Views
3 months ago

Bæjarlíf október 2018

4

4 Bæjarlíf, brosandi blað – 8. tölublað 2018 SÍMI PIZZERIA GRILL | BAR HEIMILISMATUR Í HÁDEGINU Selvogsbraut 41 | 815 Þorlákshöfn 483 5950 / 892 2207 OPIÐ ALLA DAGA frá kl. 11:30 - 21:00 Breytingar Skólastarfið í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur farið mjög vel af stað í haust, enda veðráttan og stemningin góð. Nokkrar breytingar urðu á starfsmannahaldi og ber þar hæst ráðningu nýs skólastjóra, Ólínu Þorleifsdóttur og aðstoðarskólastjóra Jónínu Magnús dóttur. Ólína er borinn og barnfæddur Þorlákshafnarbúi og hefur verið nemandi, foreldri og kennari við skólann auk þess sem hún gegndi starfi aðstoðarskólastjóra við Kópavogsskóla í nokkur ár og hér við skólann slíðastliðin tvö ár. Jónína er fædd og uppalin í Reykja vík. Hún er með ríf lega 30 ára kennslu- og stjórnunarreynslu, lengst af við Grunnskólann á Siglufirði. Hún var nú síðast skólastjóri við Grunnskóla Fjallabyggðar eftir sam einingu sveitarfélaga á Tröllaskaga. Jónína hóf störf við skólann 2. október sl. en frá 1. ágúst og fram að þeima tíma skiptu aðrir stjórnendur með sér verkefnum aðstoðarskólastjóra. Alvara… Bæjarskrifstofur Ölfuss Hafnarbergi 1, sími 480 3800, olfus@olfus.is Opið: 9-12 og 13-16 Elliði Vignisson bæjarstjóri, ellidi@olfus.is Guðni Pétursson bæjarritari, gudni@olfus.is Sigurður Ósmann Jónsson skipulags- og byggingarfulltrúi, sigurdur@olfus.is Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir markaðs- og menningarfulltrúi, katrin@olfus.is Bókasafn Sími 480 3830, bokasafn@bokasafn.is Opið alla virka daga frá kl. 12:30 til 17:30 Íbúðir aldraðra Sími 483 3614, Sigrún Theódórsdóttir forstöðukona, sigrunth@olfus.is Þjónustumiðstöð Ölfuss Sími 483 3803 Davíð Halldórsson umhverfisstjóri david@olfus.is Skólalíf Samræmd próf í íslensku og stærðfræði voru haldin í september í 4. og 7. bekk. Einnig stóð 10. bekkingum til boða að endurtaka próf frá því vor, þar sem framkvæmd þeirra fór nokkuð úr skorðum af hálfu menntamálayfirvalda. Nokkrir nemendur þáðu boðið og að þessu sinni gekk allt að óskum og einn ig gekk framkvæmdin hjá yngri ald urshópunum vel. Á haustdögum var tekin ákvörðun um að bæta eftirfylgni með mætingareglum skólans. Foreldrar og nemendur fengu senda nákvæma lýsingu á því hvernig nemendur safna stigum með því að mæta of seint eða mæta ekki í tíma. Þegar þeir eru komnir með ákveðinn stigafjölda er haft samband heim. Og eftir því sem stigum fjölgar er tekið af meiri alvöru á málinu. Sjálfsmatsskýrsla skólans fyrir síðasta skólaár var kynnt í upphafi skólastarfs í haust og einnig endurbótaáætlun sem unnin var út frá henni. Sjálfsmatsskýrslan skýrir frá niðurstöðum nem enda- og starfsmannakannana síðasta árs og hefur skýrslan verið birt á heima síðu skólans ásamt endurbótaáætlun. Undanfarin ár hefur farið fram talsverð vinna í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins á sviði læsismála. Árið 2016 skrifuðu forsvarsmenn sveitarfélags ins undir þjóðarsáttmála um læsi og í kjölfarið hófst vinna að læsisstefnu sveitarfélagsins í sam vinnu beggja skóla. Til að gera langa sögu stutta þá er læsisstefnan nú tilbúin og verður sett á heimasíðu skólans innan tíðar. Einnig mun ítarleg kynning fara fram meðal nemenda og foreldra. Ritstjórar og umsjónarmenn þessa verkefnis voru Helena Helgadótt ir deildarstjóri á Berg heimum og Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir verkefnisstjóri læsis í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. …og gaman Á haustin er kennslan oft með svolítið öðru sniði en þegar veturinn er skollinn á af fullum þunga. Kennsla fer gjarn an fram utan dyra, bæði í íþróttum og öðrum námsgreinum. Farið er í göngu ferðir, berjamó, laufblaðasöfnun og einnig hefur skólinn staðið fyrir lengri haustferðum fyrir hvert aldursstig. Að þessu sinni fór yngsta stigið á Lava- setr ið – eldfjallamiðstöðina á Hvols velli. Miðstigið fór í Ljósafossvirkjun og að Úlfljótsvatni. Báðar ferðirnar tókust mjög vel, nesti var borðað utan dyra í haustblíðunni og all ir höfðu gagn og gaman af. Haustferð unglingastigs var frestað til vors þar sem rok og rigning skall á daginn sem fara átti í útivistarferð til Reykjavíkur. Í staðinn áttu nemendur og kenn arar saman notalegan morgun þar sem horft var á kvikmyndir og borðað popp meðan rigningin buldi á rúð unum. Tvær skemmtilegar menn ingaruppákomur voru í fyrstu viku októbermánaðar. 1. bekkur og elstu krakkar Bergheima fóru ásamt kennurum upp í Versali þar sem Þjóðleikhúsið og Brúðuheimar buðu upp á leiksýningu, brot úr stórri brúðusýningu. Nemendur og kennarar 1. bekkjar auk leikskólanna í Hveragerði komu einnig á sýninguna, sem vakti mikla ánægju meðal krakkanna. Punkturinn yfir i-ið var svo pylsupartý í lok sýningar. Bryddað var upp á þeirri nýjung miðvikudaginn 3. október að hafa söngstund á sal fyrir alla nemendur skólans. Teknir höfðu verið saman nokkrir þekkt ir söngtextar ásamt skólasöngn um okkar, þeir kynntir og æfðir í bekkj um dagana á undan og síðan var þeim varpað á tjald í matsalnum. Gestur tónlistarkennari lék undir á píanó og allir tóku undir eftir bestu Grunnskólinn Sími 480 3850, skolinn@olfus.is Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri, olina@olfus.is Leikskólinn Bergheimar Sími 480 3660, leikskóli@olfus.is Dagný Erlendsdóttir leikskólastjóri, dagny@olfus.is olfus.is Íþróttamiðstöð Ölfuss Sími 480 3890 Ragnar Sigurðsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ragnar@olfus.is Hafnarvogin Sími 480 3601, hafnarvog@olfus.is Hjörtur Jónsson hafnarstjóri. hjortur@olfus.is getu. Þetta var skemmtileg samverustund og stefnt er að því að gera þetta nokkrum sinnum yfir veturinn, jafnvel mánaðarlega. Haustið leggst vel í okkur hér í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og við hlökkum til kom andi vetrar með öllum þeim áskorun um sem hann mun færa okkur. Fyrir hönd starfsfólks,, Sigþrúður Harðardóttir Tölvuviðgerðir Raflagnateikningar og tölvuviðgerðir Sími 483 3993 Eru meindýrin að angra þig? Sími: 892-0502 Gunnar Þór Hjaltason meindýraeyðir, Bjarnastöðum Ölfusi Bæjarlíf brosandi blað! Bæjarlíf – óháð blað frá 2001 Ritstjórn og ábyrgð: Róbert Karl Ingimundarson; robert@baejarlif.net Stefán Þorleifsson; stebbi@baejarlif.net Útgefandi: RS-útgáfan Heimasíða: www.baejarlif.net Netfang: baejarlif@gmail.com Blaðinu er dreift ókeypis á öll heimili Sveitar félagsins Ölfuss. Upplag: 1000 eintök. Skilafrestur í næsta blað: Fös. 9. nóv. 2018 Útgáfudagur: Mið. 14. nóv. baejarlif@gmail.com

Bæjarlíf janúar 2017
Sækja efnisskrá - Sinfóníuhljómsveit Íslands
Bóndavarðan, jólablað 2018
Aukablað Morgunblaðsins 9. febrúar 2007 - Samtök iðnaðarins
Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum - Rannsóknarstofa í barna ...
01_tbl_39_arg_2004 - Hjartavernd
Hæfni / Ábyrgð / Virðing / Vellíðan - Verzlunarskóli Íslands
Náðu í kynningarbækling fyrir skólaárið 2013-2014 hér.
Menningartengd ferðaþjónusta
Kynningarmyndir um skógræktarfélögin
Bóndavarðan jólablað 2016
Tungutækni skýrsla starfshóps
Ársskýrsla 2009 - Vínbúðin
4. tölublað, 2. árgangur – 26. janúar 2012 - Akureyri Vikublað
Bóndavarðan mars 2015
Sumarlandið - Land og saga
Upplýsingamiðstöðvar - Ferðamálastofa
GleðileG jól - Mosfellingur
Austurrískt skógræktarfólk í heimsókn
Skipulag, byggingar og hönnun - Land og saga
Tungutækni skýrsla starfshóps
Eldgos í Grímsvötnum - Almannavarnir
Sækja efnisskrá - Sinfóníuhljómsveit Íslands