11.11.2018 Views

Baejarlif nóvember 2018

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Bæjarlíf, brosandi blað – 9. tölublað <strong>2018</strong><br />

7<br />

Grunnskólinn í Þorlákshöfn<br />

Jólatrjáasala<br />

Kiwanisklúbbsins Ölvers<br />

Skólalífið í október<br />

Eins og bæjarbúar tóku kannski eftir<br />

tók skólinn þátt í bleikum október, vitundarvakningu<br />

gegn brjóstakrabbameini.<br />

Bleika slaufan prýddi framhlið<br />

skólahússins og ljós í glerhýsi voru<br />

hulin bleiku klæði. Þann 12. október<br />

var svo bleikur litadagur og nemendur<br />

og starfsfólk klæddust bleiku eða báru<br />

bleika fylgihluti.<br />

Mikil vinna hefur verið lögð í það<br />

hjá öryggisnefnd skólans að endurskoða<br />

öryggismál, bruna- og rýmingaráætlanir.<br />

Liður í því eru reglulegar<br />

æfingar og þann 25. okt. Var haldin<br />

brunaæfing og rýming skólans æfð.<br />

Æfingin gekk mjög vel og örfáar<br />

mínútur tók að rýma húsið.<br />

Þann 17. október var haldið hádegisdiskó.<br />

Þá er kveikt á diskókúlunni sem<br />

foreldrafélagið gaf, leikin létt tónlist í<br />

matartímanum og í stað útiveru eftir<br />

hádegismatinn er dansað og trallað í<br />

salnum. Dagana 18. og 19. október var<br />

svo haustfrí sem nemendur og starfsfólk<br />

notuðu til að hlaða batteríin fyrir<br />

komandi kennsluvikur.<br />

Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins,<br />

Kristinn Gylfason lögfræðingur,<br />

kom á starfsmannafund í október. Þar<br />

kynnti hann ný persónuverndarlög<br />

og hvernig þau koma við skólastarfið,<br />

upplýsingar sem við höfum um<br />

nemendur og meðferð þeirra. Einnig<br />

fór hann yfir nokkur álitamál varðandi<br />

nýju lögin og þær leiðir sem starfsfólk<br />

skólans getur farið ef upp koma vafaatriði<br />

um framkvæmd laganna.<br />

Um nokkurt skeið hefur verið umræða<br />

innan skólasamfélagsins að taka<br />

markvisst inn í starfið ákveðna uppeldis-<br />

og agastefnu. Á vordögum var<br />

ákveðið, eftir kynningu á nokkrum<br />

stefnum, að Uppbygging sjálfsaga –<br />

uppeldi til ábyrgðar yrði fyrir val inu<br />

og innleiðing hæfist í haust. Með heitinu<br />

Uppbygging sjálfsaga er átt við það<br />

sem nefnt er ,,Restitution – Self Discipline”<br />

hjá höfundi hugmyndafræðinnar,<br />

Diane Gossen í Kanada. Þetta er<br />

hvort tveggja í senn hugmynda fræði<br />

er byggir á sjálfstjórnarkenningu dr.<br />

William Glassers og aðferð í samskiptum.<br />

Hugmyndafræðin snýst um að<br />

kenna að byggja upp innri styrk til<br />

sjálfstjórnar og sjálfsaga með það að<br />

markmiði að skapa umhyggjusamt og<br />

styðjandi samfélag. Fyrsta námskeið<br />

af fjórum var haldið fyrir starfsfólk<br />

Grunnskólans í Þorlákshöfn þann 1.<br />

<strong>nóvember</strong> sl. og er mikil tilhlökkun í<br />

hópnum að fara í þetta verkefni.<br />

Af fleiri viðburðum í skólastarfinu<br />

síðustu vikur má nefna að 9. bekk<br />

var boðið á jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun<br />

sem var bæði fróðleg<br />

og skemmtileg. Söngstund á sal var<br />

endur tekin og verkefni meðal vinabekkja<br />

unnið á Degi gegn einelti þann<br />

8. <strong>nóvember</strong>. Foreldradagur var þann<br />

7. <strong>nóvember</strong>, en þá hittu foreldrar og<br />

nemendur kennara sína, fóru yfir lesferil,<br />

námsmat og hvernig skólagangan<br />

hefur gengið hingað til. 10. bekkur<br />

sá um kaffisölu í fjáröflunarskyni<br />

fyrir skólaferðalag og á meðfylgjandi<br />

mynd má sjá nokkra nemendur raða<br />

kræsing unum á kaffiborðið.<br />

Heilmikil umræða hefur verið í<br />

þjóðfélaginu um kvikmyndina Lof<br />

mér að falla sem sýnd hefur verið í<br />

kvikmyndahúsum í haust. Nemendum<br />

í 9. og 10. bekk var boðið á sýning una<br />

en Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri segir<br />

frá spennandi samstarfsverkefni<br />

skólans og Kiwanisklúbbsins Ölvers<br />

annars staðar í blaðinu.<br />

Eins og sjá má er alltaf nóg um að vera<br />

í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og<br />

nemendur og starfsfólk senda bæjarbúum<br />

bjartar og brosandi kveðjur inn<br />

í skammdegið.<br />

Sigþrúður Harðardóttir<br />

Veljum okkar tré!<br />

Fjölskylduferð að Læk<br />

laugardaginn 8. desember<br />

Við Kiwanismenn ætlum, ásamt Hrönn<br />

og Hirti á Læk, að bjóða fjölskyldum<br />

að koma og velja sér tré úr skóræktinni.<br />

Mæting er kl 13:30 ef veður leyfir<br />

(annars á sama tíma sunnudaginn 9. des.)<br />

Kaffi, heitt kakó og bakkelsi.<br />

Hver veit nema að við hittum jólasveinana<br />

úr Geitafelli á leið sinni til byggða.<br />

Þeir verða eflaust tilbúnir til að<br />

hjálpa fólki að velja falleg tré.<br />

ATH! að eingöngu er um furu að velja!<br />

Grenitré verða seld í Kiwanishúsinu<br />

á opnunartíma jólatrjáasölunnar.<br />

Verð samkv. verðlista Ölvers.<br />

Allur ágóði<br />

rennur til<br />

góðgerðamála<br />

í heimabyggð<br />

JÓLATRJÁASALAN<br />

Í KIWANISHÚSINU<br />

Opið verður frá 14.-20. desember<br />

á milli kl. 18:00-20:00<br />

Einnig verða til sölu jólatrésfætur og grenibúnt.<br />

Jólasveinarnir úr Geitafelli munu fara með jólatré heim til<br />

þeirra sem þess óska 22. desember á milli kl. 17:00 og 20:00.<br />

Gefðu tré!<br />

Ef fólk vill styrkja gott málefni þá<br />

er hægt að kaupa tré og ánafna því<br />

Þorlákskirkju.<br />

Starfsfólk kirkjunnar mun aðstoða<br />

við að finna trjánum góð heimili.<br />

Verið<br />

velkomin!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!