6. tölublað 2013 - Norðurál

nordural.is

6. tölublað 2013 - Norðurál

NORÐURLJÓSFréttabréf Norðuráls6. tbl. 2013 • Ritstjórar: Sólveig Kr. Bergmann og Trausti Gylfason • Ábyrgð: Ágúst F. HafbergRitnefnd: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Ása Birna Viðarsdóttir, Bjarni Ingi Björnsson, Sigurður Arnar Árnason, Sverrir Þór Guðmundsson og Steinunn Kr. Pétursdóttir. Myndir: Ása Birna Viðarsdóttir o.fl.Norðurálsmótið var haldið helgina 21. -23. júní á Akranesi. Mótið, sem eitt það stærsta hér á landi, er fyrir kraftmikla 6-8 árafótboltastráka sem skemmta sér í leik og keppni.Ljósmynd: Bjarki Georgsson


Félögin sem mættu til leiks hafa aldrei verið fleiri eða 28, með 144 lið og um 1250 þátttakendur. Keppt var á 18 völlum samtímis og 576 leikir spilaðir.Áætlað er að á áttunda þúsund gestir hafi lagt leið sína á Jaðarsbakkasvæðið sem skartaði sínu fegursta í veðurblíðunni.SpennandiÞeir eru komnir á leiðarenda spennarnir sem fluttur voru fráReykjavík að Grundartanga í lögreglufylgd enda um að ræðaeinhverja mestu þungaflutninga sem ráðist hefur verið í hér álandi. Léttari spennirinn er 95 tonn en sá þyngri, sem flutturvar sólarhringi síðar er 126 tonn. Bíll og tengivagn vega 64tonn, þannig að samtals voru þetta 190 tonn.Flutningar gengu vel og hægt var farið yfir. Lagt var af staðskömmu eftir miðnætti og ferðinni lauk um klukkan sex ummorguninn.2


Alltaf í boltanumSamstarfssamningur Norðuráls og KnattspyrnufélagsÍA var endurnýjaður til næstufimm ára fyrir leik Skagamannaog Keflvíkinga í Pepsídeildinni.Leikurinn, sem Norðurál bauðáhorfendum á, fór 3-2 fyrir Keflavík.„Þetta var hörkuleikur ogfalleg asta mark leiksins áttiJóhann es Karl Guðjónsson beintúr aukaspyrnu,“ segir RagnarGuðmundsson, forstjóri Norðuráls.„Vörnin var heldur opin fyrstakortið en svo náði íA tökum áleiknum. Það er ljóst að liðiðNokkur orð frá framkvæmdastjóraKæra samstarfsfólk!hefur alla burði til að gera betur.“Norðurál hefur veriðstyrktaraðili ÍA frá því fyrirtækið hófstarfsemi á Grundartanga 1998 og aðalstyrktaraðilivið fótboltann á Akranesi síðustuárin eða frá árinu 2010. Ragnar sagði íÞórður Guðjónsson, Ingi Fannar Eiríksson, Ragnar Guðmundsson ogSandra M. Sigurjónsdóttirtilefni undirritunarinnar, reyndar í gamansömumtóni, að Norðurál hafi í langantíma langað til að vera í fararbroddi þeirrafyrirtækja sem styðja við öflugt og gottungmenna- og íþróttastarf tengtfótboltabænum Akranesi, enekki komist að fyrir bönkunumfyrir hrunið. Þórður Guðjónssonframkvæmdastjóri KFÍA sagðieinkar mikilvægt að eiga sterkanbakhjarl eins og Norðurál, til aðstanda undir gæðum bæði í yngriflokkastarfi og til að halda útiöflugum meistaraflokkum hjákonum og körlum.Það væru einmitt styrktaraðilareins og Norðurál sem gerðiÍA þetta kleift og góður vitnisburðurum það væri nýafstaðiðog velheppnað Norðurálsmót yngstu knattspyrnumannannaí landinu.Sumarið fer mjög vel af stað í framleiðsludeildunumsem og annars staðar í fyrirtækinu.Fyrstu hópar starfsfólks hafa þegartekið sumarfrí og sumarfólk fyllt þeirraskörð. Þau standa sig með miklum ágætumog hafa nú þegar náð tökum á framleiðslustörfum,viðhaldsstörfum og öðrum verkefnumsem þau sinna víðs vegar um fyrirtækið.Það er greinilegt að þjálfun nýliðahefur verið markviss og nákvæm og aðsumarstarfsmenn hafa að sama skapi sýntmetnað í að öðlast færni. Öll verk eru unninaf natni og á réttum tíma sem skilar sér ígóðri framleiðslu og verkum.Töluvert hefur verið um öryggistilkynningar.Það þarf ekki að vera neikvætt þegart.d. er um varhugaverðar aðstæður eðaatburði að ræða. Þessar tilkynningar sýnaokkur að starfsmenn eru á varðbergi og hafaárveknina í farteskinu við störf sín.Öryggisvístalan, sem sýnir okkur framgangöryggismála, hefur sem betur fer veriðá lág árið 2013 en hana má sjá á upplýsingaskjáumvíðs vegar um svæðið.Það sem af er ári erum við yfir framleiðsluáætlunog gott jafnvægi hefur náðst í gæðumhráefna, s.s. súráls og forskauta og búnaðurverksmiðjunnar hefur verið áreiðanlegur.Allt stuðlar það að jafnvægi í rekstrinumsem gerir okkur kleift að ná enn betriárangri. Á síðustu vikum höfum við t.d. séðánægjulega þróun í tíðni spennurisa en húnhefur lækkað töluvert. Þetta sýnir að meðsamstilltu átaki milli deilda og agaðra vinnubragðaþá náum við okkar markmiðum.Að lokum vil ég minna á að heitir sumardagargeta verið mikil áskorun fyrir starfsmenn.Mikilvægt er að þeir hugi vel aðheilsu sinni og passi að mæta vökvatapií heitu umhverfi með því að drekka vatnreglulega.Gunnar Guðlaugsson3


Starfshættir til fyrirmyndarAllt of sjaldan hrósum við fólki semhefur staðið vel að verki. Mannskepnunnier einhvern veginn eðlislægraað einblína á það sem miður fer í staðþess að hrósa því sem vel er gert. Fyrirskemmstu voru tveir ungir rafvirkjarhjá Norðuráli, þeir Birkir Sigurðarsonog Adam Finnsson, að laga strengi áþéttflæðibrúnni. Þar sýndu þeir fyrirmyndarvinnubrögð.Verkið var áhættuskimaðog í samræmu við niðurstöðurskimunarinnar út frá því gerðar tilheyrandiog nauðsynlegar öryggisráðstafanir.Nota þurfti spjótlyftu til verksinsog var vinnusvæðið kirfilega merktsvo að enginn óviðkomandi færi inn ávinnusvæðið. Fréttamaður Norðurljósasmellti meðfylgjandi myndum af þeimfélögum og af merkingunum sem þeirhöfðu komið fyrir. Þessi vinnubrögð eruöllum til eftirbreytni.Félagarnir í spjótlyftu og búnir að merkja vinnusvæðið með borðum, keilumog útdraganlegum grindumRafvirkjarnir knáu, Birkir Sigurðarson til vinstri og Adam FinnssonSudoku4


FrjókornaofnæmiStíflað nef og tárvot auguFrjókornaofnæmi er eitt algengasta ofnæmisem kemur fram í nefi og augum.Ástæðan er ofnæmi fyrir grasi, birki,túnfíflum eða hundasúrum þ.e. frjókornumfrá gróðri. Einkennin koma yfirleittfram á sama tíma á hverju ári ogsumum reynist erfitt að greina á millisumarkvefs og frjóofnæmis. Margirþjást af kvefi á hverju sumri áður en þeirátta sig á því að um frjókornaofnæmi erað ræða. Reynið því að átta ykkur á þvíhvort hugsanleg tengsl geti verið millieinkenna og gróðurs í kringum ykkur.Frjókornaofnæmi er algengara meðalbarna og unglinga og fylgir þeim gjarnanfram á fullorðinsár. Talið er að sjöundihver unglingur sé með frjókornaofnæmi.Ofnæmi getur einnig komið fram hjá fólkiá hvaða aldri sem er. Ofnæmi þýðir aðónæmiskerfi líkamans fer að mynda ofgnóttaf sértækum ofnæmismótefnum gegnpróteinögnum. Dæmi um próteinagnir erufrjókorn grasa. Þessi mótefni sitja á mastfrumum.Þegar mótefnin bindast ofnæmisvökunumræsast mastfrumurnar og losaefni, m.a. histamín, sem valda einkennumofnæmis.TímabilHelsta tímabil frjókornaofnæmis er sumarið,þ.e. júní, júlí og ágúst. Birkifrjókorneru mest í lok maí og byrjun júní, grasfrjókorninkoma í fyrri hluta júní en náhámarki seinnihluta júlí og í byrjun ágúst.Frjókorn frá súrum eru heldur seinnaá ferðinni eða frá júlí fram í september.Frjókornatímabilin geta verið mismunandimilli ára, allt eftir árferði, veðri og umhverfi.Magn frjókorna í andrúmsloftinu fermikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókornaí lofti lítið, því laus frjókorn setjastá jörðina og blautar plöntur gefa ekki frásér ný frjókorn. Á hlýjum, þurrum dögumeykst frjókornamagnið, einkum ef vindurblæs.Veðurstofa Íslands og NáttúrufræðistofnunÍslands standa í sameiningu aðmælingu frjókorna í andrúmslofti. Hægt erað fylgjast með frjókornamælingum á vefNáttúrufræðistofnunarinnar, www.ni.is.GreiningFrjókornaofnæmi er oftast greint eftir einkennum.Einnig hægt að greina með húðprófunumog mótefnamælingu í blóði.EinkenniNef, kláði, nefrennsli, hnerri og nefstífla.Augu, kláði, bólga, þroti, rennsli úr augum,rauðsprengd augu og jafnvel bjúgur í slímhimnuaugnanna.Lungu, það geta komið fram astmalík einkennifrá lungum. hósti, hvæsandi öndunog andþyngsli.MeðferðLangflestir sem eru með gróðurofnæmiþurfa á einhverri lyfjameðferð að halda.Eitt af þeim efnum sem líkaminn myndar íofnæmisviðbragði er histamín. Histamínveldur kláða í nefi og augum. Því þarf oftað meðhöndla ofnæmi með svokölluðumandhistamín-lyfjum. Andhistamín-lyf eruyfirleitt í töfluformi, t.d. Histasín og Lóritínen ofnæmislyf fást einnig sem staðbundinlyf eins og augndropar og nefdropar. Andhistamíner efni sem hindrar að histamíniðvirki og einkenni s.s. kláði í augum og nefihverfur. Flest þessi lyf má kaupa án lyfseðilsí næsta apóteki. Oft er hægt að taka þessilyf eftir þörfum en þegar einkenni eru mikiler nauðsynlegt að taka þau reglubundið.Ofnæmislyf geta valdið vægum aukaverkunumt.d syfju eða höfuðverk.Ef ofnæmið er svæsið og ekki tekstað halda einkennum niðri er ráðlegt aðleita til læknis. Til eru öflugri aðferðirtil að kljást við frjókornaofnæmi en þáþarf lyfseðilskyld lyf og frekari eftirfylgd.Stundum er notuð fyrirbyggjandi meðferðsem aðeins læknir ákveður.Athugið ef einkenni bráðaofnæmis komafram (bjúgur í öndunarfærum, þroti ávörum eða í hálsi, roði, útbrot, öndunarörðugleikar)þá skal hringja í 112 og leitalæknis strax.Góð ráð gegn frjókornaofnæmiForðast ofnæmisvaldinn eins og hægt er.Ef viðkomandi kemst í snertingu við ofnæmisvaldþá skal skipta um föt og þvoandlit og hendur.Fylgist með frjókornamælingum og frjókornaspá,sérstaklega ef fyrirhuguð ermikil útivera.Hægt er að takmarka gróður í nánastaumhverfi viðkvæmra einstaklinga þó aðfæstir vilji hafa malbikaðan garð.Þurrkið ekki þvott á snúru utandyraþegar mikið er af frjókornum í loftinu þvíað þau setjast í föt og lín.Látið ekki barnavagna standa utandyra ogsafna í sig frjókornum.Hafir þú ofnæmi fyrir grasi skalt þú reynaað fá einhvern annan til að slá blettinn(góð afsökun).Talið er að inntaka D-vítamíns dragi úreinkennum frjókornaofnæmis.Taka inn ofnæmislyf strax og fyrstu einkennaverður vart.Farðu alltaf eftir ráðleggingum læknisum notkun ofnæmislyfja, hafir þú fengiðslík lyf.Gleðilegt sumarÓlína Ingibjörg GunnarsdóttirHjúkrunarfræðingur Norðuráls5


Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir listakokkur„Eyði frítímanum í gotterí“Inga, ertu úr Reykjavík spyr fréttamaðurNorðurljósa?- Nei, ég er Kópavogsbúi í húð og hár ogég er Bliki og held með mínu gamla bæjarfélagi!Fædd í vesturbænum en við sex áraaldur fluttist ég í austurbæinn þannig aðég rata um allt í Kópavoginum. Í gatnakerfiKópavogs hefur til skamms tíma ríkt einskonar ringulreið. Til er brandari um unganmann sem ætlaði að hitta kærustuna sínaen þegar hann loksins fann hvar hún bjó þávar hún gift öðrum manni.Hvernig stóð á því að matvælaiðnaðurinnvar fyrir valinu?- Ég kunni ekkert að elda, þurfti ekki aðelda heima hjá mér, mamma hafði öll tögl íeldhúsinu. Eftir eitt ár í Menntaskólanumí Kópavogi fann ég að stærðfræði og eðlisfræðivoru ekki fyrir mig svo ég fór í matvælabrautFjölbrautaskóla Breiðholts. Tókþar matartækninn og útskrifaðist með sérnámí sjúkrafæði árið 1990 eftir tveggja áranám. Ég fann hvað mér líkaði þetta vel ogþví fór ég í matreiðslunám á Hótel Söguog lauk prófi 1993. Þar unnum við Kalli(kokkur Norðuráls) saman í stuttan tímaog hann fékk mig síðan hingað til Norðuráls.Til Danmerkur fór ég síðan 1995 tilfrekara náms og lærði kökugerðarlist,konditori hjá afar virtu fyrirtæki sem hétMarstrand. Þetta var rosalega flott bakaríá þessum tíma. Þaðan útskrifaðist égmeð hæstu einkunn og í viðurkenningarskynifékk ég heiðursmerki frá drottningunnií Danmörku.Í sveinsprófinu var GertSörensen konditori-meistari prófdómari,Með Ólafi Ragnar Grímssyni á Bessastöðum.6


en hann var jafnframt meistari dönskukrúnunnar og rak kökugerðarhús í Tívolí íKaupmannahöfn til fjölda ára. Þess má getaað aðeins tveir Íslendingar sem hafa fengiðþessa viðurkenningu. Iðnnámi í Danmörkuer gert hátt undir höfði. Iðnnemar sem náfyrstu einkunn fá annað hvort brons- eðasilfurpening í viðurkenningar skyni fráMargréti og bronspeninginn á ég heima.Silfurpening fá afar fáir en meistarinn minngamli átti reyndar einn. Þegar að útskriftinnikom þá var ég kölluð niður í Ráðhúsiðí Kaupmannahöfn þar sem var heljarinnarathöfn með Margréti drottningu og HinrikDanaprins. Þetta var virðuleg samkoma;nöfn okkar voru kölluð upp og okkur skipað ísæti eftir kúnstarinnar reglum. Þarna tókumvið saman sveinspróf í kökugerðarlist árið1998 ég og Hjálmar Jónsson vélvirki í viðhaldsdeildinnien samtals vorum við fjórirÍslendingarnir í prófinu. Þetta sama ár fluttiég heim og var búin að fá leið á matseldinnisvo ég skellti mér í ferðamáladeild MK og útskrifaðistþaðan sem ferðafræðingur. Næstuárin starfaði ég á ferðaskrifstofum við aðkoma Íslendingum í sólina suður í lönd.Kreppan fór illa með það starf þannig aðaftur lá leiðin í eldhúsið en ég var í fimm árvið matseld í eldhúsinu hjá Hönnun og varsíðan eitt ár í Mosfellsbakaríi. Aftur fluttistég út þegar kreppan reið yfir af fullu afli ogbjó þá í þrjú ár í Esbjerg í Danmörku áður enleiðin lá til Norðuráls.Til að halda sér við sem kökugerðarmeistarimeistari þá hefur Inga séð um súkkulaðinámskeiðhjá Nóa/Síríus en eins og hún segir sjálf„ég elska súkkulaði og eyði frítímanum mínumí gotterí“. Þá hefur Inga verið fengin til aðbaka ofan í hjónin Ólaf og Dorrit, húsráðendurá Bessastöðum.Meistarastykkin hennar InguInga tekur við heiðursmerki frá Margréti Þórhildi danadrottningu.- Á síðasta ári stofnuðum við nokkrir félagarKonditorífélag Íslands en það er einskonar stéttarfélag. Við erum sannast sagnaað berjast fyrir rétti okkar í samfélaginu.Þetta voru lokaorð Ingu því hún mátti ekkivera að því að ræða lengur við fréttamannNorðurljósa þar sem hádegisverður hjá starfsmönnumNorðuráls var að hefjast og nóg er aðsýsla í eldhúsinu þegar kostgangararnir byrjaað streyma að til að gæða sér á gómsætummatnum sem framreiddur er af starfsfólki eldhússins.7


Spurn ingdags insHvað ætlar þú aðgera um Verslunarmannahelgina?Breyttog bættNý starfsmanna aðstaða hefur verið tekin ínotkun í D60.Heyrst hefur að starfsmenn kalli nýjuaðstöðuna Æxlið með vísan í Vörturnar,Helvíti með vísan í Himnaríki eða einfaldlegaD60.Hvaða nafn festist við aðstöðuna kemurí ljós en víst er að hún er til fyrirmyndar íalla staði.Andri Þór Hallsson,kerstjórnFlakka um landið og elta góðaveðrið.Sigrún Helgadóttir,framkvæmdastjórnFara á hestbak í sveitinni, þ.e.Gnúpverjahreppi.Jóhannes Andrésson,C vakt kerskálaVinna!Hafsteinn Rúnar Gunnarsson,öryggisfulltrúiNjóta þess að vera heima.Unnur Eva Ólafsdóttir,matseljaGefa C vakt að borða enhugurinn verður úti í Eyjum.8Hver er?Fullt nafn : Ingveldur MaríaHjartardóttirFæðingarstaður- og dagur:Reykjavík, 31. janúar 1994Hvenær hófstu störf hjá Norðuráli?Ég byrjaði sem sumarstarfsmaðurhjá A-vakt kerskálans í fyrra.Hvað er skemmtilegast að gerafyrir utan vinnu? Ég er mest í þvíað semja og taka upp lög, mæti svoreglulega í ræktina og eyði restinniaf fríinu með vinum.Hvert er aðal áhugamálið? Tónlisthefur alltaf verið númer 1, 2 og 3.Annars eru fimleikar líka ofarlega álistanum sem og dans og líkamsrækt.Uppáhaldsmaturinn? Lasagna à lamamma!Uppáhaldsdrykkurinn? Kristallmeð lime bragði.Uppáhalds sjónvarpsefnið? Éghorfi mjög lítið á sjónvarp en í tölvunnihorfi ég mest á Modern Familyog Vampire DiariesErtu hjátrúarfull/ur? Égsegi 7, 9, 13 ansi oft, en að öðru leitimyndi ég ekki segja að ég væri neittsérstaklega hjátrúarfull.Hvaða persónu í mannkynssögunnimyndir þú helst vilja hitta?Louis Armstrong og Albert Einstein.Hver er besta bókin sem þú hefurlesið? Það er erfitt að segja en ég varalltaf Harry Potter aðdáandi númereitt svo ætli sú bókasería sé ekki efstá lista hjá mér.Hvaða hljómsveit eða söngvari erí mestu uppáhaldi? Dikta, U2, RobbieWilliams, Beyoncé og svo margiraðrir!Hver er uppáhalds hreyfingin eðaíþróttin? Fimleikar, þú færð allt íeinum pakka þar! Annars syndi églíka mikið og skokka með hundanamína.Hvaða þrjú orð lýsa þér best?Ákveðin, örugg og glaðlynd.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?Ég held mér muni alltaf finnastAkranesið mitt fallegast!Til hvaða lands langar þig mest aðferðast? Þar sem að Ameríkan ernæst á dagskrá get ég strikað hanaaf listanum. Eftir stendur Grikkland,Indland og Tæland.Hver eru framtíðarplön þín? Íhaust hef ég 4 ára nám við BerkleeCollege of Music í Boston. Éghef ekki gert mikil plön hvað annaðvarðar en ég ætla bara að njóta þessað búa í stórborginni og leyfa restinniað koma í ljós með árunum.


Slysagildrur á heimilumFyrr á árinu var haldin ráðstefna umhættur á heimilum en tilgangur hennarvar að vekja almenning til hugsunar umhættur sem leynast á heimilum fólks. Þaðer von þeirra sem stóðu að ráðstefnunni aðdraga megi úr fjölda slysa sem eiga sér staðí heimahúsum.Það er tölfræðileg staðreynd að flest slysverða á heimilum fólks. Reglulega ætti þvíað yfirfara hvert herbergi í húsinu og gangaúr skugga um að þar sé allt í lagi. Á www.lydheilsustod.is er að finna ýmsar leiðbeiningarum hvernig má efla slysavarnir áheimilum. Séu dregin saman helstu atriðier niðurstaðan þessi:• Látið rafmagnssnúrur aldrei hangaeða liggja lausar á gólfi.• Tenglar skulu vera heilir ogóskemmdir og vel festir í veggi.• Öryggislæsing þarf að vera ágluggum svo þeir opnist ekki meiraen 10 sm• Gangið frá snúrum í gluggatjöldumsvo enginn flæki sig í þeim• Setjið klemmivörn á hurðir svo þærskellist ekki aftur í súgi• Hálkunet þarf að vera undir gólfmottum• Mottur þurfa að vera sléttar á gólfiog ekki með uppbrett horn• Þar sem ung börn eru þarf að lokastigaopum með öryggisgrind• Á svalahandriðum ættu að vera lóðréttirrimlar með 10 sm millibili• Æskilegt er að hlíf sé yfir eldrigerðum miðstöðvarofnaHér er klárlega tækifæri til að gera betur.• Ekki skal staðsetja húsgögn of nærrirafmagnsofnum vegna eldhættu• Margar innijurtir eru eitraðar• Reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppiætti að var á hverjuheimiliMikil ásókn í nám viðStóriðjuskóla NorðurálsFramhaldsnám Stóriðjuskóla Norðurálsfer af stað í fyrsta skipti í haust. Það erþriggja anna nám, eins og grunnnámið, oger ætlað þeim sem hafa lokið grunnnámi,sem og iðnaðarmönnum. Stór hluti framhaldsnámsinsfer fram í heimavinnu, eðanálægt 35%, og mun því reyna umtalsvert áskipulag og öguð vinnubrögð nemenda.Umsóknarfrestur rann út 15.júní oghöfðu 100 umsóknir borist, 57 í grunnnámog 43 í framhaldsnám.Valnefnd, skipuð fræðslustjóra og framkvæmdastjórum,mun á næstu vikum metaumsóknir og velja þá umsækjendur sembjóða á skólavist. Um 30 starfsmenn fáinngöngu. .Við val á umsækjendum verður horfttil ýmissa þátta, og þarf ekki sístað gæta að því að jöfn dreifingsé á milli deilda, þannig aðengin deild eða vakt verðiverulega undirmönnuðá skóladögum. Einnigverður horft til starfsaldurs,mætingarsöguog öryggisvitundar svofátt eitt sé nefnt. Valferliá að vera lokið ummiðjan ágúst og verðuröllum umsækjendum gerðgrein fyrir niðurstöðunni þegarhún liggur fyrir. Stefnt er að skólasetninguog upplýsingafundi með væntanlegumnemendum þann 2.september,og hefst kennsla skv. stundaskráþriðjudaginn 3.september.Grunnnámið verður kenntá þriðjudögum og framhaldsnámiðá fimmtudögum.Grunnnám er ætlaðþeim sem hafa aflað sérverklegrar reynslu ogþekkingar í stóriðju ogvilja bæta við sig fræðilegriundirstöðu. Framhaldsnámiðer fyrir þá semvilja auka við þekkingu sína áframleiðsluferlum og efla leiðtogahæfileikasína.Steinunn Kr. Pétursdóttir9


Álverskrummarnir kveðjaElmari Snorrason, A - vakt kerskála ogljósmyndari, segir hér frá hrafnsunganumEinari einfætta sem vonandi nærað spjara sig. Við þökkum honum kærlegafyrir að gera okkur kleyft að fylgjastmeð fjölskyldunni í vor og sumar.Nú eru allir hrafnsungarnir flognir úrlaupnum. Það var einn eftir á föstudagsmorgunþegar ég kíkti á þá og var nokkuðleiðinleg ástæða fyrir því.Þriðjudaginn 18. júní voru þeir merktirmeð álhring um fótinn eins og iðulega ergert. Hrafnslaupar eru síðan samsettirúr alskyns rusli, meðal annars mikið afgömlum ryðguðum girðingavír og hafðieinn unginn náð að krækja vír í merkihringinnsinn meðfram fætinum og fótbrotiðsig mjög illa og sat fastur í laupnumhann þá lifandi, sárið leit þokkalega út, íþað minnsta hætt að blæða. Hann var þóeftir stutta leit fann ég hann ásamt öðrusystkini sínu og foreldrarnir ennþá sveimandiyfir. Sá tvífætti hleypti mér meiraað segja alveg að sér til að taka myndir afsér. Sennilega verða þetta húshrafnar hjáokkur :)Ég er því orðinn afskaplega vongóður aðhann Einar (sá sem stendur á Einari löpp)eigi eftir að lifa fótnámið af en ég hef heyrtaf nokkrum öðrum fuglum, þar á meðaltveimur hröfnum, sem hafa verið einfættir.Sennilega er þessari umfjöllun um Álverskrummananú lokið af minni hálfu,allavega þetta árið. Mögulega eiga þeirþó eftir að fylgja svæðinu á næstunni ogverður spennandi hvort þeir komi aftur ílaupinn á næsta ári.Kv. Elmar Snorrasonþví ennþá hékk fóturinn á, en rétt á örfáumsinum.Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra aðilastóðu eftir tveir kostir, annars vegar að aflífaungann eða taka fótinn af og sjá hvaðgerist, því að öðru leiti virtist hann veramjög sprækur.Ég tók því fótinn af og um leið flaug hanná brott og lenti um 100 metrum frá stigapallinum,furðu mjúkri lendingu. Foreldrarnirvoru sveimandi yfir og görguðumikið þannig að auðséð var að þeir voruekki búnir að yfirgefa þennan síðasta unga,enda eru ungarnir ekki nógu gamlir ennþátil að sjá um sig sjálfir.Daginn eftir kíkti ég aftur á ungann og var10orðinn nokkuð hvítur í goggnum af blóðmissinumog nokkuð þreyttur, en stóð þóí hinn fótinn og flögraði örlítið um. Égreyndi að gefa honum skinkubita en hannkunni ekki að taka við því, eitthvað vantarsennilega uppá hæfileikana hjá mér að ælauppí hann.Á sunnudeginum kíkti ég aftur á hann, og


HátíðarstemningRósir, uppdekkuð borð og afmælisterta beið þeirra sem lögðuleið sína í mötuneytið 11.júní þar sem starfsmenn gerðu sérdagamun í tilefni 15 ára framleiðsluafmælis... og líkt og alltaf varmaturinn ljómandi góður .Birna BjörnsdóttirJúníus GuðjónssonBjarni Jarlsson mætti í vinnugallanum frá árinu 1998. Trausti Gylfason var í2013 árgerðinni.Kátir starfsmennValdís Jakobsdóttir í fyrstu tegund vinnuskyrta sem starfmenn Norðurálsnotuðu.11


UMHVERFISSTEFNANorðurál framleiðir ál á umhverfisvænan hátt og leggur áhersluá að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugter unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa ásamt ábyrgri nýtinguorku og hráefna. Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund ogþátttöku starfsmanna í stöðugum umbótum. Norðurál uppfyllirþær kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum umumhverfismál.Umhverfismarkmið Norðuráls eru:Lágmörkun losunar útí andrúmsloftAukin þekkingstarfsmannaá umhverfisáhrifumAukin endurnýtingog ábyrg förgun

More magazines by this user
Similar magazines