31.07.2014 Views

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

FERÐAÞJÓNUSTUSVÆÐI

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Hornstrandir<br />

Náttúran áhugaverð<br />

Framboð gistingar er<br />

um 830 rúm<br />

Skortur á suðursvæðinu<br />

Sértæk aðgerð<br />

Öll almenn þjónusta<br />

Hrafna-Flóki<br />

Slóðir Gísla Súrssonar<br />

Hrafnseyri<br />

Tilkomumikil fjöll rísa úr sæ nyrst á svæðinu og þar má nefna<br />

Hælavíkurbjarg og Hornbjarg. Kálfatindar í Hornbjargi eru hæstir, 534<br />

metrar. Hornstrandir, en það er svæðið frá Hornbjargi að Geirólfsgnúpi er<br />

fjölskrúðugt friðland sem nýtur vaxandi vinsælda ferðafólks. Á Ströndum<br />

eru víðast sæbrött fjöll. Firðir eru flestir stuttir en stærstir þeirra eru<br />

Steingrímsfjörður og Reykjarfjörður.<br />

Náttúra Vestfjarða er áhugaverð sem heild en einstakir staðir hafa sérstakt<br />

aðdráttarafl. Þar má fyrst nefna Látrabjarg og Rauðasand. Einnig fossinn<br />

Dynjanda í Arnarfirði. Á Hornströndum mætti vitna í kvæðið Áfanga eftir<br />

Jón Helgason þar sem segir: Kögur og Horn og Heljarvík / huga minn<br />

seiða löngum.<br />

Framboð á gistingu<br />

Á Vestfjörðum eru um 360 herbergi með um 830 rúmum til afnota í<br />

ferðaþjónustu. Á Suðurfjörðum og Barðaströnd eru um 90 herbergi með<br />

um 200 rúmum og á norðursvæðinu eru um 200 herbergi með um 470<br />

rúmum. Á Ströndum eru um 70 herbergi með um 160 rúmum. Þetta eru<br />

nokkru hærri tölur en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, sem<br />

stafar af mismunandi skilgreiningu gistirýmis. Hagstofan reiknar<br />

ársnýtingu gistirýmis 25% samkvæmt tölum frá hótelum og gistiheimilum.<br />

Af viðtölum við marga ferðaþjónustuaðila má ráða að skortur sé á góðri<br />

gistiaðstöðu, einkum á suðursvæðinu og það stendi í vegi fyrir framþróun<br />

á Vestfjörðum. Vegalengdir eru miklar og dagsferðir frá höfuðborgarsvæðinu<br />

ganga ekki upp nema með stórbættum flugsamgöngum sem fátt<br />

bendir til að verði fyrir hendi. Vandinn er hinsvegar sá að litlar líkur eru á<br />

að bygging hótels gæti borið sig og fórnarkostnaði við uppbyggingu á<br />

þessum þætti grunnþjónustunnar er ekki hægt að vísa á neinn. Lagt er til<br />

að skoðað verði hvort mögulegt sé að grípa til sérstakra aðgerða til að<br />

auka framboð á gistingu með því að byggja nýtt hótel á Suðurfjörðum eða<br />

Barðaströnd, enda mundi það hafa jákvæð áhrif á þróun ferðaþjónustunnar<br />

um alla Vestfirði.<br />

Önnur þjónusta<br />

Tjaldsvæði eru mörg en afar misjöfn að gæðum, allt frá því að vera ágæt<br />

til þess að vera nánast nafnið tómt. Veitingastaðir eru á flestum<br />

þéttbýlisstöðum og á Vestfjörðum er einnig öll almenn þjónusta svo sem<br />

apótek, heilsugæsla, sjúkrahús, bankar, pósthús, bílaleiga, bílaþjónusta<br />

(viðgerðir), samgöngur (áætlunarferðir og hópferðir), verslanir og ýmis<br />

önnur þjónusta. Þessi grunngerð er til staðar og getur hæglega tekið við<br />

fleiri viðskiptavinum.<br />

Dægradvöl<br />

Sagan er víða tengd Vestfjörðum. Þeir Flóki sigldu vestur yfir Breiðafjörð<br />

og tóku þar land sem heitir Vatnsfjörður við Barðaströnd segir í<br />

Landnámabók. Eitt af því fyrsta sem börn læra í sögu er að Hrafna-Flóki<br />

hafði hér vetursetu og gaf landinu nafnið Ísland.<br />

Slóðir Gísla Súrssonar liggja um Ísafjarðarsýslu, Barðastrandarsýslu og út<br />

um eyjar. Eyri (Hrafnseyri) er þekktur sögustaður allt frá dögum Hrafns<br />

Sveinbjarnarsonar á seinni hluta 12. aldar til 1213 er hann var tekinn af<br />

lífi. Síðar tengdist staðurinn Jóni Sigurðssyni sem fæddist þar 1811.<br />

30

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!