Views
8 months ago

Bæjarlíf maí 2018

6

6 Bæjarlíf, brosandi blað – 5. tölublað 2018 olfus.is Listalíf Það hefur ýmsilegt drifið á daga okkar á listasviðinu í apríl og maí. Nemendur og kennari 6. bekkjar fengu boð um að koma á leiksýningu á vegum Þjóðleikhússins sem sýnd var í Hveragerði 24. apríl. Þetta var sýningin Oddur og Siggi en efni hennar tengist málefnum sem varða unglinga, m.a. einelti. Í byrjun maí tóku nemendur í 8. og 9. bekk þátt í myndlistarverkefni í Hveragerði í samvinnu við nokkra skóla á Suðurlandi og Listaháskóla Íslands. Verkefnið stóð í tvo daga og kallaðist List fyrir alla. Nemendum var skipt í þrjá hópa og var unnið á stöðvum í þremur lotum. Viðfangsefnin voru fjölbreytt en endurvinnsla og sköpun var undirtónn verkefnisins. Re bekka Ómarsdóttir myndmenntakennari hélt utan um þátttöku okkar nemenda. Við erum svo heppin hér í grunnskólan um að markviss dans kennsla fer fram í 1.-7. bekk og í vali í 8.-10. bekk. Afrakstur þeirrar kennslu er m.a. myndar leg danssýning sem Anna Berg lind danskennari skipuleggur árlega af mikilli röggsemi. Danssýning in er hugsuð fyrir foreldra og aðra aðstandendur og gesti. Hún var að þessu sinni haldin fimmtudaginn 3. maí og tókst afskaplega vel. Aðdáun vakti hve börnin komu vel undirbúin og nutu þess að sýna dans, en að þessu sinni voru það zumba, línudans og free-style dansar sem voru viðfangsefnið. Kórar skólans hafa verið að æfa vordagskrána og koma fram við ýmis tækifæri. Yngri kórinn tók þátt í vormessu í Hjallakirkju sunnudaginn 6. maí og tókst afar vel upp. Einum kirkjugestinum varð að orði í lok messunnar að börnin hefðu verið svo frábær að honum hefði bara vöknað um augun við að hlusta! Eldri kórinn kom svo fram á vortónleikum með Söngfélagi Þorlákshafnar 10. maí og stóð sig einnig ákaflega vel. Sérstaklega var gaman að því að hljóðfæraleikarar úr hópi kórfélaga gripu til hljóðfæranna í sumum lögunum. Heimsóknir Ein kærkomnasta heimsókn skólaársins er jafnan þegar fulltrúar Kiwanis klúbbsins Ölvers heimsækja 1. bekkinga og færa þeim reiðhjólahjálma að gjöf. Að þessu sinni komu þeir Aðalsteinn og Gísli með hjálmana og fræddu börnin jafnframt um mikilvægi þess að nota þá ALLTAF þegar hjólað er. Fulltrúar Menntamálastofnunar komu þann 11. apríl og lögðu PISA-könnunina fyrir nemendur í 10. bekk. Þetta var þriggja tíma könnun og gekk fyrirlögnin á allan hátt vel fyrir sig. Nú á vorönn höfum við verið með Skólalíf nema í kennarafræðum og stuðningsfulltrúanámi í starfsnámi. Það er alltaf skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu að fá nema og jákvætt fyrir skólann að þeir sækist eftir því að koma. Magnús Stefánsson frá Marita - fræðslunni heimsótti skólann þriðjudaginn 8. maí. Hann var fyrst með fyrirlestur fyrir nemendur í 5.-6. bekk og foreldra þeirra og síðan með 7.-10. bekk eftir það. Marita gengur út á fræðslu um skaðsemi vímuefna og alvarlegar afleiðingar sem neysla þeirra getur haft á andlega og líkamlega heilsu og einnig ýmsa félagslega og fjárhagslega þætti. Að þessu sinni hafði Magnús gest með sér, ungan mann sem deildi persónulegri reynslu sinni af fíknivanda. Magnús nær alltaf vel til nemenda og vonandi skilar sér það í því að þau kjósi sér heilbrigðan lífsstíl í framtíðinni. Ljósmyndari kom í lok apríl og voru teknar hefðbundnar bekkjarmyndir af 1., 6. og 10. bekk. Vorið Árshátíð elsta stigs var haldin fimmtudaginn 26. apríl. Hún er ávallt með hátíðlegu sniði, unglingarnir borða saman í skreyttum matsalnum, flutt eru skemmtiatriði, sem að þessu sinni voru aðallega myndbönd unnin af nem endum og loks er dansað. Árshátíðin gekk mjög vel og allir skemmtu sér konunglega. Uppgjör samstarfs grunn– og leikskóla er árlegur viðburður í skólastarfinu og með þeirri skemmtun lýkur formlega nánu samstarfi elstu deildar leikskólans (Goðheima) og 1. bekkjar grunnskólans. Allir koma á sal, syngja saman og njóta veitinga. Einnig fer fram skilafundur milli skólanna að vori, þar sem kennarar elstu leikskólabarnanna hitta tilvonandi 1. bekkjarkennara og farið yfir nemendahópinn sem er á leið í grunnskólann. Dagana 16. og 17. maí koma þessir krakkar svo í vorskóla þar sem kennari þeirra og aðrir starfsmenn taka á móti þeim. Allt er þetta gert til að auðvelda nýju nemendunum þetta skref sem framundan er, að fara í ,,stóra skólann“. Skólaferðalag 10. bekkjar er framundan í lok maí, námsmat af einhverju tagi í öllum bekkjum og svokallaðir vordagar, þar sem hefðbundið skólastarf verður brotið upp og reynt verður að njóta útiveru eins og hægt er. Þannig bjóðum við sumarið velkomið! Skólaslit Grunnskólans í Þorlákshöfn fara fram í Íþróttamiðstöð Þorlákshafn ar fimmtudaginn 7. júní kl. 17:30. Sumarkveðjur frá nemendum og starfsfólki GÞ. Sigþrúður Harðardóttir Bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16 Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri, gunnsteinn@olfus.is Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is Anna Margrét Smáradóttir markaðs- og menningarfulltrúi, annamargret@olfus.is Bókasafn Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30 Íbúðir aldraðra Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is Þjónustumiðstöð Ölfuss Sími 483 3803 Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is Grunnskólinn Sími 480 3850, skolinn@olfus.is Guðrún Jóhannsdóttir skólastjóri, gudrun@olfus.is Leikskólinn Bergheimar Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is Íþróttamiðstöð Ölfuss Sími 480 3890 Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is Hafnarvogin Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is

Bæjarlíf, brosandi blað – 5. tölublað 2018 7 Nýtum kosningaréttinn Síðastliðna þrjá mánuði hef ég verið á flakki um Suðaustur Asíu ásamt kærastanum mínum. Á þessu tímabili höfum við heimsótt samtals sex lönd. Hvert land er dásamlegt á sinn hátt og það er alltaf jafn magnað að fara úr öðru landi yfir í það næsta, upplifa eitthvað glænýtt og kynnast nýjum menningarheimum. Það eru sannarlega forréttindi að fá tækifæri til að ferðast og skoða heiminn og á meðan á svona ferðalagi stendur finnur maður einnig hversu mikil forréttindi það eru að búa á Íslandi. Ísland hefur nefnilega ótrúlega marga kosti sem aðrar þjóðir hafa ekki. Margt sem meðal annars ég, tek oft sem sjálfsögðum hlut. Tökum rafmagn sem dæmi en það er sannarlega ekki sjálfsagður hlutur alls staðar í heiminum. Hreint vatn sömuleiðis, hvergi er hreinna eða betra vatn en á Íslandi og eins furðulega og það nú hljómar þá kann ég mun betur að meta góðar skólplagnir en áður. Ef við skoðum umhverfismálin aðeins betur þá er hægara sagt en gert að finna ruslatunnur í mörgum löndum Asíu, hvað þá flokkunartunnur. Plastnotkun er einnig gríðarstórt vandamál en það sést kannski best þegar verslað er í matvörubúðum þar sem hver hlutur er settur í plastpoka, algjörlega óháð stærð. Til að toppa það er jafnvel nokkrum plaströrum hent með. En þó að umhverfisvernd sé vissulega mikilvæg þá er ekki síður vert í þessu samhengi að minnast þess að Ísland er ljósárum á undan hinum ýmsu þjóðum hvað varðar jafnrétti í sinni víðustu mynd þó enn sé töluvert í land. Við búum nefnilega við þau forréttindi að allir þeir sem hafa náð Sr. Gunnar Björnsson messar Fermt verður á Hvítasunnudag kl. 13:30, ellefu börn eins og fram kemur annarsstaðar í blaðinu. Á Sjómannadag verður messa kl. 14:00 og prestur er sr. Gunnar Björnsson. Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Edit Anna Molnár og í lok messu verður lagður blómsveigur á minnisvarða fyrir drukk naða. 18 ára aldri, konur jafnt sem karlar, mega kjósa og geta þannig haft áhrif á samfélagið sitt. Nú þegar styttist í sveitarstjórnarkosningar finnst mér ég því knúin til þess að tala um mikilvægi þess að hver og einn nýti sinn kosningarétt. Að hver einstaklingur finni út hvað höfði til hans og taki meðvitaða og upplýsta ákvörðun. Í því sambandi langar mig ekki síst að beina orðum mínum til unga fólksins. Þar sem ég tilheyri þeim hópi þá hef ég fullan skilning á að það geti verið hinn mesti hausverkur að finna út hvað maður á að kjósa. Það þarf að leggjast í smá rannsóknarvinnu, skoða hvað hver listi hefur upp á að bjóða og mynda sér skoðun út frá því. Það er stutt síðan ég fékk að kjósa í fyrsta skipti og á þeim tíma fannst mér þetta heldur flókið. Ég skildi ekki allt sem hver og einn flokkur lofaði og átti því í stökustu vandræðum með að velja á milli. Mitt besta ráð við þessu er að nýta hvert tækifæri sem gefst til að afla sér upplýsinga, mæta á opna fundi og aðra viðburði, tala við frambjóðendur og heyra hvað þeir hafa að segja. Þrátt fyrir algengan misskilning þá eru málefni okkar unga fólksins nefnilega ÖLL réttmæt málefni og hver spurning á rétt á sér. Við búum Sóknarprestur og djákni verða komnir í sumarfrí en viðvera þeirra verður stopul í júní og Júlí. Jón Ragnarsson í Hveragerði og Kristján Björnsson jú í þjóðfélagi þar sem lýðræði er veruleiki og við eigum virkilega kost á því að hafa áhrif í sveitarfélaginu okkar. Ég hvet ykkur því til að nýta kosningaréttinn ykkar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég býð mig fram í sveitarstjórnarkosningum og ferlið er allt saman frekar nýtt fyrir mér. Í gegnum tíðina hef ég þó setið í hinum ýmsu ráðum og byrjaði ung að koma mínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Skólaárið 2013-14 gegndi ég stöðu formanns nemendaráðs Grunnskólans í Þorlákshöfn ásamt því að sitja í Ungmennaráði Ölfuss á árunum 2013-2015. Seinna var ég kjörin varaformaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands 2016-17. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að hafa áhrif á umhverfi mitt, koma skoðunum mínum og annarra á framfæri og almennt láta gott af mér leiða. Það var því rökrétt skref að bjóða mig fram á lista XD í Ölfusi með öllu því klára og frábæra fólki sem þar situr með mér. Ég hlakka til komandi tíma og vona að við fáum tækifæri til að gera gott samfélag ennþá betra. Sesselía Dan Róbertsdóttir 6. sæti D listans í Ölfusi leysa þá af en upplýsingar um prestsþjónustu má alltaf fá hjá sóknarpresti í síma 8980971.

Bæjarlíf janúar 2017
MARCH 2018