Pdf - Eining-Iðja

ein.is

Pdf - Eining-Iðja

3 . t ö l u b l a ð • 3 . á r g a n g u r • D e s e m b e r 2 0 0 1


Útgefandi:Eining-IðjaSkipagötu 14600 AkureyriSími: 460 3600Bréfasími: 460 3601Heimasíða: www.eining-idja.isÁbyrgðarmaður: Björn SnæbjörnssonUmsjón, textagerð og prófarkalestur:FREMRI kynningarþjónustaAuglýsingar: Páll Júlíusson,sími 566 8262 netfang: pallj@islandia.isForsíðumynd: Ljósmyndastofan MyndrúnRúnar Þór BjörnssonPrentvinnsla: Ásprent/POB ehf.Frjálst er að nota efni úr blaðinu, í heild eðaað hluta, þó þannig að heimildar sé getiðSkrifstofa Einingar-Iðju á Dalvík:RáðhúsinuSími: 466 1340 · Bréfasími: 466 1041Opnunartími: Kl. 10-14 mánud., þriðjud.,fimmtud. og föstud. og kl. 10-16 miðvikud.Skrifstofa Einingar-Iðju í Ólafsfirði:Múlavegi 1Sími: 466 2318 · Bréfasími: 466 2681Opnunartími: Kl. 9-13Efnisyfirlit:bls.Ferðir næsta sumars . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4Heimasíða félagsins opnuð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6Hærri einstaklingsstyrkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6Leiðari . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7Þing Alþýðusambands Norðurlands . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8Ársfundur Starfsgreinasambandsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9Spurning blaðsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10Ítalíuferð Einingar-Iðju sumarið 2001 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12Fjallaferð Einingar-Iðju sumarið 2001 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18Ferð aldraðra félagsmanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21Desemberuppbót . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21Litið inn á vinnustaði-Greifinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22Litið inn á vinnustaði-Álfaborg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23Litið inn á vinnustaði-Harpa-Sjöfn, Mjöll . . . . . . . . . . . . . . . . . 24Afsláttur í líkamsrækt og sund . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25Verðlaunagetraun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26Greiðslu úr sjúkrasjóði og skattframtalið . . . . . . . . . . . . . . . . . 26Rætt við lögfræðing félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 27Kynning á matvæladeild . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28Á léttu nótunum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29Myndir frá námskeiðum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30ÚA-skólinn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31Helgar- eða vikuleigaSvignaskarð• Vel búið hús með heitum potti• Svefnpláss fyrir 6 manns• Aðeins eins og hálfs tíma akstur til ReykjavíkurTjarnargerðií Eyjafirði• Nýtt hús með svefnplássi fyrir 9 manns• Hálftíma akstur frá Akureyri• Frábært land til útivistarAllar nánari upplýsingar veittará skrifstofu Einingar-Iðju,sími 460 3600


LEIKMANNASKÓLIÞJÓÐKIRKJUNNARkynnir námskeið sem haldin verða íHáskóla Íslands á vorönn 2002Vald og réttlæti:Námskeið um konur fyrir konurKennari: dr. Sólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingur. Fjögur skipti.Tími: Miðvikudagar 15. jan. til 5. febrúar2002 kl. 18:00-20:00. Verð kr. 3.500,-Siðferðileg álitamál samtímansKennari: dr. Sólveig Anna Bóasdóttirguðfræðingur. Sex skipti.Tími: Miðvikudagar 30. jan. til 6. mars2002 kl. 18:00-20:00. Verð kr. 4.900,-Trúarstef í kvikmyndumKennarar: dr. Arnfríður Guðmundsdóttirlektor, Bjarni Randver Sigurvinssonguðfræðingur, dr. Gunnlaugur A. Jónssonprófessor og Þorkell Ágúst Óttarsson BAguðfræði. Sex skipti.Tími: Miðvikudagar 6. febrúar til 13. mars2002 kl. 20:00-22:00. Verð 4.900,-Hjónin í SaurbæUmsjón: Steinunn Jóhannesdóttirrithöfundur. Fjögur skipti.Tími: Þriðjudagar 26. febrúar til 19. mars2002 kl. 18:00-20:00. Verð kr. 3.500,-Helgistaðir og helgifarir(pílagrímsgöngur)Kennarar: dr. Hjalti Hugason prófessor ogRagnheiður Sverrisdóttir djákni.Fimm skipti og pílagrímsganga.Tími: Þriðjudagar 2. til 30. apríl 2002kl. 20:00-22:00. Verð kr. 4.900,-Upplýsingar á skrifstofu LeikmannaskólansBiskupsstofu • Laugavegi 31 • 150 ReykjavíkHeimasíða: http://www.kirkjan.is/leikmannaskoli/Sími: 535 1500 • Bréfsími: 511 1501 • Netfang: frd@biskup.is


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 5


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 9Ársfundur Starfsgreinasambands ÍslandsSvo mikið hefur gerst-sagði Halldór Björnsson, formaður m.a. í setningarræðuFyrsti ársfundur StarfsgreinasambandsÍslands var haldinn dagana 18. og 19.október sl. á Hótel Loftleiðum. Sambandiðvar sem kunnugt er stofnað fyrir árisíðan, með sameiningu VerkamannasambandsÍslands, Landssambands iðnverkafólksog Þjónustusambands Íslands.Fjórtán fulltrúar frá Einingu-Iðjusátu fundinn.Fjölmörg verkefni lágufyrir ársfundinum, auk hefðbundinnaársfundarstarfa. Ímálefnanefndum var m.a.fjallað um atvinnu- ogbyggðamál, kjaramál ogstarfsmenntamál, auk þesssem fjallað var um innri málefnisambandsins.Gengum ekki í taktHalldór Björnsson, formaðursambandsins komvíða við í ræðu sinni viðsetningu ársfundarins. „Þaðer ótrúlegt að það sé ekki nema ár síðanvið stofnuðum Starfsgreinasambandið.Svo mikið hefur gerst og svo miklu höfumvið áorkað. Það er ástæðulaust að rifja þaðupp í smáatriðum hvernig ástandið var íokkar röðum fyrir rúmu ári. Það er nóg aðvið höldum því til haga að við vorum meiraog minna sundraður félagsskapur. Viðgengum ekki í takt,“ sagði Halldór m.a.Einnig kom hann inn á starfsmenntamálþar sem mikill árangur hefur náðst. Sérstökáhersla hefur verið lögð á svonefndaforystufræðslu sem Halldór sagist telja eittaf lykilverkefnum verkalýðshreyfingarinnará næstu árum. Hann fjallaði einnigum atvinnu- og kjaramál og þá stöðu semupp er komin í þeim efnum og í lok setningarræðunnarítrekaði hann þann góða árangursem náðst hefur í að stilla samanstrengi innan verkalýðshreyfingarinnar.Samstaða lykillinn að góðum árangriGrétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, ávarpaðiþingið og fjallaði nokkuð um þann árangursem Starfsgreinasambandið hefurnáð á sínu fyrsta starfsári. Hann lagði höfuðáhersluá mikilvægi samstöðunnar enræddi ennfremur um nýjustu útspil ríkisstjórnarinnarí efnahagsmálum. „Ég heldað æ fleiri séu að sannfærast um þau gömluog góðu sannindi að samstaðan er lykillinnað góðum árangri. Þá er ég ekki að talaum samstöðu sem byggir á því að allir séualltaf sammála og syngi í einradda kór,heldur að menn umgangist ósamkomulag— ef og þegar um það er að ræða —Fulltrúar Einingar-Iðju eru hér þungir á brún þannig að líkast til hafa alvörumálverið til umræðu.þannig, að það eyðileggi ekki fyrir málstaðhreyfingarinnar. Hún á — og um þaðerum við öll sammála — brýnt erindi til íslenskuþjóðarinnar,“ sagði Grétar.Mistök í hagstjórninniTalsverðar umræður urðu um væntanlegaendurskoðun á launalið kjarasamningannaí febrúar næstkomandi og hvaðaáhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálumkoma til með að hafa á hana. M.a.hélt Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóriASÍ, erindi um þróun og horfur íkjaramálum undir yfirskriftinni „Mistök íhagstjórninni“. Í máli hans kom fram aðábyrgð ríkisstjórnarinnar á því hver staðaner í dag er mikil. Ríkisstjórnin hefur látiðSeðlabankanum einum eftir að fylgjastmeð verðbólgu og grípa til aðgerða gegnhenni. Hann sagði jafnframt að fjárlagafrumvarpiðkomi á móti til að leiða til ennfrekari útþenslu ríkiskerfisins og skattatillögurstjórnarinnar séu í mörgu tilliti óhagstæðarhagsmunum launafólks.Málstofa um húsnæðismálÍ tengslum við ársfundinn var haldinsérstök málstofa um húsnæðismál. Framsögumennvoru Sigurður Bessason, formaðurEflingar, Ingi Valur Jóhannsson,deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu ogMagnús M. Norðdahl, lögfræðingur AlþýðusambandsÍslands.Vantar stefnumótun til langs tímaÍ máli Magnúsar kom fram að almennteignaríbúðakerfi er grundvallarfyrirkomulag húsnæðismálaá Íslandi. Það hefurhins vegar liðið fyrir skort álangtímastefnumótun ogáætlanagerð, ómarkvissar ogfljótfærnislegar ráðstafanirhvers nýs ráðherra og ófullnægjandiog óstöðugar endurgreiðslurí formi vaxta oghúsnæðisbóta. Almenntleiguíbúðakerfi hafi ekki náðað þroskast hér á landi„vegna einsýni og landlægrafordóma,“ eins og hann orðaðiþað. Það þarfnast nýrrahúsaleigulaga, bætts rekstrarumhverfisog almennra og viðunandi húsaleigubóta.Opinbert fjármagn til málaflokksinsvirðist vera nægilegt en bætaþurfi og breyta ráðstöfun þess, m.a. meðupptöku stofnstyrkja. Opna eigi einkafjármagnileið inn á leigumarkað, styrkja búseturéttarfyrirkomulagiðog opna á nýjarog ferskar hugmyndir. „Með skynsamlegumog vel undirbúnum áætlunum og framkvæmdumer hægt að leysa allan vandannog byggja um leið upp manneskjuleganhúsnæðismarkað fyrir alla Íslendinga,“sagði Magnús.Stofnstyrkir frá ríki og sveitarfélögumSigurður Bessason talaði á svipuðumnótum. Sameina þurfi kraft samfélagsins,þ.e. ríkisvalds, sveitarstjórna, samtaka atvinnulífsinsog launþegasamtakanna til aðuppræta húsnæðisvandann. Stofnstyrkirvið kaup á íbúðarhúsnæði komi bæði fráríki og sveitarfélögum, lán verði veitt tilmjög langs tíma og ríkið leggi til stofnstyrkisem nemi a.m.k. 20% af íbúðarverði.Sveitarfélögin verði að taka á sigsem nemur 10% af íbúðaverði, t.d. í formigatnagerðargjalda. Þá nefndi Sigurður aðleitað verði til lífeyrissjóða varðandi fjármögnunsem beri eðlilega vexti.


10 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐSpurning Einingar-Iðju blaðsinsHvernig líst þér á hugmyndir umjarðgöng undir Vaðlaheiði?Margrét Marvinsdóttir,Norðurmjólk:„Mér líst mjög vel áþær og er viss um að þettaer þjóðþrifamál. Ég erreyndar líka með hugmyndsem ég ligg ekki áað öðrum jarðgöngum,þ.e. undir Tröllaskagannsvo að við losnum viðÖxnadalsheiðina líka.“Þorsteinn E. Arnórsson,skrifstofu Einingar-Iðju:„Ég held að flestumhljóti að lítast vel á Vaðlaheiðargöngog tel að þaukomi bæði Þingeyingumog Eyfirðingum til góða.Fyrir Einingu-Iðju erþetta einnig hagsmunamálþví ég hef trú á aðmeð göngum aukist nýtingá orlofshúsahverfinuá Illugastöðum.“Ingibjörg Ólafsdóttir,Leikskólanum Iðavöllum:„Ég hef nú reyndar ekkikynnt mér þetta mál neittsérstaklega þannig að áþessu stigi held ég að égverði að vera frekar hlutlaus.“Geir Guðmundsson, Vegagerðríkisins:„Mér líst vel á þær. Ég erekki í nokkrum vafa um aðgöng myndu bæta samgöngurtil muna. Suma veturer þetta lífsnauðsyn fyrirþað fólk að austan semsækir vinnu sína hingað íbæinn og/eða þjónustu.“Garðar Vésteinsson,Dekkjahöllinni:„Mér líst vel á þær.Jarðgöng stytta leiðina ámilli og það hlýtur aðbæta samgöngur.“Sigríður Þórisdóttir,Hrafnagilsskóla:„Mér líst mjög vel áþær. Það er engin spurningað jarðgöng yrðumikil bót fyrir þá fyriraustan.“Sigríður K. Bjarkadóttir,Leikskólanum Pálmholti:„Mér líst vel og þær oghef raunar ekkert meiraum það að segja.“Sæbjörn Jónsson, PlastiðjunniBjargi, Iðjulundi:„Mér líst nokkuð vel áþær, sérstaklega ef þæryrðu til þess að menn gætufengið fyrr heitt vatn fráReykjum inn í Fnjóskárdal.Þar að auki styttir þettaleiðina austur töluvert.“


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 11Bestu óskir um gleðileg jólog farsælt komandi árSjómannasambandÍslands


12 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐSumarferð Einingar-Iðju tilÍtalíu 3. - 18. júní 2001Þegar félagið bauð upp á ferð til Ítalíuhefur hjartað í mörgum eflaust tekið smákipp. ÍTALÍA! Land sem hefur upp á svomargt spennandi að bjóða. Allir þekkjamatinn, vínið, landslagið og ekki mágleyma stórbrotinni sögu landsins, þarsem hvert svæði og hver stórborg höfðueitt sinn sína eigin höfðingja og stjórnendureins og t.d. Feneyjar og Róm. Ekkimá heldur gleyma allri þeirri listsköpunsem finna má á Ítalíu í byggingum, málverkum,höggmyndum, tónlist og mörgufleiru. Margir fóru að láta sig dreyma umrómatík í gondólum eða afslöppun í sólog sælu á Rimini og þegar fór að vorahöfðu 55 skráð sig í ferðina.Sunnudagurinn 3. júní:Lagt af staðSunnudaginn 3. júní kl. 21 voru flestirmættir við Alþýðuhúsið á Akureyri, þarsem rúta stóð tilbúin að flytja fólkið áKeflavíkurflugvöll. Ferðin suður gekk velog var róleg framan af. Farþegarnir reynduað hvíla sig fyrir næstkomandi daga oglétu sig dreyma um það sem var í vændum.Þegar leið á nóttina og farþegar á Stór-Reykjavíkursvæðinu bættust í hópinn fórumenn að hressast og spenningurinn leyndisér ekki. Allir voru með hugann við Ítalíu,þótt menn hefðu sjálfsagt mismunandivæntingar um komandi daga.Í Reykjavík bættist leiðsögumaðurinn,Vilborg Halldórsdóttir, í hópinn og mörgumlétti. Þarna var komin kona sem kunniítölsku. Engin tungumálavandamál áttu aðvera framundan.Í Verona var Arena-hringleikahúsið skoðað.Það var föngulegur hópur sem hélt til Ítalíu í sumarferð Einingar-Iðju.Mánudagurinn 4. júní:„Bon giorno Italia“Klukkan 6 var farið í loftið. Það varflogið beint til Rimini þar sem bílstjórinnSveinn Sigurbjarnarson eða ,,Svenni” tóká móti hópnum, hress að vanda, og fluttiokkur á fyrsta áfangastað, Garda.Vilborg kenndi okkur margt á leiðinni.Fyrst af öllu kenndi hún okkur að segja,,Quantlé kosta” (hvað kostar þetta) ogsennilega var það mest notaða ítalska setninginí ferðinni. Það sást á farangrinum aðferðinni lokinni.Við komum til Garda kl. 18 og héldumrakleiðis á Hótel Royal sem átti að veraheimili okkar næstu 6 nætur. Það var gottað fá þriggja rétta máltíð eftir langan dagog hvíla sig fyrir þann næsta sem átti eftirað bjóða upp á margt spennandi.Þriðjudagurinn 5. júní:VeronaEftir góðan morgunmat var lagt af staðtil Verona sem er stutt frá Garda. Þar tók ámóti okkur ítalskur leiðsögumaður semfór með okkur í tveggja tíma gönguferðum gamla bæinn. Þar er m.a. Arena hringleikahúsiðsem var byggt á 1. öld. Það erþriðja stærsta hringleikahúsið í heiminumog það eina sem ennþá býður upp á óperurog aðra söngleiki undir berum himni. Viðfengum einnig að sjá sögusvið harmleiksinsum Rómeó og Júlíu. Þar er stytta afJúlíu og sagt er að það boði gott í ástarmálumað snerta vinstra brjóst hennar. Þaðer erfitt að hugsa sér rómantíkina í verkiShakespears þegar beðið er í langri röðtúrista til að geta myndað svalir Júlíu. Enþegar litið er í kringum sig blasa ástir okkaraldar við á öllum veggjum í portinu, þarsem elskendur nútímans hafa krotað nöfnsín.Í hádeginu var borðað á Piazza delle Erbeog eftir matinn var rölt um bæinn til kl. 15.Þá var haldið á ný til Garda, þar sem mennslöppuðu af við sundlaugina til kl. 20. Hópurinnfór saman á veitingahús við Gardavatnog þar sem ítalskan var ekki okkar fagvar gott að hafa Vilborgu sér við hlið. Ég erenn að dást að þjónustuliðinu sem stóð sigmjög vel þrátt fyrir 55 manna árás öllum aðóvörum. Það fær fimm stjörnur.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 13Þetta var góður dagur. Það eina sem fólkkvartaði yfir var hitinn, 28°C.Miðvikudagurinn 6. júní:FeneyjarVið tókum daginn snemma og lögðumaf stað frá hótelinu kl 8. Okkur var ekiðbeint til Torcello og þaðan var bátur tekinntil Feneyja. Á Markúsartorgi hittum viðleiðsögumann staðarins. Hann sagði okkurmargt um torgið, byggingar og brýr. Sagastaðarins er löng og mikil, enda allar ferðabækurmeð sér kafla um Feneyjar.Eftir að hafa skoðað Markúsartorg ogHertogahöllina að utan var farið með hópinní glergallerí þar sem við fengum að sjáhvernig gler er blásið. Maðurinn, sem varað vinna, tók glerklump, hitaði hann í ofniog ,,togaði” svo út úr honum þennan fínahest. Síðan fengum við að skoða Muranoglerverksmiðjuna þar sem allir hlutir eruhandgerðir. Frábær listaverk og hægt aðeyða nokkrum milljónum líra.Eftir þetta gat hópurinn farið sínar eiginleiðir, látið draumana rætast í gondólaferðeða á góðum veitingastað. Undirrituð fórupp í hæsta útsýnisturninn á Markúsartorgi.Þaðan var gott útsýni yfir allar 117eyjarnar, en þær liggja svo þétt að þærMaggi í “góðra fugla hópi” á Markúsartorgi,Feneyjum.virðist í raun ein stór heild, enda ein borgmeð 15.000 húsum og tæplega 400 brúmyfir 150 kanala og — það sem merkilegaster — engum bílum.Kl. 16 hittust allir aftur til að fara,,heim”. Veðurguðirnir buðu upp á þrumurog eldingar og smá rigningu, en engumvarð meint af (sumum fannst reyndarnokkuð kalt þennan dag, aðeins 19°c.) Viðkomum á hótelið kl. 19:30 eftir góðan dag.Ein vika í Feneyjum væri ekki nóg til aðnjóta alls þess sem þær hafa upp á að bjóða,hvað þá einn dagur.Vilborg og Elísabeth, leiðsögumenn.Fimmtudagurinn 7. júní:GardavatnNú var komið að því að skoða nánastaumhverfi okkar og fara í siglingu á Gardavatni,sem er stærsta vatn Ítalíu. Veðriðlofaði góðu, heiður himinn og 26°c. Ekiðvar til Sirmione sem er langur tangi út ívatnið. Tangi þessi laðar til sín flesta þáferðamenn sem koma til Gardavatns, enaðalsmerki hans er kastali sem Scala-fjölskyldanfrá Sikiley lét byggja sér sem sumarhúsá 12. öld. Sagt er að Dante hafi búiðí höllinni og kallað Sirmione ,,perlu vatnsins.”Þar var gaman að ganga um og skoðafallega garða og kastalamúrana. Þess mágeta að ein kráin þar bar nafnið Elli ogeinn úr hópnum var ánægður að sjá nafniðsitt á slíkum stað.Frá Sirmione var siglt til Gardone þarsem beið okkar fínasta máltíð. Gardone erfallegur strandbær, þar sem hinir ríkubyggðu sér glæsihýsi, enda staðurinn


14 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐþekktur fyrir sérstaklega milt loftslag. Eftirmatinn var siglt til Saló sem er lítill bærmeð þröngum en líflegum götum. Þar þefaðiundirrituð uppi postulínsmálara semsýndi okkur frábær listaverk. Einhverjir úrhópnum stóðust ekki freistinguna ogkeyptu sér fallega handmálaða hluti tilminningar um þessa ferð.Þegar ,,heim” var komið fór hópurinnað hugsa um kvöldmat. Flestir voru orðnirþað góðir í ítölskunni að þeir gátu séð umsig sjálfir hvað matarpantanir varðaði.Nokkrir fóru saman niður að Gardavatniog borðuðu úti við kertaljós og notalegheit.Góður endir á góðum degi.Föstudagurinn 8. júní:PadovaÞennan dag voru allir snemma á ferð þvínú átti að nota daginn vel og gera margt.Lagt var af stað kl. 8 og haldið til Padovasem er stutt frá Feneyjum. Við lentum íumferðarteppu og því seinkaði okkur umu.þ.b. klukkustund. Bíll með pappírsfarmihafði oltið á hraðbrautinni og pappírinnvar úti um allt. Sem betur fer urðu ekkislys á fólki. Þetta varð til þess að leiðsögumaðurinn,sem ætlaði að vera með okkur íPadova, hafði ekki mikinn tíma til að sýnaokkur staðinn. Við komumst þó að kirkjuHeilags Antoníusar. Kirkjan reyndist svoheilög að hluti af hópnum mátti ekki farainn vegna ósiðsamlegs klæðnaðar (stuttbuxurog ermalausir bolir bannaðir). Þeirsem fóru inn voru ánægðir með það semsýnt var, tíminn var bara af of skornumskammti.Eftir mat var farið að skoða stóran útimarkað,en þegar þangað var komið vorukaupmenn að taka saman og loka. Seinheppninelti okkur eina ferðina enn þennandaginn. Þegar líða tók að kvöldi þurftumvið að leita að Svenna, eða Svenni að okkur,því hann þurfti oft að geyma rútuna utanbæjar.Eftir rölt fram og til baka sástloks í Drottninguna og allir voru fegnireftir langan og erfiðan dag. Það er baraþannig, líka á ferðalögum, að allt gengurekki alltaf eins og maður óskar sér. Þaðsem stóð helst upp úr eftir daginn var torgsem við gengum í gegnum, Parato dellaValle, sem er næst stærsta torg Evrópu. Þarvoru margar styttur og fallegur gosbrunnur.Kl. 19 vorum við komin heim á hótelog allir hlökkuðu til næsta dags sem varfrjáls dagur.Birni formanni fannst mjög gott að sitja í sólinni og var kominn á ströndina á undan flestum öðrum.Íslenska fánanum var flaggað af fleiri en Íslendingum og var Vilborg hin ánægðasta með það.Laugardagurinn 9. júní:Frjáls dagurÞað var gott að geta sofið aðeins lengureinn dag og tekið því rólega. Margirslöppuðu af við sundlaugina allan daginnmeðan aðrir fóru í gönguferðir meðframvatninu eða upp í hlíðarnar fyrirofan hótelið. Sumir kíktu líka í búðir.Undirrituð þurfti í hraðbanka en ,,Lírukassinn”var svo svangur að hann gleyptikortið og sást það ekki meir. Bjössi varfljótur að redda málunum svo hinóheppna gat tekið gleði sína á ný meðfulla vasa af peningum. Þetta var notalegurdagur.Sunnudagurinn 10. júní:Flórens - Montecatini TermeLagt var af stað frá hótelinu kl. 8. Ferðinnivar heitið alla leið til Flórens, þar semeyða átti smá tíma áður en haldið yrði tilMontecatini. Þar áttum við að halda tilnæstu þrjár nætur. Við komum til Flórenseða Firenze kl. 12 svo það var nú ekkimikill tími til að skoða borgina. Eitt eigaFlórens, Róm og Feneyjar sameiginlegt.Flestar ferðabækur hafa sér kafla fyrir þærþví þar er svo margt að sjá.Það fyrsta sem við skoðuðum vorustyttur á Piazza della Signoria. Þar erumargar frægar styttur eins og t.d. Davíðsstyttaneftir Michelangelo. Þá voru Dómkirkjanog Skírnarkapellan skoðaðar.Síðan var okkur gefinn laus taumurinnog gátum við notað tímann til að skoðaokkur um. Kl. 16 hittist hópurinn afturog við gengum saman til að finna rútuna.Við gengum upp langar og miklar tröppurá stíg sem hét víst ,,Píslargangan” ogvar það réttnefni fyrir okkur sem höfðumgengið allan daginn. Upp komust þó allirog útsýnið var þess virði að puða smávegis.Kl. 20:30 komum við svo tilMontecatini Terme á hótelið LagoMaggiore og allir voru fegnir að komast író en...


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 15Mánudagurinn 11. júní:Pisa... morguninn eftir kom ýmislegt í ljós.Fólk hafði fengið misgóð herbergi og hafðihver sína sögu að segja. Sumir fengu herbergián sturtu meðan aðrir státuðu af setbaðkörum.Einn hafði verið í sturtu þegarSkakki turninn í Pisa var skoðaður.þjónustustúlkan kom askvaðandi inn.Hann var lítið hrifinn en aðrir öfunduðuhann af góðri þjónustu. Þá var gerð þessivísa:Magnús þrifa þáði baðþjónustunnar vegna,hvað það kostar, skítt með þaðNú þarf Bjössi að hegna.Önnur kom strax á eftir og sá ,,skáldið”atburðinn á annan hátt.Sælu Magga svipur áskítt með öfund Bjössa,í bað ég fer og boða þábaðdömuna þessa.Einu herbergi fylgdi lítil sæt salamandrasem þótti ekki góður herbergisfélagi. Eftirsmá læti kom hótelstjórinn og bjargaðimálunum. Var þá kveðið:Möggu og dýrinu brá, brábæði svo þögul og smá, smá,að hjálpa sér Guð bað hún þá, þáen ítalinn flutt’ana já, já.Sigríður, Unnur, Rósa og Ásbjörn að hvíla lúinbein.Ekki var þess getið hvort var flutt á brott,Magga eða dýrið!Eftir morgunmat var farið til að skoðaPisa, borg skakka turnsins. Við komumþangað kl. 14 og þar tók ítalski fararstjórinná móti okkur og sýndi okkur svæðið ámettíma. Borgin hefur áhugaverða söguog margar byggingar frá blómaskeiðihennar, er hún var sjálfstætt lýðveldi, setjasvip á borgina. Sérstaklega á það þó viðum Dómkirkjuna sem skartar hinum frægaskakka klukkuturni. Þarna á svæðinu erlíka sérkennilegur kirkjugarður, Camposantofrá 1278, sem er umluktur miklum


16 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐmúrum. Hægt er að fara upp í turn á múrnum,ganga hring um garðinn og sjá niður íhann, auk þess sem hægt er að sjá byggingarnarfrá öðru sjónarhorni.Eftir að hafa skoðað þessi ,,undur veraldar”var snúið heim á leið og þangað varkomið kl. 19:30. Til allrar lukku var búiðað flytja sum í hópnum í ný og betri herbergi.Magga var laus við öll ,,gæludýr”og allir voru ánægðir.Þriðjudagurinn 12. júní:Montecatini Terme - LuccaÍ Lucca var lagið tekið með hefðbundnum, íslenskum hætti, heimamönnum til mikillar ánægju.Þennan dag gat hver og einn notað til aðskoða þennan litla notalega bæ, MontecatiniTerme. Hann er þekktasti heilsustaðurÍtala með yfir 220 hótel og heilsuhæli ogþar er einnig mikið af fallegum görðum.Vatnið þar á að vera sérstaklega heilsusamlegt.Það kemur úr uppsprettu sem er60-80 metrum undir sjávarmáli. Á hverjuári koma þangað margir, ungir sem aldnir,til að láta stjana við sig og láta sér líða vel.Þar sem við þekktum ekki staðinn spurðumvið hótelstjórann hvað best væri aðgera þennan dag. Hann var ekki sleipur íenskunni (og við ekki heldur) en hann gafokkur götukort og benti okkur á stað semheitir Terme, sem átti að vera mjög sérstakur.Einnig benti hann okkur á að hægtværi að taka toglest upp á hæð nálægtbænum. Við héldum þrjú af stað, án þesseiginlega að vita hvert við ætluðum. Þaðeina sem við vissum var að við vildumfara upp á hæðina Alto og því gengum viðáleiðis. Í byggingu einni hljómaði tónlistsem lokkaði okkur nær.Þvílíkur staður. Byggingar með súlnagöngum,gosbrunnum, allskonar görðumog litlum hofum eða garðskálum. Á einumstaðnum var hljómsveit að spila ogsyngja fyrir gesti og það var mjög notalegtað sitja þar og hlusta á fallegan söng. Þarnavar líka gallerí, dýrar verslanir og flottirveitingastaðir. Þetta var greinilega staðurfyrir vel efnað fólk. Eftir því sem viðkomumst næst var þetta heilsuhæli frá 18.öld sem bauð ennþá upp á allskonar heilsumeðferðir,nudd, leirböð og fleira. Þegarvið vorum búin að skoða okkur um í tvoog hálfan tíma var staðnum lokað vegnasiesta Ítalanna. Við fórum því að leita aðtoglestinni í nágrenninu. Hún flutti okkurupp á topp á Alto-hæðinni. Þetta var lítillkastalabær sem gaman var að skoða.Klukkan gekk allt of hratt þennan dag ognú var kominn tími til að hitta samferðafólkið.Þaðátti að halda til Lucca kl. 17.Í Lucca var gengið um gömlu borginasem er snotur miðaldabær með miklumborgarmúrum allt um kring. Um kvöldiðskipti hópurinn sér niður á tvö veitingahúsí bænum. Á okkar stað var þjóninn sérlegaskemmtilegur. Hann söng eða öllu heldurrak upp rokur í hvert sinn sem hann kom ísalinn (sumir voru vissir um að hann hefðigleymt að taka lyfin sín.) Þetta varð tilþess að við tókum lagið fyrir hann og sungum,,Kátir voru karlar” af mikilli innlifun.Það þótti honum skemmtilegt. Seinna umkvöldið hóf Vilborg fararstjóri upp raustsína og söng ,,Stóð ég úti í tunglsljósi”með miklum glæsibrag. Hún hafði fengiðeinhvern trommara á staðnum til að slátaktinn á bongótrommur og setti það mikinnkraft í þessa skemmtun. Þegar hópurinnsameinaðist svo aftur um kvöldið varhaldið áfram að syngja utanhúss, kokkunumá nærliggjandi stöðum til mikillaránægju. Þetta varð hinn skemmtilegastidagur og allir voru ánægðir þegar “heim”var komið.Sólin fór ekki jafn vel með alla og var Svenni einn af þeim sem lentu illa í því.Miðvikudagurinn 13. júní:RiminiÞá var að pakka niður eina ferðina ennog alltaf fjölgaði töskunum. Nú átti aðhalda til Rimini, á síðasta áfangastaðinn.Þegar til Rimini var komið tók við leitinað Hótel Stokkhólmi. Eftir marga hringitókst loks að komast á rétta staðinn. Það ersvo einkennilegt að á Ítalíu, í þessu miklaferðamannalandi, virðist ekki vera gert ráðfyrir rútum, svo við þurftum að affermarútuna í hvelli og ganga nokkurn spöl meðdótið okkar. Vesalings Svenni, það vareins og hann mætti hvergi vera.Hingað vorum við komin til að flatmaga


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 17á ströndinni næstu daga og ekki vantaðiplássið. Sóldýrkendur hlökkuðu til að notasíðustu dagana við Adríahafið.Fimmtudagurinn 14. júní:San MarinoÞeir sem ekki vildu vera allan daginn ísólinni gátu farið að skoða San Marino.Klukkan 9 um morguninn var lagt af staðupp í þetta minnsta fríríki heims. Það vargaman að koma þangað og margir íbúannaþekktu Ísland vegna smáþjóðaleikannasem haldnir höfðu verið þar stuttu fyrirkomu okkar, þar sem íþróttafólk okkarhafði staðið sig með sóma. Klukkan 13 varsvo farið til baka og allir á ströndina, endasteikjandi hiti þar. Sjórinn var nokkuðkaldur en það vandist fljótt. Það var ekkierfitt að sjá hvar Íslendingarnir voru þvíþað lýsti af þeim í sólinni. Einhver gerðiþessa vísu:Fólkið með ráðum það reyndiað ríf´af sér hversdagsins dróma,en ætterni litur ei leyndilétt var og margt bar á góma.Föstudagurinn 15. júní:SólbaðsdagurHefðbundinn dagur á sólarströnd: sólbað,borðað, sólað meir, sumir brenndir,gengið um og skoðað. Einhverjir fóru aðskoða flugminjasafn og voru mjögánægðir með það. Um kvöldið var farið árölt og sumir fengu sér snúning á dansstaðrétt hjá hótelinu. Þetta var rólegurdagur.Töskunum hafði fjölgað allverulega þegar heim var haldið. Menn voru einnig orðnir ansi þreyttir.Laugardagurinn 16. júní:“Italia in Miniatura”Undirrituð er ekki mikið fyrir sólböðsvo hún fór á stúfana og spurði heimafólkiðhvað væri markvert í nágrenninu.Bent var á á Italia in Miniatura á norðurhlutastrandarinnar. Þessi garður reyndistvera heill ævintýraheimur. Hægt var aðferðast um ,,alla Ítalíu” og hluta af Evrópuá nokkrum tímum því þarna voruyfir 270 byggingar og merkir staðir ímini stærðum. Öllu var svo vel fyrir komiðað manni leið eins og Gúliver í Putalandi.Einn hluti garðsins var eftirlíking afFeneyjum sem var aðeins 5 sinnumminna en hinar raunverulegu Feneyjar,t.d. var útsýnisturninn á Markúsartorgi20 metra hár. Farið var í gondól ogsiglt um síkin og var það ótrúlega líktþví og að vera í Feneyjum. Það einasem vantaði voru dúfurnar á torginu ogkannski aðeins fleira fólk. Þetta varfrábær dagur í 35° hita og um kvöldiðvar svo spjallað og sprellað langt framá kvöld.Sunnudagurinn 17. júní:San LeoÞetta var sannkallaður letidagur.Samvinnuferðir-Landsýn buðu okkarhóp að slást í för með þeirra fólki. Þrettánúr okkar hóp þáðu boðið og lögðu afstað kl. 16:30 frá ströndinni upp að kastalaSt. Leo og stoppuðu þar um stund.Kastalinn er á hæð beint á móti SanMarino.Um kvöldið var borðað á gömlu sveitasetrisem heitir ,,Bastian þverhaus” vegnaþess að Bastian þessi hefur boðið upp ásama matseðil í mörg ár án þess að breytahonum, enda ekki ástæða til. Við fengum13-14 rétta máltíð og vín eins og hvervildi og húsmóðirin sá til þess að allt væriborðað. Hljómsveit var á staðnum, þrírkarlar sem komnir voru á eftirlaun ogkölluðu sig Zorro. Þeir héldu uppi fjörifram á kvöld. Þetta var frábær endir ágóðu fríi.Mánudagurinn 18. júní:Á heimleiðÞá var bara eftir að pakka saman ogkoma sér á flugvöllinn. Farangurinn hafðiblásið út í þessari ferð og það var ótrúlegthvað Svenni var laginn við að koma öllufyrir. Það er hægt að segja að í þessari ferðhafi allir hafi fengið eitthvað við sitt hæfiog séð margt sem gaman væri að skoðabetur seinna.Ég vil þakka samferðafólkinu og ekkisíst skipuleggjendum þessarar ferðar þolinmæðinaog góða samveru.Kastali í San Marino.Oddný Baldursdóttir.


18 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐFjallaferð Einingar-Iðju 2001Það var fremur þungskýjað og kalt þegarlagt var í hann frá Alþýðuhúsinu þriðjudagsmorguninn14. ágúst. Nú skyldi haldiðí fjallaferð. Eins og vanalega var bílstjóriSveinn Sigurbjarnarson frá Valgerðiog fararstjóri var Björn Snæbjörnssonsem fyllti í skarð Matthildar. Leiðsögumaðurvar Þórir Haraldsson,menntaskólakennari.Haldið var austur í Mývatnssveit. Þar varstoppað og menn bættu á nestið sitt. Núyrði lítið um sjoppur næstu fjóra daga.Ekið var austur eins og leið lá og fyrststoppað í Möðrudal til að létta af sér ogskoða sig um. Síðan var haldið út af aðalvegiog ekið áfram inn í Arnardalinn. Þarvar litið á nestið við lítinn kofa sem hýstgæti tvo menn og hund í mesta lagi.Hvannalindir og KverkfjöllÁfram héldum við og Þórir lýsti staðháttumog sagði sögur um svæðið sem fariðvar um. Þegar komið var í Hvannalindirvar gengið niður að fyrrverandi bústaðFjalla-Eyvindar og rústirnar skoðaðar.Margir hugsuðu með sér að heldur hafiverið hráslagalegt að dvelja þar um vetur.Þar er hins vegar mjög fallegt um að litast.Haldið var áfram og var veðrið heldurhryssingslegt. Skyggnið var þar að auki lélegt,en áfram hélt Valgerður yfir holt ogmóa.Er við komum að Sigurðarskála varskammt liðið á daginn og því var ákveðiðSvenni bílstjóri.Það var myndarlegur hópur sem fór í fjallaferð Einingar-Iðju 2001.Þórir leiðsögumaður.að fara upp í íshellinn áður en menn kæmusér fyrir í skálanum. Það er allnokkurganga upp að íshellinum og sóttist ferðinmisjafnlega. Okkur fannst brú ein á leiðinniheldur veikburða. Hún var orðin boginog lét verulega á sjá. Göngutúrinn varsamt sem áður þess virði. Það var reglulegaskemmtilegt að koma að íshellinum,en því miður var ekki þorandi að fara inn íhann vegna hættu á hruni.Því var haldið til baka í Sigurðarskálasem er í eigu Ferðafélags Fljótsdalshéraðsog Ferðafélags Húsavíkur. Við fengumsvefnstað upp á lofti og var þar mikil flatsæng.Í skálanum var mikill matsalur ogaðstaða öll hin besta. Við fórum snemma íháttinn eftir ágætt kvöld, reyndar svosnemma að skálaverðirnir höfðu ekki orðiðvitni að öðru eins.Í ÖskjuAð morgni fimmtudags var heldur lítiðskyggni og prísuðu menn sig sæla yfir þvíað hafa skoðað íshellinn kvöldið áður. Viðkvöddum Sigurðarskála í köldu veðri. Þarhafði okkur liðið vel um nóttina, þó næturkyrrðinnihafi verið raskað með miklumtónleikum með alls konar hljómbrigðum.Um morguninn var farið yfir mikinnsand og lítið var að sjá. Er við komum aðbrúnni á Jökulsá við Upptyppinga fórumenn í gönguferð og skoðuðu staðinn þarsem hin ýmsu mannanöfn höfðu verið rituðá bergið fyrir mörgum árum. Þaðan varhaldið til Dreka. Þar var stoppað til aðnæra sig áður en ganga átti Öskju. Í Drekablasti við okkur nýtt hús með nýjum snyrtingumog sturtum. Heldur þótti okkur þettabetra en gömlu kamrarnir.Áður en lagt var af stað upp hlíðar Öskjuminnti fararstjórinn á handklæðin. Núskyldi farið í bað í Víti. Fararstjórinn hafðieinnig orð á því að ekki þyrfti að burðastmeð baðfötin því þau væru óþörf. Þórir varalveg óstöðvandi að segja sögur af atburðumsem tengdust staðháttum.Gönguskórnir voru teknir fram og viðþrömmuðum af stað. Það var lítill snjór ágönguleiðinni, en er komið var á barm Vít-


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 19is var mikil drulla alls staðar og mjög hált.Það að koma á barm Vítis er alveg dýrlegt.Það er stórfenglegt að sjá þennan gíg oghugsa um hvað hafi gengið á við myndunhans.Nokkrir fóru niður í Víti, en hálkan gerðiþeim erfitt fyrir. Þegar niður var komiðsviptu menn sig klæðum og hoppuðu út í.Það var notalegt að svamla í vatninu, enheldur var kalt að fara upp úr og enn verraað ganga upp á ný. Þegar komið var afturniður í Dreka var farið að skipta sér í hús,því að skáli Ferðafélags Akureyrar tókekki alla. Því var einnig gist í skála sem erí eigu Jóns Árna frá Mývatnssveit.Um kvöldið var grillað og voru meistararnirþeir Ásbjörn og Árni mættir til leiks.Þeim tókst að galdra fram þessa dýrindismáltíðmeð góðri aðstoð Örnu og Dúddu.Setið var yfir borðum fram á kvöld ogskemmtu menn sér konunglega. Allirkomust fyrir en álagið á nýju sturturnarhafði verið of mikið. Þær voru ónothæfarmorguninn eftir. Um nóttina sváfu allirvel. Fararstjórinn lá á gólfinu í Jónsskálaog var svo fyrirferðamikill að mennkomust ekki út þó þeir þyrftu á klósettið.Hópurinn skoðaði sig um í Eyvindarveri í Hvannalindum.Læðst um GæsavatnaleiðAð morgni föstudags var komið betraveður. Ferðinni var heitið um Gæsavatnaleið.Þegar við vorum komin nokkuð áleiðisbeygði Svenni út af slóðinni og keyrðibeint af augum yfir sandinn. Eftir litlastund sáum við smá gróður í sandinum.Við vorum komin að upptökum Svartársem kemur upp í sandinum miðjum og erorðin nokkuð vatnsmikil þegar hún rennurí Jökulsá, eftir 5 km leið. Við gengum aðfallegum fossi í Svartá sem heitir Skínandiog ber hann nafn með rentu.Eftir þetta var keyrt yfir svokallaðarFlæður, þó ekkert vatn hafi verið þar. Heldurfannst mönnum ferðin ganga hægt uppUrðarhálsinn, en þar er enginn vegur, aðeinsstikur sem sýna hvar hægt er að fara.Skáli Ferðafélags Akureyrar við Drekagil.Hlaðið í vörðu.Upp á hálsinum er mikið jarðfall sem er alvegstórkostlegt að sjá. Þarna hafa orðiðmiklar jarðhræringar og við veltum fyrirokkur hvað hafi orðið af öllu því sem gosiðhafði upp úr gígnum.Við áðum við skála sem er stutt frá Kistufelli.Er við komum á hæð nokkra sáumvið að út um allt voru vörður. Við snöruðumstþví út og hófum að hlaða í eina slíkaaf miklum krafti. Síðan var haldið niður aðGæsavötnum. Þar er skáli sem vélsleðaogjeppamenn eiga. Skáli þessi er mjögreisulegur og svæðið í kring mjög fallegt.Næsti náttstaður okkar var í Laugafelli.Þar fengum við alla skálana til afnotaþannig að nóg var plássið. Menn vorunokkuð dasaðir eftir þessa löngu ferð yfirvegleysur og því var gott að geta farið ílaugina í Laugafelli. Þar var margt ummanninn um kvöldið og er nokkuð víst aðsumir hafi verið orðnir vatnsósa þegar þeirfóru upp úr.Til byggða á nýÞað var kalt um nóttina, en um morguninnvar komið mjög fallegt veður. Er mennvoru komnir á fætur fóru margir að skoðaÞórunnarlaug. Síðan var ekið sem leiðliggur niður í Skagafjörð. Fallegt var umað litast á leiðinni, en lítið var stoppað.Menn voru því orðnir svangir þegar niður íÞorljótsstaði var komið.Veðrið var svo gott að erfitt var að fáfólk til að fara inn í rútuna á ný. Þegar þaðtókst loksins var þjóðvegurinn keyrður oghaldið heim á ný eftir góða fjallaferð.Þessi ferð var reglulega skemmtileg.Hópurinn var góður og leiðsögumaðurinneinnig. Þetta var ferð sem enginn sá eftirað hafa farið í.


20 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐBestu óskir um gleðileg jólog farsælt komandi árOLÍUVERZLUNÍSLANDS HFwww.olis.ispwcglobal.com/iswww.livis.iswww.esso.is461 3010sgs.issamskip.iswww.saeplast.comVÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDSwww.vsfi.iswww.toyota.isP AP. Alfreðsson ehf.Draupnisgötu 7m • 603 AkureyriSími 462 3248www.frost.iswww.tmhf.isDaltré ehf.Grundargata 9, 620 DalvíkSími: 466 1199Sími 460 8850dalvik@dalvik.isGlerárgötu 3b • Símar: 461 2545www.istak.isakureyriwww.brimborg.issba@sba.isRAFIÐNAÐARSAMBANDÍSLANDSwww.raf.is/rsiHRÍSEYJARHREPPURRÁÐHÚSINU · SÍMI 466 1762 · FAX 466 1790 · NETFANG: hrisey@li.ishttp://hrisey.vefurinn.iswww.plastprent.isMEISTARAFÉLAGHÚSASMIÐAÍ REYKJAVÍK


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 21Aldraðir í HerðubreiðarlindumEins dags ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufélaga var farin 19. ágúst sl. Ekiðvar upp í Herðubreiðarlindir og þar grillaðofan í mannskapinn. Þessi ferð var ááætlun síðasta sumar en þá þurfti aðfresta henni vegna mikilla vatnavaxta ásvæðinu. Nú gekk hins vegar allt að óskum.Á heimleiðinni var stoppað í Selinu íMývatnssveit þar sem hlaðin veisluborðbiðu hópsins og komu því allir sáttir ogsaddir heim.Veisluborðið í Selinu sveik engan.Grillmeistarar að störfum í Herðubreiðarlindum.Slappað af í rútunni á heimleið.DesemberuppbótDesemberuppbót skal greiða í einu lagi en upphæðin er mismunandieftir samningum. Eftirfarandi tölur miðast við fulltstarf allt árið en fyrir hlutastarf er greitt hlutfallslega.Almennir samningar: 35.000 kr.,greiðist eigi síðar en 15. desember.Launanefnd sveitarfélaga: 50.032 kr., greiðist í desember.Samningar við ríkið 35.000 kr., greiðist 1. desember.Starfsfólk Einingar-Iðju veitir fúslega allar nánari upplýsingarum reglur í þessu sambandi.Sjá ennfremur heimasíðuna: www.eining-idja.isDesemberuppbótin kemur sér án efa vel fyrir marga þegar kemur að jólainnkaupunum.


22 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐLitið inn á vinnustaðiRótgróinn GreifiGreifinn er rótgróið veitingahús í hjarta Akureyrar, semallir heimamenn þekkja, auk lang flestra þeirra semsækja bæinn heim. Fyrirtækið var stofnað árið 1989 oger veitingahúsið Greifinn nú rekið í tveimur veitingastöðum,Greifanum sjálfum við Glerárgötu og Rósagarðinumá Fosshótel KEA við Hafnarstræti. Auk þesssér Greifinn um rekstur kaffihússins Café Amour viðRáðhústorg.Á Greifanum eru að meðaltali um 50 manns á launaskráí um 30 stöðugildum og á Fosshótel KEA eru starfsmennirnir20-50, þar sem fjöldi starfsmanna fer eftirárstíðum.„Margt gottáGreifanum“Helga Einarsdóttir hefur starfað á Greifanumí þrjú ár, reyndar með hléum. Nústarfar hún sem þjónn.„Mér líkar vel að vinna á Greifanum ogvinn alla virka daga og aðra hverja helgi.Það er margt gott hér á Greifanum, ég eránægð með launin og starfsandinn er góðursvo eitthvað sé nefnt. Samt sem áður eralltaf eitthvað sem betur mætti fara. Starfsmannaðstaðanmætti vera betri og þaðmætti kannski hrósa okkur meira, en þaðer reyndar verið að vinna í því. Nú er okkurhrósað mikið meira en áður og er þaðhið besta mál,” segir Helga.„Góðurstarfsandi“Haraldur Pétursson hefur starfað semkokkur á Greifanum í aðeins einn oghálfan mánuð. Hann lætur vel af tímasínum þar.„Það er mjög fínt að vinna hjá Greifanum.Hér er góð vinnuaðstaða og mjög góðurvinnuandi. Ég er að vinna ansi mikið,opna þá daga sem ég er að vinna og vinnfram yfir kvöldösina, auk þess sem ég vinnaðra hverja helgi. Hér er margt gott og mérdettur í raun ekkert sérstakt í hug semnauðsynlega þarf að bæta. Auðvitað villmaður alltaf betri laun, en ég held að þaðvilji maður alltaf, hvort sem laun mannseru há eða ekki, segir Haraldur.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 23„Líf og fjör í Álfaborg“Það var líf fjör í Leikskólanum Álfaborg á Svalbarðsströndþegar tíðindamaður Einingar-Iðjublaðsins leit þarinn einn morguninn ekki alls fyrir löngu. Leikskólinn ertil húsa í gamla grunnskólanum á Svalbarðseyri og þareru að jafnaði um 25 börn frá tveggja ára aldri. Þegar síðangrunnskólaaldri er náð er stutt fyrir krakkana að faraþví grunnskólinn sendur hinu megin við planið. En látummyndirnar tala sínu máli.Litið inn á vinnustaðiÞessi hópur var að leira með Helgu Þórsdóttur og gáfu sér varla tíma tilað líta upp.Guðný Björnsdóttir hjálpar krökkunum að teikna og lita.Stillt upp fyrir myndatöku: Eva Margrét, Bjarki Þór, Fransiska Dóra,Kristófer og Sóley.


24 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐÞegar keyrt er inn í Akureyrarbæ, að norðan, blasirvið stórt hús á hægri hönd rétt við bæjarmörkin. Þarvar Sjöfn lengi til húsa og er enn, en nú ásamt fyrrverandikeppinauti sínum í málningariðnaðinum,Hörpu og hreinlætisvöruframleiðandanum Mjöll.Harpa og Sjöfn sameinuðu krafta sína í byrjun septembersíðastliðnum og hlaut nýja fyrirtækið nafniðLitið inn á vinnustaðiMikil sameiningarhrina í málningar- oghreinlætisiðnaðinum„Fríið millijóla og nýársbest“Harpa-Sjöfn. Tveimur mánuðum áður höfðu hreinlætisvörudeildirSjafnar, Sámar hf. í Kópavogi ogMjallar ehf. í Reykjavík einnig sameinast undirmerkjum Mjallar. Fyrirtækið gengur því undir þvíþokkafulla kvenmannsnafni Harpa Sjöfn Mjöll. Viðlitum inn á vinnustaðinn og ræddum við starfsmenn.Elva Rósa Helgadóttir hefur starfað íhreinlætisvörudeild Mjallar í rúmt ár ogkann ágætlega við sig.„Það besta við að vinna hér er vinnuandinnog að það er frí á milli jóla og nýars,”segir Elva Rósa og hlær. „Það ersamt ýmislegt sem má betur fara. Vinnuaðstaðanhér er ekki nógu góð. Nú erumvið einnig að vinna ansi lengi, frá klukkanhálf átta á morgnana til hálf sjö á kvöldinog það er búið að vera þannig síðanmaí.”„Svolítið streðá köflum“Jóhannes Jónsson hefur starfað í hreinlætisvörudeildMjallar síðan í maí, envar áður hjá Kjötiðnaðarstöð KEA í ellefuog hálft ár.„Ég vinn við hitt og þetta, en er samtmest í átöppun. Mér líkar mjög velhérna, það er mjög góður vinnuandi,þó það sé svolítið streð á köflum. Éger sammála því að það mætti bætavinnuaðstöðuna, auk þess sem mérfinnst að launin mættu vera betri miðaðvið það sem maður leggur á sig,“segir Jóhannes.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 25Afsláttur í líkamsrækt og sund„Heilbrigð sál í hraustum líkama,“ hljómarkunnuglegt spakmæli. Til að auðveldafélagsmönnum Einingar-Iðju að lifa samkvæmtþessum orðum hefur verið samiðvið tvo aðila um afslátt í líkamsrækt ogsund.Líkamsræktarstöðin Bjarg við Bugðusíðuá Akureyri býður öllum félagsmönnumEiningar-Iðju verulegan afslátt af verði6 mánaða korta og 12 mánaða korta í líkamsræktina.Þannig kosta 12 mánaða kort26.000 krónur fyrir Einingar-Iðjufélaga enalmennt verð er 37.400 krónur. Þá kostar 6mánaða kort 16.000 krónur fyrir Einingar-Iðjufélaga meðan almennt verð er 25.900krónur.Sund á ÞelamörkSund er einhver hollasta líkamsrækt semhægt er að stunda og nú býður sundlauginá Þelamörk félagsmönnum í Einingu-Iðju25% afslátt af verði 10 tíma korta. Kortinsem kosta að jafnaði 2000 krónur kostaþannig 1.500 krónur fyrir Einingar-Iðjufélaga.Fólk er beðið að athuga að hafa félagsskírteininmeðferðis þegar kortin erukeypt.Sund er góð líkamsrækt fyrir fólk á öllumaldri.Starfsmaður!Gleymdist að kjósa öryggistrúnaðarmanná þínum vinnustað?• Þar sem vinna 10 manns eða fleiri skulu starfaöryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður.• Þar sem vinna 50 manns eða fleiri skal starfaöryggisnefnd.• Þar sem starfa færri en 10 manns annastatvinnurekandi eða verkstjóri vinnuverndarmálí samstarfi við starfsmenn og félagslegan trúnaðarmann.VINNUEFTIRLITIÐBíldshöfða 16, 110 ReykjavíkSími 550 4600 - Fax 550 4610vinnueftirlit@ver.is - www.ver.isÖryggistrúnaðarmaður!Öryggisvörður!Trúnaðarmaður stéttarfélags!Verkstjóri! Stjórnandi!Til að auðvelda ykkur ábyrgðarmikilvinnuverndarstörfheldur VinnueftirlitiðNÁMSKEIÐum aðbúnað, hollustuhætti og öryggiá vinnustað.Leitið upplýsinga um næsta námskeið.


26 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐGetraun Einingar-Iðju blaðsinsÁ árinu var opnuð ný heimasíða Einingar-Iðju á Internetinu. Slóðin á hanaer www.eining-idja.is en spurt er: Hvenær var síðan formlega opnuð?A ( ) 12. janúar 2001B ( ) Í júní síðastliðnumC ( ) Um miðjan október síðastliðinnUtanáskriftin er :Eining-Iðja– GetraunSkipagötu 14600 AkureyriNafn:Heimilisfang:Póstnúmer:Sími:Glæsileg verðlauneru í boði:1. Vika að eigin vali í orlofshúsi félagsinssumarið 2001.2. Matarúttekt hjá Nettó að verðmæti kr.10.000.Krossaðu við rétt svar og merktu þérseðilinn hér að ofan. Klipptu hann síðanút og sendu til okkar í Skipagötuna.(Þeir sem ekki vilja klippa blaðið getasent svar á lausum seðli).Skilafrestur er til 19. desember nk.Bent er á að svarið má finna einhversstaðarí blaðinu.3. Matarúttekt hjá Nettó að verðmæti kr.5.000.Dregið verður úr réttum lausnumfimmtudaginn 20. desember nk.Greiðslur úr sjúkrasjóði og skattframtaliðÁrlega fær fjöldi fólks greiðslur úrsjúkrasjóði félagsins, svo sem sjúkradagpeninga,endurgreiðslu á ýmsumkostnaði og fleira. Af gefnu tilefni skalhér áréttað hvernig fara skal með þessargreiðslur þegar kemur að skattframtalinu.Fyrst er til að taka að frá og með komandiáramótum verða sjúkradagpeningarstaðgreiðsluskyldir. Þeir hafa raunar veriðskattskyldir til þessa en skatturinn hefurverið greiddur eftirá. Nú verður staðgreiðslandregin af við útborgun og einaleiðin til að komast hjá því er að fólkskili skattkortum sínum inn á skrifstofuEiningar-Iðju núna fyrir áramótin.Endurgreiðsla kostnaðar ekki skattskyld.Hvað varðar aðrar greiðslur úr sjúkrasjóðiþá eru þær framtalsskyldar en hinsvegar ekki skattskyldar ef um er að ræðaendurgreiðslu á útlögðum kostnaði. Þettaá t.d. við um greiðslur fyrir sjúkraþjálfun,sjúkranudd, krabbameinsleit o.fl.Fólk fær senda launamiða frá félaginuvegna þessara greiðslna en skal gæta þessað færa þær ekki í launareitinn á skattframtalinuheldur í reit 2.9.C, miðað viðuppsetningu síðasta skattframtals. Þarmeð eru þær ekki taldar fólki til tekna.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 27Mál sem snúa að vinnurétti oft erfið viðfangs-segir Inga Þöll Þórgnýsdóttir, lögfræðingur Einingar-IðjuÞótt samskipti launafólks og atvinnurekendagangi sem betur fer án árekstra íflestum tilfellum er því samt ekki alltafsvo farið. Upp geta komið ágreiningsmálaf ýmsu tagi og mál þar sem launþeginnþarf að leita réttar síns fyrir dómstólum.En jafnvel þó svo að mál fari ekki svolangt þurfa stéttarfélög oft á lögfræðilegriaðstoð að halda. Þegar þannig háttartil hjá Einingu-Iðju er Inga Þöll Þórgnýsdóttirkölluð til en hún er lögfræðingurfélagsins.Inga Þöll útskrifaðist frá lagadeild HáskólaÍslands árið 1991 og var ári síðarráðin í starf lögfræðings stéttarfélaganna áAkureyri. Árið 1994 opnaði hún eigin lögfræðistofuog gerði í framhaldi af því þjónustusamningvið stéttarfélögin. Hún sinnirþví áfram þjónustu við þau samhliða öðrumlögmannsstörfum.Inga Þöll Þórgnýsdóttir sinnir lögfræðiþjónustu fyrir stéttarfélögin á Akureyri.Oft flókin mál„Þau mál sem algengast er að komi inn ámitt borð sem lögfræðings Einingar-Iðjusnúa að vangreiddum launum, uppsögnum,ólögmætum riftunum og því að lýsalaunakröfum í þrotabú. Einnig má nefnaágreining um veikindarétt, orlof o.fl.,“segir Inga Þöll, aðspurð um helstu störf sínfyrir félagið. Þá bætir hún við að ekki séalltaf um einhver deilumál að ræða heldurgeti félagið einnig leitað til hennar varðandiráðgjöf og upplýsingar um ýmis lögfræðilegmálefni.Vinnuréttur er að sögn Ingu Þallar talinnnokkuð fólkinn innan lögfræðinnar og málsem að honum snúa oft erfið viðgangs.„Það sem einkum getur flækt svona mál erað þau snúast oft um samskipti á millivinnuveitenda og launþega þar sem gjarnaneru aðeins tveir til frásagnar og þvískortur á haldbærum sönnunum. Það ersíðan þegar ágreiningur kemur upp umeinhver atvik sem gjarnan leiðir til þess aðmál fer fyrir dómstóla. Því fer þó fjarri aðöll mál sem fara af stað gangi svo langt.Algengara er sem betur fer að þau leysistmeð sátt á milli aðila áður en til meðferðarfyrir dómstólum kemur. Ef farið er í dómsmáler það ferill sem tekur langan tíma,a.m.k. einhverja mánuði.“Mikilvægt að gera ráðningarsamningEf nefna á eitthvert eitt atriði sem leittSkriflegur ráðningarsamningur er lagaskylda og nokkuð sem menn þurfa að leggja meiri rækt við, segirInga Þöll.gæti til færri álitamála segir Inga Þöll aðskriflegur ráðningarsamningur sé nokkuðsem leggja þurfi meiri áherslu á. „Það erlagaskylda að staðfesta ráðningarkjörskriflega eftir 2ja mánaða starf og sé slíkursamningur til staðar er hægt að komast hjáýmsum vandamálum síðar meir þótt hannleysi ekki allan vanda einn og sér. Mérfinnst sérstaklega vert að benda atvinnurekendumá þetta atriði því það getur komiðsér enn verr fyrir þá ef ágreiningsmálkoma upp og ráðningarsamningur hefurekki verið gerður.“ Hún segir nokkuð misjafnthversu vel sé staðið að þessum málumen á litlum vinnustöðum sé oft misbresturá að gengið sé frá ráðningarsamningiog einnig þar sem ungt fólk er uppistaðavinnuaflsins og gjarnan mikil hreyfingá fólki.Þá nefnir Inga Þöll að hlutverk trúnaðarmannaá vinnustað sé mikilvægt og miklumáli skipti að hann sé virkur. „Trúnaðarmaðurer mikilvægur hlekkur í samstarfilaunaþega og stéttarfélags og hann þarf aðvera vel meðvitaður um réttindi sín ogskyldur á vinnustaðnum. Þá vil ég hvetjafólk til að hafa strax samband við trúnaðarmanninneða stéttarfélagið ef því finnsteitthvað athugavert því það getur fyrirgertrétti sínum með því að aðhafast ekkert,“segir Inga Þöll að lokum.


28 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐEins og fram kom í síðasta félagsblaðivoru fyrr á þessu ári gerðar nokkrar breytingará deildaskiptingu félagsins. Deildumvar fækkað um eina og einstakarstarfsgreinar færðust til innan deilda.Meðal þeirra deilda sem þarna urðu tilvar matvæladeild. Inn í hana runnu þeirsem áður tilheyrðu fiskvinnsludeild ásamtöðrum starfshópum í matvælaiðnaði, m.a.starfsfólk í kjötiðnaði, mjólkuriðnaði,Kynning á matvæladeildStærsta deild félagsinsbjórgerð o.fl. Eftir þessar breytingar ermatvæladeildin stærsta deildin innan Einingar-Iðjumeð um 1.500 félagsmenn.Þetta er líka eðlilegt þegar horft er til þesshvað matvælaiðnaður skipar stóran sess íatvinnulífi Eyjafjarðarsvæðisins. Nefnamá að við fjörðinn eru tvö af stærstu fiskvinnslufyrirtækjumlandsins með höfuðstöðvarsínar, þ.e. ÚA og Samherji, ogbæði með verulega landvinnslu. Starfsfólkvið fiskvinnslu er líka stærsti hópurinninnan matvæladeildarinnar. Þá erEyjafjörðurinn sterkt landbúnaðarhéraðog öflug fyrirtæki annast úrvinnslu landbúnaðarafurða.Þegar við bætast smærrifyrirtæki í ýmsum greinum matvælaiðnaðarer ekki að undra þótt hann sé stundumnefndur stóriðja Eyjafjarðarsvæðisins.Reynslunni ríkari-segir Anna Júlíusdóttir, formaður matvæladeildarÁ stofnfundi matvæladeildar Einingar-Iðju tók Anna Júlíusdóttir við formennskuí deildinni. Hún starfar hjá ÚtgerðarfélagiAkureyringa og hefur m.a.verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum íþrjú ár. Hún segist lengi hafa haft mikinnáhuga á félagsstörfum og því ákveðiðað gefa kost á sér til formennsku í deildinni.„Ég held reyndar að þetta hafi veriðágætur tími til að taka þetta að sér. Það ernokkuð í að kjarasamningar verði lausir enundirbúningi þeirra fylgir jafnan nokkurt atsem er þá ekki til staðar núna. Þetta er þvíheldur rólegri tími þannig að ég hef fengiðbetra tóm til að setja mig inn í málin. Þágefst núna kjörið tækifæri til að vinna íinnri málefnum deildarinnar enda eru þaðeinmitt þau mál sem við í stjórninni höfumeinbeitt okkur að. Við höfum m.a. verið aðleggjaniður fyrir okkur hvað það er semvið viljum bjóða félagsmönnum upp á ínámskeiðahaldi og fræðslumálum,“ segirAnna. Af því sem er framundan í þeim efnumnefnir hún t.d. námskeið fyrir nýbúa,Matvælaiðnaður skipar stóran sess í atvinnulífiEyjafjarðarsvæðisins.Á stofnfundi matvæladeildar Einingar-Iðju tók Anna Júlíusdóttir við formennsku í deildinni.kynningu á meðferð matvæla og námskeiðfyrir alla trúnaðarmenn á svæðinu.Annasamt en skemmtilegtAð sögn Önnu er þó nokkur vinna samfaraþví að gegna formennsku í deildinniog ýmis mál sem taka þarf á. Sér hafi hinsvegar þótt þetta skemmtilegur tími og afargefandi. „Þjónustufulltrúi deildarinnar,Matthildur Sigurjónsdóttir, hefur veriðmér mjög hjálpleg og gott að leita til hennar,eins og reyndar allra starfsmanna félagsins.Það hefur verið margt nýtt að læraog maður er svo sannarlega reynslunni ríkarieftir þennan tíma,“ segir Anna. Formennskunnifylgja einnig ýmis önnur trúnaðarstörffyrir félagið og á þessu ári nefnirAnna t.d. þátttöku í ársfundi Starfsgreinasambandsinsog þingi AlþýðusambandsNorðurlands. Það er því í ýmis horn aðlíta.Fiskvinnslan best borguðSem fyrr segir starfar hún hjá ÚA oglætur vel af vinnunni. „Við höfum tekiðþátt í miklum breytingum á vinnslunni ogaukinni tæknivæðingu á ýmsum sviðum.Við gerðum sérstakan kjarasamning viðfélagið sem hefur skilað okkur góðum árangriþegar horft er á launin. Þessu hefurhins vegar fylgt verulega aukið vinnuálagog fólki hefur fækkað. En heilt yfir held égað megi segja að fiskvinnslan sé það starfinnan deildarinnar sem er að skila bestumlaunum í dag og eitt af verkefnum okkar erm.a. að ná sambærilegum árangri fyriraðra starfshópa,“ segir Anna Júlíusdóttirað lokum.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 29Kynning á matvæladeildÆvintýralegur uppgangurStefán Aðalsteinsson er bílstjóri hjáKjarnafæði og hefur starfað sem slíkur írétt tæplega níu ár. Hann hefur því orðiðvitni að miklum uppgangi fyrirtækisinssem er ævintýri líkastur.Stefán starfar við það að keyra út vörur íverslanir og mötuneyti bæjarins og stundumer vinnudagurinn æði langur. „Ég byrjaklukkan sjö á morgnana og vinn þar til allter búið. Það er svolítið misjafnt hvenærþað er. Stundum er það um fimmleytið ená sumum dögum er ég að vinna allt fram tilStefán segir að matvælafyrirtæki og kjötvinnslufyrirtækieigi vel heima á Akureyriog í Eyjafirðinum, sem sé jú mikið matvælaframleiðslusvæði.„Við sjáum að þessikjötvinnslufyrirtæki eru að flytja suðurvörur í brettavís, þannig að við hljótum aðvera þokkalega staddir hér, þegar uppgangurinner slíkur og raun ber vitni.”Skemmtilegast að hitta fólkiðStefán kann vel við sig í starfi sínu ogsegir það skemmtilegasta við það séuÁ léttu nótunumHinn fullkomni brandari?Einu sinni hittust hinn fullkomni maðurog hin fullkomna kona. Úr því varð hið fullkomnahjónaband og líf þeirra var fullkomið.Eina snjóþunga jólanótt voru þau að akafullkomna bílnum sínum þegar þau tóku eftireinhverjum við veginn og þar sem þauvoru fullkomin stoppuðu þau auðvitað. Þarstóð jólasveinninn með gjafirnar sínar og bilaðanvagn. Þau vildu ekki að börnin yrðufyrir vonbrigðum svo þau tóku Sveinka upp íog fóru að afhenda gjafir en svo óheppilegavildi til að þau lentu í árekstri og aðeins eittþeirra komst af.Hvert þeirra var það?Fullkomna konan auðvitað. Hún var nefnilegasú eina þeirra sem var til í raunveruleikanumþví jólasveinninn er náttúrlega ekki tilog allir vita að það er ekki til fullkominnkarlmaður.(Konur, hættið að lesa hér, brandarinn erbúinn.)Karlar: Sé hvorki til fullkominn karlmaðurné jólasveinn þá hlýtur konan að hafa ekiðog það útskýrir hvers vegna það varð slys.Ef þú ert kona og ert ennþá að lesa þráttfyrir að brandarinn sé búinn, þá sýnir þaðbara að konur hlusta aldrei...Glefsur úr minningargreinum.Í dag kveðjum við kæran samstarfsmannog félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til aðkveðja þennan heim.“Ég byrja klukkan sjö á morgnana og vinn þar til allt er búið,“ segir Stefán Aðalsteinsson, bílstjóri hjáKjarnafæði.sjö.” Eins og fyrr segir er Stefán búinn aðvera lengi hjá Kjarnafæði. „Í janúar er égbúinn að vinna hér í níu ár, en þar áður varég bílstjóri m.a. hjá Möl og Sandi ogBrauðgerðinni.Byrjaði í bílskúrKjarnafæði er eins og flestir vita kjötvinnsla,en á haustdögum hóf fyrirtækiðsamstarf við Útgerðarfélag Akureyringaum framleiðslu á fiskvörum undir merkjumNorðurfisks. Samstarfið hefur gengið mjögvel til þessa. En Stefán man þegar dagarvoru aðrir. „Fyrirtækið hefur verið á hraðriuppleið og umsvifin hafa verið að aukastmjög mikið. Sem dæmi um það má nefnaað þetta byrjaði allt saman í bílskúr, en ernú komið tvö stór húsnæði. Kjötvinnslan eröll á Svalbarðseyri, en pökkunin og lagerinnhér á Akureyri. Nú eru um 70-80 starfsmennhjá fyrirtækinu,” segir Stefán.mannlegu samskiptin. „Maður hittir fulltaf fólki og umgengst marga. Maður þekkirorðið einhverja í langflestum búðum. Erfiðaster hins vegar þegar maður lendir ásíðasta snúningi með vörurnar, sem geriststundum. Annars lendi ég sjaldan, eða nánastaldrei, í einhverjum hremmingum aðráði.”Og að lokum ein saga í léttari dúrnum.„Það var hérna einn daginn að það komflutningabíll og bílstjórinn rak hurðina aðeinsutan í bílinn hjá mér. Þetta gerðist ámiðvikudegi. Á föstudegi var svo keyrtinn í sömu hliðina á bílnum þannig að töluvertsá á. Svo kom sami bílstjóri á samaflutningabíl eftir helgina og krossbrá þegarhann sá að það vantaði næstum hliðina ábílinn og spurði hvort þetta væri tjónið eftirsig. Honum létti því gífurlega þegarhann heyrði alla söguna,” segir Stefán aðlokum.Orð þessi eru skrifuð til að flytja Sveini(líkinu) kveðju og þakkir frá tengdafólkihans og ekki síður frá tengdadóttur hans, þóttnú nálgist 20. árið frá fráfalli hennar.Helga lést svo þennan dag kl. 4 en húnhafði ætlað að eyða deginum í annað.Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei íkvenfélag.Drottinn minn gefðu dánum ró og hinumlíkin sem lifa.Gönguferðin þeirra varð styttri en mennvonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennarbak við stein og sló hana fljótt til jarðar.Hann var sannur Íslendingur og dó á 17.júní.Hann skrapp úr vinnu til að fara í þrekprófuní Hjartavernd en kom þaðan liðið lík.Á þessum fjölbreytta lífsferli sínum kynntistGuðjón mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum,þ.á.m. Indíánum og Kínverjum. Hannlærði tungumál þeirra að meira eða minnaleyti, einkum þó ensku og Norðurlandamálin.


30 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐMörg námskeið og vel sóttAð undanförnu hafa ýmis námskeið verið haldin á vegum Einingar-Iðjuog fleiri eru í undirbúningi. Eftir áramót er t.d. ádagskrá að halda trúnaðarmannanámskeið 2 og námskeið fyrirræstingafólk. Auk námskeiða sem tengjast beint starfinu erueinnig haldin ýmis tómstundanámskeið og voru meðfylgjandimyndir teknar á þremur námskeiðum sem haldin voru í nóvembersl.Gerð þrívíddarmyndaSkrautskriftMikill áhugi reyndist vera á námskeiði í gerð þrívíddarmynda.Námeið í skrautskrift eru alltaf vinsæl og fullyrti kennarinn að hægt væriað kenna hverjum sem er skrautskrift, sama hversu illa viðkomandi skrifaralla jafna.Ekki þarf flókinn útbúnað við gerð þrívíddarmyndanna en útkoman erglæsileg.Sigurður Sveinn Ingólfsson fær tilsögn í skrautskriftinni.Matráðskonur voru á námskeiði í nóvember. Ljósmyndari Einingar-Iðjublaðsinsleit við eitt kvöldið og smellti þessari mynd af hópnum.Nú er eins gott að vanda sig.


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 31ÚA-skólinn fer vel af staðÁ undanförnum árum hefur sífellt beturorðið ljóst hvað símenntun er mikilvægurþáttur í öllum starfsgreinum. Afar mismunandier hvort fyrirtæki hafa áttað sigá þessari staðreynd og þar meðhversu dugleg þau eru að auðveldastarfsfólki sínu að sinnaþessum þætti. ÚtgerðarfélagAkureyringa hefur tekið afarmyndarlega á símenntunarmálumog komið á fót einskonar símenntunarskóla,ÚA-skólanum.Þetta gerir fyrirtækið í samstarfivið SímenntunarmiðstöðEyjafjarðar og verkalýðsfélöginá starfssvæði fyrirtækisins,þ.m.t. Einingu-Iðju.Starfsemi ÚA-skólans á Akureyrihófst þann 8. október en einnig erboðið upp á námskeið á öðrum stöðumenda er ÚA með starfsemi víða um land ígegnum dótturfélög sín. „Það er boðið uppá nokkur námskeið á hverjum stað en námskeiðineru tvenns konar. Annars vegarsvokölluð persónuleg námskeið sem hafaþað að meginmarkmiði að efla starfsmenní starfi í víðtækum skilningi. Dæmi umþetta eru námskeið í tölvunotkun ogskyndihjálparnámskeið. Hins vegar erboðið upp á tómstundanámskeið,“ segirHallgrímur Gíslason, launafulltrúi ÚA,Fyrsti vísir að ÚA-skólanum var námskeiðið Viskubrunnur sem haldið var sl.vor en þá var þessi mynd tekin.sem hefur haft umsjón með starfi skólans.Raunar var fyrsti vísir að ÚA-skólanumnámskeiðið Viskubrunnur sem haldið varsl. vor og sagt var frá í síðasta tölublaðiEiningar-Iðjublaðsins.Í flestum tilfellum eru námskeiðin haldineftir klukkan fimm á daginn, algengaster að kennslutíminn sé um þrír tímar ísenn. Sem dæmi eru tölvunámskeiðin tuttuguog fjórir tímar og þá er kennt í áttaskipti. Útgerðarfélagið greiðir 60% kostnaðarvið persónulegu námskeiðin og fólk ájafnvel kost á því að fá þann kostnað semeftir stendur greiddan af viðkomandistéttarfélagi. Varðandi tómstundanámskeiðingreiðir ÚAhelming kostnaðar á móti viðkomandistarfsmanni og þar erekki verið að tala um háar tölur.Tölvunámið vinsælast„Við erum afar ánægð meðhvernig þetta hefur farið af staðog virkilega ánægjulegt hversuvel verkalýðsfélögin hafa tekið íað koma að þessu,” segir Hallgrímur.Mest aðsókn hefur aðhans sögn verið að tölvunámskeiðunumsem á Akureyri eru haldin í samstarfi viðTölvufræðsluna. Af öðrum námskeiðummá nefna samskiptatækni, námskeið umfæðuval og heilsufar og tveggja kvöldanámskeið í matreiðslu á gæs. Námskeiðum jólakonfektgerð var einnig í boði semog körfugerð. Af þessari upptalningu másjá að fjölbreytnin er mikil.Strandgötu 3600 AkureyriSími 460 6464Hafnarstræti 92Sími 462 1818


EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ 33Bestu óskir um gleðileg jólog farsælt komandi árwww.egils.iswww.rumfatalagerinn.isSjómannafélagEyjafjarðarSkeljungur hf.www.shell.iswww.husasmidjan.isFISKMIÐLUNNORÐURLANDS HF.NORFISH LTD.norfish@norfish.iswww.eflingehf.isHYRNA ehfBYGGINGAVERKTAKI · TRÉSMIÐJADalsbraut 1 · 600 Akureyri · Sími 461 2603 · Fax 461 2604Furuvöllum 13 • 600 Akureyri • Sími: 460 9900Stál heildsalaZinkhúðunStálsmíðiSandblástur & Málmhúðunwww.sandblastur.isVÉLA- & STÁLSMIÐJANAKUREYRIwww.kjoris.isHöfðabakka 9 • Reykjavík • Sími: 563 8000www.marel.isFiskmarkaður Dalvíkur ehf.Sími 466 1140 • Fax 466 3114Löggiltir endurskoðendurRáðhústorgi 3600 Akureyriehf.Nesi . Fnjóskadal601 AkureyriKt. 410394-2439 . Vsk. 41518jardverk@simnet.isisstodin@simnet.is


34 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐásprent/pob ehf.Orlofsbyggðin Illugastaðir er starfrækt allt áriðByggðin er aðeins í 45 km fjarlægð frá Akureyri. Umsjónarmaðursér um útleiguna frá 15. september til 31. maí.Á Illugastöðum er auk sumarhúsanna sjálfra góð aðstaða fyrirráðstefnur fyrir allt að 90 manns, minni fundi og námskeið.Yfir veturinn er gufubað og heitur pottur í notkun.Því ekki að drífa sig á Illugastaði?Það er nefnilega ekkert síðra að vera í góðu sumarhúsi í frábæruumhverfi þó utan hásumartímans sé.Hringdu til Illugastaða í síma 462 6199 og aflaðu frekari upplýsingaSími 581 3300 • Allan sólarhringinnÚTFARARSTOFA ÍSLANDS SÉR UM OG ÚTVEGAR:• Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfararí samráði við prest og aðstandendur.• Flytja hinn látna af dánarstað í líkhús.• Koma á sambandi við þann prest semaðstandendur óska eftir.• Aðstoða við val á kistu og líkklæðum.• Búa um lík hins látna í kistu og snyrtaef með þarf.• Fara með tilkynningu í fjölmiðla.• Stað og stund fyrir kistulagningu og útför.• Legstað í kirkjugarði.• Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikaraog /eða annað listafólk.• Kistuskreytingu og fána.• Blóm og kransa.• Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum.• Dánarvottorð og líkbrennsluheimild.• Duftker ef líkbrennsla á sér stað.• Sal fyrir erfidrykkju og gestabók ef óskað er.• Kross og skilti á leiði.• Legstein.• Flutning á kistu út á land eða utan af landi.• Flutning á kistu til landsins og frá landinu.Útfararstofa Íslands • Suðurhlíð 35 • Fossvogiwww.utforin.isKartöflusalan ehfwww.fih.isGlerártorgiwww.eyjafjordur.is/afewww.noi.isFélag hársnyrtisveinafhf@rl.iswww.velaver.isSamiðnbugardur@bugardur.isÓseyri 1a • 603 AkureyriSími: 461-2977

More magazines by this user
Similar magazines