinir

óska sé varan ekki til á því augnabliki sem spurt er um hana.

Gildir það auðvitað ekki bara um Artek-húsgögnin heldur allar aðrar

vörur sem Epal selur.

Aðspurð segir Ingibjörg að fólk hafi mikinn áhuga á hinum þekktu

tevögnum Aaltos og ekki síður á klassískum hægindastólum sem hann

hannaði. Ljósin hafa líka vakið mikla athygli þótt þau séu ekki eins

þekkt og margt annað eftir hönnuðinn en eru svo sannarlega snilldarhönnun.

Alvar Aalto.

Á næstu dögum verður

opnuð verslunin Epal Design

í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Þar geta þeir sem um flugstöðina

fara keypt hönnunarvörur,

þær sömu og í Epal,

en þó aðeins það sem hægt

er að taka með sér í flugið.

Ingibjörg Friðjónsdóttir er verslunarstjóri í Epal.

100 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Fimm ár eru frá því sölu vef ur

Flug fé lags Ís lands fór í loft ið

og að með al tali fara 60% af allri

far miða sölu í gegn um hann.

Gróa Ás geirs dótt ir er vef stjóri www.flugfelag.is

FLUGFÉLAG ÍSLANDS:

Viðskiptavinir ánægðir með

www.flugfelag.is

Vef ur inn www.flugfelag.is er mjög ein fald ur og að gengi leg ur og

allt hef ur ver ið gert til að auð velda öll um að nota hann, jafnt

þeim sem búa yfir mik illi tölvu kunn áttu sem og öðr um. Gróa

seg ir að bætt hafi ver ið á vef inn nýj um upp lýs ing um og þar hef ur líka

ver ið gert meira úr nettil boð un um en áður. Þau eru að al hvatn ing marga

til að kaupa á Net inu þótt svo virð ist sem nán ast all ir nýti sér vef inn,

þeir ferð ast í við skipta er ind um, kaupa miða fyr ir fjöl skyld una sem og

er lend ir ferða menn, en ekki bara þeir sem eru að leita að ó dýr ustu fjargjöld

un um.

Bók að all an sól ar hring inn „Mönn um finnst mik ill tíma sparn að ur í

vefn um, enda er hægt að bóka far hvenær sem er sól ar hrings ins og við

sjá um að það er gert seint á kvöld in og eldsnemma á morgn ana. Eðli símtal

anna, sem nú ber ast sölu skrif stof unni, hef ur líka breyst. Sölu sím töl

eru færri en áður og hrein um þjón ustu sím töl um hef ur fjölg að, t.d. þurfi

fólk að breyta mið um og fá þjón ustu sem vef ur inn býð ur ekki upp á enn

sem kom ið er. Hann er hins veg ar í stöðugri þró un og á stefnu skránni

að setja inn enn fleiri nýj ung ar.“

Fjöl marg ar breyt inga Nýj ustu breyt ing arn ar á Flug fé lagsvefn um

eru að upp lýs ing um um á fanga stað ina hef ur ver ið fjölg að og þær

gerð ar að gengi legri. Á vefn um er líka að finna upp lýs ing ar um all ar

þær vör ur sem Flug fé lag ið er með til sölu: Dags ferð ir, pakka ferð ir innan

lands sem og ferð ir til Græn lands og Fær eyja og að sjálf sögðu allt

um inn an lands flug ið. Þar má líka lesa sér til um Flug kort ið. Und ir

því sem merkt er Net spjall kom ast við skipta vin ir í beint sam band við

þjón ustu full trú ana og geta tala við þá og leit að upp lýs inga. Nettil boð

er önn ur vís bend ing á vefn um. Þar koma fram nettil boð sem gilda

yf ir leitt 10 daga fram í tím ann og oft leng ur. Mjög auð velt er að sjá í

hvaða brott far ir nettil boð in gilda sem er mik ill kost ur t.d. þeg ar haft

er í huga að farn ar eru sjö ferð ir á dag til Ak ur eyr ar og ekki eru til boð

í all ar ferð ir. Þeir sem eru skráð ir í Net klúbb Flug fé lags ins fá send öll

til boð beint á net fang sitt.

Enn ein nýj ung á vefn um er að nú má bóka ekki bara á ís lensku

og ensku held ur líka á dönsku. Það kem ur sér vel fyr ir þá mörgu

far þega Flug fé lags ins sem ferð ast til og frá Græn landi og Færeyj

um.

102 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

GULL OG SILFUR:

Sérsmíði og gjafir

fyrir ástfangið fólk

Gull & Silfur er verslun sem Reykvíkingar þekkja vel. Hún flutti

að Laugavegi 52 í febrúar í fyrra en hafði verið í 34 ár á Laugavegi

35. Kristjana Ólafsdóttir verslunarstjóri segir að breytingin

hafi sannarlega orðið til góðs, fastir viðskiptavinir hafi haldið tryggð við

verslunina þrátt fyrir flutninginn og stöðugt bætist nýir í hópinn, bæði

útlendingar og Íslendingar.

Gull & Silfur hefur verið fjölskyldufyrirtæki frá byrjun, í 35 ár. Sigurður

og Magnús Steinþórssynir stofnuðu fyrirtækið með foreldrum

sínum, Sólborgu S. Sigurðardóttur og Steinþóri Sæmundssyni sem rak

um árabil verslunina „Gullsmiðir Steinþór og Jóhannes“ á Laugavegi

30. Fyrir 18 árum keyptu Sigurður og Kristjana, kona hans, verslunina

og nú hefur nýr gullsmiður bæst í hópinn í fjölskyldunni, dóttir þeirra,

Sólborg Sumarrós, sem er orðin gullsmíðameistari. Gullsmiðir hafa því

verið starfandi innan fjölskyldunnar yfir 70 ár og eru enn að. Kristjana

lærði líka gullsmíði hjá manni sínum og lauk öllu nema sveinsstykkinu

sem hún segist ætli að láta bíða efri áranna. Hún bætir við að gullsmíðaþekkingin

komi sér vel þegar hún þarf að veita upplýsingar og leiðbeina

viðskiptavinum varðandi gull- og silfurmuni í versluninni.

Flugan, Skrautfjöðrin og Gríman Gull & Silfur er þekkt fyrir sérsmíði

og ekki síður þekkingu Sigurðar á demöntum en hann sérmenntaði

sig í að vinna með þá. „Við smíðum mikið af skartgripum og öðru

sem aldrei nær að koma fram í búð,“ segir Kristjana. „Fólk kemur

hingað með ákveðnar óskir, hluturinn er teiknaður og gullsmiðir okkar

smíða hann fyrir viðskiptavininn. Sigurður hefur líka gert mikið af því

að hanna og smíða verðlaunagripi. Dæmi um þá eru Gríman, Íslensku

leiklistarverðlaunin, og Flugan, verðlaunagripur sem veittur hefur verið

í 25 ár þeim sem dregið hefur stærsta fiskinn á flugu á veiðisvæði Stangaveiðifélagsins

hvert ár. Þá má nefna Skrautfjöðrina, 14k. handsmíðaða

fjöður, heiðursverðlaun fyrir tónlistarframlag í sönglagakeppni

Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Hana hlaut

m.a. Sigfús Halldórsson fyrir Litlu fluguna og

fleiri lög. Fjöðrin var skreytt með lítilli flugu

með demanta í augunum. Á fjöður sem Björgvin

Halldórsson hlaut var nákvæm eftirlíking af

mótorhjóli með öllum aukahlutum, skírskotun til lagsins

Riddari götunnar.

Gull & Silfur leggur sig sérstaklega eftir að vera með trúlofunarhringa

við allra hæfi og reyndar allt fyrir ástfangið fólk, að sögn

Kristjönu, og ekki má heldur gleyma

morgungjöfunum. Annars þarf enginn

að hafa áhyggjur af að finna ekki gjöf við

hæfi í versluninni, allt frá einhverju fallegu

fyrir ungabarnið upp í veglega gjöf

fyrir ástvini, vini eða samstarfsmenn. Sé

gjöfin ekki til er ekkert einfaldara en að

fá hana sérsmíðaða.

„Laugavegurinn

er og hefur alltaf

verið staður þar

sem sérverslanir

á borð við Gull

& Silfur eiga

heima

Kristjana

Ólafsdóttir í

Gull&Silfur er

sjálf gullsmiður.

Gull & Silfur er nú að Laugavegi 52.

104 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

NORÐLENSKA MATBORÐIÐ:

Góðir starfsmenn eru dýrmætir

Norðlenska er stærsti sláturleyfishafi landsins og var heildarmagn kjöts úr slátrun fyrirtækisins

3.850 tonn í fyrra. Fyrirtækið fullvinnur vörur úr öllu því kjöti sem til fellur við slátrun

auk þess sem keypt voru 550 tonn af öðrum sláturleyfishöfum á siðastliðnu ári.

Norðlenska matborðið, eða Norðlenska eins og það er kallað í daglegu

tali, er eitt stærsta og öflugasta matvælafyrirtæki landsins

á sviði kjötvöru. Mikill og góður árangur hefur náðst í rekstrinum

og er áætluð ársvelta um 2,700 milljónir króna. „Þessar staðreyndir

skipta auðvitað miklu máli varðandi öll starfsmannatengd málefni,“

segir starfsmannastjórinn, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir.

Norðlenska var stofnað árið 1999 og hefur fyrirtækið farið í gegnum

mikið umrót og hagræðingartíma, rekstrareiningum verið lokað og

starfsfólki fækkað. „Nú teljum við okkur hafa náð tökum á rekstrinum

og vonandi miklir uppbyggingartímar framundan,“ segir Katrín. Starfsmenn

Norðlenska eru að jafnaði rúmlega 160 en sú tala tvöfaldast í

sauðfjársláturtíðinni. Á Akureyri eru um 90 starfsmenn, á Húsavík 50,

sex í Reykjavík, sjö á Höfn og síðan bætast við starfsmenn í Búðardal

í haust.

Starfsmannamál mikilvæg „Við verðum vissulega að leggja okkur

fram í starfsmannamálum. Enda þótt stöðugt sé verið að innleiða

tækninýjungar, ekki síst til að auðvelda störfin, þarf margt fólk til að

framleiða vörur okkar,“ segir Katrín. „Næsta stóra fjárfestingin verður

að byggja nýja starfsmannaaðstöðu á Akureyri enda brýnt verkefni.

Undanfarið hefur verið lögð áhersla á innri vinnu t.d. með mótun starfsmannastefnu,

árlegum starfsþróunarsamtölum og núna á vormánuðum

fengum við IMG til að framkvæma vinnustaðagreiningar, en það er viðamikil

könnun sem lögð er fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins með það að

markmiði að greina veikar og sterkar hliðar fyrirtækisins.“

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.

Höfuðstöðvar Norðlenska á Akureyri sem er önnur af tveimur fullkomnustu

kjötvinnslum landsins.

Markaðsmál Mikil áhersla hefur verið lögð á markaðsmál hjá Norðlenska

en helstu vörumerki þess eru Goði, Naggalínan og Bautabúrið.

Síðan eru árstíðabundin vörumerki eins og KEA hangikjötið og Húsavíkurhangikjötið.

Norðlenska er smám saman að þróast úr framleiðslumiðuðu

í markaðsmiðað matvælafyrirtæki.

„Framleiðsluvörurnar eru árstíðabundnar. Sumrinu fylgja nýjungar

fyrir grillið, sauðfjárslátrun og haustið fara saman, þá koma jólasteikurnar

og þorramaturinn fylgir fast á eftir og að lokum páskalambið. Fjölbreytt

úrval af áleggi selst hins vegar jafnt og þétt allan ársins hring.

Norðlenska er í stöðugri sókn. Menn sjá ný tækifæri, áframhaldandi

uppgang, góða strauma og góðan árangur í rekstrinum í heild sem þakka

má góðum og duglegum starfsmönnum. Matvælaframleiðsla er mannfrekur

iðnaður og hver starfsmaður er okkur ákaflega mikils virði,“ segir

Katrín sem hefur verið starfsmannastjóri Norðlenska á annað ár.

106 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ÍSLANDSFERÐA:

Einstakir viðskiptavinir – frábært starfsfólk

Ég fæ oft spurninguna: „Í hverju er starf ykkar á ráðstefnuskrifstofunni

fólgið? Þessu er ekki hægt að svara í fáum orðum, enda starfið

innan þessarar deildar fyrirtækisins svo viðamikið, en við erum

sérstök deild innan Íslandsferða, „Iceland Travel“, sem er dótturfyrirtæki

„Icelandair Group,“ segir Helga Lára Guðmundsdóttir, deildarstjóri Ráðstefnuskrifstofu

Íslandsferða.

„Í deildinni starfa sex manns auk mín. Við þjónum um sex þúsund

manns á ári en sú tala getur farið í níu til tíu þúsund eftir því hve viðamikil

verkefnin eru en þau eru ráðstefnur, fundir, viðburðir og sýningar.

Verkefnin koma í hús eftir ýmsum leiðum: Með föstum viðskiptavinum,

með tilboðum, í gegnum persónulegan kunningsskap og á Netinu. Ráðstefnuþjónusta

er mjög persónuleg og þess vegna nefni ég kunningsskap

sérstaklega. Í litlu samfélagi eins og okkar þekkir maður mann og góður

orðrómur er okkar besta markaðssetning. Í persónulegri þjónustu felst

að hugsað er um viðskiptavininn frá A til Ö en þjónusta er mismikil eftir

umfangi verkefnisins. Stærri ráðstefnum, sem hafa verið í undirbúningi

í allt að tvö ár, fylgja töluvert mikil samskipti og persónulegri þjónustu

og náin tengsl myndast oft milli starfsmanna skrifstofunnar og viðskiptavinarins

við tíðar fundarsetur og mikil samskipti. Ég á því láni að fagna

að vera með frábært fólk sem er tilbúið að gefa af sér það sem þarf og

stuðlar að okkar góða orðspori.“

Mikill undirbúningur „Ráðstefnuhaldi fylgir gríðarlegur undirbúningur

og þjónustan felst m.a. í að aðstoða við nákvæmar tímasetningar, bóka

gistingu, funda- og sýningaraðstöðu og aðstoða við auglýsinga- og bæk-

Ráðstefnuskrifstofan hefur séð um Norðurlandaráðsþing,

ráðstefnu norrænna bæklunarlækna og

Evrópuþing sérfræðinga í svefnrannsóknum. Í undirbúningi

eru, t.d. ráðstefna á vegum Háskólans í

Reykjavík, European Marketing Academy og alþjóðleg

ráðstefna um málefni mænuskaddaðra.

lingagerð. Erlendir ráðstefnugestir kjósa oft að bæta dögum framan eða

aftan við ráðstefnudagana og þá kemur oft til okkar kasta að skipuleggja

það. Einnig þarf að skipuleggja ýmsa atburði utan formlegrar dagskrár,

makaferðir og skoðunarferðir.

Sjá þarf um að nægt starfsfólk sé á ráðstefnustað sem er gestum innan

handar og sér um skráningu og sölu aukaatburða. Eftir á felst vinnan í

uppgjöri og ýmsum frágangi. Nálgunin er mismunandi eftir verkefnum.

Nú vinnum við t.d. með Félagi heyrnarlausra, sem heldur á Akureyri

norræna menningarhátíð heyrnarlausra um miðjan júlí. Allir fundir með

undirbúningsnefndinni fara fram með táknmálstúlkun sem hefur gefið

okkur heilmikla innsýn í heim heyrnarlausra. Þegar verið var að ákveða

hvar gestirnir ættu að gista, kom upp spurningin hvernig staðið væri

að brunavörnum á viðkomandi hótelum, nokkuð sem ekki er hugsað

út í daglega. Annað dæmi er norræn ráðstefna fatlaðra sem haldin var

í Reykjavík fyrir nokkrum árum og varð til að bæta aðgengi fatlaðra til

muna á nokkrum stærstu hótelum borgarinnar.

Starfmenn ráðstefnuskrifstofu Íslandsferða.

108 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Þóra Hall gríms dótt ir, fram kvæmda stjóri tjóna sviðs, Inga Guð munds dótt ir, fram kvæmda stjóri fjár mála sviðs

og Auð ur Dan í els dótt ir, fram kvæmda stjóri starfs manna sviðs.

SJÓ VÁ tek ur

for yst una á

ó lík um svið um.

SJÓVÁ:

Sjóvá – Forysta og einfaldleiki

Sjó vá er fram sýnt og leið andi fé lag sem stát ar sig af breið um hópi

starfs manna og stjórn enda,“ seg ir Auð ur Dan í els dótt ir, framkvæmda

stjóri starfs manna sviðs, en hjá SJÓ VÁ eru þrír af sex

fram kvæmda stjór um kon ur. Auk Auð ar eru það Þóra Hall gríms dótt ir,

fram kvæmda stjóri tjóna sviðs og Inga Guð munds dótt ir, fram kvæmdastjóri

fjár mála sviðs. .

Auður og Inga sem hafa starfað hjá félaginu í 4 ár eru viðskiptafræðingar

og Þóra sem hefur starfað hjá félaginu í eitt ár er lögfræðingur.

„Aug ljós á vinn ing ur er af því að hafa kon ur í fram kvæmda stjórn

þar sem hug mynda auðgi verð ur meiri sem og fjöl breyti leiki í allri umræðu,“

seg ir Auð ur. „Það starfa um 200 manns hjá fyr ir tæk inu og flest ir

í Reykja vík. Við vilj um skapa um hverfi sem ger ir SJÓ VÁ að eft ir sótt um

vinnu stað, lað ar að hæf asta fólk ið á mark aðn um og gef ur því tæki færi til

að efl ast og þró ast í starfi.“

SJÓ VÁ er í for ystu á mark að in um og kem ur stöðugt fram með nýjung

ar og má þar nefna öfl ugt for varn ar starf, en Sjó vá For varna hús ið,

sem er al gjör nýj ung í for varna starfi fé lags ins, verð ur opn að í júní mánuði.

„Það er mik ill á vinn ing ur bæði fyr ir við skipta vini og fé lag ið sjálf að

vel sé hugs að um for varn ir. Var an sem við selj um, trygg ing arn ar, verða

á þreif an leg ar þeg ar fólk lend ir í tjóni. Við vilj um hafa mann lega nálg un

í af greiðsl unni og gera fólki eins létt og hægt er að takast á við ó þæg indi

sam fara tjón inu, en helst af öllu auð vit að að koma í veg fyr ir að það

verði,“ seg ir Þóra.

„Ég full yrði að Sjó vá er vel rek ið trygg inga fé lag enda var góð af koma

af vá trygg inga rekstri á fyrsta árs fjórð ungi þess árs mið að við sama tíma í

fyrra. Þetta má með al ann ars rekja til bættra þátta í rekstri fyr ir tæk is ins

eins og að halds í rekstr ar kostn aði,“ seg ir Inga. „Á byrgð trygg inga fé laga

í traustri fjár mála stjórn un er mik il. Sjó vá stefn ir að sjálf sögðu að því að

halda for ystu hlut verki sínu að þessu leyti á trygg inga mark aðn um hér á

landi.“

„Mjög skemmti legt verk efni hef ur ver ið í gangi í vet ur sem nefn ist

Heil brigt Sjó vá,“ seg ir Auð ur. „Í því felst sér stakt átak með al starfsmanna

um heil brigða lífs hætti. Fé lag ið styrk ir á tak ið með því að bjóða

upp á heilsu sam legt matar æði í há deg inu, lík ams rækt ar sal í hús inu og

nið ur greiðslu á ýms um heilsu tengd um þátt um. Til að mynda tóku starfsmenn

sig til á nýju ári og gengu viku lega á fjöll í ná grenni Reykja vík ur

og fóru svo sam an á Hvanna dals hnúk á vor dög um.“ „Við erum alltaf á

toppn um,“ sögðu þær stöll ur að lok um.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 109


K Y N N I N G

Hug mynd in að fram leiðslu Arct ic Wear vinnu fatn að ar ins kviknaði

hjá eig end um vél smiðj unn ar Ham ars á Eski firði. Það er

reynd ar ekk ert skrít ið því að vél smið ir þurfa svo sann ar lega á

góð um vinnu fatn aði að halda. Helga Dóra Sig ur bjart s dótt ir hann ar

vinnu fatn að inn sem fram leidd ur er í Kína og um þess ar mund ir ganga

all ir starfs menn á bygg ing ar svæði Alcoa Fjarða áls á Reyð ar firði í Arct ic

Wear vinnu fatn aði eft ir að fyr ir tæk ið fór með sig ur af hólmi í út boði um

fram leiðslu vinnu fatn að ar sem menn munu nota á með an á fram kvæmdum

stend ur þar eystra.

Helga seg ir að yf ir menn Ham ars hafi ver ið bún ir að leita þónokk uð

að góð um vinnu fatn aði þeg ar þeim datt í hug að skoða mögu leika á

að fara út í eig in fram leiðslu í Kína, þar sem þeir eiga við skipti. „Hamars

menn höfðu sam band við mig fljót lega eft ir að þeir fóru af stað og

spurðu hvort ég vildi taka þátt í verk efn inu sem mér fannst strax bæði

freist andi og spenn andi.

Ég lærði í Dan mörku það sem kall ast „ textil ind köb“, inn kaupa fræði

á textílsviði, en danski fata iðn að ur inn stend ur á bak við skól ann. Nám ið

er að vissu leyti svip að námi í vöru stjórn un en bygg ist líka á fram leiðslustýr

ingu, hönn un, efn is fræði og þekk ingu á þeirri tækni sem er að baki

henn ar, t.d. prjóni og vefn aði.“

ARCTIC WEAR:

Framleiða vinnufatnað fyrir

álverið á Reyðarfirði

Fram leiðsla vinnu fatn að ar ins fer fram í Kína.

Arct ic Wear fram leið ir sam festinga,

jakka, flís peys ur og svo kallaða

smíða- og iðn að ar manna línu.

Stöðugt er ver ið að breikka línuna

og nú er í vinnslu fatn að ur

sem er í sam ræmi við

á kveðna eld varna staðla.

Hug mynd irn ar að Arct ic Wear vinnu fatn að in um seg ist Helga móta

og laga að þörf um og ósk um þeirra sem fatn að inn eiga að nota. „ Þannig

sam ein um við krafta okk ar, ég set hug mynd irn ar á blað og út færi þær og

síð an eru teikn ing arn ar send ar til fram leið end anna í Kína. Það an fáum

við sýn is horn og kom um með breyt ing ar til lög ur þar til all ir eru orðn ir

full kom lega á nægð með út kom una.“

Strang ar gæða kröf ur Hönn un ar vinn an hófst í byrj un maí 2004

og fyrstu vör urn ar komu í októ ber sama ár. Arct ic Wear, sem hef ur

bæki stöðv ar að Vest ur vör 7 í Kópa vogi, fékk þriggja ára samn ing um

fram leiðslu á vinnu fatn aði fyr ir ál ver ið á Reyð ar firði og hafði sá samning

ur mikla þýð ingu fyr ir þetta unga fyr ir tæki sem er dótt ur fyr ir tæki

Vél smiðj unn ar Ham ars.

„Við skipta samn ing ur inn var mik il á skor un fyr ir okk ur þar sem

gerð ar eru háar kröf ur í ál ver inu bæði hvað varð ar ör yggi og gæði

vinnu fatn að ar ins. Hann stóðst all ar gæða- og ör ygg is kröf ur sem Alcoa

Fjarða ál ger ir og háir ör ygg is staðl ar sem þeir fylgja skil uðu sér beint inn

í fram leiðslu vör ur okk ar með vand aðri hlífð ar fatn aði. Þetta mikla magn

af vinnu fatn aði hef ur síð an leitt til lægra verðs en áður hef ur sést hér á

mark aði mið að við gæði vör unn ar.“

110 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR HF.:

Þrjár konur í framkvæmdaráði FLE hf.

Það má teljast nokkuð óvenjulegt að í framkvæmdaráði

Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. (FLE) skuli

konur vera í meirihluta, þrjár konur af fimm ráðsmönnum.

Í ráðinu eru Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri

FLE, Elín Árnadóttir, forstöðumaður fjármálasviðs og

staðgengill forstjóra, Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður

viðskiptaþróunarsviðs, Sóley Ragna Ragnarsdóttir,

forstöðumaður starfsþróunarsviðs, og Stefán Jónsson,

forstöðumaður fasteignasviðs.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. er hlutafélag í eigu

ríkisins sem á og rekur FLE og rekur einnig dótturfélagið,

Fríhöfnina ehf., sem er með verslunarreksturinn

í Fríhöfninni. Auk framkvæmdaráðsins er starfandi sameiginlegt

markaðsráð rekstraraðila í flugstöðinni en samskiptin

við þá heyra undir Hrönn sem forstöðumanns

viðskiptaþróunarsviðs.

Brugðist við farþegafjölgun Miklar breytingar standa

yfir í Flugstöðinni, bæði innan dyra og utan, og er m.a.

verið að tvöfalda fjölda verslana og veitingastaða. Gert er ráð fyrir að

framkvæmdum ljúki vorið 2007. Markmið stækkunar og breytinga í

flugstöðinni er að auka þjónustu og fjölbreytileika hennar. Áætlað er að

farþegafjöldinn nái 3,2 milljónum árið 2015, hann stefnir í 2,0 milljónir

í ár, en var aðeins um 460 þúsund þegar fyrsta skóflustungan var tekin

árið 1983. Frá árinu 2002 hefur aukning farþega verið um 50%.

Allar breytingar í Flugstöð

Leifs Eiríkssonar

miða að því að bæta

þjónustuna við þá sem

um flugstöðina fara, en

um 50% aukning farþega

hefur orðið þar á

fjórum árum

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Breytingarnar í flugstöðinni miðast við að einfalda

allan rekstur og meginmarkmiðið er að sjálfsögðu

að greiða götu farþeganna. Allar breytingar byggja á

niðurstöðum úr könnunum og þarfagreiningum sem

hafa sýnt hvar breytinga er þörf og hverjar þær ættu að

verða, að sögn þeirra Elínar, Hrannar og Sóleyjar sem

allar hafa unnið að undirbúningi og framkvæmd breytinganna

frá byrjun.

Mikil þjónusta á skömmum tíma Á hverjum degi

fara þúsundir manns um flugstöðina. Mest er umferðin

á morgnana þegar afgreiða þarf allt upp í tvö-þrjú þúsund

farþega á klukkustund. Gera þarf kröfu til mikils

hraða og nákvæmni allra þeirra sem þjónustuna veita

svo að allt gangi vel fyrir sig.

Starfsmannamálin heyra undir Sóleyju R. Ragnarsdóttur

sem segir að mikils sé krafist af starfsmönnum

í Flugstöðinni og þurfi þeir m.a. að fara á flugverndarnámskeið

í samræmi við kröfur frá Alþjóða flugmálastofnuninni

áður en þeir geta hafið störf. Starfsmenn FLE og Fríhafnarinnar

eru um 130 talsins og á sumrin fjölgar þeim um 80-90 manns.

Þannig að heildarfjöldi er um 220. Við þetta bætast svo starfsmenn

annarra verslana og þjónustuaðila og segja þær stöllur að trúlega vinni á

flugstöðvarsvæðinu um tvö þúsund manns.

Hrönn Ingólfsdóttir,

Elín Árnadóttir og

Sóley R. Ragnarsdóttir

eru í framkvæmdaráði

FLE hf.

112 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


H V E R N I G M Á A U K A H L U T K V E N N A ?

KARLAR SVARA:

HVAÐ ÞARF

SVO AÐ KONUR KOMIST TIL FREKARI ÁHRIFA Í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI?

Það er lykilatriði að fagna fjölbreytileika. Ekki má gefast upp fyrir fordómum og þjóðhagslega hagkvæmt

er að velja alltaf hæfasta fólkið. Menntun, starfsreynsla og sjálfstraust íslenskra kvenna

færa þeim frekari áhrif og völd í framtíðinni. Þannig svöruðu fjórir þjóðþekktir karlar spurningu

Frjálsrar verslunar hvernig auka mætti áhrif kvenna í atvinnulífinu.

PÉTUR H. BLÖNDAL

Fordómar eru á undanhaldi

„Allt of fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. Fordómar stjórnenda og

eigenda fyrirtækja gagnvart konum þurfa að víkja og þeir verða að

láta arðsemiskröfuna ráða og velja ævinlega hæfasta einstaklinginn

til stjórnunarstarfa, hvort sem það er karl eða kona. Jafnframt verða

konur að vinna á fordómum gagnvart sjálfum sér og trúa því að þær

geti tekist á við ný og ögrandi verkefni. Sem betur fer held ég að

þessir fordómar séu á undanhaldi, alla vega hjá yngri kynslóðum. Það

er þjóðhagslega mikilvægt að hæfasta fólkið skipi stjórnunarstöður og

konur eru greinilega ekki nýttar sem skyldi til þessara starfa. Mér

þætti það uppgjöf fyrir fordómunum að lögbinda aðkomu kvenna að

stjórnum fyrirtækja eins og gert

hefur verið í Noregi. Þá mun sú

tilfinning koma upp að konur fái

slíkar stöður af því að þær eru

konur en ekki á grundvelli eigin

verðleika. Fyrir utan niðurlæginguna

sem slíku fylgir gæti slíkt

lausn einmitt verið vatn á myllu

fordómanna.“

„Uppgjöf fyrir fordómunum

að lögbinda

aðkomu

kvenna að stjórnum

fyrirtækja.“

TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

HREGGVIÐUR JÓNSSON

Við þurfum ólík sjónarmið

„Það þarf fyrst og fremst að

meta konur að verðleikum.

Án þess að alhæfa um konur

þá er nálgun þeirra að viðfangsefnum

gjarnan önnur

en nálgun karla. Viðskiptaumhverfið

er bæði flókið og

margbreytilegt og því þurfum

við á ólíkum sjónarmiðum að

halda. Framsækin fyrirtæki

eru þau fyrirtæki sem bera

gæfu til þess að átta sig á

að það þurfa ekki allir að

vera steyptir í sama mótið

til þess að ná árangri. Það

er því lykilatriði að fagna fjölbreytileikanum.“

„Það þurfa ekki

allir að vera

steyptir í sama

mótið.“

Hreggviður Jónsson,

forstjóri Vistor.

Pétur H. Blöndal alþingismaður.

114 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


H V E R N I G M Á A U K A H L U T K V E N N A ?

BJÖRN INGI HRAFNSSON

Virkjum frumkvæðið

„Jafnréttisbaráttan verður að

halda áfram og liður í því er

að virkja frumkvæði kvenna í

atvinnulífinu, fela þeim meiri

ábyrgð og treysta þeim til að

gegna ábyrgðarstörfum. Allir

vita að kynferði skiptir engu

máli þegar kemur að vali á hæfum

stjórnanda; þá er það persónuleikinn,

bakgrunnurinn og

reynslan sem vega þyngst auk

hæfni í mannlegum samskiptum.

Ég tel að ein helsta skrautfjöður

ríkisstjórnar Framsóknarflokks

og Sjálfstæðisflokks

hafi verið fæðingarorlofslögin

sem sett voru í tíð Páls Péturssonar

félagsmálaráðherra og

tryggja jafnan rétt kynjanna til

fæðingarorlofs á vinnumarkaði.

Þau lög hafa orðið til þess að

nú er jafn sjálfsagt fyrir feður

að taka fæðingarorlof og mæður

og þess vegna eru nú minni

líkur á því að ungar konur séu

spurðar að því í atvinnuviðtölum

hvort þær hyggi nokkuð á

barneignir. Þetta var því sannarlega

stórt framfaraskref og

við þurfum að taka fleiri slík

á næstunni. Ég hef minni trú

á beinum boðum og bönnum

í þessu sambandi en frekar á

eðlilegri og heilbrigðri hvatningu.“

Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi.

„Jafn sjálfsagt

fyrir feður að

taka fæðingarorlof

og mæður.“

JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON

Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og MBA.

Álag á áhættusvæðum

„Vegur íslenskra kvenna hefur vaxið á undangengnum árum í réttu

hlutfalli við aukið menntunarstig þeirra og eflingu sjálfstrausts,

sem er jú ein af meginforsendum þess að geta verið virkur þátttakandi

í flóknum og oft á tíðum áhættusömum nútímaviðskiptum. Þá

mætti færa rök að því með vísan til ýmissa dýrategunda, að eðli

kvendýra speglast jafnan í þáttum á borð við

að leita öryggis og festu, til að mynda að verja

hreiður og unga, á meðan karldýrið gengur

óttalítið til áhættusamrar öflunar lífsviðurværis,

í mannheimum til dæmis út á blóðugan

vígvöllinn. Þær konur, sem lengst hafa náð

í viðskiptalífinu hér á Íslandi, sem annars

staðar, eru að líkindum þær sem hafa lært að

standast það álag og þá spennu sem fylgir því að staðsetja sig á

áhættusvæðum. Íslenskar nútímakonur hafa hins vegar gert hárrétt

með því að hafna þeim valkosti að vera einhverjir eftirbátar

karla hvað varðar menntunarstig og starfsmöguleika, en aukin

menntun, starfsreynsla og sjálfstraust íslenskra kvenna mun færa

þeim frekari áhrif og völd í framtíðinni. Það eitt og sér er tilhlökkunarefni.“

„Hafna þeim

valkosti að vera

einhverjir eftirbátar

karla.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 115


K O N U R Á Þ I N G I

22 KONUR

SITJA Á ALÞINGI

TEXTI: SIGURÐUR BOGI

SÆVARSSON

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

Þrátt fyrir Sigríður Anna Þórðardóttir hafi yfirgefið ríkisstjórnina

í staðinn fyrir Jónínu Bjartmarz þá eru breytingarnar á

ríkisstjórninni engu að síður í jafnréttisátt. Þorgerður Katrín

Gunnarsdóttir er staðgengill forsætisráðherra og Valgerður

Sverrisdóttir er fyrsta konan í sæti utanríkisráðherra.

Með þeim breytingum á ráðherraskipan

sem urðu þegar ráðuneyti

Geir H. Haarde tók við

völdum 15. júní sl. jukust áhrif

og völd kvenna innan ríkisstjórnarinnar.

Fjöldi kvenna í stjórninni helst að vísu

hinn sami og var, en hrókeringarnar eru

þó allrar athygli verðar. Stuðla að auknu

jafnrétti kynjanna, þó svo þær hafi ekki

endilega verið gerðar í því augnamiði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra

og varaformaður Sjálfstæðisflokksins

verður héðan í frá staðgengill

forsætisráðherra. Áður var sú regla við lýði

í stjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokks,

sem staðið hefur frá 1995,

að Geir H. Haarde hljóp í skarðið fyrir Halldór

Ásgrímsson. Áður höfðu þeir Halldór

og Davíð Oddsson sama háttinn á. Leystu

hvor annan af, eftir atvikum.

Völd og virðing

Valgerður Sverrisdóttir er nýr utanríkisráðherra.

Hún hefur verið iðnaðar- og viðskiptaráðherra

frá árinu 2000, en hefur nú

tekið við því embætti sem kemst næst forsætisráðuneyti

að völdum og virðingu. Á

Íslandi, þar sem samsteypustjórnir tveggja

flokka eru algengastar, hefur sú óskráða

regla gilt að formenn stjórnarflokkanna

deili með sér ráðuneytum forsætis- og

utanríkismála. Undantekningin nú sannar

regluna. Valgerður á hins vegar að baki

bráðum tuttugu ára farsælan þingmannsferil

og er að því leyti vel að vegsemdinni

komin.

Með brotthvarfi Sigríðar Önnu Þórðardóttur

úr umhverfisráðuneytinu á dögunum

er Þorgerður Katrín eina konan í hópi

sex ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Í ráðherraliði

Framsóknar eru konurnar hins

vegar þrjár: Valgerður, Siv Friðleifsdóttir

og Jónína Bjartmarz. Frá því haustið 2004

og þar til í mars síðastliðinn sat Valgerður

ein framsóknarkvenna í ríkisstjórn, en þá

settist Siv í stjórnina aftur og Jónína nú

í júní, þegar Sjálfstæðisflokkurinn „skilaði“

ráðuneyti umhverfismála aftur til samstarfsflokksins.

Breytt gildismat

Mannabreytingar í ríkisstjórn hafa aldrei

verið jafnmiklar og á yfirstandandi kjörtímabili.

Fólk kemur og fer - og staldrar

skemur við en áður. Þetta hefur breytt

landslaginu í íslenskri pólítík og raunar er

gildismat í þjóðfélaginu allt annað nú en

var fyrir fáum árum. Aukin vitund um mikilvægi

jafnréttismála er hluti af því.

Sæunn Stefánsdóttir. Sest á þing í haust í

stað Halldórs Ásgrímssonar sem lætur af

næstum samfelldri 32 ára þingmennsku.

116 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem tók við völdum 15. júní s.l. er skipuð fjórum konum.

KONUR Á ALÞINGI:

FORSETI ALÞINGIS:

Sólveig Pétursdóttir

(D) Ár á þingi: 15

Þingforseti: 2005

RÁÐHERRAR:

Valgerður Sverrisdóttir

(B) Ár á þingi: 19

Ráðherra: Frá 1999

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

(D) Ár á þingi: 7

Ráðherra: Frá 2003

Siv Friðleifsdóttir

(B) Ár á þingi: 11

Ráðherra: Frá 1999 til 2004 og frá 7.

mars 2006

Jónína Bjartmarz

(B) Ár á þingi: 6

Ráðherra: Frá 15. júní 2006

AÐRAR KONUR Á ÞINGI:

Anna Kristín Gunnardóttir

(S) Ár á þingi: 3

Arnbjörg Sveinsdóttir

(D) Ár á þingi: 10

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir

(S) Ár á þingi: 11

Ásta Möller

(D) Ár á þingi:5

Dagný Jónsdóttir

(B) Ár á þingi: 3

Drífa Hjartardóttir

(S) Ár á þingi: 7

Guðrún Ögmundsdóttir

(S) Ár á þingi: 7

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

(S) Ár á þingi: 4

Jóhanna Sigurðardóttir

(S) Ár á þingi: 28

Katrín Júlíusdóttir

(S) Ár á þingi: 3

Kolbrún Halldórsdóttir

(VG) Ár á þingi: 7

Margrét Frímannsdóttir

(S) Ár á þingi: 19

Rannveig Guðmundsdóttir

(S) Ár á þingi: 17

Sigríður Anna Þórðardóttir

(D) Ár á þingi: 15

Sigurrós Þorgrímsdóttir

(D) Ár á þingi: 1

Þórunn Sveinbjarnardóttir

(S) Ár á þingi: 7

Þuríður Backman

(VG) Ár á þingi: 7

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 117


K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M

ÞÆR STÝRA

SVEITARFÉLÖGUM

Sveitarfélögin í landinu eru 79 talsins og konur stjórna aðeins 15 þeirra. Þetta

gerir 19% hlutfall. Konur stýra aðeins tveimur stórum bæjarfélögum, Mosfellsbæ

og Árborg. Tekið skal fram að ekki er búið að ráða alls staðar í stöður framkvæmdastjóra

hjá sveitarfélögunum.

TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON

Á

síðustu vikum, það er í kjölfar

byggðakosninganna 27. maí, hafa

fimm nýjar konur tekið við af körlum

sem bæjar- og sveitarstjórar úti

um land, það er í Dalvíkurbyggð, Rangárþingi

eystra, Árborg, Hveragerði og Garði. Fyrir

eru konur framkvæmdastjórar nokkurra

sveitarfélaga og því er óhætt að segja að

jafnréttisbaráttan sé á siglingu. Betur má þó

ef duga skal.

Jafnréttisstofa hefur tekið saman tölfræði

úrslita kosninganna og bendir á að fyrir fjórum

árum hafi hlutur kvenna í sveitarstjórnum

verið 31,5%. Nú sér hlutfallið komið í 35,9%.

Hlutur kvenna hafi aukist jafnt og þétt frá því

1978 og vanti aðeins herslumuninn svo skiptingin

verði 40/60 á landsvísu.

Fimm kvennalausar sveitastjórnir

Á síðasta kjörtímabili voru sjö sveitarfélög

í þeirri stöðu að engin kona átti sæti í sveitarstjórn.

Á kjörtímabilinu fækkaði sveitarfélögum

fækkað um 21 og jafnframt eru færri

sveitarfélög í þeirri stöðu að engin kona

sitji í sveitarstjórn. Í dag eru „kvennalausar“

sveitarstjórnir aðeins fimm; það er í Eyja- og

Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, Grímsey,

Svalbarðshreppi við Þistilfjörð, Djúpavogshreppi

og Skeiða- og Gnúpverjahreppi í Árnessýslu.

„Konur virðast almennt eiga erfiðara uppdráttar

með að komast til áhrifa í stjórnmálum

úti á landi en í þéttbýli. Það var athyglisvert

í kosningunum á dögunum að í mörgum

fjölmennari sveitarfélögum var algengt að

karlar væru í efsta sæti framboðslista en

kona í öðru sæti. Á Akureyri var þetta til

dæmis raunin hjá öllum framboðum,“ segir

Hugrún Hjaltadóttir hjá Jafnréttisstofu.

Sex konur borgarfulltrúar

Sé litið á fimm fjölmennustu sveitarfélög

landsins eru konur sex af fimmtán borgarfulltrúum

í Reykjavík. Í Kópavogi og Reykjanesbæ

eru ellefu bæjarfulltrúar og þar af þrjár

konur - og fimm í Hafnarfirði og á Akureyri,

þar sem bæjarfulltrúarnir eru einnig ellefu

talsins.

Samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar

eru konur bæjar- eða sveitarstjórar

á tíu stöðum á landinu. Taka skal þó fram

að ráðningamál framkvæmdastjóra sveitarfélaga

höfðu víða ekki verið til lykta leidd

þegar þessi samantekt var unnin. Nokkrar

BÆJARSTJÓRAR

Ragnheiður Ríkharðsdóttir

Mosfellsbæ

Erla Friðriksdóttir

Stykkishólmi

Oddný Harðardóttir

Garði

Aldís Hafsteinsdóttir

Hveragerði

Svanfríður Jónasdóttir

Dalvík

Stefanía Katrín Karlsdóttir

Árborg

Jóna Fanney Friðriksdóttir

Blönduósi

SVEITARSTJÓRAR

Unnur Brá Konráðsdóttir

Rangárþingi eystra

Ásdís Leifsdóttir

Hólmavík

Guðný Sverrisdóttir

Grenivík

ODDVITAR

Þorgerður Sigurjónsdóttir

Bæjarhreppi í Strandasýslu

Ólafía Arnkelsdóttir

Aðaldælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu

Gunnþórunn Ingólfsdóttir

Fljótsdalshreppi á Héraði

Eydís Indriðadóttir

Ásahreppi í Rangárvallasýslu

118 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K O N U R S E M S T Ý R A S V E I T A R F É L Ö G U M

NÝJAR Í STARFI BÆJAR- OG SVEITARSTJÓRA:

Bæjarstjórar

landsins eru 36

– þar af er 7 konur.

Sveitarstjórar

landsins eru

28 – þar af eru

3 konur.

Oddvitar landsins

eru 15 – þar af

eru 5 konur.

Stefanía Katrín Karlsdóttir

bæjarstjóri í Árborg

„Áherslur nýs meirihluta í bæjarstjórn

Árborgar taka meðal annars mið af miklum

uppgangi og fjölgun íbúa sem er

langt umfram landsmeðaltal. Fyrir vikið

er í mörg horn að líta hjá stjórnendum

sveitarfélagsins. Ég tel mig vera árangursdrifinn

stjórnanda og tel mig ná meiri

árangri með góðum hópi starfsmanna

en ein og sér. Markmið mitt er að vera

bæjarstjóri allra og stuðla að því að

gera gott sveitarfélag betra.“

Aldís Hafsteinsdóttir.

Aldís Hafsteinsdóttir

bæjarstjóri í Hveragerði

„Ég er fyrsti bæjarstjórinn hér í

Hveragerði sem á allar rætur sínar

hér í bæ og jafnframt fyrsta konan

sem gegni þessu starfi. Hvergerðingar

þekkja mig og ég þekki

þá. Konur líta oft á málefni með

öðrum augum en karlar og efalítið

munu áherslur mínar í starfi að

einhverju leyti helgast af því. Ég

legg mikla áherslu á metnaðarfullt

skólastarf og að skilyrði til útiveru

og heilbrigðrar hreyfingar verði

bætt.“

Svanfríður Jónasdóttir.

Svanfríður Inga Jónasdóttir

sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð

„Fólk kallar eftir forystu og vill bæjarstjóra

sem er öflugur talsmaður

byggðarinnar, jafnt í sókn sem

vörn. Krafan um þetta hefur aukist

í seinni tíð og helst í hendur við

breyttar áherslur í fjölmiðlun. Ég

og fólkið á bak við mig erum mjög

meðvituð um mikilvægi sterkrar

og jákvæðrar ímyndar sveitarfélagsins.“

Stefanía Katrín Karlsdóttir.

Unnur Brá Konráðsdóttir.

Oddný Guðbjörg Harðardóttir

Sveitarfélaginu Garði

„Ég legg áherslu á að taka viðráðanleg skref til nauðsynlegra

breytinga í sveitarfélaginu og hafa samráð

við starfsmenn bæjarins og íbúana um útfærslu á

markmiðum bæjarstjórnar. Ég mun fylgja verkefnum

eftir og fylgjast með framgangi mála. Lykilatriðin

verða stefnufesta, traust, stuðningur og samráð.

Verkefnin eru mörg en mín fyrstu verkefni eru að fara

yfir fjárhag sveitarfélagsins og rekstrarstöðu og ræða

við starfsmenn um fyrirliggjandi verkefni.“

Unnur Brá Konráðsdóttir

sveitarstjóri í Rangárþingi eystra

„Sífellt fleiri eru sér meðvitaðir um

þau lífsgæði sem felast í því að búa

úti á landi. Kostirnir eru svo sannarlega

til staðar, svo sem að hér er

streitulítið og barnavænt umhverfi

í hæfilegri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu.

Á næstu misserum hyggjumst

við markaðssetja Rangárþing

eystra sem búsetukost og þar verða

íbúarnir sjálfir okkar bestu sendiherrar.

Sveitarstjórinn mun leiða þessa

aðgerð jafnframt því að stýra öðrum

verkefnum sem bíða.“

Oddný Harðardóttir.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 119


K O N U R Í E M B Æ T T I R Á Ð U N E Y T I S S T J Ó R A

NÖFNURNAR

Í HAFNARHÚSINU

Aðeins tvær konur gegna embætti ráðuneytisstjóra en

þeir eru tólf talsins. Í 102 ára sögu stjórnarráðsins hafa

aðeins fjórar konur verið ráðuneytisstjórar. Berglind

Ásgeirsdóttir braut ísinn.

TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

Tvær konur eru meðal tólf ráðuneytisstjóra Stjórnarráðsins,

þær Ragnhildur Arnljótsdóttir í félagsmálaráðuneytinu

og Ragnhildur Hjaltadóttir í samgönguráðuneytinu.

Þessi ráðuneyti hafa sama inngang og eru bæði á fjórðu

hæð Hafnarhússins við Tryggvagötu í Reykjavík. Karlar stýra

starfinu í hinum tíu ráðuneytunum.

AÐEINS TVÆR KONUR ERU Í HÓPI TÓLF RÁÐUNEYTISSTJÓRA:

Efsta lag stjórnsýslunnar

Ráðuneytin tólf eru efsta lag opinberu stjórnsýslunnar og hefur

hvert ráðuneyti ákveðna málaflokka til umsjónar. Starfsfólkið

sér um að fylgja eftir pólitískri stefnumörkun ráðherra á hverjum

tíma og sinna ýmsum afgreiðslumálum. Samkvæmt þessu er

hlutverk ráðuneytisstjórans sá að leiða daglegt starf í samráði

við ráðherrann.

Stjórnarráð Íslands var stofnað 1. febrúar 1904; daginn sem

Íslendingar fengu heimastjórn og Hannes Hafstein tók við sem

fyrsti íslenski ráðherrann. Þau lög sem stjórnarráðið starfar samkvæmt

eru að stofni til frá 1969, en hafa tekið ýmsum breytingum

síðan. Málaflokkar hafa flust á milli ráðuneyta, en núverandi

verkefnaskipan var markaður rammi í reglugerð sem sett var á

ríkisráðsfundi í febrúarbyrjun 2004 sem haldinn var að forseta

Íslands fornspurðum. Sá frægi fundur hafði langan eftirmála,

sem óþarft er að rekja hér.

Karlarnir voru allsráðandi

Karlar voru allsráðandi í Stjórnarráðinu framan af og það var

ekki fyrr en árið 1988 sem fyrsta konan varð ráðuneytisstjóri.

Á vordögum það ár tók Berglind Ásgeirsdóttir við stjórn mála í

félagsmálaráðuneytinu, en í starfið var hún skipuð af Jóhönnu

Sigurðardóttur sem þá var félagsmálaráðherra. Berglind starfaði

í ráðuneytinu til 2002 með þriggja ára hléi. Árið 2002 hvarf

hún til starfa hjá OECD í París, en er nú á heimleið og fer í

utanríkisþjónustuna. Næst kom Guðríður Sigurðardóttir, sem

var ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu frá 1993 til 2003.

Síðustu þrjú ár hefur Guðríður verið forstöðumaður Þjóðmenningarhúss

Bolli Þór Bollason,

forsætisráðuneyti.

Þorsteinn Geirsson,

dóms- og kirkjumálaráðuneyti.

Ragnhildur Arnljótsdóttir,

félagsmálaráðuneyti.

Baldur Guðlaugsson,

fjármálaráðuneyti.

Davíð Á. Gunnarsson,

heilbrigðis- og

tryggingaráðuneyti.

Kristján Skarphéðinsson,

iðnaðar- og

viðskiptaráðuneyti.

120 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Ragnhildur Arnljótsdóttir er ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti.

Ragnhildur Hjaltadóttir er ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneyti.

Ragnhildarnar tvær

Ragnhildur Hjaltadóttir átti að baki tuttugu ára feril í samgönguráðuneytinu

þegar hún var skipuð þar ráðuneytisstjóri. Í ráðuneyti

samgöngumála hóf hún störf sem fulltrúi, varð síðar deildarstjóri

og skrifstofustjóri uns hún náði hæsta hjalla árið 2002.

Fjórða konan sem orðið hefur ráðuneytisstjóri er Ragnhildur

Arnljótsdóttir í félagsmálaráðuneyti. Hún er lögfræðingur að

mennt og hafði starfað alllengi innan stjórnsýslunnar þegar hún

tók við núverandi embætti haustið 2004. Síðustu tvö árin þar

á undan var hún fulltrúi félags- og heilbrigðisráðuneyta í sendiráði

Íslands í Brüssel.

„Karlmenn eru ekki sérstök hindrun,“ sagði Ragnhildur í viðtali

við Morgunblaðið þegar hún kom til starfa í félagsmálaráðuneytinu

fyrir nær tveimur árum. Hún bætti því við að ánægjulegt

væri að sjá hve hópur ráðuneytisstjóra væri fjölbreyttur;

einstaklingarnir kæmu víða að og ættu mismunandi menntun

og ólíka reynslu að baki.

Karlar voru allsráðandi

í Stjórnarráðinu

framan af og

það var ekki fyrr

en árið 1988 sem

fyrsta konan varð

ráðuneytisstjóri.

Berglind Ásgeirsdóttir við stjórn

mála í félagsmálaráðuneytinu

1988.

Guðmundur B.

Helgason, landbúnaðarráðuneyti.

Guðmundur

Árnason, menntamálaráðuneyti.

Ragnhildur

Hjaltadóttir, samgönguráðuneyti.

Magnús Jóhannesson,

umhverfisráðuneyti.

Gunnar Snorri

Gunnarsson, utanríkisráðuneyti.

Jón B. Jónasson,

sjávarútvegsráðuneyti.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 121


BERGLIND

AÐSTOÐAR

FORSTJÓRI OECD

„Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi á aldrinum 15-64 ára er 83,5%

sem er það hæsta innan OECD,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir,

aðstoðarframkvæmdastjóri OECD. Hún bendir þó á að konur hafi ekki

sambærileg áhrif og ætla mætti af þessari miklu atvinnuþátttöku.

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR

MYND: HREINN HREINSSON

Berglind Ásgeirsdóttir lauk lögfræðiprófi

frá Háskóla Íslands

árið 1978 og MA-prófi í alþjóðatengslum

frá Boston University

árið 1985. Hún hóf störf í utanríkisráðuneytinu

árið 1979 og nokkrum

árum síðar hóf hún störf við sendiráð

Íslands í Bonn jafnframt því að sinna störfum

hjá Evrópuráðinu í Strasborg. Hún

vann í sendiráði Íslands í Stokkhólmi í

nokkur ár. Berglind varð ráðuneytisstjóri

í félagsmálaráðuneytinu árið 1988 fyrst

kvenna. Hún vann þar til ársins 1996 þegar

hún var ráðin framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.

Hún var fyrsta konan og fyrsti

Íslendingurinn sem gegnir því starfi. Hún

vann síðan aftur í félagsmálaráðuneytinu

þar til 2002 þegar hún var ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri

hjá OECD. Hún gegnir

því starfi þar til í ágúst.

„Ég tel að það skipti máli að kona gegni

starfi aðstoðarframkvæmdastjóra OECD

og að aðstoðarframkvæmdastjórarnir komi

ekki eingöngu frá stóru ríkjunum innan

OECD. Ég tel mig hafa haft áhrif varðandi

jafnréttismál og ekki síður að bakgrunnur

minn í stjórnsýslu á Íslandi hafi nýst vel en

við horfum gjarnan á hagnýtar og nærtækar

lausnir. Ísland er á margan hátt áhugavert

í samstarfi ríkjanna og margt sem

okkur hefur tekist afar vel með sem eru

góð fordæmi. Ég vil þar nefna lífeyrismál,

atvinnuþátttöku og frumkvöðlaanda.“

Það hæsta innan OECD

Atvinnuþátttaka kvenna á Íslandi á aldrinum

15-64 ára er 83,5% sem er það hæsta

innan OECD. Næst kemur Svíþjóð með

76,6%. „Íslenskir karlmenn eru með hæstu

atvinnuþátttöku innan OECD, 89,8%. Sviss

kemur næst okkur með 87,4% en þar er

atvinnuþátttaka kvenna hins vegar 74,3%.

Það sem er athyglisvert við Ísland er hæsta

atvinnuþátttaka kvenna en jafnframt ein

mesta frjósemi innan OECD. Staðan er

hins vegar þannig til dæmis í Þýskalandi

og Sviss að 40% kvenna með háskólapróf

eru barnlausar. Það er ljóst að leikskólar

og fjölskylduvæn stefna skiptir miklu máli

varðandi atvinnuþátttöku kvenna. Aukin

þátttaka kvenna hefur verið ein meginástæða

aukinnar atvinnuþátttöku síðustu

áratugi. Þetta hefur tengst því að yngri

konur eru betur menntaðar en þær sem

eldri eru og eiga því auðveldara með að

fá vinnu. Þar sem atvinnuþátttaka kvenna

er farin að nálgast atvinnuþátttöku karla

í mörgum löndum verður ekki unnt að

ná frekari aukningu nema fjarlægðir séu

þeir þættir sem draga úr atvinnuþátttöku

kvenna. Skattlagning hefur áhrif en víða

um lönd eru hjón samsköttuð. Einnig hefur

áhrif hvort stuðningur við fjölskyldur

er fólginn í leikskólaplássum eða beinum

fjárhagsstuðningi við foreldra. Hið síðarnefnda

myndi til dæmis draga úr atvinnuþátttöku

kvenna. Fæðingarorlof hefur

einnig áhrif en ég held að Ísland sé enn

sem komið er eina landið sem hefur tryggt

foreldrum jafnan, óframseljanlegan rétt til

fæðingarorlofs.“

Berglind segir að það sé staðreynd að

aukin atvinnuþátttaka kvenna hefur verið

ein af burðarstoðum hagvaxtar í OECDlöndunum

í áratugi og verði það í framtíðinni.

Menntun íslenskra kvenna á aldrinum

25-64 ára er með því betra sem tíðkast inn-

122 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD.

an OECD en þó eru lönd eins og Kanada,

Bandaríkin, Þýskaland, Lúxemburg og Noregur

fyrir ofan okkkur svo dæmi séu tekin.

Ef við tökum bara konur á aldrinum 25-34

ára þá er meðalnámstími íslenskra kvenna

13,5 ár en fyrir ofan okkur eru meðal annars

Ástralía, Kanada, Finnland, Írland, Lúxemborg,

Holland, Noregur og Bandaríkin.

29% Íslendinga á aldrinum 25-34 ára er með

háskólapróf sem er það sama og meðaltalið

hjá OECD.“

Kynbundinn munur á námsvali

„OECD kemur með úttektir og tillögur til

ríkisstjórna hvernig hægt sé að auka hagvöxt

og hagsæld. Horft er jafnt til félagslegra,

umhverfislegra og efnahagslegra

þátta. Verið er að auka jafnréttissýn á

mál. Árlega gefum við út aragrúa tölfræðirita

þar sem upplýsingar hafa ekki verið

nægilega kyngreindar. Nú er væntanlegt

fyrsta tölfræðiritið sem leggur megináherslu

á kynjafókus. Í þessu sambandi er

gott að hafa í huga að í jafnréttislögum á

Íslandi er mælt fyrir um að öll tölfræði

skuli vera kyngreind ef það er mögulegt.

Ég held að Ísland hafi verið fyrsta landið

til að gera þetta og þetta hefur verið viðmiðunarregla

á hinum Norðurlöndunum.

Fyrir stofnun eins og OECD, sem tjáir sig

ekki um það sem hún getur ekki mælt, þá

er kyngreind tölfræði lykilatriði.“

Innan OECD eru 28,3%

kvenna í stjórnunarstörfum.

Hlutfallið er 26% í Danmörku

og 30% í Svíþjóð.

Hlutfallið er að meðaltali

36% í enskumælandi löndunum

Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu,

Nýja-Sjálandi og Írlandi. Hlutfallið í Bandaríkjunum

er 46% en lægst á Írlandi, 29%.

„Það er ljóst að þrátt fyrir aukna menntun

kvenna jafnt á Íslandi sem í öðrum

OECD-löndum þá hafa þær ekki náð sambærilegum

áhrifum og karlar. Kynbundinn

munur á námsvali hefur hér áhrif að einhverju

leyti. Konur og karlar með sömu

menntun virðast leggja fyrir sig mismunandi

störf. Konur virðast leita meira í hinn

opinbera geira.

„Allt samfélagið líður

fyrir það ef konur fá

ekki að nýta að fullu

hæfileika sína.“

Ég tók nýlega þátt í ráðstefnu um konur

í vísindum. Þar kom í ljós að þrátt fyrir

að þeim konum hafi fjölgað sem leggja

stund á raungreinar og vísindi þá eru

tiltölulega fáar konur við störf á þessu

sviði í einkageiranum og

enn síður í fyrirsvari rannsókna.

Konur eiga alveg jafnmikið

erindi og karlar í

að stofna, reka og stýra

fyrirtækjum. Konur verða

sjálfar að ryðja sér braut

til aukinna áhrifa og til þess geta þær notað

samtakamátt sinn. Ég trúi því að aukin

menntun kvenna, samhliða fjölskylduvænni

stefnu stjórnvalda, eigi eftir að skila

konum til aukinna áhrifa. Það er allt samfélagið

sem líður fyrir það ef konur fá ekki

að nýta að fullu hæfileika sína. Hagvöxtur

á að geta vaxið enn frekar ef við náum að

virkja konur betur á öllum sviðum samfélagsins.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 123


AUÐUR Í KRAFTI

Jón Sigurðsson, fyrrum

viðskipta- og iðnaðarráðherra,

segir að engin þjóð

hafi efni á að láta helstu

auðlind sína vannýtta að

hálfu og að jafnrétti kynjanna

sé lykill að hagsæld

og samkeppnishæfni á

alþjóðavísu.

Greinarhöfundur, Jón Sigurðsson,

er fyrrum viðskipta- og iðnaðarráðherra.

Mikilvægur þáttur í framvindu

atvinnulífs á síðustu öld var

vaxandi hlutur kvenna á vinnumarkaði.

Atvinnuþátttaka

kvenna á Íslandi er með því mesta sem

þekkist meðal þjóða heims og hefur hvað

höfðatölu varðar líklega náð því marki að

naumast verður miklu við hana bætt í beinum

tölum. Hins vegar skortir enn á að konur

hafi náð jafnri stöðu við karla hvað varðar

tækifæri til að njóta hæfileika sinna í

störfum, starfsframa og launakjörum.

Hvernig til tekst að bæta úr þessu mun

ráða miklu um framfarir á Íslandi á tuttugustu

og fyrstu öldinni. Líkt og fjölgun

kvenna á vinnumarkaði skipti miklu máli

fyrir hagvöxt á liðinni öld getur virkjun á

hæfileikum kvenna í atvinnulífinu ráðið

úrslitum um það hvort Ísland heldur stöðu

sinni í hópi tekjuhæstu þjóða á þessari öld.

Engin þjóð hefur efni á því að láta helstu

auðlind sína vannýtta að hálfu. Þetta eru í

stuttu máli efnahagsrökin fyrir jafnrétti

kynjanna. Það er ekki aðeins réttlætismál

og „pólitískur rétttrúnaður“ að draga úr

kynbundnum mun á stöðu karla og kvenna

í samfélaginu, kynjabilinu, með aðgerðum

sem bæta hlut kvenna, heldur er jafnrétti

kynjanna einnig lykill að hagsæld og samkeppnishæfni

á alþjóðavísu.

Kynjajafnrétti og efnahagsárangur

Nýlega hafa komið út á vegum alþjóðasamtaka

tvær skýrslur sem sýna glöggt

samband milli kynjajafnréttis og efnahagsárangurs

þjóða. Fyrri skýrslan, The Human

Development Report 2005, er frá Þróunarstofnun

Sameinuðu þjóðanna (United

Nations Development Programme, UNDP).

Hún kom út í september síðast liðnum og

raðar þjóðum heims eftir farsældarvísitölu,

Human Development Index, HDI.

HDI er vítt skilgreindur mælikvarði á lífsgæði

þar sem landsframleiðsla á mann

vegur þriðjung, ævilíkur við fæðingu þriðjung

og menntunarstig þriðjung. Á þennan

mælikvarða eru Norðmenn fremstir en

Íslendingar í öðru sæti. Þær þjóðir sem eru

í fremstu röð samkvæmt farsældarvísitölunni

eru jafnframt meðal þeirra þjóða sem

fá hæstar einkunnir samkvæmt sérstakri

jafnréttisvísitölu sem einnig er gerð grein

fyrir í þessari skýrslu UNDP og freistar

þess að mæla stöðu kvenna og jafnrétti

kynjanna í samfélaginu.

Aukin áhrif kvenna

Síðari skýrslan sem ég vitna til hér birtist

síðast liðið vor og kemur úr annarri átt.

Hún er samin á vegum World Economic

Forum í Davos í Sviss sem er vettvangur

fyrir skoðanaskipti forystumanna fjölþjóðafyrirtækja

og stjórnmálaleiðtoga um

alþjóðleg efnahags- og viðskiptamál. Heiti

skýrslunnar er Women´s Empowerment:

Measuring the Global Gender Gap, er þýða

mætti þannig: Aukin áhrif kvenna: Mæling

á kynjabilinu í heiminum. Í þessari áhugaverðu

skýrslu kemur skýrt fram að þótt

verulega hafi miðað í jafnréttisátt á síðari

árum er enn langt í land að kynjabilið hafi

verið brúað, jafnvel hjá þeim þjóðum sem

lengst eru komnar í þessum efnum. Það

er athyglisvert að Norðurlandaþjóðirnar

skipa fimm efstu sætin á lista þar sem

þjóðum er raðað í öfugri röð eftir breidd

kynjabilsins. Sú þjóð þar sem kynjabilið er

minnst, þ.e. jafnréttið mest, er efst á þessum

lista. Íslendingar eru þarna í þriðja sæti

á eftir Svíum og Norðmönnum.

Hreyfiafl framfara

Það gefur auga leið að virk þátttaka kvenna

í atvinnulífinu er mikilvæg forsenda hagsældar

og hagvaxtar í bráð og lengd. Þetta

varðar ekki eingöngu tölulega atvinnuþátt-

124 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


KVENNA

töku kvenna eins og hún birtist í vinnumarkaðskönnunum

- en hún er þegar mikil

í flestum löndum, m.a. á Íslandi - heldur

skiptir enn meira máli að aukin áhrif og

ítök kvenna geta verið hreyfiafl framfara

einfaldlega vegna þess að konur hafa til

þessa ekki fengið að

njóta hæfileika sinna

til fulls. Það sem hér

varðar mestu er jafnrétti

tækifæranna

fyrir konur í starfi,

hvort sem er í einkarekstri

eða hjá hinu

opinbera. Svipta þarf

burt þeirri ósýnilegu

hindrun - glerþakinu

- sem kemur í veg

fyrir að konur fái

þann starfsframa og launakjör sem þær

verðskulda. Konur virðast reka sig upp

undir glerþakið bæði í ríkum löndum og

fátækum.

Alþjóðaskýrslurnar tvær sem vísað er

til hér að framan sýna glöggt jákvæða

fylgni milli kynjajafnréttis og velmegunar

- milli jafnréttis og hagsældar. Það er ekki

síður athyglisvert að skýrslan frá World

Economic Forum sýnir auk þess að samkeppnishæfni

þjóða og þar með hagvaxtarlíkur

fylgja með jákvæðum hætti jafnrétti

kynjanna. Tölfræðileg fylgni sannar

auðvitað ekki orsakasamhengi, en þessar

athuganir benda ótvírætt til þess að sterkt

samband sé milli bættrar stöðu kvenna og

vaxtarmegns hagkerfisins þegar til lengdar

lætur. Það er naumast tilviljun að norrænu

löndin fimm, þar sem kynjabil er minnst,

eru öll meðal þeirra tíu landa sem eru samkeppnishæfust

þeirra 117 sem athuganir

World Economic Forum ná til.

Hvað lærdóm má draga af þessum alþjóðlegu

samanburðarathugunum? Þau

Það er naumast tilviljun

að norrænu löndin fimm,

þar sem kynjabil er

minnst, eru öll meðal

þeirra tíu landa sem eru

samkeppnishæfust þeirra

117 sem athuganir World

Economic Forum ná til.

ríki sem vegnar best veittu flest konum

kosningarétt snemma á síðustu öld og

hafa síðan auðveldað stjórnmálaþátttöku

þeirra. Þá hafa mörg þeirra á síðari árum

veitt opinberan stuðning við leikskóla og

skólaskjól til umönnunar og gæslu ungra

barna gegn viðráðanlegu

gjaldi og komið

á launuðu fæðingarorlofi

mæðra - og í

seinni tíð feðraorlofi

- samhliða almennri

jafnréttislöggjöf og

kjara samn ing um

um sömu laun fyrir

sömu vinnu. Allt er

þetta kunnuglegt hér

á landi. Reynslan sýnir

jafnframt að ráðstafanir

af þessu tagi orka hægt og seint

vegna þeirrar tregðu sem fólgin er í rótgrónum

venjum og hegðunarmunstri því

SAMKEPPNISHÆFNI

Röð tíu fremstu landa

1. Finnland

2. Bandaríkin

3. Svíþjóð

4. Danmörk

5. Tævan

6. Singapúr

7. Ísland

8. Sviss

9. Noregur

10. Ástralía

Heimild: World Economic

Forum: The Global Competitiveness

Report 2005-2006,

September 2005

að kynjamisrétti stendur djúpum rótum

víða um lönd. Það þarf meira en stefnuyfirlýsingar

og löggjöf til þess að sigrast

á því. Hugarfarsbreyting er það sem þarf

ásamt löggjöf og samningum. Langvinnar

breytingar á samfélaginu, sem tryggja

jafnan rétt allra til að njóta hæfileika

sinna, er eina örugga leiðin til varanlegra

framfara.

Íslendingar fá góðan vitnisburð

Íslendingar fá góðan vitnisburð í þeim

alþjóðlegu samanburðarathugunum sem

hér hefur verið vitnað til. Enn er þó mikið

verk að vinna á þessu sviði hér á landi svo

að Ísland verði framvegis samkeppnishæft

farsældarfrón.

Jafnréttismálin eru ekki venjulega talin

meðal þeirra málaflokka sem varða efnahagsframfarir

en þegar að er gáð eru þau

afar mikilvæg fyrir þjóðarhag.

Það er auður í krafti kvenna.

KYNJAJAFNRÉTTI

Röð tíu fremstu ríkja

1. Svíþjóð

2. Noregur

3. Ísland

4. Danmörk

5. Finnland

6. Nýja-Sjáland

7. Kanada

8. Bretland

9. Þýskaland

10. Ástralía

Ríkjum sem hafa minnst

kynjabil er raðað efst.

Heimild: World Economic

Forum:Women´s

Empowerment: Measuring

the Global Gender Gap,

maí 2005

FARSÆLD

Röð tíu fremstu ríkja

1. Noregur

2. Ísland

3. Ástralía

4. Lúxemborg

5. Kanada

6. Svíþjóð

7. Sviss

8. Írland

9. Belgía

10. Bandaríkin

Löndunum er raðað eftir

einkunn samkvæmt farsældarvísitölu

UNDP,

Human Development

Index. Heimild: United

Nations Development

Programme: Human

Development Report 2005,

september 2005

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 125


Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

KONUR OG KARLAR

SEM LEIÐTOGAR OG

126 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


S T J Ó R N U N

Námskeiðið „Konur og karlar sem leiðtogar og stjórnendur“ er kennt við

félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Guðný Guðbjörnsdóttir prófessor bendir

á að leiðtogahlutverkið sé kynjað, að sumir viðurkenni því ekki konur sem

yfirmenn sína og að kynbundnar væntingar veiki konur í stjórnunarstöðum.

Námskeiðið „Konur og karlar sem

leiðtogar og stjórnendur“ er hluti

af MA-námi í „fræðslustarfi og

stjórnun“ sem við bjóðum upp

á í uppeldis- og menntunarfræði við félagsvísindadeild.

Markmið námskeiðsins

er að veita þátttakendum aukna innsýn í

hlutverk leiðtoga og stjórnenda í skólum,

stofnunum og fyrirtækjum.Við erum að

mennta fólk sem hyggst fara í stjórnunarstörf

í skólum eða fræðslustjórn í stofnunum

og fyrirtækjum.

Ég og Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor

kennum námskeiðið saman. Við leggjum í

fyrsta lagi mikla áherslu á samskiptaþáttinn;

hvernig góður stjórnandi hefur samskipti.

Þá er fjallað um helstu kenningar og

rannsóknir á leiðtogum og stjórnendum,

og þar ákváðum við að taka kynjafræðilega

þáttinn sterkt inn, við fjöllum um

sérstöðu kvenna sem stjórnenda og um

leið muninn á kynjunum. Einnig fjöllum

við um hvað stjórnendur í fyrirtækjum og

skólum þurfa að gera vegna jafnréttislaga

en þar er þess krafist að gerðar séu jafnréttisáætlanir

þar sem starfsmenn eru fleiri en

25 sem meðal annars eiga að taka á launamisrétti

kynja og „hins gullna jafnvægis“ á

milli vinnustaða og heimila. Þá er áhersla

á mikilvægi mentora og tengslaneta og síðast

en ekki síst á nýjustu strauma í stjórnunarfræðum.“

Að vera þær sjálfar

Niðurstöður rannsókna á mun á konum og

körlum sem stjórnendum eru mismunandi.

Guðný segir að mörgum finnist meginmálið

ekki vera það hvort kynjamunur sé á

þessum stjórnendum en það sé athyglisverðara

að leiðtogahlutverkið virðist kynjað;

að þegar fólk hugsar um leiðtoga og

stjórnendur þá komi karl gjarnan fyrst upp

í huga margra. „Þar af leiðandi býst fólkið

við körlum og konur eiga erfiðara uppdráttar

með að sækja um þessar stöður og komast

í þær. Þegar þær eru hins vegar komnar

í stjórnendastöður kemur í ljós að þær

eru að gera mikið til réttu

hlutina og gera þá mjög

vel. Vandinn sem konur

mæta er þess vegna ekki

síst að það eru gerðar aðrar

væntingar til þeirra og

þær verða að stýra með

hliðsjón af því. Það þýðir

ekkert fyrir konu að

vera eins og herforingi og

stjórna kvenundirmönnum

þó að karlarnir í fyrirtækinu geti það.

Henni yrði bara hafnað.

Konur hlusta vel og eru oft taldar næmari

en karlar og þær tileinka sér yfirleitt

lýðræðislegan stjórnunarstíl. En þar sem

væntingarnar eru karltengdar og þær fáar

reyna þær stundum að hegða sér eins og

karlar til að falla inn í hópinn. Þá er hætta

á að þær njóti sín ekki í starfi því það þarf

að vera heil manneskja til að njóta sín

sem sterkur leiðtogi eða stjórnandi. Sterkir

stjórnendur þurfa að vera heilir, trúverðugir

og helst glæsilegir sem einstaklingar

en þannig geislar af þeim styrkleiki og

„Þegar konur eru hins

vegar komnar í stjórnendastöður

kemur í ljós

að þær eru að gera mikið

til réttu hlutina og gera

þá mjög vel.“

öryggi. Ein mistökin sem konur gera oft er

að þær fara í jakkafötin til þess að falla inn

í hópinn. Þar með missa þær sérstöðu og

skína ekki sem þeir einstaklingar sem þær

eru. Þeim líður oft illa í þessari múnderingu

og það veikir þær sem leiðtoga. Ég ráðlegg

konum að vera fyrst og fremst í því sem

þeim líður vel í og reyna umfram allt að

vera glæsilegar og sýna sína sérstöðu.

Ef kona er alltaf í fötum sem passa ekki

við persónuleika hennar eða reynir að tala

með dýpri róm, samanber

Margaret Thatcher sem

lét breyta rödd sinni til

að líkjast karlmanni, þá

verður hún ekki trúverðug.

Ég held þess vegna

að það sé mikilvægt að

fræða fólk um það að

leiðtogar og stjórnendur

séu af báðum kynjum og

að leiðtogahlutverkið eigi

ekki að vera kynjað. Þá geta konur frekar

leyft sér að vera þær sjálfar, jafnvel þó að

þær séu fáar í hópi viðkomandi toppa. Á

meðan konur eru fáar, eða minna en 20%,

sem leiðtogar og stjórnendur koma fram

staðalmyndir samkvæmt rannsóknum - til

dæmis sú umhyggjusama, daðrarinn eða

nornin - og það getur verið jafn vont fyrir

konur að afneita þessum staðalmyndum og

að gangast við þeim. Því er fjölgun kvenleiðtoga

mjög mikilvæg til að þær geti notið sín

sem einstaklingar eða í leiðtogateymi eins

og karlar.“

STJÓRNENDUR

TEXTI:

SVAVA JÓNSDÓTTIR

MYND: GEIR ÓLAFSSON

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 127


Styrkleikar og veikleikar kvenstjórnenda

Eins og þegar hefur komið fram hafa kvenstjórnendur

oft tilhneigingu til að vera

lýðræðislegir stjórnendur. „Konur koma úr

miklu láréttari menningu en karlar, menning

þeirra hefur í gegnum tíðina lagt meiri

áherslu á stigveldi. Þessi lárétti stjórnunarstíll

gerir ráð fyrir að fleiri í fyrirtækjunum

eða skólunum taki þátt í ákvörðunum

og hlustað er vel á alla. Það er lykillinn

að góðum stjórnunarháttum samkvæmt

flestum kenningum. Karlar, sem eru góðir

stjórnendur, gera þetta líka.“

Einn vandinn við kynjun leiðtogahugtaksins

er að sumir karlmenn viðurkenna

ekki konur sem yfirmenn sína. Guðný

segir að oft sé það tengt uppeldi þeirra.

„Kvenskólastjórar upplifa þetta oft þannig

að karlarnir vilja segja þeim til. Ég man

það vel sem fyrrverandi þingkona Kvennalistans

þegar stundum var sagt við okkur:

„Stelpur, maður gerir þetta ekki svona. Þið

eigið að hafa formann í stjórnmálaafli eða

gera þetta svona og hinsegin.“ Það er mikilvægt

að konur, sem eru stjórnendur, fái að

gera hlutina á þeim forsendum sem þær

finna að hæfa stjórnunarstíl þeirra. Með

því að troða þeim inn í önnur mynstur þá

verða þær ekki í takt við sjálfar sig og trúverðugar.

Vegna þess að kvenleikinn hefur

verið lægra settur en karlmennskan þá er

það að virða kvenyfirmann einn vandinn

sem karlmenn glíma við.

Styrkleikar kvenna sem stjórnenda

liggja oft í góðri samskiptafærni, góðri

menntun og síðast en ekki síst í að gefa

fyrirtæki ímynd breiðari forystu sem er

að verða æ sterkari lýðræðisleg krafa úti

um allan heim. Ég man í fljótu bragði

þrennt sem veikir konur í þessari stöðu.

Það fyrsta er að þær hafa oft lítinn áhuga

á stjórnmálum og nenna ekki að vera í pólitískum

plottum. Það er hins vegar oft mikilvægt

fyrir fólk í lykilstöðum. Í öðru lagi

er að konur eru ekki eins áhættusæknar,

en eitt af því sem er talið mikilvægt að

kenna konum í stjórnunarnámi er að taka

áhættu. Þriðji veikleikinn er að þær eru

stundum ekki með eins harðan skráp og

karlarnir sem líklega eru uppeldisfræðilegar

skýringar á og því líklegt að breytist

með tímanum. Konur virðast hafa meiri

tilhneigingu til að taka hlutina inn á sig.

Við sjáum til dæmis merki þess að konur

endast illa í stjórnmálum, ekki síst á sveitarstjórnarstiginu.

Þær fá fyrr en karlarnir

nóg af þessu plotti og þessum látum. Ég

held að það tengist því að þær ná ekki að

búa sér til þennan harða skráp eins fljótt

og karlarnir.“

Tengslanet mikilvægt

Í Bandaríkjunum og víðar er það talið vera

mikilvægt ímyndaratriði fyrir fyrirtæki að

hafa margbreytileika í stjórnuninni - eða

breiða forystu. Það er þess vegna talið

mjög mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja

séu ekki bara af báðum kynjum heldur af

öllum kynþáttum.

„Þessi krafa virðist koma aðeins síðar

inn í fyrirtæki hér þó að konur séu farnar

að banka mjög fast á dyrnar. Það virðist

vera mjög erfitt að breyta þessum litla

klúbbi sem situr hér í stjórnum margra

fyrirtækja. Oft er það tengt eignarhlut í fyrirtækjunum

eða nánum pólitískum tengslum.

Fyrirtækin virðast ekki átta sig á af hverju

þau eru að missa bæði hvað varðar færni

kvennanna og jafnréttisímyndina.“

Guðný bendir á að karlar, sem eru í

sambærilegum stöðum, haldi hópinn; fari

saman í veiði eða eru saman í klúbbum.

„Konurnar eru þá oft utanveltu og þurfa að

finna önnur atriði sem henta þeim betur til

að vera í góðum tengslum. Á námskeiðinu

í háskólanum leggjum við mikla áherslu á

mikilvægi þess að konur fái fyrirmyndir,

eða mentor, á vinnustað, þær fái að fylgjast

með, að þeim sé kennt að verða yfirmenn

og að þær hafi sterkt tengslanet. Konur

þurfa að styrkja hver aðra og fylgjast vel

með, til dæmis varðandi launaupplýsingar.

Þær gera oft minni launakröfur og eru tilbúnar

til að gefa starfinu þann forgang sem

ætlast er til en samt komast þær ekki að.

Þess vegna er ráðstefna eins og Tengslanet

- Völd til kvenna, sem haldin hefur verið á

Bifröst undanfarin ár, mjög mikilvæg fyrir

konur sem stjórnendur og leiðtoga.“

Leiðtoginn

Á námskeiðinu „Konur og karlar sem leiðtogar

og stjórnendur“ er gerður greinarmunur

á leiðtogum og stjórnendum. ,,Þó

konur séu ekki margar stjórnendur, sérstaklega

ekki toppstjórnendur í fyrirtækjum,

þá eru margar þeirra leiðtogar innan fyrirtækja

og stofnana. Ég held að konurnar

séu fleiri þar en við áttum okkur á. Leiðtogahlutverkið

er ekki bundið við starf

eða stöðu heldur getur viðkomandi verið

leiðtogi í stéttarfélagi, fagfélagi, á vinnustað

eða í stjórnmálum. Það er hlustað á

leiðtoga. Þetta eru oft aðilar sem tekið er

mikið mark á og sem fólk lítur upp til og

þeir taka oft frumkvæði og framkvæma

hlutina. Það er mikilvægt að fólk átti sig á

að það eru ekki bara stjórnendur og stjórnendastöður

sem eru mikilvægar. Það eru

ekki síður leiðtogarnir. Það er stundum

sagt að stjórnandinn kunni að gera hlutina

rétt en leiðtoginn geri réttu hlutina. Bæði

hlutverkin eru mikilvæg. Stundum gegnir

sami einstaklingurinn þeim, samanber hugtakið

leiðtogastjórnun, en stundum ekki.

Það er mikilvægt að konur hafi samkynja

fyrirmyndir og mentora á vinnustað þar

sem yngra fólk er þjálfað upp til þess

að verða bæði leiðtogar og stjórnendur.

Þarna held ég að fyrirtæki geti bætt sig

töluvert.“

Guðný bendir á mikilvægi þess að minna

konur á að þær verða að vera þær sjálfar.

„Þeim verður að líða vel á vinnustaðnum,

í eigin skrokki og á eigin forsendum. Amanda

Sinclair vitnar í Simone de Beauvoir

í nýlegri bók sinni um stjórnun sem sagði

eitthvað á þessa leið: „Karlar geta nýtt sér

kynþokka sinn, útlit sitt og fötin til að efla

völd sín. En konur þurfa helst að útiloka

kynþokkann svo þær verði ekki álitnar

einhverjar ljóskur eða daðrarar og fara í

karlmannsföt. Þar af leiðandi eru þær ekki

eins heilsteyptar og sterkar.“ Konur verða

að fá að geta notað allan sinn styrkleika til

að geta skinið sem leiðtogar og stjórnendur

og muna að það er ekki bara spurning

um að vera leiðtogi eða stjórnandi heldur

að virkja sem flesta til þátttöku í stefnumótun

og hafa leiðtogateymi. Góð nútímafyrirtæki

eiga að virka sem náms- eða

þekkingarsamfélög fyrir sem flesta starfsmenn.

Viðkomandi verður betri stjórnandi

ef hann getur fengið sem flesta til þess að

vera ábyrga. Þá ganga hlutirnir best.“

128 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


F R U M K V Ö Ð L A S T A R F S E M I

HVERS VEGNA?

TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR • MYND: GEIR ÓLAFSSON

Í nýrri könnun kemur fram að íslenskar konur eru eftirbátar karla í frumkvöðlastarfsemi,

þ.e. að stofna fyrirtæki og hefja starfsemi í viðskiptalífinu.

Konur á Íslandi eru einnig eftirbátar kynsystra sinna erlendis í

þessum efnum. En hvers vegna er þetta svona?

Í

nýrri GEM-könnun um frumkvöðlastarfsemi kemur

í ljós að konur mynda tæpan þriðjung þeirra

sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi hér á landi.

Þetta er íhugunarefni þar sem þetta er mun lægra

hlutfall en þekkist erlendis. Hugsanleg skýring er að

konur teljist ekki eins trúverðugir frumkvöðlar og karlar,

sem kemur m.a. fram í því að þær hafi ekki sama

aðgang að fjármagni og þeir.

Það er alþjóðlega rannsóknarsamstarfið Global

Entrepreneurship Monitor (GEM) sem

stendur fyrir þessum samanburðarrannsóknum

og hefur þessi könnun

farið fram undanfarin sjö ár. Frumkvöðlastarfsemi

allt að 40 ólíkra landa

hefur verið könnuð árlega á sambærilegan

hátt auk þess sem í hverju þátttökulandi

er unnin skýrsla þar sem kafað er dýpra í

niðurstöðurnar.

Rögnvaldur J.Sæmundsson, dósent við Háskólann

í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar

skólans í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, ber veg

og vanda að rannsókninni hérlendis.

Árið 2005 undirbjuggu 8,5% landsmanna á aldrinum

18-64 ára nýja viðskiptastarfsemi en 2,7% höfðu hafið

viðskiptastarfsemi á síðustu 3 1 /2 ári áður en könnunin

var lögð fyrir.

Alls töldust um 20 þúsund Íslendingar á aldrinum

18-64 ára eða 10,7%, stunda frumkvöðlastarfsemi, þar

af þriðjungur frá 35-44 ára.

Það er eftirtektarvert

að á Íslandi er aðeins

fjórðungur frumkvöðla

með háskólapróf.

Umfang frumkvöðlastarfsemi á Íslandi þetta ár var

meiri en í flestum löndum í heiminum, en munurinn á

kynjunum var líka með mesta móti á Íslandi.

– Í GEM-könnuninni kemur í ljós að konur mynda

tæpan þriðjung þeirra sem taka þátt í frumkvöðlastarfsemi

hér á landi? Hvaða skýringar eru hugsanlegar á

mun lægri tíðni kvenna en karla í frumkvöðlastarfsemi

á Íslandi?

„Enn vitum við ekki með vissu af hverju frumkvöðlastarfsemi

er minni meðal kvenna

en karla á Íslandi. Hugsanleg skýring

er að konur teljist ekki eins trúverðugir

frumkvöðlar og karlar, sem kemur

m.a. fram í því að þær hafi ekki sama

aðgang að fjármagni og karlar,“ segir

Rögnvaldur.

„Vandinn felst í því að þeir mælikvarðar, sem notaðir

eru til þess að meta trúverðugleika þess sem vill

stofna fyrirtæki, eru oft óhagstæðir konum. Sem dæmi

um slíka mælikvarða má nefna eignir, tekjur, menntun,

fyrri reynslu af frumkvöðlastarfsemi, markmið með

stofnun fyrirtækis og tegund viðskiptastarfsemi.“

– Var kannað hvort munur væri á algengi frumkvöðlastarfs

kvenna eftir starfsgreinum? Er það t.d. algengara

að konur sé frumkvöðlar í verslun og þjónustu

en á tækniþróunar- og rannsóknasviði eða öfugt? Er

munur á kynjunum hvað þetta varðar?

„Þetta eru mjög áhugaverðar spurningar sem við

hyggjumst leita svara við á næstunni. Hingað til höfum

130 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


F R U M K V Ö Ð L A S T A R F S E M I

Hugsanleg skýring er sú að

konur teljist ekki eins trúverðugir

frumkvöðlar og karlar,

sem komi m.a. fram í því að

þær hafi ekki sama aðgang að

fjármagni og karlar.

við ekki getað gert ítarlegan samanburð á frumkvöðlastarfsemi

meðal kvenna og karla á Íslandi, en eftir að

hafa framkvæmt GEM-rannsóknina í nokkur ár höfum

við loksins nægilega mikið magn af gögnum til að gera

slíkan samanburð á tölfræðilega áreiðanlegan hátt.“

Það er eftirtektarvert að á Íslandi er aðeins fjórðungur

frumkvöðla með háskólapróf. Var kannað hvort

einhver kynjamunur væri hvað varðaði menntun frumkvöðla?

Eða hvort kynjamunur væri á tekjuskiptingu

frumkvöðla?

„Þetta eru einnig spurningar sem við munum leita

svara við.“

Lítil frumkvöðlastarfsemi kvenna á Norðurlöndum

Í samanburði við önnur lönd er niðurstaða GEMskýrslunnar

sú að þátttaka íslenskra kvenna í frumkvöðlastarfsemi

sé með minnsta móti.

Þátttaka kvenna hér er svipuð og í

Bretlandi en dálítið lægri en á hinum

Norðurlöndunum, öðrum hátekjulöndum

í heild og síðan Bandaríkjunum.

Þátttaka kvenna er hins vegar mest í

lágtekjulöndunum.

– Hvaða ályktun má draga af þessum

niðurstöðum um stöðu kvenna á

vinnumarkaði á Íslandi?

,,Lítil þátttaka kvenna á Norðurlöndum í frumkvöðlastarfsemi

er mjög athyglisverð í ljósi mikillar

atvinnuþátttöku kvenna í þessum löndum. Það mætti

túlka á þann hátt að þeim standi ýmis atvinnutækifæri

til boða sem þær taka fram yfir frumkvöðlastarfsemi.

Konur í þróunarlöndum stunda hins vegar frumkvöðlastarfsemi

í flestum tilfellum vegna þess að þær hafa

ekki um aðra atvinnu að velja. Þetta mætti þó einnig

túlka á þann hátt að konur á Norðurlöndum hafi ekki

Konur í þróunarlöndum

stunda frumkvöðlastarfsemi

og stofna fyrirtæki

í flestum tilfellum vegna

þess að þær hafa ekki um

aðra atvinnu að velja.

aðstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem felast í

frumkvöðlastarfsemi til jafns við karla.“

Er æskilegt að hvetja konur sérstaklega til frekari

sóknar á sviði frumkvöðlastarfs hér á landi og ef svo

er, hvers vegna og hvernig væri þá helst hægt að gera

það, hvað hefur verið talið árangursríkast?

,,Þetta er erfið spurning en mikilvæg.

Til þess að geta svarað henni

þurfum við að vita meira um ástæður

fyrir minni frumkvöðlastarfsemi

meðal kvenna en karla á Íslandi.

Það er mikilvægt að tryggja að

bæði kynin hafi jafna möguleika á

að nýta sér þau tækifæri sem felast

í frumkvöðlastarfsemi.

Þetta er bæði réttlætismál og

nauðsynlegt til þess að við nýtum allan þann mannauð

sem til er í landinu. Koma þarf í veg fyrir mismunun

og ýmsar leiðir hafa verið reyndar í því skyni og sumar

heppnast mjög vel, eins og til dæmis verkefnið Auður í

krafti kvenna. Það hefur þó verið bent á að ekki sé nóg

að hjálpa konum að uppfylla betur mælikvarða dagsins

í dag heldur sé nauðsynlegt að endurskoða mælikvarðana.

Aðeins á þann hátt megi ná fram jafnrétti meðal

kynjanna á þessu sviði.“

Rögnvaldur J.

Sæmundsson,

dósent við Háskólann

í Reykjavík.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 131


S A G A N Á B A K V I Ð N I K I T A

Nikita ehf.:

VÖRUR SELDAR

Í RÚMLEGA

1400 VERSLUNUM

Sagan á bak við Nikita ehf. er ævintýri líkust. Ung kona,

Aðalheiður Birgisdóttir, hannaði og seldi 40 flíspeysur árið

1998. Viðtökurnar voru góðar og hún hélt áfram. Í dag er

hönnun hennar seld í rúmlega 1400 verslunum í hinum

ýmsu löndum og veltan í ár er um hálfur milljarður króna.

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR

MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON o.fl.

Ég hafði fengið inni í eftirsóttum

hönnunarskóla í London árið

1995 þegar ég byrjaði að vera

með Rúnari Ómarssyni, framkvæmdastjóra

Nikita, sem þá

var á meðal eigenda brettaverslunarinnar

Týndi hlekkurinn. Þau plön breyttust snarlega

og ég keypti hlut í versluninni sem

flutti inn og seldi öll þekktustu vörumerkin

í brettabransanum og þar með talin fötin

sem tengjast snjóbrettum og hjólabrettum.

Verslunin var mjög vinsæl og átti stóran

hóp viðskiptavina en okkur fannst alltaf

vanta stelpufatnað í flóruna. Ég hafði verið

að hanna föt í einhvern tíma en brettalífsstíllinn

fór að hafa áhrif á hönnun mína,

enda var ég á kafi í brettasporti. Fötin sem

ég hannaði voru blanda af því sem ég vildi

vera í í versluninni á daginn og á brettunum

á kvöldin.“

Aðalheiður hannaði flíspeysur og segir

að þær fáu stúlkur, sem voru viðskiptavinir

Týnda hlekksins, hafi sýnt áhuga á

því sem hún hannaði og saumaði. Hún

fór því að velta því fyrir sér að framleiða

nokkrar peysur. „Ég keypti efni í Virku og

á fleiri stöðum, bjó til snið og voru framleiddar

40 peysur í einu og var þeim stillt

upp í versluninni. Salan gekk mun betur

en okkur grunaði og við létum framleiða

40 í viðbót. Svo urðu sendingarnar fleiri og

stærri og ný snið og nýir litir komu til. Við

ákváðum að finna nafn á hönnun mína; eitthvað

sem hljómaði vel og væri auðvelt að

muna. Rúnar stakk upp á Nikita.“

Árið 1999 voru seldar yfir 1000 flíkur

undir nafninu Nikita í Týnda hlekknum.

„Stelpur voru orðnar stór kúnnahópur hjá

okkur en það var óalgengt í brettaverslunum

úti í heimi. Við ályktuðum að hugsanlega

væri markaður fyrir hönnun mína í

sambærilegum verslunum þar sem nánast

öll vörumerkin buðu eingöngu upp á vörur

fyrir stráka.“

Aðalheiður hannaði heila vörulínu, hún

og meðeigendur hennar seldu Týnda hlekkinn

í lok ársins 1999 og stofnuðu Nikita

ehf. í ársbyrjun 2000.

132 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


S A G A N Á B A K V I Ð N I K I T A

Snjóbrettafatnaður

Þegar Aðalheiður er spurð hvað hafi áhrif

á hönnunina segir hún: „Allt sem ég heillast

af. Það getur verið gömul bíómynd,

púðursnjór uppi í fjalli, litir í náttúrunni

eða súkkulaðikaka með rjóma. Yfirleitt bý

ég til fötin sem mig sjálfa langar í. Maður

verður að taka tillit til þess sem er að gerast

á markaðnum en það er ekki hægt að

láta stýra sér algerlega.“

Nikita er með þrjár vörulínur; tvær

„streetwear-línur“ sem koma í verslanir

annars vegar að hausti og hins vegar að

vori og svo er það lína sem samanstendur

af snjóbrettafatnaði fyrir næsta vetur, en

það er nýjung hjá fyrirtækinu.

„Nikita hefur ákveðinn stíl og sérkenni

bæði hvað varðar snið og litanotkun og

það tengir vörulínurnar. Það eru yfir 150

mismunandi hlutir í haust- og vorlínunum.

Langmest af vörunum hefur aldrei sést

í verslunum á Íslandi en þó hafa verslanirnar

Brim og Retro boðið upp á ágætis

úrval.“

Vörur Nikita eru seldar í rúmlega

1400 verslunum í hinum ýmsu löndum.

„Um helmingur eru verslanir sem tengjast

bretta-lífsstílnum. Verslanirnar panta

mismunandi hluti úr vörulínunni eftir því

hver áherslan er hjá þeim en allar eiga

það sameiginlegt að selja leiðandi merki

í bretta- og götutískuheiminum. Ein besta

aðferðin við að velja í hvaða verslunum

við viljum selja vöruna er að skoða hvaða

önnur vörumerki eru þar til sölu. Svo eru

auðvitað aðrar staðreyndir sem skipta máli

svo sem staðsetning verslananna og vöruframsetning.“

Starfsemin úti í heimi

Nikita er með starfsemi í nokkrum löndum.

Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en jafnframt

fer fram mikil starfsemi hjá dótturfélögunum

í Hamborg og San Francisco. Þá

er starfrækt skrifstofa á suðvesturströnd

Frakklands.

„Í Reykjavík erum við með tíu starfsmenn

í hönnun, markaðssetningu, sölu og

tengdum störfum. Skrifstofan í Hamborg,

þar sem starfsmenn eru líka tíu, sér meðal

annars um fjármál, innkaup og rekstur

tölvukerfis fyrir Nikita í öllum löndum þar

sem við erum með starfsemi auk þess að

vera dreifingaraðili fyrir Þýskaland, Austurríki,

Bretland og Frakkland. Hjá Nikita

í San Francisco fer fram markaðssetning

og sala á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum.

Starfsmenn þar eru þrír. Tveir

starfsmenn eru í Frakklandi en þeir vinna

að markaðsmálum fyrir ákveðin lykilsvæði

í Evrópu. Þá erum við með 15 sölumenn

í Evrópu og Bandaríkjunum. Mun fleiri

vinna þó að framgangi Nikita á heimsvísu

því að við erum með dreifingaraðila í

flestum löndum sem sjá um markaðssetningu,

sölu og aðra starfsemi tengda Nikita

í sínu landi.“

Kvenvörumerki ársins

Aðalheiður segir að viðtökurnar hafi verið

frábærar frá upphafi.

„Fram undan er að halda áfram að þróa

og kynna nýjar og betri vörulínur, auka

enn við markaðssetningu, styrkja stoðir

fyrirtækisins og svo stefnum við á að auka

söluna umtalsvert á komandi árum. Veltan

í ár verður um hálfur milljarður króna og

við afhendum í haust milljónustu flíkina

okkar.“

Þess má geta að Nikita var nýlega tilnefnt

sem kvenvörumerki ársins af öðrum

fyrirtækjum í bretta- og brettafatabransanum.

„Í mínum augum er Nikita draumur sem

ég er að fylgjast með og láta rætast. Þetta

hefur gengið vel og vel það. Þetta er langt

frá því að vera áreynslulaust, langoftast

ánægjulegt en alltaf lærdómsríkt.“

„Þetta er langt frá því að vera

áreynslulaust, langoftast ánægjulegt

en alltaf lærdómsríkt,“ segir

Aðalheiður Birgisdóttir.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 133


T E N G S L A N E T – V Ö L D T I L K V E N N A

ÞAÐ ÞARF

AÐ MÖLVA

GLER ÞAK IÐ

Dokt or Her dís Þor geirs dótt ir, pró fess or við laga deild

Við skipta há skól ans á Bif röst, á heið ur inn að ráð stefnunni

„Tengsla net - völd til kvenna“. Hún seg ir að það

sé í sam ræmi við efna hags leg mark mið Evr ópu sambands

ins að rétta hlut kvenna.

LJÓSMYND: TEITUR

134 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

TEXTI: SVAVA

JÓNSDÓTTIR

MYNDIR: ÝMSIR

Ráð stefn an „Tengsla net - völd til kvenna“ var

hald in í fyrsta skipti fyr ir tveim ur árum. Þess

má geta að það ár var Her dís til nefnd til verðlauna

jafn rétt is ráðs vegna ráð stefn unn ar.

Ráð stefn an var hald in í þriðja skipti í jún í byrj un og

sí fellt fjölg ar þeim kon um sem sækja hana. Í ár voru

þátt tak end ur á fjórða hund rað. Nú var meg in þem að

staðalí mynd kvenna, kyn bund inn frami, fyr ir tækjamenn

ing og sam skipti kvenna.

„Það hafa ver ið ný á herslu efni í hvert skipti, en við

erum samt alltaf að fást við sömu hlut ina: Hvern ig

rétt um við hlut kvenna og hver er staða kvenna í samfé

lag inu? Kon ur verða að vinna að með al tali þrem ur

mán uð um leng ur til að fá sömu laun og karl ar. Alls

stað ar í Evr ópu er á ber andi kyn bund inn launa mun ur

og launa leynd stend ur oft í vegi fyr ir því að kon ur

fái leið rétt ingu sinna mála. Fleiri kon ur eru at vinnulaus

ar og fá tækt með al kvenna er stað reynd. Á lykt un

Tengsla nets III um þörf ina á laga setn ingu til að jafna

hlut fall kynja í stjórn um fyr ir tækja er sett fram til

að vekja fólk til vit und ar um þá stað reynd að að eins

4,4% stjórn ar manna í fyr ir tækj um skráð um á mark-


T E N G S L A N E T – V Ö L D T I L K V E N N A

aði eru kon ur. Þessi stað reynd er ögrun við efna hagslíf

ið og fram tíð fjöl skyld unn ar. Evr ópa er að deyja

út. Kon ur nenna ekki að standa í því að eiga börn,

axla á byrgð af heim ili og skaffa tekj ur ef karl ar ráða

ferð inni og fá frítt far en þær híma í neðstu þrep um

launa stig ans, hokn ar af þreytu og á byrgð. Það skipt ir

miklu máli fyr ir fram tíð ar sam fé lag ið að það sé jafnvægi

í á kvarð ana tök um og að kon ur komi líka að

þeim. Mark mið um jafn rétt islaga að bæði kyn in hafi

jöfn laun og sömu kjör fyr ir sam bæri lega vinnu sem

og sam ræm ing fjöl skyldu- og at vinnu lífs verð ur ekki

náð nema kon ur komi að stjórn inni. Það er ekki

sann gjarnt að bíða eða láta körl um það eft ir að taka

á kvörð un um það hvenær kon ur fá leið rétt ingu sinna

mála ef það ger ist svona hægt. Það verð ur að gera eitthvað

í mál un um. Ef fylgja þarf jafn rétt islög um eft ir

með frek ari lög gjöf þá verð ur svo að vera.“

Germaine Greer

Hin kunna kven frels is kona Germaine Greer var að alfyr

ir les ari ráð stefn unn ar en Her dís fékk hana hing að

til lands í sam vinnu við for seta Ís lands. Greer er ástralsk

ur rit höf und ur og gegndi árum sam an pró fess orsstöðu

í ensk um bók mennt um við Há skól ann í Warwick

í Englandi. Hún skrif aði bók ina „The Female Eun uch“

sem kom út árið 1969 og hafði mik il á hrif á kven frels ishreyf

ing una upp úr 1970. Í bók inni held ur hún því fram

að hin um sanna per sónu leika kvenna sé hald ið niðri af

gild is mati karla. Greer hef ur skrif að fleiri bæk ur og á

með al þeirra er „The Whole Wom an“. Þar held ur hún

því fram að aft ur sé kom inn tími fyr ir kon ur að reið ast

sök um þess hversu sorg lega hægt hafi mið að í kven réttinda

bar átt unni.

Her dís seg ir að Greer sé stór brot in kona; skörp og

um deild. „Hún er afl vaki í kven frels is bar átt unni og

yf ir leitt mörg um skref um á und an sam tím an um með

ögrandi við horf um sem hrista upp í um ræð unni. Það

er mik il við ur kenn ing að hún skyldi koma. Ég held að

það negli ráð stefn una nið ur sem al vöru afl. Það fer ekki

á milli mála að Greer trekkti. Það mátti heyra saum nál

detta þeg ar hún var að tala. Það merki lega við þessa

ráð stefnu var að það var ekk ert ráp út og inn í sal inn

og at hygl in virt ist ó skipt all an föstu dag inn þeg ar um

sautján kon ur stigu í pontu á eft ir Greer. En lyk ill inn er

A›sókn a›

tengslanetsrá›stefnunum

fer vaxandi ár frá

ári. Hátt á fjór›a

hundra› konur

sóttu Tengslanet

III 1. – 2. júní sl.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 135


T E N G S L A N E T – V Ö L D T I L K V E N N A

„Tengslaneti› er or›i› d‡namískt afl.“ Hjördís Hákonardóttir, n‡skipa›ur hæstaréttardómari vi› hli› Herdísar

á fyrstu tenglanets-rá›stefnunni vori› 2004.

LJÓSMYND: MBL/RAGNAR AXELSSON

líka sá að enginn utan aðalfyrirlesaranna tveggja

talaði lengur en í 10 mínútur.“

Herdís er varaforseti Evrópusamtaka

kvenlögfræ›inga.

Hér er hún í fremstu rö›

vi› hli› Leenu Linnainmaa

forseta samtakanna á

ársþinginu í Búdapest,

Ungverjalandi í maí sl.

En þá hvöttu Evrópusamtökin

til róttækra

a›ger›a til a› jafna hlut

kvenna í stjórnum fyrirtækja.

Me› börnum sínum Herdísi, Maríu Elísabetu, Gunnari

Þorgeiri og Her›i Tryggva í gar›inum á Hávallagötu.

LJÓSMYND: TEITUR

Tengslanetið

Herdís segir að konur þurfi að standa saman til

að ná meiri áhrifum í jafnréttisbaráttunni. „Þær

þurfa líka að gera sér grein fyrir því að þær mega

ekki láta rugla sig eða tvístra sér vegna þess að

eru sameiginlegir hagsmunir kvenna að konur

komist til valda. Konur munu koma með önnur

gildi og um það þarf að vera samstaða. Hún þarf

að vera bæði þverpólitísk og þverfagleg.“

Tengslanetið er mikilvægt í baráttunni og segir

Herdís að það sé orðið dýnamískt afl. „Það er

enginn formlegur rammi í kringum það í raun og

veru. Þetta er víðtækara afl en einstaka tengslanet

innan fagfélaga eða annarra hópa. Það eiga

allir sem vilja hlutdeild í tengslanetinu - völd til

kvenna. Konur hafa hrifist með og ég fæ mikil

viðbrögð, ekki síst frá konum í fjölmiðlum. Mín tilfinning

er sú að ef svo heldur fram sem horfir geti

tengslanetið orðið skjöldur fyrir þessar konur og

ályktanir þess sverð í baráttunni.

136 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


T E N G S L A N E T – V Ö L D T I L K V E N N A

LJÓSMYND: MBL/JIM SMART

Hin heimsþekkta baráttukona, rithöfundur og prófessor Germaine Greer kom til Íslands í bo›i tengslanetsins og forseta Íslands.

Hér er hún í kvöldver›arbo›i á Bessastö›um þar sem forsetinn efndi til umræ›u um jafnréttismál.

Það hefur sjaldan verið eins mikil umfjöllun í fjölmiðlum

um tengslanetið og nú og ekki síst í tengslum

við viðskiptalífið. Sérstaða tengslanetsins er augljós

enda tengist það hvorki einhverju sérstöku stjórnmálaafli,

fagi né fræðigrein.“

Margar konur hafa haft samband við Herdísi

eftir að ráðstefnunni lauk. Hún nefnir til dæmis

stúlkur í unglingavinnunni sem hringdu í hana og

sögðu meðal annars að þær væru bara látnar vera

í blómabeðunum að reyta arfa á meðan strákarnir

sitja á sláttuvélum. ,,Stelpur eru að átta sig á því

að þær þurfa að standa saman. Tengslanetið veitir

ákveðið skjól.“

Glerþakið

Aðspurð um glerþakið segir Herdís að konur nemi

staðar undir því. „Konur eru orðnar menntaðri, þær

eru harðduglegar og eldklárar en þær eru samt einhvers

staðar fyrir neðan glerþakið. Karlarnir eru

búnir að ákveða að þær geti verið í millistjórnun en

þær fá ekki að stjórna ferðinni. Því þarf að breyta.

Mary Robinson sagði að við þyrftum að brjóta þetta

glerþak.“

Baráttan heldur stöðugt áfram. Herdís bendir á

að jafnréttisbarátta sé mannréttindabarátta. „Jafnrétti

er grundvallarréttur, forsenda lýðræðis og

réttarríkis og annarra mannréttinda sem eru meginstoðir

Evrópuráðsins. Jafnrétti kynjanna er einnig

grunngildi í Evrópusambandinu sjálfu eins og sjá

má af nýútgefnum Vegvísi framkvæmdastjórnar

ESB í átt að jafnrétti 2006-2010. Samþætting jafnréttissjónarmiða

er forsenda þeirra markmiða EES

samningsins að mynda öflugt efnahagssvæði sem

grundvallast á sameiginlegum reglum og sömu samkeppnisskilyrðum

og jafnrétti. EES samningurinn

hefur ekki verið uppfærður með sama hætti og

Evrópusambandssamningurinn þar sem eru skýr

ákvæði um athafnaskyldu til að tryggja jafnrétti

kynjanna, en það má hins vegar túlka stjórnarskrána

okkar þannig að hún geri kröfu um slíkt

og því ekkert óeðlilegt við kröfuna um að sett séu

lög til að jafna hlut kynjanna við stjórn efnahagslífs

sem hefur víðtæk áhrif í samfélaginu öllu. En

lagasetning er ekki nóg. Það þarf sterka pólitíska

og samfélagslega skuldbindingu og tengslanetið

gengur út á að efla hana.“

„Konur eru or›nar

mennta›ari, þær

eru har›duglegar

og eldklárar en

þær eru samt

einhvers sta›ar

fyrir ne›an

glerþaki›.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 137


V I N N U R F Y R I R S E Ð L A B A N K A B A N D A R Í K J A N N A

MEÐ ÞRJÁR GRÁÐUR Í HAGFRÆÐI:

SIGRÍÐUR

Í SEÐLABANKA

BANDARÍKJANNA

Það má segja að Sigríður Benediktsdóttir sé í eldlínu alþjóðafjármála þar

sem hún starfar fyrir stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna í Washington.

TEXTI: UNNUR H. JÓHANNSDÓTTIR

Ég starfa í alþjóðafjármáladeild hjá

stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna

en mitt sérsvið er fjármálafræði

þar sem áhersla er lögð á greiningu

hátíðnigagna, en það eru greining

gagna með mínútu- og jafnvel sekúndumillibili

á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Ég

sinni einnig ýmsum hagrannsóknum og

tölfræði,“ segir Sigríður sem er doktor

í hagfræði frá Yale háskóla í Bandaríkjunum.

„Doktorsritgerðin mín fjallaði um

markaðsvaka á verðbréfamarkaðnum í

New York og hvernig samskipti þeirra við

aðra hlutabréfamiðlara getur haft áhrif á

skammtíma verðmyndun. Þetta er flókið

samspil og erfitt að greina frá niðurstöðum

í stuttu máli án þess að einfalda þær um of

en það er þó ljóst að þessir markaðsvakar,

sem er fólk sem gefur upp söluverð á hlutabréfum

á verðbréfamörkuðum, og flest viðskipti

fara í gegnum þá, hafa upplýsingar

um framtíðarhreyfingar á verði hlutabréfa

sem þeir nýta sér til þess að hámarka

m.a. hagnað sinn. Rannsókn mín snerist

sem sagt um áhrif hegðunar þessara markaðsvaka

á verðmyndun á verðbréfamarkaðnum

í New York.“

Þrjár gráður og þrír strákar

Sigríður segir að hagfræðin hafi fljótlega

heillað sig. „Mér hefur alltaf þótt gaman að

og gengið vel í stærðfræði. Ég var í Verslunarskóla

Íslands, fór síðan í hagfræði í Háskóla

Íslands og að henni lokinni skellti ég

mér í tölvunarfræðina. Mig langaði að læra

meiri stærðfræði og fannst ögrun að takast

á við tölvunarfræðina þar sem ég hafði

alltaf haft lúmska tölvufóbíu. Ég fór því

verulega út fyrir þægindarammann þar,“

segir hún og hlær. „En það var alveg þess

virði, gekk reglulega vel og ég féll fljótlega

fyrir nánast öllu sem viðkemur tölvum og

það kemur sér mjög vel í núverandi rannsóknum

mínum.“

Leiðin lá síðan til Bandaríkjanna þar

sem hún tók MA-gráðu og M.Phil.-gráðu

í hagfræði við Yale-háskólann, eignaðist

þrjá stráka og lauk svo doktorsprófi þaðan

á síðasta ári. ,,Já, það er svo sannarlega

búið að vera nóg að gera,“ segir hún og

hlær. „Strákarnir mínir, Benedikt Jens, 6

ára, Kristján Geir, 4 ára, og Arnar Helgi, 1

árs, halda manni líka alveg við efnið. Maðurinn

minn, Arnar Geirsson, er nú að ljúka

sérfræðingsnámi í hjartaskurðlækningum

við University of Pennsylvania í Fíladelfiu

svo það hefur verið góður þriggja tíma akstur

á milli okkar undanfarið ár. Þetta hefur

samt allt blessast, ekki síst fyrir með góðri

hjálp au-pair stúlkunnar minnar, hennar

Ásdísar Blöndal.

Hér í Bandaríkjunum er umræðan um

kvenréttindi þó dálítið frábrugðin því sem

er heima, sérstaklega á vinnumarkaði. Ef

þú vilt ná langt og eiga stóra fjölskyldu þá

verður þú að eiga góðan maka eða hafa

góða hjálp til þess að allt geti gengið upp

og það á jafnt við um konur og karla. Hér er

ekki verið að velta kyni svo mikið fyrir sér

138 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


V I N N U R F Y R I R S E Ð L A B A N K A B A N D A R Í K J A N N A

á vinnumarkaðnum heldur hæfni. Almenn

réttindi á vinnumarkaði eru hins vegar svo

miklu minni en við þekkjum t.d. heima og

á hinum Norðurlöndunum. Í Seðlabankanum

er t.d. raunar ekkert til sem heitir fæðingarorlof,

hvorki hjá konum eða körlum.

Starfsmaður á kost á því að taka sér 12

vikur í launalaust leyfi og sumarfríið, það

er í rauninni allt og sumt.“

Sigríður segir að það sé reyndar svolítil

togstreita á milli heimavinnandi mæðra

og útivinnandi. ,,Ég finn að ég er svolítið

sér á báti meðal mæðra í skóla barnanna

minna þar sem ég vinn utan heimilis. Það

eru miklar kröfur gerðar til mæðra hér að

þær geri ýmsa hluti með börnunum sínum

og ég hef rekið mig á það þar að ég sé útivinnandi.“

Þríþætt starf og fjölbreytt

Sigríður átti von á sínu þriðja barni þegar

hún fór í atvinnuviðtal hjá Seðlabankanum

og það hafði engin áhrif á mat þeirra

á hæfni hennar eða hugsanleg framtíðarstörf

enda fékk hún

tilboð frá tveimur deildum

innan bankans og

raunar fleiri frá stórum

fyrirtækjum og háskólum

í Bandaríkjunum.

,,Það tíðkast að bjóða

nemendum í helstu háskólum

Bandaríkjanna á

ráðstefnu, sem er nokkurs

konar vinnumiðlun,

þar sem þeim er boðið

í viðtal til fyrirtækja, stofnana og háskóla.

Ég er með græna kortið og því leyfi til

þess að búa og starfa í Bandaríkjunum.

Ég fór í viðtal hjá Seðlabankanum og hafði

mikinn áhuga á starfi þar. Í framhaldi af

því var mér boðið að velja á milli tveggja

starfa í bankanum, annars vegar í alþjóðagjaldeyrisdeild,

þar sem ég væri m.a. í

rannsóknum á erlendum hlutabréfamörkuðum

og gjaldeyri og hins vegar í peningamáladeild

þar sem mér hefði gefist færi á

Af hverju virtust ákveðnir

gjaldmiðlar fylgja á eftir

þegar t.d. íslenska krónan

byrjaði að falla í lok febrúar

og af hverju fylgdu ekki

sömu gjaldmiðlar eftir

hreyfingum krónunnar þegar

hún hækkaði árið 2005?

Sigríður Benediktsdóttir starfar fyrir stjórn

Seðlabanka Bandaríkjanna.

að taka þátt í mjög sérvöldum rannsóknum

á bandarískum skuldabréfum. Ég valdi

fyrri kostinn,“ segir hún og það má heyra á

röddinni að hún brosir

og sér ekki eftir valinu.

„Starf mitt er mjög fjölbreytt

og skiptist í raun

í þrjá hluta. Einn hlutinn

snýst um greiningu

á áðurnefndum hátíðnigögnum

á alþjóðlegum

fjármálamörkuðum Við

erum sex doktorar í hagfræði

í deildinni minni,

hnífjafnt kynjahlutfall,

auk þriggja aðstoðarmanna og ritara. Við

skiptum með okkur vöktum er þessa vinnu

varðar þannig að ég tek vaktina um fimmtu

hverju viku. Þessi hluti starfsins krefst

þess að við séum í mjög nánu sambandi

við fjármálamarkaði og bankastjórnina.

Annar hluti starfsins felst í gerð skýrslna

fyrir bankastjórnina, bæði skýrslna fyrir

fundi þar sem vaxtaákvarðanir eru teknar

og almennar skýrslur um málefni sem þeir

óska eftir og eru á okkar sérsviði. Skýrslurnar

eru hafðar til hliðsjónar þegar vextir

Seðlabankans eru ákvarðaðir en þær

ákvarðanir hafa bein áhrif á langtímavexti

hér í Bandaríkjunum og raunar annars staðar

í heiminum. Síðasti þriðjungurinn fer

síðan í frjálsar rannsóknir.“

Rannsóknir á samhreyfingum gjaldmiðla

Rannsóknir eru auðvitað líf og yndi sérhvers

fræðimanns. ,,Mér finnst þær rannsóknir

sem ég er að vinna að núna mjög

áhugaverðar en það eru samhreyfingar

gjaldmiðla. Þá er ég að kanna hvort gjaldmiðlar

á markaði hagi sér öðruvísi þegar

það er gengislækkun en þegar það er

gengishækkun. Eru t.d. neikvæð viðhorf

gagnvart ákveðnum gjaldmiðlum á ákveðnum

tímum, sem gerir það að verkum að

gjaldmiðillinn fellur hraðar, tekur lyftuna

niður eins og það er nefnt í hagfræðinni, en

rís síðan hægar, þ.e. tekur stigann upp? Af

hverju virtust ákveðnir gjaldmiðlar fylgja á

eftir þegar t.d. íslenska krónan byrjaði að

falla í lok febrúar og af hverju fylgdu ekki

sömu gjaldmiðlar eftir hreyfingum krónunnar

þegar hún hækkaði árið 2005? Og af

hverju fylgdu þeir ekki jafnmikið eftir falli

krónunnar þegar alþjóðlega matsfyrirtækið

Fitch Ratings tjáði sig um íslenska efnahagslífið

um miðjan júní? Þetta er mjög

spennandi rannsóknarefni bæði út frá hagfræðilegu

og stærðfræðilegu sjónarhorni.

Seinna hef ég mikinn áhuga á að skoða

verðmyndun á hlutabréfamarkaðnum á

Íslandi, þar sem ég myndi þá skoða hátíðnigögn,

með það að markmið að kanna

hvort einstök viðskipti hafi veruleg áhrif á

verðmyndun þar,“ segir Sigríður Benediktsdóttir,

sem reyndar gengur undir nafninu

Sigga í Bandaríkjunum þar sem hennar íslenska

nafn þykir dálítið erfitt í framburði.

Landinn er hins vegar alltaf stoltur af framgangi

og sókn sinna þegna út í hinum stóra

heimi og mun án efa líta á Siggu sem fulltrúa

Íslands í starfsliði stjórnar Seðlabanka

Bandaríkjanna jafnvel þótt þjóðerni komi

starfinu sjálfsagt jafnlítið við og kynið!

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 139


S T J Ó R N A R K O N A Í S Í F

GLÖGGT ER

GESTS AUGAÐ

Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri stefnumótunar og þróunar

hjá Alfesca, segir hérna frá því hvernig Íslendingar og íslenskt

viðskiptalíf koma henni fyrir sjónir.

TEXTI: UNNUR H.

JÓHANNSDÓTTIR

Ég kann vel við það í fari Íslendinga

hvernig þeir hafa tileinkað sér það

besta frá öðrum þjóðum, sérstaklega

þeim sem eru vaxandi og

framsæknar í heimi viðskiptanna. Íslendingar

eru fljótir til ákvarðana og duglegir

að nýta sér tækifærin þegar þau gefast.

Þeir eru vel menntaðir og upplýstir og

virðast nýta möguleika tækninnar til hins

ýtrasta,“ segir Nadine Deswasière, framkvæmdastjóri

stefnumótunar og þróunar

hjá Alfesca (áður SÍF).

Nadine situr í framkvæmdastjórn Alfesca

og mun hafa aðsetur á nýrri skrifstofu

félagsins sem verður opnuð í London

í sumar. Nadine varð óháður stjórnarmaður

í Alfesca í mars 2005 en sagði sig úr

stjórninni samfara því að hún var ráðin

framkvæmdastjóri í apríl síðastliðnum.

Nadine er með 23 ára reynslu af störfum

í fyrirtækjum á sviði neytendavöru, lengst

af hjá Campbell Soup og Nestlé. Hún starfaði

í 16 ár hjá Nestlé í Frakklandi, Sviss,

Asíu og Austur-Evrópu. Hún var ábyrg fyrir

viðskiptaþróun og fyrirtækjakaupum í höfuðstöðvum

Nestlé og varð síðar sviðsstjóri

og svæðisstjóri félagsins áður en hún varð

framkvæmdastjóri hjá einu af dótturfyrirtækjum

Nestlé í Frakklandi með 340 milljóna

evra veltu.

Nadine er fædd 1960. Hún hlaut meistaragráðu

í markaðsfræðum frá háskólanum í

Lille í Frakklandi 1982 og lauk námi með

láði í félags- og hagfræði frá University of

Villeneuve d’Ascq í Frakklandi 1980. Nadine

lauk stjórnunarnámi frá IMD í Lausanne

í Sviss árið 2000.

Nadine var spurð hvort eitthvað hefði

komið henni á óvart í íslenskum viðskiptum

og um stjórnskipulag íslenskra fyrirtækja

þar sem valdapíramídinn er tiltölulega

flatur og boðleiðir stuttar.

„Í hreinskilni sagt þá vissi ég ekki mikið

um íslenskt viðskiptalíf en ímyndaði mér

að þið líktust Írum að einhverju leyti. Varðandi

uppbyggingu fyrirtækjanna finnst mér

mun nútímalegra og vænlegra til árangurs

að hafa einfalt og frekar flatt stjórnskipulag.

Með því móti geta stjórnendur innan

fyrirtækjanna haft meira svigrúm til að

þroskast í starfi og hafa áhrif á reksturinn.

Þessi fyrirtæki eru einnig mun sveigjanlegri

í samkeppnisumhverfi. Strangt stjórnskipulag

hindrar sveigjanleika og truflar

eðlilegt flæði í viðskiptum. Ég hef upplifað

hvort tveggja og er því ekki í vafa um að

einfalt skipulag og stuttar boðleiðir eru

vænlegri til árangurs.“

Íslendingar eru ekki sérlega formlegir í

samskiptum eða viðskiptum og ekki alltaf

mjög meðvitaðir um siði og venjur sem

kunna að ríkja í öðrum löndum. Hvernig

upplifir þú þetta?

„Ég hóf starfsferil minn á auglýsingastofu

þar samskiptin voru á óformlegum

nótum . Ég er í eðli mínu mjög óformleg og

hjá stórri fyrirtækjasamsteypu eins og Nestlé

rak ég mig stundum á. Engu að síður var

ég alltaf mjög hreinskiptin í samskiptum

mínum við stjórnendur félagsins bæði við

forstjórann og aðra samstarfsmenn. Þetta

óformlega samskiptaform gekk upp þar

sem ég var alltaf samkvæmt sjálfri mér og

það kann að hafa haft áhrif að ég er kona.

Allir starfsmenn fyrirtækja þurfa að skila

árangri og það eykur sjálfstraust þeirra

þegar þeir eru viðurkenndir óháð kynferði

eða starfsheiti.“

Nadine segist ekki móðgast þó að Íslendingar

fari eigin leiðir í samskiptum.

„Ólafur Ólafsson stjórnarformaður og Jakob

Sigurðsson forstjóri eru mjög móttækilegir

og virðast koma eins fram við alla.

Það er óvenjulegt fyrir mig, en ég kann

því afar vel. Kynni mín af Íslendingum

gefa til kynna að þeir séu hreinskiptnir

eins og Frakkar en einnig kurteisir eins og

Þjóðverjar. Ykkur virðist lagið að tileinka

ykkur jákvæða þætti frá ólíkum menningarsvæðum.“

Hvað varð til þess að þú þáðir sæti í

stjórn SÍF sem síðar varð Alfesca?

140 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


S T J Ó R N A R K O N A Í S Í F

„Kynni mín af Íslendingum

gefa til kynna að þeir séu

hreinskiptnir eins og Frakkar

en einnig kurteisir eins

og Þjóðverjar.“

Nadine Deswasière var áður stjórnarmaður hjá Alfesca. Hún er núna framkvæmdastjóri

stefnumótunar og þróunar. En hvernig kemur íslenskt viðskiptalíf henni fyrir sjónir?

„Ég hitti Ólaf Ólafsson og hann greindi

mér frá grundvallarbreytingu á kjarnastarfsemi

félagsins þar sem horfið yrði frá hefðbundnum

viðskiptum með sjávarafurðir og

farið í framleiðslu og sölu á virðisaukandi

matvælum. Þetta umbreytingarferli vakti

áhuga minn. Ólafur sagði að það mundi

styrkja félagið að fá konu með mikla markaðsþekkingu

í stjórnina og það hafði vissulega

áhrif. Þetta var auk þess í fyrsta sinn

sem ég tek sæti í stjórn fyrirtækis og ég var

mjög upp með mér, m.a. vegna þess að hlutfall

kvenna í stjórnum evrópskra fyrirtækja

er einungis 4%. Íslendingar höfðu sent evrópskum

samfélögum ákveðin skilaboð þar

sem þeir kusu sér fyrsta kvenforsetann og

tiltölulega hátt hlutfall alþingismanna eru

konur. Hins vegar virðist þið frekar aftarlega

á merinni verðandi hlutfall kvenna í

stjórnum fyrirtækja. Það gefur auga leið

að fyrirtæki sem er í framleiðslu og sölu

á matvælum þarf að hafa konu eða konur

í stjórn. Þær skilja þarfir neytendanna

einfaldlega betur og vita hvers fjölskyldurnar

þarfnast enda eru það yfirleitt konur

sem skipuleggja innkaup fyrir heimilin.

Fyrirtæki sem höfðar þannig til kvenna

verður að hafa stjórnarmann sem skilur

þær. En því miður eru því þannig farið að

60% þeirra sem skipuleggja innkaupin eru

konur en einungis 4% stjórnarmanna fyrirtækja

eru konur. Hlutur kvenna í stjórnum

fyrirtækja þarf að aukast til hagsbóta fyrir

fyrirtækin.“

Hvað finnst þér um hlut kvenna í íslensku

viðskiptalífi?

„Konur geta bæði verið stefnumarkandi

og haft innsýn í þarfir neytenda. Ég hef

annast ráðningu fjölda starfsmanna og

þótt karlmenn séu oft stefnufastir virðist

þá stundum skorta jarðsamband. Styrkur

kvenna felst í því að þær geta bæði verið

stefnufastar og raunhæfar. Að mínu mati

búa konur oftar yfir tilfinningagreind. Hluti

skýringarinnar kann að felast í hefðbundnu

hlutverki konunnar sem annast heimili samhliða

vinnu. Konur eru vanar því að samhæfa

ólík verkefni og öðlast nauðsynlega yfirsýn.

Konur kunna að vera meiri tilfinningaverur

en karlar en í stjórnunarstörfum og

þegar höndlað er með „lifandi vörumerki“

(living brands) skipta tilfinningar miklu

máli. Konur virðast skilja betur að nálgast

verður neytandann á heildrænan hátt og

taka tillit til þátta sem setja tilveru þeirra

í víðara samhengi, þ.m.t. tilfinninga þeirra

gagnvart vörum og vörumerkjum.“

Heldur þú að aukin stjórnarþátttaka

kvenna auki velferð fyrirtækja?

„Konur eru mikilvægar fyrir sjálfbæra

þróun fyrirtækjanna til lengri tíma litið.

Margir fjárfestar hafa tilhneigingu til að

hafa skammtímasjónarmið að leiðarljósi

en það er í eðli kvenna að hugsa til lengri

tíma. Það á að einhverju leyti rætur að

rekja til móðurhlutverksins og uppeldis

barnanna en það er langtímaverkefni. Svo

byggja megi upp sjálfbæran rekstur verður

maður að taka tímann með í reikninginn og

tileinka sér þolinmæði.“

En heldur þú að innleiðing kynjakvóta í

stjórnum fyrirtækja sé skynsamleg leið til

að auka hlut kvenna?

„Ég er frekar fylgjandi kynjakvótum því

annars vöknum við upp eftir eina eða tvær

kynslóðir og sjáum að ekkert hefur gerst.

Reglurnar verða að vera til staðar til að

venjur skapist og samfélagið mótist. Þegar

venjur hafa skapast þarf engar reglur þar

sem þær eru þegar orðnar sjálfsagður hluti

af skipulaginu.. Þú þarft ekki reglur ef þær

endurspeglast í hegðun þinni og eru meitlaðar

í huga þér. En þar til það gerist er ég

fylgjandi reglum eins og kynjakvóta.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 141


K Y N N I N G

RADISSON SAS 1919 HÓTEL:

1919 Hótel hlýtur mikla

viðurkenningu á fyrsta starfsári

Á

fyrsta starfs ári sínu hef ur 1919 Hót el í gamla Eim skipa fé lagshús

inu í hjarta Reykja vík ur hlot ið tvenns kon ar við ur kenn ingu:

CNBC E urope an Business Mag azine hef ur út nefnt það eitt af

tutt ugu bestu við skipta hót el um Evr ópu og því hef ur ver ið boð in að ild

að Virtu oso Hot el & Resort, al þjóð leg um sam starfs vett vangi hót ela og

ferða skrif stofa. 1919 Hót el er fyrsta hót el ið í Rad is son SAS hót el keðjunni

sem hlotn ast þessi heið ur.

„ Þetta er mik il heið ur fyr ir 1919 Hót el sem varð eins árs 10. júní sl.

Gíf ur leg vinna ligg ur á bak við þetta og sömu leið is að koma hót el inu á

þenn an góða rek spöl. Á lag ið hef ur ver ið mik ið og við erum mjög á nægð

því að þessi við ur kenn ing seg ir okk ur að við séum á réttri leið,“ seg ir

Gréta Björg Blængs dótt ir, sölu- og mark aðs stjóri Rad is son SAS 1919

Hótels.

Gréta Björg bæt ir við að greini leg þörf hafa ver ið fyr ir hót el á borð

við 1919, bæði hvað varð ar stærð og stað setn ingu, sem er lyk il at riði.

Hús ið sé al veg stór glæsi legt og eins og hann að fyr ir þetta verk efni í

upp hafi, hátt til lofts og vítt til veggja. Hún seg ir að hót el ið henti mjög

vel við skipta fólki. Það komi aft ur og aft ur og mynd ast hafi hóp ur fastra

við skipta vina sem vilji hvergi ann ars stað ar vera. „Það sýn ir að við erum

vænt an lega að gera góða og jafn framt rétta hluti. Auð vit að má alltaf

bæta sig enda er það hluti af vel gengn inni að vera sveigj an leg og í takt

við breyti legt um hverfi hverju sinni. Við leggj um okk ur fram um að

veita góða þjón ustu og ég hef það að leið ar ljósi að vera hrein skil in og

heið ar leg við við skipta vini mína ef eitt hvað kem ur upp á, því það skil ar

best um ár angri.“

Her bergj um fjölg ar og fund ar að staða eykst Rad is son SAS 1919

Hót el hóf starf sem ina með 70 her bergi en nú eru að bæt ast við 18 ný

her bergi í húsi við Hafn ar stræti sem teng ist hót el inu. Einnig verð ur

fund ar að staða auk in með haustinu. Með stækk un inni er kom ið til móts

við þörf sem greini lega er fyr ir hót el af þess ari stærð í Reykja vík. Í hótel

inu eru ferns kon ar her bergi, 24 hefð bund in her bergi, 28 deluxe-herbergi,

16 „juni or“ svít ur og tvær stór ar svít ur á fimmtu hæð hót els ins.

Nýju her berg in 18 verða deluxe-her bergi enda er mest þörf fyr ir þau.

Við skipta fólk vill á kveð in þæg indi sem það er til bú ið að greiða fyr ir.

Gréta Björg er sölu- og mark aðs stjóri 1919 Hótels og sér um sölu

og mark aðs setn ingu hót els ins, veit inga stað ar ins Salts og bars ins sem er á

götu hæð hót els ins. „Hót el ið er að ili að Rad is son SAS keðj unni og nýt ur

þess í mark aðs setn ingu sinni og má þakka vel gengni hót els ins að hluta

til þess um tengsl um því að Rad is son SAS er þekkt vöru merki í Evr ópu

og eink um á Norð ur lönd un um. „Við leggj um okk ur sér stak lega eft ir

að taka á móti ein stak ling um og minni hóp um og höf um gert það frá

byrj un. Nú höld um við ó trauð á fram að laga okk ur að þörf um þess ara

hópa,“ seg ir Gréta Björg Blængs dótt ir.

Gréta Björg

Blængs dótt ir

er sölu- og

markaðs stjóri

1919 Hótels.

Á Rad is son SAS

1919 Hóteli eru

til stað ar minni

funda her bergi sem

henta vel stjórn arfund

um fyr ir tækja og

vinnufund um.

142 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

KREDITKORT HF:

Mikil útgáfa

MasterCard korta

í bönkum og

sparisjóðum

Allir bankar og sparisjóðir gefa nú út MasterCard kreditkort. Nú

eru MasterCard kort á Íslandi orðin yfir 115 þúsund talsins og

meirihluti þeirra gefinn út af bönkum og sparisjóðum, að sögn

Helgu S. Sigurgeirsdóttur, forstöðumanns Þjónustusviðs Kreditkorts hf.

Þekking á eiginleikum MasterCard korta er orðin góð meðal bankastarfsmanna,

enda eiga viðskiptavinir ekki að finna mun á því hvort þeir

fá sér MasterCard kort í banka, sparisjóði eða hjá Kreditkorti hf.

Af hverju MasterCard? MasterCard ferðaávísun á mikinn þátt í sókn

MasterCard að undanförnu, því hún hefur átt síauknum vinsældum

að fagna og fólk finnur að þar er örugg leið til að lækka ferðakostnað.

Þegar sótt er um ákveðin MasterCard kort fylgir 5.000 kr. MasterCard

ferðaávísun, en eftir það er fjárhæð ávísunar tengd veltu innanlands, en

söfnun er mismikil eftir tegundum korta.

Möguleikum til að nota MasterCard ferðaávísunina

hefur fjölgað mjög undanfarið og hana má

nú nota til að greiða inn á allt millilandaflug hjá

yfir 20 ferðaskrifstofum og flugfélögum, hvort

sem um ræðir pakkaferðir, áætlunar-, leigu- eða

netflug. Auk þess er hægt er að fara í siglingu með

Smyril Line og fljúga innanlands með Flugfélagi

Íslands. Fólk áttar sig einnig betur og betur á því

hve auðvelt er að hækka ávísunina með því að

setja boðgreiðslur og aðrar fastar greiðslur heimilisins

á MasterCard kreditkort og nota það auk þess

til að greiða fyrir daglega neyslu. Margt smátt gerir

eitt stórt og fljótlega hefur safnast upphæð sem

munar um þegar greiða á fyrir ferðina.

Sérstaða ferðaávísunarinnar felst ekki síst í því

að upphæðin sem safnast er í krónum og að hægt

er að nota ávísunina, hvort sem hún hljóðar upp á

1.000 eða 100.000 krónur, til að greiða fyrir ferð

að hluta eða að fullu.

Á vefnum www.kreditkort.is

fást upplýsingar um

allt sem MasterCard korthöfum

stendur til boða:

Ferðaávísun og krónusöfnun,

fríðindaklúbb,

ferðatryggingar, SMS þjónustu

og staðgreiðslulán.

Helga S. Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður Þjónustusviðs Kreditkorts.

Gríðarvinsælir netklúbbar Önnur ástæða fyrir

mikilli sókn MasterCard korta að undanförnu er

að Kreditkort hf. hefur í um þrjú ár starfrækt fríðindaklúbba

á Netinu fyrir MasterCard korthafa

og eru þeir orðnir sjö: Ferðaklúbbur, Fótboltaklúbbur,

Bíóklúbbur, Dekurklúbbur, Tónlistarklúbbur,

Tilboðsklúbbur og ATLAS-hópurinn.

Á www.kreditkort.is/klubbar getur fólk skráð sig

í klúbba tengda áhugamálum sínum og í kjölfarið

fengið spennandi tilboð og leiki senda með

tölvupósti. Þetta hefur reynst gríðarlega vinsælt

og eru fjölmörg dæmi um viðskiptavini sem fá

sér MasterCard kort eftir að hafa kynnst fríðindaklúbbunum.

144 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

LÝÐHEILSUSTÖÐ:

Markmiðið er að stuðla að heilbrigðara lífi

Lýðheilsustöð var stofnuð árið 2003. Meginhlutverk hennar er

að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs og er það gert

með þrennu móti: Að efla þekkingu með þátttöku í rannsóknum,

kennslu og árangursmati á aðgerðum, að fræða, og hafa þannig áhrif á

viðhorf og hegðun og loks að vera stjórnvöldum til ráðgjafar og hafa

með því áhrif á bættar aðstæður.

Starfsemi Lýðheilsustöðvar skiptist samkvæmt skipuriti í þrennt:

Verkefnasvið, rannsókna- og þróunarsvið og loks

samskiptasvið. Margar rannsóknir eru framkvæmdar

á vegum Lýðheilsustöðvar og þá ekki síst í samvinnu

við aðra. Forstjórinn, Anna Elísabet Ólafsdóttir, segir

að verið sé að þróa svokallaða heilsuvísa sem ná

til tóbaksvarna, áfengis- og vímuvarna, slysavarna

barna, mataræðis, hreyfingar, líkamsþyngdar, geðræktar

og tannverndar. „Fyrst er tekin staðan í viðkomandi

málaflokki og síðan fylgst með þróuninni í

ljósi þeirra aðgerða sem við grípum til. Ef aðgerðirnar

skila ekki tilætluðum árangri verðum við að sjálfsögðu

að finna nýjar leiðir,“ segir Anna Elísabet.

Markmið heilsuvísanna Í yfirliti yfir nokkra helstu heilsuvísana birtist

staðan miðað við ákveðið ár, markmið Lýðheilsustöðvar til ársins 2010

og loks hvaða árangri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 gerir ráð fyrir.

Sem dæmi má nefna að hlutfall nemenda í 10. bekk

grunnskóla sem reykja daglega lækki úr 12% (2006) niður

í 5% fram til ársins 2010. Í ár stóð Lýðheilsustöð,

í samvinnu við Háskólann á Akureyri, að rannsókn

á heilsu og líðan íslenskra grunnskólabarna.

Anna Elísabet segir að rannsóknin sé mjög

merkileg og skemmtileg fyrir margar sakir, ekki

síst vegna þess hversu umfangsmikil hún sé, enda

nái hún til nær alls landsins. Alls svöruðu 11.800

nemendur og svarhlutfallið var 86%. Sama rannsókn

er framkvæmd í 40 öðrum löndum í ár

Geislandi af heilbrigði.

og þannig verðum við samanburðarhæf við fjölmörg önnur lönd bæði í

Evrópu og Norður-Ameríku.

Athyglisverð verkefni Undir heilsuvísinum Geðrækt má nefna verkefnið

Vinir Zippý. Þetta er forvarnarverkefni fyrir 5-7 ára börn á sviði

geðheilsu, byggt á þeirri hugmynd að sé ungum börnum kennt að kljást

við erfiðleika verði þau betur undir það búin að mæta vandamálum og

andstreymi á unglingsárum og síðar á lífsleiðinni.

Börnin velta t.d. fyrir sé dauðanum og lífinu í

tengslum við heimsókn í kirkjugarð. Verkefnið var

fyrst sett í gang í Danmörku og Litháen og hér á

landi var það prufukeyrt í þrem skólum í vetur.

Annað athyglisvert verkefni er Allt hefur áhrif

- einkum við sjálf! Það er unnið í samvinnu við

25 sveitarfélög í landinu. Markmiðið er að bæta

lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á

hreyfingu og góða næringu.

„Við höfum unnið markvisst að stefnumótun og

framtíðarsýn,“ segir Anna Elísabet og bendir á að á

heimasíðunni www.lydheilsustod.is sé hægt að fá upplýsingar um starfsemina,

rannsóknir og samvinnuverkefni auk þess sem þar sé að finna

fjölbreytilegt fræðsluefni.

Gildum starfsmanna Lýðheilsustöðvar

má lýsa með orðunum

þekking, virðing, árangur og samvinna

en samstarf er einmitt grundvöllur

að árangri starfsins í heild.

146 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

Anna Elísabet Ólafsdóttir

er forstjóri Lýðheilsustöðvar,


K Y N N I N G

Á vef síð unni www.kornax.is

er hægt að lesa um „ brauð

mán að ar ins“, fá upp skrift ir,

kynna sér vör ur og inn flutning

fyr ir tæk is ins og afla sér

ým iss kon ar fróð leiks um

hveiti og sitt hvað fleira.

Svava Liv Ed gars dótt ir, fram kvæmda stjóri Kornax.

KORNAX:

Frá Kornaxi kemur

íslenskt úrvalshveiti

Fyr ir tæk ið Líf land, sem áður var MR, keypti um síð ustu ára mót

Kornax ehf., en fram að því átti MR 37,5 % hlut í Kornaxi á móti

Fóð ur blönd unni og danska fyr ir tæk inu Val semöl len. Svava Liv Edgars

dótt ir, fram kvæmda stjóri Kornax, seg ir að fram veg is sem hing að til

verði mark mið Kornax fyrst og fremst að þjóna fyr ir tækj um í bakst ursog

mat væla geir an um. Fyr ir tæk ið kapp kost ar að fylgj ast með þörf um

við skipta vina sinna og reyn ir ætíð að vera skrefi á und an. Framund an er

auk ið vöru úr val og nýj ung ar sem koma við skipta vin um vel.

Á næsta ári verð ur Kornax 20 ára. Það er eina hveiti myll an á landinu

og flyt ur inn korn til möl un ar frá Evr ópu og Am er íku. Þá er það

langstærsta fyr ir tæki í fram leiðslu og dreif ingu á hveiti á neyt enda vörumark

aði hér þótt það sé ekki stór hluti af heild ar fram leiðsl unni. „Við

leggj um okk ur að al lega eft ir að sinna bak ar í um, bæði verk smiðju- og

hand verks bak ar í um, og dreif ing ar fyr ir tækj um sem dreifa fyr ir okk ur

hveiti á pizza staði, leik skóla, skóla, mötu neyti o.fl. Kornax hef ur lengi

flutt inn mjög marga vöru flokka fyr ir bök un ar mark að inn: Konditor i-

vör ur, rús ín ur og súkkulaði, smjör líki, syk ur, spelt, hafra mjöl, ýms ar

brauð blönd ur og margt fleira. Kornið, sem flutt er inn, er bland að á mismun

andi hátt eft ir þörf um mark að ar ins en Kornax rek ur einmitt mjög

full komna og tækni vædda verk smiðju sem er í gangi all an sól ar hring inn

all an árs ins hring. Hjá fyr ir tæk inu vinna 12 manns en verk smiðj an er

svo full kom in að hún geng ur meira og minna mann laus.

Rann sókn ar stofa og til rauna bakst ur Kornax er með eig in rannsókn

ar stofu þar sem fylgst er náið með framleiðslu fyrirtækisins. „Menn

kaupa ekki bara eitt hvert hveiti,“ seg ir Svava Liv. „Nauð syn legt er að

passa vand lega upp á korn ið sem kem ur í stór um skips förm um, hvort

það upp fylli skil yrði sem sett eru t.d. varð andi prótein inni hald, ens ímvirkni

og hörku hveit is ins. Þetta þarf að mæla og búa síð an til blönd ur

í rétt um hlut föll um. Í tengsl um við rann sókn ar stof una fer fram til raunabakst

ur þar sem ver ið er að prófa sig á fram með margs kon ar blönd ur

enda er alltaf ver ið að taka inn nýj ar vör ur frá birgj um okk ar. Nýj ungarn

ar eru síð an kynnt ar í bak ar í un um.“

Eitt af því sem Kornax flyt ur inn eru nýj ar brauð blönd ur og nýjasta

bland an fyr ir bak arí in er Tosca Far ina sem er ítölsk brauð lína. Svava Liv

seg ir að brauð in úr blönd unni séu til val in fyr ir sum ar ið, al veg frá bær

t.d. með góðu rauð víni. Þau eru létt og raka mik il, laus við öll aukefni

og ó trú lega bragð góð.

Framund an er á fram hald andi þró un fyr ir tæk is ins, Kornax er að

stækka og efl ast og stefn ir að auknu vöru úr vali bæði fyr ir neyt enda vörumark

að og bak arís geira í nán ustu fram tíð.

Svava Liv hef ur starf að hjá Kornaxi sem fram kvæmda stjóri í tvö og

hálft ár. Hún er mat væla fræð ing ur og starf aði lengi hjá Holl ustu vernd

og Um hverf is stofn un. Síðan fór hún í við skipta fræði og eftir það lá leið

hennar í Kornax.

148 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

PFIZER:

Lyfjum er ætlað að lækna,

lina og fyrirbyggja sjúkdóma

Pfiz er er stærsti lyfja fram leið andi í heimi og fram leið ir ein vörðungu

frum lyf. Pfiz er er stærsta frum lyfja fyr ir tæk ið á Ís landi með

11,3% mark aðs hlut deild á fyrsta árs fjórð ungi 2006, sam kvæmt

upp lýs ing um Ernu Jónu Sig munds dótt ur, mark aðs stjóra Pfiz er á Íslandi.

„Þeg ar ég kom til starfa hjá Pfiz er árið 1996 vor um við að eins með

rúm lega 1,8% mark aðs hlut deild svo að vöxt ur inn hef ur ver ið mjög

mik ill. Við erum með 78 lyf seð ils skyld lyf og 6 lausasölulyf,

allt frum lyf sem fyr ir tæk ið hef ur þró að frá grunni. Helstu

með ferð ar svið in eru: Augn sjúk dóm ar, gigt ar sjúk dóm ar og

verk ir, hjarta- og æða sjúk dóm ar, krabba mein og vaxt artrufl

an ir, ris vanda mál, tauga- og geð sjúk dóm ar, sýk ing ar,

þvag færa sjúk dómar og önd un ar færa sjúk dóm ar.“

Erna Jóna seg ir að hjá Pfiz er sé æv in lega haft að leið ar ljósi

að sjúk ling ur inn sé mið punkt ur inn. Menn líti á það sem hlut verk sitt

að koma sem allra best um og ít ar leg ust um upp lýs ing um um lyf in til

heil brigð is starfs fólks, ekki síst lækna sem á vísa lyfj un um, enda liggi þekking

in hjá starfs mönn um Pfiz er þar sem þró un lyfj anna hef ur far ið fram.

Fyr ir tæk inu er mik ill akk ur í að lækn ar þekki kosti og galla lyfj anna og

ekk ert komi þeim á ó vart þeg ar lyf in eru not uð. „ Þannig get um við

tryggt best an ár ang ur.“

Kostn að ur við lyfja þró un er mik ill „Við erum bæði með göm ul og

ný lyf og mik ið af ó dýr um lyfj um sem hafa ver ið not uð lengi en eru

kannski ekki eins vel rann sök uð og nýju lyf in. Það stafar af því að kröfurn

yfirvalda eru alltaf að aukast og nýrri lyf in á mark aðn um eru miklu

bet ur rann sök uð en þau eldri. Af því leið ir að kostn að ur við að þróa

ný lyf hef ur auk ist mik ið og nú kost ar um 60-80 millj arða að þróa eitt

lyf. Þetta skýr ir einka leyfi lyfja fram leið enda á lyfj un um sem er í

á kveð inn tíma, oft 10-12 ár. Á þeim tíma eiga lyfja fyr ir tækin

að hafa mögu leika á að ná aft ur kostn að in um við þró un

lyfs ins. Þeg ar einka leyf ið renn ur út er hægt að hefja framleiðslu

sam heita lyfs og um leið lækk ar verð ið. Þar sem

ekki er til ó tak mark að fé til lyfja kaupa er það þjóð hags lega

hag kvæmt að verð á lyfj um lækki þeg ar tími einka vernd ar

er lið inn. Þá mynd ast rými til kaupa á nýj um lyfj um sem

alltaf eru tals vert dýr ari. Þannig höld um við á kveðnu jafn vægi.“

Í þessu sam bandi bend ir Erna Jóna á að ekki megi hindra að gang

sjúk linga að nýj um lyfj um. Þeg ar kostn að ur við lyf sé met inn verði að

hafa í huga á vinn ing af notk un þeirra fyr ir sjúk ling inn og um leið samfé

lag ið. Lyfj un um er ætl að að lækna, lina eða fyr ir byggja sjúk dóma eða

þján ing ar og því nauð syn legt að meta hvers virði það er en ekki ein blína

ein göngu á kostn að ar hlið ina.

Erna Jóna

Sig munds dótt ir

er mark aðs stjóri

Pfiz er.

Pfiz er er stærsta lyfja -

fyr ir tæki í heimi, stofn að í

Banda ríkj un um árið 1849

og starfar nú í yfir 150

lönd um. Starfs menn eru

yfir 122 þús und. Hjá Pfiz er

á Ís landi eru níu starfsmenn.

Pfiz er rekur

sjálf stæða mark aðs deild

innan Vistor hf.

150 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Upplýsingasvið Útflutningsráðs

svarar fyrirspurnum íslenskra

fyrirtækja um fjölmargt er tengist

útflutningi og aðstoðar þau við

leit á samstarfsaðilum fyrir milligöngu

Euro Info Centre netsins

sem Útflutningsráð á aðild að.

Erna Björnsdóttir hefur verið forstöðumaður upplýsingasviðs Útflutningsráðs í rúm fimm ár.

ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS:

Sala vöru og þjónustu

er markmið kynningarstarfsins

Meginhlutverk Útflutningsráðs Íslands er að auðvelda íslenskum

fyrirtækjum að selja vörur sínar, þjónustu og þekkingu erlendis

og miðast öll verkefni að því að fyrirtækin nái sölu, að sögn

Ernu Björnsdóttur, forstöðumanns upplýsingasviðs Útflutningsráðs.

Erna hefur starfað í rúm fimm ár hjá Útflutningsráði en áður vann hún

í tæpt ár hjá Fjárfestingarstofunni sem nú heyrir undir Útflutningsráð

og er ætlað að laða til landsins erlenda fjárfesta.

„Skipulagning sýningarþátttöku er grunnurinn að starfsemi okkar

og kannski það sem við erum þekktust fyrir. Þátttaka í sýningum hefur

aukist mikið, áður var farið á 7-8 sýningar á ári en nú eru þær hátt í 20

talsins. Fyrrum voru þetta nær eingöngu sjávarútvegssýningar en nú er

m.a tekið þátt í hönnunar- og líftæknisýningum, sýningum á farsímalausnum

og kaupstefnum um tónlist, auk þess sem farið er á hestamót

erlendis með vörur sem tengjast íslenska hestinum.“

Útflutningsráð skipuleggur ferðir sendinefnda til útlanda t.d. í

tengslum við opinberar heimsóknir. Íslensku þátttakendurnir funda með

fyrirtækjum í því landi sem heimsótt er og haldin er ráðstefna þar sem

kynnt eru íslensku fyrirtækin, íslenskt viðskiptalíf og viðskiptaumhverfi.

Á sama hátt er Útflutningsráð erlendum sendinefndum og blaðamönnum

sem hingað koma innan handar við að veita upplýsingar og

koma á tengslum við íslensk fyrirtæki. Þá má nefna að markaðsráðgjafar

starfa erlendis fyrir íslensk fyrirtæki og samstarf er við viðskiptafulltrúa í

sendiráðum Íslands og er það starf ómetanlegt í íslenskri útrás.

Löng og stutt námskeið Ráðgjöf og fræðsla skipar einnig stóran sess

í starfinu. Haldin eru bæði stutt og löng námskeið og sem dæmi um

stutt námskeið má nefna námskeið haldin í samstarfi við Mími um

hvernig svara skuli í síma á ensku en þeir sem annast símsvörun eru

fyrsta rödd fyrirtækisins og því nauðsynlegt að þeir kunni að koma

fyrir sig orði á ensku. Lengri námskeið hafa m.a. verið haldin um

sölutækni og samstarf við umboðsmenn og sérsniðin námskeið fyrir

aðila í ferðaþjónustu.

„Flaggskipið okkar er Útflutningsaukning og hagvöxtur, níu mánaða

námskeið. Fulltrúar u.þ.b. 10 fyrirtækja hittast þá í hverjum mánuði og

fá leiðsögn um hvað eina sem tengist markaðssetningu og útflutningi og

vinna með ráðgjafa að gerð útflutningsskýrslu en fulltrúar fyrirtækja á

borð við Össur og Bakkavör stigu einmitt sín fyrstu skref á þessu námskeiði.

Sextándi hópurinn var að útskrifast og við segjumst gjarnan gera

þá kröfu að fyrirtækin standi sig ekki síður en fyrirrennararnir og verði í

sömu sporum og þeir eftir 10 ár!“ segir Erna og brosir glettnislega.

152 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

HÖNNUN:

Starfsandinn hjá

Hönnun er frábær

Þeg ar Svava Bjarna dótt ir fjár mála stjóri kom til Hönn un ar fyr ir

fimm og hálfu ári voru starfs menn tæp lega 70 tals ins. Nú eru

þeir 160, enda er mik ill vöxt ur í fyr ir tæk inu sem er stór þátt takandi

í Norð ur áls- og Fjarða áls verk efn un um. Hönn un hef ur, á samt fleiri

fyr ir tækj um, eft ir lit með bygg ingu stöðv ar húss ins við Kára hnjúka og

kem ur að Tón list ar- og ráð stefnu hús inu sem rísa á við Reykja vík ur höfn

auk fjöl margra ann arra hefð bund inna verk efna eins og t.d. skóla bygginga

og vega mann virkja.

„Ég tók að mér starfs manna mál fyr ir einu og hálfu ári og það hef ur

ver ið mjög lær dóms ríkt. Hönn un varð „Fyr ir tæk is árs ins“ í fyrra í

könn un VR og í öðru sæti í ár. Eft ir að starfs fólk Hönn un ar kaus okk ur í

fyrsta sæti var á kveð ið að gera sér staka við horfskönn un með al allra starfsmanna

fyr ir tæk is ins. Út kom an var frá bær en við höf um hald ið á fram að

vinna í starfs manna mál un um, enda er alltaf hægt að bæta sig. Ann ars

get ég full yrt að stofn end urn ir gáfu tón inn strax í upp hafi og hon um

hef ur ver ið fylgt síð an.“

Svava Bjarna dótt ir er ekki að eins fjár málaog

starfs manna stjóri Hönn un ar. Hún á einnig

sæti í stjórn dótt ur fyr ir tæk is Hönn un ar, Skipaskoð

un Ís lands, sem ann ast á stands skoð un

skipa á samt mörgu öðru, til dæm is að framkvæma

ör ygg is mat á leik svæð um.

Með al ald ur inn lækk ar Með al ald ur starfs manna Hönn un ar er 37 ár.

Svava seg ir að þeg ar fyr ir tæki stækki jafn hratt og Hönn un ger ir lækki

með al ald ur inn sem hafi ver ið 40 ár fyr ir tveim ur árum. Kon ur eru 24%

starfs manna. Mik ill vöxt ur er í verk fræði geir an um vegna stór verk efnanna

sem tal in voru upp hér að fram an en Hönn un er að auki stórt fyrir

tæki á virkj ana-, um ferð ar-, um hverf is- og véla sviði. Vöxt ur inn hófst í

Reykja vík og svo tóku við fram kvæmd ir fyr ir aust an og nú er allt að fara

af stað á Ak ur eyri þar sem Hönn un er þátt tak andi í bygg ingu menn ingar

húss og hjúkr un ar heim il is ins Hlíð ar auk fleiri stór verk efna.

Svava Bjarnadóttir er fjár mála- og starfs manna stjóri Hönn un ar.

„Starfsand inn er mjög góð ur og þetta er skemmti leg ur vinnu stað ur,“

seg ir Svava og bæt ir við að þeg ar hún mætti í ráðn ing ar við tal hafi þrír

herra menn set ið á móti henni og hún hafi á kveð ið að spyrja einn ar

spurn ing ar: „Af hverju er svona gott að

vera hjá Hönn un?“ Þeir svör uðu að bragði:

„Það er bara svo skemmti legt að vinna

hérna.“ Það reynd ist rétt.

Kon urn ar í Hönn un í garð veislu hjá Svövu.

Allt frá ör ygg is nefnd í villi dýra nefnd

Starfs manna fé lag Hönn un ar er mjög virkt:

Ör ygg is nefnd hug ar að starfs ör yggi starfsmanna

sem vinna oft við ó venju leg ar

að stæð ur. Veiði menn irn ir eru í flugu hnýtinga

nefnd og skot veiði menn í villi dýranefnd

og auð vit að er rauð víns- og bjórsmökk

un af og til. Ný lega var mynd list arsýn

ing í húsa kynn un um að Grens ás vegi

1. Vit að er að starfs menn mála og eru nú

að safna kjarki til að sýna á næstu sýn ingu.

Í þrótta mót fara fram á gróð ur sælli lóð inni

þar sem síð ast var keppt í að snara skrifstofustóla!

154 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

Í Efnamóttökunni er á

hverju ári tekið við um

3500 tonnum af úrgangi

sem krefst sérstakrar meðhöndlunar.

Magnið hefur

vaxið mikið undanfarin

ár. Mikil áhersla er lögð

á eyðingu trúnaðargagna

hjá Efnamóttökunni en þar

vinna nú tíu manns.

Sigurlaug G. Sverrisdóttir, deildarstjóri skrifstofu og fjármála hjá Efnamóttökunni.

EFNAMÓTTAKAN:

Spilliefnum ber að farga

á viðeigandi hátt

Efnamóttakan hf. var stofnuð sem sjálfstætt fyrirtæki árið 1998.

Hlutverk hennar er fyrst og fremst að taka á móti og meðhöndla

spilliefni en nýjum stoðum hefur verið rennt undir reksturinn og

umfang starfseminnar aukist, t.d. með eyðingu trúnaðargagna. Starfsfólk

Efnamóttökunnar hefur yfir fimmtán ára reynslu af móttöku og

meðhöndlun spilliefna og að koma þeim í réttan endurvinnslu og/eða

eyðingarfarveg, að sögn Sigurlaugar G. Sverrisdóttur. Sigurlaug er deildarstjóri

skrifstofu og fjármála hjá Efnamóttökunni. Hún hóf störf hjá

Sorpu en flutti sig um set árið 2004.

Fyrir utan móttöku og meðhöndlum spilliefna þá er eyðing trúnaðargagna

sú þjónusta Efnamóttökunnar sem nýtur hvað mestra vinsælda.

Þegar komið er með trúnaðargögnin geta menn fengið að fylgjast með

eyðingunni, en eftir tætingu fara þau í endurvinnslu með öðrum pappír.

Að sögn Sigurlaugar hefur þessi þjónusta mælst vel fyrir hjá fyrirtækjum

og stofnunum, enda sé öllum í hag að láta eyða gögnum á öruggan og

umhverfisvænan hátt. Helstu efnaflokkar, sem Efnamóttakan tekur á

móti fyrir utan trúnaðargögn, eru t.d. frá bílgreinaiðnaðinum, sóttmengaður

úrgangur, rafeindabúnaður, ísskápar og kælitæki og hjólbarðar.

Við berum öll ábyrgð Hafa ber hugfast að öll berum við ábyrgð á

umhverfinu og hluti af þeirri ábyrgð felst í skynsamlegri meðferð á spilliefnum,

takmarkaðri notkun þeirra og öruggari förgun. Spilliefni mega

alls ekki fara í annað sorp eða í frárennslið. Spilliefni eru t.d. rafgeymar,

málningarafgangar, leysiefni, olíumengaður úrgangur, slökkvitæki, rafhlöður

og klór. Efnamóttakan er með samninga við fyrirtæki bæði í

Svíþjóð og Danmörku um endurvinnslu/eyðingu spilliefna sem eru

send úr landi, en einnig við innlend fyrirtæki eins og Kölku í Helguvík

og Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Spilliefni sem tengjast bílgreinaiðnaðinum

eru t.d. olíur og olíusíur, lökk og málning, glussi frostlögur,

koppafeiti og rafgeymar.

Gífurlegt magn af hjólbörðum fellur til árlega en Efnamóttakan sérhæfir

sig í förgun þeirra og endurnýtingu. Víða er unnið að rannsóknum

á endurnýtingu hjólbarða og í Bandaríkjunum er farið að nota endurunnið

gúmmí í malbik.

Sérhæfð alhliða söfnunarþjónusta spilliefna Hjá Efnamóttökunni

er rafeindabúnaði safnað saman og efni, hættuleg umhverfinu, eru sérflokkuð

og meðhöndluð. Allir endurvinnanlegir hlutir eru flokkaðir og

sendir í endurnýtingu. Margvísleg hættuleg efni eru einnig í ísskápum

og kælitækjum og endurvinnslan er flókin. Efnamóttakan safnar tækjunum

saman, flokkar þau og flytur erlendis til endurvinnslu. Þess má

geta að Efnamóttakan er eina fyrirtækið hér á landi sem býður sérhæfða

alhliða söfnunarþjónustu á spilliefnum, og öðrum sértækum úrgangi, til

viðeigandi meðferðar og eyðingar.

156 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

SAMSKIP:

Hrifnir af fyrirtækjamenningu

Samskipa

Það er margt skemmti legt að ger ast hjá Sam skip um um þess ar

mund ir,“ seg ir Anna Guð ný Ara dótt ir sem var mark aðs stjóri þar

til fyr ir skömmu en hef ur nú tek ið við nýju starfi og mun framveg

is sinna mörk un ar mál um (brand ing) Sam skipa-sam stæð unn ar. Um

svip að leyti var til kynnt að fyr ir tæk in, sem Sam skip hafa ver ið að kaupa,

verði öll sett und ir einn hátt og sam ein að fyr ir tæk ið mun að bera Samskip

a nafn ið um all an heim. „Ég mun leiða vinn una við mörk un ar mál in

bæði inn á við og út á við og verð eins og sagt er: fyrsta kona í nefnd.“

„Við höf um ver ið að kaupa fyr ir tæki er lend is, t.d. Geest, Seawheel og

Van Dier em Maritime, og erum að ljúka sam ein ing ar ferl inu. Við erum

á kaf lega stolt af að Sam skip a nafn ið skyldi verða fyr ir val inu. Und an farna

mán uði höf um við unn ið að end ur mörk un (re-brand ing) á fyr ir tæk inu

í kjöl far þess ar ar á kvörð un ar og segja má að ég hafi leitt þá vinnu á samt

for stjór um fyr ir tæk is ins, þeim Ás birni Gísla syni og Mich ael F. Hass ing,

en hann er Dani og kom til liðs við fé lag ið fyr ir tæpu ári.“

End ur mörk un í full um gangi Anna seg ir að það sé mik ið verk að

ganga í gegn um þá end ur mörk un sem nú á sér stað. Ætl un in sé að snúa

sér á næstu mán uð um að innri vinnu í tengsl um við þetta sem verð ur

henn ar að al starf, nú og í fram tíð inni. Á haust mán uð um fara menn að

snúa sér meira að ytri mál um tengd um kynn ingu á fyr ir tæk inu.

Sam skip eru stórt fyr ir tæki með yfir 1400 starfs menn í fjór um

heims álf um sem vinna á 61 skrif stofu í 24 lönd um. Þar af leið andi eru

all ar breyt ing ar mjög yf ir grips mikl ar og ekki síst mörk un ar mál in fyr ir

sam stæð una í heild.

„ Þetta er vissu lega um fangs mik ið en um leið bæði spenn andi og gefandi,“

seg ir Anna Guð ný og bæt ir við að hún hafi alltaf haft gíf ur leg an

á huga á sam skipt um við fólk og starf ið henti sér mjög vel. Und ir bún ingur

inn fyr ir sam ein ingu Sam skipa og er lendu fé lag anna, sem keypt hafa

ver ið, hef ur ver ið mik ill og eng an veg inn eitt hvað sem menn hrista fram

úr erminni full skap að á ein um degi.

Fyr ir tæk ið er í mik illi mót un og nú stend ur yfir vinna með öllu

starfs fólk inu og teng ist hún í mynd og gild um fé lags ins, en hvort tveggja

verð ur í raun til með al starfs manna og það eru þeir sem skapa í myndina.

Er lend ir starfs menn, sem kom ið hafa til Ís lands til að kynn ast rótun

um hér, hafa hrif ist mjög af fyr ir tækja menn ingu Sam skipa að sögn

Önnu Guð nýj ar og sagt að svona vilji þeir hafa fyr ir tæk ið. „ Þetta

hef ur ver ið haft að leið ar ljósi þeg ar menn hafa ver ið að inn leiða nýja

fyr ir tækja menn ingu ann ars stað ar, en við reyn um eft ir fremsta megni

að hlúa að því besta á hverj um stað og virða menn ingu hvers lands,“

seg ir Anna Guð ný.

Anna Guð ný Aradóttir hef ur

unn ið í 10 ár hjá Sam skip.

Hún byrj aði í inn an landsdeild

inni hjá Land flutn ing um

og fór síð an yfir í mark aðsmál

in fyr ir sex árum.

Sam skip hafa stækk að

tví tug falt frá því fyr ir tæk ið var

stofn að. Á síð ustu þrem ur

árum hafa tekj urn ar marg faldast

og nú velta Sam skip nærri

sex tíu millj örð um króna á ári.

158 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

HÚSASMIÐJAN HF.:

Með sterka stöðu í mikilli samkeppni

Byggingavöruverslanir og þjónusta við byggingaverktaka hefur

lengst af verið í höndum karlmanna en konur hafa þó hægt

og bítandi verið að hasla sér völl á þeim vettvangi og getið sér

gott orð. Ein þessara vösku kvenna er Sigrún K. Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri

fjármálasviðs hjá Húsasmiðjunni. Hver er hennar sýn á

þennan heim?

„Það hafa orðið gífurlegar breytingar síðan ég byrjaði síðla árs 1997

en þá rak Húsasmiðjan fjórar verslanir og starfsmenn voru um 250. Í

ársbyrjun 1998 opnuðum við klukkuverslun í Grafarvogi. Sama ár opnuðum

við verslanir á Hvolsvelli og á Selfossi í kjölfar

kaupa á rekstri þar og síðan rak hver verslunin aðra

um land allt. Í dag eru Húsasmiðjuverslanirnar 22

og með verslunum Blómavals, Ískrafts og H.G.

Guðjónssonar, sem einnig eru í eigu Húsasmiðjunnar,

eru verslanirnar 31 talsins.

Í stjórnendastöðum í

starfsmannahópi Húsasmiðjunnar

fer konum

fjölgandi og eru þær nú

fimm. Á fjármálasviðinu

eru hlutföll kynjanna allt

önnur. Þar starfar einn

karl og 29 konur.

Í stjórninni eru fjórir

karlar og ein kona.

Dagleg störf mín hafa líka breyst mikið á þessum

tíma. Ég byrjaði sem aðalbókari, varð síðan

fjármálastjóri og tók loks við stöðu framkvæmdastjóra

fjármálasviðs um sl. áramót. Ég ber ábyrgð á

fjármálum og starfsmannahaldi félagsins. Aukning

umsvifanna sést líka í mikilli fjölgun starfsmanna.

Stöðugildin eru nú um 750, en á sumrin fer fjöldi

starfsmanna yfir 1000, þannig að það er í mörg

horn að líta.“

Gott samstarf við viðskiptavini og starfsmenn

„Daglega nýt ég þess að þjóna viðskiptavinum

okkar, sem er stór og fjölbreyttur hópur með mjög

ólíkar þarfir. Þar eru umsvifamiklir byggingaverktakar,

fyrirtæki og stofnanir, fagmenn, húsbyggjendur og einstaklingar.

Við höfum á að skipa úrvalsstarfsmönnum af báðum kynjum, sem

gaman og gefandi er að starfa með og er andinn góður. Þó að karlar

séu fleiri en konur hér á bæ í heildina og í stjórnendastöðum, þá fer

t.d. konum í hópi rekstrarstjóra verslana fjölgandi og eru þær nú fimm.

Hlutföll kynjanna eru svo allt önnur á fjármálasviði. Þar starfa einn karl

og 29 konur.

Stjórn Húsasmiðjunnar er skipuð fjórum körlum og einni konu.“

Sigrún K. Sigurjónsdóttir er

framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Húsasmiðjunnar.

Mörg tækifæri framundan hjá Húsasmiðjunni „Í dag er mikil og vaxandi

samkeppni á okkar markaði. Ég sé ekki annað en að Húsasmiðjan

sé þar með sterka stöðu. Með nýjustu verslun okkar, sem opnuð var á

Höfn í Hornafirði í byrjun júní, var „hringnum lokað“, ef svo má að

orði komast og nú eiga allir landsmenn þess kost að versla hjá okkur án

þess að fara um of langan veg. Hér á höfuðborgarsvæðinu höfum við

styrkt stöðu okkar og bætt þjónustu við viðskiptavini með fjölgun verslana

og endurbótum á þeim sem fyrir voru.

Það er því ekki ástæða til annars en bjartsýni á framtíðina,“ segir

Sigrún K. Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Húsasmiðjunni.

160 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

NORÐURMJÓLK:

Vörur Norðurmjólkur eru vinsælar

KEA-skyr, Húsavíkur-jógúrt og Smoothie skyrdrykkurinn eru

þrjár þekktar vörutegundir sem koma frá Norðurmjólk á Akureyri,

sem varð til í árslok 2000. Aðrar þekktar Norðurmjólkurvörur

eru Kotasæla, Gráðaostur, AB-ostur, Óðalsostur, Skólaostur og

Mysingur.

Norðurmjólk varð til við samruna mjólkursamlaganna á Akureyri og

Húsavík og einkahlutafélagsins Grana, sem er í eigu bænda í Eyjafjarðarog

Þingeyjarsýslum. Norðurmjólk er með höfuðstöðvar á Akureyri,

en selur mjólkurvörur um allt land. Norðurmjólk annast sjálf sölu og

dreifingu á svæðinu frá Vopnafirði vestur á Siglufjörð, en Osta- og smjörsalan

á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Daggar Maronsdóttur,

sölustjóra og markaðsfulltrúa.

Hanna Dögg er sjávarútvegsfræðingur að mennt, stundaði nám við

Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan vorið 2005. Aðspurð segir

hún að það sé síður en svo undarlegt að sjávarútvegsfræðingur sé kominn

í mjólkina! Námið byggist á matvæla- og viðskiptafræði og henti

mjög vel starfinu hjá Norðurmjólk, enda séu sjávarútvegsfyrirtæki matvælafyrirtæki

og sama gildi að sjálfsögðu um Norðurmjólk.

Fjórðungur mjólkurframleiðslunnar Á svæði Norðurmjólkur voru

framleiddir 27.169.000 lítrar af mjólk árið 2005 og er það 24% af heildarmjólkurframleiðslunni

í landinu. Um það bil 15% af heildarmagni

þeirrar mjólkur sem Norðurmjólk tekur á móti árlega fer til framleiðslu

á ferskvörum, 14% fara til skyrgerðar, 3% í aðrar sýrðar vörur og í

smjörframleiðslu fara um 4%. Til framleiðslu á ostum þarf 64% heildarmjólkurmagnsins

en Norðurmjólk er langstærsti ostaframleiðandi á

Íslandi og framleiðir 50% af þeim osti sem framleiddur er. Þekktasta

vara fyrirtækisins er hins vegar KEA-skyr en það er eitt sterkasta íslenska

vörumerkið.

Nýjar vörur og hollustumarkmið Nýjasta vara Norðurmjólkur er

Smoothie-skyrdrykkurinn sem hefur verið á markaði í eitt ár. Stöðugt

er unnið að þróun nýrra vörutegunda, en við þá vinnu leggur Norðurmjólk

ríka áherslu á hollustu og náttúrulegan uppruna varanna. Þannig

hefur Norðurmjólk markvisst sneytt hjá notkun gervihjálparefna.

Hanna Dögg segir að ein mesta áskorunin sem fylgi starfinu sé að

takast á við þær breytingar sem hafa átt sér stað í þróun verslana hér á

landi. Lágvöruverslanir eru ráðandi á markaði og því fylgir minna vöruval.

Það kallar á nýjar áherslur í markaðs- og þróunarmálum. „Starf sölustjóra

og markaðsfulltrúa er mjög skemmtilegt og fjölbreytt, enda felst í

því dagleg umsjón með sölustjórnun, mikil samskipti við viðskiptavini

og endursöluaðila varðandi sölu- og markaðsmál, greining sölutalna,

gerð söluspár- og áætla. Auk þess hef ég umsjón með og ber ábyrgð á

vörukynningum fyrir Norðurmjólk og endursöluaðila. Ég heimsæki alla

dreifingaraðila okkar, bæði þá sem eru nær og fjær.“

Ársvelta Norðurmjólkur

á Akureyri

var rúmlega 2,8 milljarðar

króna á síðasta

ári og starfsmenn

fyrirtækisins eru

um 70 talsins.

Hanna Dögg Maronsdóttir

er sjávarútvegsfræðingur

og sölu og- markaðsfulltrúi

Norðurmjólkur.

162 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

EIMSKIP:

Útrás sem ekki sér fyrir endann á

Eim skip bygg ir á ein stakri sögu sem er sam of in sögu ís lensku

þjóð ar inn ar,“ seg ir Hanna Katrín Frið riks son, fram kvæmda stjóri

stjórn un ar sviðs hjá Eim skip. „Árið 2003 komu nýir kjöl festu fjárfest

ar að fé lag inu og hófst þá á kveð ið breyt inga ferli sem má segja að

eigi sér ekki hlið stæðu í tæp lega ald ar gam alli sögu fé lags ins. Á þess um

tíma náð ist veru leg ur um snún ing ur í rekstri fé lags ins og velt an jókst úr

23 millj örð um í 30 millj arða króna á síð asta ári. Eim skip er í veru legri

út rás sem ekki sér fyr ir end ann á, en lyk ill inn er fyrst og fremst sá mikli

innri vöxt ur sem náðst hef ur,“ seg ir Ing unn Björk Vil hjálms dótt ir, framkvæmda

stjóri starfs þró un ar sviðs.

Avion Group keypti alla hluti í Eim skip vor ið 2005 og varð þar

með stærsta flutn inga fyr ir tæki á Ís landi með 6500 starfs menn á 110

starfs stöðv um í öll um heims álf um. Und ir hatti Avion Group eru þrjár

meg in stoð ir auk ann arra dótt ur fé laga, þ.e. Eim skip, Air Atl anta og Excel

Airwa ys. „Fram tíð ar sýn Eim skips er að vera á fram í for ystu og leið andi

á mark aði fyr ir al hliða flutn inga þjón ustu á Norð ur-Atl ants hafi en fyrir

tæk ið er með starf semi í öll um lyk il höfn um Evr ópu sem og á aust urströnd

Banda ríkj anna og í Kanada. Vaxt ar mögu leik arn ir liggja fyrst og

fremst í al þjóða starf sem inni og Eim skip stefn ir að því að vera lyk il að ili í

hita stýrð um flutn ing um á al þjóða vísu,“ seg ir Hanna Katrín.

Starfs fólk tók þátt í umbreytingaverkefni Starfs fólk Eim skips er nú

um þrjú þús und tals ins og þar af starfa tvö þús und er lend is. Ing unn segir

að vissu lega sé að mörgu að huga með jafn fjöl menn an hóp sem auk

þess er stað sett ur á 80 starfs stöðv um í 15 lönd um í Evr ópu, N-Am er íku

og Asíu. „ Innra skipu lag Eim skips, upp lýs ingatæknimál, stjórn enda- og

starfs manna fræðsla og upp lýs ingaflæði hafa ver ið í brennid epli inn an

Eim skips und an far ið og þá að ferða fræði, sem hef ur ver ið not uð í breytinga

ferl inu, er nú ver ið að nýta í öðr um fyr ir tækj um Avion Group,“

seg ir Hanna Katrín.

„Und an far ið höf um við ver ið í á kveð inni end ur skoð un með starf semina

á Ís landi. Við fór um í gegn um mikl ar skipu lags breyt ing ar árið 2004

og unn um í kjöl far ið að mjög spenn andi um bóta verk efni með 110 starfsmönn

um Eim skips úr öll um deild um fyr ir tæk is ins. Starfs fólk ið lagði í

raun og veru grunn inn að mörg um þeim breyt ing um sem hér hafa ver ið

að eiga sér stað,“ seg ir Ing unn.

„Það er gríð ar leg ur styrk ur fyr ir stjórnend

ur að hafa jafn reynslu mikla og metnað

ar fulla starfs menn sem bak hjarla og

raun ber vitni. Þar liggja mörg sókn artæki

færi,“ seg ir Hanna Katrín.

,,Það er gríð ar leg ur

styrk ur fyr ir stjórnend

ur að hafa jafn

reynslu mikla og

metn að ar fulla starfsmenn

sem bak hjarla

og raun ber vitni.“

Hanna Katrín Frið riks son,

fram kvæmda stjóri stjórnun

ar sviðs hjá Eim skip, og

Ing unn Björk Vil hjálms dótt ir,

fram kvæmda stjóri starfs -

þró un ar sviðs.


K Y N N I N G

HAGVANGUR:

Spáð fyrir velgengni

Hagvangur hefur áralanga þekkingu og reynslu í ráðningum og

ráðgjöf enda eitt elsta fyrirtæki landsins á þessu sviði. ,,Við leggjum

stöðuga áherslu á þróun og nýjungar í þjónustu og ráðgjöf,“

segir Katrín S. Óladóttir framkvæmdastjóri. ,,Við eigum gott samstarf

við nokkur erlend ráðgjafafyrirtæki og nýlega skrifuðum við undir

samning við Hogan Assesment Systems, en það fyrirtæki

er brautryðjandi í gerð persónuleikaprófa til notkunar í

fyrirtækjum, bæði í ráðningum og þjálfun.“

Albert Arnarson, M.Sc í vinnusálfræði og ráðgjafi

hjá Hagvangi, segir að Hogan Assessment Systems sé að

mörgu leyti einstakt. ,,Fyrirtækið er mjög rannsóknamiðað

og hönnun persónuleikakvarða þess (Hogan Personaliti

Inventory) byggir á því að velja allar spurningar í kvarðann útfrá

forspárgildi um raunverulega hegðun í starfi og skipta þeim út þegar þær

hætta að virka sem skyldi. Forspáin fyrir ákveðin störf er fengin með því

að bera saman niðurstöður starfsmanna á persónuleikaprófi og raunveruleg

frammistöðugögn fyrirtækjanna. Þannig er fundinn sá „prófíll“ sem

spáir best fyrir um góða frammistöðu í tilteknu starfi. HAS hefur með

viðamiklum rannsóknum byggt upp gagnagrunn sem á sér í raun enga

Það getur skipt

öllu máli fyrir framtíð

fyrirtækis að

ráða besta fólkið.

hliðstæðu. Hann veitir mjög mikilvægar upplýsingar um hvaða þættir á

persónuleikaprófinu hafa forspárgildi um velgengni í ólíkum störfum.“

Katrín bendir á að ráðningar séu sífellt að verða flóknari og það þurfi

að leita allra leiða til þess að tryggja að hæfasta starfsfólkið sér ráðið.

,,Starfsemi og rekstur fyrirtækja hafa breyst gríðarlega á síðustu árum

og um leið eru gerðar auknar kröfur um hæfni starfsfólks

til að leysa flókin verkefni. Það getur skipt öllu máli fyrir

framtíð fyrirtækis að ráða besta fólkið. Það er ef til vill lítið

mál að ráða miðlungsstarfsfólk, fólk sem klúðrar engu en

markar heldur ekki spor í sögu fyrirtækisins. Það skiptir

hins vegar öllu að ráða hæfasta fólkið.

Hagvangur hefur átt því láni að fagna að geta þjónað

bæði stórum og smáum íslenskum fyrirtækjum og opinberum stofnunum.

,,Við byggjum þjónustu okkar á trausti, trúnaði og faglegum

vinnubrögðum. Starfsfólk Hagvangs er vel menntað og býr yfir mikilli

þekkingu á sviði ráðninga og ráðgjafar,“ segir framkvæmdastjórinn sem

að vonum varð ánægður með niðurstöðuna úr könnun VR á fyrirtækjum

ársins 2006, en þar hafnaði Hagvangur í þriðja sæti.

Albert Arnarson,

M.Sc í vinnusálfræ›i

og rá›gjafi hjá

Hagvangi.

Meirihluti starfsmanna

Hagvangs er skipaður

konum. Fremst á myndinni

f.v. eru Ásthildur

Guðlaugsdóttir, Kristín

Guðmundsdóttir og

Elísabet Sverrisdóttir.

Standandi f.v. Berglind

Guðmundsdóttir, Katrín

S. Óladóttir, frkvstj. og

Guðný Sævinsdóttir.

Fjarverandi og í fæðingarfríi

eru eru Rannveig

Haraldsdóttir og Sesselja

Sigurðardóttir.

166 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


K Y N N I N G

SMÁRALIND:

Spennandi markaðsstarf í Smárlind

Smára lind in hef ur sann að gildi sitt sem nú tíma versl un ar mið stöð,

en í októ ber eru fimm ár frá því hún var opn uð. Þar finna all ir eitthvað

við sitt hæfi, versl an ir, veit inga- og kaffi hús, kvik mynda hús

og hvers kyns aðra þjón ustu. „Við erum mjög á nægð með þró un ina en

versl un in hef ur auk ist um 15-20% á ári síð ustu 2-3 árin og rekst ur inn

geng ur vel,“ seg ir Theó dóra Þor steins dótt ir, mark aðs stjóri Smára lind ar.

Theó dóra hóf störf sem þjón ustu stjóri hjá Smára lind nokkru áður

en versl un ar mið stöð in var opn uð en tók við starfi mark aðs stjóra fyr ir

ári. „Starf ið felst m.a. í gerð fjár hags- og mark aðs á ætl un ar og allri kynning

ar starf semi. Við stönd um reglu lega fyr ir skipu lögð um at burð um

og reyn um að brydda upp á nýj ung um. Mark mið ið með þeim er að

gera versl un ar ferð irn ar skemmti leg ar og Smára lind á huga verð an kost.

Gef ið er út Tíma rit Smára lind ar í 80.000 ein taka upp lagi sem dreift er

á höf uð borg ar svæð inu. Þar eru kynnt ar vör ur, þjón usta og skemmti legheit

sem á döf inni eru.“ Theo dóra seg ir að fjöl breyti leik inn geri þetta

starf sér stakt og ein stak lega á huga vert, svo og allt fólk ið sem hún er í

sam skipt um við: Kaup menn irn ir í hús inu og all ir sem koma að at burðum

í göngu göt unni og Vetr ar garð in um, fjöl miðla fólk, skemmti kraft ar,

lista menn, stjórn mála menn og svo mætti lengi telja. Það eru líka al gjör

for rétt indi að fá að vinna með eig end um og stjórn end um sem eru framsýn

ir og mikl ir reynslu bolt ar.

Vetr ar garð ur inn er leigð ur út fyr ir marg vís lega við burði allt árið og

oft er reynt að tengja þá öðr um upp á kom um inn an húss. Sem dæmi má

nefna Lego-sýn ing una á Krakka dög um. Konu kvöld er líka gott dæmi

um sam spil skemmt un ar í Vetr ar garð in um og versl un ar mið stöðv ar innar.

Þar mættu um 1100 kon ur og áttu góð ar stund ir í Vetr ar garð in um.

Í hléi voru versl an ir opn ar í göngu göt unni og fannst mörg um stemmning

in einna lík ust skemmti- og versl un ar ferð í út lönd um.

Búa þarf til réttu blönd una End ur nýj un og breyt ing ar á versl un um

í Smára lind eru alltaf ein hverj ar en versl an ir nálg ast 90. Eft ir spurn eft ir

versl un ar plássi er gríð ar lega mik il og er ekk ert að linna. Mik il væg ast er

að við skipta vin ir finni allt sem þeir leita að. „Hing að koma um 4,5 milljón

ir gesta á ári og því skipt ir miklu að vanda val versl ana og búa til réttu

blönd una,“ seg ir Theó dóra Þor steins dótt ir mark aðs stjóri.

Upp bygg ing Smára lind ar held ur á fram „Upp bygg ing in hér held ur

á fram með næsta á fanga, þ.e. bygg ingu Norð ur turns ins sem hefst á

næsta ári. Þetta verð ur hin glæsi leg asta versl un ar- og skrif stofu bygg ing,

15 hæða, og menn eru þeg ar farn ir að lát ið í ljós á huga á hús næð inu. Í

fram haldi af því verð ur síð an ráð ist í frek ari upp bygg ingu fyr ir sunn an

versl un ar mið stöð ina. Það verð ur spenn andi og lær dóms ríkt að taka þátt

í næstu fimm árum í rekstri Smára lind ar ekki síð ur en þeim sem eru

að baki.“

Theó dóra

Þor steins dótt ir,

mark aðs stjóri

Smára lind ar.

Það er alltaf mik ið um

að vera í Smára lind.

Í sum ar verð ur Tívolí

við Smára lind og með

haustinu hefst aft ur

fjöl breytt dag skrá

í Vetr ar garð in um.


K Y N N I N G

Berglind Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri og Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslandsprents.

ÍSLANDSPRENT:

Með vélakost sem gefur

forskot í samkeppninni

Við höfum alltaf lagt áherslu á gæði og persónulega þjónustu en

markmið fyrirtækisins er að bjóða alhliða prentþjónustu á sem

hagstæðustum kjörum, í sem bestum gæðum og á sem stystum

tíma. Við viljum hafa alla viðskiptavini ánægða,“ segja þær Berglind

Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri og Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri

sölu- og markaðssviðs Íslandsprents.

Prentsmiðjan Íslandsprent var stofnuð árið 2003. Síðan þá hafa

hlutirnir gerst hratt en starfsemin fluttist á síðasta ári í nýtt húsnæði við

Steinhellu í Hafnarfirði og er það hannað sérstaklega sem prentsmiðjuhúsnæði.

Þær Berglind og Margrét segja starfsemina hafa vaxið hratt.

„Veltan frá 2004 til 2005 jókst um 85%. Við erum ekki að keppast við

að vera stærst heldur höfum lagt áherslu á að vaxa á eigin forsendum.

Grunnurinn að velgengni prentsmiðjunnar er gott og reynslumikið

starfsfólk og góður starfsandi, en við erum 23 í dag og reiknum með að

vera í kringum 30 í árslok.“

til dæmis á myndir eða hluta mynda. Kostnaður er sá sami og ef um

aukalit er að ræða.“

Vandaður frágangur prentgripa Mikil áhersla er lögð á vandaðan

frágang prentgripa en vélakostur í bókbandi er mjög góður og öflug fræsingavél

styrkir samkeppnisstöðu Íslandsprents á tímaritamarkaði. Þess

má geta að Íslandsprent flytur mest allan sinn pappír inn sjálft.

„Við tökum að okkur alla almenna prentun en undanskiljum risaupplög

í rúlluprenti, dæmigerða bókaprentun og prentun umbúða utan um

vörur.“

Berglind og Margrét eru spurðar hvernig þær þrífist í frekar karllægri

atvinnugrein. „Í fyrstu örlaði á því að manni væri tekið með fyrirvara

en maður ávinnur sér fljótt traust með vönduðum vinnubrögðum og í

dag erum við „bara í vinnunni“ og leiðum hugann sjaldnast að því að

við erum konur.“

Vélakosturinn hentar íslenskum markaði Þær Berglind og Margrét

segja styrk Íslandsprents felast í skynsamlegri samsetningu vélakosts sem

henti íslenska markaðnum afar vel og veiti prentsmiðjunni ákveðið forskot

í samkeppninni.

„Annars vegar erum við með prentvél fyrir hámarks arkarstærð sem

prentar í fjórlit báðum megin á örkina í einu þannig að ekki þarf að

renna upplaginu tvisvar í gegn. Þetta sparar bæði tíma og peninga

fyrir viðskiptavinina. Hins vegar erum við með minni vél sem prentar

fimm liti og lakk í sömu umferð og hentar mjög vel fyrir prentgripi af

miklum gæðum og í minni upplögum. Minni prentvélin getur prentað

UV-spottlakk sem þýðir að setja má háglanslakk á hluta prentgripsins,

Íslandsprent er í

örum vexti og veltan

jókst um 85% frá

2004 til 2005

170 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


KVIKMYNDIR

TEXTI: HILMAR KARLSSON

Þeir eru ekki árennilegir, Rico Tubbs og Sonny Crocket, þar sem þeir leita að Erkienglinum í Miami Vice.

SÓLSTRANDARLÖG

Jamie Foxx og

Colin Farrell

leika frægar

sjónvarpslöggur

í Miami Vice

Um miðbik níunda áratugarins var MTV

heitasta sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum,

sjónvarpsstöð sem svaraði kalli unga

fólksins. Um sama leyti var sjónvarpsserían

Miami Vice hleypt af stokkunum

þar sem aðalpersónurnar Sonny Crocket og Rico

Tubbs voru sem sniðnir að MTV kynslóðinni,

myndarlegar og svalar löggur í flottum fötum.

Slíkir töffarar höfðu ekki áður sést sem löggur í

sjónvarpi. Miami Vice lifði góðu lífi í fimm ár en

þá var komin þreyta í seríuna þó að vinsældirnar

væru stöðugar.

Hugmyndasmiðurinn á bak við Miami Vice var

leikstjórinn og framleiðandinn Michael Mann,

sem átti síðar eftir að gera garðinn frægan í kvikmyndaheiminum.

Hann gleymdi ekki sköpunarverki

sínu og ákvað í fyrra að tími væri kominn á

kvikmynd um Crocket og Tubbs. Lét hann verða

af því og Miami Vice mun líta dagsins ljós í sumar

og verður einn af sumarsmellunum ef að líkum

lætur, þar sem í hlutverkum hinna svölu Miami

kappa eru Colin Farrell og Jamie Foxx, sem

hingað til hafa ekki verið vændir um lítillæti í leik.

Má búast við skemmtilegum persónum frá þeim.

Svo er bara spurningin hvort ungu kynslóðinni

í dag finnst Crocket og Tubbs jafn eftirsóknarverðir

og kynslóðinni á undan.

Þegar söguþráður Miami Vice er skoðaður þá

er Mann að renna á sömu mið og í sjónvarpsseríunni.

Þeir félagar vinna að vísu hvor í sínu lagi

þegar stór misbrestur verður í starfi FBI í Miami

og lögreglan þar er beðin um aðstoð. Crocket og

Tubbs eru fengnir til að dulbúast og koma sér í

raðir eiturlyfjasmyglara og hjálpa til við að hafa

hendur í hári glæpaforingja, sem gengur undir

nafninu Erkiengillinn og aðstoðarkonu hans,

Isabellu. Allt gengur samkvæmt áætlun þar til

Crocket fellur fyrir hinni fögru Isabellu og ráðist

er á unnustu Tubbs.

Skothríð og náttúruhamfarir töfðu Miami Vice

var tekin upp í Florida og í Dóminíska lýðveldinu

seinni hluta síðasta árs. Ekki gengu tökur áfallalaust.

Margir dagar fóru til spillis vegna fellibyljanna

Katrínar, Ritu og Wilmu. Þá þurfti að fresta

tökum í Dóminíska lýðveldinu um fáeina daga

þegar tökuliðið var allt í einu statt í námunda

við skotárás milli glæpagengja. Veikindi leikara

172 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


KVIKMYNDIR

höfðu einnig áhrif á framvindu mála. Nokkurn

veginn tókst þó að ljúka tökum á réttum tíma.

Colin Farrell og Jamie Foxx ættu að tryggja

það að góð aðsókn verður á Miami Vice. Fáir

karlleikarar hafa verið eins mikið í fréttum slúðurblaðanna

og Farrell, og Jamie Foxx fékk Óskarsverðlaunin

í fyrra fyrir leik sinn í Ray og hefur

verið á uppleið síðan. Þess má geta að Miami

Vice er þriðja kvikmyndin sem Foxx leikur í

undir leikstjórn Michael Manns. Hinar tvær eru

Ali og Collateral. Aðalleikkonan í Miami Vice er

frægasta leikkona Kínverja, Gong Li, og verður

forvitnilegt að sjá hvernig hún tekur sig út í bandarískri

spennumynd.

Michael Mann hefur komið víða við á farsælum

ferli. Hann er fæddur 1943 í Chicago og byrjaði

afskipti sín af skemmtanabransanum með því að

skrifa handrit fyrir hinar ýmsu sjónvarpsseríur.

Eftir að Miami Vice hætti í sjónvarpinu sneri hann

sér að kvikmyndum og hefur jöfnum höndum

starfað sem leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur.

Hefur hann leikstýrt nokkrum athyglisverðum

kvikmyndum á undanförnum árum, má

þar nefna Heat (1995), The Insider (1999), Ali

(2001) og Colaterral (2004). Miami Vice verður

frumsýnd í Bandaríkjunum 28. júlí. Hér á landi

verður myndin tekin til sýningar 11. ágúst.

GURNAR

Stefnumótandi sjónvarpssería

Sjónvarpsserían Miami Vice var sýnd í

bandarísku sjónvarpi á árunum 1984-

1989. Hér á landi var hún eitthvað á

eftir í sýningu. Þrátt fyrir að margar persónur

væru með föst hlutverk, var fyrst

og fremst einblínt á tvær aðalpersónurnar,

James „Sonny“ Crocket, sem Don

Johnson lék og hlaut heimsfrægð fyrir,

og Ricardo „Rico“ Tubbs, sem leikinn

var af Philip Michael Thomas, sem öfugt

við Johnson hvarf nánast strax af sjónarsviðinu

þegar tökum á seríunni var hætt.

Miami Vice var ferskt innlegg inn í

bandaríska lögguþætti. Þar sem það var

helst unga kynslóðin sem tók seríuna

upp á sína arma, voru Crocket og Tubbs

oft kallaðir MTV löggurnar þar sem

klæðnaður þeirra og framkoma var meira

í ætt við poppstjörnur en alvörugefnar

löggur. Þá var tónlistin í þáttunum sú

sama og heyrðist á hinni vinsælu MTV

sjónvarpsstöð.

Það var því ekki aðeins að aðalpersónurnar

ættu þátt í vinsældum seríunnar

heldur einnig tónlistin. Sá sem átti þar

mestan heiður var Jan Hammer, sem

hafði meðal annars verið í hinni frægu

Mahavisnu Orchestra og leikið með ekki

minni köppum en Mick Jagger, Jimmy

Page og Eric Clapton, svo nokkrir séu

nefndir, áður en hann var fenginn til að

semja og velja tónlist við Miami Vice.

Það er skemmst frá því að segja að

tónlistarstefna hans sló í gegn og hefur

verið leiðandi síðan í sjónvarpsseríum

sem og kvikmyndatakan sem þótti um

margt nýstárleg á þessum árum. Má

geta þess að þema Hammers við Miami

MTV löggurnar Sonny Crocket og Rico

Tubbs. Don Johnson og Philip Michael

Thomas í hlutverkum sínum.

Vice komst í efsta sæti vinsældalistans í

Bandaríkjunum árið 1985.

Hvað varðar örlög Don Johnsons

og Philip Michael Thomas þá komst

Johnson um skeið í hóp vinsælustu kvikmyndaleikara,

en var ekki nógu vandfýsinn

á hlutverk, auk þess sem einkalíf

hans var stormasamt og hefur leið hans

legið aftur í sjónvarpið. Örlög Thomas

voru enn verri. Hann var kannski ávallt

til hliðar í Miami Vice, en var samt mjög

vinsæll og naut þess meðan á frægðinni

stóð. Þegar seríunni lauk létu hlutverkin

á sér standa og hefur hann aldrei náð

upp úr B-myndaflokknum og greinilega

haft lítið að gera, eða eytt um efni fram,

þegar haft er í huga að húseign hans

lenti á uppboði árið 1998.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 173


Sumarsmellir

TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR

Sumarið er gengið í garð. Björt sumarkvöld og -nætur ráða ríkjum, flugurnar

suða og fuglarnir syngja. Sólgleraugun eru sett upp, farið er í stuttbuxurnar

og veiðimenn setja á sig vöðlurnar og æða út í árnar í von um þann stóra.

Brosið breikkar á landanum. Hér eru nokkrir sumarsmellir; ýmislegt sem

tengist þessum skemmtilega árstíma. Sumarið sjálft er samt aðalsmellurinn.

Í baráttunni við laxinn

Þegar blómin tala

Blóm í öllum regnbogans litum eru fylgifiskar sumarsins.

Úrvalið er alltaf að aukast. Hugsa þarf vel um þessa gleðigjafa

og passa upp á að vera með góða og næringarríka

mold og auðvitað birtu og skjól. Það þarf líka að muna eftir

að vökva fyrst á eftir og á þurrum dögum. Þá er hægt að

strá blákorni í beðin eða vökva með venjulegum inniblómaáburði.

Látið blómin tala með því að hugsa vel um þau.

Stjúpurnar eru alltaf vinsælar og það sama má segja um

tóbakshorn, margaritu, nelliku, sólboða og morgunfrú......

Það er gaman að munda

stöngina við lygna á og bíða

eftir að laxinn bíti á. Sumir

eru með ólæknanlega laxveiðidellu

og kaupa það nýjasta

hverju sinni þegar kemur að

veiðigræjunum.

Það nýjasta í stöngunum

er að komnir eru nýir litir,

svo sem ljósbrúnt og grænt.

Þá má nefna mismunandi frágang

á hjólsæti. Stangir eru

farnar að fást í fjórum hlutum

þannig að þær taka minna

pláss í farangrinum eða í

geymslunni.

Svo má ekki gleyma rétta

klæðnaðinum; vöðlunum...

Stór, kúpt og með skyggðu gleri

Sólgleraugu fylgja tískustraumum eins og flest annað og í ár eru þau stór,

kúpt og með skyggðu gleri. Það eru margir litir í tísku en mest áberandi

eru annaðhvort svört gleraugu eða hvít. Í einni verslun fengust þær upplýsingar

að segja megi að „sixties-stíll“ sé í gangi.

Vönduð sólgleraugu eiga að vera með viðurkenndri UV-vörn sem verndar

augun fyrir skaðlegum sólargeislum.

Á hjólfáki fráum

Maður er frjáls eins og fuglinn á svona flottu

fjallahjóli og það er tilvalið að stíga á bak

á svona hjólhesti, eins og forfeður okkar

kölluðu reiðhjól, þegar sumarsólin skín sem

skærast. Kannski mætti kalla þetta hjólfák?

Tilvalið er að taka hjólið með sér í ferðalög og

hjóla í sveitasælunni.

Það er þó að ýmsu að hyggja þegar fjárfest

er í fjallahjóli. Það sem einkennir gott

fjallahjól er meðal annars góður gírbúnaður,

legur og drif þurfa að vera vönduð, grindin stíf

og létt ásamt því að bremsur þurfa að vera

góðar. Allur aukabúnaður þarf að vera eins

léttur og hægt er. Frágangur á öllum búnaði

og vönduð samsetning er lykilatriði.

Þá er bara að taka hjólið úr geymslunni

eða bílskúrnum, stíga á bak og hjóla af stað.

174 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


Sólarvörnin í sólskininu

Sólin lokkar og laðar eftir dumbunginn í

vetur. Það er freistandi að setjast út og

láta sólargeislana leika um sig. Þá er

um að gera að muna eftir sólarvörninni.

Ekki er allt gull sem glóir og eins og allir

ættu að vita er ósónlagið farið að þynnast

en það verndar jörðina fyrir UVA- og

UVB-geislum. Þess má geta að UV-geislarnir

brenna ekki húðina heldur valda

þeir skaða í neðri húðlögum. Talið er að

UVA-geislar nái meðal annars í gegnum

bílrúður.

Það er sérstaklega áríðandi að börn og unglingar beri á sig

sólarvörn. Varnirnar í húð þeirra (melanín) eru ekki fullþroskaðar

fyrr en á síðustu unglingsárunum og ef unga fólkið brennur

eykur það hættuna á húðkrabba síðar meir.

Fyrir sumardrykkina

Mynstrið á þessu glasi minnir á blóðrautt sólarlag.

Glasið er svolítið sumarlegt og væri flott að

drekka sumardrykkina úr því úti í garði í sumar.

Glasið er frá Marimekko og kallast mynstrið

„Kivet“ en mæðgurnar Marja Isola og dóttir

hennar, Kristina Isola, hönnuðu það árið 1956.

Heimili á hjólum

Hjólhýsin verða sífellt glæsilegri og hægt er að dvelja í lúxusvistarverum

úti á landi þar sem er urð og grjót upp í mót og

eiginlega hvar sem er þar sem óhætt er að aka með hjólhýsið.

Hjólhýsi eru yfirleitt betur byggð en áður og notast er við

léttari efnivið til að þau verði léttari þrátt fyrir aukin þægindi.

Þegar fest eru kaup á hjólhýsi ber að athuga að stærð

vatnstanksins sé ekki undir 45 lítrum og þá helst 76 lítrar.

Rafmagn þarf að vera bæði fyrir 12v og 230 v. Skoða þarf

undirvagninn vel og athuga hvort bil sé meðfram veggjum.

Þegar laufin falla og tími til kominn að leggja hjólhýsinu fyrir

veturinn er mikilvægt að ganga vel frá því - tæma vatnstankinn

og passa að það sé ekki vatn inni á vatnsdælunni og taka rafgeyma

úr vagninum og hlaða þá einu sinni í mánuði. Þá er gott

að vera með rakatæki sem sogar allan raka í sig.

Aukahlutir í jeppann

Það er gaman að grilla

Þetta útigrill frá Weber er án efa eitt flottasta grillið á markaðnum í

dag. Í því eru meðal annars sex ryðfríir brennarar, reykbox úr stáli fyrir

viðarspæni, aflmikill rafdrifinn snúningsteinn, ryðfríar grillgrindur, þykk

álsteypa í botni og hliðum í loki...

Hönnunin er einstaklega nútímaleg, grillið er sannkölluð garðprýði.

Það er ævintýri líkast að bruna

á jeppa upp um fjöll og firnindi

og þeir áhugasömustu geta

keypt ýmsa aukahluti í

jeppann. Þar má nefna

ljóskastara, GPS-tæki,

áttavita, hitamæla,

DVD-skjái, hljómflutningstæki

og ýmiss

konar mæla til að fylgjast

með ástandi bílsins.

Ekki gleyma GPS-tækjunum

- það er betra að hafa

vaðið fyrir neðan sig og eitt slíkt

tæki getur komið í veg fyrir að

kalla þurfi út björgunarsveitir ef

maður villist til dæmis á hálendinu.

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 175


FÓLK

TEXTI:

HILMAR KARLSSON

MYNDIR:

GEIR ÓLAFSSON

ÞÓRA BJÖRG

MAGNÚSDÓTTIR

framkvæmdastjóri

Lyfjaþróunar

Nafn: Þóra Björg Magnúsdóttir.

Fæðingarstaður: Reykjavík, 24. 9. 1967.

Foreldrar: Hólmfríður Ólafsdóttir (látin)

og Magnús Gíslason.

Maki: Sigurður Þórarinsson.

Börn: Sindri 14 ára og Snorri 9 ára.

Menntun: Lyfjafræðingur frá Háskóla

Íslands.

Þóra Björg Magnúsdóttir: „Á veturna eru það jökla- og skíðaferðir og á sumrin gönguferðir

og jeppaferðir inn á hálendið.“

Þóra Björg Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri

Lyfjaþróunar, sem

stofnað var árið 1991 og rekur

uppruna sinn til Háskóla Íslands. Upphaflega

sérhæfði fyrirtækið sig í þróun á

bóluefnum í nefúða en síðastliðið ár hefur

þróunin eingöngu beinst að lyfjalausnum

sem hægt er að gefa um nef.

Þóra Björg hóf störf hjá Lyfjaþróun

í nóvember 2002 og hefur verið framkvæmdastjóri

síðan apríl 2005: „Starf mitt

felst í daglegri stjórnun og leit að nýjum

viðskiptatækifærum fyrir fyrirtækið með

kynningum á tækni þess og getu til að

þróa nefúðalyf. Þetta geri ég bæði á ráðstefnum

og með beinum kynningum til

fyrirtækja í lyfjageiranum, þá aðallega

erlendis. Starfsemi fyrirtækisins er ansi

viðamikil þó starfsmenn séu aðeins 13 í

dag. Við rekum auk venjulegrar rannsóknarstofu

fyrir þróun lyfja, framleiðslueiningu

fyrir framleiðslu á lyfjum til klínískra

rannsókna og aðstöðu fyrir forklínískar

og klínískar rannsóknir.“

Þóra Björg segir fyrirtækið bæði að

vinna að eigin verkefnum og verkefnum

fyrir alþjóðleg lyfjafyrirtæki. „Lyfjaþróun

hefur þá sérstöðu að vera eitt af örfáum

fyrirtækjum í heiminum sem sérhæfa sig í

lyfjagjöf um nef.“

Eiginmaður Þóru Bjargar er Sigurður

Þórarinsson verkfræðingur og eiga þau

tvo syni, Sindra og Snorra. Hún útskrifaðist

sem stúdent frá MA 1987 og sem

lyfjafræðingur frá HÍ 1993: „Eftir að

námi lauk héldum við hjónin til Seattle

í Bandaríkjunum haustið 1994 þar sem

ég vann við rannsóknir í milliverkunum

lyfja í School of Pharmacy, University

of Washington og Sigurður tók meistaragráðu

í verkfræði við sama háskóla.

Hann starfar nú sem forstöðumaður

rekstrarsviðs TM Software.“

Áhugamál fjölskyldunnar er almenn

útivera, gönguferðir, tjaldferðir, skíðaferðir

og jeppaferðir: „Við höfum ferðast

mikið hér innanlands bæði um vetur

og sumur. Á veturna eru það jökla- og

skíðaferðir og á sumrin gönguferðir og

jeppaferðir inn á hálendið. Við erum í

gönguhópi með nokkrum fjölskyldum og

höfum gengið með þeim Laugaveginn,

Skælingana og Strútstíg. Yngri sonurinn

var aðeins 6 ára þegar hann gekk Laugaveginn,

frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk.

Við leggjum mikið upp úr því að

strákarnir læri að njóta þess sem landið

hefur upp á að bjóða og læri að umgangast

það með virðingu. Við hjónir erum

nýkomin úr ferð á Snæfellsjökul í frábæru

veðri. Ætlunin hafði verið að ganga

á Hvannadalshnjúk, en veðurhorfur

bentu til að það yrði ekki mjög spennandi

og tókum þá farsælu ákvörðun að fara á

Snæfellsjökul.

Annað hvert ár fer fjölskyldan í sumarfrí

til útlanda og í sumar verður það

sólarströnd í Portúgal. Reyndar er þetta

fyrsta „pakkaferðin“ sem við förum í,

við höfum hingað til skipulagt ferðirnar

okkar sjálf og þvælst frá einum stað til

annars.“

176 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6


FÓLK

GARÐAR HANNES FRIÐJÓNSSON

framkvæmdastjóri Eikar, fasteignafélags

Garðar Hannes Friðjónsson:

„Við hjónin erum nokkuð

samstíga í áhugamálum og

höfum til dæmis bæði verið

að rembast við að hitta litlu

hvítu kúluna í golfi með misjöfnum

árangri.“

Eik, fasteignafélag, er eitt stærsta

fasteignafélag landsins og hafa

umsvif þess aukist mikið á þeim

fáu árum sem það hefur starfað. Framkvæmdastjóri

þess er Garðar Hannes

Friðjónsson: „Eik hefur starfað frá árinu

2002 og ég hef tekið þátt í uppbyggingu

félagsins frá upphafi. Áður hafði ég verið

framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá

Þyrpingu og var því kunnugur fasteignageiranum.

Fyrstu eignir félagsins voru

fasteignir Húsasmiðjunnar, en fljótlega

fór í gang uppbygging sem segja má að

Nafn: Garðar Hannes Friðjónsson.

Fæðingarstaður: Reykjavík, 28.7. 1971

Foreldrar: Friðjón Skarphéðinsson rafvirki og

Jónína Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Maki: Auður Finnbogadóttir.

Börn: Agnes Anna, 9 ára, Alexandra, 16

mánaða, og eitt á leiðinni.

Menntun: BA í heimspeki frá Háskóla

Íslands og MBA frá Salford University í

Manchester.

standi enn yfir. Í lok árs 2002 voru fasteignir

í okkar eigu metnar á 2,5 milljarða

króna, en í dag eru þær metnar á 13 milljarða

króna. Þannig að talsverð aukning

hefur átt sér stað og erum við í stöðugri

uppbyggingarvinnu innan fyrirtækisins.

Þessa dagana erum við að leggja lokahönd

á glæsilegt hótel í Þingholtsstræti

og eins erum við að taka við húseign við

Guðríðarstíg svo ég nefni fátt eitt af því

sem er á döfinni hjá okkur.

Mitt starf er að sjá um fjárfestingar

félagsins, halda utan um starfsemina, kippa

í lausa enda, hnýta þá saman og sjá um að

allt gangi snurðulaust fyrir sig. Þegar fyrirtækið

var stofnað var ég eini starfsmaðurinn,

en nú erum við níu sem störfum hjá

fasteignafélaginu.“

Garðar er verslunarskólagenginn og fór

ekki hefðbundna leið fjármálamannsins í

framhaldsnám: „Þegar ég hafði lokið Verslunarskólanum

skráði ég mig í heimspeki

við Háskóla Íslands og lauk BA prófi.

Þaðan lá leið mín til Englands þar sem ég

lauk MBA námi í Manchester.“

Garðar er fjölskyldumaður: „Eiginkona

mín er Auður Finnbogadóttir, sem er sjálfstætt

starfandi fjárfestir. Við eigum eina

dóttur saman og eitt barn er á leiðinni.

Einnig á ég aðra dóttur frá fyrra sambandi.

Við hjónin erum nokkuð samstíga

í áhugamálum og höfum til dæmis bæði

verið að rembast við að hitta litlu hvítu

kúluna í golfi með misjöfnum árangri. Þá

höfum við gaman af að veiða og eru tvær

veiðiferðir áætlaðar í sumar. Ferðalög eru

einnig ofarlega á blaði hjá okkur og erum

við nýkomin frá Kanaríeyjum þar sem

haldið var ættarmót fjölskyldunnar, ferð

sem heppnaðist einstaklega vel. Eitthvað

munum við ferðast meira í sumar þó að

ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Annars

hef ég mjög gaman af að ferðast á fjarlægar

slóðir og á dagskrá hjá mér í framtíðinni er

að fara til Japans og Brasilíu. Ég hef verið í

Suður-Ameríku, en ekki komið til Brasilíu.

Síðan má nú ekki gleyma börnunum sem

mikið og ánægjulegt stúss er í kringum og

ekki verður það minna þegar það þriðja

bætist við.“

F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6 177


FÓLK

Nafn: Hildur Inga Björnsdóttir.

Fæðingarstaður: Reykjavík, 16. 5. 1965.

Foreldrar: Björn H. Jóhannsson og Þrúður

G. Sigurðardóttir.

Maki: Jóhann Kristjánsson.

Börn: Æsa, tæplega 5 ára, og þrjú fósturbörn:

Nadía, 12 ára, Arnór Tumi, 14 ára,

og Viktoría, 18 ára.

Menntun: Grafísk hönnun frá MHÍ, myndlistarnám

í Accademia di Belle Arti di

Brera í Mílanó og master í tískuhönnun

frá Domus Academy í Mílanó.

HILDUR INGA BJÖRNSDÓTTIR

framkvæmdastjóri Xirena

Hildur Inga Björnsdóttir

mun á næstunni opna

verslun með eigin hönnun;

á myndinni klæðist hún

kjól hún hannaði.

Hildur Inga Björnsdóttir,

tísku- og grafískur

hönnuður, stofnaði

í ársbyrjun fyrirtækið Xirena

ehf. og um næstu mánaðamót

opnar hún nýja sérverslun fyrir

konur við Skólavörðustíg, sem

selur hönnunarfatnað eftir hana

undir vörumerkinu Xirena.

„Verslunin endurspeglar léttleika

norrænnar náttúru, s.s.

haf, ís og vind, þar sem áhersla

er lögð á að viðskiptavinir

geti slakað á í amstri dagsins

og notið líðandi stundar. Þar

mun einnig fást ítalskur hönnunarfatnaður

ásamt þægilegum

fatnaði frá Dimensione Danza

sem sækir áhrif til alhliða dansmenningar.

Eftir að ég kom heim frá

Ítalíu, þar sem ég dvaldist

í fjögur ár, hef ég starfað á

tímaritinu Nýju lífi sem grafískur

hönnuður, stílisti og

blaðamaður. Ég gekk þó alltaf

með þann draum í maganum

að hanna eigin fatnað. Síðan

lét ég loksins til skarar skríða

og pantaði mér efni frá Ítalíu

og byrjaði að sauma. Samhliða

vann ég að viðskiptaáætlun hjá

Brautargengi í Iðntæknistofnun

og fékk ég verðlaun fyrir bestu

viðskiptaætlunina.“

Hildur segir hugmyndina

að fatnaðinum hafi kviknað á

námsárum hennar á Ítalíu: „Ég

saknaði sárlega íslenskrar náttúru

og fór því að líkja eftir

henni með sérstæðri textílhönnun.

Konur geta þannig

íklæðst náttúrunni með fatnaðinum

og orðið að eins konar

gyðjum, enda dregur Xirena

nafn sitt af hafmeyjum.

Til að tryggja hágæðavöru

fer öll framleiðslan fram á

Norður-Ítalíu. Ég hef því verið

með annan fótinn þar undanfarið

til að fylgja henni eftir

en allur undirbúningur miðast

við að fatnaðurinn fari á

erlendan markað. Vefsíðan

xirena.com er þegar tilbúin

og svo verður farið í frekari

markaðsvinnu um leið og

fyrsta hönnunarlínan kemur

til landsins, en von er á henni

á næstu dögum.“

Hildur er gift Jóhanni Kristjánssyni,

framkvæmdastjóra

Iceland Travel, sem er jafnframt

meðeigandi hennar í

Xirena ehf., og eiga þau eina

dóttur saman, Æsu.

Eins og gefur að skilja er

hönnun ofarlega á blaði þegar

kemur að áhugamálum: „Ég hef

mikinn áhuga á allri hönnun

og listum og við hjónin förum

mikið á leiksýningar. Ég hef

einnig mjög gaman af dansi og

íþróttum og keppti meðal annars

í frjálsum íþróttum fyrir

Ármann hér áður fyrr.“

Vegna opnunar Xirenaverslunarinnar

fer fjölskyldan

ekki í langt frí þetta sumarið

en reynir að nýta helgarnar í

styttri ferðir: „Við höfum bæði

mjög gaman af því að ferðast

um landið og viljum yfirleitt

nýta hásumarið til þess. Síðasta

sumar fórum við þó allar

systurnar, sem erum fjórar

talsins, ásamt fjölskyldum

okkar til Toscana á Ítalíu, þar

sem við leigðum risastórt sumarhús

í litlu fjallaþorpi. Það

var alveg meiriháttar.

178 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 6

More magazines by this user
Similar magazines