09.05.2017 Views

Bæjarlíf maí 2017

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

Umhverfisverðlaun Ölfuss <strong>2017</strong><br />

5. tbl. . 17. árg. . <strong>maí</strong> <strong>2017</strong><br />

Við smíðum<br />

þínar innréttingar<br />

Unubakka 20 | 815 Þorlákshöfn<br />

Sími: 483 3900 | www.fagus.is<br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Umhverfisverðlaun Ölfuss <strong>2017</strong> voru<br />

afhent í gær, Sumardaginn fyrsta við<br />

hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum<br />

á Reykjum í Ölfusi.<br />

Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og<br />

landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar<br />

hlaut Um hverf is verðlaun Ölfuss <strong>2017</strong><br />

fyr ir brautryðjenda verk efni við uppgræðslu<br />

á Hell is heiði. Björt Ólafsdóttir,<br />

umhverfis- og auðlindaráðherra<br />

afhenti Magneu verðlaunin en Guðni<br />

Th. Jóhannesson, forseti Íslands var<br />

einnig viðstaddur athöfnina.<br />

Samkvæmt upplýsingum frá Orku<br />

Náttúrunnar felur verk efni Magneu<br />

í sér að nýtt ur er staðar gróður til að<br />

græða upp svæði sem var raskað við<br />

virkj un ar fram kvæmd ir á Hell is heiði<br />

eða önn ur um svif fyrr á tíð. Ávinn ingur<br />

inn er sá að ásýnd svæðanna verður<br />

svipuð því og áður en raskið varð og<br />

til þess nýt ir Magnea gjarnan mosa eða<br />

ann ar móa gróður, sem set ur mark sitt<br />

á um hverfið.<br />

Dagný Magnúsdóttir listakona, sem<br />

rekur glerlista- og kaffihúsið Hendur í<br />

Höfn hannaði verðlaunagripinn. Hugmyndafræði<br />

Magneu í landgræðslu<br />

var innblástur Dagnýjar að gripnum.<br />

KÓS<br />

Kr. 7.500<br />

SAGA ÞORLÁKSHAFNAR<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

og Sunnlenska bókakaffinu.<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Ísvélin er vöknuð<br />

úr vetrardvala<br />

Rafrettur & vökvar<br />

Gleðilegt sumar<br />

Sími<br />

483 3801<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22


2<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

olfus.is<br />

Kynning á skipulagsmálum<br />

1. Rammaskipulagið tekur til<br />

breytinga á Aðalskipulagi Ölfuss,<br />

2010-2022. Breytingin<br />

fells í því að unnin verður<br />

ramma hluti aðalskipulags ins<br />

fyrir eitt svæði innan Þorlákshafnar.<br />

Um er að ræða svæði<br />

sem kallar á ítarlega stefnu um<br />

framtíðarnotkun eða þróun<br />

svæðisins. Ramminn setur fram<br />

ákveðna uppbyggingarmöguleika.<br />

Svæðið afmarkast af Ölfusbraut<br />

í vestri, vegi að höfninni<br />

að norðan og Egilsbraut að<br />

sunnan. Svæðið nær yfir<br />

íbúðabyggð, óbyggt athafna-,<br />

versl unar- og þjónustusvæði.<br />

Miðsvæði og opin svæði. Syðst<br />

á milli Reykjabrautar og Egilsbrautar<br />

er elsti hluti bæjarins,<br />

að mestu byggður frá 1950-<br />

1969. Við Selvogsbraut standa<br />

raðhús frá árun um 1973-2003.<br />

Íbúðarhverfið á milli Skálholtsbrautar<br />

og Hjalla brautar er<br />

byggt á árunum 1963-1972.<br />

Inn an svæðisins er að auki<br />

miðsvæði Þorlákshafnar og stór<br />

óbyggt verslunar- og þjónustusvæði<br />

sem og athafnasvæði.<br />

Viðfangsefni og markmið með<br />

ramma skipulaginu er að<br />

skilgreinda forsendur fyrir deiliskipulagsvinnu<br />

og þessi þrjú<br />

megin viðfangsefni; byggð,<br />

íbúasvæði og athafna svæði.<br />

Einnig samgöngur, gang andi-,<br />

hjólandi- og akandi umferð,<br />

opin svæði, græn svæði,<br />

gróðurbelti, garðar o.s. frv.<br />

Svæðinu er skipt upp í A, B, C<br />

og D og sérstaklega fjallað um<br />

hvert svæði fyrir sig.<br />

Frekari kynning á heimasíðu<br />

Ölfus, www.olfus.is<br />

2. Til kynningar er lýsing fyrir<br />

deili skipulag á svæði fyrir móttöku<br />

á úrgangi frá heimilum og<br />

fyrirtækjum við Vesturbakka.<br />

Fyrir liggur samþykkt að kynna<br />

lýsingu fyrir deiliskipulag fyrir<br />

lóðina Vesturbakka 6 og 8 og<br />

Unubakka 19 sem móttökusvæðið<br />

verður innan. Svæðið<br />

verður girt af og innan þess<br />

aðeins móttaka ekki uppsöfnun<br />

á hlutum til förgunar.<br />

Frekari kynning á heimasíðu<br />

Ölfus, www.olfus.is<br />

3. Grenndarkynning. Í aðalskipu<br />

lagi er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum<br />

á lóðirnar Sambyggð<br />

14 og Sambyggð 14b.<br />

Skipulagið gerðir ráð fyrir að allt<br />

að 10 íbúðir geti verið í hvoru<br />

húsi og húsin tvær hæðir eins<br />

og Sambyggð 16. Kynning fór<br />

fram á fjölbýlishúsalóðum við<br />

Sambyggð þegar miðbæjarskipulagið<br />

var í kynningu. Verið<br />

er að úthluta þessum lóðum<br />

núna.<br />

4. Gerð er óveruleg breyting á<br />

deili skipulagi fyrir Búðahverfi.<br />

Breytingin nær yfir par- og<br />

raðhúsalóðir. Heimilt verði að<br />

vera með þrjár íbúðir innan<br />

bygg ingarreits þar sem eru parhús<br />

og síðan að bæta við einni<br />

íbúð við raðhúsin, þannig að<br />

þriggja íbúða raðhús geti verið<br />

með fjórar íbúðir og þannig<br />

viðbót við fjögurra- og fimmíbúða<br />

raðhús. Þetta gert svo<br />

hægt sé að bjóða minni íbúðir<br />

bæði með og án bílgeymslu.<br />

5. Hafnarsvæðið, lýsing fyrir<br />

deili skipulag. Tvær tillögur,<br />

tillaga E og F eru til umræðu um<br />

breytingu á hafnar svæðinu.<br />

Kynning er á tillög unum inni<br />

á www.olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.<br />

Nýjar umgjarðir<br />

Ný og spennandi merki<br />

Sjónmælingar<br />

Alla virka daga<br />

Sólgleraugu með styrk<br />

Vertu á undan sólinni<br />

Dag- og mánaðarlinsur<br />

Á lager<br />

olfus.is<br />

Sveitarfélagið Ölfus<br />

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi<br />

Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn<br />

Starfsmaður óskast!<br />

Laust er til umsóknar starf (100%) við Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.<br />

(Óskað er eftir konu vegna baðgæslu í kvennaklefa)<br />

Starfið er vaktavinna og felst m.a. í ræstingum, baðvörslu, gæslu við<br />

íþrótta, líkamsræktar- og sundlaugarmannvirki, þrif á tjaldstæði,<br />

afgreiðslu og fl. Starfsmaður þarf að geta hafið störf seinnipartinn í<br />

ágúst.<br />

Viðkomandi þarf að hafa mikla ábyrgðartilfinningu, ríka þjónustulund,<br />

gott lag á börnum og unglingum auk áhuga og skilnings á<br />

íþrótta– og æskulýðsstarfi.<br />

GLERAUGNA<br />

GALLERÍ<br />

Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144<br />

info@gleraugnagalleri.is gleraugnagalleri.is<br />

Erum líka á Facebook: gleraugnagalleri<br />

Laun samkv. launatöflu FOSS.<br />

Skilyrði fyrir ráðningu er að starfsmaðurinn standist hæfnispróf<br />

sundstaða.<br />

° Umsóknarfrestur er til 20.<strong>maí</strong><br />

° Sækja skal um rafrænt á heimasíðu Ölfuss.<br />

Nánari upplýsingar gefur<br />

Íþrótta – og æskulýðsfulltrúi í síma 480–3890 og 480-3891.


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

3<br />

olfus.is<br />

Garðalönd<br />

Garðlöndin verða starfrækt í sumar á sama stað og í fyrra,<br />

sunnan við Finnsbúð / norðan við íþróttavellina.<br />

Þar er aðgengi að vatni gott svo auðvelt er að vökva.<br />

Hver reitur verður um 25m2 og verða þeir tilbúnir til<br />

niðursetningar 17. <strong>maí</strong>.<br />

Umsóknarfrestur er til og með 12. <strong>maí</strong>.<br />

Nú er um að gera að fá sér garð og rækta sitt<br />

eigið grænmeti og kartöflur.<br />

Þeir sem hafa áhuga á að fá sér garð hafi sambandi við<br />

umhverfisstjóra david@olfus.is eða í síma 899-0011.<br />

Vinnuskóli Ölfuss<br />

Skráning í Vinnuskóla Ölfuss er hafin!<br />

Skráningablöð fást á heimasíðu og á bæjarskrifstofu Ölfuss.<br />

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 7. júni til 4. ágúst.<br />

Mæting í Svítuna miðvikudaginn 7.júni kl. 8.00.<br />

Í sumar munum við taka nokkra daga frá og<br />

blanda saman fræðslu og skemmtun.<br />

Hægt er að nálgast reglur vinnuskólans á<br />

heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is<br />

Síðasti skráningadagur er<br />

miðvikudagurinn 31. <strong>maí</strong> n.k.<br />

Við skráningu í Vinnuskólann er litið svo á að unglingur<br />

sé að sýna áhuga á að taka þátt í starfi skólans<br />

og samþykki reglur hans.<br />

Nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.olfus.is<br />

eða hjá umhverfisstjóra david@olfus.is eða í síma 899-0011.<br />

SKEMMTANIR OG SÖLUBÁSAR<br />

FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL FJÁRÖFLUNAR<br />

Það er alltaf eftirspurn eftir skemmtunum að lokinni hefðbundinni fjölskyldudagskrá á föstudagsog<br />

laugardagskvöldi Hafnardaga. Eins er mikil eftirspurn eftir sölubásum í Skrúðgarðinum á föstudagskvöld<br />

og laugardeginum. Í ár eru þessir dagar þann 11. og 12. ágúst.<br />

Hafnardaganefnd hvetur félagasamtök, rekstraraðila sem og einstaklinga til þess að taka þátt og senda inn umsóknir varðandi<br />

skemmtanahald að kvöldi t.d. í Ráðhúsinu og sölubása í Skrúðgarðinum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Katrínu,<br />

markaðs- og menningarfulltrúa Ölfuss í síma 480 3808 eða katrin@olfus.is fyrir 24. <strong>maí</strong>.


4<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

ATVINNA<br />

Ísfélag þorlákshafnar ehf. óskar eftir<br />

að ráða tvo starfsmenn í fullt starf.<br />

Þurfa að vera með lyftararéttindi.<br />

Einnig væri meirapróf góður kostur.<br />

Nánari upplýsingar gefur<br />

Róbert Karl Ingimundarson í síma<br />

695 3200 / 483 3110 eða á robert@kuldaboli.is<br />

Ísfélag Þorlákshafnar ehf.<br />

Hafnarskeið 12 815 Þorlákshöfn 483 3110<br />

olfus.is<br />

Hreinsunarátak<br />

3.-17. <strong>maí</strong>!<br />

Líkt og undanfarin ár eru íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi hvattir til að<br />

taka til á lóðum sínum.<br />

Fjarlægja skal hluti sem þeim tilheyra og eru utan lóðarmarka.<br />

Sérstök hvatning er til fyrirtækja að snyrta vel í kringum sig.<br />

Hreinsunarátakið í ár hefst miðvikudaginn 3. <strong>maí</strong> og lýkur 17. <strong>maí</strong>.<br />

Ef við viljum hafa fallegan og snyrtilegan bæ<br />

þá verðum við öll að taka þátt.<br />

Þess vegna hvetjum við alla til að taka til hendinni þessa daga<br />

og tína laust rusl í kringum sig, gott væri ef íbúar myndu líka hreinsa<br />

út fyrir sínar lóðir td. utan við og meðfram girðingum,<br />

í gróðurbeðum og gangstéttum þar sem það á við.<br />

Íbúar eru minntir á að klippa hekk og tré sem ná út yfir<br />

gangstéttar og stíga og truflað geta umferð gangandi vegfarenda.<br />

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu aðstoða við hreinsunina með<br />

því að afhenda sorppoka og lána kerru til að flytja ruslið.<br />

Ef nauðsyn krefur geta starfsmenn aðstoðað við að fjarlægja ruslið,<br />

vinsamlega hafið þá samband við<br />

Þjónustumiðstöð í síma 483-3803 eða 899-0011.<br />

Mánudaginn 8. <strong>maí</strong> og mánudaginn 15. <strong>maí</strong> milli kl. 8.00 og<br />

12.00 munu starfsmenn þjónustumiðstöðvar keyra um og taka<br />

þá poka sem settir hafa verið út fyrir lóðarmörk.<br />

Vakin er athygli á opnunartíma gámasvæðisins í Þorlákshöfn:<br />

Mánud.- fimmtud. 15:00 - 18:00 og föstud. 13:00 – 18:00.<br />

Laugardaga er opið frá 13:00 - 16:00<br />

Athugið að gjaldtaka fellur niður á gámasvæðinu<br />

á meðan að átakinu stendur!<br />

Ár Lag Flytjandi Sæti<br />

1986 Gleðibankinn ICY 16<br />

1987 Hægt og hljótt Halla Margrét Árnadóttir 16<br />

1988 Þú og þeir Stefán Hilmarsson & Sv. Stormsker 16<br />

1989 Það sem enginn sér Daníel Ágúst Haraldsson 22<br />

1990 Eitt lag enn Stjórnin Sigga Beinteins & Grétar Ö. 4<br />

1991 Draumur um Nínu Stebbi & Eyfi 15<br />

1992 Nei eða já Sigga Beinteins & Sigrún Eva 7<br />

1993 Þá veistu svarið Ingibjörg Stefánsdóttir 13<br />

1994 Nætur Sigríður Beinteinsdóttir 12<br />

1995 Núna Björgvin Halldórsson 15<br />

1996 Sjúbídú Anna Mjöll Ólafsdóttir 13<br />

1997 Minn hinsti dans Páll Óskar 20<br />

1999 All Out Of Luck Selma Björnsdóttir 2<br />

2000 Tell Me Einar Ágúst & Telma 12<br />

2001 Angel Kristján Gíslason & Gunnar Ólason 23<br />

2003 Open Your Heart Birgitta Haukdal 8<br />

2004 Heaven Jónsi 19<br />

2005 If I Had Your Love Selma Björnsdóttir -<br />

2006 Congratulations Silvía Nótt -<br />

2007 Valentine Lost Eiríkur Hauksson -<br />

2008 This Is My Life Eurobandið 14<br />

2009 Is It True? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir 2<br />

Munið að flokka ruslið!<br />

Athugið að timburstaurar mega ekki fylgja girðinganeti í járnagáminn!<br />

Ef mikið er af járni, getur sveitarfélagið séð um að sækja járnið.<br />

Ekki er heimilt að losa rusl annarstaðar en á gámasvæði!<br />

Í kjölfar hreinsunarátaksins munu starfsmenn áhaldahúss fjarlægja<br />

lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á<br />

almannafæri. Einnig verða hlutir sem valdið geta skaða,<br />

mengun eða lýti á umhverfinu fjarlægðir. Þetta gildir jafnt um smærri<br />

sem stærri hluti. Í þeim efnum er stuðst við reglugerðir nr. 737/2003<br />

um meðhöndlun úrgangs og 941/2002 um hollustuhætti.<br />

Hreint land fagurt land!<br />

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri Ölfuss í síma 899-0011.<br />

2010 Je Ne Sais Quoi Hera Björk 19<br />

2011 Coming Home Vinir Sjonna 20<br />

2012 Never Forget Greta Salóme & Jónsi 20<br />

2013 Ég á líf Eyþór Ingi Gunnlaugsson 17<br />

2014 No Prejudice Pollapönk 15<br />

2015 Unbroken María Ólafsdóttir -<br />

2016 Hear them calling Greta Salóme Stefánsdóttir -<br />

<strong>2017</strong> Paper Svala Björgvinsdóttir ?


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

5<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

olfus.is<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 13.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Miklós Dalmay<br />

Þorlákskirkja, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

Hjallakirkja, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

Strandarkirkja<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Messuáætlun<br />

Sunnudagaskóli er alltaf í Þorlákskirkju.<br />

Sunnudagur 7. <strong>maí</strong>:<br />

Vormessa í Hjallakirkju kl. 14:00<br />

Hvítasunnudagur 4. júní:<br />

Hátíðarmessa í Þorlákskirkju kl. 13:30, ferming<br />

Björg Jökulrós Haraldsdóttir<br />

Básahrauni 47, 815 Þorlákshöfn<br />

Daníel Frans Valdimarsson<br />

Pálsbúð 4, 815 Þorlákshöfn.<br />

Emma Eldon Róbertsdóttir<br />

Pálsbúð 23, 815 Þorlákshöfn<br />

Helga Ósk Gunnsteinsdóttir<br />

Reykjabraut 22, 815 Þorlákshöfn<br />

Lilja Rós Júlíusdóttir<br />

Oddabraut 12, 815 Þorlákshöfn<br />

2. í Hvítasunnu 5. júní:<br />

Messa í Strandarkirkju kl. 14:00<br />

Sjómannadagur 11. júní:<br />

Messa í Þorlákskirkju kl. 11:00<br />

Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða og horfna<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870<br />

Messur eru auglýstar í <strong>Bæjarlíf</strong>i, Dagskránni, Sunnlenska og Morgunblaðinu.<br />

Einnig á vef Þorlákskirkju og á vef Sveitarfélagsins Ölfuss.<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is<br />

olfus.is


6<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

Aprílmánuður var líflegur hjá okkur<br />

í Grunnskólanum í Þorlákshöfn<br />

þó hefð bundið páskafrí hafi auðvitað<br />

stytt hann talsvert. Dagana 4.-7.<br />

apríl var fríríkið Þorpið starfrækt í<br />

skólanum og var það mikið tilhlökkunarefni<br />

hjá nemendum og starfsfólki.<br />

Fyrir þá sem ekki þekkja til starfsins<br />

í Þorpinu er gaman að segja frá því<br />

að þá er öllu skólastarfi umturnað og<br />

fyrirtæki af ýmsu tagi sett á laggirnar.<br />

Gjaldmiðill inn ,,þollari“ er tekinn í<br />

gagnið og bankinn í Þorpinu borgar<br />

starfsmönn um (nemendum) laun<br />

fyrir vinnuna. Fjórir dagar eru teknir<br />

í verkefnið en síðasti dagurinn er<br />

uppskerudagur. Þá eru afurðir vinnunnar<br />

seldar, selt inn á viðburði og<br />

kaffihús starfrækt. Þennan dag myndast<br />

skemmtilegur þorpsbragur í skólanum<br />

þar sem foreldrar, afar, ömmur<br />

og aðrir gestir mæta á staðinn.<br />

Flestir fara í bankann og kaupa sér<br />

þollara fyrir íslenskar krónur og fara<br />

síðan um Þorpið og versla. Skartgripagerð,<br />

kertagerð, fiskvinnsla,<br />

lista smiðja, saumastofa og bakarí eru<br />

dæmi um fyrirtæki í Þorpinu auk þess<br />

sem fréttablaðið Þorparinn er gefið<br />

Skólalíf<br />

út og útvarpsstöð starfrækt. Starfsfólk<br />

stöðvanna er á ýmsum aldri og<br />

hjá sumum fyrirtækjum störfuðu<br />

nemendur úr öllum árgöngum saman<br />

í sátt og samlyndi, þeir eldri hjálpuðu<br />

þeim yngri og allir fengu hlutverk<br />

við hæfi. Þorpsverkefnið gekk mjög<br />

vel í ár, en þetta er í þriðja sinn sem<br />

það er unnið. Stefnt er að því að halda<br />

því fyrirkomulagi sem verið hefur,<br />

að hafa Þorpið annað hvert skólaár á<br />

vordögum.<br />

Í vetur hefur gott samstarf verið<br />

milli leikskólans Bergheima og<br />

grunnskólans og hafa gagnkvæmar<br />

heimsóknir elstu deildar Bergheima<br />

og 1. bekkjar grunnskólans verið<br />

reglu legar í vetur. Hóparnir hittust<br />

nú í byrjun apríl ásamt kennurum<br />

sínum og héldu nokkurs konar uppskeruhátíð.<br />

Sungin voru nokkur lög,<br />

spjallað, leikið og boðið var upp á<br />

kleinur og djús. Þetta var hin besta<br />

skemmtun og góður endir á góðum<br />

vetri.<br />

Skólapúlsinn er tæki sem notað er<br />

við mat á skólastarfi grunnskólans.<br />

Nemendur 6. – 10. bekkjar taka þátt<br />

í skólapúlsinum, svara spurningum<br />

varðandi skólastarfið, námið og líðan.<br />

Út frá niðurstöðum er svo reynt að<br />

bæta það sem betur má fara. Sambærileg<br />

foreldrakönnun hefur verið<br />

tekin annað slagið og einnig starfsmannakönnun.<br />

Kannanir allra þriggja<br />

hópanna voru teknar í vetur og þegar<br />

þetta er ritað er verið að vinna úr þeim<br />

síðastnefndu.<br />

Um næstu mánaðamót mun sveitarfélagið<br />

taka upp samstarf við fyrirtækið<br />

Vinnuvernd og fengu starfsmenn<br />

skólans kynningu á því samstarfi í<br />

byrj un apríl. Einnig fengum við árvissa<br />

heimsókn frá ljósmyndara sem<br />

myndaði 1., 6. og 10. bekk.<br />

Síðustu vikuna í apríl fór 7. bekkur í<br />

skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði,<br />

en það hefur verið árviss viðburður í<br />

skólanum frá upphafi skólabúðastarfsemi<br />

þar. Þessi ferð er ávallt mikið<br />

tilhlökkunarefni og undirbúningur<br />

tekur a.m.k. eitt ár, enda safna krakkarnir<br />

fyrir ferðinni með ýmsu móti.<br />

Ferðin gekk vel í ár og krakkarnir<br />

skóla sínum og heimilum til mikils<br />

sóma.<br />

Innilegar sumarkveðjur sendum við úr<br />

Grunnskólanum í Þorláks höfn<br />

til Ölfusinga allra.<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Bergheimalíf<br />

Í byrjun apríl var okkar árlega íþróttasýning<br />

gekk hún mjög vel, börnin voru<br />

dugleg að taka þátt í æfingum og sýndu<br />

á sér sínar bestu hliðar. Við starfsfólkið<br />

erum mjög stolt af börnunum og vonum<br />

við að gestir haft haft jafn gaman að<br />

þessu og við. Takk fyrir komuna þið<br />

sem sáuð ykkur fært að mæta.<br />

Í apríl fengum við góða gesti í heimsókn<br />

eða um miðjan apríl komu þær<br />

Jóna og Ellen frá Félagi eldriborgara og<br />

lásu fyrir börnin á Tröllaheimum.<br />

Síðustu vikuna í apríl kom lögreglan og<br />

var með eftirlit með notkun öryggisbúnaðar<br />

á bílastæði leikskólans. Að eftirliti<br />

loknu komu lögregluþjónarnir og<br />

heilsuðu uppá börnin. Vöktu búningar<br />

þeirra og aukabúnaður mikla athygli,<br />

þeir fóru á allar deildir og gáfu sér<br />

góðan tíma til þess að spjalla við börnin<br />

og svara forvitni þeirra. Þessa sömu<br />

viku fengum við líka heimsókn frá tónlistarskólanum<br />

en þá kom Kristinn<br />

gítarkennari með tvo nemendur þær<br />

Önnu Laufeyju og Huldu Vöku. Kristinn<br />

fræddi börnin um gítarinn og<br />

ýmislegt sem honum fylgir, þau spiluðu<br />

öll fyrir okkur á gítar og í lokin fengu<br />

allir að syngja með. Þökkum við öllu<br />

þessu góða fólki fyrir komuna.<br />

Í lok apríl var útskrift elstu barnanna,<br />

foreldrafélagið bauð börnunum út að<br />

borða á Hendur í Höfn ásamt kennurum<br />

deildarinnar. Börnunum þótti<br />

spennandi að fara á veitingarstað að<br />

borða og ekki spillti fyrir að fá líka flottar<br />

veitingar. Leikskólinn færði börnunum<br />

kveðjugjöf og þau fengu einnig<br />

útskriftarplagg, þetta er alltaf hátíðleg<br />

og skemmtileg stund.<br />

Að venju verður farið í hesthúsin í <strong>maí</strong><br />

til að skoða nýfædd lömb, kindur, hesta ,<br />

og fleiri dýr sem verða á vegi okkar.<br />

Hver deild skipuleggur sína ferð og<br />

verða valdir dagar sem vel viðrar til að<br />

fara í þessar ferðir. Laugardaginn 20.<br />

<strong>maí</strong> verður vorhátíð foreldrafélagins,<br />

auglýst nánar síðar. Með hækkandi sól<br />

fara nemendur leikskólans að fara í<br />

meira mæli í göngu- og vettvangsferðir<br />

og viljum við biðja ökumenn að sýna<br />

börnunum þá virðingu að stöðva bíla<br />

sína við gangbrautir ef þau þurfa yfir.<br />

Það ber mikið á því að fólk vill láta bíla<br />

sína renna hægt á meðan börnin fara<br />

yfir en við getum ekki kennt litlum<br />

börn um að fara yfir götu nema að bílar<br />

stöðvi. Það er mikilvægt að kenna<br />

börn unum umferðareglunar og þær<br />

hættur sem þar eru og biðjum við ykkar<br />

að aðstoða okkur við það.<br />

Við viljum benda fólki á að hægt er að<br />

sækja um leikskólapláss fyrir börn daginn<br />

sem þau verða ársgömul.<br />

Kveðja<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong><br />

7<br />

HVER VILL VERA MEÐ?<br />

AUGLÝST EFTIR ÞÁTTTAKENDUM Í „OPIÐ HÚS“ Á HAFNARDÖGUM<br />

Á Hafnardögum í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á viðburðinn „Opið hús“ vítt og dreift um bæinn.<br />

Það heppnaðist stórvel þar sem sex aðilar buðu heim á ólíkar uppákomur og sýningar.<br />

Í ár er ætlunin að hafa þetta með sama sniði þ.e. opið hús á laugardeginum 12. ágúst milli kl. 16:00-18:00 og er hér<br />

með auglýst eftir áhugasömum sem hafa eitthvað óvenjulegt, spennandi, öðruvísi, áhugavekjandi, fallegt, skemmtilegt,<br />

mannbætandi o.s.frv að sýna eða segja frá. Og það má alveg vera með aftur! Áhugasamir vinsamlegast hafið samband<br />

við Katrínu, markaðs- og menningarfulltrúa Ölfuss í síma 480 3808 eða katrin@olfus.is fyrir 24. <strong>maí</strong>.<br />

Gæsahúð í <strong>maí</strong><br />

Lúðrasveit Þorlákshafnar spennir bogann<br />

hátt nú í <strong>maí</strong> eins og svo oft áður.<br />

Sveitin hefur látið útsetja sérstaklega<br />

fyrir sig valin lög úr smiðju Magnúsar<br />

Þórs Sigmundssonar<br />

og það vita<br />

þeir sem til þekkja<br />

að úr nógu er að<br />

velja enda Magnús<br />

Þór einn af ástsælustu<br />

og afkastamestu<br />

lagahöfundum sem<br />

Íslendingar eiga.<br />

Sveitin fékk nokkra<br />

útsetjara til verksins<br />

sem hver um sig<br />

ljær verkum Magnúsar<br />

sérstakan blæ.<br />

Um er að ræða tólf<br />

dásamlegar og vel<br />

þekktar dægurlagaperlur<br />

s.s. Álfar,<br />

Jörðin sem ég ann,<br />

Ísland er land þitt, Þú átt mig ein,<br />

Ást, Ef ég gæti hugsana minn, Dag<br />

sem dimma nátt o.s.frv. Með lúðrasveitinni<br />

koma fram góðir gestir. Fyrst<br />

ber að nefna söngvarann Stefán Jakobsson,<br />

sem er hvað þekktastur fyrir að<br />

syngja með hljómsveit sinni Dimmu.<br />

Hann mun syngja nokkur laganna<br />

með lúðrasveitinni og það má lofa því<br />

að einmitt þá munu gæsahúðaraugnablikin<br />

koma í kippum! Einnig mun<br />

Magnús Þór sjálfur vera í hlutverki<br />

kynnis og segja áheyrendum sögur af<br />

Magnús Þór Sigmundsson og Stefán Jakobsson munu koma fram<br />

á tónleikum með Lúðrasveit Þorlákshafnar.<br />

lögunum og ferli sínum.<br />

Um þrenna tónleika er að ræða; eina<br />

í Þorlákshöfn fimmtudaginn 18. <strong>maí</strong>,<br />

aðra í Hveragerði þann 19. <strong>maí</strong> og svo<br />

loks í Gamla bíó í Reykjavík sunnudaginn<br />

21. <strong>maí</strong>. Allir hefjast tónleikarnir<br />

kl. 20:30 og er miðaverð 3.500 kr.<br />

Það er vert að taka það fram að aðeins<br />

eru 200 miðar í boði í Þorlákshöfn og<br />

eru þeir seldir í Kompunni og ekki posi<br />

á staðnum. Það er hins vegar Midi.is<br />

sér um miðasölu<br />

á tónleik ana í<br />

Hvera gerði og<br />

Reykjavík.<br />

Lúðrasveitin vonar<br />

að sem flestir sjái<br />

sér fært um að<br />

mæta og njóta<br />

þessa viðburðar<br />

hvort sem það er<br />

í heimabyggð eða<br />

nágrannabæjum,<br />

en mikil vinna<br />

hefur verið lögð í<br />

verkefnið með tilheyrandi<br />

kostnaði.<br />

Lúðrasveitin hefur<br />

staðið í ströngu í<br />

fjáröflun og einnig<br />

fengið styrki fyrir verkefninu frá<br />

Menningarsjóði SASS, Markaðs- og<br />

menningarnefnd Ölfuss og Nótnasjóði<br />

STEFs. Kunnum við bestu þakkir fyrir<br />

það. Við hlökkum til að sjá sem flest<br />

ykkar!<br />

Ágústa Ragnarsdóttir, form. LÞ<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina)<br />

Tónagull - rannsóknargrundað<br />

tónlistaruppeldi<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

Tónsmiðja Suðurlands er í samvinnu við:<br />

Árborg, Ásahrepp, Bláskógabyggð, Flóahrepp, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ,<br />

Rangárþing Eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp & Sveitarfélagið Ölfus.<br />

Nánari upplýsingar og skráning á: www.tonsmidjan.net<br />

BERGVERK<br />

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187<br />

Auglýsingar<br />

Vörumerkjahönnun<br />

Myndskreytingar<br />

Bæklingar<br />

grafísk hönnun<br />

Símar 897 5818 & 864 3710


8 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 5. tölublað <strong>2017</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

1. bekkingar fá hjálma<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

Á dögunum heimsóktu nokkrir<br />

meðlimir Kiwanisklúbbsins Ölvers<br />

Grunnskólann í Þorlákshöfn og<br />

afhentu 1. bekkingum sporthjálma. Er<br />

þetta gert árlega um allt land í samvinnu<br />

við Eimskip. Börnin fengu einnig<br />

fræðslu um hvernig stilla skal og<br />

nota hjáminn.<br />

Starfsemi Kiwanisklúbbsins Ölvers er<br />

afar fjölbreytt. Ber helst að nefna verkefnin<br />

sem lúta að styrktarnefnd enda<br />

helsta markmið klúbbsins að veita<br />

styrki þar sem þeirra er þörf og sem í<br />

þau málefni sem klúbburinn telur vert<br />

að styrkja - óumbeðið. Í ár hefur klúbburinn<br />

styrkt einn einstakling í þorpinu<br />

alveg sérstaklega. Þar fyrir utan hafa<br />

fél ög sem sóttu um styrki fengið úthlutað<br />

því sem óskuð var eftir.<br />

Helstu fjáraflanir sem klúbburinn<br />

stend ur fyrir eru flugeldasala, í samstarfi<br />

við Björgunarsveitarina Mannbjörg,<br />

flugeldasýning um áramót<br />

við brennu sem og á þrettándanum<br />

og jólatrjáasala. Í ár var farið af stað<br />

með nýjar fjáraflanir m.a. svokallaða<br />

Sviðaveislu þar sem fólki bauðst<br />

að borða sviðahausa og -lappir ásamt<br />

meðlæti. Önnur þjóðleg hefð var nýtt<br />

þegar klúbbmeðlimir flautuðu til Forskötu-veislu<br />

viku fyrir Þorláksmessu.<br />

Þá er vert að nefna Jóla-skó-kassann,<br />

sem gekk vel og vonandi kominn til<br />

að vera. Það verður ekki útskýrt frekar<br />

hér en áhugasamir foreldrar hvattir til<br />

að kynna sér þetta verkefni nánar hjá<br />

Kiw anismeðlimum. Aðrir tekjuliðir<br />

fyrir styrktasjóðinn eru að hengja upp<br />

fána fyrir Hafnardaga á fjölmarga ljósastaura<br />

í þorpinu og bjóða upp á súpu í<br />

sama tilefni. Sveitarfélagið hefur veitt fé<br />

til þessara verka.<br />

Fjölmargir fundir eru haldnir yfir<br />

veturinn og eru þeir í bland hefðbundnir<br />

og óvenjulegir. Í veturinn<br />

fór t.d. klúbburinn í kynningraferð í<br />

röraverksmiðjuna SET á Selfossi, fékk<br />

fyrirlestur frá ungum snillingi úr Þorlákshöfn,<br />

Telmu Sigurðardóttur jarðfræðingi,<br />

og heimsótt móðurklúbbinn<br />

Búrfell á Selfossi.<br />

Næstkomandi laugardag 6. <strong>maí</strong>, er hið<br />

árlega Konukvöld hjá Ölver en það<br />

markar endalok vetrarstarfsins. Þá er<br />

mökum klúbbfélaga boðið í veislu. Að<br />

þessu sinni verður veislan í Kiwanishúsinu<br />

en á undan verður boðið í fordrykk<br />

í salnum á 9-unni. Þar mun Kiwan<br />

isfélaginn K. Sigmar Karlsson hafa<br />

ofan af fyrir dömunum með völdum<br />

skemmtisögum úr þorpinu. Á meðan<br />

eru félagasmenn í Kiwanishúsinu að<br />

undirbúa komu kvennanna og gera<br />

þeim vel í mat og drykk.<br />

Að lokum viljum við minna á sumarskemmtun<br />

Kiwanis sem er fjölskylduútilegan<br />

farin um miðjan júlí. Allir sem<br />

vilja mega koma í hana - því fleiri, því<br />

skemmtilegra. Nú og ef það eru einhverjir<br />

sem hafa áhuga á því að ganga í<br />

klúbbinn er þeim bent á að fyrsti fundur<br />

í haust er miðvikudaginn 2. september<br />

kl. 20 í Kiwanishúsinu.<br />

Gleðilegt sumar!<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 26. <strong>maí</strong> <strong>2017</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 31. <strong>maí</strong><br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!