Views
1 year ago

4. fundur stjórnar 2016-2018

hvernig mikið álag

hvernig mikið álag væri á skrifstofunni og að ljóst væri að einhverju þyrfti að breyta, til að stjórna álaginu. Hér á skrifstofunni eru tveir lögfræðingar með meistarapróf í lögfræði og einn laganemi sem er að ljúka sínu námi. Stefnan yrði sett á að annar lögfræðingurinn myndi sækja sér málflutningsréttindi til þess að geta gengið alla leið með mál f.h. samtakanna. Páll fór yfir það hvernig sumir veigra sér við því að leita til lögfræðinga og lögmanna, en með þessu móti væri hægt að veita félagsmönnum samtakanna lögfræðiþjónustu á verði sem ekki þekkist. Í raun er þessari þjónustu að einhverju leyti sinnt nú þegar af Neytendaaðstoðinni, en þetta yrði eflt og auglýst sérstaklega. Þetta væri til þess fallið að fjölga félagsmönnum, enda eru þeir sem leita til samtakanna í 46% tilfella utanfélagsmenn. Lítill kostnaður fælist í að koma þessu upp og myndi þetta styrkja fjárhag samtakanna. Nefnd var hugmynd um að veita félagsmönnum afslætti, eins og tíðkast hjá t.d. FÍB og fleiri félögum. Það var rætt en skiptar skoðanir voru um það og var ákveðið að kanna málið frekar og ræða betur á komandi fundum. Í þessu sambandi var rætt að fríðindin þurfi ekki endilega að felast í afsláttum heldur gætu þau verið í formi ráðstefna og kynningarfunda af hálfu samtakanna um neytendamál. Fundamenn tóku vel í þá hugmynd. Lögð var fram tillaga um að Björn Þór Karlsson, Stefán Hrafn Jónsson og Þórey S. Þórisdóttir, ásamt Hrannari Má Gunnarssyni lögfræðingi samtakanna, myndu taka að sér að útbúa sérstakar siða- og starfsreglur fyrir samtökin eins og lög samtakanna gera ráð fyrir að séu til staðar. Tillagan var samþykkt. 3. Katrín María Andrésdóttir framkvæmdastjóri Sambands Garðyrkjubænda bauð stjórn Neytendasamtakanna til sameiginlegs fundar. Fundamenn spurðu sig að því hver væri hvati þeirra að slíkum fundi og formaður svaraði því til að líklega væri það t.d. upprunamerkingar matvæla og önnur atriði sem eiga samleið með hagsmunum neytenda. Ákveðið var að Ólafur, Dominique og mögulega fulltrúar starfshóps um landbúnað myndu hitta SG fremur en öll stjórnin. 4. Neytandinn fjölgaði félagsmönnum svo mælanlegt sé og fjölgun hefur verið að undanförnu. Páll Rúnar ætlar að taka saman tölfræðilegar upplýsingar og hafa aðgengilegar fyrir stjórn, sem og að taka slíka tölfræði saman tvisvar í mánuði svo hægt sé að fylgjast með fjölgunum og fækkunum og e.t.v. tengja við einhverja ákveðna atburði. Formaður nefndi fund sem hann fór á með fyrirtækinu Miðlun sem sér um símhringingar til aðila í þeim tilgangi að fá fleiri félagsmenn. Þeir vilja samstarf við okkur. Fundamenn voru ekki vissir hvort þetta væri leiðin og nefndu að þetta gæti pirrað fólk, þ.e. að fá símtöl seint á kvöldin o.s.frv. og haft öfugt áhrif. Formaður tók fram að þetta væri eitthvað sem stjórnin þyrfti að skoða og samþykkja, ef af þessu verður. Formanni lýst ágætlega á Miðlun en er hræddur um að þeir vilji helst til of stóra sneið af kökunni. Aðrir stjórnarmenn nefndu að kannski væri besta leiðin til að fjölga félagsmönnum að tækla mál sem snerta alla, eða flesta, neytendur. Þannig var til dæmis Pósturinn nefndur sem dæmi en mikil sjálftaka á sér stað á þeim bænum þegar við kemur sendingum frá útlöndum og einnig hafa innlendar sendingar, bögglar og bréf, hækkað mikið í verði. Skrifstofan mun skoða það

mál betur. 5. Leigusamningur samtakanna rennur út í haust og búa þarf samtökin undir mögulega stækkun vegna fjölgunar starfsfólks, ef vel gengur. Þetta húsnæði er of lítið fyrir slíkt og verið er að skoða aðra kosti. Formaður ætlar að skoða húsnæði sem Staðlaráð er í, sem mun vera alltof stórt fyrir þeirra starfsemi. 6. Þegar kom að öðrum málum byrjaði formaður á að láta blað ganga sem krafðist undirskriftar frá stjórnarmönnum vegna ECC þar sem stjórnarmenn voru fengnir til þess að staðfesta að Ólafur væri réttkjörinn formaður samtakanna. Fjallað var um starfskjaranefnd og var Ása St. Atladóttir, varaformaður samtakanna, fengin til þess að undirrita ráðningarsamning samtakanna við Ólaf sem var gerður á grundvelli vinnu starfskjaranefndar. Um hefðbundinn ráðningarsamning er að ræða. Fjallað var um vilja samtakanna til þess að útvega bifreið fyrir formann samtakanna og skrifstofu. Páll fór yfir ýmsa kosti í þeim efnum og lagði fram niðurstöðu um að hagstæðast er að leigja bíl á rekstrarleigu. Páll og Ólafur höfðu fundið Citroen Cactus sem kom vel út og yrði leigður hjá Lykli, sem virðist vera nær eitt á þessum markaði með rekstrarleigu nýrra bíla. Fundamenn voru sumir hverjir ekki sáttir við að samtökin eigi viðskipti við Lykil vegna framkomu fyrirtækisins gagnvart neytendum eftir hrunið. Nefndur var sá möguleiki að leigja bíl í gegnum bílaleigu, til langs tíma, en það virðist vera einhver munur þar á - bæði fjárhagslega og einnig eru þeir bílar eldri. Páli var falið að ganga frá málinu og leita leiða til að nota annan fjármögnunaraðila en Lykil/Lýsingu. Dominique lagði til að þingmönnum yrði sendar áherslur samtakanna til næstu tveggja ára. Vel ver tekið í það og formanni falið að ganga frá. Að lokum var nefnt að núna ætti málefnavinna að fara í gang hjá starfshópnum samtakanna. Það væri búið að stofna Facebook-síður fyrir hópana og að formenn ættu nú að boða til funda hver fyrir sig. Einnig var ákveðið hvenær næstu fundir stjórnar ættu að fara fram, en þeir eru fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og verða sem hér segir: 5. apríl 2017, 3. maí 2017, 6. september 2017, 4. október 2017, 1. nóvember 2017, 6. desember 2017. Fleira ekki gert Fundi slitið kl. 18:50

Ársskýrsla - Orkustofnun
Ársrit Skógræktar ríkisins - Skógrækt ríkisins
Aðgerðasjúklingar liggja ekki aðgerðalausir II - Hirsla - Landspítali
Ástand friðlýstra svæða - Umhverfisstofnun
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum - Rannsóknarstofa í barna ...
Bóndavarðan, jólablað 2018
Pdf - Eining-Iðja
Ársskýrsla 2008 - Orkustofnun
6. tölublað 2011 - Norðurál
Kostnaður við umferðarslys á Íslandi árið 2009 - Umferðarstofa
pdf-formi - Orkustofnun
Rit Mógilsár: Fagráðstefna skógræktar - Skógrækt ríkisins
Pdf - Eining-Iðja
Pdf - Eining-Iðja
Meginstarfssvið BÍS - Bandalag íslenskra skáta
Freyr - 1. tbl. 2007 - Landbunadur.is
Styrkir til skipulags, uppbyggingar og úrbóta - Ferðamálastofa
Lagnafrettir 36.qxd - lafi.is
Pdf - Eining-Iðja
Mengun á Íslandi - Matís
4. tölublað, 2. árgangur – 26. janúar 2012 - Akureyri Vikublað
Orlofshúsin 2012 - Eining-Iðja
2 - Ríkisskattstjóri