Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009 - Umferðarstofa

us.is

Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009 - Umferðarstofa

Skýrsla nr. C12:04Kostnaður við umferðarslysá Íslandi árið 2009Desember 2012


HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDSHagfræðistofnun Háskóla ÍslandsOdda v/SturlugötuSími: 525-4535Fax nr. 552-6806Heimasíða: www.hag.hi.isTölvufang: sveinnag@hi.isSkýrsla nr. C12:04Kostnaður við umferðarslysá Íslandi árið 2009Desember 2012


FormáliUm mitt ár 2011 fól Umferðarstofa Hagfræðistofnun að meta kostnað þjóðfélagsins vegnaumferðarslysa árið 2009. Var, að athuguðu máli, ákveðið að beita aðferðafræði sem nefndhefur verið kostnaður við sjúkdóma (cost-of-illness, COI) og hefur m.a. verið notuð viðsambærilegar rannsóknir í Svíþjóð.Í samstarfi við Landspítala háskólasjúkrahús og í nánu samstarfi við tryggingafélög ogUmferðarstofu að fengnum leyfum frá Persónuvernd og Vísindasiðanefnd var safnaðumfangsmeiri gögnum um fjölda slasaðra og kostnað vegna umferðarslysa en áður hefurverið ráðist í hérlendis. Skýrsluna unnu Linda Björk Bryndísardóttir, BS, KonráðGuðjónsson, BS, Viðar Ingason, MSc, Eggert Eyjólfsson, læknir, dr. Brynjólfur Mogensenog dr. Sveinn Agnarsson. Ingibjörg Richter, kerfisfræðingur á Landspítala, og KristlaugH. Jónasdóttir, verkefnastjóri á hagdeild Landspítala, veittu ómetanlega aðstoð við öflungagna frá Landspítala. Starfsfólk tryggingafyrirtækja og Umferðarstofu hefur einnig veriðafar liðlegt. Er öllum þessum aðilum þakkað kærlega fyrir gott samstarf.Reykjavík 3. desember 2012Sveinn Agnarsson,forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslandsii


SamantektÍ þessari skýrslu er byggt á aðferðafræði sem nefnd hefur verið kostnaður vegna veikinda(cost of illness, COI) til að meta með hagrænum hætti þann kostnað sem umferðarslysleggja á samfélagið og er þar einkum stuðst við sænskar rannsóknir. COI aðferðafræðinmetur þann kostnað sem tiltekið slys hefur í för með sér og þar með þá fjárhæð semmögulega hefði mátt spara ef slysið hefði ekki átt sér stað.Alhliða COI kostnaðargreining nær bæði utan um beinan og óbeinan kostnað. Meðbeinum kostnaði er átt við allan þann kostnað sem beinlínis fylgir slysum. Nánar tiltekiðer þessi kostnaður skilgreindur sem öll notkun á mannafla, vélum, tækjum, búnaði og öðrusem fellur til vegna slyss. Óbeinn kostnaður lýsir aftur á móti þeim kostnaði í formitapaðrar framleiðslu sem leiðir af slysum. Þessi aðferð er ófullkomin að því leyti að húntekur eingöngu tillit til þeirrar framleiðslu, og þar með tekna, sem tapast þegareinstaklingar slasast eða bíða bana í umferðarslysum. Fræðilega væri réttara að nota þáaðferðafræði sem byggist á því að meta greiðsluvilja einstaklinga, svo sem gert hefurverið í fyrri rannsóknum Hagfræðistofnunar á kostnaði við umferðarslys. Til að hægt sé aðbeita þeirri aðferðafræði þarf hins vegar að mati rannsakenda að afla enn nákvæmarigagna en hér var gert.Árið 2009 slösuðust 1.282 einstaklingar í umferðarslysum á Íslandi og 17 létust, þarf af 14Íslendingar samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Að auki fórst einn Íslendingur íumferðarslysi erlendis. Það sama ár komu hins vegar 2.373 einstaklingar á bráðadeildLandspítala eftir umferðarslys, þar af 1.222 konur eða 51.5%, en 1151 eða 48.5% vorukarlar, en samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá komu 340 einstaklingar á önnur sjúkrahús ogheilsugæslustofnanir eftir umferðarslys.Af þeim, sem slösuðust í umferðarslysum og komu á Landspítala, þurfti árið 2009 aðleggja 87 eða 3,7% inn á spítalann. Meðallegutími þeirra var 7,3 dagar. Þá voru 23slasaðir lagðir inn á gjörgæsludeild, 14 karlar og 9 konur þar af 2 börn.Beinn kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2009 er hér talinn hafa verið 9,5-10milljarðar kr. Þar af vega bætur sem tryggingafélög greiddu fyrir þann kostnað, sem hlaustaf slysum, þyngst, en þær eru áætlaðar um 85% af heildarkostnaði. Hér er notaðuriii


kostnaður sjúkrahúsanna vegna einstaklinga sem slösuðust árið 2009, en gera má ráð fyrirað kostnaður vegna þessara einstaklinga eigi eftir að aukast vegna meðferðar sem þeirmunu þurfa á að halda í framtíðinni. Þessa niðurstöðu má líta á sem neðri mörk beinskostnaðar.Óbeinn kostnaður er áætlaður 12,4-12,9 milljarður kr. og vegna þar greiðslurtryggingafélaga til einstaklinga langþyngst, en þær eru áætlaðar um 11 milljarðar kr.Heildarkostnaður vegna umferðarslysa árið 2009 er áætlaður 22-23 milljarðar kr. áverðlagi ársins 2009. Þetta er nokkuð lægri kostnaður en fram kom í skýrsluHagfræðistofnunar frá árinu 1996, en þar var meðalkostnaður áranna 1980 til 1994áætlaður 22-30 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2009.Tafla 1 Núvirtur heildarkostnaður við slys árið 2009 á verðlagi þess árs. Milljónir kr.Beinn kostnaður:Sjúkrahús og lækniskostnaður 700 700Lögregla 500 950Slökkvilið 20 20Tryggingafélög, eignatjón 8.300 8.300Óbeinn kostnaður:Samtals 9.520 9.970Framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla 1.420 1.850Greiðslur tryggingafélaga 11.000 11.000Samtals kostnaður vegna umferðarslysaSamtals 12.420 12.85021.940 22.820Í þessari greiningu er ekki tekið tillit til ýmissa illmælanlegra stærða, svo sem þautilfinningalegu áhrif sem dauði eða örkumlun hefur á viðkomandi fjölskyldu og vini. Þávantar í þessa greiningu upplýsingar um greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins oglífeyrissjóða til þeirra sem lentu í umferðarslysum. Því er rétt að líta á þetta mat sem lægrimörk á kostnaði þjóðarinnar vegna umferðarslysa.Á grundvelli þess sem hér hefur komið fram má freista þess að áætla kostnað við slys eftiralvarleika áverka. Ætla má að heildarkostnaður vegna slyss þar sem engin varanleg meiðslurðu hafi að jafnaði numið 1,5-1,9 milljónum kr., vegna lítið slasaðra einstaklinga 6,3-6,7iv


milljónir kr., vegna þeirra sem eru mikið slasaðir á bilinu 16,5-*32,2 milljónir kr. ogalvarlegara slasaðra 42-45 milljónir kr. Meðaltap vegna dauðsfalls er áætlað á grundvellialdursskiptingar þeirra sem biðu bana í umferðinni árið 2009, 95-125 milljónir kr.Tafla 2 Meðalkostnaður við umferðarslys eftir alvarleika.Milljónir kr. á verðlagi ársins 2009.Lágt matHátt matÓmeiddir (0% örorka) 1,5 1,9Lítið slasaðir (1-15% öroka) 6,3 6,7Mikið slasaðir (16-60% örorka) 16,5 32,2Alvarlega slasaðir (61-100% örorka) 42,0 45,0Dauðsfall 95,0 125,0Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1996 er áætlað að kostnaður við hvern einstaklingsem slasast lítið í umferðarslysi sé á bilinu 3,4-4,6 milljónir kr. á verðlagi ársins 2009 semer töluvert lægri kostnaður en hér er er gert ráð fyrir. Aftur á móti er kostnaður vegnaþeirra sem slasast meira áætlaður mun meiri í þeirri skýrslu en hér er gert. Kostnaðurþeirra sem slasast mikið er þannig áætlaður á bilinu 31-44 milljónir kr., kostnaður þeirrasem slasast alvarlega 95-133 milljónir kr. og þeirra sem bíða bana í slysum 270-320milljónir kr. Þessi munur skýrist af þeim mun sem er á þeirri aðferðafræðilegri nálgun sembeitt er í skýrslunum tveimur, en tjón vegna dauðsfalls er vafalítið vanmetið með því aðbeita tekjutapsaðferðinni í stað þess að nota aðferðir sem byggja á greiðsluvilja.Það mat á meðalkostnaði vegna dauðsfalls, sem hér er sett fram, er því ugglaust of lágt ogsama á líklega einnig við um mat á kostnaði vegna þeirra sem slasast mikið eða alvarlega.Vegna þess hve hlutfallslega fáir slasast mjög alvarlega eða deyja í umferðarslysum árhvert er hins vegar síður ástæða til að ætla að heildarkostnaður vegna umferðarslysa séverulega vanmetinn.v


EFNISYFIRLIT1 INNGANGUR ................................................................................................................................... 42 COI KOSTNAÐARGREINING ...................................................................................................... 52.1 Sjónarhorn ................................................................................................................. 62.2 Skilgreining á kostnaði .............................................................................................. 62.3 Tímarammi ................................................................................................................ 72.4 Framsetning ............................................................................................................... 83 KOSTNAÐUR VEGNA UMFERÐARSLYSA .............................................................................. 93.1 Beinn kostnaður ........................................................................................................ 93.2 Óbeinn kostnaður .................................................................................................... 103.3 Kostnaðarliðir vegna umferðarslysa ....................................................................... 113.3.1 Beinn kostnaður ............................................................................................ 113.3.2 Óbeinn kostnaður .......................................................................................... 154 UMFERÐARSLYS ÁRIÐ 2009 ..................................................................................................... 174.1 Þróun umferðarslysa frá 1999 ................................................................................. 174.2 Slys á fólki 2009 ..................................................................................................... 184.3 Innlagnir á Landspítala ............................................................................................ 204.4 Slys á börnum í umferðinni ..................................................................................... 225 KOSTNAÐUR VIÐ UMFERÐARSLYS ÁRIÐ 2009 .................................................................. 235.1 Beinn kostnaður ...................................................................................................... 235.1.1 Aðilar sem koma að slysum .......................................................................... 235.1.2 Kostnaður vegna útkalla ............................................................................... 245.1.3 Kostnaður tryggingafélaga vegna eignatjóns ................................................ 255.1.4 Kostnaður sjúkrahúsa .................................................................................... 265.1.5 Samantekt ...................................................................................................... 285.2 Óbeinn kostnaður .................................................................................................... 295.2.1 Töpuð framleiðsla þeirra sem létust í umferðarslysum................................. 295.2.2 Virði vinnu innan heimilis ............................................................................ 311


5.2.3 Greiðslur tryggingafyrirtækja vegna umferðarslysa ..................................... 325.3 Helstu niðurstöður ................................................................................................... 342


MYNDAYFIRLITMynd 4-1 Umferðarslys 1999-2009.................................................................................... 17Mynd 4-2 Slys á hver 1000 ökutæki 1999-2009 ................................................................. 18Mynd 4-3 Aldursskipting slasaðra hjá Landspítalanum ..................................................... 20TÖFLUYFIRLIT_Tafla 4-1 Fjöldi slasaðra í umferðarslysum árið 2009 ........................................................ 19Tafla 4-2 Fjöldi þeirra sem komu á Landspítala árið 2009 eftir umferðarslys ................... 19Tafla 4-3 Aldur og áverkaskor þeirra sem lagðir voru inn á Landspítala árið 2009. .......... 21Tafla 4-4 Aldur, kyn, áverkaskor og legutími þeirrasem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Landspítala eftir umferðarslys árið 2009 ................ 21Tafla 4-5 Fjöldi barna eftir kyni og landshluta sem komu á Landspítalaeftir umferðarslys árið 2009. ............................................................................................... 22Tafla 4-6 Aldur og áverkar barna sem lögð voru inn á Landspítala árið 2009. .................. 22Tafla 5-1 Fjöldi útkalla lögreglu, slökkviliðs, Aðstoðar & Öryggisog sjúkraflutningsfólks vegna umferðarslysa árið 2009. .................................................... 23Tafla 5-2 Flutningar slasaðra af slysstað árið 2009. ........................................................... 24Tafla 5-3: Kostnaður tryggingafélaga vegna eignatjóna í umferðarslysum árið 2009. ...... 26Tafla 5-4 Mat á kostnaði sjúkrahúsa vegna umferðarslys árin 2005 og 2009 .................... 28Tafla 5-5: Beinn kostnaður vegna umferðaslysa árið 2009 á verðlagi þess árs .................. 295-6: Banaslys árið 2009 eftir kyni, aldri og þjóðerni .......................................................... 30Tafla 5-7: Áætlað framleiðslutap vegna dauðaslysa árið 2009 ........................................... 31Tafla 5-8: Áætlað framleiðslutap vegna dauðaslys í umferðinniárið 2009 á verðlagi þess árs. Vinna innan heimilis meðtalin. ........................................... 32Tafla 5-9 Greiðslur frá þremur tryggingafyrirtækjum árið 2005 ........................................ 34Tafla 5-10 Núvirtur heildarkostnaður við slys árið 2009 á verðlagi ársins 2009 ............... 35Tafla 5-11 Meðalkostnaður við umferðarslys eftir alvarleika á verðlagi ársins 2009 ........ 363


1 InngangurUmferðarslys eru algeng, alvarleiki áverka slasaðra oft mikill og kostnaður þjóðagífurlegur. Jafnvel hjá tæknivæddum þjóðum hefur hins vegar reynst erfitt að aflaupplýsinga um hversu mikill þessi kostnaður er þar sem gagnasöfn eru yfirleitt ekkisamhæfð og áherslur mismunandi. Þótt víða hafi mikið áunnist, sérstaklega í hinumvestræna heimi, er ennþá langt í land. Þessi skortur á heildarsýn er bagalegur þar semgreinargóð gögn um kostnað vegna umferðarslys eru mikilvæg, t.d. þegar meta skalkostnað og ábata vegna samgöngubóta eða meta áhrif stefnubreytinga stjórnvalda. Núllsýní umferðarmálum, þ.e. sú stefna að það sé ekki með neinu móti ásættanlegt að dauðaslysverði í umferðinni, nýtur vaxandi fylgis, og hafa stjórnvöld hérlendis tekið undir þausjónarmið. 1 Æskilegt er að þjóðin lögfesti ákveðna framtíðarsýn í umferðaröryggismálum.Á undanförnum tveimur áratugum hafa nokkrar skýrslur verið skrifaðar um kostnað vegnaumferðarslysa á Íslandi. Á umferðarþingi árið 1990 kynnti Lára Margrét Ragnarsdóttirniðurstöður athugunar sem sýndi að árið 1989 hefðu umferðarslys kostað 5,2 milljarða kr.eða ívið meira en svaraði til rekstrarkostnaðar Ríkisspítala.Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1995 er sýnt á fræðilegan hátt hvernig hægt er aðvirða til fjár þann kostnað sem umferðarslys hafa í för með sér og rýra þar með velferðsamfélagsins. 2 Þessum kostnaði má skipta í tvennt; annars vegar þann kostnað semeinstaklingar bera sjálfir og hins vegar þann kostnað sem lendir á hinu opinbera ogtryggingafélögum. Síðarnefnda kostnaðinn má alla jafna meta út frá opinberum gögnum,en öðru máli gegnir um hinn fyrrnefnda þar eð hinn óbætti kostnaður einstaklinga afslysum er hvergi skráður og því erfiðara að meta. Til að nálgast þann kostnað þarf að beitaaðferðafræði sem byggist á því meta greiðsluvilja (willingness to pay) einstaklinga. Til aðhægt sé að beita þeirri aðferðafræði þarf hins vegar að afla allumfangsmikilla gagna. Ískýrslunni er sýnt fram á að þjóðhagslega hagkvæmt sé að framkvæma nákvæmara mat ákostnaði vegna líkamstjóna í umferðarslysum á Íslandi en notað er þegar teknar eruákvarðanir um framkvæmdir á umferðarmannvirkjum.Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1996 er beitt þeirri aðferðafræði, sem mælt hafðiverið með í skýrslu stofnunarinnar frá árinu áður, til að meta persónulegt tjón og1 Sjá t.d. orð Ögmundar Jónassonar, þáverandi samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, á umferðarþingi árið2010. (http://www.innanrikisraduneyti.is/sam/frettir/nr/24331).2 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (1995).4


samfélagsleg útgjöld vegna umferðarslysa. 3 Meðalkostnaður vegna umferðarslysa áárunum 1980-1994 er áætlaður 11-15 milljarðar kr. á verðlagi ársins 1995 eða 22 til 30milljarða kr. á verðlagi ársins 2009. Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður úr norskrirannsókn frá 1993. 4Í þessari skýrslu er aftur á móti byggt á aðferðafræði sem nefnd hefur verið kostnaðurvegna veikinda (cost of illness, COI) til að meta með hagrænum hætti þann kostnað semumferðarslys leggja á samfélagið og þar einkum stuðst við sænskar rannsóknir. 5 COIaðferðafræðin metur þann kostnað sem tiltekið slys hefur í för með sér og þar með þáfjárhæð sem mögulega hefði mátt spara ef slysið hefði ekki átt sér stað. Þær upplýsingar,sem fást með þessari aðferðafræði, geta nýst til nánari greiningar á þeim hópi fólks, t.d.miðað við aldur eða kyn, sem nauðsynlegt væri að ná til með upplýsingum og kynningumtil að freista þess að koma í veg fyrir eða draga úr umferðarslysum. Með því að beitaþessari aðferðafræði er hægt að meta fjárhagslegan kostnað samfélagsins vegnadauðaslysa sem og annarra umferðarslysa. Aðferðin gefur einnig færi á því að kanna hverskonar slys kosta samfélagið hvað mest þegar horft er á beinan og óbeinan kostnað.2 COI kostnaðargreiningCOI kostnaðargreining er fræðileg aðferð sem byggist á fórnarkostnaðarhugtakinu.Grunnur hennar felst í að sýna fram á kostnað við slys með því að meta til fjár þau gæði,þ.e. vinnuafl, vörur og þjónustu, sem samfélagið þarf að nota þegar slys eiga sér stað.Þessi gæði hefði ella verið hægt að nýta til annarra hluta og hagfræðilega má því líta svo áað sú notkun þeirra sem tengist slysum feli í sér ákveðna fórn. Tekið skal fram að þessihugtakanotkun á ekki einvörðungu við þegar um slys er að ræða. Öll hagfræðileg greininggengur út frá þeirri staðreynd að öll gæði eru af skornum skammti og því felur tiltekinnotkun þeirra ætíð í sér fórn þar eð ekki er hægt að nýta sömu gæði til annarra þarfa.Þegar ráðist er í COI-greiningu er mikilvægt að íhuga eftirfarandi atriði:1. Kostnað hvers skal reikna?2. Hvaða kostnað skal reikna?3. Hvenær skal reikna kostnaðinn?3 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (1996).4 Elvik (1993).5 Myndigheten för samhällsskydd og och beredskap (2009a, 2009b) og Olofsson (2008).5


4. Hvernig skal reikna kostnaðinn?2.1 SjónarhornVið COI-greiningu skiptir máli að ákveða þegar í upphafi út frá hvaða sjónarhólirannsóknin skuli gerð, þ.e. hvort um sé einstaklingsmiðaða greiningu, eða greiningu semmiðar við fyrirtæki, atvinnugrein, hið opinbera eða allt samfélagið. Æskilegt er aðgreiningin nái sem best utan um allan þann kostnað sem til fellur hverju sinni og því erheppilegast að miða við samfélagið í heild.2.2 Skilgreining á kostnaðiÍ COI-greiningu er skilið á milli beins og óbeins kostnaðar. Beinn kostnaður felur í sér aðgreiðsla á sér stað, en óbeinn kostnaður felur í sér að gæði eru notuð sem ella hefði máttnýta með öðrum hætti. Þessi skipting hefur þó sætt gagnrýni sökum þess hvernig staðið erað útreikningum á hagrænum kostnaði í COI. Í greiningunni er ekki nema að mjögtakmörkuðu leyti tekið tillit til þess kostnaðar sem dauði, þjáning, sársauki og depurð hafaí för með sér. Ástæða fyrir því að litið er framhjá þessum þáttum að mestu leyti er sú aðerfitt er að virða þá til fjár. Aftur á móti er hægara – en þó engan veginn auðvelt – að slámati á kostnað við læknisþjónustu og tapaðar vinnustundir. Því hefur verið reynt eftirföngum að breikka kostnaðarmatið með því að líta einnig til þessara „óefnislegu“ atriða,svo sem þjáningu og sársauka.Annar vandi við að greina kostnað felst í því að oft á tíðum fellur seinna til kostnaður semóvíst er hvort telja skuli sem hluta af reiknuðum kostnaði. Ef aðeins er horft á slysið eðasjálfan sjúkdóminn er hætta á að vanmeta kostnað. Ef allur kostnaður við slysið eðasjúkdóminn er tekinn með, hvort sem hann fellur til snemma eða seint í ferlinu er hætta áað hann verði ofmetinn.Fjórar mismunandi aðferðir hafa verið þróaðar til að reikna kostnað við slys/sjúkdóma.Með heildarkostnaðaraðferð (sum-all-medical, SAM) er tekið tillit til alls þess kostnaðar,sem skráður er eða færður á sjúkling, sem hlotið hefur ákveðna meðferð.6


Í hlutagreiningaraðferð (sum-diagnosis-specific, SDS) er aftur á móti einungis tekið tillittil þess kostnaðar sem fellur beint til vegna slyssins eða sjúkdómsins. SDS aðferðin er núnotuð í um 70% COI rannsóknum. 6Í samanburðaraðferð (matched control) eru tveir hópar bornir saman og þannig beittklassískum aðferðum samanburðargreiningar. Annars vegar er greindur kostnaður vegnahóps, sem inniheldur einstaklinga sem lent hafa í slysi eða fengið sjúkdóm, og hins vegarvegna hóps einstaklinga sem ekki hafa lent í slysi eða fengið sjúkdóm. Þannig fæst mat ámuni kostnaðar vegna þessara einstaklinga og má þá betur áætla kostnað tengdan slysumeða sjúkdómum. Þessi aðferð getur þó reynst erfið í framkvæmd þar sem vanda þarf velvalið á samanburðarhópunum.Loks er hægt að beita aðhvarfsgreiningu við mat á kostnaði. Sú aðferð felur í sér aðnotaðar eru tölfræðilegar aðferðir til að tengja kostnað við ákveðin slys eða sjúkdóma viðýmsar ytri stærðir. Gagna má þá ýmist afla úr hefðbundnu kostnaðarbókhaldi eða með þvíað nýta gögn sem fást úr samanburðaraðferðinni. Auk hefðbundinna vandamála viðnotkun aðhvarfsgreiningar hefur sérstaklega verið bent á þann vanda sem upp kemurvegna þess að slys eða sjúkdóm má rekja a.m.k. að hluta til einhverra breyta sem ekki erhægt að ná vel utan um í hinu tölfræðilega líkani. Sem dæmi má nefna þegar sjúkdómartengjast lífsstíl eða ganga í erfðir. Af þessum sökum hefur verið talið að aðfallsgreininghenti best til að meta kostnað við sjúkdóma eða slyss sem eiga sér stað handahófskennt,þ.e. þar sem tilurð sjúkdóma eða slys er slembin.Samanburðargreining og aðhvarfsgreining gefa góða möguleika á frekari greiningu oghafa af þeim sökum þótt henta vel fyrir COI-greiningu.2.3 TímarammiÞann kostnað sem tengist ákveðnum slysum eða sjúkdómum má annað hvort meta eftir áog er þá talað um afturvirka (retrospective) útreikninga, eða spá fyrir um kostnað fram ítímann. Í því tilviki er talað um framvirka (prospective) útreikninga. Jafnframt þarf aðákveða hvort reikna skuli kostnað árlega eða meta kostnað yfir lengri tíma(lífstíðarkostnað).Afturvirk greining hefur þann kost að verulegur hluti þeirra gagna, sem greiningin byggistá, liggja þegar fyrir. Aftur á móti er ekki sjálfgefið að sú gagnasöfnun sé sú heppilegasta6 Olofsson (2008).7


sem völ er á. Þeim meinbug er hugsanlega hægt að vinna á með því að sérsniða söfnungagna að rannsókninni. Þannig má t.d. með könnunum og dagbókarfærslum aflaupplýsinga um kostnað sjúklinga sem ekki liggja fyrir í opinberum gögnum. Ítarlegrigagnasöfnun hefur hins vegar ætíð í för með sér mikinn kostnað og af þeim sökum eruafturvirkar leiðir oft taldar heppilegri.COI-greining getur annað hvort náð til tiltekins tímablis, t.d. alls kostnaðar sem fellur til áeinu ári, eða lengri tíma og er þá yfirleitt miðað við allan þann tíma sem einhver kostnaðurfellur til á. Sem dæmi má nefna allan kostnað sem tengist sjúkdómi frá því hann er fyrstgreindur og þar til annað hvort meðferð lýkur eða sjúklingurinn fellur frá.2.4 FramsetningNiðurstöður COI eru háðar ýmsum forsendum svo sem hvaða aðferð er notuð viðútreikningana og aðgengi að gögnum. Fyrir vikið er sjaldnast hægt að meta kostnað meðóyggjandi hætti. Þess vegna er heppilegt að tilgreina þá óvissu sem er til staðar og geraskýra grein fyrir henni. Í sumum tilfellum kann að vera gagnlegt að gera næmnigreininguog kanna hvaða áhrif breyting á ákveðnum breytum hafi á niðurstöðuna.8


3 Kostnaður vegna umferðarslysaAlhliða COI kostnaðargreining nær bæði utan um beinan og óbeinan kostnað. Meðbeinum kostnaði er átt við allan þann kostnað sem beinlínis fylgir slysum. Nánar tiltekiðer þessi kostnaður skilgreindur sem öll notkun á mannafla, vélum, tækjum, búnaði og öðrusem fellur til vegna slyss. Hagfræðilega séð er þetta fórnarkostnaður við að nota þessigæði. Óbeinn kostnaður lýsir aftur á móti þeim kostnaði í formi tapaðrar framleiðslu semleiðir af slysum. Í rannsóknum hefur einnig verið fjallað um nauðsyn þess að líta ásársauka og þjáningar þeirra sem verða fyrir slysum og annarra t.d skyldmenna, en þessumliðum er oft sleppt vegna þess hve erfitt er að leggja mat á þann kostnað.Hér á eftir er nánar fjallað um hvernig hægt væri að meta kostnað við umferðarslys. Slíktmat er hins vegar háð því að fyrir liggi nægjanlega góð gögn, en því er því miður ekkialltaf fyrir að fara. Svo sem fram kemur í kafla 5 hér á eftir er íslenskur veruleiki þannigað mjög erfitt er – og í sumum tilvikum jafnvel ómögulegt – að afla nauðsynlegra gagna.Umfjöllunina hér á eftir ber því fyrst og fremst að skoða sem lýsingu á því hvernig hægtværi að meta kostnað við umferðarslys ef öll nauðsynleg gögn væru fyrir hendi.3.1 Beinn kostnaðurBeinum kostnaði má í höfuðdráttum skipta í kostnað sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva ogsvo annan kostnað. Undir kostnað sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva falla m.a.eftirfarandiliðir:• Bráðamóttaka.• Endurhæfing.• Greiningarpróf.• Heimahjúkrun.• Kostnaður vegna starfsfólks (lækna, hjúkrunarfræðinga o.fl.) á göngudeildum.• Kostnaður vegna starfsfólks (lækna, hjúkrunarfræðinga o.fl.)heilsugæslugæslunnar.• Kostnaður vegna starfsfólks (lækna, hjúkrunarfræðinga o.fl.) á legudeildum.• Lega sjúklings á gjörgæslu og legudeildum sjúkrahúsa.• Líknardeild.• Lyfseðilsskyld- og önnur lyf.9


• Myndgreiningarrannsókir.• Umönnun sérfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna.Annar beinn kostnaður er einkum eftirfarandi:• Eignatjón.• Flutningar til og frá sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og öðrumlæknamiðstöðvum.• Kostnaður við breytingu á húsi, bílum og tengdum hlutum.• Stjórnsýslukostnaður.Þeir beinu kostnaðarliðir sem COI-greining tekur ekki með eru t.d. rannsóknir, þjálfun ogfjármagnskostnaður t.d. vegna framkvæmda. Ástæðan er sú að erfitt getur reynst aðtengja þessa þætti við slys.3.2 Óbeinn kostnaðurÓbeinum kostnaði má í grófum dráttum skipta í tvennt:• Kostnaður vegna dauðaslysa.• Tapað vinnuframlag vegna örorku og/eða bæklunar.Mat á kostnaði vegna dauðaslyss felur í sér að reynt er að meta til fjár virði þess að lifa. Íþví skyni hafa þrjár meginaðferðir verið þróaðar sem byggjast á eftirfarandi þáttum:• Mannauður (human capital method)• Skammtímakostnaður (friction cost method)• Greiðsluvilji (willingness to pay method)MannauðsaðferðinMannauðsaðferðin felur í sér að reynt er að meta til fjár þá framleiðslu og þar með tekjursem tapast þegar einstaklingur fellur frá. Út frá meðaltekjum hvers aldurhóps og líkum áþví að einstaklingur sem bíður bana í slysi hefði ella náð tilteknum aldri má áætla þærtekjur sem viðkomandi hefði haft og þar með tap samfélagsins vegna þessarar töpuðuframleiðslu. Framtíðartekjur eru núvirtar og gert ráð fyrir að tekjur hefðu að jafnaðihækkað að raungildi um tiltekið hlutfall á hverju ári, t.d. 1%. Með þessari aðferð má bæði10


virða til fjár þær tekjur sem einstaklingurinn hefði haft af vinnu á markaði sem og þávinnu sem hann hefði unnið innan heimilis. Mannauðsaðferðina má einnig nota til að metatap einstaklings sem hlýtur varanlega fötlun.SkammtímakostnaðaraðferðinÞessi aðferð er náskyld mannauðsaðferðinni, en hún lítur þó eingöngu til þessframleiðslutaps sem á sér stað á þeim tíma sem líður þar til ráðið hefur verið í þá stöðusem hinn látni/slasaði sinnti. Þessi nálgun gerir því ráð fyrir að annað vinnuframlagstapmegi bæta upp með öðrum starfsmanni og að tapið sé því einungis sá kostnaður sem þaðtekur að ráða og þjálfa nýjan starfsmann.GreiðsluviljaaðferðinÞessi aðferð felst í að meta með beinum eða óbeinum hætti hversu háa fjárhæðeinstaklingur er fús að greiða til að draga úr líkum á dauðaslysi eða öðrum slysum. Ýmsaraðferðir eru færar í þessu skyni, svo sem spurningakannanir, kanna hversu há laun erugreidd aukalega fyrir störf sem eru talin sérstaklega áhættusöm, eða meta eftirspurn eftirvörum sem leiða til betri heilsu og öryggis (t.d. öryggisbelti).3.3 Kostnaðarliðir vegna umferðarslysaHér verður farið nánar í þann beina og óbeina kostnað sem fellur til vegna umferðarslysaog gerð grein fyrir þeim aðferðum sem notaðar eru við útreikningana.3.3.1 Beinn kostnaðurVið útreikninga á beinum kostnaði vegna umferðarslysa þurfa að liggja fyrir upplýsingarum sjúkrakostnað strax eftir slys, hve lengi sjúklingur dvaldist á legudeildum, ýmsanannan kostnað sem fellur til fyrsta árið ásamt kostnaði í framtíðinni ef um mikið slasaðaneinstakling er að ræða.SjúkrakostnaðurSjúkrakostnaður er reiknaður á eftirfarandi hátt: ,, 1 1 ,, 1 1 Þar sem:∑ Núvirði lækniskostnaðar vegna áverka.11


kostnaður sem fellur til fyrsta árið vegna sjúklinga á legudeildum (kostnaður viðkrufningar meðtalinn) með áverka af alvarleika i (i=1,...,6). Stuðst er við AIS(Abbreviated Injury Scale) áverkastigun við mat á slysum i þar sem 1=lítill áverki,2=meðaláverki, 3= mikill áverki, 4=alvarlegur áverki, 5=lífshættulegur áverki og 6=áverkisem leiðir til dauða. 7 Líkamanum er skipt í níu AIS svæði og það svæði valið sem er mestslasað. kostnaður vegna legu sjúklinga með áverka af alvarleika i (i=1,...,6).Áverkaskor, Injury Severity Score eða ISS, er betri mælikvarði á alvarleika áverka hjáslösuðum með fjöláverka. Þá eru þrjú mest slösuðu AIS svæðin valin, hæsta AIS talan fráhverju þeirra hafin í annað veldi og tölurnar þrjár lagðar saman og fæst þá áverkaskorið(A 2 +B 2 +C 2 =ISS). Lítill áverki er 1-3 stig, meðaláverki 4-8 stig, mikill áverki 9-15 stig,alvarlegur áverki 16-24 stig, lífshættulegur áverki 25-74 stig og áverki sem leiðir til dauðaer skilgreindur sem 75 stig eða slasaður með þrjá lífshættulega áverka. kostnaður sem fellur til fyrsta árið vegna umönnunar á heilsugæslustöð (heimsóknir,heimaþjónustu, endurhæfing og lyf og búnaður) á einstaklingi með áverka af alvarleika i(i=1,...,6). kostnaður sem fellur til í framtíðinni við umönnun á einstaklingi með áverka afalvarleika I (i=1,...,6). kostnaður vegna sjúkraflutninga vegna slyss. Í þessari greiningu er einnig tekið tillittil kostnaðar sem ætla má að falli til síðar. ,, líkurnar á því að einstaklingur af kyni s verði fyrir slysi á aldrinum a, sem leiði tiláverka af alvarleika i, lifi til aldurs n. vænt þróun kostnaðar vegna breytinga á framleiðni í framtíðinni. ávöxtunarkrafa.7 American Association for the Advancement of Automotive Medicine (1990).Baker et al. (1974).Áverkaskor, Injury Severity Score eða ISS, er betri mælikvarði á alvarleika áverka hjá slösuðum meðfjöláverka. Þá eru þrjú mest slösuðu AIS svæðin valin, hæsta AIS talan frá hverju þeirra hafin í annað veldiog tölurnar þrjár lagðar saman og fæst þá áverkaskorið (A2+B2+C2=ISS). Lítill áverki er 1-3 stig,meðaláverki 4-8 stig, mikill áverki 9-15 stig, alvarlegur áverki 16-24 stig, lífshættulegur áverki 25-74 stig ogáverki sem leiðir til dauða er skilgreindur sem 75 stig eða slasaður með þrjá lífshættulega áverka.12


EignatjónKostnaður vegna eignatjóns er skilgreindur sem viðgerðir á ökutækinu eða verð á nýju.Tryggingafélögin greiða einungis hluta þessa kostnaðar og sá sem fyrir slysinu verður þarfþví að greiða það sem uppá vantar. Líta verður til beggja þessara þátta.Meðferð á sjúkrahúsumUndir þennan lið fellur allur kostnaður vegna meðferðar á sjúkrahúsi. Hér er um að ræðakostnað við skurðaðgerðir, gjörgæslu, eftirmeðferð, lyf og búnað og krufningu, ásamtkostnaði við þrif, þvott, umönnun og aðra þjónustu. Kostnaður vegna langtímaumönnunarer ekki talinn með hér enda er hann annars eðlis og af allt annarri stærðargráðu. Þessikostnaður fellur undir heimahjúkrunina.Endurhæfing og læknisheimsóknirEndurhæfing felur í sér nauðsynlega meðferð einstaklings, sem slasast hefur íumferðarslysi, svo hann nái fyrri líkamlegri getu ef þess er kostur. Hér er tekið tillit tilmeðferðar sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og talmeinafræðinga.Læknisheimsóknir taka aðeins tillit til kostnaðar við sjúkraheimsóknir lækna en ekkiþjónustu hjúkrunarfræðinga. Hér má áætla um hversu margir þeirra, sem slasast íumferðinni, þurfa að vitja læknis eftir fyrstu aðhlynningu. Sem dæmi má nefna þá semþurfa að ráðgast við bæklunarskurðlækna. Greint er á milli barna, kvenna og karla, sem ogalvarleika áverka og er þá notast við flokka 1-6 hér að ofan. Einnig er svo tekið tillit tillæknaheimsókna á komandi árum þeirra einstaklinga sem hlotið hafa varanlegan áverka.Kostnaður lyfja og búnaðarHér er átt við þann viðbótarkostnað sem fellur til vegna lyfja og búnaðar sem einstaklingarþurfa að kaupa eftir að dvöl á sjúkrahúsi eða heimsókn á heilsugæslustöð lýkur.Lyfjakostnaðinn má reikna út frá þeirri upphæð sem einstaklingar í hópum 1-5 leysa útskv. lyfseðlum. Þó má gera ráð fyrir því að fleiri lyf, t.d. verkjatöflur, séu keypt vegnaumferðarslysa, en litið verður framhjá þeim kostnaði vegna þess hvað hann vegur yfirleitt13


létt. Tekið verður tillit til þess að kostnaður vegna lyfja er ólíkur eftir alvarleika áverka ogaldri einstaklinga.FlutningskostnaðurFlutningskostnaði er skipt í þrennt, kostnað við að flytja hinn slasaða frá slysstað og ásjúkrahús, kostnað við að flytja sjúkling frá sjúkrahúsi og heim, og kostnað við ferðirsjúklinga til og frá heilsugæslu vegna eftirmeðferðar.StjórnsýslukostnaðurKostnaðarlið þessum má skipta í þrennt: Réttarkerfi, almannatryggingakerfi ogtryggingafyrirtæki. Réttarkerfið tekur til kostnaðar lögreglu vegna útkalla í tengslum viðumferðarslys, ásamt kostnaði við að dæma lögbrjóta sem verða valdir að umferðarslysum.Almannatryggingakerfið nær yfir stjórnunarkostnaður almannatryggingakerfisins en ekkigreiðslna úr tryggingasjóðum vegna slysa. Ekki er litið á þær sem kostnað vegna þess aðfrá sjónarhóli samfélagsins eru greiðslurnar í raun og veru tilfærslur. Kostnaðurtryggingafélaganna felst aðallega í kostnaði vegna rannsókna á slysum vegnaumferðaróhappa, en einnig er tekið tillit til stjórnunarkostnaðar.HeimilishjálpMisjafnt er eftir alvarleika umferðarslyssins og varanleika áverka hve mikla og hvortheimahjálpar er þörf. Í alvarlegustu tilfellum þurfa einstaklingar að búa í sérstökumíbúðum sem hið opinbera sér einstakalingum fyrir.Sú aðstoð sem veitt er getur verið bæði til skamms og langs tíma. Einstaklingar sem hljótaáverka af flokki 1 eða 2 eru taldir þurfa í mesta lagi á heimilishjálp í hálfa klukkustund ádag á meðan á veikindaleyfi þeirra stendur. Gert er ráð fyrir að fjölskylda eða vinir hlaupihér undir bagga þar sem sveitarfélög standi venjulega ekki undir svo umfangslítilliþjónustu.Öðru máli gegnir um einstaklinga sem hljóta áverka í flokki 3,4 eða 5. Þeir gætu þurft álangvarandi aðstoð að halda, jafnvel til æviloka. Erfitt er að áætla umfang þeirrar aðstoðar.Í sænskum rannsóknum er gert ráð fyrir að einstaklingar með áverka í flokki 3 þurfi áheimahjálp að halda í tvær klukkustundir á viku, einstaklingar í flokki 4 þurfi á 1414


klukkustundum að halda á viku og einstaklingar í flokki 5 þurfi á stöðugri umönnun aðhalda.3.3.2 Óbeinn kostnaðurEins og tekið var fram hér að ofan er óbeinn kostnaður sú framleiðsla sem tapast afvöldum dauðaslysa og annarra slysa þar sem viðkomandi hlýtur bæklun sem leiðir tilskertrar vinnugetu. Þau tilvik sem hér um ræðir eru:1. Tekju- og framleiðslutap vegna dauða.2. Geta einstaklings til vinnu skerðist til skemmri eða lengri tíma vegna slyss og fyrirvikið minnkar framleiðsla hagkerfisins..3. Afkastageta einstaklings minnkar vegna slyss þótt hann geti áfram stundað vinnu.4. Einstaklingur er enn við vinnu en þarf að taka sér frí til þess að fara í heimsóknirtil læknis vegna umferðslyss sem hann hefur orðið fyrir.5. Fjölskylda og vinir þess sem slasast taka sér frí frá vinnu til þess að sinna hinumveika.6. Dauði einstaklings veldur fjölskyldu hans og öðrum nákomnum sorg ogvanlíðansem gerir það að verkum að þau missa úr vinnu.Að öllu jöfnu takmarkast greiningar við lið 1 og 2 þegar áætlað er hversu mikilframleiðsla tapast vegna slysa. Ástæðan er einkum sú, eins og þegar hefur verið bent á, aðerfitt er að meta til fjár sorg og vanlíðan þeirra sem eru nákomnir hinum slösuðu og látnu.Jafnframt verður tekið tillit til tapaðrar vinnu inni á heimilum sem er viðbót við það semáður hefur verið gert. Framleiðslutapinu má skipta í þrennt:i. Stuttar frávistir frá vinnu (hópar 1 og 2)ii. Langar frávistir frá vinnu (hópar 3-5)iii. Dauðsfall (hópur 6)Við útreikninga er stuðst við eftirfarandi reikniformúlur: 1 365 1 15


ðö 1 1 Þar sem: afvaxtað núvirði tapaðra tekna þeirra einstaklinga sem slasast íumferðarslysum. ðö afvaxtað núvirði tapaðra tekna þeirra einstaklinga sem látast íumferðarslysum. líkurnar á því að einstaklingur af kyni s sem hlýtur áverka af alvarleika i á aldriy nái aldri n. fjöldi daga fyrsta árið eftir slys þar sem geta einstaklinga á aldri n er skert. meðaltekjur starfandi einstaklings af kyni s og á aldri n. hlutfall af þjóðinni sem er starfandi af kyni s og á aldri n. meðalvirði vinnu sem unnin er inná heimilum af einstaklingi af kyni s og á aldrin. hlutfall af þjóðinni sem eru heimavinnandi og af kyni s og á aldri n. vaxtarstuðull. ávöxtunarkrafa.16


4 Umferðarslys árið 20094.1 Þróun umferðarslysa frá 1999Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um umferðarslys urðu 6.542 umferðarslys og óhöpp áárinu 2009. Í þessum slysum slösuðust 1.282 einstaklingar og 17 létust. Fjöldi slasaðra frá1999-2009 má sjá á mynd 4-1.1.8001.6001.4001.2001.00080060040020001999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009Fjöldi slasaðraMynd 4-1 Umferðarslys á Íslandi árin 1999-2009.Heimild: Hagstofa Íslands.Vísbendingar eru um að ákveðin ónákvæmni sé í skráningu umferðarslysa á Íslandi.Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands slösuðust eða dóu 1.299 í umferðarslysum árið 2009.Gögn frá bráðadeild Landspítala sýna aftur á móti að árið 2009 komu 2.373 einstaklingará sjúkrahúsið eftir umferðarslys. 8 Þá er ekki tekið tillit til þeirra sem slasast og fara áheilsugæslustöðvar eða sjúkrahús úti á landi. Þessi tala virðist frekar koma heim og samanvið tölur tryggingafélaganna heldur en tölur Hagstofu Íslands og Umferðarstofu. Í skýrsluSjóvá frá 2010 um umferðarslys árið 2009 kemur þannig fram að það ár hafi 2.559einstaklingar slasast í umferðarslysum alls staðar á landinu. 9 Skýringin á þessum munkann að vera sú að Umferðarstofa skilgreinir slasaða sem þá sem eru fluttir undirlæknishendur með sjúkrabifreið, lögreglubifreið eða þyrlu, sem og þá sem koma til8 Með orðinu Landspítali er átt við Landspítala háskólasjúkrahús (LSH).9 Einar Guðmundsson (2010) Tjónin í umferðinni á landinu 2009. Sjóvá. Reykjavík.17


lögreglu og gefa skýrslu um meiðsl sín. Því má líklega rekja þann mun sem fram kemur átölum Umferðarstofu annarsvegar og hinsvegar tryggingafélaga og sjúkrahúsa til þeirrasem hlutu lítilsháttar meiðsl.3025201510501999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009Slys á 1.000 fólksbíla 1-8 farþ.Slys á 1.000 vöru- og sendibílaSlys á 1.000 fólksbíla stærri en 9 farþ.Slys á 1.000 vélhjólMynd 4-2 Slys á hver 1000 ökutæki árin 1999-2009.Heimild: Hagstofa Íslands.Á mynd 4-2 getur að líta fjölda slysa á hver 1000 ökutæki. Þar sést glögglega að vöru- ogsendibílar og minni fólksbílar lenda síður í slysum en vélhjól og stærri fólksbílar. Einnigsést hér betur hvernig slysum hefur almennt fækkað á undanförnum árum. Til dæmis þáeru slys á fólksbílum, sem taka fleiri en 8 farþega, árið 2009 einungis um 40% af því semþau voru árið 1999.4.2 Slys á fólki 2009Samkvæmt Umferðarstofu létust 17 einstaklingar í umferðarslysum árið 2009 og 1.282slösuðust. Þetta er nokkuð undir meðaltali áranna 1999-2008, en þá létust að meðaltali 23og 1.390 slösuðust. Heldur fleiri slösuðust aftur á móti alvarlega árið 2009 en að jafnaði áárunum 1999-2008.18


Tafla 4-1 Fjöldi slasaðra í umferðarslysum árið 2009 flokkaður eftir alvarleikameiðsla.Meiðsli Fjöldi HlutfallLítil 1 1.101 85Mikil 2 171 13Látnir 17 1Samtals 1.289 1001Meiðsl, svo sem tognun, liðskekkja eða mar.2Beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kraminlíffæri, alvarlegir skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost(taugaáfall) sem þarfnast læknismeðferðar ogsérhver önnur alvarleg meiðsl sem hafa í för með sérnauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi.Heimild: Hagstofa Íslands.Af gögnum Landspítala má ráða að langflest slys áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu árið2009 (sjá töflu 4-2), eða 2.020, en 297 utan höfuðborgarsvæðisins. Upplýsingar skortir umhvar 56 slys áttu sér stað. Svo sem áður hefur verið rætt um benda tölur frá Sjóvá til þessað 340 einstaklingar, sem slösuðust í umferðarslysum árið 2009, hafi farið á önnursjúkrahús eða heilsugæslustöðvar.Tafla 4-2 Fjöldi þeirra sem komu á Landspítala árið 2009 eftir umferðarslysflokkaður eftir slysastað.Heimild: LSH.SlasaðirHlutfallHöfuðborgarsvæði 2.020 85,1Utan höfuðborgarsvæðis 297 12,5Vantar upplýsingar 56 2,4Samtals 2.373Einstaklingar sem slösuðust í umferðarslysum og komu á Landspítala árið 2009 voru aðmeðaltali 32 ára gamlir (miðgildi 28 ára) og áverkaskor þeirra var að jafnaði 1,9 (miðgildi1,0).19


Af þeim sem komu á Landspítala árið 2009 voru 1.222 konur eða 51,5%, en 1151 eða48,5% voru karlar. Þar af voru 330 börn eða 14%.Flestir sem slösuðust í umferðarslysum á árinu 2009 voru á aldrinum 10-39 ára (sjá mynd4-3), en eftir að fertugu er náð fækkar slösuðum eftir aldri. Í skýrslu Umferðarstofu umslys árið 2009 kemur fram að flestir þeirra sem slösuðust í umferðarslysum voru 17 ára aðaldri, eða rúmlega 80. 10 Slys á meðal 18 ára unglinga voru heldur fátíðari og slys á meðal16 ára unglinga mun færri. Tíðni slysa minnkar síðan hratt með hærri aldri.Mynd 4-3 Aldursskipting þeirra sem komu á Landspítala eftir umferðarslys árið2009.Heimild: LSH.4.3 Innlagnir á LandspítalaAf þeim, sem slösuðust í umferðarslysum og komu á Landspítala, þurfti árið 2009 aðleggja 87 eða 3,7% inn á spítalann. Meðallegutími þeirra var 7,3 dagar. Í 6% tilvika þurftuhinir slösuðu að leggjast inn oftar en einu sinni. Meðalaldur þeirra sem lagðir voru inn var43 ár, en þeir sem slösuðust voru að jafnaði 32 ára. Meðaláverkaskor þeirra sem lagðirvoru inn var 9,0 sem var eðlilega mun hærra en þeirra sem ekki voru lagðir inn (1,9).10 http://umferdarstofa.is/Apps/WebObjects/US.woa/wa/dp?id=100108220


Tafla 4-3 Aldur og áverkaskor þeirra sem lagðir voru inn á Landspítala árið 2009ásamt fjölda innlagna og legudaga.FjöldiMeðaltalFjöldi innlagna 87 3,7% 1Legudagar 635 7,3Endurinnlagnir 5 6,0% 2Legudagar endurinnlagðra 39 7,8Lengsta lega 43Aldur 43Áverkaskor 91Hlutfall slasaðra sem lagðir voru inn2Hlutfall þeirra sem eru lagðir inn afturFjöldi HlutfallHeimild: LSH.Árið 2009 voru 23 slasaðir lagðir inn á gjörgæsludeild, 14 karlar, 9 konur og 2 börn.Meðaláverkaskor þeirra var 16, meðalaldur 45 ár og meðallegutími á gjörgæslu 5 dagar.Tafla 4-4 Aldur, kyn, áverkaskor og legutími þeirra sem lagðir voru inn ágjörgæsludeild Landspítala eftir umferðarslys árið 2009.Konur 9 39Karlar 14 52Samtals 23Börn 2 9Meðaláverkaskor 16Miðgildi áverkaskors 17Meðalaldur 45Miðgildi aldurs 42Meðallegutími (dagar) 5Heildarfjöldi legudala 115Heimild: LSH.21


5 Kostnaður við umferðarslys árið 20095.1 Beinn kostnaðurHér að framan var því lýst hvernig standa skuli að því meta kostnað við umferðarslys eföll nauðsynleg gögn eru til staðar. Þau gögn sem aflað var til þess að meta kostnað viðumferðarslys á Íslandi árið 2009 gefa ekki færi á jafn ítarlegri greiningu. Fyrir vikið er súkostnaðargreining, sem fylgir hér á eftir, ekki fyllilega í samræmi við þá forskrift semgefin var í kafla 3.5.1.1 Aðilar sem koma að slysumÁrið 2009 voru 6.542 umferðaróhöpp skráð hjá Umferðarstofu, þar af voru 5.649 slys ánmeiðsla, 720 minniháttar slys, 158 alvarleg slys og 15 banaslys. Umferðarstofa styðst viðaðra áverkastigun en Landspítalinn sem notar áverkastig (AIS) og áverkaskor (ISS).Algengast er að lögregla sé kölluð að slyssað og voru slík útköll 3.752 árið 2009. Þá varAðstoð og Öryggi kallað út 2.790 sinnum, en á höfuðborgarsvæðinu sinnti fyrirtækið um65% þeirra slysa sem áttu sér stað árið 2009. Frá 2009 hefur þetta hlutfall hækkað bæði áhöfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi. Mörg þeirra slysa sem verða innanborgarmarkanna eru minniháttar árekstrar enda er hraði bifreiða innan borgarmarkannaminni en utan þeirra.Slökkvilið var kallað út 156 sinnum, en starfsmenn slökkviliðs eru einkum kallaðir ávettvang eftir harða árekstra þegar beita þarf klippum á bílflök þar sem einstaklingar sitjafastir eða ef hreinsa þarf olíu og annað af vegi til að koma í veg fyrir frekari slys. Útköllsjúkraflutningafólks voru 105, en algengast er að slökkvilið sinni sjúkraflutningum.Tafla 5-1 Fjöldi útkalla lögreglu, slökkviliðs, Aðstoðar & Öryggis ogsjúkraflutningsfólks vegna umferðarslysa árið 2009.LögreglaSlökkviliðAðstoð &ÖryggiHeimild: Lögregla, slökkvilið og Aðstoð & Öryggi.SjúkraflutningarFjöldi útkalla 3.752 156 2.790 105Meðalfjöldi bifreiða í útkalli 2 159 * 1 185*Mannfjöldi við hvert slys 2 5,6 1 223


Slasað fólk kemur sér oftast sjálft á sjúkrahús eftir slys. Árið 2009 átti það við um 1.119einstaklinga sem komu á Landspítala eftir umferðarslys, en 657 komu fyrir milligönguaðstandenda. Með sjúkrabíl komu 564, 20 með lögreglu, sjö með þyrlu og tveir með öðrusjúkraflugi.Tafla 5-2 Flutningar slasaðra af slysstað árið 2009.Heimild: Landspítali.SlasaðirHlutfallSjúkrabíll 564 23,8Þyrla 7 0,3Annað sjúkraflug 2 0,1Lögregla 20 0,8Kom sjálfur 1.119 47,2Milliganga aðstandenda 657 27,7Milliganga starfsmanns 4 0,2Samtals 2.3735.1.2 Kostnaður vegna útkallaAðstoð & ÖryggiSamkvæmt upplýsingum frá Aðstoð & Öryggi kom fyrirtækið að 2.790 slysumumferðarslysum árið 2009, en ekki liggur fyrir hver kostnaður var að jafnaði við hvertútkall.Lögregla og slökkviliðÍ ársskýrslu Ríkislögreglustjóra vegna ársins 2009 kemur fram að lögregla hafi komið að4.601 verkefnum og þar af hafi 823 tengst umferðarverkefnum. Því má ætla að um 18% afstarfsemi lögreglunnar snúi að umferðinni.Í fjárframlögum ársins 2009 kemur fram að fjárveitingar til Ríkislögreglustjóri, ásamthinum 15 lögregluumdæmum landsins, hafi samtals numið 7.617 milljónir kr. Ef gert erráð fyrir að kostnaður við umferðarmál sé í réttu hlutfalli við fjölda verkefna má ætla aðþessi útgjöld hafi numið um 1.362 milljónir kr. Tekið skal fram að hér er umheildarkostnað vegna umferðarmála. Ekki liggur fyrir hvernig skiptingin er á millikostnaðar vegna umferðarslysa, eftirlits eða annarra þátta er tengjast umferð. Ef gert er ráðfyrir að þar af hafi útgjöld vegna slysa verið 35-70% má ætla kostnaður lögreglu vegna24


þeirra hafi numið 477-954 milljónir kr. Lögregla kom að 3752 slysum og er kostnaðurvegna hvers slyss því áætlaður 127-254.000 kr.Eins og fram hefur komið hefur tilkoma Aðstoð & Öryggi dregið úr umsvifum lögreglu íkringum umferðarslys. Lögregla er hins vegar kölluð út ef um alvarleg slys er að ræða. Oftþarf að loka fyrir og beina umferð frá slysstað og er það í höndum lögreglu.Í skýrslu Brunamálastofnunnar vegna ársins 2009 kemur fram að heildarútgjöldstofnunarinnar hafi verið tæpar 220 milljónir kr. og þar af hafi um 10% verið kostnaðurvið útköll vegna umferðarslysa. Kostnaður vegna þessara útkalla er því áætlaður um 22milljónir kr. fyrir landið í heild. Slökkviliðið kom að 156 slysum og er kostnaður á hvertþví um 140 þúsund kr.Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar nam kostnaður vegna Slökkviliðshöfuðborgarsvæðisins 1.948 milljónum kr. árið 2009, en það slökkvilið sinnir langflestumútköllum vegna umferðarslys og sjúkraflutningum. Þá nam kostnaður vegnaNeyðarlínunnar (112) 756 milljónum kr. sama ár. Ekki liggur fyrir hversu mikið afkostnaði slökkviliðsins og Neyðarlínunnar megi rekja til umferðarslysa.5.1.3 Kostnaður tryggingafélaga vegna eignatjónsKostnaður tryggingafélaga vegna umferðarslysa er af tvennum toga. Annars vegar vegnaþess eignatjóns sem á sér stað við tjón, og hins vegar greiðslur til einstaklinga sem slasast.Á árinu 2009 nam samanlagður kostnaður fjögurra stærstu tryggingafyrirtækjanna –Sjóvár, Tryggingamiðstöðvarinnar, VÍS og Varðar – vegna eignatjóna í umferðinni 8,3milljörðum kr. Skiptist hann nokkurn veginn jafnt á kostnað vegna lögboðinnaökutækjatrygginga og vegna frjálsra trygginga svo sem kaskó.Í áðurgreindri skýrslu Sjóvár er áætlað að fjöldi bílatjóna árið 2009 hafi verið 15.830. Aðmeðaltali hefur því kostnaður tryggingafyrirtækja vegna bílatjóna numið 525.000 kr.25


Tafla 5-3: Kostnaður tryggingafélaga vegna eignatjóna í umferðarslysum árið2009. Milljarðar kr.Sjóvá TM VÍS Vörður SamtalsLögboðnar ökutækjatryggingar 1,2 1 1,3 0,6 4,1Frjálsar ökutækjatryggingar 0,4 1,4 1,9 0,5 4,2 0Samtals 1,6 2,4 3,2 1,1 8,3Heimild: Tryggingafélög.5.1.4 Kostnaður sjúkrahúsaÍ tengslum við rannsóknina var aflað umfangsmeiri gagna frá Landspítala en áður hefurverið gert við sambærilegar rannsóknir hérlendis. Svo sem áður hefur verið rakið eru gögnekki það nákvæm að hægt sé að nota þá aðferðafræði sem kynnt var í kafla 3. Flokkunslasaðra fyrir árin 2005 og 2009 er mjög nákvæm en bókhaldskerfi LSH leyfir ekkifullkomna nýtingu á flokkun á alvarleika áverkaTekinn var saman heildarkostnaður við alla einstaklinga sem slösuðust í umferðarslysumárið 2009, á því ári og sjúkrakostnaður vegna sömu einstaklinga einnig tilgreindur fyrirárin 2010, 2011 og 2012. Með þessu var reynt að ná utan um þann kostnað sem fellur tileftir slys, svo sem endurhæfingu, endurkomur á spítala, aðgerðir o.s.frv. Til að draga ennbetur fram þann kostnað sem fellur til á seinni árunum var einnig aflað upplýsinga umkostnað vegna einstaklinga sem slösuðust árið 2005 og kostnaður vegna sömu einstaklingarakinn næstu ár á eftir. Sú kostnaðargreining nær því til áranna 2005-2012.Kostnaðargreiningin felur í sér að tekinn er saman allur sjúkrakostnaður vegna þeirra semslösuðust annað hvort árið 2005 eða 2009 og árin þar á eftir. Ekki reyndist hins vegarmögulegt að greina á milli sjúkrakostnaðar vegna umferðarslysa og annarssjúkrakostnaðar. Í þessu felst t.d. að allur kostnaður vegna einstaklings, sem hefur slasast íumferðarslysi, en hefur einnig komið á sjúkrahús af öðrum alls óskyldum ástæðum, er hérfærður á kostnað við umferðarslys. Ef sami einstaklingur þarf á sjúkraþjónustu að halda ánæstu árum vegna eftirkasta slyssins og þarf að auki að gangast undir aðrar aðgerðir ognjóta annarrar þjónustu er allur sá kostnaður einnig færður á reikning umferðarslyssins.Kostnaður vegna umferðarslysa er því vafalítið ofmetinn í gögnum Landspítala. Óvíst erhins vegar hversu mikið það ofmat er þegar á heildina er litið því þeir mest slösuðu þurfat.d. á margskonar þjónustu Landspítala að halda um ókomin ár..26


Hægt er að nota þessi gögn á ýmsa vegu til að meta sjúkrahúskostnað vegnaumferðarslysa. Hér verður notast við þá aðferð að tilgreina kostnað vegna tiltekinnarþjónustu sem sjúklingar, sem slasast í umferðarslysi, þurfa á að halda. Hér er einkum umað ræða kostnað vegna skurðaðgerða, bráðalækninga, svæfinga- og gjörgæslulækninga,endurhæfingu og líknarmeðferðar. Erfitt er að meta hvort þessi leið van- eða ofmetikostnað vegna þess að mögulega hafa þeir sem slösuðust í umferðarslysum þurft áþjónustu annarra sérgreina að halda. Einnig er, eins og áður kom fram, hugsanlegt aðeinhverjar komur og legur á þessum sérgreinum tengist ekki umferðarslysum.Þar sem tölurnar ná einungis yfir kostnað Landspítalans en ekki annarra sjúkrahúsa erleiðrétt fyrir þessu með því að taka tillit til þess að ekki koma allir sem slasast íumferðarslysum á Landspítala. Svo sem áður var getið kom fram í skýrslu Sjóvár að árið2009 hefðu 2.559 einstaklingar slasast í slysum. Þar af komu 2.219 slasaðir einstaklingar áLandspítala, eða 86,7% þeirra sem slösuðust í umferðinni þetta ár. Hér er gert ráð fyrir aðkostnaður annarra sjúkrahúsa, sem tóku á móti slösuðu fólki, hafi verið hlutfallslega sásami og Landspítala og deilt í gegnum kostnað spítalans með 0,867. Kostnaður hvers árser færður á fast verðlag með því að vega saman vísitölu opinberra starfsmanna og vísitöluneysluverðs í hlutföllunum 70-30. Í þessu felst að gert er ráð fyrir að launakostnaðurinnhafi svarað til um 70% af kostnaði Landspítala.Á grundvelli ofangreindra forsendna er ætlað að heildarsjúkrakostnaður vegna þeirra, semslösuðust árið 2005, hafi á tímabilinu 2005-2012 (fyrstu fimm mánuði ársins 2012)samtals numið 1.431 milljón kr. Kostnaður vegna þeirra, sem slösuðust árið 2009, eráætlaður 703 milljónir kr. Við þennan samanburð ber að hafa í huga að fleiri slösuðustárið 2005 sem skýrir a.m.k. að hluta til hvers vegna kostnaður vegna þeirra er hærri árin2010-2012 heldur en kostnaður vegna þeirra sem slösuðust árið 2009.27


Tafla 5-4 Mat á kostnaði sjúkrahúsa vegna umferðarslys árin 2005 og 2009.Verðlag ársins 2009.Slasaðir 2005 Slasaðir 20092005 444.653.1542006 158.698.7512007 150.404.5552008 213.209.0892009 147.228.958 415.126.1482010 124.728.146 121.635.6852011 134.480.666 115.494.4252012 58.030.830 51.230.051Samtals 1.431.434.148 703.486.309Heimild: LSH og útreikningar Hagfræðistofnunar.Svo sem hér hefur verið rakið má reikna með að á næstu árum falli til frekari kostnaðurhjá Landspítala og öðrum sjúkrastofnunum landsins vegna þeirra sem slösuðust íumferðinni árið 2009. Hversu hár sá viðbótarkostnaður gæti orðið er erfitt að svara, en svosem fram kemur í töflu 5-4 má fastlega gera ráð fyrir að hann geti orðið verulegur oglíklega hlaupið á hundruðum milljóna kr.5.1.5 SamantektBeinn kostnaður vegna umferðarslysa á árinu 2009 er hér talinn hafa verið 9,5-10milljarðar kr. Þar af vega greiðslur tryggingarfélaganna þyngst, en bætur fyrir þannkostnað sem einstaklingar urðu fyrir eru áætlaðar um 85% af heildarkostnaði. Hér ernotaður kostnaður sjúkrahúsanna vegna einstaklinga sem slösuðust árið 2009, en eins ogáður kom fram og tölur um einstaklinga sem slösuðust árið 2005 benda til, gæti núvirturkostnaður sem á eftir að falla á Landspítalann vegna þeirra einstaklinga verið hærri. Því erhægt að líta á þetta sem neðri mörk beins kostnaðar.28


Greiningin byggist á gögnum frá Ríkisskattstjóra og vænt framleiðslutap reiknað áeftirfarandi hátt:ð , , , 312 í ó , , í ó , áþar sem E[framleiðsla] táknar vongildi framleiðslutaps einstaklings, þ.e. væntframleiðslutap, s kyn og y aldur. Jafnan tekur einnig tillit til þess að skólafólk vinnur ekkinema hluta ársins. Við mat á hlutfalli fullvinnandi var stuðst við upplýsingar úrvinnumarkaðskönnunum Hagstofu um meðalatvinnuþátttöku eftir aldri og kyni á árunum2000-2011.Árið 2009 urðu 15 banaslys í umferðinni þar sem 17 létu lífið, 14 karlar og 3 konur. Flestbanaslys urðu utan höfuðborgarsvæðisins eða 12 talsins. Af þeim 17 sem létu lífið voru 14Íslendingar. Auk þess beið einn Íslendingur bana í umferðarslysi erlendis.Aldur5-6: Banaslys árið 2009 eftir kyni, aldri og þjóðerniÍslenskurkarlmaðurÍslensk konaErlendurkarlmaðurErlendkona0 – 16 ára17 – 26 ára 2 127 – 36 ára 2 137 – 46 ára 247 – 56 ára 3 1 147 – 66 ára 367 ára og eldri 2Samtals 14 1 1 2Heimild: UmferðarstofaMeð því að styðjast við núvirðisformúluna hér að ofan má ætla að framleiðslutap vegnaþeirra Íslendinga sem létust í umferðarslysum árið 2009 hafi verið 1.130-1.350 milljónirkr. ef gert er ráð fyrir að tekjur vaxi um 1,5% á ári, en 1.200-1.430 milljónir kr. ef gert erráð fyrir 2% árlegum vexti tekna. Í þeirri aðferðafræði, sem hér er fylgt, er ekki gert ráð30


fyrir að nokkuð framleiðslutap – og þar með tekjumissir – eigi sér stað ef einstaklingur,sem kominn er á eftirlaunaaldur, deyr í umferðarslysi.Tafla 5-7: Áætlað framleiðslutap vegna dauðaslysa árið 2009 m.v. 5%ávöxtunarkröfu og 1,5%-2% árlegan vöxt tekna.Hagvöxtur Neðri mörk Efri mörk1,5% 1.130 1.3502,0% 1.200 1.430Heimild: Útreikningar Hagfræðistofnunar.5.2.2 Virði vinnu innan heimilisEins og tekið var fram í kafla 3.2 tekur mannauðsaðferðin oft með í útreikninga virðivinnu innan heimilis. Lengi hefur verið reynt að leggja mat á virði þeirra vinnu sem innt eraf hendi innan heimilis. Sú fræðigrein innan hagfræðinnar er snýr að nýtingu tímans (timeuse) fjallar um það hvernig vinna innan heimilis skiptist á milli heimilisfólks. Yfirleitt eraðeins horft á hvernig hjón/pör skipta tímanum á milli sín að teknu tilliti til tekna beggjaaðila á vinnumarkaðinum ásamt fjölskylduháttum, þ.e. hvort börn séu á heimilinu,menntun, aldurs o.s.frv. Þær rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á þessu sviði bendatil þess að konur eyða meiri tíma í vinnu innan heimilis en karlar. Það gæti stafað af þeirristaðreynd að karlar eru yfirleitt með hærri laun en konur, en sömu rannsóknir hafa sýntfram á neikvætt samband milli tekna á vinnumarkaði og fjölda klukkutíma sem eytt er ívinnu innan heimilis. Hér verður einungis horft á hve marga klukkutíma hvor aðili eyðirað jafnaði í vinnu innan heimilis og út frá því reynt að leggja peningalegt mat á virðivinnunnar.Í grein eftir Hersch og Stratton (2002) um dreifingu vinnuálags við heimilisstörf íBandaríkjunum kemur fram að konur vinna að jafnaði 28,1 klukkustundir á viku innanheimilisins en karlar einungis 18,3 klukkutíma. Anxo og Carlin (2004) telja aftur á mótiað karlar eyði að jafnaði 14,1 klukkutíma á viku í heimilisstörf en konur um 28,8klukkutímum. Í rannsókn Gupta og Ash (2008), þar sem stuðst er við sömu gögn ogHersch og Stratton (2002) gera, kemur fram að konur vinna að jafnaði 25,7 klukkutíma áviku innan heimilisins en karlar öllu minna eða 8,9 klukkutíma. Út frá þessum31


niðurstöðum mætti ætla að konur eyði að meðaltali 27,5 klukkustundum á viku íheimilisstörf en karlar 13,8 klukkustundum.Í töflu 5-8 er einnig tekið tillit til virði þeirrar vinnu, sem unnin er inni á heimilunum.Miðað við þessar forsendur má gera ráð fyrir að framleiðslutap vegna dauðsfalla íumferðinni árið 2009 hafi numið 1.420-1.750 milljónum kr. ef gert er ráð fyrir að launhækki um 1,5% á ári, en 1.500-1.850 milljónir kr. ef gert er ráð fyrir að þau hækki um 2%á ári.Tafla 5-8: Áætlað framleiðslutap vegna dauðaslys í umferðinni árið 2009 áverðlagi þess árs. Vinna innan heimilis meðtalin.Hagvöxtur Neðri mörk Efri mörk1,5% 1.420 1.7502,0% 1.500 1.850Heimild: Útreikningar Hagfræðistofnunar.5.2.3 Greiðslur tryggingafyrirtækja vegna umferðarslysaSkaðabótalögUm bætur vegna líkamstjóns er fjallað í skaðabótalögum nr. 50/1993. Þau hafa tekiðnokkrum breytingum síðan þá en eru í meginatriðum þau hin sömu og upphaflega. Í fyrstugrein laganna kemur fram að sá sem ber bótaábyrgð á líkamstjóni, oftast tryggingarfélögeinstaklinga,ber einnig ábyrgð á umferðartjóni. Í tilfellum umferðarslysa, skal hinnbótaábyrgi greiða fyrir sjúkrakostnað, tímabundið og varanlegt atvinnutjón, miskabætur,þjáningarbætur, vinnutap heima fyrir og annað fjártjón þess sem skaðast. Sumt af þeimkostnaði, sem hér er flokkaður sem óbeinn, mætti með réttu líta á sem beinan kostnað. Máþar t.d. nefna lögfræðikostnað og matskostnað. Til einföldunar er þó hér litið á allargreiðslur tryggingafyrirtækja vegna kostnaðar einstaklinga við umferðarslys sem óbeinankostnað.32


Þjáningarbætur og bætur fyrir tímabundið atvinnutjón miðast við það tímabil frá því aðtjón verður og þar til ástand tjónþola er stöðugt eða hann getur hafið vinnu á ný.Þjáningarbæturnar miðast við hvort tjónþoli sé rúmliggjandi eða ekki.Miskabætur byggjast á sérfræðimati á varanlegum læknisfræðilegum skaða og erfiðleikumsem tjónið kann að valda í lífi tjónþola, nánar tiltekið varanlegt og ófjárhagslegt tjón.Miski er metinn á skalanum 0-100 og byggjast bætur á greiðslu í beinu hlutfalli við það.Aldur einstaklinga hefur einnig áhrif en eftir 50 ára aldur lækka miskabætur semeinstaklingur gæti átt rétt á.Bætur fyrir varanlega örorku byggjast á glötuðum tekjumöguleikum tjónþola og tekur þvítillit til fjárhagslegs tjóns, ólíkt miskabótum. Heimsfrægur píanóleikari og leigubílstjórisem missa sama fingur hvor fá um það bil sömu miskabætur, en örorkubætur þeirra erumjög mismunandi þar sem geta þeirra til að afla sér tekna breytist mismikið. Við mat áörorkubótum kemur þrennt til. Í fyrsta lagi er það örorkustig sem er prósentutala. Í öðrulagi er það stuðull sem miðast við aldur og er hæsta gildi stuðulsins við 18 ára aldur, enlækkar smá saman eftir það. Í þriðja lagi er svo horft til launa tjónþola síðustu þrjú ár afturí tímann, eða ákveðinna lágmarkslauna hafi viðkomandi haf litlar eða engar tekjur. Hægter þó að gera undanþágur á því hvernig tekjurnar eru metnar ef ætla má að annarmælikvarði sé réttari á líklegum framtíðartekjum tjónþola. Þessar þrjár stærðir,örorkustigið, stuðullinn og metin árslaun, eru svo margfaldaðar saman og þá fástvaranalegar örorkubætur sem eru greiddar í einu lagi, með 4,5% vöxtumGreiðslur vegna umferðarslysa árið 2009Upplýsingar um greiðslur vegna umferðarslysa árin 2005 og 2009 fengust frátryggingafyrirtækjunum Sjóvá, Verði, Tryggingamiðstöðinni og VÍS. Í töflu 5-9 er sýnthvernig greiðslur ársins 2005 skiptust eftir örorkumati, en við gerð þeirrar töflu var ekkistuðst við upplýsingar frá öllum tryggingafyrirtækjunum. Gögnin ná til 1.637 einstaklingaog af þeim fengu 684 0-mat, þ.e. töldust ekki hafa hlotið neina örorku vegna meiðsla semþeir hlutu í umferðarslysum. Flestir, eða 863 einstaklingar, hlutu 1-15% örorku. Svo semáður er getið ná greiðslur tryggingafyrirtækja bæði til bóta vegna örorku og annarra atriðaog tölurnar í töflu 5-11 endurspegla allar greiðslur. Einstaklingar sem ekki töldust hafahlotið neina varanlega örorku fengu að meðaltali tæplega 700 þúsund kr. í greiðslur árið2007, þeir sem fengu 1-15% örorku hlutu að jafnaði nærri 4,0 milljónir kr. og þeir semvoru með meiri örorku hærri greiðslur. Lítill munur er á meðalgreiðslum til þeirra sem33


hlutu annars vegar 31-45% og hins vegar 46-60% örorku, og eins þeirra sem voru með 61-75% eða 75% örorku eða meiri.Tafla 5-9 Greiðslur frá þremur tryggingafyrirtækjum árið 2005 flokkaðar eftirörorkumati. Þúsund kr. á verðlagi ársins 2005.Fjöldi einstaklinga HeildargreiðslurHeimild: Tryggingafyrirtæki.Meðalgreiðslur0% 684 475.729 6961-15% 863 3.423.651 3.96716-30% 65 667.159 10.26431-45% 12 250.424 20.86946-60% 6 124.986 20.83161-75% 3 81.745 27.24875% 4 104.277 26.069Samtals 1.637 5.127.971 3.133Við útreikninga á greiðslum til þeirra er slösuðust í umferðarslysum árið 2009 er byggt átölum um greiðslur frá tryggingafyrirtækjunum Sjóvá, Tryggingamiðstöðinni, VÍS ogVerði um greiðslur vegna slysa sem áttu sér stað árið 2005. Ástæðan er sú að þegar þessiskýrsla er skrifuð liggur ekki endanlega fyrir hversu háar greiðslur muni verða vegna slysasem urðu árið 2009. Tryggingafyrirtækin fjögur hafa greitt 2.481 einstaklingi bætur vegnaumferðarslysa sem áttu sér stað árið 2009, en 1.910 einstaklingar hafa fengið greiðslurvegna slysa sem urðu árið 2005. Við útreikninga á áætluðum greiðslum vegna ársins 2009er byggt á þeirri sundurliðun greiðslna sem fram kemur í töflu 5-11, en leiðrétt fyrir því aðfleiri fengu greiðslur árið 2009 en 2005. Fjárhæðirnar eru einnig færðar til verðlags 2009með vísitölu neysluverðs. Út frá þessum forsendum er ætlað að heildargreiðslurtryggingafélaga til einstaklinga vegna umferðarslysa á árinu 2009 muni nema nálega 11milljörðum kr.5.3 Helstu niðurstöðurMiðað við þær forsendur sem hér hafa verið lagðar til grundvallar má í töflu 5-10 dragasaman beinan og óbeinan kostnað. Heildarkostnaður árið 2009 er áætlaður 21,9-22,834


milljarðar kr. á verðlagi ársins 2009. Þetta er nokkuð lægri kostnaður en fram kom ískýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1996, en þar var meðalkostnaður áranna 1980 til 1994áætlaður 22-30 milljarðar kr. á verðlagi ársins 2009. Eins og tölurnar sýna er kostnaðurtryggingarfélaganna stærsti kostnaðarliðurinn. Í þessari greiningu er ekki tekið tillit tilýmissa illmælanlegra stærða, svo sem þau tilfinningalegu áhrif sem dauði eða örkumlunhefur á viðkomandi og fjölskyldu og vini. Þá vantar í þessa greiningu upplýsingar umgreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins og lífeyrissjóða til þeirra sem lentu íumferðarslysum. Enda þótt telja megi að þær niðurstöður sem hér eru birtar gefi raunhæfamynd af því hvað umferðarslys hafa mikinn kostnað í för með sér, er þó rétt að líta á þettamat sem lægri mörk á kostnaði þjóðarinnar vegna þeirra slysa.Tafla 5-10 Núvirtur heildarkostnaður við slys árið 2009 á verðlagi ársins 2009.Milljónir kr.Lágt matHátt matBeinn kostnaður:Sjúkrahús og lækniskostnaður 700 700Lögregla 500 950Slökkvilið 20 20Tryggingafélög, eignatjón 8.300 8.300Óbeinn kostnaður:Samtals 9.520 9.970Framleiðslutap vegna ótímabærra dauðsfalla 1.420 1.850Greiðslur tryggingafélaga 11.000 11.000Samtals kostnaður vegna umferðarslysaSamtals 12.420 12.85021.940 22.820Á grundvelli þess sem hér hefur komið fram má freista þess að áætla kostnað við slys eftiralvarleika áverka. Hér er gert ráð fyrir að beinn kostnaður vegna slyss sé að lágmarkimeðaltjónatap eins og það birtist í tölum tryggingafyrirtækja. Eignatjón árið 2009 nam aðmeðaltali 525 þúsund kr. Greiðslur tryggingafyrirtækja vegna einstaklinga, sem ekkitöldust hafa fengið neina varanlega örorku vegna umferðarslyss, námu að jafnaði 982þúsund kr. Samtals má því ætla að heildarkostnaður vegna slys þar sem engin varanlegmeiðsl urðu hafi að lágmarki numið 1,5 milljónum kr. Ef gert er ráð fyrir að lögregla ogslökkvilið hafi komið að slysinu, en ekki Aðstoð & Öryggi hækkar samanlagður kostnaður35


í 1,9 milljónir kr. Með líkum hætti má ætla að kostnaður vegna lítið slasaðra einstaklingasé á bilinu 6,3-6,7 milljónir kr., kostnaður vegna þeirra sem eru mikið slasaðir á bilinu16,5-32,2 milljónir kr. og alvarlegara slasaðra 42-5 milljónir kr. Meðaltap vegnadauðsfalls er áætlað á grundvelli aldursskiptingar þeirra sem biðu bana í umferðinni árið2009, 95-125 milljónir kr. Af gögnum frá Landspítala verður ekki ráðið hvernig kostnaðurskiptist eftir alvarleika áverka. Hér er hins vegar miðað við sömu forsendur og í skýrsluHagfræðistofnunar (1996), en þar var byggt á sömu hlutfallslegu kostnaðarskiptingu ogElvik (1993) hafði gert fyrir Noreg. Þau hlutföll sem þar eru tilgreind fyrir persónulegttjón eru notuð sem neðri mörk og þau hlutföll sem tilgreind eru fyrir samfélagsleg útgjöldsem efri mörk. 11 Til einföldunar er ekki gert ráð fyrir að neinn sjúkrakostnaður falli tilvegna þeirra sem látast í umferðarslysum.Tafla 5-11 Meðalkostnaður við umferðarslys eftir alvarleika á verðlagi ársins2009. Milljónir kr.Lágt matHátt matÓmeiddir (0% örorka) 1,5 1,9Lítið slasaðir (1-15% öroka) 6,3 6,7Mikið slasaðir (16-60% örorka) 16,5 32,2Alvarlega slasaðir (61-100% örorka) 42,0 45,0Dauðsfall 95,0 125,0Í skýrslu Hagfræðistofnunar frá árinu 1996 er áætlað að kostnaður við hvern einstaklingsem slasast lítið í umferðarslysi sé á bilinu 3,4-4,6 milljónir kr. á verðlagi ársins 2009 semer töluvert lægri kostnaður en hér er gert ráð fyrir. Aftur á móti er kostnaður vegna þeirrasem slasast meira áætlaður mun meiri í þeirri skýrslu en hér er gert. Kostnaður þeirra semslasast mikið er þannig áætlaður á bilinu 31-44 milljónir kr., kostnaður þeirra sem slasastalvarlega 95-133 milljónir kr. og þeirra sem bíða bana í slysum 270-320 milljónir kr. Þessimunur skýrist af þeim mun sem er á þeirri aðferðafræðilegri nálgun sem beitt er ískýrslunum tveimur. Kostnaður við dauðsfall er vafalítið vanmetinn með því að beitatekjutapsaðferðinni í stað þess að nota aðferðir sem byggja á greiðsluvilja. Í skýrslunni frá11 Hlutföllin fyrir persónulegt tjón í norsku rannsókninni eru þessi: Kostnaður vegna mikið slasaðra er talinn8 sinnum meiri en þeirra sem eru lítið slasaðir og kostnaður vegna þeirra sem eru alvarlega slasaðir 25sinnum meiri. Hlutföllin fyrir samfélagsleg útgjöld eru þessi: Kostnaður vegna mikið slasaðra er talinn 11,3sinnum meiri en þeirra sem eru lítið slasaðir og kostnaður vegna þeirra sem eru alvarlega slasaðir 32,9sinnum meiri.36


árinu 1996 er rakið að erlendir rannsóknir sýni að verðmæti tölfræðilegs lífs sé mikluhærra en áður hefur verið talið. Niðurstöður þeirra 11 athugana, sem þar eru taldaráreiðanlegastar bendi til þess að meta megi tölfræðilegt líf á um 720 milljónir kr. áverðlagi ársins 2009 ef miðað er við meðaltal, en um 620 milljónir kr. ef gengið er út frámiðgildi.Það mat á meðalkostnaði vegna dauðsfall, sem hér er sett fram, er því ugglaust of lágt ogsama á líklega einnig við um mat á kostnaði vegna þeirra sem slasast mikið eða alvarlega.Vegna þess hve hlutfallslega fáir slasast mjög alvarlega eða deyja í umferðarslysum árhvert er hins vegar síður ástæða til að ætla að heildarkostnaður vegna umferðarslysa séverulega vanmetinn.37


HeimildirAmerican Association for the Advancement of Automotive Medicine (1990). TheAbbreviated Injury Scale. Des Plaines, Ill. American Association for the Advancement ofAutomotive Medicine, 1990 revision, update 1998.Anxo, D. og Carlin, P. (2004). "Intra-family time allocation to housework - Frenchevidence." Electronic International Journal of Time Use Research. Research Institute onProfessions (Forschungsinstitut Freie Berufe (FFB)) and The International Association forTime Use Research (IATUR), vol. 1(1), bls. 14-36.Baker S.P, O´Neill B., Haddon W. Jr., og Long W.B. (1974). „The Injury Severity Score:A method for describing patients with multiple injuries and evaluating emergency care.“ JTrauma 1974;14:187-96.Einar Guðmundsson (2010). Tjónin í umferðinni á landinu 2009. Sjóvá. Reykjavík.Elvik, R. (1993). Ökonomisk verdsettning av velferdstap ved traffikulykker.Transportökonomisk Institutt 203/1993, Oslo.Gupta, S. og Ash, M. (2008). "Whose Money? Whose Time? A Nonparametric Approachto Modeling Time Spent on Housework". Feminist Economics, v 14: pp. 93-120. 2008.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (1995). Kostnaður vegna umferðarslysa 1993. C95:01.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (1996). Kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi.Athugun gerð fyrir Vegagerðina, Umferðarráð, Landlæknisembættið og Slysavarnaráð.C96:03.Hersch, J. og Stratton, L.S. (2000). Housework and wages. Harvard Law School John M.Olin Center for Law, Economics and Business Discussion Paper Series. Paper 300.Lára Margrét Ragnarsdóttir (1990). „Kostnaður þjóðfélagsins af völdum umferðarslysa.“ Í1. Umferðarþing, haldið í Borgartúni 6, Reykjavík, dagana 22. og 23. nóvember 1990, bls.114-117.Myndigheten för samhällsskydd og och beredskap (2009a). Samhällets kostnader förvägtrafikolyckor. Beräkningar. MSB 0048-09.38


Myndigheten för samhällsskydd og och beredskap (2009b). Samhällets kostnader förvägtrafikolyckor. Resultat. MSB 0047-09.Olofsson, S. (2008). Cost of Illness. Teoretisk genomgång. Nationallet centrum förlärande från olyckor. Räddningsverket. NCO 2008:4.39

More magazines by this user
Similar magazines