20.03.2017 Views

Mæna 2015

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

Mæna 2015

Mæna kemur nú út í sjötta sinn. Að þessu sinni er undirliggjandi

þema blaðsins kerfi (e. system). Á ensku þýðir

orðið system eitthvað til að rýna í. Og á sú merking einnig

ágætlega við um allar greinarnar í blaðinu sem rýna hver

á sinn háttinn í mismunandi birtingarmyndir kerfa – allt

frá því kerfi sem birtist okkur þegar rýnt er í borgar skipulag

til flokk unar kerfis á yfirnáttúrulegum verum á 19. öld.

Sjálf fylgir Mæna því kerfi að vera í stöðugri þróun hvað

varðar umfjöllunar efni, útlit og samhengi. Efnistökin eru

mörg og misjöfn en við hönnun blaðsins eru nemendur

hvattir til að kynna sér þau vel en taka engu að síður

áhættur og leggja áherslu á óhefðbundnar nálganir í framsetningu

efnisins, hvað varðar til að mynda týpógrafíu,

ljósmyndir, frágang og horfa þá einnig gagnrýnum augum

á efnið sem miðlað er. Nemendur eru þá einnig hvattir til

að skrifa sjálfir í blaðið og að þessu sinni eiga nemendur

á fyrsta ári við skólann, útskriftarnemendur og nemendur

sem útskrifuðust síðasta vor greinar í blaðinu.

Á sama tíma og ákveðinn sköpunarkraft má greina í gagnrýni

á kerfi eða jafnvel óskum um að þau fari fjandans til

(samanber: „fuck the system!“) erum við engu að síður

full af þakklæti og lotningu til margra kerfa og þarf vart

að rökstyðja af hverju: til blóðkerfisins, meltingarkerfisins

og taugakerfisins – eða til sjálfs vistkerfisins sem hefur

komið hverri dýrategund haganlega fyrir svo hún megi lifa

vel og lengi. En kerfi stjórna þó ekki bara öndun, blóðflæði

og öðru í þeim dúr, heldur einnig hugsun, bæði innan

skóla kerfisins og utan. Og kerfi stjórnar hugsun kannski

einna mest þegar fólk veit ekki af þessum kerfum, veitir

þeim ekki athygli og verða kerfin þá gjarnan séð sem

eðlileg – náttúrleg og óbreytanleg og þar af leiðandi eilíf.

Flestar greinarnar í blaðinu ögra slíkri hugsun og benda

á að kerfi séu lifandi ferlar og síbreytilegir og þannig

endur spegla þau þekkingu hvers tíma. Og um leið gefa

þau einnig vísbendingar um hvert skapandi hugar geta

haldið næst á sínum könnunarleiðangri eða þá þvert á

móti hvar illa hefur að verki staðið og skynsamlegast sé

að nema staðar – og búa til ný og betri kerfi.


Sjónræn

upplifun

landkönnuða

og grafísk hönnun

Bergs Sokkasonar


Á 8. öld varð leyndardómsfull eyja

í norðri athvarf írskra einsetumanna

sem leituðu þangað á skinnbátum

til að hugleiða í návist við almættið.

Enginn veit hver fyrstur sá þetta

fjar læga land rísa úr sæ við sjóndeildar

hring; jöklana, fjöllin, svarta

sanda. Voru það grískir eða rómverskir

sæfarar, heimskönnuðir

forn aldar? Thule var enn um sinn

hulið land og ókunnugt þorra Evrópumanna,

en sprotar forn menningar

álfunnar höfðu þegar teygt sig

þangað. Nýtt Evrópuland var um það

bil að fæðast. Af sér stökum ástæðum

voru skrifaðar sögur þar á íslenskri

tungu þar sem upplýsingar

voru settar fram á tákn rænan hátt

líkt og gert er í grafískri hönnun.

Eitt elsta handrit Íslendinga, merkt;

AM 382 4to, er um teninginn

Þor lák helga dýrling alþýðunnar

á Íslandi. „Skinnið hefur verið

óvarið í langan tíma og er mjög

illa farið. Margar síður þess

eru svartar og götóttar, sumar

ónýtar, sumar skornar úr bók inni

og ekkert eftir nema mjóar

ræmur inn við kjölinn.“ 1

Pétur Halldórsson

Handritið er eitt margra sem rekja má til Bergs

Sokkasonar, hann gat sér gott orð á 11. öld fyrir

hand ritsgerð. Bergur var einn frumkvöðla graf ískrar

hönnunar á Íslandi. Í handritinu sem hér um ræðir

setur hann fram upplýsingar á táknrænan hátt og

notar tákn og tölvísi til lofs gæslumanns veraldlegra

eigna þjóðarinnar. Vandað bókfellið var gert af

kunnáttu og góðum efnum. Hönnun, skorin stærð

og textafletir voru hugsuð sem ein heild sem grundvallaðist

á tölvísi tenings í vísindum forn aldar.

Táknmynd teningsins er á fyrstu síðu og setur tóninn

fyrir grafíska hönnun bókfellsins. Lof kvæðið er

í 24 línum, uppistaða þess er lýsing á Þorláki í 72

lýs ingarorðum. Á mótunarstigi bókar innar, áður en

skinnin voru skorin, skipti megin máli að fjölda

lýsingarorðanna væri haldið til haga því „layout“

bókar innar, leturstærð, línulengd og línufjöldi var

ákveðin samkvæmt þeim. Spalti er á efri vinstri

helmingi síðu og skiptir henni í hlut föllum gullinsniðs.

Mótun ljóðsins – sjálf lögun þess á síðunni,

stafafjöldi og orðafjöldi, var megin atriði. Lýsingarorðin

voru rituð þannig að þau fylla 14 línur og

mynda jafnhliða ferning þar sem breidd línu samsvarar

hæð 14 línubila. Í hverri línu eru mismörg orð,

stafafjöldi hverrar línu er því mis munandi og er því

spaltinn ójafn að aftan, því þurfti að huga að röð

lýsingarorðanna, merkingu þeirra og stafafjölda

– telja slögin. Bergur bjó til textablokk með því að

slíta síðasta staf hverrar línu frá orði og færa að

brún textaflatar. Allar línur urðu jafnar að aftan og

bilið sem myndaðist fyllt með skrauti. Þannig féll

ljóð 72ja lýsingarorða inn í jafnhliða ferning.

Einar Pálsson benti á að hugmyndafræðilegar rætur

hins íslenska þjóðveldis lægju um kornkon ungdæmi

norður Evrópu, til menningarsamfélaga Miðjarðarhafs

landanna og að hugmyndir tölvísi í fornri tungu

Hebrea kunni að hafa ratað hingað í farteski landnema.

2 Í hebreskri tungu báru tölu stafirnir 6 og 72

helgar merkingar: Talan 6 er tákn sexhliðungs og

kennd við sköpun efnis. Talan 72 táknaði „hinn

góði“. Teningurinn 72 (72 72 72) er sama hugmynd

og teningur fullkominnar sköpunar í speki Kabala

6 6 6. Í lofkvæði Þorláks felst full komin sköpun sem

hverfist um „Hinn góða“. Í hand riti Bergs er Þor lákur

persónugervingur teningsins 216.

Heiðinn trúarheimur var formfastur, fjölbreyttur og

tengdur stærri heild en hið opinbera trúarkerfi sem

kristni innleiddi. Hin forna trú byggðist á hringrás

3 Sjónræn upplifun landkönnuða

Pétur Halldórsson


1

6 4

2

3

9 7

8

Við árósa hlaðast upp þykk setlög sem

fallvötn hafa borið með sér í milljónir ára

og mynda víð áttumikil sléttlendi. Á slíku

kjörlendi stikuðu land nemar heimsmynd

sína. Þau voru um 216000 fet að þver máli

og mörkuð 9 stöðum: Frá kennileiti sem

markaði sólsetur á dimmasta degi vetrar

í suð vestri, til staðar sem markaði sólarupprás

á bjart asta degi sumars í norðaustri

(2–4). Háaustur frá upphafs hvolnum var

mælt með sama hætti: Frá stað sem

markaði sólarupprás á dimm asta degi

vetrar, að þeim stað sem markaði sólarlag

á bjart asta degi sumars (5–6). Þessir tveir

öxlar vetrar- og sumar sólstöðu mættust í

miðju landsins (3). Þar var tímatal samræmt

og áttir festar. Þaðan var markað landsvæði

sjóndeildar hrings (3–7 og 8–9). Heimsmyndin

hafði þessar tvær mældu stærðir

líkt og í veröldinni væru bæði heimsmynd

hugans og sjónsvið mannsins.

5

lífs og dauða, tímatali, tölvísi,

endurtekningu, hugmyndafræði

miðju, jarðartrú og

land mælingu. Helgistaðir

voru tengdir landinu og vættir

og nátt úran sjálf léku megin

hlut verk í helgisiðum. Við

trú skiptin gengu stjórn völd í

hverju landi vask lega fram við

að eyða, skekkja eða færa upp

á Krist öll tákn gömlu trúarinnar.

Þær fáu heimildir sem

eftir liggja um heiðna siði eru í kveðskap,

launfræði og vegalengdum. Þegar ráðið er

í táknin blasir við heilsteypt kerfi. Landnemar

virðast hafa mótað líkan af sköpun

heimsins við land nám sem byggðist á skilningi

þeirra á eðli og skipulagi veraldar: Afstaða

höfuð bóla og kennileita í náttúrunni

mótar mynd af heim inum sem var bæði

fag ur og veitti ábú end um áttun, staðfesti og

hald. „Alheimur var hugsaður sem afmarkaður

smíðisgripur gerður eftir vísindalegri

forskrift sem byggði á ákveðnum tölum og

rúmfræði.” 3 Í laun sögn Njálu er falin boðskapur

um land nám og kristnitöku á leiksviði

höfuðskepn anna fjögurra. Þar táknar

bruni Bergþórs hvols heimsendi þar sem

öld heiðni endar í eldi þegar upphefst nýr

heims aldur Kristni.

Frumformin hringur, ferningur og hugtak

tenings voru áberandi tákn í huga land könnuðar

sem vildi skilja það sem fyrir augu bar.

Til að ná áttum voru lendur mældar mjög

nákvæmlega með það að markmiði að temja

þær, þekkja leiðir, sam ræma tíma og gera

sól úr sem ný þjóð í nýju landi gat miðað við.

Í Evrópu áttu táknrænir staðir hinnar afmörkuðu

veraldar hvern sinn stað: Á suður Englandi

var hug mynd legt ígildi Bergþórs hvolls

hvollinn Glaston bury, Hof hét Vatikan á Ítalíu,

Steinkross hét Jelling í Danmörku og Tara á

Írlandi, svo að örfáir þeirra séu nefndir. 4

Það er einstaklega fagurt hvernig heimsmyndin

féll að staðháttum á Suðurlandi.

Þrí drangur réð legu hennar, frá dröngunum

liggur lína að Stöng sem markar sólarupprás

á sumarsólstöðu. Línan var mæld 216000 fet

Pétur Halldórsson

Sjónræn upplifun landkönnuða

4


Samanburður heims mynda á Rangárvöllum

á Suðurlandi og í Somerset á suður Englandi.

Þótt um 5000 ár skilji á milli þeirra eru

þær varðaðar sumum frægustu mannvirkjum

steinaldar, sömu 9 stöð um sumarog

vetrarsól stöðu sem bendir til þess að

land mæling heimsmyndar er eldri en elstu

mannvirki steinaldar:

(1) For-miðið Þrídrangur / Burrows Mump.

(2) Upphafshvollinn er hinn forni, Bergþórshvoll

/ Glastonbury sem markar sólarlag

á vetrarsólstöðu. (3) Helg miðja, Steinkross

/ Devil’s Bed and Bolster. (4) Stöng /

Avebury markar sólarupprás á sumarsólstöðu.

(5) Goðasteinn / Stone henge

markar sólarupprás á vetrarsólstöðu. (6)

Hlaðinn haugur sennilega frá steinöld

í Neilsea, úthverfi Bristol / Skálholt markar

sólarlag á sumarsólstöðu. (7) Hugmyndafræðileg

hliðstæða Helgafells er fellið

Heaven’s Gate 36500 fet suður frá miðju

heims myndarinnar. (8) Þríhyrningur /

Robin Hood’s Bower. (9) Hof / The Bushes.

Rauðar línur sýna hvernig heimsmyndir

þjóða við Miðjarðarhaf voru markaðar.

frá Berg þórshvoli sem markar

sólarlag á vetrarsól stöðu.

Goða steinn á Eyjafjallajökli,

tákn sólar upprásar á vetrarsól

stöðu, er í háaustur frá

Bergþórs hvoli, þaðan eru

216000 fet að Skál holti sem

táknar sólarlag á sumar sólstöðu.

Miðjan, þar sem línur

skár ust, er friðarblettur

í Heklu hrauni, Stein kross.

Sex mínútum sunnar er

Helga fell, þaðan er gott

útsýni yfir vellina í kring og heims myndina

alla. Þjórsá inn siglar kerfið við tákn vorjafndægra

í vestri þar sem ung sól sumars afmark

ast af bökkum hennar í landi Kálfholts.

Fyrir tvö þúsund árum byrjaði hnignun trúarbragðanna

sem mótuðu sólúrin. Eftir trúskiptin

afmáðu yfirvöld á hverjum stað vegsummerki

gömlu trúarinnar. Í margar aldir

voru heiðin vísindi klædd í kristinn búning,

eyðilögð eða vel falin, það mynd aðist mikil

flóra tákna og launsagna um hugsanir

tengdar stærð veraldar og dýpstu kenndum

mannsins. Eftir standa skrítin hug myndasambönd

og tákn líkt og holar um gjarðir

gömlu heimsmyndanna sem þjóðir eiga í

sameiginlegum menningararfi sínum. Ef

maður þekkir hlutföllin blasir heimsmyndin

við um allan heim með þekktar stærðir,

vörð uð níu merkistöðum. Þegar táknanna

er leitað skiptir mestu að hlusta vel eftir

göml um sögnum, huga að höfuð áttum,

braut sólar og stjarnhimni, hlut föllum og

vega lengdum, því í þeim felast helgir dómar

sem ekkert hafa breyst í aldanna rás.

1. Susane M Fahn, Dept. of Scandi navian

Studies, University of Wisc onsin,

Wisconsin USA., Gottskálk Jensson,

Háskóli Íslands, Reykjavík. Gripla XXI,

2010, The Forgotten Poem. A Latin

Pan egyric for Saint Þorlákr AM 382 4

to, bls. 52.

2. Einar Pálsson, Úr, Mímir 1970, bls.

132–140.

3. Karl Gunnarsson, Fræðirit um

landnám á Ausurlandi, 1998.

4. Pétur Halldórsson, Stærð veraldar,

Salka 2007.

5 Sjónræn upplifun landkönnuða

Pétur Halldórsson


Af kortum

og Samúel

Eggertssyni


Kort geta gefið

tilfinningu fyrir

stað sem er í órafjarlægð

eða stað

sem hefur jafnvel

aldrei verið til.

Kort og kortagerð hafa ætíð heillað mig þar sem

mér hefur alltaf fundist merkilegt hvað kort geta

geymt mikið af upplýs in gum sem settar eru fram

á myndrænan hátt. Í kortum koma saman ekki

aðeins upp lýsingar heldur einnig landa fræði,

hönnun, teikningar og saga. Kort geta

sagt okkur sögu, um land, þjóð eða

jafnvel ævin týri. Þau geta frætt okkur

og um leið kveikt á ímyndunar aflinu.

Kort geta gefið tilfinningu fyrir stað

sem er í óra fjarlægð eða stað sem hefur

jafn vel aldrei verið til. Það er kann ski

þaðan sem áhugi minn á kortum sprettur

en sem barn var ég sólgin í ævintýrabækur

sem gerðustí öðrum heimum og

þótti mér þá algjör lega nauð synlegt að

kort af þessum ævin týra heimi fylgdi

með. Þannig varð heimur inn raun veru legri og um

leið var hægt að stað setja sig í honum, þar sem

kortið veitti einhvers konar vissu um raunveruleika

heims ins. Það er einmitt í þessu sem mikil vægi

korta hefur falist í gegnum tíðina; mögu leikanum

á að staðsetja sig í heiminum.

Kortgerð hefur fylgt mann kyninu frá örófi alda.

Í sinni hrein ustu mynd er kort mynd af heim inum;

kerfi saman sett af graf ískum táknum sem tákna

umhverfið og fylgir þeim oftar en ekki lykill til að

lesa úr tákn unum – eins konar að gangur að kerfinu. 1

Ekki eru til neinar heim ild ir um fyrsta kortið en

víst er að frá önd verðu hefur maðurinn ferðast um

land ið og þurft að hafa yfirsýn með þessum ferðum

sínum. Bendir allt til þess að sjálfstæð þróun korta

hafi átt sér stað í öllum heims hornum fyrir árþúsunum

síðan, fyrir tíma ritaðs máls og áður en

maðurinn gerði sér grein fyrir víðfemi veraldarinnar.

2 Hlutverk korta snýst ekki bara um að

vísa fólki frá einum stað til annars, heldur einnig

að staðsetja manninn og setja hann í samhengi

við um heiminn. Kortið verður þannig að

einu mikil vægasta grunn sam skipta tóli mann -

kynsins. 3 Allt frá því er Grikkir komust að því

að jörðin væri hnöttótt 4 hefur helsta vanda mál

korta gerðar manna legið fyrir, en það er hægara

sagt en gert að kortleggja jörðina rétt – því

hvernig á að gera hnöttótt yfir borð jarðar innar

að flatri teikn ingu án þess að eitthvað skekkist?

Þetta hefur stundum verið kallað „app elsínu -

barkar vanda málið“ því auð velt er að ímynda

sér þá erfið leika sem upp koma þegar börkur

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

7 Af kortum og Samúel Eggertssyni

Sigríður Hulda Sigurðardóttir


er tekinn af appelsínu í heilu lagi og reynt er að fletja hann út.

Í ljós kemur að það er ekki hægt nema með því að skera í börkinn

eða þrýsta honum saman. 5 Í þessu samhengi má einnig ímynda

sér þá útkomu ef flett er húðinni utan af manneskju, hún flött út

og teiknað er eftir útlín unum – og varla getum við kallað það rétta

birtingu af manneskj unni, eða hvað? Þetta hljómar ekki sérlega

geðfellt en hjálpar okkur við að átta okkur á hversu bjöguð heimsmyndin

verður þegar hún er flött út á þennan hátt. Ein þekkt asta

lausnin við þessum app elsínubarkarvanda er Merkator-vörpunin

sem kom fyrst fram á sjónar svið 1569 sem hugar smíð Geradus

Mercators (1512–1592). Vörp unin er hornrétt og var hugsuð sem

kort fyrir siglingaleiðir, þannig var hægt að draga línur með reglustiku

og ákvarða bein ustu og stystu leiðina. Vörpunin átti eftir að

festa sig í sessi og var notuð langt fram eftir tuttugustu öld. Kortið

er hins vegar gallað að því leyti að flatar mál landa er virkilega

mis vísandi. Bjög unin á kortinu eykst eftir því sem nær dregur

pólunum tveimur í norðri og suðri og gerir hún það að verkum

að Grænland virðist vera á stærð við Suður-Ameríku, en í raun er

heimsálfan í suðri nífalt stærri. 6 Mercator-vörpun virkar ágæt lega

fyrir sjómenn en gefur engu að síður ansi ranga heims sýn. Til eru

ýmsar aðrar kortavarpanir, sem allar eru réttar á sinn hátt en að

sama skapi jafn „rangar“, þar sem aldrei verður komist fram hjá

þessari bjögun. 7

Sama hversu „rétt“ kort er sam kvæmt mælingum verður það

aldrei alveg rétt vegna appelsínu barkar vandamálsins. Kort er því

aldrei heimurinn sjálfur – frekar táknmynd hans. „The map is not

the territory“ eða „kortið er ekki landsvæðið“ er þekkt tilvitnun

eftir hinn pólsk-ameríska vísindamann og heim speking Alfred

Korzybski (1879–1950) og vísar einmitt til þessa. 8 Kortið er einungis

mynd af land svæði. Hægt er að bera þetta saman við málverk

René Magritte, Svik myndanna, sem sýnir mynd af pípu en

undir pípunni stendur setningin: „Þetta er ekki pípa.“ Merkingin

er þá einfaldlega sú að þetta sé auðvitað ekki pípa, heldur mynd

eða tákn fyrir pípu, 9 enda er ekki hægt að taka pípuna, setja tóbak

í hana og reykja. Og eins má segja að kort sé ekki heimurinn

heldur mynd af heiminum.

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

Af kortum og Samúel Eggertssyni

8


Kort af landi verður að táknmynd landsins og tákni fyrir

þjóðina sem byggir það. Ágúst Böðvarsson segir í bók

sinni Landmælingar og korta gerð Dana á Íslandi – Upphaf

landmæl inga á Íslandi eftir farandi um hlutverk korta fyrir

þjóðir: „Góð landa kort eru á fjölmargan hátt grundvöllur

menningar- og atvinnu lífs hverrar þjóðar. Þau eru undirstaða

þekkingar á landinu, lögun, landslagi, náttúrufari

og gæðum þess […]“. 10 Er leið á seinni hluta nítj ándu aldar

urðu landakort og landfræði leg þekking á eigin landi eitt

af vopnum þjóðernis sinna, tól til að sameina þjóðina og

búa til eða styrkja þjóð ern is lega sjálfs mynd hennar. 11

Benedict Anderson setti fram áhugaverða kenn ingu um

kort af landi sem lógó eða merki, „map-as-logo“. Anderson

vísar þá aftur til ný lendutíma bils ins, en þá lituðu nýlendu -

herrar sín eigin lönd og ný lendur sínar eftir ákveðnum

útlínum á kortum. Löndin urðu þannig eins og hluti af

púsluspili heims ins og hvert land einstakt. Með línum og

litum var hægt að aðgreina lönd hvert frá öðru og jafnvel

taka þau úr púslu spilinu. Útlínur urðu þá oft að einskonar

tákni eða lógói sem hægt var að nota á ýmsa vegu, til

dæmis á veggspjöld, opin ber inn sigli, sem mynd á bréfs efni

og svo fram vegis. 12 Út línur landsins verða að „heima“ og

stendur fyrir það sem þegnar landsins eiga sameiginlegt. 13

Varð þetta oft að sterku sam einingartákni fyrir þjóð ernis -

sinna sem börðust gegn nýlenduherrum sínum.

Það virðist vera afar mikilvægt fyrir þjóðir að eiga sitt

eigið landakort, eða einhvers konar myndræna fram setningu

af landinu til að tengja sig við og virðist þetta meðal

annars vera mjög sterkt í Íslendingum. Útlínur Íslands hafa

lengi verið stór hluti af þjóðar ímyndinni og eru það enn

í dag. Út línur landsins birtust fyrst um 1000 e. kr. á engilsaxneska

heimskortinu í British Library. Það var þó ekki

fyrr en á 16. öld á korti Guð brands Þorláks sonar að þær

fóru að líkjast eitthvað því sem við köllum Ísland í dag.

Fram að því höfðu hugmyndir og teikningar korta gerðarmanna

verið óljósar og mismun andi. 14 Segir Einar Sigurðsson

lands bóka vörður eftirfarandi um hin fornu Íslandskort:

Í sögulegu ljósi eru hin gömlu landakort mikil væg

fyrir Ísland því að kortin eru til vitnis um það hvernig

lítil og norðlæg þjóð varð hluti af heimsmyndinni.

Kortin styrktu vitneskjuna um tilvist lands og þjóðar

langt í norðri, fjarri hinni mið-evrópsku menningu fyrri

tíma, og stuð luðu þannig að því að Íslendingar nytu

viður kenning ar sem sérstök þjóð með eigin tungu

og menningu. 15

9 Af kortum og Samúel Eggertssyni

Sigríður Hulda Sigurðardóttir


Oftast er talað um Guðbrand Þorláksson (1541–

1627) og Björn Gunnlaugsson (1788–1876) sem

„mestu korta gerða menn Íslands á fyrri tíð“ þótt

á milli þeirra séu ein 250 ár. Báðir voru þeir frumkvöðlar

í kortagerð og báðir sáu þeir kort sín koma

út á prenti sem var ekki sjálfsagt á þeim tíma. 16

Um aldamótin 1800 var grunnur lagður að nákvæm

ari útlínum landsins þegar danskir mælingamenn

hófu hér vinnu við land mælingar, en starf

danska her foringja ráðsins við land mælingar á

Ís landi átti eftir að endast fram á 20. öld. 17 Björn

Gunnlaugs son byggði sitt kort á mælingum

dönsku land mælinga mannanna, en það tíðkast

mikið í korta sögunni að byggja á verkum annarra,

því ekki er það á færi hvers sem er að fara út í

yfir gripsmiklar landmælingar.

Árið 1915 bað maður að nafni Samúel Eggerts son

Alþingi um 1000 króna styrkveitingu til að fjármagna

gerð nýs Íslandskorts sem nota átti við

kennslu. Kortið byggði Samúel á mælingum

danska herforingjaráðsins og Íslandskorti Þorvalds

Thoroddsen. Á þessum tíma var mikill skortur á

góðum landakortum til

kennslu en þóttu þau

ómissandi í skólastofur

landsins. 18 Kortið, sem oft

er kallað „skóla kortið“

vakti mikla lukku þegar

það kom að lokum út árið

1928 og var lokagerð þess

teiknuð og prentuð af

danska her foringja ráðinu.

Sem kortagerðarmaður

var Samúel þó aldrei eins

þjóðþekktur og fyrrnefndir

Guðbrandur og

Björn. Verk hans þykja

mér þó einstak lega

áhugaverð, þar sem hann

gerir bæði eiginleg landakort

en einnig notar hann

útlínur landsins á marga

vegu sem tákn mynd.

Þar að auki notaði hann

landakort sem miðil til að koma annars konar

upp lýsingum fram í ritinu Saga Íslands, þ.e. hann

notaði kerfi landa kortsins til að setja fram sögu

landsins, en meira um það síðar.

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

Af kortum og Samúel Eggertssyni

10


Ævistarf Samúels var barnakennsla, en

kennslunni sinnti hann á veturna í 42 ár,

ásamt því að vera myndskreytir, skrautskrifari,

vísindamaður og korta gerðamaður.

Ég tel það enga tilviljun að það hafi verið

barnakennarinn Samúel Eggertson sem

teiknaði landakort af Íslandi sem kallað er

„skóla kortið“. Séu önnur verk Samúels

skoðuð má glöggt sjá að Ísland er meginþáttur

verka hans, hvort sem það eru

útlínur landsins, landshættir eða saga

landsins, og alltaf eru verk hans hlaðin

miklu upplýsingagildi – tilgangur þeirra

er að fræða. Það virðist vera svo að helsti

drifkraftur Samúels hafi verið að upplýsa

samtímafólk sitt með öllum leiðum mögulegum.

Hann hafði óbilandi trú á mætti

menntunar og þekkingar og trúði því að

menntuð og upplýst þjóð gæti risið upp

til fyrri ljóma:

[Þjóðin] bugast meir og meir eftir hinar

hræðilegur plágur á 15. öld, má heita

að [hún] sé af og til í dauðategjum allt

fram á 19. öld. Þá fer að rofa til aftur.

Hún lítur um öxl sér og sér sögu sína

að baki sér: fornaldar ljómann og miðalda

eymdina, en jafnframt stórstígar

menn ingarframfarir frændþjóðanna.

Þetta saman lagt vekur þjóðina til fulls

af mörg hundruð alda andlegum svefni

og hún hefst handa og tekur til starfa

undir lok aldarinnar. 19

Hefði Samúel verið spurður að spurningunni

„Hvað gerir þjóð að þjóð og Íslendinga

að Íslending um?“ ímynda ég mér að hann

hefði svarað henni á þann veg að það væri

saga og uppruni þjóðarinnar, tungumálið og

síðast en ekki síst landið sjálft og birt ingar -

mynd þess, m.a. í formi landa korta, en verk

hans ein kenndust af öllum þessum þáttum.

Eins og áður sagði notaði Samúel útlínur

Íslands og kort á ýmsa vegu. Fyrir utan

skóla kortið gaf hann út fjöldan allan af

póst kortum með teikn ingum þar sem útlínur

Íslands gegna lykil atriði. Póstkortin

voru flest gefin út á öðrum og þriðja ára tugi

tuttugu stu aldar, á þeim tíma þegar póstkort

voru notuð til að koma skilaboðum

manna á milli áður en síminn komst í

almannaeigu. Þá voru póstkort nánast

„eini tengi liður almennra borgara við sjónmenntir“

og mætti kalla þau sófa málverk

almúgans, þar sem þau voru oft á tíðum

geymd og jafnvel hengd upp á vegg. 20 Þetta

hefur því verið tilvalinn miðill fyrir hvern

þann sem hafði það að mark miði að koma

upplýsingum til sem flestra.

Fyrir utan að eiga útlínur Íslands sam eiginlegar

þá fjallar myndefni margra póst kortanna

um landnám Íslands, sem Samúel

taldi eitt það allra merkilegasta við Ísland,

og áleit það „heilaga skyldu sér hvers Íslend

ings að kynna sér þessi rit vor [Landnámabók

og aðrar forn sögur]“, 21 því líkt

og áður segir var það hans mat að þekking

á þessum þáttum sögunnar hafi eða gæti

vakið þjóðina af margra alda svefni, og þar

af leiðandi mögulega leitt til sjálfstæðis

þjóðarinnar. Póstkortin Land nám Íslands

874–943, Land nám Íslands 874–930 – Óðalsbændur

yfirgefa ættlandið og Siglingar

forfeðra vorra á þjóð veldis tímanum snúast

ein mitt öll um landnámið. Á þessum

þremur kort um er Ísland stað sett ofarlega

á mynd fletinum og liggja allar leiðir

þangað. Kortið Sigl ingar forfeðra vorra er

teikning af hnetti num þar sem Ísland hvílir

ofar lega á jarð kringlunni. Hnatt staða

landsins virð ist hafa verið Samúel hugleikin

en með því að draga hana fram

virðist hún hafa átt að ýta undir mikilvægi

eða sérstöðu þjóðarinnar, en á kortun um

Hilsen fra Island, Minni Íslands og Íslenska

þjóðin er staðsetning landsins einmitt á

þann hátt. Á þessum ör fáu dæmum má sjá

hvernig Samúel notaði útínur Íslands sem

tákn fyrir land sem allar leiðir liggja til,

lands sem hvílir efst á hnetti num, „Drottningu

hafsins“ 22 eins og hann lýsir sjálfur

eyjunni. Notkun hans á útlínum Íslands

smell passar við fyrri lýsing ar mínar af því

hvernig sjálf stæðis sinnar notuðu útlínur

landsins til að styrkja þjóð ernis kennd

meðal þjóðar á um brota tímum, þar sem

kortið er orðið að því tákni sem íbúar

landsins eiga sam eiginlegt – útlínurnar

verða að „heima“. Áhugi og metnaður

11 Af kortum og Samúel Eggertssyni

Sigríður Hulda Sigurðardóttir


Sigríður Hulda Sigurðardóttir

Samúels til að koma Íslands sög unni á framfæri náði

þó lengra en þessi póstkort gefa til kynna. Eins og áður

var minnst á gaf hann út ritið Saga Íslands – Línurit yfir

mannfjölda þjóðar innar ásamt hliðstæðum ann álum árið

1930. Ritið veitir yfirlit yfir sögu íslensku þjóðarinnar frá

landnámi og inniheldur einnig mann fjölda líkan af þjóðinni.

Sjálfur talaði Samúel um að ritið væri eins og landsuppdráttur

af sögu þjóð arinnar. Saga heillrar þjóðar virðist

vera yfir þyrm andi efni, en hví ætti ekki að vera hægt að

kort leggja hana líkt og lönd hafa

verið kort lögð í gegnum tíðina?

Hér er dæmi nu hálf partinn snúið

við. Í stað þess að nota útlínur

eða kort af Íslandi til að koma

upplýsingum til skila er kortið

nú orðið sá miðill sem notað ur er

til að setja fram upp lýs ingar um

sögu Íslands, í tíma röð frá landnámi.

Samúel réðist þannig í það

verk að laga sögu Íslands að því

kerfi sem landa kort þurfa til að

vera skiljan leg, þ.e. með því að

takmarka hvað er sett fram,

skipta efninu í flokka og veita lykil að kortinu svo það

verði skilja n legt. Samúel skipti því sögu nni í ellefu þætti

sem hann taldi mikil vægasta og sem gátu gefið ein hvers

konar heildar mynd af sögu þjóð arinnar án þess þó að

segja hana alla. Kort hafa nefni lega ákveðið leyfi til að

vera ekki hár nákvæm og segja ekki alltaf allt, enda er

ómögu legt að færa hið hnattalaga form jarð kringl unnar

yfir á tvívíðan flöt pappírsins án þess að upp lýsingar

bjagist og brenglist, svo við rifjum upp „appelsínu barkarvandamálið“.

Þetta kort af sögu þjóðarinnar er því unnið

eftir sömu for merkjum og landakort. Þegar heimildir um

sögu Íslands eru mis traustar og saga þjóðarinnar spannar

yfir 1100 ár þarf að beita sömu aðferðum og við gerð

landa korta: takmarka hvaða upp lýsi ngar eru stettar fram

og skera niður svo mögu legt sé að lesa úr kortinu – kortið

fær leyfi til að vera ekki hárnákvæmt.

Það verður ekki hjá því litið að kort afmarkast af kortagerðamanninum

sjálfum og þekkingu hvers tíma. Líkt

og fyrstu útlínur af Íslandi voru „rangar“ þá gáfu þær

ein hverja hugmynd af stað, eða eyju í Atlants hafinu.

Lík legast var kortið teiknað eftir þeirri bestu vitneskju

sem til var þá. Er þá hægt að kalla það rangt? Kort og

útlínur Íslands eftir Samúel litast einnig af sam tíma hans.

Mér þætti erfitt að treysta landa korti frá 1930 og áætla að

það inni héldi fullkomlega réttar upp lýsingar. Sama má

segja um þær upplýsingar sem Samúel dregur fram í

Af kortum og Samúel Eggertssyni

12


Sögu Íslands, en þær upp lýsingar sem hann

dregur fram þar litast mjög af þeirri sögu skoðun

sem viðgekkst við byrjun tuttugu stu aldarinnar.

Vel mætti uppfæra og endurskoða þá flokka sem

hann ákvað að væru mikil vægastir. En það er

ein mitt það sem korta gerðamenn eiga að gera,

vinna ofan í verk hvers annars, betrumbæta og

uppfæra svo kortið sé sambærilegt þeirri þekkingu

sem til staðar er og geti miðlað þeirri þekkingu

áfram á sem bestan hátt.

1 John Noble Wilford, The Mapmakers – The

Story of the Great Pioneers in Cartography from

Antiquity to the Space Age, Vintage Books Edition

gaf út, New York, 1982, bls. 13.

2 John Noble Wilford, The Mapmakers, bls. 7.

3 John Noble Wilford, The Mapmakers, bls. 13.

4 John Noble Wilford, The Mapmakers, bls. 17.

5 Peter Turchi, Maps of the Imagination: The

Writer as Cartographer, Trinity University Press

gaf út, San Antonio, Texas, 2004, bls. 74.

6 Peter Turchi, Maps of the Imagination: The

Writer as Cartographer, bls. 74–5.

7 John Noble Wilford, The Mapmakers, bls. 80.

8 Rex Steven Sikes, „The Map Is Not The

Territory“, Idea Seminars, sótt 15. nóvember 2013,

www.idea-seminars.com/articles/map.htm.

9 Joshua Katcher, „The Threachery of

Images“, The Discerning Brute, 15.04.2011, sótt

15. nóvember 2013, www.thediscerningbrute.

com/2011/04/15/the-treachery-of-images/.

10 Ágúst Böðvarsson, Landmælingar og

korta gerð Dana á Íslandi – Upphaf Landmælinga

Íslands, Landmælingar Íslands gáfu út, Reykjavík,

1996, bls. 11.

11 Susan Schulten, The Geographical Imagination

in America, 1880–1950, The University of

Chicago Press gaf út, 2001, bls. 51.

12 Benedict Andersen, „Census, Map, Museum“,

Imagined Communities, Verso gaf út, London,

2006, bls. 179.

13 Susan Schulten, The Geographical Imagination

in America 1880–1950, bls. 19.

14 Haraldur Sigurðsson, Forn Íslandskort –

Exploring Old Landscapes, Landsbókasafn Íslands

– Háskólabókasafn gaf út, Reykjavík, 2000, bls. 6.

15 Einar Sigurðsson, „Aðfaraorð“, Forn

Íslandskort – Exploring Old Land scapes, Parts

of the puzzle, Landið tekur á sig mynd, ritstjórn:

Emilía Sigmarsdóttir, Jökull Sævarsson, Mark

Cohagen, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

gaf út, 2000, bls. 4.

16 Markús Georgsson, „Þórður biskup

Þorláksson og kortagerð hans“, Íslandsmynd

í mótun – áfangar í kortagerð, sýning í

Þjóðmenningarhúsi, Þjóðmenningarhúsið gaf út,

Reykjavík, 2002, bls. 14.

17 Ágúst Böðvarsson, Landmælingar og

kortagerð Dana á Íslandi – Upphaf Landmælinga

Íslands, bls. 11.

18 Án höfundar, „Islandskort“, Morgunblaðið,

05.09.1915, bls. 1.

19 Samúel Eggertsson, Saga Íslands – Línurit af

mannfjöldaþjóðarinnar með hliðstæðum annálum,

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf., Reykjavík,

1974, bls. 18.

20 Ragnhildur Bragadóttir, „Er blómatími

póstkorta liðinn?“, Sagnir, Háskóli Íslands gaf út,

Reykjavík 2001, bls. 110.

21 Samúel Eggertsson, Saga Íslands – Línurit af

mannfjöldaþjóðarinnar með hliðstæðum annálum,

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf., Reykjavík,

1974, bls. 30.

22 Samúel Eggertsson, Saga Íslands – Línurit af

mannfjöldaþjóðarinnar með hliðstæðum annálum,

Prentsmiðja Árna Valdemarssonar hf., Reykjavík,

1974, bls. 11.

13 Af kortum og Samúel Eggertssyni

Sigríður Hulda Sigurðardóttir


Utan kerfis

Landslag og fegurð


Við erum alltaf að segja sögur af lands lagi sko …

við segjum sögur af upplifun okkar af landslagi …

ég held að vandamálið sé að þessi kerfi sem við

erum búin að búa til í kringum stjórnun á hinu og

þessu ... þar á meðal umhverfismati og öllu þessu

sko … að þau eru bara ekki hönnuð til að höndla

slíkt … þau taka ekki mark á sögum … og mér finnst

þetta í rauninni vera stórmál … að hérna … bera

virðingu fyrir sögum og einhverju sem er ekki sko

rammað inn í kassa

Í þessum ummælum, sem höfð eru eftir einum viðmælenda

minna í rýnihópsrannsókn sem er hluti af doktorsverkefni

mínu um fagurfræðilegt gildi landslags, er bent

á þá staðreynd að þau fagurfræðilegu, upplifunar- og

til finningalegu gildi sem við tengjum við upplifanir okkar

af landslagi, eiga sér engan stað innan þess kerfis sem við

höfum skapað okkur í kringum ákvarðana töku í umhverfismálum.

Hver er ástæða þessarar stöðu? Hvers vegna nær

kerfið ekki utan um það sem ómögulegt er að „ramma inn

í kassa“? Á hvaða forsendum byggir slíkt kerfi og hvaða

breytingar eru nauðsynlegar ef taka á tillit til landslags

þegar ákvarðanir eru teknar í umhverfismálum?

Jafnvel þó gildi landslags sé líklega eitt af mikilvægustu

gildum íslenskrar náttúru hefur landslagshugtakið hingað

til ekki leikið stórt hlutverk í náttúruvernd á Íslandi. Margir

staðir, sem búa yfir einstöku landslagi og náttúru fegurð,

hafa ekki mikið líffræðilegt eða jarð fræðilegt gildi samkvæmt

alþjóðlegum við miðum og því virðist ekki vera

ástæða til að vernda þessa staði ef eingöngu er miðað við

alþjóðlega við urkennda mælikvarða eins og um líffræðilega

fjölbreytni. Landslag og fegurð léku þó ákveðið hlutverk

í náttúruvernd um miðja 20. öld, t.d. hlutu margir

staðir vernd í gömlu nátt úruminja skránni vegna sérstakrar

fegurðar og landslags. 1 Þetta var áður en yfir völd á Íslandi

hófu að undirrita alþjóðlega sátt mála um náttúruvernd,

en með þessum sátt málum fygldu alþjóðlegir

mælikvarðar til að meta líffræðilega fjölbreytni, tegundir

í útrým ingar hættu o.s.frv. og samhliða þeim

krafan um að ákvarðanir um náttúruvernd skyldu

byggja á hlutlægum, náttúru vísindalegum mælingum.

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Í dag myndi líklega engum, sem vinnur að ákvarðanatöku

um náttúruvernd innan stjórnsýslunnar, láta

sér detta í hug að stinga upp á að vernda beri svæði

einungis vegna fegurðar; slík uppástunga yrði ekki

tekin alvarlega, 2 þar sem fegurð er ekki hægt að mæla

samkvæmt sömu hlutlægu aðferðum og viðmiðum og

notuð eru til að meta til dæmis líffræðilega fjölbreytni.

15 Utan kerfis: Landslag og fegurð

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Þetta er sami vandi og þýski heimspekingurinn Edmund Husserl

fékkst við þegar hann gagnrýndi hinn vestr æna vísindalega hugsunarhátt

fyrir að breyta heimi skynjaðrar náttúru í stærðfræðilegan

heim, þar sem öllu sem ekki er hægt að mæla samkvæmt

vísinda legum, hlut lægum útreikningum og er þar með dæmt

„huglægt“, er útrýmt á þeim forsendum að það sé einskis virði;

ónákvæmt og ófullnægjandi. Þetta er enn fremur sá vandi sem

ég hef reynt að glíma við í doktorsverkefni mínu með því að taka

til skoðunar hug tökin landslag

Mat á „fagur fræðilegu,

upp lifunar bundnu og

tilfinningalegu gildi

íslensks lands lags“ er

ekki hægt að setja upp

í töl fræðilegu línuriti

og fegurð í tengslum við umræðu

um ákvarðana töku um vernd og

nýtingu náttúru á Íslandi. Þar

birtist skýrt dæmi um það hvernig

hin vestræna, raunvísinda lega

hugsun getur skapað vandamál

vegna vangetu sinnar til þess að

greina og skýra þær víddir veruleikans

sem ekki er hægt að mæla

á hefðbundinn hlutlægan hátt.

Þetta vanda mál má sjá skýrt í

eftirfarandi sögu: Fyrir nokkrum árum síðan var ég viðstödd fund

á vegum Skipulags stofnunar þar sem markmiðið var að ræða

leiðir til þess að fást við gildi landslags í ákvarðanatöku og aðferðir

til þess að komast að því hvað landslag er og hvers virði

það er. Landslagshugtakið hefur verið skilgreint bæði út frá hlutlægum

eiginleikum landsins og út frá huglægri reynslu þess sem

dvelur í landslaginu. Á fundinum, sem hér um ræðir, voru margir

landslags arkitektar og annað fagfólk sem hafði mjög góðar tæknilegar

aðferðir til þess að fást við hinn svokallaða hlutlæga þátt

landslagsins. Allt sem hægt var að mæla var mælt og sett upp

sjónrænt í gegnum kort, töflur og tölur. En einn þessara fagmanna

lagði fram kvörtun: við höfum öll mjög góðar aðferðir til þess að

mæla og meta hina sjónrænu, hlutbundnu eiginleika land slagsins

en við kunnum ekki að fást við það sem landslag raunverulega er

– það sem er hérna inni (sagði hann og benti á höfuð sitt). Og hinir

fundar gestirnir voru sammála honum. Vandamálið fólst þannig

ekki í því að þessir „landslags sérfræð ingar“ viður kenndu ekki

tilvist hins huglæga þáttar lands lagsins, þau vissu bara ekki

hvernig þau ættu að nálgast það að taka tillit til þessa þáttar.

Þetta vandamál birtist einnig í áðurnefndri rýnihópsrannsókn,

en markmið rannsóknarinnar var að fá hagnýtar hugmyndir um

það hvernig væri hægt að taka tillit til fegurðargildis landslags

í ákvarð anatöku. 3 Stærstu vandamálin sem þátt takendur báru

kennsl á tengjast tveimur ólíkum en tengdum málum. Annars

vegar er það vanda málið sem snýr að því að ekki er hægt að

mæla fagurfræðilegt gildi landslags á sama hátt og önnur

gildi eins og gildi líffræðilegrar fjölbreytni, og að slíkt gildi er

heldur ekki hægt að fanga á einum tímapunkti þar sem fólk gefur

hlut um mismun andi gildi á mis mun andi tímum og í mis munandi

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Utan kerfis: Landslag og fegurð

16


menningarheimum. Þetta er vandinn sem snýr

að „huglægni“ fagurfræðilegra gilda. Hins vegar

er það vandinn sem snýr að þeim kerfum sem

sam félagið hefur komið sér upp til þess að byggja

ákvarðanir sínar í umhverfis málum á – en þessi

kerfi eru ekki gerð til þess að fanga og taka tillit

til þessara gilda. Þessi vandamál eru augljós lega

tengd. Það er vegna hinnar téðu hug lægni fagurfræðilegra

gilda sem þau passa ekki inn í þau kerfi

sem við höfum og byggja á vísindalegum og hlutlægum

útreikn ingum sem eru ekki gerðir til að ná

utan um huglæg gildi.

En í hverju felast þessi huglægu gildi landslags? Hugtökin

fegurð og hið fagurfræðilega leika mikil vægt hlutverk í

skilningi okkar á landslagi. Lands lag er hugtak sem hefur

mörg lög merkingar, eins og fegurð hefur landslag verið

túlkað bæði út frá hlutlægum eigin leikum eða huglægri

reynslu þess sem dvelur í landslaginu. Margir fræðimenn

hafa á síðustu árum gagnrýnt ofur áherslu á hið sjónræna

í túlkun á landslagshugtakinu og hvatt til víðari skilnings á

landslagi sem sambandi eða samræðu milli manns og lands

sem skapast í gegnum upplifun fólks af og í lands laginu.

Þannig hefur viðleitnin verið að færa áhersluna frá hlutlægum

(sjónrænum) þáttum landslagsins yfir á hug læga

þætti sem birtast í upplifun þess sem dvelur í lands laginu.

Þar sem áhersla á hið sjónræna (og þar með fjar lægð áhorfandans)

hefur einnig verið miðpunktur athygl innar í skilningi

á fegurð og hinu fagurfræðilega 4 hefur tilhneig ingin

verið sú að ýta fegurðinni til hliðar með hinu sjónræna

þegar ætlunin er að víkka út landslags hugtakið. En ég færi

rök fyrir því að í stað þess að túlka fegurð aðeins út frá hinu

sjón ræna, ættum við frekar að skilja fegurð og hið fagurfræði

lega í mun víðara samhengi út frá því sambandi og

sam tvinnun vitundar og viðfangs sem reynslan af fegurð

ein kennist af. 5 Ef fegurðarhutakið er víkkað út á þennan

hátt er ekki hægt að segja að áhersla á fegurð í skilningi

okkar á land slagshugtak inu stuðli að því að smætta landslag

niður í hið sjónræna; frekar hjálpar þá fegurðarhugtakið

okkur að skilja hvers konar samræða það er sem á sér stað

á milli manns og lands og við köllum landslag. 6

Þegar við ræðum um fagurfræði legt, upp lifunar- og til finningalegt

gildi landslags erum við að vísa í upplifun; upplifun

sem við segjum sögur af. Ef við viljum fanga þetta

gildi þurfum við að skoða upplifanir, sögur einstak linga

og samfélaga, því að það er þar sem maður og lands lag

mætast – það eru þessar sögur sem skapa merk ingu

og gildi landslags. Vandamálið er að þau kerfi sem við

höfum eru ekki hönn uð til að skoða upp lifanir.

17 Utan kerfis: Landslag og fegurð

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Eins og einn fulltrúi opinberrar stofnunar úr hópnum benti á

er fag fólkið sem vinnur innan þessara kerfa alltaf að leitast

við að byggja mat sitt á hlutbundnum viðmiðum:

spurning hvort að hversu vel kerfi … það kerfi sem við

búum við í dag ræður við þetta … ég meina … í dag höfum

við mat á umhverfis áhrifum þar sem að … jújú menn eru

að myndast við að greina einhvers konar landslagsheildir …

en eftir veikum mætti stundum að reyna að segja að þessi

heild hefur mikið eða lítið gildi … þá oft bara út frá einhverjum

hlutbundnum viðmiðum: þarna er mjög mikið af

svæðum sem eru á … njóta verndar 37. greinar náttúruverndar

laga … hafa bara eitthvað svona sem þau geta

hengt sig beint í … en þeir ráðgjafar sem vinna í mati á

umhverfis áhrifum spyrja stundum, hvernig er þetta best

gert og hvað eigum við eiginlega að gera?

Eins og sjá má af þessu er kerfið ekki tilbúið til þess að

ná utan umupplifunina af landslagi – kerfið er fast í þeim

hugsun arhætti að ef það er ekkert hlutbundið viðmið fyrir

hendi sem segir okkur að eitthvað hafi gildi, þá sé ekkert til

staðar sem þarf að meta. Eins og ég hef fjallað um annarsstaðar

ásamt Sigríði Þorgeirs dóttir hefur fegurð af þessum

ástæðum verið afar léttvæg fundin í íslenskri um ræðu um

nýtingu og vernd náttúru svæða (Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

og Sigríður Þorgeirs dóttir 2011). Margir muna orð Valgerðar

Sverris dóttur þáver andi iðnaðar- og viðskipta ráðherra í miðri

Kárahnjúka deilunni: „Ég sé enga sérstaka náttúrufegurð

hér.“ 7 Hið almenna viðhorf til af stæðis fegurðar kemur skýrt

fram í þessum orðum. Fegurð er hér talin huglæg og afstæð,

einni getur þótt eitthvað fallegt en önnur sér hér ekkert

sér stakt, og þess vegna er ekki hægt að mæla og meta þau

gildi sem fólk virðist tengja við upplifun ina af náttúrufegurð

og taka þau til greina í um hverfis mati. Þetta er í hróp andi

ósamræmi við þá stað reynd að náttúrufegurð er eitt

mikilvæg asta gildi sem almenningur telur landið búa yfir. 8

Þetta kemur m.a. fram í athuga semdum Faghóps I í skýrslu

um gerð Rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls

og jarðvarma:

Faghópurinn telur auk þess mjög mikilvægt að fá mat

á fagurfræði legu, upplifunar- og tilfinninga legu gildi

íslensks landslags. Fáar rann sóknir hafa verið gerðar

á þessu sviði en það er mat okkar að þessi þáttur skipti

miklu máli fyrir almenn ing, fyrir heima menn á mögu legum

virkjunar svæðum og almennt fyrir þá sem láta sig íslenska

náttúru varða. Að því má einnig færa rök að sérstaða

íslenskrar náttúru á heims vísu sé hugsanlega einna mest

í lands lagi, sem endur speglast af sérstæðri jarðfræði og

jarð fræð ilegri uppbyggingu landsins. 9

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Utan kerfis: Landslag og fegurð

18


Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Ástæða þessarar veiku stöðu landslags og fagur fræðilegra

gilda er að þau eru talin of huglæg og afstæð,

en þessi skilningur byggir á hefðbund inni hugmynd

um fegurð sem hefur verið gagn rýnd. Hugmynd mín um

fegurð byggir á því að fegurð sé reynsla sem á sér stað

á milli vitundar og viðfangs, á mörkum þess huglæga

og hlutlæga, og þessi nálgun býður okkur að veita reynslunni

athygli til þess að varpa ljósi á gildi og merkingu

landslagsfegurðar.

En hvað er þá næsta skrefið, þegar lands lagshug takið

hefur í ljósi fegurðar hug taksins verið skil greint á þann

hátt sem viðurkennir bæði hina hlutlægu og hug lægu

þætti landslagsins? Hvaða skref þarf að taka til þess að

slíkur skilningur verði tekinn til greina í þeim kerfum

sem við höfum komið okkur upp í ákvarðanatökuferlinu?

Niðurstöður rýnihópsrannsóknarinnar gefa nokkrar vísbend

inga um hvað ber að hafa í huga. Í fyrsta lagi ber

að nefna að forsenda þess að það sé mögulegt að fagurfræði

legt gildi landslags verði tekið inn í ferli ákvarðanatöku

er að sam félagsleg umræða og meðvitund um

lands lag og gildi þess verði fyrst aukin. Fyrsta skrefið

verður því að felast í því að skapa umræðu í samfélaginu

til þess að gera fólk meðvitaðra um mikilvægi landslags

og hlutverk þess í lífsgæðum okkar. Í öðru lagi þarf að

leggja áherslu á mikil vægi þess að hlusta á og skoða

sögur þeirra sem tengjast landinu og taka þannig þátt

í að skapa merkingu og gildi landslagsins. Til að leggja

mat á landslag þarf að tala við fólk: kunnáttufólk um

landslag eru allir þeir mismunandi hópar sem tengjast

land slaginu í gegnum reynslu sína, hvort sem það eru

íbúar eða gestir. Til þess að geta greint og öðlast skilning

á gildi landslags þarf að safna saman öllum sögunum af

landslaginu og raða þeim saman í heild armynd. Landslag

er margþætt hugtak og þess vegna þarf að fara margar

mis munandi leiðir til þess að henda reiður á því. Íslenskt

landslag hefur mörg lög af sögum til að segja: fyrst er

það jarð fræði sagan sem jarðfræðingar og þeir sem hafa

upplifað áhrif jarð hræringa geta sagt okkur; svo er það

gróðursagan, sögð af líffræðingnum eða bóndanum;

fornleifa fræðisagan og mannfræðisagan af þróun mannvistar

í landslaginu; sögur lista manna, skálda og fagurfræðinga;

og að lokum sögur þeirra sem dvelja og búa

í landslaginu og tengjast því í gegnum mis munandi upplifanir

og reynslu. Lands lags sér fræðing urinn er sá sem

getur hlust að á og tvinnað sam an allar þessar sögur svo

úr verði heildstæð mynd af landslaginu sem fólkið sem

sagði sög urnar getur svo notað til þess að hugleiða

framtíðar þróun þess.

Utan kerfis: Landslag og fegurð

20


Mat á „fagurfræðilegu, upplifunarbundnu

og tilfinningalegu gildi íslensks landslags“

er ekki hægt að setja upp í tölfræðilegu

línuriti, en það þýðir ekki að ómögulegt sé

að taka tillit til landslagsfegurðar í ákvarðanatöku.

Með því að skoða náið þær sögur

sem við segjum af fagurfræðilegum landslagsupplifunum

án þeirra fordóma að

þessar upplifanir séu algerlega huglægar

og afstæðar og þess vegna óáreiðanleg

gögn um gildi landslags, er hægt að gera

grein fyrir gildi og merkingu landslags. Slík

greinargerð getur sagt okkur hvers kyns

upplifanir landslagið kallar fram; hvaða

hlutlægu eiginleikar skapa hvaða viðbrögð;

og hvernig fagurfræðilegar upplifanir og

mælikvarðar breytast með tímanum og eru

mismunandi eftir menn ingarheimum. Þetta

eru spurningar sem hægt er að svara og

þeim ættum við að svara. Það er kominn

tími til að hætta að láta hefðbundnar hugmyndir

um hlut lægni eða huglægni landslagsfegurðar

koma í veg fyrir að við uppgötvum

gildi og merkingu fagurfræði legra

upplifana okkar af landslagi.

1 Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Þor varður

Árnason, Hlynur Bárðarson og Karen

Pálsdóttir. Íslenskt landslag: Sjónræn

einkenni, flokkun og mat á fjöl breytni.

Skýrsla unnin fyrir Orkustofnun í

tengslum við vinnu við Rammaáætlun

um vernd og nýtingu náttúrusvæða með

áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði,

Háskóli Íslands, Reykjavík, 2010.

2 Sjá: Edda R.H. Waage og Karl

Benediktsson. „Performing Exp ertise:

Landscape, Governmentality and

Conservation Planning in Iceland.“

Journal of Environmental Policy and

Planning 12(1), 2010, 1–22. Greinin

byggir á viðtölum við aðila sem unnu að

Náttúruverndaráætlun 2004–2008.

3 Ég hafði samband við aðila

innan háskólasamfélagins sem ég

vissi að höf ðu fengist við landslag

á einn eða annan hátt í rannsóknum

sínum, og svo hafði ég samband við

þær opinberu stofnanir sem fást við

náttúruvernd og mat á náttúru og

bað um að þær sendu fulltrúa sem

hafði unnið með landslagsmál og/eða

umhverfismat. Hópurinn samanstóð

á endanum af níu manns, sex frá

háskólasamfélaginu og þremur

frá opinberum stofnunum (líffræðingar,

landfræðingar, umhverfisfræðingar,

mannfræðingar, landslagsarkitektar

og listamenn) og þeir höfðu unnið

með landslag í ólíku samhengi. Fundur

hópsins var tekinn upp með upptökutæki

með samþykki þátttakenda, auk þess

sem ritari skráði niður umræðuna.

Upptakan var svo afrituð námkvæmlega

og að lokum fór gagnagreining fram

þar sem framkvæmd var opin kóðun til

að finna meginþemun, og síðar markviss

kóðun til að rýna betur í þemun og draga

fram aðalatriði.

4 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og

Sigríður Þorgeirsdóttir. „Endur heimt

fegurðar á tímum náttúru.“ Hugur 23,

2011, bls. 89–105.

5 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir.

„Háleit fegurð: Fegurðarhugtakið í

feminískum og fyrirbærafræðilegum

skilningi“, Hugur 22, 2010, bls. 71–85.

6 Önnur ástæða þess að ég legg

áherslu á fegurðarhugtakið í skilningi

á landslagi er íslenska samhengið

sem ég vinn með. Eins og Edda R. H.

Waage hefur sýnt með rannsóknum

sínum á notkun orðsins landslag

er landslagshugtakið mjög nátengt

fegurðarhugtakinu í íslensku tungumáli

(Sjá doktorsritgerð Eddu, The Concept

of Landslag: Meanings and Value for

Nature Conservation. Háskóli Íslands,

líf-og umhverfisvísindadeild, 2013). Það

virðist því óhjákvæmilegt að rannsaka

fegurðarhugtakið í þessu íslenska samhengi,

sérstaklega þegar litið er til þess

að sambandið á milli þessara hugtaka

virðist vera ein helsta ástæða þess

að reynst hefur svo erfitt að höndla

landslag þegar kemur að umhverfismati

og ákvarðanatöku hér á landi.

7 „Engin sérstök náttúrufegurð í

landinu sem sekkur!“ 2006, 17. maí.

Vísir. Sótt þann 19. nóvember 2014 af

slóðinni: www.visir.is/engin-serstoknatturufegurd-i-landinu-sem-sekkur!/

article/200660517070

8 Í rannsókn frá 1997 kom fram að

Íslendingar líta á landslag sem sitt

helsta þjóðartákn. (Sjá: Þorvarður

Árnason. Views of Nature and

Environmental Concern in Iceland.

Doktorsritgerð. Linköping Studies in

Arts and Science no. 339. The Tema

Institute, Linköping University, 2005.)

Könnun sem gerð var við HÍ fyrir

nokkrum árum sýndi að fagurfræðilegt

gildi og eigið gildi voru þau gildi sem

fólk taldi skipta mestu máli varðandi

náttúruna (Sjá Rut Kristinsdóttir.

Landið er fagurt og frítt: Mat á íslensku

landslagi og fegurð þess. MS ritgerð í

umhverfis- og auðlindafræði. Háskóli

Íslands, 2004). Rannsóknir á viðhorfum

ferðamanna sýna einnig að helsta

ástæða þess að þeir ferðast um Ísland er

að njóta útsýnis og náttúrufegurðar (Sjá

Anna Dóra Sæ þórsdóttir. Kafað ofan í

Kjölinn – á viðhorfum ferðamanna á Kili.

Land- og ferðamálfræðistofa Háskóla

Íslands, 2009.)

9 Verkefnisstjórn um gerð

Rammaáætlunar um vernd og nýtingu

náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl

og jarðhitasvæði. Niðurstöður 2. áfanga

rammaáætlunar. Iðnaðarráðuneytið,

Reykjavík, 2011.

21 Utan kerfis: Landslag og fegurð

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir


Gott plan?

Um forsendur borgar skipulags


Á hverjum morgni alla morgna þegar borgar -

búinn fer á fætur tengist hann inn í kerfi.

Hann kveikir ljós, skrúfar frá krana, sýður

hafragraut eða fær sér ávöxt. Athafnirnar

eru í sjálfum sér ómerki legar og sjálfsagðar

en um leið hluti af flóknu kerfi sem við tengjumst

oft á dag og umkringir okkur. Borgin

er eins og vel smurð vél þar sem fjöldi kerfa

virka og vinna saman, en borgin er líka eins

og lífvera sem vex og dafnar, tútnar út eða

skreppur saman eftir ólíkum áhrifum umhverfisins

og mannsins. Kerfin vinna eftir

ólíkum forsendum, á misháum flækju stigum

og hafa mismikil áhrif á líf okkar.

Kerfin eru í höndum þeirra sem skipuleggja

borgirnar. Þeirra sem teikna upp beinar línur

sem tákna vegi og raða svo kössum í kring

sem marka reiti bygginga. Eða, þeirra sem

aðlaga byggð að landslagi og kemur hlutum

fyrir í mestri sátt við náttúruna. En hvaða

forsendur liggja fyrir þegar borgir eru skipulagðar?

Er náttúran viðmiðið, sú tækni sem

við búum við eða maðurinn sjálfur? Þróun

borga snýst um að móta kerfi, að forgangsraða

þeim og aðlaga að íbúum og umhverfi.

Um aldir hafa borgir þróast eftir atvinnuháttum,

auðlindum eða staðháttum. Með

tilkomu verslunar, vegna veiða eða í námunda

við náttúruauðlindir. Þegar iðnvæðingin

gekk í garð flykktist fólk í borgir í leit

að vinnu í verksmiðjum. Til varð skýrari

verkaskipting og borgir skipt ust upp í íbúahverfi

og iðnaðarhverfi. Bíllinn ruddi sér til

rúms og vægi gatna og samgöngu kerfa

urðu enn fyrirferðameiri. Í seinni tíð hefur

umhverfisvá vakið okkur upp af svefni, við

þurfum að endur skoða forsendur og

tengja manninn aftur við umhverfi sitt.

Magnea Guðmundsdóttir

Á fyrri hluta 20. aldar flutti helmingur

landsmanna úr sveitum til þéttbýlisstaða

um allt land meðfram ströndum

í kjölfar breyttra atvinnuhátta. 1 Það

var fyrst með tilkomu þilskipa á Íslandi

að hægt var að nýta sér auðlindir hafsins

í þeim mæli sem þurfti til útflutnings,

þannig fjölgaði atvinnumöguleikum

við sjávarsíð una og í fyrsta sinn var

grundvöllur fyrir þéttbýlis myndun á

Íslandi. Á gömlum kortum af Reykjavík

má greina fyrstu byggð í Kvosinni, húsum

snyrtilega raðað með fram sjávar kambinum.

Byggðin er römmuð inn af hafinu til norðurs,

Lækn um til austurs og Tjörninni til suðurs. 2

Tilurð byggðarinnar eru tengsl við höfnina

en þó var nokkuð um búskap í þéttbýlinu til

að byrja með. Landa kotstúnið og Arnar hóll

eru áberandi stór tún sem hafa verið skilin

eftir svo íbúar gátu aflað heyja.

Skúli fógeti byggði ákvörðun sína um Reykjavík

sem höfuðstað á sjónarmiðum hagræðis

og stjórnsýslu. Þar var fyrir kirkjusetur og

verslun og nálægð við gömlu höfuðbólin á

Bessastöðum, í Hólminum og á Nesi. Sjálfur

hafði Skúli svo byggt sér höfuðból í Viðey.

Landfræðileg stað setning styrkti stöðu

höfuðstaðarins enn frekar því þar er góður

aðgangur að höfn, fiskimiðum og stutt í tvö

stærstu land búnaðarsvæði landsins. 3 Náttúrufar

hafði líka áhrif á hvernig byggðin

þróaðist áfram útfrá Kvos inni. Helstu

staðar einkenni Reykjavíkur er strandlengjan

og hinar mörgu mýrar sem lágu vel við

þegar sækja þurfti mó til eldsneytis. Þær

þóttu þó ekki gott bygg ingaland og þegar

mynstur mýr lendis er skoðað sést að þar

eru opin og græn svæði í borginni. Byggðin

teygði sig heldur áfram meðfram sjónum

austur að Elliðaám þar sem stutt var niður

á fast undirlag og auðvelt að leggja holræsi

með halla út í sjó. 4

Kerfi fyrir bíla Í grunninn snúast borgir

um samskipti, að skiptast á vörum og hugmyndum.

Þær eru tengingin í stærra neti

þar sem fólk kemur saman. Lengi vel voru

landsam göngur frumstæðar og fram á

miðja tuttugustu öld voru sjósamgöngur

ráðandi hér á landi. Þegar vegasam göngur

tóku svo við siglingum urðu byggðir við firði

og á nesjum afskekktar á skömmum tíma. 5

Trausti Valsson arkitekt og skipulags fræðingur

gerir skipulagssögu Reykjavíkur

góð skil í bókum sínum Reykjavík – Vaxtabroddur

og Skipulag byggðar á Íslandi.

Þegar fólk úr sveitum fór að streyma til

borgarinnar í leit að vinnu, fór mann lífið þar

23 Gott plan?

Magnea Guðmundsdóttir


að blómstra, félög voru stofnuð

og stofnanir settar á laggir. Með

þéttari byggð og tækni nýjungum

kom upp krafa um að koma skikkan

á hlutina og móta sýn á framtíðina.

Á tíu ára tímabili í Reykjavík í byrjun

tuttug ustu aldar kom til sögunnar

fyrsta bifreiðin, hol ræsi, vatnsveita,

rafmagn og sím samband. Það

kerfi sem hafði þó einna mest áhrif

á þróun þétt býl isins þegar það óx

sem örast var gatnakerfið.

Fyrsta heildartillagan af skipulagi

Reykjavíkur er frá 1927. Helsta einkenni

þess er hornrétt götunet með

samfelldri randbyggð og reitum

skipt niður í hentugar breiddir og

lengdir. Skipulagið er afmarkað af

Hringbraut þar sem átti að leggja

járnbraut allt í kring um gamla bæinn.

Augljóst er að skipulagið náði ekki

að verða að veruleika en þó má sjá

einkenni þess víða um borg. Stundum

var því ekki komið við þar sem götur

voru of þröngar. 6 Hrein og tær mynd

skipulagsins átti hugsanlega ekki

alltaf við í raunveruleikanum. Á

svip uðum tíma í Hafnarfirði reyndu

menn að koma skipulagi á gatnakerfið

en rúðustrikuðu götur nar sem láðust

að fylgja lands lagi rákust á húsin

sem stóðu fyrir og röðuðust eftir

náttúrufari hraunsins. Stundum gat

liðið langur tími þar til götustubbarnir

urðu að fullgerðri götu. Kreppan

1930 dró úr framkvæmd skipulagsins

og má eflaust þakka að ekki varð

meira úr niðurrifi gamalla timburhúsa

samkvæmt skipulaginu.

Einn frumkvöðla skipulags á Íslandi

var Guðmundur Hannesson læknir.

Hann sótti kenningar sínar til strauma

erlendis en staðfærði þær og aðlagaði

að íslenskum aðstæðum. Hann

hafði mikil áhrif á lagasetningu

skipulags á þeim tíma og hverfi eins

og Þing holtin eru byggð eftir hugmynda

fræði hans. Verkafólk þurfti

oft að búa þröngt og við lélegar að stæður

en Guð mundur hafði sjónar mið lýðheilsu

að leiðarljósi í fram tíðarsýn sinni. Í riti sínu

Um skipu lag bæja frá 1916 kemur hann inn

á að byggð skildi vera þétt og sam felld en

götubreidd að vera tvöföld vegg hæð húsa

til að tryggja að allar vist verur nytu sólar.

Hann lagði einnig til að skipan húsa á

lóðum væri með tilliti til sólar átta svo nýta

mætti garða í björtu. Götur ættu að fylgja

lands laginu og hlykk jóttar götur væru

fallegri og skjólsælli en beinar. Mikil vægt

er að skipta götum í flutn ingsgötur og

rólegri íbúagötur til að hlífa fólki frá hávaða

sem væri óhollur fyrir tauga kerfi manna.

Í bókinni er líka komið inn á mikil vægi

leik svæða og grænna svæða og aðgreiningu

starf semi. Til að mynda þótti sláturhús

við hliðina á spítala eða íshús í íbúðarhverfi

óhentugt. 7

Á árum seinni

heim s tyrj aldar

byrjuðu strætisvagnar

að ganga

um borgar landið,

bíla eign var orðin

almennari og farin

að hafa áhrif á

byggðar mynstur.

Borgin fór að teygja úr sér og hverfin risu

fyrir utan Hringbraut, alla leið að Sogamýri. 8

Tækni framförin leiddu til þess að landsvæði

sem áður voru óbyggileg urðu nú

eftirsótt byggingar land. 9 Eftir stríðið tók

iðnaður og tæknivæðing stökk fram á við

og stórlátar hugmyndir um að rífa gamla

byggð og byggja háhýsi til að verða við

húsnæðisvanda voru uppi á borðum.

Ný hverfi tóku undir sig mikið land og á

meðan íbúa fjöldi Reykvíkinga fjölgaði um

70% varð 700% auk ning á byggingarlandi. 10

Hrein og tær

mynd skipulagsins

átti hugsanlega

ekki alltaf við í

raunveru leikanum

Eftir seinni heimstyrjöld voru fengnir til

starfa danskir sérfræð ingar til að þróa

nýtt skipulag borgarinnar. Þeir unnu mjög

ítar lega undirbúningsvinnu og úr varð

skipulag sem var sam þykkt 1965. Helsta

einkenni skipulagsins var að skarp lega var

greint á milli svæða eftir notkun, íbúa hverfi

að skilin frá atvinnu og þjónustu og öll

Magnea Guðmundsdóttir

Gott plan?

24


norðurströndin var undirlögð iðnaði og hafnar starfsemi. Sérfræðingarnir

völdu nýjum íbúahverfum stað þar sem nú er Árbær

og Breiðholt en með svo skýrri skiptingu land not kunar jókst enn á

umferða mannvirki með tilraunum til hrað brauta í borginni og landfrekum

mislægum gatnamótum. Reynt var að koma til móts við

loft- og hávaðamengun frá um ferðinni með því að aðskilja byggð

og götur með grænum spildum á milli. Bíllinn fékk meira rými, sem

eykur hraða, mikið land rými fer til spillis og götur verða frá hrindandi

fyrir gang andi umferð. Þótt fljótt hafi verið gefist upp á einsleitni

skipu lagsins er áhrif þess víða að gæta. 11 Bíllinn var ekki bara

samgöngu tæki, nýtt verk færi til að auð velda dagleg störf – heldur

orðin forsenda byggðar sem nú var orðin

sundurslitin og úr takti við náttúruna.

Sjálfbærni og

umhverfis vænar

lausnir eru nú

órjúfanlegur þáttur

í skipu lags gerð

Maðurinn í umhverfinu Af stórum hluta til

vegna þess hvernig við höfum skipu lagt borgir

okkar í gegnum tíðina fer um hverfis vandi vaxandi.

Umhverfisáætlun var fyrst gerð fyrir

borg ina 1974 og Ríóráðstefnan var haldin 1992

þar sem Sameinuðu þjóðirnar stefndu þjóðum

heims saman til að gera með sér samning um

um hverfismál. Í kjölfar þess voru sveitar fél ögum gert að marka

stefnu til að bregð ast við umhverfis meng un en einnig að taka tillit

til efna hags legra og félagslegra þátta. 12 Sjálf bærni og um hverfisvænar

lausnir eru nú órjúf anlegur þáttur í skipu lagsgerð. Við horfs -

breytingar í sam félaginu fylgdu aukinni meðvitund um umhverfi

þótt lengi hafi verið haldið áfram með úthverfa uppbyggingu

í borginni.

Aðalskipulag Reykjavíkur til ársins 2030 er í rauninni tíma mótaplagg

því þar eru umhverfismálin tekin lengra og áratuga þróun

er snúið við. Í fyrsta sinn er ekki áætlað að halda áfram að byggja

úthverfi heldur er allri uppbyggingu snúið inn á við. 90% allra

nýrra íbúða muni rísa innan núverandi þéttbýlis marka. 13 Langstærsti

hluti þeirra rísa á svæðum sem tilheyra gömlum skipu -

lögum þar sem áherslur og tíðarandi voru önnur. Það er áhuga vert

að vinna ofan í gamalt skipulag, að búa til nýtt kerfi ofan í það sem

fyrir er. Þannig eru fundin göt í kerfinu til að fylla í og með þéttari

byggð gefst tækifæri á að marka nýja stefnu í sam göngumálum.

Bíllinn hefur skapað mikið land rými á milli hús anna en nú er hægt

að búa til meiri jafnvægi milli sam göngu máta, mann sins og umhverfis.

Með því að þrengja götur, leggja hjóla stíga, efla gönguleiðir

og auka gróður má draga úr mengun bílsins og hvetja til heilsusamlegri

lífstíls. Líkt og þegar fólk fór fyrst að huga að skipulagi

eru lýðheilsu málin einna brýnust þegar kemur að borgar umhverfi í

dag. Götur eru stærsti hluti al menn ingsrýma í borginni, þær eru

lífæðar byggðar og eiga að draga fram mannlíf.

25 Gott plan?

Magnea Guðmundsdóttir


Samkvæmt hefð, er stefna fyrir borgina alla

sett fram í aðalskipulagi en einstaka reitir

eru skilgreindir í deiliskipulagi. Deiliskipulagið

nær samkvæmt venju utan um húsalengju

og út á miðja götu þar sem annað

skipulag tekur við fyrir næsta reit. Þannig

eru götur og hlutverk þeirra nær aldrei skilgreint

nema sem umferðaræð. Eitt af markmiðum

aðal skiplags til ársins 2030 er að

móta hverfisskipulag sem tekur yfir byggingar,

götur og önnur almennings rými í heilu

hverfi og skilgreinir gæði og setur heildstæð

mark mið. Áherslan er að nýta almennings

rými til að draga fram mannlíf því þannig

verður borgin aðlaðandi, örugg og heilsusamleg.

Fólk er farið að gera meiri kröfur til

umhverfis síns og borgir um allan heim keppa

ekki lengur við lands byggðina eða nágrannasveitarfélög

um íbúa og fjármagn heldur

við borgir í öðrum heims hlutum. Til að borgin

geti laðað til sín fyrirtæki, vinnuafl og ferðamenn

þarf að leggja áherslu á gæði byggðar,

þjón ustu og menningarlega sérstöðu sína

og náttúru.

Að rúma mannlíf innan kerfis Það

verður ekki efast um nauðsyn þess og kosti

að búa til kerfi utan um þróun borgar innar.

En það eru margar breytur sem hafa áhrif.

Fyrir tíma tækni byltingar þróaðist byggðin

hægum skrefum, sam tvinna lifnaðar háttum

og náttúr unni. Breytingar komu frá íbúum

sem höguðu nærumhverfi sínu eftir eigin

þörfum í sátt við náttúru.

Eftir seinni heimstyrjöld varð sprengja í

fólks fjölgun í borgum og við henni varð að

bregðast. Lausnirnar voru yfirgrips mikil

kerfi, ákvarðaðar af sérfræðingum í kvarða

sem einfaldar veruleikan um of og gleymir

að borgin er ekki bara samansafn kerfa

heldur líka lífvera sem vex, er fjöl breyti leg

og tekur stundum óvæntar stefnur.

Samkvæmt lögum frá 1998 er allt landið

skipulagsskylt. Þannig þarf að skipu leggja

allt landrými sem tilheyrir sveitarfélögum

en ekki eingöngu þéttbýlisstaði eins og var

áður. Þar á meðal er miðhálendi Íslands sem

öldum saman var óþekkt og dularfullt en

nú eru eyðisandar, urðir og hraun kortlögð,

skipulögð og skráð. Einnig þurftu sveitarfélög

að deiliskipu leggja niður í smæstu

einingar innan þéttbýlis þar sem framkvæmdir

eru fyrirhugaðar, í grónum hverfum

sem nýjum.

Með skipulagslögum fyrir allt landið fylgir

spurning um hver ber ábyrgð, hefur rétt og

hverra hagsmuna á að gæta. Er hálendið

okkar allra, og á þá að skilgreina það á forsendum

meiri hluta íbúa? Eða þeirra sem

búa í aðliggjandi byggðum? Aukinn ferðamannastraumur

og nýting auðlinda hefur

knúið okkur til að taka afstöðu og skilgreina

áður lítt þekkta víðáttu á hálendi Íslands.

Við erum ekki lengur ábyrg aðeins fyrir

nærum hverfi okkar heldur líka óbyggðum

landsins og framtíð þess.

Opinberlega er hlutverk skipulags að

tryggja að land sé nýtt á hag kvæman hátt

með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Það á

að huga að hags munum almennings þegar

sameinast er um heildstæða stefnu en

varast á að land og réttindi verði markaðsvæðingunni

að bráð. Kröfur fjárfesta um

skjótan gróða samrýmast ekki alltaf markmiðum

um margbreytilegt og sjálfbært

borgarsamélag.

Tilhneigingin er að kerfisvæða alla hluti

og hólfa niður. Er það rétt að mótun umhverfis

okkar sé í svo miklum mæli í

höndum fárra sérfræðinga og treyst sé á

staðl aðar aðferðir? Kerfið verður að viðurkenna

breytileika mann lífsins og gefa

svig rúm fyrir ólíkar skoðanir. Það þarf

umfram allt að miðast út frá mann eskjunni,

umhverfi og langtíma mark miðum. Tæknilegar

lausnir eru út færslur á markmiðum

en ekki for senda skipulags.

Ef kerfið er einungis unnið af fræðingum og

stjórnað af pólitík nær það aldrei að þróa

byggð á forsendum samfélagsins. Á undanförnum

árum hafa verið gerðar tilraunir til

að auka aðkomu almennings að skipulagi.

Raun hæfara er að búa til ramma og setja

markmið en að fastmóta skipulag.

Magnea Guðmundsdóttir

Gott plan?

26


Við getum ekki ákveðið hvernig fólk lifir í borgum

til fram tíðar en við getum búið til umgjörð þar sem

mann líf þrífst. Hlutverk sérfræðinga og yfir valds

er að setja hluti í samhengi, finna lausnir og

styðja við þarfir samfélagsins. Til að auka aðkomu

almenn ings þarf að tryggja aðgengi að upp lýsingum

og hlúa að dínamísku sambandi yfirvalda

og almenn ings. Aðferðir þurfa að vera í stöðugri

endurskoðun þannig að síbreytilegu borgar umhverfi

sé haldið við. Næsta Aðalskipulag Reykjavíkur

gæti kallast Umgjörð Reykjavíkur 2030–2050

og verið eins og góð foreldrahandbók. Þar eru

línurnar lagðar, skapaður skýr rammi sem þó leyfir

sveigjanleika og rúm fyrir mistök og þroska. Að

leiðarljósi er borg sem fær að dafna á sínum eigin

forsendum, forsendum borgarbúa.

1 Ásgeir Jónsson, Byggðir og

búseta – þéttbýlismyndun á Íslandi,

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2002,

bls. 44.

2 Sigríður Kristjánsdóttir, Þróun

byggðar út frá náttúrufarslegum

forsendum, Landbúnaðarháskóli

Íslands, 2005, bls. 212.

3 Ásgeir Jónsson, Byggðir og

búseta – þéttbýlismyndun á Íslandi,

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, 2002,

bls. 11.

4 Sigríður Kristjánsdóttir, Þróun

byggðar útfrá náttúrufarslegum

forsendum, Landbúnaðarháskóli

Íslands, 2005, bls. 214–215.

5 Ásgeir Jónsson, Byggðir og

búseta – þéttbýlismyndun á Íslandi,

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands,

2002, bls. 17.

6 Trausti Valsson, Skipulag byggðar

á Íslandi, Háskólaútgáfan, 2002, bls.

118–124.

7 Guðmundur Hannesson, Um

skipulag bæja, Árbók Háskóla Íslands,

1916, bls. 52–70.

8 Trausti Valsson, Skipulag byggðar

á Íslandi, Háskólaútgáfan, 2002, bls. 128.

9 Sigríður Kristjánsdóttir, Þróun

byggðar útfrá náttúrufarslegum forsendum,

Landbúnaðarháskóli Íslands,

2005, bls. 210.

10 Trausti Valsson, Skipulag byggðar

á Íslandi, Háskólaútgáfan, 2002, bls.

133–139.

11 Trausti Valsson, Skipulag byggðar

á Íslandi, Háskólaútgáfan, 2002, bls.

144–148.

12 Trausti Valsson, Skipulag byggðar

á Íslandi, Háskólaútgáfan, 2002, bls. 160.

13 Aðalskipulag Reykjavíkur 2010–

2030, Crymogea, 2014.

27 Gott plan?

Magnea Guðmundsdóttir


Modern Times

Úr verksmiðjunni á geðveikrahælið


Gabriel Markan

Kvikmyndin Modern Times (1936) eftir Charlie Chaplin fjallar um

„flæking“ sem þarf að þreyta margar raunir í bandarískri stórborg

á tímum krepp unnar miklu sem geysaði á millistríðsárunum, með

til heyrandi atvinnu leysi og fátækt. Framvinda kvik myndarinnar er

að nokkru drifin áfram af flutningi flæking sins frá einni stofnun til

annarar, en mis munandi ögunar- og eftirlits kerfi birtast í þessum

stofnunum. Í upphafi mynd arinnar fyllir klukka skjáinn og fljótlega

sjáum við þéttan flokk af kindum sem skyndi lega breytist í flokk af

karlmönnum á leið til vinnu. Flækingur inn mætir þá einnig til vinnu

– í verk smiðju þar sem hann vinnur við færiband. Í verk smiðjunni má

greina fjölmörg ein kenni nú tímans (e. modernity) eins og þeim er lýst

í bók félagsfræð ingsins David Lyon Post modern ity 1 þar sem hann

leitast við að greina nútímann (sem hann staðsetur frá iðn byltingu

eða frönsku byltingunni til seinni heimsstyrjaldar) og svo eftirnútímann

(e. modernity – sem varir þá frá seinni heims styrjöld og

til okkar daga), og eru þessi ein kenni meðal annarra: áhersla á framleiðni,

afköst, sérhæfingu og aukið eftirlit. Ætlunar verk mitt hér er

þá að rýna stuttlega í kvik myndina út frá kenningu franska heimspekingsins

Michel Foucault um Alsæið (e. Panopti con), en Foucault

dregur upp mynd af því hvernig aðferðarfræði valdakerfis ins þróast

úr því að vera ber sýnilegt og refsi miðað yfir í látlausra form ögunar

og eftirlits í nútím anum, og styðst þar m.a. við reglugerð frá lokum

17. aldar – eins konar hamfara viðbragðs áætlun gegn útbreiðslu

plágunar. Og síðar við Panopticon, fang elsið sem hannað var af

heimspekingnum Jeremy Bentham, sem má sjá sem eins konar

milliáfanga þess að eftirlit og ögun sem valdið tók að sér að inna

að hendi færði sig að talsverðu leitu frá sérskipuðum stofn unum

yfir á ein staklinginn sjálfann – í formi sjálfsaga.

Úr verksmiðjunni á geðveikra hælið Flækingurinn byrjar ferða lag

sitt sem starfsmaður við færi band í verk smiðju. Þar er hann undir

stöð ugu eftirliti og yfirmað urinn hefur færi á því að vakta alla starfsmenn

og gæta þess að fram leiðni sé í hámarki – meðal

annars með því að auka hraðann á færi bandinu sýnist

honum svo. Hvergi verður komist undan augnarráði

yfirmannsins, salerni starfsmanna er þar ekki undanskilið.

Valdið gengur fram með offorsi og nær ákveðnu

há marki þegar sjálfvirk mötunar vél er tekin til reynslu á

Flæking num, í von um að þar með verði hægt að fella

niður matartíma starfs manna í þágu aukinnar skil virkni

og afkastagetu. Þessi upp finning og Panopticon Benthams eiga rætur að

rekja til sömu hug myndafræði. Báðar lausnirnar miða að aukinni hagkvæmni

– án þess að fjölga þurfi starfsmönnum, heldur fækka þeim þess

heldur – og gera það, mis ber sýnilega, á kostnað mann úðar og mannlegra

samskipta. Þetta ásamt hraða og heraga verk smiðju nnar ber Flækinginn

ofurliði. Vél búnaðurinn bókstaflega gleypir hann, og skolar honum niður

milli tann hjólanna – og út aftur. Þegar honum er síðan bjargað úr vélinni

virðast kynni hans af innviðum stofnunar innar hafa opnað augu hans gagnvart

valdinu. Hann virðist í fljótu bragði hafa misst vitið, en framferði hans

er mögulega til marks um meira en skyndilega geðveiki. Brjálæðisleg

Hvergi verður

komist undan

augnarráði

yfirmannsins ...

29 Modern Times: Úr verksmiðjunni á geðveikrahælið Gabriel Markan


hegðun flækingsins er ekki síður séð sem

andóf gegn valdinu og ein kennum verksmiðjunnar

(sem einnig eru einkenni nútímans),

og valdið bregst við með því að

stimpla hann geðveikann og setja hann þar

af leiðandi inn á geðveikra hæli. Þar höfum

við skýrt dæmi um við bragðs tækni valdsins

gegn hinu afbrigði lega og minnir þetta

okkur um leið á skrif Fou cault um geðveiki

(e. madness) 2 þar sem fram kemur hvernig

geðveiki er skilgreind út frá efnahagskerfi og

formgerð hvers sam félags hverju sinni.

Kerfið hefur þá einnig gildis fellt andóf

Flækingsins með því að greina hann sem

geðveikan. Með endur hæfingu er þá möguleiki

á að gera úr honum nýtan þjóðfélagsþegn

á ný. Og það verður úr: eftir „endurhæfinguna“

á hælinu kemur fram að

Flæk ingurinn sé orðinn heilbrigður, það

er að segja tækur til vinnu á ný.

Fangelsið Flækingurinn kemur oft við

sögu lögreglu valdsins og stundum réttilega

svo (sam kvæmt innra siðferði myndarinnar).

En í fyrsta skiptið sem hann er vistaður

í fangelsi er hann ranglega ásakaður.

Innilokunin reynist honum hins vegar vel

og hann biður um að vera lengur í haldi

þegar til stendur að sleppa honum lausum.

Sú beiðni sætir lítillar furðu, hann virðist

frjálsari þar inni en á gólfi verk smiðju nnar.

Flækingurinn situr við dægur lesningar,

fuglar syngja fyrir utan gluggann á fangaklefanum

og „tíminn“ er víðsfjarri –

klukkan sem við sáum í upphafi myndarinnar

stjórna mannhafinu hefur engan

tilgang lengur. Fanginn er að mestu látinn

óafskiptur í sínum klefa. Sem gæti að endingu

veitt honum meira næði en ef hann væri

stöðugt undir árvökulu auga eftirlitsins úti

við. Hér má þá staldra við og líta á fang elsið

sem myndlíkingu. Foucault stillir upp Panopticon

annars vegar og dýfliss unni hins

vegar sem mismunandi sniðum af eftirlitsog

ögunar kerfum í samfélaginu. Í kvikmynd

inni Modern Times er verksmið junni

stillt upp á móti fangelsinu. Bæði kerfin

ein kennast vissu lega af frelsisskerð ingu og

það er erfitt að hampa öðru þeirra fram yfir

hitt. Valið stendur á milli þess að lifa við

þann stöðuga mögu leika að vera undir

augnaráði valdsins og vera sífellt á nálum

– beita sig sjálfsaga eftir forsendum valdsins

eða vera stimplaður geðveikur. Og hins

vegar að lifa við kerfi þar sem mörk valdsins

eru skýrari og gróf skornari, þar sem

reglu virkið nær ekki inn fyrir sálarlíf einstak

lingsins heldur situr það umhverfis

hann eins og landamæri og megin krafan

er sú að yfir þau verði ekki stigið. Allt þetta

minnir síðan enn og aftur á skrif Foucault,

þegar hann endar grein sína um Alsæishyggjuna

á að spyrja spurningar sem Modern

Times virðist einmitt einnig taka til skoðunnar:

„Er það nokkuð undravert að fangelsið

líkist verksmiðjum, skólum, her búðum,

spítölum, sem aftur líkjast fangelsum?“ 3

1 Sjá: David Lyon, Postmodernity,

önnur útgáfa, University of Minnesota

Press, 1999.

2 Sjá: Michel Foucault, Madness

and Civilisation.

3 Michel Focault, Alsæishyggja,

Alsæi, vald og þekking, Garðar

Baldvinsson ritstýrði, Reykjavík,

Bókmenntastofnun HÍ, 2005, bls. 169.

Gabriel Markan

Modern Times: Úr verksmiðjunni á geðveikrahælið

30


Maður, náttúra,

rannsóknir &

miðlun

„Það verður mjúkt og loðið.“

– Salvador Dalí um framtíð arkítektúrs sem svar við Le Corbusier


Það er loks nú sem heimurinn

virðist vera að vakna.

Eftir áralanga báráttu

„hippa“ á sjöunda áratug

síðustu aldar til að koma af

stað vitundavakningu varðandi

meðferð mannsins á

auðlindum heimsins þá er

það loksins núna sem slík

meðvitund er byrjuð að

smokra sér inn í almenna

umræðu. Þó er enn langt

í land þar til raunveruleg

breyting á eftir að eiga sér

stað. Og þá kannski sér

í lagi í hinu pólitíska umhverfi.

Þó má sjá örla fyrir

slíkum breytingum bæði

í Þýskalandi og Noregi þar

sem umræða um gjaldtöku

á nýtingu á auðlindum til

iðnaðar er til staðar ásamt

stefnumótun sem setur

í forgang sköpun á vistfræðilegri

hönnun. Yfir gnæfandi

meirihluti heims ins

er þó enn fastur í gamalli

hagfræði og úreltu iðnaðarmódeli

– og endur tekur

sömu mistökin aftur

og aftur.

Garðar Eyjólfsson

Það er því ekki að ástæðulausu

sem hönnuðir eru

byrjaðir að bregðast við

þessari þróun. Forgangsröðun,

vinnuferlar og markmið

hönnunar eru í stanslausri

endurskoðun og

endur skilgreiningu.

Áhersla gamla iðnaðarkerfisins

á útkomuna

sjálfa – vöruna til sölu

og örvunar á hagkerfi

– hefur færst yfir á

algera yfirhalningu á

ferlinu sjálfu þar sem

hvert skref er opið fyrir

gagnrýni út frá siðfræði

legum, vísindalegum

og öðrum sam félagslegum

forsendum. Það er

undir þessum nýju for sendum

sem hönnuðir reyna

fara fram úr einskonar

hermun á náttúrulegum

ferlum. Þeir vilja nýta sér

náttúrulega ferla til sköpunar

og fullnýta vist fræðilega

möguleika náttúrunnar

frekar en að vinna gegn

vist kefinu og náttúrunni.

Það er í þessu samhengi

sem hönnuðir eru að leita

sífellt meira og meira í

sam starf við raun vísindamenn,

þá sérstaklega á

sviði náttúru-, efna- og

eðlis fræði. Þessi að ferðafræði

er í algjörri mótsögn

við heimssýn tuttugustu

aldarinnar sem snérist um

að yfirbuga og fullnýta

nátt úruna, temja hana sér

í hag eða buga, yfirleitt á

forsendum tækniþekkingar

og fjárhagslegs ávinnings

og án samtals við siðfræði

og heimspeki. Tengsl

manns og náttúru mætti

kalla eilífðarþema sem við

manneskjur rembumst

sífellt við að endurskilgreina

aftur og aftur. Þessi tengsl

hafa jafnframt verið umfangsefni

í listum svo lengi

sem elstu menn muna.

Hingað til hefur nálgun við

þemað verið á frekar grunnhyggnum

grundvelli. Listin

hefur leitast við að endurgera

náttúruna með skírskotun

og notkun á merkjafræði,

efnislegar tjáningar

í þeim tilgangi að vekja upp

óhlutbundnar tengingar

við náttúruna. Það er

kannski ekki fyrr en núna

sem grund völlur fyrir dýpri

nálg un hefur myndast. Eins

og iðnbyltingin gaf forsendur

fyrir fjölda framleiðslu

og html-kóðar gáfu

forsendur fyrir útbreiðslu

stafrænnar byltingar, þá

hefur stafræn bylting gefið

forsendur fyrir auknu aðgengi

að þekkingu og rannsóknum

en ekki síður skilgreint

mikilvægi rannsókna

fyrir samkeppnishæfni

landa nú og í framtíðinni.

Sú breyting sem mest hefur

haft áhrif á þessa þróun er

samruni faga og fagþekkingar,

þá sérstaklega samstarf

eða hjónaband raunvísinda

og félagsvísinda

með hönnuðinn eða listamanninn

á milli sín. Sem

dæmi má oft sjá beina

nýtingu á náttúru-, efnaeða

eðlisfræðirannsókna

sett í beint samhengi við

menningu mannsins, hvort

sem það er arkitektúr,

framleiðsluferli, sköpun á

nytjahlutum eða í þekkingu

á formi bóka og sýninga þar

sem einnig er notast við

vitneskju skapaða af heimspekingum,

mann fræðingum,

sálfræðingum og

svo framvegis. Við sjáum nú

fram á afturhvarf til endurreisnartímabilsins

þar sem

listamenn og arkitektar

voru einnig vísindamenn

– eða tímabilið áður en

vísindabyltingin á átjándu

öld tók öll völd og ýtti

einstaklingum út í ofur

sérhæfðar rannsóknir. Það

eru þessi einkenni samtímans

sem hafa sprengt

upp hefðir innan hönnunarferlsins

og sett spurningar

við náttúrlega efnishringrásir

og inngrip

33 Maður, náttúra, rannsóknir & miðlun

Garðar Eyjólfsson


mannsins þar. Og véfengt

áhrif iðnvæðingar á samband

mannsins við þá hluti/

arkitektúr sem hann notar

og sett fram annarskonar

hagfræðikerfi á brunarústir

iðnaðarkerfis. Fókusinn fer

nú allur af hlutnum eða

loka afurðinni og yfir á

ferillinn sjálfann – og varpar

um leið ljósi á þá staðreynd

að það er enginn hlutur til í

sjálfu sér heldur sprettur

hann úr kerfi og er því aðeins

afleiðing þessa kerfis.

Officina Corpuscoli –

Maurozio Montalti

Maurozio Mont alti er

ítalskur hönnuður sem

hefur eytt síðustu árum í

rann sóknir á sveppum og

tengt við ýmsar mennskar

athafnir. Montalti vinnur

alltaf með raunvísindamönnum

(til dæmis

sveppafræðingi) og öðrum

fræðimönnum til sköpunar

á verkum sínum en verkin

eru oftast gerð í tengslum

við miðlun á þekkingu í

sýningar- eða bókaformi.

Montalti hefur með miðlun

sinni og vinnuferli náð að

stað setja notkun sveppa

á mjög áhugaverðan hátt

– þar sem verkin hans

spyrja oft fleiri spurninga

heldur en þau svara. Um

leið varpa þau ljósi á þá

framtíð sem bíður okkar

og hvaða breytingar við

verðum að hrinda af stað

eða takast á við. Verk

Moltalti sýna tengsl efna

og umbreytingu þeirra en

Montalti hefur rannsakað

sérstaklega tengsl sveppa

og iðnaðarplasts þar sem

hann hefur leikið sér að því

Garðar Eyjólfsson

að skipta út iðnaðar plasti

í hinum ýmsu verk ferlum

fyrir sveppi ásamt því

mynd gera þá staðreynd að

sveppir eru einna bestir í að

umbreyta plasti aftur í sín

náttúrulegu grunnefni.

CaCO3 – Thomas Vailly

Thomas Vailly vinnur gagngert

með raun vísinda mönnum

og hefur staðsett verk

sín í sköpun á fram leiðsluferlum

með náttúr unni. Verk

hans ganga út á sköp un á

verkferlum sem inngrip í

stærri náttúru legar hringrásir.

Í nýlegu verki vann

hann með jarðfræðingi með

vinnslu á jarðvarma holum

til föngunar á stein efni.

Í rannsókn sinni blandaði

hann saman þrí víddarprenttækni

til sköpunar á

strúktúrum sem steinefni

uxu utan á. Verk Vailly varpa

ljósi á fegurð og fram tíðarmöguleika

þess að vinna

meira með nátt úrunni til

sameigin legrar sköpunar.

Með verkum sínum gagnrýnir

Vailly bæði staðlaða

iðnaðarferla ásamt því að

staðsetja sig og verk sín í

mögulegri framtíð.

Local River – Mathieu

Lehanneur Með rannsókn

sinni á „aquaphonics“ ákvað

Lehanneur að myndgera

dýnamískt samband lífvera

í einu manngerðu kerfi.

Plöntur og fiskar lifa saman

í kerfi Lehanneur þar sem

plönt urnar fá næringarefni

frá fiskunum sem síðan sía

og súrefnisfylla vatnið fyrir

fiskana. Verkið endur speglar

staðbundna fæðukeðju

ásamt því að koma til móts

Maður, náttúra, rannsóknir & miðlun

við aukna þörf mannsins

á eldisfiski vegna ósjálfbærra

veiða okkar í sjónum.

Einnig sýnir verkið fram á

möguleika þess að vinna

með náttúru kerfum til fullnýtingar

á afgangsefnum.

Það má segja að í þessari

hreyfingu sem hér hefur

verið lýst vinni hönnuðurinn

eins konar þekkingarbrú

milli raunvísinda og hugvísinda

sem setur þekkingu

í samhengi og sýnir okkur

sem áhorf endum möguleikana

og fegurðina í lífinu

og náttúrunni. Hönnuðurinn

getur þá til að mynda varpað

ljósi á flókin sam bönd

stjörnuryks og umbreytingu

þess ásamt því að deila

vitn eskjunni með sér og

gefa öðrum innsýn í þessa

þekkingu og framtíðina.

Hönn uðurinn velur þá

gjarnan annars konar tæki

til miðlunar á þekkingu og

ferlum en einungis texta. Þá

má nefna að oft staðsetur

hann sig milli þess raunverulega

og óraun verulega,

nútíma og framtíðar, staðreynda

og skáldskapar.

Hönnuðurinn leitast við

að setja leik reglur sam félagsins

í samtal þar sem

umræðu efnið er oftar en

ekki erfið og óskýr málefni.

Án þess að fara djúpt inn á

rannsóknarsvið hefð bundinna

háskóla þá tel ég

óhætt að segja að hefðbundin

miðlun á þekkingu

er oftar en ekki bundin við

texta eða skýrslur – miðlun

sem fáir einstaklingar hafa

gott aðgengi að og erfitt er

að gera sýnilega án mikillar

að stoðar, svo sem með

34


interneti, video-tækninni, myndum,

sköpun á verkferlum, tækjum,

tólum og hlutum til sýninga svo

eitthvað sé nefnt. Allt eru þetta

hins vegar miðlunartæki sem

hönnuðir hafa tekið traustataki og

eiga að hafa góða stjórn á. Mikilvægast

af öllu er þó að minna á

áhrifamátt óháðra rannsókna þvert

á fögin. Að sam hengi rannsóknarinnar

sé ekki fyrirfram ákveðið

vegna fags, hags muna, tæknimöguleika

eða hefða. Hönnuðurinn eða

listamaðurinn verður að hafa frelsi

til að athafna sig og velja þekkingunni

viðeigandi samastað.

Þannig fær verkið meiri vigt í samfélagsumræðunni

og ýtir áfram

frekari þróun og verðmæta sköpun

– efnahagslegri sem og samfélagslegri.

Þá má geta þess að rannsóknin

sem birtist í verki Thomas

Vailly CaCO3 var óháð í byrjun

verk efnisins þar sem hönn uðurinn

var einungis að leika sér með þekkingu

í leit að sam hengi. Verkið

miðlar einungis verkferli og sýnir

möguleika án þess að gefa til kynna

fjárhags legan ágóða. Það var ekki

fyrr en á seinni stigum rann sóknarinnar

sem fjárhagslegur ágóði kom

til sögunnar þegar Vailly setti verkferilinn

í samhengi við arkitektúr

með hugmynd á þróun á múrsteini

sem kemur til með að þurfa 60–70%

minna efni til að gera sama gagn og

hefðbundnir múr steinar. Því má

segja að mikilvægt sé að leyfa

rannsóknarvinnu hönn uða að vera

óháð og að treysta verður sjálfu

ferlinu til þess að skapa raunverulegt

nýnæmi og verðmæti. Það

er ekki að ástæðu lausu að þessir

einstaklingar hér að ofan eru að

vinna að þessum verk um. Verk

þeirra eru afleiðingar pólitískrar

stefnu. Þar sem þessi verk eru

framkvæmd hefur ríkt pólitískur

skilningur á mikilvægi og verðmætum

sem felast í óháðum

rannsóknum. Og leita stjórnvöld þá leiða til þess

að upphefja og stefna saman ólíku fólki sem getur

unnið saman. Það erfiða en jafnframt magnaða við

óháðar rann sóknir er að allir aðilar verða að teysta

ferlinu til sköpunar á nýnæmi og verðmætum. Það

er eins og áður hefur komið fram: verðmætin eru

ekki gefin í upphafi ferðar.

Það er því nokkuð ljóst þegar hingað er komið að

tækifæri framtíðarinnar á sviði rannsókna og þróunar

verða háð því hvort við sem samfélag höfum

hugrekki til þess að taka stökkið til stuðnings

óháðum rannsóknum og leyfum því samhengi sem

finna má á Íslandi að skapa sér sinn eigin virðisramma

á sínum eigin forsendum. Forðast verður

þá tilhneigingu til að gefa upp niðurstöður í upphafi

verkefnis í von um að það „selji“ ótil greindum

að ilum „virðið“ í verk efninu. Það leiðir til þess að

við sitjum föst í fyrir fram gefnum niðurstöðum og

þjón ustu við ákveðna hags muni. Dusta verður

rykið af hugtakinu traust og gefa þessari aðferðafræði

tækifæri til að auka virði rannsókna og

þróunar fyrir samfélagið í heild sinni. Leita skal

leiða til að steypa saman þrenningunni: raunvísindum,

hugvísindum og listum – með það að

markmiði að upphefja rann sóknir og þróun með

raunverulega nýsköpun að leiðarljósi í stað þröngt

skil greindrar tilgátu og jafnvel fyrirframgefinnar

niðurstöðu. Okkar mesta hindrun en jafnframt

stærsta tækifæri liggur þó í að mynda samræðu

þekkingar og sam félags með hinum ýmsum miðlum,

sýningarhaldi og útgáfu ýmiskonar. Að skapa

sýnilegar brýr milli þekkingar og samfélags.

Garðar Eyjólfsson

Maður, náttúra, rannsóknir & miðlun

36


Staðganga


Í þessari grein er litið á hreyfing ar og hugmyndir sem notast

ekki við hefðbundnar baráttuaðferðir til að breyta hugarfari

og gildismati. Þess í stað er um að ræða nýja formgerð hönnunarverkefna

þar sem áhersla er lögð á að útfæra aðlaðandi

kerfi af nýjum toga með umbreytingu efna, sköpun goð sagna

og frásagnar tengdri hönnun. Við leggjum til að hér verði

notað hugtakið staðganga eða stað gönguhugsun til að lýsa

þessum fjöl mörgu hönnunar verkefn um sem miðast að því

að breyta framleiðslu- og neyslu venjum okkar á framsækinn hátt.

Stað ganga í hönnun vekur hrifningu almennings líkt og töfrabrögð.

Ég tek bæði dæmi úr efnisfræði og matvælarann sóknum.

Fram setningin fylgir þremur megin slóðum: hugsun í anda hringlaga

kerfa, tilraunum með staðgönguefni og vanga veltum um

leiðir til að miðla upplýs ingum um þessar til raunir. Gegnum

tilviks rann sóknir sem skýra þessi umfjöllunarefni eru áhrif hönnuða,

fram leiðenda og neyt enda sem taka þátt í stað göngu starfi

íhuguð. Hugmyndirnar þróuðust einkum í vinnu með nemum

í vöru hönnun og sam starfs fólki hjá hönnunardeild LHÍ í tveimur

námskeiðum:

Thomas Pausz

1 Spiritúalismi, handverk og úrgangur (sumar 2014)

2 Matvælakerfi og tækni (haust 2014)

Staðgönguhugsun í Matvælaiðnaðinum Yfirborðsstaðganga:

yfirborð/áferð/bragð Þegar er komin hefð fyrir framleiðslu

efna sem koma í staðinn fyrir kjöt í markaðs kimunum

fyrir grænmetisfæði og vegan-mataræði. Þessi framleiðsla

á eftir að eflast og ná inn á meginmarkaðinn á komandi árum

þar sem hámarki í kjötframleiðslu hefur verið náð. Stór tæknifyrirtæki

eins og Google og Microsoft eru nú þegar byrjuð

að fjárfesta í því sem kallað er „MATVÆLI.02“: umfangsmiklu

framtaki til að umbreyta öllu matvælakerfinu með því að framleiða

háþróuð staðgönguefni.

Í nýlegri grein í franska tímaritinu Le Nouvel Observateur 1 kannar

höfundurinn nokkur fyrirtæki sem taka þátt í þessum tilraunum:

Beyond Meat er til dæmis fyrirtæki sem framleiðir „kjöthakk“

eða „kjúklingabringur“ með því að nota eingöngu prótín úr gulum

baunum. Það er ekkert nýtt við framleiðslu ferlið enda hafa úlfabaunir

lengi verið vel þekktur prótíngjafi. Helsta byltingin felst

aftur á móti í markaðssetningunni.

Við segjum ekki að við framleiðum grænmetisfæði.

Við segjum að við framleiðum kjöt. Hins vegar kemur

þetta kjöt annars staðar frá og krefst ekki ræktunar

í stórum stíl og illrar meðferðar á dýrum. Við erum

að endurskilgreina hugmyndina um kjöt.

Þannig orðar framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Varun Singla,

þessa nálgun.

Thomas Pausz

Staðganga

38


Í þessari staðhæfingu sem virðist frekar einföld: „við framleiðum

kjöt“ birtist hin gagngera nýbreytni sem matvælaiðnaður

framtíðarinnar felur í sér. Þetta

snýst ekki um að breyta venjum neyt enda

með því að reyna að sannfæra þá um að

til einka sér nýjar skoðanir á grundvelli

siðfræði eða rök færslu. Þvert á móti er

hugmyndin sú að veita neytand anum

öryggi með því að endur skapa fullkomin

staðgönguefni, til að við getum haldið

áfram að borða „hamborgara“ eða „kjúkling“

án þess að þurfa að sætta okkur við

ólíkt bragð eða áferð stað göngu efnisins

(endur sköpun full kominnar áferðar

matvæla er nýjasta áskorunin þar sem

efna greining hefur nú þegar afhjúpað

leyndar mál bragðsins). Styrkur yfirborðsstað

göngu af þessu tagi felst í því að hana

þarf ekki að setja fram sem róttæka

breyt ingu. Reyndar er athyglis vert að

staðganga kemur oft fyrir í mataruppskriftum

– ef þetta er ekki til má nota hitt

í staðinn, en í grunninn er upp skriftin sú

sama. Þetta samstarf mat væla iðnaðarins

og tækni geirans á eftir að breyta matvæla

kerfinu, en verður það í raun inni

til bóta?

Frá arfa til auðæfa: hvernig gúmmí er

unnið úr rússneskum fíflum

1 Ræturnar eru látnar liggja í heitu

vatni til að fjarlægja óhreinindi

2 Hýði rótanna er fjarlægt með

porstulínskúlum

3 Ræturnar eru aftur settar í vatn,

við það skilur gúmmíið sig frá og

flýtur á yfirborði vatnsins

4 Gúmmíið er fleytt ofanaf vatninu

og að lokum þvegið til að fjarlægja öll

óhreinindi

5 Gúmmíið er 95% hreint og tilbúið

til vinnslu

Djúpstaðganga Gjörólík nálgun við að breyta venjum

í tengsl um við matvæli kemur fram hjá kokkinum og

rithöfundinum Dan Barb er í bók hans frá 2014, The Third

Plate, Field Notes on the Future of Food. 2

Bókin hefst með sjálfs gagnrýninni skoðun á núverandi

venjum í matargerð með lífrænt ræktuðum mat vælum:

Að skipta út öllu hráefni á matseðlum fyrir lífrænt ræktað

hráefni frá heimaslóðum er vitaskuld af hinu góða. Barber

færir þó rök fyrir því að þetta dugi ekki til og sé ekki sjálfbært.

Hann heldur því fram að til lengri tíma litið skapi

þessar aðferðir svipað ójafnvægi og skapast við þær einsleitu

ræktunaraðferðir sem nú eru stundaðar og muni

þrýsta á býli sem stunda lífræna ræktun að útvega vinsælustu

hráefnin í stað þess að framleiða það sem eðlilegt

er að framleiða í nátt úrulega vistkerfinu á hverj um stað.

Vinsældir lífrænt ræktaðs grænmetis og ávaxta, sem eru

þó að eins 10% af allri mat væla framleiðslu, yfirskyggja til

dæmis hinn gríðarlega vanda sem steðjar að korn rækt

(hveiti, spelt, maís).

39 Staðganga

Thomas Pausz


Barber leggur þess í stað til að kokkar og

eldhús á hverj um stað lagi sig að því sem

hentar býlunum og vist kerfinu best og að

við endur skoðum frá grunni hvað við setjum

á diskinn okkar: „Matar gerðin ætti að

þjóna landslaginu.“ Þessar hug leiðingar

skila sér í róttækum niðurstöðum:

1 Veitingahús ættu yfirleitt ekki að

bjóða upp á mat seðil heldur þess í

stað breyti legan lista yfir hráefni sem

gestirnir blanda sjálfir saman í samræmi

við eðli leg hlutföll: nota þær til teknu

korntegundir sem rækt aðar eru á

staðnum og nýta alla hluta slátur dýranna,

ekki bara bestu bitana. Þannig

endur speglar rétturinn árstíðina, umhverfið

og sögu þess.

2 Kornið er aðaluppistaða matar gerðarinnar,

ef til vill með smávegis kjöti til að

bragðbæta og stundum litlum grænmetis

réttum sem meðlæti (en ekki öfugt).

Þegar ég les þessa bók sem hönnuður

kemst ég ekki hjá því að yfirfæra þennan

hugs unarhátt á framleiðslu- og vinnsluumhverfi

annarra hluta, sem á við svipaðan

vanda að etja og mat væla kerfið. Hvað

myndi „enginn matseðill“ þýða í því samhengi?

Getum við ímyndað okkur stað þar

sem fólk fær aðgang að árstíða bundnu efni

af heima slóðum og hönnuðir búa til hluti

úr þessu efni? Við slíkar að stæð ur myndu

efnis fræð ingar, hönnuðir og hand verks fólk

vinna saman að því að búa til vörur á

heimaslóð um í samræmi við tiltækar auðlindir

og raun verulegar þarfir í stað þess að

sækja til risavaxinna nafnlausra efnisbirgða

stöðva og alþjóðlegra vöru merkja.

Staðganga utan matvælaiðnaðarins

Fyrsta ástæðan til að skipta út efni er að

skipta yfir í efni sem fæst nær heima slóðum,

af þeirri aug ljósu ástæðu að þannig

má spara flutn ings kostn að og minnka

vist spor. Eitt dæmi sem kemur aftur og

aftur upp í sögunni er leitin að nýjum

auð lindum á heimaslóðum til að búa til

gúmmí með öðrum hætti (venjulega er það

búið til úr latexi sem fæst úr gúmmí trjám).

Í kalda stríðinu var gert mikið átak í að

fram leiða annars konar gúmmí bæði í

Banda ríkjun um og Sovétríkjunum, þar sem

báðar þjóðir vildu draga úr þörfinni fyrir að

reiða sig á innflutt náttúru legt latex. Fíflar

sem uxu á heima slóðum voru vinsæl asta

stað göngu efnið og um tíma voru milljónir

fjárfestar í að rannsaka og rækta þá. Í

sagnfræðiriti sínu, Growing American

Rubber, Strategic Plants and the Politics of

National Security (2009), rekur Mark Finlay

sögu þess arar leitar þar sem meðal annars

koma fyrir „Thomas Edison, Henry Ford,

þekktir grasa fræð ingar, smábændur á

Hawaii og al mennir borgarar, sem allir

lögðu sitt af mörkum í leitinni að

efnahagslegu sjálfstæði … “

Þótt gervigúmmí hafi verið mikið notað frá

miðri 20. öldinni er bíla iðnaðurinn nú farinn

að líta á ný til rann sókna á fíflum, þar sem

eftir spurn eftir gúmmíi um heim allan

verður fljótlega meiri en núverandi framleiðsla

annar. Ford fyrir tækið er til dæmis

með heila rannsókna- og þró unar deild

vís inda manna og hönnuða sem eru nú að

skoða aðra möguleika í gúmmíframleiðslu.

Efnavinnsluráðið: Fordæmi úr sögunni

Við rannsóknir á skapandi nýtingu efna

í land búnaði rákumst við á hinn einstaka

George Washing ton Carver. Hann vann

við land búnaðar störf og gerði tilraunir

með ræktun nýrra nytjaplantna og notkun

úrgangs úr hefðbundnum nytja plöntum til

að skapa ný vinnsluferli og af urðir. Hann

stofnaði Efna vinnslu ráðið (e. the Chemurgical

Council), sem skrifaði fréttapistla í því

skyni að upplýsa bændur um þessar tilraunir

löngu áður en hug myndin um opnar lausnir

(e. Open Source) fæddist. Hans helsta takmark

var að auka tekjur og bæta félagsleg

skilyrði smá bænda með því að:

1 Stuðla að fullnýtingu uppskerunnar

(hann varð þekktur fyrir að gefa út

handbók um 100 mis munandi afurðir

sem hægt væri að búa til eingöngu úr

jarðhnetum).

Thomas Pausz

Staðganga

40


Umbreytt landbúnaðarvél til að reyta illgresi á

viðkvæmum akri (af www.farmhack.net).

2 Búa til ný kerfi til að nýta auðlindir

sem almennt var litið á sem úrgang í

mat vælaiðnaðinum og hóf af þessum

sökum tilraunir með óhefðbundið

eldsneyti sem gilda enn í dag.

3 Sporna gegn einsleitri ræktun og

nytjaplöntum sem aðeins gagnast í

einum tilgangi.

Efnavinnsluráðið starfaði á árunum 1950

til 1977. Með limir þess hönnuðu mörg

óhefðbundin vinnsluferli og afurðir sem

stað göngu efni fyrir tilbúin efni, sem enn

eru notuð í dag (þar af er laxerolía sú sem

hefur fjöl breytt asta notagildið og hnetusmjör

sú vinsælasta).

Undir lok 6. áratugarins tók hinn vaxandi

olíuefnageiri aftur á móti að hafa síaukin

áhrif á efna rann sóknir og land búnaðarstefnur.

Áhugi á efna vinnslu og fram leiðslu

í minni mæli ásamt þeim félagslegu gildum

sem henni fylgdu dvínaði. Ríkis stjórnir og

stórfyrirtæki lögðu áherslu á magn framleiðslu,

hámarks fram leiðni og hagnað, með

afleiðing um sem við þekkj um í dag: Dregið

hefur úr fjöl breytni nytjaplantna, nátt úruleg

næringarefni í jarð vegi hafa eyðst að

hluta til, sem skapar þörf á tilbúnum

áburði fyrir nytja plöntur, og landbúnaður

í smærri snið um berst í bökkum.

Þótt efnavinnsla hafi ekki notið

hylli um langt skeið varð hún þó

inn blástur fyrir ýmsa hugmyndafræði

sem lifað hefur áfram auk

nokk urra annarra hreyfinga. Ráðið

New Uses Council var beint afsprengi

hennar og starfar enn í dag

sem lítið hags munaráð án þess að

vera beinlínis viðurkennd stofnun

innan iðn aðar ins. Enn nýrri dæmi

sem endur spegla áherslur efnavinnslu

má finna hjá hreyfing um

eins og sam starfsnetinu Farm-

Hacking Network, vettvangi á

netinu þar sem sm ærri fram leiðendur

í land búnaði geta fund ið

opnar tækni lausnir til að aðlaga

og um breyta verk færum sem gerð eru

fyrir eins leita ræktun í stórum stíl þannig

að þau henti framleiðslu sem er smærri

í sniðum.

Úrgangur og hugmyndafræði í anda

hringlaga kerfa Efnavinnsluráðið hafði

þrjú megin markmið:

1 Úrgang ur sem auðlind;

2 Full nýt ing;

3 Breytileg notkun jarðvegs / tillit tekið

til vistkerfisins með fjöl breyttri ræktun.

Þessi markmið eru skil grein andi fyrir

vaxandi svið nú tíma hönnunar þar sem

stuðlað er að samþættingu náttúrulegra

og manngerðra fram leiðslu ferla í sömu

hringrás, þ.e. „hug mynda fræði í anda

hringlaga kerfa“.

Hugmyndin um að nýta úr gang á skapandi

hátt á sér langa sögu og nær til ýmissa

sögulegra fram leiðslu líkana, frá stað bundinni/hefð

bund inni framleiðslu yfir í gerviefna-/magnframleiðsluna

og þaðan yfir

í náttúrulega/vist væna framleiðslulíkanið.

Í ritgerð sinni, Synthetic Worlds, minnir

Esther Leslie okkur á að styrkur efnaiðnaðar

ins liggur ein mitt í þessari getu til

að nýta úr gang til að hámarka framleiðni:

41 Staðganga

Thomas Pausz


Hægt er að nota úrgang til að skapa aðra

verðmæta framleiðslulotu. Í þriðja bindi ritsins

Auðmagnið (þ. Das Kapital) eftir Karl Marx

fjallar hann um hvernig kapítalískir framleiðsluhættir

auka nýtingu úrgangsefna frá framleiðslu

og neyslu: „Eftirtektarverðasta dæmið um

nýtingu úrgangs er að finna í efnaiðnaðinum.

Hann nýtir ekki aðeins eigin úrgang, sem

fundin eru ný not fyrir, heldur einnig úrgang

úr mörgum öðrum iðngreinum. Til dæmis

er koltjöru, sem áður var nánast gagnslaus,

umbreytt í anilínlitarefni, og á síðari tímum

jafnvel í lyf.“

Úrgangur frá iðnaðarframleiðslu hefur einkum

verið nýttur á vett vangi efna iðnaðarins vegna

þess að hann fór vel með vinnsluferlum gervi efna.

Í seinni tíð hafa hönnuðir þó velt fyrir sér hvort

yfirleitt sé þörf á að nýta efnafræðilega vinn slu

til að umbreyta úrgangi. Lífræn hönnunar verkefni

snúast um að þróa staðgöngu bindiefni og -resín

til að breyta megi iðnaðarúrgangi í nýtanleg efni.

Þýska fyrir tækið Tecnaro hefur til dæmis rutt

braut ina með nýju efni sem eingöngu er unnið

úr úrgang sviði (þ.m.t. trjákvoðunni) og hægt

er að sprautu móta til að búa til íhluti sem krefjast

mik illar ná kvæmni. Hér á landi hafa nemar í vöruhönn

un við LHÍ unnið með úrgang úr matvælaiðnað

inum til að búa til pappír, plöntunæringarefni

og önnur ný lífbrjótanleg efni. Það sem er frábært

við þessi ferli er að þau virðast verða sífellt innbyggð

ari og sífellt færri íblöndunar efni eru notuð

við þau. Með fleiri tilraunum og einhverri fjárfestingu

frá iðnaðinum gætu þessi efni mögulega

komið í staðinn fyrir þau ólífbrjótan legu efni

sem fyrir eru.

Þessi nytjavísindi þróast samhliða nýrri hand verkshreyfingu,

þar sem verkfærin sem þróuð eru til að

búa efnin til gefa einnig kost á að upphugsa nýjar

leiðir til að móta þau og nýjar leiðir í hönnun.

Grundvallar spurningin nú snýst um stærð eða

umfang: Er næsta skrefið í staðgöngu þróun inni að

skapa breiðari vett vang þar sem þessi nýju efni og

vinnsluferli eru gerð að gengi leg og samnýtt innan

samfélagsins? Að öðrum kosti verða stað gönguefnin

áfram nýtt á vettvangi handverks í smærri

sniðum þar sem virði vörunnar eykst vegna þess

hve efnið er fágætt, en hættan er sú að hún falli

í gleymsku með hönnuðinum og tískunni.

Hvað með úrgang frá neyslu? Úrgangur

sem verður til við neyslu er

af tvennum toga: úreltir hlutir og

mannlegur úrgangur. Ólíkt iðnaðarúrgangi

gaf efna iðnaðurinn þessum

úrgangi lítinn gaum og allt kapítalíska

hagkerfið sömu leiðis. Fyrir því

má finna tvær ástæður:

1 Úrelding hluta er for senda

markaðs hagkerfisins.

2 Nútímahugmyndir um hreinlæti

sem lyfja iðnað urinn hefur

ýtt undir flokka úrgangs efni sem

óhrein indi sem réttast sé að fela

og urða eða skola niður.

Nú er í auknum mæli litið á úrelta

hluti sem mikils verða efnaauðlind

fyrir tilstilli örrar þróunar endurvinnslu-

og endurnýtingarkerfa.

En við skulum hafa í huga að þessi

kerfi voru ekki alltaf viður kennd:

„Úreltir“ hlutir sem féllu til við

neyslu voru fyrst nýttir af umhverfis

verndar sinnum og aðgerðarsinnum

sem gagnrýndu kapítalísk

framleiðslu kerfi. Í kjölfarið fylgdu

hönnuðir með handverk í smáum

stíl sem gerði endur unnið efni

eftirsóknarvert. Loks hefur stefnumótun

iðnaðarins fylgt þessari

þróun, þó aðallega til að skapa sér

góða ímynd.

Nú á dögum eru hönnuðir farnir

að líta til áreiðan legustu úrgangsauð

lindar innar sem til verður við

neyslu: mannlegs úrgangs. Til

skamms tíma voru þetta aðeins

jaðar hugmyndir en nú eru verkefni

þar sem þvag er nýtt sem eldsneyti,

til yfirborðs með höndl unar

eða til þess að framleiða drykkjarvatn

að öðlast aukið vægi þegar

horft er til fram tíðar. Endapunktur

neyslu hring rásarinnar er við það

að öðlast aftur sinn sess í dag legri

menningu okkar.

Thomas Pausz

Staðganga

42


Niðurlag: Sköpun nýrra goðsagna Í bók sinni

Goðsagnir (fr. Mythologies) 3 sundurgreindi franski

höfundurinn Roland Barthes mýtuna um neyt enda -

hyggjuna í Frakklandi á 6. áratug 20. aldar með

tákn fræðilegum aðferðum. Í kaflanum „Sápa

og hreinsi efni“ sýnir Barthes til dæmis hvernig

auglýsingar sköpuðu nauðsynlegar mýtur til að

al menningur sam þykkti að nota kemíska blettahreinsa

í stað hefð bundinnar sápu. Dálætið

á hinum full komna hvíta lit, mýtan um „hvítara

en hvítt“, var til dæmis ein af þessum nýju mýtum

sem komu fram. Við samþykkjum stað göngu

í efnis- og matar menn ingu okkar þegar við förum

að trúa á mýtur nar sem liggja henni til grundvallar.

1 Philippe Boulet-Gercourt, „Que

Mangerons Nous Demain?“ (Hvað

borðum við á morgun?) Í Le Nouvel

Observateur, október 2014 – N.2604.

2 Barber, Dan, The Third Plate, Field

Notes on the future of Food, Little,

Brown, 2014.

3 Barthes, Roland, Mythologies, Hill

& Wang, New York, 1972.

Hlutverk hönnuða er að skýra frá mögu leikunum

sem felast í nýjum stað göngu efnum sem búin

eru til úr úrgangi eða auð lindum í heimabyggð

og ýta undir hugsun í anda hringlaga kerfa hjá

iðnað inum og hjá almenningi. Vinnsluferlin,

verk færin og kerfin sem þarf til að framleiða

þessi nýju staðgönguefni eru enn á vinnslu stigi

og þess vegna er brýnt að skapa mýtur og sögur

í kringum þau.

Til þess að skapa nýjar goð sagnir og láta þær

berast víða þarf að nýta alla tiltæka miðla eins

og mynd bönd, sýningar, ritað mál, frásagnir

og skráningar á vefnum eða jafnvel gjörn inga.

Þetta er ef til vill eitt af því áhuga verð asta sem

hugs un í anda hring laga kerfa leiðir af sér: Fyrir

utan jákvæð umhverfis áhrif endur skilgreinir

hún líka hlutverk hönnuða sem sögumanna

ekki síður en skapara.

43 Staðganga

Thomas Pausz


Anthropocene

og hönnun


Við erum stödd á tímabili í sögu jarðfræði og vísinda sem

sumir vísindamenn vilja kalla „the anthropocene“ eða

tíma bil manneskjunar. Hollenski efnafræðingurinn og

nóbelsverðlaunahafinn Paul Crutzen setti hugtakið fram

fyrir 10 árum. Nafnið vísar í að á ákveðnu tímaskeiði hóf

manneskjan að hafa áberandi og hnattræn áhrif á vistkerfi

jarðarinnar. Minnkandi líffræðilegur fjölbreytileiki, mengun

jarðvegs, vatns og lofts, dreifing eitraðra málma og lífrænna

efna eru ekki síður afkvæmi mannsins og hugmynda

hans en tölvur, bílar og borgir. Sumir vísinda menn

telja meira að segja að þetta tímabil sé farið að hafa

áberandi áhrif á jarðskorpuna og megi því einnig ræða um

nýtt tímabil í jarðsögunni. 1 Annað orð, „anthrop o centrism“

(á íslensku: mannhverfur) er lýsingarorð sem lýsir þeirri

tilhneigingu mannsins til að líta á sig sem mikilvægustu

tegund heimsins. Allar lífverur hafa áhrif á umhverfi sitt

en anthropocentrism er sennilega ástæðan fyrir því að

hegðun okkar hefur nú þegar haft svo stór vægileg áhrif

að við höfum breytt hinum náttúrulegu kerfum jarðarinnar.

Mikið af þessum áhrifum eru óaftur kræf og verður því

líklega þetta tímabil í sögunni kennt við okkur.

Það var strax árið 1870 sem ítalski jarðfræðingurinn

Antonio Stoppani setti fram þá kenningu að nýtt tímabil

– sem hann kallaði „Anthropozoic“ – yrði bráðlega að

veruleika. Lausleg merking orðsins er sú að áhrif manns ins

verði að steingervingum framtíðarinnar 2 en Stoppani

fannst manneskjan vera farin að hafa merkjanleg áhrif á

kerfi jarðarinnar. Hugmyndir hans hlutu ekki hljómgrunn

annarra vísindamanna á þeim tíma og þóttu ekki mjög

vísindalegar. En í dag sjáum við að Stoppani var langt á

undan sinni samtíð. 3 Það var í kringum iðbnyltinguna, fyrir

um 200 árum, að þessi áhrif urðu meira áberandi. Það eru

þá áhrif landbúnaðar, borgarmyndunar, neyslu og hnattvæðingar

sem toga, þrýsta á og breyta helst hinum náttúru

legu kerfum. Sumir segja að þessar breytingar hafi

jafn vel hafist enn fyrr eða fyrir um 8.000 árum þegar

landbúnaður hófst í veraldarsögunni og menn byrjuðu

að höggva skóga til að hafa meira land til ræktunar

sem hafði síðan áhrif á hringrás kolvetnis. Annað

munstur sem breyttist í kringum iðnbyltinguna er

fjölgun mannkynsins en samkvæmt líffræðingnum E.

O. Wilson er lífmassi manneskjunnar orðin 100 sinnum

stærri en allra annarra stórra dýrategunda sem gengið

hafa á jörðinni. Haft er eftir honum að vöxtur mannkyns

á 20. öld megi frekar líkja við fjölgun bakteríuveiru

en prímata. 4 Fyrir hundruð milljónum ára lifðu

svifþörungar og plöntur í höfum og stórum stöðuvötnum

en grófust svo í setlögum þar sem kolefni

þeirra festist. Maðurinn hefur svo grafið upp þetta

Arnhildur Pálmadóttir

45 Anthropocene og hönnun Arnhildur Pálmadóttir


kolefni sem nú er í formi kola, olíu og gas. Við notum

þetta kolefni sem orkugjafa fyrir nánast öll okkar tilbúnu

og tæknilegu kerfi. Þessi brennsla kolefna hefur mikil áhrif,

ekki bara á lofthjúp jarðar eins og við þekkjum hann heldur

lekur koltvísýringur í höfin sem gerir þau súrari. Þetta

hefur áhrif á og eyðileggur, svo dæmi sé tekið, kóralrif. 5

Manneskjan hreyfir nú meira við setlögum og steinum

á hverju ári en vatn og veðrun náttúrunnar gerir á sama

tíma. Manneskjan nýtir 38% af öllu landi til landbúnaðar

ef frá eru taldar íshellur. Við breytum votlendi með stíflugerð,

námuvinnslu og landbúnaði. Við erum svo afskaplega

mörg að nota svo mikið af auðlindum að við höfum

áhrif á náttúrulega hringrás kolvetnis og nítrogens sem

eru venjulega í stöðugri hringrás milli lands, sjávar og

andrúmslofts. Einnig höfum við áhrif á það hvernig vatn

hreyfist í veðrakerfum í kringum hnöttinn. Við erum ung

tegund en í sameiningu höfum við náð að hafa stór vægileg

áhrif á plánetuna. 6 Það er hægt að færa rök fyrir því að

þetta sé ekki eingöngu slæmt heldur einnig hluti af framþróun

og nýtingu á auðlindum, en það er engu að síður

mikilvægt að staldra við og skoða hvar við erum og hvert

við viljum stefna þegar við erum farin að breyta vistkerfum

með hegðun okkar og hafa veruleg áhrif á jarðfræði

og veðurfræði. Í því samhengi verður hönnun

gríðarlega mikilvæg.

Allt sem við hönnum og framleiðum er hluti af kerfi.

Í fyrstu eru þá aðeins hugmyndir á lofti og óáþreifanleg

kerfi sem hafa engu að síður jákvæð áhrif á manneskjuna

og efla hana, heilabylgjur, hugvit, skapandi hugsun og

tengingar fólks á milli eins og til að mynda með samvinnu.

Þetta eru allt góðar aðferðir en hér er þó mikilvægt að

staldra við því við látum oft hugmyndir okkar gagnrýnilaust

yfir í áþreifanleg og raunveruleg kerfi eins og þau

sem framleiða efni, en mörg þeirra menga og hafa neikvæð

áhrif á náttúruleg kerfi jarðar. Dæmi um þetta eru

pappírsvinnsla, textílvinnsla og plastframleiðsla auk

margra annara. Við göngum síðan jafnvel enn lengra og

tökum hugmyndirnar okkar og efni og setjum þetta inn

í enn eitt kerfið – framleiðslukerfið og fjöldaframleiðslu

– sem einnig hefur mikil neikvæð áhrif á jörðina og

þegar lokaafurðin er tilbúin þá erum við búin að nota

mjög mörg kerfi sem öll ganga á jörðina og hafa áhrif á

auðlindir. Vit undarvakning hefur átt sér stað og margir

hönnuðir og lista menn endurvinna efni og leggja mikla

vinnu í að nota framleiðsluaðferðir sem hafa ekki skaðleg

áhrif á um hverfið. Þetta er hinsvegar erfitt og eykur

kostnað og lengir framleiðsluferlið sem viðskiptavinurinn

er sjaldnast tilbúin til að borga fyrir. 7 Þess vegna erum við

47 Anthropocene og hönnun

Arnhildur Pálmadóttir


enn að fjölda framleiða úr ódýrum efnum með óhreinni

orku eins og enginn sé morgundagurinn. Það er í raun

hægt að segja að við æðum áfram á miklum hraða sem

farþegar eða jafn vel þrælar í eigin kerfi án þess að stýra

því hvert við erum að fara. En hvað gæti gerst ef að við

tökum stjórnina með því að beita hugviti og skapandi

hugsun? Það er aug ljóst að það gerist bara með þverfaglegri

samvinnu til dæmis milli skapandi greina,

vísinda/tækni og mann fræð inga/heimspekinga.

Það hlýtur að vera í okkar höndum sem hönnuða og listamanna

að standa á móti þessum kerfum, að móta þessar

breytingar eins og við viljum að þær verði. Á sama tíma

er mikilvægt að við sem neytendur hugsum einnig sem

hönnuðir og gerum það sem við getum til að velja rétt, lifa

hægar, framleiða minna, endurvinna meira. Mikið af þeim

slæmu áhrifum sem kerfin hafa eru hliðarverkanir. Við

sjáum svæði þar sem námugröftur hefur slétt úr fjöllum

eða búið til sundurgrafið völundarhús djúpt ofaní jörðinni.

Víða eru svæði þar sem kjarnorkuúrgangur hefur verið

grafin niður og engin manneskja getur komið nálægt í

fleiri hundruð þúsund ár. Það er löngu komin tími til að

við reynum að hafa uppbyggileg áhrif á kerfin – reynum

að sveigja þau á rétta braut.

Það er mikilvægt fyrir hvern hönnuð að muna að það sem

hann hannar í dag hefur áhrif á manneskjur framtíðarinnar

vegna þess að maðurinn er eina dýrið sem kennir ungunum

sínum markvisst sögu tegundarinnar, vinnulag og

aðferðir sem kynslóðirnar á undan fundu upp. Þetta verður

til þess að þróun okkar byggir á því sem forfeður okkar

gerðu, fundu upp og framkvæmdu – því við erfum aðferðir

þeirra og siði og glímum jafnframt við afleiðingarnar.

Myndir eins og Interstellar vekja athygli á vandamálinu

og sýna hvað getur gerst ef við hægjum ekki á okkur nógu

snemma. Það væri hinsvegar betra ef manneskjan, hin

hugsandi vera, myndi vinna markvist að því að hafa áhrif

á kerfin með hugviti og skapandi hugsun áður en við þurfum

að flýja hnöttinn. Tækni- og vísindagreinar eru að skoða

ýmsar lausnir, dæmi um það er geo/climate/earth engi neering

sem hægt er að þýða sem jarð/landverkfræði. Þetta eru

nýlegar greinar verkfræðinnar þar sem reynt er að hafa

áhrif á til dæmis veðurkerfi jarðarinnar með það að markmiði

að minnka áhrif vegna hlýnunnar jarðar. Ýmis legt fleira

hefur verið prófað eins og að dreifa járnríkum áburði í hafið

til að auka þörungagróður og plöntun gróð urs en mesta

vinnan hefur hingað til verið unnin í rann sóknum og tölvulíkönum

í von um að finna aðferðir sem gætu virkað á

stærri kerfi sem væru þá áhrifaríkari 8 . Önnur verkfræðigrein

Arnhildur Pálmadóttir

Anthropocene og hönnun

48


sem hefur það að markmiði að hafa áhrif á náttúruleg kerfi

er „planetary engineering“ en þar er markmiðið að hafa

áhrif á hnattræna eiginleika plánetu. Þessi tegund verkfræði

minnir ennþá mest á vísinda skáldsögu en snýst um

að breyta eiginleikum annarra pláneta til að líkjast okkar

eigin. Þetta er kallað „Terra forming“ og þýðir lauslega: að

forma eitthvað eins og jörðina. Í dag er plánetan Mars talin

henta best fyrir „terraforming“. 9

Mörg þessara geo/climate/earth/planetary/terraforming

verkefna ná síðum blaðana þar sem hugmyndirnar þykja

nýstárlegar. Á fréttasíðum blaðsins The Guardian má til

dæmis lesa um nokkrar af þessum hugmyndum. 10

Það er umhugsunarvert að margar þessara hugmynda

fjalla um það að komast yfir fleiri auðlindir þar sem að

við erum að verða búin með okkar eigin. Dæmi um það

er hugmynd japansks arkitekta- og verktakafyrirtækis um

að staðsetja sólarpanela á tunglinu til að safna orku fyrir

okkur jarðarbúa. Hugmyndin snýst um að þekja 400 km

langt svæði á tunglinu með sólarpanelum sem myndu

safna orku sem síðan yrði skotið til jarðar með lasergeisla

eða örbylgjum. 11 Panelana vilja þeir búa til úr efnum sem

finnast í jarðvegi tunglsins til dæmis efni sem hægt er að

vinna úr sandi, enda er sandur ein af þeim auðlindum sem

við erum að verða uppiskroppa með hér á jörðinni eins

ótrúlegt og það má virðast. 12 Óhætt er að segja að hugmyndir

sem þessar sýna ekki vilja til að horfast í augu við

eða takast á við vandamálið, sem er að við notum of mikið

af auðlindum of hratt og illa. Þróunarverkefnið ESEM

(Earth systems Engineering and Management) lítur aðeins

öðruvísi á málin en hugmyndir þeirra eru að jörðin og kerfi

hennar séu í raun nú þegar mótuð af manninum og til að

halda henni og mannkyninu í jafnvægi þá þurfi að hanna

og stjórna ákveðnum kerfum á skipulegan hátt. 13

En ef að við hönnuðir eigum að taka að okkur að bjarga

heiminum, ekki bara slétta yfirborðið með því að velja

umhverfisvænt og endurvinna, þá gæti okkar helsta vopn

verið „biomimetics“ sem töluvert hefur verið skoðuð af

hönnuðum bæði meðvitað og ómeðvitað. Öll fræðin á

bakvið Biomimetics (mætti þýða „líffræðileg eftirherma“)

er mjög áhugaverð en þá er hermt eftir aðferðum, kerfum

eða hlutum í náttúrunni til að leysa flókin vandamál sérstaklega

innan hönnunar, verkfræði, vísinda og læknisfræði

en einnig í snyrtivöruiðnaði og iðnaði almennt en

aðferðin er mjög áberandi í nanótækni. Leonardo Da Vinci

og Antoni Gaudi eru báðir dæmi um hönnuði sem rannsökuðu

náttúruna vandlega og nýttu svo í sínum verkefnum,

Da Vinci til dæmis við hönnun flugvéla og Gaudi

49 Anthropocene og hönnun

Arnhildur Pálmadóttir


í burðarkerfi bygginga. Við erum enn að gera til raunir með

flug byggt á aðferðum fugla en í dag getum við að auki

fundið dæmi þar sem „biomimetrics“ hefur verið notað

í tölvukerfum sem byggja á aðferðum tauga fruma í heila

við skipulag og tengingar. Þá má nefna að augu dreka flugu

hafa veitt innblástur fyrir aðferðir til að láta ljós endurvarpast

á ákveðin hátt á sólarpanelum og fleiri rann sóknir

á augum dýra hafa leitt til betri skjábirtu á far símum. Þá

má nefna að í Japan eru vísindamenn að reyna að útbúa

nálar sem líkjast broddi moskítóflugu sem hafa minni

áhrif á taugar þegar stungið er og því fylgir minni sársauki.

Franskur rennilás er eitt frægasta dæmið um „bio mimetics“,

söguna um þá uppfinningu er hægt að lesa víða. 14

Antoni Gaudí sagði einu sinni að „þeir sem leita að lögmálum

náttúrunnar og nota þau sem innblástur í ný

verkefni vinna með skaparanum.“ 15

Við erum of mörg og eyðum of miklum peningum í hluti

sem við þurfum ekki sem eru framleiddir á orkufrekann og

óumhverfisvænan hátt. Hugsanlega er rót vandans samt

ákveðið kerfi, skapað af manneskjunni, sem knýr flest hin

kerfin áfram en það er peningakerfið. Þetta kerfi gæti verið

erfitt að hafa áhrif á, en sennilega nauðsynlegt ef einhverjar

breytingar eiga að verða. Kannski eru rafpeningar,

vöruskipti og aðrar tilraunir grasrótarinnar, til að breyta

þessu kerfi sem stjórnar allri framleiðslu, skref í rétta átt.

Við getum verið með í breytingunum. Við ættum að

minnsta kosti að hugsa alvarlega um það hvort að við

viljum að arfur mannsins verði sá að hann hafi fullnýtt

allar auðlindir og þar með eyðilagt jörðina fyrir afkomendum

sínum. Nafnið „anthroposcene“ ætti að vera

viðvörun til mannkynsins en það er orðið ljóst að þetta

tímabil verður hluti af jarðsögunni og það sennilega einnig

löngu eftir að maðurinn hverfur af yfirborði plánetunnar.

1 www.nae.edu/Publications/Bridge/

TheVertiginousMarchofTechnology/

arthSystemsEngineeringTheWorldAs-

HumanArtifact.aspx

2 www.thefreedictionary.com/zoic

3 ngm.nationalgeographic.

com/2008/04/biomimetics/tom-muellertext/1

4 ngm.nationalgeographic.

com/2008/04/biomimetics/tom-muellertext/1

5 ngm.nationalgeographic.

com/2011/03/age-of-man/kolbert-text/2

6 www.economist.com/

node/18741749

7 www.artinamericamagazine.com/

news-features/magazine/art-for-the-anthropocene-era/

8 stephenschneider.stanford.edu/

Publications/PDF_Papers/Ch20ClimatePolicy.pdf

9 quest.nasa.gov/mars/background/

terra.html

10 www.theguardian.com/environment/geoengineering

11 themindunleashed.org/2014/11/

turning-moon-solar-power-plant-solveenergy-problems-worldwide.html

12 www.nytimes.com/2014/11/05/

opinion/why-sand-is-disappearing.

html?_r=0

13 techtv.mit.edu/videos/16315-earthsystems-engineering-and-management

14 ngm.nationalgeographic.

com/2008/04/biomimetics/tom-muellertext/1

15 www.brainyquote.com/quotes/

quotes/a/antonigaud291541.html

Arnhildur Pálmadóttir

Anthropocene og hönnun

50


„Til að kerfi

geti talist

fullgert verður

það að gera

ráð fyrir hinu

ófullgerða“

Rýnt í kvikmyndina

An Ecology of Mind


Gregory Bateson var einn af helstu kerfishugsuðum

síðustu aldar. Árið 2010 afar

áhugaverð heimildarmynd um verk hans sem

kallaðist An Ecology of Mind. Þrjátíu árum

eftir dauða Gergory Bateson lauk kvik myndagerðarkonan

Nora Bateson (sem jafnframt

er dóttir hans) við myndina, en hún er

klukku tíma löng kynnisferð um hugarheima

hans. Gregory Bateson var einn af frumlegustu

hugsuðum síðari hluta tuttug ustu

aldar. Rann sóknir hans spanna fjöl breytt

svið: mann fræði, líffræði, sálfræði og

vísinda heim speki. Hann átti gjarnan til að

fara þvert á fög og það á afar frumlegan hátt.

Verk hans hafa að mestu verið óaðgengi leg

utan hins aka demíska samfélags þar til nú.

Gregory Bateson var ólíkur flestum há skóla -

kennurum. Hann hefur sagt frá því að á

áttunda ára tug num var lögð fram minniháttar

kvörtun um kennslu hætti hans.

„Bateson veit eitthvað sem hann segir

manni ekki frá,” var haft eftir nemanda

og einnig: „Það býr eitthvað undir því sem

Bateson segir, en hann lætur það aldrei

uppi.” Sem kennari við University of California

átti hann til að hvetja furðu lostna

nem endur sína til að lesa Lísu í Undralandi

gaum gæfi lega. Hann trúði því að myndmál

Lewis Carroll gæti hjálpað þeim að öðlast

betri skilning á hinu mannlega ástandi og

grunnferlum þróunnar.

Nora Bateson er yngsta dóttir Gregory

Bateson af þriðja hjónabandi. Það var

gríðarlega áhrifamikið fyrir mig að horfa á

þetta kvikmyndaportrett af föður hennar.

Þetta var undarleg tilfinning – að horfa og

hlusta á mann á skjánum hvers verk ég hafði

byrjað fyrst að kynna mér fyrir mörg um

ára tugum síðan. Í upphafi myndar innar segir

Nora: „Ég býð ykkur að gera það sem hann

gerði best, sem er að horfa á eitthvað

hvort sem það er ánamaðkur, talna runa,

tré, formleg skil greining á fíkn, hvað

sem er – frá öðru sjónar horni.“ Faðir

hennar sneri í sí fellu upp á hlutina til

að gæta þess að festast ekki í einum

farvegi hugsunar. Hann spurði sig oft

spurninga eins og: „Hvaða mynstur

Jan van Boeckel

tengir krabbann við humarinn og maríulykilinn

við brönu grasið og allt þetta við

mig, mig við þig?“ Hann helgaði líf sitt

vangaveltum um þetta mynstur. Nálgun

hans var mjög frábrugðin hefð bundnum

vísindum, sem oftast nær snúast meira um

að taka hluti í sundur. Gregory Bateson var

hrópandinn í eyðimörkinni. „Hvers vegna

kenna skólarnir okkur ekkert um mynstrið

sem tengir hluti saman?“ spurði hann í

ör væntingu sinni. Önnur hlið á þessu olli

honum ennfremur áhyggjum. „Ef maður

brýtur upp mynstrið sem tengir,“ sagði

hann, „tortímir maður nauðsynlega öllum

gæðum.“ Í myndinni segir Mary Catherine

Bateson, dóttir Bateson og fyrstu eiginkonu

hans, Margaret Mead, frá því að faðir

hennar hafi verið hugfanginn af því hvers

vegna mannskepnan hagaði sér iðulega á

hátt sem skaðaði náttúruleg vistkerfi. Hvað

er það við skynjun okkar að við sjáum ekki

hið viðkvæma gagnkvæma samband alls í

vist kerfinu, sem ljær því heilindi? Eins og

Mary Catherine segir: „Við sjáum það ekki

og þess vegna eyðileggjum við það.“

Gregory Bateson átti ekki í neinum vandræðum

með að fikra sig upp og niður stiga

þess óhlutstæða, beina sjónum inn og út,

ein blína á hið smáa og færa sig að hinu

mikla og aftur inn í það smáa:

Ég hef alltaf hugsað þetta þannig: að

sambandið milli mín og þessarar bókar eða

bókarinnar þarna á borð inu sé smækkuð

mynd af sambandi manns og Guðs, eða

Guðs og skrattans, eða hvers sem er. Að

stóru samböndin og litlu sam böndin séu

öll hið eitt og sama! Fræðanna vegna

verður maður að vinna með þau smáu

stundum. Og svo skammast fólk í manni

fyrir að vinna með þau smáu. Þá snýr

maður sér að þeim stóru og þá ásakar

fólk mann um að róa á mið dulspekinnar.

Þetta er allt sama tóbakið.

Gregory Bateson smíðaði hugtakið metalogue

en það er einskonar samtal um eitthvert

afar vandráðið efni þar sem samræðurnar

(e. dialogue) eru slíkar að þátttakendur ræða

Jan van Boeckel

Rýnt í kvikmyndina An Ecology of Mind

52


ekki aðeins þann vanda sem er á höndum heldur skiptir

formgerð samræðnanna á heildina litið einnig máli. Þessi

lagskipti eiginleiki metalogue er auðsjáanlegur í myndinni

An Ecology of Mind: auk þeirra viðfangsefna sem drepið

er reglulega á, birtist hann einnig í klippingu myndarinnar,

í skýringum og umfjöllun Nora Bateson, sem er rauður

þráður í myndinni, og síðast en ekki síst í líkams tjáningu

Gregory Bateson, sindrandi augum hans, forvitni hans

fyrir lífinu og sam skiptum hans við börn. Það er heillandi

að fylgjast með því hvernig hann miðlar upp lýsingum, eins

og þegar hann bíður aðeins með að slá botninn í mál sitt

eða þegar hann sér fyrir og bíður eftir við brögðum áheyrenda.

Hann lifði „dótið“ (eins og hann átti til að kalla það

sjálfur) sem hann talaði um. Í fyrstu gæti maður gert þau

mistök að skilja djarfar yfirlýsingar Bateson sem stríðni,

sjónarhorn sem ekki ber að taka alvarlega eða sem vísvitandi

kald hæðni. Raunin er hinsvegar allt önnur: með

kímni gáfu sinni og lágstemdu orðavali gat Bateson verið

rammasta alvara. Reyndar leit hann svo á að kímnigáfan,

sem og draumar, listir og ljóð, væri bráðnauðsynleg leiðrétting

á allt of einhliða áherslu á rökhugsun og því sem

þjónar tilgangi.

An Ecology of Mind koma fram margir af góðkunningjum

Bateson,svo sem Fritjof Capra, Steward Brand og ríkisstjóri

Kaliforníu, Jerry Brown, og segja frá því hvernig þeir

urðu fyrir áhrifum frá Bateson, en þannig fáum við enn betri

innsýn inn í hvaða mann hann hafði að geyma. En kannski

er stærsta afrek Nora Bateson að takast að út skýra abstrakt

og (a.m.k. við fyrstu kynni) fremur óað gengilegar hugmyndir

á skýran hátt án þess að einfalda þær.

Myndheimurinn sem birtist á milli viðtala er sérstakur í

sjálfu sér. Stundum er hann teiknaður, í upphafi nýs þema

sjáum við skuggamyndir af karlmanni og barni á gangi,

framhjá skiltum sem á stendur ýmislegt eins og „tvíbönd“

og „þekkingafræði“. Við sjáum safnefni – örlítið

upplitaðar 16mm myndir og stundum jafnvel óljósar

mynd bands upptökur – frá áttunda áratugnum, auk ljóðrænna

mynda úr samtímanum. Þessar myndir eru lágstemmdar

og vel valdar, það sem meira er – þær trufla

mann ekki við að hlusta gaumgæfilega á það sem sagt

er, enda krefst það fullrar athygli. Áhersla Bateson á sambandið

milli hluta og mikilvægi sam hengisins. Bateson

telur okkur búa í heimi sem er aðeins gerður úr samböndum,

og án sam hengis hafa orð okkar og athafnir

enga merkingu. Þótt það kunni kannski að segja sig sjálft,

getur þetta þegar það er stundað af festu, leitt til dramatískra

og óvæntra svipt inga á áherslum, eins og svo

glöggt má sjá á eftirfarandi orðum hans:

53 Rýnt í kvikmyndina An Ecology of Mind

Jan van Boeckel


Ykkur hefur væntanlega verið kennt

að þið hafið fimm fingur. Það, á heild ina

litið, er rangt. Þetta er dæmi um hvernig

tungu málið skiptir hlutum í hluti. Að öll um

líkindum er líf fræðilegi sann leikur inn sá

að þegar þessi hlutur var að vaxa – á

fósturstigi, sem þið munið tæpast eftir

– var það sem máli skipti ekki fimm,

heldur fjögur sambönd milli fingrapara.

Lykiltilvitnun í Bateson í myndinni, sem

hefur einnig dúkkað upp í ýmiskonar samhengi

annars staðar, er að „stóru vandamálin

í heim inum orsakast af þeim mun sem

er á því hvernig náttúran virkar og hvernig

fólk hugsar.“ Við erum þjálfuð til að hugsa á

hátt sem við tökum varla eftir. Þetta atriði

verður deginum ljósara í skemmti legum

fyrirlestri þar sem við sjáum Gregory Bateson

fyrir framan krítartöflu með krít ina á lofti.

Hann teiknar eins konar stígvél á töfluna og

spyr fólk í salnum hvernig best væri að lýsa

teikning unni fyrir öðrum. Algengt er að

vísinda menn skipti henni niður í hluta.

Þeir segja: „Tja, þetta er sex hyrningur,“

en þetta er ekki sexhyrningur. Með því að

lýsa því hvað þetta er nánast en ekki alveg,

koma þeir einhverskonar lýsingu út úr sér.

Þessi skipting í hluta er auðvitað algjör lega

handahófs kennd. Þeir hefðu getað skipt

þessu hvernig sem þeim datt í hug.

Við sjáum hann segja þetta með sigur bros

á vör upp við krítar töfluna og svo heyrum

við Nora Bateson segja: „Hann útskýrir fyrir

okkur hversu handahófs kenndar skiptingarnar,

eru sem verða til við að skilgreina hluti.

Þannig að þegar við skil greinum eitthvað

sem aðskilið frá einhverju öðru takmörkum

við hæfileika okkar til að sjá samband milli

hlutanna og hreyfiafl þeirra sambanda.“

Hvernig getum við farið að því að skilgreina

þessi sam bönd milli hlutanna? Hér einblíndi

Bateson á and stæður þeirra, eða það

sem hann sjálfur kallaði „muninn sem gerir

muninn.“ Í mynd inni lýsir Terence Deacon

hvernig þetta tæki fær okkur til að sjá hluti

í öðru ljósi:

Í stað þess að horfa á efni þess, horfa

á hlutana og segja: „Hvað gerði þennan

hluta, hvað gerði hinn hlutann? Og

hvaðan kom hönnunaráætlunin sem

lætur þessa hluta vinna saman?“ Þá sér

maður í mynstri líkinda þeirra og ólíkinda

allt annarskonar ferli mynsturs og

ég held að það hafi verið einkenn andi fyrir

það hvernig hann horfði í gegnum yfirborðið

inn í einhvers konar dýpri vídd.

Nora Bateson viðurkennir að það kunni að

taka stundar korn að venjast hugsunar hætti

föður hennar: „Augu manns þurfa að aðlagast

sjónlínu hans þar sem samhengi náttúruheimsins

er dregið fram svo að íbúar

hans, þ.á.m. kvikindi, höf, skógar og innviðir

borga eru eins og hljóðfæra leikarar í djasshljómsveit,

leikandi saman af fingr um fram.“

Sem barn lærði hún af honum að „lærdómi

lýkur aldrei.“ Eins og áður kom fram var faðir

hennar oft sakaður um að tala í gátum og

að koma sér aldrei að efninu. Samkvæmt

yngstu dóttur hans var það aldrei ætlunin að

svara spurningunni sem hann lagði upp með

(„Hvað er mynstrið sem tengir?“), því mynstur

eru síbreytileg. „Það sem hann vildi knýja fram

var sjálf athöfnin að spyrja.“

Endrum og sinnum beinir Nora Bateson

máli sínu beint til áhorfenda kvik mynd -

arinnar. Rödd hennar er lágstemmd og hún

horfir beint í myndavélaraugað þegar hún

útskýrir vand lega sérkennilegar hug myndir

föður síns um „hugann“. Aftur grípur hún

til lifandi málfars og mynd máls úr náttúrunni

til að koma máli sínu til skila:

Hugmyndir eru að að lagast hverri annarri,

að utanaðkomandi hvötum og að óteljandi

öðrum boðum. Hugmynd Gregory

um hugann var að hann væri miklu meira

en bara heilinn í haus num á okkur: hann

er trjá rótin sem vex í kring um grjót, eða

hvernig otrar í ám bregða á leik.

Annað sinn vitnar hún í föður sinn og segir:

„Ef ég hef rétt fyrir mér, verður að endurskipu

leggja allar hugmyndir um hvað við

erum og hvað annað fólk er.“ Fyrir Gregory

Jan van Boeckel

Rýnt í kvikmyndina An Ecology of Mind

54


Bateson yrði sjúk legt ástand rangrar hugsunar

í sam tímanum á endanum aðeins

leið rétt með því að upp götva samböndin

sem skipa fegurð náttúrunnar. Hér er hann

undir áhrifum heimspekingsins, skáld sins og

náttúrufræð ingsins Johann Wolfgang von

Goethe. Það er frá náttúrufræðingnum sem

Bateson temur sér skilning eins og að stilkur

plöntu er skilgreindur af því „að hafa laufblöð

sem hafa stilka í hornum sínum.“ Fyrir

honum var þetta dót „í rauninni mjög hægra

heilahvelsdót,“ sem hann hafði gríðar lega

gaman af þegar hann fékk sér göngutúra úti

í nátt úrunni. Þessi ánægja er í kjarnann

fagurfræðileg ánægja, eins og Mary Catherine

Bateson útskýrir: „Hvers kyns fagurfræðileg

viðbrögð eru viðbrögð við samböndum.

… Sú upp lifun sem maður verður

fyrir af því að lesa ljóð eða skoða málverk er

ómeðvituð könnun á þeim mörgu mismunandi

sam böndum sem listamann inum hefur

tekist að fanga.“

Þegar fer að síga á seinni hluta kvikmyndarinnar

kemur Gregory Bateson aftur að

hrifn ingu sinni á manns hendinni og þeim

sam böndum („og samböndum milli sambanda

og samböndum milli sambanda milli

sam banda“) sem hún felur í sér:

Eitt af því áhugaverða sem gerist þegar

maður skoðar á sér höndina og veltir

henni fyrir sér – ekki sem fjöldi banana

á endanum á einhverskonar sveigjanlegu

priki heldur sem hreiður sambanda

– er að maður kemst að því að hlutur inn

er miklu lag legri en maður hafði áður

haldið. Nú þýðir þetta að með leiðréttingu

á þekkinga fræði okkar, gætum við komist

að því að heimurinn er miklu fallegri en

við héldum að hann væri.

Gregory þótti listræn tjáning heiðar legasta

og tærasta form mannlegra samskipta.

Það er auðvelt að gleyma því að

þegar við finnum merkingu í sögu eða

njótum fegurðar tónverks að við erum að

taka þátt í hugarheimi sem er hvað mest

í takti við náttúruna. Mynd mál er mál

sambanda, mál náttúrulegra kerfa, þar

sem er rými til að eiga í sam skiptum

innan rófa möguleika, í stað stífra

skilgreindra blindgatna.

Djúpstæðasta innsýnin sem ég hlaut birtist

í lok myndar innar. Nora Bateson segir frá

því hvernig faðir hennar kenndi henni að

til að vera raunverulega fullgert, verður hið

ófull gerða að felast einnig í kerfinu. Lykilatriðið

hér er hæfileikinn til að „læra að

læra.“ Fyrir Gregory Bateson var allt annað

aðeins staðnað og lokið, þar sem að það

þróast ekki. En jafnvel við dauð ann halda

sambönd áfram að dafna: „Ég er enn að

læra af föður mínum,“ segir Nora Bateson

í blá enda myndarinnar An Ecology of Mind.

Nora Bateson vinnur nú að því að þróa

námsskrá sem viðauka við kvikmyndina,

en hún mun snúast um þekkingafræði og

kerfishugmyndafræði. Ég hef trú á því að

bæði kvikmyndin og námsskráin muni

reynast mikill auður fyrir fólk sem vill

velta fyrir sér hvernig við förum að því

að mennta börnin okkar, fólk sem hugar

að því að tengja þau aftur náttúrunni sem

og hefur opna sýn á mikilvægi fagurfræðilegrar

skynjunar á þessu. Ekki lítið afrek

fyrir mynd um jafn sérvitran, óviðjafnanlegan

og á stundum erfiðan, en þó

enn sem komið er, vanmetinn hugsuð.

Bateson hafði brennandi áhuga á listum.

Hann trúði því að hinn rökræni, tilgangsknúni

hugur þyrfti á leiðrétt ingum drauma,

lista og ljóða að halda. Þetta er ein ástæða

þess að kvikmyndin An Ecology of Mind er

afar dýrmæt fólki sem vinnur á mótum listnáms

og náttúru vísinda. Eins og kvikmyndagerða

konan kemst sjálf að orði:

55 Rýnt í kvikmyndina An Ecology of Mind

Jan van Boeckel


Ótroðnar

slóðir í skapandi

starfi


Vinur minn í Listaháskóla num í Glasgow sagði eitt sinn að

kennsluaðferðirnar þar byggðust á þeirri hug mynd að hvað eina

sem skapað væri krefðist reglna. Að til þess að skapa verk yrði

að setja sér reglur, sem þyrfti að tilgreina eða ákveða hverjar

væru og nota þær svo til að búa verkið til.

Sam Rees

Að snúa baki við reglum Lars Von Trier og Thomas Vinterberg

bjóða upp á gott dæmi um notkun reglna til þess

að búa til verk. Til þess að setja fram megin reglur nar fyrir

Dogme’95 gerðu þeir einfaldlega lista yfir allt sem þeir þoldu

ekki í kvikmyndagerð og völdu síðan hið gagnstæða 1 . Draga

má reglur nar saman eins og hér segir:

1 Kvikmyndataka verður að fara fram utan

kvikmyndavers.

2 Aldrei má framleiða hljóðið aðskilið frá myndefninu

eða öfugt.

3 Kvikmyndataka verður að vera fríhendis.

4 Kvikmyndin verður að vera í lit. Ekki má nota

sérstaka lýsingu.

5 Myndvinnsla og síur eru bannaðar.

6 Kvikmyndin má ekki sýna athafnir sem gerast aðeins

á yfirborðinu (morð, vopn o.s.frv.).

7 Fjarlægð í tíma og rúmi er bönnuð (það er að segja,

kvik myndin á að gerast hér og nú).

8 Myndir sem flokkast undir tilteknar kvik myndastefnur

eru ekki leyfðar.

9 Snið filmunnar verður að vera Academy 35 mm.

10 Leikstjórinn má ekki vera á kreditlistanum.

Minna þekkt en álíka árangursrík er skrumskæling 2 Paper Rad

á þessu, Dogman’99, sem skilaði sér í sérkennilegum stíl í hreyfimyndagerð

samkvæmt eftirfarandi boðum og bönnum:

1 Engin Wacom-teiknibretti.

2 Engir skannar.

3 Eingöngu hreinir RGB-litir.

4 Ekki láta tölvu gera sjálfkrafa hreyfingu

á milli ramma.

5 Nota eins mörg alpha-trix og hægt er.

Þessar reglur virðast nánast vera eins og töfraformúlur. Auðvitað

gilda tilteknar reglur í öllum stefnum eða „ismum“ (stundum er

meira að segja gerð stefnu yfir lýsing) og allir skapandi einstaklingar

sem hafa ákveðin sérkenni eða einkenni vinna svona – það

er bara ekki alltaf sett fram á jafnafdráttar lausan hátt. Hugmyndin

um að finna okkar eigin töfraformúlu er þó auðvitað heillandi.

57 Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

Sam Rees


Staðfesting á reglum Það vekur áhuga að Dogme (og e.t.v. Dogman

að einhverju leyti) afneitar kreddukenndum viðhorfum á sínu

sviði. Margir reyna auðvitað frekar að stað festa slíkar kreddur með því

að fá að láni stíl eða önnur atriði sem þeir dást að hjá öðrum. Stundum

virðist þetta virka, en oft leiðir þetta líka af sér eftirhermun í stíl og

öðrum einkennum sem áhorfendur líta hornauga sem stuld eða skort

á frumleika. Reyndar virðast gilda tilteknar reglur innan reglna um

eftirhermun. Félagslega samþykktar aðferðir sem þar má nefna eru

til dæmis:

1 Að fá lánað hjá mörgum listamönnum eða óvenju legri

samsetningu listamanna.

2 Að fá lánað hjá listamanni úr fortíðinni (virðingarvottur).

3 Ef listamaðurinn er betri en sá sem hann fær lánað hjá.

4 Ef listamennirnir eru vinir eða teljast hluti ákveðins stærri hóps,

vettvangs eða stefnu.

5 Ef listamaðurinn fær eitthvað lánað og notar það í öðrum

skapandi geira (til dæmis gæti myndskreytir fengið lánað hjá

myndlistarmanni og slíkt þótt í lagi).

6 Ef mikil landfræðileg fjarlægð er á milli lista mannanna (skiptir

e.t.v. minna máli núna vegna alþjóðavæðingar).

Þegar þetta er hugleitt kemur upp í hugann tilvitnunin í Picasso sem

fólk grípur oft til: „Góðir listamenn fá lánað, stórkostlegir lista menn

stela.“ Steve Jobs gerði þessa tilvitnun fræga í um fjöllun sinni um tilurð

Apple. 3 Við fyrstu sýn virðist þetta vera í mótsögn við almennt álit, þar

sem gefið er í skyn að því meira sem þú stelur, því betri lista maður

sértu. Þar að auki er ekkert sem rennir stoðum undir að Picasso hafi í

raun og veru sagt þetta. Aftur á móti má rekja 4 tilvitn unina til lengri

útgáfu frá T.S. Eliot, sem skýrir ef til vill aðeins betur við hvað

var átt upphaflega:

Óþroskuð skáld herma eftir, þroskuð skáld stela, léleg skáld af mynda

það sem þau taka og góð skáld gera það að einhverju betra, eða að

minnsta kosti að einhverju öðru. Gott skáld um breytir stuldinum í

heildstæða upplifun sem er einstök, gjörólík því sem stolið var úr,

en slæmt skáld hendir honum saman við eitthvað sem hefur ekkert

samhengi. Gott skáld fær yfirleitt lánað frá höfundum sem eru

fjarlægir í tíma, rita á ólíku tungu máli eða eiga sér önnur

umfjöllunarefni.

Mér líkar hugmyndin um að „umbreyta stuldi í heildstæða upp lifun“ en

síðasta línan orkar nokkuð tvímælis, þar sem gefið er í skyn að í raun

snúist þetta á endanum bara um að troða ekki öðrum um tær. Það er í

lagi að stela frá einhverjum sem talar ólíkt tungumál eða er fjarlægur í

tíma, einkum vegna þess að þá vita lesendur ekki af því og þú ryðst ekki

inn á markaðssvæði upp runa lega höfundar ins. Ég fæ ekki séð að þetta

geri ætlun skálds ins nokkuð heiðarlegri eða geri það að virkilega „góðu

skáldi“. Þetta virðist fyrst og fremst benda til þess að slík skáld búi yfir

meiri kunnáttu eða geri sér raunhæfari hugmyndir um lesendur sína.

Sam Rees Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

58


Sam Rees

Takmarkanir eða fylgni við reglur Annað dæmi má finna hjá

franska myndasöguhópnum OuBaPo. Ólíkt óbeinni afneitun Dogme

eða hinni dæmigerðu staðfestingu á norminu leitast hugmyndir

OuBaPo við að þrengja mörkin, endurskilgreina normin. Markmið

hópsins er að búa til reglur á nýjan hátt, horfa á samsetningu sem

fyrir er og íhuga mögulegar um raðanir eða leiðir til að takmarka

núverandi form.

Reyndar fékk hópurinn þessa hugmynd lánaða, með leyfi, hjá OuLiPo,

bókmenntahópi sem myndaður var utan um svipaðar hug myndir.

Einn meðlima OuLiPo, Marcel Benabou, heldur því fram 5 að takmarkanir

„þvingi kerfið út úr venjubundinni starfsemi sinni og neyði það

þar með til að draga fram í dagsljósið leynda styrkleika sína.“

Þetta er nokkurs konar gervivísindaleg nálgun og hóp urinn hefur

verið gagnrýndur (með réttu) fyrir að skapa dálítið brellukennd eða

þurr verk. Meðlimir 6 OuBaPo viður kenna reyndar meira að segja að

„takmarkanir veiti í besta falli innblástur frekar en að þær séu

spennitreyja.“

Samt sem áður er vert að kanna nokkrar áhugaverðar reglur hópsins.

Hér eru nokkur dæmi, en hægt er að finna mun fleiri á netinu.

1 Takmarkanir á táknum – höfundurinn má ekki nota tiltekna

mynd, orð eða bókstaf.

2 Margar línur – myndasögur sem lesa má í fleiri en eina átt.

3 Útskipting texta – breyting á upphaflegum texta myndasögu.

4 Handahófskennd röð – myndasögur sem breytast samkvæmt

handahófskenndu vali (t.d. teningslaga myndasögur sem má

kasta til að búa til sögu).

Ef til vill er eftirtektarverðasti meðlimur OuBaPo-hópsins listamaðurinn

Lewis Trondheim, sem öðlaðist frægð eftir að hafa

skorað á 7 sjálfan sig að teikna 500 blaðsíðna myndasögu til þess að

læra að búa til teikni myndir. Þetta er frekar illa teiknuð hug flæðismyndasaga

um kanínu sem virðist að mestu leyti teiknuð af

fingrum fram og breiða úr sér, eins og hann hafi bara verið að reyna

að fylla út í blaðsíðurnar. Samt virkar þetta á einhvern hátt.

Innsæi eða fylgni við reglur Aukin áhersla á innsæi sést

í verkum Davids Shrigley (sem lærði sjálfur í Listahá skólanum

í Glasgow) sem notast einnig við dálítið handahófskenndar reglur

í daglegum störfum sínum. Hann stað hæfir að hann skrifi einfaldlega

upp lista yfir það sem hann ætlar að teikna, og hafi síðan að

markmiði að teikna 8 ákveðinn fjölda blaðsíðna á hverjum degi.

Fagurfræðileg nálgun hans styðst auðvitað við eitthvað sem er

miklu betur skilgreint en það sem er áhuga vert er að eftir að

hafa fundið sér jafnákveðinn stíl og raun ber vitni skuli hann nota

viðmiðun ar reglur sem virðast ákaflega einfaldar til þess að skapa

ný verk.

Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

60


Annars staðar, í bandaríska myndasögu heiminum, má finna Brian

Chippendale. Hann er virtur tromm ari og í einu viðtali 9 gaf hann

í skyn að bæði tromm ul eikur og myndasögu gerð fæli ein faldlega

í sér að fylla upp í rýmið. Trommustíll hans virðist svo sjálf sprottinn

að einn álitsgjafi sagði: „Ég átta mig ekki á því þegar ég horfi á hann

hvort hann hefur einhvern tímann heyrt í alvöru trommara eða

hvort hann uppgötvaði alveg upp á eigin spýtur hvernig hann ætti

að spila á trommur.“ Stað hæfingar af þessu tagi virðast oft tengjast

innsæisverkum og minna á einhvers konar utangarðshugarfar.

Ótroðnar slóðir Í mínum huga vekur hugmyndin um reglur ósjálfrátt

neikvæð viðbrögð. Mér hefur alltaf fundist þau dæmi um

sköpunarkraft sem vekja helst innblástur og eru róttækust koma

frá þeim sem standa utan við kerfið. Þetta er líka fólk sem vinnur

gjarnan af meira innsæi.

Dæmi 1 – Emery Blagdon

Eftir að hafa misst báða foreldra sína og þrjú systkini úr mismunandi

gerðum krabbameins eyddi Emery Blagdon 30 árum

í að vefja krukkur, lyfjaflöskur, rafhlöður, grjót og bílaíhluti inn

í koparvír og gorma á þráhyggjukenndan hátt til þess að mynda

um 600 margbrotin þrívíð form. Sum voru í laginu eins og geimskip,

önnur eins og drauma fangarar fyrir vélmenni, en í heild

kallaði hann þau „Snotrur“ (e. Pretties) og sagði þau vera hluta

af raftækni legri lækningavél sem hann geymdi í skúrnum sínum.

Þegar hann kom inn í skúrinn kveikti hann á flóknu ljósakerfi til að

skapa sérstakan heim sem áhorfandinn upplifði. Sumir sögðu að

sjónrænn krafturinn sem þeir skynjuðu við að koma inn í þessa

þéttofnu málmveröld, í hrópandi ósamræmi við Nebraska-landslagið

fyrir utan skúrinn og skilar sér í sterkri og rafmagnaðri

upp lifun. Líklega fyrir áhrif frá meðferð sem var vinsæl á þessum

tíma (electropathy eða rafeindahómópatía) sögðust gestir finna

hárin rísa 10 þegar þeir komu inn. Sann leikurinn var sá að undir

skúrnum sem geymdi skúlptúrana var falskt gólf með rafmagnsvírum

sem mynduðu raunverulega rafhleðslu í skúlptúrunum.

Þessir einstaklega fallegu skúlptúrar eru nú vegsamaðir sem eitt

markverðasta dæmið um sjónrænt listumhverfi, en á sínum tíma

leit hann fremur á verk sitt sem vísinda legt en listrænt. Hann trúði

einlægt á læknandi eiginleika 11 verka sinna og skapaði þau að

hluta til sem svar við sjávarföllunum og kvartila skiptum tunglsins.

Hann sagðist sjálfur fá orku frá stöðurafmagninu og segul magninu

frá verkunum og hvorki skar hár sitt né fór í bað, enda hélt

hann því fram að vélin sæi sér fyrir allri hreinsun sem maður

þyrfti á að halda. Á heima slóðum var hann álitinn frekar venjulegur

náungi – hæfileika ríkur vélvirki með dálítið skrýtið áhugamál

– hann var enginn einsetumaður heldur einungis sérvitur

hugsjónamaður, sem sökkti sér á skapandi hátt niður í sína eigin

litlu veröld.

61 Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

Sam Rees


Sam Rees

Það er freistandi að telja sér trú um að fólk eins og Emery

styðjist ekki við neinar reglur. En auðvitað þurfa allir reglur til

að skapa. Kannski vinna róttækustu skapandi einstaklingarnir

annaðhvort í mótsögn við reglurnar sem allir aðrir styðjast við

eða gera sér ekki grein fyrir reglunum til að byrja með, en á

endanum eru þeir auðvitað með sínar eigin takmarkanir, viðmiðunar

reglur og grunnstef. Það virðist nánast vera þversögn við

skapandi sérvisku að hún skuli samt styðjast við reglur. Að í sinni

róttækustu mynd geti hún virst vera frjáls frá þeim en í rauninni

fylgi hún einungis mun persónulegri viðmiðunarreglum.

Dæmi 2 – Wesley Willis

Svartur tónlistarmaður frá Chicago sem þjáðist af geðklofa, vó

150 kg, var 1,95 m á hæð, heilsaði fólki gjarnan með því að

skalla það og söng lög um að flengja Kóngulóarmanninn. Þótt

hann næði einungis 40 ára aldri gaf hann út 50 plötur síðustu

sjö ár ævi sinnar sem hver innihélt um 20 lög. Meðal umfjöllunarefna

voru McDonalds, ofurhetjur, hnífar, byssur, Arnold

Schwarzenegger, Jesús og sítt að aftan, titlarnir voru margir

hverjir ruddalegir eins og „Suck a donkey’s bootyhole“ (Sjúgðu

asnarassgat) og stundum fylgdi slagorð fyrir einhverja vöru í

lokin eins og „Polaroid. See what develops“ (Polaroid. Sjáðu

þær framkallast) eða „Burger King, Have It Your Way, Right

Away.“ (Burger King, eins og þú vilt það, þegar þú vilt það.)

Hann átti erfiða æsku og var stundum heimilislaus en hóf listamannsferilinn

á að selja kúlupenna teikningar á götunni 12 af

borgarlandslagi Chicago með bílum úr framtíðinni. Á hátindi

ferilsins (jafnvel þótt mörg lögin hljómuðu eins, bara með

mismun andi textum) gerði hann samning við sömu plötu útgáfu

og Beastie Boys – American Records. Eftir tónleika stóðu

áhorfendur í röð til að leyfa honum að skalla sig, sem hann

gerði gjarnan til að tengjast öðru 13 fólki eða eignast nýja vini.

Hann hafði svo gaman af þessu að hann var stöðugt með dökka

kúlu á enninu til marks um alla þá sem hann hafði skallað.

Emery Blagdon sýnir tilhneigingar sem sjást hjá mörgum öðrum

utangarðsmönnum og kalla mætti þráhyggju – eða fókus á eitthvert

eitt tiltekið atriði. Aðra birtingarmynd þráhyggju má finna

hjá Wesley Willis – en í stað þess að unnið sé stöðugt að einu

verki eru mörg verk unnin á löngum tíma í ákafri endurtekningu

í kringum eina hugmynd. Þrjátíu ára vinna að einu verki inni í skúr.

Sjö ára vinna við að semja þúsund lög.

Þessir róttæku skapandi einstaklingar veita endurnæringu þegar

kreddurnar verða þrúgandi. Þeir beina athyglinni að nauðsyn þess

að finna og hlusta á okkar eigin rödd. Til þess að halda slíkri sýn

til streitu í svona langan tíma hlýtur sköpunarkraftur af þessu tagi

að krefjast þess að ekki séu gerðar neinar málamiðlanir. Kannski

hafa þeir sterka sjálfsvitund og sjálfsmynd. Það þýðir ekki að þeir

Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

62


séu endilega sjálfselskir, hugsi aðeins um sjálfa sig og eigin þarfir,

en þetta fólk hlýtur alltént að hunsa neikvæðu raddirnar í kringum

sig eða eiga í takmörkuðum samskiptum við aðra og hlusta

einfaldlega ekki á gagnrýni þeirra.

Þótt utangarðsmenn búi til eigin reglur setja þeir þó spurningarmerki

við hina gamalkunnu tuggu að „þú verðir að þekkja reglurnar

til að brjóta þær“. Í mörgum tilvikum virðast þessir skap andi

utangarðsmenn ekki þekkja „reglurnar“ til að byrja með, þeir eru

sjálfsmenntaðir og fylgja fyrst og fremst innsæinu. Við mið unarreglurnar

sem þeir styðjast við til að takmarka eigin skapandi sýn

eru óháðar dæmigerðri hugmynda fræði. Úr tengsl um við heim

vísinda- og fræðimanna, og margir hverjir einnig við raun veruleikann,

skapa þeir reglur og sam setningar reglna sem öðrum

dytti aldrei í hug – eins og að fá fólk til að bíða í biðröð að loknum

tónleikum til að láta skalla sig ókeypis.

Hvatning til að fara ótroðnar slóðir Takast verður á við

spurn ingarnar sem utangarðsmenn (og róttækir innanbúðarmenn)

vekja hjá skapandi stofnunum, sér í lagi þegar hugleitt er hvernig

við myndum okkar eigin fagurfræði eða setjum okkur reglur til að

vinna eftir.

Reyndar getur verið erfitt að skapa eigin viðmiðunarreglur undir

einhverju yfirvaldi. Það er erfitt að finna sína eigin leið ef hún

liggur gegn viðteknum hugmyndum og hugsunarhætti. Flokkadrættir

virðast ýta sérstaklega undir þetta. Innri kreddur hvers

skapandi flokks virðast vera takmarkandi og beina fólki inn á

sömu brautir hugsunar og þeirra sem á undan komu – það notar

sama orðfæri og gengst undir sömu reglurnar og það tók í arf frá

kennurum sínum. Ekki svo að skilja að allar þessar reglur séu

ónauðsynlegar, en þær geta þó reynst tvíeggjað sverð og eru of

oft einkenni eða sjónarmið tiltekins viðhorfs sem greina má hjá

nemendunum. Of oft má sjá hjá þeim greinilega fylgni við ríkjandi

kreddur innan þess sviðs sem þeir hafa valið að leggja stund á.

Lárétt samvinnukerfi þar sem allir hafa jöfn völd og geta lagt

jafnmikið af mörkum virðast frekar stuðla að frumlegri hugsun

af þessu tagi. Raunar hafa rannsóknir sýnt fram á að flatt stjórnskipulag

hefur reynst koma betur út en stigveldi, jafnvel í hörðu

viðskiptaumhverfi. 14 Þetta er virkileg áskorun fyrir margar

skapandi stofnanir, sér í lagi þær sem reyna að kenna skapandi

greinar. Þær ættu að vera fremstar í flokki í þessum hugsunarhætti,

bæði skipulagslega og einnig í samskiptum við nemendur

sína, en þó er raunin svo oft önnur.

Hvernig finnum við þá okkar eigin töfraformúlur?

Sem skapandi einstaklingar (og mann eskjur) ættum við öll

stöðugt að draga reglur okkar í efa, vera meðvituð um hvaða

kreddur við aðhyllumst og gæta þess hvaða kreddur við látum

ganga til annarra. Það er hvorki okkur sjálfum í hag né öðrum

63 Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

Sam Rees


í kringum okkur að takmarka okkur eða vera einstrengings

leg í við horfum okkar til sköpunar. Allra síst ættum

við að þvinga aðra til að að hyllast einstrengingslegar

hugmyndir um hvað er rétt og rangt. Vitanlega er engin

ein rétt leið fyrir hvern og einn. En við ættum að gæta

þess, á hvaða leið sem við erum, að sýna umburðarlyndi

gagnvart þeim sem fara aðrar leiðir.

Töfraformúla hvers og eins virkar ekki endilega töfrandi

fyrir alla aðra. Þess vegna ætti framar öllu að teljast heilbrigt

að draga normið staðfastlega í efa, og á það bæði við

um nemendur og kennara. Fyrir kennara í skapandi greinum

er þetta virkileg áskorun, þar sem slíkt getur oft brotist

fram sem visst skeytingar leysi gagnvart yfirvaldi. En

það er líka áskorun fyrir nemendur sem vilja fá góðar

einkunnir og staðfestingu frá einhverjum sér æðri, og

halda ranglega að slíkt fleyti þeim lengra í lífinu sjálfu.

Staðreyndin er sú að stærstur hluti hins skapandi geira

virðist alls ekki virka þannig, þar sem velgengni virðist

frekar ráðast af gæðum verkanna, fólkinu sem þú þekkir

eða getunni til að koma þér á framfæri en góðum árangri

innan menntastofnunar.

Afneitun, staðfesting, takmarkanir, innsæi … ef til vill er

dálítið öfgakennt að skera einhverjar þessara hugmynda

burt úr skapandi starfi. Ég er ekki einu sinni viss um að

það gagnist mikið að flokka þessar athafnir. Við tileinkum

okkur öll og afbyggjum vinnu að ferðir okkar sjálfra og

annarra eftir því sem við þroskumst. Við leggjum til hliðar

það sem vekur engan áhuga og blöndum saman áhugaverðu

hugmyndunum. En á einn eða annan hátt hefur skýr

sýn margra þeirra sem minnst var á orðið til þess að þeir

skera sig úr – ekki aðeins í orði heldur einnig fagurfræðilega

séð. Svo það er kannski það sem mestu máli skiptir

þegar reynt er að búa til formúlu. Það sem ræður úrslitum

er ef til vill öðru fremur hversu mikið fólk helgar sig

starfinu og einbeitir sér að því.

1 www.dogme95.dk/dogma-95/

2 en.wikipedia.org/wiki/Paper_Rad

3 youtu.be/CW0DUg63lqU

4 quoteinvestigator.com/2013/03/06/

artists-steal/

5 Kuhlman, The Comics of Chris

Ware: Drawing is a Way of Thinking,

bls. 81.

6 Kuhlman, The Comics of Chris

Ware: Drawing is a Way of Thinking,

bls. 85.

7 www.paulgravett.com/articles/

article/lewis_trondheim%20&%20en.

wikipedia.org/wiki/Lewis_Trondheim

8 https://www.thesaturdaypaper.

com.au/culture/art/2014/11/30/

david-shrigley-behind-thelines/14171796001310

9 www.drummerszone.com/artists/

profile/10910/brian-chippendale

10 realitysandwich.com/175363/

curative_currents_emery_blagdons_

healing_machine/

11 Leslie Umberger, Sublime

Spaces and Visionary Worlds: Built

Environments of Vernacular Artists,

bls. 217.

12 en.wikipedia.org/wiki/Wesley_

Willis

13 www.alternativetentacles.com/

page.php?page=wesleyremembered1

14 blogs.hbr.org/2013/11/hierarchy-isoverrated

Sam Rees

Ótroðnar slóðir í skapandi starfi

64


Potum í það

og sjáum

hvað gerist

Upplýsingahönnun á vísindum


Þá. Við lok 17. aldar hófst í

miðri Evrópu hreyfing sem

fékk á sig nafnið öld rökhyggj

unnar eða „Upp ljómunin“.

Þessi hreyfing, sem

breiddist fljótt út um

Evrópu og síðar Bandaríkin

einbeitti sér að því að

breyta samfélaginu með

rök hyggju og vísindum með

því að ögra fyrri hug myndum

sem höfðu stoðir í hefðum

og trúarkenningum.

Þetta var sannarlega bylting

í því hvernig maðurinn

nálg aðist það að skoða

nátt úruna. Það kann kannski

að virðast furðulegt fyrir

okkur nútímamenn – að

skoða ekki heiminn í

kringum okkur út frá

rökhyggju og að bera

saman hug myndir

okkar og ályktanir við

sönnunargögn.

Óskar Hallgrímsson

Uppljómunin var ekki

læst inni í háskólum,

þó vissulega spil uðu

þeir stórt hlutverk, hún

var stórmerkilegt net af

menn ta mönnum,

blaðamönnum, stjórnmálamönnum,

rit höfundum

og öðrum sem

voru forvitnir um heiminn.

Þeir hittust á stöðum

eins og kaffi húsum,

börum og í háskólum

til að ræða og gagnrýna

hug myndir sínar.

Það er á þessum tíma

sem René Descartes

setti fram „ég hugsa

þess vegna er ég“,

Immanuel Kannt kynnir

sýnar kenn ingar um

rök hyggju og Isaac

Newton um þyngdarafl.

Þrátt fyrir að það

Óskar Hallgrímsson

hafi verið stundaðar alvarlegar

rann sóknir á þessum

tíma innan háskóla með

mennt uðum vísinda mönnum

var ekki mikið bil á milli

þeirra og sjálflærðra vísindamanna

í sam félag inu.

Þeir litu á sig sem part af

sam félagi vísinda, deildu

niður stöðum á milli sín

og ræddu með rökum.

Með tilkomu ódýrari prentaðferða

í byrjun 19. aldar

var hægt að prenta og dreifa

fregnum úr vísinda heiminum

á hraðvirkari hátt.

Alls kyns blöð, alfræði bækur

og orðabækur litu dagsins

ljós. Vísindin rötuðu í dagblöðin

við hliðina á daglegri

umfjöllun um samfélagsmál.

Með tilurð vikulegrar

umfjöllunar um vísindi eins

og í tíma ritinu Nature urðu

vísindi hluti af daglegu lífi

fólks. 1 Þarna er hægt að sjá

tvo hópa verða til:

annarsvegar fram leið endur

þekkingar (vísinda menn eða

aðrir fræðimenn sem

rannsaka náttúruna og búa

til nýja þekkingu) og svo

neytendur þekkingar – þá

sem lesa um nýjustu uppgötvanir

vísind anna í dagblöðum.

Þörfin fyrir einskonar

túlka á milli þessara

tveggja hópa skapaði rúm

fyrir nýjan iðnað, útbreiðslu

og um fjöllun á vísindum.

Hug myndin um að það væri

bil á milli vísinda og almennings

verður jafnframt til og

einhver varð að brúa það.

Túlkurinn stjórnaði því sem

sagt var og hvernig það var

sett fram – lagði mat á hvað

það var sem hinn al menni

borgari gæti skilið. 2 En á

Potum í það og sjáum hvað gerist

sama tíma má velta fyrir sér

hvort að túlkanir hafi stuðlað

að ein angrun vísindamanna

frá almenn ingi og

breikkað bilið á milli þessara

hópa í stað þess að brúa

það. Þetta viðhorf auðvitað

gagn rýnisvert. Annars vegar

sköpuðu fjöl miðlar vísindamanninn

sem nánast yfirnáttúru

lega veru sem skildi

hina flóknustu hluti ólíkt

öðrum – en hins vegar þá

voru viss sam skipti í gangi

sem ollu því að almenningur

hafði að gengi að upplýsingum

sem að hann hafði

ekki áður. Stórar uppgötvanir

á sviði eðlisfræði

settu mark sitt á byrjun 20.

aldar innar en í skugga

þessara merku upp götvana

kom einnig hver ógnin á

fætur annarri. Heim styrjöldin

fyrri færði okkur efnavopnin

sem voru notuð

óspart á her menn í skurðunum

og í seinni heimstyrjöldinni

kepptust Bandaríkjamenn

við Þjóð verja að ná að

kljúfa atómið. Um leið hófst

hug myndin um að vísindin

væru ekki bara flókin – þau

voru hættuleg. Eftir heimstyrj

öldina hófst kaldastríðið

og vísinda maðurinn í krafti

stórþjóðanna hafði skyndilega

þau völd að geta eitt út

heilu borgunum. Ótta blendin

virðing fór að stjórna

al mennings áliti fyrir vís indalegri

framþróun og fjölluðu

fjölmiðlarnir um vísindin í

takt við það. 3

Núna. Í dag er talsvert

rætt um aðgengi að upplýsingum

og hlut verk upplýsingahönnuðarins.

Áður

en rýnt er í stöðuna í dag er

66


mikil vægt að skil greina þrjú þrep

í vísinda legri útgáfu eins og þau

birtast fyrir mér:

Fyrsta þrepið eru vísinda legar útgáfur

á niður stöðum eða fram vindu

vís indalegra rannsókna innan fræðisamfélagsins.

Útgáfa er þá í höndum

rann sakenda sjálfra, á því

tungu máli sem er skiljanlegt til þess

að ná fram ná kvæmri niður stöðu

með sem nákvæmustu gögnum.

Oftast í formi ritgerða eða skýrslna.

Þessum útgáfum eru settar skýrar

reglur innan þess samfélags sem

þær eru framleiddar í, áherslan er

sett á nákvæmni

Túlkurinn

stjórnaði því sem

sagt var og hvernig

það var sett fram

– lagði mat á hvað

það var sem hinn

almenni borgari

gæti skilið.

og svo fer það eftir

fram leiðanda

þekkingarinnar

hvert aðgengið

er að henni.

Svo má segja að

það sé millistig

sem eru ritrýnd

tímarit sem

sérhæfa sig í að

birta rannsóknir

vísinda manna,

blöð eins og

Nature, Cell, Physical Review og

Philosophical trans actions. Þetta

eru allt saman blöð sem að birta

rannsóknir. Þessir risar í vísindalegri

útgáfu eiga samkvæmt öllu að birta

mikil vægustu rann sóknir og

niðurstöður þeirra. En þá má spyrja:

hvað er mikilvægt og hver stjórnar

því hver fær að vera með? Þessi

blöð eru í grun inn rekin sem

fyrirtæki á samkeppnismarkaði og

mætti því álykta að greina val

stjórnast fremur eftir vinsældum

en gæði rannsókna.

Í þriðja lagi eru það fjölmiðlar sem

túlka vísindalegar útgáfur og sjóða

niður í það form að þær séu

hnitmiðaðar og eins skiljanlegar

auðið er – þó innan ákveðins

ramma sem markaður er af orðafjölda

og öðrum reglum sem blaðið

setur sér. Vísindin þurfa á nákvæmum

útfærslum að halda á

meðan fjölmiðlarnir fiska heldur

eftir því sem er fréttnæmt. Þetta

spennuþrungna samband orsakar

ákveðið vandamál í miðlun vísinda

til almennings. Vísindin sjá niðurstöður

oftast sem útskýringu á því

fyrirbæri sem verið er að rannsaka

eða jafnvel tækifæri á því að spyrja

frekari spurninga um það fyrirbæri.

Fjölmiðlar vilja sjá niðurstöðu og

setja hana í beina tengingu við

samfélagið og hvaða áhrif það kann

að hafa á það. Vísindin vilja nákvæmni

en fjölmiðlum er einföldun

mikilvæg því hún eykur skilning,

lestur og verðmæti viðfangs efnisins.

4 Í stað þess að líta á mismunandi

sjónarhorn vísinda legrar

niðurstaðna er stundum mismunandi

sjónarhornum beitt hvort á

móti öðru og keppt um hver hefur

réttast fyrir sér. Vísindaleg umræða

fer þá að líkjast umræðum um

íþróttir þar sem að niðurstaðan um

sigurvegara skiptir meira máli en

heildarmyndin.

Hér komum við að vandamáli sem

er erfitt að yfirstíga. Er réttlætanlegt

að einfalda niðurstöður og gera

þær skiljanlegri á kostnað trú verðugleika?

Og hvernig er hægt að

setja niðurstöður rannsókna skýrt

fram – niðurstöður sem eru gögn

fyrir aðra til að nýta sér og viðhalda

framþróun þekkingar?

Nú þegar Internetið er orðið á hvers

manns fingurgóma er aðgengi að

þekkingu heimsins ekki lengur helst

á færi fræðimanna sem loka sig af á

bókasöfnum og rannsóknarstofum.

Fræðigreinar og niðurstöður rannsókna

eru birtar á vefum háskóla,

bækur eru að færast úr hillum

67 Potum í það og sjáum hvað gerist

Óskar Hallgrímsson


Óskar Hallgrímsson

bókasafna í stafrænt form og

Google er með beint aðgengi að

vísinda legri þekkingu. Fjölmiðlaumhverfið

er að breytast og fyrri

venjur og hefðir um að ákveðinni

þekkingu skuli vera miðlað með

ákveðnum hætti er auðveld lega

storkað með tilkomu Internetsins.

Hvað er þá vandamálið? Er þessi

gjá sem var á milli almenn ings

og vísinda hér með brúuð?

Hér er áhugavert að staldra aftur við

þau hlutverk sem talað var um áður

– hlutverk sem við erum vön að

sinna og er þess vegna kannski

erfiðast að skoða. Í stað þess að við

séum eingöngu neyt endur á upplýsingar

– og aðrir framleiðendur –

og að upp lýsingaflæði sé einstefna,

þá væri athyglis vert að líta fremur á

að samfélagið sem eina heild og að

flæði upplýsinga sé í báðar áttir og

hver og einn fái þannig tækifæri á að

gegna báðum þessum hlutverkum.

En hvað getur vísindasamfélagið

gert til þess að upplýsa almenning

og losa sig við þá ímynd að vísindi

séu óskiljanleg? Hvað getur almenningur

gert til að nálgast vísinda

samfélagið eða jafnvel taka

þátt í því og losa sig við þá ímynd

að hann sé ekki fær um hugsun

og þurfi að láta þýða allt og mata

hann? Ef samtal myndast á milli

þessara hópa minnkar þörfin á

hlutverki fjölmiðla sem þýðanda

eða túlka þarna á milli.

Potum í það og sjáum hvað gerist

Ein leiðin sem vísindasamfélagið

nýtir til að ná þessu markmiði er að

opna rannsóknir, gögn og dagbækur

fyrir almenningi með því að setja

þau á Internetið. Þannig er gerð

tilraun til að halda uppi virkum

samskiptum í gegnum samfélagsmiðla

og bjóða öðrum að endurtaka

rannsóknir og fara yfir gögn. Þessar

hugmyndir og aðrar á sama grundvelli

eru góð leið til þess að fá

vísinda menn, aðra fræði menn og

meðlimi úr samfélaginu til að greina

og gagnrýna í rauntíma þau gögn og

þær tilgátur sem eru settar fram.

Þessi aðferðarfræði er kölluð opin

vísindi, eða Open Science. Með

henni breyt ast áherslurnar frá því að

vísindaleg framþróun sé bundin í því

að birta röð af endanlegum niðurstöð

um í að vera flæðandi og opin

fyrir breytingum. 5

Önnur leið er að auka aðgengi að

hágæða menntun fyrir sem

stærstan hóp af fólki. Mjög gott

dæmi um slíka leið er Coursera, þar

sem fjölmargir há skólar víðsvegar

um heim bjóða upp á námskeið á

fjölmörgum sviðum fyrir hvern sem

er. Þá er reynt að halda í það tungumál

sem talað er í háskól unum og

starfa innan þess regluverks sem

háskólarnir verða að fara eftir til að

viðhalda trúverðugleika – um leið er

tungumálið og regluverkið kynnt og

fleirum boðið að taka þátt. En hvað

með þá sem skilja ekki það tungumál,

eða eru einfaldlega ekki að

sækjast í þekkingu á þessum

grundvelli? Ein leið fyrir háskólana

er þá gera tilraun til þess að nálgast

almenning með útgáfu á efni sem

er á tungumáli sem almenningur

skilur og sinna því sjálfir því hlutverki

sem fjölmiðlar hafa gjarnan

tekið að sér. Gott dæmi um þannig

útgáfu eru rásir há skólans í Nottingham

á youtube.com. Í röð af

stuttum myndskeiðum fjalla þau

um raunvísindi út frá hinum almenna

notanda. Ég verð þá að

segja að mér finnst heillandi að sjá

hvað einföld nálgun á annars margbrotin

heim vísinda getur gert hann

áhuga verðan, nálægan og þá sem

starfa í honum mannlegri. Einföld

nálgun á flókin fyrir bæri kveikja

áhuga og vekja upp forvitni og

getur það verið hvati til

68


þess að fólk leiti sér frekari

mennt unar. Vissu lega er

það ekki eini til gang urinn

háskólans í Notting ham –

en hann er eflaust einn sá

mikilvægasti.

En hvað með almenning? Er

hann að leitast við að tengjast

háskólasam fél aginu á

ein hvern veg? Eða kannski

að mynda nýjan grundvöll

fyrir miðlun upplýsinga?

Internetið býður upp á þann

möguleika að hver og einn

getur búið til sinn eigin miðil

eins og vefsíðu, blogg eða

youtube rás og byrjað að

framleiða og birta efni samdægurs.

Dæmi um rás á

youtube.com sem vert er að

minnast á er rásin Minute

Physics. Þar er fjallað ýmis

eðlisfræðileg fyrirbæri á

stuttan og hnitmiðaðan hátt

með því að tala yfir ein faldar

teiknaðar myndir af því sem

verið er að útskýra. Hér er á

ferðinni virkilega vandað efni

sem sýnir hversu vel tiltölulega

einföld myndræn

hönnun getur útskýrt flókin

fyrirbæri. Eitt allra besta

dæmið um ein falda framsetningu

á fræði legum

hlutum er Khan Aca demy.

Samkvæmt heim asíðu Khan

Academy kenna þau yfir 400

miljón kennslu stundir og eru

með 500.000 skráða kennara

sem nota þessi myndskeið

við kennslu í flestum löndum

í heiminum. Khan Academy

sýnir líka vel hvernig

menntun er að breytast í

heiminum í dag. Með því að

hafa kennsluefnið í formi

myndskeiðs á Internetinu

sem er hægt að stöðva

hvenær sem er, fara til baka

og horfa á aftur. sem gerir

hverjum og einum nemenda

kleyft að læra á sínum hraða.

Tilgangur verk efnisins er

ekki að gera okkur öll að

sérfræðingum heldur að

kveikja áhuga og leyfa almenningi

sjálfum að ákveða

það hvort að sú þekking sem

þar býðst sé honum nægileg

eða hvort hann langi til að

leitast eftir enn frekari þekkingu

annar staðar. Internetið

býður því að segja má upp á

gífur legan fjölda af möguleikum

fyrir samfélög áhugamanna

til að myndast og

skiptast á skoð unum eða

sannreyna stað reyndir hvort

að það er á wikipedia.org

eða bara á hinu venjulega

„nörda spjalli“ á heima síðum

áhugamanna.

Hvert er svo hlutverk grafískra

hönnuða í þessum

nýja veruleika? Núna þegar

upplýsingar eru að færast

meira og meira úr því að

vera prentaðar á pappír í það

að birtast í stafrænum

miðlum er eðlilegt að þeirri

þróun fylgi því að notast er

við fleiri myndrænar leiðir til

að tjá vísindalegar upplýsingar

og um leið fellur

ábyrgðin meira hönnuðinn

að geta túlkað fræðilegar

upplýsingar. Skilvirkni

hverrar myndrænnar hönnunar

er háð því að hönn uðurinn

nái skýrt að tjá þær

upp lýsingar sem á að miðla í

jafnvægi við myndrænan

lesskilning áhorfandans.

Við þetta vakna þó nokkrar

við vörunarbjöllur – því áður

hafa verið settar spurningar

við það að hafa þriðja aðila

til miðla þeirri þekkingu

sem er framleidd í fræði samfélaginu

út til almenn ings.

Erum við þá bara að færa

hlutverkið sem skapaði

gjánna á milli staða? Fjölmiðlar

verða líkt og aðrir

háðari og háðari stafrænum

leiðum og þá má álykta að

þeir líka fari að treysta meira

á hönnuðinn til að sinna

þessu mikilvæga hlutverki.

Og það er þá enginn sérstakur

eðlis munur á blaðamanni

sem túlki eða hönnuði.

Við þessu eru gefin

sömu svör og áður. Hönnuðurinn

þarf að leitast við

að gera heiminn skiljanlegri

með vinnu sinni. Hönnuðurinn

fjölbreytt vera, sem er

fær um að starfa fyrir alla þá

hópa sem hefur verið talað

um. Hann er fær um að túlka

upp lýsingar í allar áttir, með

hlut eða í mynd, gagnvirkt

eða ekki gagnvirkt. Það

mætti frekar líta á hann sem

verkfæri til að hjálpa til að

gera heiminn skiljanlegri,

fyrir þá sem þurfa á að

halda. Það má segja að með

tilkomu æ fleiri möguleika á

Internetinu sé þessi hái,

breiði, veggur sem var á milli

almennings og vísinda er

ekki lengur eins hár og með

tímanum verður hann vonandi

aðeins að málaðri línu

á jörðinni sem merkir landamæri

sem áður stóðu en

öllum er frjálst að labba yfir

eftir sinni eigin hentisemi.

Lokaorð: Framtíðin. „Við

lif um á áhugaverðum tímum“

segir málshátturinn og

það er vel hægt að segja um

okkar daga. Hvernig framþróun

þekkingar og miðl un

69 Potum í það og sjáum hvað gerist

Óskar Hallgrímsson


til almennings verður á

næstu áratugum er aðeins

hægt að giska á – en miðað

við það sem hefur átt sér

stað á síðustu árum virðumst

við vera í miðju ferli

í nýrri og spennandi uppljómun.

Fortíðin kennir

okkur að við þurfum stöðugt

að vera ögra þeim

kennisetningum sem á

undan hafa gengið. Þá má

ekki vanmenta hversu þekking

og skilvirkari samskipti

spila stóran þátt í sögunni

og eru stoðirnar af því

hvernig við höfum byggt

upp samfélgið – með því að

miðla látlaust upplýsingum

okkar á milli. Þótt á vissum

tíma í sögunni hafi skapast

þessi gjá á milli vísindasamfélagsing

og almenning

þá má einnig segja að með

tilkomu Internetsins virðast

samfélög vísinda og almenn

ings vera að færast

nær hvort öðru á sumum

sviðum. Og mynda skemmtilegt

samkurl af þekkingu

og nýsköpun. Þau geta

starfað sem aðhald til þess

að stuðla að því að sagt sé

satt og rétt frá. Ég spái því

að á næstu tíu árum eigum

við eftir að sjá gífurlega

aukningu í vís indalegu læsi

vegna þessara þróunnar

ásamt því að þátttaka almennings

í vísindalegri

framþróun verði töluvert

meiri. Samfélög eins sjá má

í kringum TED eiga eftir að

áhrif á framgang almennrar

þekkingar líkt og háskólar

hafa gert og sameina jafnframt

fræðileg svið sem

áður hafa verið aðgreind.

Með auðveldara aðgengi

að þverfaglegri þekkingu

Óskar Hallgrímsson

hverfa vonandi um leið

fordómar sem sviðin hafa

hvort á öðru og al menningur

hefur fyrir þeim. Klassískar

rann sóknar aðferðir verða þá

jafnvel að lifandi efnivið sem

margir hafa eitthvað um að

segja – geta bætt við eða

tekið úr með gagnrýni sem

fer fram í rauntíma. Hlutverkinu

sem okkur hönnuðum

er ljáð, að vera hinir

ný ráðnu túlkar á framþróun

þekkingar, er gífurlega

mikilvægt.

Potum í það og sjáum hvað gerist

1 Bernadette Bensaude-Vincent,

„A Genealogy of the Increasing Gap

between Science and the Public“ (2001)

bindi: 10, Public Understanding of

Science, bls. 103.

2 Faidra Papanelopoulou, Agustí

Nieto-Galan og Enrique Perdiguero,

Popularizing Science and Technology

in the European Periphery, 1800–2000

(Ashgate Publishing, Ltd 2009), bls. 9.

3 Spencer R WEART and Spencer

R Weart, Nuclear Fear: A History of

Images (Harvard University Press 2009).

bls. 24–33.

4 Davida Charney, „Lone Geniuses

in Popular Science: The Devaluation of

Scientific Consensus“ (2003) 20 Written

Communication, bls. 216.

5 Ann Grand og fleiri, „Open Science

A New “Trust Technology”?“ (2012)

bindi: 34, Science Communication,

bls. 679.

70


Upplýsingahönnun

Hvað er hún og hvað er hún ekki?


Upplýsingahönnun hefur oft verið

talin eitt stífasta form grafískrar

hönnunar og það kannski með réttu.

Steríótýpan af upplýsinga hönnun er

líklega leiðarkerfið. Helst jafnvel á

flugvelli. Við sjáum þá fyrir okkur

gul skilti, svart letur og slatta af

mynd merkjum (e. pictograms).

Þetta er grafísk hönnun sem líklega

þykir ekki spennandi við fyrstu sýn

en við nánari skoðun sjáum við að

hún styður sig við ótrúlega stórt og

úthugsað kerfi til að geta virkað vel í

notkun. Þegar litið er til svona kerfa

kunna margi að áætla sem svo að

notendagildið sé það mikil vægasta

og útlit og framsetningu skipti mun

minna máli. Þessi hug mynd um upplýsingahönnun

er alls ekki vit laus –

en hún er ekki fullkomlega rétt.

Upplýsingahönnun er ein af þeim

greinum grafískrar hönn unar sem

lifir ansi sjálfstæðu lífi og á það þá

kannski sér staklega við um hönnun

leiðar kerfa. Og lætur þessi angi

grafískrar hönnunar yfirleitt lítið

fyrir sér fara. Ýmsir hafa reynt að

skilgreina hvað flokkist undir

upplýsinga hönnun og hvar mörk

hennar liggja, meðal annars í

bókum, með samkeppnum og

víðar. Þessar skilgreiningar enda

þó yfirleitt á að vera svo ólíkar

að helstu „hetjur upplýsingahönnunar“

eru ekki einu sinni

sammála um hvað ætti að kalla

þessa fjölmörgu anga hennar.

Hörður Lárusson

En hvað sem öllum nöfnum

og skilgreiningum líður þá eru

flestir nokkuð sammála um

hvað upplýsingahönnun gengur

út á. Hvort sem horft er á nafn

greinarinnar á íslensku – upplýsingahönnun

– eða ensku –

information design – þá liggur

skilgreining fagsins ágætilega

í orðinu sjálfu. Þegar búið er að

sjóða niður allar skoð anir, álit

og rifrildi, situr eftir að þetta er jú hönn un á upplýsingum.

Þetta kemur meðal annars fram í skilgreiningu

fagsins á Wikipediu, en þar stendur:

Information design is the practice of pre senting

information in a way that fosters efficient and

effective understanding of it. The term has

come to be used specifically for graphic design

for displaying information effectively, rather

than just attractively or for artistic expression.

Information design is closely related to the field

of data visualization and is often taught as part

of graphic design courses.

Þessi skilgreining er hins vegar ekki fullkomnlega

rétt. Bæði mætti bæta ýmsu við hana en einnig

mætti taka ýmislegt út úr henni. Og til að átta

okkur á hvað það er þurfum við að skoða hvað

grafísk hönnun snýst í raun og veru um. Það eru

vissulega hættulegar slóðir – sem væri léttilega

hægt að fylla blað eins og Mænu af.

Hvað er grafísk hönnun? Í gegnum árin hef ég

spurt marga grafíska hönnuði um skoðun þeirra á

því hvort fagið liggi nær list eða iðn. Er hún bara

annað? Hvort þá? Eða er hún þarna einhversstaðar

á milli? Ég hef haft mína skoðun en það eru ekki

margir algjörlega sammála mér. Niðurstaða mín er

reyndar alls ekki flókin og byggist þá helst á því að

horfa yfir landslag íslenskra grafískra hönnuða. Við

eigum frábæra grafíska hönnuði sem líta á fagið

sem list og aðra einnig frábæra sem líta á fagið

sem hreina iðn. Er þá kannski rétta svarið: Fagið er

það sem þú vilt að það sé?

Köfum nú ofan í það sem við gerum sem grafískir

hönnuðir – fyrir utan það að velja fallegt letur,

dásam lega liti, láta hlutina sitja rétt og annað í

þeim dúr. Þá stendur eftir að við erum í lang flestum

til fellum að taka við efni annarra – hvort sem það er

risa stórt lyfjafyrirtæki, nýr veitinga staður, vinur

sem er að gefa út geisladisk eða einfaldlega þú

sjálf(ur) – og setja það fram á til tekinn hátt í tiltekinn

miðil. Þetta gerum við síðan á jafn ólíka vegu

og hönn uðurnir eru margir. Grafískir hönnuðir þurfa

að vinna með efninu sem þeir meðhöndla, skipa sig

í sæti rit stjóra, leikstjóra og verkefnastjóra til þess

að úr lausn hvers verkefnis sé sett fram á sem skýrastan

hátt.

Hörður Lárusson

Upplýsingahönnun

72


Hér erum við að mínu mati komin að kjarna þess að vera grafískur

hönnuður. Við sinnum hlutverki eins konar túlks á milli fólks. Þetta

fólk getur til dæmis verið kúnninn þinn og sá sem hann vill síðan

ná til – hafa jafnvel áhrif á.

Allir hönnuðir eiga sitt kerfi sem liggur til grundvallar þessarar

túlkunnar. Sumir túlka með myndskreyt ingum, sumir í bókahönnun,

margirí gegnum auglýs ingar og vissulega aðrir grafískir

hönnuðir í gegnum upp lýsingahönnun. Allir hönnuðir geta síðan

gert þetta vel eða illa – stundum hroðalega og stundum frábærlega.

En öll erum við í grunninn að gera það sama því við erum að

túlka eða hanna upplýsingar sem fara síðan

fólks á milli.

Við sinnum hlut verki

einskonar túlks á

milli fólks. Þetta fólk

getur til dæmis verið

kúnninn þinn og sá

sem hann vill síðan

ná til – hafa jafnvel

áhrif á.

Þar með erum við farin að nálgast upprunalegu

spurninguna aftur: Hvað er upplýsingahönnun?

Stutta svarið er kannski

þetta: Öll grafísk hönnun er upp lýsingahönnun

því allt sem við hönnum eru upplýsingar.

Þetta er vissu lega mjög víð skilgreining

á faginu og segir okkur þar af

leiðandi lítið. Margir sem starfa í upplýsinga

hönnun væru til að mynda ekki

sáttir við þessa skilgreiningu því hún

dregur vissulega úr mikil vægi þeirra aðila

sem hafa sérhæft sig í upplýsinga hönnun

og kunna virkilega að hanna svo góð leiðarkerfi

um flugvelli að fólk getur staðið og dáðst að skilt unum (já,

við erum nokkur sem gerum það!). En þetta er ekki bara galli

á skil greiningunni – þvert á móti. Ef eitthvað er þá upphefur skilgreiningin

þessa upplýsinga hönnuði því það eru þeir sem eru

búnir að „mastera“ fagið. Það að hanna upplýsingar. Eitthvað

sem við viljum öll gera á okkar hátt.

Sú hugsun að öll grafísk hönnun sé upplýsinga hönnun er áhrifarík.

Hún breytir kannski ekki miklu utanfrá en hún ætti að geta

gert það þegar litið er inn á við. Og það til hins betra því ef hönnuðurinn

veit virkilega hvað hann eða hún ætlar að segja áður en

byrjað er að hanna þá verður útkoman betri. Það er hægt að fullyrða.

Í hinu fullkomna verkefni veit hönnuðurinn jafnvel betur en

höfundur efnisins hverju á að koma á framfæri og hvernig.

Við getum tekið þessa hugmynd – að upplýsingahönnun sé í allri

grafískri hönnun – jafnvel enn lengra og sagt að hún eigi einnig

heima í öðrum greinum hönnunar. Hluturinn þarf alltaf að virka

eins og við viljum að hann virki. Tökum arkitektúr sem dæmi.

Aðalbygging Háskóla Íslands er hönnuð þannig að það fer ekki á

milli mála hvernig hún snýr og hvar á að ganga inn í hana þegar

horft er á hana utan frá. Tökum mun nýrra hús sem dæmi. Hörpu.

Fyrir þá sem koma að henni í fyrsta sinn getur verið ansi erfitt að

73 Upplýsingahönnun

Hörður Lárusson


sjá hvar inngangurinn er. Þó er erfitt að dæma hvort húsið

er betur hannað því til þess þurfum við einnig að líta til

þess hver tilgangur arkitektsins var með þessum ákvörðunum.

Og þá á einnig eftir að taka fagurfræði og smekk

manna inn í jöfnuna. En þetta gildir einnig um upplýsingahönnun

þar sem slíkar ákvarðanir koma einnig við sögu.

Húsin má því sjá sem dæmi um upplýsinga hönnun – færða

yfir í steinsteypu, gler og járn.

Sú hugsun að öll

grafísk hönnun sé

upplýsingahönnun er

áhrifarík. Hún breytir

kannski ekki miklu

utanfrá en hún ætti

að geta gert það þegar

litið er inn á við.

Upplýsingahönnun er allstaðar

og við megum ekki gleyma að allt

sem við ákveðum að gera í okkar

hönnun segir alltaf eitthvað og

gefur þar að leiðandi ákveðnar

upp lýs ingar. Stórar eða smáar

– miklar eða litlar. Fyrir mörgum

hönn uðum hljómar þetta afskaplega

stíft og þurrt. Jafnvel eins og

eitthvað sem gæti drepið allt sem

heitir frumleiki og sköpun. Fyrir

öðrum má lýsa þessu með þýska

slagorði Ritter Sport súkkulaðsins:

„Quadratisch. Praktisch.

Gut.“ Eða: „Ferkanntað (form).

Praktístk (til gangur). Gott (útlit).“ Sama hvað fólki finnst

þá er erfitt að neita því að þessi orð lýsi eftir sóknarverðum

einkennum – ekki þó þannig að hver og einn þurfi

að setja sig í dýpstu stellingu upp lýsingarhönnuðar sérstaklega

fyrir hvern dreifimiða, hvert nafnspjald eða hvert

geisla diskahulstrið. Heldur þannig að við eigum að sjá

hvenær við getum auð veldað og lagað. Hvenær við getum

bætt lélega upplausn á mynd sem er á leiðinni í prentun.

Hvenær við þurfum að „kerna“ orð og annað í þeim dúr.

Þetta á í raun að vera á „auto pilot“ á meðan við erum

að hanna – ferkantað, praktískt og gott.

Þannig að hvað er upplýsingahönnun? Hún er öll grafísk

hönnun. Og það svar er alls ekki svo vitlaust.

Hörður Lárusson

Upplýsingahönnun

74


Án kjarna

Um orð, myndir & tákn


Oft er talað um grafíska hönnun sem myndræna

miðlun – enda snýst fagið að miklu leyti um að

koma upplýsingum til fólks á sem auðskiljan legastan

máta og þá hefur myndmálið yfirhöndina.

Upplýsinga miðlun og grafísk hönnun eru þannig

samofin fyrirbæri en segja má að þessar greinar

mætist í tákn fræðinni. Þannig notast hönnuðir

gjarnan við myndrænar táknmyndir – oft nefnd

íkon eða merki – til að koma skilaboðum til viðtakandans.

Til þess að beita slíkum tákn myndum er

nauðsynlegt að hugsa út frá því hvernig þær miðla

upplýsing unum. Ef kafað er ofan í virkni tákna með

því að kanna myndheim þeirra og innbyrðis táknkerfi,

má varpa ljósi á hvaða þættir skipta höfuðmáli

í hönnun táknmynda.

Ingi Kristján Sigurmarsson

Táknmyndir eru ein stærsta afurð sam eigin legs

menningarheims mannkyns og eru því allstaðar

greinanlegar og nýttar sem vatn á myllu

bók mennta, lista og hönnunar. Sumar þeirra

eru svo sterkar að þær eru sameigin legar gjörvöllu

mann kyni þannig að þær þekkjast í öllum

menn ingar kimum (eins og til dæmis merki

Mc Donalds, hjarta eða broskall). Tákn eru

við stöðulaust að störfum bakvið vitund fólks,

í umhverfi þess og athöfnum. Tákn fræðin

spannar þannig alla þætti í menn ingarhefðum

okkar og á því ekki ein göngu við um bókmenntir

og talmál (þar sem táknin eru hvað

greinan legust), heldur einnig „ómál vísindalega“

hluti eins og tísku, matar menn ingu eða

kvik myndir. 1 Á 21. öld má jafnvel skipta fólki

í tvo hópa eftir virkni þeirra hverju sinni – þá

sem meðhöndla táknmyndir til að ná markmiðum

sínum (hönnuðir, forritarar, rit höfundar,

lista menn, stjórnmála menn, mark aðsfræðingar,

auglýs inga fólk og fleiri) og þá sem verða fyrir

áhrifum þess (hinn almenni neytandi eða viðtakandi).

Táknmyndir eru ómiss andi í sam félagi

okkar, þær gera okkur kleift að senda, taka á

móti og skilja skila boð ásamt því að auðga

tilveruna í listum og menningu.

Ingi Kristján Sigurmarsson

Þá er vert að skoða aðeins hvað myndmál

er. Myndmál er skilgreint sem „beiting máls

þannig að lesandi eða áheyrandi skynji eins og

myndir innra með sér“ 2 , en þessi skilgreining

nær ekki eingöngu yfir talað mál. Enska hugtakið

visual language, sem þýða mætti sem

„sjón rænt mynd mál“, hefur verið notað um

Án kjarna

76


myndmál í þeim skilningi að það eigi við merkingarmiðlun

mynd arinnar sjálfrar. 3 En hvernig vinnum við úr þessari

skynjun, hvernig lesum við myndina – eða með öðrum

orðum: Hvernig á hugræn úrvinnsla á myndmáli sér stað?

Líta má á mynd ræna

miðlun sem flutning

hug mynda, hug taka

og upp lýsinga yfir

á form sem hægt

er að lesa eða skynja

með augunum.

Ólíkt öðrum táknkerfum eru

sjónræn merki eða íkon ekki tjáð

munnlega og treysta ekki á hljóð -

kerfi til að kalla fram skiln ing. Þess

í stað verða íkon tákn myndir hluta,

hugtaka eða virkni með því að

treysta á hæfni við takandans til

að túlka merk inguna með þeirri

þekkingu sem hann býr yfir. Sú

ímynd sem við höfum af fyrirbæri

er í raun háð per sónulegri skynjun

okkar á raunveruleikanum út frá

reynsluheimi okkar. Tákn getur haft eina merkingu fyrir

ákveðinn einstakling en aðra fyrir næsta mann og í ofanálag

fer merkingin algjörlega eftir samhenginu sem táknin

birtast í hverju sinni. Þrátt fyrir að tveir ólíkir einstaklingar

sjái sama málverkið eða sömu kvik myndina er ekki þar

með sagt að þeir upplifi sömu hugrenningar tengslin – eða

hafi yfirhöfuð „séð“ sömu hlutina eða atburð ina. Jafnvel

tákn sem eru sammannleg eins og bent var á að framan

eru háð reynsluheimi einstak lingsins þegar kemur að

túlkun þeirra. Til dæmis vekur davíðs stjarnan upp stolt og

þjóð erniskennd meðal zionista en í Palestínu er hún táknmynd

kúgunar og ofbeldis. Grænn þýðir „af stað“ þegar

hann birtist á eftir rauðum – en aðeins svo lengi sem

rauður þýðir „stopp“. Tákn myndir breytast líka í sögu legu

sam hengi, til dæmis þykir „jesú fiskurinn“ (ichthys) kristin

táknmynd í dag þó að uppruna táknsins í heiðnum sið

megi rekja til kynfæra kvenna og formóður innar. 4 Af þessu

leiðir að hönnuður byggir verk sín á eigin reynslu og

menningar umhverfi – en til að tryggja flutning hug myndar

til viðtakanda verður hann að setja sig í spor viðtak andans

og miða við reynsluheim hans.

Táknmyndir geta þannig verið jafn marg ræðar og samfélag

manna. Kraftur þeirra liggur hvað helst í því að þær

bera ekki með sér eina absolut – eða endanlega og einhlíta

merkingu heldur eru þær breytilegar og búa yfir

aðlögunarhæfni. Kerfiseðli tákna virkar þannig að táknið

öðlast merkingu vegna vensla við önnur tákn. Til að

kanna tengsl tveggja fyrirbæra þarf því að skoða hvað

þau eiga sam eiginlegt og hvað greinir þau að og tefla

þeim fram sem mismunandi en keimlíkum einingum:

Fyrirbærum sem tengjast (eru innan sama kerfis) en eru

77 Án kjarna

Ingi Kristján Sigurmarsson


þó andstæð að einhverju leyti. 5 Þannig taka

táknmyndir ekki á sig mynd vegna merkingar

sinnar heldur til að aðgreina sig frá

öðrum tákn myndum, m.ö.o. er engu einasta

tákni eðlislægt að vísa til ákveðins

hlutar eða hugtaks eitt og sér. Til að útskýra

þetta nánar er hægt að benda á að

orðin sem við notum til að lýsa tilteknum

hlutum í um hverfi okkar eru ekki þau sömu

á ólíkum tungumálum. Það er ekkert sem

felst í orðmyndinni „hestur“ sem lýsir

hesti, annað en sú merking sem við

leggjum í orðið vegna sameiginlegrar

menningarhefðar okkar um að „hestur“

tákni hófdýrið hest. Táknmyndir hafa því

engan eigin legan „kjarna“ einar og sér

heldur falla þær í kerfi með því að aðgreina

sig frá öðrum, eða eins og upphafs maður

táknfræðinnar, franski mál fræðingurinn

Ferdinand de Sauss ure orðaði það: „Their

most precise characteristic is being what

the others are not“. 6 Þetta aðgrein ing areðli

táknmynda er einmitt það sem veitir þeim

merkingu. 7 Ef við víkjum aftur að sambandi

form gerðar og merkingar og skiptum út

„h“ fyrir „pr“ í orðinu „hestur“, verður það

þar með að orðinu „prestur“ – bæði formgerðin

(það er uppbygging orðsins) og

merking þess breytist. Tákn myndin hefur

þannig tvíhliða eðli og er bæði formgerð

og merking á sama tíma. Rétt eins og

tákn myndir öðlast form með aðgreiningu

er það einnig aðgrein ingin eða mismunurinn

sem ljáir þeim merkingu. Saussure

kallar táknið sjálft táknmynd (e. signifier)

og merkingu þess táknmið (e. signified). 8

Segja má að táknmyndin sé sú hlið tákns

sem snýr að upplifun okkar (skynfærin –

sjón, heyrn og snertiskyn) og táknmiðið

er inntakið, það er að segja til hvers táknið

vísar. 9 Tákn miðið nær þó aðeins til þeirrar

merkingar, hugsunar eða tilfinningar sem í

huganum er tengd tákn myndinni en ekki til

fyrir bærisins sjálfs – eins þótt fyrirbærið sé

einmitt hugsun eða tilfinning. Fyrir bærið

sem merkingin vísar til kallast merkingarmið

(e. referent) og mikilvægt er að gera

greinarmun á því og táknmiðinu. Til dæmis

upplifa menn ekki endilega sorg þó þeir

skilji merkingu orðsins og viti hvaða tilfinningu

það táknar. 10 Reyndar hafði þýski

heimspekingurinn Friedrich Nietzsche

þegar viðrað slíkar hugmyndir í grein sinni

„Um sannleika og lygi í ósið rænum skilningi“

(1873) þegar hann segir: „Þegar við

tölum um tré, liti, snjó og blóm, trúum við

því að við vitum eitt hvað um hlutina sjálfa,

en höfum samt ekkert nema mynd hverfingar

þeirra og þær samræmast engan

veginn upprunalegum eðliseigin leikum

hlutanna.“ 11 Þegar kemur að sjónrænu

myndmáli er opið fyrir túlkun á því hvaða

táknmið ákveðin táknmynd vísar á: það er

engin algild merking að baki henni. Í tungumálinu

er samband táknmyndar og táknmiðs

tilviljanakennt (e. arbitrary), en það

er einn mikilvægasti eiginleiki þess þar

sem hann gerir málinu kleift að vera óhlutbundið,

meðan samband táknmyndar og

táknmiðs er alltaf hlutbundið í sjónrænu

myndmáli. Annað atriði sem aðgreinir þessi

tvö táknkerfi er að tungumálið byggist upp

af merkingarbærum einingum sem er ekki

að finna í myndum. 12 Vegna þessara byggingar

eininga málsins verður það lokað kerfi

– það er ekki hægt að búa til orð í íslensku

sem ekki inniheldur málhljóð sem íslenska

hljóðkerfið býr yfir en með hljóðunum sem

tilheyra því er hægt að búa til endalaust of

orðum og setning um sem öllum meðlimum

hljóðkerfisins er fært að skilja. Hins vegar er

sjónrænu myndmáli engin takmörk sett þar

sem það stendur utan við þetta mengi –

miðillinn er svo margþættur að aldrei væri

hægt að finna minnstu merkingarbæru

einingu þess.

Fleiri fræðimenn hafa fjallað um tákn og

skipt þeim m.a. í eiginleg tákn (t.d. bókstafir)

og íkon (líkneski eða pictograms), þar

sem er sýnileg líking milli tákns og merkingar

miðs. Einnig eru til tákn sem mætti

nefna merki eða signal, (reykur táknar eld

o.s.frv.), en þá er orsaka sam hengi milli

tákn miðs og táknmyndar. Orðið symbol má

síðan nota yfir listræn tákn, þ.e. venjulegt

tákn sem hefur fengið sérstaka útvíkkun

merkingar vegna notkunar í ákveðnum

samböndum, svokallaðan merkingarauka. 13

Hönnuðir hugsa oft út frá þessari aðgrein-

Ingi Kristján Sigurmarsson

Án kjarna

78


ingu, þegar sett eru saman íkon fyrir leiðarkerfi

(eins og t.d. skiltin sem segja þér hvar

klósettin megi finna í Kringlunni) eða lógó

fyrir fyrir tæki – slík merki eru yfirleitt

annaðhvort fíg úratív og teljast þá til íkona

eða abstrakt (merki), en vísa þó yfirleitt í

ákveðið hugtak sem er talið lýsandi fyrir

gildi viðkomandi við skiptavinar. Táknmyndin

„héri“ getur verið íkon og þá staðið

fyrir héra, t.d. á skilti í dýragarði, en sem

merki póstþjónustu má lesa úr henni að

hérinn standi fyrir hraða þjónustu.

Líta má á myndræna miðlun sem flutning

hug mynda, hugtaka og upplýsinga yfir á

form sem hægt er að lesa eða skynja með

augunum. Í þessu samhengi er því oft

fleygt að „mynd segi meira en þúsund orð“,

og að sjá sé það sama og að skilja, eitthvað

„liggi í augum uppi“ og svo framvegis. Hér

reka menn sig þó strax á ákveðna mótsögn:

Á sama tíma og auganu er hampað

sem hinu æðsta skilningarviti og fjallað um

tengsl þess við þekk ingu og skilning, má

greina neikvætt viðhorf til myndar innar

– þess sem fyrir augað ber. Myndin er álitin

augljós, einföld, yfir borðsleg og gagnsæ

þegar henni er stillt upp við hlið orðsins

sem telst flókið og margrætt, djúpt og

krefst lestrarkunnáttu. Við nánari skoðun

kemur þó í ljós að rétt eins og talað og

ritað mál þá er mynd læsið – það að lesa

mynd – menningarlegt fyrirbæri sem hægt

er að þjálfa og rækta: Myndlæsi er hæfileiki

byggður á reynslu og þjálfun.

Sjálfsmeðvitund um sjónina, augað og

ímyndina veitir okkur innsýn í auðugan

táknheim sem hefur æ meira vægi í margbreytileika

nútímans. Myndlæsi er háð

þekkingu okkar og reynsluheimi, og því

er nauðsynlegt að hafa sögulega þekkingu

og skilning á táknmyndum. Þannig stendur

maður betur að vígi við að túlka sjónrænt

áreiti og er á sama tíma margfalt öflugri

við að beita því.

1 Robert Stam, Film Theory: An

Introduction. Blackwell Publishing,

Malden, MA, 2000, bls. 107.

2 Mörður Árnason, (ritstjóri),

Íslensk orðabók. Þriðja útgáfa, aukin

og endurbætt, Forlagið, Reykjavík,

2010, bls. 687.

3 Pablo Garcia, „What Is a Visual

Language?“, wisegeek.com,Wise GEEK,

ódagsett, sótt 8. desember 2014 á

www.wisegeek.com/what-is-a-visuallanguage.htm

4 Sjá: J. C. Cooper, An Illustrated

Encyclopaedia of Traditional Symbols,

Thames & Hudson, London, UK, 1979,

bls. 15. Og: „Christian symbols, Fish

(Ichthus), cross and crucifix“, Ontario

Consultants on Religious Tolerance,

ódagsett, sótt 8. desember 2014 á www.

religioustolerance.org/chr_symb.htm

5 Vésteinn Ólason, „Form gerðarstefna

og táknfræði. Nokkur hugtök.

Endursamið eftir gömlum blöðum í

ársbyrjun 1993. Fyrri hluti“, kistan.is,

Kistan, veftímarit, 29. maí 2002, sótt 6.

nóvember 2013 á www.kistan.is/Default.

asp?Sid Id=28001&trerod=004|&tId=2&

FRE_ID=39560&Meira=1

6 Hans Bertens. Literary Theory:

The Basics, Taylor & Francis, New York,

USA, 2008, bls. 45.

7 Orðræða um táknmyndir er runnin

undan rifjum málfræðinga, helst þeirra

sem aðhyllast formgerðarstefnu (e.

structuralism) – kenningar þeirra skýra

einnig eðli myndtákna og má heimfæra

yfir á orðræðu um myndmál.

8 Hans Bertens, Literary Theory: The

Basics, bls. 45. Þýðingin á táknmynd og

táknmiði er fengin frá Vésteini Ólasyni,

„Vésteinn Ólason, „Formgerðarstefna

og táknfræði. Nokkur hugtök. Seinni

hluti“, kistan.is, Kistan, veftímarit, 30.

maí 2002, sótt 6. nóvember 2013 á

www.kistan.is/Default.asp?Sid_Id=2800

1&tre_rod=004|&tId=2&FREID=39561&

Meira=1

9 Vésteinn Ólason, „Formgerðarstefna

og táknfræði. Seinni hluti“,

www.kistan.is/Default.asp?SidId=2800

1&tre_rod=004|&tId=2&FREID=39561&

Meira=1

10 Vésteinn Ólason, „Formgerðarstefna

og táknfræði. Seinni hluti“,

www.kistan.is/Default.asp?Sid_Id=2800

1&tre_rod=004|&tId=2&FRE_ID=39561&

Meira=1

11 Friedrich Nietzsche, 1873, „Um

sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi“,

Magnús Diðrik Baldursson og Sigríður

Þorgeirsdóttir þýddu og rita eftirmála,

í Skírnir: Ný tíðindi hins íslenska

bókmenntafélags, 167. ár, vor 1993,

15–33, bls. 19.

12 Hljóðön (phonem) er málvísindalegt

hugtök sem stendur utan við efni

þessarar greinar.

13 Vésteinn Ólason, „Form gerðarstefna

og táknfræði. Seinni hluti“,

www.kistan.is/Default.asp?Sid_Id=2800

1&tre_rod=004|&tId=2&FREID=39561&

Meira=1

79 Án kjarna

Ingi Kristján Sigurmarsson


:)


Nú á dögum er erfitt að komast hjá því að

taka eftir brosköllum, enda eru þeir notaðir

nánast alls staðar í samfélaginu – í samskiptum

fólks og milli og jafnvel af auglýsendum.

En bros kallinn er ekki alltaf

ná kvæm lega eins enda gengur hann undir

tveimur yfir skrift um: emoji og emoticon.

Emoji eru broskallar sem birt ast sem tákn

og emoticon eru broskallar saman settir

úr greinar táknum :). Í ritgerð sinni um

mis mun andi not kun kynslóða á emoticon

heldur mál fræðing ur inn Tyler Schnoebelen

því fram að 9.7% af band a rísk um færslum

á Twitter innihaldi að minnsta kosti eitt

emoti con, 1 en Twitter hefur nú breytt

emoticon í emoji hjá sér, eins og flestir

samskipta miðlar eru farnir að gera. Á síðunni

emoji tracker.com er hægt að sjá í

raun tíma hversu mörg emoji fara um

Twitter á hverri stundu. 2 Birting broskallsins

fer þó ekki einungis fram á netinu

því árið 2009 setti Fred Benen son af stað

Kick starter sjóð til að geta gefið út bókina

Emoji Dick sem er þýðing á meistara verki

Herman Melville, Moby Dick, ein göngu

með emoji. 3 Broskallar hafa þá einnig

komið fyrir á vega merkingum. 4 Vinsældir

bros kallsins eru því ó um deilan legar – en

hvaðan kemur þörfin til að nota hann?

Broskallar komu fyrst fram í þeirri tegund

samskipta sem flokkast undir smá skilaboð

eða örskilaboð (e. instant messaging).

Samskipti af því tagi komu fram rétt fyrir

aldamótin síðustu í kjölfar aukinnar notkunar

á tölvum og far símum. Þar sem broskallinn

er til tölu lega nýr af nálinni eru áhrif

hans á mann leg samskipti fyrst að koma í

ljós núna og tungu málafræðingar eru

nýbyrjað ir að rannsaka á hrifin – eink um

núna þegar heil kynslóð vex úr grasi

sem þekkir ekki samskipti með símum

eða tölvum án broskalla.

Tómas Leó Halldórsson

Áhrif á tungumál Bandaríski málvísinda

maður inn John Mc Worther

hefur rann sakað áhrif smá skila boða á

samskipti okkar. Í fyrirlestri sem hann

hélt á TED-sam komu í febrúar árið 2013

fjallaði hann um rann sóknir sínar. Hann

sagði smá skila boðin hafa fengið mikla

gagn rýni og yfir leitt væri litið á þau sem

óæðri – ó merki lega tjáningu. Hans sýn á

smá skila boðin er þó fremur sú að þau séu

dæmi um hvern ig tungumálið þróast. 5

Mc Worther sagði í ræðu sinni: „texting er

ekki skrift“ held ur „skrifað tal“ (e. fing ered

speech), nokkuð sem hefði ekki verið

mögulegt nema með tilkomu nú tíma tækni:

Þegar maður hefur tæki í vasanum sem

getur tekið á móti skilaboðum verða til

aðstæður sem gera okk ur kleift að skrifa

eins og við tölum, þar koma smá skilaboðin

til sög unnar. Fáir hugsa um stóra

stafi eða greinar merki þegar þeir skrifa

smáskilaboð, en það gerir maður heldur

ekki þegar maður talar. 6

Að skrifa talmál breytir rit máli – bæði uppbyggingu

þess og stíl. Raunar eru smá skilaboð

aldrei ná kvæm lega eins og tal, en að

mati McWorther líkjast þau því talsvert

meira en ritmáli. McWorther sagði jafnframt

að „málfræðingar hafa sýnt fram á að þegar

við tölum óformlega án þess að velta fyrir

okkur of mikið hvað við erum að segja, þá

eigum við til að tala í stuttum setning um

sem innihalda 7–10 orð.“ 7 Inn í þessa skilgreiningu

passa smáskilaboðin vel þar sem

lengd þeirra – og þar af leið andi tíminn sem

fer í að svara smáskila boðum – skiptir máli.

Þegar við töl um, tölum við ekki einungis

með orðum; líkams beiting og andlitsbrigði

skipta miklu máli í samtalinu. Rétt eins og

sálfræð ingurinn Yuki Mazaki minntist á

lesum við mikið í andlit til að hjálpa okkur

við túlkun á samtali við annað fólk. 8 Því

mætti segja að þróun slíkra tákna eins og

broskallsins hafi verið óhjákvæm ileg þar

sem þau eru nauðsynleg ef skrif eiga að ná

sömu eða svipaðri dýpt og mælt mál. John

McWorther segir þá einnig: „Við erum að

verða vitni að algjörlega nýrri leið til að

skrifa sem ungt fólk er að þróa með sér.“ 9

Ef ungt fólk er helsti drif kraftur þessarar

þróunar á talskrift þá má gera ráð fyrir

að eldri kynslóðir eigi erfið ara með að

tileinka sér þessa gerð sam skipta. Tyler

81 : )

Tómas Leó Halldórsson


Schnoebelen gerði rann sókn

á mismunandi notkun fólks á

emoticon-bros köll um. Hann tók

saman 28 al geng ustu gerðir broskallanna

í banda rískum tístum

(e. tweets) og gerði meðal annars

greinarmun á milli þess hvort fólk

sýndi nef :-) eða ekki nef :) Schnoebelen

komst

að þeirri niðurstöðu

að þeir

sem nota nef

virðast sleppa

skamm stöfunum

frekar

og gera sjaldan

staf setn ingarvillur.

10 Hann

gerði þá einnig

rannsókn á því hvert tíst unum var

beint og í hvaða samhengi broskallarn

ir væru með eða án nefja.

Þegar tístunum var beint að stórstjörnum

(e. celebrities) sást að

„þeir sem sleppa nefi í sínum brosköllum

hallast meira að stjörnudýrkun“

11 , nánar til tekið dýrkun

á ungum stjörn um. Fólk sem notar

nef í sína broskalla tístir að vísu að

stjörnum, en í minna mæli og þá

frekar að eldri stjörn um eða þeim

sem höfða jafnan til eldri að dáenda.

12 Af þessu dregur Schnoe belen

þá ályktun að fólk sem notar broskalla

með nefi sé eldra en fólk sem

notar ekki nef. Benda má á að fólk

sem notar broskalla með nefi notast

þar með við elstu gerð bros kalla

á með an fólk sem notar neflausa

broskalla velur broskalla sem

eru nýrri af nálinni. 13

Við erum að

verða vitni að

algjörlega nýrri

leið til að skrifa

sem ungt fólk er

að þróa með sér.

Tómas Leó Halldórsson : )

Stað setning emoji í setn ingum

virð ist einnig fylgja ýmsum óskráðum

reglum. Í grein í tímaritinu Time

frá því í júlí á þessu ári er fjallað um

óskrifuðu reglurnar. Þar er vitnað

í fyrrnefndan Tyler Schnoe belen.

Sam kvæmt hans rann sóknum hefur

bros kall inn verið settur í lok setning

ar allt frá því að hann kom fyrst fram

árið 1982. 14 Schnoe belen fjallar einnig um

aðrar reglur sem hann hefur séð eftir að

hafa rann sakað ógrynni tísta. Hann komst

að því að emoji- tákn fyrir andlit koma fyrst,

í röð eða runu emoji tákna, áður en önnur

tákn eins og tákn fyrir flugvél eða hjarta

eru sett fram – það er að segja: tilfinningin

og svip brigðin sem tjá hana kemur fyrst. 15

Hann komst einnig að því að í lengri runum

af emoji-tákn um eru þau lesin línu lega, þ.e.

röð tákn anna skiptir máli. 16 Tákn in eru því

lesin eins og orð í setn ing um og getur

merking táknanna því breyst eftir staðsetningu

þeirra í röð inni. Reglurnar sem

hann minnist á eru hins vegar ekki ó frávíkjan

legar því emoji er svo nýtt fyrirbæri

að fólk er enn að prófa sig áfram með

not kun og hinar óskráðu reglur eru því

í sí felldri mótun.

Hinn vestræni heimur og emoji

Greiður aðgangur al menn ings að emoji

í iPhone símum Apple olli mikilli aukningu

á notkun þeirra í heiminum en önnur snjallsíma

fyrirtæki fylgdu svo í kjölfarið, t.d.

Android árið 2013. 17 Þar sem iPhone var

fyrsti snjallsíminn á vest ræna markaðnum

sem bauð upp á emoji, þá hefur orðið til sú

flökkusögn að Apple hafi búið til emoji. 18

Apple hefur því fengið margar fyrir spurn ir

um af hverju það vanti til dæmis tákn fyrir

páska egg á meðan til er tákn fyrir kadomatsu

sem er japönsk plöntuskreyting sem

er sett upp til að fagna nýju ári. Og eins

vantaði tákn fyrir „taco“ en tákn fyrir

„bento box“ (japanskt nestisbox) var til. 19

Erfiðasta gagnrýnin snerist hins vegar um

val á táknum sem sýndu mis munandi

kyn þætti og hvers vegna það væru nán ast

eingöngu til tákn sem sýndu fólk sem væri

hvítt á hör und. Umtalið gekk svo langt að

stjörnur á borð við Miley Cyrus tístu undir

þræðinum (hashtag) #emojiethnicityupdate

20 og mikill þrýstingur myndaðist

á Apple að auka við táknin. Vandinn lá þó

aldrei hjá App le því fyrirtæki sá aldrei um

það að búa til ný emoji – ný emoji verða til

hjá Unicode stofnuninni. Uni code er sú

stofnun sem safnar saman rafrænum form-

82


um rittákna heimsins og setur undir einn

hatt til þess að hægt sé að senda upp lýsingar

á milli kerfa án þess að þau mis skilji

hvort annað. 21 Apple getur beðið um ný

tákn eins og aðrir en þá þurfa táknin að

vera sam þykkt af nefnd sem á kveð ur hvaða

tákn eru nógu mikilvæg til að kom ast inn

í kerfið sem Apple, An droid, Google og allir

aðrir notast síðan við.

Tungu málasérfræðinginn Michael Everson

vann fyrir Unicode við innleiðslu emo ji.

Hann sagði í samtali við höfund að Apple

hafi gert þau mistök að lita tákn in sem þau

notuðu ofan á táknin frá Unicode – Apple

gerðu þau mismunandi fyrir mömmuna og

pabbann, ömmu na og afann og litla strákinn

og litlu stelpuna, auk annara tákna.

„Þau lit uðu þau bleik!“ 22 Þess vegna virtist

Apple vera með kynþátta- og kynja mismunun.

Í nýjustu upp færslu Unicode, sem

er í vinnslu, er kyn þátta mál efnið tekið fyrir.

Þar eru kynntir til sögunnar litaðir plástrar

(e. patches) sem hægt verður að bæta við

emoji svo að þeir sýni mis mun andi hörunds

lit. 23 En það má þó efast um gildi þess

að setja mismunandi hör unds lit eða kynþætti

í emoji. Einfaldast væri lík legast að

sneiða algjörlega framhjá slíkum flokkunum

eða eins og Michael Everson orðaði

það í viðtalinu við höfund: „Höfum þá gula,

gráa, bláa, allt annað en mannlega! Við

höfum ekk ert að gera með það að geta

sent þumalputta af blökku manni í staðinn

fyrir þumal putta af hvítum manni, það er

ekkert vit í því! Við ætt um að reyna að

halda tákn unum eins fáum og við get um.“ 24

Michael Everson nefnir í framhaldi af þessu

að: „það hafi ekki allir tekið undir kyn þáttaáhyggjur

Banda ríkjamanna á seinasta fundi

í Sri Lanka, það finnst ekki öllum þetta vera

vand amál.“ 25 En hvað sem því líður, verður

at hyglis vert að fylgjast með þróun emoji

þegar notk unin er orðin svona mikil og

um ræð an um útlit þeirra og úrval vex.

hraðrar þró unar. Á örfáum árum hafa tölvur

færst frá skrif borð un um í lófann okkar.

Heimurinn fer sí minnk andi með út breið slu

internetsins og ekki er ó vænt að það hafi

áhrif á sam skipti með marg vís leg um hætti,

meðal annars með nýjum rit táknum. Broskallinn

auð veld ar sam skipti á nýjum tímum.

Þegar innileg sam skipti eiga sér ekki

lengur aðeins stað milli fólks sem sér hvert

annað heldur getur fólk spjallað heimshorna

á milli á leiftur hraða er engan veginn

ó eðli legt að við höf um samt hald ið í það

mann lega, í formi tákna fyrir til finn ingar

– allskonar til finn ingar! Það má segja að

tilkoma broskallsins hafi legið í loftinu.

Breyttar að stæður kröfðust þess að tákn

á borð við broskallinn yrðu til. Óhætt er að

segja að hann hafi haft ýmis jákvæð áhrif á

samskipti. Hvert fram hald táknanna verður

er erfitt að segja, þau eru svo ný af nál inni

og í hraðri þróun að það í raun inni veit það

enginn, og kannski einmitt þess vegna

verður líka spenn andi að fylgjast með því.

Broskallinn Af öllum þeim táknum sem

flokkast undir emoji eða emoticon er

broskallinn líklegast frægastur. En hvers

lags fyrirbæri er hann? Við lifum á tíma

83 : )

Tómas Leó Halldórsson


1 Tyler Schnoebelen, „Do You Smile

with Your Nose? Stylistic Variation

in Twitter Emoticons“, University of

Pennsylvania, í Working Papers in

Linguistics, 18. árgangur, 2. tölublað, 14.

grein, 2012, bls. 117.

2 Matthew Rothenberg, Emoji

tracker, 4. júlí 2013, sótt 20. október

2014, www.emojitracker.com/

3 Fred Benenson, Emoji Dick, Kickstarter,

19. september 2009, sótt 20.

október 2014, https://www.kickstarter.

com/projects/fred/emoji-dick

4 Skapti Hallgrímsson, Hraðamælir,

myndasafn mbl.is, 25. mars 2006,

sótt 2. desember 2014, www.mbl.is/

myndasafn/mynd/156997/

5 John McWorther, Txtng Is Killing

Language. JK!!!, TED, febrúar 2013,

sótt 11. nóvember 2014, www.ted.com/

talks/john_mcwhorter_txtng_is_killing_

language_jk

6 John McWorther, Txtng Is Killing

Language. JK!!!.

7 John McWorther, Txtng Is Killing

Language. JK!!!.

8 Yuki Masaki; William M. Maddux

og Takahiko Masuda, „Are the windows

to the soul the same in the East and

West? Cultural differences in using the

eyes and mouth as cues to recognize

emotions in Japan and the United

States“, í Journal of Experimental Social

Psychology, 43. árgangur, 2. tölublað, 2.

mars 2007, bls. 303.

9 John McWorther, Txtng Is Killing

Language. JK!!!.

10 Tyler Schnoebelen, „Do You Smile

with Your Nose?“, bls. 123.

11 Tyler Schnoebelen, „Do You Smile

with Your Nose?“, bls. 123.

15 Katy Steinmetz, „Here Are Rules of

Using Emoji You Didn’t Know You Were

Following“.

16 Katy Steinmetz, „Here Are Rules of

Using Emoji You Didn’t Know You Were

Following“.

17 Elyse Betters, „Google adds SMS to

Hangouts Android app, Emoji to KitKat

keyboard“, í Pocket-lint, 7. nóvember

2013, sótt 23. nóvember 2014, www.

pocket-lint.com/news/124960-googleadds-sms-to-hangouts-android-appemoji-to-kitkat-keyboard

18 Emoji and the Levitating

Businessman – Computerphile,

Youtube, 9. júlí 2014, sótt. 20.

nóvember 2014, https://www.

youtube.com/ watch?v=tITwM5GDI

AI&feature=youtube_gdata_player

19 Emoji and the Levitating

Businessman – Computerphile, Youtube.

20 Abby Phillip, „Emoji`s race

problem may finally be going away“,

í The Washington Post, 4. nóvember

2014, sótt 11. nóvember 2014,


Flokk unarkerfi

hins

yfirnátt úrulega


1. Flokkun stjórnar hugsuninni Kerfi stjórna hugsun

manna talsvert, bæði sérfræðinga og almennings, og kannski

mest þegar við vitum ekki af því, þegar kerfin eru orðin sjálfsögð,

nánast eins og náttúrulögmál, eru sett fram sem heilbrigð

skynsemi jafnvel en það orð er iðulega notað um vanabundna

hugsun, kerfi sem hafa verið sam þykkt án mikillar

yfirlegu og menn vilja ekki drega í efa, ef til vill ekki síst

af hugsanaleti.

Ég hef undanfarið talsvert velt fyrir mig hvernig hið yfirnáttúrulega

er flokkað í menningu nútímans og kannski

ekki síst því hvernig flokkunarkerfi 19. aldar ríkir þar án

veru legrar endurskoðunar þó að ýmsar forsendur þess yrðu

seint teknar góðar og gildar og voru kannski ekki ræddar

mjög á sínum tíma. Helsta einkennið á umfjöllun lærðra

jafnt sem leikra um hið yfirnáttúrulega mestalla 19. og 20.

öldina er flokkun þess sem minnir ekki lítið á það þegar

náttúrufræðingar flokka lífverur.

Þetta má til dæmis sjá í Íslenskum þjóðsögum og æfin týrum

Jóns Árnasonar sem öðrum bókum fremur hefur mótað viðhorf

okkar íslenskra 20. og 21. aldar manna til yfirnáttúru legra

afla og vætta. Það merka rit kom fyrst út í Leipzig árið 1862 en

þó að safnið væri ættað frá Jóni Árnasyni (1819–88) bjó hann

textann ekki til prent unar og formálann ritaði Guð brandur

Vigfússon (1827–89); formáli Jóns var þó ritaður en á þessum

tíma var ein an grun Íslands svo mikil að það gat tekið óratíma

að koma boðum milli landa og formálinn komst ekki inn í

bókina fyrr en í endurútgáfu hennar á 20. öld. Flokkunar kerfið

sem notað var við niðurskipan efnis var ekki heldur fundið upp

af Jóni sjálfum heldur tekið frá þýska fræðimann inum Konrad

Maurer (1823–1902) en fyrir honum báru íslenskir þjóðfræðingar

óttablandna virðingu.

Ármann Jakobsson

Ef við lítum á þessa bók eru fyrstu flokkar þjóð sagn anna

goðfræðissögur (sem flestar eru álfa- eða trölla sögur),

draugasögur og galdrasögur. 1 Þessir flokkar voru síðar

notaðir til að búa til úrval sagna snemma á 20. öld og

yngri kynslóðir muna kannski eftir Huldu fólkssögum,

Galdrasögum, Tröllasögum og Drauga sögum sem komu

út snemma á 8. ára tugnum með afar líflegum myndum

Halldórs Péturs sonar. Það er vita skuld óhjákvæmilegt í

prentaðri bók að skipa efninu niður og til þess þarf vitaskuld

eitt hvert kerfi. Það sem hins vegar fylgir í kjöl farið

er að kerfið tekur að öðlast eigið líf og sú hugmynd tekur

að skjóta upp kollinum að yfirnáttúru legar verur verði

flokkaðar jafn eðlilega og lífverurnar í ríki náttúrunnar, að

það sé nánast enginn munur á ketti og draug þegar kemur

að flokkun, og þannig geti sögur ýmist verið trölla saga,

draugasaga og galdrasaga en aldrei allt þetta í senn.

87 Flokk unar kerfi hins yfirnátt úrulega

Ármann Jakobsson


Ármann Jakobsson

2. Flokkun í þjóðfræði sækir innblástur í náttúruvísindi

Þegar grannt er skoðað er þessi flokk unaraðferð

gegnsýrð af siðvenjum úr náttúru fræði 18. og 19. aldar

og flokkunarmenn eins og Maurer eru á sinn hátt arftakar

náttúru vísindamanna eins og Carls Linné sem bjó til flokkunarkerfi

dýra fræðinnar þar sem hvert dýr er sinnar tegundar

(og maðurinn er homo

sapiens). Í hinu vísinda lega hugsanakerfi

hlýtur hver yfir nátt úruleg

vera líka að vera sinnar tegundar

og þannig hafa menn vanist því að

draugur, tröll og galdra maður sé

þrennt ólíkt. 2 Allar þessar verur bera

aftur á móti sama nafn í ísl enskum

textum frá mið öldum því að eins og ég hef áður bent á er

orðið „troll“ notað um allt þetta á þeim tíma. 3 Þannig að

hver sem talar um tröll á fyrri öldum verður líka að tala um

drauga og galdramenn en ekki einungis stór vaxnar verur í

fjöllunum, en þessu hafa margir gleymt, jafnvel fræðimenn.

… zombíar koma

frá Haiti og

vampírur frá

Austur-Evrópu

Að sjálfsögðu gerðu vísindamenn 19. aldar sér grein fyrir

því að það er munur á lífveru sem er til og yfirnáttúrulegri

veru sem er ekki til. Þar með hefur væntanlega blasað við

þeim eins og okkur að það er ekki sjálfsagt mál að nota

svipaðar aðferðir við að sundurgreina verur sem eru til,

og verur sem eru ekki til. Hagsýnin er hins vegar harður

húsbóndi. Vísindamanninum ber að greina og flokkun

var löngum helsta greiningar tæki þjóðfræðinga.

Og þegar búið er að flokka yfirnáttúrulegar verur 19. aldar

liggur beint við að heimfæra þá flokkun upp á fyrri aldir.

Þannig má sjá álfa í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og svo

kemur orðið „álfur“ líka fyrir í miðaldaheimildum. Fyrsta

hugsunin hlýtur þá að vera að þessir miðaldaálfar séu eins

og álfarnir hans Jóns. En svo er ekki endilega; margt bendir

til að álfar þeir sem birtast í norrænum miðaldatextum

kunni að vera allt öðruvísi skilgreindir og alls ekki jafn

ná kvæm lega. Hið sama á við um hugtakið „tröll“ sem

reynist við betri gát vera langt um víðfeðmara á miðöldum

en á dögum Jóns Árnasonar og Maurers. Hversu mjög

sem okkur langar til að greina hjálpa dæmin okkur ekki:

dvergur getur verið álfur, dvergur tröll, tröll jötunn og

jötunn getur verið maður 4 – og eru raunar þessar verur

allar, tvífarar mannsins.

Finna má handbækur um yfirnáttúrulegar verur frá ýmsum

heimshlutum með 2000 færslum um hinar og þessar tegundir

vætta, allar ef ekki með sína kennitölu þá með sína

sérstöku alfræði bókarfærslu. Þannig eru til zombíar,

vamp írur og draugar hver með sína wikipediufærslu en

Flokk unar kerfi hins yfirnátt úrulega

88


í raun og veru eru þetta ansi

áþekktar verur með fjarska

svipað hlut verk úr ólíkum

menn ingar heim um. Eins eru til

ýmis nöfn yfir sendingar sem

galdra menn magna á fólk og

leita á það í svefni. 5

Mynd Halldórs Péturssonar úr Draugasögum:

þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar.

Öll þessi kvikindi hafa þó verið

sundurgreind og slík sundurgreining

er mikilvægur þáttur

vís indastarfsins; það er vitaskuld

mikilvægt að átta sig á

því að zombíar koma frá Haiti

og vamp írur frá Austur-Evrópu

en stund um er líka mikil vægt

að hætta flokkun og velta fyrir

sér hlut verki verunnar.

3. Öll rannsókn á yfirnáttúru

þarf að stefna inn í mannsheilann

en líka út í samfélagið

Það skiptir sannarlega

máli þegar yfir náttúru legum

verum er lýst að verurnar eru

ekki til í raun og veru og heilastarf

semin sem skapar þær fer

öll fram í einni linnéískri tegund, tegundinni homo sapiens.

Sé þetta haft í huga verður hið sameigin lega stundum ekki

síður lýsandi en það sem greinir að. Um leið þarf að muna

að skilgrein ingar bæði lærðra og leikra á þessum verum

eru menn ingarbundnar og síbreytilegar.

Stundum getur það villt sýn að sömu orð eru notað á

ýmsum tíma. Eins þegar hefur verið nefnt skilja nútímamenn

oft ekki hversu fjölbreytta merkingu tröllshugtakið

hefur á fyrri öldum og orðið „álfur“ er ekki síður villandi

þar sem í umfjöllun um það er iðulega grautað saman

19. aldar heimildum og miðaldaheimildum þar sem orðið

virðist hafa jafn víða merkingu og „tröll“ og nær þannig

yfir alls konar verur sem taldar voru góðir heitguðir og

voru blótaðar eftir andlát sitt en einnig alls konar óhreina

anda sem óvíst var hvort kæmi frá hinum vonda eða guðdómnum

sjálfum. Fyrst og síðast þarf að hafa í huga að

þessi hugtök eru ekki notað eins og tegundir eða kynþáttir

nú tímans. Margir nútímavísindamenn hneigjast til að líta

á yfirnáttúrulegar verur sem myndhverfingar yfir kynþætti

og það eru þær ef til vill stundum en alls ekki alltaf. Ef

fengist er við miðalda tröll eða mið aldaálfa tel ég að það

sé truflandi að hugsa of mikið um tegundir eða kynþætti.

89 Flokk unar kerfi hins yfirnátt úrulega

Ármann Jakobsson


Enn frekari vandkvæðum getur síðan valdið að álfa -

trúarmenn nútímans sjá ekki lengur álfa sem eru nokkurn

veginn tvífarar okkar heldur glamp andi og glóandi smáverur

sem líkjast mjög geim verum í afþrey ingar efni

nútímans. 6 Þannig þarf hvert sam félag sína álfa og að

sjálfsögðu trúir borgar samfélag 21. aldar ekki á sömu álfa

og sveitasam félag 19. aldar. En á Íslandi er líka ferðamannaiðnaður

og goðsagna sköpun um þjóðina og þar

þykir gott að geta gert út á forna álfa trú sem hafi haldist

óbreytt öldum saman þó að gögnin bendi ekki til þess.

1 Ég vil nota tækifærið og minnast

hér kennara míns Davíð Erlingssonar

sem fyrstur manna vakti athygli mína á

mikilvægi efnisyfirlits í bók og um leið á

flokkunarkerfi Jóns Árnasonar. Margt í

kennslu Davíðs hefur sannarlega dregið

dilk á eftir sér.

2 Sjá nánar grein mína, „The

Taxonomy of the Non-Existent: Some

Medieval Icelandic Concepts of the

Paranormal,“ Fabula 54 (2013), 199–213.

3 „The Trollish Acts of Þorgrímr the

Witch: The Meanings of Troll and Ergi in

Medieval Iceland,“ Saga-Book 32 (2008),

39–68.

Hið framansagða má draga

saman á eftirfarandi hátt

1 Öll rannsókn á hinu yfirnáttúrulega hlýtur að

vera ekki einungis rannsókn á einstaklingnum og

sálarlífi hans heldur einnig hinu samfélagslega. Það

þarf að takast á við spurningar eins og hverju trúir

yfirstéttin á hverjum tíma og hverju alþýðan? Hvaða

máli skiptir kynferði hinnar yfirnáttúrulegu veru?

2 Það er mikilvægt að hafa í huga að hvert samfélag

býr til sína yfirnáttúru í samhengi við allt

annað í samfélaginu. Hugtök geta breytt um

merkingu þó að orðin séu hið sömu.

3 Og síðast en ekki síst: flokkunarkerfi er ekki

alltaf gott tæki til skilnings heldur getur það líka

skapað misskilning.

4 Sjá nánar grein mína, „The Good,

the Bad, and the Ugly: Bárðar saga and

Its Giants,“ Mediaeval Scandinavia 15

(2005), 1–15.

5 Sjá m.a. David Hufford, The Terror

That Comes in the Night: An Experiencecentered

Study of Supernatural Assault

Traditions (Philadelphia 1982).

6 Sjá nánar Ármann Jakobsson,

„Beware of the elf: A note on the

evolving meaning of álfar,“

(Væntanleg 2015).

Ármann Jakobsson

Flokk unar kerfi hins yfirnátt úrulega

90


Thoth Tarot

og kort lagning undirmeðvitundarinnar


Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Skýr uppruni tarotsins er óljós, en sumir telja að hægt

sé að rekja hann aftur til Forn-Egypta 1 og aðrir aftur til

landa um hverfis Miðjarðarhafið á fjórtándu öld. Megin

ástæðan fyrir óljósum uppruna tarotsins gæti legið í

því hve lítill greinar munur er gerður á milli tarotspila

með hærri ásýnd – sem birtir táknfræðilega skrá setningu

og samband mannsins við hinn innri heim og

með vitund – og hins vegar tarotspila með lægri ásýnd,

sem spila stokkur sem notaður er fyrir spilaleiki. Talið

er að síðar nefndi stokkurinn hafi þróast í nútíma

spilastokkinn eins og við þekkjum hann í dag. 2

Á nítjándu öld tengdu dul spekingar tarot spil við

egypskan leyndardóm, her met isma, alkemíu og fleiri

dulræn kerfi og á tuttugustu öldinni voru tarotspilin

tekin inn í leynilegar reglur eins og til dæmis The Order

of the Golden Dawn. 3 Það er al mennt gengist við því

að spilin tákni ákveðna flokkun eða kort lagn ingu á innri

heim mannsins (undir með vitundinni) eins og hann

birtist í sálrænum erki týpum. Spilin bjóða þannig

upp á leit eftir svörum við persónu legum spurningum

– leitandinn stokkar spilin sem tarot-lesarinn raðar

svo upp eftir ákveðnu sniði. Sérhver stað setning í röð

spilanna hefur ákveðna merkingu sem og hvert og eitt

spil. Tarot-lesandinn sameinar svo þessar tvær merkingar

til að varpa ljósi á spurningu leit andans og veita

honum táknrænt innsæi á vandann. 4 Svörin liggja þá

ekki í hinu augljósa eða

hversdagsl ega, heldur á

djúpu stigi minn inga og

með vitundar í undir meðvitund

inni. Á móti kemur

munum við hugsan lega

aldrei vita til fulls hvaða

máttur býr í undir með vitund

inni eða hversu valdamikil

hún getur verið.

Ákveðin tól og að ferðir hafa

þó verið þróuð til að kanna

landslag og virkni undir meðvitund

ar innar, og sem dæmi

má nefna: sál lækningar,

draumaráðn ingar, sjón myndun, dáleiðslu og hug leiðslu,

ásamt öðrum flóknari dulspeik aðferðum. Tarot er eitt

þessara tóla. Við höfum öll ákveðnar þarfir, hags muni

og reynslu en myndir tarotspilanna fanga þessar sameiginlegu

tilfinningar og svip stundir og sýna okkur þær með

erki týpum sem lýsa sálarlífi okkar. Þannig getur tarot flutt

okkur margvísleg skilaboð, vegna ríks mynd máls og sameiginlegra

sál fræðilegra tenginga allra manna, en máttur

Ákveðin tól og að ferðir

hafa þó verið þróuð til að

kanna landslag og virkni

undir meðvitund ar innar,

og sem dæmi má nefna:

sál lækningar, draumaráðningar,

sjón myndun,

dáleiðslu og hugleiðslu

93 Thoth Tarot

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir


spilanna kemur ef til vill frá sameiningu

þess per sónu lega og því alheimslega eða

sam mann lega. Tarot má þannig líta á sem

spegil sem endur kastar duldu hlið meðvitundarinnar

og gerir hana sýnilegri. 5

Samsetning stokka Tarotstokkur

saman stendur af sjötíu og átta spilum sem

skiptast í tvo meginflokka, Major Arcana og

Minor Arcana. Orðið arcana er fleirtalan af

arcanum sem þýðist sem leyndar dómur eða

launhelg þekking. Á mið öldum notuðu

alkemistar orðið arcanum yfir leyndardóma

náttúru nnar. Tarot gæti því verið samansafn

leyndardóma sem varpa ljósi á sálfræðilega

og undirliggjandi andlega heimsmynd

mannsins. 6

Flokkurinn Major Arcana saman stendur af

tuttugu og tveimur trompum eða myndaspilum

og um þau er oft talað sem hjarta

stokksins. Hvert og eitt spil á sér nafn og

rómverska tölu frá 0–XXI. 7 Þessi spil kalla

jafnan fram djúpstæð viðbrögð en hvert

og eitt tromp á sér sinn heim og með því

að greina erkitýpur þeirra má draga af

þeim mikilvæga lærdóma um eigið sálarlíf. 8

Í Kabalískum skilningi tákna þessi spil

tuttugu og tvær leiðir ferðalags okkar í leit

að andlegri uppljómun, þar sem hvert spil

stendur fyrir ákveðna reynslu sem verður

á vegi okkar og við þurfum að leysa til að

göfga sálarþekkingu okkar. Í heild sinni

er ferðalagið oft nefnt ferðalag Flónsins

(e. the Fool’s journey) en Flónið er tromp

númerð tölunni núll og er myndlíking fyrir

leið okkar í gegnum lífið. Hann er flón

vegna þess að hann er heldur einfaldur

og grunlaus um erfiðleikana sem munu

verða á vegi hans. Flónið er opið og hvatvíst

og tilbúið til að mæta því sem koma

skal. Flónið er einnig litið á sem mann

sem hefur fetað leið sjálfsþekkingar og

náð hinu æðsta stigi uppljómunar, við það

hefur hann fjarlægst mennina andlega svo

að þeir skilja hann ekki lengur og líta þess

vegna á hann sem flón. 9

Hin fimmtíu og sex eftir standandi spil

nefnast Minor Arcana. Þau skiptast í fjórar

tegundir, Vendi, Bikara, Sverð og Skildi.

Í hverri tegund eru fjórtán spil sem samanstanda

af fjórum kóngaspilum og tíu smáspilum.

Hver tegund hefur sína eiginleika

sem mótar og útskýrir okkar innri veruleika.

Thoth Tarot Thoth Tarot eru tarotspil

sem voru hönnuð og útfærð á árunum

1938–1943. Þau voru hugarsmíð dul speking

sins Aleister Crowley en hann naut

dyggi legrar aðstoðar myndlista konunnar

Lady Frieda Harris sem mynd gerði flóknar

hug myndir Crowley og útfærði í sjötíu og

átta myndir spilanna. Ætlunin var að laga,

uppfæra og gefa gömlu klassísku spilunum

leyni legra yfir bragð. Verk efnið hóf fljótlega

að vinda upp á sig og varð að endingu að

algjörri endur hönnun á táknrænni framsetningu

og tákn kerfi hefð bundnu spilanna.

Þeir sex mánuðir sem voru áætlaðir

í verkið urðu að fimm ára tímabili. Crowley

hellti úr visku brunni sínum við gerð spilanna

og í þau felldi hann til að mynda

þekk ingu sína á nýjustu upp götvunum

í vís indum, stærð fræði, heim speki og

mann fræði. 10 Harris sýndi þá afburða leikni

við útfærslu þessara lista verka sem hvert

og eitt spil varð að.

Sam starf þeirra Crowley og Harris var

mjög náið og mikið er til af bréfaskriftum

sem fór þeirra á milli þar sem hugmyndir

og skoðanir voru viðraðar. Í einum af

þessum bréfum segir Crowley frá því

hversu mikil áhrif listrænu hæfileikar Harris

hafi haft á hann og gert honum grein fyrir

því að hvert og eitt spil væri einstakt

meistaraverk. 11 Harris lagði einstaklega

mikið á sig til að skila góðri vinnu en sum

spilanna þurfti hún að útfæra allt að átta

sinnum til að ná fram því sem Crowley

leitaðist eftir. 12 Hvorki Crowley né Harris

lifðu til að sjá stokkinn útgefinn en hann

hélst óútgefinn til ársins 1969, þegar Grady

L. McMurtry, með limur úr dulspekireglu

Crowley, Ordo Templi Orientis (O.T.O) sá

um útgáfu hans. 13 Í dag hefur þessi tarotstokkur

öðlast miklar vinsældir og góðan

orðstír fyrir umfangs mikla dýpt og einstakan

tærleika myndanna.

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Thoth Tarot

94


Thoth og Tré lífsins Tré lífsins er kabalískt

skipulag samansett af tíu sefí rotum og

tuttugu og tveimur brautum. Samkvæmt

kenningum Kabala geymir tré lífsins alla

þekkingu heimsins og er þar af leiðandi

einskonar tilraun til alheims kort lagningar.

Kabala þýðir „að taka inn“ eða „veita inngöngu“

(e. receive) sem samanber því að

vera innvígður. Thoth Tarot spilin eru röð

sjötíu og átta mynda sem með mynd máli

sínu túlka orku og kenningar Kabala. 14

Crowey talaði um að tenging Thoth Tarot

við Tré lífsins væri ómissandi. Ásar hverrar

tegundar (venda, bikara, sverða og skjalda)

eru settir fram í efsta sefírot trésins, Kether.

Í Kether eiga fjögur klassísku frum efnin

uppruna sinn og þar er þungamiðja hins

flekklausa anda (e. pure spirit). Í þessum

sefírot verður sameining við guð, uppljómun

og fullkomnun hins alkemíska verks,

Magnum Opus. Tvistarnir samsvara sér við

Chochmah sem er annar sefírotinn. Chochmah

er sefíroti lífskraftsins og visk unnar,

hann er atorkusamur, jákvæður og karllægur.

Þristarnir standa fyrir Binah sem er

sefírot skilnings. Binah er hin mikla móðir

og rótfesta þess efnislega og er kvenlæg.

Chochmah og Binah eru tveir undirstöðu

sefírotar þar sem manndómur og kveneðlið

í sameiningu kalla fram heiminn. Næst

kemur sefírotinn Chesed þar sem fjarkarnir

eru staðsettir. Chesed er sefíroti vinsemdar

og miskunnar. Hann heldur um allan mátt

og frá honum geislar öll andleg, trúarleg og

dulræn dyggð. Fimmurnar eiga við Geburah

sem er sefír oti styrks. Geburah er afdrifaríkur

og hjálpar okkur að komast yfir þá

tálma sem verða á leið okkar. Þar er að

finna ákveðnar dyggðir eins og hugrekki og

athafnarsemi en líka grimmd, miskunnarleysi

og eyði leggjandi áhrif. Þetta er afdrifaríkasti

og ofsalegasti sefí rotinn en jafnframt

sá agað asti. Tiphareth er sjötti sefírot inn,

tengdur fegurð. Þar eru sexurnar. Tiphareth

er staðsettur fyrir miðju trésins og táknar

andlegt jafnvægi og ákveðnar krossgötur á

leið viskunnar. Þar á holdgun sér stað. Þar

er einnig jafnvægi á milli smáheimsins (e.

micro cosm) og alheimsins (e. macrocosm).

Sjöurnar samsvara sér við sefírota sigurs,

Netzach. Netzach tjáir okkur heim eðlisávísana,

tilfinninga og náttúruafla. Áttundi

sefírotinn er Hod og táknar dýrð. Þar raðast

átturnar. Í þessum sefí rot vaknar rökrétt

greind mennskrar meðvitundar. Níurnar

eru í Yesod. Yesod tekur bæði þátt í efnisheiminum

og andlega heiminum, tengdur

tunglinu og draumum. Að lokum komum

við að Malkuth þar sem tíurnar eru staðsettar.

Malkuth er grunnur trésins, þetta

er botn inn þar sem allt líf verður að fá að

byrja áður en það leitar í hærri ásýndir Tré

lífsins. Malkuth er sefírot jarðarinnar og

sálar hennar. 15

Hvað er það sem gerir Thoth Tarot frábrugðið

öðrum tarot-spilastokkum? Ég held

að augljósasta svarið við þessari spurningu

séu listaverkin sem hvert og eitt spil býr yfir

– bæði vegna hugmyndafræði Crowley og

einstakrar hönnunar Harris. Crowley hugaði

þá að hverju smáatriði og nefnir í Book of

Thoth að samræmi spilana gefi til kynna

nákvæma notkun táknfræði legra tákna og

lita Kabala – en mynd irnar sýna þá einnig

gríðarlega færni Harris þegar hún útfærir

hefð bundnar myndir tarotsins sem hún

fínstillir til að endur spegla nútíma skilning

á sjálfið sem og hin eðlislæga heim þar sem

djúpar og flóknar dulrænar kenningar Crowley

eru vandlega fléttaðar inn í stíl hennar. 16

Litir og formfræði Thoth Tarot Litirnir

og notkun þeirra hafa því mikið að segja, en

þeir eru hundrað þrjátíu og sex talsins og

hver og einn miðlar til okkar ákveðnum

upp lýs ingum. 17 Þegar við berum saman spil

sjáum við ákveðna eiginleika litanna sem

gefa til kynna hvort spilin eigi saman eða

hvort þau standi gegn hvort öðru. 18 Harris

nýtti sér litaskala bútaðan niður í fjóra

hluta sem meistarar dul speki reglunnar

Golden Dawn þróuðu. Lita skalarnir fjórir

eru unnir út frá hugmyndinni um flekklausa

ljósið (e. pure light) sem er varpað í gegnum

prisma sem brýtur ljósið niður í allt

litrófið. Það var þannig sem kabalistarnir

sáu sálina fyrir sér, sem flekklaust ljós sem

brotnar niður í fjóra parta sálarinnar. 19

95 Thoth Tarot

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir


hún útfærir hefðbundnar

myndir

tarotsins sem hún

fínstillir til að

endur spegla nútímaskilning

á sjálfið

Ef við tökum fyrir ákveðin spil eftir lit og

röðum þeim saman þá sjáum við mjög

greinilega að þau tengjast og eru áþekk.

Það eru þá ekki einungis litirnir eða táknfræði

spilanna sem tengja þau saman

heldur einnig rúmfræði (e. geometry) þeirra.

Stíll Harris einkennist af myndrænni útfærslu

stærðfæðilega hugtaksins Projective

geometry sem þýða má sem varp rúmfræði.

Varprúmfræðin sem Harris notaði er þróun

af rúmfræði Evklíðs 20 (e. Euclidean geometry)

sem á rætur sínar að rekja til stærðfræðingsins

og heim spek ingsins René

Descartes (1596–1650), en margar hugmynda

hans voru byggðar á stærðfræði

og dulspeki eins og til að mynda

kenning hans um samsíða línur sem

mætast í óendan leik anum. 21 Við þróun

varp rúmfræðinnar, sem er byggð

á hug myndinni um frum atriði (e.

element) í óendan leikanum, kom

ákveðin dýptarsýn og fjarvíddaráhrif

ofan á rúmfræði Evklíðs. Víddir og

hlutföll fóru að vega minna vegna

þess að einkenni – svo sem lengdir –

breytast undir mismunandi varpi eða

sjónarhorni. 22 Á síðari öldum bættist svo

hugmyndin um mismunandi póla óendanleika

miðjunnar og útjaðar yfirborðsins

(e. infinity in center and periphery).

Varprúmfræði var á árunum í kringum 1930

mikilvægt hugðarefni Rudolf Steiner (1861–

1925). Þremur árum áður en Harris hófst

handa við að útfæra Thoth Tarot lærði hún

hjá tveimur af helstu nemendum Rudolf

Steiners, þeim George Adams (1894–1963)

og Olive Whicher (1910–2006). 23 Steiner

vakti athygli á því að fólk þyrfti að þekkja

hugmyndina um óendan leika miðjunar og

útjaðar yfirborðsins. Hann sagði mann kynið

þurfa á hugtakinu um óendanleika miðjunnar

að halda til þess að finna og öðlast

andlegt og tilfinningalegt jafnvægi til að

þróa andlega eiginleika. Steiner sjálfur

gerði ráð fyrir því að óendanleikann væri

að finna í miðju sólarinnar. 24 Harris taldi

mikilvægt að koma þessum skila boðum

áfram í myndmáli Thoth tarot-spilanna.

Þó það sé kannski erfitt fyrir okkur að

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Thoth Tarot

96


skilja varprúmfræðikerfið sjálft þá getum

við séð hvernig Harris nýtir sér það með

notkun lína, neta, boga, hvirfla, snúninga

og eftir tektarverðum myndum í forgrunni

og bakgrunni með hárnákvæmri áferð og

ákveðnu munstri. 25 Einnig hvernig hún

teygir úr sjónarhornum og leggur yfir

önnur sjónarhorn til að endurskilgreina

gerð rýmisins á sjónrænan hátt. Í hvert

sinn sem við lítum á spilin verðum við að

hafa í huga takmörkun vídda okkar eigin

huga og reyna að koma okkur fyrir í aðstæðum

þar sem óendan leg dýpt getur

gerst samhliða óendanlegu endurvarpi. 26

Varp rúmfræðin virðist óhjákvæmilega hafa

mikið að segja þegar kemur að miðlun

táknfræðinnar sem er ákaflega efnismikil

og djúp en notkun varprúmfræðinngar

gerir það að verkum að myndmál spilanna

verður á einhvern hátt enn tengdara. Þessi

fræði hafa að öllum líkindum haft mikil

áhrif á Harris en varprúmfræðin virðist

vera framlag Harris sjálfrar til þess að

miðla áfram táknfræði myndanna og

dýpka þær.

1 Aleister Crowley, The Book of

Thoth: Egyptian Tarot, Weiser Books,

San Francisco, 2008, bls. 3.

2 James Wasserman, Instructions for

Aleister Crowley’s Thoth tarot deck, U.S.

Games System, Stamford, Bandaríkin,

2008, bls. 34.

3 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 12.

4 Joan Bunning, Learning the Tarot:

A Tarot Book for Beginners, bls. 7.

5 Joan Bunning, Learning the tarot: a

tarot book for beginners, bls. 9.

6 Joan Bunning, Learning the tarot: a

tarot book for beginners, bls. 11.

7 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 82.

8 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 83.

9 Elisabeth Haich, Tarot: Vegur

Viskunnar, Hliðskjálf, Reykjavík, 2007,

bls. 147.

10 James Wasserman, Instructions

for Aleister Crowley’s Thoth tarot deck,

bls. 3.

11 James Wasserman, Instructions

for Aleister Crowley’s Thoth tarot deck,

bls. 4.

12 Claas Hoffman, „ Projective

Synthetic Geometry in Lady Frieda

Harris’ Tarot Paintings and in Aleister

Crowley’s Book of the Law“, í Tarot

studies archive, sótt 27. nóvember 2014,

newsletter.tarotstudies.org/2004/03/

projective-synthetic-geometry/

13 James Wasserman, Instructions

for Aleister Crowley’s Thoth tarot

deck, bls. 5.

14 James Wasserman, Instructions for

Aleister Crowley’s Thoth tarot deck, bls.

19–20.

15 Sylvie Simon, The Tarot: Art,

mysticism and Divination, bls. 36–43.

16 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls, 19.

17 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 66.

18 Sylvie Simon, The Tarot: Art,

mysticism and Divination, bls. 57.

19 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 65.

20 „Evklíð, grískur stærðfræðingur,

uppi um 300 f.Kr., kunnastur af riti sínu

um grundvallaratriði rúmfræðinnar.“ „

Euclidean“, Snara.is, Snara ehf., sótt 1.

desember 2014, www.snara.is leitarorð

„Euclidean“.

21 Claas Hoffman, „ Projective

Synthetic Geometry in Lady Frieda

Harris’ Tarot Paintings and in Aleister

Crowley’s Book of the Law“, í Tarot

studies archive.

22 Keith Devlin, Mathematics in

popular culture: essays on appearances

in film, fiction, games, television and

other media, McFarland, Jefferson,

2012, bls. 315.

23 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 19.

24 Claas Hoffman, „ Projective

Synthetic Geometry in Lady Frieda

Harris’ Tarot Paintings and in Aleister

Crowley’s Book of the Law“,í Tarot

studies archive.

25 Keith Devlin, Mathematics in

popular culture: essays on appearances

in film, fiction, games, television and

other media, 2012, bls. 328.

26 Lon Milo DuQuette, Understanding

Aleister Crowley’s Thoth Tarot, bls. 20.

97 Thoth Tarot

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir


Póst femínískt

kerfi

kven leikans


Ég er stödd í verslun sem selur andlitsfarða fyrir konur. Ég er að

leita mér að maskara, ákveðnum maskara. Maskara sem samkvæmt

auglýsingunni hjálpar mér að taka málin í mínar hendur

og sýna fólki úr hverju ég er gerð! Nú skal sko aldeilis vera breytt

um stíl. Og vera ekki lengur litla auðsveipa krúttið heldur sterk

kona sem tekur á málunum. Kannski ég fái mér þá líka púðrið

sem á að draga fram mitt sanna sjálf af því að „ég á það skilið!“

Það getur verið erfitt að koma auga á formgerðir (e. structure)

þar sem formgerðir smeygja sér inn í okkar eigin vilja og móta

skoðanir okkar og smekk. Formgerðin sem umlykur kvenleikann

gerir slíkt og hið sama. Þegar við ætlum að skoða formgerð þarf

því helst að byrja á að skoða kerfin innan hennar. Í umlykjandi

formgerð kvenleikans eru nokkur kerfi.

Í fyrsta lagi kynjakerfið, í öðru lagi stjórnun hugar farsins og sjálfseftirlitið,

og í þriðja lagi nýfrjáls hyggja – það efnahagskerfi sem

við lifum við. Þessi kerfi koma saman, hafa áhrif á hvort annað

og tengjast í formgerð sem ég vil gera tilraun til þess að kalla

póst femínískt kerfi kven leikans. Mig langar að byrja á því að fara

stuttlega yfir þessi kerfi og skoða að því loknu hvort þessi tilraun

gangi upp.

1. Kynjakerfið og kyngervi Kynjakerfið

er hugtak sem er ætlað að skýra valdatengsl

milli karla og kvenna í sam félag inu.

Í kynja kerfinu er til staðar kerfis bundin

undir skipan kvenna sem þýðir að kalar

hafa oftar hærri laun en konur og hið

karllæga er meira metið í sam félaginu.

Það þýðir þó alls ekki að allar konur séu

undir skipaðar vegna kyns, né að allir karlar

hafi völd í krafti kyns síns. 1 Í menningunni

kemur kynja kerfið fram í fjöl miðlum

þar sem ýktar og stað laðar kynja ímyndir

birtast okkur í aug lýs ingum, tímaritum,

kvik m yndum og sjónvarps þáttum 2 svo

dæmi séu tekin.

Ásta Jóhannsdóttir

Formgerð kvenleikans sem birtist

okkur í gegnum kynja kerfið hefur

því áhrif á sjálfs verund kvenna

(og karla en það er um ræðuefni

annars staðar sjá til dæmis; Ásta

Jóhanns dóttir og Kristín Anna

Hjálmars dóttir, 2011). Þessi formgerð

er auðvitað á einhvern hátt breytileg

og hefur undanfarin 10–15 ár verið

að færast meira í áttina að femínískri

orðræðu um vald eflingu kvenna. 3

Ásta Jóhannsdóttir

Póstfemínískt kerfi kven leikans

100


… kynverund

kvenna sé tengd

sjálfsmynd þeirra

og það að vera

kynæsandi sé þá

partur af sjálfseflingu

kvenna

Innan kynja kerfisins mótast síðan kyngervi

okkar. Íslenska orðið kyngervi (e. gender)

er skemmtilegt því það felur í sér svipaða

túlkun og Judith Butler hefur á hug takinu:

að við séum að leika, setjum upp gervi

kyns okkar og gefum því menn ingarlega

merkingu með því að setja kyngervi okkar

sífelt á svið. 4 Þeim menning arlegu og sam -

félags legu mögu leikum – eða rými okkar

– til þess að túlka og skapa kven leikann eru

nokkrar skorður settar, þar sem hugmyndir,

í það minnsta vest rænar hug myndir, um

kven leikann eru nokkuð einsleitar. Ef við

lítum til dæmis til kven leika hugmynda

á Íslandi í sögulegu ljósi þá er ljóst að

móðurhlut verkið var mið lægt í tengsl um

við hvað það þýddi að vera kona lengi vel.

Það að vera hlé dræg, blíð

og fórn fús voru meðal

annars eigin leikar sem

þóttu góðum konum

sæmandi 5 en á síðustu 30

árum hefur áhersla á kynþokka

kvenna farið vaxandi.

6 Slík þróun hefur

einnig átt sér stað annarsstaðar

á Vestur löndum þar

sem kvenleiki hefur ekki

einungis verið tengdur

líkamlegri kyn ferðislegri

hlut gervingu kvenna 7

heldur hefur hug myndin færst meira til

þess að kynverund kvenna sé tengd sjálfsmynd

þeirra og það að vera kyn æsandi sé

þá partur af sjálfs eflingu kvenna. Þetta sést

meðal annars vel þegar litið er til orð ræðunni

sem beint er að konum – orðræðu

sem inniheldur glettni, hugmyndir um

frelsi og umfram allt frjálst val. 8

2. Stjórnun hugarfarsins og sjálfseftirlitið

Stjórnun hugarfarsins (e. gov ernmentality)

er hugtak sem er að öllu jöfnu

tengt við Michel Foucault 9 og er hægt að

útskýra sem ákveðna tækni og ferli til þess

að stýra mannlegri hegðun. Stjórnun nær

ekki einungis yfir það hvernig við stjórnum

öðrum eða hvernig við stjórnum ríkjum og

mannfjölda, heldu líka til þess hvernig við

stjórnum okkur sjálfum. Hvernig við drögum

101 Póstfemínískt kerfi kven leikans

Ásta Jóhannsdóttir


í efa, eða sam þykkjum, hegðun okkar sjálfs

og beitum okkur sjálf sjálfsaga. Hvernig við

upplifum svo okkur sjálf í gegnum þessar

aðferðir, í gegnum stjórn unina, veltur á því

hversu eftir sóknar verð við verðum í augum

annara. Sjálfið mótast í samræmi við það

hvernig við sem ein staklingar stjórnum

sjálfum okkur. Það byggist þá á ákveðinni

þekkingu á því hverjir séu hagsmunir okkar.

Í þessu ferli felst ákveðin tækni sjálfsins,

bæði sál fræði legar aðferðir og líkam legar,

þannig er ögun sjálfsins við haldið. 10 Með

öðrum orðum, hags munir þínir gætu verið

þeir að hafa eftirlit með því hversu mikið þú

borðar af ákveðinni fæðu til þess að koma

í veg fyrir sjúkdóma, eða hafa eftirlit með

útliti þínu og hegðun til þess að auka

líkurnar á að passa inn í staðlað mót kvenleikans,

eins og til dæmis að passa í

ákveðnar fatastærðir.

Stjórnun hugarfarsins og sjálfsins felur

í sér að við höfum samt sem áður gerendahæfni

og getum því aðhafst. Það er ákveðin

framkvæmd sem mótar gjörðir okkar

og í þeim skilningi skapar stjórnun hugarfarsins

líka ákveðið frelsi. 11 Engu að síður

þá leiðir stjórnun hugarfarsins ekki endilega

til þessa frelsis. Við erum frjáls í þeim

skilningi að við erum gerendur, það er að

segja, það er mögleiki fyrir okkur að haga

okkur og hugsa á annan hátt en stjórnun

hugafarsins ætlast til. 12

Þegar við skoðum hvernig stjórnun hugarfarsins

hefur áhrif á sjálfsveruna (e. subject

– okkur sem gerendur) þá sjáum við

hvernig ákveðnir hlutir og framkvæmdir

leitast við að þroska með sjálfsverunni

ákveðna sjálfsmynd, bæði einstaklingsbundna

og sam eiginlega á sama tíma. 13

Sjálfsverur kvenleikans eru konur, og dæmi

um hvernig sjálfsverunni konu er stjórnað

er til dæmis í gegnum líkamann, 14 í gegnum

útlit 15 og móður hlutverkið. 16 Það er þó alls

ekki þannig að upplifun kvenna af stjórnun

kven leikans sé endilega neikvæð. Þessi

upp lifun getur verið mjög jákvæð og

konur tekið henni mjög fagnandi. Susan

Bordo 17 og Sandra Lee Bartky 18 hafa báðar

velt fyrir sér stjórnun kven leikans í gegnum

líkamann. Bordo segir kven leikann leikinn

í gegnum líkamann og tekur dæmi um

stjórn un hugarfarsins hjá konum í tengslum

við anorexíu. Tilfinningin sem anorexíu

sjúklingar lýsa gefa til kynna hversu tvíbentur

þessi sjúkdómur er. Á sama tíma

og þeir hafa ekki stjórn á huga sínum þá

hafa þeir fullkomna stjórn á líkama sínum

og upplifa sig vegna þessa mjög valdamikla

og sterka 19 sem rímar vel við umfjöllunina

hérna að ofan, að upplifa sjálfan sig – eða

móta eigin sjálfsmynd – í gegnum það

hvernig þér tekst til við að stjórna þér 20

en samkvæmt Bordo 21 eru anorexíu sjúklingarnir

einnig að mótmæla og gefast

upp á sama tíma.

Bartky notast við alsæis hugmynd Foucault

(e. panopticon) og fer yfir það hvernig eftir lit

hefur færst frá hinu ytra rými, yfir í hið innra

og hvernig valdið smýgur inn í huga þeirra

ein staklinga sem mögu lega gætu freistast

til þess að ögra því. Þetta krefst, segir

Bartky, meiri stjórnar á líkam anum og hreyfingum

hans en nokkurn tímann fyrr, stjórnar

sem er ekki hægt að hafa nema með stanslausu

eftirliti. Þetta eftirlit er þá með stærð

og þyngd lík amans, matar lyst og útliti allra

sjáanlegra hluta líkamans. Þannig eru þá

auð sveipir líkamar kvenna mótaðir undir

starandi augnaráði alsæisins. Bartky segir

kven leikann vera eitthvað sem konur tileinka

sér og sameina sjálfinu. Þannig verður

skilningur okkar á okkur sjálfum og á öðrum

alltaf tengdur kvenleikanum. Það hvernig

við skynjum okkur sjálf sem sérstök og

einhvers virði er þá tengt því hvernig við

höldum að aðrir skynja okkur en líka því

hversu vel við kunnum að leika kven leikann.

Því ögun kven leikans getur veitt konum

þá til finn ingu að þær séu búnar að ná

ákveð inni leikni í honum sem hefur þau

áhrif á sjálfs mynd þeirra að þær hvíla vel

í kvenleikanum. 22

3. Nýfrjálshyggja Nicolas Rose 23 skilgreinir

nýfrjálshyggju sem eitt form af

stjórnun hugar farsins sem felur í sér að hið

fullkomna sjálf er algjörlega óháður borgari

Ásta Jóhannsdóttir

Póstfemínískt kerfi kven leikans

102


… nú geta þær

loksins ráðið

sér sjálfar og

keypt það sem

þær langar í.

sem telur sig hafa frjálst val og notar það af skynsemi

til þess að bæta sjálfan sig. Tengsl nýfrjálshyggju

hug mynda, neyslu hyggju og ein stak lings -

hyggju verða augljós þegar við skoðum hvernig

aug lýs ingar hafa breyst. Auglýsingar

nú á dögum hamra á því að konur séu

gerendur í sínu lífi og nota jafnvel til

þess femíníska orðræðu sem snýst um

vald eflingu og sjálfsvirði kvenna þar

sem konum er sagt að þær geti umturnað

lífi sínu/fundið sína sönnu

fegurð/aukið valds sitt með því að

kaupa ákveðnar snyrtivörur. 24

Nýfrjálshyggjuhugmyndin gengur út frá því að allar

okkar gjörðir séu frjálst val og konur eru sýndar

sem algjörlega sjálfstæðir gerendur sem eru ekki

lengur heftir af neinu ójafnrétti eða valda ójafnvægi

– nú geta þær loksins ráðið sér sjálfar og keypt það

sem þær langar í. Sjálfsverur nýfrjáls hyggjunnar

eiga þannig að geta borið fulla ábyrgð á sínu lífi

sama hversu miklar hömlur eru til staðar utan frá. 25

Margir telja að þessi ákveðna orðræða nýfrjálshyggju

um sjálfræði og frjálst val, sé notuð til þess

að skilja eða verja hefðbundnar fegurð arhug myndir

kven leikans. 26 Þetta verður til þess að stöðugt

eðli legra þykir að konur stundi stans laust eftirlit

og stjórnun á sjálfum sér. 27

4. Póstfemínískt kerfi kvenleikans Póst femín

ismi er mikilvægur þegar kemur að því að greina

þá menningu sem mótar kven leikann 28 eða menningar

legar afurðir samtímans.

Gott er að reyna að skilja póst femín isma sem

ákveðið en við kvæmt sam band tengdra þema.

Þemun fela í sér þann skilning að kvenleiki sé

líkamlegur eiginleiki og að skipti hafi orðið frá

hlut gervingu til sjálfsveru. Áhersla á sjálfs eftirlit,

vöktun og sjálfsaga; einstak lingshyggju, val og

valdeflingu; yfir halningar æðið (e. makeover

paradigm); og endurris hugmynda um náttúrulegan

mun á milli karla og kvenna. 29

Póstfemínismi er nátengdur nýfrjálshyggju nni, þar

sem áherslan er á frjálst val, ein staklings hyggju og

valdefl ingu. 30 Póst femínísk orðræða undirstrikar á

ákveðin hátt hvernig vald og hugmynda fræði virka

í tengslum við sjálfs myndar mótun. Þannig að ekki

eigi sér stað valdbeiting, heldur er frekar hægt að

103 Póstfemínískt kerfi kven leikans

Ásta Jóhannsdóttir


Það má líka velta

fyrir sér hversvegna

meirihluti kvenna

… klæðir sig svipað,

málar sig svipað og

rakar sömu staðina?

tala um að ákveðið „samtal“ eigi sér stað. 31 Þetta er það

sem Antonio Gramsci 32 kallaði hugmynda fræði legt forræði.

Og líklegast er betra að tala um forræði í þessu

sam hengi þar sem við teljum okkur ekki vera undir yfirráðum

neins nema okkur sjálfs. En forræðið sam kvæmt

Gramsci snýst nefnilega um það að við eltum sjálfviljug

ein hvern sem leiðir okkur.

Í þessari hugmynda fræðilegu súpu erum við stödd í dag.

Við búum við það að fyrir tæki reyna að selja okkur allskonar

hluti til þess að betrumbæta bæði líkama og sál

og nota til þess femíníska orðræðu. Að við eigum að vera

við sjálfar og vera skítsama um álit annara. Og þegar við

gerum eitt hvað, neytum og kaupum (hvort sem það er

and lits förðun, líkams hára rakstur eða vax) þá erum við

að gera það fyrir okkur sjálfar og engan annan. Á sama

tíma á sér stað ákveðin andfemínísk orðræða þar sem

yfirhalning og vöktun á líkömum kvenna tröllríður öllu.

Það má líka velta fyrir sér hvers vegna meirihluti

kvenna (svona sjálf skapandi, frjálsir einstaklingar)

klæðir sig svipað, málar sig svipað

og rakar sömu staðina?

Póstfemínismi sem kerfi utan um kvenleikan

hefur kosti og galla. Valdeflingarorðræðan frá

annari bylgju femínisma er í sjálfu sér góð og

gild. Stjórnun hugar farsins er einnig alls ekki

endilega neikvæð í eðli sínu. Aftur á móti

er ekki eins já kvætt þegar þessir þættir eru

saman komnir í kerfi sem segir konum hvernig þær eiga

að líta út nákvæmlega, hvernig þeim á að líða og að sjálfsvirði

þeirra eigi að byggja á neyslu.

Þar sem er vald er einnig viðnám 33 og auðvitað eru konur

ekki bara auðsveipir líkamar eins og Bartky 34 gefur í skyn.

Það er líka töluvert pláss fyrir viðnám og fjöl margar konur

veita ögun kvenleikans við nám með ýmsum hætti. En til

þess að geta veitt viðnám verðum við að koma auga á

kerfið sem slíkt. Til þess að geta veitt viðnám verðum

við að skilja kerfið og geta afbyggt það.

Ásta Jóhannsdóttir

Póstfemínískt kerfi kven leikans

104


1 Sylvia Walby, Theorizing Patriarchy,

Wiley-Blackwell, Oxford, 1990.

2 Angela McRobbie, „Young Women

and Consumer Culture“, Cultural

Studies, Vol. 22, no. 5, ágúst 2008, bls.

531–550.

3 Angela McRobbie, The Aftermath

of Feminism: Gender, Culture and Social

Change, SAGE Publications Ltd, Los

Angeles , 2008).

4 Judith Butler, Gender Trouble:

Feminism and the Subversion of

Identity, Routledge, New York, 1990.

5 Annadís Rúdólfsdóttir G., „The

construction of femininity in Iceland“,

Department of Social Psychology,

London School of Economics and

Political Science, London, 1997.

6 Annadís Rúdólfsdóttir G.,

„Ljóskudraumar“,Flögð og fögur skinn,

Jón Proppé ritstýrir, Art.is Books,

Reykjavík, 1998. Sjá einnig; Guðný

Gústafsdóttir, Sigríður Matthíasdóttir,

and Þorgerður Einarsdóttir, „The

development of Icelandic womanhood at

the turn of two centuries From motherly

nature to sex appeal“, Rannsóknir í

félagsvísindum, Silja Bára Ómarsdóttir

ritstýrði, Félags vísinda stofnun Háskóla

Íslands, Reykjavík, 2010. Og einnig: Elva

Ýr Gylfadóttir, „Hvernig er hin fullkomna

kona? Kynímyndir í auglýsingum og

konur sem sjónrænt hráefni“, Flögð og

fögur skinn, Jón Proppé ritstýrir, Art.is

Books, Reykjavík, 1998.

7 Sandra Lee Bartky, „Foucault,

femininity, and the modernization of

patriarchal power“, The politics of

women´s bodies. Sexuality, appearance

and behavior, Rose Weitz ritstýrir,

Oxford University Press, Oxford, 1998,

bls. 25–45.

8 Rosalind Gill, „Postfeminist media

culture Elements of a sensibility“,

European Journal of Cultural Studies,

vol. 10, no. 2, maí 2007, bls. 147–166.

9 Michel Foucault, „Governmentality“,

The Foucault Effect: Studies

in Governmentality, Graham Burchell,

Colin Gordon og Peter Miller ritstýrðu,

University of Chicago Press, Chicago,

maí 1991.

10 Mitchell M. Dean, Governmentality:

Power and Rule in Modern Society,

SAGE Publications Ltd, London,

Thousand Oaks, Calif, 2009.

11 Nikolas Rose, Pat O’Malley og

Mariana Valverde, „Governmentality“,

Annual Review of Law and Social

Science, Vol. 2, no. 1, 2006, pp. 83–104.

12 Dean, Governmentality.

13 Jonathan Xavier Inda, ‘Analytics

of the Modern: An Indtroduction’, in

Jonathan Xavier Inda (ed.), Anthropologies

of Modernity: Foucault,

Govern mentality, and Life Politics,

(Wiley-Blackwell: Malden, MA, August

2005)

14 Bartky, ‘Foucault, femininity, and

the modernization of patriarchal power’;

Susan R. Bordo, ‘The body and the

reproduction of femininity: A feminist

appropriation of Foucault’, in Alison

M. Jaggar and Susan R. Bordo (eds.),

Gender/Body/Knowledge: Feminist

Recon structions of Being and Knowing,

(Rutgers University Press: New Brunswick,

N.J, July 1989).

15 Naomi Wolf, The Beauty Myth,

(Vintage: London, 1992).

16 Rúdólfsdóttir, ‘The construction of

femininity in Iceland’.

17 Susan Bordo, ‘Anorexia nervosa:

Psychopathology as the crystallization

of culture’, in Helen Crowley and Susan

Himmelweit (eds.), Knowing Women:

Feminism and Knowledge, (Polity Press:

Cambridge, England; Cambridge, MA,

USA, January 1992).

18. Bartky, ‘Foucault, femininity, and

the modernization of patriarchal power’.

19 Bordo, ‘Anorexia nervosa:

Psychopathology as the crystallization

of culture’.

20 Dean, Governmentality.

21 Bordo, ‘Anorexia nervosa:

Psychopathology as the crystallization

of culture’.

22 Bartky, ‘Foucault, femininity, and

the modernization of patriarchal power’.

23 Nikolas Rose, Governing the Soul:

Shaping of the Private Self, (Routledge:

London; New York, November 1991).

24 Michelle M. Lazar, ‘“Discover The

Power Of Femininity!”’, Feminist Media

Studies, Vol. 6, no. 4, December 2006,

pp. 505–517.

25 Gill, ‘Postfeminist media culture

Elements of a sensibility’; Rosalind Gill,

‘Culture and Subjectivity in Neoliberal

and Postfeminist Times’, Subjectivity,

Vol. 25, no. 1, 2008, pp. 432–445.

26 Gill, ‘Postfeminist media culture

Elements of a sensibility’; Gill, ‘Culture

and Subjectivity in Neoliberal and

Postfeminist Times’; McRobbie, The

Aftermath of Feminism; Shauna

Pomerantz, Rebecca Raby, and Andrea

Stefanik, ‘Girls Run the World? Caught

between Sexism and Postfeminism in

the School’, Gender & Society, January

2013, p. 0891243212473199; Sarah CE

Riley and Christina Scharff, ‘Feminism

versus femininity? Exploring feminist

dilemmas through cooperative inquiry

research’, Feminism & Psychology,

August 2012, p. 0959353512454615.

27 Riley and Scharff, ‘Feminism versus

femininity?

28 Gill, ‘Postfeminist media culture

Elements of a sensibility’.

29 Gill, ‘Postfeminist media culture

Elements of a sensibility’, bls. 149.

30 Gill, ‘Postfeminist media culture

Elements of a sensibility’.

31 Gill, ‘Culture and Subjectivity in

Neoliberal and Postfeminist Times’.

32 Antonio Gramsci, in John Storey

(ed.), Cultural Theory and Popular

Culture: A Reader, (Routledge: Harlow,

England ; New York, December 2008).

33 Michel Foucault, The History of

Sexuality: An Introduction v. 1, (Viking:

London, March 1979).

34 Bartky, ‘Foucault, femininity,

and the modernization of

patriarchal power’.

105 Póstfemínískt kerfi kven leikans

Ásta Jóhannsdóttir


Viska

framtíðarinnar

eftirlitskerfi samtímans

og útsmoginn auglýsingabransi


Verk sem flokka má sem vísinda -

skáldskap eru gífurlega fjöl breytileg

og innan þeirra má finna mis munandi

stefnur sem takast á við gjörólíka

hluti. Verkin eiga það þó

sameiginlegt að takast flest á við

okkar eigin veruleika á einhvern

hátt – þrátt fyrir að gerast jafnvel

í fjarlægu umhverfi. Philip K. Dick,

einn áhrifamesti vísindaskáldskapar

höfundur sam tímans, sagði

að öll samfélög í vísindaskáldskap

tækjust á við atburði sem gætu

ekki gerst í okkar veruleika en

hug myndirnar reki þó rætur sínar

þangað. 1 Þannig eru verk á sviði

vísindaskáldskapar vangaveltur um

það sem gæti hug san lega gerst í

ókominni framtíð og grundvallast

oft á vísindum og tækni sem þegar

má sjá í þróun. Skáld verk á sviði

vísindaskáldskapar takast því að

segja má við hluti sem gætu mögulega

gerst í framtíðinni út frá því

sem við þekkjum og má sjá sem

leið fyrir manninn til þess að takast

á við umhverfi sitt og framtíð þess.

Eysteinn Þórðarson

Vísindaskáldsögulegar kvikmyndir

hafa lengi verið mikilvægar

til miðlunar á hugmyndum

og áhuga vert er að

skoða þróun þessara hugmynda

um framtíðina í

gegnum kvikmyndasöguna.

Kvikmynd Fritz Lang, Metropolis

(1927) var gífurlega áhrifamikið

verk á sögu vísinda kvikmynda

og vísinda skáld verka.

Til að mynda sást þar í fyrsta

skipti vélmenni á hvíta tjaldinu.

Í kvik myndinni Blade

Runner (1982) sjást áhrif

Metropolis greinilega en þar er

að finna margar tilvísanir, bæði

sjónrænar og huglægar. Og þar

er þá hugmyndin um vélvætt

afbrigði mannsins orðin öllu

flóknari. Kvik myndin Blade

Runner er lauslega byggð á

bókinni Do Androids Dream of Electric

Sheep? (1968) eftir Philip K. Dick, en kvikmyndin

er gjarnan talin ein sú áhrifa mesta

innan vísindakvikmynda geirans. Verk Dick

eru gjarnan séð sem sam félagsádeila sem

einkennist af of sóknar æði og veru leika -

firringum í kjölfar samfélagsástands sem

er gegnsýrt af tækni og neyslu eitur lyfja. Það

mætti segja að margar hug myndir hans hafi

verið á undan sinni samtíð en sæberpönkstefnan,

undir flokkur í vísinda skáldskap,

tók sterkan lit af verkum hans. Bókmenntafræðingurinn

Úlfhildur Dags dóttir nefnir í

bók sinni Sæborgin: Stefnu mót líkama og

tækni í ævintýri og veruleika að þrátt fyrir

að Do Androids Dream of Electric Sheep?

hafi orðið vinsæl vegna velgengni Blade

Runner þá séu áhrif Dick á sæberpönk

stefnuna einnig bersýnileg. 2

Sæberpönk-stefnan kom fram á níunda

áratuginum í kjölfar tölvubyltingarinnar.

Og má þá segja að sæberpönk hafi verið

viðbragð vísindaskáldskaparins við þeim

breytingum sem áttu sér stað í kjölfarið.

Enska orðið yfir sæberpönk er „cyberpunk“

en það er samsett úr orðunum „cyber netics“

sem þýðir stýriskerfafræði og orðinu

„pönk“ sem vísar til anarkískrar götumenningar.

3 Sæberpönkið er þá yfirleitt

staðsett í nálægri framtíð – og fjallar þá

um stöðu mannsins í tækni væddum heimi.

Það voru verk nokkra rithöfunda sem mótuðu

stefnuna á níunda áratuginum og kynntu

hana almenningi, og má þar nefna Bruce

Sterling, Pat Cadigan og William Gibson,

en skáldsaga hans, Neuromancer (1984),

er gjarnan talin sem einn af hornsteinum

stefnunnar. 4

Kvikmyndir í sæberpönk-flokknum byggja

á sterkri sjónrænni arfleifð. Blade Runner

þótti tilkomumikil sjónræn upplifun meðal

gagnrýnenda og hefur gjarnan verið nefnd

sem sjónrænn grunnur kvikmynda senunnar,

5 en hún einkennist af tæknibrellum

og tilþrifa mikilli umhverfishönnun. Eitt

sjón rænt einkenni sem oft er notast við í

sæber pönk-kvikmyndum er neo noir stíllinn,

eða „ný noir“, en þar er vísað í film

107 Viska framtíðarinnar

Eysteinn Þórðarson


noir stílinn og vísar neo noir þá í

sam setningu á hinu gamla og hinu

komandi. Sæberpönk hefur þá

einnig sterka tenginu við sjónmenningu

á þann hátt að stefnan

leggur áherslu á upplifun mannsins

af tækni, sem byggist þá meðal

annars á sjón rænni upplifun á upp -

lýsingum og miðlun þeirra. 6 Þarna

er því um að ræða flokk sem fjallar

á áhuga verðan hátt um samband

mannsins við tækni og miðlun og

eru þessi einkenni dregin fram með

áherslu á sterka sjónræna upplifun.

Eftirlit í Vísindakvikmyndum

Áhugavert er að skoða hug myndir

um eftirlit í sæberpönk kvikmyndum,

en eftirlit hefur áhrif á

sam félagið í heild sinni og byggist

þá meðal annars á tækni, miðlun og

annarri tækni menningu. Í vísindaskáld

sögum Dick endur speglaði

hann gjarnan ofsóknaræði (sem

rithöfundurinn er sagður hafa

þjáðst af) og hafa verk hans þá

kannski sér staklega sterku tengingu

við samfélags ástand okkar

daga eftir hryðjuverka árásir 11.

september 2001. Flestir kannast við

strangt eftirlit á flugvöllum en með

síaukinni tækni möguleikum er eðli

eftirlits að breytast enn frekar á

hverju ári. Tölvan er ekki aðeins

vinnutól heima fyrir eða á skrif stofunni

heldur fylgir hún nú meirihluta

fólks í vösum þeirra á ferð um

bæinn, en í gegnum snjall síma og

spjaldtölvur renna gífurlegt magn

upplýsinga sem hægt er að lesa í.

Félagsfræðingurinn David Lyon

nefnir þá í bók sinni Surveillance

Studies: An Over view (2007) að það

sé vissu lega mikilvægt að skoða

þann sem horft er á en einnig fyrirbærið

sem sinnir eftir litinu og

sam bandið þar á milli. 7 Þá má

minna á að auglýsingaiðnaðurinn

hefur á vissan hátt tengingu við

eftirlit þar sem vinsæl aðferð auglýsingaiðnaðarins

til þess að sjá hvar best sé að

hafa áhrif er með greiningu á markhópum

í sam félaginu – oft út frá neyslu fólks sem

nú fer að talsverðu leyti fram á netinu.

Í Blade Runner eltir hausaveiðarinn Rick

Deckard uppi svokölluð gervi menni og

drepur þau, en þau eru líftæknilegar eftirhermur

af mann fólki. Ákveðin tækni er notuð

í kvik myndinni til þess að finna gervi mennin

og er Voight-Kampff prófið áhugavert dæmi

um slíka tækni. Prófið aðgreinir gervimenni

frá raunverulegum manneskjum en gervimennin

líta eins út og mann fólk. Prófinu er

lýst sem samúðar prófi og gefur til kynna

að gervi mennin skorti samúð, sem er eitt

einkenni persónuleika röskunar innar siðblindu.

Prófið greinir því á milli þess sem

telst vera „eðlilegt“ og „óeðlilegt“ af manneskjum

í samfélaginu. David Desser nefnir

í grein sinni „Race, Space and Class: The

Politics of the SF Film from Metropolis to

Blade Runner“ að þetta sé ein birtingarmynd

útskúfunar og getur verið litið á

prófið sem afbrigði af misrétti. 8 Eftirlitið í

Blade Runner er á vissan hátt frábrugðið

hefðbundnu eftirliti í okkar samfélagi þar

sem aðallega er fylgst með hver þú ert í

Blade Runner en í okkar samfélagi er

áherslan kannski heldur á hvað þú gerir.

Ef litið er á kvikmyndina Minority Report

(2002) má finna áhugaverðar tengingar við

okkar samfélag. Kvikmyndin fylgir sögu

rithöfundarins Dick sæmilega eftir en er

þó miðuð út frá samtíma sínum – árunum

eftir aldarmótin tvöþúsund. Sagan gerist í

Banda ríkjunum árið 2054 en þar hefur lögreglan

fundið leið til þess að handtaka

morðingja áður en þeir fremja glæpinn.

Þetta er þó aðeins hægt fyrir hjálp skyggna

sem sjá morðin fyrir, en það er í höndum

sveitarinnar að lesa úr upplýsingunum og

finna gerandann áður en hann lætur til

skarar skríða. Fyrir utan skyggnin sem sjá

fyrir glæpina þá er samfélagið sjálft gegnsýrt

tölvutækni sem gerir grein fyrir öllum

ferðum almenn ings. Augnskannar sjást í

kvikmyndinni hvarvetna í almenn ings-

Eysteinn Þórðarson

Viska framtíðarinnar

108


ýmum sem gera grein fyrir öllum sem eru

á ferli og einnig getur lögregluvaldið sent

augnskanna inn á séreignir, svo sem heimili

og því um líkt í leit að fólki.

Eftirlitskerfi samtímans Aðalpersóna

kvikmyndarinnar, John Anderton, er hátt

settur innan deildarinnar og lendir í vandræðum

þegar hann sjálfur birtist í sýnum

skyggnanna sem tilvonandi morðingi. Og

legst hann þá á flótta undan samstarfsmönnum

sínum. Kvikmyndin tekst því á við

samband þeirra sem fylgjast með og þeirra

sem fylgst er með, sambandið sem David

Lyon bendir á. Kvikmyndin Scanner Darkly

(2006) (sem einnig er byggð á sögum Philip

K. Dick) fjallar einnig á áhugaverðan hátt

um samband áhofanda og viðfanga eftirlits.

Þar er fylgst með dópistanum Bob

Arctor og lögreglumanninum Fred. Það sem

er sérstaklega áhugavert við myndina er að

Bob og Fred eru sami maðurinn. Og má því

segja að bæði Minority Report og A Scanner

Darkly fjalli um menn sem lenda í því að

verða að viðfangi eftirlits sem þeir sjálfir

sinna – og minnir það á kenningar franska

heimspekingsins Michel Foucault um Alsæið

og hvernig fólk verður að sínum eigin fangavörðum

vegna ákveðins eftirlits, refsinga

og sjálfsaga. Samfélagið í Scanner Darkly

er heltekið af ofsóknaræði í kjölfar eitur lyfjafaraldurs

og hafa yfirvöld sent leyni lögreglumenn

út í samfélagið undir nafnleynd

með hjálp ákveðinnar tölvunartækni sem

hjálpar þeim að hyljast. Afleiðingarnar verða

hins vegar þær að sökum þess að kerfið gerir

ekki ráð fyrir því að menn geti setið báðum

megin við borðið verða þeir sjálfir að eigin

viðfangi eftirlits og refsinga.

Þegar horft er á áðurnefndar kvikmyndir með

gagnrýnu auga fara fjótt að sjást tengingar

við umhverfið sem við þekkjum í kringum

okkur. Eftirlit í okkar samfélagi tengist fyrst

og fremst vöktun á hegðun (að minnsta

kosti er því haldið fram opinberlega),

fremur en vöktun á uppruna eða tilveru

eins og gert er í Blade Runner. Í Minority

Report er hins vegar heimi lýst þar sem

eftirlit er algerlega um lykjandi og notað sem

verkfæri til algerrar stjórnunar á

sam félags þegnum. Í kvikmyndinni

sjást augn skannar sem elta jafnvel

fólk uppi. Líkindi með þessu er hægt

að finna í okkar samfélagi þar sem

snjallsímar eru í raun tól sem auðvelt

er að nota til að stunda njósnir og

fylgjast með ferðum fólks. Ríkisstjórnir

geta þá til að mynda nýtt

snjall síma til þess að rýna í fjöldann.

Í bókinni Dragnet Nation (2014) skoðar

Julia Angwin hvernig nettengd tæki

eru notuð til þess að stunda eftirlit. 9

Í bókinni bendir hún á að ef að snjallsími

er tengdur þráðlausu neti úti í

borginni er mjög auðvelt að fylgj ast

með ferðum hans og þar af leiðandi

ferðum þess sem á hann. Dæmi um

hvernig hægt sé að nota hversdagslega

tækni samtímans til að njósna

eru uppljóstranir Edward Snowden

um njósnir þjóðar örygg is stofnunnar

Bandaríkjanna þar sem í ljós kom að

persónu upplýsingar fólks voru

skoðaðar í gegnum samfélagsmiðla. 10

Mögu leikar til eftirlits haldast í hendur

við tækni notkun- og þekkingu samtímans.

Með aukinni tækni notkun

finnast nýjar leiðir til að fylgjast enn

betur með fólki.

Þegar eftirlit er til umræðu er áhugavert

og jafnvel mikilvægt að skoða

hvernig hægt er að verjast þessu

eftirliti. Varnir gegn eftirliti birtast á

frumlegan hátt í um rædd um sæberpönk

kvik myndum og felst það yfirleitt

í breytingu á ásjónu. Þetta eru

oft líkam legar breytingar, fölsk

birtingar mynd eða leynd. Í ofan töldum

kvikmyndum sést þessi blekkingarleikur

en þó ekki í Blade Runner. Þar

eru gervimennin svo lík mannfólkinu

að ekki er hægt að greina þau í sundur

nema út frá til finningum og skorti á

samúð. Í verkum sæber pönks er

áheyrsla oft lögð á líkam ann sjálfan

sem varnartóli gegn eftirliti. Sem

dæmi grípur Anderton í Minority

109 Viska framtíðarinnar

Eysteinn Þórðarson


Eysteinn Þórðarson

Viska framtíðarinnar

Report til þeirra ráða að umbreyta líkama

sínum til þess að komast óséður framhjá

valdinu, en hann skiptir um augu og notar

tæki til þess að breyta andliti sínu. Þessu er

snúið við í A Scanner Darkly þar sem Bob

Arctor er hann sjálfur úti í sam félag inu en

klæðist hulinsgalla þegar hann mætir til

starfa á lögreglu stöðinni sem Fred.

Í grunninn eru varnir gegn eftirliti af sama

toga í okkar veruleika, þar sem það felst í

því að fela hver sé á ferð. Tilgangur grímuklædda

banka ræn ingjans er nafnleysi, en

hvað varðar tækninotkun þá felst frelsi frá

vöktun einnig í nafnleynd. Tölvunar fræðingurinn

David Chaum hefur oft verið

nefndur sem áhrifa valdur á sæberpönk

stefnuna. 11 Árið 1981 gaf Chaum út greinina

„Untrace able Electronic Mail, Return

Addresses, and Digital Pseudonyms“ og þar

nefndi hann að ef sam félagið myndi notast

sífellt meir við tölvu tækni þá væri auðvelt

fyrir utanað komandi aðila að stunda eftilit

með fólki í gegnum gögnin sem flæða í

gegnum tölvurnar. 13 Í greininni leitar hann

lausna í dulmálsfræði, en hann taldi dulkóðun

vera lykilinn að nafnlausum samskiptum.

Hugmyndir Chaum voru langt á

undan sinni samtíð en í dag eru einmitt

forrit sem notast við dul kóðun aðalvörnin

gegn njósnum utanað komandi aðila. Þetta

er dæmi um vörn gegn eftirliti í heimi þar

sem tækni er notuð af valdhöfum til þess

að fylgjast með samfélags þegnum, oft án

þeirra vitneskju og hafa þá jafnvel ógnandi

áhrif á þá – til dæmis þegar fólk verður

meðvitað um það að hægt sé að fylgjast

með skrifum þeirra og samskiptum.

Eftirlit í gegnum nettengd tæki tengist líka

heimi auglýsinga. Í Minority Report má

sjá áhugavert atriði sem tengir eftirlit við

dægurmenningu og hægt er að finna svipað

dæmi í okkar veruleika. Í atriðinu er John

Anderton á flótta undan yfirvaldinu í verslunar

miðstöð og sjást þá augn skannar í

almennings rýminu greina hver sé þar á

ferð. Auglýsendur virðast vera samtengir

eftir litinu og hafa þá getu til þess að sækja í

upp lýsingar um fólk til að reikna út hvað það

110


gæti langað í hverju sinni. Anderton er

augljóslega undir miklu álagi við flóttann og

heyrast þá aug lýsinga skilti kalla á hann – með

nafni. „Flýðu undan þessu öllu John Anderton“

kallar ferðaþjónusta. Og „stressaður

John Anderton? … “ kallar annað skilti og

þar fram eftir götunum. Þannig er Anderton

áreittur af útsmognum auglýsendum sem

virðast geta reiknað út hvað hrjáir hann og

reynt þannig að höfða til hans.

Í bókinni Dragnet Nation er skoðað hvernig

eftirlit í gegnum nettengd tæki tengist

auglýsingabransanum. 13 Julia Angwin

komst að því að á vefnum eru ótal forrit

sem reikna út hvað fólk gæti langað í út frá

því sem það gerir á vafra – hvað það skoðar

á netinu. Tæknirisar, á borð við Facebook

og Google, nota þetta óspart og halda

gagnagrunn með upplýsingum um notendur.

Sem dæmi má nefna að ef forritið kemst að

því að kona er ólétt þá er hægt að senda á

hana auglýsingar um vörur tengdar þeirri

stöðu sem hún er í.

Þessi þróun hefur auðvitað áhrif á grafískra

hönnun. Grafíski hönnuður inn Tibor Kalman

heldur því fram að grafískir hönnuðir ættu

að bera ábyrgð á þeim boðskap sem þeir

miðla áfram fyrir fyrirtæki og benti á að

grafískir hönnuðir geti eins verið í sama

flokki og lögfræðingar eða bókhaldarar

sem jafnvel ljúga fyrir fyrirtækin sem þeir

starfa fyrir. 14 Kalman benti á þann mátt sem

grafískir hönnuðir hafa í hendi sér og

mikilvægi þess að hanna á eigin forsendum

fremur en að vera aðeins verkfæri fyrir aðra.

Með tilkomu snjall síma og fleiri tækja hafa

forrit orðið að sífellt mikilvægri millilið

fólks á milli og um leið gefa þau fyrirtækjum

og auglýs endum aukin völd. Það er mikilvægt

að hönnuðir innan greinar grafískrar

hönnunar séu meðvitaðir um tækni framfarir

og mögu leikum þeirra því þær tengjast

faginu á marg víslegan hátt, bæði sem tól og

miðill – og þá líka sem tæki til eftirlits.

1 John Costello, Science Fiction

Films: The Pocket Essentials, Trafalgar

Square Publishing, Vermont, 2004, bls

10–11.

2 Úlfhildur Dagsdóttir, Sæborgin:

Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og

veruleika, Háskólaútgáfan, Reykjavík,

2011, bls. 64.

3 Úlfhildur Dagsdóttir, Sæborgin:

Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og

veruleika, bls 64.

4 Úlfhildur Dagsdóttir, Sæborgin:

Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og

veruleika, bls 64.

5 Kerman, Judith B., „Technology

and Politics in Blade Runner, Retrofitting

Blade Runner: Issues in Ridley Scott’s

Blade Runner and Philip K. Dick’s Do

Androids Dream of Electric Sheep?,

ritstjóri Judith B. Kerman, Bowling

Green State University Popular Press,

Ohio, 1991, bls 16–24.

6 Úlfhildur Dagsdóttir, Sæborgin:

Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og

veruleika, bls 253.

7 David Lyon, Surveillance Studies:

An Overview, bls 73.

8 Desser, David, „Race, Space and

Class: The Politics of the SF Film from

Metropolis to Blade Runner, Retrofitting

Blade Runner: Issues in Ridley Scott’s

Blade Runner and Philip K. Dick’s Do

Androids Dream of Electric Sheep?, bls

111.

9 Julia Angwin, Dragnet Nation: A

Quest for Privacy, Security and Freedom

in a World of Relentless Surveillance,

Times Books, New York, 2014.

10 Edward Snowden NSA files: secret

surveillance and our revelations so far,

The Guardian, 21. ágúst 2013, sótt 28.

október 2014, www.theguardian.com/

world/2013/aug/21/edward-snowdennsa-files-revelations

11 Arvind Narayanan, „What

Happened to the Crypto Dream? Part 1”,

IEEE Security & Privacy, 2013, bls 3.

12 David L. Chaum, „Untraceable

electronic mail, return addresses, and

digital pseudonyms”, Communications

of the ACM 24.2, 1981, bls 84–90.

13 Julia Angwin, Dragnet Nation: A

Quest for Privacy, Security and Freedom

in a World of Relentless Surveillance,

2014.

14 Viðtal Charlie Rose við Tibor

Kalman, flutt í sjónvarpsþættinum

„Charlie Rose”, á PBS, 24 desember

1998, sótt 22 nóvember 2014, www.

youtube.com/watch?v=6-P1D-iYIsI,

11:56 –15:06.

111 Viska framtíðarinnar

Eysteinn Þórðarson


Habitus,

auðmagn og

brúðarkjólar

Um hugtökin habitus og auðmagn

í samhengi við kvikmyndina Muriel’s Wedding


Hvert samfélag hefur sín einkenni, sínar reglur og viðmið.

Yfirleitt verða samfélagsþegnarnir svo sam grónir aðstæðum

sínum að þeir eiga erfitt með að líta þær hlutlausum augum.

Því er jafnan lærdóms ríkt að skipta um umhverfi og fá nýja

sýn á hið við tekna Félagsfræðing urinn Pierre Bourdieu

kynntist því og nýtti þá reynslu til að þróa kenningar sem

nota má til glöggvunar á samfélags gerðum, þ.e. kenningarnar

um habitus og auðmagn.

1. Hvað er Habitus? Habitus er fornt heimspekilegt

hugtak sem ýmsir heim spekingar hafa notast við, svo sem

Aristóteles (sem hexis), Thomas Aquinas, Hegel, Weber,

Durkheim, Mauss og Husserl. Í túlkun sinni á kenningum

listfræðingsins Erwin Panofsky árið 1967, tók franski félagsfræðing

urinn og heimspekingurinn Pierre Bourdieu hugtakið

upp á arma sína og endurbætti það. 1

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Samkvæmt Bourdieu er habitus kerfi langvarandi

en jafnframt breytilegra tilhneiginga sem stýra því

hvernig einstaklingur skynjar, ályktar og hagar gerðum

sínum. Einstaklingar tileinka sér þetta skipu lag tilhneiginga

ómeðvitað með því að ala aldur sinn við

ákveðnar félagslegar aðstæður. Við sér hverjar aðstæður

gilda viss takmörk og möguleikar sem setja

mark sitt á þann sem býr við þau skilyrði. Habitusar

ólíkra einstak linga geta því skarast ef þeir hafa búið

við svipuð félagsleg skilyrði. Til dæmis geta habitusar

fólks af sama þjóðerni, stétt eða kyni verið mjög

áþekkir. 2 Habitus er þannig ekki áskapaður eiginleiki

heldur áunn inn og er af þeim sökum breyt ingum

undir orpinn. Bæði geta félagslegar kringum stæður

breyst – og habitu sinn með – og einnig geta einstaklingar

skipt um umhverfi og tamið sér nýja hætti sem

breyta habitus þeirra. Þó eru breyting unum sett

ákveðin tak mörk; habitusinn sem fyrir er síar öll ný

áhrif og hefur þannig úrstlitaatkvæði um hverju einstaklingur

er mót tækilegur fyrir. 3

Dæmi má taka af Bourdieu sjálfum sem ólst upp hjá

ómenntuðum foreldrum í bændasamfélagi en braust

til mennta og stundaði nám við einn virtasta úrvalsháskóla

Frakklands. Hann átti alla tíð erfitt með að

aðlagast borgaralegu samfélagi háskóla nemanna og

kennaranna vegna þess að hann hafði tileinkað sér

annan habitus í bernsku. Þegar hann svo sneri aftur

á æskuslóðir hafði habitus hans þó aðlag ast háskólasamfélaginu

að einhverju leyti því að þá átti hann

erfitt með að falla inn í bænda samfélagið að nýju. 4

Habitus er á vissan hátt grund völlur félag slegs

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Habitus, auðmagn og brúðarkjólar

114


stöðugleika. Hann felur í sér öll viðteknu

gildin í tilteknu sam félagi sem hver sá sem

er þar langdvölum temur sér ósjálfrátt.

Þannig mynd ast samfella svip aðra habitusa

meðal þeirra sem fæðast og lifa í sam félaginu.

Þó hefur habitus einnig mikil áhrif

á breytileika samfélags. Habitusinn getur

tekið breyt ingum, ýmist með breyttum

lífsháttum eða utanað komandi áhrifum,

og þannig orsakað um breytingu innan

ákveðins samfélags. 5

2. Hvað er auðmagn? Kenn ingar

Bourdieu um habitus má tengja við

kenningar hans um auð magn frá árinu

1986. Hugtakið auð magn (e. capital) vísar

óbeint til bókar Karl Marx frá 1867, Das

Kapital, en þar er orðið einkum notað

í merking unni efnahagslegt auðmagn. 6

Bourdieu skilgreindi hins vegar fjórar

gerðir auðmagns; efnahags legt (fjármunir,

eignir, auðlindir), félagslegt (stétt, sambönd,

ættar tengsl), menningar legt (hæfileikar,

þekking, nafnbætur, menningar arfur)

og táknrænt (frægð, virðing, heiður). 7/8 Vafi

getur þó leikið á því hvaða flokki tiltekið

auðmagn til heyrir, t.d. virðingar titlar og

nafn bætur sem vel mætti setja bæði í

menningarlega og táknræna flokkinn.

Bourdieu túlkaði þannig auðmagn sem

sérhverja auðlind (í óeigin legum skilningi)

sem kemur ein staklingi að notum í því

samfélagi sem hann tilheyrir. Sá habitus

sem fólk tileinkar sér veltur á því hvernig

skiptingu þessara ólíku tegunda auð magns

er háttað hjá hverjum og einum. Eins og

með habitusinn getur skipting auðmagnsins

breyst, til dæmis þegar fólk öðlast

nýja þekkingu eða myndar ný tengsl. 9 Loks

má færa rök fyrir því að þrjár síðast töldu

gerðir auðmagns megi með einum eða

öðrum hætti nota til að komast yfir efnahagslegt

auðmagn; til dæmis með því að

fá eftirsótt starf í gegnum ættingja eða

tengsla net (félags legt), með því að búa yfir

sérstakri þekk ingu eða hæfileikum (menningar

legt) eða fyrir sakir frægðar og virðingar

(táknrænt).

3. Brúðkaup Muriel Ásetningur

Bourdieu með hugtakasmíðinni var

að auðvelda mönnum að lýsa skipulagi

samfélagsins. Í stað þess að notast við

gömul og gróin orð (t.d. stétt) sem e.t.v.

hafa sundurleita merkingu í hugum fólks,

bjó hann til nákvæmlega skil greind hugtök

sem hægur vandi er að beita á samfélagið

og rökræða um. 10 Fróðlegt getur verið að

kryfja félagslegar aðstæður með því að

greina habitusinn og átta sig á því hvers

konar auðmagni fólk sækist eftir. Ástralska

kvikmyndin Muriel’s Wedding (1994) hentar

vel í slíka greiningu því að þar eru dæmi

um árekstra habitusa og ásókn í auðmagn

af ólíku tagi.

Myndin fjallar um hina grandalausu Muriel

Heslop sem elst upp í ástralska smábænum

Porpoise Spit og ver tíma sínum í að hlusta

á ABBA og láta sig dreyma um íburðarmikið

brúðkaup. Faðir hennar hefur brotið

niður alla fjölskylduna og á sök á því að

enginn heimilismanna býr yfir nokkurri

framtakssemi. Þegar upp kemst að Muriel

hefur stolið hárri fjárhæð af foreldrum

sínum stingur hún af til Sydney og freistar

gæfunnar þar.

Strax í upphafi myndarinnar kemst áhorfandinn

að því að Muriel er afar frábrugðin

stöllunum sem hún álítur vinkonur sínar.

Hún hefur bersýnilega alist upp við önnur

félagsleg skilyrði en þær og hefur annan

habitus. „Vinkonur“ hennar virðast koma

úr efnaðri fjölskyldum (þær hafa efni á utanlandsferð)

og vera af hærri stétt. Þær eru

allar meðvitaðar um útlit sitt, tísku og framkomu

og þeim finnst Muriel of feit, hallærisleg

og hreinlega vera þeim til skammar.

Þessi vinkvennahópur, sem hafnar henni

í upphafi myndar, er eini félagsskapur

Muriel. Alla bernsku sína hefur hún þurft

að þola skammir og fúkyrði föður síns og

því hefur hún enga trú á sjálfri sér. Hún er

atvinnu laus og hefur enga sérstaka hæfileika.

Muriel býr þannig ekki yfir miklu

auð magni af nokkru tagi. Það eina sem

hún getur reitt sig á er félagslegt auð magn

föður hennar en það byggist á ýmsum

115 Habitus, auðmagn og brúðarkjólar

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir


samböndum sem hann nýtir sér óspart.

Honum tekst til að mynda að forða Muriel

frá vandræðum þegar hún hefur verið

hand tekin fyrir þjófnað; hann gefur lögreglumönn

unum bjór og rekur ættir þeirra

þar til í ljós kemur að hann þekkir föður

annars þeirra.

Stærsti draumur Muriel er að verða brúður.

Hún virðist í raun ekki hafa sérstakan

áhuga á að finna „hinn eina rétta“ heldur

mun fremur að ganga inn kirkjugólfið í

brúðarkjól og vera þátttakandi í athöfninni.

Hún telur að þá fyrst muni líf hennar verða

betra; þá muni allir sjá að hún getur verið

falleg og að hún sé ein hverjum samboðin.

Muriel sækist því eftir táknrænu auðmagni

hjóna bandsins. Hún er ekki á höttunum

eftir auðæfum, sterku tengslaneti eða

heiðri (eins og faðir hennar). Hún sækist

aðeins eftir viður kenn ingu annarra. Löngun

Muriel eftir viðurkenningu á senni lega rót

sína að rekja til upp eldisins. Faðir hennar

er stjórn mála maður sem naut nokk urrar

velgengni í upphafi ferilsins en á nú erfitt

upp dráttar. Hann kennir fjöl skyldu sinni

alfarið um mótlætið og brýtur eigin konu

sína og börn mark visst niður – hug sanlega

til að fá útrás fyrir biturðina. Nú er hans

æðsta tak mark að endurheimta það félagslega

og táknræna auðmagn sem hann eitt

sinn bjó yfir. Hann ásælist tengs la net,

heiður og nafn bót og ekki er ólík legt að

efna hags legt auð magn skuli fylgja með

í kaup unum. Eftirsókn föður Muriel eftir

virð ingu sýnir að hann þráir viður kenn ingu

sam félagsins eins og hún. Áhorfand inn fær

ekki að heyra um bakgrunn hans en hægt

er að ímynda sér að hann hafi hlotið svipað

uppeldi og Muriel og hafi sjálfur verið

brotinn niður. Þannig gæti hið illkvittna

viðmót hans gagnvart fjöl skyld unni verið

hluti af þeim habitus sem hann þáði í arf

frá foreldrum sínum. Öll fjöl skyldan dregur

dám af viðhorfi hans og kemur ekkert

þeirra fram af virðingu hvort við annað.

Sú sem bjargar Muriel frá eilífum eltingaleik

við fögur fyrirheit tákn ræns auðmagns

er Rhonda, vinkona hennar. Rhonda sýnir

Muriel hvers virði vináttan er. Það er þó

ekki fyrr en undir lok myndar innar, þegar

Muriel hefur gifst manni sem ein ungis

girntist ástralskan ríkis borg ara rétt, sem

Muriel áttar sig á því að líf hennar varð

fyrst gott eftir að hún kynntist Rhondu. Þá

gerir hún sér grein fyrir að fél agslega auðmagnið

sem Rhonda veitti henni, þ.e. vinskap

urinn, er mun meira virði en skamm ær

ávinningur táknræna auð magnsins sem

hlýst af því að klæðast brúðarkjól daglangt.

1 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

í Key Contemporary Thinkers, ritstýrt af

Rob Stones, 2. útgáfa, 261–277, London

og New York: Macmillan, 2006, bls. 267.

2 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

bls. 267-268.

3 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

bls. 268.

4 Davíð Kristinsson, „Inngangur,“

í Almenningsálitið er ekki til, ritstýrt

af Davíð Kristinssyni, 7–16, Reykjavík:

Omdúrman og ReykjavíkurAkademían,

2007, bls. 8.

5 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

bls. 268.

6 Davíð Kristinsson, „Inngangur,“

bls. 12.

7 Davíð Kristinsson, „Inngangur,“

bls. 14.

8 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

bls. 268.

9 Loïc Wacquant, „Pierre Bourdieu,“

bls. 268.

10 Davíð Kristinsson, „Inngangur,“

bls. 11–12.

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Habitus, auðmagn og brúðarkjólar

116


Nef er nef en

stundum typpi

Galdrafár samtímans


Bara nef … Við tengjum saman hluti

í huganum. Einn hlutur minnir okkur á

annann. Og í raun og veru er kerfi hlutanna

svo þéttofið, og tengingar hluta á milli svo

margar og sterkar, að einn hlutur getur

minnt okkur á annan, sem minnir okkur svo

á annan, og svo framvegis, nánast út í hið

óendanlega. Þessar tengingar hluta á milli

verða til í huga okkar, stundum líkt og fyrir

galdur, þar sem oft eru ekki til neinar augljósar

eða rökrænar útskýringar á tengingunum

sem við gerum hluta á milli. Hver

er tengingin til að mynda á milli sportbíls

og ungrar konu í efnislitlum sundfötum,

þessara tveggja fyrirbæra sem svo oft er

stillt upp hlið við hlið í bíla auglýsingum,

án þess að fyrirbærin tvö þurfi beinlínis

á hvoru öðru að halda?

Bryndís Björgvinsdóttir

Bandaríski þjóðfræðingurinn Alan

Dundes fann sig eitt sig knúinn til að

benda á að stundum væri nef bara nef.

Tilefnið var brandari sem gekk manna

á milli í tveimur mismunandi útgáfum.

Önnur útgáfan fjallaði um mann með

stórt nef en hinn um mann með stórt

typpi – en þar sem þetta var samt sem

áður sami brandarinn, bara í þessum

tveimur keimlímu útgáfum, varð þetta

til þess að fræðimenn tóku að velta fyrir

sér hvort nef væri kannski typpi. Og

typpi nef. Skoðun Dundes var sú stundum

væri nef bara nef og typpi bara

typpi. En bara sundum. Oft eru hlutirnir

nefnilega ekki svona einfaldir og má því

til sönn unar rifja upp annan brandara

sem fjallar um ástarævintýri Gosa

spýtu stráks, þar sem kona nokkur sem

sængar með Gosa stynur ákaft: „Ljúgðu

Gosi, ljúgðu!“ Og sannar þar með að

stundum getur nef einmitt verið typpi

– og typpi nef.

Nú mætti halda að ætlun mín sé að

fjalla hér um svokölluð „phallus“ tákn,

en svo er alls ekki, þótt þau geti verið

skemmtileg, tilgangurinn er einfaldlega

sá að minna á að stundum er ekki allt

sem sýnist – nef er stundum bara nef en

stun dum alls ekki. Til að skera úr um

merkingu hlutanna þurfum við að túlka þá,

það er að segja, að reyna að setja hlutina

í samhengi, átta sig á gildi og merkingu

þeirra, og hlu tverki í atburðar ásinni sem

þeir standa í, eða sögunni sem verið er

að segja, en þá er gott að hafa í huga að

brandarar eru sögur, þótt stuttir séu. Síðan

eru auðvitað til mun lengri sögur. Í einni

slíkri hittum við fyrir gullhring sem er ekki

bara gullhringur (og þó ekki typpi heldur) –

heldur eitthvað allt allt allt annað.

Bara hringur … Í bókinni Hobbitinn

(1937) eftir John Ronald Reuel Tolkien

kynnumst við ævintýrum Bilbó Baggins.

Líf Bilbós hefur ekki verið neitt sérstaklega

fréttnæmt fram að þessu, þar til hann fær

óvænta heim sókn frá Gandalfi galdrakalli

og dvergastóði, heimsókn sem hrindir af

stað mikilli ævintýraför um Miðgarð og

alla leið til Fjallsins eina. Á ferðalaginu um

Miðgarð rambar Bilbó fram allskonar

hættuleg kvikindi á borð við tröll og orka

og dísla, en einnig einfaldan gull hring, sem

reynist síðan vera eitthvað allt annað en

hefðbundið hringlaga skart sem tekur sig

einkar vel út á fingri og líklegast má segja

að hringurinn atarna sé allra hætt ulegasta

kvikindið sem Bilbó hittir fyrir. Líkt og nefið

á Gosa virðist hringurinn ekki að eins geta

stækkað og minnkað á víxl hel dur býr

hann einnig yfir gríðarlegum krafti – en

hver er hann? Í Hobbitanum er þessari

spurn ingu ekki svarað og því er ljóst að

undir lok sögunnar gæti Tolkien skrifað

framhald af verkinu þar sem dvalið er

sérstaklega við hringinn, hvaðan hann

kemur og hvað hann getur. Og afleið ingarnar

létu heldur ekki á sér standa því í

fram haldi af Hobbitanum, þar sem hringurinn

kemur við sögu fyrst og fremst sem

hjálplegur galdragripur (þar sem Bilbó

hver fur þegar hann dregur hann á fingur

sér), tekur við mörg hundruð blað síðna

langt verk í sex hlutum, sem heitir einmitt

í höfuð ið á gripnum for vitnilega: Hringadróttins

saga (1954–55). Þar kemur í ljós að

hringurinn býr yfir mun myrkari hliðum en

Bilbó litla Baggins hefði nokkurn tímann

getað grunað.

Bryndís Björgvinsdóttir

Nef er nef

118


Hlutirnir búa yfir tengingum – þeir búa

yfir mætti. Í verkinu The Golden Bough

(1890) ritar Skotinn James George Frazer

um trú og trúarhætti (e. religion) út frá

mann- og menningarfræðilegri nálgun.

Í bók inni segir hann meðal annars frá niðurstöðum

rannsókna sinna á helgi siðum og

trúarháttum ýmsum. Þá beinir hann sjón um

sínum sérstak lega að galdri, til gangi hans

og virkni. Einna athyglisverðust er greining

hans á virkni galdurs eða hvernig einn

hlutur getur haft (eða á að hafa) áhrif á

annan hlut – hlut sem er jafnvel staddur

í óraf jarlægð frá þeim sem galdrar. Hugmyndin

er sú að með galdri séu dregnar

fram þessar óljósu tengingar hluta á milli

og á þeim byggist virkni gald ursins. Frazer

bendir á tvær mis munandi galdra aðferðir

sem nota má til að draga fram þessar tengingar.

Aðra aðferðina kallar hann hermigaldra

(e. Law of Simil arity) en hina snertigaldra

(e. Law of Contact or Contagion). 1

Hermigaldrar ganga þá út frá þeirri hugmynd,

samkvæmt Frazer, að „líkt vinni

á líku“ eða að galdra megi fram tengingar

á milli tveggja hluta ef þeir eru líkir — ef

annar hluturinn hermir eftir hinum eða

líkist honnum í útliti, þannig að sé eitthvað

gert við annan hlutinn mun það sem hann

hermir eftir verða fyrir áhri fum þessa.

Vúdú-dúkkan er ágætt dæmi um hermigaldur.

Hún er í laginu eins og líkami manneskju

og eftir því sem hún er líkari þeim

sem galdra maðurinn vill hafa áhrif á því

sterkari á galdurinn að verða. Í hermi -

göldrum lætur því sá sem galdrar eins og

hann hafi vald á að kalla fram áhrif á hluti,

eða ein staklinga, með því að kom ast yfir

gripi sem líkjast þeim. En þess má þá geta

að hómópatar byggja einnig fræði sín á

hermigöldrum — að líkt vinni á líku.

Í þessu sam hengi má einnig benda á einskonar

húsráð þess efnis, að valhnetur séu

góðar fyrir heilann, því þær líkjast heila

og minna okkur þar af leiðandi á heila, eða

rauðrófusafi sé sérstaklega blóðaukandi

þar sem hann er dökkrauður, og þar fram

eftir götunum.

Snertigaldur er keimlíkur hermigaldri en

hann gengur út á að hlutir sem hafa verið

í snertingu hver við annan haldi áfram

að tengjast eftir að þær hafa verið færðir

í sundur. Þannig halda þeir áfram að hafa

áhrif hvor á annan þrátt fyrir að „líkamlegri“

eða „efnislegri“ nánd hefur verið

sundrað. Í snertigöldrunum er því gengið

út frá því að fyrri tengingar hlutanna —

snertingin — sé enn til staðar, hvort sem

um er að ræða eitthvað sem var partur

af líkama einhvers (til dæmis neglur eða

hár) eða hlutir úr fórum einhvers tengist

honum enn (til dæmis föt eða hvaða hlutur

sem er). Hugmyndin er því sú að hluti af

einhverju geti staðið fyrir allann hlutinn

í heild sinni, eða að það sem eitt sinn var

sameinað eða í snertingu hvert við annað

verði aldrei sundrað, „once together –

always together“. Hugmyndin er þá einnig

sú að snertigaldur sé smitandi, vegna

tengslana við það sem hluturinn var áður

í snertingu við, hefur hann burði til að bera

smit þess með sér – og þannig getur

hluturinn haft áhrif (sem eru uppsprottin

hjá fyrri eiganda eða búa í hlutnum frá fyrri

snertingu) á þá sem meðhöndla hlutinn

seinna meir. 2

Sem dæmi um snertigaldur má nefna

þá athöfn að kveikja í hárlokki eða flík sem

eitt sinn tilheyrði einhverjum sem nú á að

valda skaða eða jafnvel þá athöfn að kvei kja

í þjóðfána ákveðins lands. Þá má einnig

nefna hluti sem bera með sér smit fyrri

eiganda eða fyrri snertingar, líkt og hluti

sem hafa verið í eigu frægra einstaklinga og

seljast því dýrum dómum til aðila sem

leitast þannig við að komast í „snertingu“

við þennan fræga einstakling – eða hring inn

í Hringadróttinssögu sem ber með sér smit

fyrri eiganda.

Galdrafár okkar daga 21. öldin verður

líklegast seint kennd við galdrafár. Þó má

greina snerti- og hermi galdra í nánast

öllum auglýsinga- og fréttatímum. Þá má

geta þess að í minnsta kosti tveimur vinsælustu

sögum okkar daga skipta tengingar

sem dregnar eru fram með snertigaldri öllu

119 Nef er nef

Bryndís Björgvinsdóttir


máli fyrir framvindu sögunnar og örlög aðalsöguhetjanna – og

í raun allra þeirra sem tilheyra heimi sögunnar. Tengingarnar búa

þá í hversdagslegum hlutum sem orðið hafa fyrir „smiti“ fyrri

eigenda eða þess sem hlutirnir voru eitt sinn í snertingu við. Þetta

eru sögurnar um ævintýri galdrastráksins Harry Potter hins vegar

og annars vegar af Fróða Baggins í Hringadróttinssögu, frænda

Bilbó Baggins, sem erfir hringinn af frænda sínum.

Til þess að sigrast á óvini sínum, Voldemort, þarf Harry Potter að

komast yfir sjö svokölluð horcrux og eyða þeim, en fyrir svartan

galdur hefur Voldemort skipt sálu sinni niður í þessa sjö töfragripi

sem eru hlutir á borð við bækur og hringi sem voru flestir í eigu

hans áður fyrr. Galdurinn framkvæmdi Voldemort í von um að

verða máttugri með því að framlengja eigið líf inn í þessa hluti

– og því þarf að eyða þeim, eigi hann að vera sigraður með öllu.

Í Hringa drottinssögu er hinsvegar rætt um hringa sem gefnir voru

mismunandi hópum í Miðgarði og einn svo máttugan að hann

hefur vald yfir öllum hinum hringunum, eða eins og segir í upphafi

Hringadróttinssögu:

Þrjá fá kóngar Álfa í eyðiskóga geim, sjö fá holder Dverga

í hamravíðum sal, níu fá dauðlegir Menn, þá hel sækir heim,

einn fær sjálfur Myrkradróttinn á myrkanna stól í því landi

Mordor sem magnar skugga sveim. Einn Hringur ræður þeim

öllum, einn skal hann hina finna, einn skal safna þeim öllum

og um sinn fjötur spinna í því landi Mordor, sem magnar

skugga sveim. 3

Í Hringadróttinssögu kemur í ljós að hringurinn máttugi var

búin til af myrkraverunni Sauron á annarri öld til að ná yfirráðum

yfir Miðgarði. Þegar Sauron glataði hringnum missti hann þar

af leið andi mátt sinn, en leitast nú við að sækja í sig veðrið, og

þráir þá það heitast að ná hringnum aftur í sína vörslu og öðlast

með hjálp hans algjörum yfirráðum. Til að hindra þetta valdabrölt

Saurons þarf að eyða hringnum í eldfjallsdyngju í Mordor þar sem

Sauron dvelur sem einskonar andi eða kraftur sem líkist stóru

auga (eða stórri vagína ef menn vilja fara aftur inn á braut „pha llus“

tákna og álíkra vangaveltna). Það hryllilega og hættu lega

ferðalag fellur Fróða í skaut. Hringurinn reynist honum vera þung

byrði á ferða laginu til Mordor. Um leið og Fróði dregur hann

á fingur sér finnur hann óbærilega sterklega fyrir illum mætti

fyrri eiganda hringsins, sjálfs Sauron, sem þrátt fyrir aðskilnaðinn

býr enn í hlutnum. Það var hins vegar Bilbó sem fann hringinn

í Ho b bitanum, eins og áður segir, djúpt í myrkrum göngum,

snemma á ferðalagi sínu um Mið garð. Fundurinn var umlukinn

myrkri, sem bæði getur táknað myrkan mátt hringsins, en einnig

skilningsleysi Bilbós á því sem er raun verulega var að gerast þar

sem í hringnum býr líf eða dauði alls Miðgarðs – en svo má einnig

hugsa til Alan Dundes, minnast þess að myrkur getur líka bara

verið myrkur:

Bryndís Björgvinsdóttir Nef er nef

120


Þegar Bilbó opnaði augun vissi hann

ekki, hvort hann hafi opnað þau. Því

að allt var jafn dimmt eins og hefði hann

ekki opnað þau. … Hann heyrði ekkert,

sá ekkert og fann ekki fyrir neinu nema

grjótgólfinu sem hann lá á. Hann velti

sér silalega við, þreifaði fyrir sér á fjórum

fótum, … og þannig skreið hann

áf ram góða stund, þangað til skyndilega

að hönd hans snart eitt hvað sem virtist

vera hringur úr köldum mál mi og lá þar

á gólfi ganganna. … Hann stakk hringnum

einfaldlega í vasa sinn án þess að

velta því nokkuð fyrir sér. 4

Samkvæmt Frazer felst galdur í því að

skapa eða draga fram tengingar á milli

hluta sem eru ekki sjálfs agðar, augljósar

eða raunsæjar. Og hringurinn tengist vissulega

strax myrkrinu – og mun meira en það.

Við erum þó ekki alltaf að íhuga þessar

tengingar hlutanna á milli og yfir leitt eru

þær til staðar án okkar atbeina og eftirtektar

jafnvel. Þær tengingar sem töfraðar

eru fram með snerti- eða hermi galdri eru

til að mynda mjög algengar í aug lýsingaiðnanum,

án þess að við veltum þeim

eitthvað sérstaklega fyrir okkur, líkt og

Bilbó í myrkrinu. Þær eru þá yfirleitt

notaðar á „jákvæðan“ hátt. Í aug lýsingum

er fallegt fólk (fólk sem býr yfir einhverju

sem þykir vera eftir sóknarvert í okkar

menningar samfélagi: fallegum líkama,

hreysti, vellíðan, er statt í fallegu umhverfi)

að bera drykkjar föng upp að vörum sér og

um leið verður til sú hug mynd að drykkurinn

beri smit þessarar fegurðar og eftirsóknarverðu

þátta með sér. Og geti þannig

haft „jákvæð“ áhrif á líf þeirra sem neyta

hans síðar meir – líkt og hringurinn hafði

„neikvæð“ áhrif á Fróða. Sé hins vegar

manneskja sem býr yfir óeftirsóknar verðum

eiginleikum í okkar menningar samfélagi

sýnd drekka drykkinn verða til „neikvæð“

áhrif – og kemur þar með út skýring á því af

hverju fyrirsætur í augl ýsinum eru flestar

„fallegar“, þar sem fáir vilja gæða vöru sína

„neikvæðu“ smiti vanlíðunnar eða útlits

sem ekki þykir eftir sótt samkvæmt auglýsingar-

og menningariðn aðinum.

121 Nef er nef

Það sama má segja um sportbíla auglýsinguna

sem minnst var á hér að ofan.

Hugmyndin er þá sú að kaupunum á sportbílnum

fylgi ákveðin tengsl við fallegar og

fáklæddar yngri konur. Þeirra sem hafa áður

verið í snertingu við hann – og verða það

kannski áfram.

Ekki bara vatn … Galdra má því nota

til að gæða hluti eftirsóknar verðum þáttum

eða smiti, til að auka gildi þeirra og baða þá

í ákveð num ljóma eða áru. 5 Auðvelt er að

benda á dæmi úr dag blöðum þar sem

frægir leikarar eða tón listarmenn kaupa sér

ákveðna tegund af úlpu og í kjölfarið eykst

gildi úlpunnar og sala á henni í kjölfarið.

Þannig mátti til dæmis lesa í DV árið 2008

um leikarann Jake Gyll enhall í úlpu frá 66

gráðum norður (sem er íslenskt merki), og

svo segir: „Jake er ekki fyrsti stórleikarinn

sem klæðist fötum frá 66 gráðum norður.

Áður hafa Eli Roth, leikstjóri Hostel, og

Quentin Tarantino, sem leikstýrði meðal

annars Kill Bill myndunum, sést klæðast

peysum frá fyrirtækinu.“ 6 Um hvað er þessi

frétt? Frétt á borð við þessa er beinlínis um

nýjar tengingar, á milli þekktra leikara og

leik stjóra og úlpu sem er framleidd hér á

landi. Tengingin nær því að segja má ekki

aðeins yfir leikarann og úlpuna heldur

baðar íslenska framleiðslu (og í kjölfarið

Íslend inga?) einnig ákveðnum ljóma. Sama

ár birtist einnig svipið frétt á mbl.is um

vatnsdrykkju Paris Hilton. Í fréttinni talar

blaðamaður við athafna manninum Jón

Ólafssyni hjá fyrirtækinu Icelandic Glacial,

sem fram leiðir vatn sem Paris Hilton neytti

á leiðinni út úr fangelsi. „Þegar Paris Hilton

fór í fangelsi þá hélt hún á flöskunni okkar

og líka þegar hún kom út. Þá kom einn með

setninguna: Ahh taste of free dom“ er haft

eftir Jóni í viðtalinu. Þá fylgir fréttinni að

markaðsetningin í Bandaríkjunum gangi að

miklu leyti út á „koma vörunni fyrir í

stjörnuborginni Hollywood.“ Og að lokum

tekur Jón það fram að vatnið sé í mörgum

kvik myndum, til að mynda Mamma Mia! og

þá er bætt við eftirfarandi: „Mamma Mia!

skartar stórstjörnunum Meryl Streep,

Pierce Brosnan og Colin Firth.“ 7 Hér sjáum

Bryndís Björgvinsdóttir


við enn og aftur frétt sem fjallar um nýjar

tengingar sem ættu að snerta okkur Íslendinga

sérstaklega: íslenska vatnið og

Paris Hilton, íslenska vatnið og frelsi, íslenska

vatnið og Hollywood, íslenska

vatnið og Mamma Mia!, íslenska vatnið og

allskonar frægir leikarar – Ísland og allskonar

eftirsótt. Reyndar hefur fyrir tækið

Icelandic Glacial komið færandi hendi hvað

dæmi um snerti- og hermi galdra varðar í

auglýs ingaiðnaðinum. Á Youtube má til að

mynda finna kynn ingarmyndband frá fyrirtækinu

þar sem krökkt er af dæmum um

noktun á snerti- og hermi galdrum í myndmáli.

Þar er vatnið kynnt strax í upphafi af

fyrr verandi alheimsfegurðardrottningu. Og

síðan skiptast á skot þar sem vatnsflaskan

er sýnd annað hvort í snert ingu við fallega

náttúru eða ungt fallegt fólk í góðu skapi.

Þess á milli er vatnsflöskunni stillt upp til

hliðar við fyrirsætur, og stundum þannig að

flaskan er í svipaðri stærð og þær – líkt og

hún hermi eftir þeim eða þær eftir henni.

Flaskan er sitt á hvað, ein af íslenskri

náttúru eða ein af góðum hópi fyrirsæta.

Og ef einhver kann ekki að lesa í myndmál

og efast enn um að vatnið sé gert eftirsóknarvert

með aðstoð hermi- og snertigaldurs

þá stígur einn forsprakki fyrirtækisins

fram undir blálokinn og segir

eftirfarandi við áhorfandann:

1 Frazer, James George, The Golden

Bough: A Study in Magic and Religion,

Oxford University Press, Oxford, 2009,

bls. 26.

2 James George Frazer, The Golden

Bough, bls. 26.

3 Tolkien, J. R. R., Hringadróttinssaga

I: Förueyti Hringsins, Þorsteinn

Thorarensen þýddi, Fjölva-Útgáfa,

Reykjavík, 2001, bls. 5.

4 Tolkien, J. R. R., Hobbitinn,

Þorsteinn Thorarensen þýddi, Fjölvi,

Reykjavík, 2007, bls. 75.

5 Í þessu samhengi er auðvelt að

tengja galdra við kenningar Karl Marx

um blætisdýrkun, þá kenningu að við

vörpum á hlutina þáttum sem búa ekki

í hlutunum sjálfum, sjá m.a.: Karl Marx,

„Blætiseðli vörunnar og leyndardómur

þess“, í Úrvalsrit II, Sigfús Daðason

þýddi, bls. 210–223, Reykjavík:

Heimskringla, 1968.

6 „Gyllenhaal í jakka frá 66 gráðum

norður“, dv.is, www.dv.is/folk/2008/6/3/

gyllenhaal-i-jakka-fra-66-gradumnordur/,

birt 3. júní 2008, sótt 14.

október 2014.

7 „Paris Hilton drakk íslenskt vatn

í grjótinu“, mbl.is, 10.01.2008, sótt

7. október 2014, www.mbl.is/folk/

frettir/2008/01/10/paris_hilton_drakk_

islenskt_vatn_i_grjotinu/

8 Icelandic Glacial, sótt á Youtube.

com, 22. október 2007, sótt 8.

októ ber 2014, www.youtube.com/

watch?v=Rjge_b1Gozc

Snerti- og hermigaldrar í kynningarmyndbandi

Icelandic Glacial.

By the way, here are some interesting

facts about Iceland. Out of the last 20

Miss Worlds, Iceland has had three.

Out of the 20 Strongest Man in the

World, Iceland has had five. Icelanders

allso have one of the highest lives

expect ensies in the world, and it gots

to be because of the water. 8

Galdrar kunna kannski að þykja gamaldags

og úreldir, en þeir er engu að síður stór

hluti af hversdags menningu okkar daga.

Í reynd eiga þeir mikinn þátt í að móta

sjónarhorn okkar ekki aðeins á ævintýraheima

bókmennta og kvikmynda heldur

einnig á hversdagslega hluti allt í kringum

okkur – og þá einnig á sjónarhorn okkar

hvert á annað.

Bryndís Björgvinsdóttir Nef er nef

122


The Grimoires

of Artist Bjarni

H. Þórarinsson


Guðmundur Oddur Magnússon

Grimoires began simply as quick-reference “grammar

books” for sorcerers, magicians, and priests before

evolving into comprehensive guides to magic, complete

with spell-casting rituals, magical alphabets,

and in structions to create amulets and talismans.

With the advent of the printing press, some grimoires

were mass produced, but many of the abbreviations

were mis inter preted and magical words misspelled,

rendering them ineffective. The most powerful

grimoires remained not only secret but also heavily

encoded, making them accessible only to the highest

initiates of the magical traditions.

Bjarni H. Þórarinsson (b.1947) is an Icelandic artist

who lives and works in downtown Reykjavík (2015).

He was educated in the late seventies at The Icelandic

College of Art & Craft in the spirit of Fluxus

and Conceptual Arts. In 1988 his ways of thinking

changed dramatically. He experi enced a vision. He

went behind the mirror. From there he slowly and

painstakingly started to develop his grimoires. He

started with a DOT and LINE – pretty basic. Mynd 1 Note

that his research into his own world happened after

his visual experience, enlightenment. His vision did

not appear be cause of research activity. That was

also the case with Newton and Einstein. Ofcourse

things happen while researching but rarely the most

important things.

Mynd 1 Thorarinsson’s grimoires.

He starts with a dot and a line – pretty basic!

Guðmundur Oddur Magnússon

The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson

124


From there Þórarinsson went on and gave the items in his

grimoires original names. This became more or less fully

formed in the early nineties. In june 1993 he exhibited his

visio-logy, visio-art, visio-ism, visio philosophy, visio academy

at Boekie Woekie Gallery then at Berenstraat 16 in

Amsterdam. In small print-out art philosopher Gunnar

J. Árnason wrote: Visio-art is what Bjarni H. Þórarins son

calls his drawings, that should more appropriately be

viewed as diagrams. The drawings are metaphysical in

spirit and artistic in expression.

Visio-ism, visio-logy, visio-manuscripts are terms Þórarins

son uses as names for his new science. Typi cally for

him, visio-plays on three different asso ciations, “Vision”

in english and the Icelandic word “Vísi” for wisdom, and

to point or give directions.

Þórarinsson has used the Icelandic word “Benda” to

express the basic insight behind his vision of the world.

“Benda” might be translated as “pointer”, at least it

captures the main drift of the fundamental principle that

every existence in the universe depends on relations of

one sort or another. The whole of Þórarinsson’s

visiological output is an examination of and variation on

this theme. The various aspects of all relations fall into

five basic categories; material, essen tial, formal, process

and modal relations. These re la tions may combine with

each other in endless ways depending on the par ticu lars

of each case. Thus this formula for the universe can be

paraphrased; existence is a function of five relations of

infinite variability.

Þórarinsson’s metaphysi cal art affirms an age old philosophic

conviction, not much in favor at the present within

the academic com mun ity, that the structure of language is

isomorphic or corresponding with the struc ture of real ity.

His dia grams don’t tell us anything of any practical consequence,

but they are meant to give us a sense of the totality

and unity of exist ence. His “language-keys” are play

on patterns and words, but to his mind they also give us

a glimpse of the order of things. Each key consists of two

to three letters usually placed in the centre of a circular

rosette pattern. The pattern itself is like a bloss om where

each petal is an Icelandic word (both real and imaginary)

that contains the germinal string of letters. The result is a

simple rhyme. The pattern of the rosette and the rhyme of

words give us perceptual and semantic sense of the rhyme

of exist ence. Which is just another expression of the

interre latedness (binding) of all existentia.

125 The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson

Guðmundur Oddur Magnússon


The Alphabet is placed here in the

background. The rosettes don’t always

have a background.

All rosettes are based on key that

consists of two to three letters ending

a word. Each key is usually placed in the

centre of a circular ro sette pattern but

some times on the bottom base. This is

in the centre and is the PP(I) key.

Icelandic words that rhyme with

ppi endings are on every petal with

a number

Skoppi 48

Stoppi 49

Toppi 50

Uppi 41

Ruppi 42

etc.

Here 50 word concepts all together

most of them in use but some still

unused. The number of the petals

drawn are different in each rosette.

That number decides how many petals

are in each rosette.

This rosette has five fold petals. There

are at least 300 different rosettes done

so far.

In the base part the five basic cat egories

of visio-logy numbered with the first

numbers;

material 4

essential 1

formal 3

process 2

and modal relations 5

The five elements re pres ented as

creatures at the bottom. The fifth

element being the FORCE.

Guðmundur Oddur Magnússon

The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson

126


All the original rosettes and the grimoires are

done with hard pencil on A4 sheets. The first ones

were though done with felt pen until the artist

realized that the pig ment vanished. The visiorosettes

started to appear winter 1990–91 and are

still being done (2015). The first 23 years they were

all drawn in coffe houses and bars in Reykjavik

down town. First at BAR22 (has different name

now) on the corner of Lauga vegur and Klapparstígur,

Then at Kaffi List on Klapparstígur 26 (Hotel

now), Then at Grand Rokk on Klapparstígur 30

(that house later became CIRKUS. The house has

been demolished now, The Grand Rokk Moved

and Þórarinsson with it to Smiðju stígur but during

the moving process some were done at Café Dillon

on Lauga vegur (still exists) and then Næsti Bar

on Ingólfsstræti.

127 The Grimoires of Artist Bjarni H. Þórarinsson

Guðmundur Oddur Magnússon


Efnisyfirlit

Sjónræn upplifun landkönnuða

og grafísk hönnun Bergs Sokkasonar 2

Pétur Halldórsson

Af kortum og Samúel Eggertssyni 6

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

Utan kerfis: Landslag og fegurð 14

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Gott plan?

Um forsendur borgarskipulags 22

Magnea Guðmundsdóttir

Modern Times:

Úr verksmiðjunni á geðveikrahælið 28

Gabriel Markan

Maður, náttúra, rannsóknir & miðlun 32

Garðar Eyjólfsson

Staðganga 37

Thomas Pausz

Anthropocene og hönnun 44

Arnhildur Pálmadóttir

„Til að kerfi geti talist fullgert verður

það að gera ráð fyrir hinu ófullgerða“ 51

Jan van Boeckel

Ótroðnar slóðir í skapandi starfi 56

Sam Rees

Potum í það og sjáum hvað gerist 65

Óskar Hallgrímsson

Upplýsingahönnun 71

Hörður Lárusson

Án kjarna: Um orð, myndir og tákn 75

Ingi Kristján Sigurmarsson

:) 80

Tómas Leó Halldórsson

Flokkunarkerfi hins yfirnáttúrulega 85

Ármann Jakobsson

Thoth Tarot og kort lagning undir -

meðvitundarinnar 91

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Póstfemínískt kerfi kven leikans 98

Ásta Jóhannsdóttir

Viska framtíðarinnar:

Eftirlitskerfi samtímans

og útsmoginn auglýsingabransi 106

Eysteinn Þórðarson

Habitus, auðmagn og brúðarkjólar 112

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Nef er nef en stundum typpi 117

Bryndís Björgvinsdóttir

The Grimoires of

Artist Bjarni H. Þórarinsson 123

Guðmundur Oddur Magnússon


Mæna 2015

Tímarit um grafíska hönnun

á Íslandi

6. árgangur

www.mæna.is

Ábyrgðaraðili og útgefandi

Hönnunar- og arkitektúrdeild

Listaháskóla Íslands

Náms braut í grafískri hönnun

Þverholt 11

105 Reykjavík

552 4000

lhi@lhi.is

www.lhi.is

Þýðingar og þýðingarráðgjöf

Embla Ýr Bárudóttur

Helga Soffía Einarsdóttir

Hönnunarstjórn

Birna Geirfinnsdóttir

Lóa Auðunsdóttir

Ritstjórar

Birna Geirfinnsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir

Ritstjórn

Birna Geirfinnsdóttir

Bryndís Björgvinsdóttir

Dóra Ísleifsdóttir

Lóa Auðunsdóttir

Peter Jones

Prentun

Prentsmiðjan Oddi

Pappír

Gunnar Eggertsson hf.

Amber Graphic, 120 gr

Amber Graphic, 80 gr

Chromolux galdra grár, 250 gr

Upplag

500 eintök

Letur

Univers

Acta

ISSN 1670 8512

Nemendur

Ástrós Linda Ásmundsdóttir

Ástrós Traustadóttir

Bjarki Geirdal Guðfinnsson

Eysteinn Þórðarson

Helgi Pétur Lárusson

Hrefna Lind Einarsdóttir

Kári Ólafsson

Lára Kristjánsdóttir

Margrét Helga Weisshappel

Óskar Hallgrímsson

Rakel Erna Skarphéðinsdóttir

Tómas Leó Halldórsson

Una Ösp Steingrímsdóttir

Viktor Weisshappel

Þórður Grímsson

Þakkir

Aldís Petra Sigurðardóttir

Arnhildur Pálmadóttir

Anna Dröfn Ágústsdóttir

Ármann Jakobsson

Ásta Jóhannsdóttir

Bryndís Björvinsdóttir

Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir

Elísabet Rún Þorsteinsdóttir

Erla Anna Ágústsdóttir

Erwan Lhuissier

Gabríel Benedikt Bachmann

Gabríel Markan

Garðar Eyjólfsson

Grímur Kolbeinsson

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Guðmundur Oddur Magnússon

Hildigunnur Sverrisdóttir

Hugo Timm

Hörður Lárusson

Ingi Kristján Sigurmarsson

Íslenska Óperan

Jan van Boeckel

Julia studio

Jón Ari Helgason

Magnea Guðmundsdóttir

Magnús Loftsson

Michael Everson

Ólöf Anna Jónsdótitr

Pétur Halldórsson

Sam Rees

Sigrún Alba Sigurðardóttir

Sigríður Hulda Sigurðardóttir

SÍM

Stefán Hrafn Hagalín

Thomas Pausz

Valerio Di Lucente

Örn Bragason

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!