31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Öll almenn þjónusta<br />

Gosið 1973<br />

Minnisvarðar gossins<br />

Ýmis dægradvöl<br />

Samspil mannlífs og<br />

náttúru<br />

Návígi við náttúruöflin<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði er gott í Vestmannaeyjum. Þar eru nokkrir veitingastaðir og<br />

einnig öll almenn þjónusta svo sem apótek, heilsugæsla, sjúkrahús,<br />

bankar, pósthús, bílaleiga, bílaþjónusta (viðgerðir), samgöngur<br />

(hópferðir), verslanir og ýmis önnur þjónusta. Þessi grunngerð hefur verið<br />

byggð upp og getur hæglega tekið við fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Landslag er óvenjulegt og stórbrotið í Vestmannaeyjum. Heimaey varð<br />

fræg í heimsfréttum í janúar 1973 þegar þar hófst mikið eldgos. Stór hluti<br />

bæjarins grófst þá í ösku og vikri eða fór undir hraun. Íbúar voru fluttir<br />

burt en flestir sneru aftur þegar hamförunum linnti.<br />

Minnisvarðar gossins eru um allan bæ og áhugavert þykir að skoða nýja<br />

hraunið við austurjaðar bæjarins, enda er mikill hiti í því enn. Á<br />

Byggðasafninu í Eyjum er að finna lifandi sýningu um gosið og í<br />

kvikmyndahúsinu eru daglega sýndar myndir frá þessum atburðum. Í<br />

Vestmannaeyjum er einstætt sædýrasafn, hið eina á Íslandi.<br />

Þessu til viðbótar er ýmis afþreying í boði svo sem golf, handverkshús<br />

(gallerí), gönguferðir með leiðsögn, útsýnisflug, reiðhjólaleiga,<br />

sundlaugar, siglingar umhverfis og við eyjarnar og sjóstangveiði. Einnig<br />

ýmis fuglaveiði.<br />

Möguleikar<br />

Möguleikar Vestmannaeyinga felast fyrst og fremst í því sérstaka samspili<br />

mannlífs og náttúru sem þar er, enda sækja ferðamenn í að upplifa þessi<br />

tengsl og það mun áfram hvetja þá til að sækja eyjarnar heim.<br />

Samantekt<br />

Ekki þarf að fara mörgum orðum um svæðisskilgreiningu.<br />

Vestmannaeyjar eru sér heimur og verða það áfram. Sérstaðan felst í mjög<br />

óvenjulegri nánd við náttúruöflin og höfuðskepnur tilverunnar.<br />

Tillaga<br />

Gosminjasafn<br />

‣ Skilgreina verkefni sem tengist gosinu í Vestmannaeyjum í samvinnu<br />

ríkis og bæjar og gera áætlun um framkvæmdir í ljósi þess.<br />

Taka skal fram að þó þetta verkefni sé nefnt sem höfuðatriði er að<br />

sjálfsögðu fjöldi annarra framkvæmda og verkefna sem unnið verður að á<br />

sviði ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.<br />

24

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!