17.10.2018 Views

Bóndavarðan, apríl 2017

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

BÓNDAVARÐAN<br />

6. APRÍL <strong>2017</strong>. 16. ÁRGANGUR<br />

DJÚPAVOGSHREPPUR<br />

ÚTGEFANDI: DJÚPAVOGSHREPPUR UMSJÓN: BRYNDÍS REYNISDÓTTIR ÁBYRGÐAMAÐUR: GAUTI JÓHANNESSON UMBROT: GRAFÍT


ÁVARP SVEITARSTJÓRA<br />

Það er vor í lofti og styttist í sumarið. Farfuglarnir fara að týnast inn,<br />

bæði þeir sem fljúga sjálfir og hinir sem koma með ferju eða flugvélum.<br />

Nú er svo komið að erlendir ferðamenn setja svip sinn á<br />

Djúpavogshrepp allan ársins hring en ekki einungis á háannatíma á<br />

sumrin eins og var.<br />

Þykir ýmsum nóg um. Af því tilefni er rétt að halda til haga þeim<br />

jákvæðu áhrifum sem aukinn ferðamannastraumur hefur og mun hafa<br />

í för með sér fyrir sveitarfélagið og íbúa þess. Bryndís Reynisdóttir gerir<br />

á öðrum stað í blaðinu grein fyrir þróun sem orðið hefur varðandi<br />

komur skemmtiferðaskipa til Djúpavogs. Þar kemur m.a. fram að<br />

skemmtiferðaskipunum fylgja umtalsverðar tekjur fyrir höfnina sem<br />

veitir ekki af í ljósi þess að landaður afli hefur dregist saman um nær<br />

helming frá 2014. Óhætt er einnig að fullyrða að verslun og þjónusta<br />

væri með öðrum hætti ef ekki væri fyrir fjölda erlendra ferðamanna sem<br />

gera það að verkum m.a. að hér hefur tekið til starfa verslun sem býður<br />

lægra vöruverð en við höfum átt að venjast. Veitingastaðir dafna og<br />

viðsnúningur er að eiga sér stað í sveitunum þar sem á mörgum<br />

bæjum eru uppi áform um uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu, matvælavinnslu eða hvort tveggja. Uppbyggingin er<br />

gjarnan drifin áfram af ungu fólki sem sumt hvert á uppruna sinn hér eða er aðflutt. Það er sérstakt gleðiefni að sveitin<br />

skuli með þessum hætti vera að lifna við og óskandi að framhald verði þar á.<br />

Hammondhátíðin verður haldin í 12. skipti eftir nokkra daga. Dagskráin í ár er metnaðarfull og fjölbreytt eins og venjulega<br />

en auk tónleikanna verður fjöldi annarra viðburða í boði dagana sem hátíðin stendur. Undanfarin ár hefur verið uppselt<br />

og miðasalan nú hefur farið vel af stað. Það er ekki sjálfgefið að í sveitarfélagi sem telur ekki nema 450 manns náist að<br />

halda tónlistarhátíð eins og þessa ár eftir ár. Það er heldur ekki sjálfgefið að þegar boðað er til borgarafundar, á<br />

sunnudegi fyrir hádegi, skuli u.þ.b. 80 manns sjá sér fært að mæta líkt og gerðist um daginn þegar haldinn var<br />

vinnufundur vegna sameiningarviðræðnanna sem standa yfir við Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp. Þeim sem<br />

mættu er hér með þakkað kærlega fyrir þeirra framlag sem var mikilvægt innlegg í vinnuna sem nú stendur sem hæst.<br />

Fleiri fundir verða haldnir í aðdraganda kosninganna sjálfra sem fara fram í haust – en nóg um það. Áfram Hammond !<br />

MC Sveitarstjóri<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Helgihald um páska<br />

Frá Djúpavogskirkju<br />

Skírdagur 13. <strong>apríl</strong>: Fermingarmessa í Djúpavogskirkju kl. 11.00.<br />

Fermd verða:<br />

Askur Egilsson, Borgarlandi 26, Djúpavogi<br />

Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Vörðu 12, Djúpavogi<br />

Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir, Hvannabrekku, Djúpavogi<br />

Íris Antonía Ólafsdóttir, Bjarkargrund 22, 300 Akranes, aðs. Markarland 8b, Djúpavogi<br />

Katla Rún Magnúsdóttir, Borgarlandi 30, Djúpavogi<br />

Ragnar Björn Ingason, Hrauni 3, Djúpavogi<br />

Þór Albertson, Kápugili, Djúpavogi<br />

Föstudagurinn langi, 14. <strong>apríl</strong>: Lestur Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar í Berufjarðarkirkju Íbúar prestakallsins frá 12<br />

ára aldri lesa og hefst lesturinn kl. 11.00.<br />

Páskadagur 16.<strong>apríl</strong>: Hátíðarguðsþjónusta í Djúpavogskirkju kl. 9.00. Morgunverður í safnaðarheimili eftir guðsþjónustu.<br />

2


BÓNDAVARÐAN<br />

FRÁ BÓKASAFNI DJÚPAVOGSHREPPS<br />

Síðasta sumar flutti bókasafn Djúpavogshrepps í gamla hluta grunnskólans. Það má segja að safnið sé komið heim því<br />

mér skilst að það hafi verið í þessu saman rými þegar séra Trausti og Valgeir sáu um safnið fyrir allmörgum árum síðan.<br />

Núverandi bókasafn hefur reyndar aðeins meira pláss en þá en ekki er hægt að segja að það sé vítt til veggja en þröngt<br />

mega sáttir sitja og á safninu er góður andi og notalegheit.<br />

Í safninu er nokkuð gott skólabókasafn sem er mikið nýtt enda unnið eftir fjölbreyttum hugmyndum um læsi, bæði í leikog<br />

grunnskóla.<br />

Það er ánægjulegt að segja frá því að útleiga hefur aukist mikið eftir að safnið flutti sig í gamla hluta skólans. Nemendur<br />

virðast kunna að meta þrengslin og mæta jafnvel með teppi og kúra sig út í horn með bók.<br />

Með auknum fjölda fjarnema í sveitarfélaginu hafa millisafnalán einnig aukist en gott samstarf er á milli bókasafna á<br />

Austurlandi.<br />

Bókasafnsvörður hvetur alla íbúa Djúpavogshrepps til að nýta sér bókasafnið á þriðjudögum milli fjögur og sjö eða senda<br />

fyrirspurn á netfangið: bokasafn@djupivogur.is<br />

Einngi hægt að fylgjast með á Facebook.<br />

Bókasafnsvörður<br />

Opnunarmi um páskana<br />

Pálmasunnudagur 9. <strong>apríl</strong> 12 :00 - 18:00<br />

Skírdagur 13. <strong>apríl</strong> 12:00 - 18:00<br />

Föstud langi 14. <strong>apríl</strong> LOKAÐ<br />

Páskadagur 16. <strong>apríl</strong> LOKAÐ<br />

Annar í páskum 17. <strong>apríl</strong> 12:00 - 18:00<br />

3


FRÉTTIR AF BÓKINNI HANS JÓNATAN<br />

Hans Jónatan: Maðurinn sem stal sjálfum sér<br />

Bók mín um Hans Jónatan (1784-1827), manninn sem stal sjálfum sér, kom út haustið<br />

2014 (Mál og menning). Hún lýsti bernskuárum Hans Jónatans á St. Croix í<br />

Vestur-Indíum, unglingsárum hans í Kaupmannahöfn og flótta hans eftir söguleg<br />

málaferli til Djúpavogs þar sem hann starfaði síðan í mörg ár (í Löngubúð) og stofnaði<br />

fjölskyldu. Bókin var prentuð þrisvar um haustið og henni var afar vel tekið. Margir<br />

Íslendingar kannast nú við þessa sékennilegu og lærdómsríku sögu, þótt þeir hafi nafn<br />

mannsins ekki endilega á takteinum. Vinkona mín í Vestmannaeyjum, Helga<br />

Hallbergsdóttir, sagði mér skemmtilega sögu fyrir skömmu: Hún var að tala við<br />

grunnskólanema um þrældóm og kynþáttahyggju. Þá réttir drengur upp höndina og<br />

segir “langa, langa, ... langafi minn var þræll!” Helgu grunaði hvaða mann drengurinn<br />

átti við og segir við hann: “Veistu hvað hann hét? Var þetta kannski Hans Jónatan?”.<br />

Þá sagði stráksi: “Ég veit ekki hvað hann hét, en hann stal sjálfum sér”!<br />

Bókin um Hans Jónatan er komin út á ensku í þýðingu Önnu Yates. Hægt er að nálgast<br />

hana hjá Amazon. Bókin hefur einnig verið þýdd á dönsku og mun danska útgáfan<br />

koma út hjá nýju forlagi sem heitir Rebel With a Cause í lok mars á næsta ári, þegar<br />

þess verður minnst að eitt hundrað ár verða liðin frá því að Danir seldu Bandaríkjamönnum eyjar sínar í Vestur-Indíum.<br />

Samið hefur verið um útgáfu í Frakklandi við Forlagið Gaia. Töluvert hefur verið fjallað um bókina vestra og ég hef nýlega<br />

farið í upplestrarferð til Seattle, Boston, New York, Philadelphíu og Minnepolis. Alltaf hafa skapast skemmtilegar<br />

samræður og mörgum þykir sagan eiga erindi við samtímann. Undantekningarlaust er spurt: Hvernig stóð á því að Hans<br />

Jónatan fékk hæli á Íslandi og mætti jafn hlýjum móttökum og raun ber vitni?<br />

Gísli Pálsson<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

STARFSSTÖÐ AUSTURBRÚAR Á DJÚPAVOGI:<br />

FRUMKVÖÐLASETRIÐ DJÚPIÐ<br />

Austurbrú veitir marvíslega þjónustu þegar kemur að menntun í fjórðungnum og<br />

sér m.a. um að þjónusta fjarnema varðandi próftöku.<br />

Í janúar og febrúar á árinu <strong>2017</strong> voru 79 próf tekin á 5 starfsstöðvum<br />

Austurbrúar. Á haustönn 2016 voru prófin 361 talsins. Af þeim fjölda voru 39<br />

próf tekin á Djúpavogi en af þeim 5 starfsstöðvum þar sem boðið er upp á<br />

próftökur voru aðeins Reyðarfjörður (105) og Egilsstaðir (171) með fleiri próf á<br />

haustönn.<br />

Á starfsstöð Austurbrúar á Djúpavogi í Frumkvöðlasetrinu Djúpinu er<br />

námsaðstaða mjög góð, með aðgang að eldhúsi, ísskáp og kaffivél. 13<br />

fjarnemar eru nú með aðgangskort að námsaðstöðunni sem verður að teljast<br />

nokkuð gott miðað við íbúafjölda (1. jan 2016: 456).<br />

Að auki fór fram íslenskunámskeið í Djúpinu fyrir áramótin og annað námskeið<br />

fór af stað nú á vorönn. Það sækja erlendir starfsmenn sem hafa atvinnu hjá<br />

fiskvinnslufyrirtækinu Búlandstind ehf. og voru 17 manns skráðir á það<br />

námskeið.<br />

Það væri því synd að segja að íbúar Djúpavogs veigri sér við að sækja fjarnám enda ætti aðstöðuskortur ekki að hamla<br />

því.<br />

Kær kveðja<br />

Katrín Reynisdóttir<br />

Prófstjóri / Verkefnastjóri<br />

4


BÓNDAVARÐAN<br />

FRÁ ÍÞRÓTTASKÓLA DJÚPAVOGS<br />

Vorönn Íþróttaskóla Djúpavogs hófst laugardaginn 4.febrúar. Hann er í Íþróttamiðstöð Djúpavogs milli kl. 11-12 á<br />

laugardagsmorgnum og stendur út <strong>apríl</strong>. Greta Mjöll Samúelsdóttir íþrótta- og sundkennari Djúpavogsskóla og þjálfari<br />

Neista hefur aðalumsjón með Íþróttaskóla Djúpavogs. Henni til aðstoðar við uppsetningu og tímana sjálfa er Diljá Ósk<br />

Snjólfsdóttir og Jóhanna Reykjalín hefur tekið stjórnina þegar þörf er á staðgengli.<br />

Þessi önn hefur verið sérstaklega skemmtileg þar sem Íþróttaskólinn fékk ómetanlegan styrk frá Bragðavöllum Cottages,<br />

Við Voginn, Kálki ehf og Neista til bolakaupa. Allir iðkendur eru því prýddir glæsilegum íþróttabolum merktum hverju barni<br />

og Íþróttaskóla Djúpavogs.<br />

Í íþróttaskóla Djúpavogs gefst börnum á leikskólaaldri, 18 mánaða og uppúr, kostur á að hreyfa sig í skemmtilegu<br />

umhverfi undir leiðsögn þjálfara og foreldra. Markmið skólans er að bjóða upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem<br />

tekur mið að þroskaþáttum barna. Skólinn er unnin í stöðvaþjálfun, þrautabrautum og í ýmsum leikjum með fjölbreyttu<br />

hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og öruggu umhverfi.<br />

Aðalmarkmið skólans eru að:<br />

• Börnunum líði vel<br />

• Efla hreyfinám og hreyfifærni barnsins sem stuðlar að auknum; hreyfiþroska, líkamsþroska,<br />

mál- og vitsmunaþroska og félagsþroska.<br />

• Foreldrar taki þátt með börnunum sínum.<br />

• Þjálfunin sé leikræn – leikurinn sé í fyrirrúmi.<br />

Hreyfiþroski er undanfari alls annars þroska. Við verðum að byrja á grunninum og byggja ofan á hann. Íþróttaskólinn<br />

vinnur með grunnhreyfingarnar 18 sem eru okkur öllum eðlislægar en þurfum þó að þjálfa og þroska. Með því er unnið<br />

með skynstöðvar líkamans; jafnvægisskyn, snertiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn og samspil skynfæra.<br />

Skólinn hefur tekið upp á alls kyns uppbrotsdögum og nú í vor hefur verið bangsatími, búningatími og blöðrutími.<br />

Félagsskapurinn er frábær og ekkert betra á laugardagsmorgnum en að grípa rjúkandi heitan kaffibolla í íþróttahúsinu og<br />

sprikla með skælbrosandi krökkum og foreldrum þeirra.<br />

Greta Mjöll Samúelsdóttir<br />

5


MINJAVÖRÐUR AUSTURLANDS, STAÐSETTUR Á<br />

DJÚPAVOGI<br />

Í byrjun árs 2016 tók ég við starfi sem minjavörður Austurlands. Í því fólst að ég flutti<br />

með fjölskylduna mína til Djúpavogs, en skrifstofa minjavarðar Austurlands er staðsett<br />

þar. Þetta voru miklar breytingar fyrir okkur litlu fjölskylduna því þrátt fyrir að eiga ættir<br />

að rekja út um allt land þá erum við hjónin að mestu alin upp í Reykjavík og þar hafa<br />

strákarnir okkar báðir tekið sín fyrstu skref. Ég flutti því með mér manninn minn hann<br />

Rúnar og syni okkar tvo, Matthías Mána og Aron Frey, hingað í nýtt ævintýri.<br />

Sjálf er ég menntaður fornleifafræðingur. Ég kláraði BA-gráðuna mína árið 2012 þar<br />

sem lokaritgerðin mín fjallaði um eyðibýli og í byrjun árs 2015 kláraði ég svo<br />

MA-gráðuna mína í fornleifafræði þar sem lokaritgerðin fjallaði um jarðfundna textíla frá<br />

Hólum í Hjaltadal. Ég starfa fyrir Minjastofnun Íslands en á hverjum landshluta er að<br />

finna minjaverði sem eru fulltrúar stofnunarinnar á sínu svæði. Minjaverðir hafa umsjón<br />

og eftirlit með minjum á sínu svæði og eru umsagnaraðilar og ráðgjafar þegar kemur<br />

að framkvæmdum er snerta minjavernd. Ég er staðsett á Djúpavogi þar sem það er<br />

miðsvæðis fyrir það svæði sem ég þjónusta en starfssvæðið mitt nær frá Vopnafirði út<br />

á Skeiðarársand. Ég er með skrifstofu í Geysi, Bakka 1 á Djúpavogi og er hægt að ná í mig í síma 570-1310/ 864-1451<br />

eða á tölvupósti thuridur@minjastofnun.is ef fólk vill koma áleiðis ábendingum eða hefur spurningar.<br />

Okkur fjölskyldunni hefur verið tekið vel hérna á Djúpavogi og þökkum við kærlega fyrir þessar yndislegu móttökur. Að<br />

vera tekið svona vel inn í nýtt samfélag er vel metið og gerir gæfumuninn þegar maður kemur langt að. Við hlökkum til<br />

að koma okkur betur fyrir og fyrir komandi framtíð.<br />

Þuríður Elísa Harðardóttir<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Umboð á Djúpavogi<br />

Gréta Jónsdóttir<br />

sími: 478 8114 / 698 8114<br />

6


BÓNDAVARÐAN<br />

FRÁ MENNTASKÓLANEMA<br />

Anný Mist Snjólfsdóttir heiti ég og er 19 ára gömul. Ég hef búið á<br />

Djúpavogi alla mína ævi fyrir utan 1 ár þar sem ég bjó í Noregi og<br />

1 og ½ ár á Egilsstöðum Ég kem úr frekar stórri fjölskyldu.<br />

Foreldrar mínir eru Snjólfur Gunnarsson og María Dögg Línberg<br />

Hjaltadóttir. Ég á 4 systkini, eina eldri systur og eina yngri systur og<br />

svo á ég tvo yngri bræður.<br />

Það að fá að alast upp á Djúpavogi finnst mér hafa verið<br />

ómetanlegt, það er alltaf góður andi í kringum alla. Mér finnst bara<br />

svo gott hvað allir eru nánir og góðir vinir, svo eru allir svo tilbúnir<br />

til þess að gera allt fyrir alla og hjálpast að.<br />

Þegar það kom að því rétt fyrir sumarið 2014 að þurfa að ákveða<br />

í hvaða framhaldsskóla ég ætlaði að fara í þá kom ekkert annað til<br />

greina heldur en að fara til Akureyrar í Verkmenntaskólann. Ég fór<br />

á heimavistina og er búin að búa þar síðan ég fór í skólann 2014.<br />

Í byrjun skólans var skrýtið að hafa ekki fjölskylduna nálægt mér,<br />

sérstaklega þar sem að bræður mínir eru kannski ekki alveg þeir<br />

rólegustu og hljóðlegustu, en það vandist furðu fljótt. Ég er á<br />

náttúrufræðibraut í VMA núna og er að útskrifast í desember á<br />

þessu ári og stefni á að fara fljótlega að læra sálfræði í háskóla.<br />

Á meðan ég hef verið í skóla hérna fyrir norðan hef ég alltaf farið<br />

heim á sumrin, um jólin og nokkrum sinnum yfir veturinn þó að<br />

það hafi ekki alltaf verið hægt út af vinnunni sem ég er í hér á<br />

Akureyri með skólanum. Það hefur alltaf verið jafn gott og gaman<br />

að koma heim á sumrin og vinna og bara fá að vera heima með<br />

fólkinu mínu. Núna í fyrsta skipti verður sumarið með öðruvísi sniði<br />

heldur en það hefur verið því ég ætla að prófa að vera á Akureyri<br />

að vinna.<br />

Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun að fara norður í skóla þó svo<br />

að það hafi verið mjög erfitt í fyrstu því að þá þekkti ég nánast<br />

engan. Núna á ég vini hér á Akureyri sem að koma vonandi alltaf<br />

til með að vera vinir mínir. Það að fara svona langt í burtu í skóla er mjög þroskandi því að maður lærir að standa á eigin<br />

fótum og taka erfiðar ákvarðanir sjálfur. Ég er mjög sátt með mína ákvörðun að hafa komið hingað. Svo að mitt ráð til<br />

þeirra sem eru að fara að velja sér skóla núna fljótlega er að gera það sem að ykkur langar til, ekki láta aðra hafa áhrif<br />

á það sem þið viljið.<br />

VÍSNAGÁTA<br />

Að þessu sinni eru vísnagáturnar tvær og eru þær báðar eftir Björn Hafþór Guðmundsson. Í báðum tilfellum kemur sama<br />

orðið (eða hluti af samsettu orði) fyrir í hverri línu.<br />

Sú léttari<br />

Hlutur smá af epli er,<br />

einkenndi víst menn í her.<br />

Fyrir oft á Blandi ber<br />

og Búrsins utan veltir sér.<br />

Sú þyngri<br />

Nauðsynlegt á veiðum var,<br />

ég velti milli „hér og þar“.<br />

Að eiga - flestir þegnar þrá,<br />

það í sporti gagnast má.<br />

Lausnirnar eru að finna á bls. 11<br />

7


NÝ BÖRN Í DJÚPAVOGSHREPPI<br />

Það bætist enn við barnaflóruna í Djúpavogshreppi. Tveir nýir drengir hafa bæst við frá síðustu Bóndavörðu.<br />

Leó Rafael Natansson<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Þyngd: 3950 grömm<br />

Lengd: 52 cm<br />

Fæðingarstaður: Neskaupstaður<br />

Fæðingardagur: 13. Janúar <strong>2017</strong><br />

Foreldrar: Natan Leó Arnarsson og Anna Czeczko<br />

Honum finnst rosa gaman að ulla á pabba sinn.<br />

Úlrik Örn Ýmisson Mathis<br />

Þyngd: 3600 grömm<br />

Lengd 50 cm<br />

Fæðingarstaður: Burgdorf - Sviss<br />

Fæðingardagur: 8 janúar <strong>2017</strong>.<br />

Foreldrar: Ýmir Már Arnarsson og Katrin Simone Mathis.<br />

Finnst skemmtilegast að "tjilla" og sofa.<br />

FRÁ HOFSKIRKJU<br />

Í síðustu Bóndavörðu birtist umfjöllun um endurbætur á Hofskirkju en þar láðist að birta þessa mynd með, sem sýnir vel<br />

hversu falleg kirkjan er orðin. Í sumar verður áfram unnið af fullum krafti við endurbætur og ef fólk vill styrkja<br />

sóknarnefndina í uppbyggingunni þá setjum við hér upplýsingar um styrktarreikninginn.<br />

Reikningsnúmerið er 0169-15-50050-141 og kennitalan er 630169-0979.<br />

Kærar kveðjur,<br />

Sóknarnefnd Hofskirkju<br />

8


FRÁ DJÚPAVOGSSKÓLA<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Grunnskólinn<br />

Danskennslan<br />

Í byrjun febrúar kom Guðrún Smáradóttir, danskennari frá Neskaupstað í heimsókn. Gunna – eins og hún er alltaf kölluð<br />

– er Djúpavogsbúum að góðu kunn en hún hefur komið hingað í áraraðir til að kenna dans. Eins og alltaf var mikið fjör<br />

í kringum danskennsluna, nemendur lærðu marga nýja dansa og sýndu afraksturinn á danssýningu sem var haldin<br />

föstudaginn 10. febrúar. Þangað mættu margir ættingjar ásamt öðrum áhorfendum úr þorpinu og var mikil gleði við völd.<br />

Enduðum við dansinn á því að marsera um allan salinn við mikinn fögnuð viðstaddra.<br />

Öskudagur<br />

Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk, til vinnu, í skrautlegum og skemmtilegum búningum. Frá 10:00 – 12:00<br />

vorum við með þrautir og leiki í íþróttahúsinu og enduðum á heljarinnar diskóteki. Margir sýndu flotta takta í dansinum<br />

og höfðu allir gaman af. Eftir hádegið söfnuðust nemendur saman í smærri hópa, gengu á milli fyrirtækja í þorpinu,<br />

sungu og fengu ýmis konar góðgæti og gjafir að launum. Þau voru þreytt og glöð börnin í 1.-3. bekk þegar þau komu til<br />

baka í viðveruna, með fulla poka af alls konar skemmtilegheitum. Öskudagurinn verður alltaf skemmtilegur dagur í<br />

skólanum okkar.<br />

Þróunarverkefni<br />

Nú stendur yfir innleiðing á tveimur þróunarverkefnum í skólann. Annað þeirra er Byrjendalæsið sem er heilstæð<br />

kennsluaðferð þar sem margar kennslugreinar eru samþættar. Sú aðferð er fyrst og fremst notuð í 1.-3. bekk. Þetta er<br />

þriðja árið sem skólinn vinnur skv. þessari kennsluaðferð og var Berglind Einarsdóttir leiðtogi hér fyrstu tvö árin en þetta<br />

skólaár er það Jóhanna Reykjalín sem er leiðtoginn.<br />

Þá erum við einnig að innleiða kennsluaðferðina Orð af orði en hún er af sama meiði og Byrjendalæsið og er hugsuð frá<br />

4. bekk og uppúr. Markmiðið með henni er að auka orðaforða nemenda, ánægju af lestri og lesskilning. Þessa<br />

kennsluaðferð er hægt að nota í öllum kennslugreinum og hafa þrír kennarar sem kenna mest á mið- og unglingastigi sótt<br />

námskeið í vetur. Það er Sigríður Ósk sem er leiðtogi skólans í innleiðingunni.<br />

Stóra upplestrarkeppnin<br />

Nemendur 7. bekkjar tóku að venju þátt í Stóru upplestrarkeppninni með Grunnskóla Hornafjarðar og Grunnskólanum í<br />

Hofgarði. Að þessu sinni tóku allir þrír nemendur 7. bekkjar þátt en það eru þau Urður Elín, Elísa Rán og Mark Anthony.<br />

Krakkarnir tóku fyrst þátt í undankeppni hér í kirkjunni en þann 6. mars brunuðum við með fulla rútu af nemendum 6. og<br />

7. bekkjar til Hornafjarðar þar sem lokakeppnin var haldin. Við náðum ekki verðlaunasæti að þessu sinni en bæði<br />

keppendur og klapplið voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikils sóma.<br />

Tónskólinn<br />

Í janúar fengum við til okkar frábæra tónlistarkennara, þau Suncana og Charles Ross. Þau koma í skólann og kenna einn<br />

dag í viku, þar sem þau sinna einnig tónlistarkennslu annars staðar. Suncana og Charles eru alls með 22 nemendur úr<br />

1.-10. bekk auk þess sem þau kenna samsöng fyrir 1.-5. bekk. Nemendur eru m.a. að læra á gítar, trommur, píanó,<br />

úkúlele, fiðlu, bassa, blokkflautu og söng þannig að um fjölbreytt tónlistarnám er að ræða.<br />

Það var mikill hvalreki fyrir okkur að fá þau hjónin til starfa þó ekki sé um fulla kennslu að ræða í tónskólanum og bíða<br />

nemendur tónskólans alltaf spenntir eftir föstudögunum þegar Suncana og Charles birtast.<br />

9


BÓNDAVARÐAN<br />

FRÁ BROTTFLUTTUM DJÚPAVOGSBÚA<br />

Hugsað heim!<br />

Við sem fædd og uppalin erum á Djúpavogi vitum vel hversu gott það er að alast þar upp á milli klungu og kletta með<br />

Búlandstindinn formfagran vakandi yfir byggðinni.<br />

Mínar fyrstu minningar sem ungur drengur eru bundnar Ási en þar bjuggum við fjölskyldan fyrstu árin eða þar til við<br />

fluttum í Laufás á Þorláksmessu árið 1965 en þá var ég 5 ára. Á árum okkar í Ási stækkaði fjölskyldan jafnt og þétt og<br />

árið 1965 vorum við systkinin orðin sjö, fimm bræður og tvær systur. Ég man að vísu ekki eftir því þegar ég kom í heiminn<br />

en koma mín varð fjölskyldunni minnistæð. Þann 30. júní árið 1960<br />

var brakandi blíða á Djúpavogi og heyskapur í fullum gangi í Blánni.<br />

Mamma var að sjálfsögðu mætt með hrífuna en börnin voru<br />

hinsvegar hér og þar og m.a. voru Ragnar bróðir minn og Anna<br />

Sigrún eitthvað að bardúsa heima í Ási. Í miðjum heyskap þá varð<br />

mamma vör við að nú væri fjórða barnið að búa sig undir að koma í<br />

heiminn og dreif sig því heim. Þegar heim var komið þá beið hennar<br />

annað verkefni en að undirbúa fæðingu piltsins. Ragnar Jóhann og<br />

Anna Sigrún höfðu nefnilega skrúfað frá vatnskrana í Ási og gátu<br />

ekki skrúfað fyrir aftur og því var húsið á floti og flæddi vatn milli<br />

gólffjala og í stríðum straumi niður stigann. Á meðan pabbi náði í<br />

ljósmóðurina þá vatt mamma upp flóð frændsystkinanna og í<br />

framhaldi þess mætti strákur í heiminn.<br />

Öll börn á Djúpavogi þekktu ömmu í Hlíð, Guðnýju Finnbogadóttur Fjölskyldan í Laufási Djúpavogi<br />

frá Hofi í Öræfum. Mörg þeirra kölluðu hana einfaldlega Ömmu í Hlíð og hún var og verður örugglega alltaf amma<br />

Stefaníu Hilmars og systkinina frá Bár svo góð dæmi séu tekin. Sibba í Bár er mér líka alltaf svo minnistæð sem mikill<br />

máttarstólpi ömmu okkar. Að vera amma margra barna á Djúpavogi líkaði gömlu konunni einstaklega vel. Einhverra hluta<br />

vegna þá var ég það systkini sem var mest hjá ömmu og skottaðist upp brekkuna frá Ási á kvöldin til að vera hjá henni<br />

yfir nóttina. Á veturna var Alladín steinolíu ofninn kynntur í botn og síðan slökkt á honum áður en amma, ég og kisurnar<br />

fórum að sofa.<br />

10


BÓNDAVARÐAN<br />

Mér er minnisstætt að amma var alltaf á sauðskinsskóm og oft hljóp ég á eftir henni þegar hún var að eltast við kindur<br />

eða lömb en það var erfitt að halda í við hana á hlaupunum, svo frá var hún á fæti. Ég áttaði mig ekki á því þá en á<br />

þessum árum var gamla konan komin yfir sjötugt. Amma í Hlíð var mjög trúuð kona og á kvöldin þegar við voru að fara<br />

að sofa þá varð ég að vera hljóður á meðan við hlustuðum á Passíusálmana, þá kunni hún sennilega utanbókar. Einnig<br />

kenndi amma mér margar bænir sem voru gott veganesti fyrir lítinn peyja út í lífið. Ömmu var mjög í nöp við sígarettur<br />

og áfengi og mig minnir meira segja að Coca Cola hafi verið á<br />

bannlista hjá henni. Reykingum kynntist ég á unga aldri en ég mun<br />

hafa verið sex eða sjö ára þegar ég og vinur minn nöppuðum<br />

dýrindis vindlum. Við létum fara vel um okkur og reyktum þá<br />

fagmannlega í blíðunni fyrir neðan Grænuhlíð, mikið var þetta nú<br />

spennandi og gott. Vindillinn var púaður en þegar á leið fór ég að<br />

finna til í maganum og dróst heim til ömmu í Hlíð náfölur og slappur.<br />

Á meðan ég ældi eins og múkki þá spurði gamla konan hvað ég<br />

hefði eiginlega verið að gera? Nú, ég sagði ömmu að við vinirnir<br />

hefðum verið að reykja og ég held bara að amma hafi orðið fölari en<br />

ég þegar hún heyrði það. Nú leist gömlu konunni aldeilis ekki á<br />

blikuna, tilvonandi stórreykingarmaður var háttaður upp í rúm og<br />

gefin flóuð mjólk. Og þar sem ég lá undir sænginni þá bað gamla<br />

konan mig um að lofa því við Guðs orð að þetta gerði ég aldrei aftur!<br />

Því lofaði ég ömmu minni og við það hef ég staðið.<br />

Amma í Hlíð og Hrefna dóttir hennar og Ragnars Eyjólfssonar afa míns<br />

Það er ekki hægt að rifja upp góða tíma með ömmu í Hlíð nema að<br />

nefna í leiðinni Rúnu í Grænuhlíð sem allir á Djúpavogi þekkja. Hún var ömmu alltaf svo hjálpleg, blíð og góð. Rúna í<br />

Grænuhlíð er einstök kona.<br />

Að vera fæddur og uppalinn á litlum stað og í stórum hóp stórfjölskyldu, ættingja og vina er gjöfult og gott. Það segir<br />

sig sjálft að það var gott að búa á Djúpavogi. Því ef svo hefði ekki verið þá hefðum við hjónakornin ekki valið að setjast<br />

þar að árið 1982 og alið upp börnin okkar í örygginu á Djúpavogi.<br />

Það var því erfið ákvörðun að flytja burt með fjölskylduna árið 1998,<br />

eins rótgróin og við vorum orðin. Ræturnar sem liggja á Djúpavogi<br />

eru enn sterkar. Ég hef stundum sagt og meina það, að það hafi<br />

enginn annar staður við sjávarsíðuna á Austurlandi komið til greina<br />

til að búa á fyrir utan Djúpavog nema Seyðisfjörður. Tveir<br />

einstaklega tignarlegir og fallegir staðir með góðu mannlífi.<br />

Djúpivogur með fjölbreyttu klettaborgirnar og formfagran<br />

Búlandstindinn í baksýn og Seyðisfjörður með snotru gömlu húsin<br />

sem kúra milli bröttu háu fjallanna, Bjólfs og Strandartinds.<br />

Okkur fjölskyldunni finnst alltaf jafn vænt um að koma í gömlu<br />

heimabyggðina og það er notalegt að finna þá hlýju sem mætir<br />

okkur hvarvetna þegar við “komum heim”!<br />

Fjölskyldan á Seyðisfirði um síðustu jól<br />

Íbúum sveitarfélagsins óskum við alls velfernaðar á komandi tímum og erum handviss um að Djúpavogi muni farnast vel<br />

enda vandfundinn fallegri og betri staður.<br />

Ómar Bogason<br />

Seyðisfirði.<br />

VÍSNAGÁTA - LAUSNIR<br />

Sú léttari<br />

Lausnin er bátur<br />

Epli eru gjarnan skorin í „báta“<br />

Höfuðföt hermanna voru gjarnan kölluð bátar í „den“<br />

Menn auglýsa (einkum smá-) báta til sölu á bland.is<br />

„Bátur“ veltir sér á bárunum utan Búrsins í Vopnafirði<br />

Sú þyngri<br />

Lausnin er færi<br />

Menn þurfa að komast í „færi“, þegar þeir eru t.d. á skotveiðum<br />

Ég „færi“ hlut til (velti honum eða dreg á milli „hér og þar“)<br />

Flest viljum við gjarnan eiga tæki“færi“ í lífinu<br />

Í knattspyrnu (og mörgum fleiri boltaíþróttum“ er æskilegt að<br />

komast í „færi“ til að ná árangri.<br />

11


LIST ÁN LANDAMÆRA<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Síðustu ár hefur Djúpavogsskóli tekið þátt í verkefninu List án landamæra í tengslum við listasmiðju. List án landamæra<br />

er listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja athygli á því að allir eiga að hafa<br />

sömu tækifæri og öll erum við sérstök á okkar eigin hátt.<br />

Í ár ætla nemendur í 6. – 10. bekk í listasmiðju að sýna lágmyndir þar sem þeir tengja saman sérkenni Djúpavogshrepps<br />

og Orvieto á Ítalíu með áherslu á Cittaslow og sjálfbærni. Einnig ætla nemendur leikskólans að vera með í verkefninu eins<br />

og áður og verkin þeirra eru unnin út frá sjálfbærni og endurnýtingu.<br />

Hótel Framtíð hefur undanfarin ár lánað nemendum Djúpavogsskóla húsnæði fyrir sýninguna og hafa verkin fengið að<br />

vera þar til sýnis allt árið og vakið mikla athygli hótelgesta. Fyrir þeirra framlag er ég mjög þakklát. Ég hef trú á því að<br />

sýningin verði sérlega glæsileg í ár enda höfum við einstaklega áhugasama og skapandi nemendur hér í Djúpavogsskóla<br />

og sumir þeirra eru að taka þátt í sýningunni í fjórða sinn.<br />

Sýningin verður opnuð á Hótel Framtíð þann 1. maí næst komandi og verður nánar auglýst síðar.<br />

Ég tel það mjög mikilvægt, ánægjulegt og í anda Cittaslow að slíkur menningarviðburður sé árlegur í okkar samfélagi. Í<br />

svona starfi fá nemendur tækifæri til að vinna út frá fallegri hugmyndafræði og sýna verk sín öðrum. Svo gerir þetta mitt<br />

starf enn fjölbreyttara og skemmtilegra og er mikilvægur þáttur í að efla list- og verkgreina kennslu.<br />

Obba<br />

Frá áhaldahúsinu<br />

Þessa dagana standa margir í vorhreingerningum og því mikið að gera í<br />

flokkunarstöðinni.<br />

Íbúar eru beðnir að gæta þess að nota réttar lúgur og fylg ja leiðbeiningum svo<br />

komist verði hjá óþarfa tvíverknaði við flokkunina.<br />

Aðstoð og frekari upplýsingar eru veittar í áhaldahúsinu.<br />

Forstöðumaður<br />

12


BÓNDAVARÐAN<br />

CITTASLOW Í DJÚPAVOGSHREPPI<br />

Það er okkur bæði ljúft og skylt að auglýsa vel að Djúpavogshreppur sé Cittaslow sveitarfélag og það hefur vonandi ekki<br />

farið framhjá íbúum sveitarfélagsins. Markmið hreyfingarinnar er að auka á lífsgæði og ánægju fólk, heiðra sérstöðu,<br />

vitund og sjálfbærni og veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu viðnám. Með því að gerast aðili að<br />

Cittaslow-hreyfingunni skuldbindur bæjarfélag/sveitarfélag sig til að vinna að 72 viðmiðum sem sett eru fram í sjö<br />

mismunandi flokkum. Allar ítarlegri upplýsingar um Cittaslow aðild okkar og hugmyndafræði samtakanna má finna á<br />

heimasíðu sveitarfélagsins (www.djupivogur.is) en svo er einnig ætlunin að koma því á framfæri hér í Bóndavörðunni,<br />

sem er að gerast í málefnum Cittaslow í sveitarfélaginu.<br />

Aðild okkar að Cittaslow samtökunum vekur athygli út á við og ferða- og menningaramálafulltrúa berast reglulega<br />

fyrirspurnir varðandi aðild okkar, ýmist frá fulltrúum annarra sveitarfélaga eða gestum sem hafa komið á svæðið og vilja<br />

fræðast meira um Cittaslow. Sem dæmi um það þá var ferða- og menningarmálafulltrúa boðið sérstaklega á Mývatn til<br />

þess að kynna Djúpavog og Cittaslow og þá hafa nokkur sveitarfélög óskað eftir að við sendum frá okkur upplýsingar<br />

um hugmyndafræði samtakanna. Þá tekur ferða- og menningarmálafulltrúi þátt í alþjóðlegu samstarfi með öðrum<br />

Cittaslow sveitarfélögum á Norðurlöndunum þar sem fulltrúar landanna ræða m.a. hvernig vinna má með hugmyndafræði<br />

Cittaslow, ræða hugmyndir að viðburðum og kynningum og leiðir til frekari kynningar á Cittaslow innan og utan<br />

aðildarsveitarfélaga.<br />

Í Djúpavogshreppi er hægt að gerast Stuðningsaðili Cittslow en þar eru fjölmörg fyrirtæki í sveitarfélaginu sem öll hafa<br />

það að markmiði að vinna eftir hugmyndafræði samtakanna, taka þátt í að þróa verkefni og viðburði tengda Cittaslow og<br />

nota merki Cittaslow í kynningarefni sínu svo fátt eitt sé nefnt. Nú á vormánuðum er hugmyndin að víkka enn frekar út<br />

stuðningsaðilahópinn og mynda svokallað Cittaslow ráð á Djúpavogi. Þar geta íbúar tekið þátt í að þróa og vinna með<br />

hugmyndafræði Cittaslow og hvernig við getum saman unnið að því að framfylgja þeim viðmiðum sem samtökin setja.<br />

Eins og áður sagði þá þarf að vinna að því að uppfylla 72 viðmið sem skiptast í 7 flokka. Það er mismunandi eftir flokkum<br />

hversu auðvelt er að uppfylla skilyrðin, sum þeirra getum við auðveldlega uppfyllt, önnur krefjast ákveðinnar<br />

undirbúningsvinnu og enn önnur tekur svo mun lengri tíma að uppfylla.<br />

Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru þessir 7 flokkar og 1 viðmið úr hverjum flokki. Í næstu blöðum Bóndavörðunnar munum<br />

við halda áfram að kynna þessa flokka og fleiri viðmið er falla undir hvern flokk.<br />

Ferða- og menningarmálafulltrúi<br />

DJÚPAVOGSHREPPUR AUGLÝSIR / HREINSUNARÁTAK<br />

Hreinsunarátak á Djúpavogi hefst mánudaginn 10. <strong>apríl</strong> <strong>2017</strong>. Eru bæði íbúar og forsvarsmenn fyrirtækja hér með<br />

hvattir til að hreinsa lóðir sínar og lendur nú næstu daga og koma afrakstrinum að vegkanti, þar sem hann verður<br />

sóttur af starfsmönnum sveitarfélagsins og fjarlægður.<br />

Fyrsta ferð hreinsunartækis verður mánudaginn 10. <strong>apríl</strong> og sú síðasta miðvikud. 12. <strong>apríl</strong>. Tekið verður rusl við<br />

gangstéttir og lóðamörk miðvikudag, föstudag og mánudag í hreinsunarvikunni.<br />

Sveitarstjóri<br />

13


CITTASLOW Í DJÚPAVOGSHREPPI<br />

Cittaslow og grunnskólinn<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Þegar Djúpavogshreppur gerðist aðili að Cittaslow hreyfingunni varð Djúpavogsskóli í raun Cittaslowskóli þar sem allar<br />

stofnanir sveitarfélagsins eiga að máta sína vinnu inn í hugmyndafræðina og markmiðin sjötíu og tvö, sem lögð eru til<br />

grundvallar.<br />

Þar sem Djúpavogsskóli hafði verið Grænfánaskóli í nokkur ár þá passaði margt úr Cittaslow inn í þær hugmyndir og því<br />

inn í starfið hjá okkur. Það var svo haustið 2015 sem skólastjóri tók ákvörðun um að stíga skrefið lengra og finna leið til<br />

að máta Cittaslow inn í allt skólastarfið. Síðan þá hefur verið unnið markvisst að því að koma á tengslum við aðra<br />

Cittaslow skóla og máta markmiðin inn í skóla- og aðalnámsskrá.<br />

Eins og kannski margir vita þá fékk Djúpavogsskóli styrk úr Erasmus+ til að koma á tengslum við þrjá skóla í Orvieto á<br />

Ítalíu og fóru fjórir starfsmenn frá grunnskólanum ásamt tveimur starfsmönnum frá leikskólanum í heimsókn til Orvieto á<br />

í janúar.<br />

Orvieto er dásamlegur bær sem stendur að hluta til á kletti en þar búa um sex þúsund manns og restin kúrir undir<br />

klettinum í dreifðri byggð. Kannski ekki ólíkt því að um fimmtíu manns á Djúpavogi byggju á Brennikletti og restin þar um<br />

kring. Á miðjum klettinum stendur ein sú stærsta kirkja sem við stöllur höfum séð, hún fer ekki framhjá neinum ekki frekar<br />

en Búlandstindurinn okkar, nema auðvitað að það sé þoka sem við sáum ekki í Orvieto en þar var hins vegar svo dularfull<br />

og falleg birta, sem minnti örlítið á gosmengunina hérna um árið.<br />

Það var strax ljóst að við áttum ýmislegt sameiginlegt og það átti eftir að koma betur í ljós þegar við kynntumst<br />

heimamönnum og fórum í skólaheimsóknir. Ákveðið var að þessir skólar myndu vinna saman að ákveðnum verkefnum<br />

og á þessari vorönn erum við að vinna með matarsóun og aðra sóun. Kristrún sér um að vigta allan mat í mötuneyti<br />

skólans og skráir hjá sér. Lilja ætlar að sjá um að hjálpa nemendum að koma þeim tölum í tölfræði. Obba er byrjuð að<br />

undirbúa List án landamæra sem verður haldin í vor. Hennar nemendur eru að vinna með sérkenni Djúpavogs og Orvieto<br />

og útbúa listaverk þar sem þau tengja saman þessa tvö Cittaslow þorp og nota eingöngu efni sem til fellur. Systa<br />

tungumála gúrú er að koma á tengslum milli nemenda í gegnum samfélagsmiðla.<br />

14


BÓNDAVARÐAN<br />

Hluti af styrknum sem skólinn fékk fer í að taka upp heimildamynd um innleiðinguna og sér Greta Mjöll um þá vinnu.<br />

Starfsmenn Djúpavogsskóla voru hvergi hultir í Ítalíu heimsókninni fyrir myndavélinni hennar Grétu og þannig verður það<br />

eins í vor þegar nemendur í elstu bekkjum skólans heimsækja ítalska Cittaslow vini sína.<br />

Það er ánægjulegt að segja frá því að verkefnið í Djúpavogsskóla nýtur stuðnings frá alþjóðasamfélagi Cittaslow og hafa<br />

yfirmenn þar sýnt því áhuga sem fyrirmynd fyrir aðra Cittaslow skóla. Lesa má um það á heimasíðu Cittaslow.org.<br />

Við, starfsmenn í Djúpavogsskóla, trúum því að hugmyndafræði Cittaslow, með áherslur á hæglæti og virðingu fyrir<br />

náttúru og menningu, sé gott veganesti út úr grunnskólanum og við hlökkum til að taka skrefið enn lengra á næsta<br />

skólaári.<br />

Dóra og Obba<br />

Cittaslow leikskólinn Bjarkatún<br />

Hér í leikskólanum Bjarkatúni höfum við verið að vinna með Cittaslow í vetur. En hvernig gerum við það? Við byrjuðum á<br />

því að búa okkur til plakat sem á stóð Djúpivogur Cittaslow. Þórdís og Guðrún fóru í ferðalag og voru í 4 daga í burtu frá<br />

leikskólanum og voru börnin full viss um að þær væru í Ástralíu að skoða flóðhesta. Þegar þær komu svo heim var Þórdís<br />

með samverustund þar sem hún sagði frá og sýndi myndir frá ferðalaginu sem var til Orvieto á Ítalíu. Næsta skref var að<br />

setja inn allar þær upplýsingar sem við vissum um Cittaslow. Þetta gerðum við í samverustundum og höfðu börnin orðið.<br />

Á þessum fyrsta fundi komu 3 staðreyndir frá börnunum, hægt, snigill og að ganga á göngustígum eða gangstéttum. Í<br />

listasmiðju gerðum við snigla sem eru til sýnis í Landsbankanum. Í samverustundum höfum við vera að æfa okkur að<br />

syngja lag um snigla, í grennd fórum við á fund með Bryndísi ferða- og menningarmálafulltrúa á Djúpavogi og Páli Líndal<br />

umhverfissálfræðingi þar sem við fræddumst um Cittaslow. Þá var tekið næsta skref þar sem við bættum við upplýsingum<br />

á plakatið. Eins og sjá má á þessari mynd bættist hellingur við og allir orðnir fróðari um hvað Cittaslow er.<br />

Þau verkefni sem við erum að gera í anda Cittaslow er að minnka notkun plastpoka í leikskólanum með því að nýta<br />

taupoka undir blautan fatnað barnanna og skila foreldrar pokunum aftur inn á deild barnsins. Við erum að byrja að nýta<br />

bolapoka undir blautu fötin sem við ætlum að útbúa hér í leikskólanum. Á haustin erum við með gróðurreiti þar sem við<br />

ræktum kartöflur og alls kyns grænmeti sem börnin sjá um yfir sumarið en síðan fá þau að taka það upp á haustin og er<br />

það nýtt í hádegismat í leikskólanum daginn eftir upptöku. Við höfum unnið verkefni með matarsóun þar sem við kennum<br />

börnum að fá sér minna á diskinn og aftur ef þeim langar í meira og þannig að klára matinn sem þau fá sér í stað þess<br />

að henda honum, af því þau fengu sér alltof mikið. Öll börnin taka þátt í flokkun á endurvinnanlegu efni með aðstoð<br />

kennara. Við erum með grenndarkennslu þar sem hóparnir á eldri deildinni fara reglulega í gönguferðir um nágrennið þar<br />

sem þau læra að ganga um náttúruna, týna upp rusl sem við finnum á leið okkar og læra á náttúruna. Við höldum upp<br />

á bóndadag og konudag með því að bjóða í morgunverð, höldum þorrablót, bollu-, sprengi- og öskudag. Krakkarnir<br />

komust að því að dótadagur er Cittaslow enda samvinna við heimili og héldum við dótadag sem og allskonar<br />

öðruvísidaga. Börn og starfsfólk komumst að því að Cittaslow snýst um að njóta og láta sér líða vel.<br />

Guðrún<br />

15


BÓNDAVARÐAN<br />

baksviðs á<br />

HAMMOND 2016<br />

16


BÓNDAVARÐAN<br />

17


BÓNDAVARÐAN<br />

-<br />

Heillaskeyti á fermingardaginn<br />

Kvenfélagið Vaka er með skeyti til sölu fyrir fermingar<br />

~<br />

Í boði eru eftirfarandi textar:<br />

a) Innilegar hamingjuóskir með fermingardaginn. Bjarta framtíð.<br />

b) Guð blessi þér fermingardaginn og framtíðina. Kær kveðja.<br />

c) Hjartanlegar hamingjuóskir til fermingarbarns og fjölskyldu í tilefni dagsins. Kær kveðja.<br />

~<br />

Einnig er hægt að panta texta að eigin vali.<br />

Fermingarbörnin í ár eru :<br />

Askur Egilsson Borgarlandi 26<br />

Diljá Ósk Snjólfsdóttir Vörðu 12<br />

Guðrún Lilja Eðvarðsdóttir Hvannabrekku<br />

Íris Antonía Ólafsdóttir Markarlandi 8b<br />

Katla Rún Magnúsdóttir Borgarlandi 30<br />

Ragnar Björn Ingason Hrauni 3<br />

~<br />

Þór Albertsson<br />

Kápugili<br />

Móttaka fermingarskeyta er í síma :<br />

478-8124 - 849-3439 Bergþóra Birgisdóttir. (Má líka senda mér á fésbókinni )<br />

Verð pr. skeyti er 1200 kr. Hægt að leggja beint inná reikning Kvenfélagsins.<br />

0169-15-808877 kt. 441083-0339<br />

Fermt verður í Djúpavogskirkju á Skírdag 13. <strong>apríl</strong>.<br />

Byrjum að taka á móti pöntunum mánudaginn 10.<strong>apríl</strong> og verðum að<br />

fram til kl.12.00 á hádegi á Skírdag.<br />

Kvenfélagið Vaka<br />

@<br />

18


BÓNDAVARÐAN<br />

MÁLFAR TENGT DJÚPAVOGI<br />

Í síðasta blaði Bóndavörðunnar vorum við með umfjöllun um málfar tengt<br />

Djúpavogi. Sá pistill vakti mikla lukku og því leituðum við aftur til Guðrúnar<br />

Línberg, málfarsráðgjafa á Rúv og fyrrum Djúpavogsbúa og fengum að vita meira<br />

um málfar tengt staðnum. Það virðist vera af nægu að taka og ýmislegt fróðlegt<br />

sem kemur í ljós þegar farið er að grúska.<br />

Endurvinnsla<br />

Á ofanverðri nítjándu öld var Þorvaldur Thoroddsen jarðfræðingur við rannsóknir<br />

á Austurlandi en ferðasaga hans birtist í tímaritinu Andvara í ársbyrjun 1883. Frá<br />

Djúpavogi hélt hann í suðurátt að Hamarsfirði, ásamt föruneyti, þann 1. ágúst<br />

1882 og lýsti því sem fyrir augu bar. Frásögn Þorvalds er í bundnu máli en ég<br />

freistaðist til að fá að láni nokkur orð og binda hana niður. Það var nefnilega ljóð<br />

falið í textanum.<br />

Hamrabelti og klettaborgir<br />

klungur og urðir<br />

illar yfirferðar.<br />

Einkennileg líparítbjörg<br />

áður áföst fjallinu<br />

innan um grænir biksteinar.<br />

Basalthamrar allt í kring<br />

rauðleit skriða<br />

grænar og svartar æðar.<br />

Úr skriðunni,<br />

brimbarðir grjótgarðar<br />

dimmbláir hnullungar.<br />

Þau eru mörg orðatiltækin og uppruni þeirra misjafn. Eitt þeirra má rekja til orða vinnumannsins á Hamri en hér fyrir neðan<br />

má lesa meira um það.<br />

„Að standa eins og hundtyrki við Hamarsá“<br />

Enginn veit með vissu uppruna orðatiltækjanna 'grunaði ekki Gvend', 'kannski Eyjólfur hressist' og 'nú er setinn<br />

Svarfaðardalur'. En 'að standa eins og hundtyrki við Hamarsá' er hægt að rekja til Tyrkjaránsins, til ársins 1627 þegar<br />

víkingar frá Algeirsborg, stundum kallaðir Tyrkir, herjuðu á Djúpavog og nágrenni. Sagan segir að Þorsteinn, vinnumaður<br />

á Hamri, hafi þeyst með fram Hamarsánni og inn til Hamarsdals og ræningjarnir á eftir honum. Þorsteinn lagði í vatnsmikið<br />

fljótið og komst undan - en víkingarnir stóðu ráðalausir eftir á eyrinni – eða eins og hundtyrkir við Hamarsá.<br />

FRÉTTIR AF KVENFÉLAGINU VÖKU<br />

Okkur Vökukonum langar að segja ykkur frá starfsemi félagsins á nýliðnu ári 2016.<br />

Starfsárið okkar er frá október og fram í maí , fundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur er alltaf haldinn<br />

9.desember en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.<br />

Í dag eru 23 konur í félaginu á öllum aldri.<br />

Fastir liðir hjá félaginu eru sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó , sala á sumarblómum,<br />

kertasala , jólamarkaður og erfidrykkjur. Í nokkur ár höfum við einnig tekið að okkur að þrífa stikur á Öxi og í Berufirði og<br />

síðastliðið ár sáum við um veitingar á opnunardegi listasýningunnar Rúllandi snjóbolti/7.<br />

Á árinu 2016 styrktum við m.a. þessi verkefni:<br />

• 300.000.- kr. til kaupa á allskonar tækjum og tólum fyrir þróttamiðstöð Djúpavogs.<br />

• 300.000.- kr til kaupa á útileikföngum á leikskólanum.<br />

• Styrkir til einstaklinga námu samtals 900.000.- kr.<br />

• Bökuðum lummur inn í Hálsaskógi á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.<br />

Þökkum öllum sem tóku vel á móti okkur á árinu.<br />

Vökukonur.<br />

19


BÓNDAVARÐAN<br />

20


FRÉTTIR FRÁ NEISTA<br />

Það er ótal margt sem kemur í huga á undirrituðum þegar hann reynir að draga saman<br />

starfsemi Umf. Neista í einn stuttan pistil. Í raun væri hægt að gefa út sér blað sem fjallar<br />

um allt það góða starf sem á sér stað á vegum Neista. Ég mun því stikla á stóru og draga<br />

fram það sem fréttnæmast er.<br />

Undanfarið starfsár hefur verið gæfuríkt og farsælt. Margir liðir í starfsemi Neista eru fastir<br />

og gengu sinn vanagang. Spurningakeppnir, mótshöld, Alþjóðlegahreyfivikan. Allt þetta, og<br />

margir fleiri, eru viðburðir sem Neisti stendur fyrir og hafa gengið listavel. Þátttaka barna og<br />

fullorðinna er góð og maður fær sterkt á tilfinninguna að fólk sé almennt ánægt með þá<br />

vinnu sem Neisti vinnur fyrir sína sveit.<br />

Þessi vinna er að stórum hluta unnin af stjórn Neista sem samanstendur af virkum<br />

bæjarbúum. Ég legg mikið upp úr því að hrósa fyrir vel unnin störf. Því hrósa ég stjórninni sérstaklega fyrir óeigingjarna<br />

og skemmtilega vinnu sem gerir Neista að því sem hann er.<br />

Djúpivogshreppur er okkar helsti styrktaraðili. Án framlags hreppsins væri starfsemi Neista í þeirri mynd sem hún er í dag<br />

ógerleg. Neisti vill því þakka Djúpavogshreppi sérstaklega fyrir sinn myndarlega styrk og vonar að áframhaldandi<br />

samstarf verði gæfuríkt og farsælt. Einnig ber að þakka öllum öðrum styrktaraðilum og velunnurum fyrir allan stuðning.<br />

Þá ser í lagi Landsbankanum sem er aðalstyrktaraðili okkar úr atvinnulífinu. Starfsemin væri ekki á þeim skala sem hann<br />

er í dag án þeirra.<br />

Það er margt að frétta úr herbúðum Neista. Nýlega var haldinn aðalfundur þar sem fram kom að staða Neista er heilt yfir<br />

góð. Fjárhagurinn er tryggur og sú stefna að halda verðlagi í algjöru lágmarki stendur örugg. Nokkrir meðlimir stjórnar<br />

stigu til hliðar eftir gott starf og langar mig að nýta tækifærið og tilkynna að Neista vantar 2-3 nýja meðlimi í stjórn. Ég<br />

hvet alla sem áhuga hafa á íþróttum og æskulýð að íhuga þátttöku í stjórn. Þetta er skemmtilegt og verðugt verkefni.<br />

Til stendur að snarbæta aðstöðu Neista á komandi mánuðum þegar Golfskálinn verður færður í Blánna og leysir gamla<br />

góða skúrinn af. Þetta mun snarbæta aðstöðu og ímynd Neista og ber að fagna. Áætlað er að fara í framkvæmdir á<br />

næstunni og vonin er að nýja húsnæðið verði klárt til starfs með sumrinu.<br />

Neisti er öflugt félag. Það er öflugt vegna þess að allir í Djúpavogshreppi láta málefni félagsins sig varða og gefa af sér<br />

til að tryggja að íþrótta- og æskulýðsmál séu til fyrirmyndar. Góður þjálfari, góð stjórn og virkir íbúar eru hornsteinn öflugs<br />

ungmennafélags. Ég get staðfest að Djúpivogur uppfyllir öll þessi skilyrði og afraksturinn talar sínu máli.<br />

Áfram Neisti!!<br />

Fyrir hönd Neista,<br />

William Óðinn Lefever,<br />

Framkvæmdastjóri Neista.<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

21


AÐDRAGANDI OG FERÐALAG TIL NÝJA<br />

SJÁLANDS<br />

Eftir að hafa nokkrum sinnum vegna bakþreytu og anna almennt ætlaði ég að hætta rúningi nema á heimabúi. Í <strong>apríl</strong><br />

2014 hringdi rúningskennari Íslands til 40 ára, Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri í mig og bauð mér að taka þátt í<br />

rúningskeppni á Írlandi seinnipartinn í maí. Mér fannst hugmyndin fáránleg en lét tala mig til, fann fagmanneskju til að taka<br />

við minni vinnu hér heima og fór. Við kepptum tveir frá Íslandi á heimsmeistaramóti þar, höfðum báðir unnið<br />

rúningskeppni í Búðardal sem er sú eina á Íslandi. Tveir kepptu líka í opinni keppni sem er haldin samhliða aðalkeppninni<br />

til að fleiri geti tekið þátt. Í þessari ferð var okkur Íslendingum boðið að taka þátt í Heimsmeistaramóti á Nýja Sjálandi í<br />

janúar<strong>2017</strong>. Við þetta vaknaði áhugi á að kynnast betur rúningi erlendis og fórum við sex saman til Skotlands sumarið<br />

2015 og tókum þar þátt í rúningsnámskeiði og keppni. Í þessum hópi var rúningsfólkið Hafliði, Heiða Guðný og Julío.<br />

Lilja Grétarsdóttir og Julió búa á Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit og sáu þau alfarið um skipulag ferðarinnar.<br />

Guðmundur sá um skráningu í mótið á<br />

Nýja Sjálandi en eftir að hafa kannað<br />

áhuga hjá nokkrum virtist enginn hafa<br />

áhuga nema við Heiða Guðný. Ferðin<br />

var svo skipulögð af okkur sem fórum,<br />

með aðstoð frá Lilju.<br />

Til að gera sem mest úr þessu langa<br />

ferðalagi yfirgáfum við búskapinn 3.<br />

janúar og flugum í fjórum áföngum til<br />

fyrirheitna landsins alls 27 tímar á flugi.<br />

Á Nýja Sjálandi var há sumar og farið að<br />

styttast í verslunarmannahelgi og hitinn<br />

fór yfir tuttugu gráður seinnipartinn<br />

flesta daga.<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Á flugvöllinn í Christ Churtch sótti okkur<br />

Heiðu og (Austurríkismann sem var í<br />

sömu hugleiðingum og við)<br />

rúningsverktaki sem hafði tekið okkur<br />

að sér í rúmar tvær vikur með milligöngu mótshaldara. Hann flutti okkur til þorps á miðri austurströnd suðureyjar, í mjög<br />

gamalt hús sem er notað eingöngu fyrir starfsfólk. Mikill fróðleikur valt uppúr verktakanum á leiðinni en sá fróðleikur lá<br />

að mestu um blómleg landbúnaðarhéruð, lítið af fróðleiknum náði okkar eyrum því framburðurinn á enskunni er svo<br />

frábrugðin því sem við höfum áður heyrt. Heiða náði þó að skilja eitthvað og túlkaði eftir bestu getu þrátt fyrir mikla syfju<br />

eftir langt ferðalag.<br />

Næsti dagur var sunnudagur og frí hjá rúningsgenginu (bara unnið sex daga vikunnar, átta tíma á dag plús ferðir og<br />

matartíma og því stundum 12 tíma dagar í allt. Þó er reynt að hafa laugardagana styttri.Við skoðuðum okkur um og<br />

fengum brýnslunámskeið um kvöldið en allir þurfa að hafa kamba og fjörutíu hnífa klára fyrir hvern rúningsdag. Við notum<br />

yfirleitt mun minna hér heima því það er ekki svona mikið ryk í ullinni hér.<br />

Fyrsti vinnudagur hófst með kynnisferð á eitt af búunum sem verktakinn sér um (hann er með 20 til 30 rúningsmenn í<br />

vinnu allt árið og er fjöldinn misjafn eftir árstímum, ásamt aðeins færra starfsfólki í ullarflokkun og frágangi) þar voru sex<br />

rúningsstöðvar, hávær tónlist og mikið fjör, við fengum að klippa nokkrar kindur. Síðan var fjallarúntur (átti að sýna okkur<br />

kengúrutegund sem var flutt inn frá Ástralíu og er að fjölga sér hratt við litlar vinsældir sauðfjárbændanna vegna<br />

samkeppni um beitina) Við sáum engar en það tókst viku síðar. Dagurinn endaði svo í rúningshúsi þar sem voru tvær<br />

klippur og skiptumst við þrjú því á að rýja 70 stórar og frekar ær og lömbin undan þeim.<br />

Á Nýja Sjálandi eru tæpar 4 milljónir af ám og hrútum, mikið af ánum rúnar á átta mánaða fresti, hluti þeirra er rúinn á<br />

sex mánaða fresti og sumar bara einu sinni á ári, lömbin eru flest rúin nokkrum vikum fyrir slátrun. Ullin af lömbunum<br />

er það lítil af magni og verðmætum að hún borgar ekki rúningslaunin, hún er bara tekin til að hraða vexti lambanna (hitinn<br />

gerir þau annars löt á beitinni)<br />

Við unnum þessar tvær vikur utan einn dag vegna rigningar. Ég rúði mun fleiri lömb en ær og var sagt að það væri betri<br />

æfing fyrir keppni (erfiðara að halda öllum tindum kambanna í einu á skinninu þegar kropparnir eru litlir).<br />

22


BÓNDAVARÐAN<br />

22. janúar sóttum við Guðnýju Grétu og Höllu á flugvöllinn, leigðum okkur lítinn húsbíl og fórum af stað í ferðalag. Til<br />

norðurs inn á svæðið þar sem jarðskjálftinn var í nóvember, vegirnir voru hæðóttir eins og íslenskir malarvegir á íslandi<br />

að vori eftir frostavetur, skriður höfðu fallið og á nokkrum stöðum þurfti að fara hjáleiðir. Verið var að laga vegina og<br />

þeir lokaðir á meðan, undir kvöld komum við að lokunarskilti enga hjáleið að sjá en vörður var skammt frá ég fór og<br />

spurði hvort hann vissi hvort yrði lokað lengi, hann taldi svo vera, þurfum við að bíða marga klukkutíma spurði ég já<br />

segir vörðurinn, ég aðeins farinn að stressast upp vegna þess að ferðaplanið væri nú farið úr skorðum og spurði því<br />

hvenær hann héldi að yrði opnað, kannski eftir ár ef vel gengur var svarið. Þrátt fyrir mikinn aukakrók náðum við ferjunni<br />

til Norðureyju á réttum tíma, þar heimsóttum við Svavar Ingólfsson sem fyllti okkur af fróðleik og upplifun í heilan dag.<br />

Helgina fyrir keppni mættum við á stóran búgarð ,þar sem eru fjörutíu og tvö þúsund ær og sjöhundruð holdanaut.<br />

Þar voru mótshaldarar búnir að skipuleggja æfingadaga. Var lögð áhersla á að ná þar saman fólki sem ekki hefur rúning<br />

að aðalatvinnu ,þarna voru nokkrir fyrrverandi heimsmeistarar sem miðluðu fræðunum .<br />

Áfram hélt ferðalagið með náttúruskoðun og afþreyingu, á tveimur og hálfri viku vorum við búin að fara í hellaskoðun til<br />

að sjá sjálflýsandi orma, skoða fjós, fara í fallhlífarstökk, skreppa í þyrluflug til að sjá hæsta fjall Nýja Sjálands, fórum í<br />

rafting, hraðbát, árabát, kláfferju, fjallgöngu og sáum mjög merkilegt listasafn í skrúðgarði . Ásamt mörgu öðru eins og<br />

vera ber á ferðalagi.<br />

Keppnin var svo níunda til ellefta febrúar í mjög stórri íþróttahöll syðst á suðureyju, öll aðstaða hreinlæti og virðing var<br />

eins og um heimsmeistaramót í handbolta eða einhverri annarri mikils metinni íþróttagrein væri að ræða. Keppt var í<br />

flokkun og frágangi á ull, vélrúningi og handklippurúningi. Þegar úrslitin fóru fram í vélrúningnum þá fylltist allt af<br />

áhorfendum 18 þúsund manns sagði einhver og stemming eftir því. þarna fórum við þrisvar upp á svið, rúðum fimm<br />

lömb fyrsta daginn, fimm ær í sex mánaða ull næsta dag og fimm ær í heilsársull síðasta daginn. Í keppnina mættu<br />

keppendur frá þrjátíu og tveimur löndum, aðeins tveir frá hverju landi mega taka þátt. Mér gekk best með lömbin náði<br />

þar 35. Sæti en í heildina varð ég í 39. Og Heiða í 53. Heimferðin var svo jafnlöng og leiðin út, nokkra daga tók að<br />

snúa sólahringnum aftur við eftir að heim var komið.<br />

Hafliði Sævarsson<br />

HUGVEKJA FYRIR SUMARIÐ<br />

Íbúar Djúpavogshrepps munið að rækta hæglætishreyfinguna í sjálfum ykkur og sýnið gestum okkar vinsamlegt viðmót<br />

og ríka þjónustulund þegar þeir heimsækja okkur, hvort sem þeir koma á Hammond, í fermingu eða eru á ferðalagi um<br />

landið. Óháð því frá hvaða bæjarfélagi, landi eða heimsálfu þeir koma. Cittaslow leggur áherslu á að bæjarbúar sýni<br />

vinsamlegt viðmóti. Gleymum því ekki að ferðamaðurinn sem heimsækir okkur á stóran þátt í uppbyggingu í<br />

sveitarfélaginu, bæði í þorpinu og í dreifbýli. Með fjölgun ferðamanna er nú meiri í sveigjanleiki í þjónustu, opnunartími<br />

verslana er lengri, vöruverð lægra og störfum hefur fjölgað, beint og óbeint. Höfum gaman að þessu og sýnum gestrisni<br />

árið um kring.<br />

Sýnum gestrisni allt árið um kring.<br />

Rán Freysdóttir, formaður atvinnumálanefndar<br />

23


BÓNDAVARÐAN<br />

HANS JÓNATAN OG MAÐURINN SEM STAL<br />

SJÁLFUM SÉR<br />

Við þekkjum flest, ef ekki öll, söguna um Hans Jónatans og dvöl hans á Djúpavogi. Nú er komið að frumsýningu á<br />

heimildarmynd um Hans Jónatan og ber myndin nafnið Hans Jónatan – maðurinn sem stal sjálfum sér. Frumsýningin<br />

verður á Havarí í Berufirði þann 19. <strong>apríl</strong> kl. 20:00.<br />

Bóndavörunni langaði til þess að forvitnast um gerð myndarinnar og<br />

hvernig bókinni um Hans Jónatan hefur verið tekið og leituðum við því til<br />

höfundar bókarinnar, Gísla Pálssonar og höfunda heimildarmyndarinnar<br />

en það eru hjónin Bryndís Kristjánsdóttir og Valdimar Leifsson. Greinar<br />

þeirra má lesa hér fyrir neðan.<br />

Djúpivogur – og maðurinn sem stal sjálfum sér<br />

Á undanförnum tveimur árum hafa farið fram kvikmyndatökur á Djúpavogi<br />

og nágrenni fyrir mynd um Hans Jónatan, manninn sem fæddist sem þræll<br />

á St. Croix eyju í Karíbahafi árið 1784 en tókst að sleppa frá þrældómnum<br />

og settist þá að á Djúpavogi árið 1802.<br />

Styrktarsjóður Hans Jónatans<br />

Gísli Pálsson mannfræðingur skrifaði bók um Hans Jónatan sem kom út<br />

fyrir jólin 2015 – Hans Jónatan – maðurinn sem stal sjálfum sér. Haldið<br />

var upp á útkomu bókarinnar í Löngubúð í nóvember það ár að viðstöddu<br />

fjölmenni. Á meðan Gísli var ennþá með bókina í smíðum kom upp sú<br />

hugmynd hjá honum að helst þyrfti að gera kvikmynd um sögu Hans<br />

Jónatans og hann hafði þá samband við Valdimar Leifsson<br />

kvikmyndagerðarmann sem strax leist vel á hugmyndina. Niðurstaðan<br />

varð sú að farið yrði í að leita leiða til að fjármagna gerð heimildamyndar<br />

og var þá fyrst leitað til afkomenda Hans Jónatans. Þar drifu menn í að<br />

koma á fót styrktarsjóði Hans Jónatans sem fólk greiddi í eftir efnum og<br />

aðstæðum og hefur þessi sjóður orðið til þess að hægt var að ráðast í<br />

gerð myndarinnar. Valdimar rekur kvikmyndagerðarfyrirtækið Lífsmynd og<br />

með honum starfa þar kona hans, Bryndís Kristjánsdóttir, og sonur þeirra<br />

Arnar Steinn. Bryndís vann handrit að myndinni eftir bók Gísla en Arnar<br />

sér um framkvæmda- og tæknihlið mála hjá kvikmyndagerðinni.<br />

Fetað í fótsporin<br />

Myndin er þannig upp byggð að fylgt er í fótspor Hans Jónatans eins og<br />

hægt er, þar sem m.a. var farið með hóp afkomenda til St. Croix, Gísla fylgt<br />

eftir í Kaupmannahöfn þar sem hann leitar að skjölum og kemur við á<br />

stöðum sem snerta sögu Hans Jónatans og svo á Djúpavogi þar sem<br />

Hans Jónatan settist að, vann í versluninni í Löngubúð, kvæntist og<br />

eignaðist börn.<br />

Nokkrir afkomendur Hans Jónatans, sem nú eru rúmlega 1000 að tölu,<br />

koma fram í myndinni og segja frá því sem þeir vita um forföður sinn,<br />

hvernig það hafi verið að feta í fótspor hans og svo að kynnast<br />

ættmennum sem þeir vissu ekki fyrr að væru til.<br />

Hans Jónatan, assistant í Löngubúð, hittir Katrínu sem seinna verður<br />

konan hans.<br />

Government House: Valdimar að mynda Hans Jónatan sem barn í<br />

landsstjórahúsinu á St. Croix.konan hans.<br />

Hópur afkomenda Hans Jónatans, frá Íslandi og Bandaríkjunum,<br />

við skírnarfontinn sem Hans Jónatan var skírður úr<br />

Til að ná fram dramatík voru nokkrir mikilvægir atburðir í lífi Hans Jónatans sviðsettir, s.s. þar sem hann sem ungur<br />

drengur elst upp í íburðarmiklum híbýlum á St. Croix og í Kaupmannahöfn – þó ekki sem frjáls maður – og þegar hann<br />

fær starf sem assistant hjá kaupmanninum á Djúpavogi, kynnist ástinni í lífi sínu – Katrínu hreppsstjóradóttur og gerist að<br />

lokum bóndi í Djúpavogshreppi.<br />

Frumsýning á Djúpavogi<br />

Allri vinnu við myndgerðina var lokið um áramótin 2016/<strong>2017</strong>. Þá hafði verið samin við hana tónlist og hún talsett bæði<br />

á íslensku og ensku, með von um að hægt sé að fá hana sýnda á erlendum sjónvarpsstöðvum. Frumsýning myndarinnar<br />

verður að sjálfsögðu á Djúpavogi, eða á Havaríi þann 19. <strong>apríl</strong> kl. 20:00 eða að kvöldi síðasta vetrardags og rétt við<br />

upphaf Hammond hátíðarinnar, að viðstöddum aðstandendum myndarinnar og bókarinnar. Myndin verður svo sýnd síðar<br />

í Reykjavík og RÚV hefur keypt sýningarrétt að henni.<br />

Bryndís Kristjánsdóttir<br />

24


BÓNDAVARÐAN<br />

25


SKEMMTIFERÐASKIP Á DJÚPAVOGI<br />

Eins og íbúar sveitarfélagsins hafa eflaust tekið eftir þá þykir það í dag nokkuð algeng sjón að hér sé skemmtiferðaskip,<br />

ýmist við bryggju í Gleðivík eða í Berufirðinum en svo hefur nú ekki alltaf verið. Sveitarfélagið hefur frá árinu 2007 unnið<br />

markvisst að því að fjölga komum skemmtiferðaskipa á Djúpavog en það ár kom eitt skip á Djúpavog með um 1100<br />

farþega. Árið 2007 gerðist sveitarfélagið aðili að Cruise Iceland samtökunum en það eru samtök hafna og fyrirtækja sem<br />

vilja koma Íslandi á framfæri sem áfangastað skemmtiferðaskipa og vinna markvisst að kynningar- og markaðsstarfi í<br />

þeim tilgangi. Frá þessum tíma liðnum hefur fjöldinn aukist jafnt og þétt og nú í sumar er gert ráð fyrir 26 skipakomum<br />

og er það metfjöldi í komum hér á Djúpavog.<br />

Í töflunni hér til hliðar má sjá yfirlit yfir fjölda<br />

gesta sem komu með skemmtiferðaskipum<br />

á Djúpavog árin 2009 til 2016 en einnig<br />

sýnir taflan áætlaðan fjölda gesta fyrir árin<br />

<strong>2017</strong> og 2018.<br />

BÓNDAVARÐAN<br />

Árið 2009 komu tvö skip til Djúpavogs,<br />

farþegafjöldinn var alls 1484 gestir og<br />

áhafnarmeðlimir samtals 742. Árið á eftir<br />

(2010) komu þrjú skip en þó var<br />

farþegafjöldinn samtals heldur færri eða<br />

612 gestir og samtals 324 í áhöfn. Árið<br />

2011 fjölgaði gestum umtalsvert en þá voru<br />

skipin alls þrjú og þar af eitt með um 1200<br />

gesti. Það ár komu samtals 2514 gestir og<br />

áhafnarmeðlimir voru 1271. Árið 2012<br />

lækkaði talan yfir gesti og áhöfn en jókst svo<br />

aftur næstu árin. Árið 2014 voru sjö<br />

skipakomur með alls 2850 gesti og 1492<br />

áhafnarmeðlimi, árið 2015 voru komurnar<br />

þremur fleiri, fjöldi gesta 3598 og<br />

áhafnarmeðlimir 1847. Síðastliðið ár voru<br />

sextán skipakomur og alls 4196 gestir og<br />

2268 í áhöfn og nú í sumar er svo gert ráð<br />

fyrir 26 skipakomum og alls 9520 gestum<br />

og 5067 áhafnarmeðlimum. Bókanir eru<br />

þegar farnar að berast fyrir næsta ár og árið<br />

2018 eru skráðar tuttugur skipakomur og<br />

reikna má með því að sú tala eigi eftir að<br />

verða hærri því enn eru að berast bókanir.<br />

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit með öllum helstu upplýsingum yfir<br />

skipakomur sumarsins:<br />

Tekjur af skemmtiferðaskipum hafa að sama<br />

skapi aukist með fjölgun skemmtiferðaskipa<br />

en þó þarf að hafa í huga að tekjurnar taka<br />

mið af nokkrum þáttum, til dæmis stærð<br />

skips, og því segir fjöldi skipa ekki endilega<br />

alla söguna. Árið 2009 voru tekjur af<br />

skemmtiferðaskipum í Djúpavogshöfn ríflega<br />

800.000 kr. en árið 2011 var þessi tala<br />

komin upp í rétt rúmlega 1,6 milljón króna.<br />

Tekjurnar lækkuðu aftur á móti árið 2012<br />

enda voru aðeins tvö skip það ár. Frá árinu<br />

2013 hafa tekjurnar hins vegar aukist með<br />

hverju árinu en það ár voru tekjur af<br />

skemmtiferðaskipum tæplega 1,7 milljón<br />

króna. Árið 2014 var þessi tala orðin 2,7<br />

milljónir króna og árið 2015 hækkaðu<br />

heildartekjur af skemmtiferðaskpum um<br />

milljón frá fyrra ári, voru 3,7 milljónir króna.<br />

26


BÓNDAVARÐAN<br />

Á síðastliðnu ári, 2016, voru heildartekjur af skemmtiferðaskipum rétt undir 5 milljónum króna og með auknum fjölda árið<br />

<strong>2017</strong> og stærri skipum má því gera ráð fyrir að þessi tala hækki enn frekar.<br />

Frá upphafi þessa verkefnis var talað um<br />

að það þyrfti þolinmæði og elju til þess<br />

að halda áfram að vinna að fjölgun<br />

skemmtiferðaskipa á fyrstu árunum, því<br />

það tæki nokkur ár fyrir okkur að sjá<br />

árangur. Ýmsir reyndir aðilar úr<br />

bransanum nefndu að meta ætti<br />

árangurinn eftir fimm til sjö ár og skoða<br />

þá fjölgunina og staðreyndir varðandi<br />

upplifun gesta. Nú, að þeim tíma liðnum<br />

má glöggt sjá árangurinn, eins og taflan<br />

hér að ofan sýnir. Við vitum fyrir víst að<br />

þeir gestir sem hingað hafa komið eru<br />

flestir ánægðir með þennan áfangastað,<br />

við fáum lof fyrir náttúruna, mannlífið og<br />

fallega litla þorpið okkar.<br />

Bryndís Reynisdóttir,<br />

Ferða-og menningamálafulltrúi<br />

Langabúð um Hammond<br />

Opið sumardaginn fyrsta, föstudag & laugardag frá kl. 14:00-18:00<br />

Kræsingar í kökuborðinu, kaffi & kósý<br />

Sumardaginn fyrsta: krakkabíó kl. 15:00<br />

Föstudagur: open mic/karíókí - láttu vaða!<br />

Laugardagur: open mic/karíókí - láttu vaða!<br />

Taktu myndir & notaðu #hammondhatið<strong>2017</strong> & myndin þín rúllar á skjánum í Löngubúð<br />

27


BÓNDAVARÐAN<br />

ÓBYGGÐASETUR ÍSLANDS<br />

Allir vilja upplifa ævintýri<br />

Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal hefur vakið<br />

mikla athygli frá því það opnaði formlega<br />

síðastliðið sumar. Fjallað hefur verið um það<br />

bæði í þekktum erlendum fjölmiðlum sem og<br />

innlendum. Nýverið hlaut það síðan hin<br />

eftirsóttu Nýsköpunarverðlaun Samtaka<br />

ferðaþjónustunnar árið 2016. Verðlaunin voru<br />

afhent af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta<br />

Íslands við hátíðlega athöfn í Reykjavík.<br />

Á Óbyggðasetrinu hefur verið sköpuð<br />

ævintýraveröld sem byggir á einstökum sögum<br />

og nálægðinni við óbyggðirnar. "Hér geta gestir<br />

komið í kyrrðina til að skynja og upplifa núið með því að ganga inn í fortíðina, fræðast um lífið heimavið, njóta afþreyingar,<br />

eins og að renna sér á endurgerðum kláf yfir Jökulsá, fara í reiðtúr um svæðið eða sofa á safni“ segja þau Arna Björg<br />

Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson, forsvarsmenn Óbyggðasetursins.<br />

Rætur beggja liggja á landsbyggðinni og saman deila þau ástríðu fyrir náttúru og sögu landsins. Þau settu sér það<br />

markmið strax í upphafi að bjóða upp á heildarupplifun í gegnum fjölbreytta afþreyingu og þjónustu. Gestum gefst til að<br />

mynda kostur á að gista á baðstofulofti og í endurgerðu gömlu íbúðarhúsi. Í eldhúsi og betri stofum heimilisins er boðið<br />

upp á veitingar. Auk þess eru í boði skemmri og lengri ferðir allan ársins hring. Í sumar opnuðu þau síðan einstaka<br />

upplifunarsýningu um líf í óbyggðum og við jaðar þeirra.<br />

Nokkrum ársverkum var varið í heimilda- og<br />

þróunarvinnu, þar sem fjöldi aðila á sviði<br />

menningar, sagnfræði og náttúru lagði fram<br />

liðsinni sitt og veitti ráðgjöf og aðstoð.<br />

Þegar hjónin höfðu fullhannað sýningu og<br />

umhverfi voru fengnir til leiks listamenn og<br />

leikmyndasmiðir til að skapa þá<br />

ævintýraveröld sem nú hefur risið í<br />

Norðurdal. „Það vilja allir láta koma sér á<br />

óvart, ungir sem aldnir, upplifa ævintýri og<br />

fræðast um raunverulegar sögur í lifandi<br />

umhverfi" segja Arna og Steingrímur.<br />

Það má segja að á Óbyggðasetrinu séu<br />

framleiddar minningar. Upplifun sem byggir<br />

á raunverulegum sögum sem miðlað er á<br />

skapandi hátt og skilar sér tilbaka. Á<br />

bænum bjuggu 9 af 14 systkinum félagsbúi<br />

til dánardags. Þau voru sjálfbjarga um flest,<br />

liðtæk við hönnunar-og smíðavinnu, nýsköpunarhæfileikum þeirra var viðbrugðið, listrænu auga, nýtni og skyggnigáfum.<br />

„Við höfum fengið til okkar fjölda ánægðra gesta sem fara á brott margs vísari og vonandi með meiri skilning en áður á<br />

náttúru, sögu og þeirri tilfinningu að hafa upplifað eitthvað einstakt og ekta“ segja þau Arna og Steingrímur.<br />

Óbyggðasetrið er opið á veturnar fyrir minni og stærri hópa. „Það er alveg upplagt að heimsækja okkur á Óbyggðasetrið<br />

hvenær sem er ársins, það hentar til dæmis vinahópum og fyrirtækjum að bjóða upp á hvata- eða vinnuferðir og koma<br />

hingað í heimsókn. Við höfum einnig í boði pakka sem eru sérsniðnir að ferðum slíkra hvata- og vinnuhópa eða<br />

svokallaða skemmti- og upplifunarpakka“ segja þau Arna og Steingrímur. Staðurinn er hugsaður þannig að auðvelt er að<br />

setja upp funda- og fyrirlestraraðstöðu í óhefðbundnum umhverfi með skjávörpum og ljósleiðaratengingu.<br />

Óhætt er að ætla að Óbyggðasetrið muni skapa enn frekari segul fyrir áfangastaðinn Austurland.<br />

Arna Björg Bjarnadóttir og Steingrímur Karlsson<br />

28


BÓNDAVARÐAN<br />

HVAÐ ER AÐ GERAST....... Í VIÐ VOGINN?<br />

Stútfull af hugmyndum tók ég við rekstrinum á Við Voginn í maí 2016. Ég setti allt á fullt í framkvæmdir en á sama tíma<br />

fylltist þorpið af ferðamönnum svo öll plön voru sett á pásu meðan mesti ferðamannastraumurinn gekk yfir. Í haust hófst<br />

svo vinna við breytingarnar hægt og rólega á ný. Þessi tími frá maí hefur verið einstaklega lærdómsríkur og fjörugur. Það<br />

hefur ýmislegt breyst síðan hún mamma rak þessa verslun á sínum tíma. En veturinn var góður tími til þess að átta sig á<br />

hvernig best er að hafa hlutina. Það var því bara nokkuð gott að ekki gafst tími til að klára verkið á síðasta ári.<br />

Nú höfum við gert stefnubreytingu í rekstrinum; markmiðið er að leggja áherslu á góðan mat sem er sem mest úr hráefni<br />

í okkar nærumhverfi, fallega framsettur og á góðu verði. Heimilismaturinn verður að sjálfsögðu á sínum stað í hádeginu<br />

og þar verður góður “mömmumatur” í fyrirrúmi ásamt dásamlegum eftirréttum. Barnamatseðill verður settur upp með<br />

spennandi og hollum réttum fyrir krakka undir 12 ára aldri.<br />

Við erum búin að opna á enn betra útsýni fyrir gestina og vinnum nú hörðum höndum að því að klára að gera huggulegt<br />

inni hjá okkur. En það er erfitt að keppa við þetta frábæra útsýni sem við höfum yfir höfnina, þorpið, sjóinn og fjöllinn. Við<br />

ætlum að keppast við að framreiða góðan mat og leggjum áherslu á frábæra þjónustu. Við hlökkum mikið til að geta sýnt<br />

okkur og sannað á næstu mánuðum. Okkur þykir mjög vænt um að heyra frá ykkur heimamönnum; við viljum heyra frá<br />

ykkur til að við getum bætt okkur og þjónað ykkur sem best. Við erum stolt af því að vera á Djúpavogi og að vera<br />

Cittaslow - við förum bjartsýn og jákvæð inn í fyrsta sumarið okkar með nýju fólki, innréttingum og útsýni.<br />

Lífið er ljúft!<br />

Rán Freysdóttir<br />

VIÐ VOGINN<br />

kynnir nýjungar um Hammond:<br />

Brunch<br />

frá 11:00-14:00 Sumardaginn fyrsta, föstudag, laugardag og sunnudag.<br />

Heimilismatur, hamborgarar, hollusta og eitthvað fyrir börnin.<br />

Nýr og ferskur matseðill í nýju og fersku útliti/útsýni.<br />

Opnunartími yfir Hammond:<br />

09:00 - 21:00 virka daga<br />

10:00 - 21:00 helgar<br />

Sjáumst á Hammond<br />

Dönsum okkur svo inn í nóttina á föstudagas og laugardagskvöldið.<br />

Nánar auglýst síðar<br />

29


BÓNDAVARÐAN<br />

30


BÓNDAVARÐAN<br />

HAMMONDHÁTÍÐ <strong>2017</strong><br />

STAÐSETNING VIÐBURÐA & ÞJÓNUSTU<br />

14<br />

5<br />

15<br />

3<br />

4<br />

12<br />

10<br />

11<br />

9<br />

1<br />

7<br />

13<br />

2<br />

1<br />

HÓTEL FRAMTÍÐ<br />

9<br />

VIÐ VOGINN<br />

2<br />

DJÚPAVOGSKIRKJA<br />

10<br />

KJÖRBÚÐIN<br />

3<br />

LANGABÚÐ<br />

11<br />

VÍNBÚÐ<br />

4<br />

TRYGGVABÚÐ<br />

12<br />

BAKKABÚÐ<br />

6<br />

5<br />

RAFSTÖÐIN<br />

13<br />

JFS HANDVERK<br />

6<br />

HAVARÍ<br />

14<br />

BONES STICK & STONES<br />

8<br />

7<br />

SUNDLAUG<br />

15<br />

STEINASAFN AUÐUNS<br />

8<br />

SKOTSVÆÐI<br />

31


UTANDAGSKRÁ HAMMONDHÁTÍÐAR <strong>2017</strong><br />

Miðvikudagur 20. <strong>apríl</strong><br />

20:00 Frumsýning á heimildarmynd um Hans Jónatan – Havarí, Berufirði<br />

22:00 Rafstöðin - Opnunarteiti, MC Póló þeytir skífum<br />

Fimmtudagur 21. <strong>apríl</strong> - sumardagurinm fyrsti<br />

10:00 765 hlaupið – Hefst við rafstöðina á Teigum, hlaupið yfir hálsana og komið niður í réttinni í Hamarsfirði,<br />

þaðan er farið eftir gamla veginum meðfram Strýtu og endað í skógræktinni. Vegalengd 7,65<br />

10:00 Tófumót á skotsvæði Skotmannafélags Djúpavogs<br />

11-14:00 Bröns í Við Voginn<br />

13:00 Kökubasar nemendur í 8-10. bekk í Kjörbúðinni<br />

15:00 Langabúð – Krakkabíó<br />

21:00 Hammondhátíð<br />

Föstudagur 22. <strong>apríl</strong><br />

11-14:00 Bröns í Við Voginn<br />

14-18:00 Langabúð – Opinn míkrafónn<br />

15-17:00 Tryggvabúð – Vöfflukaffi í umsjá eldri borgara<br />

21:00 Hammondhátíð.<br />

00:00 Eftirpartý eftir tónleika í Við voginn<br />

Laugardagur 23. <strong>apríl</strong><br />

10:00 Skotmót á skotsvæði Skotmannafélags Djúpavogs<br />

10:00-12:00 Timburmannaganga um Búlandsnes á vegum Ferðafélags Djúpavogs – gerir öllum gott í hvað ástandi sem þeir<br />

kynnu að vera. Lagt af stað frá Við Voginn<br />

11-14:00 Bröns í Við Voginn<br />

12:00 Edrúlífið: Sólveig Eiríksdóttir og Pétur Örn Guðmundsson í Djúpavogskirkju<br />

14-18:00 Langabúð – Opinn míkrafónn<br />

14:00 Prinsinn fertugur. Opið hús á Havarí frá kl. 14:00. Prins Pólo og Stórsveit Kongó taka nokkur lög.<br />

Dj. María. Gjafir afþakkaðar en þeir sem vilja láta eitthvað af hendi rakna er bent á www.sannargjafir.is<br />

15-17:00 Vöfflukaffi í Tryggvabúð í umsjá eldri borgara<br />

21:00 Hammondhátíð.<br />

00:00 Eftirpartý eftir tónleika í Við voginn<br />

11-14:00 Bröns í Við Voginn<br />

14:00 Hammondhátíð.<br />

Opnunartímar 20.-24. <strong>apríl</strong><br />

Sunnudagur 24. <strong>apríl</strong><br />

Óvæntur vinningur í boði fyrir bestu<br />

Hammondhátíðarmyndina <strong>2017</strong>.<br />

Myndir sendist á bryndis@djupivogur.is<br />

fyrir 1. maí eða merkið þær:<br />

#hammondhatid<strong>2017</strong><br />

Live feed í Löngubúð<br />

Langabúð, safn og kaffihús – kl. 14-18:00 fimmtudag-laugardags. Bakkabúð, handverks- og gjafavöruverslun – kl. 13-18:00 alla dagana<br />

Hótel Framtíð, Hammondhátíðarmatseðill – alltaf opið<br />

JFS, íslenskt handverk – alltaf opið, vinnustofa í Manchester United bílskúrnum<br />

Gallerí Bones, Sticks and Stones – opið ef bíllinn er fyrir utan Vínbúð – föst. kl. 13-18:00<br />

Við Voginn, matsölustaður og verslun – opið fimmtudag, - sunnudag frá kl. 10-20:00. ATH. nýr matseðill<br />

Kjörbúðin– fimmt. kl. 12:00-18:00. Föst. kl. 09:00-19:00. Laug. Kl.10:00 – 18:00 og sunn. kl. 12:00-18:00<br />

Íþróttamiðstöðin, sundlaug og íþróttahús – föst. kl. 7:00-20:30. Laug. kl. 11:00-15:00. Sunn. kl. 11:00 - 13:00

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!