05.09.2018 Views

Bæjarlíf September 2018

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

7. tbl. . 18. árg. . <strong>September</strong> <strong>2018</strong><br />

Lista-,menningar- og umhverfisverðlaun Ölfuss <strong>2018</strong><br />

Járnkarlinn ehf.<br />

Vélsmiðja<br />

Unubakka 25<br />

Sími 483 3270<br />

Kr. 7.500<br />

SAGA ÞORLÁKSHAFNAR<br />

er til sölu á Bæjarbókasafni Ölfuss<br />

og Sunnlenska bókakaffinu.<br />

Á bæjarhátíðinni Hafnardögum<br />

helg ina 9.-11. ágúst voru veitt<br />

lista - og menningarverðlaun<br />

Ölf uss auk umhverfisverðlauna<br />

Ölfuss. Eitt af fyrstu verkefnum<br />

Elliða Vignissonar, nýs bæjarstjóra<br />

Ölfuss, var að veita bæði<br />

verðlaunin en þau voru afhent<br />

föstu daginn 10. ágúst á öðrum<br />

vinnudegi Ell iða.<br />

Lista- og menningarverðlaun<br />

Ölfuss <strong>2018</strong> hlaut tónlistarmaðurinn<br />

Jónas Sigurðsson<br />

fyrir framlag sitt á sviði lista og<br />

menningar til sveitarfélags ins.<br />

Hann hefur margoft haldið tónleika<br />

eða verið hluti af menningarviðburðum<br />

í Þorlákshöfn<br />

og alltaf verið tilbúinn að leggja<br />

hjálparhönd hafi hann tök á því.<br />

Eins og mörg um er kunnugt<br />

samdi hann lagið „ Hamingjan er<br />

hér“ og hann gaf sveitar félaginu<br />

leyfi að nota slagorðið í kynningarherferð<br />

sinni, nota lagið sjálft í<br />

henni og ljá auglýsing unum rödd<br />

sína.<br />

Umhverfisverðlaun Ölfuss <strong>2018</strong><br />

hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir<br />

einstaklega fallegt og snyrtilegt<br />

umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu<br />

hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur<br />

og Helga Eggerts sonar og<br />

frá árinu 1981 hafa þau byggt upp<br />

garðplöntuframleiðslu í Kjarri.<br />

Ragna, dóttir Helgu og Helga tók<br />

við verðlaununum fyrir þeirra<br />

hönd.<br />

Verðlaunagripina gerði Dagný<br />

Magnús dóttir glerlistakona<br />

og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar<br />

Hendur í Höfn í<br />

Þorlákshöfn.<br />

SKÁLINN<br />

Verið velkomin<br />

Opnunartími:<br />

Mánudaga til föstudaga 8-22<br />

Laugardaga 9-22<br />

Sunnudaga 10-22<br />

Sími<br />

483 3801


2 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong> olfus.is<br />

90 ára vígsluafmæli Hjallakirkju<br />

Hátíðarmessa verður kl.<br />

jallakirkju 14:00 á Hjalla kl. 14:00 sunnudaginn<br />

6. nóvember 9. september<br />

daginn<br />

n.k. í tilefni af 90 ára<br />

mingarbörn lesa texta.<br />

vígsluafmælis Hjallakirkju<br />

Þorlákshafnar en hún var vígð<br />

r Grunnskóla<br />

ndir stjórn Gests Áskelssonar<br />

igþrúðar 5. Harðardóttur.<br />

nóvember 1928.<br />

kskirkju Hjallakirkja syngur undir er stjórn einn mesti<br />

istans Miklosar sögu staðurinn Dalmay. í Ölfusi,<br />

r S. Brynjólfsson Kemur fyrst les í guðspjall. ljós sögunnar<br />

á 11. öld og er getið í<br />

rprestur segir frá þessum<br />

ka sögustað<br />

Flóamanna<br />

í prédikun.<br />

sögu. Hún kemur<br />

aftur í ljós sögunn ar er síðasti<br />

kaþ (13:30) ólski fyrir biskupinn kóra yfir<br />

orlákskirkju<br />

og þá Íslandi sem vilja. Ögmundur Pálsson<br />

ldrar hvattir er færður til að nauðugur mæta. á skip og<br />

lést í hafi. Hann er handtekinn<br />

g nærsveitamenn af hermönnum sýnið Dana þessum þar sem<br />

sstað virðingu og látið sjá ykkur.<br />

hann var í heimsókn hjá syst-<br />

Sóknarprestur.<br />

sinni á Hjalla. Og Hjallakirkja<br />

er líka sóknarkirkja<br />

Þorlákshafnar búa.<br />

Þegar Þorlákskirkja var<br />

byggð fyrir ca. 30 árum var um það<br />

samkomulag að hafa Hjallakirkju<br />

áfram í heiðri og hún þjónar því líka<br />

sem sóknarkirkja í Þorlákshafnarprestakalli.<br />

Þetta verður líklega notaleg stund.<br />

Kirkjukórinn nýtur sín alltaf vel á<br />

Eftir messu er svo kirkjugestum<br />

boðið upp á kaffi<br />

og með því á Hafinu Bláa.<br />

Þar mun kórinn syngja og<br />

opinn verður hjóðnemi<br />

fyrir þá sem vilja láta ljós<br />

sitt skína. Til hátíðar hefur<br />

verið boðið gömlum<br />

þjónandi prestum, biskupum,<br />

bæjarfulltrúum<br />

í Ölfusi og nokkrum<br />

öðrum er sem komið<br />

hafa að starfi kirkjunnar<br />

en auðvitað er öllum<br />

boðið að koma ekki síst<br />

þeim sem tengjast kirkj<br />

unni með einhverjum<br />

hætti, hafa komið í hana<br />

HJALLA<br />

sem börn, komið þangað<br />

fullorðnir, er Kristin<br />

KIRKJA<br />

kirkja hugleikin eða saga<br />

staðarins og héraðsins.<br />

Gaman væri að sjá sem<br />

flesta og allir eru auðvitað<br />

velkomnir ungir sem<br />

Hjalla enda góður hljómburður.<br />

aldnir, feitir og mjóir, haltir, skakkir,<br />

Nývígður vígslubiskup í Skálholts stifti teinrettir. Fólk þarf ekki einu sinni<br />

sr. Kristján Björnsson prédikar Kór að geta valdið vettlingi, nóg að geta<br />

Þorlákskirkju syngur undir stjórn komið sér.<br />

nýráðis organista Esterar Ólafsdóttur,<br />

bk<br />

meðhjálpari er Sigurður Hermannsson,<br />

djákni og prestur þjóna svo fyrir<br />

altari.<br />

BERGVERK<br />

Vélsmiðja I Nýsmíði I Viðgerðir<br />

Unubakki 10-12 . Sími 893 0187<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

Tónlistarnám og námskeið - fyrir fólk á öllum aldri<br />

Örfá laus pláss í: Gítar, bassa,<br />

hljómborði og söng.<br />

NÝTT (fyrir yngstu kynslóðina)<br />

Tónagull - rannsóknargrundað<br />

tónlistaruppeldi<br />

Tónsmiðja Suðurlands er í samvinnu við:<br />

Árborg, Ásahrepp, Bláskógabyggð, Flóahrepp, Hrunamannahrepp, Hveragerðisbæ,<br />

Rangárþing Eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepp & Sveitarfélagið Ölfus.<br />

Nánari upplýsingar og skráning á: www.tonsmidjan.net<br />

Höfundasmiðja og Stuttverkahátíð<br />

Leikárið <strong>2018</strong>-19 er að hefjast og þá eins og hjá öðrum áhugaleikfélögum<br />

vaknar Leikfélag Ölfuss. Verkefni leikársins verða fjölbreytt<br />

og skemmtileg eins og alla jafna. Í september mun höfundasmiðja<br />

hefjast og þar er markmiðið að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín.<br />

Allir sem vilja skrifa eru velkomnir, þó þeir séu ekki búnir að skrifa<br />

áður, þá er þetta tilvalin leið til að byrja. Skrifað verður tvisvar til<br />

þrisvar í viku í september og október. Eftir páska verður svo leitað<br />

í verkin sem þátttakendur skrifuðu og munum við setja nokkur<br />

þeirra upp, eitt til tvö eftir hvern höfund og þá er tilvalið fyrir þá<br />

sem vilja leika en treysta sér ekki að taka þátt strax í stóra verkinu að<br />

koma og spreyta sig, það er eingöngu vika og því engin meiriháttar<br />

binding. Ekki er skylda að hafa verið með að skrifa til að taka þátt í<br />

stuttverkunum, því alltaf þarf fleiri hendur á sviði heldur en á takkaborðinu.<br />

Við viljum fá þig til að vera með okkur til að gera þetta eins<br />

skemmtilegt og mögulegt er og við byrjum á höfundasmiðjunni sem<br />

hefur göngu sína í byrjun september. Þeir sem hafa áhuga að vera<br />

með hafi samband við Hákon Svavarsson í síma 7827217 eða á Facebook<br />

fyrir nánari upplýsingar. Þetta er að sjálfsögðu frítt, bara koma,<br />

vera með og njóta.<br />

f.h. Leikfélags Ölfuss Hákon Svavarsson<br />

Bæjarskrifstofur Ölfuss<br />

Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16<br />

Elliði Vignisson bæjarstjóri, ellidi@olfus.is<br />

Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is<br />

Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is<br />

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is<br />

Bókasafn<br />

Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is<br />

Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30<br />

Íbúðir aldraðra<br />

Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss<br />

Sími 483 3803<br />

Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is<br />

Grunnskólinn<br />

Sími 480 3850, skolinn@olfus.is<br />

Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, olina@olfus.is<br />

Leikskólinn Bergheimar<br />

Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is<br />

Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is<br />

Íþróttamiðstöð Ölfuss<br />

Sími 480 3890<br />

Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is<br />

Hafnarvogin<br />

Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is<br />

Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong><br />

3<br />

Gámasvæðið<br />

við Hafnarskeið<br />

Sími 483 3817<br />

olfus.is<br />

Á gámasvæði er tekið á móti flokkuðum úrgangi.<br />

Vinsamlega gangið vel um og losið ekki úrgang<br />

af neinu tagi utan gámasvæðis.<br />

Sorp- og endurvinnsluflokkar á gámasvæðinu eru:<br />

Blöð, tímarit, sléttur pappi, skrifstofupappír, bylgjupappír, raftæki smá, raftæki stór, tölvur,<br />

tölvuskjáir, flatskjáir, ljósaperur, kælitæki, föt og klæði, garðaúrgangur, hjólbarðar,<br />

rafhlöður, spilliefni, steinefni (gler, postulín, flísar, múrbrot og fl.), málmar, ómálað timbur,<br />

málað timbur og grófurúrgangur s.s. dýnur, sóf ar, gólfteppi og fl. sem erfitt er að pressa.<br />

Þorlákshafnar<br />

prestakall<br />

Sóknarprestur: Baldur Kristjánsson<br />

Símar: 483 3771 og 898 0971<br />

Netfang: bk@baldur.is (www.baldur.is)<br />

Viðtalstími: Eftir samkomulagi<br />

Djákni: Guðmundur Brynjólfsson<br />

sími 899 6568 (gummimux@simnet.is)<br />

Organisti: Ester Ólafsdóttir<br />

Þorlákskirkja, sími: 483 3616<br />

Kirkjuvörður: Rán Gísladóttir, símar<br />

483-3829 & 865-1044 (ran@olfus.is).<br />

Hjallakirkja, sími: 483 4509<br />

Kirkjuvörður: Sigurður Hermannsson<br />

Formaður sóknarnefndar Þorláksog<br />

Hjallasóknar: Hjörleifur Brynjólfsson<br />

Strandarkirkja<br />

Sóknarprestur svarar fyrir Strandarkirkju<br />

ásamt neðangreindum.<br />

Kirkjuvörður: Silvía Ágústsdóttir,<br />

sími: 483 3910<br />

Formaður sóknarnefndar Strandarsóknar:<br />

Guðrún Tómasdóttir<br />

Opnunartími gámasvæðisins:<br />

Mánudag – fimmtudag er opið frá 15.00 – 18.00.<br />

Föstudagar frá 13.00-18.00.<br />

Laugardagar frá 12.00 – 16.00.<br />

Valverk ehf.<br />

Vöruflutningar<br />

Þorlákshöfn - Reykjavík- Þorlákshöfn - Og allt þar í kring<br />

Ódýr og góð þjónusta alla daga<br />

Dagskrá haustmisseris 2019<br />

9. september<br />

Messa í Hjallakirkju<br />

23. september<br />

Sunnudagaskóli<br />

Messa í Þorlákskirkju. Fermingarbörn boðin velkomin<br />

7. október<br />

Sunnudagaskóli<br />

14. október<br />

Messa<br />

21. október<br />

Sunnudagaskóli<br />

4. nóvember<br />

Sunnudagaskóli<br />

18. nóvember<br />

Messa<br />

Marteinn Óli Lýsubergi 10, Þorlákshöfn. Sími: 893-0870<br />

2. desember<br />

Sunnudagaskóli<br />

Aðventustund kl. 16<br />

16. desember<br />

Sunnudagaskóli<br />

Beðið fyrir látnum kl. 20<br />

24. desember<br />

Hátíðarmessa kl. 18<br />

26. desember<br />

Maessa í Hjallakirkju kl. 13:30<br />

Messa í Strandarkirkju kl. 15:00<br />

Mesur eru kl. 14 nema messa á aðfangadag og 16. des.<br />

Sunnudagaskólar eru kl. 11


Íbúafundur vegna sorpmála<br />

Íbúafundur Sorpstöðvar Suðurlands<br />

fór fram fimmtudaginn 23. ágúst<br />

síðastliðinn til kynningar á forsendum<br />

fyrir staðarvali og uppbyggingu<br />

á mögulegum urðunarstað á Nessandi<br />

í Ölfusi sem hluta af samstarfi<br />

sorpsamlaga á Suðvesturlandi. Góð<br />

mæting var á fundinum en um 50<br />

manns mættu til að kynna sér málið.<br />

Einnig var streymt beint frá fundinum<br />

og nú í morgunsárið höfðu rúmlega<br />

800 manns horft á fundinn. Hægt er<br />

að sjá upptöku frá fundinum inn á<br />

Facebook síðu sveitarfélagsins.<br />

Málið er enn á frumstigi og engar<br />

ákvarðanir hafa verið teknar en<br />

Gestur Þór Kristjánsson, forseti<br />

4 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong> bæjarstjórnar, sagði að málið yrði<br />

skoðað vandlega og ekki anað að<br />

neinum ákvörðunum. Eins nefnir<br />

hann að gagnsæi sé mjög mikilvægt<br />

og að íbúar fái að fylgjast með ferlinu<br />

á meðan því stendur.<br />

Möguleg staðsetning sem um ræðir<br />

er á Nessandi um 8,5 km frá Þorlákshöfn<br />

og um 5 km frá Selvogi á reit<br />

sem nefnist U1 í aðalskipulagi Ölfuss.<br />

Sá reitur er hugsaður fyrir móttökuog<br />

flokkunarstöð og því þyrfti að<br />

breyta bæði deili- og aðalskipulagi ef<br />

samþykkt verður að setja urðunarstað<br />

þar. Ekki hefur verið framkvæmd<br />

ítarleg rannsókn á svæðinu hvort<br />

það henti til urðunar og hver áhrifin<br />

Sunnudagskvöldið<br />

yrðu en sú rannsókn þarf að fara fram<br />

áður en ákvörðun verður tekin um<br />

framhald.<br />

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss<br />

tók til máls á fundinum og sagði<br />

að það yrði að fara mjög varlega í<br />

þessum málum því sveitarfélagið<br />

búi yfir gríðarlegum tækifærum þar<br />

sem sveitarfélagið er með mikið kalt<br />

vatn og jarðvarma sem er tilvalið til<br />

matvælaframleiðslu ásamt vaxandi<br />

útflutningshöfn.<br />

Bæjarstjórn mun vinna vandlega að<br />

þessu máli og leyfa íbúum Ölfuss að<br />

fylgjast með framvindu þess.<br />

2. desember kl. 20:00<br />

Versölum, Þorlákshöfn<br />

Takið daginn frá!<br />

Upplýsingar um verð og miðasölu koma síðar.


<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong><br />

5<br />

Sýning Guðna Más<br />

Henningssonar<br />

Garðeigendur bera ábyrgð á sínum gróðri!<br />

Fimmtudaginn 23. ágúst opnaði<br />

sýning á málverkum eftir Guðna Má<br />

Henningsson í Galleríinu undir stiganum<br />

á Bæjarbókasafni Ölfuss.<br />

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og<br />

jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.<br />

Sveitarfélagið Ölfus hvetur garðeigendur til að klippa tré sín<br />

svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu.<br />

Einnig þarf að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra<br />

hæð undir trjágreinar á gangstígum til að snjóruðningstæki komist undir á þeim dögum<br />

sem trjágreinar slúta undan snjóþunga.<br />

Trjágróður út fyrir lóðarmörk<br />

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi<br />

og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.<br />

Þessi atriði þurfa að vera í lagi:<br />

• Umferðarmerki verða að vera sýnileg.<br />

• Gróður má ekki byrgja götulýsingu.<br />

• Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.<br />

• Þar sem snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera<br />

lægri en 2,8 metrar.<br />

Garðeigendur eru minntir á að byggingarreglugerð nr. 112/2012 gr. 7.2.2 setur garðeigendum þá<br />

skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka. Þar segir „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða<br />

runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir<br />

lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að<br />

fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni<br />

aðvörun.“ Sjá Byggingarreglugerð nr. 112/2012.<br />

Nánari upplýsingar veitir umhverfisstjóri í síma 899-0011 eða á netfangið david@olfus.is<br />

Umhverfisstjóri Ölfuss<br />

Guðni Már er ómenntaður í myndlist<br />

fyrir utan að hafa sótt einkatíma<br />

hjá Steinunni Helgu Sigurðardótt ur<br />

árið 1990. Hann hefur verið að mála<br />

síðan þá. Guðni Már starfaði sem<br />

dagskrárgerðarmaður á RÚV frá 1994<br />

þar til s.l. vor og er líklega þekktastur<br />

af Næturvaktinni á Rás 2 á laugardögum.<br />

Hann er fæddur í Bústaðahverfinu<br />

í Reykjavík en á ætt ir að rekja til<br />

Dalvíkur. Guðni Már hefur sent frá<br />

sér eina ljóðabók, Ljóð handa (1992)<br />

og bók í samstarfi við 5 ára dóttur<br />

sína Steinu Elenu. Bókin sú nefnist<br />

Það er rafmagnslaust hjá selunum<br />

(2016). Hann vinnur nú að matreiðslu<br />

ljóðabók. Hann var í hljómsveitinni<br />

TASS sem sendi frá sér geisladiskinn<br />

Almúgamenn (2012). Einnig sendi<br />

Guðni frá sér geisladiskinn Manstu þá<br />

vinda árið 2017. Guðni Már býr nú á<br />

Kanaríeyjum.<br />

Guðni leitar í tónlistina í verkum sínum<br />

og bera þau nöfn erlendra laga<br />

sem hann hefur mætur á.<br />

Sýningin mun standa út september og<br />

er opin á opnunartímum bókasafnsins<br />

þ.e. alla virka daga milli kl. 12:30<br />

og 17:30.


6 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong> Almennt starf í þjónustumiðstöð.<br />

olfus.is<br />

Laus störf við<br />

Þjónustumiðstöð Ölfuss í Þorlákshöfn<br />

Sveitarfélagið Ölfus auglýsir störf við Þjónustumiðstöð Ölfuss í Þorlákshöfn<br />

Starf bifvélavirkja/vélvirkja/vélstjóra.<br />

Verkefni:<br />

• Viðhald og viðgerðir á ökutækjum sveitarfélagsins.<br />

• Viðhald og viðgerðir á vélum, dælum o.fl.<br />

• Vinna við snjómokstur.<br />

• Þjónusta við stofnanir og íbúa sveitarfélagsins, auk<br />

vinnu við nýframkvæmdir, viðhald og annað sem til<br />

fellur.<br />

Hæfniskröfur:<br />

• Iðnmenntun eða önnur menntun og reynsla sem nýtist<br />

í starfi.<br />

• Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur.<br />

• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.<br />

• Stundvísi og almenn reglusemi.<br />

• Góð mannleg samskipti.<br />

Verkefni:<br />

• Öll almenn vinna í þjónustumiðstöð.<br />

• Þjónusta við stofnanir og íbúa sveitarfélagsins,<br />

auk vinnu við nýframkvæmdir, viðhald og annað<br />

sem til fellur.<br />

• Vinna við snjómikstur.<br />

Hæfniskröfur:<br />

• Grunnskólapróf<br />

• Meirapróf og vinnuvélaréttindi kostur.<br />

• Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði.<br />

• Stundvísi og almenn reglusemi.<br />

• Góð mannleg samskipti.<br />

Leitað er eftir starfsmönnum sem geta sinnt þeim störfum sem kallað er eftir að unnin séu af Þjónustumiðstöðinni.<br />

Vinnutíminn er frá 7:30 til 17:00 mánudaga til fimmtudags og 7:30 til 15:45 á föstudögum.<br />

Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.<br />

Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf 1. nóvember nk.<br />

Nánari upplýsingar um starfið veitir Davíð Halldórsson, umhverfisstjóri í síma 899-0011 eða david@olfus.is<br />

Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila rafrænt á www.olfus.is<br />

Umsóknarfrestur er til 20. september<br />

Öllum umsóknum verður svarað.


Bergheimalíf<br />

Nú er allt starfið komið í fastar skorður<br />

hjá okkur eftir sumarfrí og allir hressir<br />

og kátir eftir gott frí. Aðlögun nýrra<br />

barna hófst eftir sumarfrí og er verið<br />

að aðlaga börn á Ásheima sem er<br />

jafn framt yngstu börn leikskólans.<br />

Leikskólinn heldur áfram að vera fjölþjóðlegur,<br />

en í vetur verða nemendur<br />

sem eiga bæði eða annað foreldri frá 8<br />

löndum auk Íslands. Börnin koma frá<br />

Póllandi, Tælandi, Slóvakíu, Rúmeníu,<br />

Argentínu, Kenýa og Bandaríkjunum.<br />

Íþróttir verða á sínum stað í vetur á<br />

fimmtudögum kl.10.00, þá er farið með<br />

eldri nemendur í íþróttahúsið þar sem<br />

búið er að setja upp stöðvar sem reyna<br />

á hina ýmsu þroskaþætti, þrek og þor.<br />

Börnin á Ásheimum og hluti barna á<br />

Dvergaheimum verða í íþróttum í sal<br />

leikskólans.<br />

Vonumst við til þess að Bergheimar<br />

verði í samstarfi við aðrar stofnanir<br />

bæjarins eins og undanfarin ár.<br />

Grunnskólanemendur úr fyrsta bekk<br />

koma í skipulagðar heimsóknir ásamt<br />

öðrum skemmtilegum heimsóknum<br />

frá grunnskólanum. Tónlistarskólinn<br />

mun koma í heimsókn mánaðarlega<br />

næsta vetur. Félagar úr Félagi eldriborgara<br />

koma og lesa eða segja sögur einu<br />

sinni í mánuði.<br />

Í september er dagur Læsis, dagur<br />

náttúrunnar og evrópski tungumáladagurinn,<br />

erum við alla daga að fást við<br />

hluti sem viðkoma þessum dögum og<br />

passa þeir því vel inn í starfið hjá okkur.<br />

Haustin eru gjarnan uppskerutími og<br />

verður það auðvitað þannig hjá okkur.<br />

Settar voru niður kartöflur, rófur, gulrætur<br />

og fl. í vor sem tekið verður upp<br />

á næstu dögum. Börnin eru að gæða<br />

sér á rifs- og sólberjum sem eru hér í<br />

lóðinni. Í september verður svo farið í<br />

berjamó hér í kringum bæinn okkar,<br />

það er að segja ef einhver ber spruttu í<br />

veðráttunni sem var þetta sumarið.<br />

Framkvæmdum við endurbyggingu<br />

elsta hluta leikskólans er lokið og vonumst<br />

við til þess að lóðarframkvæmdum<br />

ljúki í september. Þessar endurbætur<br />

á húsi og lóð gerir skólann okkar<br />

enn fínni og ekki annað að sjá en að<br />

börn og starfsfólk uni sér vel hér í leik<br />

og starfi.<br />

Eitt er þó sem skyggir á gleði okkar<br />

yfir þessum endurbótum en það eru<br />

skemmdar verk sem hafa verið tíð hér<br />

í vor og sumar. Búið er að skemma<br />

leiktæki, gróður og vinnuvélar sem<br />

notaðar voru við framkvæmdir. Finnst<br />

okkur þetta miður og erum hrædd um<br />

að þessi nýju leiktæki sem verið er að<br />

fjárfesta í verði eyðilögð. Viljum við<br />

biðja foreldra að tala við börn sín, sem<br />

eru að leik hér eftir að leikskólinn lokar<br />

á daginn, um hættur sem skapast fyrir<br />

leikskólabörnin þegar búið er að brjóta<br />

og skemma tækin og það tjón sem<br />

verður af því að skemma hluti.<br />

Haustið leggst sem sagt vel í okkur<br />

og hlökkum við til nýrra ævintýra og<br />

uppákoma.<br />

Kveðja,<br />

Elsa aðstoðarleikskólastjóri.<br />

<strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong><br />

Pálsbúð 17 og Gissurarbúð 4<br />

Í smíðum falleg 5 herbergja einbýlishús<br />

á einni hæð með innbyggðum<br />

bílskúr. Burðavirki húsanna er<br />

úr timbri. Útveggir eru klæddir að<br />

utan með ljósu og dökkbrúnu steni.<br />

Stærð þeirra er 192 fm. þar af er<br />

íbúðarhluti 141 fm. og inn byggður<br />

Verð: 45.9 milljónir.<br />

bílskúr 51 fm. Í húsunum eru 4 svefnherbergi. Eignirnar skilast á byggingarstigi<br />

5, tilbúið til innréttingar. Hægt að fá þau fullkláruð.<br />

Vel skipulögð fjölskylduhús.<br />

T-bær veitingahús og tjaldstæði, Selvogi<br />

Um er að ræða reksturinn í einkahlutafélaginu<br />

T-bær, um 1 hektara eignar lóð,<br />

100 fermetra timburhús með stórri<br />

verönd og tæki og borðbúnaður sem<br />

tilheyra veitingarekstrinum. Í húsinu<br />

er veitingasalur fyrir 60 manns, eldhús,<br />

snyrtingar, köld geymsla, þvottahús og Verð: 39.8 milljónir.<br />

starfsmannaaðstaða. Miklir möguleikar eru á að auka við núver andi starfsemi og<br />

að bæta nýjum stoðum undir reksturinn. Tilvalið viðskiptatækifæri.<br />

Sambyggð 4<br />

Björt og fallega 3ja herbergja íbúð á<br />

þriðju hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi.<br />

Eignin er samkvæmt FMR 70,1 fm, þar<br />

af er íbúðarhluti 66 fm. og geymsla 4,1<br />

fm. Eignin skiptist í forstofu, gang, stofu,<br />

tvö rúmgóð svefnherbergi, eldhús,<br />

baðherbergi og geymslu. Í sameign er Verð: 18.5 milljónir.<br />

sameiginlegt þvottarhús, vagna- og hjólageymsla. Góð aðkoma er að húsinu. Góð<br />

eign sem vert er að skoða - tilvalin fyrstu kaup.<br />

7<br />

Hraunbær 29, 810 Hveragerði<br />

Einstaklega vel innréttað og fallegt<br />

endaraðhús á góðum stað í Hveragerði.<br />

Húsið er 4ra herbergja, 149,5 fm.<br />

að stærð með innbyggðum bílskúr.<br />

Skipulag eignar er, forstofa, 3 svefnherbergi,<br />

borðstofa/stofa, eldhús, baðherbergi,<br />

þvottarhús, bílskúr og háaloft<br />

Verð: 53.9 milljónir.<br />

sem er 18 fm. og ekki talið með í heildarfermetrafjölda eignarinnar. Aukin lofthæð<br />

er í flestum herbergjum með innfelldri lýsingu í loftum. Góð aðkoma er að húsinu<br />

og lóð er að mestu leiti frágengin með stórum suður og vestur sólpalli. Hér er um<br />

að ræða einstaklega áhugaverða og vel staðsetta eign í jaðri byggðar.<br />

Eignir væntanlegar í sölu:<br />

Ísleifsbúð 22-28, fimm raðhús 120,1-193,1 fm. Verð frá 43,9-33 milljónir.<br />

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun eigna hjá:<br />

Hólmar Björn Sigþórsson<br />

löggildur fasteignasali í síma: 893 3276 eða<br />

holmar@helgafellfasteignasala.is


8 <strong>Bæjarlíf</strong>, brosandi blað – 7. tölublað <strong>2018</strong> SÍMI<br />

PIZZERIA<br />

GRILL | BAR<br />

HEIMILISMATUR<br />

Í HÁDEGINU<br />

Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn<br />

483 5950 / 892 2207<br />

OPIÐ<br />

ALLA DAGA<br />

frá kl. 11:30 - 21:00<br />

Þakkarbréf<br />

Með bréfi þessu vil ég þakka kærlega fyrir þann stuðning sem ég hef fengið til þess að auðvelda mér það verkefni sem ég tek<br />

þátt í með U18 ára landsliði karla, sumarið <strong>2018</strong>. Verkefni liðsins var Norðurlandamót sem fram fór í Kisakallio Finnlandi<br />

27 júní – 1 júlí sl. og einnig Evrópukeppni FIBA Europe sem fram fer 27 júlí – 5 ágúst í Skopje Í Makedóniu.<br />

Með kveðju og þakklæti , Styrmir Snær Þrastarson.<br />

Tölvuviðgerðir<br />

Black beach tours<br />

Byggingarfél.Borg<br />

Fagus ehf<br />

Járnkarlinn ehf<br />

Landsbankinn hf<br />

Lýsi hf<br />

Náttúra- og fiskirækt<br />

Hafnarnes VER ehf<br />

HSK<br />

Ísfélag Þorlákshafnar<br />

Pro-Ark ehf<br />

Rammi hf<br />

Rafport ehf<br />

Rafsparri ehf<br />

Rafvör ehf Rosaverk ehf Smyril Line Sveitafélagið Ölfus Tito ehf Trésmiðja Heimis Ungmennafélagið Þór, karfan<br />

Áhugahópur um plastpokalausan<br />

lífsstíl hefur hrint af stað átaki til þess<br />

að minnka plastpokanotkun í sveitarfélaginu<br />

og opnuðu pokastöð í Kr.<br />

versl uninni í Þorlákshöfn. Hægt er<br />

að fá lánaðan fjölnota poka úr pokastöðinni<br />

þegar verslað er og síðan er<br />

pokanum skilað í næstu innkaupaferð.<br />

Verkefnið var unnið með samtökunum<br />

Pokastöðin (Boomerang Bags á Ís landi)<br />

en Pokastöðin er samfélagsverkefni<br />

sem snýst um að búa til hringrás taupoka<br />

í samfélaginu. Verkefnið sem<br />

hófst á Hornafirði á vormánuðum 2016<br />

er í dag hluti af alþjóðlegu verkefni sem<br />

heitir Boomerang Bags og á það uppruna<br />

sinn í Ástralíu.<br />

Hrafnhildur Árnadóttir og Brynja Eldon,<br />

eru verkefnastýrur hér í Ölfusi og<br />

hafa unnið að verkefninu í samstarfi<br />

við SASS, Sveitarfélagið Ölfus, Gallerí<br />

Viss vinnustofu, Kr. Verslun og Lýsi hf.<br />

Gallerí Viss sá um að sauma pokana úr<br />

endurunnu efni og SASS, Kr. Verslun<br />

og Lýsi hf. hafa styrkt verkefnið.<br />

Stefnt er að því að bæta við pokastöðvum<br />

í sveitarfélagið á næstu<br />

misserum og þeir sem hafa áhuga á að<br />

styrkja verkefnið geta haft samband við<br />

Katrínu, markaðs - og menningarfulltrúa<br />

Ölfuss katrin@olfus.is eða í síma<br />

480 3808.<br />

Sími 483 3993<br />

Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir<br />

VELKOMIN<br />

Í ÍÞRÓTTA-<br />

MIÐSTÖÐINA<br />

Í ÞORLÁKSHÖFN<br />

SÍMI 480 3890<br />

Eru meindýrin að angra þig?<br />

Sími:<br />

892-0502<br />

Gunnar Þór Hjaltason<br />

meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi<br />

<strong>Bæjarlíf</strong><br />

brosandi blað!<br />

<strong>Bæjarlíf</strong> – óháð blað frá 2001<br />

Ritstjórn og ábyrgð:<br />

Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net<br />

Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net<br />

Útgefandi: RS-útgáfan<br />

Heimasíða: www.baejarlif.net<br />

Netfang: baejarlif@gmail.com<br />

Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili<br />

Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök.<br />

Skilafrestur í næsta blað:<br />

Fös. 5. okt. <strong>2018</strong><br />

Útgáfudagur:<br />

Mið. 10. okt.<br />

baejarlif@gmail.com

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!