Málstefna

mennta.hi.is

Málstefna

Málstefna

Þórður Helgason


Spurningar

• Eins konar uppreisn á 8. áratugnum

– Hvað er rétt mál og hvað rangt? Hver ræður

því?

– Hvað er gott mál og hvað vont? Hver ræður

því?

– Eru málfræðireglur lögmál, sem ekki má hrófla

við? Hver ákveður þær?

– Byggist málið á málfræðireglum eða öfugt?


1986: Álitsgerð um málvöndun

og framburðarkennslu í grunnsk.

1. Stefnt skal að varðveislu og eflingu

íslenskrar tungu, sögulegt samhengi

haldist órofið.

2. Vera á verði gegn þeim breytingum sem

gætu raskað málkerfinu.

3. Standa vörð um sjálft hljóðkerfið, taka

ekki upp erlend tökuorð sem hafa

óíslenskuleg hljóð og hljóðasambönd

4. Standa vörð um íslenska beygingarkerfið.


Rétt mál

• Árið 1987 var þessi kenning sett fram af

nefnd um íslenskt mál og málstefnu: “Rétt

er það sem er í samræmi við málvenju,

rangt er það sem samræmist ekki neinni

málvenju.”

• Og þá vaknar spurning: Má þá ekkert

gerast í þessu tungumáli sem ekki byggir á

venju?


Saga

• Kennari (ég) sagði við nemanda sinn: “Þú

átt að segja: Ég hlakka til jólanna, en ekki

mig eða mér hlakkar til jólanna.”

• Nemandi svaraði: “Komon, Þórður.”

• Þessi umræða var sem sé um málstefnu.

• Komon-istar eru margir; þeim ofbýður

dellan í okkur.


Hugtök

• Orðið málstefna er tiltölulega nýtt (1945

notað fyrst). Önnur hugtök:

– hreintungustefna

– málvernd

– málrækt

– Málhreinsun

– Málstjórn, málpólitík

Könnum þessi orð. Hvað merkja þau í raun?


Hjartað í b.......

• Þannig hafa menn lýst áhyggjum sínum

vegna þróunarinnar:

• íslenska >

• íslenska (+ enska) >

• íslenska + enska >

• enska (+ íslenska) >

• enska


Hver er þá málstefna Íslendinga?

• Svörin hafa orðið mörg og ólík. Þetta hefur

Íslensk málnefnd að segja:

– “Í.m. hefur það meginhlutverk að vinna að eflingu

íslenskrar tungu og varðveislu hennar í ræði og riti. [...]

Aðalhlutverk nefndarinnar er sem sé að vinna að því

tvennu, sem löngum hefur verið keppikefli Íslendinga,

að auðga svo tungu sína að hún megi duga til að tjá

hverja þá hugsun, sem menn vilja koma orðum að, en

haldi jafnframt áfram að vera það tungumál sem

landmenn hafa notað frá upphafi Íslands byggðar.”


Málstefna í 8. bekk (1985)

• Höf. kennslubókar ritar: “Við höfum lengi fylgt

þeirri stefnu að halda íslenskri tungu í svipuðu

formi og verið hefur frá fornu fari. Þess vegna

reynum við að halda beygingum í því formi sem

þær hafa verið og þess vegna viljum við bægja

burt erlendum orðum.”

• Rökstuðningur: “[...] má [...] ætla að þessi

málstefna eigi nokkuð almennu fylgi að fagna

[...]”


Hvernig á að koma þessari

málstefnu til skila til nemenda?

1. Með því að sinna bókmenntaarfinum

2. Með málfræðikennslu

3. Með kynningu á hreintungustefnu

4. Með því að gera móðurmálið miðlægt í öllum

kennslugreinum

5. Með fjölbreyttri útgáfu hjálpargagna

6. Með því að leiðrétta nemendur


Gömul rödd

Halldór Halldórsson (1964): “Ég geri mér

ljóst að hér í Reykjavík er í uppsiglingu

skrílmál, en það nær til lægstu laga

þjóðfélagsins í menningarlegum efnum.

Mér þykir vafasamt að þessu böli verði með

öllu afstýrt. En hitt skiptir máli að þeir, sem

meira mega sín andlega, láti ekki óvitana

móta málfar sitt og þar með hugsun.”


Valdastéttir og tungan

• Í gamla daga, þegar valdsmenn litu niður á

alþýðuna, var alsiða að hafa öll opinber

skjöl á sem flóknasta máli, uppskrúfað og

tyrfið, svo að enginn skildi neitt í neinu. Þá

var tungan valdatæki til að marka

yfyrstéttinni bás sem alþýðan gat aldrei

nálgast. Og það merkilega er að slíkt er enn

ástundað!


Rómantík

• Rómantíska stefna 19. aldar og

sjálfstæðisbaráttan virðist hafa ráðið að

mestu málpólitík síðustu aldar.

• Nú virðist vera endurmat; menn velta því

fyrir sér hver skuli vera málpólitík okkar nú.

• Og það er staðreynd að slíkt endurmat

verður að vera viðvarandi á öllum tímum.


Nýjar raddir

• Gísli Pálsson kastaði beinlínis bombu 1979

• Hann talar um “málveirufræðinga”

– Þeir lýsa ýmsu í íslensku máli sem plágum og

sjúkdómum, reyndar einnig sóðaskap

– Þeir reyna að endurvekja liðinn tíma án þess að velta

fyrir sér félagslegum orsökum – og réttlæta vald og

forréttindi þeirra sem betur eru settir í þjóðfélaginu

– Þetta leiðir til málótta eða ofvöndunar margra sem

rembast við að tala og skrifa eins og fyrirmyndirnar


Áður:

• Jóhann Hannesson: “Mikið vildi ég að sá dagur

rynni upp að við svokallaðir íslenskukennarar

losnuðum við þá réttmálsmöru sem krypplað hefur

viðleitni okkar margra til að kenna ungu fólki að

tala og skrifa.” Jóhann heldur áfram:

• “Sá tími, sem fer í að kenna íslenskum börnum

úrelta og fánýta, að ég segi ekki skaðlega

málfræði, væri betur nýttur til að kenna þeim

móðurmálið.”


Nýjar raddir II

• Eiríkur Rögnvaldsson (1985): “Stefnan hefur, að

svo miklu leyti sem hún hefur verið til, verið

skipulalslaus íhaldssemi. Vissulega hefur verið ýtt

undir nýyrðasmíð [...]. En þar hefur hefur komið

til, að mínu máti, alltof mikil tregða til að taka upp

erlenda stofna eða hreinlega búa til nýja. Þess

vegna hefur nýyrðasmíðin í alltof miklum mæli

falist í því að búa til nýjar samsetningar [...] sífellt

lengri og lengri.”


Eiríkur áfram/áfram Eiríkur

• Íhaldssöm málstefna úr sér gengin vegna:

– Börn læra mál sitt af börnum

– Reynsluheimur allur annar nú

– Mál er ekki eins þýðingarmikill miðill sem fyrr

– Erlend áhrif fara vaxandi

Í staðinn:

1. greina aukaatriði frá aðalatriðum

2. fræðsla í stað fordóma


Jóh Hilmar Jónsson

• Menn virðast hafa komist að e.k.

samkomulagi:

• 1. að viðhalda formlegum og

merkingarlegum einkennum tungunnar

• 2. að halda aftur af erlendum máláhrifum

Hætta á ferðum: Mest ber á fyrirmælum og

fordæmingu – ekki fræðslu og útskýringum


Gæný rödd (2001)

• Prófessor í hjúkrunarfræðum í H.Í.: Á miðöldum

var alþjóðlega vísindamálið latína. Á 19. öld kom

afturkippur í alþjóðlega þróun vísinda um leið og

sú krafa var gerð að vísindamenn skrifuðu á

móðurmáli sínu. Um leið einangruðust margir í

fræðum sínum, höfðu lítil áhrif og fóru á mis við

þann samanburð og hágæða rýni sem er

metnaðarfullri fræðimannsku nauðsynleg. [...] Ég

tel að þegar vísindamenn skrifi strangfræðileg

verk muni menn að mestu leyti snúa sér að ensku í

félags- og hugvísindum í framtíðinni.”


Enn nýrri Gísli Sigurðsson 2006

• Í málpólitík verðum við ... að hampa góðu

máli og fögru, þar sem fólk notfærir sér

blæbrigði orðanna og fær útrás fyrir

sköpunargleði í daglegu málfari sínu – án

þess að hafa það viðmið sifellt á lofti að e-ð

sé ekki rétt vegna þess að það hefur aldrei

heyrst áður. Tungumál, sem er opið fyrir

sköpun og nýjungum, er líklegt til langlífis.


Er þá til málstefna? Er hennar

þörf?

• Höskuldur Þráinsson spyr og svarar:

• 1. Nei, hún er ekki til þótt svo sé látið í veðri vaka,

e.k. óskráð lög. Hjá þeim, sem mest virðast móta

þá málstefnu, ber mest á málvernd sem tekur

auðvitað hið eldra fram fyrir hið yngra

• 2. Já, líkega er þörf á að skýra rétt/rangt,

gott/vont. Framburðarmál verða að koma við

sögu. Skýr framsetning ritaðs máls einnig. Benda

þarf á að ýmis erl. orð falla illa að íslensku

beygingarkerfi, eða ekki. Málstefna verður að

leggja áherslu á að beygingar- og hljóðkerfi

haldist o.fl.


Vangaveltur

• 1. Ljóst er að hver kennari verður að gera

sér grein fyrir hver hans eigin málstefna er.

• 2. Einnig hver sé málstefna skólakerfisins

(samræmdu prófanna).

• 3. Kennari verður einnig að gera sér

hugmyndir um hver sé málstefna nemanda

sinna – og hika ekki við að ræða hana.


Staðreynd

• Þjálfun og leikni í tungmáli er lykill að

velgengni og frama í lífinu. Á máli okkar

þekkjumst við. Alls staðar í veröldinni

kappkostar fólk að ná góðu valdi á

móðurmáli sínu. Menn hafa gert sér ljóst að

málið er stjórntæki – með því brjótast menn

til valda eða eru útskúfaðir.


Að lokum

• Snorri Hjartarson orti sonnettuna Land, þjóð og

tunga (1952). Hún hefst svo:

• Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,

• þér var ég gefinn barn á móðurkné;

• ég lék hjá þér við læk og blóm og stein,

• þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.

• Líklega er að lokum alveg meinhollt að spyrja sig

að lokum: Hver er afstaða þessarar þjóðar til

hinnar heilögu þrenningar sem Snorri fjallar um?

More magazines by this user
Similar magazines