Kveikt á jólatrénu - Norðurál

nordural.is

Kveikt á jólatrénu - Norðurál

JólasveinarnirSegja vil ég söguaf sveinunum þeim,sem brugðu sér hér forðumá bæina heim.Jóhannes úr Kötlum og Pétur OttesenTeikningar: Jón Ingi Gylfason.Þeir uppi á fjöllum sáust,- eins og margur veit, -í langri halarófuá leið niður í sveit.Grýla var þeirra móðirog gaf þeim tröllamjólk,en pabbinn Leppalúði,- það var leiðindafólk.Þeir álsveinar nefndust,- um jólin birtust þeir.Og einn og einn þeir komu,en aldrei tveir og tveir.Þeir voru þrettánþessir heiðursmenn,sem ekki vildu ónáðaallir í senn.Að dyrunum þeir læddustog drógu lokuna úr.Og einna helzt þeir leituðuí eldhús og búr.13. desSúrálsgaur var annar,með gráa hausinn sinn.- Hann skreið ofan í tunnuog skauzt um rörin inn.Hann faldi sig í hopperummeð háðung sína og spott,og vildi ei verða að áliþó svo öðrum þætti flott.Lævísir á svipinnþeir leyndust hér og þar,til óknyttanna vísir,ef enginn nærri var.Og eins, þó einhver sæi,var ekki hikað viðað hrekkja fólk - og truflaþess heimilisfrið.16. desSá fimmti, Skautaskelfir,skokkar hérna hring.- Með undarlega mælistöngminnir á verkfræðing.Og kallar „úlfur, úlfur“það eflaust væri frétt.Ef vísbending um vörtuskautinværi sönn og rétt.12. desSpírustaur kom fyrstur,stinnur eins og tré.„Ég kann að drepa risineins og ekkert sé“.Þá gusugangur ógurlegur,- gerði við sig vart,slettur reyndu að svífu um,- og svíða líkamspart.14. desSpækur hét sá þriðjistubburinn sá.Hann settist undir skautin,þegar kostur var á.Hann olli miklum uslasem aðrir gáfu gaum,því ljúfu litlu skautinleiddu allt of mikinn straum.15. desSá fjórði, Sköfusleikirvar fjarskalega mjór.Og ósköp varð hann glaður,ef að inn í kerið fór.Þá þaut hann eins og eldingeftir gólfi ekki leynt,já svona skal allt líta út,og vera slétt og hreint.17. desHinn sjötti, Deiglusleikir,sá er dæmalaus.Hann rjátlar við sinn rosa-borvið rykið ekki laus.Svo vaskur líkur verkinujá vel hann þetta kann,Dýrðleg virðist og djásni líker deiglan alveg hrein.6


Þannig er staðan í Helguvík í dag. Neðri myndin var tekin fyrir ári.Fréttir frá HelguvíkÍdag eru 35-40 starfsmenn byggingarverktakadaglega að störfum á framkvæmdasvæðinu íHelguvík. Þó hægar gangi en við viljum, hefurlífi verið haldið í verkefninu og milli vikna má sjáað byggingar taka jafnt og þétt á sig reisulegrimynd. Síðustu vikur hefur áherslan verið á aðstyrkja stálgrindina og úr fjarlægð mætti haldaað klæðningin væri komin á kerskálana. Skálarnirí fyrsta áfanga verða um 400 metra langir enbreiddin er 26 metrar, alls rúmlega 10.000fermetrar. Breiddin milli kerskálanna er um 60metrar, sem er töluvert meira en á Grundartangaþar sem breiddin er um 24 metrar, þannig aðrúmt verður um reykhreinsivirki. Uppsláttur ogsteypuvinna er í gangi vegna afriðlastöðvar, búiðer að steypa upp sökkla, kjallara og olíugryfjur uppað gólfi fyrir búnað.Norðurál hefur nú þegar framkvæmt fyrir um 15milljarða króna í framkvæmdunum. Verkið eráfangaskipt og er hver áfangi 90 þúsund tonn. Hlémilli áfanga er áætlað um 12-18 mánuðir. Gert erráð fyrir að um 10.000 ársverk muni skapast hérá landi á þeim sex árum sem bygging álversins ogtengdra framkvæmda stendur yfir. Frá haustinu2008 hefur verið unnið að því að færa eins mikiðaf störfum til landsins og hægt er, má þar t.d.nefna hönnun bygginga og verkefnastjórnun. Þáhafa erlendir birgjar og búnaðarsalar verið hvattirtil að nota íslenska verktaka eins og hægt er.Skúli Skúlason,framkvæmdastjóri starfsmannasviðs í Helguvík.Á myndinni eru frá vinstri talið: Alan Gillespie frá FM Global, Trausti Gylfason, Jeff Vanmeter fráCentury og Victor Tushner frá Wooduff Sawyer.Glöggt er gests augaðÞað er árlegur viðburður að fulltrúar tryggingafélagsinsokkar, FM Global, komi í heimsókn og skoði verksmiðjunaog reksturinn. Með í för að þessu sinni voru fulltrúarfrá Century og einnig frá Wodruff-Sawyer sem erutryggingaráðgjafar Century. FM Global veitir Norðurálibæði eignatryggingu og rekstrarstöðvunartryggingu.Alan Gillespie hefur verið fulltrúi FM Global til margraára og kemur hér í heimsókn að minnsta kosti einu sinniá ári. Skemmst er frá að segja að eftirlitið og heimsókninþetta árið gekk mjög vel. Hafði Alan sérstaklega orð áþví hversu snyrtilegt væri hérna hjá okkur og að merkjamætti heilmiklar framfarir síðasta árið. Glöggt er gestsaugað og ánægjulegt að sú vinna sem við höfum ölllagt að mörkum til að gera betur er vel sýnileg þeim semheimsækja okkur sjaldan.Trausti Gylfason öryggisstjóri.Daglegt m(ál)Steyptirí samamótiðÍ bókinni Mergur málsins,eftir Jón G. Friðjónsson,er sagt að menn sem erulíkir, eða eigi eitthvaðsameiginlegt, séu steyptirí sama móti. Starfsmennsteypuskála á vöktumA, B, C og D virðast allirsteyptir í sama mótinu.Þeir eru agaðir, yfirvegaðirog þrautþjálfaðir í sínumstörfum. Líkingin er dreginaf málmsmíði (málmsteypu)þegar glóandi málmi erhellt í mót, líkt og þegarálinu er rennt í mótin fyrirálhleinana.Trausti Gylfason.8

More magazines by this user
Similar magazines