NORÐURÞING - Skarpur.is

skarpur.is

NORÐURÞING - Skarpur.is

Uppáhaldsmatur:Grjónagrautur með slátri, það er fátt sem kórónar það.1. sætiÁfram veginnNafn aldur og heimilisfang: Jón Helgi Björnsson 43ára, búsettur á Laxamýri, Reykjahverfi.Fjölskylduhagir: Ég er giftur Ingibjörgu Sigurjónsdóttursálfræð ingi og við eigum tvö börn. Björn Gunnar 8 áraog Sjöfn Huldu 5 ára.Menntun: Ég lauk B.s. námi í líffræði árið 1990 fráHáskóla Íslands og master í rekstrarhagfræði fráUniversity of Manchester í Englandi 1993.Starf: Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga ogsveitar stjórnar fulltrúi í Norðurþingi.Áhugamál: Líffræði, sérstaklega vistfræði, og aðsjálfsögðu líf ríkið í Laxá í Aðaldal. Laxá er mitt aðaláhugamál. Svo eru það stjórnmál og stjórnun almennt.Áherslumál: Viðfangsefni í sveitar stjórn hafa veriðkrefjandi á kjörtímabilinu sem er að líða. Fyrst aðtakast á við að sameina fjögur sveitarfélög í eitt,verkefni sem ég tel að við höfum á margan hátt unniðvel. Þá kom hrunið sem breytti öllum forsendum írekstri sveitarfélagsins. Hrunið þrengdi verulega aðrekstri allrar okkar starfsemi. Þar kom sér vel að viðhöfðum verið aðhaldssöm á fyrri hluta kjörtímabilsinsog ekki látið undan þeim röddum er hvöttu okkur tilað skuldsetja okkur til að standa undir annars ágætumhugmyndum um framkvæmdir.Allt kjörtímabilið hefur verið markað baráttu okkarfyrir uppbyggingu á orkufrekum iðnaði. Ekki hefurliðið sá dagur að einhverju hafi ekki þurft að sinnasem tengist þessu stóra verkefni okkar. Þar höfum viðmætt stöðugum hindrunum þeirra sem vilja koma í vegfyrir uppbyggingu á Bakka.Eitthvað að lokum: Kreppan hefur á margan hátt sýntstyrkleika okkar samfélags. Þegar loftbóluhagkerfiðhrundi, stóð okkar atvinnulíf eftir sem hryggbeinið.Landbúnaður, sjávarútvegur og ferðaþjónusta erugreinar sem staðið hafa af sér hrunið. Slagur næstu áramun standa um það að skjóta orkunýtingu sem nýrristoð undir okkar atvinnulíf. Ég hvet kjósendur til aðveita okkur stuðning í þeirri baráttu. Við munum hvergihvika.AtvinnumálSíðast liðin fjögur ár hefur farið fram mikill undirbúningurvið atvinnuuppbyggingu þar sem orkulindir Þingeyingaeru lagðar til grundvallar. Sveitarfélagið hefur lagtmikla fjármuni í Þeistareyki ehf. til tilraunaborana ogvirkjannaundirbúnings. Árangur af þessum borunumhefur verið mjög góður og er talið að á Þeistareykjumséu í það minnsta 200 megavött af virkjanlegri orku.Ásamt Bjarnarflagi, Kröflu og Gjástykki er grundvöllurfyrir rekstri öflugrar stóriðju á svæðinu sem gæti orðiðkjölfesta atvinnulífs í Þingeyjarsýslum.Með úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur umsameiginlegt mat hafa hindranir verið lagðar fyrirverkefnið á Bakka sem önnur sambærileg verkefni áÍslandi hafa ekki þurft að sæta. Þá hafa stjórnvöldekki sýnt verkefninu stuðning með því að framlengjaekki viljayfirlýsingu við Alcoa. Stjórnvöld studdu ekkiverkefnið á Bakka sem hluta af stöðuleikasáttmálanum,þrátt fyrir að bæði stækkun álversins í Straumsvík ogHelguvík væru hluti af sáttmálanum.


Samkvæmt frumniðurstöðum verkefnisstjórnar umorku nýt ingu og atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslumbendir margt til þess að uppbygging álvers sé eftirallt raunhæfasti kosturinn í uppbyggingu orkufreksiðnaðar. Stjórnvöld þurfa, að standa við þau fyrirheitað styðja þau verkefni sem nefndin telur raunhæfust.Við getum ekki sætt okkur við frekari hindranir af hálfustjórnvalda.•D-listinn heitir því að berjast af fullri hörku fyrir aðorka á háhitasvæðum í Þingeyjarsýslum verði nýtt tilatvinnu uppbyggingar í heimahéraði.•D-listinn styður uppbyggingu álvers á Bakka semraunhæf asta kostinn til nýtingar orku í heimahéraði.•D-listinn hafnar engum kostum til nýtingar orkunnarí heimahéraði en ítrekar að slíkir kostir verða að hafasambærileg áhrif til atvinnu og verðmætasköpunarog rekstur álvers.•D-listinn vill efla þá atvinnustarfsemi sem fyrirer, svo sem mat væla iðnað, útgerð, landvinnslu,fisk eldi og landbúnað, með því að skapa jákvættrekstrarumhverfi fyrir þessa starfsemi.•D-listinn leggur áherslu á áframhaldandi stuðningvið markaðs starfsemi ferðaþjónustunnar endaer uppbygging hennar góð leið að enn öflugraatvinnulífi.•D-listinn vill styðja við vöxt ferðaþjónustunnar með þvíað skipulag taki mið af auknum ferðamannastraumi.Styðja þarf við uppbyggingu Heimskautagerðis áRaufarhöfn og berjast fyrir lagningu Dettifossvegaralla leið í Kelduhverfi. Þá þurfa menn að vera jákvæðirfyrir heilsutengdri og menningatengdri starfsemi semskapað getur afþreyingu fyrir ferðamenn og byggirupp heilsárs ferðaþjónustu.•D-listinn minnir á mikilvægi opinberra starfa fyriratvinnulífið á svæðinu og vill standa vörð umþær stofnanir og embætti sem starfrækt eru t.d.Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Sýslumanns embættiðá Húsavík og Framhalds skólann á Húsavík.StjórnsýslaSameining sveitafélaganna fjögurra hefur á margan hátttekist vel. Alltaf er þó hægt að gera betur og mikilvægtað halda áfram að bæta stjórnsýsluna. Gott skref varmeðal annars að einfalda stjórnskipulagið og styttaþannig boðleiðir.•D-listinn vill að sveitarfélög í Þingeyjarsýslum verðisameinuð í eitt. Með því teljum við styrk svæðisinseflast á landsvísu og við verðum betur í stakk búin aðstanda vörð um sameiginleg hagsmunamál.•D-listinn vill efla upplýsingaflæði til íbúa, t.d. meðárlegum íbúafundum um verkefni sveitarfélagsins oggera starf dreifbýlisfulltrúa að fullu starfi á ný.•D-listinn vill styðja við frumkvæði íbúanna í sínunærumhverfi. Góð dæmi um þátttöku íbúa er vinnaatvinnumálahóps á Raufarhöfn og Framfarafélags íÖxarfirði.


2. sætiStétt með stéttNafn, aldur og búseta: Olga Gísladóttir 48 ára, NúpiÖxarfirði. Ég er fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1961og bjó í Ártúni sem er rétt utan við Höfn til ársins1989, en þá flutti ég í Öxarfjörðinn.Fjölskylduhagir: Ég er gift Guðmundi S. Ólafssynibifvélavirkja og verktaka. Við eigum saman tvær dætur,Ásdísi Huldu, 15 ára og Björgu Dúu, 13 ára. Fyrir átti égeinn son, Friðrik Einarsson sem er búsettur á Húsavík.Menntun: Ég útskrifaðist frá HússtjórnarskólanumVarmalandi í Borgarfirði árið 1978. Svo hef ég tekiðnokkra áfanga í bókfærslu, ensku og stærðfræði.Starf: Matráður í Silfurstjörnunni og sé um bókhaldiðfyrir Ístrukk ehf. Einnig starfa ég hjá Framsýn,stéttarfélagi Þingeyinga.Áhugamál: Stjórnmál, félagsmál, umhverfismál,gönguferðir, (labbaði á Hvannadalshnúk 8. apríl2010). Svo hef ég mjög gaman af því að ferðast, bæðiinnanlands og utan.Uppáhaldsmatur: Lambalæri með brúnuðumkartöflum og sósu, það er ekkert sem getur toppaðþað, kjúklingasalat og rétt eldað nautakjöt.FélagsmálFlutningur á starfsemi félags- og skólaþjónustu Þingeyingatil Norðurþings var nauðsynlegt skref til að nátökum á rekstri starfseminnar og mikil hagræðing fólstí því að leggja niður daglega starfsemi Héraðsnefndar.Nýleg athugun á starfseminni sýnir að þjónustan stenstvel samanburð við önnur sveitarfélög. Einnig er vert aðtaka fram að sú þjónusta sem starfrækt er í þessummálaflokki er samfélaginu gríðarlega dýrmæt. Hún gerirfötluðum og fjölskyldum þeirra kleift að búa hér semhluti af samfélaginu. Ekki má gleyma að svona þjónustaskapar einnig störf og hefur mikið forvarnargildi.•D-listinn vill áfram reka félags- og skólaþjónustu ogsjá nágrannasveitarfélögunum fyrir þeirri þjónustu áhagkvæman og skilvirkan máta.•Nú þegar málefni fatlaðra verða flutt yfir til sveitarfélagaleggur D-listinn áherslu á að sveitarfélagiðNorðurþing verði áfram leiðandi sveitarfélag íþjónustu við fatlaða í Þingeyjarsýslum. Með þessutryggjum við forræði yfir þjónustunni í heimabyggðsem og þeim störfum sem henni fylgja.•D-listinn vill tryggja geðfötluðum viðunandi húsnæðimeð því að byggja þjónustuíbúðir í samvinnu viðríkið.•D-listinn vill efla forvarnarstarf með fræðslu tilforeldra í samvinnu við ungt fólk. Einnig með því aðstanda vörð um starfsemi Setursins og Miðjunnarsem styðja eflingu mismunandi einstaklinga og komaí veg fyrir félagslega einangrun.•D-listinn vill áfram vinna að markvissum aðgerðumtil að gefa íbúum af erlendum uppruna kost áað aðlagast samfélaginu. T.d. með samvinnufélagasamtaka, kirkju og félagsþjónustu á svæðinu íformi klúbbastarfssemi, fræðslu og þjónustu.•D-listinn vill efla úrræði fyrir atvinnuleitendur ogstyðja starfsemi velferðarsjóðs enn frekar í samvinnuvið kirkju, félagasamtök, atvinnulífið og ríki.Áherslumál: Við verðum að tryggja það að viðverðum áfram leiðandi sveitarfélag í þjónustu viðfatlaða. Norðurþing hefur verið að vinna gott starfí félagsþjónustu og við viljum halda því áfram.Þá er Dettifossvegur alla leið niður í Kelduhverfinauðsynlegur til þess að ferðaþjónustan í Öxarfirði ogsveitarfélaginu öllu geti blómstrað.Eitthvað að lokum: Ef þú setur X við D, tryggir þú aðstaðinn verið vörður um mikilvæga þjónustu í héraðiog að barist verði fyrir Dettifossvegi af fullum þunga.


stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ogsit í stjórn Orkuveitu Húsavíkur.Áhugamál: Ég hef mjög gaman af skotveiði þásérstaklega rjúpnaveiði. Gaman er að heimsækja nýjastaði og upplifa framandi menningu.3. sætiFerskleikiNafn, aldur og búseta: Sigurgeir Höskuldsson, 41 árs,Heiðargerði 9, Húsavík.Fjölskylduhagir: Ég er kvæntur Kristjönu RíkeyjuMagnús dóttur kennara. Við eigum 3 börn, Hildi 10 ára,Ríkeyju, 7 ára og Magnús Mána 4 ára.Menntun: Ég útskrifaðist sem matvælafræðingur BScfrá Háskóla Íslands. Lauk svo alþjóðlegu meistaranámi(MSc) í matvælafræði og stjórnun frá 5 háskólum víðaum heiminn.Starf: Ég er gæða- og vöruþróunarstjóri hjá Norðlenskasem rekur starfsstöðvar á Húsavík, Akureyri, Höfn ogReykjavík. Mest vinn ég þó á Húsavík og Akureyri. Ég erUppáhaldsmatur: Það er mjög breytilegt og margtsem hefur áhrif þar á. Ferskur Mozzarella með velþroskuðum tómötum frá Palla á Hveravöllum, kryddaðmeð basilíku úr eldhúsglugganum, ólífuolíu, balsamikediki ásamt salti og pipar er algjört sælgæti á heitumsumardögum. Ég stefni á að búa til minn eigin Mozzarellavon bráðar. Rjúpurnar mínar eru ómissandi ájólum. Franska súkkulaðikakan hennar Kristjönu yljarmanni um hjartarætur á köldum vetrardögum og svolambakjöt og harðfiskur þess á milli.Áherslumál: Að stuðla að fjölgun atvinnutækifærasem er mikilvægur þáttur í því að tryggja góðagrunn þjónustu í sveitar félaginu. Góðir skólar, öruggheilbrigðis þjónusta og samfélagsaðstoð skapargrunninn að samfélagi þar sem öllum á að geta liðiðvel.Eitthvað að lokum: Ég gleðst yfir því að Leeds sékomið upp um deild í enska boltanum. Ég er þessfullviss að Norðurþing mun einnig fara upp um deildhvað atvinnumál varðar á næstunni. Það mun verðamikilvægt fyrir okkur sem hér viljum búa um ókominár.Íþrótta- og tómstundamál•D-listinn vill flytja skíðalyftuna úr Stöllum uppí Reyðarárhnjúk á Reykjaheiði í samvinnu viðáhugamenn um verkefnið.•D-listinn vill klára uppbyggingu reiðhallar og stuðlaað frekari uppbyggingu á svæðinu.•D-listinn styður að ungt fólk fái varanlega aðstöðu íTúni til félagsstarfs og listsköpunar.•D-listinn vill halda áfram atvinnuátaki fyrir ungt fólkog tryggja því uppbyggjandi verkefni á meðan minnaframboð er af vinnu á almennum vinnumarkaði.•D-listinn styður stofnun ungmennaráðs, til að gefaungu fólki tækifæri til þess að hafa áhrif á samfélagiðsem það býr í. Ungmennaráðið yrði starfrækt ígegnum félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins og áábyrgð æskulýðs- og tómstundafulltrúa.


4. sætiUmhverfismál í öndvegiNafn, aldur og búseta: Hafsteinn Hörður Gunnarsson,44 ára Grundargarði 5, Húsavík. Fæddur áLandspítalanum á sólríkum sunnudagseftirmiðdegiþann 22. ágúst 1965. Er annars uppalinn í Garðhreppi,síðar Garðabæ. Á yngri árum var ég í sveit á sumriná Hrauni í Ölfusi, eða frá sjöunda aldursári til þessfimmtánda. Á seinni árum hef ég búið í Reykjavík,Bolungarvík og Kópavogi allt þar til ég fluttist tilHúsavíkur um mitt sumar 2007.Fjölskylduhagir: Einhleypur. Á eina 11 ára dóttur,Ástrósu Veru sem er búsett á Bifröst.Menntun: Líffræðingur frá Háskóla Íslands og meðMBA gráðu frá sama skóla.Umhverfismál og náttúruverndD-listinn fagnar því átaki sem unnið hefur verið við fegrunumhverfis í Norðurþingi. Mikilvægt er að halda áfram ásömu braut og hvetja sem flesta til þátttöku, samfélagiokkar og umhverfi til heilla. Viðurkenningar handa þeimer vel hafa gert er til marks um þakklæti sveitarfélagsins.Slíkar viðurkenningar eru þeim og öðrum hvatning til aðgera enn betur.•D-listinn hvetur til sjálfbærs samfélags þar sem horfter til allra þriggja grunnþátta þess, þ.e. efnahagslegra,félagslegra og umhverfislegra þátta.•D-listinn vill að sveitarfélagið stefni að því að bera aföðrum sveitarfélögum hvað varðar snyrtimennsku ogumgengi við náttúruna.•D-listinn vill áfram beita sér fyrir umhverfisátakií sveitarfélaginu, t.d. með því að bjóða íbúunumaðstoð við að gera átak í nærumhverfi sínu.•D-listinn styður áframhaldandi uppgræðslu örfokalands, skógrækt, merkingu gönguleiða og lagningustíga þar sem við á.•D-listinn vill að Norðurþing verði fyrirmynd annarrasveitarfélaga í söfnun, meðhöndlun, endurvinnslu ogábyrgri förgun úrgangs.•D-listinn mun beita sér fyrir því að heimamönnumverið falin stjórn norðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs.Starf: Framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga frájúlí 2007.Áhugamál: Félagsstörf, veiðar og golf eru ofarlega álista, efst er þó samvera með dóttur minni hvort heldurhér á Húsavík eða austur í Skaftárhreppi í heyskap,rófuupptekt og öðrum sveitarstörfum.Uppáhaldsmatur: Lambahryggur með brúnuðumkartöflum, rauðkáli og grænum baunum er í mikluuppáhaldi og skammt á eftir er soðin ýsa með nýjumkartöflum og íslensku smjöri.Áherslumál: Nýting orkunnar í Þingeyjarsýslum tilfrekari atvinnu uppbyggingar á svæðinu, auðvitað ífullri sátt við náttúru- og umhverfissjónarmið. Stuðlaað meiri og betri umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins,þá ekki síst í tengslum við sorpmál.Eitthvað að lokum: Öll sveitarfélög verða að hugavel að öllum þremur þáttum sjálfbærra þróunar, þ.e.efnahagslegra, félagslegra og ekki síst umhverfislegraþátta. Halli verulega á einhvern þáttinn þá er erfitt aðstuðla að og halda við sjálfbæru samfélagi.


Starf: Frá hausti 2009 hef ég starfað hjá ÞekkingarsetriÞingeyinga við rannsóknir og þróun og er meðal annarsverkefnisstjóri sjálfbærniverkefna á Austurlandi ogNorðurlandi. Þó ég starfi núna við rannsóknir og þróunhef ég góða reynslu úr atvinnulífinu og hef rekið mitteigið fyrirtæki, unnið hjá stóru iðnfyrirtæki, innanbankageirans og hjá hinu opinbera.Áhugamál: Útivist af öllum gerðum, náttúruskoðun,fjallgöngur, hjólreiðar og skíði. Svo finnst mér mjöggaman að elda, syngja, hlusta á góða tónlist og lesagóðar bókmenntir. Aðalmálið finnst mér þó að hafagaman af því að vera til og njóta lífsins með fjölskylduog vinum.Uppáhaldsmatur: Hvítlauksristaður humar og eðalT-bone nautasteik frá Viðbót. Ekki slæmt að fá ektafranska súkkulaðiköku með þeyttum rjóma í eftirrétt.5. sætiTækifæri í heimabyggðNafn, aldur og búseta: Guðlaug Gísladóttir, fædd1969 á gamla spítalanum á Húsavík og bý núna áUppsalaveginum.Fjölskylduhagir: Sjálfstæð kona og á börnin HafliðaÞór á 19. ári og Guðnýju Þóru á 13. ári. Ekki má gleymahundinum Bjarti sem er tveggja ára kelirófa.Menntun: Viðskiptafræðingur frá Webber International University í Bandaríkjunum og meistari íverkefnastjórnun, MPM, frá Verkfræðideild HáskólaÍslands.JafnréttismálD-listinn leggur kapp á innleiðingu Evrópusáttmálans umjafnrétti. Með því að vinna markvisst eftir þeim línumsem þar eru lagðar verður hægt að auka fagmennsku ístefnumótun og stjórnsýslu um leið og jafnrétti á öllumsviðum verður styrkt.•D-listinn vill að unnin verði ný jafnréttisáætlun fyrirsveitarfélagið.•D-listinn vill tryggja jafnræði í launum kynjanna hjásveitarfélaginu – sömu laun fyrir sömu vinnu.•D-listinn vill að fólk af báðum kynjum og í öllumþjóðfélagshópum eigi jafnan aðgang að því sem íboði er í sveitarfélaginu, svo sem í tómstundum ogíþróttastarfi.Áherslumál: Öflug byggð og fagurt mannlíf í öllusveitarfélaginu eru mitt hjartans mál. Grundvöllur aðslíku er heilbrigt atvinnulíf og traustur efnahagur innansveitarfélagsins. Séu þessir tveir þættir til staðar erstoðum rennt undir alla þjónustuþætti sem gera þettasvæði eftirsóknarvert til búsetu. Fjölbreytt þjónustaog atvinna þrífast ekki í fámenni. Þess vegna mun égberjast fyrir því að hér komi kjölfesta í atvinnulífið meðnýtingu orku í heimahéraði.Eitthvað að lokum: Ég hugsa alltaf um heildina ogá því erfitt með að afmarka sérstakt baráttumál. Égvil efla fólk til frumkvæðis og athafna og hamra á þvíað ekkert kemur til okkar á silfurfati. Þó svo að hérkunni að rísa álver eða „eitthvað annað“ þá er þaðsamfélagsins hér að grípa þau tækifæri sem gefast ogskapa sem mestan stöðugleika og verðmæti fyrir okkuríbúana. Ég er til í slaginn!


6. sætiSköpun og frumkvæðiNafn, aldur og búseta:Agnieszka Szczodrowska, 33 ára, búsett á Raufarhöfn,Fjölskylduhagir: Maðurinn minn er Róbert Bjarnason,tölvuvið gerðar tæknifræðingur. Við eigum saman tvöbörn, Kasper Jan, 8 ára og Júlíu Rós, 6 ára.Menntun: Ég lauk framhaldsskóla í Póllandi og er núnaí nuddnámi við Fjölbrautaskólann í Ármúla, Reykjavík.Starf: Ég er bréfberi á Raufarhöfn. Einnig hef ég tekiðað mér ýmiskonar túlkunarvinnu þar sem megináherslaner að efla samband útlendinga við Íslendinga.Áhugamál: Ég hef mikinn áhuga á ljósmyndun ogmyndlist. Ég mála mikið með pastellitum og hefvirkilega gaman að því. Einnig hef ég mikinn áhuga áhandavinnu og geri mikið af því að vinna allskonarhluti úr þæfðri ull. Listmunir mínir eru til sölu í GalleríLjósfang á Raufarhöfn og á vefnum: www.litlubudirnar.is.Uppáhaldsmatur: Ég elska pólska þjóðlega rétti einsog súrkál og svepparétti. Íslenska lambakjötið er þóeinnig í miklu uppáhaldi hjá mér og segi ég oft að þaðsé næstbest í heimi.Áherslumál: Mikilvægt er að lokið verði viðDettifossveg, og að veginum um Melrakkasléttuverði við haldið á fullnægjandi hátt. Hringurinnsem myndast með nýja veginum og veginum umMelrakkasléttu er áhugaverður fyrir ferðamenn.Sömuleiðis mun Heimskautsgerðið draga að ferðamennog því mikilvægt að klára það á næstu árum. Aukinnferðamannastraumur styrkir svo starfsemi hjá fyrirtækjumeins og Gallerí Ljósfangi.Eitthvað að lokum: Mér er umhugað um það að þeirerlendu ríkisborgarar sem sest hafa að í sveitarfélaginuséu þátttakenndur í samfélaginu. Þeirra skoðanir ogáherslur fái að njóta sín samfélaginu til heilla. Fyrir þvívil ég berjast.Samgöngu- og fjarskiptamálD-listinn fagnar sérstaklega þeim áfanga í vegamálumsem næst á komandi hausti með nýja veginum umHófaskarð og tengingu þess vegar út til Raufarhafnar.Þar með er komið bundið slitlag á þjóðveg 85 sem tengirsaman öll byggðarlög í Norðurþingi.•D-listinn harmar að uppbygging vegarins frá Dettifossiniður í Kelduhverfi er ekki á nýrri vegaáætlun ogtelur að það kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrirsveitarfélagið og þá sérstaklega Öxarfjarðarsvæðið.D-listinn heitir því að reyna að hnekkja þessari áætlunsamgönguyfirvalda.•D-listinn leggur áherslu á að veginum fyrir Melrakkasléttuverði haldið við, bæði fyrir ábúendur þar ogferðamenn.•D-listinn styður eindregið að ráðist verði íVaðlaheiðargöng.•D-listinn harmar það sinnuleysi sem samgönguyfirvöldhafa sýnt Aðaldalsflugvelli og krefst þess að honumverði haldið opnum.•D-listinn leggur enn og aftur áherslu á að uppbyggingu Kísilvegarins með bundnu slitlagi verðilokið tafarlaust enda nánast óskiljanlegt hvernigsamgönguyfirvöld hafa teygt það mál og tafið.•D-listinn mun beita sér fyrir að tryggri háhraðatenginguverði komið á í dreifðari byggðum sveitarfélagsins.


Skipulags- og hafnamálD-listinn fagnar því að vinnu við nýtt aðalskipulag er aðljúka. Nýtt aðalskipulag er forsenda þess að hægt sé aðhorfa á skipulag sveitarfélagsins sem eina heild.•D-listinn vill standa vörð um núverandi bæjarmyndir íþéttbýliskjörnum sveitarfélagsins.•D-listinn vill draga úr umferðarhraða á stöðum þar semumferð gangandi fólks er mikil og í íbúðarhverfum.•D-listinn leggur áherslu á áframhaldandi uppbygginguhafna í sveitarfélaginu þannig að þær þjóni verkefnumsínum af kostgæfni.•D-listinn fagnar þeim framkvæmdum sem eru aðhefjast við breikkun hafnarstéttar á Húsavík og telurmikilvægt að verkefnið verið klárað með fjölgunflotbryggja.•D-listinn mun beita sér fyrir að farið verði í endurnýjuná stálþili við suðurgarðinn í Húsavíkurhöfn.•D-listinn vill byggja upp viðburðatorg sunnan viðHvala safnið í samstarfi við aðliggjandi lóðarhafa.FjármálÁætlanagerð hefur verið efld til muna hjá sveitarfélaginuog á fyrstu tveimur árum kjörtímabilsins voru skuldirgreiddar niður. Mikið átak hefur verið unnið hjásveitarfélaginu við að lækka kostnað í kjölfar hrunsins.Starfsmenn sveitarfélagsins eiga lof skilið fyrir einstaklegavel unnin störf við það verkefni.•D-listinn mun sýna ábyrgð í rekstri sveitarfélagsins.Megináhersla verður lögð á að verja núverandiþjónustu og viðhalda eignum sveitarfélagsins.•D-listinn telur að óhjákvæmilegt að sveitarfélagiðselji hlut sinn í Þeistareykjum og nýti fjármunina til aðlækka skuldir sveitarfélagins.


Mennta- og menningarmálÍ sveitarfélaginu eru reknar öflugar mennta- og menningarstofnanirmannaðar hæfu starfsfólki. D-listinnfagnar sérstaklega þeirri uppbyggingu sem hefur veriðhjá Náttúrustofu Norðausturlands og ÞekkingarsetriÞingeyinga.•D-listinn leggur megin áherslu á að standa vörð umgóða grunnskóla og vill að áframhald verði á nánusamstarfi þeirra og tónlistarskólana. Samvinna milliskóla og æskulýðsfélaga um samfellt skóla-, íþróttaogtómstundastarf er samfélaginu mikilvæg.•D-listinn vill skoða möguleika á því að rekið verðifræðsluver í grunnskólahúsinu á Kópaskeri þar semíbúum verður búin aðstaða til fjarnáms á fram haldsskóla-eða háskólastigi.•D-listinn styður áframhaldandi þróun á heildstæðumskóla í Öxarfirði þar sem nám og tómstundir nemendafara saman. Þá styður D-listinn samrekstur á leikskólaog grunnskóla í Öxarfirði og á Raufarhöfn.•D-listinn telur nauðsynlegt að fjölga leikskólaplássumvið leikskólann á Húsavík og vill að sjálfstætt starfandidagforeldrum verði gert kleift að starfa áfram til aðmæta þörfum yngstu barna sveitarfélagsins.•D-listinn vill leita allra leiða til að efla Framhaldsskólanná Húsavík og stuðla að því að unglingarsveitarfélagsins líti á hann sem fyrsta kost tilframhaldsnáms. Þá vill D-listinn kanna möguleikaá fjarnámi í dreifðari byggðum sveitarfélagsins ísamstarfi við skólann.•D-listinn mun beita sér fyrir því að Rannsóknarstöðinvið Mývatn verði sameinuð Náttúrustofu Norðausturlandsog tryggja þannig að þekking og störfsem skapast við rannsóknir á svæðinu haldist íheimahéraði.•D-listinn telur ástæðu til að vekja athygli áfjölbreyttri menningarstarfsemi í sveitarfélaginu ogmun leitast við að styrkja hana hér eftir sem hingaðtil. Sérstaklega ber að nefna hin fjölmörgu söfn ísveitarfélaginu, leiklistarstarfsemi, tónlistarlíf ogmenningarviðburði.


Málefni eldri borgaraD-listinn hefur stutt tryggilega þá uppbyggingu semorðið hefur með byggingu þjónustuíbúða á Húsavík semog uppbyggingu þjónustuhúss fyrir aldraða á Kópaskeri.Aðstaðan á Kópaskeri mun skipta miklu við að haldaáfram því metnaðarfulla starfi sem unnið er meðöldruðum í Öxarfirði.•D-listinn vill tryggja að aldraðir geti búið viðsjálfstæði og verið félagslega virkir eins lengi ogkostur er. Mikilvægt er að þeir búi við öryggi og hafitryggan aðganga að félags og heilbrigðisþjónustu.•D-listinn telur mikilvægt að tryggja öflugaheimaþjónustu og samstarf heilsugæslu og félagsþjónustuum heildstæða þjónustu til eldri borgara.•D-listinn vill efla félagsstarf eldri borgara t.d. meðreglubundnu opnu húsi vítt og breitt um sveitarfélagiðþar sem boðið verður upp á afþreyingu við allra hæfiog gefin tækifæri á spjalli um heima og geima.> ÁBYRGÐ> TRAUST> VELFERÐ> RÉTTLÆTIÚtgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Norðurþingi.Myndir: Hafþór Hreiðarsson, Sigurgeir Höskuldsson, Atli Vigfússon,Hestamiðstöðin Saltvík, Erlingur B. Thoroddsen, AgnieszkaSzczodrowska, Jón Helgi Björnsson, Stefán Guðmundsson.Hönnun og prentun: Prentstofan Örk ehf. Húsavík


SAMEINUM KRAFTA1Jón Helgi Björnsson,sveitarstjórnarfulltrúiog rekstrarhagfræðingurReykjahverfi.2Olga Gísladóttir,varasveitarstjórnarfulltrúiog matráður,Öxarfirði.3Sigurgeir Höskuldsson,matvælafræðingur,Húsavík.4Hafsteinn H Gunnarsson,framkvæmdarstjóri,Húsavík.5Guðlaug Gísladóttir,verkefnisstjóri,Húsavík.6Agnieszka Szczodrowska,bréfberi,Raufarhöfn.7Þór Stefánsson,framkvæmdastjóri,Húsavík.8Gunnar Hnefill Örlygsson,nemi,Húsavík.9Elsa Borgarsdóttir,hönnuður,Húsavík.10Davíð Þórólfsson,nemi,Húsavík.11Karólína KristínGunnlaugsdóttir,húsmóðir,Húsavík.12Jón Ketilsson,sjómaður,Raufarhöfn.13Einar Magnús Einarsson,leiðbeinandi,Öxarfirði.14Þorgrímur Friðrik Jónsson,verkstjóri,Húsavík.15Dana Ruth Aðalsteinsdóttir,húsmóðir,Húsavík.16Atli Hreinsson,nemi,Húsavík.17Erna Björnsdóttir,sveitarstjórnarfulltrúi oglyfjafræðingur,Húsavík.18Katrín Eymundsdóttir,fyrrv. oddviti ogsveitarstjórnarfulltrúi,Kelduhverfi.Kosningaskrifstofa SjálfstæðisflokksinsTúni - Húsavík - Sími 464 2203 - Netfang: XDnordur@gmail.comOpin virka daga kl. 17:00 - 19:00 og laugardaga kl. 11:00 - 13:00