Sævar Helgi Bragason - Háskóli Ãslands
Sævar Helgi Bragason - Háskóli Ãslands
Sævar Helgi Bragason - Háskóli Ãslands
You also want an ePaper? Increase the reach of your titles
YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.
Efnisyfirlit<br />
Á FORSÍÐU<br />
Stjörnuáhugakona<br />
virðir fyrir sér undur<br />
alheimsins í gegnum<br />
stjörnusjónauka.<br />
Myndina tók þýski<br />
ljósmyndarinn Stefan<br />
Seip. Hönnun forsíðu<br />
var í höndum Sævars<br />
Helga <strong>Bragason</strong>ar og<br />
Arnolds Björnssonar.<br />
EINNIG Í ÞESSU HEFTI<br />
Undur alheimsins<br />
Fyrirlestraröð fyrir almenning í tilefni<br />
af ári stjörnufræðinnar.<br />
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON<br />
8<br />
12<br />
10<br />
76<br />
84<br />
Sólin er körfubolti<br />
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness<br />
og Stjörnufræðivefurinn standa fyrir<br />
námskeiðum börn, fullorðna og<br />
kennara.<br />
SVERRIR GUÐMUNDSSON<br />
GREINAR<br />
6<br />
18<br />
24<br />
30<br />
36<br />
44<br />
54<br />
62<br />
74<br />
77<br />
Á ári stjörnufræðinnar<br />
Árið 2009 er haldið upp á að 400 ár eru liðin frá því Galíleó beitti stjörnusjónauka til<br />
rannsókna í stjörnufræði. Hátíðahöld fara fram um allan heim, að sjálfsögðu líka hér á<br />
Íslandi.<br />
EINAR H. GUÐMUNDSSON<br />
Norræni stjörnusjónaukinn<br />
Háskóli Íslands tekur þátt í rekstri Norræna stjörnusjónaukans á La Palma, einni<br />
Kanaríeyja.<br />
GUNNLAUGUR BJÖRNSSON<br />
Gammablossar og annasamar andvökunætur<br />
Stjarneðlisfræðingar nútímans fá upplýsingar um öflugustu sprengingar alheims með SMS<br />
skilaboðum frá gervihnöttum.<br />
PÁLL JAKOBSSON<br />
LAT sjónaukinn á Fermi gervitunglinu<br />
Fermi gervitunglið er hannað til þess að leita svara við spurningum um gammageisla,<br />
risasvarthol og gammatifstjörnur.<br />
GUÐLAUGUR JÓHANNESSON<br />
Hulduefni og þyngdarlinsur<br />
Stjarneðlisfræðingar kanna ósýnilegt efni með hjálp náttúrulegra sjónauka.<br />
ÁRDÍS ELÍASDÓTTIR<br />
Reikistjörnurnar ljósmyndaðar<br />
Sannkölluð bylting hefur orðið í reikistjörnuljósmyndun síðustu ár og er nú svo komið að<br />
bestu ljósmyndir áhugamanna af reikistjörnunum jafnast fyllilega á við það besta sem<br />
stærstu sjónaukar jarðar tóku fyrir fáeinum árum.<br />
BJÖRN JÓNSSON<br />
Fönix á Mars<br />
Mars-kanninn Fönix lenti á norðurheimskautssvæði Mars í maí árið 2008. Um borð í<br />
geimfarinu var vindmælir sem íslenskur eðlisfræðingur vann að.<br />
HARALDUR PÁLL GUNNLAUGSSON<br />
Giljadrög á Íslandi og Mars<br />
Í fjallshlíðum á Íslandi og Mars eru mýmörg dæmi um svonefnd giljadrög sem myndast<br />
einkum þegar fljótandi vatn rennur niður hlíðarnar.<br />
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON<br />
Reikistjörnur á himni árið 2009<br />
Þú getur skoðað allar reikistjörnur sólkerfisins á íslenska stjörnuhimninum á ári<br />
stjörnufræðinnar. Hér er sagt frá því hvar reikistjörnurnar er að finna á árinu.<br />
SÆVAR HELGI BRAGASON<br />
Skoðaðu ystu reikistjörnur sólkerfisins<br />
SÆVAR HELGI BRAGASON<br />
2<br />
78<br />
80<br />
Þyrpingar og vetrarbrautir að vori<br />
SÆVAR HELGI BRAGASON<br />
Óríon og Tvíburarnir<br />
SÆVAR HELGI BRAGASON
Sameinaðir kraftar<br />
F í t o n / S Í A<br />
Uppsöfnuð þekking og ómetanleg reynsla<br />
VERKÍS er nýtt ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði. VERKÍS verður til við sameiningu fjögurra öflugra<br />
verkfræðistofa sem hafa verið leiðandi í virkjun orku ásamt mannvirkjagerð á Íslandi. Þessi fyrirtæki eru<br />
VST-Rafteikning, Fjarhitun, Fjölhönnun og RT–Rafagnatækni. Hjá VERKÍS starfa um 350 starfsmenn<br />
sem búa yfir ómetanlegri reynslu og uppsafnaðri þekkingu. VERKÍS nýtur sameinaðra krafta í verki.<br />
Verkís | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | Sími 422 8000 | verkis@verkis.is | www.verkis.is<br />
3
Ágæta stjörnuáhugafólk<br />
2009<br />
Undur alheimsins<br />
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar<br />
Það er mér sönn ánægja að rita<br />
inngangsorð í þetta glæsilega rit<br />
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness<br />
um Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar. Aldrei<br />
áður hefur Stjörnuskoðunarfélagið lagst<br />
í jafn viðamikla útgáfu og nú. Vonandi að<br />
árangurinn sé félaginu til sóma.<br />
Árið 2009 er sérstakt að mörgu leyti. Það<br />
markar 400 ára afmæli þess<br />
atburðar þegar Galíleó Galílei<br />
beindi fyrst sjónauka sínum<br />
til himins. Á þeim mánuðum<br />
sem í hönd fóru uppgötvaði<br />
Galíleó gíga og fjöll á tunglinu,<br />
kvartilaskipti Venusar og<br />
fylgitungl Júpíters svo fátt eitt<br />
sé nefnt.<br />
Til þess að minnast þessa<br />
atburðar útnefndu Sameinuðu<br />
þjóðirnar og Alþjóðasamband<br />
stjarnfræðinga árið 2009<br />
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar.<br />
Árið er haldið hátíðlegt af<br />
stjarnvísinda- og stjörnuáhugafólki<br />
um heim allan. Hér á landi<br />
mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness<br />
leggja sitt af mörkum og færa fólki undur<br />
alheimsins með því að bjóða upp á<br />
stjörnuskoðunarkvöld og fleiri viðburði.<br />
Eitt mikilvægasta markmið blaðsins<br />
Undur alheimsins er að hvetja þig til þess að<br />
feta í fótspor Galíleós og fara út með eigin<br />
stjörnusjónauka og sýna öðrum það sem fyrir<br />
augum ber. Allt það sem Galíleó sá er hægt<br />
að skoða með litlum stjörnusjónaukum –<br />
það eina sem þarf er að vita hvar fyrirbærin<br />
er að finna. Til þess að hjálpa ykkur að finna<br />
fyrirbæri á stjörnuhimninum er hér nokkuð<br />
ítarleg umfjöllun um áhugaverð fyrirbæri<br />
sem sjást í öllum áhugamannasjónaukum.<br />
Í blaðið ritar okkar fremsta stjarnvísindafólk<br />
skemmtilegar og fróðlegar greinar um sín<br />
eigin hugðarefni, t.a.m. greinar um gammablossa,<br />
hulduefni og Marskannan<br />
Fönix. Hér er einnig að<br />
finna umfjöllun um félagsstarfið<br />
í Stjörnuskoðunarfélaginu, t.d.<br />
grein um stjörnufræðinámskeið<br />
sem félagið hefur staðið fyrir<br />
undanfarin ár með góðum<br />
árangri.<br />
Þema blaðsins er þróun<br />
stjörnusjónaukans síðastliðinn<br />
400 ár. Þannig er stutt umfjöllun<br />
fyrir hverja grein um tiltekinn<br />
sjónauka sem haft hefur afgerandi<br />
áhrif á þróun stjarnvísinda.<br />
S t j ö r n u s ko ð u n a r fé l a g i ð<br />
leikur stórt hlutverk í ári<br />
stjörnufræðinnar hér á landi. Ég hvet þar<br />
af leiðandi alla félagsmenn til þess að fjölmenna<br />
á þá viðburði sem við stöndum fyrir,<br />
en umfram allt hvet ég allt stjörnuáhugafólk<br />
til þess að fara út með sjónaukann sinn og<br />
skoða stjörnurnar.<br />
SÆVAR HELGI BRAGASON, RITSTJÓRI<br />
saevar@stjornuskodun.is<br />
ÚTGEFANDI<br />
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness<br />
PRENTUN<br />
Prentun: Samskipti<br />
Upplag: 5000 eintök<br />
RITSTJÓRN OG HÖNNUN<br />
Ritstjóri: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Umbrot: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Hönnun: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Myndvinnsla: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong>, Arnold Björnsson<br />
PRÓFARKARLESARAR<br />
Helga Stefánsdóttir, Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
GREINARHÖFUNDAR<br />
Árdís Elíasdóttir, Björn Jónsson, Einar H. Guðmundsson,<br />
Guðlaugur Jóhannesson, Gunnlaugur Björnsson, Haraldur<br />
Páll Gunnlaugsson, Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong>, Snævarr<br />
Guðmundsson, Sverrir Guðmundsson, Þorsteinn Þorsteinsson<br />
AUGLÝSINGAR<br />
Auglýsingasala: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Auglýsendur: CCP, Sjónaukar.is, Fjölskyldu- og<br />
hýsdýragarðurinn, Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur,<br />
Trackwell, Verkís, Bræðurnir Ormsson, Forlagið,<br />
Sjónvarpsmiðstöðin, Garmin<br />
STJÖRNUSKOÐUNARFÉLAG SELTJARNARNESS<br />
Formaður: Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Gjaldkeri: Kristján Þorvaldsson<br />
Ritari: Óskar Torfi Viggósson<br />
Um Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness<br />
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er eina félag áhugamanna um stjörnuskoðun<br />
og stjörnufræði á Íslandi og eru félagar í því um 240 talsins. Aðsetur félagsins er í<br />
Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Uppi á þaki skólans er hvolfþak sem hýsir aðalsjónauka<br />
félagsins sem jafnframt er stærsti stjörnusjónauki landsins.<br />
Stjörnuskoðunarfélagið er opið öllum áhugamönnum um stjörnuskoðun og stjörnufræði<br />
óháð aldri og búsetu. Undanfarin ár hefur félagsgjaldið verið 2.500,- kr. á ári. Á hverju<br />
ári stendur félagið fyrir margvíslegum spennandi uppákomum og ber þar helst að nefna<br />
námskeið í stjörnuskoðun, útgáfu fréttabréfa, sólskoðun og stjörnuskoðun fyrir almenning<br />
auk ýmiss annars.<br />
Nánari upplýsingar um félagið er að finna á vefsíðu þess www.astro.is en þar er líka hægt<br />
að skrá sig og taka þátt í félagsstarfinu.<br />
Á VEFNUM<br />
STJÖRNUSKOÐUNARFÉLAG SELTJARNARNESS<br />
www.astro.is (ssfs@astro.is)<br />
ALÞJÓÐLEGT ÁR STJÖRNUFRÆÐINNAR<br />
www.2009.is (einar@raunvis.hi.is, saevar@stjornuskodun.is)<br />
STJARNVÍSINDAFÉLAG ÍSLANDS<br />
www.raunvis.hi.is/~einar/SI.html (einar@raunvis.hi.is)<br />
STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN<br />
www.stjornuskodun.is (stjornuskodun@stjornuskodun.is)<br />
STJÖRNUVERIÐ<br />
natturumyndir.com (snaevarr@mmedia.is)<br />
4
Hvað er á döfinni hjá Stjörnuskoðunarfélagi<br />
Seltjarnarness á ári stjörnufræðinnar?<br />
Margt spennandi er á dagskrá Stjörnuskoðunarfélags<br />
Seltjarnarness á ári stjörnufræðinnar. Félagsfundir verða<br />
haldnir einu sinni í mánuði en sú nýbreytni er á að fundirnir<br />
verða annað hvort á sunnudögum eða fimmtudögum. Þess á milli mun<br />
verða boðað til reglulegra stjörnuskoðunarkvölda fyrir félagsmenn og<br />
almenning.<br />
Janúar 2009<br />
• Sunnudagurinn 18. janúar, kl. 20:00 - Aðalfundur í Valhúsaskóla.<br />
Febrúar 2009<br />
• 10.-11. febrúar (þriðjudagur og miðvikudagur), kl. 20:00 -<br />
Framhaldsnámskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun.<br />
• Fimmtudagurinn 12. febrúar, kl. 20:00 - Félagsfundur í<br />
Valhúsaskóla. Dagskrá kynnt á astro.is.<br />
• 24.-25. febrúar (þriðjudagur og miðvikudagur), kl. 20:00 -<br />
Byrjendanámskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun - Fyrsta<br />
kvöld.<br />
Mars 2009<br />
• Laugardagurinn 7. mars, kl. 13:00 - Krakkanámskeið (5-9 ára) í<br />
stjörnufræði og stjörnuskoðun.<br />
• Sunnudagurinn 8. mars, kl. 13:00 - Krakkanámskeið (10-13 ára) í<br />
stjörnufræði og stjörnuskoðun.<br />
• Sunnudagurinn 20. mars, kl. 20:00 - Félagsfundur í Valhúsaskóla.<br />
Apríl 2009<br />
• Fimmtudagurinn 2. apríl - Félagsfundur í Valhúsaskóla - 100<br />
stjarnfræðistundir (100 Hours of Astronomy).<br />
• 2.-5. apríl - 100 stjarnfræðistundir (100 Hours of Astronomy).<br />
Dagskrá kynnt á astro.is<br />
Maí 2009<br />
Júní 2009<br />
• Miðvikudagurinn 17. júní - Sólskoðun á Austurvelli.<br />
Ágúst 2009<br />
• Laugardagurinn 22. ágúst - Stjörnuskoðunarfélagið á<br />
Menningarnótt. Dagskrá kynnt á astro.is.<br />
September 2009<br />
• Fimmtudagurinn 3. september, kl. 20:00 - Félagsfundur í<br />
Valhúsaskóla.<br />
• Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun í Valhúsaskóla. Nánari<br />
upplýsingar á astro.is þegar nær dregur.<br />
Október 2009<br />
• Sunnudagurinn 4. október, kl. 20:00 - Félagsfundur í<br />
Valhúsaskóla.<br />
• Námskeið í stjörnufræði og stjörnuskoðun á landsbyggðinni.<br />
Nánari upplýsingar á astro.is þegar nær dregur.<br />
Nóvember 2009<br />
• Fimmtudagurinn 5. nóvember, kl. 20:00 - Félagsfundur í<br />
Valhúsaskóla.<br />
Desember 2009<br />
• Fimmtudagurinn 31. desember, kl. 23:59 - Ári stjörnufræðinnar<br />
lýkur.<br />
Athugið að ofangreind dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.<br />
Fylgist því vel með á vefsíðu félagsins, astro.is.<br />
• Sunnudagurinn 24. maí - Undirbúningur fyrir sólskoðun 17. júní.<br />
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness þakkar eftirfarandi aðilum veittan stuðning við útgáfu þessa blaðs:<br />
5
Á<br />
2009<br />
ári<br />
STJÖRNUFRÆÐINNAR<br />
eftir Einar H. Guðmundsson<br />
Í<br />
ár er þess minnst að fjórar aldir eru liðnar frá því að<br />
Galíleó Galíleí beitti sjónauka fyrstur manna til ítarlegra<br />
athugana í stjörnufræði, en hið nýja undratæki hafði verið<br />
kynnt til sögunnar í Hollandi skömmu áður. Lýsingar Galíleós<br />
á því sem hann sá í sjónaukanum birtust svo fljótlega í<br />
bókinni Sidereus nuncius (Sendiboði stjarnanna). Á ári<br />
stjörnufræðinnar er þess einnig minnst, að árið 1609 greindi<br />
Jóhannes Kepler frá fyrstu niðurstöðum sínum um brautir<br />
reikistjarnanna í sólkerfinu. Það var í tímamótaverkinu Astronomia<br />
nova (Ný stjörnufræði) þar sem Kepler studdist mjög<br />
við stjarnmælingar Tychos Brahes í útreikningum sínum og<br />
vangaveltum um heimsmyndina.<br />
Bæði Galíleó og Kepler aðhylltust hugmyndir Kóperníkusar<br />
um byggingu heimsins og með verkum sínum lögðu þeir vísindalegan<br />
grunn að þeirri niðurstöðu, að sólmiðjukenningin<br />
gæfi rétta mynd af sólkerfinu og að jörðin snerist raunverulega<br />
í kringum sólina en ekki öfugt. Fram að þeim tíma höfðu<br />
flestir litið svo á, að minnsta kosti opinberlega, að jörðin<br />
væri í miðju heimsins og að kerfi Kóperníkusar væri fyrst og<br />
fremst gagnlegt stærðfræðilíkan, sem þægilegt væri að nota<br />
í stjarnfræðilegum útreikningum.<br />
Niðurstöður þeirra Galíleós, Keplers og Brahes, og ekki<br />
síður hin vísindalega aðferðafræði sem þeir mótuðu, varð<br />
upphafið að sögu stórkostlegra uppgötvana í stjörnufræði og<br />
eðlisfræði og kom af stað vísindabyltingu sem hafði djúpstæð<br />
áhrif á hugmyndir manna um alheiminn. Á undanförnum<br />
fjórum öldum hafa herskarar vísindamanna og hugsuða<br />
haldið áfram þeirri vinnu sem frumkvöðlarnir hófu og niðurstaðan<br />
er sú heimsmynd sem við búum við í dag.<br />
Líta má á Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 sem einskonar<br />
uppskeruhátíð þar sem sögunnar er minnst og áföngum<br />
fagnað. Jafnframt er það markmið aðstandenda, sem eru<br />
stjarnvísindamenn og stjörnuáhugamenn um heim allan, að<br />
gefa almenningi tækifæri til að kynnast stjörnuhimninum og<br />
þeim undrum sem fólgin eru í djúpum himingeimsins. Hér á<br />
landi verður megináherslan lögð á stjörnuskoðun og fræðslu<br />
um stjarnvísindi, meðal annars með því að gefa mönnum<br />
kost á að taka þátt í stjörnuteitum og námskeiðum og hlýða á<br />
Alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar 2009 (the International Year of Astronomy 2009: IYA2009) er haldið að frumkvæði<br />
Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (the International Astronomical Union: IAU) og UNESCO (the United<br />
Nations Educational, Scientific and Cultural Organization) undir kjörorðinu Undur alheimsins. Nær 140 þjóðir<br />
hafa tekið höndum saman til að kynna jarðarbúum alheiminn og á árinu verður efnt til margs konar viðburða er<br />
tengjast stjörnufræði og heimsfræði. Alþjóðleg vefsíða ársins er www.astronomy2009.org. Þar eru birtar margs<br />
konar upplýsingar um viðburði ársins á alþjóðavettvangi og þaðan má komast í samband við landsnefndir þeirra<br />
fjölmörgu þjóða sem taka þátt í átakinu. Landsnefndirnar hafa umsjón með þeim atburðum sem boðið er uppá<br />
í hverju landi fyrir sig. Vefsíða íslensku landsnefndarinnar er www.2009.is.<br />
6
almenna fyrirlestra. Þá er reiknað með að stjarnvísindi verði<br />
til umfjöllunar í fjölmiðlum. Með þessu er ætlunin að veita<br />
frekari innsýn í veröld stjarnvísindanna og vekja menn til umhugsunar<br />
um gerð og þróun alheimsins og stöðu mannsins<br />
í honum.<br />
Á ári stjörnufræðinnar er einnig ástæða til að líta<br />
til framtíðar og huga að helstu viðfangsefnum stjarnvísindamanna<br />
á næstu árum. Þar má til dæmis nefna ítarlegar<br />
rannsóknir á nágrönnum okkar í sólkerfinu, fæðingu<br />
stjarna í geimþokum og dauðastríði þeirra í sprengistjörnum<br />
og gammablossum. Rannsóknir á árekstrum svarthola og<br />
nifteindastjarna sem og öðrum uppsprettum þyngdarbylgna<br />
verða ofarlega á baugi og einnig má nefna rannsóknir á eðli,<br />
þróun og dreifingu vetrarbrauta í geimnum, þyngdarlinsum,<br />
hulduefni og hulduorku og sjálfu upphafi alheimsins eins<br />
og það birtist í örbylgjukliðnum og eiginleikum öreinda. Til<br />
þess að afla nauðsynlegra gagna eru hópar vísindamanna<br />
víða um heim nú að smíða eða hanna fjölda nýrra tækja til<br />
rannsókna á alheimi, þar á meðal nýja geimsjónauka og jarðbundna<br />
risasjónauka á mörgum sviðum rafsegulrófsins auk<br />
þyngdarbylgjumæla og öreindamæla af ýmsu tagi.<br />
Eitt áhugaverðasta viðfangsefni næstu ára og áratuga<br />
verður þó án efa leitin að jarðlíkum reikistjörnum í fjarlægum<br />
sólkerfum og könnun á því hvort þar sé líf að finna. Minnsta<br />
fjarreikistjarnan, sem menn þekkja núna, er um það bil fimm<br />
sinnum massameiri en jörðin. Von er til þess að þetta breytist<br />
fljótlega, því að vorið 2009 verður skotið á loft sérhæfðum<br />
geimsjónauka, Kepler, sem hefur það að meginverkefni að<br />
leita að hnöttum á stærð við jörðina í öðrum sólkerfum.<br />
Leitin fer fram á næstu árum á afmörkuðu svæði í Svaninum<br />
og Hörpunni, tveimur stjörnumerkjum sem sjást vel frá<br />
Íslandi. Þegar jarðlíkir hnettir finnast verður næsta skref<br />
að litrófsgreina endurskin þeirra til að kanna hvort þar<br />
séu skilyrði til lífs. Það verkefni bíður þó arftaka Keplersgeimsjónaukans.<br />
Í þessu sambandi má nefna að á undanförnum árum<br />
hefur ný þverfagleg vísindagrein farið ört vaxandi. Það er<br />
hin svokallaða stjörnulíffræði (astrobiology) þar sem vísindamenn<br />
í stjörnufræði, líffræði, jarðfræði, eðlisfræði og efnafræði<br />
vinna saman að rannsóknum á uppruna efnis og orku í<br />
alheimi, myndun stjörnukerfa, stjarna og reikistjarna og uppruna<br />
sjálfs lífsins. Á ári stjörnufræðinnar verður leitast við að<br />
kynna þessa nýju vísindagrein.<br />
Það er von þeirra sem standa að ári stjörnufræðinnar hér<br />
á landi að sem flestir Íslendingar fái notið þess sem boðið<br />
verður uppá á næstu mánuðum. Stjörnufræðin er ekki einungis<br />
elst allra raunvísinda heldur sú vísindagrein sem um<br />
aldir hefur vakið dýpstu og áleitnustu spurningarnar um<br />
efnisheiminn og stöðu mannsins í honum.<br />
Einar H. Guðmundsson er prófessor í stjarneðlisfræði við<br />
Raunvísindastofnun Háskóla Íslands og formaður íslensku<br />
landsnefndarinnar fyrir ár stjörnufræðinnar 2009.<br />
MIKILVÆGIR TENGLAR<br />
Þú getur fylgst með framvindu mála á nokkrum góðum<br />
vefsíðum:<br />
www.2009.is<br />
www.stjornuskodun.is<br />
www.astro.is<br />
www.astronomy2009.org<br />
Vetrarbrautarslæðan rís yfir<br />
Alborzfjöll í Íran. Umhverfið<br />
er lýst upp af tunglskini.<br />
Mynd: Babak Tafreshi.<br />
7
Sjónaukar.is - Hágæða stjörnusjónaukar fyrir byrjendur og lengra komna<br />
Dobson spegilsjónaukar<br />
Orion SkyQuest XT4.5<br />
Orion SkyQuest XT6<br />
Intelliscope<br />
Orion SkyQuest XT8<br />
Intelliscope<br />
Ferrari ZenithStar Racing<br />
Hágæða linsusjónauki í<br />
fugla- og stjörnuskoðun<br />
úr smiðju William Optics<br />
Sjónaukar.is<br />
sjonaukar@sjonaukar.is<br />
9
Stjörnurnar í skólastofunni<br />
Snævarr Guðmundsson<br />
Stjörnuverið<br />
Kennarar geta fengið færanlegan stjörnuhimin inn í skólastofuna.<br />
Stjörnuhiminninn tekur til margra þátta í tilveru okkar. Á okkar tímum<br />
er sannkölluð gullöld í stjörnufræði þar sem margar athyglisverðar<br />
uppgötvanir eru sífellt gerðar. Þrátt fyrir það reynist oft erfitt að<br />
miðla einföldum grunnatriðum eins og helstu kennileitum á stjörnuhimninum.<br />
Þeir sem vænta hagstæðra skilyrða í stjörnuskoðun eftir<br />
hentugleika komast fljótt að því að veðráttan hérlendis er sjaldan<br />
hliðholl. Þetta er bagalegt fyrir t.d. kennara sem vilja kynna nemendum<br />
stjörnurnar. Því hafa skólarnir gripið því tækifæri fegins hendi að bjóða<br />
nemum sínum heimsókn í stjörnuver (enska: planetarium).<br />
Stjörnuverið, sem er rekið af Náttúrumyndum ehf, hefur verið starfrækt<br />
í þrjú ár og hefur nú heimsótt um 70 skóla víða um land. Það er afar<br />
fullkomið miðað við stærð og möguleikarnir margir. Þar má kynnast<br />
stjörnuhimninum og grunnatriðum stjörnufræðinnar á einstakan hátt.<br />
Áhorfendur sjá hvernig stjörnuhiminninn blasir við án ljósmengunar.<br />
Læra má nöfn stjörnumerkja og stjarna eða skilja grundvallaratriði<br />
eins og göngu stjarna, tungls og sólar yfir himinhvelfinguna, tunglog<br />
sólmyrkva, svo fátt eitt sé nefnt. Gjarnan er farið um sólkerfið og<br />
reikistjörnurnar og tungl þeirra skoðuð eða fjallað um stjörnurnar í<br />
vetrarbrautinni auk fjölda annarra þekkingarbrota um alheiminn.<br />
Stjörnuverið er flytjanlegt og hannað til þess að setja upp í<br />
leikfimisölum eða kennslustofum. Um er að ræða tjaldhvelfingu sem<br />
haldið er uppi með öflugum loftblæstri. Sýningartæki varpar síðan<br />
mynd af stjörnunum inn á veggi hennar. Í stjörnuverinu geta 27 manns<br />
setið ásamt fyrirlesara eða um það bil heill bekkur. Fatlaðir geta einnig<br />
heimsótt stjörnuverið en þá er þeim skotið inn á undan öðrum.<br />
Markmið með heimsóknum í grunnskólunum er að kynna og auka<br />
skilning nemenda á grundvallaratriðum í stjörnufræði og sólkerfinu.<br />
Í eldri deildum og menntaskólum er farið dýpra í fræðin og fjallað<br />
fjölbreytileg viðfangsefni. Á meðfylgjandi myndum sést stjörnuverið<br />
og úr starfsemi þess.<br />
Nánari upplýsingar um Stjörnuverið finnast á vefsíðunni<br />
www.natturumyndir.com eða í síma 897 7976.<br />
10
KORT<br />
1971 - 2009 www.sm.is<br />
ALLAR GERÐIR<br />
11
Stjörnufræðinámskeið<br />
Sverrir Guðmundsson<br />
Sólin er körfubolti - jörðin títuprjónn<br />
Á ári stjörnufræðinnar býðst krökkum að sækja skemmtileg stjörnufræðinámskeið<br />
Ef við ímyndum okkur að sólin væri körfubolti, hvað væri jörðin þá<br />
stór miðað við sólina? Þetta er ein af mörgum spurningum sem<br />
þátttakendur leita svara við á námskeiðum Stjörnuskoðunarfélagsins<br />
fyrir börn og kennara.<br />
Í mars verður haldið námskeið fyrir börn á aldrinum fimm til þrettán<br />
ára og foreldra þeirra. Hópnum er skipt niður eftir aldri enda markmiðið<br />
að allir fái að njóta sín. Á svipuðu námskeiði í fyrra var meðal annars<br />
myndasýning þar sem félagar í Stjörnuskoðunarfélaginu sögðu frá<br />
himingeiminum og reyndu að svara alls konar spurningum um sólkerfið<br />
og stjörnurnar, svarthol og vetrarbrautir. Í lokin var innstu hnöttunum í<br />
sólkerfinu raðað upp innandyra þar sem sólin var á stærð við körfubolta.<br />
Þar sem sólin okkar er rúmlega hundrað sinnum breiðari en jörðin<br />
þurfti að nota títuprjónshaus til þess að tákna jörðina! Enn ótrúlegra<br />
er að hugsa til þess að stærstu sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni yrðu á<br />
stærð við hæstu skýjakljúfa heims miðað við að sólin væri körfubolti!<br />
Þá er eins gott að passa vel upp á títuprjóninn.<br />
Barna og unglinganámskeið Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness<br />
og Stjörnufræðivefsins fer fram Í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi<br />
laugardaginn 7. mars (5-9 ára) og sunnudaginn 8. mars (9-13 ára).<br />
Skráning á vefsíðu félagsins www.astro.is.<br />
Krakkaámskeið Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins<br />
er hluti af UNAWE (Universe Awareness) sem er eitt<br />
mikilvægasta verkefni stjörnufræðiársins. Tilgangurinn er að efla<br />
vitund krakka um undur alheimsins á lifandi og spennandi hátt.<br />
Börn með foreldrum sínum á krakkanámskeiði Stjörnuskoðunarfélagsins.<br />
Mynd: Grétar Örn Ómarsson<br />
Tunglið er meðal viðfangsefna krakkanámskeiðsins.<br />
Mynd: Grétar Örn Ómarsson<br />
12
Stjörnufræðinámskeið<br />
Tunglið er plastkúla<br />
Á ári stjörnufræðinnar er kennurum boðið að fræðast um himingeiminn á frumlegan hátt<br />
nóvember 2008 hélt Stjörnuskoðunarfélagið þrjú námskeið fyrir<br />
Í fimmtíu kennara þar sem fjallað var um stjörnufræði og kynntar<br />
hugmyndir sem geta komið að gagni við stjörnufræðikennslu. Fleiri<br />
kennaranámskeið eru framundan í vor og næsta vetur.<br />
Við undirbúning námskeiðanna síðastliðið haust klóruðu umsjónarmenn<br />
sér í kollinum yfir spurningunni: Hvernig er best að kenna<br />
kennurum? Þar sem aðaláherslan var á verklega kennslu lá beint<br />
við að láta kennarana framkvæma verkefni sem þeir gætu lagt fyrir<br />
nemendur. Eins og sjá má á myndum frá Akureyrarnámskeiðinu lögðu<br />
kennararnir sig alla fram við að líkja eftir kvartilaskiptum tunglsins þar<br />
sem þeir snéru tungli úr plasti í kringum sjálfa sig með sólina í miðri<br />
skólastofunni. Eftir ýmsar vangaveltur lauk námskeiðinu með því að<br />
kennararnir röðuðu innstu reikistjörnunum upp utandyra í réttum<br />
hlutföllum. Miðað við að sólin væri körfubolti hefði ysta reikistjarnan,<br />
Neptúnus, átt að vera lítil pappírskúla í eins kílómetra fjarlægð. En hvar<br />
myndi nálægasta stjörnukerfið, þrístirnið Alfa Kentár, lenda ef sólin væri<br />
körfubolti á Akureyri? Til þess að Alfa Kentár gæti verið með þá þyrfti<br />
að hafa samband við kennara í Japan eða álíka fjarlægu landi og fá þá<br />
til þess að koma þar fyrir tveimur körfuboltum og einum tennisbolta.<br />
Þarna er þá komið spennandi verkefni fyrir næstu kennaranámskeið!<br />
Kennaranámskeið Stjörnuskoðunarfélagsins og Stjörnufræðivefsins<br />
fer fram Í Valhúsaskóla laugardaginn 21. mars.<br />
Skráning á vefsíðu félagsins www.astro.is.<br />
Kennaranámskeið Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og<br />
Stjörnufræðivefsins er hluti af Galileo Teacher Training Program.<br />
Kennarar fræðast á leikrænan hátt um kvartilaskipti og snúning tunglsins.<br />
Mynd: Grétar Örn Ómarsson<br />
Kennarar bíða þess að skoða sólina eftir sólkerfisrölt.<br />
Mynd: Grétar Örn Ómarsson<br />
13
14<br />
Íslenskur texti
,,...með því að leggja í mikla vinnu og kostnað, tókst<br />
mér að smíða handa sjálfum mér svo fullkomið tæki<br />
að hlutir sem sjást í því virðast nánast þúsund sinnum<br />
stærri en með berum augum.“<br />
- Galileó Galílei<br />
Horft til himns (Eyes on the Skies)<br />
Fyrir 400 árum steig Ítali nokkur út á akra í grennd við heimili sitt í Padúa. Í fórum hans var glæný<br />
hollensk uppfinning sem hafði þann eiginleika að stækka fjarlæg fyrirbæri svo þau sýndust nær.<br />
Ítalinn ákvað að prófa það sem fáir, jafnvel engir aðrir, höfðu prófað: að beina sjónauka í átt að<br />
tunglinu, reikistjörnunum og fastastjörnunum. Á einu augabragði gerbreyttist stjörnufræðin og<br />
heimsmyndin um leið.<br />
Horft til himins er stórskemmtileg fræðslumynd sem fjallar um 400 ára sögu stjörnusjónaukans.<br />
Myndin er gefin út af Stjörnustöð Evrópu á suðurhveli (ESO), Evrópsku geimstofnuninni (ESA) og<br />
Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í tilefni af Alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009. Myndin er 60<br />
mínútna löng.<br />
Horf til himins er fáanleg á DVD með íslenskum texta hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.<br />
Myndin kostar 1500 krónur og rennur allur ágóði af sölunni í framtíðaraðstöðusjóð félagsins.<br />
Alheimurinn er uppfullur af heillandi ráðgátum. Engin furða að hundruð þúsunda stjörnuáhugamanna<br />
umhverfis hnöttinn fari út á hverri heiðskírri nóttu til að dást að alheiminum. Sjónaukar þeirra eru<br />
mun betri en tækin sem Galileó notaði. Stafrænar myndir þeirra eru jafnvel betri en ljósmyndir teknar<br />
af atvinnumönnum fyrir aðeins örfáum áratugum. Leit stjörnufræðinga að skilningi á alheiminum,<br />
rannsóknir þeirra á alheimnum með stjörnusjónaukum, er aðeins 400 ára gömul.<br />
Það eru enn stór ókönnuð svæði úti í geimnum. Við erum vel á veg komin frá því Galileó hóf að<br />
kortleggja himininn með sjónauka sínum fyrir fjórum öldum.<br />
Við erum rétt að hefjast handa við að svara sumum af æðstu spurningunum sem komið hafa upp. Við<br />
höfum kortlagt yfir 300 reikistjörnur við aðrar sólstjörnur í vetrarbrautinni okkar og fundið lífrænar<br />
sameindir á reikistjörnum umhverfis fjarlægar stjörnur. Þessar ótrúlegu uppgötvanir gætu virst<br />
hápunkturinn í könnun mannsins en það stórbrotnasta á án nokkurs vafa enn eftir að líta dagsins<br />
ljós.<br />
Þú getur líka slegist í hópinn.<br />
Horfðu til himins og njóttu.<br />
15
TEIKNINGAR GALÍELÓS AF VENUSI<br />
Á tíma Galíleós átti jarðmiðjuheimsmynd<br />
Grikkja mestu fylgi að fagna. Þegar<br />
Galíleó fylgdist með Venusi á kvöld- og<br />
morgunhimninum yfir Ítalíu, sá hann að<br />
reikistjarnan virtist stækka og minnka<br />
á sama hátt og tunglið þegar það snýst<br />
umhverfis jörðina. Þessi kvartilaskipti<br />
Venusar var aðeins hægt að útskýra,<br />
á sannfærandi hátt, með því að hún<br />
hlaut að vera nær sólu en jörðin. Með<br />
þessari uppgötvun rak Galíleó fleyg í<br />
jarðmiðjuheimsmyndina og kom um<br />
leið fram með helstu sönnunina á<br />
sólmiðjukenningu Kópernikusar.<br />
Mynd: Martin Kornmesser/ESO. Birt með leyfi höfundar.<br />
Á myndinni hér til hliðar sést hvernig<br />
reikistjörnurnar Venus, Mars, Júpíter<br />
og Satúrnus birtust honum í gegnum<br />
sjónaukann sinn. Myndin fyrir neðan<br />
sýnir athuganir Galíleós á sólblettum.<br />
,,Fyrir um tíu mánuðum barst það mér til eyrna að tiltekinn Flæmingi hefði smíðað<br />
fjarsjá en með hjálp hennar verða sýnileg fyrirbæri þótt fjarlæg séu, auðveldlega<br />
sjáanleg sem væru þau rétt hjá.”<br />
Galileó var mesti vísindamaður síns tíma. Hann studdi eindregið hina nýju<br />
heimsmynd pólska stjörnufræðingsins Nikulásar Kópernikusar, sem varpaði fram<br />
þeirri hugmynd að jörðin snerist um sólina, en ekki öfugt. Út frá því sem hann<br />
hafði heyrt um hollenska sjónaukann smíðaði Galileó eigin sjóntæki. Þau voru af<br />
miklu meiri gæðum.<br />
Það var kominn tími til þess að reyna sjónaukann á himninum.<br />
,,Ég er orðinn sannfærður um að yfirborð tunglsins sé ekki slétt, einsleitt og með<br />
hárnákvæma kúlulögun eins og margir heimspekingar halda heldur ójafnt, hrjúft<br />
og þakið holum og nibbum ekki ósvipað yfirborði jarðar. Landslag með gígum,<br />
fjöllum og dölum. Heimur áþekkur jörðinni okkar!”<br />
Fáeinum vikum síðar, í janúar 1610, skoðaði Galileó Júpíter. Rétt hjá reikistjörnunni<br />
sá hann fjóra ljósdepla sem breyttu stöðu sinni á himninum á hverri nóttu ásamt<br />
Júpíter. Þetta var sem hægur, himneskur ballett tungla sem snerust umhverfis<br />
reikistjörnuna. Ljósdeplarnir fjórir urðu síðar þekktir sem Galileótunglin við<br />
Júpíter.<br />
16
Norræni<br />
stjörnusjónaukinn<br />
eftir Gunnlaug Björnsson<br />
NORRÆNI STJÖRNUSJÓNAUKINN á La Palma,<br />
vestustu eynni í Kanaríeyjaklasanum. Myndin er<br />
tekin á um 15 mínútum og á henni má greina,<br />
auk sjónaukans, Pólstjörnuna, Vetrarbrautina og<br />
svokallaðan sverðbjarma (zodiacal light), daufan<br />
bjarma nálægt sólu. Mynd: H. Dahle.<br />
18
EYJAN LA PALMA rís upp úr skýjahafinu. Hér sést Norræni sjónaukinn og þjónustubyggingin<br />
á Roque de los Muchachos í um 2400 metra hæð yfir sjávarmáli. Mynd: Bob Tubbs.<br />
Vorið 2009 verða 25 ár liðin frá því að samstarf hófst<br />
um hönnun og smíði Norræna stjörnusjónaukans á<br />
La Palma, vestustu eynni í Kanaríeyjaklasanum. Um<br />
svipað leyti verða liðin 20 ár frá því að sjónaukinn var fyrst<br />
tekinn í notkun. Í þessum pistli verður stiklað á stóru í sögu<br />
sjónaukans og sagt stuttlega frá nokkrum áhugaverðum íslenskum<br />
mælingum sem með honum hafa verið gerðar. Loks<br />
verður hugað að notagildi sjónauka af þessum stærðarflokki<br />
á komandi árum.<br />
TENGLAR<br />
www.not.iac.es<br />
www.astro.lu.se/<br />
Resources/NOT/<br />
proptxt.html<br />
Aðdragandinn<br />
Upphaflega hugmyndin að Norræna stjörnusjónaukanum<br />
(Nordic Optical Telescope: NOT) mun hafa komið frá Bengt<br />
Strömgren, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla undir<br />
lok áttunda áratugar síðustu aldar. Honum og Andres Reiz<br />
tókst að afla fjárhagslegs stuðnings frá Carlsberg-sjóðnum<br />
til að láta gera forhönnun á smíði 2,5 m spegilsjónauka sem<br />
lokið var árið 1981. Eftir nokkrar umræður á Norðurlöndum<br />
gerði Torben Andersen frekari tillögur að hönnun slíks<br />
sjónauka undir árslok 1982. Árið þar á eftir fór svo í að afla<br />
hugmyndinni fjárstuðnings og studdu rannsóknaráð Dana<br />
og Svía fyrstu framkvæmdir sem og leit að heppilegri staðsetningu<br />
ásamt ítarlegri hönnunarvinnu. Undir lok ársins<br />
19
Mynd 2: Kattaraugað (Cat’s Eye Nebula, NGC 6543), hringþoka í Vetrarbrautinni okkar.<br />
Myndin er tekin með þremur mismunandi ljóssíum sem hleypa í gegnum sig línum frá<br />
súrefni og nitri. Með þessu móti er unnt að sjá á einni mynd, bjarta miðjuna og daufan<br />
ytri hjúpinn en birta hjúpsins er ekki nema milljónasti hluti miðjubirtunnar. Þetta mun<br />
vera dýpsta mynd sem tekin hefur verið af Kattarauganu. (Mynd: NOT, R. Corradi).<br />
veitti Norræna ráðherranefndin verkefninu myndarlegan<br />
fjárstuðning og Norðurlöndin fjögur, Svíþjóð, Noregur, Danmörk<br />
og Finnland fjármögnuðu það sem upp á vantaði.<br />
Nordic Optical Telescope Scientific Association (NOTSA) var<br />
svo formlega stofnað um byggingu og rekstur sjónaukans, en<br />
rannsóknaráð Norðurlandanna fjögurra eiga aðild að NOTSA.<br />
Telja má að stofndagurinn sé 7. maí 1984, en þann dag var<br />
síðasta undirritunin sett á stofnsamninginn. Framkvæmdir<br />
hófust í júlí sama ár og fyrstu prófanir tækja og búnaðar fóru<br />
fram árið 1988, en sjónaukinn var tekinn í reglulega notkun<br />
árið 1989.<br />
Íslendingar gerðust aðilar að NOTSA í júlí 1997. Það er<br />
Háskóli Íslands sem á 1% hlut í sjónaukanum en aðildin<br />
naut dyggs stuðnings Menntamálaráðuneytisins og Björns<br />
Bjarnasonar, þáverandi ráðherra og Sveinbjörns Björnssonar,<br />
rektors. Aðildin að NOTSA og aðgengið að sjónaukanum<br />
hefur skipt sköpum í þróun og vexti stjarnvísinda á Íslandi.<br />
Sjónaukinn<br />
NOT er spegilsjónauki og er aðalspegillinn 2,56 m í þvermál.<br />
Spegillinn er úr Zerodur gleri sem hefur mjög lágan<br />
varmaþanstuðul og því lítið næmur fyrir hitabreytingum.<br />
Sjónaukinn er lóðstilltur (alt-azimuth), en óvenjulegur að því<br />
leyti að við mælingar snýst öll byggingin sem hýsir hann, en<br />
ekki einungis sjónaukinn sjálfur og hvolfþakið. Heildarþyngd<br />
stæðunnar sem er á hreyfingu við mælingar er um 40 tonn,<br />
en sjálfur spegillinn vegur tæp tvö tonn. Sjónaukinn er af<br />
(Super) Ritchey-Chretien gerð, en það er sérstakt afbrigði<br />
Cassegrain-spegilsjónauka sem er án kúluvillu og hjúpskekkju.<br />
Aukaspegillinn er 0,51 m í þvermál og vegur 35 kg.<br />
Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því að sjónaukinn<br />
var tekinn í notkun hafa allmörg mælitæki verið smíðuð og<br />
notuð við hann. Á síðari árum hafa þau flest verið fjármögnuð<br />
með styrkjum frá aðildarlöndum sjónaukans, en einungis að<br />
litlu leyti með framlagi frá sjónaukanum sjálfum. Þess hefur<br />
einnig verið gætt að uppfæra mælitæki eftir því sem tækninni<br />
fleygir fram, til dæmis með því að skipta um CCD-flögur í afkastamestu<br />
tækjunum. Flögurnar eru sambærilegar þeim<br />
sem notaðar eru í stafrænum myndavélum en mun stærri og<br />
margfalt ljósnæmari og algengt verð hverrar flögu er nokkrar<br />
milljónir króna.<br />
Eitt af því sem ræður úrslitum um gæði mælinga með<br />
stjörnusjónaukum er iðustreymi umhverfis þá. Venjulega eru<br />
stjörnuturnar byggðir þannig að vel er rúmt um sjónaukann<br />
svo auðvelt sé að athafna sig í kringum hann til viðhalds<br />
eða til að skipta um mælitæki. Þetta veldur því að við<br />
upphaf mælinga á hverri nóttu getur liðið alllangur tími frá<br />
því hvelfingin er opnuð og þar til loftmassinn innan hennar<br />
hefur náð varmajafnvægi við umhverfið. Á meðan geta iðustraumar<br />
innan hvelfingarinnar sett mælingum verulegar<br />
skorður hvað upplausn varðar. Reynt var að leysa þetta<br />
vandamál hjá NOT með því að hafa hvelfinguna eins litla og<br />
mögulegt var án þess að skerða nauðsynlegt rými umhverfis<br />
sjónaukann. Þá voru sett loftop á hliðar hvelfingarinnar til<br />
að flýta fyrir loftskiptum við umhverfið og þar með hraðara<br />
varmajafnvægi. Síðarnefnda lausnin hefur síðar verið notuð<br />
í hvelfingum nýrri sjónauka, til dæmis risasjónaukanum á La<br />
Palma (GranTeCan).<br />
NOT er ásamt fleiri sjónaukum á La Palma, staðsettur í um<br />
2400 metra hæð á Strákakletti (Roque de los Muchachos), en<br />
þar þykja skilyrði til stjarnmælinga þau bestu sem um getur<br />
í Evrópu. Staðarval skiptir mjög miklu við byggingu stjörnuturna,<br />
því til lítils eru gæði sjónaukanna og mælitækjanna<br />
ef athugunarskilyrði verða svo takamarkandi þáttur í notkun<br />
þeirra.<br />
Eitt vandamál hefur hrjáð alla sjónauka á Kanaríeyjum<br />
frá upphafi, en það eru sandstormar (Calimas) frá Sahara<br />
eyðimörkinni. Þetta hljómar ótrúlega því fjarlægðin á milli<br />
vesturstrandar Afríku og La Palma sem er vestust Kanaríeyja<br />
er um 500 kílómetrar. Svo kröftugir geta stormarnir þó<br />
orðið að hætta þarf mælingum og loka hvelfingum til að<br />
verja tækin fyrir rykinu. Sandstormarnir eru árstíðabundnir<br />
að mestu, en geta stundum komið á óvart. Iðulega þarf því<br />
að þvo speglana og með reglulegu millibili þarf einnig að<br />
endurnýja spegilhúðina.<br />
Notkunin<br />
Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því að sjónaukinn var<br />
tekinn í notkun hefur hann verið notaður til margvíslegra<br />
verkefna. Hann hefur verið notaður við athuganir og<br />
mælingar á nánast öllum sviðum nútíma stjörnufræði, allt<br />
frá reikistjörnum, halastjörnum og öðrum fyribærum innan<br />
okkar sólkerfis, stjörnum, stjörnumyndun, stjörnutengdum<br />
fyrirbærum og sameindaskýjum í okkar Vetrarbraut til fjarlægra<br />
vetrarbrauta og fyrirbæra sem eru við mörk hins<br />
sýnilega heims. Í síðasttöldu verkefnunum skiptir skerpa<br />
sjónaukans sköpum.<br />
20
Fyrstu íslensku verkefnin þar sem NOT kom við<br />
sögu tengdust rannsóknum á þyngdarlinsum og vetrarbrautahópum.<br />
Fljótlega var einnig farið að huga að notkun<br />
hans í rannsóknum á glæðum gammablossa, en á fyrri<br />
hluta árs 1997 hafði í fyrsta sinn tekist að greina slíkar<br />
glæður í sýnilegu ljósi. Blossarannsóknir með NOT eru nú<br />
fyrirferðarmestar íslenskra verkefna sem nota sjónaukann.<br />
Frá upphafi mælinga á þeim hefur NOT lagt umtalsvert af<br />
mörkum við að finna glæðurnar og mæla rauðvik þeirra. Sætir<br />
það raunar nokkrum tíðindum, því litrófsmælingar (og þar<br />
með ákvörðun rauðviks), eru mun auðveldari eftir því sem<br />
sjónaukarnir eru stærri. Með vel skipulögðum mælingum<br />
og viðbragðsflýti, sem hvort tveggja er nauðsynlegt í blossarannsóknum,<br />
hefur NOT iðulega tekist að slá öðrum og stærri<br />
sjónaukum við. Þar skiptir gott samstarf við starfsfólk NOT<br />
einnig miklu, en það hefur alltaf verið með ágætum.<br />
Framtíðin<br />
Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því að sjónaukinn<br />
var tekinn í notkun hafa orðið gríðarlegar framfarir í smíði<br />
sjónauka og mælitækja við þá. Byggðir hafa verið sjónaukar<br />
með 8 og 10 m spegilþvermáli, en þá eru speglarnir samsettir<br />
úr öðrum minni. Þessir sjónaukar eru mun öflugri en sá<br />
Norræni, en að sama skapi miklu dýrari, bæði í byggingu<br />
og rekstri. Hugmyndir eru nú uppi í Evrópu um að byggja<br />
sjónauka með að minnsta kosti 30 m spegilþvermál.<br />
Eftir því sem tækninni fleygir fram og mæligeta nútíma<br />
sjónauka eykst, vaknar spurningin um framtíð NOT og<br />
annarra sjónauka í sama stærðarflokki. Eigendur NOT hafa<br />
rætt þetta ítarlega og komist að þeirri niðurstöðu að best<br />
væri að sameina rekstur sjónaukans öðrum sambærilegum á<br />
La Palma eða annars staðar. Með því móti mætti reka þá sem<br />
eina heild, hver sjónauki hefði þá bara eitt til tvö mælitæki<br />
sem ekki yrði skipt um og sjónaukinn því gerður sérhæfðari.<br />
Í stað þess að sækja um mælitíma á einum sjónauka með<br />
tilteknu mælitæki, fengju menn úthlutað mælitíma á þeim<br />
sjónauka sem hefði það mælitæki sem til stæði að nota.<br />
Þessi hugmynd þótti eigendum annarra sjónauka á La<br />
Palma fremur framandi og hefur enn ekkert orðið úr slíku<br />
samstarfi.<br />
Undir lok ársins 2008 var hafin úttekt á öllum evrópskum<br />
sjónaukum af stærðinni 2-4 m með það að markmiði að<br />
sameina rekstur þeirra á svipaðan hátt og eigendur NOT<br />
höfðu áður rætt. Reiknað er með að þessarri úttekt ljúki<br />
fyrir árslok 2009. Gera má ráð fyrir að sumum sjónaukum<br />
verði þá lokað eða þeir seldir og þeir sem eftir verða verði<br />
samnýttir að svo miklu leyti sem mögulegt er. Meginmarkmið<br />
þessarar vinnu er að hámarka þau vísindalegu gögn sem fá<br />
má frá sjónaukum í þessum stærðarflokki, helst með minni<br />
tilkostnaði.<br />
Stjórn NOT hefur um langa hríð stutt við bakið á<br />
nemendum í framhaldsnámi með því að veita þeim starfsaðstöðu<br />
við sjónaukann í 6 til 12 mánuði. Þeir eru þá launaðir<br />
starfsmenn og taka þátt í daglegum rekstri sjónaukans með<br />
því að vera stjörnufræðingum til aðstoðar við mælingar<br />
á sama hátt og aðrir starfsmenn. Þannig fá þeir dýrmæta<br />
reynslu í umgengni við háþróuð mælitæki og kynnast rekstri<br />
stjörnuathugunarstöðva sem nánast útilokað er að fá við<br />
stærri sjónauka. Nemendurnir fá einnig góðan tíma til að<br />
sinna sínu rannsóknaverkefni og hafa beinan aðgang að<br />
stjörnufræðingum í föstu starfsliði sjónaukans til skrafs og<br />
ráðagerða. Á hverjum tíma eru að jafnaði fjórir nemendur<br />
að störfum við sjónaukann.<br />
Lokaorð<br />
NOT þykir með afbrigðum vel heppnaður að allri gerð. Bæði<br />
var vandað vel til verka við ljósfræðilega hönnun hans, en<br />
einnig var mikið lagt í gerð turnsins sjálfs og mælitækjanna sem<br />
þar eru notuð. Með reglulegum uppfærslum á mælitækjum<br />
hefur tekist að halda NOT í fremstu röð sjónauka í þessum<br />
stærðarflokki. Þrátt fyrir að stærri sjónaukar séu nú í vaxandi<br />
mæli að ná yfirhöndinni hvað varðar uppgötvanir nýrra og<br />
spennandi fyrirbæra, stendur NOT enn fyllilega fyrir sínu.<br />
Hann mun að líkindum verða fremstur í sínum stærðarflokki<br />
næsta áratuginn og væntanlega vera einn af þeim sem<br />
mest verður horft til þegar evrópskir stjörnufræðingar hafa<br />
lokið við þá endurskipulagningu á rekstri miðlungsstórra<br />
stjörnuathugunarstöðva sem nú stendur yfir.<br />
Stjarnvísindi á Íslandi hafa sannarlega notið góðs af<br />
samvinnunni um NOT. Fræðigreinin hefur vaxið og dafnað á<br />
þeim tólf árum sem liðin eru frá því að Háskóli Íslands gerðist<br />
aðili að samstarfinu. Íslenskir stjarnvísindamenn, sem ýmist<br />
hafa gert sínar mælingar sjálfir með NOT eða notað gögn<br />
frá honum, nálgast nú tuginn og er þess vænst að sá fjöldi<br />
tvöfaldist fram til ársins 2020. Stjarnvísindi hafa þar með fest<br />
sig í sessi sem virk og kröftug vísindagrein á Íslandi.<br />
Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur er deildarstjóri<br />
Háloftadeildar við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.<br />
Hann lauk doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Illinoisháskóla í<br />
Urbana árið 1990.<br />
Mynd 3: Glóðaraugað<br />
(Black Eye Galaxy, M64),<br />
vetrarbraut í um 17<br />
milljóna ljósára fjarlægð<br />
frá jörðu. Myndin er<br />
tekin með þremur<br />
mismunandi ljóssíum auk<br />
síu sem hleypir einungis<br />
svonefndri Hα-línu í<br />
gegn. Sú lína er nátengd<br />
svæðum með virka<br />
stjörnumyndun og er því<br />
notuð til að kortleggja<br />
slík svæði í fjarlægum<br />
vetrarbrautum.<br />
Stjörnumyndunarsvæðin<br />
eru rauð að lit á<br />
myndinni. (Mynd: NOT, J.<br />
Näränen og B. Krog ).<br />
21
SPEGILSJÓNAUKI NEWTONS<br />
Myndin hér til hliðar er<br />
af eftirlíkingu af fyrsta<br />
spegilsjónaukanum sem<br />
Newton smíðaði. Sjónaukinn<br />
var aðeins 15 cm langur<br />
og stækkaði myndina 40<br />
falt. Fyrsta spegilsjónauka<br />
Newtons fylgdu enn fleiri<br />
bjaganir en voru þegar til<br />
staðar í sjónaukum þess<br />
tíma, fyrst og fremst vegna<br />
þess hve erfitt er að fægja<br />
spegilinn nógu nákvæmlega.<br />
Það leið því meira en öld<br />
þar til spegilsjónaukar<br />
urðu vinsælir meðal<br />
stjörnufræðinga.<br />
SPEGILSJÓNAUKINN KEMUR TIL SÖGUNNAR<br />
Í fyrstu stjörnusjónaukunum var safnlinsa notuð til að safna ljósi frá stjörnunum.<br />
Í þessum linsusjónaukum er litskekkja sem hlýst af því að ljósgeislinn tvístrast<br />
mismikið þegar hann ferðast í gegnum linsuna. Þá er líkt og í kringum stjörnuna<br />
sé litríkur hjúpur.<br />
Árið 1668 leysti enski eðlisfræðingurinn Ísak Newton þetta vandamál þegar hann<br />
kynnti spegilsjónaukann til sögunnar. Á þessum tíma voru spegilsjónaukarnir ekki<br />
ýkja vandaðir enda speglarnir úr fægðum kopar eða tini sem þætti ekki heppilegt<br />
í dag.<br />
Spegilsjónaukarnir stækka á 18. öld<br />
Seint á 18. öld smíðaði ensk-þýskur organisti og stjörnuáhugamaður, William Herschel að nafni, stærsta<br />
spegilsjónauka heims. Í húsi sínu í Bath á Englandi bræddi Herschel málm og hellti í mót. Þegar hann<br />
hafði kólnað fægði hann málminn svo hann gæti endurvarpað ljósi frá stjörnunum. Túban sjálf var<br />
úr járni og greiddi Georg III Englandskonungur fyrir sjónaukann. Þegar sjónaukinn var fullgerður var<br />
spegillinn 1,2 metrar í þvermál. Sjónaukinn í heild var svo stór að Herschel þurfti fjóra menn í vinnu við<br />
að færa hann til og tryggja þannig að hann fylgdi eftir færslu himinsins sem hlýst af snúningi jarðar.<br />
Herschel skannaði himinninn með sjónaukanum milli 1785 og 1789 frá stjörnustöð sinni í Slough á<br />
Englandi. Sjónaukinn var sá stærsti í 50 ár. Með honum uppgötvaði Hershel tunglin Enkeladus og Mímas<br />
í kringum Satúrnus.<br />
22
,,Stærsti sjónauki Herschels var svo stór að fjóra menn<br />
þurfti í vinnu við að færa hann til.“<br />
RISASPEGILSJÓNAUKI WILLIAM HERSCHEL<br />
Stærsti sjónaukinn sem William Herschel smíðaði var stærsti stjörnusjónauki veraldar í fimmtíu ár,<br />
eða þar til William Parsons, lávarður af Rosse, smíðaði 1,8 metra breiðan sjónauka á Írlandi árið 1847.<br />
Með sjónaukanum kortlagði Herschel himinninn og komst að því að Vetrarbrautin hlaut að vera flöt<br />
skífa.<br />
23
og annasamar<br />
andvökunætur<br />
eftir PÁL JAKOBSSON<br />
24
Mynd 1: Þetta kort<br />
sýnir staðsetningu<br />
2704 gammablossa í<br />
vetrarbaugshnitum;<br />
plan Vetrarbrautarinnar<br />
liggur eftir láréttu<br />
línunni í miðjunni.<br />
Blossarnir eru<br />
litakvarðaðir eftir<br />
mældu flæði þeirra.<br />
Áður en fjarlægð<br />
(rauðvik) fyrsta<br />
gammablossans var<br />
mæld, gaf þetta kort<br />
sterklega til kynna að<br />
uppspretturnar væru<br />
staðsettar í fjarlægum<br />
vetrarbrautum frekar<br />
en innan okkar<br />
Vetrarbrautar.<br />
Föstudagsnótt rétt eftir miðnætti. Gemsinn pípir. SMS skilaboð. Konan og<br />
krakkarnir rumska aðeins. Eftir 10 sekúndur pípir gemsinn aftur, staðfesting<br />
á að gammablossi hafi átt sér stað og mér sé hollast að rífa mig á lappir og<br />
hefja eltingarleikinn við glæður blossans. Um leið og ég kveiki á fartölvunni heyri ég<br />
betri helminginn hóta því að henda gemsanum í klósettið næst þegar orkumestu<br />
sprengingar alheimsins gera vart við sig að næturlagi með símapípi og óhljóðum.<br />
Á meðan Kubuntu stýrikerfið ræsist skoða ég betur textaskilaboðin. Hvar á<br />
himinhvelfingunni er blossinn staðsettur, þ.e. hvaða sjónauka er hentugt að nota?<br />
Einhvern á norðurhvelinu (t.d. Norræna sjónaukann: NOT) eða suðurhvelinu (t.d.<br />
Very Large Telescope: VLT)? Hversu lengi er blossinn fyrir ofan sjóndeildarhringinn<br />
að nóttu til á þessum stöðum? Er blossinn nokkuð staddur fyrir aftan mikið ryk í<br />
Vetrarbrautinni, þ.e. mun ljósdeyfing hamla athugunum? Slíkum spurningum er<br />
nauðsynlegt að svara eins fljótt og auðið er áður en ákvarðanir eru teknar um<br />
hvaða sjónauka við viljum beina að blossanum og leita að sýnilegum glæðum.<br />
Næst er að lesa tölvupóstinn og ákveða í sameiningu með starfsfélögunum<br />
hvernig athuganir við viljum framkvæma. Megnið af hópnum eru Danir,<br />
Englendingar og Hollendingar og eru að jafnaði seinþreyttir til vandræða; hafa<br />
t.d. enn ekki úthýst Íslendingnum þrátt fyrir vandræði ákveðins íslensks banka<br />
og erlendra innlánsreikninga hans. En það kemur sem sagt í ljós að blossinn er<br />
tiltölulega sunnarlega og áhrif ljósdeyfingar frá Vetrarbrautinni eru hverfandi.<br />
Ákveðið er því að virkja einn af hinum 8 metra VLT og leita að sýnilegum glæðum<br />
um leið og sólin sest í Chile. Ef glæðurnar eru nægjanlega bjartar verður einnig<br />
tekið litróf og reynt að ákvarða fjarlægðina til blossans, þ.e. að mæla rauðvik hans.<br />
Í dag vitum við að nærri allir blossar eiga sér uppruna í fjarlægum vetrarbrautum<br />
þegar massamikil sólstjarna endar ævi sína. Fyrsta vísbendingin um slíkar<br />
stjarnfræðilegar fjarlægðir var til staðar á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar<br />
(sjá mynd 1), talsvert löngu áður en fyrsta rauðvikið var mælt árið 1997.<br />
25
Mynd 2: Myndun<br />
gammablossa og<br />
glæða. Blossinn sjálfur<br />
á sér stað þegar tvær<br />
nifteindastjörnur rekast<br />
saman (blossar styttri en<br />
u.þ.b. tvær sekúndur)<br />
eða þegar mjög<br />
massamikil sólstjarna<br />
rennur sitt æviskeið á<br />
enda (blossar lengri en<br />
u.þ.b. tvær sekúndur).<br />
Í báðum tilvikum<br />
myndast svarthol<br />
og aðsópskringla<br />
umhverfis það. Þetta<br />
kerfi sendir síðan frá<br />
sér afstæðilegan strók í<br />
gagnstæðar stefnur eftir<br />
snúningsás stjörnunnar.<br />
Höggbylgjur innan<br />
stróksins valda síðan<br />
gammablossanum<br />
sjálfum.<br />
SAMRUNI<br />
(STUTTIR BLOSSAR)<br />
NIFTEINDA-<br />
STJÖRNUR<br />
SVARTHOL<br />
“VÉL”<br />
AÐSÓPS-<br />
KRINGLA<br />
MYNDUN GAMMABLOSSA<br />
HRAÐSKREIÐ<br />
“KLESSA”<br />
HÆGFARA<br />
“KLESSA”<br />
UNDANFARI<br />
BLOSSA<br />
“KLESSUR”<br />
SKELLA SAMAN<br />
(INNRI HÖGG-<br />
BYLGJA)<br />
STRÓKUR REKST<br />
Á GEIMSEFNI<br />
(YTRI HÖGGBYLGJA)<br />
GAMMA-<br />
GEISLAR<br />
RÖNTGENGEISLAR,<br />
SÝNILEGT LJÓS,<br />
ÚTVARPSBYLGJUR<br />
MASSAMIKIL<br />
STJARNA<br />
GAMMAHRINA<br />
GLÆÐUR<br />
ÞYNGDARHRUN<br />
(LANGIR BLOSSAR)<br />
Eftir að hafa fyllt út þar til gert vef-eyðublað til þess<br />
að láta VLT-fólkið vita af áætlunum okkar, þá hringi ég í<br />
stjórnherbergi VLT til að vera öruggur um að beiðni okkar<br />
hafi borist þeim. Að sjálsögðu lendi ég á Spánverja sem skilur<br />
ekki aukatekið orð í ensku, og þar sem ég kann u.þ.b. fimm<br />
orð í spænsku þá gengur samtalið frekar stirðlega. Að lokum<br />
er mér þó gefið samband við vingjarnlega enskumælandi<br />
konu sem staðfestir að mælingar okkar muni hefjast um<br />
leið og nóttin skellur á. Þar með hefst tveggja tíma bið eftir<br />
mælingum sem oftast er notuð til að búa til gróft uppkast<br />
af svokölluðu internet-dreifibréfi (Gamma-ray bursts<br />
Coordinates Network: GCN 1 ). Þar er helstu niðurstöðum<br />
mælinganna dreift á tölvupóstlista til þess að aðstoða aðra<br />
hópa sem eltast við gammablossa. Upplýsingar um birtustig<br />
glæðanna og rauðvik eru t.d. mjög mikilvægar til að ákveða<br />
hvort eða hvernig framtíðarmælingar fari fram.<br />
Orkuríkustu sprengingarnar í alheiminum<br />
Á meðan beðið er eftir VLT gögnunum er við hæfi að rifja<br />
aðeins upp helstu staðreyndir um gammablossa. Þetta eru<br />
hrinur háorku rafsegulgeislunar sem berast til jarðar utan<br />
úr geimnum að jafnaði einu sinni á sólarhring. Hver hrina<br />
er skammlíf og getur varað allt frá sekúndubrotum og upp<br />
í allmargar mínútur. Vegna þess hve skammlífir blossarnir<br />
1 http://gcn.gsfc.nasa.gov/gcn3_archive.html<br />
eru þarf þó að hafa hraðar hendur við mælingar á þeim. Í<br />
ljós hefur komið að þeir (sem endast lengur en í u.þ.b. tvær<br />
sekúndur) eru upprunnir í gríðaröflugum stjörnusprengingum<br />
í fjarlægum vetrarbrautum, og er áætlað að stjarnan verði að<br />
vera meira en 40 sinnum massameiri en sólin til að hljóta<br />
þessi örlög. Þegar kjarni stjörnunnar fellur saman og myndar<br />
svarthol losnar gríðarlega mikil orka, allt að hundraðföld<br />
orkan sem losnar í hefðbundinni sprengistjörnu. Eins og<br />
sést á mynd 2, sogar svartholið til sín ytri lög stjörnunnar<br />
og aðsópskringla myndast. Á einn eða annan hátt myndast<br />
einnig svokallaðir strókar sem æða með hraða ljóssins út í<br />
geiminn í gagnstæðar stefnur. Þessir strókar eru í flestum<br />
tilfellum mjög grannir þar sem stærð opnunarhornsins er<br />
aðeins nokkrar gráður. Í þeim tilfellum þar sem þessir strókar<br />
vísa í átt til jarðar “sjáum” við gammablossa, annars einungis<br />
tiltölulega venjulega sprengistjörnu.<br />
Sjálfar glæðurnar myndast svo þegar strókurinn rekst á<br />
þunnt geimefni fyrir utan stjörnuna. Slíkt geimefni getur átt<br />
uppruna að rekja til þokunnar sem stjarnan myndaðist úr eða<br />
til stjörnuvindsins. Til að gera langa sögu stutta þá veldur þessi<br />
árekstur samhraðlageislun með hámarksútgeislun á röntgensviðinu<br />
til að byrja með. Eftir því sem framendi stróksins<br />
fjarlægist uppruna sinn meira og meira og hleður utan á sig<br />
geimefni, tekur hann að hægja á sér og tíðni ljóssins sem<br />
frá honum kemur lækkar. Jafnframt dofnar heildargeislunin.<br />
26
Mynd 3: Til vinstri sjást<br />
sýnilegar glæður (innan<br />
gula hringsins) blossans<br />
sem um er talað í<br />
greininni. Aðeins fjórum<br />
dögum seinna (mynd til<br />
hægri) hafa glæðurnar<br />
nánast horfið. Svona<br />
mælingar eru því kapp<br />
við tímann og getur hver<br />
klukkutími skipt miklu<br />
máli þegar framkvæma<br />
skal gagnlegar mælingar.<br />
Birt með góðúslegu leyfi<br />
Daniele Malesani.<br />
Þetta eru hinar svokölluðu glæður: Strókurinn getur orðið<br />
mjög bjartur í sýnilegu ljósi og getur það skeið varað í nokkra<br />
daga áður en hann dofnar og verður á endanum ósýnilegur<br />
okkur á jörðinni.<br />
Unnið úr gögnunum<br />
En snúum okkur aftur að mælingunum. Fyrri hluta er lokið,<br />
þ.e. leit að sýnilegum glæðum og verið er að flytja fyrstu<br />
gögn upp á netþjón sem við höfum aðgang að í Þýskalandi. Á<br />
gervihnattaöld mætti búast við að slíkt tæki aðeins nokkrar<br />
sekúndur, en því miður er því ekki að heilsa hér og við tekur<br />
óþreyjufull bið í nokkrar mínútur eftir að gagnaflutningnum<br />
ljúki. Þetta er jú ekki bara spurning um að finna glæðurnar og<br />
mæla rauðvikið, heldur er okkar hópur í samkeppni við aðra<br />
alþjóðlega rannsóknarhópa. Þessar uppgötvanir geta skipt<br />
sköpum þegar birta á niðurstöður í ritrýndum tímaritum, sér<br />
í lagi ef blossinn er sérstakur á einhvern hátt, t.d. við mjög<br />
hátt rauðvik eða ef glæðurnar eru óvenjulega bjartar o.s.frv.<br />
En loksins koma gögnin og við sjáum undir eins að ný björt<br />
punktuppspretta er til staðar þegar myndin er borin saman<br />
við eldri mynd af sama stað á himinhvelfingunni. Nokkrum<br />
dögum seinna sést einnig hversu hratt uppsprettan dofnar<br />
(sjá mynd 3) sem er endanleg staðfesting á því að hér er um<br />
glæður blossans að ræða.<br />
Um leið og við sjáum þessa nýju punktuppsprettu sendum<br />
við út viðeigandi GCN og hringjum í VLT og biðjum þá um<br />
að taka litróf af hlutnum. Jafnvel þó að um einn stærsta<br />
sjónauka heims sé að ræða, tekur það um 90 mínútur að<br />
ljúka litrófsmælingunum því uppsprettan er tiltölulega dauf.<br />
Það er því farið að líða að ljósaskiptum í Evrópu þegar við<br />
Bjartasti gammablossinn<br />
Þann 19. mars 2008 nam Swift gervitunglið bjartasta gammablossann sem<br />
sést hefur hingað til. Blossinn varð til þegar gríðarlega massamikil stjarna<br />
sprakk við ógnarlegar hamfarir og myndaði svarthol. Blossinn átti sér stað<br />
í 7,5 milljarða ljósára fjarlægð, en hann varð samt nógu bjartur til þess<br />
að sjást með berum augum! Stjarnan sem áður var, sprakk þrjú þúsund<br />
milljón árum áður en jörðin okkar varð til! Ljós hennar var svo skært að<br />
við hefðum getað séð það með berum augum, 7,5 milljörðum árum síðar!<br />
Ótrúlegt en satt.<br />
Við þessar hamfarir getur hluti geislunarinnar frá sprengingunni<br />
myndað mjóa stróka sem beinast út í geim, ekki ósvipað og þegar við<br />
sjáum ljós frá áttavita berast til okkar. Benist strókurinn beint í átt til jarðar<br />
verður blossinn einstaklega bjartur frá sjónarhorni okkar. Gammablossar<br />
eru mestu hamfarir sem þekkjast í alheiminum. Ef gammablossi ætti sér<br />
stað í innan við þúsund ljósára fjarlægð frá okkur myndi geislunin þeyta<br />
burt lofthjúpnum okkar og eyða nánast öllu lífi á jörðinni. Sem betur fer<br />
þurfum við engar áhyggjur af hafa, því engin stjarna svo nálægt okkur<br />
getur sprungið á þennan hátt.<br />
Nánar er sagt frá þessu á Stjörnufræðivefnum (www.stjornuskodun.is)<br />
- Ritstjóri<br />
27
Mynd 4: Súlurit sem sýnir dreifingu gammablossa-rauðvika (uppfært í byrjun nóvember<br />
2008). Meðaltalið er sýnt með lóðréttum punktalínunum. Tilkoma Swift gervitunglsins<br />
hefur gert okkur kleift að mæla enn fjarlægari blossa en áður, m.a. vegna þess hversu<br />
fljótt það sendir nákvæmar blossa-staðsetningar til jarðar. Hæsta rauðvik á blossa sem<br />
mælst hefur er z = 6,7: alheimurinn var einungis 800 milljón ára gamall þegar sá blossi<br />
átti sér stað. Til samanburðar má geta þess að aldur alheimsins er talinn vera í um 13,7<br />
milljarðar ára í dag.<br />
loksins fáum litrófsgögnin í hendurnar og þreytan farin að<br />
segja til sín. Að auki er frumburðurinn vaknaður og hafa þarf<br />
ofan af fyrir honum. Aldrei þessu vant þá koma Stubbarnir<br />
núna að góðum notum!<br />
Okkar hópur er þaulvanur að vinna úr litrófsgögnum og því<br />
tekur aðeins um 10-20 mínútur að ganga frá fullunnu litrófi af<br />
glæðunum. Venjulega eru þessi litróf þéttsetin af gleypilínum<br />
hinna ýmsu frumefna, t.d. súrefnis, kísils, brennisteins,<br />
magnesíums og járns sem eru til staðar í hýsilvetrarbrautinni.<br />
Tiltölulega auðvelt er að reikna rauðvikið út frá þessum línum<br />
um leið og búið er að bera kennsl á þær. Í þessu tilviki er<br />
hins vegar ekki um auðugan garð að gresja: ekki ein einasta<br />
gleypilína er til staðar í litrófinu. Slíkt getur gerst fyrir ákveðin<br />
rauðviksbil, þ.e. línurnar lenda utan sýnilega parts litrófsins.<br />
Við nánari úrvinnslu fæst fyrir þennan blossa að rauðvikið<br />
er minna en z < 2.5. Því miður fæst ekki nákvæmara gildi, en<br />
þetta er ágætis áminning um það að þó svo að við gerum allt<br />
sem í okkar valdi stendur til að fá viðunandi niðurstöður, þá<br />
fer náttúran oft sínar eigin leiðir.<br />
Við örvæntum þó ekki þar sem okkar hópur er líklega<br />
fremstur á því sviði að ákvarða rauðvik blossa og túlka á<br />
fræðilegan hátt rauðviksdreifinguna. Við höfum ákvarðað<br />
meira en helming þeirra rúmlega 80 rauðvika sem mæld<br />
hafa verið eftir að Swift gervitunglinu var skotið á loft í lok<br />
2004 (sjá mynd 4). Þetta gervitungl hefur reyndar valdið<br />
byltingu í rannsóknum á gammablossum. Um leið og það<br />
verður vart við blossa, beinir það röntgensjónauka sem og<br />
sjónauka á sýnilega/útbláa sviðinu að uppsprettunni. Þessi<br />
snúningur gervitunglsins tekur að jafnaði innan við mínútu.<br />
Um leið og fyrstu gagnasöfnun er lokið, vinnur sjálfvirkt<br />
forrit úr gögnunum og leitar að glæðum. Niðurstöðurnar<br />
eru svo sendar undir eins til jarðar þar sem þær m.a. enda<br />
sem textaskilaboð; af einhverjum undarlegum ástæðum<br />
virðist þetta eiga sér stað frekar oft að næturlagi um helgar,<br />
fjölskyldumeðlimum til lítillar ánægju. Á mynd 4 sést einnig<br />
að meðalrauðvik blossanna hefur hækkað umtalsvert eftir<br />
að Swift var skotið á loft. Þetta má útskýra með meiri næmni<br />
mælitækja Swift (sem nema daufari blossa lengra í burtu)<br />
í sambland við hversu fljótt við athugendur getum beint<br />
sjónaukum okkar að glæðunum.<br />
Nöturleg örlög stærstu stjarnanna<br />
Stjörnur verja mestum hluta ævi sinnar á meginröð þar sem þær umbreyta smám saman<br />
vetnisforða sínum í helíum með kjarnasamruna í kjarnanum. Sólin okkar er á þessu stigi æviskeiðs<br />
síns. Kenningar um þróun stjarna segir að stórar og massamiklar stjörnur skíni skærar og brenni<br />
eldsneyti sínu miklu hraðar en litlar og meðalstórar stjörnur. Stjarna sem er tuttugu sinnum<br />
massameiri en sólin lifir þúsund sinnum skemur en sólin okkar.<br />
Þegar vetnið í kjarna stjörnu er uppurið dregst kjarninn saman, hitnar og byrjar að umbreyta<br />
þyngri frumefnum eins og helíum, súrefni og kolefni í orku. Stjarnan þróast þá í risastjörnur og<br />
síðar í reginrisa, sé hún nægilega massamikil. Sé upphafsmassi stjörnu minnst áttfaldur massi<br />
sólar, umbreytir stjarnan sífellt þyngri frumefnum í orku í innviðum sínum þar til hún byrjar að<br />
brenna járni. Járn losar ekki orku heldur tekur hana þvert á móti til sín. Er þá orkuforði stjörnunnar<br />
skyndilega þurrausinn.<br />
Afleiðingarnar eru hrikalegar. Stjarnan fellur skyndilega saman og tilheyrandi hamfarir eiga sér<br />
stað. Leifar stjörnunnar þeytast út í geiminn í gríðarlega öflugri sprengingu. Við hrunið breytist<br />
kjarninn í nifteindastjörnu, nokkurs konar ,,líkamsleifar” stjörnunnar þar sem 40% meira efni en<br />
er í sólinni er þjappað saman í svæði á stærð við Reykjavík.<br />
Nifteindastjarna getur aðeins verið tvöfalt til þrefalt massameiri en sólin okkar. Sé hún<br />
þyngri segja kenningar að svarthol myndist. Hugsanlegt er að svarthol myndist strax í kjölfar<br />
þyngdarhrunsins. Stjörnur sem upprunalega hafa meira en tuttugufaldan massa sólar gætu<br />
myndað svarthol um leið og hamfarirnar eiga sér stað. Myndun svarthola á þennan hátt er<br />
náttúruleg útskýring á gammablossum.<br />
- Ritstjóri<br />
28
Mynd 5: Samsett mynd<br />
af hýsilvetrarbrautum<br />
gammablossa; hver<br />
vetrarbraut er hér<br />
mynduð af Hubble<br />
geimsjónaukanum.<br />
Sérhver lítil mynd<br />
spannar 3,75 x 3,75<br />
bogasekúndur. Grænn<br />
kross er sýndur í þeim<br />
tilfellum þar sem<br />
staðsetning blossans<br />
hefur verið ákvörðuð<br />
með betri nákvæmni<br />
en 0,15 bogasekúndur;<br />
annars er notaður grænn<br />
hringur. Myndirnar eru<br />
teknar í sýnilegu ljósi<br />
(aðallega V-borða).<br />
Vegna rauðviks hýslanna<br />
er því verið að kanna<br />
blátt eða útblátt<br />
ljós í kyrrstöðukerfi<br />
þeirra. Það ljós er<br />
góður mælikvarði á<br />
stjörnumyndun stórra<br />
sólstjarna. Myndin er<br />
tekin frá Fruchter et al.<br />
(2006, Nature, 441, 463).<br />
Hýsilvetrarbrautir<br />
Ekki er hægt að kveðja blossana án þess að fjalla aðeins<br />
betur um hýsilvetrarbrautirnar. Á mynd 5 sést safn 42 hýsla.<br />
Eins og sjá má er meginþorri vetrarbrautanna óreglulegur<br />
að lögun; blossarnir finnast aldrei í sporvöluþokum og<br />
mjög sjaldgæft er að finna þá í þyrilþokum. Hýslarnir eru<br />
einnig fremur smáir og flestir mjög bláleitir. Þetta bendir<br />
til þess að hýsilvetrarbrautirnar séu fremur ungar og lítt<br />
þroskaðar og að stjörnumyndun í þeim sé fremur virk. Það<br />
athyglisverðasta við þær er þó það að þær eru flestar svo<br />
litlar og daufar að þær hefðu aldrei fundist ef ekki hefði orðið<br />
í þeim gammablossi. Blossana má því nota til að kortleggja<br />
dreifingu efnis í alheimi sem ekki væri annars unnt með þeim<br />
aðferðum sem stjarnvísindi hafa yfir að ráða í dag.<br />
Páll Jakobsson er dósent í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun<br />
Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsprófi í<br />
stjarneðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2005.<br />
29
LAT sjónaukinn á<br />
Fermi gervitunglinu<br />
- mælingar á háorku gammageislun<br />
eftir Guðlaug Jóhannesson<br />
Fermi gervitunglið<br />
er sérhannað til þess<br />
að greina orkuríkasta<br />
form ljóss, svonefnda<br />
gammageisla, í leit að<br />
svörum við spurningum<br />
um risasvarthol og<br />
tifstjörnur.<br />
Þann 11. júní síðastliðinn var Fermi (áður GLAST) gervitunglinu skotið<br />
á loft frá Kennedy geimstöð NASA á Canaveral höfða 1 . Geimskotið<br />
heppnaðist vel og fór Fermi á hringlaga sporbraut í 550 km hæð yfir jörðu<br />
eins og áætlað var. Um borð eru tveir sjónaukar, LAT (e. Large Area Telescope)<br />
og GBM (e. GLAST Burst Monitor), sem saman nema allt frá röntgengeislum<br />
upp í háorku gammageisla. LAT er aðal sjónaukinn á Fermi og byggðist<br />
hönnun hans á tveimur þáttum, annars vegar að fá skýra og jafna mynd<br />
af öllu himinhvolfinu og hins vegar að fylgjast með breytingum á þeim<br />
uppsprettum sem hægt er að greina. Til þess að ná þessu fram<br />
er sjónaukinn gríðarstór og honum beint þannig að á<br />
þriggja tíma fresti næst mynd af öllu himinhvolfinu. GBM<br />
mælitækið er hins vegar sérhæft í að nema gammablossa,<br />
fyrirbæri sem eru mjög björt en vara einungis í skamma<br />
stund, frá broti úr sekúndu upp í nokkur hundruð sekúndur.<br />
GBM var því hannaður til að sjá allt himinhvolfið, að fráskildu því sem jörðin<br />
skyggir á.<br />
Hvernig virka mælitækin?<br />
Til að við gerum okkur betur grein fyrir hversu mikilfenglegir sjónaukar LAT og<br />
GBM eru, er rétt að rifja upp útlit rafsegulrófsins. Á mynd 1 má sjá skýringarmynd<br />
af rafsegulrófinu, allt frá útvarpsbylgjum upp í háorku gammageisla. Þegar<br />
rófið er skoðað á þessum stærðarskala sést glögglega hversu lítill hluti þess er<br />
sýnilegt ljós og líka hversu stóran hluta þess má nema með sjónaukum Fermi<br />
gervitunglsins. Þó skal tekið fram að mannsaugað er mun betur í stakk búið en<br />
Fermi að greina í sundur liti. Við eigum auðvelt með að greina í sundur rautt og<br />
gult ljós, meðan svo hlutfallslega lítill munur mundi ekki greinast með sjónaukum<br />
1 Sjá http://www.nasa.gov/mission_pages/GLAST/launch/index.html fyrir vídeó af skotinu.<br />
30
Mynd 1: Rafsegulrófið frá útvarpsbylgjum upp í háorku gammageisla. Mælisvið fyrir sjónauka Fermi má sjá í lituðum kössum. Takið eftir<br />
hversu stórt svið þeir spanna miðað við það svæði sem sýnilegt ljós spannar.<br />
Fermi. Á mynd 1 má einnig glöggt sjá af hverju sjónaukarnir<br />
eru um borð á gervitungli, þar sem ekki væri lífvænlegt á<br />
jörðinni ef andrúmsloftið myndi ekki stöðva háorku geislun<br />
úr geimnum.<br />
Jafnvel þó að upp fyrir andrúmsloftið sé komið, er ekki<br />
auðvelt að mæla háorku gammageislun. Hér snýst allt um<br />
hina frægu jöfnu Einstein E=mc 2 , þ.e. orka getur breyst<br />
í massa og öfugt. Einnig notfærum við okkur að hægt er<br />
að hugsa um ljós sem einstakar eindir sem ferðast um á<br />
ljóshraða. Orka ljóseindanna er svo háð tíðni ljóssins, þar<br />
sem hærri tíðni gefur einnig hærri orku. Til samanburðar<br />
má benda á að fyrir hvern milljarð af ljóseindum af sýnilega<br />
sviðinu þarf einungis nokkra gammageisla á mælisviði LAT til<br />
að flytja sambærilega orku. Á mynd 2 má sjá skýringarmynd<br />
af því hvernig LAT sjónaukinn virkar. Þegar ljóseind berst inn<br />
í stefnumælinn (e. tracker) breytist orka hennar í rafeindajáeinda<br />
par, þ.e. orka ljóseindarinnar breytist í massa og<br />
hreyfiorku þessara tveggja einda. Með stefnumælinum er<br />
hægt að fylgjast með braut eindanna, en stefnumælirinn<br />
getur einungis fylgst með braut hlaðinna einda. Orka<br />
eindanna er að lokum mæld í orkumælinum. Með því að<br />
reikna okkur til baka eftir braut eindanna, getum við fundið<br />
stefnu upprunalegu ljóseindarinnar og orka hennar fæst úr<br />
orkumælinum. Það má því segja að við séum ekki að mæla<br />
ljóseindina, heldur afurðir hennar þegar hún ummyndast.<br />
Þetta veldur ákveðnum vandkvæðum, því fjöldi hlaðinna<br />
einda, svokallaðir geimgeislar, sem skellur á jörðinni er<br />
u.þ.b. 1000 sinnum meiri en fjöldi ljóseinda. Til að greina á<br />
milli ljóseinda og geimgeisla er eindanema komið fyrir utan<br />
um stefnumælinn, sem gefur staðsetningu allra hlaðinna<br />
einda sem fara í gegnum hann. Með því að bera saman<br />
staðsetningar úr stefnumælinum og eindamælinum er hægt<br />
að sía geimgeislana frá ljóseindunum.<br />
Lýsingin hér að ofan inniheldur í meginatriðum það sem<br />
þarf til að mæla orku og stefnu ljóseindanna, en í raun er það<br />
miklu flóknara. Hugbúnaðurinn sem sér um að mæla stefnu<br />
og orku ljóseindanna, ásamt því að sía geimgeislana frá, er<br />
afraktsur margra ára vinnu fjölda vísindamanna. Hönnun og<br />
smíði sjónaukans hefur staðið frá árinu 1992 og nú starfa um<br />
300 vísindamenn frá 18 stofnunum í 5 löndum við verkefnið.<br />
Kostnaður við verkefnið hleypur á hundruðum milljóna dala<br />
og er fjármagnað að mestu leyti af NASA og DOE (Bandaríska<br />
orkumálastofnunin), þó mikilvæg fjárframlög hafi komið frá<br />
öllum aðkomandi stofnunum.<br />
Mynd 2: Skýringarmynd af LAT sjónaukanum. Lýsing á virkni einstakra<br />
hluta er í texta. Mynd: NASA<br />
31
Mynd 4: Skýringarmynd af tifstjörnu. Snúningsásinn liggur lárétt eftir myndinni, í gegnum<br />
miðja stjörnuna, á meðan bláu ferlarnir tákna segulsviðslínur. Fjólubláu svæðin tákna þau<br />
svæði þar sem útgeislunin verður. Tifeiginleikarnir koma fram þegar útgeislunarsvæðin<br />
koma í sjónlínu athugandans. Mynd: NASA<br />
Fyrstu niðurstöður<br />
Fermi hefur nú verið á sporbraut um jörðu í nær hálft ár og<br />
vinna vísindamenn hörðum höndum að vinna úr gögnum sem<br />
það sendir til jarðar. Á mynd 3 má sjá mynd af himinhvolfinu<br />
eins og LAT sjónaukinn sá það, fyrstu fjóra dagana sem það<br />
skoðaði heiminn. Myndin er birt í vetrarbrautarhnitum,<br />
þannig að miðja Vetrarbrautarinnar er í miðju myndarinnar<br />
og Vetrarbrautin sjálf liggur eftir miðri myndinni. Litaskalinn<br />
á myndinni er falskur og hefur ekkert að gera með orku<br />
eindanna, heldur einungis fjölda ljóseinda sem LAT nam.<br />
Einnig skal tekið fram að skerpa LAT er ekki mikil í samanburði<br />
við mannsaugað, sem veldur því að myndin virðist loðin.<br />
Uppsprettur utan vetrarbrautarinnar væru litlir deplar í<br />
fullkomnu mælitæki, en birtast okkur sem stórir blettir. Sama<br />
á auðvitað við um geislunina frá vetrarbrautinni, en þar sem<br />
uppsprettan er í eðli sínu dreifð, er það ekki eins áberandi. Á<br />
sínu mælisviði hefur LAT þó yfirburði<br />
og getur greint hluti sem<br />
eru stærri en um<br />
1/5 af stærð<br />
tunglsins.<br />
A f<br />
mynd 3 má glöggt sjá að Vetrarbrautin er bjartasta<br />
uppsprettan á mælisviði LAT, þó einnig megi greina<br />
fjölda punktuppspretta. Björtustu uppspretturnar í plani<br />
Vetrarbrautarinnar eru flestar tifstjörnur, nifteindastjörnur<br />
sem snúast um möndul sinn, sumar allt að 1000 sinnum á<br />
sekúndu. Nifteindastjörnur myndast þegar massamiklar<br />
stjörnur, þær sem eru a.m.k. áttfalt stærri en sólin okkar, enda<br />
líf sitt sem sprengistjörnur. Til að flokkast sem tifstjörnur<br />
þurfa þær að hafa öflugt segulsvið, þar sem segulásinn<br />
liggur ekki samsíða snúningsásnum. Mynd 4 sýnir einfalda<br />
skýringarmynd af tifstjörnu. Við samverkan segulsviðsins og<br />
snúningsins, er hlöðnum eindum hraðað upp að hraða ljóssins,<br />
þar sem þær senda frá sér ljós allt frá útvarpsbylgjum upp í<br />
háorku gammageisla. Fyrir tíma LAT sjónaukans voru engar<br />
tifstjörnur þekktar sem lýstu bara í háorku gammageislum.<br />
Nýlegar mælingar á CTA 1 sprengistjörnuleifunum með LAT<br />
sýndu fram á tifstjörnu í miðjum leifunum, þá fyrstu sem<br />
einungis hefur fundist með gammageislum 2 . Þetta bendir til<br />
þess að háorku geislunin sé upprunin á öðrum stað í kerfinu<br />
en geislun af lægri tíðni.<br />
Fylgst með svartholum utan Vetrarbrautarinnar<br />
Þegar horft er frá Vetrarbrautinni, fækkar verulega þeim<br />
tifstjörnum sem hægt er að sjá, þar sem þær eru ekki nógu<br />
bjartar til að sjást í öðrum vetrarbrautum. Uppsprettur utan<br />
vetrarbrautarinnar eru því nær eingöngu dulstirni, gríðarstór<br />
svarthol með milljón og upp í milljarð sinnum meiri massa<br />
en sólin okkar sem liggja í miðju vetrarbrauta. Talið er að<br />
þegar svartholið dregur að sér efni myndi það aðsópskringlu,<br />
kleinuhring af heitu efni utan um svartholið. Samspil milli<br />
segulsviðs í aðsópskringlunni og snúnings svartholsins veldur<br />
því að hluta aðsópskringlunnar er hraðað upp að hraða ljóssins<br />
í tveimur strókum sem liggja eftir snúningsás svartholsins.<br />
Þegar strókurinn skellur á efninu utan svartholsins, myndast<br />
höggbylgjur sem hraða rafeindum í stróknum á allt að hraða<br />
ljóssins. Þessar eindir senda svo frá sér háorku gammageisla<br />
þegar þær ferðast um í segulsviði stróksins. Á mynd 5 má<br />
sjá sýn listamanns á dulstirni þar sem<br />
strókarnir og aðsópskringlan<br />
2 A. A. Abdo, et al., Science Express, 16. október, 2008.<br />
sjást greinilega. Ekki<br />
skal rugla<br />
þ e s s u<br />
Mynd 3: Himinhvelfingin<br />
eins og LAT gervitunglið<br />
sá það fyrstu fjóra<br />
dagana eftir að mælingar<br />
hófust. Myndin er í<br />
vetrarbrautarhnitum,<br />
þar sem miðja<br />
vetrarbrautarinnar er<br />
í miðju myndarinnar.<br />
Vetrarbrautin sést svo lárétt<br />
eftir miðri myndinni, bjartasta<br />
uppsprettan á himninum. Ekki<br />
er um raunliti að ræða, heldur lýsir<br />
liturinn þéttleika ljóseinda, þar sem skalinn<br />
fer frá svörtu upp í gulan. Mynd: NASA<br />
32
saman við tifstjörnur, þar sem geislunarsvæðið snýst með<br />
nifteindastjörnunni. Nú þegar hefur LAT sjónaukinn birt<br />
niðurstöður frá nær 20 dulstirnum 3 og fleiri eru væntanlegar,<br />
en búist er við að LAT sjái yfir 1000 dulstirni á 5 ára líftíma<br />
sínum.<br />
Fyrir utan þær uppsprettur sem áður hafa verið taldar<br />
upp, hefur LAT einnig séð geislun frá tveimur gammablossum,<br />
og búast má við niðurstöðum á mælingum á leifum<br />
sprengistjarna á næstu mánuðum og árum. Og það eru ekki<br />
bara fjarlægð fyrirbæri sem eru áhugaverð fyrir LAT, þar<br />
sem hlutir innan sólkerfisins geta líka skinið skært í háorku<br />
gammageislum. Þar ber helst að nefna okkar eigin jörð, en<br />
sökum nálægðar sinnar við gervitunglið yfirgnæfir hún allar<br />
aðrar uppsprettur ef gervitunglinu er beint í átt til hennar.<br />
Er þar um að ræða geislun vegna samverkunar geimgeisla<br />
og andrúmslofts jarðar. Svipaðar samverkanir valda einnig<br />
geislun frá tunglinu, sólinni og loftsteinabeltum í sólkerfinu.<br />
Því má búast við á næstu mánuðum og árum að upplýsingar<br />
sem fást með Fermi gervitunglinu komi til með að auka<br />
gríðarlega þekkingu okkar á sólkerfinu, vetrarbrautinni og<br />
enn fjarlægari fyrirbærum.<br />
Guðlaugur Jóhannesson leggur stund á rannsóknir í<br />
stjarneðlisfræði við Stanford háskóla í Kaliforníu. Hann lauk<br />
doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Háskóla Íslands árið 2006.<br />
3 Sjá http://heasarc.gsfc.nasa.gov/W3Browse/fermi/fermilasp.html fyrir lista af mælingum<br />
sem búið er að birta<br />
Mynd 5: Sýn listamanns á dulstirni. Strókarnir sem svartholið sendir<br />
frá sér sjást greinilega á myndinni. Mynd: NASA Education and Public<br />
Outreach at Sonoma State University - Aurore Simonnet<br />
33
HOOKER SJÓNAUKINN<br />
Þetta er 100 tommu (2,54 m) Hooker sjónaukinn á Wilsonfjalli í Kaliforníu sem var stærsti sjónauki heims milli 1917 og 1948,<br />
eða þar til lokið var við smíði 200 tommu sjónaukans á Palomarfjalli. Sjónaukinn er nefndur eftir viðskiptajöfri frá Los Angeles<br />
sem fjármagnaði smíði hans að áeggjan George Ellery Hale. Með þessum risavaxna sjónauka uppgötvaði Edwin Hubble að<br />
þyrilþokurnar, sem höfðu valdið mönnum miklum heilabrotum, voru vetrarbrautir í órafjarlægð. Og ekki nóg með það, þá<br />
reyndust þessar vetrarbrautir vera að fjarlægjast okkur. Hooker sjónaukinn sýndi okkur með öðrum orðum að heimurinn var að<br />
þenjast út. Segja má að Hooker sjónaukinn hafi fært okkur Miklahvell.<br />
34
,,Hooker sjónaukinn leiddi til mestu uppgötvana<br />
stjörnufræðinnar á 20. öld.“<br />
næturnar aðlagast augun myrkrinu. Sjáöldrin breikka og hleypa þannig meira ljósi inn í augun.<br />
Á Það þýðir að þú getur séð daufari fyrirbæri og daufari stjörnur. Ímyndaðu þér að sjáöldrin væru<br />
einn metri í þvermál. Þú litir eflaust skringilega út en þú hefðir einnig yfirnáttúrulega sjón! Sjónaukinn<br />
virkar á sama hátt. Sjónauki er eins og trekt. Safnlinsan eða -spegillinn safnar ljósi frá stjörnunum og<br />
beinir því að auga þínu. Því stærri sem linsan eða spegillinn er, þeim mun daufari fyrirbæri er unnt<br />
að sjá. Stærðin skiptir því öllu máli.<br />
Stórir speglar hófu innreið sína í Suður-Kaliforníu fyrir einni öld. Í þá daga var Wilsonfjall fjarri<br />
mannabyggðum í víðerni San Gabriel fjallgarðsins. Himinninn var heiður og næturnar dimmar. Á<br />
þessum stað sannfærði George Ellery Hale viðskiptajöfurinn John Hooker um að fjármagna 2,5 metra<br />
breiðan sjónauka. Mörg tonn af gleri og stáli voru ferjuð upp Wilsonfjall. Smíði Hooker-sjónaukans<br />
lauk árið 1917 Hann var stærsti sjónauki í heimi um þrjátíu ára skeið. Eins og risastór fallbyssa sem<br />
beið þess að ráðast á alheiminn.<br />
Með sjónaukanum tókst mönnum að gægjast lengra út í alheiminn en nokkurn tímann áður.<br />
Þyrilþokur reyndust uppfullar af ótal stjörnum. Í Andrómeduvetrarbrautinni uppgötvaði Edwin<br />
Hubble sérstaka tegund stjörnu sem breytir birtu sinni lotubundið. Athuganir Hubbles gerðu honum<br />
kleift að áætla fjarlægðina til Andrómedu. Þyrilþokur eins og Andrómeda, voru greinilega stakar<br />
vetrarbrautir. En fleiri ótrúlegar staðreyndir áttu eftir að koma í ljós. Flestar vetrarbrautirnar reyndust<br />
vera að fjarlægast Vetrarbrautina okkar.<br />
Á Wilsonfjalli uppgötvaði Hubble að nálægar vetrarbrautir fjarlægðust rólega á meðan fjarlægari<br />
vetrarbrautir þeyttust burt með miklu meiri hraða. Alheimurinn var að þenjast út.<br />
Hooker sjónaukinn gaf vísindamönnum færi á merkustu uppgötvun í stjörnufræði á 20. öld.<br />
Faðir stærstu stjörnusjónauka heims<br />
Það eru eflaust ekki margir sem hafa heyrt getið um George Ellery Hale (1868-1938), jafnvel þótt hann<br />
hafi haft gríðarleg áhrif á stjarnvísindi 20. aldar. Hale fæddist í Chicago, sonur auðugs lyftuframleiðanda<br />
sem erfði áhuga á stórum og metnaðarfullum byggingarframkvæmdum. Á námsárum sínum í<br />
Tæknistofnuninni í Massachusetts (MIT) bjó hann til róflínu-sólmyndavél, tæki sem notað er til að<br />
rannsaka ljósið frá sólinni. Hale var fyrst og fremst sólarstjörnufræðingur en er í dag helst minnst sem<br />
föður stærstu stjörnusjónauka heims.<br />
Með gríðarlegum dugnaði og elju tókst Hale að sannfæra ríkustu menn Bandaríkjana á sínum tíma,<br />
menn á borð við Andrew Carnegie og John D. Rockefeller, um að fjármagna smíði stærstu stjörnusjónauka<br />
heims. Fyrir tilstuðlan Hale fékkst nægt fé til þess að reisa Yerkes-stjörnustöðina, stjörnustöðina á<br />
Wilson og Palomar stjörnustöðina. Hale þjáðist engu að síður af þunglyndi sem leiddi til þess að hann<br />
sagði starfi sínu sem stjórnandi stjörnustöðvarinnar á Wilsonfjalli lausu árið 1923.<br />
35
Hulduefni<br />
og þyngdarlinsur<br />
eftir ÁRDÍSI ELÍASDÓTTUR<br />
36
NÁTTÚRULEGAR AÐDRÁTTARLINSUR: Gulu kekkirnir<br />
á myndinni eru fjarlægar vetrarbrautir í risastórri<br />
vetrarbrautarþyrpingu sem kallast Abell 1689.<br />
Massinn í þyrpingunni er svo mikill að hann beygir<br />
ljós og magnar líkt og aðdráttarlinsa. Þannig leiðir<br />
þyrpingin í ljós miklu yngri og fjarlægari vetrarbrautir<br />
í bakgrunni. Þessar fjarlægu vetrarbrautir sjást sem<br />
bogadregnar línur á myndinni. Þær eru taldar hafa<br />
myndast um 700 milljón árum eftir Miklahvell.<br />
Þyrpingin sjálf er í um 2,2 milljarða ljósára fjarlægð.<br />
Ef þú horfir í kringum þig þá sérðu<br />
jörðina undir fótum þér, sólina á<br />
himninum eða stjörnuhimininn sem<br />
augað nemur á formi rafsegulbylgna. Allir<br />
eru þessir hlutir úr venjulegu efni sem<br />
víxlverkar við rafsegulbylgjur þannig að það<br />
er okkur sýnilegt, þ.e. ‘sýnilegt efni’. Eðli<br />
og samsetning sýnilegs efnis hefur lengi<br />
verið vísindamönnum rannsóknarefni.<br />
Slíkar rannsóknir hafa leitt okkur frá<br />
fimm frumefnakenningu forn-Grikkja, til<br />
atómsins sem síðar var klofið í rafeindir,<br />
nifteindir og róteindir sem sjálfar eru<br />
samsettar úr kvörkum. En á síðustu<br />
öld fóru að koma fram vísbendingar<br />
um að til væri efni af öðrum toga, efni<br />
sem víxlverkaði ekki við rafsegulbylgjur<br />
og væri því ekki sýnilegt. Á íslensku<br />
hefur þetta efni fengið heitið hulduefni<br />
- efni sem er til staðar en er okkur hulið.<br />
LYKILHUGTÖK<br />
• Kjöreindir - eindir sem<br />
víxlverka ekki innbyrðis.<br />
• Sérstöðuferill - ferill í plani<br />
linsunnar sem svara til lausnar<br />
á linsujöfnunni. Myndirnar af<br />
bakgrunnsvetrarbrautunum<br />
raða sér í kringum þessa<br />
ferla (eða lenda á þeim).<br />
Hvar ferillinn liggur er háð<br />
massanum í linsunni sjálfri. Því<br />
massameiri sem linsan er, því<br />
stærri verður ferillinn.<br />
• Vetrarbraut - samansafn af<br />
stjörnum, gasi, stjörnuryki<br />
og hulduefni sem er bundið<br />
saman af þyngdarkraftinum.<br />
Sólkerfið okkar tilheyrir slíku<br />
kerfi sem kallast Vetrarbrautin<br />
okkar.<br />
• Vetrarbrautarþyrping -<br />
samansafn af vetrarbrautum,<br />
gasi og hulduefni sem<br />
er bundið saman af<br />
þyngdarkraftinum.<br />
37
Hulduefni<br />
Þó að hulduefnið sé ekki sýnilegt þá má sjá áhrif þess í kringum<br />
okkur. Þessu má líkja við vindinn sem er okkur ekki sýnilegur,<br />
en við getum séð áhrif hans þegar trén sveigjast í miklu roki<br />
eða laufin bærast í golu. Á sama hátt hefur hulduefnið áhrif<br />
á hreyfingar hluta í rúminu og sveigju rúmsins nákvæmlega<br />
eins og ‘venjulegt’ efni. Nýjustu niðurstöður frá slíkum<br />
óbeinum rannsóknum benda til að hulduefni sé um sex<br />
sinnum algengara í heiminum heldur en venjulegt sýnilegt<br />
efni. Það merkir að fyrir hvert kílógramm sem við höfum af<br />
venjulegu efni eru til sex kílógrömm af hulduefni.<br />
Hulduefni uppgötvaðist árið 1933 þegar svissneski<br />
stjörnufræðingurinn Fritz Zwicky (1898-1974) kannaði<br />
hreyfingar vetrarbrauta í Haddþyrpingunni (Coma cluster).<br />
Hann komst að þeirri niðurstöðu að vetrarbrautirnar hreyfðu<br />
sig það hratt að þær myndu þeytast frá hver annarri ef<br />
einungis sýnilega efnið héldi þeim saman. Síðar meir hafa<br />
hreyfingar stjarna í vetrarbrautum verið rannsakaðar og sama<br />
niðurstaða fengist, þ.e. þær hreyfa sig mun hraðar en búast<br />
má við miðað við það sýnilega efni sem er til staðar. Það<br />
hlýtur því að vera mikill massi til staðar sem ekki er sýnilegur<br />
sem heldur vetrarbrautum og vetrarbrautaþyrpingum<br />
saman.<br />
Upphaflega settu vísindamenn fram þá tillögu að þetta<br />
‘hulduefni’ væri aðeins venjulegt efni sem lýsti ekki nógu<br />
mikið til að við sæjum það. Þetta gætu t.d. verið útbrunnar<br />
Hreyfingar stjarna í vetrarbrauta. Snúninghraði stjarna í vetrarbrautum<br />
er háður fjarlægðinni til miðju vetrarbrautarinnar og<br />
massanum innan snúningsradíussins. Miðað við það sýnilega<br />
ljós sem við mælum frá vetrarbrautum myndum við búast við að<br />
snúningshraðinn í ytri hluta vetrarbrauta myndi falla eins og rótin<br />
af fjarlægðinni. Mælingar sýna hins vegar að snúninghraðinn helst<br />
nokkurn veginn jafn sem bendir til að þar sé mun meiri massa að<br />
finna heldur en er sýnilegur.<br />
stjörnur (‘brúnir dvergar’), kalt ryk eða jafnvel lítil svarthol.<br />
Rannsóknir hafa þó sýnt að fjöldi slíkra fyrirbæra sé ekki<br />
nærri því nógu mikill til að útskýra allan ‘týnda’ massann.<br />
Því er einungis um tvennt að ræða, annaðhvort eru bæði<br />
Newtonska kenningin um hreyfingar himintunglanna og<br />
afstæðiskenningin ekki réttar eða að til er ný tegund efnis,<br />
Linsuhrif. Ljós er sent<br />
frá fjarlægri vetrarbraut.<br />
Hluti ljóssins fer í<br />
gegnum stóra vetrarbrautaþyrpingu<br />
sem liggur á milli<br />
vetrarbrautarinnar og<br />
jarðar. Vetrarbrautaþyrpingin<br />
virkar eins og<br />
linsa og sveigir ljósið.<br />
Hluti ljóssins hefur<br />
fókuspunkt á jörðinni<br />
- í þessu tilviki eru það<br />
þrjár sjónlínur. Við<br />
sjáum því þrjár myndir<br />
af sömu vetrarbrautinni,<br />
eina í miðju þyrpingarinnar,<br />
eina til hægri og<br />
eina til vinstri<br />
Mynd: W. H. Freeman/<br />
Stjörnufræðivefurinn.<br />
38
hulduefni, sem ekki víxlverkar við rafsegulbylgjur. Flestar<br />
rannsóknir benda til hins síðara og hulduefni er því orðið<br />
viðtekið hugtak og rannsóknarefni bæði stjarneðlisfræðinga<br />
og öreindafræðinga. Ein besta leiðin til að rannsaka<br />
dreifingu hulduefnis í alheiminum er í gegnum svonefndar<br />
þyngdarlinsur.<br />
Sveigt rúm og þyngdarlinsur<br />
Venjulegar linsur virka á þann veg að ljósið beygir þegar það<br />
fer í gegnum þær vegna mismunandi hraða ljóssins í lofti og<br />
Sveigja rúmsins: Myndræn lýsing á sveigju rúmsins. Tómt rúm<br />
er eins og stórt lak sem haldið er strekktu þ.a. það er flatt.<br />
Beinar línur, sem ljósið ferðast eftir, teiknaðar bæði langsum<br />
og þversum mætast undir 90° horni. Keilukúla í miðju laksins<br />
teygir lakið niður þ.a. línurnar virka ekki lengur ‘beinar’ heldur<br />
sveigðar, þar sem mesta sveigjan er í nágrenni kúlunnar.<br />
í linsunni. Þyngdarlinsur virka á þann veg að ljósið ‘beygir’<br />
vegna sveigju rúmsins, þ.e. ljósið telur sig fara eftir beinni<br />
línu, en þessi lína er sveigð þar sem rúmið sjálft er sveigt<br />
(sjá innskotið “Sveigja rúmsins”). Allir hlutir með massa<br />
geta því virkað sem þyngdarlinsur en í raun þarf mjög þunga<br />
hluti og miklar fjarlægðir til að áhrifin séu mælanleg. Til<br />
dæmis myndi 60 kg hringlaga manneskja sem stendur mitt<br />
á milli þín og ljósaperu í 100 metra fjarlægð einungis valda<br />
sveigju upp á u.þ.b. 10 -12 m sem er um einn hundraðasti af<br />
stærð einnar frumeindar (atóms). Ef við á hinn bóginn lítum<br />
Sveigja rúmsins<br />
Samkvæmt almennu afstæðiskenningunni er rúmið ekki<br />
evklíðskt ef það inniheldur einhverja orku eða massa.<br />
Myndrænt má hugsa sér tómt rúm sem stórt lak sem<br />
haldið er strekktu þ.a. það er flatt - í þessu tilviki er<br />
rúmið evklíðskt. Við gætum nú teiknað beinar línur bæði<br />
langsum og þversum sem myndu mætast undir 90° horni.<br />
Þessar línur væru ‘beinar línur’, sem ljós myndi ferðast<br />
eftir á leið sinni um lakið. Ef við nú settum keilukúlu í<br />
miðju laksins þá myndi lagið teygjast niður og frá okkar<br />
sjónarhorni væru línurnar ekki lengur ‘beinar’ heldur<br />
sveigðar, þar sem mesta sveigjan væri í nágrenni kúlunnar.<br />
Ljósið hins vegar sem ferðast í tvívíðu rúmi laksins sér ekki<br />
þessa sveigju heldur ferðast áfram á sínu ‘beinu línum’<br />
- sem kallast ‘gagnvegir’ í almennu óevklíðsku rúmi. Frá<br />
okkar sjónarhorni hafa þessar línur hins vegar bognað og<br />
við sjáum því ljósið sveigja í kringum kúluna. Því þyngri<br />
sem kúlan er, því meiri er sveigja rúmsins.<br />
Haddþyrpingin<br />
(Coma Cluster).<br />
Stjörnufræðingurinn<br />
Fritz Zwicky varð<br />
fyrstur til að uppgötva<br />
hulduefni þegar hann<br />
mældi hreyfingar<br />
vetrarbrauta í<br />
Haddþyrpingunni í<br />
Bereníkuhaddi árið<br />
1933. Það var þó<br />
ekki fyrr en nokkrum<br />
áratugum síðar að<br />
niðurstöður hans voru<br />
teknar alvarlegar þegar<br />
samsvarandi mælingar<br />
fyrir stjörnuþokur<br />
sýndu að sýnilega<br />
efnið í þeim væri ekki<br />
nóg til að útskýra<br />
hreyfingar stjarnanna.<br />
Mynd: NASA/ESA/<br />
Hubblessjónaukinn<br />
39
Abell 2218. Miðja<br />
vetrarbrautaþyrpingarinnar<br />
Abell 2218. Á myndinni<br />
má sjá með berum<br />
augum mörg linsuhrif,<br />
t.d. appelsínugulan boga<br />
rétt til vinstri og neðan<br />
við miðju þyrpingarinnar.<br />
Auk þess má finna<br />
við nákvæmari skoðun<br />
ýmis önnur linsuhrif, t.d.<br />
merkja rauðu hringirnir<br />
staðsetningu alls þriggja<br />
(hver um sig mynduð<br />
þrisvar) bakgrunnsvetrarbrautir<br />
sem eru allar<br />
í sömu fjarlægð (við<br />
rauðvik 2.5). Græna<br />
línan sýnir sérstöðuferilinn<br />
sem þarf til að<br />
útskýra staðsetningu<br />
myndanna. Bláa línan<br />
sýnir sérstöðuferilinn<br />
ef einungis sýnilega<br />
ljósið er notað. Þar sem<br />
sérstöðuferilinn stækkar<br />
þegar massinn er<br />
aukinn þá má klárlega<br />
sjá að það vantar mun<br />
meiri massa en það sem<br />
sýnilega efnið getur<br />
útskýrt. Þetta efni hefur<br />
verið nefnt ‘hulduefni’<br />
þar sem það er okkur<br />
ekki sýnilegt á venjulegan<br />
hátt.<br />
á vetrarbrautaþyrpingu sem liggur á milli þín og fjarlægrar<br />
vetrarbrautar þá getur sveigja ljóssins verið u.þ.b. 10 21 m sem<br />
er um tvöfalt þvermál Vetrarbrautarinnar okkar.<br />
Í vissum tilvikum getur það gerst að við sjáum fleiri en<br />
eina mynd af bakgrunnsvetrarbrautinni vegna linsuhrifanna.<br />
Slíkt fyrirbæri á sér stað þegar ljós sem vetrarbrautin sendir<br />
frá sér annarsvegar til hægri og hinsvegar til vinstri sveigir<br />
til okkar vegna linsuhrifanna og við sjáum eina mynd af<br />
stjörnuþokunni hægra megin við linsuna og aðra vinstra<br />
megin. Þegar við, linsan og bakgrunnsstjörnuþokan liggjum<br />
öll á sama ási sveigja allir ljósgeislarnir til okkar og við sjáum<br />
bakgrunnsvetrarbrautina sem hring sem umlykur linsuna.<br />
Þetta fyrirbæri kallast Einstein hringur og geisli (radíus) hans<br />
kallast Einstein geisli.<br />
Þyngdarlinsur og hulduefni<br />
Í þeim tilvikum þegar linsuhrifin eru það sterk að við sjáum<br />
margar myndir af bakgrunnsvetrarbrautinni, er hægt að<br />
nota mælingar á staðsetningu myndanna til að ákvarða<br />
nákvæmlega massadreifinguna í linsunni sjálfri. Þessar<br />
mælingar sýna að það sýnilega efni sem er til staðar er alls<br />
ekki nóg til að valda þeim linsuhrifum sem við sjáum. Fyrir<br />
stjörnuþokur er um 70-80% af efninu á formi hulduefnis, og<br />
þetta hlutfall er jafnvel hærra fyrir vetrarbrautaþyrpingar.<br />
Vetrarbrautaþyrpingar samanstanda því úr venjulegu efni<br />
(vetrarbrautir og gas) og hulduefni (óþekkt hvað það er).<br />
Mælingarnar sýna þar að auki að hulduefnið liggur í allri<br />
vetrarbrautarþyrpingunni og þéttleiki þess er mestur í innri<br />
hluta þyrpingarinnar líkt og fyrir gasið Þetta merkir að mestur<br />
hluti hulduefnisins (um 90%) liggur á milli vetrarbrautanna<br />
en ekki í þeim. Það má því hugsa sér þyrpinguna alla eins<br />
og hulduefnisdeig með vetrarbrautarrúsínum á víð og dreif<br />
um deigið. Auk þess sýna mælingarnar að hulduefnið fylgir<br />
yfirleitt vetrarbrautunum á þann hátt að þar sem þéttleiki<br />
vetrarbrautanna er mestur þar er þéttleiki hulduefnisins<br />
einnig mestur.<br />
Það má læra meira um hulduefnið með því að rannsaka<br />
tvær vetrarbrautaþyrpingar sem hafa nýlega lent í árekstri.<br />
Við áreksturinn blandast efnið í þyrpingunum tveimur á þann<br />
hátt að stjörnuþokurnar fara að mestu leyti í gegnum hvor<br />
aðra á meðan að gasið sem er dreift um alla þyrpinguna rekst<br />
saman og hægir því á sér. Þessi mismunandi hegðun er af<br />
völdum þess að stjörnuþokurnar hegða sér eins og kjöreindir,<br />
þ.e. fjarlægðin á milli þeirra er það mikil að það verða engir<br />
beinir árekstrar heldur eru hreyfingar þeirra einungis háðar<br />
þyngdarkraftinum. Gasið aftur á móti er dreift um alla<br />
þyrpinguna og er nógu þétt til þess að gaseindirnar rekast<br />
saman og hægja því hver á annarri. Við vitum nú þegar að<br />
hulduefnið víxlverkar ekki við venjulegt efni nema í gegnum<br />
þyngdarkraftinn og að það er dreift um alla þyrpinguna eins<br />
og gasið, en spurningin er hversu mikið víxlverkar hulduefnið<br />
sín á milli. Ef víxlverkunin er veik mun hulduefnið hegða sér<br />
eins og stjörnuþokurnar en ef víxlverkunin er sterk mun það<br />
hegða sér eins og gasið.<br />
Frægasta dæmið um slíkan árekstur sem sýnir<br />
mjög greinilega í hvorum hópnum hulduefni liggur er<br />
vetrarbrautarþyrpingin 1E 0657-56 (sem einnig kallast “The<br />
Bullet Cluster” á ensku eða ‘byssukúluþyrpingin’). Þyrpingin<br />
virðist samanstanda af tveimur þyrpingum þar sem annarri<br />
þeirra hefur verið ‘skotið’ eins og kúlu í gegnum hina. Við<br />
þennan árekstur blandaðist efnið í þyrpingunum tveimur á<br />
þann hátt að vetrarbrautirnar fóru að mestu leyti í gegnum<br />
hvor aðra á meðan að gasið sem er dreift um alla þyrpinguna<br />
Orkusamsetning alheimsins<br />
Venjulegt sýnilegt efni (þ.e. jörðin, stjörnurnar,<br />
lífríkið) er einungis um 4,6% af heildarorkusamsetningu<br />
alheimsins. Hulduefni telur um 23%<br />
en afgangurinn er enn dularfyllri orkugjafi, svonefnd<br />
hulduorka sem hefur neikvæðan þrýsting og veldur<br />
því að heimurinn þenst út í stað þess að dragast<br />
saman.<br />
Þessar upplýsingar eru unnar úr gögnum frá<br />
WMAP gervitunglinu. Gögnin eru nákvæm upp á tvö<br />
markverða stafi svo heildartalan er ekki 100%.<br />
Mynd: NASA/WMAP/Stjörnufræðivefurinn<br />
40
Árekstur vetrarbrautarþyrpinganna 1E 0657-56. Byssukúluvetrarbrautaþyrpingin sést á þessari mynd. Dreifing gassins er sýnd með<br />
rauðum lit á meðan dreifing hulduefnisins er sýnd í bláu. Þó erfitt sé að greina með berum augum hvaða vetrarbrautir á myndinni<br />
tilheyra þyrpingunni og hverjar liggja í bak- eða forgrunni, má auðveldlega staðfesta með mælingum að þær liggja á sama stað og bláa<br />
hulduefnisþokan. Þessi fræga niðurstaða sýnir að hulduefnið víxlverkar ekki (eða í mesta lagi mjög veikt) sín á milli.<br />
Litlu myndirnar sýna tölvulíkan af því hvað gerist þegar tvær vetrarbrautaþyrpingar rekast saman. Þær eindir sem ekki víxlverka (blái<br />
liturinn, t.d. vetrarbrautirnar sjálfar) fara að mestu óbreyttar í gegnum áreksturinn - einu áhrifin sem þær finna fyrir er vegna þyngdarkraftsins.<br />
Þær eindir sem víxlverka (rauði liturinn, t.d. gasið) verða fyrir meiri áhrifum vegna innbyrðis árekstra sem hægja á ferð þeirra,<br />
þannig að þær dragast aftur úr. (Mynd: NASA/STScI; ESO WFI; Magellan/U.Arizona/D.Clowe et al.)<br />
rakst saman og hægði því á sér. Mælingar á linsuhrifunum<br />
sýna að hulduefnið liggur á sama stað og stjörnuþokurnar -<br />
þ.e. þó að það sé dreift jafnt um þyrpinguna líkt og gasið þá<br />
virðast hulduefniseindirnar ekki víxlverka hvor við aðra.<br />
Framtíðin er hulin<br />
Þó rannsóknir á hulduefni séu komnar af frumstigi er enn<br />
mikið og stórt verkefni framundan við að komast að fleiri<br />
eiginleikum þess. Hluti þeirra rannsókna verða í himingeimnum<br />
en vonir standa líka til að öreindafræðingar<br />
með sífellt öflugri öreindahröðlum nái að ‘finna’ hulduefnisöreindina<br />
(eða öreindirnar ef þær reynast fleiri en<br />
ein). Hulduefnið er þó ekki eini hluti alheimsins sem er<br />
okkur hulinn því nýjar rannsóknir benda til að hulduefnið<br />
og venjulegt efni sé einungis um 30% af orku alheimsins -<br />
og afgangurinn er svonefnd ‘hulduorka’. Hulduorka á fátt<br />
sameiginlegt með hulduefninu annað en að við vitum enn<br />
sem komið er ekki hvaða fyrirbæri veldur henni þó það<br />
séu ýmsar kenningar til. Hulduorkan hefur þó veik áhrif á<br />
linsuhrifin og því má fræðilega séð nota þau til að rannsaka<br />
hulduorkuna. Þær rannsóknir eru á frumstigi og enn sem<br />
komið er eru áreiðanlegustu mælingar á hulduorkunni frá<br />
sprengistjörnum og örbylgjukliðnum sem er geislunin frá<br />
Miklahvelli. Það er þó ljóst að það er nóg af spennandi verkefnum<br />
framundan fyrir verðandi vísindafólk því um 95% af<br />
orkuinnihaldi alheimsins er okkur hulin ráðgáta.<br />
Árdís Elíasdóttir leggur stund á rannsóknir í stjarneðlisfræði<br />
við Princeton háskóla í New Jersey. Hún lauk doktorsprófi í<br />
stjarneðlisfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2007.<br />
41
Cerro Paranal, í 2500 metra hæð í Andesfjöllunum í Chile - í eyðimörk sem<br />
Á minnir einna helst á Mars - eru fjórir evrópskir risasjónaukar staðsettir.<br />
Sjónaukarnir eru á draumastað stjörnufræðinga, í Atacama eyðimörkinni sem er<br />
þurrasti staður jarðar og ský sjaldséð fyrirbæri.<br />
Stjörnufræðingar sem heimsækja þennan hrörlega og líflausa stað gista í Residencia<br />
sem Stjörnustöð Evrópu á suðurhveli (ESO) rekur. Þar geta stjörnufræðingar<br />
borðað, sofið og slakað á á hóteli sem líkist einna helst geimskipi úr framtíðinni.<br />
Residencia þótti þar af leiðandi kjörinn griðastaður illmennisins úr nýjustu<br />
kvikmyndinni um James Bond, Quantum of Solace.<br />
Þegar sólin sest hellist myrkrið yfir Cerro Paranal og Vetrarbrautarslæðan birtist<br />
í öllu sínu veldi. Alheimurinn virðist svo nálægt. Risasjónaukarnir opnast og ljós<br />
frá fjarlægum sólum streymir á spegla VLT sjónaukana. Nýjar uppgötvanir eiga<br />
sér stað.<br />
Stundum er leysigeisla skotið upp í næturhiminninn. Þar býr hann til gervistjörnu<br />
hátt í lofthjúpnum. Nákvæmir nemar mæla hversu mikið leysigeislinn eða<br />
gervistjarnan aflagast vegna ókyrrðar í lofthjúpnum. Öflugar tölvur reikna út hve<br />
mikil ókyrrðin er og nemar undir örþunnum 8,2 metra breiðum speglum leiðrétta<br />
ókyrrðina. Þessi tækni kallast aðlögunarsjóntækni og er helsta töfrabragð<br />
stjarnvísinda nútímans. Án hennar sæjum við alheiminn í móðu. Með henni er<br />
mynd okkar af alheiminum hnífskörp.<br />
Víxlmælingar er annar ás í ermi stjörnufræðinga. Í víxlmælingum er ljósi frá<br />
tveimur sjónaukum eða fleiri beint nákvæmlega í sama punkt. Þannig má í raun<br />
og veru breyta tveimur speglum í einn risaspegil sem er jafnstór og fjarlægðin<br />
sem skilur þá að. Með víxlmælingum geta stjörnufræðingar séð smáatriði sem<br />
annars væru aðeins sýnileg með 100 metra sjónauka. Í tilviki VLT, þar sem fjórir<br />
sjónaukar geta verkað sem einn ofursjónaukinn, eru líka litlir aukasjónaukar sem<br />
hægt er að færa til svo draga megi fram frekari smáatriði.<br />
TÖFRAR AÐLÖGUNARSJÓNTÆKNINNAR<br />
Appelsínugulum leysigeisla er beint að miðju Vetrarbrautarinnar frá einum af<br />
VLT sjónaukunum (Very Large Telescopes) hjá Stjörnustöð Evrópu á suðurhveli<br />
(ESO) á Cerro Paranal í Chile. Með leysigeislanum geta stjörnufræðingar kortlagt<br />
ókyrrð í lofthjúpi jarðar og leiðrétt þær með svonefndri aðlögunarsjóntækni<br />
(adaptive optics). Undir speglum sjónaukana eru hundruð nema sem breyta<br />
lögun spegilsins í samræmi við hreyfingar lofthjúpsins. Segja má að með þessari<br />
aðferð geti stjörnufræðingar fjarlægt lofthjúpinn og gert myndir af alheiminum<br />
mun skarpari. Þessa fallegu ljósmynd tók stjörnufræðingurinn Yuri Beletsky.<br />
MYND: YURI BELETSKY<br />
43
Reikistjörnurnar<br />
ljósmyndaðar<br />
eftir BJÖRN JÓNSSON<br />
44
Mynd: © Stefan Seip - astromeeting.de<br />
Mynd 1. Lumenera<br />
myndavélin fest á 8<br />
cm William Optics<br />
sjónauka. Snúran úr<br />
henni er venjuleg USBsnúra<br />
sem tengist tölvu.<br />
Undanfarinn áratug hefur orðið algjör bylting í reikistjörnuljósmyndun,<br />
þökk sé tölvubyltingunni og<br />
alls kyns stafrænum myndavélum. Bestu myndir<br />
sem áhugastjörnuljósmyndarar taka af reikistjörnunum eru<br />
núna betri en bestu myndir sem “atvinnumenn” tóku með<br />
stærstu sjónaukum heims fyrir 30-40 árum. Stundum hef<br />
ég lýst þessari byltingu þannig að fyrir 20-25 árum hefði<br />
ég álitið þann mann ruglaðan sem þá hefði reynt að halda<br />
því fram að áhugamenn ættu einhvern tíma eftir að taka<br />
myndir eins og algengar eru núna.<br />
Áður fyrr voru myndir teknar á filmur þar sem lýsa<br />
þurfti í fáeinar sekúndur. Slíkt er slæmt vegna tíbrár í<br />
lofthjúpnum sem gerir myndir teknar í mikilli stækkun<br />
óskýrar. Myndirnar urðu því nær alltaf fremur óskýrar því<br />
ekki náðist að “grípa” eingöngu þau örstuttu augnablik<br />
þegar loftið er alveg kyrrt. Stafrænar myndavélar nútímans<br />
eru hins vegar afar ljósnæmar og þær ásamt stöðugt<br />
hraðvirkari tölvum með geymslupláss fyrir mikið af<br />
gögnum hafa opnað nýja möguleika. Nú er svo komið að<br />
myndir af reikistjörnunum eru lang oftast teknar með<br />
vídeómyndavélum sem taka yfirleitt á bilinu 5 til 60 myndir<br />
á sekúndu. Algengt er að myndir séu teknar samfellt í 1-3<br />
mínútur. Myndirnar eru því oft nokkur þúsund í hverri<br />
lotu. Myndirnar eru síðan keyrðar gegnum hugbúnað sem<br />
finnur sjálfkrafa bestu myndirnar og staflar þeim, þ.e. býr<br />
í rauninni til nýja mynd sem er einhvers konar meðaltal<br />
af bestu myndunum. Þetta minnkar m.a. suð. Algengt er<br />
að 25-40% myndanna sé staflað á þennan hátt en þau<br />
60-75% sem eftir verða eru ekki notuð (þær myndir eru<br />
of lélegar). Með þessu móti eru bara þær myndir sem<br />
urðu til þegar loftið var nokkurn veginn kyrrt notaðar og<br />
óskýrar myndir skemma því ekki lokaútkomuna eins og<br />
gerðist áður fyrr þegar filmur voru notaðar. Þessi aðferð<br />
hefur algjöra yfirburði yfir eldri aðferðir. Einu gallarnir eru<br />
að tölvuvinnslan tekur nokkuð langan tíma vegna þess hve<br />
myndirnar eru margar og myndvinnslan flókin. Jafnframt<br />
þarf gífurlegt geymslupláss fyrir gögn. Ég er t.d. með um<br />
tveggja terabæta (!) diskpláss og algengt er að á einu kvöldi<br />
verði til 10-20 gígabæti af gögnum. Metið hjá mér er 55 GB<br />
á einu kvöldi; það samsvarar 13 DVD-diskum.<br />
Fyrir nokkrum árum fékk ég mér vefmyndavél af<br />
gerðinni Philips ToUcam Pro II en á þeim tíma var algengast<br />
að vefmyndavélar væru notaðar við svona myndatökur.<br />
Myndatökur með henni gengu afar vel og varð afraksturinn<br />
m.a. myndir af Júpíter sem eru líklega þær bestu sem<br />
teknar hafa verið hér á landi (vonandi er það samt rangt<br />
hjá mér!). Síðar urðu sérhæfðari myndavélar algengari<br />
og haustið 2007 fékk ég mér sérhæfða vídeómyndavél<br />
af gerðinni Lumenera SKYnyx2-0 (mynd 1). Hún er miklu<br />
fullkomnari en vefmyndavélin, ljósnæmari, suð í myndunum<br />
er minna og hægt er að taka fleiri myndir á sekúndu. Hún<br />
er hins vegar svarthvít þannig að til að taka litmyndir þarf<br />
að nota litasíur. Nota ég því stundum vefmyndavélina við<br />
ákveðnar aðstæður eins og síðar á eftir að koma fram.<br />
Hér á eftir má sjá sýnishorn af þeim myndum sem ég<br />
hef tekið. Ekki verður farið nánar út í myndatökuaðferðir<br />
eða aðferðir reikistjörnuskoðun. Greinar um slíkt hafa<br />
nýlega birst í fréttabréfi Stjörnuskoðunarfélagsins<br />
og eru aðgengilegar á heimasíðu þess astro.is<br />
45
46<br />
Mynd 2. Fullt tungl 24. desember 2007<br />
um kl. 00:45. Þessi mynd er samsett úr 12<br />
myndum sem teknar voru með Lumenera<br />
SKYnyx2-0 vídeómyndavél sem fest var<br />
á Intes MN61 stjörnusjónauka með f/6<br />
brennihlutfalli.
Tunglið<br />
Tunglið er mjög skemmtilegt til myndatöku. Algengt er að taka<br />
myndir af því öllu (mynd 2) og er þá ótrúlegur munur á fullu tungli og<br />
t.d. hálfu. Við góð skilyrði er gaman að taka myndir af afmörkuðum<br />
svæðum í mjög mikilli stækkun, yfirleitt 3-5 sinnum meiri en notuð<br />
er til að mynda allt tunglið (mynd 3).<br />
Mynd 3. Samsett mynd af<br />
Kópernikus-gígnum en hann er<br />
á stærð við Vatnajökul. Myndin<br />
er samsett úr nokkrum tugum<br />
mynda sem teknar voru 1.<br />
febrúar 2004 með Philips ToUcam<br />
Pro II vefmyndavél sem fest var<br />
á Intes MN61 sjónauka með f/30<br />
brennihlutfalli.<br />
47
Mynd 4. Tvær myndir<br />
af Mars teknar með<br />
tæplega 3 klst. millibili.<br />
Greinilega sést að<br />
aðstæður til myndatöku<br />
bötnuðu talsvert á<br />
þeim tíma sem leið<br />
milli myndanna. Greina<br />
má íshettu við suðurpólinn<br />
neðarlega til<br />
vinstri, dökk svæði og<br />
svo merki um rykstorm<br />
(ljóst svæði) ofan við<br />
pólhettuna á seinni<br />
myndinni. Myndirnar<br />
eru teknar með sama<br />
búnaði og mynd 3.<br />
Mars<br />
Fremur erfitt er að mynda Mars. Rúmlega annað hvert ár er hann nógu nálægt jörðu til að góðar myndir náist en jafnvel þá er<br />
hann aldrei mjög stór. Júpíter er t.d. alltaf um eða meira en tvöfalt stærri séður frá jörðu. Við góð skilyrði sjást dökkir blettir,<br />
ýmis litbrigði, pólhettur og ský (mynd 4).<br />
Mynd 5. Júpíter 15.<br />
mars 2004 kl. 00:39 og<br />
00:47. Á fyrri myndinni<br />
sést tunglið Íó<br />
en á þeirri seinni er<br />
það horfið á bak við<br />
Júpíter. Með því að bera<br />
myndirnar saman sést<br />
einnig hvað möndulsnúningur<br />
Júpíters er<br />
hraður (tæpar 10 klst.),<br />
breytingar sjást þó<br />
myndirnar séu teknar<br />
með einungis 8 mínútna<br />
millibili. Myndirnar<br />
eru teknar með sama<br />
búnaði og mynd 3.<br />
Júpíter<br />
Júpíter er lang áhugaverðasta reikistjarnan til myndatöku. Öfugt við t.d. Mars er hann alltaf nógu stór ef hann á annað<br />
borð sést og þar er margt að sjá. Vindar blása þar aðallega í austur-vestur stefnu og myndast við það samsíða, ljós og dökk<br />
skýjabelti sem breikka, mjókka og skipta litum. Með þessum breytingum er áhugavert að fylgjast. Auk þess sjást á Júpíter<br />
fjölmargir sporöskjulaga blettir. Þar er um að ræða veðrakerfi og er hinn stærsti þessara bletta (rauði bletturinn) stærri en<br />
jörðin.<br />
48
(c) 22. janúar 2007 01:08.<br />
(a) 15. mars 2004 22:11.<br />
(b) 28. janúar 2006 00:30.<br />
(d) 16. mars 2008 00:30.<br />
Mynd 6. Fjórar myndir<br />
af Satúrnusi teknar á<br />
mismunandi tímum.<br />
Sjá má hvernig halli<br />
hringanna fer minnkandi<br />
á þeim fjórum<br />
árum sem myndirnar<br />
ná yfir. Þær eru allar<br />
teknar með Intes MN61<br />
sjónauka með f/30<br />
brennihlutfalli. Mynd (d)<br />
var tekin með Lumenera<br />
myndavélinni og er<br />
mun betri að gæðum en<br />
hinar þrjár sem teknar<br />
voru með ToUcam myndavélinni.<br />
Myndir (b) og<br />
(c) voru teknar við slæm<br />
skilyrði. Mismunandi<br />
litir myndanna stafa<br />
aðallega af mismunandi<br />
myndvinnslu og mismunandi<br />
stillingum á<br />
myndavélunum. Sjá<br />
má greinileg merki<br />
um að norðurhvelið er<br />
blárra en suðurhvelið á<br />
síðustu myndinni (d) og<br />
hugsanlega á myndum<br />
(b) og (c).<br />
Satúrnus<br />
Satúrnus er almennt álitinn fegursta reikistjarnan, ekki síst vegna hringanna sem umlykja hann. Halli þeirra er breytilegur<br />
séður frá jörðu og er áhugavert að fylgjast með breytingum á honum, svo og breytingu á birtu hringanna. Þeir eru t.d.<br />
áberandi bjartari þegar Satúrnus er í gagnstöðu en þeir eru nokkrum mánuðum fyrir eða eftir gagnstöðu. Satúrnus á það<br />
sameiginlegt með Júpíter að þar eru skýjabelti í austur-vestur stefnu. Þau eru hins vegar daufari en skýjabelti Júpíters og ekki<br />
eins breytileg. Þegar geimfarið Cassini nálgaðist Satúrnus árið 2004 kom í ljós að norðurhvelið var bláleitt en þar var þá vetur.<br />
Á undanförnum árum hafa síðan í fyrsta sinn náðst myndir frá jörðu sem sýna þennan lit og er það til marks um framfarir í<br />
myndatökutækni. Nú er þessi litur að verða horfinn enda stutt í vorið á norðurhvelinu.<br />
Einnig er hægt að taka myndir af björtustu tunglum Satúrnusar. Öfugt við ToUcam myndavélina er Lumenera myndavélin<br />
nægilega ljósnæm til að hægt er að taka myndir af átta björtustu tunglum Satúrnusar með 15 cm sjónauka (6 tommur) þegar<br />
teknar eru 5-10 myndir á sekúndu. Mynd 7 sýnir sjö af níu björtustu tunglunum.<br />
Mynd 7. Tungl Satúrnusar<br />
mynduð 16. mars<br />
2008 kl. 01:08 með<br />
Lumenera myndavél og<br />
Intes MN61 sjónauka.<br />
Myndavélin var stillt<br />
á mesta ljósnæmi og<br />
brennihlutfall haft<br />
eins lágt og hægt var<br />
(f/6). Myndin til vinstri<br />
hefur ekkert verið unnin.<br />
Þarna má greina 6 tungl.<br />
Myndin til hægri er “stafli”<br />
893 mynda þar sem<br />
líka búið er að skerpa<br />
myndina. Við það kemur<br />
tunglið Hýperíon í ljós<br />
sem daufur “blettur”.<br />
Einungis Mímas og Föbe<br />
vantar hér af stærstu<br />
tunglum Satúrnusar.<br />
Mímas var mjög nálægt<br />
Satúrnusi og hringunum<br />
og hverfur því í<br />
bjarmann frá þeim en<br />
tunglið Föbe er of dauft<br />
til að hægt sé að mynda<br />
það með þessum búnaði<br />
og stillingum á myndavélinni.<br />
49
Mynd 8. Myndaröð<br />
sem sýnir Mars<br />
hverfa bak við<br />
tunglið upp úr kl. 3<br />
24. desember 2007.<br />
Lokamyndin sýnir<br />
svo Mars stuttu eftir<br />
að hann birtist á ný.<br />
Myndirnar eru teknar<br />
með Philips ToUcam<br />
Pro II vefmyndavél<br />
sem fest var á Intes<br />
MN61 sjónauka í f/12<br />
brennihlutfalli nema<br />
fyrsta myndin þar sem<br />
brennihlutfallið er<br />
f/6. Örlítið breytilegur<br />
litur myndanna stafar<br />
líklega af örþunnri<br />
skýjahulu sem<br />
stundum truflaði<br />
myndatökuna lítillega.<br />
Innan við 5 mínútum<br />
eftir að síðasta myndin<br />
var tekin varð síðan<br />
alveg skýjað og<br />
skömmu síðar byrjaði<br />
úrkoma.<br />
Sérstakir atburðir<br />
Stundum þarf að taka myndir af atburðum sem gerast “hratt” þannig að ef taka á litmyndir er ekki tími til að taka slíkar<br />
myndir með Lumenera myndavélinni, því þar þarf að nota litasíur. Þetta á t.d. við þegar einhver reikistjarnanna hverfur á bak<br />
við tunglið. Þá hentar ToUcam myndavélin betur. Aðfaranótt aðfangadags 2007 hvarf Mars á bak við tunglið séð frá Íslandi.<br />
Það var besta jólagjöf þess árs að ná myndum af þeim atburði og í raun hálfgert kraftaverk því innan við 5 mínútum eftir að<br />
Mars birtist á ný þykknaði upp og skömmu síðar byrjaði úrkoma. Sjá má sýnishorn mynda af þessum atburði á mynd 8.<br />
Aðrar reikistjörnur<br />
Hér hefur komið fram hvaða reikistjörnur er áhugaverðast að mynda með þeim búnaði sem ég hef. Ég hef þó einnig tekið<br />
myndir af Venusi en á þeim er ekkert að sjá. Til að eitthvað merkilegt sjáist á Venusi þarf að taka myndirnar í útfjólubláu<br />
ljósi. Hugsanlega mun ég prófa það innan tíðar því Lumenera myndavélin er næm fyrir útfjólubláu ljósi, a.m.k. lengstu<br />
bylgjulengdum þess. Síðan er ætlunin að ná myndum af Merkúr og Úranusi þegar færi gefst, hugsanlega síðar á þessu ári.<br />
Neptúnus verður hinsvegar varla nógu hátt á lofti hérlendis fyrr en eftir um 10 ár.<br />
50
TrackWell Forðastýring<br />
TrackWell VMS<br />
- Taktu stjórn - náðu yfirsýn<br />
- Vessel Monitoring System<br />
· Bætt nýting á tímum starfsmanna<br />
· Skilvirkara eftirlit með notkun tækja<br />
· Lækkun á rekstrarkostnaði<br />
· Betri þjónusta<br />
· Aukið öryggi<br />
FORÐASTÝRING<br />
Laugavegi 178 · 105 Reykjavík · sími: 5100600 · fax: 5100601 · info@trackwell.com · www.trackwell.com<br />
<br />
Tímak- og viðverukerfi<br />
Íslenskur stjörnuatlas er einstök handbók fyrir þá sem hafa unun af því að<br />
horfa til himins á vetrarkvöldum. Með myndum, kortum og greinargóðum<br />
upplýsingum er kennt hvernig best er stunda stjörnuskoðun hérlendis.<br />
Bók sem ekkert heimili getur verið án.<br />
Eina bókin<br />
um ÍSLENSKA<br />
STJÖRNUHIMININN<br />
STJÖRNUSKÍFA<br />
fylgir með<br />
53 stjörnumerki sem sjást frá Íslandi<br />
Allt um stjörnuskoðun<br />
Örnefnakort af tunglinu<br />
Mikill fjöldi mynda og stjörnukorta<br />
51
TVÖFALDI SPEGILSJÓNAUKINN (LARGE BINOCULAR TELESCOPE)<br />
Betur sjá augu en auga. Tvöfaldi spegilsjónaukinn (Large Binocular Telescope) á stjörnustöðinni á Grahamfjalli í Arizona<br />
hefur tvo 8,4 metra spegla á einu stæði. Saman geta þeir safnað ljósi á við 11,4 metra sjónauka og með víxlmælingum hafa<br />
þeir greinigetu á við 22,8 metra breiðan sjónauka.<br />
52
Fönix<br />
á Mars<br />
eftir HARALD PÁL GUNNLAUGSSON<br />
54
Mynd 1. Mynd tekin nokkru eftir geimskot Phoenix 5. ágúst 2007. Útblástur frá eldflauginni lýsist<br />
upp af rísandi sól og á tímabili minntu þau á fuglsmynd. (Mynd: Peter Smith)<br />
Ómannaða könnunarfarið Mars Phoenix lenti á<br />
norðlægum slóðum Mars þann 25. maí 2008.<br />
Farið náði að starfa til loka október sama ár,<br />
eða þar til samband við það rofnaði. Helstu verkefni<br />
Fönix eru rakin hér á eftir og rætt hvaða áhrif þau geta<br />
haft á framhald rannsókna á reikistjörnunni.<br />
Mars er sú reikistjarna í sólkerfinu sem líkist jörðinni<br />
hvað mest og sá staður utan jarðar sem telja má líklegast<br />
að merki um líf sé að finna. Fundist hafa ummerki um<br />
vatnsfarvegi sem benda til að fyrir milljörðum ára<br />
hafi vatn verið stöðugt á yfirborði reikistjörnunnar. Í<br />
dag er yfirborð Mars þurr eyðimörk en á pólsvæðum<br />
reikistjörnunnar eru pólar úr vatnsís og hægt er að<br />
ímynda sér að undir yfirborðinu séu aðstæður til að líf<br />
geti þrifist.<br />
Um mitt ár 2003 ákvað geimferðarstofnun Bandaríkjanna<br />
(NASA) að Phoenix yrði fyrst svonefndra<br />
Scout geimfara. Valið á nafni ferðarinnar byggir á<br />
sagnafuglinum Fönix, sem endurlifgast og rís úr eigin<br />
öskustó. Segja má að geimfarið Fönix rísi einmitt úr<br />
eigin öskustó því farið byggði á svipaðri tækni og<br />
varahlutum frá hinu mislukkaða geimfari Mars Polar<br />
Lander (fórst við lendingu á Mars árið 1999) og Mars<br />
Surveyor 2001 sem hætt var við að senda til Mars eftir<br />
áfallið 1999.<br />
TENGLAR<br />
phoenix.lpl.arizona.edu<br />
www.marslab.dk<br />
www.stjornuskodun.is<br />
55
Þann 5. ágúst 2007 hófst Fönix á loft með Delta II eldflaug<br />
frá Canaveralhöfða í Flórída. Þrátt fyrir óhagstæða veðurspá,<br />
þar sem búast mátti við skýjum, var geimskotið hið mesta<br />
sjónarspil. Flaugin hóf sig á loft í myrkri klukkan þrjú um<br />
nóttina. Skömmu áður en sólin reis yfir sjóndeildarhringinn<br />
lýstu geislar hennar upp reykslóð eldflaugarinnar. Á tímabili<br />
mátti ætla að útblásturinn myndaði mynd af fugli á<br />
himninum, nokkuð sem minnti menn á að fuglinn Fönix hefði<br />
á endanum risið upp (sjá mynd 1).<br />
Lendingarstaðurinn<br />
Þann 25. maí 2008 lenti Fönix í hinum svonefnda Grænadal<br />
(mynd 2) á Mars á 68. breiddargráðu norður sem er svipað<br />
og 200 km norðan Íslands á jörðinni. Lendingarstaðurinn<br />
var valinn í ljósi mælinga Mars Odyssey geimfarsins (á braut<br />
um Mars síðan 2001) sem bentu óbeint til að rétt undir<br />
yfirborðinu væri að finna vatn, líklega í formi íss. Hins vegar<br />
var ljóst að Fönix myndi ekki eiga langa ævi fyrir höndum.<br />
Geimfarið var knúið af sólarrafhlöðum sem virkuðu vel í<br />
landi miðnætursólarinnar (möndulhalli Mars er svipaður og<br />
jarðar) eftir lendingu en sex mánuðum síðar gætti sólarinnar<br />
lítið og samband við geimfarið rofnaði í lok október.<br />
Ólíkt Marsjeppunum Spirit og Opportunity, sem enn<br />
aka um á Mars fimm árum eftir komuna þangað, var Fönix<br />
staðbundið geimfar. Í stað þess að aka um var markmiðið að<br />
grafa niður á ís og fara þangað sem menn höfðu aldrei áður<br />
farið á Mars: Norður og niður!<br />
Markmið<br />
Helstu markmið Fönix voru skilgreind á þennan hátt:<br />
1.<br />
2.<br />
3.<br />
Kanna tilvist íss rétt undir yfirborðinu<br />
Meta lífvænleika jarðvegsins<br />
Rannsaka veðurfar á norðlægum slóðum Mars<br />
Eitt meginverkefni Fönix var að staðfesta tilvist íss undir<br />
yfirborðinu. Það að finna vatn/ís hefur mikilvægar<br />
afleiðingar í för með sér. Vatn er undirstaða lífs eins og<br />
við þekkjum það. Það að vita á hvaða formi vatnið er (eða<br />
var) og efnafræði þess gefur okkur möguleika á að meta<br />
lífvænleika lendingarstaðarins. Aðgengi að vatni eða ís er ein<br />
meginforsenda þess að senda geimfara til Mars.<br />
Vatnsís undir þunnu jarðvegslagi<br />
Það reyndist auðveldara en búist var við að finna ís í<br />
jarðveginum. Eitt það fyrsta sem menn gerðu var að líta undir<br />
geimfarið og kanna hvort það sæti stöðugt á yfirborðinu.<br />
Í ljós kom að bremsueldflaugarnar höfðu feykt burt 5-10<br />
sentímetra þykku jarðvegslagi og geimfarið stóð á íshellu<br />
(mynd 3).<br />
Um borð í Fönix var skófla sem átti að grafa ofan í<br />
yfirborðið í leit að ís. Í fyrsta uppgreftrinum kom geimfarið<br />
niður á ís (mynd 4) sem sýndi breytingar sem bentu ótvírætt<br />
til þess að um ís væri að ræða. Kom á óvart hversu hreinn<br />
hann reyndist vera og eru vangaveltur um að ísinn hafi áður<br />
fyrr verið á fljótandi formi. Því miður var Fönix ekki útbúinn<br />
FÖNIX Á YFIRBORÐI MARS<br />
Fönix geimfarið lenti norðan heimskautsbaugs Mars þann 25. maí 2008<br />
eftir tíu mánaða ferðalag. Lendingarstaðurinn var valinn eftir að geimför á<br />
sporbraut um Mars höfðu greint merki um vetni undir yfirborðinu sem benti<br />
til þess að vatnsís í miklu magni væri þar að finna. Fönix átti að sannreyna<br />
þessa athugun.<br />
Um leið og Fönix opnaði augun við komuna til Mars sáust greinileg merki þess að ís væri að finna undir yfirborðinu. Á myndunum sáust svonefndir frosttiglar, en<br />
þeir myndast þegar ísinn undir þiðnar og frýs til skiptis og skilur eftir sig augljóst tiglamynstur. Þessir tiglar finnast víða á jörðinni, meðal annars á Íslandi. Efst á<br />
geimfarinu sést vindmælirinn sem höfundur þessarar greinar bar ábyrgð á. Hann er í um 2 metra hæð yfir yfirborðinu og er raunar hæsti manngerði hluturinn á<br />
56 Mars. T(Mynd: NASA/JPL/Caltech/Arizonaháskóli)
Mynd 3. Á áttunda degi leiðangursins (2. júní 2008) notaði Fönix<br />
fjarstýrða arminn sinn til þess að gægjast undir geimfarið. Í ljós<br />
kom að bremsuflaugar geimfarsins, sem sjást efst á myndinni,<br />
höfðu feykt burt þunnu jarðvegslagi við lendingu. Ljósu skellurnar<br />
reyndust úr vatnsís. Fönix stóð þar af leiðandi á íshellu!<br />
Mynd 4. Fyrstu tuttugu leiðangursdagana beindi Fönix kröftum<br />
sínum að svæði sem kallaðist Dodo-Goldilocks og sést á neðri<br />
myndinni sem tekin var á nítjánda leiðangursdegi (14. júní 2008).<br />
Grafið var við jaðar eins frosttiglanna sem sáust um allt yfirborðið.<br />
Sýni frá þessu svæði voru færð yfir í einn TEGA ofninn. Í TEGA var<br />
efnið hitað smám saman þar til efni losnuðu sem gufa. Þannig gátu<br />
vísindamenn áttað sig á því hvaða efni leyndust í jarðveginum.<br />
Ljósmyndirnar sýndu að þetta efni þurrgufaði, þ.e. breyttist úr<br />
föstu formi í loftkennt form án þess að verða fljótandi á milli, sem<br />
staðfesti að þetta var ís en ekki ljós jarðvegur. Þessi ís er vatn: ef þú<br />
næðir honum upp og bræddir hann gætir þú gætt þér á svalandi<br />
vatni frá Mars! Mynd: NASA /JPL / Arizonaháskóli/ Texas A & M.<br />
tækjum til að kanna þetta í smáatriðum.<br />
Erfiðlega gekk að fá íssýni inn í tækin um borð í Fönix<br />
til frekari rannsókna. Í ljós kom að jarðvegurinn hegðar sér<br />
á annan hátt en við eigum að venjast og ljóst að einhver<br />
efnasambönd fengu jarðvegssýni til að loða við teflonhúð<br />
skóflunnar. Meira en mánuður leið þar til sýni náðist sem<br />
sannfærði menn um, að um væri að ræða nokkuð hreinan<br />
vatnsís.<br />
En lífið þarfnast meira en vatns. Jarðvegurinn verður að<br />
innihalda þau efnasambönd sem eru lífi, eins og við þekkjum<br />
það, nauðsynleg. Þótt Fönix ætti ekki að leita að lífi átti<br />
57
Myndaröð sem sýnir<br />
Telltale vind-mælinn<br />
blakta í heimskautavindinum<br />
á Mars.<br />
Spegillinn undir,<br />
sem endurvarpar<br />
80% sólarljóssins,<br />
sýnir nákvæma<br />
stöðu mælisins. Birta<br />
spegilsins segir einnig til<br />
um aðstæður í lofthjúpi<br />
Mars, þ.e. hvort hann<br />
sé rykugur eða heiður.<br />
Vindmælirinn tók þátt í<br />
að mæla “vatn” á Mars.<br />
Á 80 degi leiðangursins,<br />
sást merkilegt glitur á<br />
speglinum, sem mátti<br />
túlka sem frostmyndun.<br />
Þetta var eini staðurinn<br />
á geimfarinu þar sem<br />
frostmyndun sást.<br />
Frost myndast þegar<br />
rakastigið fer upp fyrir<br />
100%, og gefur því<br />
mynd af því hvenær<br />
þetta gerist.<br />
geimfarið að skoða efnafræði jarðvegsins og kanna hvað<br />
vantaði upp á lífvænleika hans eða, með öðrum orðum, hvað<br />
vantaði til að rækta plöntur í jarðveginum. Efnafræðitilraunir<br />
sýndu að í jarðveginum væru allar þær jónir í uppleysanlegu<br />
formi sem lífið þarfnast. Ennfremur fannst efnasambandið<br />
perklórat (Cl 4-<br />
). Þótt þetta efnasamband sé notað til<br />
dauðhreinsunar á jörðinni, fyrirfinnast bakteríur sem geta<br />
nýtt það sem orkugjafa. Því skal ekki gleyma að ef bakteríur<br />
finnast á Mars þætti þeim líklega lofthjúpurinn okkar, með<br />
21% súrefni, baneitraður. Lífið notfærir sér aðstæður á<br />
hverjum stað og perklórat er því líklega kostur frekar en<br />
galli.<br />
Veðurmælingar með hjálp leysigeisla<br />
Um borð í Fönix voru margvísleg tæki til mælinga á veðurfari<br />
á lendingarstaðnum. Fjölmargt gerði veðurmælingar á Fönix<br />
sérstakar. Í fyrsta skipti lenti geimfar nærri pólsvæðinu þar sem<br />
búast mátti við að sjá víxlverkun lofthjúpsins við norðurpólinn.<br />
Þótt líkön af veðurfari á Mars virki vel við miðbaug, gefa<br />
mismunandi líkön, sem vega áhrif utanaðkomandi afla á<br />
mismunandi hátt (efnafræði lofthjúpsins, áhrif ryks o.s.frv.),<br />
mjög ólíka mynd af veðurfari nærri norðurpólnum og<br />
hugsanlegt að mælingar gefi hugmyndir um hvaða breytur<br />
skipti þar mestu máli. Í fyrsta sinn er veðurtungl á braut um<br />
reikistjörnuna (Mars Reconnaissance Orbiter) sem þýddi að<br />
setja mátti vandaðar veðurmælingar á einum stað í stærra<br />
samhengi. Fönix innihélt ennfremur svokallaðan LIDAR,<br />
leysigeisla sem skoðað gat samsetningu lofthjúpsins ofan<br />
geimfarsins. Í LIDAR var leysigeisla varpað beint upp og<br />
endurkastið kannað. Þannig mátti fá upplýsingar um ský,<br />
hæð þeirra og samsetningu.<br />
Vindmælirinn<br />
Höfundur þessarar greinar kom að Fönix geimfarinu með<br />
gerð vindmælisins um borð. Vorið 2005 var enginn vindmælir<br />
á geimfarinu ráðgerður, aðallega vegna þyngdar slíks mælis<br />
en mælingar á vindhraða í hinum lága loftþrýstingi á Mars<br />
(sjá töflu) krefst flókins tækjabúnaðar. Carlos Lange frá<br />
Edmontonháskóla í Kanada lagði fram þá tillögu að bætt yrði<br />
á geimfarið nokkurs konar vindhana. Með því að ljósmynda<br />
vindhanann fengjust upplýsingar um vindhraða og vindstefnu.<br />
Til þess að hanna og kvarða slíkan mæli þarf aðgang að<br />
vindgöngum sem geta unnið við þann lága þrýsting sem er<br />
á Mars. Við Árósarháskóla hafa verið byggð slík vindgöng<br />
og var þessi hugmynd sett fram við okkur. Undirritaður varð<br />
verkefnisstjóri þessa verkefnis.<br />
Eitt helsta vandamálið sem þurfti að yfirstíga var að<br />
tryggja að vindmælirinn lifði geimskotið af. Á leiðinni í<br />
gegnum lofthjúp jarðar verður geimfarið fyrir miklum titringi<br />
og prófa þarf alla hluti áður en þeim er skotið á loft. Prófanir<br />
á fyrstu eintökunum sem smíðuð voru mistókust og þurfti að<br />
þróa tækið enn frekar. Í lok 2006 tókst það og eftir kvörðun<br />
var vindmælirinn sendur til NASA. Á tveimur árum breyttist<br />
loðin hugmynd í vísindatæki á leið til Mars sem er líklega<br />
einsdæmi.<br />
Vindmælirinn gegndi sínu hlutverki með miklum sóma.<br />
Meira en 6000 vindmælingar voru framkvæmdar með<br />
honum og þegar þetta er skrifað í febrúar 2009 er enn unnið<br />
úr gögnum frá vindmælinum. Ljóst er að sú vinna mun taka<br />
allnokkurn tíma í viðbót.<br />
Meðal þess óvæntasta sem kom fram er að vindurinn<br />
er afar einsleitur frá degi til dags. Almennt séð eru vindar<br />
vestlægir en um miðjan dag breytist vindurinn til suðlægra,<br />
Hægri: Mynd af Telltale<br />
vindmælinum á jörðinni<br />
fyrir geimskot. Gulleiti<br />
sívalningurinn er úr<br />
þunnu plastefni og<br />
hangir í þráðum úr<br />
Kevlar (sama efni og er<br />
notað í skotheld vesti)<br />
blaktir í vindinum.<br />
Undir er spegill til að<br />
sjá nákvæma stöðu<br />
vindmælisins. Vinstri:<br />
Mynd af vindmælinum<br />
eftir 50 daga á Mars.<br />
Í heildina vó<br />
vindmælirinn aðeins 20<br />
grömm. Mælirinn er sjö<br />
sentímetrar á stærð,<br />
álíka stór og geisladiskur!<br />
58
síðan austlægra og að lokum norðlægra vindátta, en aftur<br />
til vestlægrar vindáttar um eftirmiðdaginn. Svokallaðir<br />
hallavindar eru líklegar ástæður þessa, þar sem loft streymir<br />
upp halla á meðan sólin er hæst á lofti. Það áhugaverða<br />
við þetta er að öll líkön af lofthjúpnum ná að segja til um<br />
þetta og þessar upplýsingar má líklega nýta til að segja til um<br />
hvað það er sem hefur áhrif á vindafar á lendingarstaðnum.<br />
Þótt rykstormar hafi sést fara yfir lendingarstaðinn, höfðu<br />
þeir lítil áhrif á vinda við yfirborðið. Það bendir til þess að<br />
háloftakerfið í um 5-6 km hæð hafi lítil áhrif á veðrið við<br />
yfirborðið.<br />
Horft til framtíðar<br />
Fönix starfaði stutt á Mars en vísindaniðurstöðurnar frá<br />
honum munu halda mönnum við efnið í langan tíma. Í<br />
fyrsta sinn höfum við staðfest vatn í formi íss sem nýst gæti<br />
geimförum framtíðarinnar. Einnig þekkjum við efnafræði<br />
jarðvegsins. Bæði þessi atriði eiga eftir að hjálpa okkur að<br />
skilja hvernig reikistjarnan hefur þróast í gegnum tíðina.<br />
Þegar leitað verður að lífi á Mars er harla líklegt að staður<br />
líkur þeim sem Fönix lenti á verði fyrir valinu. Fönix fann<br />
þau byggingarefni sem lífið krefst og ís sem gæti hafa verið<br />
fljótandi í árdaga.<br />
Í október árið 2009 verður rússneska geimfarinu Phobos-<br />
Grunt skotið á loft. Geimfar þetta mun lenda á Fóbos,<br />
fylgitungli Mars, taka þaðan sýni og snúa aftur til jarðar.<br />
Fóbos hefur fengið sinn skerf af loftsteinum sem komið hafa<br />
frá Mars og getur þetta því verið einfaldasta leiðin til að sækja<br />
sýni frá Mars, þar sem ekki þarf að berjast við þyngdartog<br />
reikistjörnunnar á leiðinni til baka.<br />
Árið 2011 hyggst NASA senda Mars Science Laboratory<br />
(MSL) til Rauðu reikistjörnunnar. MSL er jeppi, talsvert<br />
stærri en Spirit og Opportunity og á meðal annars að mæla<br />
samsætuhlutfall metangass sem fundist hefur á Mars. Metan<br />
getur bæði myndast við lífræn og ólífræn ferli en hefur<br />
mismunandi samsætur í þessum tveimur tilvikum. MSL mun<br />
líklega geta skorið úr um þetta.<br />
MAVEN er næsta Scout geimfar NASA og verður skotið á<br />
loft árið 2013. Farið á að komast á sporbraut um reikistjörnuna<br />
og meðal annars mæla hvernig Mars viðheldur lofthjúpi<br />
sínum. Mars hefur ekkert segulsvið sem ver lofthjúpinn fyrir<br />
sólvindinum sem feykir honum burt.<br />
ExoMars verður fyrsti jeppinn sem evrópska geimstofnunin<br />
ESA sendir til Mars. Ráðgert er að jeppinn verði sendur á loft<br />
árið 2016 en enn er unnið að vali á vísindatækjum um borð.<br />
Efri: Greinarhöfundur (hægri) á góðri stund með Peter Smith<br />
leiðangursstjóra í stjórnstöðinni í Arizona. Í bakgrunni má sjá líkan<br />
af geimfarinu sem notað var til að prófa skipanir áður en þær voru<br />
sendar til Fönix á Mars.<br />
Neðri: Miðnætursólin sest á Mars.<br />
Haraldur Páll Gunnlaugsson er eðlisfræðingur við Eðlis- og<br />
stjarnfræðistofnun Árósarháskóla í Danmörku. Hann fór<br />
fyrir rannsóknarhópnum sem sá um vindmælingar á Mars.<br />
Þú getur hlustað á viðtal við Harald í Vísindaþættinum á<br />
Stjörnufræðivefnum, stjornuskodun.is.<br />
59
,,Við verklok árið 2014 verður ALMA stærsta og<br />
hæsta stjörnuathugunarstöð sem reist hefur<br />
verið.“<br />
Þegar þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína greina eyrun mjög vítt tíðnisvið frá dýpstu bassatónum<br />
upp í hæstu tónhæð. Ímyndaðu þér nú að eyru þín næmu einungis tóna á mjög afmörkuðu<br />
tíðnisviði. Þú myndir missa af stærstum hluta af bestu tónlistinni! Þetta eru hins vegar aðstæðurnar<br />
sem stjörnufræðingar þurfa að glíma við. Augu okkar eru einungis næm fyrir mjög þröngu tíðnisviði<br />
ljósgeisla sem er sýnilegt ljós. En við erum algerlega blind á alla aðra rafsegulgeislun. Samt eru mörg<br />
fyrirbæri í alheiminum sem senda frá sér geislun á öðrum sviðum rafsegulrófsins.<br />
Á fjórða áratug tuttugustu aldar uppgötvaðist fyrir slysni að útvarpsbylgjur berast utan úr himingeimnum.<br />
Hluti útvarpsbylgnanna hefur sömu tíðini og uppáhalds útvarpsstöðin þín, en þær eru<br />
daufari og að sjálfsögðu er þar ekkert að heyra. Til þess að geta stillt sig inn á útvarpsbylgjur utan úr<br />
geimnum þarftu einhvers konar móttakara: Útvarpssjónauka.<br />
Fyrir flestar bylgjulengdir er útvarpssjónaukinn disklaga, svipað og spegillinn í venjulegum spegilsjónauka.<br />
En vegna þess að útvarpsbylgjur eru miklu lengri en bylgjur sýnilegs ljóss þarf yfirborð<br />
disksins ekki að vera jafnslétt og yfirborð spegils. Þetta er ástæðan fyrir því að það er miklu auðveldara<br />
að smíða stóran útvarpssjónauka en stóran sjónauka fyrir venjulegt ljós.<br />
Sérhver hluti rafsegulrófsins hefur sína sögu að segja. Bylgjur með öldulengd upp á millimetra<br />
eða styttri eru notaðar til þess að skoða myndun vetrarbrauta skömmu eftir upphaf alheimsins og<br />
uppruna stjarna og reikistjarna í Vetrarbrautinni okkar. Mest af þessari geislun stöðvast hins vegar<br />
vegna vatnsgufu í andrúmsloftinu. Til þess að kanna geislunina þarf að fara hátt upp í þurrt loftslag. Til<br />
dæmis til Llano de Chajnantor. Í fimm kílómetra hæð yfir sjávarmáli er þessi yfirnáttúrulega háslétta<br />
í norðurhluta Chile byggingarsvæði fyrir ALMA: Atacama Large Millimeter Array. Þegar byggingu<br />
ALMA lýkur árið 2014 verður hún stærsta stjörnustöð sem byggð hefur verið. 64 útvarpssjónaukar,<br />
sem hver um sig vegur 100 tonn, munu virka sem einn. Risaflutningabílar munu dreifa þeim um<br />
svæði á stærð við London til þess að auka við smáatriði í myndinni eða færa þá saman til þess að ná<br />
víðara sjónsviði. Sérhver færsla verður framkvæmd með nákvæmni upp á millimetra.<br />
Útvarpssjónaukar gera okkur kleift að sjá hið ósýnilega. Með ótrúlega fjölbreyttum tækjakosti hafa<br />
stjörnufræðingar opnað heim rafsegulrófsins og komist jafnvel enn lengra.<br />
Sumar athuganir er þó einfaldlega ekki hægt að framkvæma á jörðu niðri. Hvert er svarið við því?<br />
Geimsjónaukar.<br />
Stjörnufræði á hjara veraldar<br />
Þessa dagana er verið að reisa ALMA (Atacama Large Millimeter Array) útvarpssjónaukaröðina í<br />
norðurhluta Chile. Smíði þessarar stærstu stjörnuathugunarstöðvar heims er gríðarleg áskorun því hún<br />
er í fimm kílómetra hæð þar sem helmingi minna súrefni er til staðar en við sjávarmál. Til þess að koma<br />
í veg fyrir sífelldan höfuðverk og ógleði munu starfsmenn ALMA starfa á þrýstijöfnuðu skrifstofusvæði,<br />
en ALMA röðinni verður fjarstýrt úr aðeins 3000 metra hæð, rétt fyrir ofan smábæinn San Pedro de<br />
Atacama.<br />
60
ALMA ÚTVARPSSJÓNAUKARÖÐIN Í CHILE<br />
Á Llano de Chajnantor í Atacamaeyðimörkinni í Chile er verið að reisa risaröð útvarpssjónauka. Sjónaukarnir eru á þurrasta stað<br />
veraldar í fimm kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Svo hátt uppi er nánast ekkert sem truflað getur rannsóknir stjörnufræðinga. Reistir<br />
verða 64 hundrað tonna útvarpssjónaukar. Hægt verður að færa þá á milli með risaflutningabílum en staðsetningin verður að vera<br />
nákvæm upp á millímetra svo bestu mögulegu niðurstöður fáist. Sjónaukunum verður dreift yfir svæði á stærð við Lundúni þegar<br />
mest er. Við verklok árið 2014 verður Alma stærsta og hæsta stjörnuathugunarstöð sem reist hefur verið.<br />
61
Giljadrög á Íslandi<br />
og Mars<br />
eftir Þorstein Þorsteinsson<br />
Jöklafræðingur<br />
Veðurstofu Íslands<br />
62
VATNSSORFIN GILJADRÖG skerast ofan í ryðrautt<br />
yfirborð Mars. Þessa mynd tók HiRISE myndavélin um<br />
borð í Mars Reconnaissance Orbiter geimfarinu.<br />
Þú getur fræðst meira um Mars á<br />
Stjörnufræðivefnum.<br />
www.stjornuskodun.is/mars<br />
1. mynd. Láglent er og sléttlent á norðurhluta Mars (blálitað svæði),<br />
en eldra yfirborð sunnan til á hnettinum. Þrjú mikil eldfjöll eru á<br />
Þarsis-hálendinu og norðvestan þess er Ólympusfjall, hæsta fjall<br />
sólhverfisins. Marinergljúfrin eru austan Þarsis og norðaustur af því<br />
er Chrysesléttan.<br />
Chrysesléttan<br />
Ólympusfjall<br />
Þarsissvæðið<br />
Marinergljúfrin<br />
Löngum hafa menn litið til næsta nágranna okkar í sólhverfinu,<br />
hnattarins Mars, þegar spurninguna um líf utan Jarðar ber á<br />
góma. Allt frá tímum Galileis hafa menn beint þangað sífellt<br />
stækkandi sjónaukum og fram yfir miðja 20. öld voru teiknuð<br />
sífellt nákvæmari kort af yfirborði hnattarins eftir athugunum<br />
á jörðu niðri. Eftir 1960 tóku við ljósmyndir og mælingar úr<br />
könnunarförum á braut um hnöttinn og er það kunnara en frá<br />
þurfi að segja, að leitin að ummerkjum vatns á Mars hefur verið<br />
mjög áberandi í þeim leiðöngrum. Þeir Huygens og Cassini tóku<br />
eftir hvítum svæðum á Mars á 17. öld og ályktuðu að þar væru<br />
ísbreiður. William Herschel sýndi á 18. öld fram á að Mars hefði<br />
lofthjúp og færði fram aukin rök fyrir því að snjó- og ísbreiður<br />
lægju yfir heimskautasvæðum hnattarins. Það var hins vegar<br />
ekki fyrr en myndir bárust frá könnunarfarinu Mariner 9 árin<br />
1971-1972 og síðan frá Viking I og II 1976-80 að greinileg<br />
ummerki sáust um að mikil vatnsflóð hefðu átt sér stað á Mars<br />
snemma í sögu hnattarins. Frá ferðum Víkinganna tveggja liðu<br />
20 ár til næsta Marsleiðangurs og gafst mönnum því góður<br />
tími til að rannsaka ummerki og orsakir þessara flóða til að<br />
gera sér sem besta grein fyrir sögu vatnsins í lofthjúpi, jöklum<br />
og hugsanlega höfum á Mars. Um þau mál hafa fræðimenn<br />
ekki verið á eitt sáttir og stundum hefur þeim orðið á að hafna<br />
hugmyndum þeirra, sem lengra sáu en aðrir meðan rannsóknir<br />
þessar voru skammt á veg komnar. Í fróðlegri bók sinni, Mars:<br />
A Warmer Wetter Planet, segir Jeffrey Kargel frá einum slíkum<br />
brautryðjanda; Henry Faul við Pennsylvaníuháskóla, sem lést<br />
árið 1981. Þegar árið 1972 ritaði hann grein um athuganir sínar<br />
á myndum af fjallinu mikla, Ólympusfjalli, og komst að þeirri<br />
niðurstöðu að hinar bröttu hlíðar fjallsins bentu til að það væri<br />
hraundyngja ofan á stapafjalli, sem hugsanlega hefði myndast<br />
við eldgos undir jökli. Ennfremur taldi hann sig sjá ummerki<br />
þess að hinn bratti jaðar, sem er 5-7 km hár, hefði veðrast<br />
af ágangi sjávar og lauk svo greininni með því að benda á að<br />
þarna gæti verið ákjósanlegur staður til leita að steingervingum<br />
í sjávarseti og kanna þannig ummerki mögulegs fornlífs á<br />
Mars. Skemmst er frá því að segja að greinin, The Cliff of Nix<br />
Olympica, fékkst hvergi birt, en nú á dögum ræða fræðimenn<br />
allar þessar hugmyndir fullum fetum. Einnig má nefna Richard<br />
S. Williams við bandarísku jarðfræðistofnunina (USGS), sem<br />
er íslenskum jarðvísindamönnum að góðu kunnur. Hann fékk<br />
nokkuð svipaða útreið á árunum eftir 1970, er hann leiddi að<br />
því rök að jöklar hefðu mótað yfirborð eldfjallanna miklu á<br />
Þarsis, en sú kenning hefur síðar verið ágætlega staðfest með<br />
nýrri gögnum.<br />
63
2. mynd. Ólympusfjall (Olympus<br />
Mons). Hæsta fjall í sólhverfinu,<br />
nær 27 km yfir umhverfið. Bröttu<br />
hlíðarnar gætu verið myndaðar á<br />
sama hátt og hlíðar stapafjalla á<br />
Íslandi.<br />
Vatnsflóð á Mars í fyrndinni<br />
Fræðimenn greina á milli tvenns konar ummerkja um<br />
vatnsrennsli á Mars í fyrndinni.<br />
Annars vegar eru flóðfarvegir (e: flood channels), sem<br />
flestir eiga upptök norðan og austan við Marinergljúfrin<br />
miklu (og jafnvel innan gljúfranna) og ná niður á láglendið<br />
Chryse Planitia (1. mynd). Margir þessara farvega eiga<br />
upptök á svæðum, sem bera merki mikillar röskunar (e:<br />
chaotic terrain, 3. mynd). Yfirborðið virðist þar hafa hrunið<br />
snögglega í hamförum, sem ekki hafa verið skýrðar til hlítar.<br />
Mögulegt er að vatn hafi náð að safnast fyrir í lægðum í<br />
Marinergljúfrunum austanverðum og síðan streymt þaðan<br />
í miklum flóðum. Annar möguleiki er að mikill þrýstingur<br />
hafi byggst upp í grunnvatni alldjúpt undir sífrera í jarðvegi<br />
og vatnið síðan gosið upp úr freranum við skorpuhreyfingar<br />
eða árekstur loftsteins. Þetta hafi hleypt af stað gífurlegu<br />
flóði, sem rauf jarðveg og berg af svo miklum krafti að<br />
yfirborðsþekjan hrundi. Eftir standa því aðeins óregluleg<br />
hrúgöld í 1-2 km djúpri lægð, sem markar upphaf farvegarins.<br />
3. mynd. Raskað yfirborð (chaotic terrain). Svæðið markar yfirborð<br />
mikils vatnsflóðs sem streymt hefur til norðurs.<br />
Vert er að geta þess að hamfarir af þessu tagi virðast hafa átt<br />
sér stað í mestallri sögu Mars, en ekki aðeins á hlýju og röku<br />
tímabili snemma í sögu hnattarins.<br />
Hins vegar eru rofdalir (e: valley networks), sem á marga<br />
lund minna á ummerki árrofs á Jörðinni (4. mynd). Dalir þessir<br />
eru smærri en flóðfarvegirnir og greinast í marga smærri<br />
þverdali þegar ofar dregur. Þeir líkjast ekki ummerkjum<br />
um mikil flóð og virðast í fljótu bragði benda til stöðugrar<br />
vatnsveðrunar um alllangt skeið. En séu þeir myndaðir við<br />
afrennsli regnvatns, hlýtur að hafa verið mun hlýrra á Mars<br />
og lofthjúpur þykkari, er dalirnir mynduðust, því nú á dögum<br />
er of kalt (og þrýstingur of lágur) til að vatn geti verið þar í<br />
vökvaham á yfirborði. Sumir fræðimenn halda því þó fram,<br />
að dalirnir hafi getað myndast við vatnsrennsli undir ísþekju<br />
og hafna þar með hugmyndum um hlýtt og rakt andrúmsloft<br />
á Mars í fyrndinni.<br />
Út frá áðurnefndum ummerkjum um flóð og vatnsveðrun<br />
hefur verið áætlað að vatnsmagn í andrúmslofti, á yfirborði<br />
og í jöklum Mars í fyrndinni hafi verið nóg til að þekja hnöttinn<br />
allan 500 m djúpu vatni (sambærileg tala fyrir Jörðina er<br />
3000 m). En ekki sjást um þessar mundir mikil merki alls<br />
þessa vatns á yfirborði hnattarins því hann er þurr og kaldur,<br />
mjög lítið er af vatnsgufu í þunnum lofthjúpnum og ísinn í<br />
heimskautajöklunum nemur aðeins broti af áðurnefndu<br />
vatnsmagni. Talsvert af H 2<br />
O sameindum hefur tapast úr<br />
lofthjúpnum út í geim á löngum tíma en ekki skiptir það<br />
heldur sköpum. Hvað varð þá um vatnið á Mars? Líklegast er<br />
að mestur hlutinn hafi á mjög löngum tíma (3 milljörðum ára)<br />
síast í jarðveg hnattarins og sé þar enn bundinn sem sífreri<br />
eða sem grunnvatn á miklu dýpi. Og nú hafa menn einmitt á<br />
liðnum áratug séð líkleg merki um að þetta vatn, sem leynist<br />
undir yfirborðinu, sé að brjótast fram í fjallahlíðum og innan<br />
loftsteinagíga hér og hvar á hnettinum.<br />
Giljadrögin uppgötvuð<br />
Könnunarfarið Mars Global Surveyor fór á braut um hnöttinn<br />
árið 1997 og var meðal annars búið fullkominni myndavél<br />
sem sendi yfir 200.000 ljósmyndir til Jarðar þar til samband<br />
rofnaði við geimfarið árið 2006. Með myndavélinni mátti<br />
greina mun smærri þætti landslags en sést höfðu á eldri<br />
64
4. mynd (t.v.). Rofdalur<br />
á Mars sem greinist í<br />
smærri dali þegar ofar<br />
dregur.<br />
5. mynd (t.h.). Gorgonum<br />
Chaos á Mars (38°S,<br />
170°W). Giljadrögin í<br />
skriðunni virðast öll eiga<br />
upptök undir sama lagi í<br />
klettabeltinu, um 100 m<br />
neðan yfirborðs.<br />
myndum og tóku menn strax til við að rýna í fjöll og dali<br />
og leita að frekari ummerkjum vatnsrennslis. Í grein, sem<br />
birtist í tímaritinu Science árið 2000, sýndu Michael Malin<br />
og Ken Edgett fram á að víða á Mars eru merki þess að vatn<br />
hafi streymt fram undan klettabeltum og gígbörmum (sjá<br />
5. mynd). Að lokinni grandskoðun á fjölda mynda settu þeir<br />
félagar fram þá tilgátu til skýringar á giljadrögunum, sem<br />
skýrð er á 6. mynd.<br />
Vatn í safnast fyrir í gegndræpu lagi (e: aquifer) alldjúpt<br />
undir yfirborðinu, hugsanlega vegna jarðhita. Einnig<br />
er mögulegt að sölt hafi blandast vatninu og haldi því í<br />
vökvaham, jafnvel þótt hiti í berginu sé langt undir 0°C.<br />
Þar sem vatnsósa lagið kemst í snertingu við enn kaldara<br />
andrúmsloft í hlíðum fjalla og gíga frýs vatnið hins vegar<br />
snögglega og myndar klakastíflu í klettabeltinu. Þá byggist<br />
Líkan af myndun<br />
giljadraga á Mars<br />
Klakastífla<br />
Uppgufunarstrókar<br />
Hálf-gegndræpt<br />
vatnslag<br />
Rof<br />
Eðja<br />
6. mynd. Klakastífla í klettabelti rofnar reglulega og smágil myndast<br />
þegar vatnsósa eðja streymir niður skriðuna.<br />
upp þrýstingur að baki stíflunnar sem að lokum rýfur hana<br />
og vatnið gusast út í skriðuna. Þar blandast það bergmylsnu<br />
og smágrjóti og myndar eðju, sem rennur niður skriðuna og<br />
myndar lítinn farveg. Klakastíflan myndast svo á ný og næsta<br />
gusa niður í hlíðina kemur áratugum eða öldum síðar, þegar<br />
þrýstingur hefur enn á ný náð að byggjast upp. Malin og<br />
Edgett áætluðu að þúsundir rúmmetra af vatni streymdu út<br />
í hvert sinn, sem stífla af þessu tagi brysti og leiddu að því<br />
líkur að yngstu myndanirnar væru jafnvel aðeins nokkurra<br />
áratuga gamlar.<br />
Aðrar kenningar hafa einnig verið settar fram um myndun<br />
smágiljanna. Sumir telja að þau myndist frekar af völdum CO 2<br />
en vatns, aðrir telja að um skriðuföll sé að ræða án íblöndunar<br />
vökva af neinu tagi og enn aðrir telja að gilin séu mynduð á<br />
nokkuð löngum tíma (þúsundum ára) við hægfara bráðnun<br />
snævar sem féll víða um hnöttinn á alllöngu kuldatímabili.<br />
Samanburður við giljadrög á Íslandi<br />
Enn verður nokkur bið á því að menn geti sinnt útivinnu á<br />
yfirborði Mars og hafa því margir jarðvísindamenn reynt að<br />
glöggva sig betur á myndun giljadraganna með því að virða<br />
fyrir sér svipuð fyrirbæri á Jörðu. Einkum hefur þar verið lögð<br />
áhersla á að kanna giljadrög á heimskautasvæðunum, s.s. á<br />
Grænlandi, Svalbarða og í Þurrdölum Suðurskautslandsins<br />
(Dry Valleys), enda er ársmeðalhiti á Mars svipaður og<br />
á köldustu stöðum Jarðar (-58°C). Á Íslandi er veðurfar<br />
milt og úrkoma veruleg, en þó eru hér á landi smágil í<br />
fjallahlíðum, sem svipar mjög mikið til Mars-giljanna.<br />
Basalt er hér aðalbergtegund líkt og á Mars og ennfremur<br />
eru hér móbergsmyndanir, sem að öllum líkindum eiga<br />
sér einnig hliðstæður á hnettinum. Hér verður í örstuttu<br />
máli greint frá niðurstöðum nokkurra athugana, sem fram<br />
hafa farið á suðvesturhorni landsins á undanförnum árum.<br />
Hnattfræðingurinn kunni, William K. Hartmann við Planetary<br />
Science Institute í Tucson, vann að fyrstu könnun ásamt<br />
greinarhöfundi og Freysteini Sigurðssyni jarðfræðingi, sem<br />
65
7. mynd. T.v. Giljadrög<br />
í Nirgal Vallis á Mars.<br />
T.h. Svipuð fyrirbæri<br />
í Reynivallahálsi í<br />
Kjós, sem er hluti af<br />
blágrýtismynduninni<br />
frá síðari hluta<br />
Tertíertíma.<br />
nú er nýlátinn. Benjamin Black, nú doktorsnemi við MIT í<br />
Boston, hlaut Fulbright styrk til dvalar hérlendis 2007-8 og<br />
hélt þá könnun þessari áfram í samstarfi við greinarhöfund.<br />
Samanburður á útliti. Á 7. mynd (t.v.) er sýnt dæmi um<br />
giljadrög á Mars, þeirrar tegundar sem Malin og Edgett lýstu<br />
þegar árið 2000. Upptökin eru í geilum í klettabeltinu og oft<br />
virðist sem vatn hafi streymt út neðan tiltekins berglags.<br />
Smágilið sjálft er svo í nokkur hundruð metra hárri skriðu<br />
og neðst ber oft á litlum aurkeilum, sem til eru orðnar<br />
þegar eðjan dreifði úr sér. Til samanburðar (7. mynd, t.h.)<br />
er sýnd flugmynd af suðurhlíðum Reynivallaháls í Kjós.<br />
Smágilin í skriðunni eru svipuð og á Marsmyndinni og eiga<br />
sum upptök við neðri jaðar klettabeltisins. En að vísu sést<br />
líka að einn áberandi farvegur í skriðunni í Reynivallahálsi er<br />
beint framhald af gildragi, sem á upptök sín ofantil á fjallinu<br />
og skerst niður í gegnum klettana. Í þessu tilviki er það því<br />
greinilega afrennsli yfirborðsvatns sem myndar smágilið,<br />
annaðhvort regnvatn í stórrigningum eða leysingarvatn sem<br />
rennur úr snjósköflum í asahláku að vori. Rofmáttur vatnsins<br />
sjálfs er reyndar lítill og smágilin munu jafnan mynduð<br />
þegar vatnsósa eðja tekur á rás og grefur sér farveg niður<br />
eftir skriðunni. Hérlendis mun berg vera það þétt að ekki eru<br />
líkur til að umtalsvert vatnsmagn geti safnast fyrir í berg- eða<br />
setlögum og eru því ekki líkur á að áðurgreind skýring Malins<br />
og Edgetts geti átt við á Íslandi.<br />
Skriður á seinni stigum veðrunar. 8. mynd (t.v.) sýnir<br />
tilvik á Mars, þar sem svo mikill hluti efnis í skriðunni hefur<br />
veðrast burt, að skriðan er tekin að mynda nokkrar samhliða<br />
tungur. 8. mynd (t.h.) sýnir svipað tilvik hérlendis, í Mjóafelli<br />
við Kaldadalsleið, skammt ofan Þingvalla.<br />
Nýlegar breytingar á giljadrögum. Eftir að Malin og<br />
Edgett höfðu kynnt uppgötvun sína árið 2000 voru myndir<br />
teknar með reglulegu millibili af þúsundum smágilja á Mars.<br />
Niðurstöður 6 ára athugana voru birtar árið 2006 og höfðu<br />
menn þá komið auga á greinilegar breytingar á tveimur<br />
stöðum (sjá annað dæmið á 9. mynd). Á myndinni frá 2005<br />
sést ljósleit spýja sem ekki er sjáanleg á fyrri myndinni frá<br />
1999 og telja höfundar líklegast að þarna hafi runnið fram<br />
vatnsósa eðja, sem vitanlega frýs strax og flóðið stöðvast.<br />
Ljósa litinn telja þeir stafa annað hvort af hrími, sem viðhaldið<br />
er af uppgufun íss innan eðjubingsins, eða af útfellingum.<br />
Aðrir benda þó á þann möguleika að ljósi liturinn geti stafað<br />
af þurru skriðuhlaupi úr hlíðinni.<br />
Árið 2008 kannaði Benjamin Black allmargar loftmyndir<br />
8. mynd. T.v.: Veðraðar<br />
skriður með “tungum”<br />
á Mars (41°S, 163°W).<br />
MGS mynd M15-01616.<br />
T.h.: Svipuð fyrirbæri í<br />
Mjóafelli við Kaldadalsleið.<br />
66
Landmælinga Íslands af Esju og fleiri fjöllum, teknar á mismunandi<br />
tímum frá 1945. Á 10. mynd eru sýndar myndir<br />
af vesturhlíðum Esju, sem blasa við ferðalöngum á leið um<br />
Vesturlandsveg. Loftmyndirnar eru teknar 1968, 1977 og<br />
2000 og má greina talsverðar breytingar á þessum árum;<br />
sérstaklega eru áberandi nýjar myndanir sem sjást árið 2000<br />
en ekki á hinum eldri myndum. Þetta mun raunar fáum koma<br />
á óvart, sem þekkja aðstæður hérlendis, því skriðuföll eru<br />
algeng á Íslandi í stórrigningum og vorleysingum.<br />
Niðurstöður þessara athugana eru þær helstar, að umtalsverð<br />
líkindi eru með veðrun í skriðum og útliti giljadraga á<br />
Mars og Íslandi, þrátt fyrir mjög ólíkt loftslag. Ef það er í raun<br />
vatn, sem myndar giljadrögin á Mars, þarf ekki að vekja furðu<br />
þótt ásýndin sé svipuð og hérlendis, því í báðum tilvikum er<br />
þá um að ræða vatnsósa eðju sem streymir niður ámóta háar<br />
og brattar skriður í tiltölulega skammvinnum flóðum. Skiptir<br />
þá ekki öllu máli að vatnið virðist ættað úr berginu á Mars,<br />
en renna af yfirborði á Íslandi. Athugun á loftmyndum af Esju<br />
sýnir nýlegar breytingar og styður þann möguleika að yngstu<br />
giljadrögin á Mars geti verið aðeins nokkurra ára eða áratuga<br />
gömul.<br />
9. mynd. Samanburður mynda af Centauri Montes á Mars (38.7°S, 263.3°V), sem teknar<br />
eru með nokkurra ára millibili.<br />
10. mynd. Efst:<br />
Vesturhlíðar Esju. Í<br />
miðið: Loftmyndir<br />
frá mismunandi<br />
tímum af svæðinu<br />
innan stærri<br />
rammans á efstu<br />
mynd. Neðst:<br />
Loftmyndir frá<br />
mismunandi tímum<br />
af svæðinu innan<br />
minni rammans<br />
á efstu mynd.<br />
Lengst t.h. í miðröð<br />
og neðstu röð:<br />
Ljósmyndir af sömu<br />
stöðum teknar á<br />
jörðu niðri veturinn<br />
2008.<br />
1968 1977 2000 2008<br />
67
HUBBLESSJÓNAUKINN Á SVEIMI UM JÖRÐINA<br />
Í desember 1999 fóru geimfarar í þjónustuferð til Hubblessjónaukans. Í þessari ferð var nýjum snúðum (litlar eldflaugar sem<br />
stjórna stefnu og legu sjónaukans) komið fyrir í sjónaukanum, en auk þess var skipt um tölvu og nokkra aðra hluti. Á þessari<br />
glæsilegu mynd sést sjónaukinn eftir að þjónustuferðinni var lokið.<br />
68
,,Hubblessjónaukinn hefur bylt nánast öllum<br />
sviðum stjarnvísinda.“<br />
Hubble geimsjónaukinn er langþekktasti sjónauki sögunnar. Og skal engan undra. Hubblessjónaukinn<br />
hefur gerbreytt mörgum sviðum stjarnvísinda. Raunar er spegill Hubblessjónaukans<br />
heldur lítill á nútímamælikvarða. Hann er aðeins um 2,4 metrar í þvermál. En staðsetning hans er<br />
einfaldlega einstök.<br />
Handan við þokukenndan lofthjúpinn hefur hann óvenju skarpa sýn á heiminn. En auk þess getur<br />
Hubble sjónaukinn séð útfjólublátt og innrautt ljós. Sjónaukar niðri á jörðu geta ekki séð þessa geislun<br />
þar sem andrúmsloftið skyggir á hana. Myndavélar og litrófsmælar, sumir á stærð við símaklefa<br />
rannsaka í þaula og skrásetja ljós frá fjarlægum lendum alheimsins.<br />
Líkt og sjónaukar á jörðu niðri er Hubblessjónaukinn uppfærður af og til. Geimfarar þjónusta hann<br />
með geimgöngum. Laskaðir hlutar eru endurnýjaðir. Og eldri tæki eru leyst af hólmi með nýrri og<br />
nútímalegri tækni. Hubblessjónaukinn er orðinn að aflstöð stjörnuathugana. Og hann hefur gjörbreytt<br />
skilningi okkar á alheiminum.<br />
Með haukfránni sjón, hefur Hubblessjónaukinn fylgst með árstíðaskiptum á Mars, árekstri<br />
halastjörnu við Júpíter, hringum Satúrnusar á rönd og jafnvel yfirborð hins agnarsmáa Plútó. Hann<br />
hefur afhjúpað æviferil stjarna, frá fæðingu þeirra og bernsku í fóstri rykmettaðra gasskýja, allt<br />
til endaloka þeirra, sem fíngerðra þoka, sem þenjast hægt út í geiminn frá deyjandi stjörnum eða<br />
sem ógurlegra sprengistjarna sem skína jafnvel skærar en vetrarbrautir. Djúpt í Sverðþoku Óríons,<br />
sá Hubblessjónaukinn meira að segja fæðingarstað nýrra sólkerfa: rykskífur umhverfis nýkviknaðar<br />
sólstjörnur sem gætu brátt safnast saman í reikistjörnur. Geimsjónaukinn hefur rannsakað þúsundir<br />
sólstjarna í gríðarstórum kúluþyrpingum elstu stjörnueiningum alheimsins.<br />
Og að sjálfsögðu vetrarbrautir. Aldrei áður hafa stjörnufræðingar séð svo mörg smáatriði.<br />
Mikilfenglegir þyrilarmar, rykský, ofsafengnir árekstrar. Með löngum lýsingartíma á auðum svæðum<br />
himinhvelfingarinnar, komu í ljós þúsundir daufra vetrarbrauta milljarða ljósára í burtu. Ljóseindir<br />
sem lögðu af stað þegar heimurinn var enn mjög ungur.<br />
Hubblessjónaukinn er gluggi inn í fjarlæga fortíð, sem varpar nýju ljósi á alheim í sífelldri þróun.<br />
Geimsjónaukar<br />
Ekki er hægt að hugsa sér betri stað fyrir stjörnuathuganir en himingeiminn sjálfan. Hátt yfir lofthjúpi<br />
jarðar er engin ókyrrð sem truflað getur athuganirnar svo ljósmyndir geimsjónauka af fjarlægum<br />
stjörnum og vetrarbrautum eru hnífskarpar. Þar fyrir utan geta geimsjónaukar starfað allan sólarhringinn<br />
og eru ekki bundnir af staðsetningu sinni. Athuganir í geimnum gera okkur kleift að rannsaka allar<br />
tegundir rafsegulgeislunar, sem lofthjúpur jarðar drægi annars í sig. Það skyldi því engan undra að<br />
geimsjónaukar á borð Hubble, Spitzer, Chandra og WMAP hafa bylt sýn okkar á alheiminn.<br />
69
,,Hundruð spegla mynda saman einn risaspegil,<br />
sjónauka á stærð við ólympíusundlaug.“<br />
Við erum komin vel á veg síðan Hans Lipperhey smíðaði fyrsta sjónaukann í Hollandi<br />
fyrir fjórum öldum síðan.<br />
Í Arizona hefur fyrsti spegillinn verið smíðaður fyrir Stóra Magellan sjónaukann. Þetta<br />
gríðarstóra tæki verður reist í Las Campanas stjörnustöðinni í Chile. Hinum sjö speglum<br />
sjónaukans sem hver um sig er vel yfir átta metra í þvermál verður raðað upp eins og<br />
krónublöðum á blómi. Og saman munu þeir safna meira en fjórfalt meira ljósmagni en<br />
nokkur núverandi sjónauki hefur möguleika á.<br />
Þrjátíu metra Kaliforníusjónaukinn, sem ráðgert er að smíða 2015 er líkari tröllvaxinni<br />
útgáfu af Kecksjónaukanum. Hundruð stakra parta mynda gríðarstóran spegil jafnháan<br />
og sex hæða íbúðahús.<br />
Í Evrópu eru teikningar tilbúnar fyrir hinn evrópska Extremely Large Telescope. 42<br />
metra breiður verður spegill hans jafnstór og ólympíusundlaug -tvisvar sinnum stærri<br />
en yfirborð Þrjátíu metra sjónaukans.<br />
Þessi ferlíki framtíðarinnar, gerð til rannsókna á innrauða sviðinu, verða öll útbúin<br />
næmum tækjum og með aðlögunarsjóntækni. Þau munu afhjúpa allra fyrstu kynslóð<br />
vetrarbrauta og stjarna í sögu alheimsins.<br />
70<br />
ÞRJÁTÍU METRA SJÓNAUIKINN<br />
Ráðgert er að hefja smíði á þrjátíu metra sjónauka innan fáeinna ára. Stærstu stjörnusjónaukar heims í dag eru dvergvaxnir við<br />
hlið hans. Enn á eftir að finna þessu ferlíki stað en til greina kemur að reisa hann annað hvort á Mauna Kea á Hawaii eða á Cerro<br />
Armazones í Atacamaeyðimörkinni í Chile.
Stjörnuskoðun<br />
Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Reikistjörnur á himni árið 2009<br />
Sjáðu allar reikistjörnur sólkerfisins á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar<br />
Allar reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar<br />
á stjörnuhimninum yfir Íslandi á ári stjörnufræðinnar.<br />
Venus skartar sínu fegursta, Mars<br />
og Júpíter birtast okkur á ný á meðan Satúrnus<br />
er ekki alveg eins og hann á að sér að vera.<br />
Merkúríus<br />
Þótt Merkúríus sé yfirleitt nokkuð bjartur og<br />
áberandi á kvöld- eða morgunhimninum,<br />
getur verið erfitt að skoða hann vegna þess<br />
hve nálægt sólinni hann er. Merkúríus sést þar<br />
af leiðandi best þegar hann er eins langt frá<br />
sólinni á himninum og unnt er.<br />
Árið 2009 gefast stjörnuáhugafólki<br />
nokkur tækifæri til að virða Merkúríus fyrir<br />
sér. Í apríllok er Merkúríus kvöldstjarna,<br />
skammt sunnan Sjöstirnisins í Nautinu. Á<br />
þessum tíma nær Merkúríus mest 8° hæð á<br />
norðvesturhiminninn þegar dimmir í Reykjavík.<br />
Eigir þú í vandræðum með að staðsetja hann<br />
á kvöldhimninum, skaltu líta til tunglsins (sem<br />
þá er reyndar nýkviknað) kvöldið 26. apríl.<br />
Þetta aprílkvöld er tunglið innan við gráðu frá<br />
Dögun, 10. október 2009 kl. 07:00<br />
Sjöstirninu og Merkúríus þar skammt undan.<br />
Þegar líður á maímánuð hverfur Merkúríus í<br />
birtuna frá sumarsólinni, en boðar endurkomu<br />
sína á morgunhiminninn í septemberlok. Ekki<br />
er þó hagstætt að skoða hann fyrr en snemma<br />
í október þegar falleg uppröðun þriggja reikistjarna<br />
á sér stað í Meyjunni.<br />
Á morgunhimninum í aust-suðvestri þann<br />
10. október raða Merkúríus, Venus og Satúrnus<br />
sér upp í fallega sex gráðu langa röð. Af þessum<br />
reikistjörnum er Venus björtust (birtustig -3,9)<br />
en Merkúríus lægst á lofti í um níu gráðu hæð<br />
yfir sjóndeildarhringnum. Fimm til sex dögum<br />
síðar slæst minnkandi tungl í hópinn. Hvernig<br />
lítur þessi uppröðun út með handsjónauka?<br />
En stjörnusjónauka?<br />
Með hjálp lítilla stjörnusjónauka, að<br />
minnsta kosti 76mm (3 tommur) eða stærri,<br />
og 100 falda stækkun við góðar aðstæður má<br />
greina kvartilaskipti Merkúríusar sem alltaf er<br />
falleg sjón að sjá.<br />
Sérð þú kvartilaskiptin í þínum sjónauka?<br />
Ef þú tekur daginn snemma um miðjan í október getur þú séð fallegt samspil þriggja reikistjarna,<br />
Merkúríusar, Venusar og Satúrnusar á morgunhimninum. Fimm eða sex dögum síðar bætist minnkandi<br />
tungl í þennan fríða hóp. Mynd: Stjörnufræðivefurinn. Kort útbúið í Starry Night Pro Plus (Sjónaukar.is)<br />
Venus<br />
Þegar Venus sést á himninum er hún ætíð<br />
bjartari en björtustu stjörnurnar. Aðeins sólin<br />
og tunglið eru bjartari. Raunar er Venus svo<br />
björt að hægt er að koma auga á hana um<br />
hábjartan dag - ef þú veist hvert á að horfa.<br />
Venus kemst auk þess nokkuð langt frá sólinni<br />
og hátt á himininn ólíkt Merkúríusi.<br />
Segja má að 2009 sé ár Venusar. Í janúar<br />
og febrúar skartar Venus sínu fegursta á<br />
kvöldhimninum í suðri og suðvestri. Venus<br />
kemst lengst frá sól um miðjan janúar og hæst á<br />
loft (við myrkur) mánuði síðar eða 15. febrúar,<br />
þá í 26° hæð yfir sjóndeildarhring í Reykjavík,<br />
samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla<br />
Íslands. Fylgstu vel með samstöðu tunglsins<br />
og Venusar í lok febrúar. Þann 27. febrúar<br />
verður aðeins rúm gráða sem skilur milli<br />
vaxandi tungls og Venusar á kvöldhimninum<br />
(sjá stjornuskodun.is). Í marslok 2009 er Venus<br />
lágt á lofti í vestri við sólsetur í fiskamerkinu.<br />
Eigir þú sjónauka er um að gera að nýta<br />
tækifærið og beina honum að Venusi. Það sem<br />
þú sérð gæti komið þér nokkuð á óvart. Þótt<br />
Venus sé björt og falleg á himninum er innan<br />
við helmingur hennar upplýstur. Prófaðu<br />
að fylgjast með Venusi með reglulegu millibili<br />
uns hún hverfur í glýju sólar. Hvaða breytingar<br />
sérðu eiga sér stað?<br />
Þegar komið er fram í apríl og maí er Venus<br />
morgunstjarna, en erfitt er að skoða hana þar<br />
sem hún er mjög lágt á austurhimni og boðar<br />
komu sumarsólarinnar.<br />
Um sumarið er lítið hægt að stunda stjörnuskoðun<br />
sökum birtu. Samt er ekki loku fyrir<br />
það skotið að þú getir séð Venus á morgnana<br />
á sumarhimninum í júní og júlí. Í júnílok er<br />
Venus orðin greinileg í norðaustri, á mörkum<br />
Nautsins og Tvíburanna. Prófaðu að horfa<br />
beint upp í himinninn skömmu eftir miðnætti.<br />
Sérðu einhverjar aðrar stjörnur?<br />
Frá ágúst og fram í nóvember skín Venus<br />
stjarna skærast á morgnana en fer smám<br />
saman lækkandi. Um miðjan september er<br />
Venus áberandi björt og fögur á morgnana<br />
Á www.stjornuskodun.is getur þú lesið<br />
allt um reikistjörnur sólkerfisins.<br />
74
Mars um miðnætti 2. nóvember 2009<br />
í 16° hæð í austri. Þegar komið er fram í<br />
nóvember er Venus mjög lágt á lofti í suðaustri<br />
við sólarupprás í Meyjunni.<br />
Þótt Venus sé björt og fögur að sjá með<br />
berum augum er hún næstum algjörlega einkennalaus<br />
í gegnum stjörnusjónauka. Stjörnufræðingar<br />
áttuðu sig snemma á því að þeir sáu<br />
ekki niður á yfirborð reikistjörnunnar þar sem<br />
Venus var hulin þykkum lofthjúpi. Smáatriði í<br />
lofthjúpnum sjást aðeins með stórum sjónauka<br />
og útfjólublárri síu. Slíkar síur eru næstum<br />
eingöngu notaðar í myndatökur.<br />
Mars<br />
Með berum augum lítur Mars út sem<br />
appelsínugulleit stjarna, oft bjartari en nokkur<br />
fastastjarna í nágrenni sínu á himninum.<br />
Yfirborð Mars er hið eina meðal fyrirbæra<br />
næturhiminsins (fyrir utan tunglið) sem við<br />
getum skoðað með áhugamannasjónaukum.<br />
Á Mars er fjölmargt að sjá. Stundum sést<br />
önnur hvor pólhettan, dökkleit svæði, ský<br />
og rykstormar. Með stórum sjónaukum (átta<br />
tommur og stærri) er hægt að greina Ólympusfjall<br />
og smærri kennileiti.<br />
Allar athuganir á Mars eru erfiðar þar sem<br />
stjörnuáhugamenn fá sjaldan gott tækifæri til<br />
að berja hann augum. Ástæðan er einkum sú<br />
að fjarlægðin milli jarðar og Mars er breytileg.<br />
Rúm tvö ár líða milli þess að stjörnuáhugamenn<br />
geta virt Mars fyrir sér með góðu móti.<br />
Á 26 mánaða fresti mætast jörðin og Mars<br />
á ferðalagi sínu umhverfis sólina og er þá<br />
ákjósanlegast að skoða Mars. Mars er þá í<br />
gagnstöðu við jörðina.<br />
Mars verður áberandi á næturhimninum<br />
síðla árs 2009. Mars verður fyrst sýnilegur á<br />
himninum yfir Íslandi í ágúst þegar hann rís<br />
skömmu fyrir miðnætti og er á lofti alla nóttina,<br />
uns hann hverfur í dagsbirtuna. Þann 16. ágúst<br />
er Mars fáeinar gráður suður af minnkandi<br />
tungli og skammt norðan Krabbaþokunnar í<br />
Nautinu skömmu eftir miðnætti. Mars er ekki<br />
ýkja bjartur á þessum tíma en er auðþekktur<br />
á litnum.<br />
Í október ferðast Mars úr Tvíburunum í<br />
Krabbann. Fyrstu daga nóvember er Mars að<br />
finna við M44 eða Býflugnabúið í Krabbanum.<br />
M44 er afar falleg stjörnuþyrping sem sést<br />
best með lítilli stækkun. Stjörnuáhugamenn<br />
ættu að grípa tækifærið og virða fyrir sér Mars<br />
innan um þyrpinguna.<br />
Tími Mars rennur fyrir alvöru upp í<br />
desember. Í kringum miðnætti er Mars nokkuð<br />
hátt á lofti í vesturhluta Ljónsins þar sem hann<br />
skín stjarna skærast. Þann 27. janúar 2010 er<br />
Mars næst jörðu, þá í næstum 100 milljón km<br />
fjarlægð, en tveimur dögum síðar er Mars í<br />
gagnstöðu. Stjörnuáhugamenn ættu að nýta<br />
tækifærið í desember og janúar til þess að<br />
virða Mars fyrir sér. Hann verður þá nógu stór<br />
til þess að hægt sé að greina einhver smáatriði<br />
á yfirborðinu. Í þetta sinn hallar norðurhvelið í<br />
átt til jarðar. Sérð þú norðurpólhettuna?<br />
Júpíter<br />
Af reikistjörnunum hefur Júpíter einna mest<br />
upp á að bjóða fyrir stjörnuáhugafólk. Með<br />
handsjónauka getur þú séð Galíleótunglin<br />
en með stjörnusjónauka sérðu skýjabelti og<br />
jafnvel rauða blettinn. Í sjónauka sést einnig<br />
hve pólflöt reikistjarnan er.<br />
Best er að skoða Júpíter þegar hann er í<br />
sólnánd og gagnstöðu við jörð en þá er hann<br />
bæði eins bjartur og stór og hann getur orðið.<br />
Seinustu ár hefur Júpíter lítið sem<br />
ekkert sést frá Íslandi. Árið 2009 mætir<br />
konungur reikistjarnanna loks aftur til leiks,<br />
stjörnuáhugamönnum til ómældrar ánægju<br />
Júpíter er í Steingeitinni allt árið og kemst<br />
þ.a.l. ekki ýkja hátt á himinninn. Árið 2010<br />
færir hann sig yfir í Vatnsberann og Fiskana<br />
og liggur þá betur til athugana. Þrátt fyrir<br />
það ættu stjörnuáhugamenn tvímælalaust að<br />
beina sjónum sínum að reikistjörnunni.<br />
Í janúar 2009 glittir í Júpíter lágt á lofti við<br />
sólsetur. Hann fer smám lækkandi eftir því<br />
sem líður á mánuðinn og birtist ekki aftur fyrr<br />
en í júní. Þá er möguleiki á að sjá hann við<br />
sjóndeildarhringinn í suðaustri yfir dimmustu<br />
stundir sólarhringsins.<br />
Júpíter sýnir sínar bestu hliðar í ágúst. Þann<br />
fjórtánda þess mánaðar er hann í gagnstöðu<br />
við sól, þá stærstur og bjartastur. Þá er Júpíter<br />
í hásuðri um miðnætti, aðeins um 5° yfir<br />
sjónbaug í suðaustri samkvæmt upplýsingum<br />
úr Almanaki Háskóla Íslands.<br />
Júpíter er bjartasta stjarna kvöldhiminsins<br />
út árið. Frá septembermánuði rís hann upp á<br />
suðurhiminninn áður en myrkva tekur. Hann<br />
kemst mest í um 11° hæð yfir sjónbaug um<br />
miðjan desember.<br />
Með sjónauka getur verið gaman að<br />
fylgjast með því þegar Galíleótunglin Jó,<br />
Evrópa, Ganýmedes og Kallistó myrkvast í<br />
skugga Júpíters. Í Almanaki Háskóla Íslands<br />
er tafla sem sýnir hvenær þessir myrkvar eru<br />
sjáanlegir frá Reykjavík.<br />
Júpíter eins og hann birtist í gegnum litla áhugamannastjörnusjónauka.<br />
75
Stjörnuskoðun<br />
Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Hringar Satúrnusar hverfa<br />
Sjáðu hringa Satúrnusar á rönd á ári stjörnufræðinnar<br />
Á himninum er Satúrnus oftast álíka bjartur og<br />
áberandi og björtustu fastastjörnurnar. Frekar<br />
auðvelt er að þekkja hann á himninum þar<br />
sem hann sker sig úr hópi fastastjarna í kring<br />
enda tindrar hann ekkert og er gulleitur.<br />
Í gegnum sjónauka er Satúrnus stórfenglegur<br />
á að líta. Hringarnir blasa við auk<br />
nokkurra fylgitungla og í lofthjúpnum sjást<br />
dökk og ljós belti og svæði. Þótt lofthjúpurinn<br />
sé ekki nærri eins litríkur og lofthjúpur Júpíters<br />
eru hringarnir þeim mun stórbrotnari.<br />
Ekki er víst að öllum þyki Hringadróttinn<br />
jafn glæsilegur í ár og hin fyrri. Í byrjun árs<br />
2009 sjáum við suðurhlið hringanna en þar<br />
sem halli þeirra er aðeins 1° og fer minnkandi,<br />
birtast þeir okkur sem örmjó lína. Ástæðan<br />
er sú að á tæplega 15 ára fresti sker jörðin<br />
hringflöt Satúrnusar. Sjást þá hringarnir á rönd.<br />
Næfurþunnir hringarnir hverfa þá ásjónum<br />
okkar. Hringarnir sjást best þegar hallinn er<br />
meiri. Horfum við þá annað hvort undir eða<br />
ofan á þá. Mestur getur hallinn orðið 27° og<br />
sjást þá hringarnir best. Næst<br />
gerist það árið 2017 en þá<br />
verður Satúrnus því miður svo<br />
sunnarlega á himninum að<br />
hann sést tæpast frá Íslandi.<br />
Satúrnus dvelur stærstan<br />
hluta ársins í Ljóninu. Hann<br />
rís því ekki á himinninn fyrr<br />
en síðla kvölds. Þann 8. mars<br />
er Satúrnus í gagnstöðu við<br />
sól, hátt á lofti á suðurhimni<br />
á miðnætti en þá er best að<br />
skoða reikistjörnuna. Birta<br />
hans þann dag er um +0,5 og<br />
halli hringanna um 3°.<br />
Samkvæmt Almanaki Háskóla<br />
Íslands er Satúrnus hátt á<br />
lofti allar myrkurstundir í apríl<br />
Satúrnus er í gagnstöðu 8. mars<br />
2009. Kortið hér til hliðar sýnir<br />
staðsetningu reikistjörnunnar<br />
á himninum skömmu eftir<br />
miðnætti þann áttunda.<br />
Mynd: Stjörnufræðivefurinn.<br />
Kort útbúið í Starry Night Pro<br />
Plus sem fæst hjá Sjónaukar.is.<br />
og maí, en hverfur síðan í birtu sólar. Þann 4.<br />
september sker jörðin hringaflötinn. Satúrnus<br />
er þá svo nálægt sólinni að hann sést ekki á<br />
himninum en birtist á ný í október. Eftir það<br />
eykst halli hringanna smám saman. Í annarri<br />
viku október sést Satúrnus á morgunhimninum<br />
í suðaustri, þá kominn yfir í Meyjuna. Þar<br />
rís hann skömmu á undan sól ásamt Venusi<br />
og Merkúríusi en er daufastur þríeykisins.<br />
Í nóvember og desember rís Satúrnus síðla<br />
nætur en er kominn hátt á suðurhiminninn fyrir<br />
sólarupprás, álíka bjartur og Spíka, bjartasta<br />
stjarna Meyjunnar. Í lok árs 2009 horfum við<br />
um 5° ofan á norðurhlið hringanna.<br />
Stjörnuáhugafólk ætti að nýta tækifærin<br />
sem gefast á þessu ári og næstu til að skoða<br />
Satúrnus. Árið 2013 færist Satúrnus nefnilega<br />
yfir í Vogina og kemst því aldrei hátt á íslenska<br />
himinninn. Næstu ár þar á eftir færist hann<br />
enn sunnar og liggur ekki vel við athugun frá<br />
Íslandi fyrr en árið 2022.<br />
Breytileg ásýnd hringa Satúrnusar. Myndin spannar<br />
tímabilið 2006 til 2009 og sýnir hvernig hallinn<br />
breytist. Myndir: Damian Peach. Birt með leyfi<br />
höfundar. (www.damianpeach.com)<br />
76
Stjörnuskoðun<br />
Skoðaðu ystu reikistjörnur sólkerfisins<br />
Þú getur skoðað Úranus og Neptúnus með þínum eigin handsjónauka eða stjörnusjónauka.<br />
Kort sem sýna staðsetningar Júpíters, Úranusar og Neptúnusar þann 5. október 2009.<br />
Færsla Úranusar og Neptúnusar er það lítil að hægt er að nýta kortið svo til allt árið þegar<br />
þessir hnettir sjást á annað borð á himninum yfir Íslandi.<br />
Myndir: Stjörnufræðivefurinn. Kort útbúin í Starry Night Pro Plus sem fæst hjá Sjónaukar.is<br />
Þú getur fræðst meira um Úranus og Neptúnus<br />
og athuganir á þeim á Stjörnufræðivefnum,<br />
www.stjornuskodun.is.<br />
Í september og október eru ísrisarnir Úranus og<br />
Neptúnus þægilega staðsettir á kvöldhimninum yfir<br />
Íslandi. Gefst þá stjörnuáhugafólki kjörið tækifæri til<br />
þess að berja þessar ystu reikistjörnur sólkerfisins<br />
augum. Handsjónauki og stjörnukort er allt sem þarf.<br />
Í upphafi árs 2009 er Úranus að finna í Vatnsberanum<br />
en hann dvelur í Fiskunum frá lokum marsmánaðar og<br />
fram í október, þegar hann færist aftur í Vatnsberann.<br />
Neptúnus er aftur á móti í Steingeitinni allt árið og því<br />
sunnar á himninum.<br />
Fremur auðvelt er að greina Úranus á næturhimninum.<br />
Sýndarbirtustig hans er yfirleitt milli +5,6<br />
og +5,9 og er hann því sýnilegur með berum augum<br />
við góðar aðstæður, þar sem ljósmengun er engin og<br />
myrkur eins og best verður á kosið. Hornstærð hans<br />
er milli 3,4 og 3,7 bogasekúndur en til samanburðar<br />
er Satúrnus milli 16 og 20 bogasekúndur. Á himninum<br />
er Úranus því álíka stór og golfkúla er í 1 km fjarlægð.<br />
Úranus er því frekar lítill á himninum. Af þeim sökum<br />
þarf nokkuð mikla stækkun, yfir 100x, og því stærri<br />
sem sjónaukinn er því betra. Við þessa stækkun sést að<br />
Úranus er fölgræn skífa líkt og hinar reikistjörnurnar en<br />
fátt annað markvert.<br />
Þótt það sé erfitt – og eflaust ógerlegt – að greina<br />
smáatriði á Úranusi er hæglega hægt að sjá fjögur af 27<br />
þekktum fylgitunglum hans í gegnum hefðbunda áhugamannasjónauka.<br />
Tunglin Títanía og Óberon er hægt að<br />
sjá með átta tommu (20 cm) sjónauka en tvöfalt það<br />
ljósop þarf til að greina Úmbríel og Aríel vegna þess hve<br />
nærri reikistjörnunni þau eru.<br />
Samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands<br />
er Úranus er í gagnstöðu við sól þann 17. september. Er<br />
hann þá 23 gráður yfir sjóndeildarhringnum í hásuðri á<br />
miðnætti í Reykjavík.<br />
Neptúnus er öllu erfiðari enda er birtustig hans<br />
nálægt +8 sem þýðir að hann sést ekki með berum<br />
augum. Eina leiðin til að sjá reikistjörnuna er að notast<br />
við góða handsjónauka (8x42 eða stærri) eða góðan<br />
stjörnusjónauka. Í gegnum stóran stjörnusjónauka, 200<br />
mm eða stærri (8 tommur), er Neptúnus bláleit skífa,<br />
ekki ósvipaður Úranusi að útliti.<br />
77
Stjörnuskoðun<br />
Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Þyrpingar og vetrarbrautir að vori<br />
Myrkurstundir mars og apríl eru kjörnar til þess að skoða nokkur falleg djúpfyrirbæri<br />
78<br />
Stjörnumerkin Krabbinn, Ljónið og Bereníkuhaddur<br />
eru áberandi á íslenska vorhimninum.<br />
Í þessum merkjum er fjöldi stjörnuþyrpinga og<br />
vetrarbrauta sem auðvelt er að skoða með litlum<br />
áhugamannasjónaukum.<br />
Krabbinn og Ljónið<br />
Ljónið er meðal auðþekktustu stjörnumerkja<br />
dýrahringsins á meðan nágranni þess, Krabbinn,<br />
er meðal minnst áberandi. Í báðum merkjum eru<br />
nokkur áhugaverð djúpfyrirbæri sem þú getur<br />
auðveldlega séð með sjónaukanum þínum.<br />
Krabbinn er fremur dauft stjörnumerki<br />
á nokkuð auðu svæði milli Tvíburanna og<br />
Ljónsins. Í Krabbanum er engu að síður falleg<br />
stjörnuþyrping sem kallast Býflugnabúið, M44.<br />
Þyrpingin þekur um 1,5° breitt svæði, nokkurn<br />
veginn milli stjarnanna γ (Gamma) (birtustig 3,9)<br />
og δ (Delta) (birtustig 4,7). Best er að skoða þessa<br />
þyrpingu með handsjónauka, t.d. 10x42, eða<br />
víðum stjörnusjónauka við litla stækkun. Með<br />
stjörnusjónauka sjást um 50 stjörnur. Af þeim eru<br />
nokkrar nokkuð bjartar, af sjöunda og áttunda<br />
birtustigi, og fjórar þeirra eru áberandi rauðappelsínugular<br />
á litinn. Býflugnabúið er í um 600<br />
ljósára fjarlægð frá jörðinni.<br />
Nokkru sunnar, í krabbamerkinu, er önnur<br />
ákaflega falleg en dauf lausþyrping, M67. Til<br />
þess að finna þessa þyrpingu skaltu leita eftir α<br />
(alfa) eða Acubens. Notaðu minnstu stækkun til<br />
þess að færa sjónaukann hægt og rólega örlítið<br />
til hægri frá Acubens uns dauft gráleitt ský birtist<br />
í sjónsviðinu. Með meiri stækkun birtist M67<br />
sem lítill bolti úr stökum stjörnum. Við mörk<br />
þyrpingarinnar er stjarna af áttunda birtustigi. Í<br />
þyrpingunni sjálfri eru nokkrar stjörnur af níunda<br />
birtustigi en aðrar eru daufari. Til þess að skoða<br />
þessa þyrpingu er best að notast við sjónauka sem<br />
er stærri en 150mm (6 tommur). M67 inniheldur<br />
um 500 stjörnur og er í um 2500 ljósára fjarlægð<br />
frá okkur.<br />
Ef við færum okkur austar hittum við fyrir<br />
Ljónið. Höfuð ljónsins lítur út eins og speglað<br />
spurningamerki, jafnvel herðatré, á himninum.<br />
Tvær björtustu stjörnurnar þar eru Algieba (γ) og<br />
Regúlus (α). Í gegnum sjónauka með talsverðri<br />
stækkun sést að báðar þessar stjörnur eru<br />
tvístirni.<br />
Gamma Cancri<br />
Delta Cancri<br />
NGC 3628<br />
M66<br />
M65<br />
Stjörnuþyrpingin<br />
Býflugnabúið eða<br />
M44 í Krabbanum<br />
eins og hún birtist<br />
í gegnum 10x42<br />
handsjónauka.<br />
Vetrarbrautaþríeykið<br />
M65, M66 og NGC<br />
3628 eins og það<br />
birtist í gegnum<br />
átta tommu<br />
stjörnusjónauka og<br />
32mm Plössl augngler<br />
við 38x stækkun.
Enn austar, í hinum enda ljónsins mynda<br />
þrjár stjörnur rétthyrndan þríhyrning með<br />
stjörnuna Denebóla í broddi fylkingar. Dragðu<br />
beina línu frá Denebóla að stjörnunni θ (þeta)<br />
og beindu sjónaukanum að henni. Notaðu<br />
minnstu stækkun til að færa sjónaukann<br />
um 2° suður frá θ að 73 Leonis. Færðu svo<br />
loks sjónaukann 1° aust-suðaustur. Tvær<br />
vetrarbrautir blasa við í sjónsviðinu. Þetta<br />
eru þyrilvetrarbrautirnar M65 og M66 sem<br />
sjást greinilega með 114mm (4,5 tommu)<br />
sjónaukum eða stærri við meðalstækkun við<br />
ágæt skilyrði. Vetrarbrautirnar eru nokkuð<br />
bjartar svo þú skalt ekki hika við að auka<br />
stækkunina.<br />
Birtustig M66 er 8,9. Með sjónauka<br />
sést að hún hefur bjartan kjarna umlukinn<br />
óreglulegum hjúpi. M65 er örlítið daufari en<br />
með sjónauka sést nokkuð stór miðbunga auk<br />
daufs hjúps í kring.<br />
Ef aðstæður eru góðar og þú ert laus við<br />
ljósmengun gætir þú komið auga á þriðju<br />
vetrarbrautina í sama sjónsviði, skammt norðan<br />
við M65 og M66. Þetta er þyrilvetrarbrautin<br />
NGC 3628. Birtustig hennar er 9,5 en hún<br />
virðist miklu daufari en nágrannarnir vegna<br />
þess að hún liggur á rönd. Ef þú horfir vel og<br />
lengi gætir þú séð dökkleitu rykskífuna sem<br />
liggur þvert í gegnum vetrarbrautina. M65<br />
og M66 eru í um 20 milljón ljósára fjarlægð á<br />
meðan NGC 3628 er öllu fjarlægari eða í um<br />
35 milljón ljósára fjarlægð.<br />
Pollux<br />
Kastor<br />
M HVAÐ?<br />
Mörg glæsilegustu<br />
djúpfyrirbæri himinsins,<br />
þ.e. stjörnuþokur, stjörnuþyrpingar<br />
og vetrarbrautir<br />
hafa M númer. M<br />
númerin eru úr Messier<br />
skránni sem franski<br />
stjörnufræðingurinn<br />
Charles Messier tók<br />
saman á seinni hluta 18.<br />
aldar. Býflugnabúið M44<br />
er þannig 44 fyrirbærið í<br />
skrá Messiers.<br />
Bereníkuhaddur og Veiðihundarnir<br />
Bereníkuhaddur, hár Bereníku Egyptalandsdrottningar,<br />
er fremur lítið og dauft stjörnumerki<br />
sem sést best undir dimmum óljósmenguðum<br />
himni. Engin stjarna í merkinu er<br />
enda bjartari en fjórða birtustig. Merkið er að<br />
finna milli Ljónsins og Hjarðmannsins, sunnan<br />
Karlsvagnsins. Þegar vel er að gáð á þeim<br />
hluta Bereníkuhadds sem liggur tvo þriðju<br />
af vegalengdinni frá Alkaid í handfanginu á<br />
Karlsvagninum að Denebólu í Ljóninu, sést<br />
stjörnuþyrping með berum augum. Með<br />
handsjónauka er þessi þoka gisin en mjög<br />
falleg. Þyrpingin sem nefnist Melotte 111<br />
þekur 5° breitt svæði á himninum en hún er<br />
í aðeins 290 ljósára fjarlægð og inniheldur<br />
meira en 200 stjörnur.<br />
HORFÐU TIL HLIÐAR<br />
Mjög daufar stjörnur, stjörnuþokur og<br />
vetrarbrautir sjást oft betur ef þú horfir til<br />
hliðar í sjónsviðið. Þessi tækni, sem kallast<br />
hliðruð sjón, nýtir nema í augunum sem<br />
kallast stafir og eru ljósnæmari en keilurnar<br />
í miðju augans. Sem sagt, til að sjá dauf<br />
fyrirbæri, ekki horfa beint á þau.<br />
Með handsjónauka kemur Melotte 111<br />
að mörgu leyti fyrir sjónir eins og M44 séð<br />
með víðum sjónauka við litla stækkun. Ef þú<br />
heldur handsjónaukanum stöðugum ættir þú<br />
að sjá fallegt tvístirni, 17 Comae Berenices, á<br />
austurhluta þyrpingarinnar.<br />
Notaðu 17 Comae til þess að finna stórglæsilega<br />
vetrarbraut aðeins 1,5° gráðu<br />
austar. Vetrarbrautin, sem nefnist NGC 4565,<br />
er þyrilvetrarbraut á rönd. Stærð, lega og birta<br />
(birtustig 9,6) hennar er slík að hrein unun er<br />
að horfa á hana í gegnum stjörnusjónauka<br />
undir dimmum himni.<br />
Notaðu meðalstóran sjónauka og nokkuð<br />
mikla stækkun (100x) til þess að sjá hvernig<br />
vetrarbrautin teygir sig þvert yfir sjónsviðið.<br />
Sérðu dökka rykslæðu sem gengur þvert í<br />
gegnum vetrarbrautina? Ef grannt er skoðað<br />
sést að rykslæðan er ekki algjörlega miðjusett<br />
sem bendir til þess að NGC 4565 sé ekki<br />
fullkomlega á rönd. Nyrðri hluti miðbungunnar<br />
er lítill og daufur á meðan syðri hlutinn er<br />
töluvert greinilegri. Þetta er án efa fallegasta<br />
vetrarbraut á rönd sem þú getur skoðað á<br />
stjörnuhimninum.<br />
Milli Bereníkuhadds og Karlsvagnsins<br />
eru Veiðihundarnir, annað lítið og dauft<br />
stjörnumerki. Bjartasta stjarna merkisins, α<br />
Canum Venaticorum eða Cor Caroli (birtustig<br />
3), er glæsilegt tvístirni í 130 ljósára fjarlægð<br />
sem auðvelt er að aðskilja með lítilli stækkun.<br />
Notaðu Cor Caroli til þess að finna<br />
bjálkaþyrilvetrarbrautina M94 skammt norðvestan<br />
við. Með sjónauka við meðalstækkun<br />
(70x) birtist vetrarbrautin sem pínulítill<br />
hringlaga þokublettur. M94 er í um 15 milljón<br />
ljósára fjarlægð.<br />
79
Stjörnuskoðun<br />
Sævar <strong>Helgi</strong> <strong>Bragason</strong><br />
Óríon og Tvíburarnir<br />
Óríon og Tvíburarnir eru hátt á vetrarhimninum yfir Íslandi<br />
Stjörnumerkin Óríon og Tvíburarnir eru björt<br />
og áberandi og komast hátt á suðurhimininn<br />
síðla vetrar hér á Íslandi. Sérstaklega eru<br />
janúar- og febrúarkvöld hentug til þess að<br />
skoða þessi fallegu stjörnumerki. Í þeim er<br />
fjöldi bjartra og áberandi stjarna, sem og fjöldi<br />
áhugaverðra djúpfyrirbæra sem sjást í öllum<br />
áhugamannasjónaukum.<br />
Óríon<br />
Óríon er eitt auðþekkjanlegasta stjörnumerki<br />
himinsins. Í efra vinstra horninu skín stjarnan<br />
Betelgás, α Orionis, skæru appelsínugulu ljósi.<br />
Betelgás er risastjarna á lokaskeiði ævi sinnar.<br />
Væri hún í sólkerfinu okkar myndi hún gleypa<br />
Merkúríus, Venus, jörðina, Mars og jafnvel<br />
Júpíter. Dag einn mun hún enda ævi sína sem<br />
sprengistjarna og skilja eftir sig nifteindastjörnu<br />
á stærð við höfuðborgarsvæðið. Þegar<br />
hún springur verður hún álíka björt og hálft<br />
tungl á næturhimninum. Þá mun hún varpa<br />
skuggum og sjást berlega í dagsbirtu.<br />
Í neðra hægra horninu er stjarnan Rígel, β<br />
(beta) Orionis. Prófaðu að beina sjónaukanum<br />
þínum að henni og auka stækkunina. Þegar<br />
grannt er skoðað sést að Rígel er þétt tvístirni.<br />
Birtustig fylgistjörnunnar er 6,8 en hún týnist<br />
í glýjunni frá Rígel ef sjónaukinn er ekki rétt<br />
stilltur og fókusaður.<br />
Mitt á milli Betelgáss og Rígels er röð<br />
þriggja stjarna sem kallast belti Óríons eða<br />
Fjósakonurnar. Úr beltinu hangir röð annarra<br />
þriggja stjarna, talsvert daufari en Fjósakonurnar<br />
sem kallast Sverðið eða Fjósakarlarnir.<br />
Efsta stjarnan er áberandi daufust<br />
á meðan sú neðsta er björtust. Stjarnan í<br />
miðjunni er dauf og þokukennd. Prófaðu að<br />
beina sjónaukanum þínum þangað. Í sjónaukanum<br />
blasir við grágrænt gasský sem kallast<br />
Sverðþokan í Óríon, M42 - lýsandi dæmi um<br />
ljómþoku. Útfjólublá geislun frá heitu, ungu<br />
stjörnunum í miðjunni fær skýið til að ljóma.<br />
Skýið sést vel með handsjónauka en er<br />
gullfallegt á að horfa með sjónauka við litla<br />
stækkun. Í miðju þokunnar sést hópur fjögurra<br />
stjarna sem nefnist Trapisan. Þetta eru ungu,<br />
heitu stjörnurnar sem lýsa upp þokuna. Þegar<br />
þú horfir á Sverðþokuna sérðu því risastórt<br />
stjörnuhreiður þar sem nýjar stjörnur klekjast<br />
út í 1500 ljósára fjarlægð.<br />
Stjörnurnar í Trapisunni móta líka þokuna.<br />
Ljósið frá þeim brennir gat eða skarð í þokuna<br />
sem sést vel í sjónauka. Þetta skarð kallast<br />
Munnur fisksins. Sérð þú það? Lengra upp<br />
Sverðið, skammt frá skarðinu í M42, skaltu<br />
leita eftir annarri örlítið daufari þoku, M43.<br />
Með góðum stjörnusjónauka er Sverðþokan<br />
stórglæsileg á að líta. Grágrænar þokuslæðurnar<br />
teygja sig langt út í sjónsvið sjónaukans.<br />
Ekki mörg djúpfyrirbæri sýna jafnmikil litbrigði<br />
og Sverðþokan en til þess að greina þau þarftu<br />
meðalstóran stjörnusjónauka (8 tommur eða<br />
stærri).<br />
Ef við færum okkur 3° norðaustur rekumst<br />
við á σ (sigma) Orionis, glæsilegt fjölstirni undir<br />
belti Óríons af<br />
birtustigi 3,7.<br />
Í litlum sjónauka<br />
við 50x<br />
stækkun sést<br />
f y l g i s t j a r n a<br />
af birtustigi<br />
6,3 skammt norðaustan Sigma; önnur álíka<br />
björt nokkuð nærri Sigma á sömu hlið og<br />
enn önnur (ef grannt er skoðað) suðvestan. Í<br />
sama sjónsviði sést lítill þríhyrningur stjarna<br />
af áttunda og níunda birtustigi sem kallast<br />
Struve 761.<br />
Fyrir ofan Sigma, í belti Óríons er ζ (zeta)<br />
Orionis eða Alnitak. Þessi bjarta bláa stjarna<br />
hefur tvær fylgistjörnur: eina nokkuð greinilega<br />
til norðurs en aðra miklu óljósari í suðsuðaustri.<br />
Til þess að sjá þá síðarnefndu<br />
þarftu að minnsta kosti 150x stækkun. Sértu<br />
undir dimmum óljósmenguðum himni gætir<br />
þú greint litla ljómþoku sem teygir sig austur<br />
frá Alnitak. Þessi þokuslæða er NGC 2024 eða<br />
Logaþokan.<br />
Dragðu línu 2,5° gráður norðaustur frá<br />
Sigma í gegnum Alnitak að endurskinsþokunni<br />
M78. Þokan er fremur lítil en nokkuð greinilega<br />
undir óljósmenguðum himni.<br />
Tvíburarnir<br />
Við höldum áfram að stjörnuhoppa um<br />
himinninn. Í þetta sinn drögum við línu frá<br />
Alnitak í gegnum Betelgás að stjörnunni μ<br />
(mí) Geminorum í öðrum fæti Tvíburans. Frá<br />
μ hoppum við framhjá η (eta) að M35 sem<br />
er glæsileg stjörnuþyrping. M35 er í um 2800<br />
ljósára fjarlægð og með sýndarbirtustigið +5,3.<br />
MYND: ROBERT GENDLER<br />
80<br />
M35 og NGC 2158
VELDU RÉTTA STÆKKUN<br />
Oft er einfaldast að leita eftir daufum<br />
djúpfyrirbærum með lítilli stækkun. Stundum<br />
er einfaldara að greina dauf smáatriði með<br />
meiri stækkun því þá eykst kontrastinn svo<br />
bakgrunnurinn verður svartari og fyrirbærið<br />
ljósara. Notaðu fyrst augngler sem gefur<br />
litla stækkun og ef þú sérð fyrirbærið illa,<br />
prófaðu þá að skipta yfir í meiri stækkun.<br />
Um 120 stjörnur í þyrpingunni eru bjartari en<br />
13. birtustig. Þyrpingin sést með berum augum<br />
þar sem ljósmengunar gætir ekki. Hún er álíka<br />
stór og tungl í fyllingu og með handsjónauka<br />
má sjá björtustu stjörnur þyrpingarinnar. Í<br />
stjörnusjónauka er best að nota litla stækkun<br />
svo þyrpingin njóti sín sem best.<br />
Í stærri sjónaukum (4,5 tommur og<br />
stærri) má sjá lausþyrpinguna NGC 2158 í 15<br />
bogamínútna fjarlægð frá M35 (tunglið er 30<br />
bogamínútur). Hún er miklu minni um sig á<br />
himninum (5’’) og er með birtustigið +8,6. NGC<br />
2158 inniheldur mun fleiri stjörnur en M35, er<br />
um 10 sinnum eldri og meira en fimm sinnum<br />
lengra í burtu í 16.000 ljósára fjarlægð.<br />
Við skulum ljúka yfirferð okkar um Tvíburana<br />
með því að skoða α Geminorum eða<br />
Kastor. Kastor er með sýndarbirtustigið +1,6<br />
en í stjörnusjónauka sjást þrjár stjörnur, tvær<br />
bjartar með sýndarbirtustigið 1,9 (Kastor A) og<br />
2,9 (Kastor B) og ein til viðbótar miklu daufari<br />
af 9. birtustigi (Kastor C). Björtu stjörnurnar<br />
mynda fallegt tvístirni með hornbilið 4’’. Þær<br />
snúast um hvor aðra á 400 árum og eru nú<br />
eins nálægt hvor annarri á himninum og þær<br />
komast.<br />
MYND: ROBERT GENDLER OG STEPHANE GUISARD www.astrosurf.com<br />
81
Snertu á nýjum<br />
ævintýrum<br />
Garmin Oregon GPS<br />
TM<br />
með snertiskjá.<br />
Oregon GPS handtæki með snertiskjá gerir alla útivist<br />
einfaldari. Þetta sterkbyggða og vatnshelda leiðsögutæki<br />
er afar einfalt í notkun og færir þér björt þrívíddarkort,<br />
hæðarmæli með loftvog auk áttavita á silfurfati. Hvort sem<br />
þú ert í fjallgöngu, á hjóli, í bílnum eða bátnum, það eina<br />
sem þarf að gera er að snerta skjáinn og halda af stað.<br />
Útivistin verður bara skemmtilegri. Þú getur deilt leiðum og<br />
upplýsingum með vinum þínum eða sett aukakort fyrir það<br />
svæði sem þú ætlar að fara, hvort sem þú fylgir vegi, vatni eða<br />
ert í óbyggðum. Garmin Oregon kemur þér í snertingu við<br />
ævintýrin.<br />
<br />
Fylgdu þeim fremsta!<br />
www.garmin.is | Garmin Iceland | Ögurhvarf 2, 203 Kópavogur | Sími: 577 6000<br />
Ferrari ZenithStar Racing<br />
Hágæða linsusjónauki í<br />
fugla- og stjörnuskoðun<br />
úr smiðju William Optics<br />
Sjónaukar.is<br />
sjonaukar@sjonaukar.is<br />
82
Myndasafn<br />
Stjörnuljósmyndir frá félagsmönnum<br />
< SLÖRÞOKAN Í SVANINUM<br />
Gunnlaugur Pétur Nielsen<br />
Gasslæðurnar sem mynda<br />
Slörþokuna eru leifar stjörnu<br />
sem eitt sinn skein skært en<br />
endaði ævi sína í gríðarlegri<br />
sprengingu. Slörþokan<br />
tilheyrir svansmerkinu og er<br />
í um 1400 ljósára fjarlægð<br />
frá sólinni. Þokan er mjög<br />
víðfeðm á himninum en<br />
hún nær yfir svæði sem<br />
er fimmfalt stærra en fullt<br />
tungl.<br />
Tæknilegar upplýsingar:<br />
Takahashi FSQ106<br />
linsusjónauki, AstroPhysics<br />
900 GT sjónaukastæði, SBIG<br />
STL11000 CCD myndavél.<br />
Lýst í 308 mínútur með<br />
mismunandi síum.<br />
ROSETTA ÞOKAN OG NGC 2244 ><br />
Jón Þór Sigurðsson<br />
Glæsileg ljósmynd af Rosetta þokunni sem er<br />
í um 5000 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu<br />
Einhyrningurinn. Í miðju þokunnar er þyrping<br />
ungra og heitra stjarna sem ber skráarheitið NGC<br />
2244. Þessar stjörnur mynduðust fyrir um fjórum<br />
milljónum ára úr efninu í þessu fallega gasskýi.<br />
Stjörnuvindurinn frá þeim hefur síðan hreinsað<br />
svæðið í miðjunni. Útfjólublátt ljós frá þessum<br />
stjörnum veldur því að þokan í kring glóir. Þokan er<br />
um 100 ljósár í þvermál og afar vinsælt myndefni<br />
meðal stjörnuljósmyndara.<br />
Tæknilegar upplýsingar:<br />
Orion 80ED linsusjónauki og William Optics 0,8<br />
FR/FL, Celestron CG-5 sjónaukastæði, Canon EOS<br />
350D myndavél, Orion SkyGlow ljósmengunarsía,<br />
21x6mínútna myndir..<br />
84
^ TUNGLIÐ SKOÐAÐ<br />
Grétar Örn Ómarsson<br />
Ungur stjörnuáhugamaður virðir fyrir sér tunglið í gegnum 12 tommu spegilsjónauka. Á myndinni sjást einnig Nautið og Sjöstirnið.<br />
Tæknilegar upplýsingar:<br />
Canon EOS 10D, 24mm, f/3,5, 30 sek.<br />
SVERÐÞOKAN Í ÓRÍON ><br />
Snævarr Guðmundsson<br />
Þessi stórglæsilega<br />
ljósmynd sýnir skýjaslæður<br />
Sverðþokunnar í Óríon.<br />
Sverðþokan er í um<br />
1500 ljósára fjarlægð frá<br />
jörðinni og er risavaxin<br />
stjörnuverksmiðja. Í miðju<br />
þokunnar eru heitar, ungar<br />
stjörnur sem lýsa upp skýið<br />
og móta það. Sveðrþokan er<br />
afar falleg á að líta í gegnum<br />
litla stjörnusjónauka.<br />
Tæknilegar upplýsingar:<br />
William Optics FLT 110<br />
linsusjónauki, SBIG STL11000<br />
CCD myndavél, AstroDon<br />
síur.<br />
85