23.03.2017 Views

Mæna 2014

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Fjórða byltingin, samskiptamiðlunarbyltingin eða<br />

verðandi samhugur, felst í því að taka völdin í sínar<br />

hend ur. Hætta að nota þykjustu handverksskinn<br />

í forrit um, hætta að fela stafrænuna undir þykjustu<br />

veruleika. Hætta að vera neytandi og verða valdandi.<br />

Hvort þessi fjórða bylting muni hafa eins afgerandi<br />

áhrif á viðfangsefni grafískrar hönnunar og tæknilegt<br />

um­hverfi­eins­og­hinar­þrjár­er­erfitt­að­segja­en­sagagreinarinnar<br />

bendir óneitanlega til þess að svo verði.<br />

Í því liggja tækifæri til að taka þátt í og drífa áfram<br />

sköpun framtíðarinnar. Spurningin er hvað, hvernig<br />

og hverjir það verða sem taka að sér að leiða þessa<br />

fjórðu byltingu og hvernig hugmyndir um fagurfræði<br />

og gæðamat þróast.<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

FJÓRÐA<br />

BYLTINGIN?


Efnisyfirlit<br />

5<br />

Hugsanlega tæknilega<br />

óhugsandi tækni<br />

og hönnun<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

6<br />

Rafbækur<br />

Lóa Auðunsdóttir<br />

10<br />

Handan við hornið<br />

Júlíus Valdimarsson<br />

90 87<br />

78<br />

73<br />

66<br />

62<br />

58 54<br />

52<br />

49 46 42<br />

37<br />

33<br />

30<br />

25<br />

20 17 12<br />

Njósnir<br />

Þórlaug Ágústsdóttir<br />

Tölvuletur<br />

Sigurður Ármannsson<br />

Vélræn stoðtæki<br />

í þágu listarinnar<br />

Krista Hall<br />

Skapandi angist<br />

Sigrún Alba<br />

Sigurðardóttir<br />

Markaðssetning á netinu<br />

Frosti Gnarr<br />

Gunnarsson<br />

Letur sem<br />

miðill hugmynda<br />

Elsa Jónsdóttir<br />

Kötturinn í örbylgjuofninum<br />

og hamborgarinn<br />

sem lærði að tala<br />

Bryndís<br />

Björgvinsdóttir<br />

Þriðja iðnbyltingin?<br />

Arnhildur Pálmadóttir<br />

Fjórða byltingin?<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Glápt á fortíðina:<br />

Varðveisla og lyklun<br />

sjónvarpsefnis<br />

Vigdís Þormóðsdóttir<br />

Prentari prentar<br />

prentara<br />

Atli Rúnar Bender<br />

Róttæk einokun<br />

Smári McCarthy<br />

Um hvað þurfum<br />

við að ræða?<br />

Ásgeir Matthíasson<br />

Vitsmunir verða til<br />

í fótunum<br />

Thomas Pausz<br />

Um hönnun vísinda<br />

Hildigunnur<br />

Sverrisdóttir og<br />

Kristján Leósson<br />

Hönnun sem valdbeiting<br />

Guðmundur Oddur<br />

Magnússon<br />

Áhrif úreltrar<br />

tækni á lesanleika<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

Framleiðsla<br />

Garðar Eyjólfsson<br />

Höfunda- og<br />

myndlýsingaskrá


<strong>Mæna</strong> <strong>2014</strong><br />

5. árgangur<br />

www.mæna.is<br />

Tímarit um grafíska<br />

hönnun á Íslandi<br />

Ábyrgðaraðili og útgefandi<br />

Hönnunar- og arkitektúrdeild<br />

Listaháskóla Íslands<br />

Námsbraut í grafískri hönnun<br />

Prentun<br />

Prentsmiðjan Oddi hf.<br />

Pappír<br />

Gunnar Eggertsson hf.<br />

Colorit 51 90 g<br />

Colorit 87 90 g<br />

Chromolux dökkblár 250 g<br />

Munken Polar 90 g<br />

Munken Polar 120 g<br />

Munken Polar 300 g<br />

Upplag<br />

500 eintök<br />

Letur<br />

Adobe Caslon Pro<br />

Apercu Pro (TT)<br />

Þverholti 11<br />

105 Reykjavík<br />

+354 552 4000<br />

lhi@lhi.is<br />

www.lhi.is<br />

ISSN 1670 8512<br />

Ritstjóri<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Hönnunarstjórar<br />

Þakkir<br />

Arnhildur Pálmadóttir<br />

Ágúst Loftsson<br />

Ásgeir Matthíasson<br />

Bryndís Björgvinsdóttir<br />

Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir<br />

Eysteinn Þórðarson<br />

Frosti Gnarr Gunnarsson<br />

Grímur Kolbeinsson<br />

Guðmundur Oddur Magnússon<br />

Halldór Arnar Úlfarsson<br />

Hildigunnur Sverrisdóttir<br />

Hreinn Bernharðsson<br />

Hörður Lárusson<br />

Jón Ómar Erlingsson<br />

Kristján Gunnarsson<br />

Kristján Leósson<br />

Magnús Loftsson<br />

Ólöf Anna Jónsdóttir<br />

Pálmi Einarsson<br />

Pétur Jónasson<br />

Sigrún Alba Sigurðardóttir<br />

Sigrún Birgisdóttir<br />

Sigurður Ármannsson<br />

Smári McCarthy<br />

Sunna Ben<br />

Thomas Pausz<br />

Vigdís Þormóðsdóttir<br />

Þórlaug Ágústsdóttir<br />

Hönnun<br />

Alexandra Ósk Bergmann<br />

Ari Hlynur Guðmundsson<br />

Atli Rúnar Bender<br />

Björn Loki Björnsson<br />

Davíð Arnar Baldursson<br />

Einar Jón Kjartansson<br />

Elsa Jónsdóttir<br />

Gabríel Benedikt Bachmann<br />

Ingi Kristján Sigurmarsson<br />

Jón Páll Halldórsson<br />

Júlíus Valdimarsson<br />

Krista Hall<br />

Marta Eir Sigurðardóttir<br />

Salka Þorsteinsdóttir<br />

Signý Sigurðardóttir<br />

Sigríður Hulda Sigurðardóttir<br />

Sunna Rún Pétursdóttir<br />

Prófarkalestur<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Ingi Kristján Sigurmarsson<br />

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir<br />

Þýðingar og þýðingarráðgjöf<br />

Birta Svavarsdóttir<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

Lóa Auðunsdóttir


<strong>Mæna</strong> 5<br />

Tækni og hönnun


5<br />

HUGSANLEGA<br />

TÆKNI LEGA ÓHUGSANDI<br />

TÆKNI OG HÖNNUN<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Að segja: „Ég hef bara engan áhuga fyrir tækni“, er eins og að<br />

hafa engan áhuga á neinu nema eigin naflakuski. Hafa engan<br />

áhuga á að skynja, skilja eða hafa áhrif á umhverfi sitt.<br />

Tækni leikur lykilhlutverk í mótun og miðlun skilaboða og<br />

upplýsinga. Marshall McLuhan sagði: „Miðillinn er skilaboð in“.<br />

Það þýðir ekki, eins og margir virðast halda, að einungis<br />

tæknin skipti máli og að inn takið skili sér ekki eða skipti ekki<br />

máli. Raunin er sú að með tímanum og samskiptaleiðunum<br />

breytir miðillinn sjálfur þanka gangi fólks. Tæknin er þannig<br />

skila boð um framtíðina. Miðill hefur áhrif á skynjun, skynj unarhraða<br />

og skilning og mótar þar með hugsun, hegðun og<br />

menn ingu. McLuhan skilgreinir miðil sem hvað sem við notum<br />

til að koma vilja okkar og hugsun í áleiðis. Það þýðir að blýantur<br />

er miðill. Letur er miðill. Hamar er miðill. Eiginlega<br />

allt. Líka það sem við köllum miðla í daglegu tali. Við sækjum<br />

miðlað efni til að skynja heiminn og við miðlum hugsun með<br />

því að nota miðla – hafa áhrif á skynjun, hugsun og hegðun<br />

annarra. Þetta skýrir tugguna sem grafískir hönnuðir eru sífellt<br />

að tyggja: Það er ekki hægt að segja ekki neitt – og er þá átt<br />

við að sérhver ákvörðun um að nota eða nota ekki hefur sögn.<br />

Og þá sögn er ein göngu hægt að skilja í samhengi við tíðaranda<br />

hverju sinni; menningarlegt og samfélagslegt samhengi.<br />

<strong>Mæna</strong> er að þessu sinni um samband tækni og hönnunar.<br />

Grafískir hönnuðir – og kannski allir hönnuðir – hafa löngum<br />

verið eins konar hliðverðir tækninnar. Það er að segja:<br />

Grafískir hönnuðir, og prentarar á undan þeim, hafa tekið<br />

tæknina í sína þjónustu og þannig mótar tæknin hönnuðina<br />

og hönnunina. Tæknin mótar okkur og umhverfi okkar og<br />

gerir það yfirleitt án þess að tekið sé eftir því fyrr en breytingin<br />

er þegar orðin og ný „skynvilla“ í boði tækninnar í<br />

upp siglingu. Og hver er þá til frásagnar? Kynslóðirnar sem<br />

muna aftur fyrir tæknina geta ekki gert nútímafólki skiljanlegt<br />

hvernig lífið var þá. Þeirra tíma tækni (alveg frá steinöld<br />

fram að gærdeginum), er hluti af mannfólkinu sem beitir<br />

henni og hluti af umhverfi þess. Áhrif tækninnar eru svo<br />

alltumlykjandi að nær ómögulegt er að aðgreina hana frá öðrum<br />

þáttum tilverunnar – ímynda sér lífið án hennar. Í núinu hefur<br />

fólk efasemdir um tæknina sem byggjast á þeim misskilningi<br />

að hún sé valkvæð. Það er hún ekki, eins og dæmin sanna. Þegar<br />

tækni hefur verið fundin upp er henni beitt. Því lýsir fólk yfir<br />

uppgjöf og segist ekkert nenna að pæla í þessu. Svona er þetta<br />

bara. Miðillinn – tæknin – sé kominn í blóðið á okkur og sé búinn<br />

að móta framtíðina hvort sem okkur líkar það eða ekki. Enn<br />

fremur mótar tæknin framtíðina með ófyrirsjánalegum hætti.<br />

Við höfum flest ekki hugmynd um hvert leiðin liggur. Og svo<br />

endur tekur þetta sig, tækniþróunin og óvissan sem henni fylgir<br />

í stöðugri og stækkandi spíralsveiflu. Það er orðið flestum<br />

einstaklingum ómögulegt að fylgjast með tækniþróun, hvað þá<br />

kunna á alla tæknina. Allt þetta þýðir að notkun tækni og miðla<br />

vekur upp spurningar. Þær spurningar eru siðferðislegar. Er rétt<br />

að hefja hamar á loft? Er það gagnlegt? Eða er það hættulegt?<br />

Við gerð Mænu að þessu sinni komu fljótt í ljós talsverð vonbrigði<br />

með tæknina. Hver á fætur öðrum lýsti yfir að hafa vænst<br />

einhvers af tækniþróun sem ekki hefur orðið. Kvartanirnar voru<br />

allt frá reiðilestri yfir að hafa enn ekki getað skotist til Mars, eiga<br />

ekki fjarflutningsvél – eiga ekki sinn eigin þotuhreyfil á bakið –<br />

yfir í að leturmeðferð, og þar með miðlun upplýsinga, sé ekki<br />

sem skyldi á fjárans Internetinu. Allir kvartararnir lifa þó lífi<br />

sem er svo samofið tækniundrum að þeir eiga erfitt með að<br />

koma auga á þau og mótandi áhrif þeirra. Heimsmyndin breytist<br />

svo hratt og svo dramatískt að áhrifin eru eins og að sitja í lest<br />

á fleygiferð, snúa baki í það sem framundan er, og horfa á núið<br />

út um gluggann og sjá allt óskýrt og iðandi. Tækniþróunin er<br />

skiln ingarvit unum ofviða. En hún er og hún verður.<br />

Hlutverk hönnuða hlýtur áfram að vera að vinna með tækniþróun,<br />

auðvelda öðrum að nýta sér tækni og gera það á skapandi<br />

og leitandi hátt. Tæknin, ef hún er viðeigandi er tækifæri<br />

til að færa til betri vegar. Til að það sé hægt er nauðsynlegt að<br />

fylgjast vel með, vinna með, leggja sig fram við að ímynda sér,<br />

sjá möguleikana og greina hætturnar. Við spáum í framtíðina.


6<br />

RAFBÆKUR<br />

Lóa Auðunsdóttir<br />

¹ James Bridle, „From Books to Infrastructure“, Domus,<br />

júní 2012, sótt 10. desember 2013, www.domusweb.it/en/<br />

design/2012/06/04/from-books-to-infrastructure.html<br />

² David Cornish, „The Next Chapter: Story telling Embarks on an Interactive<br />

Adventure“, Wired Magazine, febrúar 2013, sótt 10. desember 2013,<br />

www.wired.co.uk/news/archive/2013-02/05/tech-in-storytelling<br />

Þegar bókahönnuður skrifar grein<br />

í tím arit um grafíska hönnun þar<br />

sem þemað er tækni liggur beint við<br />

að skrifa um rafbækur, þær eru jú<br />

tækn i legar bækur. Sem áhuga- og<br />

at vinnu manneskja um hönnun bóka<br />

hef ég ýmis legt við tæknina að athuga<br />

en gef henni þó tækifæri; sé möguleikana<br />

og hvað getur orðið. Það er<br />

auð sjáan legt að við það að færa<br />

bókina yfir á rafrænt form tapast<br />

ýmsir eigin leikar sem hönn uðir<br />

þyrftu annars að huga að, en við<br />

yfir færsluna í nýja miðilinn verða líka<br />

til ný vanda mál sem þarf að leysa og<br />

útfærslu atriði sem þarf að huga að.<br />

Dauði bókarinnar Fyrir örfáum árum voru uppi raddir um<br />

að dauði bókarinnar væri á næsta leiti og eftir áratug eða<br />

svo yrðu nær allar bækur gefnar út eingöngu á rafrænu<br />

formi, fyrir utan kannski ljósmyndabækur og stöku Biblíur<br />

til að hafa til sýnis í kirkjum. Ég játa að þessar dóms dagsspár<br />

höfðu áhrif á mig þegar ég heyrði þær, þar sem ég<br />

hef gaman að bókum: Að lesa, strjúka, klappa, lykta af<br />

þeim og umfram allt að hanna þær.<br />

Uppgangur rafbóka hefur verið hægari en kappsfullir<br />

fram tíðar sinnar sáu fyrir og útgáfa prentaðra bóka og<br />

bókverka er ennþá í fullu fjöri. Rafbækurnar vinna þó<br />

á, og á milli ára fer bilið á milli lesturs á rafrænum bókum<br />

og „alvöru“ bókum minnkandi.¹ En tölur um lestur bóka<br />

og rafbóka sýna að þessir tveir miðlar eru ekki endilega<br />

að keppa hver við annan heldur höfða rafbækurnar til<br />

annars lesendahóps og nýrra lesenda.² Aukinn lestur<br />

í snjallsímum hefur mikil áhrif á þessar tölur en nú er<br />

svo komið að flestir sem lesa rafbækur lesa þær á snjallsímanum<br />

sínum. Þetta er þróun sem hefur áhrif á hvernig<br />

textinn birtist lesand anum. Uppsetning á texta á svo lítinn<br />

flöt felur í sér að hefðbundnar reglur um texta og<br />

uppsetningu eru brotnar.<br />

Bernskubrek rafbóka Fyrstu rafbókalestækin komu á<br />

markað rétt fyrir aldamótin síðustu en þrátt fyrir að þeim<br />

svipaði til lestækjanna sem við þekkjum í dag var heim ur inn<br />

þó ekki alveg tilbúinn að hefja lesturinn. Kenna má litlu<br />

gagna magni sem les tækin bjuggu yfir, lélegri tengingu<br />

við alnetið og fór svo að mörg sprotafyrir tæki í rafbók arbransanum<br />

fóru á hliðina. Síðan þá hafa mörg ný lestæki<br />

komið á markað, eins og t.d. Kindle og Nook. Kapphlaup<br />

lestækjanna er nánast lokið og flestir spá því að Kynd ill inn<br />

komi fyrstur í mark. Það sem Kyndillinn hefur um fram aðra<br />

lesara er einfaldleikinn og hvernig hann líkir eftir raunverulegri<br />

bók, er í raun handhægari, og skjárinn gefur tilfinningu<br />

eins og um pappír sé að ræða. Undirstaða bókarinnar er


7<br />

Rafbækur<br />

pappírinn og hvernig hann er inn bundinn, en undirstaða<br />

rafbókanna er lesarinn og les forritið sem textinn er lesinn<br />

í. Að yfirfæra hlut eins og bók yfir á annan miðil er vanda -<br />

samt. Bókin á 500 ára sögu í menningu okkar. Bók er í eðli<br />

sínu nánast full komin hönnun sem virkar (athugið að hér<br />

birtist ekki hlutlaust viðhorf). Það fer þó að sjálfsögðu<br />

eftir getu og kunnáttu bóka hönnuðarins hvort þetta full -<br />

komna form gengur upp með hönnun þess. Val og meðferð<br />

á letri, pappír, upp bygging blaðsíðunnar, flæði textans,<br />

stað setning á blaðsíðu tölum og fyrirsagnir eru þættir sem<br />

þurfa að spila saman svo fullkominn sam hljómur eigi sér<br />

stað. Lesforritin og þeir möguleikar sem þau bjóða upp<br />

á slá taktinn þegar kemur að hönnun rafbóka og hönnuðir<br />

þurfa að aðlaga sig að þeim.<br />

Mistökin og möguleikarnir Krafan um að bækurnar –<br />

skrárnar – virki í mismunandi miðlum; af tölvuskjá yfir<br />

á Kyndil yfir á símann gerir það að verkum að ekki er<br />

hægt að stjórna hönnunarlegum þáttum í letur með ferð<br />

og uppsetningu texta. Einnig vill notandinn geta stækkað<br />

textann og breytt um bakgrunnslit, t.d. lesið hvítt á svörtu,<br />

sem hefur sína kosti og hefur m.a. sýnt sig að slíkt hentar<br />

lesblindum vel.<br />

Hvað með letrið? Þeir sem hafa áhuga á letri og er<br />

umhugað um meðferð á texta hryllir stundum við þegar<br />

talað er um raf bækur. Vald ið á letur með ferð inni og meira<br />

að segja vali á letri hefur flust frá hönnu ðinum yfir til notandans,<br />

þ.e lesforritin gefa notandanum val um að breyta<br />

letr inu á textanum. Apple iBooks hefur verið leið andi í að<br />

gefa hönnuðum frekara val um hvaða letur hægt er að nota<br />

í raf bókum, og í upp færslu iBooks 1.5 sem kom út árið 2011<br />

var val um nú tíma leg letur frá minni, sjálf stæðum leturfyrirtækum.³<br />

Forritið fyrir Kindle bauð í kjölfarið upp<br />

á fleiri mögu leika í leturvali. Þó að þeir möguleikar séu<br />

ekki eins fjölbreyttir og framsæknir og hjá Apple þá gefst<br />

hönnuðinum tækifæri til að stjórna leturvalinu enn frekar.⁴<br />

Að þessu sögðu er það alltaf not andinn<br />

sem hefur valið á endanum og<br />

getur skipt um letur, en það er mikilvægt<br />

að hönnuðir hafi meira val og<br />

geti sett tóninn þegar raf bókin er<br />

fyrst opnuð. [Mynd 1]<br />

Hlutverk bókakápunnar í rafbókum<br />

Bókarkápan er annar sjón rænn þáttur<br />

sem hefur hlut verk og missir vægi sitt<br />

þegar bók færist yfir á rafrænt form:<br />

Hún er auglýsing eða sölutæki jafn -<br />

framt því að hafa notagildi sem hlíf.<br />

Saga bókarkápunnar sem sölutækis<br />

er ekki löng miðað við sögu bókarinnar.<br />

Ýmsar hefðir hafa þó skapast<br />

í sambandi um hvernig kápur líta út,<br />

út frá því í hverslags grein inni hald<br />

bókarinnar fellur og neyt endur sjá<br />

á svipstundu hvort um er að ræða<br />

rómantíska ástarsögu eða glæpasögu.<br />

Eftir að sala bóka tók að færast<br />

meira yfir á netið hefur þurft að<br />

laga bóka rkápur að nýjum leik reglum.<br />

Efniskennd, áferð, nákvæmnisatriði<br />

og aðrir þættir sem allir (hönn uðir)<br />

elska komast ekki til skila í 2 x 2 cm<br />

smámynd á skjánum. Aðdráttarafl hins<br />

áþreifanlega, sem dregur tilvonandi<br />

lesanda að ákveð inni bók. Fær hann<br />

til að taka hana upp, lesa á bakhliðina,<br />

lykta af henni og vonandi kaupa, missir<br />

áhrif sín. Hönnuðir hafa þurft að laga<br />

sig að þessum nýju leikreglum og taka<br />

til greina hvernig kápa kemur fyrir<br />

sjónir í smámynd á skjá. Það er<br />

³ Stephen Coles, „Apple iBooks 1.5“,<br />

Fonts in Use, september 2012, sótt<br />

11. desember 2013, fontsinuse.com/<br />

uses/2082/apple-ibooks-1-5<br />

⁴ Stephen Coles, „Kindle Paperwhite“,<br />

Fonts in Use, september 2012, sótt 11.<br />

desember 2013, fontsinuse.com/<br />

uses/2079/kindle-paperwhite


Lóa Auðunsdóttir 8<br />

⁵ Stephen Coles, „Kindle Paperwhite“,<br />

Fonts in Use, fontsinuse.com/uses/<br />

2079/kindle-paperwhite<br />

ekki fyrr en til von andi lesandi fær<br />

pakkann heimsendan frá netbókarsalanum<br />

sem hann getur notið allra<br />

smáatriða á káp unni.<br />

Netbókarsalar notast við reikniforskrift<br />

til að sýna væntan legum<br />

bóka rkaupendum bækur sem þeir<br />

gætu haft áhuga á: „Ef þér líkaði<br />

þessi bók, lestu þá þessa.“ Í þessu<br />

samtali við innbyggð kerfi sölusíðunnar<br />

er bókar kápan án hlut verks<br />

að mestu leyti. Einnig flokka netsíður<br />

yfirleitt bækur sínar í undirflokka<br />

eftir þema og not andinn getur þá<br />

ætlað að þær bækur sem hann sér<br />

tilheyri þeirri tegund bók mennta sem<br />

hann leitar eftir, og þarf því ekki að<br />

reiða sig á útlit kápu. Þegar bókin<br />

er rafbók og kápan hefur ekkert að<br />

geyma er hlutverk kápunnar enn<br />

minna. Það er þó til staðar og þá<br />

virkar kápu myndin sem að grein ingartæki<br />

og hjálpar til von andi lesanda<br />

að finna „sína“ bók.<br />

Titillinn eða bókin er líka sýnd í<br />

raf rænum bókahillum lesforritana<br />

sem kápu mynd og virkar þá aftur til<br />

að grein ingar á auðveldari hátt en ef<br />

titillinn væri eingöngu texti.<br />

Þessar breytingar hafa áhrif á hvernig<br />

bókarkápur eru hannaðar og sjá má<br />

bókarkápur sem eru hannaðar líkt<br />

og íkon. [Mynd 1] Skjáir bjóða upp á<br />

ýmsa mögu leika og útfærslur sem enn eiga eftir að líta<br />

dagsins ljós, eins og að vinna með hreyfingu og aðra<br />

eiginleika til útfærslu á skjá.<br />

Geta rafbóka og samfélagslestur Bækur eru, sem fyrr hefur<br />

verið haldið fram, vel hannaður hlutur sem gengur upp og<br />

þjónar notanda sínum vel. Eiginleikar bóka sem hafa ekki<br />

skilað sér yfir á rafrænt form eru t.d. að hægt sé að skrifa<br />

punkta á spássíuna, merkja við áhugaverða hluti í textanum,<br />

strika undir, halda utan um titlana sem þú átt, sýna þá<br />

jafnvel (því bækurnar sem þú átt og lest gefa mynd af þér),<br />

lánað bækurnar þínar og gefið með punktum eig andans<br />

og athugasemdum.<br />

Yfirfærsla yfir á rafrænt form hefur ekki bara áhrif á það hvað<br />

við lesum heldur líka hvernig við lesum. Lestur bókar hefur<br />

hingað til verið álitinn einræn iðja, samband les and ans við<br />

textann fer fram hið innra og þó að bókalestur og umfjöllum<br />

um bækur sé uppspretta félagslegra at hafna er þetta<br />

einræna samband nánast heilagt.<br />

Möguleiki sem tækn in býður hins vegar upp á er félagslegri<br />

lestur, að hægt sé að deila og kalla eftir punkt um og hugleiðingum<br />

á meðan á lest rinum stendur. Miðlar sem gefa les -<br />

end um færi á að deila og halda utan um les sögu sína spretta<br />

fram og hjá les endum er aukin krafa um það að geta haldið<br />

utanum les sögu sína á einum stað. Upplifun lesandans getur<br />

verið marg breyt ileg. Hvert orð í bókinni gefur færi á að<br />

tengj ast öðru efni, texta brot bjóða upp á punkta og við bætur<br />

frá öðrum lesend um og les andinn getur flakkað á milli texta<br />

en þá er þetta einræna samband brotið upp. Þetta hefur<br />

ekki bara áhrif á þær tilfinningar sem lesandinn fær gagnvart<br />

efninu heldur er sjónræn upplifun hans ekki lengur heildstæð,<br />

dregin upp af einum hönnuði heldur mörgum, og<br />

lesandinn upplifir lesturinn eins og klippimynd mismunandi<br />

texta og mynda.<br />

Sögur framtíðarinnar Yfirfærsla<br />

bók ar innar yfir á rafrænt form hefur<br />

ekki bara áhrif á útlit og uppsetningu<br />

texta heldur líka hvernig hann er<br />

skrifaður og möguleika á uppbygg ingu<br />

efnis. Hægt er að brjóta upp línulega<br />

uppbyggingu. Sögur sem bjóða upp á<br />

mismunandi þróun á söguþræði eru að<br />

líta dagsins ljós. Einnig er hægt að lesa<br />

sig í gegnum textann á mismunandi hátt,<br />

lesendur geta valið sína leið í gegnum<br />

bókina og hönnuðir hafa það hlutverk<br />

að koma þessum frásagna rleiðum til<br />

skila.⁵ [Mynd 2]<br />

Framtíð bókahönnuðarins Ég tel<br />

að tæknin eigi eftir að opnast meira<br />

og færa okkur fleiri tækifæri og nýja<br />

miðla til þess að hanna inn í. Hreyfigrafík,<br />

textaflæði og samspil við<br />

innsetningar eins og hljóð og mynd<br />

gerir bókahönnuðinn að leikstjóra<br />

í framsetningu á textanum. Upplifun<br />

lesanda getur verið á mörgum stigum,<br />

hann ræður ferðinni en hönnuður<br />

og höfundur geta bætt upplifunina.


10<br />

HANDAN VIÐ HORNIÐ<br />

Júlíus Valdimarsson<br />

Tækni er ómissandi hluti af lífi okkar. Hún auðveldar<br />

okkur að gera hluti sem enginn hefði getað ímyndað sér<br />

fyrir 50 árum. Þrátt fyrir að vísindaskáldsögur og framtíðar<br />

spá menn hafi verið dugleg við að lofa fólki flugbílum<br />

og íbúðum á tunglinu þá hefur sú sýn enn ekki orðið<br />

að veru leika. Aftur á móti rættust spár um Internet og<br />

þrívíddar prentara. Þær uppfinningar eru þegar orð nar<br />

hvers dags legar en hafa óneitanlega breytt sýn okkar<br />

á um hverfið og þar með hegðun okkar. Það getur verið<br />

erfitt að spá fyrir um hvað koma skal en hér verður farið<br />

yfir nokkrar áhugaverðar nýjungar sem eru rétt handan<br />

við hornið. Nýjungar á borð við OLED, Internet of Things,<br />

Project Ara, G–speak, Electrovibration, Augmented<br />

Reality og Spray-on föt. Þessar nýjungar eru kynntar í<br />

litlum molum í blaðinu og vangaveltur höfundar viðraðar<br />

í því sambandi. Það er nefnilega svo spennandi að pæla<br />

í því hvað nánasta framtíð ber í skauti sér. Hvort þessar<br />

nýjungar komi til með að bæta heiminn eða gera hann<br />

verri? Það er eitthvað sem á eftir að koma í ljós.<br />

0


11 Handan við hornið<br />

OLED<br />

OLED, eða lífrænar ljósdíóður, er sýningartækni sem er<br />

rétt handan við hornið. Þunn plastfilma er þakin lífrænum<br />

díóðum og þar með hefur plastið sömu virkni og tölvuskjár.<br />

OLED eyðir minna rafmagni, getur sýnt mynd á minna en<br />

millimetersþykkum skjá, ásamt því að vera skarpari og<br />

hraðvirkara en LED og LCD. Einnig er verið að vinna í því<br />

að færa OLED yfir á önnur efni en plast, eins og til dæmis<br />

textíl. Hinsvegar eru vankantar á þessari tækni sem enn á<br />

eftir að sníða af. Til dæmis er líftími OLED helmingi minni<br />

en á LCD og LED skjáum, mynd getur brunnið inn og fest<br />

sig á skjánum ef hún er óbreytt í langann tíma auk þess<br />

sem er dýrara að framleiða OLED. Engu að síður virðist<br />

framtíð sýningartækninnar vera OLED og það er aðeins<br />

tímaspursmál hvenær sú tækni tekur yfir markaðinn.<br />

Afleiðing arnar sem þetta getur haft á grafíska hönnun<br />

og hönnun yfirhöfuð eru ótakmarkaðar.<br />

1


12<br />

NJÓSNIR<br />

Þórlaug Ágústsdóttir<br />

Þegar ég var lítil voru mínar uppáhalds<br />

bækur um njósnir, sérstaklega frá -<br />

sagnir og myndir frá síðari heimsstyrjöldinni<br />

og hetju dáðum evrópsku<br />

and spyrnu hreyfi ng ar innar. Ég man<br />

hvað ég var agn dofa yfir snilldar lega<br />

föld um útvörp um dul búnum sem<br />

hænuhreið ur, mynda vélum í skjalatöskum<br />

með lins una í kant inum og<br />

ör filmur faldar í skóhælum eða undir<br />

frí merkjum. Á mínum upp vaxtar árum<br />

var kaldastríðið enn í al gleym ingi,<br />

njósna býtti voru enn til tölu lega<br />

al gengur við burður en njósnir kaldastríðsins<br />

höfðu á sér dálítið sjarmerandi<br />

James Bond-legan blæ.<br />

Hönnun og njósnir eiga sér langt<br />

sam band. Sem dæmi má nefna að<br />

fyrr á tímum voru innsigli notuð til<br />

að tryggja að bréf kæmust ólesin<br />

á áfanga stað og væru merkt með<br />

rétta tákninu, steyptu í vax, svo<br />

ekki léki vafi á upp runa og trúnaði<br />

gagn anna. Njósnir hafa tekið á sig<br />

ýmis form í gegnum tíðina en hönnun<br />

er aldrei langt undan. Gott dæmi<br />

um það er hin rómaða Enigma vél<br />

Þjóðverja sem skipti sköpum í<br />

fram vindu stríðsins, ekki síst þegar<br />

banda menn loks ins komu höndum<br />

yfir eina og gátu farið að ráða dul mál<br />

Öxul veld anna.<br />

En njósnir nútímans eru töluvert<br />

frábrugðnar öllu því sem áður hefur<br />

þekkst í veraldarsögunni.<br />

Margir spyrja sig: „Hver myndi eiginlega njósna um mig?“<br />

– og svarið er: „Allir“.<br />

Njósnarar nútímans eiga fátt sameiginlegt með bláeygðum<br />

Robert Redford eða smókingklæddum James Bond.<br />

Njósnarar nútímans eru hvunndagshetjur og hvunndagsskúrkar,<br />

forvitnir nágrannar, fyrrverandi kærastar, kerfisstjórar<br />

(bofh­ar), perrar, stjórnmálaöfl og opinberir aðilar.<br />

En þeir sem fyrst og fremst fylgjast með þér eru einkafyrirtæki<br />

sem nota upplýsingarnar um þig í viðskiptatilgangi,<br />

fyrst og fremst til að „persónusníða“ netnotkun þína og<br />

þær auglýsingar sem beint er að þér, og reyna að fá þig til<br />

að eyða pening eins og þau vilja, búa til prófíl af þér o.s.frv.<br />

Gott dæmi um þetta eru hinar svokölluðu auglýsinga tunnur<br />

sem hafa verið uppi í City hverfinu í London um all nokkuð<br />

skeið, þær skynja farsíma vegfarenda og birta auglýsingar<br />

sem eru sérsniðnar að manneskjunni sem er að ganga<br />

framhjá á þeirri stundu.<br />

Auk beinna eða óbeinna „njósna“ eða eftirlits fyrirtækjanna<br />

sem við eigum viðskipti við á hverjum degi er í raun<br />

verið að njósna óbeint um okkur öll á ferðum okkar um<br />

bæinn alla daga. Við lendum óvart í mynd á eftirlitsmyndavélum<br />

– bæði umferðar og öryggismyndavélum hins<br />

opinbera sem og eftirlitsmyndavélum einkafyrirtækja –<br />

nokkuð sem enginn heldur utan um eða hefur getu til að<br />

kortleggja eða fylgjast með að uppfylli persónuverndarákvæði.<br />

Rafræn spor okkar liggja út um allt Internetið og<br />

allt sem við gerum verður á einhvern hátt rakið. Heimurinn<br />

er óður í að safna gögnum, en hefur ekki enn náð að gera<br />

upp við sig hvernig hann ætlar að nota allar þessar upplýsingar.<br />

Bandaríkjamenn hófu þessa gríðarlegu gagnasöfnun<br />

upp úr 9/11 árásunum og eru nú með gríðarlegt<br />

gagnamagn. Þetta mátti meðal annars sjá á því hversu<br />

miklar upplýsingar var að finna í kerfinu um hryðjuverkamennina<br />

sem stóðu á bak við sprengjuárásirnar í Boston<br />

maraþoninu árið 2013.


13 Njósnir<br />

Nútímaborgarinn er orðinn sífellt vanari því að vera tekinn<br />

upp, en fyrir vikið breytist hegðun okkar, eða að minnsta<br />

kosti verður til krafa um bætta mannlega hegðun, upptökur<br />

hefta frelsi til að gera mistök og vera mannlegur. Ungt fólk<br />

gengur í gegnum æsku sína undir þeirri kröfu að þurfa að<br />

gæta sín á því að skilja ekkert eftir á filmu (minniskubb)<br />

sem gæti verið hægt að nota gegn þeim fyrr eða síðar.<br />

Í netheimum eru allir stöðugt að safna um þig upplýsingum.<br />

Netveitandi þinn veit hvenær þú ert nettengdur, hvenær<br />

gagnapakkar fara til þín og hvenær þú sendir þá frá þér,<br />

það er hægt að tengja IP töluna þína við þig beint eða<br />

ó beint í raunheimum, og það er líka hægt að tengja hana<br />

við nethegðun þína, s.s. þegar þú sendir tölvupósta, skilur<br />

eftir athugasemdir við bloggfærslur, deilir einhverju með<br />

Facebook og svo mætti lengi telja. Á síðasta Internet<br />

Governance Forum voru allar umræður um nafnleysi<br />

á net inu með þá frumforsendu sem gefna að nafnleysi á<br />

Inter netinu væri einfaldlega ekki til. Engum datt í hug að<br />

sá möguleiki væri einu sinni fyrir hendi að fólk gæti verið<br />

alveg nafnlaust – því þó við værum það máske gagnvart<br />

hvoru öðru á Internetinu, þá erum við það aldrei gagnvart<br />

yfirvöldum og þjónustuveitendum. Enginn væri nokkurn<br />

tímann nafnlaus, því ef viljinn væri fyrir hendi væru stafræn<br />

spor okkar svo víða að það væri engin leið að afmá þau.<br />

Eina leiðin til að fela sig er að fara í dulargervi og fela sig<br />

innan um öll hin gögnin – fela sig í allra augsýn, eða með<br />

að skapa óreiðu; að fara í gegnum svo marga netþjóna<br />

(routera og proxy) og breyta svo oft um IP tölur að það geri<br />

leitina erfiða, svona eins og maður sér í njósnamyndunum,<br />

þar sem vondi gæjinn keyrir tölvupóstana eða samtölin<br />

í gegnum IP-breyta um víða veröld. En þannig fer þetta<br />

fram í raunveruleikanum og því gera NSA og aðrar ríkisreknar<br />

njósnastofnanir allt sem í þeirra valdi stendur til<br />

að koma í veg fyrir almenna notkun á þessum hug búnaði.<br />

Það besta sem hinn almenni tölvunotandi gæti gert fyrir<br />

upplýsingafrelsið væri að taka þátt í Tor, sem er þjónusta<br />

sem gerir fólki kleift að eiga samskipti<br />

nafnlaust yfir Internetið, og búa þar<br />

með til hvít gögn (e. white noise), sem<br />

blandast saman við gögn þeirra sem<br />

virkilega þurfa á upplýsingafrelsinu að<br />

halda, en sífellt fleiri blaðamenn eru<br />

nú undir rafrænu eftirliti og um allan<br />

heim situr fólk í fangelsi fyrir orð sem<br />

það hefur látið falla á Internetinu í<br />

baráttu sinni fyrir mannréttindum.<br />

Njósnir ná yfir opinbert líf sem og<br />

einkalíf, frá hlerunum á ríkisráðsfundum<br />

niður í afbrýðisaman eltihrelli<br />

sem situr um einkalíf fjar lægra<br />

elsk enda, eða þegar eigin konan fær<br />

nægar ábend ingar til að leita og finna<br />

„óvæntar – eftir-kynlíf – sjálfsmyndir“<br />

frá kær ustu eiginmannsins. Njósnir<br />

snúast um vitneskju – að vita hvað<br />

einhver annar er að hugsa, segja<br />

og gera og mögulega hverjum hann<br />

gerir það með.<br />

Njósnir nútímans snúast að stórum<br />

hluta um upplýsingar, en ekki síður<br />

um upplýsingar um upplýsingar.<br />

Hvenær þú sendir tölvupóstinn og<br />

úr hvaða tölvu/síma og hvar þú varst<br />

líkamlega stödd þegar þú ýttir á<br />

senda. Njósnir nútímans snúast um<br />

gagna söfnun, skrilljónir terabæta af<br />

gögn um um hegðun okkar, hluti sem<br />

mögulega eða mögulega ekki varða<br />

þjóðarhag, en varða að minnsta kosti<br />

rétt okkar til einkalífs. En hér liggur<br />

kjarni málsins: Réttur okkar til<br />

„Í netheimum eru allir stöðugt að safna um þig<br />

upp lýsingum. Netveitandi þinn veit hvenær þú ert<br />

nettengdur, hvenær gagnapakkar fara til þín og<br />

hvenær þú sendir þá frá þér ...“


Þórlaug Ágústsdóttir<br />

14<br />

einka lífs. Á einhvern furðulegan hátt<br />

hafa flestir gleymt því að þeir eru<br />

sjálfstæðir og fullvalda einstaklingar<br />

sem hafa rétt sem lífverur og jarðarbúar<br />

til að vera þær manneskjur sem<br />

þær sjálfar kjósa, sjálfum sér og<br />

öðrum að meinalausu. Á sama tíma<br />

og fólk fussar yfir trúarhita fólks í<br />

fjarlægum löndum hefur það gleymt<br />

mikilvægi persónufrelsisins og því að<br />

fá að lifa í frelsi með hugsunum sínum<br />

og skoðunum án þess að vera undir<br />

eftirliti, því eftirlitsleysi er lykilatriði<br />

í frelsinu líka.<br />

Grunnstoðin í friðhelgi einkal ífsins er<br />

að eiga skjól, heimili, líkama og huga<br />

sem er manns eigin og án afskipta<br />

hins opinbera eða annarra. Í stjórnmálafræðum<br />

er þekkt sú aðferð að<br />

koma á neyðarástandi, sérstökum<br />

aðstæðum af einhverju tagi, t.d. stríði<br />

eða átökum, sem gefur valdhöfum<br />

leyfi til að auka eftirlit með þegnum<br />

sínum í þágu þjóðarhagsmuna, s.s.<br />

að innleiða útgöngubann sem engum<br />

dytti í hug að fylgja í eðlilegu árferði.<br />

Annað dæmi um slíka Tróju hesta<br />

eru forvirkar rannsóknar heimildir,<br />

heimildir sem er rök færðar inn í<br />

landslög til að berjast gegn skipulögðum<br />

glæpum, en enda á að vera<br />

notaðar gegn mótmælendum og<br />

allrahanda aðgerðasinnum, rétt eins<br />

og eftirlitsmyndavélar í fjölbýlishúsum<br />

gera lítið annað en upplýsa um hver<br />

tróð pizzukassa í ruslalúg una, en hafa<br />

engin áhrif á veggjakrot.Eftir nýlegar uppljóstranir hug -<br />

búnaðarsérfræðingsins Edwards Snowden, sem komu<br />

fram í samstarfi við blaða manninn Glenn Greenwald og<br />

heimildarkvikmyndakonuna Laura Poitras, er ljóst að<br />

gagnasöfnun og aðgangur opinberra aðila að rafrænum<br />

upplýsingum um þegna sína eru umfangsmeiri og auðveldari<br />

en nokkurn óraði fyrir. Kerfin öll sem hafa komið<br />

fram í gögnum Snowden og greiður aðgangur í gegnum<br />

þjónustur Google, Skype, LinkedIn, Twitter o.fl. hefur<br />

komið netnotendum í opna skjöldu.<br />

Njósnakerfi eins og Tempora hafa njósnað um brasilísk<br />

olíufyrirtæki, fjölmarga forseta – þar á meðal Angelu<br />

Merkel Þýskalandskanslara – stjórn Evrópusambandsins<br />

og svo fram eftir götunum. Einkalíf okkar er í raun orðin<br />

tóm, við leggjum traust á lykilorð og notendaskilmála sem<br />

við skiljum varla, og vöknum svo við vondan draum þegar<br />

hakkarar koma upp um öryggisgalla, hvort heldur sem<br />

er hjá sænsku lögreglunni eða íslensku símafyrirtæki.<br />

En það er ekki bara verið að njósna um einstaklinga<br />

í netheimum. Iðnaðarnjósnir hafa aldrei verið iðkaðar<br />

sem nú, þökk sé einbeittum vilja, hökkurum og lélegum<br />

öryggisvörnum. Í tímamótagrein um tölvuöryggi sem<br />

birtist í Vanity Fair árið 2011 kom fram að fyrir utan<br />

„viðbúnar“ njósnir í öryggismálum og vopnaframleiðslu<br />

hafa flestöll Fortune 500 fyrirtækin lent í tölvuinnbrotum,<br />

sem fæst hafa verið viðurkennd opinberlega. Í greininni<br />

er fullyrt að viðskiptaleyndarmál hins vestræna heims<br />

séu nær öll komin í eigu hakkara, sem annaðhvort selja<br />

upp lýsingarnar á hinum opna markaði (sem einnig þrífst<br />

í skjóli upplýsinga frelsisins), eða eru bókstaflega á launum<br />

einkafyrirtækja, verktaka eða hins opinbera við að berjast<br />

í stafrænu stríði iðnaðarnjósnanna. Formúlur að gerviefnum<br />

sem notuð eru í fataiðnaði, teikningar af sænskum<br />

vélarhlutum eða tölvustýringum í þýskum bílum, efnaformúlur<br />

Dupont iðnaðar risans, uppskriftin að


Þórlaug Ágústsdóttir<br />

16<br />

leyniuppskriftum frægra veit inga staða, snið að hátískuvörum<br />

og mynstur til áprent unar, CAD skjöl, iðnhönnun<br />

og jarð fræðikort yfir eðalmálma – allt eru þetta dæmi<br />

um hluti sem markvisst hafa verið sóttir með njósnum<br />

og tölvuinnbrotum.<br />

Miðað við það gríðarlega magn af upplýsingum sem er<br />

safnað á hverjum degi um líf okkar og hegðun eru nútímafyrirtæki<br />

einungis rétt að byrja að nýta sér tæknina og<br />

möguleika hennar. Að mörgu leyti er nú komið fyrir stafræna<br />

heiminum eins og Stasi, leyniþjónustu Austur-Þýskalands<br />

sem hafði eitt fullkomnasta eftirlitskerfi veraldar þar<br />

sem kerfiskarlar og ­kerlingar skrifuðu samviskusamlega<br />

niður óendanleg smáatriði um líf venjulegs fóks, til þess<br />

eins að grafa þessi gögn snyrtilega í spjaldskrám í kjöll urum,<br />

síðari tíma sagnfræðingum að leik. En gögnin sem safnað er<br />

um okkur er hægt að nota á ýmsa vegu, fyrir utan að ráðast<br />

inn í einkalíf okkar, á mengis- eða makróskala er hægt að<br />

keyra út reikniforskrift um mannlega hegðun sem vafalaust<br />

gefur mikla innsýn í mannskepnuna, en spurningin er hversu<br />

langt við viljum ganga.<br />

Njósnir gegn hinum almenna borgara eru oft afleiðing af<br />

velmeinandi stefnu sem var innleidd í göfugum tilgangi –<br />

svo sem að stöðva útbreiðslu ofbeldiskláms – en oftar en<br />

ekki eru heimildir til eftirlits notaðar í allt öðrum tilgangi<br />

en upphaflega var lagt af stað með og niðurstaðan verður<br />

forvirkt eftirlit; með öðrum orðum njósnir og ritskoðun.<br />

Löggjafi sem ekki skilur stafrænan veruleika er því miður<br />

ekki vel í stakk búinn til að bregðast við nýjum veruleika<br />

og hættum 21. aldarinnar.<br />

„Að mörgu leyti er nú komið fyrir stafræna<br />

heiminum eins og Stasi, leyniþjónustu<br />

Austur-Þýskalands … “


17<br />

Tölvuletur<br />

Letur er einn mikilvægasti þátturinn í öllu sem gert er í tölvu.<br />

Án þess væru engin orð skrifuð og engin skilaboð hönnuð.<br />

Letur er ekki safn af myndum af stöfum sem birtast á skjánum<br />

þegar slegið er á lyklaborðið, eins og maður gæti freistast<br />

til að álykta. Letur í tölvu er lítið forrit sem er með slatta<br />

af tölulegum upplýsingum um það hvernig stafur og stafir<br />

sem þú vilt fá á skjáinn birtast á honum. Fyrir hvern staf<br />

á hnappaborðinu sem þú þrykkir á er kölluð fram teikn ing<br />

af stafnum sem búin er til á staðnum úr upplýsingum um<br />

formið, beinu leggina, bogana, þverstrikin – allt sem þarf<br />

til þess að endurteikna á skjáinn það sem einhver leturhönnuður<br />

hafði fyrir að teikna fyrir okkur.<br />

Hvert og eitt letur í rununni, venjulegt, skáletrað, feitletrað<br />

og svo framvegis, er því forrit út af fyrir sig og í sjálfu sér ekki<br />

stórt á mælikvarða forrita. En þegar maður er kominn með<br />

það safn af letri sem maður vill hafa við hendina er kannski<br />

engin furða að það reyni talsvert á tölvurnar þegar opin letur<br />

fara að skipta hundruðum, jafnvel þúsundum.<br />

Hvað er það þá annað en formúlan fyrir teikningu hvers<br />

stafs sem er í letrinu? Fyrir utan teikninguna sem er engin<br />

teikning heldur tölur eins og áður er getið, eru inni í letrinu<br />

töflur, upplýsingar um ýmislegt sem hjálpar til við að koma<br />

letrinu til skila á skjá og þaðan á leiðarenda sem gæti verið<br />

letur í prentaðri bók eða letur á skjámiðli, rafbók eða á<br />

vefsíðu. Höfundur letursins er gjarnan sá sem setur saman<br />

þessar upplýsingar með hjálp leturgerðarforritsins. Leturgerðarfólk<br />

leggur þó mismikla áherslu á að ganga frá<br />

þessu í letrinu.<br />

Lítum aðeins á hvaða upplýsingar þessar eru helstar og<br />

sam hliða skoðað hvernig við getum stýrt þessum atriðum.<br />

Font Metrics Þessar töflur halda fyrst og fremst um það<br />

hversu mikið bil er á undan og eftir hverjum staf. Þannig<br />

getur höfundur letursins stillt upp stöfunum eins og hann<br />

vill hafa bilið milli stafanna.<br />

Kerning Tables Undirtafla af Font Metrics, þar sem haldið<br />

er utan um upplýsingar um frávik frá almennu bilunum.<br />

Til dæmis um það hvernig leturhönnuðurinn sér fyrir sér að<br />

almenna bilreglan breytist þegar A kemur á eftir V [Mynd 1]<br />

eða hvernig letrið á að bregðast við því ef lágstafur kemur<br />

á eftir T, til dæmis Ta. [Mynd 2]<br />

Hinting Eitt meginskilyrði þess að letur komi vel út á skjá og<br />

í prenti er að letrið innihaldi upplýsingar um það sem heitir<br />

á útlensku hinting. Þetta mætti kalla hnikun.


Sigurður Ármannsson<br />

18<br />

Hnikunarupplýsingar snúast um að<br />

hnika letrinu eða öllu heldur einstaka<br />

hlið útlínuteikningar leturtáknsins<br />

þannig að hún passi að næsta pixli<br />

á skjánum. Þetta bætir heild aráferð<br />

letursins á skjánum. Þannig er letrið<br />

aðlagað að skjánum með til liti til<br />

stærðar letursins á skjánum og kemur<br />

í veg fyrir að það klessist alveg saman<br />

í minnstu stærðum.<br />

Sem betur fer eru öll almennileg leturgerðarforrit<br />

með tól til þess að að stoða<br />

mann við að gera þetta, alveg frá því<br />

að gera þetta alveg þokkalega sjálfvirkt<br />

fyrir mann upp í að gefa manni<br />

möguleika á að gera þetta handvirkt.<br />

Flestir láta sér nægja að leyfa forritinu<br />

að stjórna þessu því árangurinn er vel<br />

bærilegur. Stærri leturfyrirtæki eru<br />

hinsvegar með fólk á sínum snærum<br />

sem gera þetta handvirkt að auki enda<br />

mun meira í húfi fyrir þau og úr meiri<br />

fjármunum að spila. [Mynd 3]<br />

Í leturgerðarforritum, svo sem í Font-<br />

Lab, eru tól til þess að einfalda vinnuna<br />

við mælistikur og stafabil. Um leið og<br />

maður þekkir þessi hugtök er auðvelt<br />

að finna út í öðrum forritum hvernig<br />

þetta er gert.<br />

til teknar stafasamstæður. Þetta er að sjálfsögðu nokkur<br />

handavinna þrátt fyrir þessi hjálpartól. Ef vel er að verki<br />

staðið er tæknivinnan á bak við gerð leturs viðlíka tíma frek<br />

og hönnun letursins sjálfs. Að auki er rétt að benda á annað<br />

hjálp ar tól sem auðveldar þessa vinnu enn frekar. Þetta er<br />

það sem kallað er Classes. [Mynd 6] Classes, sem mætti<br />

jafnvel kalla klasa, býður upp á að raða saman skyldum leturtákum<br />

í hópa svo sem A og öllum stöfum sem byggja á A eins<br />

og Á, Ä, Å. Eftir það er hægt að einbeita sér að bilum sem<br />

tengjast A en niðurstöðurnar færast sjálfkrafa yfir á þessa<br />

skyldu stafi. Það fer svo alveg eftir letrinu sem er verið að<br />

hanna hvaða klösum maður vill bæta við.<br />

Það er fróðlegt að skoða í InDesign og Illustrator hvernig<br />

þetta kemur út, hvaða gildi höfundur letursins hefur sett<br />

inn sem stafabil. Einnig er athyglisvert að kanna hvaða fráviks<br />

tillögum forritin stinga upp á sjálf, en þessi forrit eru<br />

með innbyggða svokallaða Optical Rendering, þar sem þau<br />

vega og meta á eigin spýtur hvernig þeim finnst að bilin eigi<br />

að vera. Það er svo matsatriði hvort er valið að hafa letrið<br />

stillt á Metrics eða Optical. [Mynd 7] [Mynd 8]<br />

Letur fyrir tölvur eru í nokkrum mismunandi sniðum.<br />

Þetta hefur alltaf flækt dálítið leturmálin í tölvunum. Hafa<br />

þarf í huga að þróun þessara sniða fylgir þróun tölvanna<br />

og for ritanna sem nota letrið. Viðleitnin hefur verið í þá<br />

átt að auka þann táknafjölda sem rúmast innan letursins<br />

og auka fjöl breytni þá sem hver leturgerð hefur upp á að<br />

bjóða. Síðast en ekki síst hefur verið nauðsyn á að sniðin<br />

sé hægt að nota á öllum tölvum óháð því hvort er um PC<br />

eða Makka að ræða.<br />

Skoðum til að byrja með föstu bilin<br />

í kringum einstaka stafi. Í glýfuglugganum<br />

þar sem maður teiknar hvern staf<br />

getur maður stjakað stafnum til miðað<br />

við byrjun ar punkt, núllpunktinn til þess<br />

að stýra bilinu vinstra megin við stafinn.<br />

Hægra megin við stafinn er hliðarlína<br />

sem ákvarðar hægra bilið, á ensku Right<br />

Bearing. [Mynd 4]<br />

Til þess að gera þessa vinnu þægilegri<br />

og samræmdari býður FontLab upp<br />

á glugga, Metrics Window, þar sem<br />

maður getur átt við marga stafi í einu.<br />

[Mynd 5] Skipst er á að vinna með<br />

mælistikur og stafabil. Annars vegar<br />

er átt við föstu bilin í kringum stafina<br />

og hins vegar frávikin, stafabil, fyrir<br />

Grafísk hönnun með aðstoð tölva hófst ekki fyrir alvöru fyrr<br />

en farið var að bjóða upp á letur sem skilaði sér endanlega<br />

á pappír með mjúkum bogalínum og hreinum beinum línum.<br />

Áður hafði ráðandi letur verið pixil- eða punktaletur, bitmap.<br />

Allar bogalínur voru kantaðar og frekar daprar útgáfur af<br />

upprunaletrinu.<br />

Letursniðið sem ruddi brautina var PostScript letur, oftast<br />

kallað Type 1 eða T1. Þetta snið þekkist í leturvalseðlinum<br />

á rauðu lágstafa a-tákni. Í þessu sniði og þeim sem á eftir<br />

komu var teikning hvers stafatákns túlkuð með forritunarmáli<br />

í stað myndtákns, sem var mikil bylting frá því sem áður<br />

var. PostScript letur er í tveimur hlutum. Annars vegar er<br />

prentletrið sem geymir upplýsingarnar um teikinguna og hins<br />

vegar skjáletrið, sem inniheldur mælistikuupplýsingarnar og<br />

nokkrar mismundandi stærðir af skjáletri svo við sjáum letrið<br />

á skjánum. Þó var það í miðjum klíðum upp úr 1990 að þróuð<br />

var tækni (ATM) í forritunum til að fara framhjá skjáletrinu


19<br />

Tölvuletur<br />

en teikna letrið upp á skjáinn eftir prentfontinum. PostScript<br />

letur er með ýmsar aðrar takmarkanir sem veldur því að það<br />

er ekki lengur æskilegt snið fyrir letur. Eitt er takmarkaður<br />

stuðningur við Unicode og annað að T1 letur getur aðeins<br />

innihaldið upplýsingar um 256 leturtákn. Þótt Type 1 sniðið<br />

virki ennþá er það á hraðri útleið.<br />

TrueType (TT) er það letursnið sem lengst af keppti við<br />

PostScript, fyrst og fremst PC megin. Adobe veitti Apple<br />

og Microsoft leyfi til að notast við svokallaða ATM tækni sína<br />

til þess að þróa nýtt snið og OpenType sniðið varð til. Það er<br />

í raun uppfærð útgáfa af TrueType. OTF sniðið opnaði margar<br />

gáttir fyrir leturhönnuði. Það getur fræðilega haldið utan um<br />

65.535 stafatákn sem dyggði til þess að innihalda nánast öll<br />

leturtákn sem eru í notkun í heiminum. Vegna þessa aukna<br />

svigrúms er núna hægt að láta auka leturtákn fylgja með<br />

í letrinu svo sem nokkrar mismunandi útgáfur af tölustöfum<br />

og leturtákn fyrir mörg málasvæði. Í skriftarletri er þannig<br />

hægt að bæta við útfærslum af stöfum fyrir enda orðs eða<br />

mismunandi upphafsstafi.<br />

Þessir nýju möguleikar í letrinu eru settir inn sem svo kallaðar<br />

OpenType eiginleikar sem eru mjög mismunandi milli<br />

einstakra leturgerða. Til þess að nýta sér breyturnar má slá<br />

þær inn í glýfuglugganum t.d. í InDesign eða Illustrator eða<br />

kveikja á þeim í OpenType-glugganum. Eftir það koma þessir<br />

eiginleikar sjálfvirkt fram. [Mynd 9]<br />

Mikil þrýstingur á að auka úrval leturs fyrir vef og rafbækur<br />

og að slíkir gripir væru óbundnir af því letri sem væri á hverri<br />

tölvu hefur kallað á frekari þróun letursniða. Tilgangurinn var<br />

að það þyrfti ekki að hala niður viðkomandi letri um leið og<br />

síða væri skoðuð og jafnframt að tryggja að leturhönnuðir<br />

fengju eitthvað fyrir sinn snúð.<br />

Þessi nýju snið, .eof, .voff og .svg svo nokkur séu nefnd, eru<br />

eru þannig fyrst og fremst leið til þess að koma fjölbreyttu<br />

letri fyrir augu skoðenda og gæta réttinda allra í leiðinni.<br />

Ég vona að framansagt varpi ein hverju ljósi á hvað letur<br />

í tölvu sé og fæli engan frá því að henda sér út í að bæta<br />

við það úrval sem fyrir er með flottu letri. Það sér ekki fyrir<br />

endan á þessari þróun og er pláss fyrir fullt af nýju letri,<br />

sem betur fer.


20<br />

Í smásögunni The Man That Was Used Up eftir rómantík er inn<br />

Edgar Allan Poe, frá árinu 1843, segir frá hershöfðingja sem<br />

hafði tapað fleiru en orustum á tíma sín um í hernum og er<br />

nú sam settur úr hinum ýmsu gervi útlimum og stoð tækjum.<br />

Her shöfð ing inn gat ekki látið sjá sig meðal al mennings nema<br />

að stoð ar menn hans hefðu skrúf að á hann hvern einn og<br />

ein asta útlim hans um morg un inn. Í raun var lítið líf rænt við<br />

hers höfð ing jann fyrir utan huga hans og heila en rest in af<br />

lík ama og út lim um voru ó líf ræn, jafn vel tunga hans og augu.<br />

VÉLRÆN STOÐTÆKI<br />

Í ÞÁGU LISTARINNAR<br />

Krista Hall<br />

¹ Úlfhildur Dagsdóttir, „Sæborgir í bókmenntum“, Sæborgin:<br />

Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika, Háskólaútgáfan<br />

gaf út, Reykjavík, 2011, bls. 27–41.<br />

² Úlfhildur Dagsdóttir, „Inngangur“,<br />

Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni<br />

í ævintýri og veruleika, bls. 16–17.<br />

³ Amber Case, We Are All Cyborgs Now,<br />

TED Talks, desember 2010.<br />

Frá sag nir af slík um verum sem í senn voru líf ræn ar og<br />

ó líf rænar hafa verið til í vís inda skáld skap og kvik mynd um í<br />

nokkur hund ruð ár en hug tak ið sem í dag legu tali er haft yfir<br />

slík ar verur, sæ borg ir, birt ist þó ekki fyrr en árið 1960 í grein<br />

eftir geð lækn inn Nathan S. Kline og verk fræð ing inn Manfred<br />

Clynes. Vísinda skáld sagan um skrím sli Franken steins, eftir<br />

Mary Shelley frá ár inu 1818, er allra jafna nefnd for móðir<br />

sæ borg ar innar en vís indamaður inn Franken steins skap aði<br />

skrím slið úr lík amspört um bæði manna og dýra á til raun a-<br />

stofu sinni með til heyr andi tækni og raf magns fyrir bærum,<br />

skrúf um og blikk andi ljós um.¹<br />

Orð ið sæ borg er ís lensk að úr enska orðinu cyborg og er<br />

til kom ið af sam runa tveggja hug taka, annars vegar heit inu<br />

yfir stýri fræði, cybernetics, og hins vegar heit inu yfir<br />

líf veru eða líf ræna heild með líf ræna starf semi, organ ism.<br />

Í bók inni Sæ borg in eftir Úlfhildi Dags dóttir er hugtak ið<br />

sæ borg skil greint í sinni ein föld ustu mynd sem líf vera sem<br />

er að nokkru leyti vél ræn, eða vél sem er að nokkru leyti<br />

líf ræn. Líf veran er þannig sköp uð af sam blandi bæði líf -<br />

rænna og ó líf rænna efna og þarf að vera háð hvoru tveggja<br />

til að geta kallast sæ borg². Í dag má segja að sæborg ir nar<br />

hafi færst úr skáld skap num og inn í raun veru leik ann. Með<br />

enda laus um og sí fellt vax andi mögu leik um tækn innar hefur<br />

fjöldi fólks mark visst unnið að því að auka ýmist skyn jun<br />

sína eða færni með vél ræn um stoðtækj um og geta þannig<br />

skil greint sig sem sæ borg ir. Hugtak ið sæ borg er að sjálf -<br />

sögðu afar vítt og mætti jafn vel færa rök fyrir því að við<br />

séum öll sæ borg ir, líkt og sæ borg ar fræð ing ur inn Amber<br />

Case heldur fram³, þar sem við séum ávallt með síma,<br />

far tölvur, spjald tölvur eða aðrar ó líf ræn ar fram leng ing ar<br />

við hönd líkt og um auka út lim sé að ræða og göng um<br />

jafn vel það langt að segjast ekki getað lifað án símans eða<br />

tölv unnar. Jafn vel væri hægt að fjalla um íþrótta fólk líkt


21<br />

Vélræn stoðtæki í þágu listarinnar<br />

og tennis spil ara sem sæ borg ir þar sem margir hverjir tala<br />

um tennis spað ann sem auka út lim og segjast ekki lengur<br />

þurfa að hugsa til að slá með tennis spað anum, heldur sé<br />

hann orð inn eins konar fram leng ing af hendi þeirra. Sömu<br />

sögu má segja um samú ræja og bog færni þeirra. Í mörg ár<br />

þjálf uðu þeir hug ann til að fram kvæma án þess að hugsa<br />

og ein beittu sér þess í stað að því að bog inn og lík am inn<br />

rynnu saman í eitt. Á end anum var þeim orðið jafn eðlislægt<br />

að skjóta með boga og að beygja fingur eða blikka<br />

aug um. Hið líf ræna og hið ó líf ræna rennur þannig saman<br />

í eitt. Í vís inda skáldskap num eru sæ borg irnar oft gæddar<br />

þeim eigin leikum að geta stokkið hærra, hlaup ið hraðar,<br />

heyrt betur eða séð lengra en „venju legar“ líf verur. Í dag<br />

eru hin svegar dæmi um raun veru legar sæ borgir allt í<br />

kring um okkur sem búa yfir sömu eigin leik um og verur<br />

í vísinda skáld skap. Ýmist sökum þess að hafa misst út limi<br />

í slysi, hafa fæðst með enga lita sýn eða hrein lega sök um<br />

for vitni eiga þessir aðilar það sameigin legt að hafa nýtt sér<br />

tækn ina til að auka lík am lega getu sína til muna. Dæmin um<br />

þessar ó líf rænu við bætur sem sæ borg ir hafa látið tengja<br />

við lík ama sinn eru afar fjölbreytt. Allt frá USB-kubb sem<br />

Jerry Jalava lét græða í fing ur inn á sér eftir að hafa misst<br />

framan af löngu töng í mótór hjóla slysi, til Orgasma tron,<br />

snerti sem grædd ur er í konur til að hjálpa þeim að upplifa<br />

full næg ing ar. Af þeim sí vax andi fjölda fólks sem nú skil -<br />

greinir sig sem sæborg ir eru nokkur dæmi um sæ borg ir<br />

sem allar eiga það sameigin legt að nýta þessar við bæt ur<br />

á skap andi hátt í þágu list ar innar.<br />

Í TED fyrir lestri frá árinu 2012 lýsir<br />

Harbisson lífi sínu sem sæ borg og<br />

segir að nótt ina sem hann byrj aði<br />

að dreyma í lit í fyrsta skipti hafi hann<br />

átt að sig á því að hann væri orð inn<br />

sæ borg; eyeborg-in og lík ami hans<br />

voru runnin saman í eitt. Í fyrir lestrinum<br />

segir Harbisson líf sitt vissu lega<br />

hafa breyst til batn aðar eftir að hann<br />

fór að heyra liti og að ferð í mat vöruverslun<br />

ina sé líkt og að vera staddur<br />

á skemmti stað með marg vís legri<br />

tón list í gangi, þá sér stak lega þegar<br />

hann gangi fram hjá lit ríkum rekkum<br />

með hrein gerningar varningi.<br />

„ … en tækið nemur litatíðni og sendir skilaboð<br />

í litla tölvuflögu sem föst er aftan á höfði hans og<br />

gerir honum kleift að heyra litina sem við hin sjáum.“<br />

Maður inn sem heyrir liti Ef leit að er að sæ borg um á Inter -<br />

net inu er lista maður inn og aðgerðasinninn Neil Harbisson<br />

ætíð ofar lega á lista. Harbisson hefur verið ötull tals maður<br />

sæ borga og stofn aði meðal annars The Cyborg Foundation<br />

sem að stoðar fólk við að gerast sæ borg ir og ver rétt indi<br />

sæ borga í sam félag inu. Harbisson fædd ist með afar sjald -<br />

gæfa lit blindu sem gerði það að verk um að hann sá eingöngu<br />

í svart hvítu allt fram til ársins 2004, þegar hann<br />

kynntist tölvu nar fræð ing num Adam Montana. Saman<br />

þró uðu þeir stoð tæki sem Harbisson nefndi eyeborg en<br />

tæk ið nemur lita tíðni og sendir skila boð í litla tölvu flögu<br />

sem föst er aftan á höfði hans og gerir honum kleift að<br />

heyra lit ina sem við hin sjáum.<br />

Lista verk Harbisson eru unnin út frá<br />

þeim eigin leika að geta heyrt liti og<br />

ein blína því gjarna á sam band mannfólks<br />

og lita. Meðal verka hans eru<br />

hljóð-port rett af fólki sem hann býr<br />

til með því að hlusta á lit ina í and lit um<br />

þeirra, verk efnið City Colours frá 2007<br />

þar sem hann ferð að ist til 50 borga og<br />

hlust aði eftir ein kennis litum borg ana<br />

sem hann yfir færði í mál verk og málverka<br />

röð in Colour Scores sem inniheldur<br />

fyrstu hund rað nótur þekktra<br />

tón verka yfir færða í liti á striga.<br />

Upptökuvél í stað augasteins Kvikmynda<br />

gerðamaðurinn Rob Spence<br />

slasaðist illa á auga í skotbar daga.<br />

Hann lét sér hins vegar ekki nægja<br />

að fá hefð bund ið gervi auga í stað<br />

skadd aða augans heldur lét hann<br />

græða í sig heldur sér stakt stoð tæki


23<br />

Vélræn stoðtæki í þágu listarinnar<br />

sem inni heldur upp töku vél. Líkt og Neil Harbisson, kallar<br />

Spence tæki sitt eye borg. Þó mynda vél in sé ekki tengd<br />

við taug ar Spence né heila, getur vélin tekið upp allt sem<br />

Spence sér – sem er jú afar hentugt fyrir kvik mynda gerð armann.<br />

Spence og Harbisson eiga það einnig sam eigin legt að<br />

vera öflugir tals menn sæ borga en Spence hefur haldið úti<br />

bloggi um eye borg -ina og líf sitt frá árinu 2009. Tölvu leikjafram<br />

leið end ur nir Square Enix hafa nýtt sér eye borg Spence<br />

í kynn ing ar á tölvu leik num Deus Ex: Human Revolution,<br />

sæber pönk tölvu leik sem gerist árið 2025 þar sem aðalhetjan<br />

skartar vél ræn um stoð tækjum eftir að hafa misst<br />

út limi í hryðju verka árás. Í kynningar efni fyrir tölvu leik inn<br />

rann sakar Spence stoð tæki, stýri fræði og hinar ýmsu<br />

lík amsvið bætur og leitar svara við spurn ingunni um hversu<br />

ná lægt þeirri fram tíð sem varpað er fram í tölvu leik num<br />

við séum í raun og veru.<br />

Er mannslíkaminn úreltur? Stelios Arcadiou, betur þekk tur<br />

sem Stelarc, er gjörn inga lista maður sem heldur því fram<br />

að manns lík aminn sé úr eltur. Til að sanna kenn ingu sína<br />

hefur hann meðal annars látið græða gervi eyra í vinstri<br />

hand legg sinn (það tók hann að vísu tíu ár að finna lækni<br />

sem var til búin að fram kvæma ígræðsluna) og í annari til -<br />

raun tengdi hann líkama sinn við tölvu með þar til gerð um<br />

rafl eiðslum sem gerðu fólki kleift að stjórna vöðvum hans<br />

yfir Internetið.<br />

Ef sæ borg ir eru nú þegar farnar að nýta sér tækni og ýmis<br />

konar vél ræn stoð tæki í þágu list ar inn ar er auð velt fyrir<br />

hug ann að fara á flug og ímynda sér hvað fram tíð sæ borga<br />

og stoð tækja beri í skauti sér. Til dæmis má ímynda sér að<br />

hent ugt væri fyrir lista menn að láta græða ör smáa skjávarpa<br />

í ennið á sér svo hægt væri að varpa list a verk um<br />

á hvaða vegg sem er, hvar sem er. Eða að tón list ar menn<br />

gætu látið græða hljóð kubba í fingur góm a sína og þannig<br />

spil að tón list á hvaða yfir borði sem er, hvar sem er.<br />

„Til að sanna kenningu sína hefur hann meðal annars<br />

látið græða gervieyra í vinstri handlegg sinn … “<br />

Auð vit að er eng in leið að vita hvernig fram tíð in verður en<br />

tækni væð ing líka ma ns er nú þegar orðin að raun veru leika.<br />

Með hug mynda flug ið og þekk ing una (og fjármagnið) að<br />

vopni er kannski ekki svo fjar stæðu kennt að vél rænir út l imir<br />

og ígræddir tölvu kubbar verður staðal búnaður líf vera og<br />

að á enda num sjáum við ekkert ó eðli legt við að mæta<br />

mann eskju úti á götu sem svipar til Inspector Gadget<br />

með hin ýmsu tæki og tól fastgróin við líkamann.


Árið 1833 stóð ungur vísindamaður undir sólríkum ítölskum<br />

himni við Comovatn og lét sig dreyma um að endurskapa<br />

heiminn á pappír. Hann var flinkur að teikna – en samt ekki<br />

nægilega flinkur fannst honum. Það var erfitt að fanga<br />

óreglulegar línurnar í náttúrunni – gárurnar á spegilsléttu<br />

vatninu, skýjafarið, grasið og jörðina sem hann fann fyrir<br />

undir fótum sér. Kannski lét hann sig dreyma um að sýna<br />

systur sinni þessa fegurð sem umvafði hann í hitamistrinu,<br />

kannski vildi hann deila þessu með ástkonu sinni, og seinna<br />

meir börnunum. Hann var ekki endilega sá besti til að segja<br />

frá eða draga upp myndir með orðum. Ungi maðurinn sem<br />

kallaður var Henry Fox Talbot var stærðfræðingur og<br />

mál vísindamaður og nú stóð hann við Comovatn með<br />

blý ant inn í hendinni og reyndi að ná betri tökum á þeirri<br />

tækni sem fólst í því að endur skapa skugga sólarinnar<br />

og útlínur náttúrunnar með hjálp birtukassans.<br />

SKAPANDI ANGIST<br />

Sigrún Alba Sigurðardóttir<br />

25<br />

¹ Alan Trachtenberg (ristjóri), Classic Essays on Photography,<br />

Leet’s Island Books, 1980, bls. 29. Mín þýðing.<br />

Birtukassinn eða birtuvélin sem á latínu kallaðist camera<br />

lucida var kassalaga hlutur, gerður úr fjórum prismum.<br />

Fyrir neðan prismun lá pappírsblað. Prismun endur vörp uðu<br />

skuggamynd af þeim veruleika sem unnt var að fanga á<br />

blaðið. Tækið hafði verið fundið upp af samlanda Talbots,<br />

Englendingnum William Hyde Wollaston árið 1807, og byggði<br />

á svipaðri hugmynd og lá myrkarvélinni frægu, camera<br />

obscura, til grundvallar. Báðar vélarnar voru hugsaðar til<br />

þess að auðvelda manninum að draga upp nákvæma og<br />

sanna mynd af veruleikanum. Camera obscura hafði verið<br />

notuð í einhverri mynd af listamönnum og vísinda mönnum<br />

allt frá því á 4. öld fyrir Krist en náði mestum vinsældum<br />

meðal listamanna og fræðimanna á endur reisnartímanum.<br />

Camera obscura byggði á þeirri uppfinningu að með því<br />

að gera örlítið gat á svartan kassa eða lokað og glugga -<br />

laust her bergi er unnt að fá geisla sólarinnar til að varpa<br />

skugga mynd (á hvolfi) á vegg eða gagnstæða hlið kassans.<br />

Á 16., 17., og 18. öld þróaðist camera obscura í ýmsum<br />

útgáfum en svo virðist sem það hafi ekki verið fyrr en<br />

um aldamótin 1800 sem menn fóru að velta því alvarlega<br />

fyrir sér hvernig mætti gera skugga myndina varanlega<br />

og þurfa þá ekki lengur að treysta á ófull nægjandi teiknihæfileika<br />

mannsins.<br />

Ég sé Talbot fyrir mér í klæðskerasaumuðu jakkaföt unum<br />

sínum. Hann andvarpar mæðulega, krumpar teikninguna<br />

í höndum sér og horfir út yfir vatnið. Þá fær hann skyndilega<br />

hugljómun sem hann á síðar eftir að lýsa svo: „Allt<br />

í einu fékk ég þessa hugmynd […] hversu dásamlegt væri<br />

það ef hægt væri að fá náttúruna sjálfa til að skilja eftir<br />

sig varanlega mynd á pappírnum.¹


Sigrún Alba Sigurðardóttir<br />

26<br />

Að fá náttúruna sjálfa til að skilja<br />

eftir sig varanlega mynd! Var þetta<br />

ekki frábær hugmynd. Jú, það finnst<br />

mér – en ég er nokkuð viss um að hún<br />

datt ekki af himnum ofan. Kannski<br />

hafði Talbot sötrað á ítölsku hvítvíni<br />

og tekið þátt í samræðum um að<br />

í Frakklandi væri maður að nafni<br />

Niépce sem unnið hefði árum saman<br />

að uppfinningu sem kallaðist sólarskrift,<br />

heliographia, og gekk í stórum<br />

dráttum út á að fá náttúruna sjálfa,<br />

sólarljósið, til að skilja eftir sig ummerki<br />

á ljósnæmum fleti. „Hversu<br />

falleg hugmynd”, hefur Talbot ef til<br />

vill hugsað með sér áður en hann<br />

snéri sér við og blandaði sér í sam -<br />

ræður um latneska málfræði og<br />

nýjustu kenningar í málvísindum.<br />

Kannski hafði Talbot gleymt þessu<br />

samtali þegar hann stóð við Como vatn<br />

og hugmyndin kom til hans. Kannski<br />

hafði það aldrei átt sér stað. En það<br />

lá eitthvað í loftinu, því var ekki hægt<br />

að neita. Á fyrstu áratugum 19. aldar<br />

unnu menn að því, hver í sínu horni,<br />

í Brasilíu, Bandaríkjunum, Bretlandi<br />

og Frakklandi, að finna upp það sem<br />

síðar var kallað ljósmynd.<br />

Þegar Henry Fox Talbot snéri aftur<br />

til Englands hóf hann að gera til raunir<br />

með ólíkar efnafræðiblöndur – allt<br />

í þeim tilgangi að festa þá mynd sem<br />

birtist í camera lucida varanlega á<br />

pappír. Rúmlega fimm árum síðar,<br />

snemma árs árið 1839, kynnti hann<br />

loks uppfinningu sína fyrir bresku<br />

vísindaakademíunni. Talbot hafði<br />

fundið upp aðferð til að framkalla<br />

ljósmyndanegatífu og varpa henni<br />

á pappír. Nokkrum mánuðum síðar<br />

tókst honum að breyta negatífunni<br />

í pósitífu þannig að sú mynd sem<br />

birtist á pappírnum var eftirmynd<br />

þess sem myndað var en ekki spegilmynd<br />

þess. Talbot vann næstu árin<br />

að því að þróa uppfinningu sína en<br />

helsta vandamálið var að takmarka<br />

þann tíma sem ljósopið þurfti að vera<br />

opið og finna upp aðferð sem kæmi í veg fyrir að ljós myndin<br />

dofnaði með tímanum. Árið 1840 hafði Talbot náð ásættanlegum<br />

árangri og fékk hann þá einkaleyfi á þeirri tækni sem<br />

hann hafði þróað. Uppfinning hans til að festa mynd á pappír<br />

var kölluð Talbottýpa en einnig nefnd kalótýpa með vísun í<br />

gríska orðið kalos sem merkir fagur. Talbot var fyrstur til að<br />

finna upp aðferð sem gerði fólki mögulegt að festa mynd á<br />

pappír – aðrir vísindamenn höfðu nær eingöngu unnið með<br />

silfurplötur, koparplötur og glerplötur, en pappírinn var það<br />

efni sem Talbot sá fyrir sér að væri hentugast. Talbot var<br />

einnig fyrstur til þess að gefa út ljósmyndabók. Hann kallaði<br />

hana Blýant náttúrunnar, The Pencil of Nature, og vildi þannig<br />

undirstrika það sem hann vissi sjálfur að var blekking, að<br />

ljós myndin væri hrein endurbirting veruleikans og væri í þeim<br />

skilningi alltaf sönn. Talbot vissi nefnilega að til þess að selja<br />

hug myndina var mikilvægt að svala þrá fólks eftir að ná taki<br />

á raun veruleikanum sjálfum, þessari þrá sem hann hafði<br />

sjálfur fundið svo sterklega fyrir við Comovatnið. Öll markaðs­<br />

setning á ljósmyndinni fyrstu árin og áratugina gekk því út<br />

á að sannfæra fólk um að ljósmyndin væri hrein endurbirting<br />

veruleikans og þar af leiðandi alltaf sönn mynd af veru leikanum.<br />

Í Frakklandi var annar upp finninga maður, Louis­<br />

Jacques Mandé Daguerre, sem komst svo að orði:<br />

Hver sem er mun, með aðstoð [ljósmyndarinnar], geta<br />

búið til mynd af kastala sínum eða sumarhúsi: Fólk mun<br />

koma sér upp myndasöfnum með myndum af öllu mögulegu,<br />

þau munu verða einstaklega dýrmæt því að listin mun<br />

aldrei geta endurskapað veruleikann af sömu nákvæmni,<br />

þar fyrir utan getur birtan ekki breytt þeim. Það verður<br />

jafnvel hægt að búa til portrett af fólki, en það er rétt að<br />

hreyfing fyrirmyndarinnar getur í sumum tilvikum skapað<br />

vandamál [sem við þurfum að yfirstíga] til að árangurinn<br />

verði fullkominn. […] Þeir sem hafa nægar frístundir munu<br />

hrífast af þessari nýju tóm stunda iðju, og jafnvel þó að<br />

niðurstaðan mótist af efnafræðilegum aðferðum, mun<br />

þessi einfalda tækni veita dömum mikla ánægju.²<br />

Niðurstaðan er því sú að Daguerreótýpan er ekki aðeins tæki<br />

sem nota má til að draga upp mynd af náttúrunni; öllu heldur<br />

er um að ræða efna­ og eðlisfræðilegt ferli sem gerir náttúrunni<br />

kleift að endurskapa sjálfa sig. Daguerre kynnti uppfinningu<br />

sína undir þeim formerkjum að hér væri komin aðferð<br />

sem gerði manninum mögulegt að fanga veruleikann á hlut­<br />

lægan hátt. Samkvæmt Daguerre var um að ræða aðferð sem<br />

gerði náttúrunni sjálfri mögulegt að endurskapa sjálfa sig, eða<br />

klóna sig ef svo má að orði komast. Ljósmyndin var því ekki<br />

listmiðill heldur vísindalegur búnaður sem miðaði að því að<br />

skilja veruleikann betur, líkt og sjónaukinn eða smásjáin.<br />

² Alan Trachtenberg (ristjóri), Classic Essays on Photography,<br />

Leet’s Island Books, 1980, bls. 12–13. Mín þýðing.


27<br />

Skapandi angist<br />

Þrátt fyrir að bæði Daguerre og Talbot hafi farið þessa<br />

leið í markaðssetningu á uppfinningunni sem síðar var<br />

kölluð ljós mynd vissu þeir báðir betur. Séu bréf og aðrar<br />

persónu legar heimildir skoðaðar kemur glögglega í ljós<br />

að þeir voru báðir tveir mjög meðvitaðir um að ljós myndin<br />

væri ekki hlutlaus heimild um veruleikann heldur hefði<br />

ljósmyndarinn sjálfur heilmikla möguleika á að draga fram<br />

ákveðið sjónarhorn á veruleikann og setja sitt persónulega<br />

sjónarhorn fram eins og um algildan sannleika væri að<br />

ræða. Talbot gerði fjölda tilrauna með ljósmyndina, bæði<br />

á vettvangi og í myrkrarherberginu. Meðal þess sem hann<br />

prófaði sig áfram með voru tilraunir með ytra form ljósmyndarinnar.<br />

Hann áttaði sig á því að hið ferhyrnda form<br />

sem við höfum tilhneigingu til að tengja við trúverðugleika<br />

ljósmyndarinnar hefur ekkert með sýn mannsins á veruleikann<br />

sjálfan að gera. Trúverðugleiki ferhyrningsins er<br />

menningarleg afurð sem skapast hefur í gegnum ald irnar<br />

og tengist því formi sem listasagan hefur kennt okkur að<br />

líta á sem hið „eðlilega“ eða „upprunalega“ form. Í gegnum<br />

tíðina hefur hið ferhyrnda form fengið á sig stimpil sem hin<br />

rétta eða sanna umgjörð myndarinnar. Við erum vön því að<br />

horfa á veröldina í kringum okkur í ferhyrndri mynd, hvort<br />

sem við horfum í gegnum glugga, í spegil eða á ljósmynd.<br />

Þessi vani gerir það að verkum að við hættum smám saman<br />

að taka eftir þeirri umgjörð sem hinn ferhyrndi rammi<br />

býr til. Það eru því menningarlegar ástæður fyrir því að<br />

trú verðugleiki ferhyrndra ljósmynda er meiri en þeirra<br />

ljósmynda sem eru hringlaga eða hafa óreglulegt form.<br />

Talbot gerði tilraunir með að birta ljósmyndir sínar ekki<br />

í ferhyrndu formi heldur með sex eða átta horn og vildi<br />

þannig vekja athygli á því að sá veruleiki sem ljósmyndin<br />

birtir okkur er ætíð af markaður og inn rammaður. Ljósmyndin<br />

sýnir ætíð eitthvað afmarkað sjón ar horn og það<br />

sem er kannski enn undarlegra: Hún sýnir okkur heiminn<br />

eins og hann er aldrei í raun – sem frosið augnablik –<br />

óháðan flæði tímans. Hverju ætli ljósmyndin hafi breytt<br />

um skynjun okkar og skilning á hugmyndinni um eitt<br />

augnablik, eitt andartak, eitt sekúndubrot.<br />

Talbot leit á sig sem listamann ekki síður en vísindamann.<br />

Hann trúði ekki algjörlega á hvítu goðsögnina um ljósmyndina<br />

sem hann hélt á lofti þegar hann var að stíga sín<br />

fyrstu skref sem uppfinningamaður. Hvíta goðsögnin um<br />

ljósmyndina byggir á þeirri hugmynd að það sé veruleikinn<br />

sjálfur, náttúran sjálf, sem skilji eftir sig ákveðin ummerki<br />

á myndinni. Ljósmyndin er í þeim skilningi hrein endurbirting<br />

veruleikans. Andstæða hvítu goðsagnarinnar er<br />

svarta goðsögnin en hún gengur í stuttu máli út á að<br />

skilgreina ljósmyndina sem huglæga afurð ljósmyndarans<br />

sem velur sér sjónar horn og merkingu ljósmyndarinnar<br />

sem huglæga túlkun áhorfandans<br />

sem túlkar hverja mynd út frá eigin<br />

forsendum eingöngu. Svarta goðsögnin<br />

gerir því í raun ekki ráð fyrir<br />

að ljós myndin birti ekki annað en<br />

það sem ljós myndarinn vilji sýna<br />

og það sem áhorfandinn vill sjá eða<br />

telur sig sjá. Þrátt fyrir að Talbot hafi<br />

sett spurn ingarmerki við sannleiksgildi<br />

ljós myndarinnar var svarta<br />

goð sögnin mjög fjarri hans hugarheimi<br />

og í raun má segja að hún hafi<br />

ekki fengið byr undir báða vængi fyrr<br />

en á síðari hluta tuttugustu aldar.<br />

Svarta goð sögnin fellur nefnilega eins<br />

og flís við rass að póstmódern ískum<br />

hugmyndum um heiminn sem gera<br />

ráð fyrir að sannleikurinn sé ætíð og<br />

eingöngu huglægur og háður sjónarhorni,<br />

skilningi og forsendum rannsakandans/áhorfandans/lesandans<br />

hverju sinni. Sannleikurinn er í þeim<br />

skilningi ekki til nema í túlkun<br />

hvers og eins.<br />

Þessi hugmynd póstmódernismans<br />

um sannleikann er þó ekki eins frumleg<br />

og margir hafa viljað láta. Líkt<br />

og ljós myndin á hún rætur sínar að<br />

stórum hluta í þeim tíðar anda og<br />

hugar heimi sem einkenndi upphaf<br />

nítjándu aldar. Heim spek ingurinn<br />

Michel Foucault hefur fjallað um það<br />

í löngu og nákvæmu máli hvernig<br />

vest ræn hugsun breyttist undir lok<br />

18. aldar og við byrjun þeirrar nítjándu.<br />

Fyrir til stuðlan heim spek inga eins<br />

og Immanuels Kant áttuðu menn og<br />

konur sig ekki aðeins á því að sannleikurinn<br />

um heiminn væri háður<br />

sjónarhorni þeirra sjálfra heldur<br />

einnig að það gæti skapað ákveðin<br />

vandmál. Hvaða sjónar horn var rétt?<br />

Hvernig var unnt að komast að hinu<br />

sanna? Sjálfs veran var ekki lengur<br />

hluti af heim inum heldur hluti í<br />

heiminum og það sem meira var<br />

hlutur í heiminum. Þetta olli djúpri<br />

sálarangist en til allrar hamingju<br />

reyndist þessi sálarangist vera


Sigrún Alba Sigurðardóttir<br />

28<br />

skapandi angist. Í því skyni að vinna<br />

bug á hinu afstæða sjónar horni og<br />

hug læga mati flykt ust vísinda menn<br />

víða um heim inn á rann sóknarstofur<br />

og bóka söfn í því skyni að finna lausnir.<br />

Í hug vís indum voru skil greindar nákvæmar<br />

að ferðir sem áttu að tryggja<br />

það að sú saga sem væri sögð væri<br />

sannar lega sönn en ekki háð dutt lungum<br />

hvers og eins, það sama gerðist<br />

í líf vísindum og raun greinum. Smásjáin<br />

var fundin upp – sjón aukinn líka –<br />

hljóðupp töku búnaður inn og að lokum<br />

ljós myndin. Allt í þeim tilgangi að reyna<br />

að yfir stíga tak mark anir manns ins og<br />

komast dýpra og lengra nær sannleikanum<br />

um heiminn eins og hann<br />

raun verulega var.<br />

Angistin skapaði þó ekki endilega<br />

samkennd meðal fólks. Stundum<br />

var langt á milli þeirra sem hugsuðu<br />

eins og vildu það sama, en í öðrum<br />

til vikum var það keppnisskapið og<br />

metorðagirndin sem kom í veg fyrir<br />

að fólk gæti unnið saman. Í París<br />

kepptust tveir snillingar að því að<br />

ná fullkomnun á uppfinningum sem<br />

voru á margan hátt keimlíkar. Annar<br />

þeirra var áðurnefndur Daguerre en<br />

hinn hét Hippolyte Bayard.<br />

Þann 7. janúar 1839 kynnti Dagu erre<br />

uppgötvun sína fyrir Frönsku vísinda ­<br />

akadem íunni og fékk einka leyfi fyrir<br />

henni. Sjö mánuðum síðar, þann 19.<br />

ágúst 1839, keypti Franska vísindaakademían<br />

einkaleyfið af Daguerre<br />

og gerði leyndarmálið á bakvið ljósmyndina<br />

opinbert. Þar með gat hver<br />

sem er (eða svotil) tekið ljósmynd og<br />

framkallað hana. Fjöldi fólks, bæði<br />

karlmenn og kvenmenn, urðu fljótir<br />

til að tileinka sér þessa aðferð sem<br />

vísinda akademían hafði svipt hulunni<br />

af. Aðferð Daguerre var fólgin í því að<br />

silfurnítrat var borið á koparplötu og<br />

yfirborð hennar síðan gert ljósnæmt<br />

með joðblöndu. Platan var því næst<br />

lýst í myndavél, framkölluð í kvikasilfurs<br />

gufu og að lokum gerð varanleg með því að baða hana<br />

í heitri matar saltsupplausn. Uppfinningin var kölluð eftir<br />

„höfundi“ sínum og nefnd Daguerreótýpa. Það sem fyrst<br />

og fremst greindi á milli hennar og þeirra til rauna sem áður<br />

höfðu verið þekktar, var hversu lítinn tíma þurfti til að taka<br />

myndina sjálfa, hversu skýr útkoman var miðað við það sem<br />

áður hafði sést og hversu stöðug efna blandan var. Við bestu<br />

skilyrði tók aðeins um þrjár mín útur að taka eina mynd en<br />

tíminn var þó háður ytri skilyrðum nátt úrunnar. Til að mynda<br />

tók það allt að tíu sinnum lengri tíma að taka Daguerrótýpu<br />

síðdegis um miðjan vetur í París en það gerði um hádegisbil<br />

á sólríkum sumardegi í Suður- Frakklandi.<br />

Daguerre varð fljótlega heimsfrægur í Frakklandi, sannkölluð<br />

þjóðhetja. Hann varð ekki bara vinsæll á einni nóttu heldur<br />

einnig ríkur. Daguerre gerði samning við franska ríkið sem<br />

tryggði honum nægt fé til að lifa í vellystingum allt til dauðadags.<br />

Það voru þó ekki allir jafn hrifnir. Annars staðar í París<br />

sat þungbrýnn maður og nagaði sig í handarbökin. Hann hét<br />

Hippolyte Bayard og hafði sjálfur unnið að upp finningu í þrjú<br />

ár sem var ekki svo ósvipuð uppfinningu Daguerres og kannski<br />

jafnvel betri. Þrátt fyrir vonbrigðin sem helltust yfir Bayard<br />

þegar Daguerre tilkynnti uppfinn ingu sína ákvað hann að<br />

gefast ekki upp. Í byrjun febrúar árið 1839, aðeins tæpum<br />

mánuði eftir að Vísindaakademían útnefndi Daguerre föður<br />

ljósmyndatækninnar, tókst Bayard að búa til ljósmynda-negatífur<br />

sem hann framkallaði á pappír. Fimm mánuðum síðar<br />

hélt hann ljósmyndasýningu með þrettán myndum og hlaut<br />

mikið lof fyrir. Ljósmyndir Bayards þóttu taka myndum<br />

Daguerre að mörgu leyti fram, bæði voru þær framleiddar<br />

á pappír og þurftu því ekki eins viðamikla umgjörð og<br />

Daguerre ótýpurnar sem jafnan voru varðveittar í þungum<br />

öskjum, og á hinn bóginn þóttu þær hafa mikið listrænt gildi.<br />

Birtan í myndum hans var mjúk og ljósmyndir hans þóttu á<br />

undraverðan hátt sameina ásjónu raunveru leikans og fantasíu<br />

draumanna. Bayard leit fyrst og fremst á sig sem listamann –<br />

svo sem vísindamann – og kannski spurði hann sjálfan sig<br />

hvort það væri virkilega nauðsynlegt að greina þarna á milli.<br />

Þrátt fyrir jákvæða umfjöllun og stuðning listamanna í París<br />

hlaut Bayard ekki náð fyrir augum Vísindaakademíunnar<br />

og þar af leiðandi hvorki þá virðingu né þann fjárhagslega<br />

ávinning sem Daguerre hafði hlotnast. Bayard fékk útrás<br />

fyrir reiði sína og tilfinningar með því að sviðsetja eigin örlög.<br />

Þrjár ljósmyndir sem allar eru hluti af sömu seríu og hann<br />

kallaði Le Noyé eða Sá drukknaði eru fyrstu ljósmyndir<br />

sögunnar sem má kalla tilfinningalegar sjálfsmyndir, það er<br />

að segja ljós myndir sem ekki er aðeins ætlað að sýna ásjónu<br />

mannsins (eins og hún raunverulega er), heldur endurspegla<br />

tilfinn ingalíf hans og hugmyndaheim. Um er að ræða þrjár


29<br />

Skapandi angist<br />

myndir sem allar sýna Bayard nakinn (með ábreiðu yfir sér<br />

sem skýlir neðri hluta líkamans), og með lokuð augu. Hann<br />

situr á stól, við hlið hans er stráhattur lítið borð, grískur vasi<br />

og lítil myndastytta.<br />

Sú staðreynd að Bayard sviðsetti sjálfan sig með lokuð a ugun<br />

er athyglisvert og minnir okkur á að aldrei fyrr í sögunni hafði<br />

maðurinn getað séð sjálfan sig með lokuð augu. Sú staðreynd<br />

að ljósmyndin gerir okkur kleift að sjá okkur sjálf með lokuð<br />

augu undirstrikar jafnframt tengsl ljósmyndarinnar við dauðann.<br />

Þegar við lokum augunum hefur það yfirl eitt þær afleiðingar<br />

að við hverfum inn í eigin vitund, inn í eigin hugar heim<br />

eða á vit drauma. Þegar við horfum á sjálf okkur með lokuð<br />

augun upplifum við okkur aftur á móti sem viðfang annarra,<br />

sem hluti í hlutveru leikanum. Bayard sviðsetti sjálfan sig sem<br />

hlut á meðal hluta, viðfang fremur en sjálfsveru, um leið og<br />

hann minnti okkur á hlutskipti sitt. Bayard óttaðist ef til vill<br />

að verða gleymskunni að bráð, að skilja ekkert eftir sig nema<br />

fáeinar ljósmyndir sem myndu eyðast og gleymast. Aftan á<br />

eina ljósmyndina skrifaði hann:<br />

Líkaminn sem þið sjáið hér er líkami herra Bayards, þess<br />

hins sama og fann upp þá aðferð sem þú hefur rétt í þessu<br />

orðið vitni að […] Akademían, konungurinn og allir þeir<br />

sem séð hafa myndir hans, sem honum sjálfum fannst vera<br />

ófullkomnar, hafa dáðst jafn mikið að þeim og þú gerir á<br />

þessu augnabliki. Þær hafa fært honum mikla virðingu en<br />

hafa þó ekki fært honum svo mikið sem einn eyri. Ríkisstjórnin,<br />

sem var þegar búin að færa Daguerre of mikið,<br />

sagðist ekki geta gert neitt fyrir herra Bayard og sá<br />

óham ingjusami maður drekkti sér. Ó, hversu kjör manna<br />

geta verið hverful! Listamenn, fræði menn og blaðamenn<br />

veittu honum mikla athygli um árabil, en hér hefur hann<br />

fengið að dúsa í líkhúsinu í nokkra daga og enginn hefur<br />

borið kennsl á hann eða sótt hann. Dömur mínar og<br />

herrar, þið ættuð að halda ferð ykkar áfram ef þið viljið<br />

ekki misbjóða lyktarskyni ykkar, því að eins og sjá má,<br />

eru andlit og hendur herramannsins farin að rotna.³<br />

³ Michel Frizot (ritstjóri), A New History of Photography,<br />

Könemann, 1998, bls. 30, mín þýðing.<br />

Ef Bayard gæti séð okkur núna myndi sjálfsagt hlakka<br />

í honum, hann myndi ef til vill opna annað augað, blikka<br />

okkur og sofna sæll að nýju. Honum tókst nefnilega<br />

ætlunarverk sitt. Með því að sviðsetja eigin dauða (sem<br />

tilkomin var vegna óttans við að falla í gleymskunnar dá)<br />

og gera hann varanlegan í krafti þeirrar tækni sem hann<br />

fann sjálfur upp hefur honum tekist að móta eigin ódauðleika.<br />

Þessa ljósmynd má í dag finna í flestum yfirlitsritum<br />

og fræði bókum sem fjalla um upphaf ljósmyndunar. Ljósmyndinni<br />

sem ætlað er að túlka dauða hans hefur þannig<br />

gert hann ódauðlegan. [Mynd bls. 24]


30<br />

Alheimsvefurinn er mikilvægasti miðill í heiminum í dag<br />

og hefur margfalt meiri birtingarkraft en nokkur annar<br />

miðill í sögu mannkyns. Með litlum sem engum kostnaði<br />

er hægt að deila með þúsundum manna því sem manni<br />

liggur á hjarta, eigin listaverkum, skoðunum á heiminum<br />

eða hvað maður borðaði í morgunmat.<br />

Mannkynið hefur aldrei lesið jafn mikið og aldrei hefur<br />

verið jafn auðvelt að afla sér upplýsinga um hvað það sem<br />

hugurinn girnist. Allir geta fundið sér ótrúlegt magn af<br />

rituðu efni um áhugamál sitt eða atvinnu. Við getum, án<br />

þess að taka sérstaklega eftir því, verið búin að lesa mörg<br />

þúsund orð á dag. Í ljósi þessara breytinga á upplýsingaflæði<br />

heimsins er nú orðið mikilvægara en nokkru sinni<br />

fyrr að við sem listamenn séum meðvituðuð um það<br />

hvernig við ritstýrum því efni sem við látum frá okkur<br />

og leggjum lykku á leið okkar til að leggja metnað í að<br />

MARKAÐSSETNING<br />

Á NETINU<br />

Frosti Gnarr Gunnarsson<br />

kynna verkin okkar á þann hátt að fólki hafi ánægju af<br />

því að fylgjast með.<br />

Síðustu þrjú ár hef ég kennt námskeið um sjálfskynningu<br />

og ferilmöppugerð fyrir þriðja árs nema í grafískri hönnun<br />

við Listaháskólann. Þar kynni ég fyrir nemendum helstu<br />

miðla sem hönnuðir ættu að mínu mati að taka þátt í.<br />

Jafnframt kynni ég fyrir þeim mikilvægi þess að gefa<br />

upp nákvæma mynd af því sem þau eru að miðla.<br />

Ég ætla að reyna eftir mínu fremsta megni að útskýra<br />

hér undirstöðuatriðin í því að stunda kynningarstarf<br />

á eigin verk um á hinum ýmsu miðlum og gefa ráð um<br />

hvern ig hönn uðir og listamenn geta komið sér og verkefnum<br />

á framfæri.<br />

1. Heimasíða/ferilmappa Það er mjög mikilvægt fyrir alla<br />

í skapandi starfi að hafa eiginlega miðju, stað þar sem<br />

þeirra bestu verk eru geymd og hægt er að sækja allar<br />

helstu upp lýsingar um viðkomandi. Sú síða þarf að vera<br />

ein föld í notkun og þarf að gefa fljótlesna og skýra mynd af<br />

þeirri hæfni sem listamaðurinn býr yfir. Þegar ég hef fengið<br />

fyrir spurnir frá fólki sem vill koma að vinna fyrir mig hef<br />

ég séð hversu miklu máli þetta skiptir þar sem ég hef séð<br />

frábæra hönnuði með lélegar, óskýrar eða ljótar heimasíður<br />

og misst hrikalega mikið álit á verkum þeirra fyrir<br />

vikið. Það eru til margar góðar þjónustur sem bjóða upp<br />

á einfaldar leiðir til þess að gera heimasíðu eftir uppskrift,<br />

til dæmis Wordpress (www.wordpress.com), Cargo<br />

Collective (www.cargocollective.com) og Indexhibit<br />

(www.indexhibit.org).


31<br />

Markaðssetning á netinu<br />

2. Samfélagsmiðaðir kynningarmiðlar Til eru vett vangar<br />

sem miðast að því að veita notendum tækifæri til þess<br />

að setja upp verkin sín og tengjast öðrum úr skapandi<br />

grein um. Þessir miðlar eru eins og heimasíða fyrir utanað<br />

kom andi aðila en eins og samfélagsmiðill fyrir þá sem<br />

eru notendur. Þar er hægt að líka við og skrifa um mæli<br />

um verk annarra ásamt því að fylgja þeim sem notandanum<br />

þykja áhugaverðir. Dæmi um þessa tegund vettvanga<br />

eru m.a. Coroflot (www.coroflot.com), sem er fyrir<br />

allar skapandi greinar þó mikið sé um þrívíða hönnun þar,<br />

Behance (www.behance.net), sem er einnig opin öllum en<br />

hefur orðið vinsælli meðal tví víðra hönnuða og lista manna,<br />

Vimeo (www.vimeo.com), er bara fyrir mynd bands gerðarfólk<br />

en gott er að hafa myndböndin sín þar frekar en<br />

á YouTube þar sem að samfélagið inn á Vimeo er virkt<br />

í því að skrifa ummæli um verk hvers annars og mikil<br />

menning ríkir fyrir háum gæðum, og loks er Saatchi<br />

Online (www.saatchionline.com), vettvangur miðaður<br />

að mynd list, þar sem haldnar eru keppnir og er hægt<br />

að selja verkin sín.<br />

3. Samfélagsmiðlar Samfélagsmiðlar eru frábærir!<br />

#Égerekkiaðdjóka. Þegar kemur að því að deila vinnu<br />

sinni og lífi með fólki sem hefur áhuga er mjög mikil vægt<br />

að hafa nærveru sína sýnilega á sam félags miðlum. Í ritstýringu<br />

á þessum miðlum er gífurlega mikilvægt að segja<br />

góða sögu. Þú býður áhorf andanum/lesand anum með<br />

í ferðalag og mikil vægt er að þú veitir því smá um hugsun<br />

áður en þú veður af stað. Það er mikill kostur að taka<br />

góðar myndir, skrifa stuttan hnit miðaðan texta og vera<br />

samkvæmur sjálfum sér.<br />

4. Ferilskrá Þrátt fyrir skiptar skoðanir tel ég mjög<br />

mikilvægt að vera með ferilmöppuna sína á LinkedIn<br />

(www.linkedin.com), og vera virkur í því að tengja við<br />

ýmsa einstaklinga sem þú hefur unnið með eða langar til<br />

að vinna með í framtíðinni. Þar er lykilregla að vera með<br />

upp lýsingar sem skipta máli fyrir þann starfsferil sem þú<br />

hefur átt en líka að gefa í skyn þann starfsferil sem þú<br />

óskar þér að eiga. Með þessu meina ég að þó svo að ég<br />

hafi eytt heilu sumri í að maska út myndir fyrir sokkabuxna<br />

bækling þá tek ég það ekki fram af því að ég er ekki<br />

að sækjast eftir því að vera boðið verkefni tengd því að<br />

maska út sokkabuxur í framtíðinni. Í flestum tilvikum er<br />

LinkedIn ekki notað til þess að afla sér verkefna heldur<br />

hentugt fyrir þá sem sem hafa áhuga á því að vinna með<br />

einhverjum að afla sér upplýsinga um fyrri verk þess aðila.<br />

5. Leitanleiki Til þess að komast í gegnum gífurlegt magn<br />

af upplýsingum og efni á netinu er mjög mikilvægt að það<br />

sé hægt að finna þig. „Verkin mín tala fyrir sig sjálf“ á ekki<br />

við um Internetið. Þar ber að hafa í huga að vera með lén<br />

sem eru auðleitanleg og auðmunanleg auk þess sem það<br />

er mjög mikilvægt að merkja allt vel og að hafa lýsigögn<br />

(e. metadata) í myndunum svo að hægt sé að finna þær<br />

en líka komast að því hver stendur að baki þeim.<br />

Góðir og vinsælir samfélagsmiðlar eru m.a. Instagram,<br />

þar sem fólk deilir 612 x 612 px myndum ásamt stuttri<br />

lýsingu á myndefninu. Þar skiptir miklu máli að hafa góð<br />

krossföng (e. hashtag) þar sem þau er eina leiðin fyrir<br />

nýtt fólk að vita af hvoru öðru. Á Facebook – sem við<br />

þekkjum öll – skiptir mestu máli að fá fólk til að deila því<br />

efni sem verið er að setja upp til þess að sem flestir sjái<br />

það. Svo er það Twitter, þar sem allt fer fram í 140 slögum,<br />

og þar er aftur mikilvægt að hafa krossföng með til þess<br />

að vekja eftir tekt. En það sem er skemmtilegt við Twitter<br />

er að þar er hægt að senda tíst á hvern sem er og maður<br />

getur þannig komist í samband við átrúnaðar goð sín<br />

eða deilt teikningunni sem maður varað gera af þeim<br />

með poppstjörnum.


Frosti Gnarr Gunnarsson<br />

32<br />

Ég ritstýri Grotta Zine, smátímariti um íslenska mynd list<br />

sem er prentað á ljósritunarpappír, heftað saman og<br />

handmerkt í 50 eintökum (fyrsta prentun). Það er selt<br />

í 11 búðum og er komið upp í 7. tölublað. Samhliða þessu<br />

tíma riti er ég með grottazine.org sem er vefur til einkaður<br />

tímaritinu og íslenskri myndlist almennt. Sú síða er hýst<br />

í gengum Tumblr (www.tumblr.com), sem er sam félagsbloggmiðill<br />

með mikla áherslu á myndefni þar sem notendur<br />

geta orðið áskrifendur af bloggum hvers annars,<br />

líkað við einstaka pósti og endurpóstað því sem þau vilja<br />

deila áfram. Á Tumblr er Grotta Zine með 108.220 áskrifendur<br />

þegar þetta er skrifað og fær mörg þúsund heimsóknir<br />

í mánuði. Að meðaltali eru um 200 sem líka við eða<br />

endurpósta hverjum pósti. Þetta telst til frekar mikilla<br />

tíð inda þar sem ég hef ekki eytt neinum pening í kynningu<br />

né sótt neinn aug lýsingapening til að fjármagna þetta<br />

verk efni, þetta myndi teljast tómstundagaman í þágu<br />

ástríðu. Velgengni Grotta Zine á Internetinu tengist því<br />

sem ég hef verið að fara yfir hér á undan. Ég sé að það<br />

hefur augljóslega haft mikil áhrif á áskrif endafjölda að<br />

les endur finna fyrir skýrri ritstjórnar stefnu sem snýst um<br />

það að deila efni sem er áhugavert og fallegt í mínum huga<br />

og að mín sýn sé það haldreipi sem er gegnumgangandi<br />

í öllu því efni sem er birt.<br />

Hver er þá niðurstaðan? Niðurstaðan er sú að manneskja<br />

sem vinnur við eða vill vinna við skapandi greinar ætti<br />

án nokkurs vafa að láta finna fyrir sér á Internetinu og til<br />

þess ætti viðkomandi að koma sér fyrir á tveimur eða fleiri<br />

miðl um. Að velja sér miðla ætti að krefjast þess að skoða<br />

hvað hentar verkum hvers og eins auk þess sem hafa þarf<br />

í huga hvaða styrkleika viðkomandi hefur og velja miðill út<br />

frá því. Sá sem er góður penni en lélegur í að taka myndir<br />

af verkunum sínum ætti til dæmis betur heima á Wordpress<br />

en á Tumblr.<br />

Meðal íslenskra hönnuða sem hafa náð miklum árangri á þessum<br />

miðlum eru Siggi Odds (www.siggiodds.com) sem er með 19.000<br />

fylgjendur á Instagram og Siggeir Magnússon (www.sigvicious.com)<br />

sem er með 22.000 fylgjendur á Instagram.<br />

Þegar búið er að velja miðil til þess að kynna verkin sín<br />

er best að hafa í huga að segja góða sögu, gera tilraunir<br />

og sjá hvað virkar best, vera samkvæm sjálfum ykkur, hafa<br />

skýrleika, einfaldleika og ákveðni að leiðarljósi, merkja allt<br />

vel með töggum og lýsigögnum, vera með gott myndefni<br />

og svo bara njóta þess vel að verða Internetstjörnur.


33<br />

Letur sem miðill hugmynda<br />

¹ Jürg Lehni, Typeface as Program,<br />

ECAL: University of Art and Design,<br />

Sviss, 2010, bls. 127.<br />

² Jürg Lehni, Typeface as<br />

Program, bls. 85.<br />

³ Ivan Terestschenko Phil, „A Metaphysical and<br />

Linguistic Approach to Type Design and Typography“,<br />

mastersritgerð við Rochester Institute<br />

of Technology, Bandaríkin, 1993, bls. 40.<br />

⁴ Phil Baines, „Modernity and Tradition“,<br />

í Eye No. 7, Wordsearch Ltd.,<br />

Bretland, 1992, bls. 6.<br />

⁵ Elsa Jónsdóttir, „Implementing Programming<br />

Methods in the Process of Designing Typefaces:<br />

A Designers Point of View“ bakkalárritgerð við<br />

Listaháskóla Íslands, Ísland, 2013, bls. 16.<br />

⁶ Viðtal við Niklas Ekholm, Elsa Jónsdóttir, „Implementing<br />

Programming Methods in the Process of Designing<br />

Typefaces: A Designers Point of View“ bakkalárritgerð<br />

við Listaháskóla Íslands, Ísland, 2013, bls. 16.<br />

Þegar hönnunarferli leturgerðar er lokið, þarf ekki að<br />

líta á útkomuna sem eiginlegan endapunkt. Við sköpun<br />

letur gerðar hefur nýtt verkfæri verið framleitt og það er<br />

undir not anda þess komið að ákveða á hvaða hátt það beri<br />

að nýta.¹ Líkt og hvert annað verkfæri er hægt að nota<br />

það vel eða illa. Þrátt fyrir að leturgerð sé iðulega notuð<br />

sem verk færi er einnig hægt að líta á hana sem leikvöll.<br />

Tilraunamennska við leturhönnun er jafn frjáls og í öllum<br />

þeim starfsgreinum sem snerta svið listrænnar sköp unnar.<br />

Við þróun nýrrar tækni til leturgerðar hefur oftar en ekki<br />

verið einblínt á að tækniumhverfið eigi að vera eftir mynd<br />

fyrri framleiðslutóla og frekari mögu leikum tækninnar<br />

sjálfrar er sjaldan ögrað.² Leturhönnun hefur ávallt falið<br />

í sér ákveðna tjáningu – hand bragð hönnuðarins er alltaf<br />

til staðar – og með fram þróun tækn innar, nýjum að ferðum<br />

og hugsunar háttum í heimi hönn unar, getur sú tjáning<br />

ásamt miðlun hennar verið könnuð á ótal nýja vegu. Rétt<br />

eins og hvert hljóð sem fram leitt er má skil greina sem<br />

tón list, getur hvert það form sem hægt er að skynja sem<br />

staf talist sem letur.³<br />

Ástæður tilraunanna Nútímalegir straumar eru stór part ur<br />

af drifkrafti hönnunar og í orð ræðu allra skap andi starfsgreina<br />

felast sífellt ný sjónar mið og nýjar skil greiningar. En<br />

allt sem á sér stað í dag byggir á því sem áður hefur gerst,<br />

svo mikil vægt er að hönnuðir taki mið af hefð bundn um<br />

að ferðum. Jöfn eða mót sagna kennd blanda af þessu tvennu<br />

getur skapað eitthvað ný stár legt, sterkt og ögr andi.⁴ Rök<br />

hafa verið færð fyrir því að straumar í hönn un séu undir<br />

sterkum áhrifum frá þeirri tækni sem er til staðar á hverjum<br />

tíma – nýjar uppgötvanir í tækni heim inum leiða af sér nýja<br />

möguleika í hönnun. Á móti kemur að öll þau verk færi sem<br />

notuð eru setja not and anum ák veðnar skorður, en hann<br />

vinnur innan ákveðins kerfis við að framkvæma hluti á<br />

ákveð inn hátt. Fyrir fram ákveðnir stílar og aðferðir ásamt<br />

mótuðu vinnu umhverfi leiða notandann, með vitað eða<br />

ómeð vitað, noti hann ákveðin verk færi. Með það í huga er<br />

jafnmikilvægt að ögra og breyta þeim verk færum sem eru<br />

til staðar, sem og að ná fag mann legum tökum á þeim.⁵<br />

„I would argue that the visual form of things is<br />

mostly inspired by technology, which presently can<br />

be seen in all the perfect euclidean basic shapes<br />

that are prominent in graphic design, or various<br />

stretched and bent forms. These tendencies are<br />

the result of the most basic tools in contemporary<br />

design programs like Adobe Illustrator.“⁶<br />

Leturtilraunir þeirra Erik van Blokland og Just van Rossum<br />

eru frábært dæmi um ögrandi tækniaðferðir og ádeilu á<br />

tilgang og notkun hönnunartengrar<br />

tækni. Ein slík tilraun er leturgerð<br />

sem kallast Beowolf [Mynd 1].<br />

Letr ið er forritað með handa hófskenndri<br />

reikniforskrift sem gerir<br />

það að verkum að út línur let ur sins<br />

breytast í hvert sinn sem letrið er<br />

prentað. Engin breyt ing á sér stað á<br />

tölvuskjánum sjálfum, heldur vinnur<br />

reikni for skriftin með prenttækninni.⁷<br />

Letrið er þó ekki algjör lega handahófskennt<br />

– þar sem það þurfti að<br />

halda læsi leika sínum – svo ákveðnar<br />

takmarkanir voru settar á út línur<br />

stafanna. Notandinn getur einnig<br />

ákveðið hversu handahófs kennt letrið<br />

er, því þrjár mismunandi út gáfur eru<br />

tiltækar. Þegar neikvæða gagn rýni<br />

bar á góma bentu höfund arnir á<br />

áhuga verða staðreynd: „Að það er<br />

engin tækni leg ástæða fyrir því að<br />

letur ætti að birtast eins í hvert<br />

skipti sem það er notað.“⁸<br />

Þessar tilraunir ögra mörkum leturhönnunar<br />

og tækni í stað þess að<br />

þjóna einungis miðlun tungu málsins.<br />

Við stafræna innleiðingu leturs komu<br />

bæði neikvæðir og jákvæðir þættir í<br />

ljós. Einn neikvæðu punktanna er sá<br />

að hinn óreglulegi sjarmi sem býr í<br />

handbragði hand verksmannsins getur<br />

týnst í „sótt hreinsuðu“ umhverfi<br />

tækn innar.⁹ Upp að vissu marki gæðir<br />

handa hófs kenndin í Beowolf letrið<br />

þeim óregl u lega sjarma sem finnst<br />

í handbragði og hætta er á að týnist<br />

við tölvuvinnslu. Í gegnum tíðina hefur<br />

verið rætt að hreinar módernískar<br />

nálganir falli að nýrri þróun, en ef<br />

þeirri stað reynd er fylgt fast eftir<br />

er aug ljóst að hið líflega hand bragð<br />

ófull komleikans týnist. Já kvæður<br />

eigin leiki þeirrar tækni sem miðlað er<br />

með verkefninu er að við fulla nýt ingu<br />

tækninnar getur útkoman kom ið á<br />

óvart og skilað niður stöðum sem<br />

hönnuðurinn hefði ef til vill aldrei<br />

skissað ef ferlið hefði farið fram með<br />

handverki. Við vinnslu Beowolf reyndu<br />

⁷ Neil McMillan, An A–Z of Type Designers, Laurence<br />

King Publishers, Bretland, 2006, bls. 11.<br />

⁸ „That There is No Technical Reason Why Characters Should Appear the<br />

Same Every Time They Are Used“. Blokland, Erik van og Just van Rossum,<br />

„Is Best Really Better?“, í Emigre 18, Emigre Inc., Bandaríkin, 1991, bls. 26.<br />

⁹ Rocha, Ivan Terestschenko, „A Metaphysical and Linguistic<br />

Approach to Type Design and Typography“, mastersritgerð við<br />

Rochester Institute of Technology, Bandaríkin, 1993, bls. IV.


Elsa Jónsdóttir<br />

34<br />

¹⁰ Erik van Blokland og Just van Rossum, „Is Best Really<br />

Better?“, í Emigre 18, Emigre Inc., Bandaríkin, 1991, bls. 27.<br />

¹¹ Elsa Jónsdóttir, „Implementing Programming Methods in<br />

the Process of Designing Typefaces: A Designers Point of View“<br />

bakkalárritgerð við Listaháskóla Íslands, Ísland, 2013, bls. 18.<br />

van Blokland og van Rossum á ýmis þolmörk stafrænnar<br />

letur hönnunar. Þessar auka til raunir – þó aldrei gefnar út<br />

– ýttu hugmyndum um letur hönnun fram á við og kynntu nýjar<br />

og áhugaverðar leiðir við notkun miðils ins. Svo dæmi sé<br />

tekið innihéldu tilraunirnar „vírus letrið“, sem, sé það sett<br />

inn á tölvu, byrjar smám saman að gera öll Helveticu letur<br />

á tölv unni ólæsileg. Þeir þróuðu einnig letur sem byrjar sjálfkrafa<br />

að bæta við staf setningar villum þegar það er notað<br />

í texta skjölum. Þessar til raunir, þó að það gæti talist ófagmannlegt<br />

eða jafn vel glæp samlegt að gefa þær út, eru mjög<br />

mikilvægar í þeirri við varandi rannsókn um hversu djúpt<br />

leturhönnun getur rist og hvernig hægt er að nálgast<br />

miðilinn sem eitt hvað annað en miðil tungumála.¹⁰<br />

Reynt á þolmörk miðlunar í leturhönnun Við hönnun<br />

leturs er mikilvægur partur ferlisins að passa upp á<br />

læsileika stakra stafa sem og letursins í heild; að letrið<br />

vinni sem miðill og geri notandanum kleift að lesa og skilja<br />

þær upplýsingar sem eru til staðar. Í nútíma sam félagi eru<br />

ógrynni leturhönnuða að fást við einmitt þetta atriði. Það<br />

sem er enn fremur lögð áhersla á í ýmsum verk efnum er<br />

lesan leiki, Lesanleiki stendur fyrir hversu vel leturgerðin<br />

hentar því verk efni sem unnið er að. Þegar þungur texti,<br />

t.d. ætlaður til lestrar í bók eða tíma riti er skipu lagður, er<br />

augljóst að textinn þarf að vera þægi legur fyrir mannsaugað,<br />

í honum þarf að vera ákveð inn takt ur og þægilegt flæði.<br />

Þá hentar að nota fagmannlega gert letur sem lútir almennum<br />

reglum letur hönnunar. En í sumum til vikum passa<br />

slíkar leturgerðir ekki við verk efni sem unnið er að. Í slíkum<br />

verkefnum er fremur einblínt á getu letursins til að miðla<br />

ákveðnu hugtaki eða heildar hug mynd.¹¹ Þegar hanna á<br />

leturgerðir með hjálp for ritunar eru möguleikar á nýrri vídd<br />

í tilraunamennsku, þar sem letrið er ekki hannað eftir auganu<br />

í sumum tilvikum heldur eftir ákveðn um stærfræðiformúlum<br />

sem taldar eru við eigandi til að miðla ákveðnum upp lýsingum<br />

eða gjörðum. Í þessari grein leturhönnunar er læsi -<br />

leiki aðeins eitt af markmiðum hönnunar innar, en annað<br />

og jafnmikilvægt markmið hennar er sjá hvernig hlutverk<br />

staf anna getur að lagast hinum staf ræna heimi og þannig<br />

miðlað hugtaki eða hug mynd. Í starfs grein líkt og for rit un artengdri<br />

letur hönnun, sem aðeins hefur að hluta til verið<br />

könnuð,virðist vera jafn vel enn meira rými til til raunamennsku<br />

og nýsköpunar.<br />

að verk efninu nær alla leið aftur til barnæsku Levin, þegar<br />

hann sá í fyrsta sinn erlent leturkerfi og þar sem hann skildi<br />

ekki þau skilboð sem letrið átti að miðla, sá hann ekki orð<br />

heldur form. Þessi minning var honum lengi hug föst og er<br />

verk efnið eins konar tilraun til að miðla þessari hug mynd.<br />

Verk efnið gengur út á að framleiða stafróf ímyndaðra<br />

samfélaga svo áhorfandinn upplifi aftur og aftur þessa<br />

sömu til finningu og höfundur varð fyrir í barnæsku. Með<br />

Alphabet Synthesis Machine býr notandinn til stafaform<br />

sem síðan er nýtt til að framleiða heilt stafróf.¹²<br />

„The products of the [Alphabet Synthesis] Machine<br />

probe the liminal territories between familiarity<br />

and chaos, language and gesture.”¹³<br />

Verkefnið notast við hugtakið stafróf til þess að miðla<br />

ein hverju öðru en tungumálamiðuðum upplýsingum.<br />

Í verk efninu eru hugtökum úr sálfræði og leturhönnun<br />

skeytt saman til að túlka það viðfang sem glímt er við.<br />

Læsileiki er að hluta til sem það sem áhorfandinn er vanur<br />

að sjá og er þar af leiðandi auðskilið fyrir augað, en í nú tíma­<br />

sam félagi þar sem „hið venjulega“ er sífellt að þróast eru<br />

jafn framt allar skilgreiningar í stöðugri þróun, þeim er<br />

breytt, þær ræddar og endurskilgreindar.¹⁴ Á bak við hvern<br />

þann staf sem hannaður er býr einhver hugmynda fræði,<br />

jafnvel þó að í aug um flestra séu stafir túlkun forma frekar<br />

en hug mynda. Við nánari athugun leturformsins má sjá að<br />

það lútir ýms um föst um reglum, en í sumum tilfellum er<br />

formið teygt á ótrú lega vegu án þess að miðlunareigin leikar<br />

þess tapist.¹⁵<br />

Tilraunakenndar nálganir við leturhönnun, oft með þver­<br />

fag legum áherslum, vekja gjarnan upp spurningar og<br />

svör sem ekki eru endilega beintengd leturhönnununni<br />

sjálfri. Það að blanda grein líkt og leturhönnun við miðlun<br />

mis munandi hugmynda er áhugaverð leið til að nálgast<br />

viðfangs efnið, auk þess gefa nálganirnar af sér mikil vægar<br />

niður stöður sem geta haft áhrif á hönnun og aðrar starfsgreinar<br />

á ótal vegu.<br />

¹² Golan Levin, „The Alphabet Synthesis Machine“, ritgerð<br />

fyrir verkefni hjá Art21 og PBS, Bandaríkin, 2006, bls. 3.<br />

¹³ Golan Levin, „The Alphabet<br />

Synthesis Machine“, 3.<br />

¹⁴ Ivan Terestschenko Rocha, „A Metaphysical and Linguistic<br />

Approach to Type Design and Typography“, mastersritgerð við<br />

Rochester Institute of Technology, Bandaríkin, 1993, bls. 38.<br />

¹⁵ Gary McGraw, „Emergent High­Level Perception of Gridletters<br />

Using Fluid Concepts, Part 1: The Letter Spirit Project“,<br />

doktorsritgerð við Indiana University, Bandaríkin, 1995, bls. 4.<br />

Í þessu samhengi er áhugavert að skoða verkefnið<br />

Alpha bet Synthesis Machine eftir Golan Levin, Jonathan<br />

Feinberg og Cassidy Curtis [Mynd 2]. Það sem gerir þetta<br />

verkefni sérstakt er að stafrófunum sem verkefnið inniheldur<br />

er ekki ætlað að skiljast, heldur er aðal hlut verk<br />

þeirra að miðla sálfræðilegum hugmyndum. Hug myndin


36<br />

INTERNET<br />

OF THINGS<br />

Internet of Things er hugmynd um samtengt kerfi hluta<br />

sem skynja og nema umhverfi sitt og vinna upplýsingar<br />

úr því. Þetta brýtur upp núverandi mynd Internetsins,<br />

þar sem allar upplýsingar hafa á einhverjum tímapunkti<br />

verið settar inn af manneskju. Það getur verið tímafrekt<br />

að miðla upplýsingum á netinu. Talsmenn Internet of<br />

Things sækjast eftir að breyta þessu, að auka vægi hluta<br />

sem geta skilað upplýsingum á netið. Þetta geta verið<br />

hlutir eins og rauntíma greining á uppskeru, auglýsingar<br />

sem byggja á áhugamálum einstaklings, (sem svipar til<br />

bíó mynd arinnar Minority Report), gangráður hjá hjartasjúklingi<br />

og svo framvegis. Fyrirtæki geta kortlagt hvað<br />

fólk vill út frá Internet­prófílum þess og gefið þeim afslátt<br />

eða tilboð í samræmi við þær upplýsingar þegar það gengur<br />

í gegnum verslanir. Persónuvernd er samt nokkuð sem þarf<br />

að hafa í huga þegar ráðist er í slíkt. Það er spurning hvort<br />

fólk vilji í raun gefa fyrirtækjum upplýsingar um sjálft sig í<br />

skiptum fyrir betri tilboð í Bónus. Það á eftir að koma í ljós.<br />

2


37<br />

Í upphafi tíunda áratugarins sló gömul<br />

kona ein rækilega í gegn á mörgum<br />

íslenskum heimilum. Hún var gömul<br />

og átti kött og örbylgjuofn – hættuleg<br />

blanda. Af hverju? Í dag er kannski<br />

erfið ara að koma auga á hættuna sem<br />

af þessari þrenningu stafar en í upphafi<br />

tíunda áratugarins lá það hins vegar<br />

nokkuð ljóst fyrir. Gamlingjum var<br />

einfaldlega ekki treyst til að fara rétt<br />

með slíkt tækniundur sem örbylgjuofninn<br />

var. Hér er að sjálfsögðu verið<br />

að vísa til vel þekktrar flökku sagnar<br />

um gamla konu sem stakk blautum<br />

og hröktum kettinum sínum inn í<br />

ör bylgjuofn í örfáar mínútur – rétt til<br />

að ylja honum. Og kötturinn sprakk.<br />

Á sama tíma og gamla konan drap köttinn brýndu for eldrar<br />

eftirfarandi fyrir börnum sínum: „Ekki horfa inn í örbylgjuofninn<br />

þegar hann er í gangi. Þú gætir orðið blind(ur)!“<br />

Pabbi minn bætti um betur og neitaði að nota nýja örbylgju<br />

ofninn fyrstu vikurnar þar sem ekki var enn komin<br />

reynsla á að hann væri hættulaus. Örbylgjur – er í lagi að<br />

borða mat sem hefur orðið fyrir örbylgjuárás? Sagan af<br />

gömlu konunni og kettinum er kannski ekki sú vinsælasta<br />

nú á dögum en hún var hinsvegar vinsælli þegar örbylgjuofnar<br />

voru nýir á markaðinum. Og þarf engan að undra því<br />

hverskyns breytingar á högum okkar og heimilum kalla<br />

á viðbrögð fólks. Fólk veltir fyrir sér hvaða áhrif ný tækniundur<br />

hafa á líf þeirra: Mun lífið breytast til batnaðar eða<br />

til hins verra? Munu farsímar gera karlmenn ófrjóa? Og<br />

skilja okkur hin eftir með heilaæxli? Geta ljósabekkir soðið<br />

okkur að innan séu þeir notaðir úr hófi fram? Flestir hafa<br />

heyrt svo margar flökkusagnir um krabbameinsvaldandi<br />

mat og drykk eða skaðvænlegar tækninýjungar að þeim<br />

þykir nóg um. En samt höldum við áfram að segja þessar<br />

sögur. Og er það líka vel við hæfi.<br />

Neysluhættir síðnútímans og Zinger Tower® borgarinn<br />

á KFC Flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir setja ofan<br />

í sig enda koma fæstir að matreiðslu eigin matar. Og hvað<br />

þá framleiðsluferli hans eða ræktun. Þetta á við um<br />

nánast allt sem við borðum – hvort sem það er að finna<br />

heima hjá okkur eða á Hótel Holti: Við vitum ekki upp á<br />

hár hvað við erum að borða, hvaðan það er komið, hvernig<br />

það var meðhöndlað og af hverjum. Það sama má segja<br />

um ýmis tæki og tól sem við eignumst og notum jafnvel<br />

af kappi. Farsímar og örbylgjuofnar byggja á einhverskonar<br />

geislatækni sem virkar guðmávitahvernig. En hvað um<br />

það – hvoru tveggja eru frábærar uppfinningar sem við<br />

viljum ekki vera án.<br />

Í neyslusamfélagi síðnútímans látum við ókunnuga um að<br />

fæða okkur og klæða. En treystum við þeim til þess? Alls<br />

ekki. Flökkusagnir um mannsfingur í frönsku kartöflunum,<br />

æxli í kjúklingnum á KFC eða tækninýjungar sem draga<br />

fólk og dýr til dauða benda til þess að svo sé ekki. Þá er<br />

ath yglisvert að minna á að maðurinn hefur aldrei átt<br />

jafn mikið af hlutum í fórum sínum og akkúrat í dag og<br />

dag hvern fer þeim fjölgandi. Veruleiki okkar er allt annar<br />

en forfeðra okkar sem margir áttu svo fáa hluti að einn<br />

kistill nægði til að halda utan um aleigu þeirra. Á sama<br />

tíma höfum við litla sem enga vitneskju um hvaðan hlutirnir<br />

sem við eigum koma eða hvaða fólk kom að framleiðsluferli<br />

þeirra eða flutningum frá jafnvel fjarlægum löndum og<br />

heimshorna á milli.


39<br />

Kötturinn í örbylgjuofninum og<br />

hamborgarinn sem lærði að tala<br />

¹ Karl Marx, „Blætiseðli vörunnar og leyndardómur þess“, Úrvalsrit<br />

í tveimur bindum, 1. bindi, Heimskringla, Reykjavík, 1968, bls. 211.<br />

² Richard Schacht, Alienation, George Allan<br />

& Unwin gaf út, London, 1971, bls. 7.<br />

Þegar við fáum hlut í hendurnar hefur hann þegar eignast<br />

sögu og sú saga er okkur yfirleitt hulin. Tökum til að mynda<br />

kjúklinginn sem notaður er í Zinger Tower® borgara á<br />

KFC. Ég veit ekkert um kjúklinginn sem ég kaupi og borða<br />

og get í þokkabót varla ímyndað mér hvernig hann leit út<br />

í lifanda lífi: Var hann einn af þessum hvítu kjúklingum með<br />

rauðu toppana á höfðinu eða var hann af íslenska hænsnastofninum<br />

og marglitur eftir því? Kjöt hans löðrandi í sósu<br />

segir mér lítið. Finni ég aðskotahlut í kjötinu er ég hinsvegar<br />

strax minnt á að maturinn eigi sér forsögu. Aðskotahlut<br />

á borð við æxli. Æxlið minnir mig á að Zinger Tower®<br />

borg arinn sé ekki allur sem hann er séður. Kjötið er af<br />

líf veru sem fæddist og óx úr grasi og dró andann.Flökkusagnir<br />

um aðskotahluti í mat minna okkur á að hlutirnir eiga<br />

sér sögu fyrir aðkomu okkar og að enginn vara eða hlutur<br />

fellur fullmótaður af himnum ofan og í skaut okkar – þó<br />

svo að þjónustan á KFC sé snögg og auðvelt sé að panta.<br />

Give. Live. Love. I’m loving it! Í Das Kapital bendir hagfræð<br />

ingurinn og heimspekingurinn Karl Marx á að kaup<br />

og sala í kapítalísku efnahagskerfi sé á sviði hins trúar lega.<br />

Þar birtast vörurnar okkur í búðarhillum fullmót aðar líkt<br />

og verur gæddar eigin lífi og það án aðkomu manna¹ –<br />

full mótaðar af himnum ofan. Við sem neytendur eignumst<br />

vörurnar með því að skipta þeim út fyrir peninga. Allt án<br />

þess að neytandinn sjálfur myndi tengingar við fólkið<br />

á bakvið vöruna. Eina sönnunin á að fólk hafi þó komið<br />

þar við sögu eru yfirleitt litlar og óljósar merkingar á borð<br />

við Made in China. Fólkið að baki vörunnar kemst í litla<br />

sem enga félagslega snertingu við kaupandann eða hvort<br />

annað. Þetta má kannski kalla einskonar „firringu“ en<br />

hug takið firring, eins og það er notað hér, var fyrst notað<br />

af þýska 19. aldar heimspekingnum Georg W. F. Hegel. Hann<br />

sagði firringu vera þá skynjun fólks, að þeirra eigin gjörðir<br />

stæðu fyrir utan það sjálft og þá einnig samskipti við aðra,<br />

og væru þeim þannig fjarlæg eða firrt.² Þessi firring birtist<br />

þá einna helst í hugmyndum okkar um hluti sem eiga sér<br />

forsögu sem við áttum okkur ekki á og trúum jafnvel varla.<br />

Þess vegna má segja að það séu hinir „ókunnugu“ eða hið<br />

„ókunnuga“ sem fæðir okkur og klæðir í neyslusamfélagi<br />

síðnútímans. Við þurfum svo sannarlega á þeim að halda<br />

en um leið viljum við sem minnst til þeirra hugsa.<br />

Þegar litið er til skrifa Marx um blætiseðli vörunnar má<br />

segja að hlutir eigi í samskiptum umfram mannfólkið þar<br />

sem varan breiðir yfir félagsleg tengsl fólks á milli. Peningarnir<br />

okkar leysa vörurnar úr læðingi og nú með tilkomu<br />

sjálfsala og jafnvel sjálfsafgreiðslu í búðum eins og Tesco<br />

í Bretlandi eru einu sýnilegu samskiptin einfaldlega hlutanna<br />

á milli – en ekki fólks – þar sem peningar fara inn í<br />

vél og í staðinn leysir hún vörurnar<br />

úr viðjum búðarinnar svo neyt and -<br />

inn geti tekið þær með sér heim.<br />

Í auglýsingaiðnaðinum sjást einnig<br />

þessi samskipti sem hlutirnir eiga í.<br />

Og nú er reyndar svo komið að vörur<br />

nar eru farnar að leggja okkur<br />

mann fólkinu orð í munn og tala<br />

saman sín á milli. Slagorð Coca-Cola<br />

hefur til að mynda verið: „Give. Live.<br />

Love.“, og slagorð McDonald’s er:<br />

„I’m loving it.“ Hvoru tveggja eru<br />

þetta slagorð sem veita neytandanum<br />

engar upplýsingar um matinn,<br />

innihald hans né fram leiðslu ferli eða<br />

fólkið að baki hans. Slagorðin búa<br />

hinsvegar til samskipti og samræðu<br />

– því hver er þessi „ég“ eða „I“ í<br />

slagorðinu „I’m loving it“? Það hlýtur<br />

einfaldlega að vera ég sjálf. Hér er<br />

litli ost borgarinn fyrir framan mig<br />

sem er vafinn í pakkn ingar með<br />

slagorðinu prentuðu á farinn að<br />

tala fyrir mína hönd. „Ég elska<br />

Mc­Donald’s,“ segir hann fyrir mína<br />

hönd – og jafnvel þótt ég þegi og<br />

segi ekki orð eiga ham borgarinn<br />

og kókdósinn í samskiptum beint<br />

fyrir framan nefið á mér. Og umræðuefnið<br />

er ekki ómerkilegra<br />

en sjálf ástin og lífið.<br />

Stranger Danger! „Við“ höfum<br />

gjarnan heljarinnar efasemdir um<br />

þessa „hina“ sem við vitum af að<br />

baki vörunnar en sjáum samt lítið<br />

til. Stranger Danger er þekkt hugtak<br />

í flökkusagnabransanum en í flökkusögnum<br />

eru bæði tækninýjungar<br />

og hinir ókunnugu yfirleitt ávísun<br />

á háska og hættur. „Hinir“ eru alltaf<br />

verri pappír en „við“. Flökku sagnir<br />

þrífast á hræðslunni við hið ókunnuga<br />

um leið og þær gangast við því<br />

að „við“ njótum góðs af vinnu „hinna“<br />

svo og þeim tækninýjungum sem<br />

markaðurinn býður upp á.Þannig<br />

förum við gjarnan ótilneydd út úr<br />

húsi til að fá okkur skyndibita<br />

(eldaður af ókunnugum á bak við<br />

„Hvoru tveggja eru þetta slagorð sem<br />

veita neytandanum engar upplýsingar<br />

um matinn, innihald hans né framleiðslu ­<br />

ferli eða fólkið að baki hans.“


Bryndís Björgvinsdóttir<br />

40<br />

³ Frú Lauga, 21. nóvember<br />

2013, www.frulauga.is<br />

⁴ KFC, 21. nóvember<br />

2013, www.kfc.is<br />

luktar dyr) eða út í búð til að kaupa<br />

farsíma (án þess að skilja hvernig<br />

hann virkar eða hvaðan hann kemur)<br />

um leið og við efumst um að allt sé<br />

með felldu. Flökkusagnir um skaðlega<br />

tækni eða aðskotahluti í mat á skyndibitastöðum<br />

vitna til um undir liggjandi<br />

ótta í samfélaginu og tortryggni okkar<br />

í garð neysluhátta sem fela félagslegar<br />

tengingar og upplýsingar um ferlið að<br />

baki. Í dag má hinsvegar sjá viðbrögð<br />

við þessum neysluháttum þegar fólk<br />

tekur til við að skilgreina sig sem<br />

„upplýsta“ neytendur. Og í kjölfarið<br />

sækir það í vörur sem sýna félagslegu<br />

teng ingarnar betur og upplýsingar um<br />

innihald og framleiðsluferlið að baki<br />

vörunnar. Hér er hægt að hafa í huga<br />

fyrirbæri eins og Beint af býli eða Frú<br />

Laugu. Þess má til gamans geta að<br />

slagorð Frú Laugu er: „Vörur beint frá<br />

bónda fyrir fólk sem vill vita hvaðan<br />

maturinn þess kemur.“³ Slagorð KFC<br />

er hinsvegar talsvert minna upplýsandi<br />

en það er: „SvooGott!“⁴ Fyrra slagorðið<br />

er upplýsandi og gefur neytandanum<br />

strax tækifæri til að gægjast<br />

í framleiðsluferli vör unnar á meðan<br />

það síðarnefnda er enn eitt slagorðið<br />

sem leggur neyt andanum orð í munn<br />

án þess að vera að segja eitthvað af<br />

viti. Þannig leitast Frú Lauga meðvitað<br />

eða ómeðvitað við að bægja frá<br />

Stranger Danger og í stað inn verða<br />

vörur versl unarinnar ekki frá „hinum<br />

ókunnugu“ komnar heldur fólki sem<br />

neytandinn hefur tök á að kynnast<br />

og þekkja til.<br />

„Þetta er bara þjóðsaga!“ Það eru<br />

mistök að líta svo á að flökku sagnir<br />

og orðrómar séu með öllu ósannir.<br />

Þjóðfræðaefni á borð við flökkusagnir<br />

og orðróma eru auðvitað ekki bókstaflega<br />

sannir og í raun skiptir ekki<br />

máli hvort þeir lýsi atburðum sem<br />

gerðust í alvörunni eða ekki. Það<br />

sem skiptir meira máli er að slíkt<br />

efni geymir alltaf einhvern „sannleika“<br />

um ótta, óskir, væntingar, vonbrigði<br />

eða veruleika þess hóps sem deilir með sér efninu – svo<br />

lengi sem við lærum að lesa á milli línanna og leyfum okkur<br />

að túlka efnið og setja í samhengi. Sem dæmi má nefna<br />

orð róm sem var vinsæll í Bandaríkjunum fyrir tuttugu árum<br />

síðan. Hann var á þá leið að bandarísk stjórnvöld væru að<br />

breiða út HIV­veirunna til að drepa Bandaríkjamenn af<br />

afrískum uppruna. Orð róm urinn var ekki „réttur“ en sýndi<br />

engu að síður áhyggjur og ótta margra Bandaríkjamanna<br />

af afrískum uppruna gagnvart yfir völdum sem þeir treystu<br />

ekki og fannst beita sig óréttlæti og yfirlæti.⁵ Það má því<br />

segja að þó orð róm urinn hafi ekki verið „réttur“ hafi hann<br />

engu að síður geymt ákveðin „sannindi“. Það sama má<br />

segja um flökkusögn ina um konuna sem ætlaði að vera fín<br />

í eigin brúðkaupi. Og svakalega sólbrún. Hún fór daglega<br />

í ljós og að lokum fannst hún látin í ljósabekknum. Við<br />

krufningu kom í ljós að ör notkun á bekknum hafði gert<br />

það að verkum að hún soðnaði að innan. Þessari sögu ber<br />

ekki að taka bók stafl ega en hún endurspeglar engu að<br />

síður ákveðin „sannindi“: Bæði er beinlínis hættulegt að<br />

fara mikið í ljós og einnig eru útlitsstaðlar samfélagsins<br />

oft þvingandi eða jafnvel skaðlegir heilsu fólks – eins og<br />

til dæmis áherslan á að menn og konur séu tággrönn og<br />

sólbrún. Og það jafnvel í svartasta skammdeginu á Íslandi.<br />

Flökkusagnir eru partur af óopinberri alþýðumenningu.<br />

Upplýsingarnar og tilfinningarnar sem þær miðla eiga erindi<br />

við hópinn sem segir sögurnar. Og hópurinn segir sögurnar<br />

af því að honum finnst þær eiga við um samfélagsástandið<br />

eða sinn eigin raunveruleika upp að einhverju marki.<br />

Flökkusagnir og orðrómar um skaðsemi tækninýjunga eru<br />

því að segja má sérstök dæmi um hvernig við bregðumst<br />

við nýjungum. Um leið og við veigrum okkur sjaldnast við<br />

að nýta okkur tækninýjungar veltum við fyrir okkur hvort<br />

við sjálf endum ef til vill á að verða fórnarlamb þeirra.<br />

Við veltum þá fyrir okkur hvort tækninni sé treystandi sem<br />

og hvort öðru fólki sé treystandi til að fara rétt með hana<br />

– samanber gamlingjann í sögunni um köttinn og örbylgjuofninn.<br />

Það er líka sjálfsagt mál. Enda er ruglingslegt að<br />

vita fyrir víst hvað er á seyði þegar vörurnar í kringum<br />

okkur virðast helst falla niður fullbúnar af himnum ofan.<br />

Og ost borgarinn á McDonald’s er allt að því byrjaður að tala<br />

fyrir okkar hönd. Þá er auðvelt að verða svolítið tortrygginn.<br />

⁵ Mariamne H. Whatley og Elissa R. Henken, „Did You Hear About the Girl Who …“ Contemporary<br />

Legends, Folklore and Human Sexuality, New York University Press, New York, 2000, bls. 5.


41<br />

Handan við hornið<br />

PROJECT ARA<br />

Fyrir stuttu kynnti far síma fyrir tækið Motorola nýja línu af<br />

far símum sem heita Project Ara. Far símar þessir bjóða upp<br />

á þann mögu leika að notandinn getur skipt út hlutum eftir<br />

sínu eigin höfði. Síminn virkar þannig að þú færð ákveðna<br />

grind sem þú getur raðað kubbum á sem inni halda myndavélar,<br />

betri batterí, betri ör gjörva, laser byssu, prentara og<br />

svo fram vegis. Það skemmti lega við verk efnið er að Motorola<br />

býður utan að komandi fram leið endum að búa til sína<br />

eigin kubba. Þannig getur hver sem er náð sér í þró unarpakka<br />

og farið að búa til laser inn sem hann hefur alltaf<br />

dreymt um að hafa á síma num sínum. Ein af ástæð unum<br />

fyrir verk efninu er hversu mikið af símum er hent í neyslusamfélagi<br />

nú tímans. Þetta á að gera það að verk um að fólk<br />

þarf ekki að henda síma num sínum. Það kaupir bara kubb<br />

sem upp færir hann, eða nýjan skjá eftir þörf um. Þetta<br />

hljómar mun umhverfis vænna. Eða hvað? Er Motor ola að<br />

breyta heimi num með þessari lausn eða eru þeir bara að<br />

skauta hring inn í kring um ákveðið vanda mál og búa til<br />

annað? Hvað verður um alla úr eltu kubb ana sem fólk er<br />

hætt að nota? Þeim verður lík leg ast hent, rétt eins og<br />

úr eltu símunum – þetta á mögu lega eftir að verða verra<br />

fyrir um hverfið þegar öllu er á botn inn hvolft.<br />

3


ÞRIÐJA IÐNBYLTINGIN?<br />

42<br />

Arnhildur Pálmadóttir<br />

Í heimi þar sem til eru fleiri tölvur en manneskjur er mikilvægt<br />

að við skiljum hvernig tölvur virka og hvernig við getum<br />

nýtt okkur þær. Tækni getur verið flókin og ill skiljan leg og<br />

nýtist þess vegna oft aðeins þröngum hópi fólks. Örtölvur<br />

og sá opni hugbúnaður sem fylgir þeim hefur breytt þessu<br />

ásamt tölvustýrðum framleiðsluaðferðum eins og þrívíddarprenturum,<br />

laservélum og fræsurum. Fyrir almenning virkar<br />

þetta spennandi, það er hægt að hlaða niður teikningu af<br />

netinu og prenta eða skera hana út á stuttum tíma. Mannkynið<br />

hefur ferðast á leifturhraða í gegnum tækni­ og framleiðsluþróun<br />

á síðustu 200 árum. Fyrsta byltingin var í lok<br />

19. aldar þegar verksmiðjur urðu vélvæddar. Önnur bylting<br />

varð á tuttugustu öld þegar færibandavinna í verksmiðjum<br />

auðveldaði fjöldaframleiðslu. Margir telja að örtölv urnar<br />

ásamt tölvustýrðri framleiðslutækni verði í raun þriðja iðnbyltingin.¹<br />

Þessi tækni hefur gjörbreytt prótótýpugerð fyrir<br />

skapandi greinar og eftir tilkomu þeirra er t.d. hægt að útfæra<br />

hönnun á þá vegu að hún er seld á netinu sem teikning<br />

og almenningur prentar eða sker hana út heima hjá sér, hvar<br />

sem er í heiminum, en með því sparast flutningur á efni og<br />

vöru. Nú þegar er hægt að kaupa og fá sendan vélbúnað<br />

í þrívíddarprentara. Kassinn utan um hann fylgir ekki með<br />

held ur er teikniskjölum af honum hlaðið niður og þau skorin<br />

út í laserskurðarvél á þeim stað sem maður býr. Þetta lækkar<br />

bæði verð vörunnar og flutningskostnað. Sennilega getum<br />

við fljótlega þrívíddarprentað sjálfan vélbúnaðinn í þrívíddarprentarann<br />

og þá þurfum við ekkert að fá sent nema efnið<br />

í vöruna. Hugsunin er að breytast, „The Maker Movement“<br />

og „Open Source“ hreyfingarnar eru að taka yfir, allir geta<br />

búið til og framleitt hluti sjálfir. Í þessum anda virðast margir<br />

tilbúnir til að leggja teikningarnar sínar og útskýringar ókeypis<br />

út á netið sem í fljótu bragði er stórskemmtilegt og fræðandi<br />

fyrir þá sem vilja prófa sjálfir. Þetta setur hins vegar þrýsting<br />

á hinar skapandi greinar að nýta sér og þekkja tæknina vel til<br />

að verða ekki á eftir í þessari þróun sem er ekki svo ólík því<br />

sem gerðist í tónlistariðnaðinum. Fljótlega getur hver sem<br />

er þrívíddarskannað hluti og prentað út sína eigin útgáfu án<br />

mikillar fyrirhafnar og skapandi greinar þurfa að fylgjast með<br />

þeirri öru þróun sem nú á sér stað og bæta við hana þeim<br />

faglegu þáttum sem skipta svo miklu máli.<br />

¹ Paul Markillie, „A Third Industrial Revolution“, í The Economist, 21. apríl<br />

2012, sótt 2. nóvember 2013, www.economist.com/node/21552901<br />

Gott dæmi um áhugaverða tækniþróun fyrir hönnuði sem<br />

ekki vilja missa af lestinni eru örtölvurnar, þær eru til af<br />

ýmsum gerðum en ein þeirra er Arduino­örtölvan sem getur<br />

skynjað og framkvæmt allt sem henni er sagt að gera. Örtölvan<br />

byggir á opnum hugbúnaði sem hægt er að hlaða niður af<br />

netinu. Við tölvuna er hægt að tengja skynjara og ýmis stjórntæki<br />

eins og ljósnema, LED, mótora, skjái, hátalara og fleira.<br />

Tækið notast við C++ forritunarmálið en auðvelt er að hlaða<br />

forritunarkóðum niður af netinu til að koma sér af stað.


43<br />

Þriðja iðnbyltingin?<br />

² Rahul, „Five Open Source Hardware Projects That Could Change the World“,<br />

í Only Hardware Blog, 7. febrúar 2012, sótt 10. nóvember 2013, onlyhardwareblog.<br />

com/2012/02/five­open­source­hardware­projects­that­could­change­the­world<br />

³ Heimasíða Matternet, 2013, sótt 2.<br />

nóvember 2013, matternet.us<br />

⁴ DL8RDS wiki, „Web Geiger: An Arduino based Geiger Counter“,<br />

2. desember 2012, sótt 10. nóvember 2013, www.dl8rds.de/<br />

index.php/WebGeiger:_An_Arduino_based_Geiger_Counter<br />

Arduino­tölvan er vinsæl af því að hún er ódýr (kostar um<br />

4.­5.000 krónur) og hugbúnaðurinn sem þarf til að stýra<br />

henni er opinn (ókeypis). Það er auðvelt að bæta við hana<br />

og auðvelt að nálgast á netinu kennsluefni, myndbönd, forritunakóða<br />

og aðrar leiðbeiningar sem þarf til að byrja.²<br />

Örtölvur hafa ekki einungis þau áhrif að tæknin færist nær<br />

notandanum heldur einnig að ýmsan tölvustýrðan búnað<br />

sem áður var dýrt að framleiða, getum við nú sjálf útbúið<br />

heima hjá okkur með örtölvum. A rduino­ ör tölv ur nar hafa<br />

nú þegar komið við sögu í fjölmörgum áhugaverðum verkefn<br />

um. Til dæmis hefur góðgerð arstofnunin Matternet látið<br />

útbúa litla Arduino­stýrða flugdróna til að flytja lyf og aðrar<br />

nauð synjar til afskekktra þorpa með slæmar vegtengingar.<br />

Í staðinn fyrir að bíða í 50 ár eftir því að vegakerfið verði<br />

lagfært er hægt að koma nauðsynjum fljótt á svæðin með<br />

hugviti og þessari einföldu tækni.³ Í Japan ákvað hópur fólks<br />

að ekki væri hægt að stóla á hið opinbera til að flytja fréttir<br />

af geislun eftir Fukoshima slysið og útbjó því sjálft sinn eigin<br />

nettengda geislamæli úr Geiger teljara og Arduino­tölvu<br />

sem settur var upp á 100 stöðum og flutti fréttir af geislun<br />

á hverju svæði beint inn á opna netsíðu.⁴<br />

Örtölvurnar hafa gert það að verk um að mjög einfalt er að<br />

setja saman sinn eigin litla flugdróna, þeir nýtast til dæmis<br />

við myndatökur enda hægt að fljúga þeim á staði sem erfitt<br />

er að komast að með þyrlum og auðvelt er að stýra þeim<br />

með nákvæmni. Þetta hefur vakið upp umræðu um mikilvægi<br />

þess að búa til reglur og ramma utan um notkun<br />

þeirra þar sem hætta er á að þeir rekist í byggingar og<br />

fólk. Sumir telja að litlir flugdrónar verði mikilvæg flutningstæki<br />

í líkingu við það sem Matternet er að gera, t.d.<br />

í staðinn fyrir hjólasendla í borgum. Þetta verkefni vekur<br />

upp spurningar um það hvort að arkitektar þurfi fljótlega<br />

að huga að fleiri þáttum við hefðbundna skipulagsvinnu,<br />

eins og hönnun lendingarstaða fyrir dróna, geymslur og<br />

umferðar leiðir. Aðrir hönnuðir gætu komið að hönnun<br />

kortagrunns og útliti „sendlanna“ auk þess sem forrita<br />

þyrfti í þá flugstjórnarkerfi til að koma í veg fyrir að þeir<br />

rekist saman, brotni og dreifist yfir borgir og bæi. Kannski<br />

myndi þessi tækni einnig hafa áhrif á hönnun bygginga?<br />

fyrir sig en líka orð sem tákna gleði,<br />

reiði, ótta og hamingju og út kemur<br />

tónlist byggð á því hvernig okkur líður á<br />

því augnabliki sem við skráum það með<br />

ritvélinni. Skaparar D.O.R.T.H.E segja<br />

hana snúast um endurvinnslu, endurvinnslu<br />

á orðum sem breytt er í tónlist<br />

og endurvinnslu á rafeindatækjum sem<br />

breytt er í hljóðfæri.⁵<br />

Bæði Háskóli Íslands, Háskólinn í<br />

Reykjavík og Listaháskóli Íslands eru<br />

farnir að nýta sér Arduino­tölvurnar<br />

á námsbrautum í hönnun, verkfræði<br />

og tölvunarfræði en í verkefnum sem<br />

tengjast heilsu geta örtölvur verið<br />

sérstaklega mikilvægar þar sem að<br />

þær eru ódýr tæki og með því að nota<br />

þær getur verð á búnaði sem áður var<br />

dýr lækkað töluvert auk þess að hver<br />

sem er getur búið sér til sitt eigið tæki<br />

og þá lagað þau ef þau bila. Þetta er<br />

sérstaklega mikilvægt í þróunarlöndum<br />

eða á afskekktum stöðum. Við stutta<br />

leit á netinu er hægt að finna ýmiskonar<br />

örtölvuverkefni en þar má nefna:<br />

Skór fyrir blinda Örtölvan er<br />

tengd við smáforrit í snjallsíma svo<br />

notandinn þarf einungis að segja<br />

frá því hvert hann ætlar, for ritið<br />

gefur þá skilaboð í skóna sem víbra<br />

eftir því hvort stíga á til hægri eða<br />

vinstri. Í verkefnið var notuð sveigjanlega<br />

útgáfan af Arduino­tölvunni<br />

LilyPad Arduino sem hentar vel í<br />

fatnað. Forritunarkóði verkefnisins<br />

er á netinu og því getur hver sem<br />

er sett stýringuna á skóna sína ef<br />

þeir geta keypt Arduino­tölvu,<br />

eru nettengdir og eiga síma.⁶<br />

⁵ D.O.R.T.H.E. ­ „Creating Music From Form Thoughts Written in the Form of Words<br />

and Sentences“, í Creative Applications Network, 28. október 2013, sótt 2. nóvember<br />

2013, www.creativeapplications.net/maxmsp/d­o­r­t­h­e­creating­music­fromthoughts­written­in­the­form­of­words­and­sentences<br />

⁶ Charalampos, Medical and Health Related<br />

Projects with Arduino, 2013, sótt 3. nóvember<br />

2013, medicarduino.net<br />

Það þarf að sjálfsögðu ekki tilbúnar örtölvur til að vinna<br />

áhugaverð tæknitengd verkefni en þær hjálpa okkur sem<br />

kunnum ekki mikla rafeindafræði til að byrja með. Verkefnið<br />

D.O.R.T.H.E eftir Lasse Munk og Søren Andreasen notar<br />

forrit og gamlar notaðar rafeindavörur til að skapa tónlist<br />

út frá hugsunum okkar. Verkefnið byggist á því að við skrifum<br />

það sem við viljum á gamla ritvél sem á eru festir skynjarar.<br />

Rit vélin er tengd við tölvuna og greinir þar hvern bókstaf<br />

Hanski sem auðveldar fólki að<br />

skilja táknmál Sá sem talar tákn ­<br />

málið setur á sig hanskann sem<br />

tengdur er við tölvuna, Arduinotölvan<br />

nemur hreyfing arnar og<br />

breytir þeim í texta á skjá til hjálpar<br />

þeim sem ekki skilja táknmál.


Arnhildur Pálmadóttir<br />

44<br />

Óléttufatnaður með skynjara Arduino­tölva er fest<br />

á fatnaðinn með skynjara sem nemur þegar barnið<br />

sparkar og sendir þá skilaboð á Twitter um atburðinn<br />

fyrir þá sem vilja fylgjast með.<br />

⁷ Smart Citizen, 2013, sótt 3. nóvember 2013, smartcitizen.me<br />

Í mörgum tilfellum þróast verkefnin sem tæknileg upp götvun<br />

unnin af tæknimenntuðu fólki og þess vegna er markmið<br />

þeirra að framkvæma ákveðna aðgerð en lítil vinna lögð<br />

í hönnun og útlit þeirra. Að því leyti eru verkefnin ennþá<br />

frumgerðir og því ekki fullunnin. Áhugavert er að skoða þau<br />

verkefni sem unnin eru þverfaglega frá grunni og hönnuðir<br />

koma að. Verkefnið Smart Citizen er dæmi um þetta en<br />

það byrjaði sem samvinnuverkefni FabLab verkstæðisins<br />

í Barcelona og skólans Institute for Advanced Architecture<br />

of Catalonia sem er staðsett í sömu byggingu. Verkefnið<br />

sameinar tækni og hönnun á mörgum sviðum en það snýst<br />

um að vekja íbúa í borgum og bæjum til umhugsunar um<br />

umhverfi sitt og hvernig þeir nota það. Smart Citizen snýst<br />

um lítil tæki sem sem er stýrt af Arduino­örtölvu. Á tölvuna<br />

eru festir skynjarar sem mæla til dæmis hita, raka, mengun<br />

(CO og NO2), ljós og hávaða. Búnaðurinn sendir svo upplýsingarnar<br />

til vefsíðu verkefnisins þar sem þær eru sýndar<br />

á grafískan hátt eða í smáforrit snjallsíma. Markmiðið er að<br />

íbúar bæja og borga geti fylgst með eigin orkunotkun og<br />

mörgum öðrum þáttum sem skipta máli til að samfélag virki<br />

vel og sé í sátt við náttúruna. Einnig geta þáttakendur borið<br />

sig saman við aðra og er eitt af markmiðum verkefnisins að<br />

þetta hafi að lokum áhrif á þróun og skipulag borgarinnar.<br />

Smart Citizen tækin er hægt að fá sem tilbúinn pakka<br />

eða ósamsett ef maður vill takast á við þá áskorun.⁷ Þetta<br />

er dæmi um verkefni þar sem þverfaglega tengingin var<br />

til staðar frá upphafi og er það vel sýnilegt því auk tæknikunnáttu<br />

þá þurfti forritara til að tengja hugmyndina saman,<br />

grafíska hönnuði, arkitekta og vöruhönnuði til að útfæra<br />

og hanna útlit á vefsíðu, kortum, skýringarmyndum, útliti<br />

umbúða og búnaðar.<br />

Í listum og hönnun eru möguleikarnir óendanlega margir,<br />

á nokkrum mínútum getur hver sem er tengt Arduino­tölvu<br />

við LED ljós og látið það blikka. Þess vegna geta hönnuðirnir<br />

sjálfir tekið tæknina í sínar hendur til að gera tilraunir og<br />

rannsóknir sem geta auðveldlega orðið að verkefnum sem<br />

tengjast framþróun í vísindum og tækni og þar með breytt<br />

heiminum en að öllum líkindum munu töfrarnir gerast þegar<br />

ólíkar greinar vinna saman.


Sjónvarpsefni fortíðar Hvaða máli skipta orð við leitir?<br />

Hvernig komum við orðum að því sem við viljum finna?<br />

Er hægt að finna sjónrænar upplýsingar með orðin ein<br />

að vopni? Hverskonar upplýsingar inniheldur sjónvarpsefni<br />

eiginlega?<br />

GLÁPT Á FORTÍÐINA<br />

49<br />

Vigdís Þormóðsdóttir<br />

RÚV, sú virðulega menningarstofnun, starfrækir frábæra<br />

og metnaðarfulla safnadeild í húsnæði sínu í Efstaleiti.<br />

Þangað getur hver sem er komið og horft og hlustað<br />

á úr val af því útvarps­ og sjónvarpsefni sem RÚV hefur<br />

framleitt, eða látið framleiða fyrir sig, nánast alveg frá<br />

upp hafi útvarps útsendinga á Íslandi. Reyndar leynast<br />

gloppur í safnkostinum, svona eins og gengur, sem verða<br />

því stærri eftir því sem leitað er lengra aftur í tímann,<br />

enda er safnadeildin sjálf því miður ekki jafngömul Ríkisút<br />

varpinu. Hver sá sem þráir að horfa á gamalt sjónvarpsefni<br />

getur sótt safnadeildina heim og fengið að glápa eins<br />

og hann lystir. Tilhugsunin um að hokra með heyrn artól<br />

fyrir framan sjónvarpsskjá með stafla af Skonrokks­ og<br />

Áramótaskaupsspólum sér við hlið hlýtur að vera vökudraumur<br />

hvers menningarsinnaðs Íslendings. Með að gangi<br />

að safnadeild opnast nánast ótakmarkaður aðgangur að<br />

sjónvarpsefni sem hefur aðeins að litlu leyti ratað með<br />

ólöglegum hætti á YouTube og aðrar netveitur og er nánast<br />

örugglega fært um að vekja trylltan fortíðar sæluhroll í<br />

hjörtum þjóðarinnar. Það er því til mikils að vinna fyrir<br />

hvern áhugamann um fjölmiðlun sem sækir safna deildina<br />

heim. En þrátt fyrir þá menningarlegu gull kistu sem leynist<br />

í kjallara útvarpshússins er samt ekki alltaf auðvelt að<br />

nálgast það sem mann langar að sjá.<br />

Bakdyraleið að hinu óaðgengilega Sjónvarpsefni for tíðar<br />

og nútíðar er varðveitt á ýmsum geymsluformum sem<br />

ráðast að mestu leyti af því hvað efst var á baugi í tæknimálum<br />

þegar efnið kom út. Framleiðendur og varðveislu ­<br />

aðilar fjölmiðlaefnis þurfa að taka virkan þátt í örri þróun<br />

tæknimála og fylgjast vel með nýjungum, enda er kostnaðar<br />

samt til lengri tíma litið að dragast aftur úr á því sviði.<br />

Þetta á við RÚV eins og aðra og er sjónvarpsefni sem<br />

framleitt var fyrir nokkrum árum eða áratugum því gjarnan<br />

geymt á spólum eða stærðarinnar afspilunar böndum sem<br />

eru misaðgengileg notendum deildar innar, þar sem það<br />

svarar sjaldnast kostnaði að láta gera við úreld afspilunartæki<br />

þegar þau bila. Vilji notandi horfa á gamlar upptökur<br />

þarf hann því að beygja sig undir mátt og getu tækninnar;<br />

ef ekki er til afspilunartæki sem hentar geymslu forminu er<br />

heimild svo gott sem glötuð uns yfir færsla yfir á aðgengilegra<br />

geymsluform kemur. Við aðstæður sem þessar getur<br />

vönduð skráning sjónvarps efnisins reynst mikilsverð<br />

heimild og einskonar bakdyral eið að efni sem vistað er


Vigdís Þormóðsdóttir<br />

50<br />

¹ Þórdís T. Þórarinsdóttir, „Stefnumörkun í lyklun<br />

á bókasöfnum og í upplýsingamiðstöðvum á Íslandi,“<br />

Bóka safnið, 20. árgangur, 1993, bls. 5–13.<br />

á óað gengilegu geymsluformi. Efnisorðagjöf<br />

er veigamikill hluti af hverri<br />

skráningar færslu og gerir notendum<br />

kleift að meta hvort heimild hentar<br />

þeim eður ei. Efnis orða gjöf, eða<br />

lyklun, er aðferð við skipulagningu<br />

þekkingar sem felur í sér greiningu<br />

á innihaldi heim ildar og framsetningu<br />

innihaldsins á svonefndu lyklunarmáli.<br />

Lyklunar mál getur verið fengið úr<br />

kerfisbundnum efnis orða­lykli eða<br />

öðrum rit stýrðum orðaforða, eða<br />

það getur jafnvel verið stuttur og<br />

hnitmiðaður útdráttur.¹ Tilgangurinn<br />

með lyklun er að auð velda og auka<br />

aðgengi að safnkosti, en af því l eiðir<br />

að við lyklunarstarf þarf að finna<br />

jafnvægi á milli þarfa notenda og<br />

þeirra möguleika sem stýrður orða -<br />

forði býður upp á. Kostir lyklunar eru<br />

ótvíræðir; þegar stuðst er við staðlað<br />

lyklunarmál má sameina undir einu<br />

orði vísanir í innihald fjölda gagna<br />

sem annars myndu dreifast á mörg<br />

efnissvið, til að mynda ef aðeins væri<br />

veittur aðgangur að innihaldi heimilda<br />

eftir flokkunarkerfi á borð við Deweykerfið.<br />

Þannig nær notkun staðlaðs<br />

lyklunarmáls að leiða þá sem leita að<br />

upplýsingum um tiltekið efni að því<br />

sem lyklað hefur verið um efnið. Allt<br />

sem lyklað hefur verið með sama<br />

efnisorði kemur upp við efnis orðaleit,<br />

þó svo að heimildirnar sjálfar hafi<br />

verið flokkaðar á ólíka staði í safnkostinn<br />

sökum ólíkrar umgjarðar. Slík<br />

staða gæti til að mynda komið upp<br />

ef leitað væri að efnisorðinu „ostur“,<br />

en heimildir sem fjalla um ost geta<br />

dreifst á svið matreiðslu, bú fræða<br />

eða bakteríufræða, svo nokkur algeng<br />

svið ýmissa flokkunarkerfa séu nefnd.<br />

Notandi sem leitar hverskyns heimilda<br />

um ost á breiðum grundvelli og frá<br />

mörgum sjónarhornum er þannig<br />

betur settur að leita eftir efnisorðinu<br />

ostur, fremur en með því að arka<br />

beint að hillunni þar sem matreiðslubækurnar<br />

eru geymdar og missa þar<br />

með af bakteríufræðivinklinum.<br />

Stöðlun lyklunarmáls er algjört lykilatriði í þessu ferli.<br />

Fæst orð eiga sér algild samheiti, en talsvert er til af<br />

orðum sem hafa svipaða merkingu og gæti óheft notkun<br />

þeirra valdið ónákvæmni við lyklun.² Sé ekki gætt að<br />

samræmi í orðanotkun lyklara er hætt við að leit í gagnasöfnum<br />

skili gagnlausum niðurstöðum. Sumir kunna að<br />

lykla heimild með orðinu bíómyndir en aðrir vilja heldur<br />

nota orðið kvikmyndir. Því er starfrækt sérstakt Efnisorðaráð<br />

til þess að taka af skarið og ákvarða hvaða orð<br />

ber að nota sem efnisorð, enda hætt við að hin síbreytilega<br />

íslenska tunga myndi annars gera lyklun tilgangslausa<br />

með öllu á skömmum tíma.<br />

Lesið á milli táknanna Gott og vel. Efnisorðaráð sér um<br />

endurbætur á Kerfisbundna efnisorðalyklinum sem flest<br />

íslensk söfn styðjast við við lyklunarvinnu, en það er á<br />

ábyrgð einstakra skrásetjara að finna út hvaða efnisorð<br />

eiga best við hvaða heimildir. Það getur þó verið hægara<br />

sagt en gert að ákvarða efnisinnihald heimilda. Fyrir það<br />

fyrsta er lyklun í eðli sínu athöfn sem ekki er hægt að sinna<br />

vélrænt og af algeru hlutleysi.³ Lyklarinn er alltaf með sína<br />

eigin reynslu á bakinu við lyklunarstarfið og er túlkun hans<br />

á innihaldi heimildar að einhverju leyti háð upp lifunum<br />

hans á lífsleiðinni. Í annan stað miðast helstu leiðbeiningar<br />

sem lyklarar fara eftir við starf sitt oftast við að verið sé<br />

að lykla prent efni. Gjarnan er gengið út frá því að hægt<br />

sé að skipta einu orði snyrtilega út fyrir annað og lýsa efni<br />

prentaðar heimildar á sem almennustu máli. Allt annað<br />

ferli fer hinsvegar af stað þegar lykla þarf myndefni. Myndir<br />

hafa nær undantekningalaust margræða merkingu sem<br />

verður sífellt óljósari því óhlutbundnari sem þær eru. Þær<br />

geta framkallað hug myndir og stemningu sem erfitt er að<br />

færa í orð. Upplýsingamiðlun sjónvarpsefnis og kvikmynda<br />

er ennfremur ólínuleg og frábrugðin upplýsingamiðlun<br />

ritaðs texta; hreyfimyndir sýna fjöldann allan af táknum<br />

í einni bendu á meðan texti býður upp á eitt tákn í einu í<br />

línulegri röð. Því þarf að taka sérstakt tillit til þess hvernig<br />

tákn sjónvarpsefnis og kvikmynda, sem birtast bæði á<br />

hljóðrás og myndrás, fléttast saman og eru staðsett<br />

gagnvart hvert öðru svo skilja megi merkingu heimildar.<br />

Greining á efnisinnihaldi sjónvarpsefnis kann að virðast<br />

heldur flókið ferli, en ekki má gleyma því að táknkerfi<br />

sjónvarps er gagnsætt og því heldur auðlesið sökum líkinda<br />

sinna við umheiminn.⁴ Lyklarar sjónvarpsefnis þurfa engu<br />

að síður að vera vel að sér í myndmáli og tákn kerfum<br />

sjónvarps til þess að geta á sem skýrastan hátt komið<br />

innihaldi sjónvarpsefnis til skila með lyklunarmáli. Þeir<br />

þurfa að vera færir um að lesa á milli línanna og komast<br />

þannig að stærri þemum eða hugrenningatengslum sem<br />

finna má í heim ildum og sem eru ekki augljós við fyrstu<br />

² D.B. Cleveland og A.D. Cleveland, Introduction<br />

to Indexing and Abstracting, 3. útgáfa, Greenwood<br />

Village, CO: Libaries Unlimited, 2001.<br />

³ A.G. Taylor og D.N. Joudrey, The Organization<br />

of Information, 3. útgáfa, Westport,<br />

CO: Libraries Unlimited, 2009.<br />

⁴ John Hartley, Understanding<br />

Television, London: Routledge, 1982.


51<br />

Glápt á fortíðina<br />

⁵ Hartley, Understanding Television.<br />

⁶ Hartley, Understanding Television.<br />

skoðun. Einstök tákn fá merkingu sína úr táknkerfunum sem<br />

þau tilheyra, samhengi sínu við önnur tákn og sambandi<br />

táknkerfa við um heiminn sem þau kortleggja.⁵ Án skilnings<br />

á tengslum tákna við táknkerfi og tengslum táknkerfa við<br />

um heiminn getur efnisgreining og lyklun ekki átt sér stað.<br />

Lyklun er því að stórum hluta félags leg athöfn, þar sem hún<br />

veltur á skilningi okkar á samfélags lega viðurkenndum táknkerfum.⁶<br />

Lyklarar kafa djúpt í merkingu heimildar, komast að<br />

kjarna hennar og greiða aðgang not enda að þeim upplýsingum<br />

sem þeir þurfa á að halda.<br />

Staðreyndir og staðleysur um lömb og þorska Hvað gera skrásetjarar<br />

þá þegar þeir standa frammi fyrir því verkefni að lykla<br />

sjónvarpsefni? Ekki aðeins eru myndirnar sem birtast á skjánum<br />

síkvikar, heldur er oft ósamræmi á milli þeirra upplýs inga sem<br />

koma fram á hljóðrás sjónvarpsefnis annarsvegar og á mynd rás<br />

hinsvegar. Gildir þetta til að mynda um nánast hvaða fréttainnslag<br />

sem er. Frétta maður þylur upp margvíslegar staðreyndir<br />

og staðleysur á meðan að myndir af lömbum í haga, þorskum<br />

á færibandi og fót leggjum að arka í Bankastræti líða yfir skjáinn.<br />

Í máli frétta mannsins kemur hugsanlega ekkert fram um lömb,<br />

þorska, færibönd, fótleggi né Bankastræti. Fréttamað urinn<br />

talar hugsan lega um verðbólgu, stýrivexti eða OECD. Það gefur<br />

auga leið að lömb eru ekki það sama og stýrivextir og því þarf<br />

að finna leið til þess að koma þessum ólíku og ruglingslegu<br />

skilaboðum heimildarinnar áleiðis til safn not enda. Hjá safnadeild<br />

RÚV er brugðist við þessum vanda með því að lykla innihald<br />

heimildar (hljóðrásina) með viður kenndum efnisorðum og<br />

að bæta jafnframt við sérstakri mynd lýsingu, þegar tilefni þykir<br />

til, en slík lýsing gerir innihald myndrásar einnig aðgengi legt.<br />

Þessi vinnuregla nýtist ágætlega, en aðrar varðveislu stofnanir<br />

sjónvarps efnis kunna að leysa vandann á annan hátt. Við lyklun<br />

myndefnis þarf hver stofnun í raun að sníða sér stakk eftir vexti.<br />

Efnisorðagjöf er einn af hornsteinum bókasafnsfræði. Aðgengi<br />

notenda safna, þar á meðal notenda safnadeildar RÚV, að<br />

safnkosti grundvallast að miklu leyti á því hvernig staðið er<br />

að varðveislu og efnisorðagjöf safnkosts. Ef heimildir eru<br />

geymdar á úreltum geymsluformum og ef efnisorðagjöf er<br />

of almenn, of sérhæfð, of ítarleg eða of grunn, þá er aðgengi<br />

notenda að safn kostinum verulega heft. Slíkt ástand er augljóslega<br />

ekki ákjósanlegt, sérlega ekki í til fellum þar sem lýsa<br />

má umræddum óaðgengilegum safnkosti sem menningarverðmætum<br />

eða þjóðar gersemum. Það getur því gagnast<br />

íslensku menningarlífi að sem flestir leiði hugann öðru<br />

hvoru að varðveislumálum menningarstofnanna, tengslum<br />

varðveislu við tungumál og tengslum tungumáls við aðgengi.


[1]<br />

[3]<br />

[2]<br />

[6]<br />

[7]<br />

[4]<br />

Metrics Window<br />

[5]<br />

Classes<br />

[8]<br />

[7] [6]<br />

OpenType Features


[Mynd 2] Bókarkápa gefin<br />

út af Domino Project<br />

þar sem káp urnar eru<br />

hannaðar með tilliti<br />

til smæðar á skjá og<br />

því án alls texta.<br />

[Mynd 1] Lesandinn hefur<br />

val um leturgerðir, stærð<br />

á letrinu, spássíu og línubil.<br />

Val sem hefur mikil<br />

áhrif á hvernig lesandinn<br />

upplifir lesturinn.<br />

[Mynd 3] Hér er bókin<br />

My Fry gefin út sem<br />

smáforrit og kápan<br />

hefur það hlutverk<br />

að leiða lesandann<br />

í gegnum söguna<br />

og virkar líka<br />

sem efnisyfirlit.<br />

Hér sést hvaða lesforrit er hægt að nota í ákveðnum lestækjum.


[Mynd 1] Beowolf<br />

[Mynd 2] Stafróf framleidd í Alphabet Synthesis Machine


Hvað eru flökkusagnir og orðrómar?<br />

Flökkusagnir eru sagnir sem ganga<br />

yfirleitt munnlega manna á milli og<br />

hafa upphaf, miðju og endi. Þær eru<br />

lengri en orðrómar sem yfirleitt eru<br />

örfáar setningar og án allrar uppbyggingar<br />

og framvindu. Orðrómur byrjar<br />

oft á opnuninni: „Hefur þú heyrt að …“.<br />

Flökkusagnir byrja hinsvegar yfirleitt<br />

á að kynna persónur og staðsetningu<br />

til sögunnar: „Einstæður faðir fór<br />

með börnunum sínum tveimur í Hagkaup<br />

um daginn …“. Og þá eru einnig tengsl<br />

á milli persónanna og sögumannsins útskýrðar:<br />

Persónurnar eru vinir vina<br />

sögumannsins eða fólk sem „frænka konu<br />

bróðir míns kannast við“. „Vinur vinar<br />

míns“ er hugtak sem margar flökkusagnir<br />

byggja „sannleiksgildi“ sitt á – sum sé<br />

að sagan hafi komið fyrir fólk sem sögumaðurinn<br />

er í (nokkuð óljósum) tengslum<br />

við. Og vissulega má skipta þessum „vini“<br />

út fyrir vinnufélaga eða ættingja eða<br />

annað fólk sem hefur einnig tengingar<br />

við sögu manninn. Orðrómur kynnir yfirleitt<br />

ekki persónur til sögunnar nema<br />

um þjóð þekkta eða fræga einstaklinga<br />

sé að ræða. Kjafta sögur eru þá annað<br />

orð yfir orðróm.


Lasercut and 3d printed shoes<br />

Don’t Run Beta<br />

dontrun-beta.com<br />

Threadwrapping Machine<br />

Anton Alvarez<br />

antonalvarez.com<br />

Ceramic 3d Printing<br />

Unfold<br />

unfold.be<br />

Threadwrapping Machine<br />

Anton Alvarez<br />

antonalvarez.com


Í sumar kynnti ég mér starfsemi FabLab í Vestmanna eyjum.<br />

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði Íslands og MIT háskólanum<br />

í Bandaríkj unum og snýst um að kynna forritun,<br />

3D prentun og laserskurð fyrir ungu fólki á eyjunni. Þar sá<br />

ég unga stúlku hanna lyklakyppur og herbergisnúmer fyrir<br />

hótel bæjarins til merkingar fyrir hótelið. Þetta atvik varð<br />

til þess að ég velti fyrir mér hvaða hlutverki þessi stúlka<br />

gegndi í framleiðsluferlinu. Hún sá um grafíska vinnslu,<br />

út lit hlutarins og framleiðslu hans til enda en samt var hún<br />

líklega ekki eldri en 15 ára. Þetta fannst mér athyglisvert<br />

PRENTARI PRENTAR<br />

PRENTARA<br />

52<br />

Atli Rúnar Bender<br />

þar sem leiðin að fullhönnuðum hlut hafði styst til muna.<br />

Grafísk hönnun og prentlist hafa haldist í hendur frá upphafi<br />

prentunar. Hingað til hefur eingöngu verið prentað í tvívídd<br />

(2D) en þrívíddar (3D) prentun er nú farin að sækja í sig<br />

veðrið. Í 3D prentun er sömu aðferðum beitt og í bleksprautu<br />

prentun. Í stað þess að nota blek er notað þunnt<br />

lag af efni og það lagt hvert ofan á annað og formið byggt<br />

upp, lag fyrir lag. Hægt er að nota ýmis efni svo sem plast,<br />

málma og keramik og þannig mætti lengi telja. Heimasíðan<br />

Shapeways¹ er ein fjölmargra heimasíðna sem býður nú<br />

uppá 3D prentþjónustu þar sem hægt er að láta prenta<br />

út fyrir sig úr 30 mismunandi efnum og notandi getur því<br />

ráðið miklu um útlit hlutarins.<br />

Hönnuðir geta nú skannað eða teiknað tvívíða mynd<br />

inn í tölvuna og prentað út þrívíðan hlut úr prentaranum.<br />

Þannig minnkar bilið á milli hönnunargreina, þar sem samband<br />

tölvunnar sem heim tvívíddarinnar og raunverulegra<br />

hluta í umhverfi okkar minnkar. Á Internetinu hafa sprottið<br />

fram heima síður þar sem hægt er að hala niður hlutum<br />

til þess að prenta út heima hjá sér. Þannig getur maður<br />

nú nálgast allt milli himins og jarðar: Leikföng, töskur,<br />

símahulstur, mynda vélavarahluti, bolla, skó, nærföt og<br />

þannig mætti lengi telja.<br />

¹ Material Portfolio, Shapeways, 2013, sótt 11. desember<br />

2013, www.shapeways.com/materials<br />

Höfundaréttur þrívíðra hluta hefur ekki verið skil greindur<br />

sam hliða því að tæknin færist í aukana og því getur hver<br />

sem er skannað hluti líkt og bolla og byssur og prentað<br />

heima hjá sér og gert þá aðgengilega á Internetinu. Hugmyndin<br />

um að fyrsta útgáfa prentarans sé framleidd í verksmiðju<br />

og næsta útgáfa hans framleidd af prentaran um<br />

sjálfum er einnig mjög áhugaverð. Þannig er prentarinn<br />

far inn að klóna sjálfan sig, prentari prentar prentara. Þannig<br />

er hann orðinn líkt og planta sem hægt er að gefa afl eggjara<br />

af. Hægt að prenta nánast allt í prentaranum heima fyrir<br />

utan vélarhluta svo sem laser, örtölvu og prenthaus. Nokkur<br />

fyrirtæki hafa sérhæft sig í að hanna slíka prentara og<br />

fram leiða það sem uppá vantar. Hvert er hlutverk grafískra<br />

hönnuða í þessu ferli? Er þeirra hlutverk eingöngu bundið


53<br />

Prentari prentar prentara<br />

við tvívíðan heim tölvunnar eða fer þeirra hlutverk að verða<br />

meira í þrívídd? Hægt er að ímynda sér vöruhönnuð sem<br />

hannar borðbúnað fyrir heimili. Þannig gæti hann hannað<br />

diska, glös og hnífapör og í stað þess að láta verk smiðju<br />

eða handverksfólk sjá um framleiðslu gæti hann framleitt<br />

endanlega vöru sjálfur. Þannig býður 3D prentun uppá<br />

nýja möguleika í framleiðslu hluta og gerir það að verkum<br />

að notandi getur orðið nokkuð sjálfbær þegar kemur<br />

að áþreifanlegum hlutum í umhverfi hans.<br />

Tæknin á enn nokkuð langt í land þegar kemur að notendaviðmóti<br />

og einfaldleika en líklegt þykir að þróun efnasamsetninga<br />

og umhverfi tölvunnar eigi eftir að taka framförum<br />

á næstu árum. Tölvuforritin eru kunnugleg grafískum hönnuðum<br />

og þeim sem eru vanir myndvinnsluforritum en geta<br />

þó reynst nokkuð flókin fyrir hinn almenna notenda.<br />

Persónumiðuð framleiðsla Framleiðsla á sérhönnuðum<br />

hlutum er eitthvað sem gæti einfaldast til muna. Með 3D<br />

prentun getur notandinn þannig sniðið hluti í umhverfi sínu<br />

að sínum þörfum, breytt þeim og bætt eins og honum finnst<br />

viðeigandi. Hægt væri að blanda saman hlutum, búa til einn<br />

hlut úr mörgum eða öfugt. Notandinn setur þannig mark sitt<br />

á umhverfið með nýjum hætti. Þróun hluta gæti þannig tekið<br />

ákveðinni stökkbreytingu og hinn almenni notandi farið að<br />

setja mark sitt á hluti í sínu umhverfi. Hægt væri að merkja<br />

hluti, breyta þeim út frá líkama sínum eða aðlaga að því<br />

umhverfi sem þeir tilheyra.<br />

Þannig gæti hver einstaklingur verið með líkamsskönnun<br />

af sjálfum sér og aðlagað umhverfi sitt að sínum þörfum.<br />

Hægt er að ímynda sér framtíð þar sem fólki byðist að fara<br />

til líkams skannara, eða að það myndi skanna sig inn sjálft<br />

og ætti þannig stafræna útgáfu af sjálfu sér í gagna grunni.<br />

Fólk gæti aðlagað hluti, föt, skó, tæki og tól að sínum<br />

líkama. Það myndi einfalda 3D prentaranum að búa til<br />

persónumiðaða hluti fyrir einstaklinga sem myndi einungis<br />

henta þeim sjálfum. Þetta byði upp á mun fjölbreyttari<br />

hluti þar sem einstaklingar geta stjórnað meira hvernig<br />

hlutir líta út og sérsniðin hönnun kostar þannig það sama<br />

í framleiðslu og fjöldaframleidd hönnun. Þannig getur fólk<br />

leyft ímyndunaraflinu að ráða ferðinni og búið til hluti sem<br />

því finnst vanta í heiminn, ekki út frá því hvað er til eða<br />

hvað hefur verið gert, heldur út frá því hvað því finnst<br />

að ætti að vera til.<br />

Aftenging við náttúru Heim spekingur inn Vilém Flusser lýsir<br />

hug mynd sinni um þróun mannsins út frá fjórum stigum þróunar:<br />

Handa maður, áhaldamaður, verk smiðjumaður og vélmenni.<br />

3D prentun gerir mann inum kleift að vera nær því<br />

að stjórna vélmenni. Hugmynd Flusser<br />

er á þá leið að maðurinn þróist frá því<br />

að vera ein staklingur sem notar hendur<br />

til þess að sinna daglegum störfum.<br />

Næst kemur ein staklingur sem notar<br />

áhald – til dæmis stein – til að sinna<br />

daglegum þörfum og framlengir líkama<br />

sinn með verkfæri líkt og listamaðurinn<br />

á vinnustofunni sem notar mismunandi<br />

pensla til mismunandi verka. Svo kemur<br />

einstak lingur sem vinnur í verksmiðju á<br />

vöktum til þess eins að snúast í kringum<br />

vélina sem skilar af sér miklu meiri afköstum<br />

en margfaldur maður. Síðast<br />

kemur einstaklingur sem stjórnar vélum<br />

með kóða, tungumáli vélarinnar, gefur<br />

henni skipanir og lætur hana þjóna sér.²<br />

Internetið er orðið gífurlega mikilvægur<br />

þáttur í daglegu lífi manna og niðurhal<br />

tónlistar, kvikmynda og forrita hluti af<br />

því. Í stað þess að flytja hluti á milli<br />

heimshorna með gífurlegum umhverfisáhrifum,<br />

orkufrekum flutningum og<br />

tímaeyðslu gætu þannig allir prentað<br />

sína hluti á þeim stað sem þeir eru.<br />

Gaman er að velta fyrir sér hvernig<br />

maðurinn getur orðið sjálfbærari,<br />

skorið á alla milliliði við gerð hluta og<br />

verið sinn eigin framleiðandi. Þó verður<br />

hann á sama tíma fjarlægari gerð raunverulegra<br />

hluta með 3D prentun þar<br />

sem tölvan sér um alla vinnu tengda<br />

efninu. Hlutir í umhverfi verða sífellt<br />

meira einnota og gæti vel hugsast að<br />

3D prentun myndi auka þá þróun.<br />

„Með 3D prentun getur notandinn<br />

þannig sniðið hluti í umhverfi sínu að<br />

sínum þörfum, breytt þeim og bætt<br />

eins og honum finnst viðeigandi.“<br />

² Vilém Flusser, The Shape of Things: A Philosophy of<br />

Design, Reaktion Books. Ltd, London, 1999, bls. 43–50.


RÓTTÆK EINOKUN<br />

Smári McCarthy<br />

54<br />

Aðspurðir myndu flestir setja sig upp<br />

á móti einokunar verslun. Það ríkir<br />

ágætis skilningur um það á Íslandi og<br />

víðar, að ein okun er afskaplega slæm<br />

fyrir sam félagið á ýmsa vegu. Haldhafi<br />

einokunar réttarins hækkar verðið, nýtir<br />

sér stöðu sína til að útiloka nýsköpun,<br />

og réttlætir stöðnun samfélagsins með<br />

þeim stöðugleika sem ástandið skapar.<br />

Á sama tíma glatast nýjar hugmyndir<br />

og aðferðir sem komast ekki að fyrir<br />

gömlum hugmyndum og aðferðum,<br />

meðan neytendur þurfa að sætta sig<br />

við hærri verð, og oftar en ekki, sem<br />

afleiðingu af því, meiri fátækt.<br />

En einokun er til í mörgum myndum.<br />

Oftast er talað um „lagalega einokun“,<br />

sem skapast þegar ríkisvaldi er beitt til<br />

að framfylgja einok unarrétti. Sjaldnar<br />

er talað um „náttúrulega einokun“,<br />

sem verður til þegar einn aðili verður<br />

svo stór á markaði fyrir eigin tilstilli<br />

að enginn getur keppt við þann aðila.<br />

Chris Anderson, rit stjóri tímaritsins<br />

Wired, fjallar á mjög jákvæðan hátt<br />

um slíka einok unar starfsemi í bók sinni<br />

The Long Tail, og fullyrti (ranglega, að<br />

ég tel) að náttúruleg einokun sé ekki<br />

endi lega slæm.<br />

Sjaldnast er þó talað um það sem Ivan<br />

Illich kallaði „róttæka einokun“, sem<br />

verður til þegar ein tegund vöru nær<br />

að útiloka aðrar af markaði, frekar en<br />

að um vörumerki sé að ræða: Bílar geta<br />

einokað umferðina, skólar geta einokað<br />

menntun, sjúkrahús geta einokað heilbrigði,<br />

og endurvinnsla getur ein okað<br />

umhverfisvernd. Þannig taka sumar<br />

aðferðir fram fyrir hend urnar á öðrum,<br />

og útiloka stundum framgöngu nýrra<br />

hugmynda og aðferða.<br />

Þetta gerist líka með starfsstéttir.<br />

Hópur fólks sem hefur haft veg og<br />

vanda af því að vinna ákveðin verk<br />

á ákveðinn hátt munu seint sætta sig<br />

við að nýr hópur stígi fram sem leysir<br />

sambærileg vandamál á nýjan hátt.<br />

Sögulega hafa þessir nýju hópar komið fram á tvenna<br />

vegu: Annars vegar á þann hátt að eldri stéttin er útilokuð<br />

frá þátttöku, oftar en ekki á efnahagslegum forsendum,<br />

og hinsvegar á þann hátt að eldri stéttin hefur greiðan<br />

aðgang að þátttöku.<br />

Sem dæmi um slíka útilokun má segja frá því þegar vef arar<br />

í Bretlandi um 1809 fundu fyrir samkeppni frá nýjum vefnaðarvélum<br />

og spunavélum sem gátu unnið þreytulaust og<br />

án launa. Þeirra róttæka einokun leið undir lok, að vísu<br />

á ofbeldisfullan hátt, þar sem Lúddítarnir – hópur vefara<br />

sem vildi ekki láta útiloka sig og sína iðju frá hagkerfinu –<br />

skemmdu vélar og kveiktu í verksmiðjum, þar til þeir voru<br />

flestir hverjir hengdir eða sendir til Ástralíu.<br />

Á hinn bóginn varð læknastéttin til þegar hin róttæka<br />

einokun ýmissa galdralækna, blæðara og búkskera leið<br />

undir lok. Ný tækni og ný þekking leiddi til þess að margir<br />

í þessum gömulgrónu stéttum fóru að gera aðra hluti, en<br />

aðrir tóku upp nýja siði og þekkingu. Þessa sögu má meðal<br />

annars virða fyrir sér fyrir utan hárgreiðslustofur í dag,<br />

þar sem hvít-rauð röndótt súla er sett upp til að merkja<br />

þjónustuna sem þar fæst. Áður fyrr var enginn munur<br />

á þeim sem fjarlægðu hár af fólki og þeim sem fjarlægðu<br />

aðra líkamsparta – þessir barber­chiurgeons, eins og<br />

þeir voru kallaðir, voru því iðulega með súlu fyrir utan<br />

vinnu stofur sínar til þess að vefja tuskur utan um til þerris<br />

– bæði þær sem voru hvítar og hreinar, auk þeirra sem<br />

höfðu blóðgast.<br />

Illich hélt því fram að þegar lagaleg einokun er brotin, þá<br />

gerist það á kostnað handhafa einokunarréttarins, en að<br />

róttæk einokun brotni aðeins þegar almenningur sér að<br />

það er betra að greiða þann samfélagslega kostnað sem<br />

hlýst af því að binda enda á einokunina frekar heldur en<br />

að halda áfram að greiða samfélagslega kostnaðinn af<br />

viðhaldi einokunarinnar.<br />

Höfuðið á hinum enda halans Undanfarna öld hafa tiltölu<br />

lega fáir listamenn, fyrir tilstilli enn færri fyrirtækja,<br />

notið heimsfrægðar á hverjum tíma, og efnast verulega<br />

á list sinni. Það hefur ekki verið óalgengt í seinni tíð að<br />

leikarar á A­lista fái tugmilljónir eða hundruðir milljóna<br />

króna fyrir framkomu í sjónvarpsþáttum og bíómyndum –<br />

til dæmis Carlos Estévez sem fékk rúmlega tvö hundruð<br />

milljónir króna fyrir hvern þátt af gamanþættinum Two<br />

and a Half Men sem hann kom fram í. Á sama tíma þénaði<br />

söngkonan Stefani Germanotta um tíu milljarða króna,<br />

fyrir skatt, á árinu 2012.


55<br />

Róttæk einokun<br />

Þessar ótrúlegu upphæðir eru einn endi sögunnar –<br />

hausinn. Halinn er langur. Á honum eru ýmsir listamenn<br />

sem hafast við í herbergjum sínum og láta sig dreyma<br />

um að ná samningi, og þeir sem troða upp á barnum í<br />

þorpinu sínu eða fá að hita upp fyrir einhverjar stjörnur.<br />

Á halanum er líka að finna leiklistarfólk sem kemst ekki<br />

á A­lista – ekki endilega vegna skorts á hæfileikum, heldur<br />

oftar en ekki vegna þess að tækifærin hreinlega bjóðast<br />

ekki – og þarf að láta sér nægja að leika í bæjarleikhúsinu,<br />

eða hugsan lega að koma öðru hverju fram í B­myndum.<br />

Hvert sem litið er innan listageirans er sömu sögu að<br />

segja: Ákveðnir aðilar eru upphafðir yfir alla aðra, meðan<br />

ótal tækifæri glatast. Reyndar á þetta sér ekki bara stað<br />

innan listageirans, þetta er vandamál mannkynsins<br />

almennt. Eins og Eben Moglen hefur þráspurt: Hversu<br />

margir Einsteinar hafa fengið að læra eðlifræði? Hversu<br />

margir Mozartar hafa fengið að spila á píanó? Almennt:<br />

Hversu algengt er að fólk fái ekki tækifæri til að njóta<br />

hæfileika sinna til fulls?<br />

En fyrirtækin sem þéna á hugmyndum fólks gefa lítið fyrir<br />

fjölbreytni. Þeirra aðferðafræði gengur nær eingöngu<br />

út á að hámarka hagnað sinn, og þau hafa séð að það<br />

er hægt að hafa meira upp úr einni ofurstjörnu með<br />

einfalda sögu að segja en milljón skapandi manneskjum<br />

með mismunandi hugmyndir. Þessi fyrirtæki upphefja<br />

því einstaklinga sem virðast falla að þeirra reiknilíkani<br />

og kvarta sig auma ef einhver ógnar róttæku einokuninni.<br />

Óáþreifanlegur varningur „Þú hljómar eins og rispuð<br />

plata,“ sagði faðirinn við son sinn. „Hvað er plata?“ spyr<br />

sonurinn. „Það er nokkurskonar gamaldags geisladiskur,“<br />

sagði faðirinn. „Hvað er geisladiskur?“ spyr þá sonurinn.<br />

Í dag geisar mikil barátta um aðferðir. Heil kynslóð er<br />

nú að vaxa úr grasi sem ber enga virðingu fyrir þeim<br />

fyrir tækjum sem stunda róttæka einokun á menningu<br />

okkar. Charles Stross hefur bent á að hin svokallaða<br />

Z­kynslóð hefur aldrei fengið ástæðu til að vera hliðholl<br />

gamla fyrirkomulaginu: Æðsti draumurinn sem velferðarríkið<br />

og iðnaðarsamfélagið getur gefið þeim er loforð<br />

um meðalgóða menntun, meðalgóða ævilengd, og svo<br />

til tryggan aðgang að atvinnuleysisbótum svo lengi sem<br />

ekkert slæmt hendi þau. Markaðssetningarmaskínan<br />

sýnir börnum nútímans fólk öllum stundum sem er á<br />

hinum stóra haus heimsins, þar sem hægt er að vera<br />

Bubbi Morthens, Charlie Sheen eða Lady Gaga frekar en<br />

að vera Ásbjörn Kristinsson, Carlos Estéves eða Stefani<br />

German otti. En skilaboðin eru, eins og sjónvarpsmaðurinn<br />

Edward R. Murrow varaði okkur við árið<br />

1956: „Horfðu núna, borgaðu á eftir.“<br />

Viðbótin sem Murrow vantaði er:<br />

„Láttu þig dreyma, krakkaskítur.“<br />

En þessi börn eru ekki börn velferðarríkisins<br />

og iðnaðarsam félagsins,<br />

ekkert frekar en þau eru börn menningar<br />

miðlunariðnaðarins eða markaðssetning<br />

ar maskínunnar. Þau alast upp<br />

við það að hafa tæki á heimilinu sem<br />

gerir þeim kleift að framkvæma hvaða<br />

hugmynd sem þau vilja með nánast<br />

engum tilkostnaði. Þau ganga um með<br />

kvikmyndaver, upptöku stúdíó, og dreifingarmiðstöð<br />

í vasanum. Ef þau eru<br />

sniðug þá læra þau smá vefsíðugerð,<br />

og taka yfir heiminn með sínum<br />

óáþreif anlega varningi.<br />

Til að fá nýjar hugmyndir njóta þau<br />

gam alla hugmynda. Þau gefa skít<br />

í hagnað fyrirtækjanna og fólksins<br />

í hausn um, og afrita með gleði allar<br />

þær óáþreifanlegu vörur sem iðnað urinn<br />

gefur af sér. Sumir krakkarnir hlusta<br />

bara og horfa. Sumir endurblanda og<br />

rappa jafnvel ofan í. Sífellt fleiri hugsa<br />

með sér: „Ég get gert þetta.“ Og það<br />

geta þau.<br />

Þessi börn eru að ógna róttæku<br />

ein okuninni á menningu okkar.<br />

Að lifa af Listamaðurinn Moby gaf nýlega<br />

út nýja plötu, en ekki í gegn um gömlu<br />

miðlana. Hann setti hana á netið og sagði<br />

að hver sem er mætti nota plötuna í<br />

hvaða tilgangi sem er. Honum var sama<br />

um hagnaðinn, honum var sama um<br />

„höfundarétt“ og „efnahagsleg réttindi“.<br />

Hann er á sinn hátt einn af kyndilberum<br />

kynslóðarinnar sem lítur á menningu<br />

okkar sem sameiginlega auðlind.<br />

Einhverjir myndu þó spyrja: Hvernig er<br />

hægt að ætlast til þess að fólk lifi á því<br />

að gefa list sína? Þeir sem spyrja að<br />

slíku – til að mynda þeir sem kvarta hve<br />

mest yfir höfundarréttarbrotum – ættu


Smári McCarthy<br />

56<br />

að leita svara meðal allra þessara krakka sem sitja heima<br />

hjá sér og búa til stuttmyndir eða glamra á gítar. Þeir ættu<br />

kannski að byrja á því að spyrja Juliu Nunes, sem spilaði<br />

coverlög á ukulele á YouTube samhliða venjulegri vinnu þar<br />

til vinsældir hennar urðu slíkar að hún gat farið að sjá sér<br />

farborða af listinni einni. Einhver myndi stinga upp á því að<br />

spyrja Justin Bieber að því sama, en við vitum öll hvað varð<br />

um þann dreng.<br />

En það er spurningin sjálf sem er röng. Það sem Moby er<br />

að gera með þessu er að gefa þann hluta af list sinni sem<br />

er ekki háð skorti. Allir í heiminum gætu hlustað á Moby<br />

á sama tíma, og það myndi ekki skaða Moby á nokkurn hátt.<br />

Eina auðlindin sem hann býr yfir í takmörkuðu magni er<br />

tími – þannig að augljóslega getur hann ekki spilað fyrir<br />

alla í eigin persónu. Þannig virkar því markaðssetningin:<br />

Að gefa upptökuna í því skyni að kveikja áhuga fólks á því<br />

að mæta á tónleika. Keyra upp eftirspurn í hagkerfi þar<br />

sem framboðið er fasti.<br />

Þetta virkar ekki fyrir alla, en árið 2011 gaf Free Culture<br />

Forum út handbók um viðskiptalíkön fyrir frjálsa menningu,<br />

þar sem listaðar eru tíu aðferðir til að lifa vel á því að gefa<br />

listina sína. Mismunandi líkön henta mismunandi fólki.<br />

eru mjög margir tilbúnir til þess að<br />

verja höfundarétt. Rök þeirra eru<br />

að þrátt fyrir þann kostnað sem hlýst<br />

menningarlega og samfélagslega af því<br />

að hafa höfundarétt eins og hann er í<br />

dag, þá er mikilvægt að einhverjir geti<br />

orðið ofurstjörnur. En það er bara<br />

ekki satt. Við þurfum ekki nokkrar<br />

ofur stjörnur – nei. Við þurfum milljónir<br />

skapandi fólks. Okkur ber siðferðisleg<br />

skylda til að tryggja að<br />

næsti Moby fái að njóta sín, að næsti<br />

Einstein fái að læra eðlis fræði, og<br />

að næsta Rowling fái að skrifa næstu<br />

Harry Potter. Okkur ber skylda til að<br />

ryðja úr vegi allri róttækri einokun.<br />

Nú er því orðið tímabært að við,<br />

sem samfélag, tökum á okkur þann<br />

kostnað sem hlýst af því að uppræta<br />

þetta gamla líkan. Höfundarréttur,<br />

í núverandi mynd, er úreltur.<br />

En á meðan gömlu risarnir og fulltrúar þeirra væla yfir því<br />

að verið sé að „stela“ frá sér, þá er rétt að minnast þess að<br />

næstum því allir listamenn sem hafa nokkurntíman verið til<br />

hafa þurft að lifa á öðru en list sinni. Þau róttæku einokunarréttindi<br />

sem risarnir og stjörnurnar eru að berjast fyrir<br />

að viðhalda eru forréttindi sem mjög fáir geta notið. Vissulega<br />

eiga einhverjir eftir að vera rétt fyrir ofan þá línu að<br />

geta lifað á list sinni og færast rétt niður fyrir hana, og<br />

einhverjir eiga sömuleiðis eftir að vera rétt fyrir neðan<br />

þá línu og færast rétt upp fyrir hana. En það sem hver<br />

rannsóknin á fætur annarri hefur sýnt fram á er að greiðari<br />

aðgangur að menningu minnkar ekki þær upphæðir sem<br />

fólk eyðir í menningu, heldur breytir eingöngu neyslumynstrinu.<br />

Að sumu leyti þýðir þetta breytingu á menningar<br />

formi, en að stórum hluta þýðir það bara að miklu<br />

fleiri listamenn geta lifað við aðeins betri lífsgæði en áður.<br />

Þótt ofur stjörnurnar þurfi aðeins að herða beltið er það<br />

varla mikill skaði, í heimi þar sem hver sem er gæti orðið<br />

næsti Moby. Stærsti skaðinn kemur af því að gefa þeim<br />

ekki það tækifæri sem þau þurfa.<br />

Róttæka einokunin á menningu heimsins er svolítið sérstök<br />

að því leyti að hún er einnig lagaleg einokun. Henni er framfylgt<br />

með ríkisvaldi, og þar liggur stærsti vandinn í dag.<br />

Einokun er skaðleg, það vita vel flestir, en þrátt fyrir það


Róttæk einokun


Samstarf Er Ísland „stórasta land í heimi“ eða bara „Litla<br />

Ísland?“ Kveikjan að frasanum „stórasta landi í heimi“ var<br />

frammistaða landsliðsins í handbolta þegar það komst í<br />

úrslit á Ólympíuleikunum fyrir nokkrum árum. Ég ætla ekki<br />

að ræða þennan frasa frekar en hann kom upp í hugann<br />

þegar ég var að lesa um „Litla Ísland“ semer samstarfs vettvangur<br />

smárra og meðalstórra fyrirtækja innan sam taka<br />

iðnaðarins, SI, sem er burðarásinn í íslensku atvinnulífi. (Það<br />

má lesa nánar um vettvanginn á heimasíðu sam tak anna).<br />

Mig langar að velta því aðeins fyrir mér hvernig hönnuðir og<br />

tækni­ og viðskiptafólk geta unnið saman í framtíðinni, hvað<br />

þurfi að vera til staðar til þess að slíkt samstarf geti átt sér<br />

stað og ekki síst hvað getur komið út úr slíku samstarfi.<br />

En aftur að áðurnefndu landsliði.<br />

UM HVAÐ ÞURFUM<br />

VIÐ AÐ RÆÐA?<br />

58<br />

Ásgeir Matthíasson<br />

Liðsheildin Ég fór að velta fyrir mér hvað landslið er,<br />

að minnsta kosti í mínum huga. Ég er ekki neinn sérstakur<br />

áhugamaður um boltaíþróttir og get því ekki fjallað um þær<br />

sem slíkar, enda er það ekki íþróttin sem vakti áhuga minn<br />

heldur liðið. Margir undrast það að landslið frá smáþjóð geti<br />

yfirleitt náð árangri í samkeppnisíþrótt eins og hér um ræðir<br />

og vafalaust er þetta samspil margra þátta. En aðalatriðið er<br />

að hópur fólks þýðir ekki endilega að þar með sé komið lið,<br />

það þarf að velja fólk saman. Fólk sem hefur mismunandi<br />

hæfileika til að mynda samlegð með skipulögðu átaki sem<br />

gefur hverjum einstaklingi færi á að hámarka styrk sinn og<br />

lágmarka veik leika. Einstaklingarnir í liðinu þurfa að læra<br />

að hjálpast að, hjálpa hvor öðrum til að uppgötva mögu leika<br />

sína og skapa andrúmsloft sem hjálpar hverjum og einum<br />

að fara fram úr sínum eigin takmörkunum. Þannig verður<br />

liðið meira en hópur einstaklinga þegar skilningur á gagnkvæmum<br />

stuðningi myndast og samlegðin verður til þess<br />

að styrkur heildarinnar verður meiri en allra einstakl inganna.<br />

Þegar þetta er til staðar getum við vænst þess að hið yfirnáttúrulega<br />

hendi, það verða þessi „magical moments“<br />

þar sem sköpun á sér stað.<br />

Sköpunin er þá þetta nýja, þetta óvænta sem skeður.<br />

En hvað er sköpun, er einhver leið að útskýra hana? Vafalaust<br />

má finna ýmsar skýringar á því fyrirbæri en sálfræðingurinn<br />

Mihaly Csikszentmihalyi, sem gert hefur ýtarlegar<br />

rannsóknir á sköpunarferlinu, hefur skilgreint sköpun að<br />

nokkurri nákvæmni. Hann segir sköpun vera samspil þriggja<br />

meginþátta, í fyrsta lagi verður að vera fyrir hendi afmarkað<br />

kerfi eða menning sem inniheldur táknrænar reglur, í öðru<br />

lagi einstaklingar sem koma fram með nýjungar innan marka<br />

þessa kerfis og í þriðja lagi að sérfræðingar á sviðinu leggi<br />

blessun sína yfir nýj ung ina og staðfesti hana.¹ Með öðrum<br />

orðum getum við sagt að sköpunin eigi sér stað þegar<br />

einstaklingar skapa eitthvað nýtt úr einu eða fleiri<br />

¹ Mihaly Csikszentmihalyi, Creativity: Flow and the Psychology<br />

of Discovery & Invention, HarperCollins, Bandaríkin , 1996.


59<br />

Um hvað þurfum við að ræða?<br />

við fangs efnum og nýjungin er staðfest af þátttakendum<br />

þess. Í nútímasamfélagi eru þessi viðfangsefni af ýmsum<br />

toga og margbreytileg en það hefur átt sér stað sterk<br />

þróun í átt að aukinni sérhæfingu innan þeirra, sem bæði<br />

er af hinu góða en einnig af hinu slæma; hið góða af því<br />

að við höfum takmarkaða getu og tíma til að tileinka okkur<br />

marga hluti til hlítar – og þess vegna er mikilvægt að geta<br />

einbeitt sér að afmörkuðum viðfangsefnum, en af hinu<br />

slæma af því að það er hætta á að við missum sjónar á því<br />

hvernig mis munandi viðfangsefni þurfa að tengjast hvort<br />

öðru og vinna saman. Þess vegna er samstarf, þvert á hin<br />

ýmsu svið, lykillinn að góðum árangri og það gildir á öllum<br />

sviðum samfélagsins, í fyrirtækjum, stofnunum, skólum<br />

og íþróttum.<br />

Litla Ísland Og þar er ég kominn að „Litla Íslandi“ aftur<br />

og samvinnunni innan þess samfélags, sem að mínu mati<br />

er skynsamlegur útgangspunktur þegar við horfum til<br />

framtíðar og hugum að því hvert við eigum að stefna<br />

og hvernig við eigum að ná þangað. Þó svo að við séum<br />

svo lánsöm að hafa aðgang að náttúrulegum auðlindum,<br />

þá þurfum við að fara varlega við nýtingu þeirra því það<br />

taka nýjar kyn slóðir við af okkur sem einnig þurfa að hafa<br />

aðgang að þeim og eiga kost á að nýta þær. Þann möguleika<br />

megum við ekki skerða, með öðrum orðum að verður<br />

nýtingin að vera sjálfbær. Eina sjálfbæra auðlindin sem<br />

hver kynslóð hefur yfir að ráða er hún sjálf með sitt hugvit<br />

og sköpunargleði og því þurfum við að nýta það vel<br />

til nýsköpunar.<br />

Nýsköpun er í huga margra lykillinn að blómlegu athafnalífi<br />

í hverju landi og þáttur hennar er jafnan mældur í ýmis<br />

konar tölfræði og notaður sem mælikvarði yfir fram tíðarmögu<br />

leika landsins, (OECD og fleiri fjölþjóðastofn anir).<br />

Þannig ræðum við oft um sköpun þegar við fjöllum um<br />

hönnun og listir, sem oft eru kallaðar skapandi greinar,<br />

en nýsköpun þegar við fjöllum um viðskipti og sjáum<br />

frekar fyrir okkur tækni­ og viðskiptafólk og leggjum jafnframt<br />

mikla áherslu á eflingu þeirra greina. En hérna ber<br />

okkur að varast hættu á tvíhyggju sem getur skilið þetta<br />

að. Sköpunin er mikilvæg forsenda nýsköpunar, eins og<br />

felst í orðinu sjálfu, það er þar sem hugmyndin verður<br />

til og mótast og er síðan hrint í framkvæmd í nýsköpunarferlinu,<br />

því er aldrei hægt að skilja þetta tvennt að.<br />

Í nýsköpunar ferlinu felast einnig aðrir þættir sem tilheyra<br />

viðskiptum, svo sem viðskiptamódel, markaðssetning,<br />

framleiðsla og sala sem vissulega eru líka mikilvægir.<br />

Hérna felast því mikilvæg tækifæri í samstarfi<br />

nýsköpunarfyrirtækja við hönnuði og aðra úr hinum<br />

svokölluðu skapandi greinum.<br />

Hönnun er ung faggrein á Íslandi,<br />

að graf ískri hönnun undanskil inni,<br />

og er ekki búin að ná að skjóta<br />

rótum sem hluti af íslensku at vinnu ­<br />

lífi eins og ýmsar aðrar stéttir. Víða<br />

er lendis er vitað til þess að þau<br />

fyrir tæki sem nýta sér starfs krafta<br />

hönnuða eru þau sem skarað hafa<br />

framúr, sér stak lega varð andi<br />

nýsköpun. Finna má áhugaverða<br />

umfjöllun um þetta í ný útgefinni<br />

hönnunarstefnu.² Því til viðbótar<br />

má telja til ýmis þekkt fyrirtæki<br />

sem sérhæfa sig í hönnun, t.a.m.<br />

RKS, Frog og IDEO í Kalíforníu og<br />

verið ráðgjafar fyrirtækja sem náð<br />

hafa miklum árangri.<br />

Hönnun Í ofannefndri hönnun arstefnu<br />

er fjallað um hönnunarstigann,<br />

þar sem fyrirtæki eru<br />

flokkuð eftir því hve miklu máli<br />

hönnun skiptir í heildarstefnu<br />

fyrir tækis, því ofar sem fyrirtækið<br />

lendir í stiganum því meira máli<br />

skiptir hönnunin. Könnun sem gerð<br />

var í Danmörku sýndi meiri vöxt hjá<br />

fyrir tækjum sem eru ofar í hönnunar<br />

stiganum. Þannig er hönnunarstiginn<br />

notaður sem mælikvarði á<br />

getu fyrirtækisins til nýsköpunar.<br />

Ástæðurnar fyrir því að hönnun er<br />

talin mikilvæg í þessu samhengi eru<br />

margvíslegar en ein af megin ástæðunum<br />

er sú að öfugt við margar<br />

aðrar starfsstéttir er hönnun ekki<br />

nám á einu sérhæfðu sviði, heldur<br />

snýst námið um hönn unar ferlið þar<br />

sem sköpunin á sér stað og kallast<br />

því vel á við skilgreiningar Csikszentmihalyi<br />

sem nefndar voru hér að<br />

ofan. Hún er í eðli sínu mjög notenda<br />

miðuð, þar er gengið út frá því<br />

hvaða eiginleika vara eða þjónusta<br />

þarf að hafa fyrir notandann, eða<br />

til að orða það öðruvísi, hvaða<br />

lausnum notandinn þarf á að halda<br />

til að uppfylla þarfir sínar. Vel<br />

hönnuð vara eða þjónusta getur<br />

² Hönnunarstefna fyrir Ísland, Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið, sótt desember 2013,<br />

www.atvinnuvegaraduneyti.is/media/Skyrslur/Drog­ad­honnunarstefnu­2013.pdf


Ásgeir Matthíasson<br />

60<br />

þannig uppfyllt meira en beinar mælanlegar þarfir hans,<br />

heldur uppfyllir hún einnig væntingar hans. Þannig snýst<br />

hönnun alls ekki um að koma inn á lokaspretti þróunarinnar<br />

og takast á við útlitið eins og er nokkuð útbreiddur misskilningur,<br />

heldur hefur hún veigamiklu hlutverki að gegna<br />

í mótun verkefn anna. Þetta er að mati margra lykilatriði<br />

til að ná árangri á neytendadrifnum markaði, þar sem<br />

fyrirtæki slást um viðskiptavini.<br />

Samlegðin En til að ná tilætluðum árangri þá starfa<br />

hönn uðir ekki einir, ekki frekar en einstakir íþróttamenn<br />

í hóp íþrótt. Þeir starfa best í teymum sem sett eru saman<br />

af fjölbreyttri getu og reynslu, allt eftir því hvað viðfangsefnið<br />

er. Þar vinna sérhæfingin og hönnunin náið saman og<br />

samlegðin myndast, því markmiðið er að samstarfsaðilarnir<br />

njóti góðs af dómgreind hvers annars til að ná árangri.<br />

sér fræðingar til sögunnar. Því eru<br />

þeir mikilvægur hlekkur fyrir framtíðina.<br />

Það er því þetta samstarf sem<br />

við þurfum að tala um og hrinda í<br />

fram kvæmd, hvort sem það eru fyrirtæki,<br />

stofnanirnar eða skólar, og þá<br />

ekki aðeins háskólar heldur er mikilvægt<br />

að byrja eins snemma í skólakerfinu<br />

og hægt er með þessa hugsun,<br />

alveg eins og gert er í íþróttum.<br />

Það eru til aðferðir sem notaðar eru til að velja fólk saman<br />

í hópa eða vinnuteymi sem ekki verður farið nánar út í hér<br />

enda er ég enginn sérfræðingur á því sviði. En eitt atriði<br />

langar mig þó að taka sérstaklega fram: Það er tungu málið<br />

eða kannski öllu heldur tungutakið. Þó að allir í hópnum<br />

tali sama tungumál, t.a.m. íslensku, þá er tungutak og<br />

málnotkun, það sem á ensku kallast jargon eða fagmál,<br />

breyti legt eftir starfsstéttum, sérfræðigreinum og fleiru.<br />

Þetta hefur maður oft rekist á í samræðum og í vinnu.<br />

Ég hef einnig stundum heyrt það hjá tæknifólki að það<br />

eigi erfitt með að skilja hönnuði, þeir tali allt annað tungumál<br />

heldur en þeir eiga að venjast, og sjálfsagt er þetta<br />

alveg gagnkvæmt. Þetta er mjög mikilvægt atriði því að ef<br />

menn ætla að vinna vel saman þá þurfa þeir að skilja hvern<br />

annan. Hönnuðir nálgast viðfangsefnin sín á annan hátt<br />

heldur en hefðbundið er í tækni­ og viðskiptageiranum og<br />

það eitt getur virst framandi. Í hönnunarferlinu er vandamálið<br />

ekki smættað niður í eina hugsanlega lausn heldur<br />

er hægt að vinna með margar sviðsmyndir og hliðstæður<br />

(analogy) í einu til að skapa tengingar þeirra á milli og við<br />

það skapast hið nýja sem verið er að leita eftir. Hönnuðir<br />

vinna líka mikið með myndræna framsetningu sem hjálpar<br />

flestum þeim sem eiga kannski erfitt með að átta sig<br />

á tilganginum að skilja hugmyndirnar.<br />

Hönnun og nýsköpun er mikilvæg Ég held að við getum<br />

flest verið sammála um mikilvægi nýsköpunar á „litla Íslandi“<br />

og því megum við ekki missa af þeim tækifærum sem liggja<br />

í að vinna saman, þvert á fög og starfsgreinar til að ná betri<br />

árangri. Hönnuðir eru, eðli máli samkvæmt, menntaðir til að<br />

hanna, hvort heldur er um að ræða vörur, hugbúnað eða<br />

þjónustu. Þeirra fókus er á notanda vörunnar, þann sem á<br />

að upplifa hana, ekki á tækni legu lausnina, þar koma aðrir


62<br />

VITSMUNIR VERÐA<br />

TIL Í FÓTUNUM<br />

Thomas Pausz<br />

Hluti 1 Viðtal við Raymond Duncan, eftir Orson Welles,<br />

1955 (útdráttur).¹<br />

Þetta viðtal við hinn sérvitra, áttræða handverksmann,<br />

Raymond Duncan, er lítil áminning um það hvernig<br />

tækni getur leitt til sjálfstæðis, persónulegs þroska<br />

og líkamlegrar hreysti.<br />

Raunverulegt markmið iðnar er sjálfsnám<br />

Orson Welles: Góðan daginn, hr. Duncan.<br />

Raymond Duncan: Góðan daginn, hr. Welles.<br />

OW: Þú ert aldeilis að framleiða mikið af fínum hlutum<br />

hérna í Akademíunni þinni … Hérna eru nokkrar lágmyndir<br />

sem þú hefur höggvið út …<br />

RD: Þetta var bara afsökun til að grípa í hamar og meitil<br />

og höggva í stein. Þegar ég hegg í stein vil ég finna fyrir<br />

trefjum steinsins … og líta á það sem leik … og þjálfa<br />

vöðvana svolítið … og fingurna mína, og smekk minn<br />

og dóm greind. Já, hér vinnum við ekki til að græða fé,<br />

við vinnum ekki til að fram leiða. Við búum til okkur sjálf<br />

með vinnu.<br />

OW: Þú „býrð til sjálfan þig … með vinnu“?<br />

RD: Já, það er tilgangurinn, en í dag eyðileggur fólk sig<br />

með vinnu.<br />

Leikurinn<br />

OW: Þú ert líka með prentvél hérna. Til að gefa út þínar<br />

eigin bækur …<br />

RD: Já, við reynum að gera allt sem er manninum eðlislægt<br />

að gera. Lögmálið er þetta: Búðu til allt sem þú þarft fyrir<br />

þig sjálfan, og reyndu að þarfnast þess ekki sem þú getur<br />

ekki búið til. Það er markmiðið sem við náum aldrei. En<br />

málið er að þú byrjar á því; eins og ég segi, þetta byrjar allt<br />

í fótunum [skimað niður á fætur hans, íklædda sandölum]:<br />

Ég bý til mína eigin sandala. Ég byrja á fötunum: Ég spinn<br />

og vef fötin mín. Ég byrja að skera út og steypa letur til að<br />

prenta bækurnar mínar. Ég byrja á öllum þeim hlutum sem<br />

ég þarfnast og ég reyni eftir fremsta megni að komast sem<br />

lengst með þá.<br />

OW: Ég skil … og þú reynir að þarfnast ekki þeirra hluta<br />

sem þú getur ekki búið til.<br />

RD: Já, við reynum venjulega ekki of mikið, þú veist,<br />

okkur langar alltaf í leikföngin sem við sjáum í útstill­<br />

ingar glugganum. Okkur finnst gaman að kaupa þau.<br />

OW: Og þú gerir það?<br />

RD: Að sjálfsögðu, ég er ekkert betri en annað fólk. En ég<br />

hef annað viðhorf.<br />

OW: Er það?<br />

RD: Já, fólk er ekki það sem það heldur að það sé eða það<br />

sem það á. Fólk er það sem það gerir. Eitt af því besta við<br />

¹ Thomas Pausz, upprunalega birt í Intelligence<br />

Starts With the Feet - Elastic Editions, 2013.


Thomas Pausz<br />

64<br />

tækni vinnunar er að hafa gaman af því sem þú ert að gera<br />

og líta á það sem leik.<br />

OW: Svo allt hérna er skemmtilegt?<br />

Kraftur leturs<br />

OW: Ég skil … segðu okkur frá prentvélinni þinni …<br />

RD: Já, þetta er prentsmiðjan okkar þar sem við tölum<br />

í gegnum prentletur.<br />

OW: Og hr. Raymond Duncan hannar ekki eingöngu<br />

þessar undurfögru leturgerðir heldur býr þær líka til<br />

sjálfur, er það ekki?<br />

RD: Jú, ég bjó til leturgerðirnar mínar fyrir mörgum árum<br />

sem tilraun til að umbylta prentletri, af því að prent smiður<br />

ætti einnig að vera lista maður. Allir prentsmiðir í dag eru<br />

eftirhermur: Þeir nota leturgerðir sem hermir eftir skrift.<br />

OW: Ég skil.<br />

RD: Ég er sá eini sem notar leturgerðir sem eru eingöngu<br />

útskorin, rúm fræðileg tákn.<br />

OW: Og eru þau þín eigin? Gerðir þú mörg þeirra sjálfur?<br />

RD: Ég gerði þau ÖLL.<br />

OW: Og eru þau handgerð?<br />

RD: Þau eru handgerð af mér.<br />

OW: Til að gefa út þínar eigin bækur.<br />

RD: Ég gef út mínar eigin bækur til að vera fullkomlega<br />

sjálfstæður, og sjálfstæði er það stórkostlegasta sem til er.<br />

OW: Já, ég segi bara heyr, heyr!<br />

RD: En ég bý ekki til pappírinn.<br />

OW: Og hvernig lítur þú á þennan pappír sem þú hefur ekki<br />

búið til sjálfur? Telur þú hann vera á skjön við lífsreglur þínar?<br />

RD: Nei, ég tel hann vera stolinn.<br />

OW: Stolinn?<br />

RD: Já, vegna þess að það að greiða peninga fyrir hlut er<br />

aðeins kurteisisleg aðferð til að stela honum. Sjáðu til, gildi<br />

hlutanna liggur ekki í því að eiga þá, heldur að hafa skapað<br />

þá. Þetta er sérlega mikilvægt þegar kemur að bókstöfum og<br />

letur gerðum þar sem hver bókstafur er heill heimur í sjálfu<br />

sér. Áhugaverð tilfinning fylgir hverjum og einum þeirra.<br />

Og mjög undarlegur kraftur …<br />

Þegar ég geri alpha<br />

Þá prenta ég alpha á bréfsnifsi<br />

Og það kemur út í þúsund eintökum<br />

Og þúsund manns<br />

Þegar þau sjá þetta tiltekna bréf<br />

Opna munninn upp á gátt og segja<br />

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA<br />

Það er áhugavert<br />

Það slær út útvarpið<br />

OW: Og jafnvel sjónvarpið líka!


65<br />

Vitsmunir verða til í fótunum<br />

Tíska<br />

OW: Svo, þú gerðir alla þessa hluti sjálfur. Þú bjóst til<br />

prent vélina. Og þú vefur þín eigin föt. Ófstu þessa skyrtu<br />

sem þú ert í?<br />

RD: Sko, þetta byrjaði svona. Ég var í fríi á ströndum<br />

Normandí þar sem er lítil baðaðstaða. Ég fór niður í<br />

þorps búðina þar sem ég keypti mér bút af grófu, hvítu<br />

lérefti. Ég klippti gat efst og saumaði það saman til<br />

hliðanna, sparkaði af mér skónum og fór niður til að<br />

synda. Þá vildu þeir ekki hleypa mér í laugina. Þá sneri<br />

ég mér að þeim og sagði: Ég mun þrauka í þessum rotna<br />

heimi þar sem fólk sér aðeins föt, en sér ekki mann inn,<br />

þangað til farið verður að sjá manninn í stað fata hans.<br />

Og síðan þá hef ég alltaf gert mín eigin föt. Þetta var fyrir<br />

54 árum síðan. Smám saman breyttist þessi bútur af<br />

venjulegu, keyptu lérefti í lín sem ég óf sjálfur. Og til að<br />

vefa þurfti ég að byggja vefstól og ég þurfti að læra að<br />

nota hann. Og það beindi mér í áttina að þúsund öðrum<br />

verk efnum. Og hér er saga um fætur … fyrir 42 árum<br />

síðan, í New York borg, var ég með litla stráknum mínum<br />

sem var þá fimm ára gamall. Hann var tekinn fastur á<br />

Fimmta breiðstræti vegna þess að hann var berfættur í<br />

sandölunum sínum. Þeir létu mig mæta fyrir rétt í New<br />

York og ásökuðu mig um ofbeldi gagnvart börnum.<br />

OW: Fyrir það að láta hann vera í sandölum?<br />

RD: Já. En í dag getur þú gengið eftir Fimmta breiðstræti<br />

í New York, litið á Rockefeller Plaza og séð litlar, heillandi<br />

dömur á skautum, þar sem sést í afturendann á þeim!<br />

OW: Já, og þú getur svo sannarlega séð fólk í sandölum<br />

út um allt.<br />

Hr. Duncan fullvissar mig í raun um það að hann hafi<br />

fundið upp sand alana, í það minnsta núverandi mynd<br />

þeirra. Ef þú trúir á það að gera hluti öðruvísi en allir<br />

aðrir, hvernig líður þér þá með það að allir séu að ganga<br />

í „þínum“ sandölum? Er ekki þversögn falin í því?<br />

RD: Það er ekki ég sem er að gera það sem allir aðrir<br />

gera, heldur eru allir aðrir farnir að gera það sem ég geri.<br />

Og ég er stoltur af því.<br />

Útdráttur úr verkefninu Elastic Editions<br />

www.pausz.org/ELASTIC­EDITIONS<br />

„Það að greiða peninga fyrir hlut er aðeins kurteisisleg<br />

aðferð til að stela honum. Sjáðu til, gildi hlutanna<br />

liggur ekki í því að eiga þá, heldur að hafa skapað þá.“


66<br />

Tæknivísindin hafa gefið okkur margar<br />

frábærar lausnir á vandamálum sem<br />

ekki eru til. Á sama tíma hafa þau átt í<br />

erfið leikum með að finna lausnir á þeim<br />

vandamálum sem eru hvað mest aðkallandi.<br />

Höfundar velta fyrir sér hvað<br />

kemur á undan spurn ing unum sem<br />

vísindamenn spyrja og hvort hönnun<br />

geti orðið bjargvættur tækninnar.<br />

Vísindin, sér í lagi tæknivísindin,<br />

hafa fengið vægi í nútímanum sem<br />

mikilvægt er að skoða. Jafnframt<br />

er mikilvægt að skoða hvað það<br />

er sem þessi tegund þekkingar hefur<br />

fram að færa. Að mörgu leyti er því<br />

auðsvarað; allt í kring syngur örbylgjukór<br />

á riðum sem við nemum ekki<br />

en gerir okkur ýmis nútímaþægindi<br />

möguleg. En hvers spyrja vísindamenn<br />

sem skapa slíka töfra? Eða kannski<br />

enn frekar: Hvaða hvati liggur að<br />

baki svörunum sem þau komast<br />

að? Og skiptir hann máli?<br />

UM HÖNNUN VÍSINDA<br />

Hildigunnur Sverrisdóttir<br />

Kristján Leósson<br />

Vísindin eru þekkingarsveimur,<br />

heimur sem opnast og lokast samkvæmt<br />

ýmsum reglum. Innan marka<br />

þeirra eru raunar margir mál- og<br />

valdastrúktúrar og landa mærin sem<br />

skilgreina hvað fellur innan og utan<br />

ákveðinna vís inda og fræða eru á<br />

stöð ugri hreyfi ngu í síbreytilegu samfélag<br />

slegu sam hengi. Þessi átök hafa<br />

einnig færst inn að listinni, spurt er<br />

hvort listin sé vísindi, hvort eðlismunur<br />

sé á listinni og fræð unum.<br />

Mismunandi fræðasveimar kalla<br />

einnig eftir ólíkri af stöðu til sið ferðis<br />

og á byrgðar, í ákveðnu sam hengi við<br />

það sam félag sem þeir spretta úr.<br />

Sé orðið tækni skoðað sérstaklega,<br />

uppruni þess og meining, birtist í raun<br />

spegilmynd þeirrar siðferðis klemmu<br />

sem tæknivísindin opna á. Hugtakið<br />

tækni kemur frá gríska orðinu techne<br />

eða τέχνη og upp runaleg merking<br />

orðs ins hefur nokkuð margræða vísun<br />

sem virðist gjarnan tengjast handverki.<br />

Plató talar í Ríkinu um stöðugan<br />

og ár eið anl egan þekk ingar bálk sem<br />

getur, á áreiðan legan hátt og á staðfærðum<br />

og auð kennanlegum hugtakagrunni,<br />

kennt okkur að draga<br />

fram lífið eða öllu heldur … hvernig<br />

við ættum að lifa lífinu. Mönnum bar<br />

greini lega ekki saman til forna, frekar<br />

en nú, hver ábyrgðin væri sem fylgdi<br />

tækniþekking unni. Í Grikklandi til


Hildigunnur Sverrisdóttir<br />

Kristján Leósson<br />

68<br />

forna virðist tæknin hafa verið sett<br />

á and stæðan pól við listir og pólítíska<br />

þátttöku, sem innibæru poiesis, sköp -<br />

un ina og vísuðu þar með út fyrir hið<br />

praktíska, útreiknanlega. Plató virtist<br />

þó gera siðferði að útgangspunkti<br />

í tækni og jafnvel að siðfræði væri<br />

í sjálfu sér ákveðin tegund tækni.<br />

Þessi tenging verkþekkingar við dýpri<br />

og siðferðislegri skilning leikur að vissu<br />

leyti, eins og áður sagði, lykilhlutverk<br />

þegar kemur að því að skoða hvernig<br />

framþróun tækniþekkingar opnar<br />

ævin lega á siðferðileg viðfangsefni<br />

og hvernig flótti undan þeirri ábyrgð<br />

getur á endanum orðið hverju samfélagi<br />

að falli.<br />

Tæknilegir innviðir nútímasamfélags<br />

eru að miklu leyti grundvallaðir á þróun<br />

raunvísinda (t.d. eðlis­ og efna fræði)<br />

undanfarin 100 ár. Sem dæmi um slíka<br />

innviði má nefna tölvu tækni, sam skiptatækni,<br />

efnis tækni, heilbrigðistækni,<br />

nýtingu kjarn- og sólarorku og svo<br />

mætti lengi telja. Þær áþreifanlegu<br />

samfélagsbreyt ingar sem þessi þróun<br />

hefur haft í för með sér hafa alið af<br />

sér ákveðna ofur trú á að ferðafræði<br />

raunvísindanna, sem gróflega má lýsa<br />

sem smættarhyggju. Smættar hyggja<br />

gerir ráð fyrir að eiginleikar kerfis<br />

séu eingöngu summa eiginleika grunneininga<br />

kerfi sins. Með öðrum orðum;<br />

með því að sund ur greina kerfi og<br />

rannsaka sífellt smærri einingar mun<br />

sann leikurinn um eðli hins sam setta<br />

kerfis birtast okkur. Á þennan hátt<br />

höfum við sundurgreint efna sambönd<br />

í frumefni, frumefni í rafeindir, róteindir<br />

og nift eindir, og róteindir og<br />

nift eind ir í kvarka. Á þekkingar grunninum<br />

sem lagður hefur verið á þennan<br />

hátt má t.d. byggja útskýringar og spá<br />

fyrir um hegðun og eðli flókinna efnasam<br />

banda og -samsetninga, þar með<br />

talið efnis eiginleika eins og styrk, áferð,<br />

rafl eiðni, segulmögnun, mótstöðu gegn<br />

tæringu, og svo framvegis.<br />

Hér við byrjun 21. aldar stöndum við þó frammi fyrir ýmsum<br />

vandamálum sem eru bein afleiðing þeirra tæknilegu innviða<br />

sem við höfum byggt upp og þeirrar smættar hyggju<br />

sem ráðið hefur för. Verkefni eru leyst með því að fækka<br />

breytistærðum í viðráðanlegan fjölda og ráðast svo á þau<br />

með sundurgreiningu og bestun innan afmarkaðs mengis.<br />

Við það skapast hætta á að við fangs efnin missi tengingu<br />

við ytra (samfélagslegt) samhengi og deyfi þar með siðferðislega<br />

yfirsýn; efnahagsmál eru ekki siðfræðimál,<br />

um hverfi s mál eru ekki mannréttindamál, losun e fnaúrgangs<br />

í sjó tengist ekki fiskveiðum, og svo mætti lengi<br />

telja. Viðfangs efnið er þægilega skilgreint innan ákveðins<br />

ramma, á meðan ábyrgð á afleiðingum er oftar en ekki<br />

þægi lega skilgreind utan hans. Á sífellt fleiri stöðum skríða<br />

þó (ó þægi legar) staðreyndir undan steinum, vitnisburður<br />

þess að umrædd viðfangsefni séu almennt miklu flóknari<br />

en svo að líta megi á eiginleika þeirra sem summu fárra<br />

eininga og jafnvel í flestum tilfellum flóknari en svo að líta<br />

megi á eiginleika þeirra sem summu allra eininga. Þeir<br />

eiginleikar flókinna kerfa sem spretta upp úr flækjustigi<br />

samhengis og samtenginga en er ekki hægt að rekja til<br />

eiginleika grunn eininganna sjálfra eru nefnilega ekki<br />

síður mikilvægir.<br />

Á sama tíma þramma vísindin áfram með þá möntru að<br />

smærra/smættaðra sé betra, sérhæfing vísindamanna<br />

eykst sífellt og yfirsýn þeirra minnkar. Nefna má upp hafningu<br />

sérfræðilækninga á kostnað almennra lækninga sem<br />

dæmi um slíka þróun. Vísindamenn vilja þó flestir gjarna<br />

leggja sitt af mörkum til að leysa „raun veruleg“ vandamál<br />

og aragrúi útgefinna vísindagreina byrjar á útlistun á mikilvægi<br />

viðkomandi rannsóknar fyrir ákveðið skilgreint vandamál.<br />

Við nánari skoðun má þó oft sjá að viðkomandi lausn<br />

er afleit í samhengi við aðrar þekktar lausnir sem e.t.v.<br />

tilheyra öðru fræðasviði eða þá að vandamálið er ofureinfaldað,<br />

aðlagað til að henta lausninni sem borin er fram,<br />

eða jafnvel hreinn tilbúningur. Þó skal því haldið til haga<br />

að ákveðnar vísindagreinar, t.d. líffræði og vist fræði, hafa<br />

lengi velt fyrir sér samhengi og samtengingu fyrir bæra,<br />

frekar en eðli stakra eininga, og margar fræði greinar, t.d.<br />

félagsfræði, eru í eðli sínu fræði flókinna samsettra kerfa.<br />

Frá sjónarhóli raunvísindanna hefur því skapast sterk<br />

tilhneiging til að líta á fræðigreinar eins og félagsfræði<br />

sem „gervivísindi.“<br />

Að mörgu leyti liggur vandinn einnig í öðru valdakerfi, það<br />

er menntakerfinu sjálfu. Upp úr upplýsingu verður vart við<br />

sífellt meiri áherslu á eina tegund þekkingarsköpunar, hina<br />

rökfræðilegu (karllægu¹) vísindaaðferð. Sú nálgun hefur í<br />

gegnum tíðina þótt gagnleg til þeirrar bestunar þekkingar<br />

¹ Hér er hugtakið „karllægt“ notað í sögulegu samhengi<br />

kynjafræðilegrar tvíhyggju, ekki til að gefa í skyn að karlar<br />

séu nauðsynlega „karllægir“ og konur „kvenlægar“.


69<br />

Um hönnun vísinda<br />

sem nefnd er hér að framan, aðferðarfræði hefur verið<br />

stöðluð innan þekkingar- og fræðasviða háskólans til að<br />

geta „sannreynt“ og „sannprófað“ tilgátur sam kvæmt<br />

ákveðn um fyrirframgefnum leiðum. Viðteknar vinsældir<br />

þessa þekkingakerfis eru augljósar, það inniber meðal<br />

annars skýran útreiknanleika fyrir innvígða hvað varðar<br />

mælanleika niðurstaðna.<br />

Á síðustu öld lá þetta þekkingakerfi undir ítrekaðri gagnrýni<br />

og áskorunum. Annars vegar fólst gagnrýnin á það í<br />

ábend ingum um hversu takmarkað og óréttlátt það væri –<br />

hið meinta „hlutleysi“ þess eins korðaðist við eina tegund<br />

þekkingar: (Karllæga) rökhyggju og því einnig þrönga<br />

skilgreiningu á gæðum – gjarnan peninga legum. Vald ið<br />

innan menntakerfisins tilheyrði – ljóst, en ekki síður leynt<br />

– þröngum hluta samfélagsins sem hafði fjárráð og mennin<br />

garlegan bak grunn til að stunda fræða störf. Á hinn bóginn<br />

var bent á að slíkt væri bæði ósann gjarnt því þar með væri<br />

það sem eftir stæði af heim inum ókannaður og valdalaus<br />

massi, án þess að lýðræðislegt sam komulag hefði verið gert<br />

um það – og því bein línis óskynsamlegt. Gagn rýn endur hafa<br />

m.a. bent á það sem blasir við; að engin spurning í nútímasamhengi<br />

hnatt- og alþjóða væðingar, háþróaðrar tækniþekkingar<br />

og þeim áhrifum sem hún gæti haft til góðs og<br />

ills, yrði svarað innan eins tak markandi fræðasviðs, á einu<br />

fræðamáli, með einni tegund þekkingar.<br />

Smættarhyggjan virðist nefnilega líka hafa byggt múra<br />

á milli þeirra þekkingarkerfa sem þurfa og verða að tala<br />

saman og bera saman bækur sínar. Fræðimenn eru þaðan<br />

af síður hvattir til að bera sértæka þekkingu sína á borð<br />

í þágu almennings, sannarlega umhugsunarefni þar sem<br />

þjálfun og starf þeirra er gjarnan kostað af samfélaginu<br />

sjálfu, á þeim forsendum að starfið sé í þess þágu. Þegar<br />

hver og einn borar sér niður á dýpi sinnar fræðaholu<br />

verður erfitt að sjá hvað ætti að hvetja vísindamenn upp<br />

með uppgötvanir sínar – annað en elskandi þörf til að<br />

miðla til samfélagsins og skilningur á þeirri siðferðislegu<br />

ábyrgð sem fylgir slíkri miðlun. Hver á að bera þá siðferðislegu<br />

ábyrgð ef áhugi og tenging við samfélagið er ekki<br />

til staðar?<br />

Í háskólasamfélögum samtímans eiga sér stað átök<br />

um einmitt þetta hlutverk og eðli háskóla, uppsprettu<br />

tækni þróunar og þekkingar. Í eftirkrísuátökum í íslensku<br />

háskóla samfélagi bergmálar spurningin um hlutverk<br />

fræðanna, vísindanna, þar sem m.a. er vísað í hið gríska<br />

tvískipta samhengi – tækni og listar – og þar með undirstrikaður<br />

skilningur á tækninni sem þekkingu sem tekin<br />

er úr samfélagslegu samhengi sínu, þekkingu sem eingöngu<br />

er hægt að iðka í nokkurs konar stikki,<br />

þar sem búið er að útkljá öll deilumál<br />

um siðferð islegt samhengi og hún<br />

iðkuð á „hlutlausum“ forsendum. Og<br />

aftur leitar hugur þá til Platós og til<br />

þess hvort nokkuð geti eða megi<br />

nokkurn tíma vera á hlutlausum<br />

forsendum.<br />

Ljóst er að sams konar átök má sjá<br />

í samhengi hönnunar. Hönnun, eins<br />

og félagsfræði, er í eðli sínu fræðigrein<br />

flókinna samsettra kerfa. Hönn unin<br />

sem slík fjallar ávallt um kerfi sem er<br />

stærra en summa ein inganna sem<br />

kerfið er samsett úr, eininga sem geta<br />

verið efnisfræðilegar, fagurfræðilegar,<br />

félagslegar, sagnfræðilegar og umhverfislegar.<br />

Hönnuður býr því ekki við<br />

þann (vafasama) lúxus að geta starfað<br />

eingöngu „innan síns fræðasviðs.“<br />

Hönnuðurinn beitir hönnunarferlinu<br />

samt sem áður á sambærilegan hátt<br />

og vísindamaðurinn, þótt aðferðafræðin<br />

sé vissulega persónu legri og<br />

margbreytilegri, og því erfiðara að<br />

fella hana að þeim útreiknanleika<br />

og samanburðarvísindum sem hefðbundnu<br />

fræðakerfin byggja á.<br />

Hönnuður hefur í flestum tilfellum<br />

sérhæft sig á ákveðnu sviði í efnislegum<br />

útfærslum og abstrakt ferlum.<br />

Þessi viðfangsefni sín setur hönnuðurinn<br />

í rannsóknar- og þróunarferli,<br />

leggur upp með getgátu byggða á ytri<br />

þörf af ein hverjum toga, með ákveðið<br />

safn forsenda og markmið sem þarf<br />

að stefna að og prófa. Prófunar- og<br />

þróunarferlið er því sambærilegt við<br />

aðferðafræði tilraunavísinda og hið<br />

persónulega aðferðakerfi hönnuðar<br />

fjallar oft um sams konar abstraksjón.<br />

Munurinn felst þó í að nauðsynlegt er<br />

að kalla eftir öllu því sem gæti mögulega<br />

haft áhrif, innleiða það á viðeigandi<br />

hátt í teikingum og útreikningum<br />

til að þróa og fínpússa. Stóri munur<br />

þessara tveggja þekkingarsviða er sá<br />

að annað hefur þróast á braut rök-


Hildigunnur Sverrisdóttir<br />

Kristján Leósson<br />

70<br />

hyggjunnar með þekkingarfræðilegri áherslu á þröngar<br />

forsendur, á meðan hitt hefur tekið sveig framhjá og þróað<br />

áfram þann endurreisnarhugsuð sem þurfti að víkja fyrir<br />

hinu vaxandi háskólasam fél agi: Þess sem skilgreinir fyrst á<br />

hvaða máli forsendurnar birtast henni/honum og flækjustig<br />

allra þeirra þátta sem mögulega hafa áhrif á tiltekið svið,<br />

fjármagn, lagaramma, stétta- og félagspólítiskt samhengi,<br />

fagurfræði, veruna og líðan, í raun allan þann fjölþætta<br />

skala afleiðinga sem hönnun hans/hennar hefur á samfélagið.<br />

Því má spyrja hvort sú heildarhyggja sem býr í að -<br />

ferðar fræði hönnunar eigi ekki fullt erindi inn í dimma<br />

afkima grunnvísindanna, þar sem gleymst hefur hvað kom<br />

á undan spurningunni, um leið og hönnuðir þróa í vaxandi<br />

mæli með sér meðvitund um gildi rannsókna sinna fyrir<br />

við fangsefnið. Svarið virðist blasa við í flestum nágrannalöndum<br />

okkar, þar sem hönnun hefur í raun verið styrkt<br />

og tekin upp á þessum forsendum, stjórnvöld gera sér<br />

grein fyrir að það sé einmitt á vettvangi hönnunar sem<br />

samhengið spinnst og meðvitund hönnuða um gildi<br />

rannsókna fer í sannfærandi og gagnkvæmt samtal við<br />

vísindin sem sjá sæng sína útbreidda að þróa uppfinningar<br />

sínar í meira gefandi og samhengjandi farvegi. Sama sið -<br />

ferðsklemma birtist nefnilega hönnuðinum og vísindamanninum<br />

– hún liggur í hættunni sem skapast við að<br />

taka ekki ábyrgð á þeim miklu möguleikum sem afrakstur<br />

vinnunnar býður heiminum, til góðs eða ills. Að í krafti<br />

sinnar sérþekkingar og sértæku aðferðarfræði, þróunar<br />

hennar og meitluðu getu, hafa vísindamenn og hönnuðir<br />

vald til að komast að nýjum niðurstöðum og finna þeim<br />

farveg. Slíku valdi fylgir ávallt siðferðisleg ábyrgð.


71<br />

Upplýsingatækniumhverfið<br />

Handan við hornið<br />

ELECTROVIBRATION<br />

Electro­vibration­er­tækni­sem­gefur­yfir­borði­áferð­meðþví­að­láta­raf­skaut­búa­til­spennu­sem­fram­kallar­titring­áþunnri­filmu.­Áferðin­getur­verið­hruf­ótt,­gúmmí­kennd­eðaklístruð.­Í­raun­virkar­þetta­eins­og­skjár­inn­sé­að­lyft­ast­oggefur­tökkum­á­snerti­skjám­áferð.­Eftir­um­það­bil­eitt­tiltvö­ár­verður­þetta­komið­í­síma­og­spjald­tölvur.­Tækniner­ekki­ein­ungis­bundin­við­flatt­yfir­borð­og­getur­því­veriðá­næst­um­hverju­sem­er.­Sam­hliða­OLED­tækni­gæti­veriðhægt­að­fram­leiða­nýja­tegund­af­skjám,­ólíkt­þeim­semvið­höfum­áður­séð­–­eða­snert.­Einnig­er­hægt­að­búatil­áferð­fyrir­myndir,­segjum­sem­svo­að­við­höfum­undirhöndum­mynd­af­sandi­og­malbiki;­þá­er­hægt­að­búatil­mis­mun­andi­áferð­á­skjá­num­eftir­því­hvað­fingur­innsnertir.­Hins­vegar­má­búast­við­því­að­þessi­tækni­verðiorðin­við­tekin­venja­á­frekar­stuttum­tíma.­Fólk­á­eftir­aðveita­þessari­tækni­sér­staka­athygli­þegar­hún­kemur­fyrstfram­á­sjónar­sviðið,­síðan­er­þetta­án­efa­dæmt­til­þess­aðverða­sjálf­sagður­partur­af­öllum­snerti­skjám.­Þetta­verðurörugglega­himna­ríki­fyrir­pappírs­perverta,­þá­sem­dýrkaáferð­hlut­anna­og­kunna­að­meta­snert­ingu.<br />

4


73<br />

Skilyrði skapandi starfa eru hæfileikar til að sjá fyrir sér<br />

það óorðna. Sjá það sem ekki er ennþá orðið hluti af<br />

svokölluðum hlutlægum raunveruleika. Samt er það stað -<br />

reynd að ekki er hægt að kalla fram sýnir af þessu tagi<br />

eftir hentugleikum. Þær liggja samt í loftinu fyrir framan<br />

nefið á okkur – og það sem meira er – að hluta ferlisins<br />

er auðvelt að skilgreina og það hefur svo sannarlega<br />

verið gert. Sá hluti er kallaður hönnunarferlið. Þetta ferli<br />

eða sú aðferðafræði á sérstaklega við ef gert er ráð fyrir<br />

því að hönnun sé þjónustugrein. Ferlið gengur þannig fyrir<br />

sig að sett er fyrir hönnuðinn verkefni. Verkefnið er kallað<br />

„vandamál“. Útlærðir hönnuðir þessari aðferðafræði við<br />

að leysa vandann. Aðferðafræðin er kölluð lausn á „vandamálinu“;<br />

að finna góða úrlausn sem hittir í mark. Sá sem<br />

þarf þjónustu setur upp fund eða auglýsir samkeppni þar<br />

sem vandamálinu eða verkefninu er lýst. Þetta er kallað<br />

á ensku briefing. Rannsóknarvinna fer í gang og þeim mun<br />

betri sem rannsóknin er, því meiri líkur eru á góðri úrlausn.<br />

Rannsóknarvinnan getur bæði verið í samvinnu við og<br />

samþætt aðferðafræði markaðs fræðinga, verkfræðinga,<br />

tæknifræðinga, sálfræðinga o.fl. Útkoman er oftast ekki<br />

merkileg og minnir mest á færibandavinnu.<br />

Hönnun sem slík er að sjálfsögðu ekki nýtt fyrirbæri.<br />

En hönnun er tiltölulega ný sem sérstök starfsgrein eða<br />

fag og það hefur haft gífurleg áhrif á eðli hennar. Það er<br />

kannski ekki frumeðli hönnunar að beita valdi, og þó. Það<br />

er allavega frumeðli hönnunar á vestrænu menn ingarsvæði<br />

að beita valdi og setja fram valdið. Að sigra náttúruna. Þetta<br />

er augljóst í skipulagsfræðum og sögu byggingarlistar. Þetta er<br />

augljóst í hönnun einkennis búninga, klæða og fatnaðar til að<br />

sýna ríkidæmi og stéttaskiptingu. Þetta er augljóst í merkjamáli<br />

grafískrar hönnunar. Þetta er augljóst í bókagerð og<br />

fram setningu texta. Fyrstu bækurnar sem prentaðar voru í<br />

hvaða landi sem er voru framsetning á valdi. Annaðhvort hinu<br />

verald lega eða hinu andlega: Lagabók stafirnir og bók stafstrúin.<br />

Upphafning valdsins er augljós í svokallaðri ímyndarhönnun.<br />

Íhugið bara myndir af konungum, keisurum,<br />

forsetum, forsætisráðherrum, forstjórum og formönnum<br />

og berið þær saman við myndir af sauðsvörtum almúga.<br />

Takið eftir kynjamisrétti og kynþáttamisrétti myndbirtinga.<br />

Hönnun sem sérstök starfsgrein á rætur sínar að rekja til<br />

vélrænnar hugsunar. Hönnunargripir eins og þeir birtust<br />

á síðustu öld fram til okkar daga eiga upphaf sitt í iðnbyltingunni.<br />

Margir hugsandi menn eins og William Morris<br />

sýndu sterka viðspyrnu gegn henni. Þeir bentu á firringuna;<br />

þennan aðskilnað hugar og handar. Þó að margir noti orðið<br />

hönnun yfir hannaða hluti er það ekki alls kostar rétt. Það<br />

að hanna er undirbúningstarfsemi fyrir framleiddan hlut.<br />

Það geta verið forframleiddar einingar fyrir mannvirki<br />

eins og byggingar eða brýr. Það getur verið skissuvinna eða<br />

full kláraðar framleiðslu teikningar fyrir klæðnað eða hluti af<br />

hvaða tagi sem er. Það er undirbúnings vinnan við að setja upp<br />

dagblöð eða tímarit, hvað sem er fyrir prentun. Hönnun er<br />

sem sagt ekki hluturinn sjálfur heldur forvinnan við að gera<br />

hann klárann fyrir kjaftinn á vélinni.<br />

Þó kom að því að hreyfingar mynduðust um aðdáun á vélinni<br />

og vélrænni framleiðslu. Ný fagurfræði var í deiglunni í byrjun<br />

20. aldar. Það varð fyrir meira en hundrað árum eða þann<br />

5. febrúar 1909 þegar manifesto ítölsku fútúristanna birtist<br />

fyrst í ítölsku dagblaði. Hún var rituð af ljóðskáldinu Filippo<br />

Marinetti. Hálfum mánuði síðar var þetta manifesto komið á<br />

forsíðu franska stór blaðsins Le Figaro. Hugmyndin breiddist<br />

hratt út eins og bráð smitandi vírus um alla Evrópu. Þetta var<br />

upphafið að nýrri listrænni hugsun sem hafnaði fortíðinni,<br />

klassískri fagur fræði, kanónunni – ævafornri hlutfallafræði.<br />

Hún fagnaði hugsun hreinsunarinnar, hrað anum. Hún hampaði<br />

ungdómi og vélrænum iðnaði. Fagur fræðin varð ferköntuð<br />

og fylgdi því sem vélin gerði best og maðurinn verst sem voru<br />

beinar línur. Þeir tóku sigrum tækninnar yfir náttúrinni<br />

fagnandi. Þeir tengdust ítölskum fasisma.


75<br />

Hönnun sem valdbeiting<br />

Smitið féll í frjóan jarðveg í Hollandi og það féll í frjóan<br />

jarðveg nýrrar hugsunar í nýstofnuðum ráðstjórnarríkjum<br />

eða Sovétríkjunum. Þar mynduðust nýjar hönnunar hreyfingar,<br />

í Hollandi var hún kölluð de stijl og í ráð stjórnarríkjunum<br />

varð til hreyfing sem kennd var við konstrúktífisma.<br />

Þessar þrjár hreyfingar, fútúrisminn, de stijl og konstrúktífisminn<br />

urðu svo stærstu áhrifavaldarnir að stofnun skóla<br />

sem fékk nafnið Bauhaus sem þýðir bókstaflega „Húsasmiðjan“.<br />

Walter Gropius safnaði saman listamönnum frá<br />

Mið-Evrópu. Saman lögðu þau grunninn að áhrifamestu<br />

uppeldisstofnun þessarar nýju fagurfræði 20. aldarinnar.<br />

Þessi fagurfræði nýrrar aldar gekk ekki bara út á það að<br />

lofsyngja vélina heldur líka til að hreinsa upp ofhleðslu<br />

forma frá nítjándu öld sem tilheyrðu borgaralegri yfirstétt.<br />

Fagurfræðin snerist líka um það að losna við þjóðernisrómantík<br />

og átti einnig að losa sig við upphafningu útvalinna<br />

einstaklinga. Hún var líka til þess að framleiða<br />

hagkvæmar og hagnýtar vörur fyrir almenning. Í upphafi<br />

var þetta fólk sem var félagslega meðvitað, sósíalistar eða<br />

hreinræktaðir kommúnistar eins og í Rússlandi. Hjá þeim<br />

var þetta hreinsun fyrir verkalýðsstéttina sem átti að til -<br />

einka sér nýjan hugsunarhátt. En lýðræði og hönnun fara<br />

ekki saman og hafa líklegast aldrei gert það. Um margt var<br />

um jákvæða umbyltingu að ræða á sínum tíma. Í dag hefur<br />

hún snúist upp í andhverfu sína.<br />

Þessi hugsun leiddi til rofs milli vitsmuna og greiningar<br />

annarsvegar og tilfinninga og innsæis hinsvegar. Segja<br />

má sama hlutinn með öðrum orðum: Að þetta eigi líka við<br />

um rofið milli lista og vísindalegrar tæknilegrar hugsunar.<br />

Svokallað skapandi fólk eða listamenn sem sjálhverfir<br />

einstaklingar væru ekki lengur nauðsynlegir því formin<br />

kæmu sjálfkrafa fram eftir tilganginum. Þetta varð einn<br />

algengasti frasi hönnunarhugsunar upp alla 20. öldina –<br />

„form follows function“. Þetta hefur leitt til upphafningar<br />

greiningaraðferða, tölfræðilegra upplýsinga sem við<br />

þekkjum öll úr samtíma okkar. Þær hafa svo sannarlega<br />

gildi en eru orðnar ráðandi og heftandi. Fyrir þessu<br />

finnum við í dag.<br />

Eftir seinni Heimsstyrjöldina fór þessi hugsunarháttur<br />

á fleygiferð. Þegar stríðinu var lokið upplifði almenningur<br />

á mörgum stöðum heiminn sem eina rjúkandi rúst. Í því<br />

ástandi varð ekkert rými til fyrir tilfinningar, allavega var<br />

ekkert rými til að leyfa þeim að vera. Vitsmunir og ísköld<br />

rökhyggja skyldu ráða uppbyggingunni. Þessi vitsmunahyggja<br />

var skilgreind sem alþjóðahyggja í hönnun og arki -<br />

tektúr. Strúktúralismi í bókmenntum og heimspeki. Eitt<br />

orð yfir allt saman var „módernismi“ eftirstríðsáranna en<br />

módernisminn átti sér að sjálfsögðu dýpri rætur. Ef<br />

klassískir listaskólar í anda Beux-Arts umbyltust ekki<br />

yfir í Bauhaus skapalónið eftir seinni Heimsstyrjöldina<br />

voru nýir stofnaðir. Þetta gerðist í langflestum evrópskum<br />

borgum eftir stríðið. Bauhaus kennarar höfðu flest allir<br />

flúið til Bandaríkjanna eða Sviss. Tveir fyrstu skólastjórar<br />

Bauhaus, þeir Gropius og Lazlo Moholy-Nagy voru komnir<br />

til Bandaríkjanna og komu nálægt þessari umbreytingu.<br />

Einnig þeir Mies van der Rohe og Josef Albers, sem<br />

stofnuðu hinn nafntogaða Black Mountain skóla.<br />

Það merkilega við þetta er að kapítalismi sigurvegara<br />

stríðsins tók þessum hugmyndum opnum örmum.<br />

Á þessum tíma hefst á Vestur-evrópsku áhrifasvæði<br />

þessi stöðlunarhugsunarháttur – skapalónin ná undirtökunum.<br />

Sameinuðu þjóðirnar urðu til og Evrópusambandið.<br />

Það er auðvitað augljóst að stöðlun er<br />

nauðsyn leg og dásamleg á mörgun sviðum, en bara upp<br />

að vissu marki. Ljósaperur eiga að passa í ljósastæði.<br />

Þetta er eins og með hvatalíf okkar og kenndir: Svo<br />

sannarlega guðsgjafir á sinn hátt, en á ákveðnum tímapunkti<br />

upplifir fólk óbragð og fær hnút í magann. Það var<br />

gengið of langt og hugmyndirnar urðu að heftandi bókstafstrúarbrögðum.<br />

Þetta kallast hnattvæðing í dag.<br />

Þetta þýðir líka að samfélögum er oftast stjórnað af fólki<br />

sem lítur á aðferðafræðina sem hrein vísindi. Það dýrkar<br />

– rétt eins og fasistarnir – sigra yfir náttúrunni. Samfélagið<br />

treysti ekki lengur á eðlisávísun eða á innsæi skapandi<br />

fólks, hugboð eða heilbrigða skynsemi eða þess sem<br />

kallast á ensku „common sense“. „The problem with<br />

common sense is, that it is not that common anymore.“<br />

Menn leggja ofuráherslu á tölfræðilegar skýrslugerðir –<br />

innsæinu er ekki lengur treyst. Skipstjórar á veiðiskipum<br />

eru farnir að kvarta undan því að „vinnan“ í brúnni fari<br />

í að fylla út skýrslur um hvert smátriði og sjómenn séu<br />

farnir að missa öll tengsl við náttúruöflin og veiðinefið.<br />

Sama heyrist frá kennarastéttinni. Kennarar eru farnir<br />

að missa tengsl við nemendur og kennarann í sér vegna<br />

skýrslugerða. Einstein kallaði innsæið og getuna til<br />

notkunar samlíkinga náðargjöf. Hann bætti því við að<br />

greining og gagnrýnin hugsun væru dyggir þjónar sem<br />

stæðu okkur álengdar. Það er mót sagna kennt ef samtími<br />

okkar er skoðaður í þessu ljósi að til hneig ingin er sú að<br />

dýrka þjóninn og fyrirlíta náðar gjöfina sem geðþótta<br />

og spádómsgáfur.<br />

Ekkert er nauðsynlegra fyrir raunveruleg skapandi störf<br />

en að hafa skilninginn fram yfir gagnrýna hugsun sem<br />

tilheyrir vitsmunum en ekki viskunni. Vitsmunir og gagnrýninin<br />

hugsun skapa ekki. Þeim er það fyrirmunað.


Guðmundur Oddur Magnússon<br />

76<br />

Sem þjónar eru þeir ansi notadrjúgir. Þeir eru ágætis<br />

aftur sætis bílstjórar en skelfilegir undir stýri. Viskan ein -<br />

beitir sér að því að skilja náttúruna og reynir ekki að sigra<br />

hana, en það reyna vitsmunirnir. Viskan veit að náttúruöflin<br />

eru mis kunnar laus og munu sigra okkur að lokum ef vits -<br />

muna fikt inu eru ekki settar skorður. Eins og sagt hefur<br />

verið: Ef við útrýmum skordýrum mun allt líf á jörðinni<br />

slokkna á örfáum árum. Ef maðurinn útrýmir sér mun<br />

líf á jörðinni blómstra.<br />

Fiktið er svakalegt. Nýjum vitsmunalegum efnum er<br />

sturtað út í náttúruna. Talið að það séu a.m.k. 70.000<br />

ný efna sambönd sem iðnaðurinn hefur búið til og af þeim<br />

eru aðeins um 5.000 sæmilega vel rannsökuð. Af þessum<br />

5.000 hefur komið í ljós að um 3.000 þeirra eru andhverf<br />

lífrænum formum á hátt sem náttúran, atómin og mólekúlin<br />

virka eins og tilraunastafróf sem raðast upp sem<br />

hliðstæður lífrænna forma. Við þekkjum úr sögunni –<br />

millljón ára sögu náttúrunnar – hvaða efni eru lífrænum<br />

formum vinsamleg eða jákvæð. Þessi nýju efnasambönd<br />

eru virk í þessu stafrófi náttúrunnar, eins og bókstafur í<br />

orði. Við vitum hins vegar ekki hvaða sögu þessi efni skrifa.<br />

Þegar horft er til baka er eins og saga Evrópu sé saga<br />

eintómra slysa. Ein styrjöld hefur tekið við af annarri.<br />

Fyrst voru gyðingarnir settir í gasklefana, núna er það<br />

náttúran sem er í gasklefanum. Þetta er eins og hjól sem<br />

rúllar alltaf í gegnum katastrófur. Þetta er bakgrunnur inn,<br />

en við sem erum að fást við hönnun, myndlist og fegurð<br />

verðum að beita okkur á þessu sviði. Tilfinningin fyrir þýð -<br />

ingu hönn unar og fegurðar er ennþá sterkari með þessa<br />

brotnu heimsmynd í bakgrunni og vitundinni um gallana.<br />

Lögmál efnislandslagsins – náttúrunnar – er lögbundið.<br />

Best er að líta á sitt eigið náttúruumhverfi. Náttúra Íslands,<br />

skilyrðin eru lögbundin og óumflýjanleg. Það er hægt að<br />

eyðileggja þessa lögbindingu með því að meðhöndla hana<br />

rangt. Innri veruleikinn er líka háður lögbindingu; fegurð,<br />

inntaki og allt það. Þar er líka hægt að skemma. Síðan er<br />

það hugmyndalandslagið sem leggst ofan á efnislandslagið,<br />

þriðji veruleikinn sem er afsprengi hugmynda okkar og<br />

kennda, það sem sprettur af innri veruleikanum. Hann<br />

er líka lögbundinn. Hann er háður þessu góða, þessu<br />

vist væna og sannleikanum sem tengir allt á milli.<br />

Þessi svið eru öll tengd saman um inntak lífsins og<br />

menning ar innar. Þegar við horfum á þetta í hönnun,<br />

í bygg-ingarlist og skipulagi samtímans þá hrynur einn<br />

veru leikinn – hugmyndaveruleikinn hrynur. Á sama tíma<br />

er verið að grafa undan efnislandslaginu; sótsporin og<br />

mengunin, öll þessi nýju efni. Ef við lifum svona blind -<br />

andi þá er innri veruleikinn ekki í lagi. Við missum tökin<br />

á sannleikanum þannig að þetta tengist allt saman. Ef við<br />

höfum lögsníðum eða endurnýjum hugmynda legan veru -<br />

leika okkar í náttúrulega sátt við menninguna, borgina og<br />

opnum augu okkar, öðlast skilninginn og allt það – að það<br />

væri bara sá tiltekni veruleiki – hinir gætu verið gallaðir<br />

og stórmengaðir áfram. Við erum að tala um hvernig allir<br />

þessir veruleikar verði að komast á hærra stig. Okkur<br />

verður að takast að verða mennsk á ný. Losa okkur við<br />

gervigreindina, opna innra augað, rífa upp á okkur<br />

rifbeinin og sýna hjartað á ný.<br />

Þetta er ástæðan fyrir hruni upphafinna hönnunarstjarna<br />

sem skapalóni fyrir lífstílsmótun, þetta er ástæðan fyrir<br />

því að hönnunarumræða síðastliðin tíu ár hefur snúist um<br />

sjálfbærni, sótspor og viðspyrnuna gegn hnattvæðingunni.<br />

Umræðan í samfélagi hönnuða er drifin áfram af slæmri<br />

samvisku þeirra sem látið hafa ráða sig í hönnunarvinnu<br />

umhugsunarlaust. Hönnuðir sem móta form en eru bara<br />

ráðnir upp að hálsi, en líta nú yfir farinn veg með æluna<br />

í hálsinum.<br />

Ég er samt ekkert endilega þeirrar skoðunar að fallegt<br />

vistvænt umhverfi leiði sjálfvirkt af sér að allir verði<br />

hamingjusamir. Að allt verði gott þegar það verði gott.<br />

Ég sé þrjá veruleika; efnislandslagið; loftslag og skilyrðin<br />

til að lifa við, innri veruleika mannsins og ytri veruleika<br />

hans sem er afsprengi af hugmyndum hans, hugmyndalandslagið.<br />

Allir þessir þrír veruleikar hafi sín eigin lögmál.


78<br />

ÁHRIF ÚRELTRAR TÆKNI<br />

Á LESANLEIKA<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

„The machine is like a jungle animal,<br />

more or less obedient under the<br />

whip, but always a wild animal¹“<br />

Svona myndgerði ónafngreindur<br />

samstarfs aðili John Updike vélina.<br />

Þær hug myndir, efasemdir, og þau<br />

spurningamerki sem við höfum sett<br />

við vélina er í dag auðveldlega hægt<br />

að yfirfæra á tilfinningar fólks til tækni.<br />

Tækni, reglur og viðmið í týpógrafíu<br />

eru einn stærsti þáttur grafískrar<br />

hönnunar. Ef tækni er frumskógardýr<br />

þurfum við að vera í stakk búin til að<br />

mæta því. Það má því segja að allir<br />

sem vinna með letur og týpógrafíu<br />

þurfi að fjárfesta í svipu.<br />

Við höfum gengið í gegnum ýmsar<br />

breytingar varðandi framleiðslu á<br />

prentgripum. Þær eru sérstaklega<br />

áberandi búi maður á eyju þar sem<br />

dýrt getur reynst að flytja efni til<br />

og frá landinu. Prentun er dýr og því<br />

er gæðum oft fórnað fyrir vélaframleiðslu<br />

(fjöldaframleiðslu), sem veldur<br />

því að handverk er á miklu undan haldi. Sama var uppi á<br />

borðinu þegar William Morris upphóf handverkið þegar<br />

verið var að fórna því fyrir hraða og ódýra fjöldaframleiðslu.<br />

Morris horfði aftur til þess tíma þegar handverk<br />

var í hávegum haft, en í dag mætti mælast til þess að<br />

íhalds samir setjarar horfi frekar fram á veginn. Þannig<br />

væri hægt að tileinka sér möguleika tækninnar og kosti<br />

þess að letur er nú mun meðfærilegra en það var,<br />

sér í lagi fyrir tíma OpenType.<br />

Hægt er að kynna sér og vitna í ógrynni texta sem fjalla<br />

um hvernig eigi að meðhöndla letur. Þar segja mismunandi<br />

týpógraferar og hönnuðir okkur hvað er rétt og hvað er<br />

rangt út frá því sem þeir hafa kynnt sér, eða deila eigin<br />

hugsjónum og leggja línurnar fyrir okkur hin. Hér mætti<br />

sem dæmi nefna frumkvöðla á borð við William Morris<br />

(Arts and Crafts Movement), Jan Tschichold (Die Neue<br />

Typographie), John Updike (The Well Made Book), Beatrice<br />

Warde (The Crystal Goblet) o.fl. Þessar og hugsjónir<br />

annarra týpógrafera ættu hönnuðir að kynna sér.<br />

Oft gleymist að hugsjónir annarra má heimfæra að öðrum<br />

nálgunum. Til að mynda er hægt að setja samasemmerki<br />

við hugsjónir Tschichold og Morris, þrátt fyrir að við<br />

samanburð verka þeirra sæi varla nokkur maður að þeir<br />

¹ „The Seven Champions of Typography“, í Typographers<br />

on Type, Ruary McLean (ritstjóri), London, 1995, bls. 50.


79<br />

Áhrif úreltrar tækni á lesanleika<br />

unnu báðir út frá sömu markmiðum. Nálgunin er vissulega<br />

ólík, en leiðarljósið er samt sem áður keimlíkt. Því má<br />

í raun segja að stefnur og straumar fræðanna séu oft<br />

mis skilin, þar sem fólki er hætt við að greina um of<br />

útfærslur, án þess að taka tillit til hugmyndafræðinnar<br />

sem liggur að baki. Sem dæmi um þetta má nefna það sem<br />

oft er kallað Sviss stíll eða Sviss týpógrafía. Útfærsluatriði<br />

og smekkur eru ekki það sama og hugmyndafræði. Þess<br />

vegna er mikilvægt að horfa framhjá smekk og meðvituðum<br />

ákvörðunum hönnuðarins sem oft trufla mat álitsgjafa<br />

þegar kemur að því að dæma umbrot og letursetningu.<br />

Stærsti hluti reglna og viðmiða í týpógrafíu tekur mið<br />

af framleiðsluaðferðum sem voru við lýði þegar enn var<br />

notast við lausaletur við umbrot og uppsetningu bóka og<br />

texta. Þrátt fyrir ýmsa möguleika á framförum í setningu<br />

leturs í gegnum tíðina þá hafa meðferð leturs og þær reglur<br />

og viðmið sem urðu til við upphaf prentunar ekki haldist<br />

í hendur og þróast í takt við þá möguleika sem fylgja<br />

tækninni til þess að auka lesanleika. Svo ekki sé minnst<br />

á tilkomu einkatölvunnar sem hefur haft gríðarleg áhrif<br />

á framsetningu texta. Á Íslandi ber hefðin nefnilega<br />

lesanleika og frágang leturs í flestum tilfellum ofurliði.<br />

Þegar talað er um hefðir er hér átt við meðhöndlun lengri<br />

texta, meðal annars í fræðitextum, skáldsögum og þess<br />

háttar umbroti, þ.e. þau tilfelli sem mest reyna á svokallaða<br />

ósýnilega hönnun, eitt stærsta verkefni týpógrafera.<br />

Í raun er auðvelt að skilja hvers vegna, þar sem erfitt getur<br />

verið að frelsa fólk úr viðjum vanans og allt of fáir hérlendis<br />

þekkja í raun til vinnu týpógrafera. Þó vissulega sé mikilvægt<br />

atriði að þekkja vinnutæki og forrit vel, er aðalhlutverk<br />

týpógrafera að þjálfa augað og eigin dómgreind<br />

með þarfir lesandans að leiðarljósi.<br />

Leiðarljós letursetningar ætti<br />

undantekningalaust að vera þarfir<br />

lesendans við miðlun upplýsinga.<br />

Því er mikilvægt að kenna hönnuðum<br />

og setjurum að horfa, þjálfa augað,<br />

og greina efnið sem unnið er með,<br />

samhliða því að kenna reglur og það<br />

sem má eða má ekki gera. Undir það<br />

fellur ósýnilega hönnunin sem minnst<br />

var á hér að ofan; þar sem áhersla<br />

er lögð á ná kvæmni til þess að bæta<br />

lesanleika en ekki eingöngu að koma<br />

efni fyrir á ákveðið mörgum blaðsíðum.<br />

Mikilvægi þessa er óumdeilanlegt,<br />

enda kannast vafalaust<br />

margir við að hafa lagt frá sér bók<br />

um annars áhugavert efni sökum<br />

þess að hafa ekki náð að einbeita<br />

sér að lestrinum.


Birna Geirfinnsdóttir<br />

80<br />

Auðvitað eru bækur og textar misvel<br />

skrifaðir, en engu að síður er þetta<br />

oft vegna vankunnáttu í letursetningu<br />

sem bitnar á efninu sem verið er að<br />

miðla. Í þessu samhengi ætti að nefna<br />

muninn á læsileika og lesanleika.<br />

Beatrice Warde lýsti því á ljóðrænan<br />

og skýran hátt hvar þessi munur liggur<br />

í fyrir lestri frá árinu 1932². Þar talar<br />

hún um að letur sem sett er í 14pt<br />

feitletraði steinskrift sé vissu lega<br />

læsilegra en 11pt Basker ville, en það er<br />

ekki þar með sagt að það sé lesanlegra.<br />

Til saman burðar nefnir hún að þrátt<br />

fyrir að betur heyrist í ræðumanni sem<br />

öskrar, þá heyrir maður ekki aðeins<br />

rödd góðs ræðu manns heldur grípur<br />

inntakið. Sem lesendur erum við ekki<br />

að reyna að greina hvern staf fyrir<br />

sig eða stök orð, heldur viljum við<br />

að augað flæði yfir textann og grípi<br />

inn takið og röddina í textanum frekar<br />

en að sjá í hvaða letri textinn er settur.<br />

Í þessari umræðu má ekki gleyma að<br />

benda á nýjan vettvang í miðlun texta,<br />

en miðlun texta rafrænt er orðin mjög<br />

algeng leið til þess að koma upplýsingum<br />

á framfæri. Þetta er ekki síst<br />

vegna þess að í mörgum tilfellum<br />

er það mun hagkvæmari kostur en<br />

prentuð útgáfa. Undir slíka miðlun<br />

falla m.a. rafbækur.<br />

Margir hafa bent á að þeir sem meðhöndla texta fyrir rafbækur<br />

virðast oft lenda í vandræðum með framsetningu<br />

textans. Alltof algengt er að texti, þá sér í lagi texti sem áður<br />

hefur verið settur fram á pappír, sé þvingaður í sama form<br />

á skjá, í stað þess að laga textann að þeim mögu leikum sem<br />

skjárinn býður upp á. Að mörgu leyti eru þetta dreggjar<br />

hefðanna sem minnst var á hér áður, til að mynda að setja<br />

texta jafnaðan, þó svo að í raun sé betra að lesa texta sem<br />

er vinstri jafnaður. Slíkt á enn betur við á vefnum þar sem<br />

lesandinn getur stjórnað leturstærð, en upplausnir skjáa<br />

eru mis jafnar og ekki nokkur leið að stjórna orð skiptingum.<br />

Því er allt of algengt að texti á skjá sé ill lesanlegur og<br />

jafnaður texti mjög svo óskýr.<br />

Líkt og margir fræðingar fortíðarinnar má velta fyrir sér<br />

hvort ekki sé tímabært að setja saman uppfærðan gátlista<br />

fyrir týpógrafera. Sá listi myndi taka mið af þeirri þróun<br />

sem hefur átt sér stað í gegnum tíðina og innihalda viðbætur<br />

fyrir leturmeðhöndlun á vefnum. Mörg atriði sem<br />

nú þegar hafa verið tekin saman eiga enn rétt á sér, en í<br />

mörgum tilfellum í nýju samhengi og á nýjum for sendum.<br />

Jafnframt er vafalaust tímabært að taka saman gátlista<br />

sem miðast við vinnu týpógrafera á Íslandi.<br />

Til að byrja með er ágætt að nefna þá þætti sem ætti ekki<br />

að þurfa að taka fram, en margir sem vinna með texta<br />

gleyma að huga að. Hér er átt við grunnatriði allrar leturmeðhöndlunar;<br />

að huga að því að öll greinamerki séu rétt<br />

notuð, að orðskiptingar séu í lagi og að allur textinn fari<br />

í gegnum prófarkalestur.<br />

² „The Crystal Goblet or Printing should be invicible“, í Typographers<br />

on Type, Ruary McLean (ritstjóri), London, 1995, bls. 75.<br />

„… þrátt­fyrir­að­betur­heyrist­í­ræðumanni­sem­öskrar,­þá­heyrir­maður­ekkiaðeins­rödd­góðs­ræðumanns­heldurgrípur­inntakið.“­


81<br />

Áhrif úreltrar tækni á lesanleika<br />

Byrjum á orðskiptingum og bandstrikum:<br />

Orðskiptingar Þegar orðum er skipt þarf að gæta þess<br />

að skiptingin trufli ekki lesturinn, þ.e. að hún hafi ekki<br />

áhrif á flæði textans og trufli ekki samhengi og merkingu.<br />

Sem dæmi má nefna að vandasamt getur verið að skipta<br />

vef slóðum, sér í lagi þegar þær koma fyrir í heimildaskrám.<br />

Bandstrik Í upphafi var nefnt að gæta þurfi vel að greinarmerkjum<br />

eins og bandstrikum. Það sem týpógraferar þurfa<br />

þó einnig að hafa í huga, og maður rekur sig oft á, er að<br />

ekki er passað upp á hvernig bandstrikum er komið fyrir<br />

í textanum. Allt of algengt er að setjarar nýti sér ekki falið<br />

bandstrik. Földu bandstriki kemur setjari fyrir þar sem<br />

leyfilegar skiptingar eru og er ósýnilegt nema orðið skiptist<br />

á milli lína. Hörð bandstrik, ef svo má kalla, eða bandstrik<br />

sem slegin eru inn á lyklaborðið til þess að neyða orð milli<br />

lína geta reynst mjög varasöm ef einhver breyting verður<br />

á textanum og hann færist til. Það getur nefnilega reynst<br />

auðvelt að missa sjónar á hvar slíkum bandstrikum hefur<br />

verið komið fyrir.<br />

Virðingarröð má ekki gleyma að hægt er að skilgreina<br />

á annan hátt en með mismunandi leturstærðum. Stór,<br />

stærri, stærstur og smátt, minna, minnst er ekki eina<br />

leiðin til þess að leggja áherslu á mál sitt. Auðveldlega er<br />

hægt að leggja mismikla áherslu á upplýsingar með hvítu<br />

rými, lit, feitletrun og skáletrun, og þá er ekki átt við með<br />

því að nota slíka möguleika alla í einu heldur með því að<br />

nýta sér einn af þeim möguleikum. Algengur misskilningur<br />

er að eina leiðin til þess að aðgreina efni sé að nota<br />

margar leturgerðir í mismunandi stærðum.<br />

Flokkun­á­upplýsingum er nokkuð lagskipt vinna. Þegar<br />

búið er að greina virðingarröð (fyrirsagnir, undirfyrirsagnir<br />

o.s.frv.) og komið er að því að setja texta er nauðsynlegt að<br />

setjarinn geri sér grein fyrir því hvernig á að lesa textann.<br />

Að dagsetning sitji saman, að tala og mælieining sitji saman:<br />

Það er, að bil og hvítt rými slíti ekki upplýsingar í sundur,<br />

heldur hjálpi til við lesturinn og tengi upplýsingar saman.<br />

Í lestri viljum við flæðandi takt, ekki höktandi hjakk.


Birna Geirfinnsdóttir<br />

82<br />

Val­á­letri skiptir einna mestu máli þegar kemur að því að<br />

setja texta. Letur eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Setjari<br />

þarf að gæta þess að hann sé með bestu útgáfu hvers leturs<br />

í höndunum, en einnig að letrið þjóni tilgangi sínum og sé<br />

viðeigandi. Steinskrift og fótaletur eiga bæði rétt á sér í<br />

meginmálstexta þó svo að þau séu vissulega misviðeigandi.<br />

Steinsskrift hentar alla jafna verr í lengri texta, þar sem<br />

steinskrift er yfirleitt læsilegri en fótaletur lesanlegra og<br />

því betur til þess fallið að nota í lengri texta, til að mynda<br />

í skáldsögum. Auðvitað þarf ekki að taka fram að tilskilin<br />

leyfi fyrir notkun á letri þurfa að vera í lagi.<br />

Vinstrijöfnun­og­jöfnun Margir halda því fram að texta<br />

í lengri bókum eigi ávallt að setja jafnaðan, þ.e. jafnan<br />

bæði hægra og vinstra megin. Vissulega er ríkjandi hefð<br />

fyrir þess háttar jöfnun texta en vert er að nefna að texti<br />

sem er vinstri jafnaður er mun lesanlegri en jafnaður texti.<br />

Ástæðan er að augu lesandans nema munstur textans og<br />

eiga auðveldara með að halda stað setningu sinni við lesturinn.<br />

Vinstrijafnaðan texta er einnig mun þægilegra að setja.<br />

Í honum haldast bil milli orða jafnari, og stærri bil sem oft<br />

myndast milli orða í jöfnuðum texta eru ekki til staðar til<br />

þess að trufla takt lestursins.<br />

Línulengd­og­línubil ráða hvað mestu um lesanleika texta.<br />

Ef lína er of löng er ferðalag augans að upphafi næstu línu<br />

oft of langt, en þá verður erfitt fyrir lesandann að halda<br />

þræði. Hann stendur þá sjálfan sig oft að því að byrja á sömu<br />

línunni aftur og aftur. Línulengd og línubil séu í samræmi,<br />

ekki velja sjálfvalið línubil heldur fylgið því sem augað segir<br />

ykkur. Hér hjálpar einnig til að texti sé vinstrijafnaður,<br />

því auðveldara er að halda þræð inum þegar línurnar eru<br />

ekki allar eins.<br />

Þekktu­eigin­takmörk Mundu að þú gleymir. Það er í mörg<br />

horn að líta þegar unnið er að umbroti. Það er nauðsynlegt<br />

að punkta niður hverju þarf að huga að. Einnig ættu allir<br />

að gefa sér góðan tíma í að prenta út reglulega og temja<br />

sér það að fara að minnsta kosti tvisvar yfir verkið áður<br />

en það er sent í framleiðslu.


83<br />

Áhrif úreltrar tækni á lesanleika<br />

Þetta eru eingöngu nokkur atriði sem eiga að minna<br />

hönnuði á hversu margt þarf að hafa í huga þegar unnið<br />

er með texta. Listanum er ekki ætlað að vera tæmandi,<br />

og í ljósi umfjöllunarefnis greinarinnar er nokkuð ljóst<br />

að endurskoða þarf áherslur og vissar nálganir reglulega.<br />

Ekki eingöngu með tilliti til þróunar í meðferð leturs,<br />

hönnun á letri og ýmis konar tækniþróunar heldur einnig<br />

með tilliti til þróunar á tungumálinu sem – meðal annars<br />

vegna nýrrar tækni og stóraukinnar tölvunotkunar – tekur<br />

stöðugum breytingum. Hér er ekki verið að finna upp hjólið,<br />

heldur eingöngu verið að benda á þau atriði sem aldrei<br />

mega gleymast og allir ættu að kynna sér. Vafalaust renna<br />

margir yfir listann og aðra sambærilega lista kinka kolli,<br />

eru sammála og miðla en fylgja honum ekki eftir. Þessi<br />

atriði eiga að vera hverjum hönnuði töm, en ekki bara<br />

notuð í orði. Það mun leiða af sér betri hönnun, vandaðri<br />

vinnubrögð og lesanlegri texta.<br />

Vert er að taka fram að þessi grein fjallar ekki um alla þá<br />

sem hafa ekki menntun í listum eða hönnun, en sinna samt<br />

sem áður ýmsum verkefnum, heima við eða í starfi, sem<br />

snúa að einhverskonar uppsetningu. Hins vegar má nefna<br />

að þær vangaveltur kalla á frekari umfjöllun um almenna<br />

kennslu í sjónmenntum, að augum nemenda á grunn skólastigi<br />

sé beint að hversu gagnlegt er að hafa grunn þekkingu<br />

á fagurfræði, myndbyggingu og samsetningu efnis. Slíkt<br />

myndi leiða til skilvirkara samstarfs milli fag greina þegar<br />

einstaklingar eru komnir út á vinnu mark aðinn og farnir að<br />

sinna mismunandi verkefnum. Aukin sjón menntun myndi<br />

einnig leiða til aukinnar virðingar milli fagstétta sem á<br />

móti myndi leiða til vandaðri vinnu bragða og enn faglegri<br />

nálgunar við útgáfu.<br />

„Þessi­atriði­eiga­að­vera­hverjum<br />

hönnuði­töm,­en­ekki­bara­notuð<br />

í­orði.­Það­mun­leiða­af­sér­betrihönnun,­vandaðri­vinnubrögðog­lesanlegri­texta.“­


84<br />

AUGMENTED REALITY<br />

Augmented­Reality­er­tækni­sem­er­rétt­handan­við­hornið,­<br />

hún­er­í­raun­nú­þegar­til­staðar,­bara­í­litlum­mæli.­Í­sam­<br />

­h e n g i­við­Internet­of­Things­er­hægt­að­láta­marga­hlutivirka­saman­til­þess­að­búa­til­og­sýna­upp­lýsingar.­Hægt­erað­komast­í­snert­ingu­við­þetta­fyrir­bæri­með­snjall­símumeða­sér­stökum­gler­augum,­ekki­ó­svipuð­um­Google­gler­augunum.­Hægt­er­að­skilja­eftir­sig­upp­lýsing­ar­á­byggingumsem­sjást­í­gegnum­þessi­tæki­–­lista­verk,­mynd­bönd,­<br />

skila­boð­eða­bara­hvað­sem­er.­Upp­lýsingar­sem­þessar­erusíðan­að­gengi­legar­fyrir­hvern­þann­sem­er­með­snjall­símaundir­höndum.­Einnig­er­hægt­að­fara­í­rat­leik­með­því­aðskilja­eftir­staf­rænar­vís­bend­ingar­á­vel­völdum­stöð­um,­<br />

spila­„live­action“­Pac­man­með­vinum­sínum­á­götum­<br />

Reyk­ja­vík­ur­borg­ar.­Það­gefur­auga­leið­að­þegar­þessi­tæknihefur­haslað­sér­völl­mun­fólk­geta­fundið­upp­lýsingar­umannað­fólk­með­því­að­skoða­það­í­gegnum­snjall­síma­eðasér­stök­gler­augu.­Face­book,­Twitter­og­aðrar­up­plýsing­aveitur­verða­að­gengi­legar­með­ein­föld­um­and­lits­skanna.­<br />

Hvort­þetta­sé­sið­ferðis­lega­rétt­–­eða­bara­sjálf­sagt­–­erspurn­ing­sem­þarf­að­svara.­Einnig­gæti­skap­ast­hætta­áþví­að­fólk­gleymi­sér­í­sýndar­veru­leika­og­hætti­að­upp­lifaum­hverfi­sitt­án­þess­að­nota­tæki.­Internet­fíkn­og­einangrun­gæti­auk­ist.­En­það­er­samt­engu­að­síður­spenn­andiað­velta­þessari­nýju­tækni­fyrir­sér­í­ljósi­þess­hvaðamögu­leika­hún­býður­upp­á.<br />

5


6<br />

85<br />

Handan við hornið<br />

SPRAY-ON FÖT<br />

Áspreyjuð­föt­svona­eins­og­í­þátt­unum­Futurama.­Ein­falt,­<br />

fljót­legt­og­þægi­legt.­Þú­tekur­bara­upp­sprey­brús­ann­þinnog­spreyjar­á­þig­sam­fest­ing,­bol­eða­buxur.­Efnið­fest­istekki­við­þig,­þú­getur­klætt­þig­úr­flík­inni­og­notað­hanaaftur.­Þú­getur­líka­leyst­efnið­upp­í­vökva­lausn,­sett­þaðaftur­í­brús­ann­og­spreyjað­því­aftur­á­þig.­Það­er­hægt­aðfá­mis­mun­andi­efni:­ull,­silki,­pólý­ester­og­svo­fram­vegis.­<br />

Það­fer­bara­eftir­því­hvaða­efni­er­notað­sem­undir­stöðuefni­í­sprey­blönd­unni.­Aftur­á­móti­verður­flíkin­sem­þúsprey­jar­á­þig­mjög­þröng,­eigin­lega­eins­og­spandex­nemaminna­teyg­ja­nleg.­Svo­þegar­þú­kemur­úr­sjó­num­á­sól­arströnd­inni­og­langar­að­skella­á­þig­einni­sprey­flík­munt­þúlík­lega­líta­út­eins­og­banda­rísk­ofur­hetja.­En­hver­vill­ekkilíta­út­eins­og­Super­man?


87 Framleiðsla<br />

FRAMLEIÐSLA<br />

Garðar Eyjólfsson<br />

Grein­þessi­er­tilraun­til­þess­aðgreina­og­skilja­dýnamík­á­millihand­verks­og­iðnaðar­í­sögulegusam­hengi,­með­hlið­sjón­af­orðinufram­leiðsla.­Skoðum­aðeins­notkuná­orðinu­fram­leiðsla­í­íslenskri­tunguannars­vegar­og­ensku­hinsvegar.­<br />

Orðið­framleiðsla­er­parað­við­enskaorðið­production,­en­bein­þýðingorðanna­er­ólík.­Fram­leiðsla­væriþá­að­leiða­eitthvað­fram­á­meðanpro­duction­vísar­frekar­til­þess­aðbúa­eitthvað­til,­jafnvel­að­því­ervirðist,­úr­engu.<br />

Íslenska orðið tekur mið af íslensku samhengi og vísar<br />

því oftast til nýtingar á auðlindum til þess að ná fram<br />

fjár hags legum ágóða, oft í beinu samhengi við iðnað.<br />

Til dæmis álframleiðsla; í grófum dráttum þá bætum við<br />

rafmagni við báxítið og fáum út ál. Við nýtum auðlind og<br />

bætum henni inn í jöfnuna og fáum út gróða. Í íslensku<br />

samhengi vísar orðið framleiðsla oftast til ferla af þessu<br />

tagi. Aukið virði fæst með innspýtingu úr náttúruauðlind,<br />

en ekki úr sköpun úr hugar heimi mannsins. Sennilega eru<br />

það tengsl okkar við auðlindir hafsins sem hafa mótað<br />

þennan skilning okkar, þar sem keðjan er með stysta móti<br />

frá afurð yfir í beint fjárhags legt virði. Lítil sköpun á sér<br />

stað, tak mörkuð umbreyting.<br />

Enska orðið production hefur miklu stærra raddsvið og<br />

sögulega merkingu þar sem það nær yfir stærra og minna<br />

samhengi og vísar til verðmæta á mun breiðara sviði. Ef<br />

vísað er til framleiðslu sem hugtaks fyrir iðnbyltinguna þá<br />

var engin huglæg aðgreining á framleiðslu til iðnaðar eða<br />

handverks. Það var einfaldlega framleiðsla í beinu samhengi<br />

við þarfir einstaklingsins, samfélagsins og þeirra auðlinda<br />

sem landsvæðið gaf af sér, að búa til það sem þörf er á.<br />

Mikilvægt er þó að muna að á þessum tíma var handverk<br />

ekki skilgreint sem handverk. Það var ekki fyrr en iðnbyltingin<br />

fór að ryðja sér farveg sem mannskepnan sá<br />

ástæðu til þess að skipta framleiðslu í tvær tegundir:<br />

Iðnað og hand verk. Í framhaldi tók við hagsældartímabil<br />

í vestr ænu samfélagi þar sem iðnaði var hampað sem<br />

sigurvegara fram tíðarinnar, boðbera framfara og velferðar.<br />

Á sama tíma má segja að handverk hafi fengið á sig rómantískan<br />

blæ, það varð tákn mynd afturhvarfs til fortíðar. Því<br />

var haldið á lífi af einstak lingum sem sóttu í einfaldari tíma<br />

og sáu og þráðu gildi í beinum tengslum einstaklingsins sem<br />

hand verks manns í þjónustu við sam félagið. Í handverki eru<br />

verkferlar og efnishringir á mannlegum stærðarskala, þar<br />

sem einstaklingur greinir auð veldlega upphaf og endi, og<br />

upplifir fegurð í skilningi á heildinni. Í samfélagi þar sem


Garðar Eyjólfsson<br />

88<br />

iðnaður var álitin táknmynd framfara og þróunar var<br />

hand verk smættað og öðlaðist stöðu áhugamáls, eitthvað<br />

sem fólk gerir sér til dundurs. Á meðan iðnaður inn æddi<br />

áfram stóðu verkferlar og hugmyndafræði handverks í stað.<br />

Handverk var stimplað sem það gamla og úrelta, 20. öldin<br />

var öld iðnaðarins.<br />

En eins og komið hefur á daginn hefur mannskepnan kannski<br />

hampað farsæld sinni og velferð fullmikið á kostnað annarra<br />

þátta. Án þess að telja upp tæm andi lista þá ber senni lega<br />

hæst áhrif okkar á náttúrunna, um hverfing náttúrunnar.<br />

Þykir nokkuð ljóst að við göngum og höf um gengið allt of<br />

hratt á nýtingu auðlinda, svo hratt að margir vísindamenn<br />

samtímans telja að við séum að öllum líkindum komin yfir<br />

ákveðinn vendi punkt sem komi til með rjúfa allt jafnvægi<br />

í lífríki jarðar með ófyrirsjáanlegum afleiðing um. Í okkar<br />

tvípóla heimi þá virðist liggja beinast við að kenna iðnaðinum<br />

um og hverfa aftur til róman tíkurinnar, hand verksins<br />

og þess einfalda. En er það leiðin áfram? Eru bara tvær<br />

gagnstæðar leiðir færar til að velja um?<br />

Ég tel svo ekki vera, og að það sé frekar þörf á samtali.<br />

Um ræða um skilgreiningar á hugtökum til bætingar á<br />

sam eiginlegu tungutaki í samfélaginu er þörf, bæði í<br />

fagsam félaginu og ekki síst í pólitísku landslagi. Við lifum<br />

í póleruðu samfélagi þar sem fólk er annað hvort hægri<br />

eða vinstri, með iðnaði eða á móti, lista maður eða viðskipta<br />

maður. Allt er pólerað, ekkert samtal, grátt svæði<br />

eða heildarmynd. Því er verr, því að sama skapi er samfélags<br />

mynd okkar alltaf að verða flóknari og flóknari. Við<br />

lifum sífellt margbrotnara samfélagi, í návígi við ein stak linga<br />

af ólíkum uppruna, trúarbrögðum og fjárhag. Sam félag<br />

okkar teygir arma sína stafrænt hnattrænt og speglar sig<br />

síðan stað bundið. Óumflýjanleg staða okkar er sú að læra<br />

að lifa betur saman og rækta þá hæfileikum sem til þarf.<br />

Að hlusta, að skilja og setja sig í spor annarra (R. Sennett).<br />

Himininn er ekki blár! Himin inn<br />

er dýnamískt samspil af sólinni,<br />

tunglinu og tómi alheims.<br />

Himininn er litróf.<br />

Það er því ekki tilviljun að ný kynslóð<br />

á vestur löndum er byrjuð að spyrja nú -<br />

verandi iðnaðarkerfi erfiðra spurninga<br />

með gagn rýnum hætti og sé í framhaldi<br />

byrjuð að leita ann arra leiða til þess að<br />

enduskilgreina framleiðslu. Sam félagsbreytingar,<br />

framfarir í tækni og aðgengi<br />

að iðnaði hafa orðið til þess að forsendur<br />

til framleiðslu hafa breyst. Efasemda<br />

raddir gagnvart iðnaðarmódeli<br />

20. aldarinnar heyrast hærra og hærra<br />

eftir því sem afleiðingar þess fá á sig<br />

fleiri og fleiri birtingamyndir. Í fyrsta<br />

lagi hefur svo kölluð desktop tækniþróun<br />

sprungið út á seinustu tíu árum og er<br />

byrjuð að hafa áhrif á heildarmyndina.<br />

Þá hefur að gengi að leiserskerum og<br />

þrívíddarprenturum fært valdið aftur<br />

til einstaklingsins til að gerða til sköpunar<br />

og í þriðja lagi hafa framleiðslufyrirtæki<br />

opnað arma sína meira og meira gagn -<br />

vart utan að kom andi aðilum til sköpunnar<br />

á virði í sam einingu. Það er í<br />

sam hengi við þessa þrjá lykiþætti sem<br />

hand verk fær aftur þýðingu og þá ekki<br />

handverk í róman tískum búningi, afturhvarf<br />

til fortíðar, heldur í samspili við<br />

iðnað og sam félag. Leikvöllur hefur<br />

opnast til sköpunar á nýju handverki<br />

þar sem hönnuður fær nýtt hlutverk.<br />

Hann er hinn hugsandi hand verks maður,


89 Framleiðsla<br />

skapar sér sín eigin tól og tæki, sitt eigið ferli í samtali við<br />

fáanleg efni. Efnis nálgun fær nýja vídd þar sem öll efni fá<br />

jafnmikið vægi. Hann getur nýtt „desktop“ undrið til sköpunar<br />

á frum gerð um eða mótum til framleiðslu. Hann nýtir staðbundinn<br />

iðnað til sköp unar á þeim hlutum sem hann vantar<br />

í verk ferli sín, verkfæri eða lokaafurð. Hann hafnar öllum<br />

stöðluðum róman tískum normum handverks, tekur út kjarna<br />

þess og varpar því á samtímann. Handverk fær vægi og iðnaður<br />

fær vægi; í samtali öðlast hvoru tveggja aukið gildi. Við þessa<br />

um breytingu á hugs ana gangi getur allt framleiðslu kerfið<br />

kollvarpast. Verk smiðjur og fjöldaframleiðsla geta liðið undir<br />

lok og við tekur tenglsanet ein stak linga og smárra fyrirtækjaeininga<br />

sem lifa í mun líf rænna og hreyfan legra kerfi. Ein stakling<br />

urinn fær aftur mun meiri yfirsýn, sveigjan leika og frelsi til<br />

athafna og er ekki eins bundinn af fjárfest ingu. Hann getur nýtt<br />

sér afl nýrrar tækni og unnið með stað bundnum fyrir tækjum<br />

í átt að tilgangi sínum, á móti nýtast tækjakaup iðnaðar fyrirtækja<br />

betur þar sem þau nýtast af fleiri aðilum til margra<br />

mis munandi verka.<br />

Þessar breytingar eru að eiga sér stað nú þegar á mörgum<br />

stöðum í Evrópu og má sjá birtingamyndir þeirra frá helstu<br />

menntastofnunum á sviði hönnunar nú þegar. Stærsta hindr unin<br />

í veginum virðist vera sú að bilið frá skóla lokum yfir í atvinnulíf<br />

hefur ekki verið brúað. Framleiðslukerfið hefur ekki haldið í við<br />

þróunina í hönnunarháskólunum. Kerfið er enn að stórum hluta<br />

enn fast í úreltu iðnaðarmódeli 20. aldarinnar. Skapa verður<br />

brú af hálfu háskóla og ríkis til þess að gefa nýjum þáttakendum<br />

tæki færi til þess að skapa sér sínar eigin for sendur til sköpunar.<br />

Þannig munu margir vankantar úrelts iðnaðarmódels heyra<br />

sögunni til og ný tæki færi til virðis aukningar skapast. Ræður þar<br />

að sjálf sögðu mestu skilningur stjórnvalda á virði þess að styrkja<br />

uppbygg ingarstarf og þekk ingarsköpun sem verður í háskólum<br />

og ætti að breiða úr sér út í samfélagið. Það er því ljóst að þessi<br />

brú er mikilvæg ekki síst fyrir þá staðreynd að samfélög sem<br />

skapa slíkar aðstæður laða fyrst að sér færasta og besta fólkið<br />

sem menntastofnunin skapaði.


Höfundaskrá<br />

90<br />

Arnhildur­Pálmadóttir<br />

Arkitekt<br />

arnhildur@honnunarverksmidjan.is<br />

Atli­Rúnar­Bender<br />

Nemi og sjálfstætt<br />

starfandi hönnuður<br />

benderinn@gmail.com<br />

Ásgeir­Matthíasson<br />

Verkfræðingur M.Sc.<br />

og meistaranemi í hönnun<br />

asgeir12@lhi.is<br />

Birna­Geirfinnsdóttir<br />

Lektor og fagstjóri í<br />

grafískri hönnun við LHÍ<br />

birnageirfinns@lhi.is<br />

Bryndís­Björgvinsdóttir­<br />

Fagstjóri fræðigreina við LHÍ<br />

bryndisbj@lhi.is<br />

Dóra­Ísleifsdóttir<br />

Prófessor í grafískri hönnun<br />

og fagstjóri MA í hönnun við LHÍ<br />

dora@lhi.is<br />

Elsa­Jónsdóttir<br />

Nemi og sjálfstætt<br />

starfandi hönnuður<br />

elsa@elsajonsdottir.is<br />

Frosti­Gnarr<br />

Grafískur hönnuður og myndskreytir<br />

frostignarr@gmail.com<br />

Garðar­Eyjólfsson­<br />

Lektor og fagstjóri<br />

vöruhönnunar við LHÍ<br />

gardareyjolfsson@lhi.is<br />

Guðmundur­Oddur­Magnússon<br />

Prófessor í grafískri<br />

hönnun við LHÍ<br />

goddur@lhi.is<br />

Hildigunnur­Sverrisdóttir<br />

Aðjúnkt og fagstjóri<br />

í arkitektúr við LHÍ<br />

hildigunnurs@lhi.is<br />

Júlíus­Valdimarsson<br />

Nemi og sjálfstætt<br />

starfandi hönnuður<br />

juliusvald@gmail.com<br />

Krista­Sigríður­Hall<br />

Nemi og sjálfstætt<br />

starfandi hönnuður<br />

kristashall@gmail.com<br />

Kristján­Leósson<br />

Vísindamaður hjá Raunvísindastofnun<br />

Háskóla Íslands<br />

kleos@hi.is<br />

Lóa­Auðunsdóttir<br />

Aðjúnkt í grafískri hönnun við LHÍ<br />

loaauduns@lhi.is<br />

Sigrún­Alba­Sigurðardóttir<br />

Lektor og fagstjóri<br />

fræðigreina við LHÍ<br />

sigrunalba@lhi.is<br />

Sigurður­Ármannsson<br />

Hönnuður<br />

sigurarm@islenska.is<br />

Smári­McCarthy<br />

Höfundarétthafi<br />

smari@immi.is<br />

Thomas­Pausz<br />

Aðjúnkt í vöruhönnun við LHÍ<br />

thomaspausz@lhi.is<br />

Vigdís­Þormóðsdóttir<br />

Starfsmaður bókasafns LHÍ<br />

vigdist@lhi.is<br />

Þórlaug­Ágústsdóttir<br />

Sérfræðingur í<br />

upplýsingatækni<br />

thorlaug@gmail.com


91<br />

Myndlýsingaskrá<br />

Bls.­4<br />

Björn Loki Björnsson,<br />

bjornloki.com<br />

Bls.­9<br />

Atli Rúnar Bender<br />

atlibender.tumblr.com<br />

Bls.­15<br />

Atli Rúnar Bender<br />

Bls.­22<br />

Eysteinn Þórðarson<br />

behance.net/islandstone<br />

Bls.­24<br />

Björn Loki Björnsson<br />

Bls.­35<br />

Marta Eir Sigurðardóttir<br />

martak00l.com<br />

Bls.­38<br />

Sunna Ben<br />

sunnaben.org<br />

Bls.­45<br />

Björn Loki Björnsson<br />

Miðopna<br />

Marta Eir Sigurðardóttir<br />

Bls.­48­<br />

Atli Rúnar Bender<br />

Bls.­57<br />

Marta Eir Sigurðardóttir<br />

Bls.­61<br />

Krista Hall<br />

kristahall.is<br />

Bls.­63<br />

Björn Loki Björnsson<br />

Bls.­67<br />

Sigríður Hulda Sigurðardóttir<br />

sigridurhulda.is<br />

Bls.­72<br />

Krista Hall<br />

Bls.­74<br />

Krista Hall<br />

Bls.­77<br />

Krista Hall<br />

Bls.­81­82<br />

Davíð Arnar Baldursson<br />

davidbaldursson.com<br />

Bls.­86<br />

Marta Eir Sigurðardóttir


er­nú­einnig­hægt­<br />

149.597.890 km­frá­sólu­<br />

að­nálgast­Mænu­á­Alneti­jarðar.­<br />

Hún­er­staðsett­á­slóðinniwww.mæna.is


<strong>Mæna</strong> <strong>2014</strong><br />

5. árgangur<br />

www.mæna.is<br />

Tímarit um grafíska<br />

hönnun á Íslandi<br />

Ábyrgðaraðili og útgefandi<br />

Hönnunar- og arkitektúrdeild<br />

Listaháskóla Íslands<br />

Námsbraut í grafískri hönnun<br />

Prentun<br />

Prentsmiðjan Oddi hf.<br />

Pappír<br />

Gunnar Eggertsson hf.<br />

Colorit 51 90 g<br />

Colorit 87 90 g<br />

Chromolux dökkblár 250 g<br />

Munken Polar 90 g<br />

Munken Polar 120 g<br />

Munken Polar 300 g<br />

Upplag<br />

500 eintök<br />

Letur<br />

Adobe Caslon Pro<br />

Apercu Pro (TT)<br />

Þverholti 11<br />

105 Reykjavík<br />

+354 552 4000<br />

lhi@lhi.is<br />

www.lhi.is<br />

ISSN 1670 8512<br />

Ritstjóri<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Hönnunarstjórar<br />

Þakkir<br />

Arnhildur Pálmadóttir<br />

Ágúst Loftsson<br />

Ásgeir Matthíasson<br />

Bryndís Björgvinsdóttir<br />

Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir<br />

Eysteinn Þórðarson<br />

Frosti Gnarr Gunnarsson<br />

Grímur Kolbeinsson<br />

Guðmundur Oddur Magnússon<br />

Halldór Arnar Úlfarsson<br />

Hildigunnur Sverrisdóttir<br />

Hreinn Bernharðsson<br />

Hörður Lárusson<br />

Jón Ómar Erlingsson<br />

Kristján Gunnarsson<br />

Kristján Leósson<br />

Magnús Loftsson<br />

Ólöf Anna Jónsdóttir<br />

Pálmi Einarsson<br />

Pétur Jónasson<br />

Sigrún Alba Sigurðardóttir<br />

Sigrún Birgisdóttir<br />

Sigurður Ármannsson<br />

Smári McCarthy<br />

Sunna Ben<br />

Thomas Pausz<br />

Vigdís Þormóðsdóttir<br />

Þórlaug Ágústsdóttir<br />

Hönnun<br />

Alexandra Ósk Bergmann<br />

Ari Hlynur Guðmundsson<br />

Atli Rúnar Bender<br />

Björn Loki Björnsson<br />

Davíð Arnar Baldursson<br />

Einar Jón Kjartansson<br />

Elsa Jónsdóttir<br />

Gabríel Benedikt Bachmann<br />

Ingi Kristján Sigurmarsson<br />

Jón Páll Halldórsson<br />

Júlíus Valdimarsson<br />

Krista Hall<br />

Marta Eir Sigurðardóttir<br />

Salka Þorsteinsdóttir<br />

Signý Sigurðardóttir<br />

Sigríður Hulda Sigurðardóttir<br />

Sunna Rún Pétursdóttir<br />

Prófarkalestur<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

Dóra Ísleifsdóttir<br />

Ingi Kristján Sigurmarsson<br />

Ólöf Gerður Sigfúsdóttir<br />

Þýðingar og þýðingarráðgjöf<br />

Birta Svavarsdóttir<br />

Birna Geirfinnsdóttir<br />

Lóa Auðunsdóttir

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!