9. tölublað 2011 - Norðurál

nordural.is

9. tölublað 2011 - Norðurál

NORÐURLJÓSFréttabréf Norðuráls9. tbl. 28. september 2011. Ritstjórar: Rakel Heiðmarsdóttir & Trausti Gylfason. Ábyrgð: Ágúst F. Hafberg. Umsjón: Skessuhorn ehf.Ritnefnd: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Ása Birna Viðarsdóttir, Ásmundur Jónsson, Brian D. Marshall, Bjarni I. Björnsson og Sverrir Guðmundsson. Myndir: Ása Birna Viðarsdóttir, Þórhallur Ásm. o.fl.Heilsuárið• Hádegisfyrirlestrarí september:Kynningarfundur umhlutverk náms- og starfsráðgjafahjá Símenntunarmiðstöðinniá Vesturlandi5., 7., 19. og 26. september• Heilsuárið í mötuneytinu:Vitneskja og heilbrigði íoktóber• KVÖLDFYRIRLESTURÍ OKTÓBERFyrirlestur frá þremuráhugaverðum aðilum:Magnúsi Schevingstofnanda LatabæjarAndrési GuðmundssynistofnandaSkólahreystisLoga Geirssyni fyrrumatvinnumanni íhandknattleikDagsetningarauglýstar síðarFátt er mikilvægara en að fara glaður út í daginn. Það er létt yfir Tómasi Inga Tómassyni og MarenuLind Másdóttur við vinnu í kerskála á þessari mynd Ásu Birnu Viðarsdóttur.Nokkur orð frá framkvæmdastjóraKæra samstarfsfólk!Það er mér sérstök ánægja að greina fráþví að þann 2. september sl. náðum viðhjá Norðuráli Grundartanga þeim merkaáfanga að ná einu ári í starfi án slysa sem valdafjarveru. Vinnustundafjöldinn sem starfsfólk hefurunnið á þessu tímabili er ein milljón tvö hundruðog fjögur þúsund þrjú hundruð fjörtíu og tvær(þ.e. 1.204.342). Ég vil þakka ykkur fyrir þennanmerka áfanga og er sannfærður um að viðmunum halda áfram að ná árangri í starfi okkar.En gott gengi í öryggismálum kemur ekkiaf sjálfu sér. Allir starfsmenn hafa lagt höndá plóg til að ná þessum árangri. Og til aðvel gangi þarf jafnframt að vera stöðugleikií rekstri framleiðsludeilda. Einn mikilvægurþáttur þar er góður og áreiðanlegur búnaðurframleiðslunnar. Ég nefni þetta hér þar sem aðum eitt ár er liðið frá því að rafveitan gekk ígegnum miklar bilanir sem orsökuðu alvarlegarrekstrartruflanir í verksmiðjunni. En meðvönduðum og skipulögðum vinnubrögðum oginnleiðingu á áreiðanleikaviðhaldi í rafveituNorðuráls hefur náðst glæsilegur árangur írekstri rafveitunnar og þá verksmiðjunnar íheild. Um þetta mátti lesa í síðasta fréttabréfiog mega allir hlutaðeigandi vera stoltir af góðustarfi þar.Gunnar Guðlaugsson framkvæmdastjóriNorðuráls Grundartanga


Eitt ár án fjarveruslyssEins og fram kemur í forsíðugrein GunnarsGuðlaugssonar framkvæmdastjóra náðumvið einu ári án fjarveruslyss þann 2.september sl. Hvað þarf að gerast til að hægtsé að ná þessum áfanga? Ljóst er að reyntstarfsfólk og fagmennska vegur þarna þungtsvo og rýni á verklag og vinnubrögð undanfarinmisseri. Hver einasti starfsmaður þarf að mætaeinbeittur til starfa og hugur og hönd þurfa aðvinna sem eitt. Öll erum við hlekkir í keðju semþarf að vera heil til að starfsemi fyrirtækisinsgangi snurðulaust fyrir sig. Hver og einnstarfsmaður vakir yfir eigin öryggi, jafnt í leikog starfi og hann má heldur ekki missa sjónará þeirri félagslegu ábyrgð að vaka yfir náungasínum og þá sérstaklega þeim sem óvanir eru.Leiða þá af kostgæfni í sannindi um rétt verklagog veita þeim stuðning. Mikilvægt er að missaekki sjónar á meginmarkmiði okkar að allir komiheilir heim frá vinnu. Stjórnendur þurfa að veraöðrum góðar fyrirmyndir því oft sannast hiðfornkveðna að eftir höfðinu dansa limirnir.Að lokum ber að þakka öllum sem starfaá athafnasvæði Norðuráls á Grundartangaþennan merka áfanga. Megi góður árangur ogliðsheild ætíð vera aðalsmerki Norðurálsmanna.Trausti Gylfason öryggisstjóriÖrugg hegðunNorðurál hefur undirritað samning umsamstarf við fyrirtækið Aubrey DanielsInternational (ADI). ADI sérhæfir sigí atferlisfræðum og mun aðstoða okkur viðinnleiðingu á Behavior-based safety (BBS) semhér eftir er kallað: „Öryggi byggt á hegðun“.Margir starfsmenn kannast við könnunina umöryggismenningu sem þeir svöruðu snemmasl. vor en þetta samstarf er áframhald af þeirrivinnu.Öryggi byggt á hegðun er jákvætt ferli semhefur forvarnargildi og gefur starfsmönnumog stjórnendum færi á að venja sig á og stýrahegðun sem hefur áhrif á öryggi í daglegumstörfum. Á sviði stjórnunar er áherslaná hegðun eins og að ræða öryggismál áfundum, fjarlægja hindranir sem eru í vegifyrir öruggum vinnuaðstæðum og að hafaöryggið á oddinum í öllum ákvörðunumsem teknar eru. Á vinnugólfinu getur dæmium hegðun verið notkun persónuhlífa, réttlíkamsbeiting við störfin og að farið sé eftirverklagsreglum í hvívetna. Sérhver vinnuhópur ífyrirtækinu forgangsraðar og velur sér einhverjamarkhegðun en þannig verður ferlið sérsniðiðað þörfum hvers vinnuhóps.Öryggi byggt á hegðun byggist áhegðunarfræðum sem hafa sýnt að skilvirkastaleiðin til að hjálpa fólki til að þróa með séröruggar venjur, er með kerfi sem mælir, veitirendurgjöf og er eflandi. Þetta ferli leiðir tilfleiri viðurkenninga og hvetur til úrbóta ogframfara. Öryggi byggt á hegðun kemur ekki ístaðinn fyrir neitt sem þegar er til í núverandiöryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Aftur á mótibætist það við og mun hjálpa fyrirtækinu við aðkomast upp á næsta stig öryggismála.Hvernig virkar öryggi sembyggt er á hegðun?Í hnotskurn virkar ferlið á þennan hátt:1. Í hverri deild og á hverju stjórnstigi innanhennar eru skilgreind ákveðin dæmi umöryggishegðun.2. Metið er hversu oft sú hegðun á sér stað.3. Með endurgjöf og jákvæðri eflingu erstuðlað að því að sú hegðun endurtaki sig.Í sérhverri deild eða starfssvæði verða settirsaman hópar starfsmanna sem taka þaðað sér að innleiða öryggi byggt á hegðun ásinni vinnustöð. Þeir munu skilgreina og veljaþau dæmi um öryggishegðun sem þeir teljamikilvægasta með tilliti til þeirra verkefnasem þeir annast og þeirra tilfella þar semlegið hefur við slysi. Að því loknu munu allirmeðlimir hópanna vinna að því að bæta þáhegðun. Þetta er ekki “lögreglukerfi” þar semsamstarfsmenn klaga hvern annan, ef þeirverða varir við áhættuhegðun samstarfsfélaga.Í rauninni er það þveröfugt. Öryggi sem byggter á hegðun gengur út á að greina hversumeðvitaðir starfsmenn eru nú þegar, veita þvíathygli hversu vel þeir vinna saman að úrbótumog að viðurkenna og samfagna hverjumáfangasigri. Formenn verkstæða og vaktstjórarásamt framkvæmdastjórum þurfa einnig aðskilgreina dæmi um mikilvæga öryggishegðunsem þeir þurfa að taka á sínum starfsvettvangiog bæta með tímanum. Auk þess að bætamikilvæga markhegðun eru hindranir gegnöryggi skilgreindar og fjarlægðar. Að fjarlægjahindranir, að gera öryggishegðun auðveldariog gera hana að vana eru grundvallarverkefniþessa kerfis sem hér hefur verið lýst.Ef við vinnum saman getum við skapað okkuröruggari vinnustað. ”Öryggi byggt á hegðun”gefur okkur kost á verkfærum til að geramikilvægar breytingar. Það mun hjálpa okkurað skilja hvað við gerum vel í dag og hvetjaokkur til að fagna þeim skrefum sem við tökumí átt að frekari árangri.Trausti Gylfason öryggisstjóri2


Endurbætur í SkautsmiðjuFrá 2006 hefur verið unnið að áætlunvið að endurnýja gamlan búnað ískautsmiðju Norðuráls á Grundartanga.Þessi vinna gekk mjög vel og fengum viðsvör við verðfyrirspurnum okkar í ágúst 2008.Síðan kom hrunið með eftirminnilegum hættiog lagðist þessi vinna niður um tíma. Það varsíðan haustið 2010 sem ákveðið var að fara áfullt í þetta verkefni aftur. Að þessu sinni varákveðið að taka eingöngu fyrir svokallaðan„svarta hluta“ en það eru allar helstu vélarí skautendurvinnslunni. Verkfræðistofan Eflameð Jón Viðar Guðjónsson í forsvari var fengintil að aðstoða okkur við útboðslýsingar ogÓskar Jónsson hefur séð um verkefnastjórnun.Níu aðilum var boðið að taka þátt í útboðinuog fimm af þeim þáðu boðið. Það var síðanmánudaginn 6. júní sem tilboðin voru opnuð íhúsakynnum Eflu á Höfðabakka. Tilboðin vorumjög mismunandi varðandi verð og útfærslu ogfór talsverður tími í að fara yfir þau öll. Síðan varákveðið að vinna frekar með tvö lægstu tilboðinog gera þau samanburðarhæf ásamt því aðræða við viðkomandi aðila. Staða verkefnisinser á því stigi að á næstu dögum getum við fariðað senda frá okkur fjárfestingabeiðnina (CAR).Ekki verður þó tekin endanleg ákvörðun umframkvæmdaraðila fyrr en síðar í haust.Júníus Guðjónsson, deildarstjóriskautsmiðju - þjónustu og búnaðarEins og diskókúla hafi prumpað í stofunniÉg hefði ekki verið hérna hjá Norðuráli í12 ár ef ég kynni ekki ágætlega við migá þessum vinnustað,“ segir Ása Mýrdalsem unnið hefur á ýmsum starfsstöðvum hjáNorðuráli. Ása byrjaði fyrir skömmu á kvöldvaktí mötuneytinu við að færa matinn til B og Dvakta þegar þær eru á næturvöktum.„Þegar ég fékk vinnu hérna, hálfu ári eftir aðverksmiðjan byrjaði, var ég ásamt nokkrumráðinn sem „hlaupari”. Það er að við áttumþá að vera tilbúin til að vinna þar sem vantaðifólk í fyrirtækinu í skemmri eða lengri tíma. Égvann fyrsta daginn í skautsmiðju og var þar í sjöár áður en ég fékk flutning. Fór þá í kerfóðrunog var þar í talsverðan tíma áður en ég fór aðvinna í steypuskála. Þar var ég að vinna í tvö árþangað til ég var flutt í kerskálann. Í fríunummínum í kerskálanum var ég að leysa af íeldhúsinu. Og nú er ég byrjuð í nýju vinnunniminni, á kvöldvakt í mötuneytinu. Það leggstmjög vel í mig. Mér sýnist að þetta sé ágæturvinnutími. Ég er búinn svona um tvö leytið ánóttunni og þessi vinna gefur líka möguleika áágætum fríum,” segir Ása.Aðspurð segir Ása að talsverðar breytingarhafi orðið þennan tíma sem hún hefurstarfað hjá Norðuráli. „Verksmiðjan hefurnáttúrlega stækkað heilmikið á þessum árum.Tækjabúnaður og ýmiss aðbúnaður og aðstaðafyrir starfsfólk hefur líka batnað á þessumtíma.”AðaláhugamáliðÁsa fæddist og ólst upp á Hellissandi tilsex ára aldurs. Þá fluttu foreldrar hennar aðradarstöðinni Gufuskálum og voru þar í tíu árþar til flutt var á Skagann. Ása hefur átt heimaá Akranesi frá 16 ára aldri eða í 26 ár og segistkunna vel við sig á Skaganum. Hún hefur veriðeinstæð tveggja barna móðir í sex ár, á soninnGunnar Eyþór sem er 18 ára og Sigrúnu Ósktíu ára. Ása lætur það þó ekki duga að hugsaum börnin sín, heldur er hún stuðningsforeldribróðurdóttur sinnar, Þórhildar Nóttar, sem ávið langvarandi sjúkdóm að stríða. Ása hefursýnt mikla framtakssemi í málum frænkusinnar. Hefur í tvígang ásamt öðrum efnt tilstyrktartónleika.Aðspurð um áhugamálin segir Ása að þau séunú ekki mörg, enda stundum takmarkaðurtíminn fyrir utan vinnuna og heimilisstörfin.„Ég á eitt áhugamál sem ég hef gaman af ogreyni að sinna vel. Ég er umboðsaðili fyrir HMsnyrtivörur. Ég er með opið hús fyrir þá semvilja koma og skoða það sem í boði er. Það eruyndislegar stundir, nokkrar konur samankomnarsem allar eru að farða sig. Þá er oft eins ogdiskókúla hafi prumpað í stofunni.”3


Dugði ekkert minna en aðstofna útgerðarfélagÁrið 2007 voru þeir Einar Ottó Jónsson,Guðmundur Hrafn Björnsson, BjarniTryggvason og Gunnar Guðmundssonvélvirkjar allir starfandi á C-vakt hjá Norðuráli.Þó leiðir hafi skilið innan fyrirtækisins síðan þáhafa þeir félagarnir haldið hópinn og stundaðveiðiskap saman á hverju sumri síðan það ár.Tíðindamaður Norðurljósa hitti þá að máliá dögunum og spurði þá út í eitt og annaðvarðandi áhugamál þeirra félaga. Aðspurðursegir Gunnar að upphafið að sameiginlegumveiðiferðum megi rekja til ársins 2007. Þá komGuðmundur að máli við þá og sagðist hafaaðgang að góðum veiðistað. Bauð hann þeimað slást í hópinn í veiðiferð í Fossá sem rennur íReyðarvatn upp af Lundareykjadal í Borgarfirði.Var ákveðið að þiggja gott boð og lagt af staðsíðustu helgina í júlí með viðleguútbúnað oglánsbát.„Eitthvað sóttust ferðirnar um vatnið seintá lánsbátnum enda mótorinn sem fylgdibátnum frekar lítill. Þegar ákveðið var að faraaftur á sama stað að ári þýddi ekkert annaðen að slá saman í kaup á veglegri bát tilferðarinnar,“ segir Gunnar og bætir við að íkjölfar bátskaupana hefði legið beinast við aðstofnað var útgerðarfélag um bátinn. „Það varðaldrei úr að félagið fengi viðeigandi nafn enútgerðarfélag er það,“ segir Gunnar og glottirút í annað. Síðan 2007 hafa þeir félagar haldiðhópinn um áhugamálið og hafa farið árlega ferðí Fossá síðustu helgina í júlí auk fleiri ferða.Miklar lífsnautnaferðirÞegar talið berst að útbúnaði og undirbúningifyrir ferðirnar verða þeir félagar kímnir á svipog Bjarni hefur orðið. „Aðalundirbúningurinnfelst í því að undirbúa matseðilinn. Þetta erumiklar lífsnautnaferðir þar sem vel er hugsaðfyrir góðum mat. Á matseðlinum hefur meðalannars verið nauta ribeye, lambasteikur og einusinni elduðum við rjúpur. Auk þess er alltaf meðí för gúllassúpa sem ég á algerlega skuldlausaog elda áður en lagt er af stað. Staðgóðurmorgunmatur er undirstaða góðs veiðidags.Þess vegna höfum við haft það fyrir reglu aðelda okkur egg og beikon ásamt pylsum aðmorgni svo við höfum næga orku fyrir daginn.Við höfum aldrei áfengi með í för, það finnstokkur ekki eiga samleið með veiðiskap. En viðhugsum þeim mun betur um að hafa staðgóðanæringu upp á að bjóða. Það má segja að viðundirbúning matseðilsins sé tekið mið af jólum,páskum og áramótum eins og upptalningin hérað framan sýnir“.Um viðlegubúnaðinn segir Gunnar að hannsé ekki minna atriði en maturinn. „Framan afvorum við með einnota borðbúnað. Eitt áriðGunnar Guðmundsson og Bjarni Tryggvason.Glaðbeittir veiðimenn með glæsilegan aflavið Reyðarvatn. Frá vinstri á myndinni eru:Einar Ottó Jónsson, Bjarni Tryggvason ogGunnar Guðmundsson.Slakað á að loknum veiðidegi. Á myndinnieru frá vinstri talið: Bjarni Tryggvason,Guðmundur Hrafn Björnsson og EinarOttó Jónsson. Í hægra horni má sjá„viðlegubúnað“ Guðmundar, bastkörfunameð postulínssettinu góða.gerðist Guðmundur svo umhverfisvænn að hanntók ekki í mál að við héldum áfram að mengaumhverfið með einnota pappa og plastrusli.Sagðist hann eiga fínan „viðlegubúnað“ semreyndist vera bastkarfa með dýrindis postulíni.Hún þjónaði okkur við borðhaldið aðeins einaferð. Eitthvað höldum við að kvikindisskapuraf hans hálfu hafi haft með þá ofuráhersluað gera að karfan hafi verið tekin með í þáferð. Allavega skemmti hann sér konunglegaað fylgjast með okkur reyna að vaska fitu ogmatarleifar af postulíninu í ísköldu vatni aðborðhaldi loknu“.VeiðisaganEkki er hægt að sleppa þeim félögum án þessað hafa af þeim eina góða veiðisögu í lokin.Þegar tíðindamaður Norðurljósa innir þá eftireinni slíkri kemur þeim félögum saman um aðláta flakka söguna af því þegar Einar var nærridrukknaður. Gunnar hefur orðið: „Einhverjusinni fórum við í veiðitúr í Hraunsfjarðarvatnog vorum að koma að landi eftir að hafa veriðað veiðum úti á vatni. Við vorum komnir þaðnálægt landi að Guðmundur var búinn að takamótorinn upp. Ég kíkti út fyrir borðstokkinn ogsá að ekki var mjög djúpt til botns þannig aðég stökk út fyrir til að geta dregið bátinn uppí fjöru. Þegar ég var kominn út fyrir stóð ég ívatni upp á mið læri. Einar sem setið hafði fyrirframan mig í bátnum leit á mig og sá að ég varkominn út fyrir. Hann gerði hið sama án þessað líta til botns þar sem hann var en í stað þessað standa í vatni upp á læri eins og ég fór hanná bólakaf og hvarf ofan í vatnið.“ Og Bjarnitekur við: „Við Guðmundur sem sátum hinummegin bátnum fylgdumst með þessum aðförumog sáum svipinn á Einari þar sem hann stökkfyrir borð og niður fyrir borð og á bólakaf. Vorugreinilega holbakkar í botninum upp við land ogEinar svo ólánssamur að lenda í einum slíkum.Þegar honum skaut upp aftur komst hann aðinnræti félaga sinna sem eftir voru í bátnum.Við allir vorum algerlega máttvana af hlátriog hefðum ekki getað með nokkru móti veitthonum hjálparhönd. Hefði Einar ekki haft sigupp í bátinn af sjálfsdáðum hefði kallinn líklegadrukknað þarna rétt við landssteinana.“Að þessum orðum sögðum hafa þessirglaðbeittu veiðimenn ekki tíma fyrir meira spjall,kveðja blaðamann með virktum og hverfa hvertil sinna starfa hjá Norðuráli.4


Starfsmenn farartækjaverkstæðis, standandi frá vinstri: Björn Jóhannesson, Jón Bergmann Jónsson, Arnfinnur Hallvarðsson, Andri ÞórKristinsson, Sigurður Arnar Árnason, Róbert Eyvar Ólafsson og Arinbjörn Axel Georgsson. Sitjandi: Sigurður Valgeir Eiðsson og ÓlafurBöðvarsson. Á myndina vantar Gunnar Mýrdal.FarartækjaverkstæðiðEin af starfsstöðvum viðhaldsdeildar hjá Norðuráli er kölluðFarartækjaverkstæðið eða Fartækjaverkstæðið. Hvað erufarartæki í álveri, kann einhver að spyrja. Björn Jóhannessonverkstæðisformaður segir okkur að það séu öll færanleg tæki á hjólum,vagnar, lyftarar, lyftur og þar fram eftir götunum. Þar með talin sérbúintæki eins og t.d. svokallaður ryksugubíll, sem er vinnuvél með sogkerfi.Alls eru þessi tæki að sögn Björns 214 talsins auk milliferðabíla.Farartækjaverkstæðið sér um eftirlit og viðhald á öllum þessum tækjum,en hvert tæki er kallað inn til skoðunar og smurningar á 250 vinnustundafresti.„Komi í ljós bilun eða að eitthvað sé að gefa sig í tækinu, þá er þaðstrax tekið til viðgerðar, varahlutir pantaðir eða gerðar þær ráðstafanirsem tryggja að tækið verði áfram í rekstri, eða sem stystan tíma íviðgerðarhléi,” segir Björn.Nánast engin starfsmannaveltaAðspurður segir Björn að alls starfi tíu á Farartækjaverkstæðinu ogstarfsmannavelta sé nánast engin.„Það hafa engin mannaskipti verið frá því ég tók viðverkstæðisformennsku á árinu 2007. Þetta eru fullorðnir menn að mestuog mikil reynsla og verkkunnátta til staðar. Í hópnum eru líka þrír ungir ogöflugir, sem búa yfir nýjustu tækniþekkingunni, þannig að verkkunnáttaner fjölþætt og mikil, sem kemur sér oft vel. Stundum lendum við ítímapressu. Tækin mega sum hver ekki vera lengi í viðgerðarhléi, því þaðer ekkert annað tæki sem leysir þau af á meðan. Svo þurfum við líka ástundum að kalla til starfa verktaka. Það færist í vöxt að tölvubúnaðursé orðinn ráðandi í tækjum. Þess vegna þurfum við stundum að fásérfræðing frá innflytjandanum til að fást við bilanir.”Starfað hjá Norðuráli í ellefu árBjörn hefur í heild starfað hjá Norðuráli í ellefu ár, en vannreyndar einn vetur hjá Vinnueftirliti ríkisins áður en hann tók viðverkstæðisformennskunni. Hann er lærður bifvélavirki, byrjaði að vinnaá vélaverkstæðinu, en segist síðan hafa unnið hingað og þangað áverksmiðjusvæðinu, þar á meðal í steypuskálanum í nokkur ár.Björn er frá bænum Hóli í Lundareykjadal. Hann fór snemma að heiman ískóla, en Björn var í héraðsskóla að Laugarvatni. Síðan lá leiðin í iðnnámí Borgarnes. “Það er í raun hending hvar maður lendir á endanum,”segir Björn sem býr í Melahverfinu ásamt konu sinni Helgu StefaníuMagnúsdóttur kennara og tveimur uppkomnum dætrum.5


Svipmyndir úr útivist oggönguferðum starfsfólks6


Þátttakendur á námskeiðinu í heimsókn hjá Norðuráli á Grundartanga.Alþjóðlegt námskeið í rafgreiningu álsNámskeiðið var haldið dagana 29. ágústtil 2. september á Hótel Nordica íReykjavík. Þátttakendur voru víðsvegarað úr heiminum, samtals um 75 manns semer metþátttaka. Íslendingar voru þó í miklummeirihluta eða rúmlega 55 frá álverunumþremur hér á landi. Auk þess sendu íslenskarverkfræðistofur (HRV og VHE) þátttakendur.Námskeið þetta er haldið af The Minerals,Metals and Materials Society (http://www.tms.org/Society/society.aspx) sem eru alþjóðlegsamtök verkfræðinga og vísindamanna semvinna á sviði úrvinnslu, þróunar og rannsókna ámálmum, keramik og plastefnum. Innan TMS erdeild kölluð Light Metals þar sem áherslusvið ernotkun og úrvinnsla úr léttum málmum eins ogáli. Rafgreining áls, sem fer nú fram á þremurstöðum hér á landi (í Norðuráli, Rio Tinto AlcanStraumsvík og hjá Alcoa Fjarðaráli), er síðan enneitt sérfræðisviðið innan Light Metals.Námskeið þetta hefur verið haldið árlegaundanfarin ellefu ár og er vaninn sá aðnámskeiðið er haldið rétt hjá eða jafnvelinnan veggja einhvers álvers. Á síðasta árivar námskeiðið haldið í Brasilíu. Það er ætlaðtæknimönnum og sérfræðingum sem vinnavið rafgreiningu í kerskálum auk annarratæknimanna og ráðgjafaverkfræðinga semvinna í nánu samstarfi við álver. Leiðbeinendur ánámskeiðinu voru sex, allir með mikla reynslu úrálverum, nokkrir komnir á eftirlaun en vinna þóáfram sem ráðgjafar og leiðbeinendur.Haldið hérlendis í fyrsta sinnForsaga þess að námskeiðið var haldið hér álandi er að fyrir um ári kom fyrirspurn frá TMStil SAMÁLS hvort áhugi væri fyrir því að hafaslíkt námskeið hér og hvort innlend þátttakayrði nægileg til að námskeiðið stæði undir sér.Forsvarsmaður SAMÁLS, Þorsteinn Víglundsson,hafði samband við Gauta Höskuldssonframkvæmdastjóra kerskála Norðuráls. Í stuttumáli var gerð könnun á mögulegri þátttökutæknimanna frá álverunum þremur ásamtþeim möguleika að Norðurál gæti boðið upp áheimsókn tengda námskeiðinu. Það gekk uppog einu ári seinna er þetta orðið að veruleika.Um hvað er fjallað ánámskeiðinu?Hvað er síðan fjallað um á svona námskeiði?Þessi rafgreiningaraðferð er orðin um 125 áragömul en þrátt fyrir það eru enn sóknarfæri í aðskilja betur framleiðsluferlið og að mæta auknumkröfum en þau atriði sem eru mikilvæg eru t.d:1. Straumaukning. Nýjustu álver eru að keyra400.000 amper í gegnum kerin og uppskeraframleiðslu í réttu hlutfalli við straummagnið.Upphaflegu kerin fyrir um 125 árum keyrðuá 1800 amperum en verið er að þróa ker ídag sem vinna með 500-600 þúsund amper.Framleiðsla per ker í nútíma álveri er um 1,5 tilþrjú tonn á dag. Fyrstu kerin sem notuð voru ífjöldaframleiðslu fyrir um 125 árum framleidduum 23 kg á dag.2. Öryggismál. Stóriðja hefur verið í fararbroddihér á landi hvað varðar kröfur um öryggií umhverfi starfsmanna og rétt notkunpersónuhlífa og öryggisbúnaðar.3. Umhverfismál. Losun flúors frá álverum er aðminnka bæði vegna aukinna krafna í starfsleyfien einnig vegna eigin frumkvæði álvera. Álverlosa gróðurhúsaloftegundir sem verið er aðtakmarka með upptöku kolefnisskatts. Álver fáúthlutað kvóta á koltvísýringslosun (CO2) ogannarra lofttegunda sem hafa sömu áhrif ogCO2, ígildi CO2 losunar.4. Auknar kröfur um hagkvæmni í rekstri. Álversem framleiða mikið magn per rafgreiningarkereru hagkvæmari í rekstri. Hækkandi orkuverðí heiminum gerir einnig kröfur um sparnað íraforkunotkun.Halldór Guðmundsson deildarstjóriframleiðslustýringar8


Vinnuhópar í kjölfar vinnustaðagreiningarStarfsmenn tóku þátt í vinnustaðagreininguá fyrsta ársfjórðungi þessa árs.Greiningin leiddi í ljós ýmsa styrkleikaá vinnustaðnum og í vinnumenningunni enjafnframt mörg tækifæri til úrbóta. Niðurstöðurvoru kynntar fyrir starfsmönnum og íframhaldinu voru myndaðir 13 hópar úr öllumdeildum og vöktum sem greindu niðurstöðurnarnánar undir stjórn sérfræðinga hjá Capacent.Nú í september voru síðan stofnaðir fimmnýir hópar sem hafa það hlutverk að komameð tillögur að aðgerðum til að styrkjavinnustaðinn en þessi vinna mun meðal annarsbyggja á vinnu greiningarhópanna síðan í vor.Lausnarhóparnir fást við eftirfarandi málefni: 1)Hrós og endurgjöf, 2) Samskipti, 3) Starfsþjálfunog þróun, 4) Vinnuaðstöðu og 5) Öryggi ogheilsu. Kallað var eftir sjálfboðaliðum í hópana.Í hverjum hópi eru sex starfsmenn ásamthópstjóra úr vinnuhópi síðan í vor. Sérfræðingurhjá Capacent stýrir síðan umræðum á tveimurtil þremur fundum í hverjum hópi. Hver hópurmun ræða hugmyndir að lausnum, forgangsraðaþeim og útfæra, skilgreina ábyrgðarmenn oggera raunhæfa tímaáætlun. Gert er ráð fyrirað vinnu lausnarhópanna verði lokið fyrir 1.nóvember. Í framhaldinu verður svo haldinnstarfsdagur þar sem allir vinnuhóparnirkoma saman og kynna niðurstöður fyrir hveröðrum og fyrir framkvæmdastjórn. Það ertilhlökkunarefni að hópar starfsmanna kominú saman með sameiginlegt markmið: Að eflavinnustaðinn okkar.Rakel Heiðmarsdóttir, framkvæmdastjórimannauðssviðsMerking þyrlulendingarsvæðis og nýrra göngustígaSífellt er verið að huga að öryggi gangandivegfarenda í verksmiðjusvæðinu og ísumar hafa þrír nýir göngustígar veriðmerktir. Nýr göngustígur hefur verið merkturfrá skautsmiðju að nýja vélaverkstæðinu oghentar sá stígur sérstaklega vel viðhaldsmönnumskautsmiðjunnar. Göngustígur hefur verið merkturupp frá steypuskálanum og út að kranaverkstæðiog efnisvinnslu auk þess sem gagngerarendurbætur hafa verið gerðar á göngustígnumfrá skrifstofum kerskálanna út að steypuskála.Allt er þetta gert í þágu gangandi vegfarendaþannig að þeir geti farið öryggir ferða sinna umsvæðið.Að endingu má geta þess að merktur hefur veriðlendingastaður fyrir þyrlu sem er staðsettur millimötuneytis og skrifstofu kerskálanna.Trausti GylfasonNýr göngustígur frá vélaverkstæðinu aðskautsmiðjunni.Lendingastaður fyrir þyrlu hefur veriðmerktur upp fyrir framan mötuneytið.Ólafur NorðurálsmeistariLokamót GONA, Golfklúbbs Norðuráls, var haldiðá Garðavelli Akranesi 3. september sl. Tuttugu ogsex starfsmenn mættu og skemmtu sér við leik íprýðis veðri. Ólafur Friðriksson bar sigur úr bítum ámótinu með 38 punkta, en Ólafur lék einkar vel áseinni níu brautunum. Annar varð Lárus Hjaltestedmeð 38 punkta og þriðji Gunnar Bjarnason með37 punkta.Einnig var spilað um titilinn Norðurálsmeistarinnen það er höggleikur með forgjöf. Titilinn hlautÓlafur Friðriksson á 70 höggum og verður nafnhann greypt á farandbikar. Einnig fékk Ólafursmáglaðning í veskið.Að móti loknu var sumarið gert upp ogpunktameistari Norðuráls krýndur, en þar telurbesti árangur viðkomandi kylfings á þremur affjórum mótum sumarsins. Sá sem bar höfuðog herðar yfir aðra var Gunnar Bjarnason oghlaut hann einnig að verðlaunum farandbikar.Nokkrir aðrir áttu góða spretti í sumar. MagnúsGunnlaugsson var næstur á þriðju braut, BarryWelch á 8. braut og Grétar Baldursson á 18 braut.Ólafur Friðriksson Norðurálsmeistari og Gunnar Bjarnason sem varð punktameistarisumarsins.9


Spurn ingdags insÆtlarðu í göngur,réttir eða berjamóí haust?Anna Þórðardóttirsteypuskála:Ekki í göngur og réttir þettahaustið, en kannski í berjamó.Í þá gömlu góðu..Pistilritari fann fyrir skemmstunokkrar myndir af starfsmönnumsem teknar voru á upphafsárunumNorðuráls þ.e. 1998-2000. Það er akkurfyrir fyrirtæki eins og Norðurál að hafatrausta starfsmenn, en enn starfa hérmargir sem hófu störf á upphafsárunumfyrirtækisins. Eins og sjá má á nokkrummyndanna er eins og tíminn standi í stað.Sumir starfsmannanna hafa lítið breytastþó rúm tíu ár séu síðan myndirnar voruteknar, en þær tala sínu máli.Hér er Guðjón Guðmundsson semhóf störf 1998 sem almennurstarfsmaður í skautsmiðjunni enhefur lengst af verið liðstjóri þar.Pétur Svanbergsson byrjaði semalmennur starfmaður í kerskála í lokárs 1998. Hann vann sem liðstjóri áC-vaktinni þar til í júlí 2006 en þá varhann ráðinn sem öryggisfulltrúi.Sigurður Óskar Guðmundsson,Einar Benediktssonsteypuskála:Nei sennilega ekki í réttir enþað getur verið að ég stingimér vestur á Mýrar í berjamó.Aksel Jansen hefur veriðinnkaupastjóri Norðuráls frá upphafiog hóf störf í mars 1998.Maður er nefndur Guðmundur S.Jónsson rafmagnsiðnfræðingur áviðhaldssviði. Hann hóf störf vorið1998 sem rafvirki. Hann varð síðanyfirmaður rafmagnsverkstæðisí nokkur ár áður en hann varðstarfsmaður umhverfis- ogverkfræðisviðs. Í dag tilheyrir hannviðhaldssviði og sinnir háspennunniaf kostgæfni.Sigurjón Björn Sveinsson rafvirkivar í uppbyggingunni á fasa 1 áárunum 1997-1998 en var ráðinn tilNorðuráls í ágúst 1998. Hann hefurallan tímann starfað sem rafvirkiá rafmagnsverkstæðinu og varlengi trúnaðarmaður rafvirkja. Ídag er hann öryggistrúnaðarmaðurviðhaldssviðs.Trausti Gylfason öryggisstjóriDaglegt m(ál)Erla Lúðvíksdóttirkerskála:Ég ætla í berjamó oghugsanlega fer ég í réttir norðuref ég verð ekki að vinna.Baldvin Þór Grétarsson hóf störfsem liðstjóri á B-vakt í kerskálanum1998 áður en hann tók við starfilagerstjóra í ársbyrjun 1999.Hafsteinn Rúnar Gunnarssonstarfsmaður á öryggissviði. Hann hófstörf í apríl 1998 sem rafeindavirkiá viðhaldsdeild en hann var lengiaðaltrúnaðarmaður starfsmanna.Hafsteinn fluttist yfir á öryggissviðárið 2008SólstafirÞegar talað er um stafalogn er áttvið algera vindleysu, ekki bæristhár á höfði. Orðið stafur hefurmargs konar merkingu í íslenskuen ein af þeim er geisli, sólargeisli.Þegar stafalogn er sjást oftljósrákir á yfirborði vatns eðasjávar frá sólinni, það er stafir,geislastafir, þar sem lítil semengin hreyfing er á vatninu.Lognið er svo mikið að stafirnirendurspeglast.Sólstafir eru sólargeislar sem fallaí gegnum þröng op á skýjumþannig að þeir sjást vel. Þetta máoft koma auga á þegar sólin er aðbrjótast fram eftir rigningu. Þar erum að ræða sams konar stafi ogstafina í stafalogniÞað kemur fyrir að stafalogn sé íHvalfirði en þá er um að gera aðnjóta þeirra daga þegar logn oge.t.v. sólstafir veita starfsmönnumánægju og yndi.Gunnar B. Ólasonrannsóknarstofu:Já ég ætla að fara í réttirog berjamó, en hef þó ekkiákveðið í hvaða réttir ég fer.Helgi Sveinbjörnssonkerskála:Ég fer í berjamó einhvers staðarí Hvalfirðinum.Þetta barnunga andlit á enginnannar en Fjalar Ríkarðssonframkvæmdastjóri viðhaldssviðs.Hann hefur gegnt nokkrum störfuminnan Norðuráls. Byrjaði í mars1999 á Verkfræði- og viðhaldssviðisem þá var kallað. Síðan varð hannsteypuskálastjóri. Þaðan fór hannsem sérfræðingur ýmissa kerfa íkerskálunum og frá árinu 2008 hefurhann starfað sem framkvæmdastjóriViðhaldssviðs.Jón H. Sveinsson hóf störf ávormánuðum 1998 sem vélvirki ískautsmiðjunni. Um haustið varhann ráðinn á innkaupasvið seminnkaupafulltrúi. Síðustu ár hefurJón starfað sem sérfræðingur átölvusviði.Trausti Gylfason öryggisstjóri


Norðurál styrkirHeilsueflandi framhaldsskólaFjölbrautaskóli Vesturlands hóf á dögunum með formlegum hættistarf undir merkjum Heilsueflandi framhaldsskóla. Verkefniðsnýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum.Það gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa áaðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda á hagnýtan háttskýran ramma utan um þennan almenna málaflokk.Það hefur verið leiðarljósið í Heilsuári Norðuráls að tengja fjölskyldunaNíu ráð í tímastjórnunog nærsamfélagið okkar við heilsueflingu, í þeirri viðleitni að markvissárangur náist þegar við bætum okkar lífstíl saman. Í ljósi þess var ákveðiðað Norðurál styrkti FVA í heilsueflingu þar sem framtak skólans er tilfyrirmyndar. Þetta kemur Norðuráli líka til góða að því leyti að margarsumarstarfmenn Norðuráls og framtíðarstarfsmenn eru nemendur í FVA.Brian D. Marshall fræðslustjóriGerðu stór verkefni að litlumEf þú þekktir tímann eins vel og ég þekkihann,” sagði hattarinn, „myndir þúekki tala um að eyða honum.” Úr Lísu íUndralandi.Öll þekkjum við hvað það er erfitt að byrja aðvinna að stóru verkefni eins og að móta stefnufyrir fyrirtækið okkar eða að hreyfa okkur meira.Áður en við byrjum á slíkum verkefnum snúumvið okkur gjarnan að einhverju öðru léttara eðafinnum ástæðu til að fresta því. Við förum oft aðhorfa á sjónvarpið, eða taka til og síðan þegar áað hefjast handa við verkefnið er tíminn floginnfrá okkur. Þannig leitum við oft í smærri verkefnisem við getum lokið á stuttum tíma, því okkurfinnst skemmtilegra og auðveldara að klára 5-6lítil verkefni en eitt stórt og mikilvægt.Við höfum einnig tilhneigingu að taka frekarfyrir verkefni sem krefjast líkamlegrar vinnu enverkefni sem krefjast vinnu hugans. Árangurþess konar verkefna er áþreifanlegur og veitirokkur ákveðna sigurtilfinningu. Þegar þúuppgötvar síðan að stóra verkefnið er ennóhreyft þá hverfur ánægjan.Afleiðingin er sú að stóra og mikilvægaverkefnið lendir í tímaþröng, því er ýtt á undanog það vex þér meira og meira í augum að byrjaá því. Þannig er hætta á því að verkið verðiunnið á síðustu stundu og gæðin þar með ekkieins og við viljum hafa þau. Ef ekki tekst aðljúka verkinu á tilsettri stundu skapast óánægjaog streita.Kannast þú við þetta? Velkominn í hópinn!Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt aðbreyta þessu og einnig að stóru verkefnin eruekki eins erfið og þau líta út fyrir að vera.FrestunartilhneigingÞetta atferli er kallað frestunartilhneiging ogfylgir okkur öllum meira eða minna. Auk þessað geta átt við verkefni, á þetta við erfiðarákvarðanir eða að hringja erfið símtöl.Fyrsta ráðið við frestunartilhneigingunni er aðgera sér grein fyrir því að hún er læknanlegog felst lausnin meðal annars í því að skiptaverkefni niður í litlar einingar. Einnig er holltað spyrja sjálfan sig hvaða afleiðingar frestunverkefnisins hefur.Flest verkefni hafa lokatíma og á þaðsérstaklega við prófverkefni, skýrslugerð,tilboðsgerð og fleira. Gott ráð við þessu er aðgera sér grein fyrir því hve langan tíma verkefniðtekur og bæta við þann tíma 20-30%. Flestverkefni taka lengri tíma en við gerum ráð fyrir.Hér gildir reglan að forgangsraða, að vinnastrax að þeim verkefnum sem bíða og ljúkaþeim á réttum tíma. Gott getur verið að nýtatímann fyrst á morgnana áður en síminn fer aðhringja og eins getur hádegið verið góður tímien á kvöldin eru flestir orðnir þreyttir og viðþörfnumst hvíldar.Þannig getur verið gott að byrja morgnana áþví að vinna að stóru, óþægilegu máli eftir aðbúið er að búta það niður í nokkra hluta. Ámánudögum getur verið gott að vinna að þessu,þá erum við úthvíld eftir helgarfrí. Þessi stórumál þurfa alltaf að vera á listanum og gott aðsetja 30 mínútur á dag í þau.Að borða fíl...Hér er ágæt aðferð til að nota við skipulagninguverkefna. Við byrjum á því að spyrja okkurað því hvernig við förum að því að borða fíl.Við skerum lítil stykki úr honum og borðumþau smátt og smátt og því verður verkefniðviðráðanlegra.Fílaverkefni eru þau verkefni sem eruyfirþyrmandi stór og tekur langan tíma að ljúka.Langur tími líður gjarnan þangað til árangursést og því er lítil hvatning til staðar að byrja áverkefninu. Þannig má líkja verkefninu við fíl,sem er bútað niður í þægilega og meðfærilegabita og þannig getum við lokið við verkefniðhægt og bítandi.Brian Daníel Marshall, fræðslustjóri(Byggt á bókinni 30 áhrifarík ráð ítímastjórnun eftir Thomas Möller)11


HELGUVÍKFlutningur á deiglum og forskautum í HelguvíkÍHelguvík, eins og í öllum álverum, verðurnauðsynlegt að flytja ný og brunnin forskautmilli skautsmiðju og kerskála, og ál tilsteypuskála. Til þess verða notuð sérhönnuðflutningstæki svipuð þeim sem sýnd eru ámyndunum. Tækin eru oft liðstýrð og geta þvítekið krappar beygjur og eru hönnuð þannig aðökumenn hafi góða yfirsýn í akstursstefnu.Tvöföldu forskautin sem notuð verða í Helguvíkmunu hvert um sig vega um 3,5 tonn. Bæði nýog brunnin forskaut verða geymd í einni stórriforskautageymslu við skautsmiðjuna. Forskautinverða flutt, þrjú í einu, í skautbökkum semskautflutningstækin munu flytja. Fullhlaðinvega þessi flutningstæki yfir 30 tonn.Skautflutningstækin verða útbúin með lokum tilað lágmarka mengun frá brunnum skautum.Málmtaka mun fara fram með svipuðum hættiog á Grundartanga, nema að í staðinn fyrir aðleggja fullar deiglur á deigluvagna við kerin,munu þjónustukranarnir keyra deiglurnar aðnæsta þvergangi og leggja deiglurnar þar ádeiglustanda. Málmdeiglurnar munu geta boriðallt að 13,3 tonn af áli. Deigluflutningstækinflytja svo deiglurnar á milli þvergangannaog steypuskálans. Deigluflutningstækin lyftadeiglunum og losa án aðstoðar annarra tækja.Guðbrandur GimmelPunktar• Engin vinna var á svæðinu í vikum 30og 31.• Áður en vinna hófst að nýju eftir sumarfrívoru haldnir öryggisfundir til að aukaöryggisvitund starfsmanna.• Hver einasti vinnudagur byrjar á öryggisfunditil að auka öryggisvitund starfsmanna.Öryggishornið• Fjöldi manns sem vinnur á svæðinudaglega er um það bil 35.• Steypuframframkvæmdir halda áframfyrir afriðlasvæði.• Málarar eru að betrumbæta stálbyggingar.• 116 verkferlar hafa verið kláraðir fyrirHelguvíkur verkefnið, þeir innihalda:Öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálVerkefnagáttGæðaeftirlitVerkfræðiSamningar og innkaupStarfsemi á svæðinuVerkefnisstjórnun12

More magazines by this user
Similar magazines