Bóndavarðan mars 2015

djupavogshreppur

Staðarblað Djúpavogshrepps, 1. tbl, 14. árgangur.
Djúpavogshreppur, Djúpivogur, Bóndavarðan.

BÓNDAVARÐAN

27. MARS 2015. 14. ÁRGANGUR

DJÚPIVOGUR

ÚTGEFANDI: DJÚPAVOGSHREPPUR UMSJÓN: ERLA DÓRA VOGLER ÁBYRGÐAMAÐUR: GAUTI JÓHANNESSON UMBROT: GRAFÍT


ÁVARP SVEITARSTJÓRA

BÓNDAVARÐAN

Vorjafndægur voru í síðustu viku og birtutíminn lengist með hverjum

deginum. Það er vor í lofti og styttist í að farfuglar snúi heim frá

vetrarstöðvunum. Í náttúrunni er allt á uppleið, mannfólkið hrífst með, það

léttir yfir fólki og vorverkin bíða.

Fyrir ári síðan var ekki létt yfir Djúpavogsbúum. Vísir hf. tilkynnti 28. mars

2014 áform sín um að hætta fiskvinnslu á Djúpavogi. Til margra ára hafði

fiskvinnsla Vísis verið stærsti vinnuveitandinn í þorpinu og ljóst að ef

svartsýnustu spár rættust yrði það reiðarslag fyrir byggðina, áhrifin til lengri

tíma alvarleg og atvinnulíf í uppnámi með tilheyrandi fólksfækkun.

Framtíðin virtist ekki björt.

Nú, ári síðar, eigum við enn töluvert langt í land með að ná fyrri stöðu og það

verður að segjast að aðkoma ríkisvaldsins að málinu hefur valdið miklum vonbrigðum og verður ekki orðlengt um það hér.

Íbúar hafa hins vegar brugðist við af krafti og látið hendur standa fram úr ermum.

Hjá nýjum Búlandstindi ehf. starfa nú 27 manns við vinnslu á bolfiski og silungi frá fiskeldinu sem er með nýjar kvíar í

undirbúningi í Berufirði. Í sveitinni eru bændur framkvæmdaglaðir, þar hefur risið húsnæði undir slátrun og kjötvinnslu,

fjárfest hefur verið í mjaltaþjónum og mjólkurkvóta og snakkverksmiðja tekur til starfa í vor. Iðnfyrirtæki hafa nóg að gera

hvort heldur er við nýsmíði eða viðhald. Ferðaþjónustunni vex stöðugt fiskur um hrygg og næg vinna hefur verið í boði fyrir

iðnaðarmenn. Minjavörður Austurlands hefur hafið störf í Geysi og Nýsköpunarmiðstöð mun setja upp starfsstöð í

„Djúpinu“ fljótlega .

Í tilefni af því hvað áunnist hefur og hvernig við með samtakamætti höfum tekist á við þetta krefjandi verkefni frá því

tilkynningin örlagaríka var gefin út, vill sveitarfélagið bjóða íbúum til kaffisamsætis á Hótel Framtíð laugardaginn 28. mars

2015. Þar verður boðið upp á létta dagskrá og ræðuhöld verða í lágmarki :-) Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, en

viðburðurinn verður auglýstur betur þegar nær dregur.

Sveitarstjóri

2


HJÁLEIGUHLAUPIÐ - BREIÐAVOGSHLAUPIÐ

Hjáleiguhlaupið var haldið í fyrsta skipti föstudaginn langa, 18. apríl, 2014.

Þrjár vegalengdir voru í boði: 3 km, 6 km og 12 km. Þátttaka fór fram úr björtustu

vonum þeirra sem að því stóðu, en 24 mættu til leiks ýmist hlaupandi, gangandi

eða hjólandi. Veðrið var yndislegt og stemmningin góð. Bryndís Reynisdóttir

hitaði iðkendur upp fyrir hlaupið og Ölgerðin splæsti orkudrykkjum á hópinn, og

allir fóru heim með viðurkenningar.

Í ár ætlum við að hlaupa Breiðavogshlaupið föstudaginn langa, 3. apríl, kl 10:00.

Við hlaupum flugvallarhringinn svokallaða og verða 4 vegalengdir í boði: 2,5 km,

5 km, 7,5 km og 10 km, það er að segja 1 hringur, 2 hringir, 3 hringir eða 4 hringir.

Upphitun, drykkir og gott veður verða á sínum stað, en ykkar að koma með

stemmninguna (:

Skráningarblað liggur frammi í íþróttahúsinu. Nú er bara að skrá sig og byrja að

hlaupa. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Sjáumst á hlaupum!

BÓNDAVARÐAN

STARFSÁÆTLUN FORELDRAFÉLAGS

DJÚPAVOGSSKÓLA 2014-2015

Í stjórn foreldrafélags Djúpavogsskóla sitja þrír fulltrúar foreldra ásamt fulltrúum

frá leik- og grunnskóla. Stjórn foreldrafélagsins fundar reglulega, skipuleggur

fjáraflanir til að geta stutt við félagsstarf nemenda í leik- og grunnskóla og styrkt

hin ýmsu málefni sem snúa að börnunum í sveitafélaginu. Foreldrafélagið sér

einnig um að koma sjónarhorni foreldra á framfæri við skóla- og sveitastjórn.

Verkefni á starfsári foreldrafélagsins eru alltaf mjög svipuð með fáum

undantekningum. Í haust var sent yfirlit til foreldra um verkefni félagsins og gátu

þeir skráð sig til þátttöku í ákveðnum verkefnum. Stjórn foreldrafélagsins sér svo

um utanumhald og skipulag á viðburðum, en foreldrar aðstoða. Starfsáætlun

2014-2015 lítur svona út:

1. Leiksýning fyrir leik- og yngsta/miðstig grunnskólans

2. Jólaföndur (sunnudaginn 7. desember)

3. Sala á jólapappír (fjáröflun)

4. Leikskólabörnum færð gjöf frá foreldrafélaginu (desember)

5. Grímuball á öskudag (mars)

6. Sveitaferð (maí)

7. Önnur fjáröflun

8. Sumargjöf á sumardaginn fyrsta (leikskóli) (apríl)

9. Sumarhátíð Djúpavogsskóla (við skólaslit grunnskólans)

Ásamt þessu styrkir foreldrafélagið kaup á iPad fyrir Djúpavogsskóla, kaup á

spilum fyrir félagsmiðstöðina Zion og barna- og fjölskylduleiksýningu frá

Menntaskólanum á Egilsstöðum á vorönn.

Foreldrafélagið er unnið í sjálfboðaliðastarfi og felst styrkur félagsins í virkni

félagsmanna. Mikilvægt er að foreldrafélagið sé ekki aðeins vettvangur til

styrkveitinga, heldur hafi skoðanir og áhrif á skólastefnu Djúpavogsskóla og taki

virkan þátt í því starfi skólans sem snýr að foreldrum og börnum.

3


BÓNDAVARÐAN

STUÐNINGSAÐILAR CITTASLOW

Í DJÚPAVOGSHREPPPI

Varla hefur farið fram hjá neinum íbúa í Djúpavogshreppi að sveitarfélagið er aðili að Cittaslow. Svona til að draga það

saman, þá eru Cittaslow alþjóðleg samtök bæja og sveitarfélaga sem leggja áherslu á að skapa mannvænt og

uppbyggilegt samfélag undir merkjum samkenndar, vitundar og virðingar. Bjóða upp á hreint, öruggt og vistvænt

umhverfi og gera staðbundnum sérkennum, atvinnuháttum og menningu hátt undir höfði. Samtökin voru stofnuð árið

1999 af fjórum bæjarstjórum á Ítalíu sem sammæltust um að spyrna við fótum gegn hnattvæðingu, hraða og

skeytingarleysi nútímans með því að undirstrika hið gagnstæða. Um er að ræða hæglætishreyfingu og orðið „Cittaslow“

samsett úr ítalska orðinu „città“, sem þýðir „bær“ eða „borg“, og enska orðinu „slow“, sem þýðir „hæg“.

Djúpavogshreppur gerðist aðili að Cittaslow þann 13. apríl 2013, fyrst íslenskra sveitarfélaga, og vill með aðild sinni skjóta

enn styrkari stoðum undir þá metnaðarfullu stefnu sem rekin er í sveitarfélaginu, þar sem áhersla er lögð á mannvæn gildi,

sérstöðu svæðisins, fegrun og verndun umhverfis, og vistvænan atvinnurekstur. Með þessu vill sveitarfélagið horfa til

framtíðar og skapa enn eftirsóknarverðara samfélag til búsetu og atvinnuuppbyggingar sem og áhugaverðari áningarstað

fyrir gesti.

Djúpavogshreppur þurfti ekki að breyta miklu hjá sér til að ganga í Cittaslow, en markmið sveitarfélagsins og stefna

speglast í sömu gildum og Cittaslow. Það sem er, og var, Cittaslow í Djúpavogshreppi er t.d. þátttaka íbúa í samfélaginu og

virkni félaga. Kvenfélagið og Lions taka þátt í að undirbúa Bóndadaginn/Konudaginn, Björgunarsveitin skipuleggur

Sjómannadaginn, Neisti kemur að hátíðarhöldunum 17. júní og Ferðafélagið skipuleggur gönguferðir í fylgd

leiðsögumanna um íslenska náttúru. Annað í sveitarfélaginu sem var, og er Cittaslow, er að grunn- og leikskólinn starfa

undir merkjum Grænfánans, birds.is verkefnið leggur áherslu á að njóta útiveru og kynnast dýralífinu og áhersla er lögð á

endurvinnslu í sveitarfélaginu. Þá hefur mikil vinna verið lögð í verndun náttúru- og menningarminja s.s. Teigarhorn,

Blábjörg, Djáknadys, Langabúð, Faktorshús og gamla kirkjan. Auk þess er nokkuð öflug staðbundin framleiðsla í

sveitarfélaginu, t.d. síld, föt og skart, stofustáss og minjagripir, svo fátt eitt sé nefnt. Það að Djúpavogshreppur sé Cittaslow

gefur mynd af sveitarfélaginu út á við. Það segir öðrum að það sem Cittaslow stendur fyrir sé haft að leiðarljósi hérna í

Djúpavogshreppi, þ.e. verndun náttúru og menningarminja, áhersla á innviði samfélagsins, fegrun umhverfisins,

umhverfisgæði, notkun á nýjustu tækni í þágu samfélagsins, efling staðbundinnar matarmenningar og framleiðslu, öryggi

og aðgengi, gestrisni, kurteisi og vinsamlegt viðmót. Margt af þessu endurspeglast í aðalskipulagi Djúpavogshrepps og að

öðru má stefna að í framtíðinni.

Núna eru 193 borgir/sveitarfélög í 30 löndum aðilar að Cittaslow og við erum meðal þeirra. Þetta er alþjóðleg

viðurkenning á sérstöðu okkar, sem við viljum halda upp á, og góð kynning á Djúpavogshreppi. Heimasíða sveitarfélagsins

er tengd inn á vefsíður Nordisk Cittaslow og Cittaslow International og í útgáfu er kynningarbæklingur Nordisk Cittaslow

þar sem Djúpavogshreppur er kynntur á þremur opnum. Djúpavogshreppur sækir reglulega ársfundi Nordic Cittaslow og

Cittaslow International. Í því felst mikil auglýsing fyrir sveitarfélagið. Sveitarfélagið auglýsir svo þátttöku sína í Cittaslow og

fjallar um samtökin í öllu kynningarefni sem það sendir frá sér, þannig að ferðamenn tengja við appelsínugula snigilinn

þegar þau sjá hann. Í kynningarefni eru ferðamenn hvattir til að taka eftir merkinu og sagt hvað það stendur fyrir þegar það

sést á hillu í verslun, á matseðli eða annarsstaðar. Margir sækjast eftir því að versla við fyrirtæki sem fylgja áherslum

Cittaslow.

Á dögunum var dreift kynningarefni til allra fyrirtækja í Djúpavogshreppi um að gerast Stuðningsaðilar Cittaslow í

Djúpavogshreppi. Nú hafa verið samþykktar fjórar umsóknir frá fyrirtækjum sem sótt hafa um að gerast Stuðningsaðilar.

Um er að ræða Bragðavelli Cottages, Hótel Framtíð, Sparisjóðinn og Adventura. Fyrirtækjunum munu á næstu dögum

berast skýrteini sem staðfesta þátttöku þeirra og rafrænt merki Cittaslow ásamt textanum „Stuðningsaðili Cittaslow -

Djúpavogshreppi“, sem þau mega nota á allt kynningarefni sitt. Þá verða þeim útvegaðir límmiðar og fánar með merkinu

og sama texta, eftir þörfum. Þá fara þessi fyrirtæki inn á lista yfir Stuðningsaðila á heimasíðu Djúpavogshrepps. Kynningin

á Cittaslow, sem sveitarfélagið leggur áherslu á kemur þessum fyrirtækjum vel og þátttaka þeirra kemur sér á móti vel fyrir

sveitarfélagið af því að því fleiri sem taka þátt, því heildstæðari mynd fæst af okkur sem Cittaslow-samfélagi.

Einstaklingar geta einnig gerst Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi, þó svo að kynningarefni hafi aðeins verið

dreift til fyrirtækja. Árgjald er 10.000 kr. Áhugasamir hafi vinsamlegast samband við Erlu Dóru ferða- og

menningarmálafulltrúa í síma 478-8228 eða með tölvupósti á erla@djupivogur.is.

4

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps


BÓNDAVARÐAN

FERMINGARSKEYTI

KVENFÉLAGIÐ VAKA ER MEÐ SKEYTI TIL SÖLU

FYRIR FERMINGAR

Í boði eru eftirfarandi textar:

a) Innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Bjarta framtíð.

b) Guð blessi þér fermingardaginn og framtíðina. Kær kveðja.

c) Hjartanlegar hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra í

tilefni dagsins. Kær kveðja.

Einnig er hægt að panta texta að eigin vali.

Fermt verður í Djúpavogskirkju á Skírdag 2. apríl kl. 14.00

Fermingarbörnin í ár eru:

Davíð Örn Sigurðsson, Steinum 11, 765 Djúpavogi

Fanný Dröfn Emilsdóttir, Steinum 15, 765 Djúpavogi

Ísak Elísson, Hömrum 12, 765 Djúpavogi

Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Steinum 14, 765 Djúpavogi

Ómar Freyr Róbertsson, aðs. Hammarsminni 10, 765 Djúpavogi

Móttaka fermingarskeyta er í síma:

478-8114 / 698-8114 Gréta Jónsdóttir

Verð pr. skeyti er 1.200 kr.

Hægt að leggja beint inn á reikning Kvenfélagsins:

1147-05-808877 kt. 441083-0339

Byrjum að taka á móti pöntunum mánudaginn 30. mars

og verðum að fram til kl. 12:00 á hádegi á Skírdag

5


SÓLBLÓMAHÁTÍÐ LEIKSKÓLANS BJARKATÚNS

Föstudaginn 24. apríl ætlar leikskólinn að halda Sólblómahátíð. Við bjóðum

uppá opið hús frá 14:00 – 16:00 þar sem ýmislegt skemmtilegt verður á

boðstólum.

Sólblómahátíðin er haldin vegna Sólblómabarnsins okkar, hennar Carol.

Carol Mwale er þriggja ára stúlka, fædd 27. nóvember 2011 og býr hún í

barnaþorpinu Chipata í austur Sambíu. Þar búa um 450.000 manns og yfir 50%

þeirra búa við mikla fátækt og geta þeir ekki mætt grunnþörfunum eins og að

eiga nægan mat eða hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni. Barnadauði er því

óhjákvæmilega mjög hár auk þess sem menntunarstig er lágt. Talið er að um

45% íbúa séu ekki læsir.

SOS þorpin veita von. Starf SOS samtakann hófst í Chipata 2011 og er

tilgangurinn með því að veita börnum sem hafa misst foreldra og aðra ættingja von um betra líf. Í Chipata þorpinu eru 13

SOS fjölskyldur sem hafa tekið að sér allt að 10 börn hver og veita þær því um 130 börnum betra líf. Carol okkar er eitt

þessara barna. Carol kom í barnaþorið 2013, eftir að foreldrar hennar létust, hún var vannærð og þurfti því sérstakt

mataræði fyrstu vikurnar á meðan hún var að braggast. Í dag er hún hraust og hress lítil stelpa, full af orku og getur helst

ekki verið kyrr. Hún á það til að stelast í heimsóknir í næstu hús og það skemmtilegast sem hún veit er að sulla í vatni.

Nemendur og starfsfólk Leikskólans Bjarkatúns eru styrktarforeldrar Carolar. Á hverju ári greiðum við fast árgjald sem dugar

fyrir almennu uppihaldi og menntun í SOS þorpinu. Einnig er í boði að greiða valgreiðslur en þeir peningar fara í sérstakan

sjóð sem Carol fær þegar hún verður 18 ára og þarf að standa á eigin fótum. Við köllum þetta skólasjóðinn hennar.

Nemendur eru í óða önn að undirbúa hátíðina. Þau eru að búa til listaverk sem verða seld, æfa söng og ýmislegt fleira sem

verður flutt fyrir gesti og gangandi.

Auk þess verður kaffihús þar sem hægt verður að kaupa kaffi, djús og brauðmeti.

Allur ágóði rennur til Carolar, til að tryggja henni áframhaldandi veru í SOS þorpinu sínu í Sambíu og vonum við að sem

flestir hafi tök á að heimsækja okkur þennan dag og leggja góðu málefni lið.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar á heimasíðu leikskólans.

HDH

FRÁ TÓNSKÓLANUM

BÓNDAVARÐAN

Í vetur stunda 38 nemendur nám við tónskólann. Kennt er á fjöldann allan af

hljóðfærum, en vinsælust eru fiðlan, söngur, trommurnar og píanóið. Auk þess

læra nemendur á klassískan gítar, rafgítar, rafbassa, hljómborð og blokkflautu.

Á hverjum vetri taka nemendur próf og verða þau núna 19. mars. Nemendur fá

síðan einkunn á útskrift tónskólans í maí.

Nemendur tónskólans koma víða fram, t.d. á árshátíð grunnskólans, í

guðsþjónustum og á ýmsum öðrum söngskemmtunum og tónlistarskemmtunum.

Uppskeruhátíð eldri nemenda í tónskólanum hefur verið á viðburði sem kallast Músik Festival. Þar halda

nemendur 5.-10. bekkjar uppi stuði í um klukkustund eða svo. Fjölbreytt dagskrá verður á Festivalinu í ár og fer allur ágóði

hátíðarinnar í að kaupa ný hljóðfæri og/eða græjur fyrir tónskólann. Hvetjum við alla til að koma og hlusta á krakkana og

styrkja gott málefni. Músik Festivalið í ár verður fimmtudaginn 16. apríl á Hótel Framtíð.

Allan heiðurinn af frábæru starfi tónskólans eiga þau József og Andrea og er ljóst að mikill metnaður þeirra hefur skilað sér

í flinkari nemendum.

HDH

6


BÓNDAVARÐAN

7


BÓNDAVARÐAN

UNGMENNAFÉLAGIÐ NEISTI & ZION

Tíminn flýgur hratt á gervihnattaöld. Senn er fyrsta starfsárið mitt, sem framkvæmdarstjóri Ungmennafélagsins Neista og

umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Zion, á enda. Þetta er búinn að vera viðburðaríkur vetur og nóg eftir enn. Í þessari

grein langar mig að stikla aðeins á stóru í verkefnum vetrarins og þakka um leið þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem hafa

lagt hönd á plóginn. Styrkur félagsins er í höndum þeirra sjálfboðaliða sem gera okkur kleift að halda úti starfsemi félagsins.

Eins er mikilvægt að leggja áherslu á að þátttaka og áhugi foreldra á íþróttaiðkun barna sinna hefur hvað mest

forvarnargildi fyrir börnin, og eru foreldrar þeir sem halda uppi starfsemi félagsins. Án ykkar værum við ekkert.

Ef við byrjum á þeim föstu liðum sem í boði eru fyrir börnin á Djúpavogi, þá eru alls 52 börn á aldrinum 6-16 ára sem stunda

skipulagðar íþróttaæfingar á vegum Neista. Það er 85% barna í grunnskólanum, sem verður að teljast mjög gott. Einnig eru

í boði íþróttaæfingar fyrir tvo elstu árganga leikskólans tvisvar sinnum í viku eftir að leikskóladeginum lýkur. Æfingar fara

fram í íþróttamiðstöðinni yfir vetrartímann og standa æfingar frá kl. 13-16:00 alla virka daga. Þjálfarinn okkar, hann Rafn

Heiðdal, hefur unnið mjög gott starf með krökkunum og nær vel til þeirra. Við erum í góðu samstarfi við Hornfirðinga og

eru einhver börn sem mæta á æfingar hjá Sindra einu sinni eða oftar í viku. Afraksturinn af því samstarfi er sá að á

Shell-móti sumarsins mun liðið Sindri/Neisti keppa, þ.e. sameiginlegt lið þessara tveggja félaga. Eins nýta önnur börn

æfingar með Fjarðabyggð, en þegar um svona lítið samfélag er að ræða er mikilvægt að leita til nágrannana til að auka

fjölbreytnina og viðhalda ánægjunni af æfingunum. Bikarmót ÚÍA í sundi var haldið hér með pompi og prakt á

haustmánuðum og var glimrandi mæting og stemning. Félagar okkar frá sundfélaginu Austra sigruðu og áttu þau sigurinn

vel skilið, frábær mæting hjá þeim og mikill metnaður eins og hjá öðrum.

Við tókum þátt í Move-week eða alþjóðlegu hreyfivikunni með ýmsum viðburðum svo sem kynningu á Ringó, opnum

Zumbatímum, sundlaugasprell, ókeypis í sund fyrir alla, fjölskyldugöngu í skógræktinni og fleiru skemmtilegu. Af öðrum

viðburðum Neista má til dæmis nefna Neistadaginn sem haldinn var í ágústlok. Einnig spurningarkeppni Neista, þar sem

tólf lið tóku þátt, en spurningahöfundur og umsjónarmaður var Birgir Thorberg og kunnum við honum okkar bestu þakkir

fyrir, ásamt spyrlunum okkar Gauta og Agli. Að sjálfsögðu höfum við staðið fyrir nokkrum fjáröflunum og þökkum við

kærlega þeim fjölmörgu bæjarbúum sem hafa lagt hönd á plóginn með því að styrkja okkur á einn eða annan hátt.

Snúum okkur þá að félagsmiðstöðinni Zion.

Félagsmiðstöðin er til húsa á efri hæðinni í húsnæði Slökkviliðsins. Þar voru gerðar gagngerðar endurbætur í janúar og

rýmið fékk verðskuldaða andlitslyftingu sem vakti mikla lukku hjá starfsfólki, en ekki síður krökkunum. Hjá félagsmiðstöðinni

Zion er opið öll þriðjudagskvöld fyrir 7.-10. bekk ásamt fyrsta föstudagskvöldi hvers mánaðar. Opið er tvisvar sinnum í

mánuði fyrir 4.-6. bekk og einu sinni í mánuði er opnun fyrir yngsta stigið eða 1.-3. bekk. Mætingin í Zion er mjög góð og

starfsemin öflug. Alltaf má þó bæta sig og næsta vetur væri frábært að koma af stað einhverskonar klúbbastarfi. Þó er það

þannig í litlu samfélagi að ekkert gerist nema með þátttöku íbúanna, hvort sem er í Ungmennafélaginu eða

Félagsmiðstöðinni. Til að geta haldið úti klúbbastarfi þurfum við að fá sjálfboðaliða til að bjóða fram aðstoð sína. Væri ekki

gaman að hafa matreiðsluklúbb þar sem krakkarnir fá að elda og smakka mat frá mismunandi menningarheimum? Hvernig

væri að bjóða upp á tónlistarklúbb? Eða listaklúbb? Föndurklúbb? Bókaklúbb? Ég gæti haldið endalaust áfram, en þessar

hugmyndir þarf að útfæra og laga að þeim aðbúnaði og aðstæðum sem við höfum. Á hverju ári eru nokkrir fastir viðburðir

fyrir unglingana okkar, en það er Kuldaboli á Reyðarfirði, SamAust sem var á Neskaupsstað þetta árið og svo Samfesting

(Samfés), sem er ball og söngkeppni í Reykjavík. Í tengslum við félagsmiðstöðina er starfrækt Nemendaráð Djúpavogsskóla

þar sem sitja fulltrúar unglinganna. Hlutverk nemendaráðs er að hafa áhrif á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar, koma

skoðunum unglinganna á framfæri og tryggja virkt unglingalýðræði. Ég funda reglulega með nemendaráði og verð ég að

segja að unglingarnir ykkar eru sérstaklega kurteisir og flottir krakkar.

Ég vil nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórn Neista fyrir samstarfið á liðnu starfsári. Ég hlakka til að starfa áfram með

öflugum foreldrum og krökkum í Neista sem og félagsmiðstöðinni á komandi starfsári.

Takk fyrir mig

Jóhanna Reykjalín

8


BÓNDAVARÐAN

MINJASTOFNUN ÍSLANDS OPNAR SKRIFSTOFU Á

DJÚPAVOGI

Þann fyrsta mars síðastliðinn fluttist minjavörður Austurlands til Djúpavogs. Með

honum fylgdi skrifstofa Minjastofnunar Íslands sem er nú staðsett í Geysi en verður

í Faktorshúsinu í framtíðinni. Minjasvæði Austurlands nær frá Vopnafirði í norðri allt

suðvestur að Skeiðarársandi og er því einna best að sinna þessu víðfeðma svæði frá

Djúpavogi sem er staðsettur nærri miðju þess. En þar að auki er mikið af

menningarminjum hér í næsta nágrenni og hefur sveitarfélagið skýra sýn varðandi

verndun og viðhald þeirra sem fellur vel að markmiðum Minjastofnunar Íslands og

gerir það Djúpavog að ákjósanlegri staðsetningu.

Hlutverk við verndun menningarminja

Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir forsætisráðuneytið. Hún

starfar samkvæmt lögum um menningarminjar og hefur það hlutverk að vernda

bæði fornleifar og byggingararf landsins. Minjastofnun stuðlar að varðveislu

menningarsögulegra minja í eigin umhverfi og vinnur að því að auðvelda aðgang

og kynni þjóðarinnar af þeim. Tilgangur laga þeirra sem Minjastofnun starfar eftir er

að tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.

Minjavörður Austurlands

Fornleifafræðingurinn Rúnar Leifsson gegnir stöðu minjavarðar Austurlands og hóf hann störf í september síðastliðnum.

Áður en Rúnar hóf störf hjá Minjastofnun vann hann við rannsóknir á Íslandi, Noregi og Bretlandseyjum, samhliða kennslu

við Háskóla Íslands. Hann er giftur Brynhildi Þórðardóttur hönnuði og eru þau hjónin nú að koma sér fyrir á Djúpavogi.

Starfssvið minjavarðar er fjölbreytt. Hann fer með alhliða minjavörslu á minjasvæði Austurlands, en í því felst m.a. að veita

umsagnir um skipulagsmál, hafa eftirlit með minjum og fornleifarannsóknum sem og styrkveitingum úr fornminja- og

húsafriðunarsjóði, veita ráðgjöf og framkvæma ýmsar aðgerðir til verndar fornleifum og gömlum mannvirkjum. Auk þessa

kemur minjavörður að þróun fjölbreyttra verkefna sem tengjast menningartengdri ferðaþjónustu, byggðaþróun og

rannsóknum.

Nýtt minjaráð

Hluti af starfi minjavarðar snýr að svokölluðu minjaráði sem er samráðsvettvangur um varðveislu og nýtingu

menningarminja á Austurlandi. Minjaráð Austurlands var stofnað síðla árs í fyrra og er því ætlað að beita sér fyrir verkefnum

á sviði minjavörslu, sem og öðrum uppbyggilegum verkefnum til eflingar byggðar og atvinnusköpunar. Sex fulltrúar sitja í

minjaráðinu auk minjavarðar sem gegnir formennsku. Djúpavogshreppur á að sjálfsögðu sinn fulltrúa í minjaráði

Austurlands en það er Erla Dóra Vogler ferða- og menningarmálafulltrúi.

Helgihald um páska

Skírdagur 2. apríl

Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 14:00

Fermd verða:

Davíð Örn Sigurðarson, Steinar 11, 765 Djúpavogi

Fanný Dröfn Emilsdóttir, Steinar 15, 765 Djúpavogi

Ísak Elísson, Hömrum 12, 765 Djúpavogi

Lydía Rós Unnsteinsdóttir, Steinum 14, 765 Djúpavogi

Ómar Freyr Róbertsson, Öldutúni 14, 220 Hafnarfirði

Föstudagurinn langi 3. apríl

Passíusálmalestur hefst kl. 11:00 lýkur um kl. 16:00

Nánar auglýst síðar

Páskadagur 5. apríl

Hátíðarmessa í Djúpavogskirkju kl. 9:00

Morgunverður í boði sóknarnefndar eftir messu

Sjöfn Jóhannesdóttir

9


BÓNDAVARÐAN

SNAKKVERKSMIÐJA RÍS Á KARLSSTÖÐUM

Um eitt ár er liðið síðan við fjölskyldan fluttum á Karlsstaði.

Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár. Margir hafa lagst á árarnar með okkur til að

láta draum okkar rætast, m.a. með því að taka þátt í hópfjármögnun á Karolina

Fund. Íbúar á Djúpavogi létu ekki sitt eftir liggja og það stefnir allt í að á

Karlsstöðum rísi snakkgerð innan skamms. Hugmyndin er auðvitað dálítið

brjáluð, en við trúum á hana. Og það er ýmislegt fleira í bígerð. Það styttist í að við

getum leigt út gamla bæinn til ferðamanna og í sumar ætlum við líka að bjóða

upp á viðburði af ýmsum toga og þá verður jafnframt hægt að slá á þráðinn og

panta Bulsuveislu. Við opnuðum heimasíðu á dögunum (www.havari.is) og þar er

hægt að fylgjast með framgangi í máli og myndum. Við erum ótrúlega þakklát

fyrir móttökurnar sem við höfum fengið hérna í sveitarfélaginu sem og á

Breiðdalsvík.

Þetta er góður jarðvegur til að hefja þetta ævintýri (þó hann gæti verið betri með

hraðara interneti, þriggja fasa rafmagni og bundu slitlagi í botninum).

Það er gott að búa í sveit. Eitt af því sem hefur komið á óvart er hvað nándin við

náttúruna er farin að skipta miklu máli. Og ég er ekki sú eina í fjölskyldunni sem

er upptekin af þessu. Hrólfur minn lýsti því yfir um daginn að hann ætlaði að

bjóða tíu manns í afmælið sitt. Svo taldi hann upp nokkur nöfn og þar á meðal var Búlandstindur. Þegar hann var svo

kominn upp í 10 áttaði hann sig á því að það voru ansi margir vinir sem komust ekki á blað og þá vandaðist málið. Ég stakk

upp á því að hann myndi sleppa því að bjóða Búlandstindi svo að hann gæti boðið aðeins fleiri vinum. ,„Nei, mamma,

frekar býð ég ellefu.“

Berglind Häsler

bóndi á Karlsstöðum

DAGSKRÁ FERÐAFÉLAGS DJÚPAVOGS 2015

18. apríl: Hrómundarey – Fjölskylduferð, einkabílar

Fararstjóri: Ragnar Eiðsson, sími 893-8956

Verð: 500 kr

6. júní: Múlagljúfur við Kvísker í Öræfum, 2 skór

Fararstjóri: Kristján Karlsson, sími 892-5887

Verð: 500 kr

4. júlí: Fossárdalur – Fjölskylduferð

Fararstjóri: Stefán Ingólfsson sími 661-4422

Verð: 500 kr

18. júlí: Búlandstindur 1069 m, 3 skór

Ekið frá Djúpavogi í Búlandsdal og gengið þaðan

Fararstjóri: Auður Sveinsdóttir, sími 895-0071

Verð: 500 kr

14.-16. ágúst: Kerlingarfjöll, hringferð, jeppaferð

Fararstjóri: Jón Gunnarsson, sími 892-7266

Verð: 500 kr

29. ágúst: Hrossatindur 1156 m, 3 skór

Ekið frá Djúpavogi í Hamarsdal og gengið þaðan

30. ágúst: Sunnutindur 1158 m, 3 skór

Ekið frá Djúpavogi í Geithelladal og gengið þaðan

http://www.havari.is

http://skakkapopp.is

http://prinspolo.com

http://bulsur.is

30. ágúst: Sunnutindur 1158 m, 3 skór

Ekið frá Djúpavogi í Geithelladal og gengið þaðan

Fararstjóri: Auður Sveinsdóttir, sími 895-0071

Verð: 500,-

5. september: Stórurð – Fjölskylduferð, 2 skór

Fararstjóri Haukur Elísson, sími 844-6831

Verð: 500,-

Ferðafélag Djúpavogs

Heimasíða: www.djupivogur.is

Fésbók: Ferðafélag Djúpavogs

Netfang: ferdafelag@djupivogur.is

10


NÚPUR

BÓNDAVARÐAN

Sælt veri fólkið

Eins og flestir vita hér í nágrenninu fórum við í framkvæmdir til að breyta

algerlega mjaltaaðstöðunni í fjósinu.

Stefnt hefur verið að þessu í mörg ár og undirbúningur snúið að mikilli ræktun á

túnum, bættri uppeldisaðstöðu fyrir alla gripi, ræktun öflugra kvíga og

endurnýjun tækja til að auka afköst til fóðuröflunar.

Búið var að fara víða og ræða fram og aftur við aðra bændur um þeirra reynslu af

mjaltaþjónum.

Niðurstaðan var að vera bjartsýn og versla tvo Lely mjaltaþjóna fyrir kýrnar. Á

búinu voru tæplega 70 kýr þegar farið var í framkvæmdir og framleiðslan árið

2014 var 400.000 lítrar. Stefnan er að fara í 120 kýr og rúma 800.000 lítra á ári.

Þessa dagana erum við að undirbúa uppsetningu á 10.000 lítra mjólkurtanki sem

standa á úti (búið að steypa undirstöðu).

Geithafrarnir

Í byrjun nóvember var hafist handa við að saga niður veggi og brjóta upp gólf þar

sem mjaltaþjónarnir standa í dag. Þurfti að brjóta þar upp öll gólf og moka út efni

niður á 1,20 m dýpi. Steyptir voru veggir og gólf í kjallara. Að síðustu voru settir

niður steyptir bitar, hver um tonn að þyngd, 1x4 m hver fleki. Þegar þeir voru

komnir á sinn stað var komið að því að setja mjaltaþjónana inn og tengja vatn, Gamla mjaltargryfjan & nýr mjaltarþjónn

rafmagn og fóður við þá. Setja þurfti upp nýtt fóðursíló fyrir utan.

Fyrri mjaltaþjónninn var tekinn í notkun 10. des, en þá var fyrra mjaltakerfi tekið út og breytingar kláraðar. Seinni

mjaltaþjónninn fór svo í gang 17. desember.

Mjaltaþjónarnir eru alveg sjálfvirkir. Hver kýr er með tölvukubb um hálsinn og þannig „þekkja“ mjaltaþjónarnir kýrnar.

Mjaltaþjónarnir mjólka kýrnar allan sólarhringinn. Þær koma þegar þeim hentar og að meðaltali koma þær þrisvar á

sólarhring í mjaltir og fá fóður í hvert sinn og er það aðalhvatinn til að fá þær til að mæta. Kýrnar tóku þessum breytingum

vel og flestar voru nokkuð snöggar að aðlagast.

Við heimafólkið erum alsæl með breyttar aðstæður, aðallega vegna þess að nú ráðum við hvenær

farið er í fjósið og höfum meiri möguleika á að taka þátt í því sem er um að vera í kringum okkur,

sem er mjög mikil breyting frá því að hafa verið bundin af klukkunni alla daga, allt árið.

Með kveðju frá Núpi

Við Voginn

Við Voginn býður upp á heitan

hádegisverð

alla virka daga, heimabakað

bakkelsi & kaffi

ásamt ýmiskonar smávöru

Verið velkomin!

11


BÓNDAVARÐAN

TIL HAMMOND MEÐ AFMÆLIÐ!

Í litlu þorpi á Austurlandi var mikið um dýrðir á Hammondhátíð sem var haldin á Djúpavogi þann 20.-23. apríl 2006.“

Svona hljómaði upphafið að grein sem Tónlistarfélag Djúpavogs skrifaði á heimasíðu Djúpavogshrepps þann 25. apríl árið

2006. Í þessari grein var stiklað á stóru um nýafstaðna hátíð sem átti svo sannarlega eftir að draga dilk á eftir sér í

menningarlífi íbúa Djúpavogshrepps.

„Á þessari stundu er engu lofað með framhaldið, en forsvarsmenn hátíðarinnar eru sannfærðir um að orðspor hennar hefur

spurst út og telja næsta víst að yrði sambærileg hátíð haldin að ári, myndu enn fleiri nýta sér þau tækifæri, sem í boði yrðu.“

Þannig endaði téð grein. Og önnur hátíð var svo sannarlega haldin að ári. Árið 2007 var boðið upp á enn flottari

Hammondhátíð. Kannski færðust menn of mikið í fang. Ef til vill var það tíðarandinn á þessu herrans ári, en forsvarsmenn

hátíðarinnar voru stórhuga. Að afloknum fimmtudags- og föstudagstónleikunum á Hótel Framtíð voru tónleikar

laugardagsins færðir í íþróttahúsið, hvar búið var að dekka upp fyrir fleiri hundruð manns, útbúa glæsilegt svið, undirbúa

dansleik að tónleikum loknum og þar fram eftir götunum.

Eins og oft vill verða þegar menn verða stórhuga, þá verður útkoman ekki alltaf sú sem óskað er eftir. Hátíðin stóð tæpt

fjárhagslega að þessari annarri hátíð lokinni. Það var hins vegar enginn hörgull á stórkostlegum tónlistaratriðum og það

sem stóð upp úr fyrir gestum þessarar hátíðar var gleði, fagmennska og framúrskarandi tónlistarflutningur.

Síðan eru hátíðarnar í heildina orðnar 9 og Hammondhátíð Djúpavogs er orðin ein elsta og virtasta tónlistarhátíð landsins.

Tilnefning til Eyrarrósarinnar 2014 ber þess glöggt vitni.

Í grunninn er þessi hugmynd náttúrulega bilun, rétt eins og Bræðslan, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og aðrar slíkar

tónlistarhátíðir. Að setja á laggirnar fjögurra daga tónlistarveislu „austur í rassgati“ í apríl, þegar allra veðra er von, og ætlast

til að tónlistarmenn og tónlistaráhugamenn leggi á sig ferðalag til þess að mæta er náttúrulega út í hött. Eða hvað? Er það

ekki einmitt einhver svona klikkun sem kemur sjávarþorpi eins og Djúpavogi á tónlistarkortið?

Rétt eins og Bræðslan var upphaflega frekar fjarstæðukennd hugmynd í kollinum á Emiliönu Torrini þá hafði þessi draumur

blundað í upphafsmanni Hammondhátíðar, Svavari Sigurðssyni um nokkra hríð. Hvernig gat staðið á því að ekki væri til

hátíð tileinkuð þessu stórkostlega hljóðfæri, sem hafði fylgt okkur í gegnum nánast allar tónlistarstefnur allt frá því að

úrsmiðurinn Laurens Hammond töfraði þetta orgel fram úr huga sínum, til að gera fátækum kirkjusöfnuðum blökkumanna

kleift að njóta tónlistar í kirkjum sínum til jafns við aðra?

Það er einmitt það. Þrátt fyrir að hafa leitað dyrum og dyngjum um víða veröld um margra ára skeið hefur okkur ekki enn

tekist að finna aðra Hammondhátíð. Þetta er því, að því er við best vitum, eina hátíðin í heiminum sem tileinkuð er þessu

hljóðfæri. Það gerir fyrrnefnda klikkun að sjálfsögðu enn klikkaðri.

Hugsjónamaðurinn Svavar hugsaði stórt. Hann vildi ekki hefðbundna eins, tveggja, eða þriggja daga tónlistarhátíð. Nei,

hann vildi að sjálfsögðu hafa hátíðina fjögurra daga. Minna mátti það ekki vera. Ef sýna ætti orgelinu þann heiður sem það

á skilið, þyrfti fjölbreytnin að vera lykillinn. Fjögurra daga hátíð býður jú upp á töluverða fjölbreytni. Hann vildi heldur ekki

halda hátíðina innan um allar hinar hátíðarnar sem fylla allar helgar sumarsins. Hann vildi frekar reyna að lengja sumarið.

Hún skyldi því haldin í apríl. Og þannig hefur það verið, með einum eða tveimur undantekningum. Fyrsta í Hammond, eins

og hann er kallaður meðal heimamanna, ber upp á sumardaginn fyrsta.

Og upphaflega fyrirkomulagið hans Svavars hefur að mestu haldið sér. Fjölbreytnin er ennþá lykillinn og þannig finna allir

eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni. Fyrir alætur er dagskráin náttúrulega fullkomin.

12


BÓNDAVARÐAN

Þrátt fyrir að hugmyndin sé algerlega Svavars, þá stóð hann að sjálfsögðu ekki einn í þessu sína stjórnartíð. Fyrir jafn

framúrskarandi ófjárglöggan mann eins og Svavar, var að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa einhvern í brúnni sem gat séð um

að stjórinn spilaði ekki rassinn úr buxunum og setti hátíðina á hliðina. Þannig var Hlíf Herbjörnsdóttir og hennar aðkoma

hrein himnasending fyrir Svavar. Hún hélt utan um reikningana, styrkina og fjármálin í heild af stakri snilld. Hún sá um að

bóka flug fyrir tónlistarmennina og hún sá um miðasöluna. Og síðast en ekki síst rétti hún fram öxlina á þeim tímapunktum

þegar Svavar var við það að bugast á þessu tónlistarveseni, því það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera herra

Hammond. Hún var hans stoð og stytta. Hafi Svavar og Hlíf ævinlega þökk fyrir þeirra þátt í að gera þessa hátíð að því sem

hún er orðin í dag.

Fleirum ber að sjálfsögðu að þakka, þó það sé reyndar stórhættulegt því hér er svo hætt við að einhverjir gleymist. Allir eru

þó sammála um að þáttur þeirra sem störfuðu í stjórn Tónlistarfélags Djúpavogs; Björns Hafþórs Guðmundssonar, Þóris

Stefánssonar, Kristjáns Ingimarssonar, Hrannar Jónsdóttur og Gunnars Steins Gunnarssonar sé svo sannarlega

þakkarverður. Einnig var aðkoma Halldórs Bragasonar á fyrstu hátíðunum ómetanleg, en hann hjálpaði Svavari mikið við val

á tónlistarmönnum og kom hingað sjálfur og spilaði einum sex sinnum, vopnaður ótrúlegu tónlistarfólki í hvert sinn.

Hammondhátíð hefur alla tíð verið gríðarlega heppin með styrktaraðila. Sá fjöldi fyrirtækja og sjóða sem hafa styrkt

Hammondhátíð hleypur á mörgum tugum og við erum hverju einasta framlagi gríðarlega þakklát, hvort heldur er í formi

peningastyrkja eða vinnuframlags. Í fyrra voru 35 styrktaraðilar að Hammondhátíð, alls staðar af landinu. Okkar langstærstu

styrktaraðilar eru Djúpavogshreppur og Menningarráð Austurlands. Án þeirra væri þessi hátíð ekki til. Það er ómetanlegt að

fá stuðning frá sveitarfélaginu, en það er sannarlega ekki sjálfgefið þegar kemur að hátíðum sem þessari, það hefur sýnt sig.

Tónlistarmennirnir sem fram hafa komið á Hammondhátíð eru tæplega 170. Þeir verða því um 200 að þessari hátíð lokinni,

margir þeirra hafa komið fram oftar en einu sinni, þó nokkrir oftar en tvisvar og sumir meira að segja oftar en þrisvar. 200

tónlistarmenn á 10 árum. Allt frá fjölmörgum nemendum tónskóla Djúpavogs, sem hafa stigið sín fyrstu skref á hátíðinni, til

áttræðs Ragnars Bjarnasonar. Þetta köllum við fjölbreytni.

Áfram höldum við.

Eftir að Svavar og Hlíf stigu til hliðar eftir 7. hátíðina árið 2012 tók ný stjórn við. Þórir og Kristján sátu áfram og við bættust,

auk undirritaðs, þau Gauti Jóhannesson og Elísabet Guðmundsdóttir. Jarðvegurinn sem forverarnir höfðu plægt og sáð í

var svo sannarlega frjór. Það var og er nokkurn veginn alveg sama við hvern við tölum – það vilja allir koma fram á

Hammondhátíð. Hátíðin hefur rækilega fest sig í sessi sem ein sú eftirsóknarverðasta meðal tónlistarmanna. Hún þarf

engrar kynningar við. Allir þekkja hana og margir hverjir bíða eftir að röðin komi að þeim.

Nú er röðin komin að þeim frábæru hljómsveitum og tónlistarmönnum sem munu spila á tíundu Hammondhátíð

Djúpavogs, 23.-26. apríl næstkomandi. Flestir eru að koma í fyrsta skipti, sumir hafa komið áður. Við erum afskaplega stolt

af dagskránni í ár og teljum hana uppfylla öll þau skilyrði sem tíunduð hafa verið hér að framan og gott betur. Fjölbreytni

er ennþá lykillinn.

Við hlökkum til komandi hátíðar. Við hlökkum ekki síður til komandi hátíða.

Megi þær verða sem flestar.

Lifi Hammond!

13

Ólafur Björnsson

Framkvæmdarstjóri Hammondhátíðar Djúpavogs


BÓNDAVARÐAN

HAMMONDHÁTÍÐ

14


BÓNDAVARÐAN

Í 10 ÁR

15


BÓNDAVARÐAN

KÓR MENNTASKÓLANS VIÐ HAMRAHLÍÐ Á

TÓNLEIKAFERÐALAGI UM SUÐAUSTURLAND

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð verður í tónleikaferð á Suðausturlandi og víðar dagana 11.-13. apríl nk. Laugardaginn 11.

apríl heldur kórinn tónleika í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum kl. 15:00. Sunnudaginn 12. apríl heldur kórinn tvenna tónleika,

í Hafnarkirkju í Hornafirði kl. 14:00 og í Djúpavogskirkju kl. 20:00, auk þess sem hann syngur á Heilbrigðisstofnun

Suðurlands, Hornafirði. Mánudaginn 13. apríl heldur kórinn þrenna tónleika, skólatónleika fyrir nemendur í Grunnskóla

Hornafjarðar kl. 10:00 í Hafnarkirkju og kl. 11:30 fyrir Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Þá heldur kórinn tónleika á

Skógum kl. 20:00.

Á efnisskrá kórsins í tónleikaferðinni eru íslensk og erlend tónverk m.a. eftir J. S. Bach, G. F. Händel, Sigvalda Kaldalóns, Jón

Þórarinsson, Jón Nordal, Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnarsson,

Hildigunni Rúnarsdóttur og Huga Guðmundsson auk þjóðlaga frá ýmsum löndum. Efnisskráin er svo fjölbreytt að kórinn

flytur ólík verk eftir því hvort um er að ræða t.d. kirkjutónleika eða skólatónleika. Margir hljóðfæraleikarar eru meðal

kórfélaga.

Á þessari vorönn er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð skipaður 83 nemendum á aldrinum 16 til 20 ára. Stjórnandi kórsins er

Þorgerður Ingólfsdóttir. Þetta er í fyrsta sinn sem Kór Menntaskólans við Hamrahlíð heimsækir Öræfi og Djúpavog en kórinn

hefur áður heimsótt Höfn í Hornafirði, árið 1976. Fararstjóri í ferðinni er rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, Lárus H.

Bjarnason.

Laugardagur 11. apríl

Sunnudagur 12. apríl

Mánudagur 13. apríl

kl. 14:30 Tónleikar í félagsheimilinu Hofgarði í Öræfum

kl. 11:00 Sungið á hjúkrunardeild HSU, Hornafirði

kl. 14:00 Tónleikar í Hafnarkirkju í Hornafirði

kl. 20:00 Tónleikar í Djúpavogskirkju

kl. 10:00 Skólatónleikar fyrir Grunnskóla Hornafjarðar, 1.-6. Bekk

kl. 11:30 Skólatónleikar fyrir Framhaldsskólann í A- Skaftafellssýslu og efstu

bekki Grunnskóla Hornafjarðar

kl. 20:00 Tónleikar í Félagsheimilinu Fossbúð á Skógum

Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana

Sjóvá-Almennar

tryggingar hf.

a

Umboð á Djúpavogi

Gréta Jónsdóttir

sími: 478 8114 / 698 8114

16


BÓNDAVARÐAN

BARNA- OG FJÖLSKYLDULEIKSÝNING Á

DJÚPAVOGI

Sunnudaginn 19. apríl, kl. 17:00, munu nemendur í Leikfélagi

Menntaskólans á Egilsstöðum stíga á stokk í Hótel Framtíð og flytja barnaog

fjölskylduleikverkið Klaufa og kóngsdætur.

Í tilefni af 210 ára árstíð H.C. Andersen ákvað LME að dusta rykið af

bráðskemmtilegu verki þriggja meðlima uppistandshljómsveitarinnar

Ljótu hálfvitanna, en verkið var frumflutt árið 2005 í Þjóðleikhúsinu við

mikinn fögnuð áhorfenda.

Klaufar og kóngsdætur er leikgerð af sex ævintýrum H.C. Andersen:

Eldfærunum, Næturgalanum, Hans Klaufa, Svínahirðinum, Förunautnum

og Litlu stúlkunni með eldspýturnar – auk þess sem ljóti andarunginn

kemur nokkuð við sögu. Hann ráfar milli ævintýra og hittir fyrir skapara

sinn, og hliðstæðu, ævintýraskáldið sjálft.

LME mun ferðast um allt Austurland með sýninguna sem um 25

nemendur koma að.

Leiksýningin er í boði Kvenfélagsins, Foreldrafélagsins, Neista, Lions,

Hótel Framtíðar og sveitarfélagsins.

Framangreind félög og fyrirtæki óska íbúum Djúpavogshrepps, og þá

ekki síst yngri kynslóðinni, góðrar skemmtunar!

17


HVANNABREKKA

BÓNDAVARÐAN

Hvannabrekka er í 25 km fjarlægð frá Djúpavogi. Við erum með

blandaðan búskap en leggjum mest upp úr mjólkurframleiðslu.

Kýrnar eru 36 talsins og erum við með 160 geldneyti með (kvígur og

naut). Kindurnar eru 60 og hænurnar eru 47 talsins. Við erum með 6 endur

en erum að vona að þeim fjölgi með vorinu. Göltur er varðkötturinn á

bænum en hann er gulbröndóttur norskur skógarköttur.

Hestarnir eru 2.

Ásamt búskap stundar Steinþór verktakavinnu, en mesta álagið er yfir

sumartímann. Þá er gott að eiga yndislegu börnin sem eru dugleg að

hjálpa til.

Við erum svo lánsöm að eiga fullt af börnum og núna 29. janúar sl. vorum

við svo lánsöm að eignast yndislega litla stúlku sem við höfum gefið

nafnið Gunnur. Hún kom örlítið fyrir tíman, eða 5 vikum, en var risasmá

2.912 gr og 49 cm. Erum við öll í skýjunum með litla gullmolann okkar.

Viljum við minna alla á að við erum í opnum landbúnaði svo öllum er

frjálst að koma og skoða og taka þátt í verkunum með okkur. Við mjólkum

kl. 5 ef þig langar að prófa .

Með kveðju frá Hvannabrekku

FRÉTTIR AF KVENFÉLAGINU VÖKU

Okkur Vökukonum langar að segja ykkur frá starfsemi félagsins.

Starfsárið okkar nær frá október og fram í maí. Fundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur sem alltaf er

haldinn 9. desember, en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.

Í dag eru 23 konur í félaginu.

Fastir liðir hjá félaginu er sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó, sala á sumarblómum,

kertasala og Jólamarkaður.

Allur peningur sem við söfnum rennur til íbúa í sveitarfélaginu, en á árinu 2014 styrktum við m.a þessi verkefni:

• 500.000 til kaupa á Ipad fyrir Grunnskólann

• 250.000 við komu Rúdolfs Adolfssonar sálfræðings

• 170.000 runnu til íþróttamiðstöðvar til kaupa á ýmsu sem nýtist yngstu notendum

• 28.000 til kaupa á gólflömpum í Tryggvabúð

• Einnig styrktum við tvær fjölskyldur um samtals 140.000

Á árinu 2014 tókum við þátt í Cittaslow-sunnudeginum sem er haldinn 28. september ár hvert.

Einnig sáum við um hluta af veitingum á opnunardegi listasýningarinnar Rúllandi snjóbolti/5, Djúpivogur og á útgáfudegi

bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér.

Þökkum öllum sem tóku vel á móti okkur á árinu

Vökukonur

18


BÓNDAVARÐAN

19


BÓNDAVARÐAN

ENDURVINNSLUKORTIÐ & ÚRGANGSMÁL

Nýverið skrifaði Djúpavogshreppur fyrst sveitarfélaga í landinu undir samning við fyrirtækið Náttúra.is um þjónustuvef

sem kallast Endurvinnslukortið, en mörg sveitarfélög hafa fylgt í kjölfarið og þegar hafið innleiðingu á þessari þjónustu við

íbúa sem og gesti sem fara um viðkomandi svæði. Um að ræða miðlægan gagnagrunn þar sem íbúar og gestir geta á

einfaldan hátt fengið ítarlegar upplýsingar um hvernig standa skuli að endurvinnslu og skilum á hinum ýmsu efnum svo

og hvernig þjónustu er almennt háttað í málaflokknum á hverju svæði.

Hver er ávinningur íbúa af flokkun og endurvinnslu/endurnýtingu

Umtalsverðar framfarir hafa átt sér stað á síðustu árum er varða úrgangsmál og flokkun á hinum ýmsu efnum til

endurvinnslu og má segja að samfélögn séu sífellt að verða meðvitaðri og ábyrgari í þessum efnum. Íbúum þessa heims er

ljóst að endurnýting er leiðin til að lágmarka þau umhverfisvandamál sem hafa orðið til með nýjum efnum og úrgangi sem

eru að falla til í okkar nútíma neyslusamfélagi. Samfélögin leggja því sífellt meiri áherslu á að lágmarka það magn sem fer

til urðunar enda hefur kostnaður við urðunarsvæði margfaldast á síðustu árum. Ávinningur íbúa er því umtalsverður með

því að taka þátt í að flokka og skila efnum á Safnstöðina okkar og stuðla þannig að endurnýtingu og lægri

sorpurðunargjöldum.

Með því að flokka skilmerkilega taka íbúar ekki aðeins þátt í að halda niðri kostnaði vegna sorpurðunar heldur styðja í

leiðinni við stefnu í átt að aukinni sjálfbærni með jákvæðum umhverfisáhrifum og jákvæðri ímynd fyrir samfélagið í heild

sinni. Umhverfisvitund íbúa samfélaga er því almennt að taka miklum og jákvæðum breytingum og þeir verða sífellt

meðvitaðri um gildi þess og gera sér grein fyrir að umhverfi okkar er ekki botnlaus ruslatunna sem tekur endalaust við.

Plastpokalaust samfélag

Eitt af þeim efnum sem hafa slæm áhrif á umhverfi okkar bæði til sjós og lands er plastið sem tekur gríðarlega langan tíma

að eyðast í umhverfinu. Því miður hendir fólk ennþá plasthlutum á víðavangi og til sjós og komið hefur í ljós með sífellt

meiri rannsóknum að plastefni innihalda margvísleg óæskileg eiturefni sem hafa verið að hlaðast upp í lífríki okkar á

undanförnum áratugum. Plastpokanotkun á Íslandi er gríðarleg og hafa nú nokkur sveitarfélög íhugað að gerast

plastpokalaus sveitarfélög og eru fulltrúar Djúpavogshrepps nú að velta upp hvort samfélagið í Djúpavogshreppi og

verslanir á svæðinu séu til samstarfs um að útrýma plastpokum og leggja með því lóð sitt á vogarskálarnar í ábyrgri

umgengni. Við væntum því góðs samstarfs þegar þetta verkefni verður kynnt nánar.

Lífrænn úrgangur og moltugerð

Eitt af þeim úrgangsefnum sem fellur til á heimilum og vegur þungt í pokanum sem fer til urðunar er lífrænn úrgangur,

ýmiskonar matarafgangar og fl. Sveitarfélög sum hver bjóða nú þegar upp á lausnir í þessum efnum m.a. til þess að

lágmarka það magn sem fer til urðunar svo halda megi niðri kostnaði. Þarna er einnig tækifæri fyrir Djúpavogshrepp og

íbúa hans til að lágmarka enn frekar kostnað og minnka umhverfisáhrif.

Nokkrar lausnir eru til í þessum efnum og má segja að minni sveitarfélög hafi meiri möguleika í þessum efnum en þau

stærri. Árangursríkasta og hagkvæmasta lausnin bæði fyrir íbúa og sveitarfélög er án vafa að hvert og eitt heimili stundi

sína eigin moltugerð og endurnýti þannig jarðgerðina sem fullkomna mold í eigin garði, þ.e. hin fullkomna hringrás og

fullkomlega sjálfbært. Áherslur á aukna moltugerð í samfélaginu eru því einnig á lista sveitarfélagsins á kjörtímabilinu.

Flokkun er ekkert mál

Öllum þeim sem hafa á annað borð tamið sér að standa skipulaga að flokkun á efnum sem falla til á heimilum sem og

moltugerð ber öllum saman um að það hvarfli ekki að þeim að snúa til baka eftir að byrjað er því. Í öllum atriðum hefur

komið í ljós að fyrirhöfnin er ótrúlega lítil en ávinningurinn er hinsvegar mikill og því eru miklir hagsmunir undir þegar

heilu samfélögin taka sig til og standa saman í þessum efnum.

Það er von fulltrúa sveitarfélagsins að íbúar í Djúpavogshreppi taki nú sem áður þátt í þeim verkefnum sem sveitarfélagið

hefur verið að innleiða hægt og bítandi á síðustu árum en meðvitað hefur það verið mat Cittaslowsveitarfélagins

Djúpavogshrepps að árangursvænlegast sé að taka hæfilega stór skref í einu við innleiðingu á nýjum leiðum til að bæta

umhverfi okkar í þessum mikilvæga málaflokki.

20

F.h. Djúpavogshrepps

Andrés Skúlason, oddviti


BÓNDAVARÐAN

DJÚPIÐ - HAFSJÓR HUGMYNDA

Djúpið frumkvöðlasetur opnaði á Djúpavogi laugardaginn 1. nóvember sl.

Djúpið er Bækistöð sem veitir frumkvöðlum aðstöðu, skapandi umhverfi,

tengslanet og faglega ráðgjöf til þess að vinna að nýsköpun sinni og stuðla að

atvinnusköpun á svæðinu.

Djúpið er samstarfsverkefni Austurbrúar, Afls starfsgreinafélags og

Djúpavogshrepps. Skrifað var undir viljayfirlýsingu síðastliðið vor.

Djúpavogshreppur styrkti verkefnið með fjármagni, Austurbrú kemur að Djúpinu

með sitt tengslanet og þekkingu og Afl starfsgreinafélag lagði setrinu til húsnæði

í Sambúð.

Í Djúpinu eru nú skrifstofa Afls starfsgreinafélags, skrifstofa starfsmanns

Austurbrúar (sem fer vonandi að koma til okkar) og þar er nú aðstaða fyrir átta

frumkvöðla og nemendur til að stunda sína vinnu og nám. Þar er einnig fín

fundaraðstaða.

Í opnunarviku Djúpsins var boðið upp á námskeiðið Sköpunarkjarkur.

Námskeiðið kenndi hvernig nýta má sköpunarkraftinn til fulls og kennt var á tæki

og tól til þess að finna skapandi lausnir í daglega lífinu. Námskeiðið er lauslega

byggt á bókinni Sköpunarkjarkur (e. Creative Confidence) eftir bræðurnar Tom og

David Kelley. Kennari námskeiðsins var Karl Guðmundsson ráðgjafi í vöruþróun

og markaðsmálum. Alls sóttu 17 manns námskeið og komu víða að. Það voru

nokkur fyrirtæki bæjarins sem styrktu námskeiðið og viljum við koma þökkum til Sköpunarkjarkur í Djúpinu

þeirra.

Frá opnun í nóvember hafa verið haldnir nokkrir fyrirlestrar í Djúpinu, til dæmis heimsótti Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Djúpið í janúar og var þar með kynningu á sinni þjónustu og frumkvöðlaráðgjöf. Í febrúar var svo haldinn Hugflæðifundur

þar sem við greindum þau tækifæri sem til staðar eru á Djúpavogi og kortlögðum einnig mannauðinn sem hér býr.

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlindin sem bæjarfélag getur státað af og á Djúpivogur stóran fjársóð fólks.

Framundan eru kynningar og vinnustofur frá Austurbrú þar sem frumkvöðlar geta fengið hvatningu, ráðgjöf og aðstoð við

að skrifa styrkumsóknir og móta hugmyndir sínar frekar. Fylgist með á www.djupivogur.is einnig hægt að skrá sig á

póstlista Djúpsins.

Djúpið – Hafsjór hugmynda

Alfa Freysdóttir, verkefnastjóri

Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú

AUGLÝST EFTIR LJÓSMYNDUM

Við erum að leita eftir ljósmyndum af fólki á góðri stund í náttúru Djúpavogshrepps,

bæði gömlum og nýjum. Bestu myndirnar verða valdar til útgáfu á póstkortum, eða

settar í kynningarefni um Djúpavogshrepp fyrir komandi sumar.

Áhugasamir eru beðnir um að senda myndir á erla@djupivogur.is

Með von um að það rigni inn myndum.

Erla Dóra Vogler

Ferða- og menningarmálafulltrúi

21


FRÁ GRUNNSKÓLANUM:

SÓLMYRKVI & STJÖRNUFRÆÐI

Við í Djúpavogsskóla vorum svo lánsöm að fá til okkar tvo

jarðfræðinga frá Breiðdalssetri, þau Christu og Martin. Þau

heimsóttu okkur á miðvikudeginum fyrir sólmyrkvann, 20. mars.

Í fyrstu töluðu þau við nemendur í 1.-3. bekk og fóru yfir plánetur

í okkar sólkerfi, stjörnur, stjörnuþokur, alheiminn og að lokum fóru

nemendur inn í myrkvað herbergi þar sem þeim var sýnt hvað

gerist við sólmyrkva og við kvartilaskipti hjá tunglinu. Nemendur

höfðu margar góðar spurningar tilbúnar til þeirra og má með

sanni segja að þau hlakki til sólmyrkvans eftir þennan fróðleik.

Því næst var haldinn ítarlegur fyrirlestur fyrir alla nemendur í

4.-10. bekk og voru þeir afskaplega áhugasamir. Þar var rætt um

upphafið, Miklahvell, og jarðfræðingarnir höfðu með sér loftsteina

til að sýna okkur og handleika. Þá var sýnt myndband af loftsteini

splundrast yfir Rússlandi og við fræddumst um smástirnabeltið.

Við komumst einnig að því að sólin okkar er afar smávaxin miðað

við margar aðrar stjörnur.

Að lokum voru Christa og Martin kvödd með lófataki og hlökkum

við til að fá þau aftur í heimsókn.

LDB

BÓNDAVARÐAN

22


FRÁ GRUNNSKÓLANUM

BÓNDAVARÐAN

Nemendur í 4.-5. bekk sáu tækifæri til að breyta pappakassa í lestrarhús og úr varð þessi fína bygging. Í gestaviku fengu

þau góða hjálp, m.a. við gardínugerð og fleira. Húsið er mjög huggulega innréttað með púðum og lampa. Hugmyndir um

að ráðast í viðbyggingu eru á byrjunarstigi en nemendur eru þegar búnir að útvega kassa í verkið. Húsið hlaut nafnið

Lestrarkot. Lestur er bestur.

Obba

FRÁ LEIKSKÓLANUM

Sögustund á Krummadeild

Brúðuleikhúsið sem við bjuggum til

Stelpurnar að leik

Það vantar ekki einbeitninguna við vinnuna Um að gera að æfa jafnvægið Stelpurnar ráða ráðum sínum

23


BÓNDAVARÐAN

24


BÓNDAVARÐAN

25


UTANDAGSKRÁ HAMMONDHÁTÍÐAR 2015

Miðvikudagur 22. apríl

21:00 Langabúð – barsvar

Fimmtudagur 23. apríl - Sumardagurinn fyrsti

11:00 Sandkastalagerð úti á söndunum við enda flugvallarins. Mætið með skóflur og fötur!

11-16:00 Arfleifð – 5 ára afmælishátíð Arfleifðar. Nýjar vörur kynntar, mörg góð tilboð og óvæntar uppákomur. Flottar og

fjölbreyttar töskur, fylgihlutir og fatnaður úr hreindýra- og lambaleðri, selskinn, þorsk-, laxa-, karfa- og hlýraroði,

hornum og beinum. Allt hannað og framleitt á Djúpavogi.

14:00 Langabúð – opnun myndlistarsýningar Hildar Bjarkar Þorsteinsdóttur

17:30 ca. Hótel Framtíð – Amaba Dama opnar sound check-ið fyrir krökkum Djúpavogshrepps

20:30 Hammondhátíð. Amaba Dama og Kiriyama Family

Föstudagur 24. apríl

11:00 Bragðavellir í Hamarsfirði – Fjölskylduganga. Fossaskoðun, hestar og fleira.

15:00 Langabúð – Barnabíó með poppi og djús

21:00 Hammondhátíð. Prins Póló og Jónas Sigurðsson & Ritvélar framtíðarinnar

00:00 Langabúð – opið

Laugardagur 25. apríl

10-12:00 Timburmannaganga um Búlandsnes á vegum Ferðafélags Djúpavogs – endurstikun gönguleiða gerir öllum gott í

hvað ástandi sem þeir kynnu að vera. Lagt af stað frá Hótel Framtíð

13-14:00 Edrúlífið – Jóhannes Kr. Kristjáns og Ilmur Kristjáns í kirkjunni

14:00 Rútuferð þar sem komið yrði við í Hvannabrekku og á Karlsstöðum. Farið frá kirkjunni kl. 14:00 og komið aftur á

Djúpavog kl. 18:00. Skráning á lista í anddyri Samkaup-Strax og Við Voginn fyrir kl. 11:00 laugardaginn 25. apríl.

Fullorðnir kr. 1.500,- og börn kr. 1000,-

14:30-15:30 Hvannabrekka í Berufirði – sveitalífið. Gefið að smakka á ábrystum

15-17:00 Karlsstaðir í Berufirði – Bulsudiskó. Aðgangseyrir kr. 1.000,- en ókeypis fyrir yngri en 12 ára

18-18:30 Langabúð – Ingó töframaður sýnir brot af töfralistum sínum í boði Neista

21:00 Hammondhátíð. Bubbi & Dimma

00:00 Langabúð – opið

Sunnudagur 26. apríl

10-12:00 Timburmannaganga um Búlandsnes – endurstikun gönguleiða á vegum Ferðafélags Djúpavogs.

Lagt af stað frá Hótel Framtíð

14:00 Hammondhátíð. Maggi Eiríks & Pálmi Gunnars ásamt Þóri Úlfars

Opnunartímar 23.-26. apríl

Íþróttamiðstöðin, sundlaug og íþróttahús – föst. kl. 7-20:30. Laug. kl. 11-17:00. Sunn. kl. 11-13:00

Tryggvabúð, vöfflukaffi í félagsaðstöðu heldri borgara – kl. 15-17:00 föst og laug.

Langabúð, safn og kaffihús – kl. 14-17:00 alla dagana

Bakkabúð, handverks- og gjafavöruverslun – kl. 13-18:00 alla dagana

Arfleifð, fylgihlutir og fatnaður, hannað og handgert – fimmt. kl. 11-16. Föst. kl. 10-18. Laug og sunn. kl. 11-14:00

JFS, íslenskt handverk – alltaf opið, vinnustofa í Manchester United bílskúrnum

Gallerí Bones, Sticks and Stones – opið ef bíllinn er fyrir utan

Við Voginn, matsölustaður og verslun – föst. kl. 9-20:00. Fimmt, laug og sunn kl. 11-20:00

Hótel Framtíð, Hammondhátíðarmatseðill – alltaf opið

Samkaup – fimmt. kl. 11-16:00. Föst. kl. 10-18:00. Laug. og sunn. kl. 11-14:00

Vínbúð – föst. kl. 13-18:00

Ljósmyndasamkeppni

Óvæntur vinningur í boði fyrir bestu Hammondhátíðarmyndina 2015.

Myndir sendist á erla@djupivogur.is fyrir 1. maí eða merkið þær:

#hammondhatid2015

#hammondhatid2015

Live feed í Löngubúð

More magazines by this user
Similar magazines