27.12.2016 Views

49.tbl.2016

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

36 VÍKURFRÉTTIR<br />

fimmtudagur 15. desember 2016<br />

DAGSTJARNA<br />

●●ljóðasamkeppni Unu í Sjólyst 2016<br />

Ljóðasamkeppni Hollvina Unu í Sjólyst, Dagstjarna 2016, var haldin<br />

nú á haustmánuðum. Verðlaun og viðurkenningar voru svo veittar á<br />

Unukvöldi í Útskálakirkju á dögunum.<br />

Sigurvegarar:<br />

KIRKJUHLJÓMAR<br />

eftir Særúnu Lilju Eysteinsdóttur 9 ára<br />

Hún hringdi mjög<br />

drungalegum hljómi tikkrrrrak<br />

ooootikk takk reyndar<br />

er ekki grafið dáið<br />

fólk heldur draugar o<br />

g kirkjan er löngu farin úr<br />

bænum því að enginn<br />

þorði að koma þangað<br />

LITLI VITINN<br />

eftir Kristján Birkir Bjarkason 11 ára.<br />

Ég stend,<br />

horfi á fjöruna fínu,<br />

öldur í sjónum.<br />

Sólin skín í Garðinum<br />

á litla vitann.<br />

HÚSIÐ HANS AFA<br />

eftir Brynjar Ægir Freysson.<br />

Húsið hans afa er gamalt og<br />

þakið er að hrynja og<br />

það er góð lykt inni hjá honum og<br />

hann er alltaf að laga það.<br />

Tvenn hvatningarverðlaun<br />

eru veitt eftirtöldum:<br />

LITLA HÚSIÐ<br />

eftir Patrycja Elisa Porzezinzka.<br />

Litla húsið mitt heitir holan mín.<br />

Nú ert þú orðið að gistihúsi<br />

og orðið að fínasta húsinu í Garðinum<br />

mínum.<br />

GÖMUL HÚS<br />

eftir Hildur Ósk Óskarsdóttir.<br />

Húsið er tvö hundruð ára gamalt.<br />

Húsið veitir skjól<br />

og þakið var að hrynja<br />

og þar bjó lítil mús.<br />

Um ljóðin:<br />

Í raun eru þetta allt saman skemmtileg<br />

og frumleg ljóð, um gamalt hús, kirkju<br />

og Garðinn okkar.<br />

Vandi er að velja úr sigurljóð – því að<br />

í raun eru allir sem taka þátt í ljóðakeppni<br />

sigurvegarar. En við verðum<br />

að tína til nokkra og veita viðurkenningar<br />

til þess að formsatriðum sé fullnægt.<br />

Það bárust að þessu sinni nokkru<br />

færri ljóð en í fyrra og öll úr Gerðaskóla.<br />

Það er þó enn jafnmikill kraftur<br />

í skáldunum og vonandi verða bara<br />

fleiri með á næsta ári.<br />

Fyrstu verðlaun fær Sæunn Lilja Eysteinsdóttir<br />

9 ára, fyrir ljóð sitt Kirkjuhljómur.<br />

Þetta skemmtilega ljóð er<br />

hálfgerð hrollvekja og fjallar um<br />

drauga og afturgöngur. Og sniðugt<br />

bragð að lýsa því yfir að kirkjan sé<br />

farin úr bænum! Það sem gerir ljóðið<br />

enn fremur frumlegt eru hljóðlíkingarnar,<br />

þar sem reynt er að líkja eftir<br />

hljómum kirkjuklukknanna.<br />

Önnur verðlaun hlýtur Kristján Birkir<br />

Bjarkason, 11 ára, fyrir ljóð sitt Litli<br />

vitinn.<br />

Þetta stutta ljóð minnir um sumt á<br />

japanska hækú, þar sem skáldið fer<br />

penslum um náttúruna og umhverfið,<br />

í örstuttu myndmáli sem er þó um leið<br />

fjölyrt. Þarna kemur fyrir fjaran, hafið<br />

og Garðurinn okkar með báða vitana,<br />

þótt aðeins annar sé nefndur á nafn.<br />

Þriðju verðlaun hlýtur svo Brynjar<br />

Ægir Freysson, fyrir ljóð sitt Húsið<br />

hans afa.<br />

Þetta stutta ljóð er ljóðrænt og mjög<br />

persónulegt. Það fjallar um afa sem er<br />

gamall eins og húsið og angar af því,<br />

enda er hann alltaf að laga og bæta<br />

húsið sitt. Það er það sem afar gera,<br />

betrumbæta og ilma eins og hús.<br />

Ljóðin tvö sem fá sérstaka hvatningu<br />

er skemmtileg og hnittin. Húsinu er<br />

líkt við holu, kannski músarholu? Í<br />

ljóðinu er skírskotun til mikillar fjölgunar<br />

ferðamanna á Íslandi sem kallar<br />

á ný úrræði við að hýsa þá alla.<br />

Bæði ljóðin lýsa hlýju gömlu húsanna,<br />

notalegt að vera í þeim, þótt þau séu<br />

sum hver að hrynja, enda bjó þar mús!<br />

Hvatningar viðurkenningar fá Hildur<br />

Ósk Óskarsdóttir og Patrycja Elisa<br />

Porzezinzka.<br />

OKKUR VANTAR<br />

STARFSFÓLK<br />

Í KEFLAVÍK<br />

Störfin fela í sér almenna afgreiðslu,<br />

áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif,<br />

þjónustu við viðskiptavini og annað<br />

tilfallandi á þjónustustöð Olís,<br />

Básnum í Keflavík.<br />

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund,<br />

stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í<br />

mannlegum samskiptum.<br />

Unnið er á tvískiptum vöktum.<br />

FRÁBÆRT<br />

FÓLK ÓSKAST<br />

Skilyrði er að umsækjendur hafi<br />

hreint sakavottorð og séu reyklausir.<br />

Umsóknir á olis.is og hjá<br />

verslunarstjóra. Umsóknarfrestur<br />

er til 19. desember.<br />

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks,<br />

stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í<br />

samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!