1 SPSS – að reikna lýsandi tölfræði Hér á eftir verður farið í nokkur ...

mennta.hi.is

1 SPSS – að reikna lýsandi tölfræði Hér á eftir verður farið í nokkur ...

SPSS – að reikna lýsandi tölfræði

Hér á eftir verður farið í nokkur einföld atriði sem hægt er að gera í SPSS. Nota

verður skrána spurningakonnun.sav sem þú getur vistað á tölvuna þína með því að

smella hér.

Þessi skrá inniheldur upplýsingar um 130 einstaklinga. Þetta eru einkunnir ungmenna

á samræmdum prófum og svör forráðamanna þeirra við spurningakönnun. Athugið að

þetta eru ekki raunveruleg gögn.

Breyturnar sem eru í skránni eru númer, einkunnir í fjórum samræmdum greinum og

svör foreldra við 22 spurningum.

Þetta eru breyturnar:

• nr (1) Númer þátttakanda

• stærðfræði (2) Einkunn í stærðfræði

• enska (3) Einkunn í ensku

• íslenska (4) Einkunn í íslensku

• danska (5) Einkunn í ensku

• sp1 (6) Kyn unglingsins

1 stúlka

2 piltur

• sp3 (7) Tími í heimanám

1 lærði aldrei heima

2 0-1 klst

3 2-3 klst

4 4-6 klst

5 7-10 klst

6 11-15 klst

7 meira en 15 klst

• sp4 (8) Unnið með námi

1 nei

2 já

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

1


• sp5 (9) Ánægð/ur með kennara

1 mjög sammála

2 frekar sammála

3 hlutlaus

4 frekar ósammála

5 mjög ósammála

• sp7 (10) Mikilvægt að unglingnum gangi vel í skóla

1 mjög sammála

2 frekar sammála

3 hlutlaus

4 frekar ósammála

5 mjög ósammála

• sp8 (11) Oft verið skipt um kennara

1 mjög sammála

2 frekar sammála

3 hlutlaus

4 frekar ósammála

5 mjög ósammála

• sp9 (12) Ég get haft áhrif á hvernig unglingnum mínum gengur í

skóla

1 mjög sammála

2 frekar sammála

3 hlutlaus

4 frekar ósammála

5 mjög ósammála

• sp10 (13) Mikilvægt að halda áfram námi eftir grunnskóla

1 mjög sammála

2 frekar sammála

3 hlutlaus

4 frekar ósammála

5 mjög ósammála

• sp11 (14) Hæfileiki barnsins til náms

1 mjög mikilvægur

2 frekar mikilvægur

3 skiptir litlu

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

2


4 hefur ekki áhrif

• sp12 (15) Áhugi vina barnsina á námi

1 mjög mikilvægur

2 frekar mikilvægur

3 skiptir litlu

4 hefur ekki áhrif

• sp13 (16) Áhugi foreldra á námi barna sinna

1 mjög mikilvægur

2 frekar mikilvægur

3 skiptir litlu

4 hefur ekki áhrif

• sp14 (17) Hversu vel skólanum er stjórnað

1 mjög mikilvægt

2 frekar mikilvægt

3 skiptir litlu

4 hefur ekki áhrif

• sp15 (18) Hversu góð er kennslan

1 mjög mikilvægt

2 frekar mikilvægt

3 skiptir litlu

4 hefur ekki áhrif

• sp16 (19) Stjórnun skólans

1 í heild mjög góð

2 í góðu lagi

3 hef ekki skoðun

4 í mörgu áfátt

5 stórlega ábótavant

• sp17 (20) Álit fólks í sveitarfélaginu á skólanum

1 skólinn er í góðu áliti

2 skólinn er í nokkuð góðu áliti

3 hef ekki skoðun á þessu

4 skólinn er í fremur slæmu áliti

5 skólinn er í mjög slæmu áliti

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

3


• sp18 (21) Kennslan í skólanum

1 í heild mjög góð

2 yfirleitt í góðu lagi

3 í meðallagi

4 í mörgu ábótavant

5 stórlega ábótavant

• sp19 (22) Flytja vegna óánægju með skólann

1 aldrei

2 einu sinni

3 nokkrum sinnum

4 talsvert oft

• sp20 (23) Skólinn miðað við aðra skóla

1 meðal þeirra bestu

2 fyrir ofan meðallag

3 í meðallagi

4 fyrir neðan meðallag

5 meðal þeirra verstu

• sp21 (24) Lýkur háskólanámi

1 mjög líklegt

2 frekar líklegt

3 frekar ólíklegt

4 mjög ólíklegt

• sp22 (25) Lýkur stúdentsprófi

1 mjög líklegt

2 frekar líklegt

3 frekar ólíklegt

4 mjög ólíklegt

Hvernig væri hægt að vinna úr þessum gögnum á einfaldan hátt Þú getur fundið

tíðni fyrir ákveðnar breytur. Ferð í Analyze, síðan Descriptive Statistics og loks

Frequency.

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

4


Þá opnast þessi gluggi. Nú er að færa breytur úr dálkinum vinsta megin yfir í dálkinn

hægra megin. Það er gert með því að dekkja þær og smella síðan á örina í miðju

valmyndarinnar.

Færðu tvær breytur yfir Kyn og Tími í heimanám.

Smelltu síðan á OK og þá opnast Output skjal.

Kyn

Cumulative

Frequency Percent Valid Percent Percent

Valid stúlka 69 53,1 53,5 53,5

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

5


piltur

60 46,2 46,5 100,0

129 99,2 100,0

Total

Missing System 1 ,8

Total 130 100,0

Fyrst kemur tíðnitafla fyrir kyn þátttakenda. Þarna sést í tíðnidálkinum að foreldrar

69 stúlkna og 60 pilta hafa svarað. Í einu tilfelli vantar svar og er það skráð sem

Missing. Í hlutfallsdálkinum (Percent) sést að stúlknaforeldrar eru 53,1% svarenda en

piltaforeldrar 46,2% svarenda og 0,8% svarenda gefa ekki upp kyn barnsins. Í

dálkinum sem sýnir hlutfall af þeim sem svara (Valid percent) eru tölurnar örlítið

frábrugðnar því að nú er þessi eini sem ekki getur um kyn barnsins ekki með.

Safntíðni (Cumulative percent) skulum við kíkja á fyrir næstu breytu sem er spurning

um heimanám.

Einfaldast er að útskýra hvað safntíðni þýðir með því að vísa í dæmi hér fyrir neðan.

Við sjáum að 0,8% unglinganna læra aldrei heima og 5,4% læra 0-1 klst. Fyrir

safntíðnina er í efstu línunni 0,8% en það eru þeir sem læra aldrei heima, í næstu línu

þar fyrir neðan er 6,3% en það eru þeir sem læra 0-1 klst eða minna (það er þá 0,8 +

5,5 = 6,3). Í þriðju línu í safntíðni er 32,3% en það eru þeir sem læra 2-3 klst eða

minna (0,8 + 5,5 + 26,0 = 32,3). Athugið að í safntíðni er miðað við þá sem svara

(Valid percent).

Tími í heimanám

Cumulative

Frequency Percent Valid Percent

Percent

Valid

lærði

heima

aldrei

1 ,8 ,8 ,8

0-1 klst

7 5,4 5,5 6,3

2-3 klst

33 25,4 26,0 32,3

4-6 klst

35 26,9 27,6 59,8

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

6


7-10 klst

39 30,0 30,7 90,6

11-15 klst

12 9,2 9,4 100,0

127 97,7 100,0

Total

Missing System 3 2,3

Total 130 100,0

En það er hægt að gera fleira en að finna tíðni.

Nú væri rétt að finna meðaleinkunnir í íslensku, dönsku, ensku og stærðfræði. Þú ferð

í Analyze, síðan Descriptive Statistics og loks Descriptives.

Dekktu breyturnar vinsta megin og færðu þær yfir til hægri með því að smella á örina

í miðju valmyndarinnar.

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

7


Næsta skref er að smella á Options sem er neðst til hægri í valmyndinni en þá opnast

nýr gluggi þar sem þú getur beðið um ólíka tölfræðistuðla.

Í myndinni er hakað við Mean (meðaltal), Std. deviation (staðalfrávik), lægsta gildi

(Minimum) og hæsta gildi (Maximum). Smelltu líka við Range (spönn). Þá er að

smella á Continue og síðan á OK í efri myndinni.

Descriptive Statistics

N Range Minimum Maximum Mean Std. Deviation

Einkunn í stærðfræði 128 8 1 9 5,37 1,861

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

8


Einkunn í ensku 129 8 1 9 5,26 1,751

Einkunn í íslensku 130 8 1 9 5,38 1,749

Einkunn í dönsku 129 8 1 9 5,71 1,756

Valid N (listwise) 127

Þetta er útkoman. Í fyrsta dálkinum sem merktur er með N er fjöldi. Þar sést að 128

tóku próf í stærðfræði, 129 í ensku, 130 í íslensku og 129 í dönsku. Valid N

(Listwise) gefur fjölda þeirra sem tóku öll prófin eru það 127 unglingar.

Í næsta dálki er Range eða spönnin hún er í öllum tilfellum 8. Hér er unnið með

normaldreifðar einkunnir á kvarðanum 1 til 9. Lægsta gildi (Minimum) er alltaf 1 og

hæsta gildi (Maximum) alltaf 9. Þá er komið að dálkinum sem er merktur Mean og

sýnir meðaltal og loks er dálkur sem sýnir staðalfrávik (Std. Deviation).

Ef þú vilt fá meðaltal fyrir ólíka hópa, t.d. einkunn eftir kyni, þá þarftu að nota aðra

skipun. Þú ferð í Analyze, síðan Compare Means og loks Means.

Þú færir breyturnar sem á að reikna meðaltal fyrir í Dependent list (einkunnir) en í

Independent list þær breytur sem skipta í hópa sem þú vilt skoða. Í þessu tilfelli er

það Kyn unglingsins.

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

9


Neðst í valmyndinni er hægt að smella á Options. Þá kemur upp ný valmynd þar sem

vinsta megin er listi af tölfræðistuðlum. Þeir stuðlar sem þú færir yfir til hægri verða

reiknaðir. Í þessu tilfelli ætlar þú að færa Range (spönn) til hægri. Það gerir þú með

því að dekkja það og smella síðan á örina í miðju valmyndar.

Þá smellirðu á og loks á OK. Þá birtist þessir útreikningar í Output.

Stúlkurnar eru að meðaltali með 5,1 í stærðfræði, 5,16 í ensku, 5,57 í íslensku og 6,00

í dönsku. Það eru annaðhvort 68 eða 69 stúlkur sem hafa tekið prófin (N er tákn fyrir

fjölda). Staðalfrávikið er 1,821 í stærðfræði en lægra í ensku 1,617.

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

10


Fyrir neðan niðurstöður stúlknanna eru niðurstöður fyrir piltana. Þeir ná mun lakari

árangri en stúlkurnar í íslensku og dönsku en betri árangri en stúlkurnar í stærðfræði

og ensku.

Neðst í töflunni er síðan Total en það eru niðurstöður fyrir allan hópinn (pilta og

stúlkur).

Report

Kyn unglingsins

stúlka

piltur

Total

Einkunn í Einkunn í Einkunn í Einkunn

stærðfræði ensku íslensku dönsku

Mean 5,10 5,16 5,57 6,00

N 68 68 69 69

Std. Deviation 1,821 1,617 1,711 1,706

Mean 5,69 5,37 5,15 5,36

N 59 60 60 59

Std. Deviation 1,887 1,913 1,793 1,779

Mean 5,38 5,26 5,37 5,70

N 127 128 129 128

Std. Deviation 1,868 1,758 1,755 1,763

í

© Amalía Björnsdóttir. 12. 08. 2004

11

More magazines by this user
Similar magazines