11.05.2020 Views

Krumminn Apríl 2014

Bæjarblað Hveragerðis

Bæjarblað Hveragerðis

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

2. TBL. 1. ÁRG. APRÍL 2014 --- DREIFT FRÍTT Á HEIMILI OG FYRIRTÆKI Í HVERAGERÐI OG ÖLFUSI

VILLI

Í SHELL

MAÐURINN MEÐ

BESTU ÞJÓNUSTU-

LUNDINA

„ég gerðist brotlegur í starfi

á hverjum einasta degi í

mörg, mörg ár“

Villa í Shell kannast margir við en hann

hefur um árabil rekið bensínstöðina Shell í

Hveragerði og á hann viðskiptavini vítt og

dreift um landið.

Svo þekktur er hann undir nafninu „Villi

í Shell“ að það er nánast orðið að eigið

vörumerki og á alnetinu má finna vísun

í mismæli um þann sem allir þekkja eða

kannast við: „Shell í Vill“. Á öðrum stað má lesa

um „Villa í Shell sjoppunni sem er með heimsins

bestu þjónustu“.

En hver er maðurinn á bak við „vörumerkið“?

Villi, eða Vilhjálmur Roe, fæddist í Hafnarfirði

en ólst upp í Kópavoginum og var þar fyrstu

búskaparár sín. Þaðan flutti hann og var um

nokkurra ára skeið á Selfoss en fann sig aldrei

í samfélaginu þar sem hann sagði lokað og

erfitt að komast inn í. Flutti hann því aftur yfir

heiðina og settist að í Breiðholti.

Hann vann myrkranna á milli við að koma

undir sig fótunum og náði að byggja sér

þriggja hæða raðhús án þess að taka krónu í

lán en á endanum kostaði þessa mikla fjarvera

hann hjónabandið. Stuttu eftir skilnaðinn hitti

hann núverandi konu sína, Kolbrúnu Roe,

sem hefur verið hans stoð og stytta allar götur

síðar.

Hann vann við að keyra strætó og segir að

hann væri eflaust enn að keyra strætó ef

hann hefði ekki flutt til Hveragerðis. „Ég væri

sennilega hættur að vinna en hefði verið á strætó

alveg fram fram á síðasta dag. Ég kunni mjög

vel við það. Ég átti svo auðvelt með að lynda við

fólkið. Fannst það bara yndislegt. Nátturúlega

alveg hundleiðinlegt að keyra alltaf sama

hringinn“ segir Villi sem bætir því brosandi við

að hann hafi gerst brotlegur í starfi á hverjum

einasta degi í mörg, mörg ár með því að

spjalla stöðugt við farþegana en líkt og flestir

vita þá stendur á skilti í strætó „Viðræður við

vagnstjóra í akstri eru stranglega bannaðar“.

Meira um Villa í Shell á bls 8 og 9.

Bygg bræður kynna til sölu

Dalsbrún 28-34

Vel skipulagðar 86m 2 , 3ja herbergja íbúðir í raðhúsi

á verði sem ekki hefur sést áður!

Upplýsingar veitir Helgi í síma 898 6174

1


www.krumminn.is

krumminn@krumminn.is

Útgefandi: Klettagjá ehf.

Ritstjórar og ábyrgðarmenn:

Hrund Guðmundsdóttir

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir

Umbrot: Hvergi Slf.

Prentun: Prenttækni

Próförk: Elísabet M. Nickel Stefánsdóttir

Myndir: Guðmundur Erlingsson og fleira

hæfileikafólk úr Hveragerði

Innsent efni:

Fréttir: frettir@krumminn.is

Aðsendar greinar: krumminn@krumminn.is

Auglýsingar: auglysingar@krumminn.is

ROYAL

BÚÐINGAR

Ritstjórar Krummans eru prúðbúnar í tilefni 88 ára afmælis Elísabetar Englandsdrottningar 21. apríl

sl. og sendum við henni konunglegt veif yfir hafið. Við viljum þakka hlýjar og góðar móttökur á fyrsta

Krummanum en viljum einnig koma á framfæri að þótt við séum hérna skrýddar gulli og demöntum

duga auglýsingarnar í blaðinu rétt fyrir prentun! Við erum í þessu brölti af einlægum áhuga og skemmtun.

Í þessum Krumma fá framboðin til sveitastjórnakosninga í Hveragerði að njóta sín. Við erum heppin með

hvað það er mikið af frambærilegu fólki sem er tilbúið að láta hendur standa fram úr ermum með hagsmuni

Hveragerðis að leiðarljósi. Einnig tökum við fagnandi á móti ungum og upprennandi pistlahöfundi ásamt

innsendum greinum og smáfréttum frá skemmtilegu fólki í bænum okkar.

Hérna er alltaf eitthvað um að vera og af nógu af taka til að setja í blaðið. Það er hellingur sem kemst ekki

inn í prentaða blaðið og reynum við þá að koma því inn á www.krumminn.is. Við erum nú þegar byrjaðar

að undirbúa maí Krummann og ef þið lumið á skemmtilegu efni endilega hafið samband eða skellið

ykkur á gott auglýsingatilboð. Og hver veit nema við getum þá boðið upp á einkamáladálk og aðrar

smáauglýsingar ásamt því að halda auðvitað áfram að vera með ofurskemmtilegt fréttablað.

Það eru spennandi tímar framundan, júróvisíon, uppstigningadagur, kosningarnar, 30°C, sól og sauðburður.

Gleðilegt sumar kæru lesendur.

LÍF OG FJÖR

Krumminn biður alla

sem vilja senda okkur

skemmtilegar myndir til

að birta í blaðinu að setja

#krumminn inná Instagram,

Facebook, Twitter o.s.frv.

Gerum blaðið enn litríkara

með fallega og skemmtilega

fólkinu okkar

2


NÝTT

Komdu þér í mjúkinn

Biðin er á enda. Mjúkís ársins 2014 er loksins kominn í verslanir.

Dúnmjúkur undir tönn, bragðmikill og blandaður með kökum og

kremi að amerískum sið. Verði ykkur að góðu.

Brandenburg

3


KRUNK KRUNK

Hallgrímur Brynjólfsson

Þjálfari kvennaliðs Hamars í

körfubolta

Hvað ætlarðu að verða þegar þú

verður stór? Margfaldur meistari í

hinum ýmsu löndum og álfum (trúir þú á

álfasögur?).

Hvað myndir þú gera ef þú mættir

stjórna Íslandi í einn dag? Ég myndi

auka fjárframlög til íþrótta hrikalega

mikið, svo myndi ég fella niður allar

skuldir og reisa skjaldborg um heimilin!...

eða bara fríka út! Já ég hugsa ég myndi

bara fríka út!

Hver myndi leika þig ef gerð væri

kvikmynd um þig? Jón Gnarr, mér er

sagt að við séum svo líkir.

CrossFit, skokk eða Zumba? Crossfit,

en ég held að ég sé natural talent í

Zumba.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?

Sennilegast á svipuðum stað

skælbrosandi yfir endalausri heppni

minni í lífinu!

Hvað ertu hræddur við? Vigtina á

baðherberginu mínu, hún hræðir mig

rosalega!

Fallegasti staðurinn? Þorlákshöfn,

þvílík náttúruperla!

Hvað gafstu síðast í gjöf? iPhone 5S

handa dóttur minni, maður er svo grand

samt ekki Vala.

Hverjum myndir þú vilja vera fastur

í lyftu með? Daða Steini og tveim

kippum....af svala að sjálfssögðu

Hvað er það vandræðalegasta sem

hefur komið fyrir þig? Ég kann ekki

að skammast mín en konunni minni

finnst ansi fyndið að hlusta á upptöku

af söngvakeppni FSu þar sem ég söng “A

whole new world” af mikilli innlifun.

Á hvern skorar þú í næstu

yfirheyrslu? Írisi Ásgeirsdóttur fyrirliða

kvennaliðs Hamars í körfuknattleik.

4

STUTTAR FRÉTTIR FRÁ BÆJARSTJÓRA

Það er yndislegur fyrirboði um vor og komandi

sumar þegar tjaldurinn fer að spígspora um

bæjarfélagið. Oftast sést hann fyrst í kringum Varmá

og Sundlaugina Laugaskarði og þá veit maður að

veturinn er á undanhaldi.

Ársreikningur 2014 liggur nú fyrir. Niðurstaða

samstæðu er jákvæð um 19 mkr en heildartekjur

bæjarfélagsins voru 1.777 mkr og heildarútgjöld

án afskrifta og fjármagnsliða 1.474 mkr. Veltufé frá

rekstri A og B hluta nemur um 198 mkr eða 11,14

% af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var

233,4 mkr. en áætlun gerði ráð fyrir 217,3 mkr. Í máli

endurskoðanda kom fram að bókhald væri vel og

skipulega fært og að meðferð fjármuna og innheimta bæjargjalda sé í traustum og föstum skorðum.

Skipulagsmál! Unnið er að gerð deiliskipulags inn í Dal sem gerir ráð fyrir nýju tjaldsvæði,

bílastæðum, göngustígum og byggingarreit fyrir þjónustuhús auk breyttrar aðkomu að

hesthúsahverfinu. Verið er að vinna deiliskipulagsbreytingu í Lystigarðinum þar sem gert er ráð

fyrir byggingarreit fyrir kaffihús. Þar er einnig gerð tillaga um stíga niður að Varmá og um að á gamla

grunninum við árbakkann verði settur pallur þannig að þar geti gestir garðsins notið nálægðar við

ánna á frábærum stað. Bæjarstjórn hefur sett í gang vinnu við gerð deiliskipulags á reit er afmarkast

af Þórsmörk, Reykjamörk, Þelamörk og Breiðumörk. Þær lóðir eignaðist bæjarfélagið í vetur

sem leið og nú mun hefjast vinna við skipulag á þessum frábæra stað í hjarta bæjarins. Bæjarstjórn

hefur einnig sett í gang vinnu við gerð deiliskipulags fyrir neðan þjóðveg þar sem gert verður ráð

fyrir fjölbreyttum athafna og iðnaðarlóðum.

Nýtt sorphirðufyrirtæki, Gámaþjónustan, mun sjá um sorphirðu hér í Hveragerði frá og með 1.

maí. Verða breytingar á sorphirðu kynntar í sérstökum bæklingi sem dreift verður í öll hús á næstu

dögum.

Klippikort á gámasvæðið til heimila verður tekið upp og dreift árlega héðan í frá til hvers heimilis.

Gefur það 12 gjaldfrjálsar losanir á 1m 3 í hvert sinn á ári. Er þetta til mikils hægðarauka fyrir íbúa sem

þurfa þá ekki að greiða fyrir hverja losun á gámasvæðinu. Ef kortið er ekki meðferðis þarf aftur á móti

að borga!

Talmeinafræðingur hefur verið starfandi við leikskólana og grunnskólann frá því í febrúar. Leggur

hún mikla áherslu á almennan málþroska og mikilvægi þess að við tölum við og lesum fyrir börnin

okkar sem kynnast þannig góðu og réttu máli. Orðaforða læra börn ekki síst heima fyrir og því leggja

samræður og lestrarstundir grunn að læsi og góðum málþroska.

Hreiðurrólur hafa verið pantaðar á báða leikskóla í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar. Einnig

munu verða keypt leiktæki á lóð skólaselsins og á Hólaróló og verða þau sett upp á vormánuðum.

Ráðgefandi skoðanakönnun um vilja íbúa til sameiningar mun fara fram samhliða

sveitarstjórnarkosningum í vor. Mikilvægt er að íbúar kynni sér tillöguna vel og það ítarefni sem sent

verður út. Fimm önnur sveitarfélög í Árnessýslu munu einnig kanna hug íbúa sinna á sama tíma og

verður fróðlegt að sjá niðurstöður þessarar könnunar.

Sumarkveðjur frá Aldísi.

Hvergerðingar og nærsveitungar

Vegna mikillar sölu á fasteignum síðustu mánuði er vantar eignir á söluskrá

okkar. Spurt er um einbýli og raðhús í verðflokknum undir 30 millj. Það eru

margir að leita eftir eignum til kaups eða leigu í Hveragerði. Við komum og

tökum myndir og kynnum þína eign á netinu og á persónulegan hátt með

góðum árangri.

Breiðumörk 13 Hveragerði

Sími 483-5900. Fagleg og persónuleg þjónusta

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 68750 04/14

A

S

B

m


AURIS

SKAPAÐUR FYRIR ÞIG

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 68750 04/14

Auris er eins og skapaður utan um þig. Stílhreinn, fallegur og hugvitssamlega hannaður með þægindi, öryggi og

sparneytni í fyrirrúmi. Aksturinn er hreinasta nautn og Touch-kerfið með bakkmyndavél, snertiskjá, aksturstölvu

og tengingu við farsíma, opnar fyrir þér umheiminn með aðgangi að tónlistinni þinni og möguleikanum á kortaleiðsögn

um íslenska vegi með Touch & Go. Sjö loftpúðar auka síðan enn frekar á öryggi þitt og farþega þinna.

Komdu við hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota og skoðaðu Auris sem er eins og skapaður fyrir þig.

Verð frá 3.370.000 kr.

Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is

TOYOTA TOUCH & GO 5 ÁRA ÁBYRGÐ

GÆÐALÁN TOYOTA

Gæðalán Toyota í samstarfi við Ergo

Fáðu 40% af verði nýrrar Toyotu að

láni án vaxta í allt að þrjú ár.

Toyota Selfossi

Fossnesi 14

Selfossi

Sími: 480-8000

Bíllinn á myndinni er Auris Hybrid og kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð. Allar upplýsingar eru birtar

með fyrirvara um villur. 40% vaxtalaust lán miðast við verðlistaverð án afsláttar. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

5


HEYRST

HEFUR…

HVER ERUÐ ÞIÐ?

að feitasti köttur Suðurlands búi í

Laufskógunum

að Elínborg hafi fengið harðsperrur

dauðans allsstaðar eftir fyrstu Crossfit

æfinguna

að tissjúpakkar hafi rokið út eins og heitar

lummur úr Bónus eftir marsflensuna

að eldgömul keppnissköp hafi

vaknað í fjölskyldubadmintoninu á

sunnudagsmorgnum

að blakarar Hamars séu orðnir ofurspenntir

fyrir öldungamótinu á Akureyri

að Margrét Þórhildur Danadrottning hafi

fagnað 74 ára afmæli sínu 16. apríl sl.

að Þorsteinn T. Ragnarsson eigi markvörslu

ársins

að reglulega fáist núna þeyttur rjómi í

Bónus og sjoppunum í boði Orkuveitunnar

að Sigurður Blöndal þyki mjög efnilegur

dansari þótt hann sé kominn á

sjötugsaldurinn

að Heimir Eyvindarson hafi farið í ljós á

Selfossi......... í sokkunum!

að breski leikarinn og fótboltamaðurinn

Vinnie Jones, hafi komið við á Frosti og funa

og verið heillaður af fallegri náttúrunni.

Að Hjörtur Ben sé ekki einungis með græna

fingur heldur einnig göldrótta því að hann

galdraði nýjar og gómsætar gulrætur upp

úr moldinni í apríl.

KRUMMI KÚKAR ÚTI

Sunna (28), Hjalti (29), Stefán Ísak (næstum 5) og Una Björt (1,5 árs). Hjónin vinna bæði hjá Frosti

og funa, Sunna er í markaðsmálum en Hjalti er nýtekinn við sem yfirkokkur á veitingastaðnum

Varmá. Börnin bíða spennt eftir að komast að á leikskóla.

Helstu áhugamál?

Matur! Allt sem við kemur mat, matargerð, bakstri, kaffi og góðum vínum. Annars er tími með

fjölskyldunni alltaf í forgangi og þá vilja börnin helst bara fara á róló!

Hvað er langt síðan þið fluttuð til Hveragerðis?

Raunar erum við ekki enn flutt, en stefnum að því að flytja um það leiti sem blaðið kemst í

prentun.

Hvar bjuggu þið áður og hvers saknið þið mest þaðan?

Fyrst í Reykjavík en nú í vetur höfum við verið á Hellu. Úr Reykjavík söknum við ömmu og afa

mest en frá Hellu leikskólans.

Af hverju Hveragerði?

Fyrst og fremst vinnunnar vegna. Bærinn er líka heillandi, ekki of stór og mjög líflegur að því er

virðist og okkur fannst meira spennandi tilhugsun að búa hér en t.d. á Selfossi.

Mikilvægast í lífinu?

Fjölskyldan. Hver dagur er einstakur og þess virði að njóta.

KRUMMI

Það fer ekki á milli mála að hrafninn er bráðskýr

og gáfaður fugl.

Ég fór fyrir mörgum árum, með tveimur

vinum mínum á gæsaveiðar fyrir vestan. Við

lögðum af stað fyrir allar aldir og komum

okkur fyrir ofan í skurði, eftir að hafa raðað

gervigæsum á túnbleðilinn fyrir framan okkur.

Það var greinilegt að þetta hafði lengi verið

lendingarstaður gæsa, það sáum við á því

sem þær höfðu skilið eftir sig dögum áður. Við

vorum búnir að vera þarna í ca hálftíma þegar

við tókum eftir hrafni sem sveimaði yfir okkur

í þó nokkurri hæð. Skömmu seinna heyrðum

við og sáum gæsirnar koma af heiðinni fyrir

ofan okkur. Bregður þá svo við að hrafninn

tekur flugið á móti gæsahópnum og gargar af

þvílíkum djöfulmóð að við, sem í skurðinum

biðum með munduð drápsvopnin, höfðum

aldrei heyrt annað eins. Þessi hljóð eða garg

sem hrafninn gaf frá sér höfðum við aldrei

heyrt nokkurn hrafn gefa frá sér áður og erum

við þó ýmsum hrafnshljóðum vanir. En hvað

um það, gæsirnar þverbeygðu af leið og hættu

við lendingu á „okkar“ túnbleðli. Þær flugu í

burtu og lentu langt utan skotfæris og héldu

lífi en við fórum heim með höglin í rassinum,

þökk sé krumma.

Hrafninn er þrátt fyrir þetta, ennþá minn

uppáhalds fugl.

Kristján Helgason

DÚFUBÆR

Þessi komst í hann krappann um daginn. Það

er þannig þegar maður er að fóðra fugla úti á

veturna, þá koma villidúfurnar og borða með,

þið kannski þekkið þetta? En þegar viðrar

vel í febrúar og mars, eins og í vetur þá geta

fuglarnir farið að leggja egg og ungar komið

úr eggjum of snemma. Eins og þessi dúfa

lenti í, sem átti unga of snemma. Þegar fuglar

liggja á eggjum og ungi kominn í hreiður þá

kemur fiðurlús. Þá þarf að fara í bað en þessi

fugl var svo óheppinn, þar sem hann hélt að

hann væri að fara í vatn en það var grútarpollur

með lýsi. Þá getur maður ekki flogið og þolir

ekki rigningu. Þar sem ég sat í bílnum mínum

við Sunnumörk snemma í marsmánuði sá ég

þessa dúfu hrapa af þakskeggi niður á jörðina.

Ég hljóp út og náði henni, fór með hana heim

setti hana í gott bað og hafði hana inni í þrjá

daga og núna er hún úti og er að hugsa um

ungana sína.

Þór Ólafur Hammer

6


VELKOMIN Í HEIMINN

Kristján Hrafn Ástgeirsson

Fæðingardagur: 25. desember 2013

Foreldrar: Guðný Bachmann

og Ástgeir Kristjánsson

Fæðingarþyngd: 3155 gr

Lengd: 51 cm

Íris Þórhallsdóttir

Fæðingardagur: 20. ágúst 2013

Foreldrar: Hrund Guðmundsdóttir

og Þórhallur Einisson

Fæðingarþyngd: 3974 gr

Lengd: 51 cm

Manúella Berglind Davíðsdóttir

Fæðingardagur: 12. september 2013

Foreldrar: Sandra Sigurðardóttir

og Davíð Heimisson

Fæðingarþyngd: 4000 gr

Lengd: 51 cm

Orri Vilberg Guðnason

Fæðingardagur: 17. október 2013

Foreldrar: Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir

og Guðni Vilberg Baldursson

Fæðingarþyngd: 2605 gr

Lengd: 50 cm

FISLÉTT OG LEIKANDI

Hinn 29. mars sl. mátti sjá hóp manna æfa

svifvængjaflug í nágrenni Hveragerðis. Mikla

athygli vakti er nokkrir þeirra svifu tignarlega

yfir Hveragerði og um tíma var líkt og áætlaður

lendingarstaður væri þakið á Sunnumörkinni.

Betur fór en á horfðist því lendingarstaðurinn

var túnið við Hótel Örk. Krumminn fylgdist

spenntur með og tók þessa ofurhuga tali.

HÉR VIL ÉG BÚA

Um var að ræða hóp frá Fisfélagi Reykjavíkur

sem varði nokkrum klukkustundum við leik

og æfingar í Kömbunum. Þar voru þau ýmist

að æfa svokallað topplendingu - sem þýðir

að lenda á sama stað og tekið er af stað – eða

að svífa um loftin blá í dágóða stund áður en

ákjósanlegur lendingarstaður er valin.

Róbert Bragason var nýlentur þegar

Krumminn hitti á hann: „ég ætlaði að lenda

við Hamarinn en ég flaug svo hátt yfir að ég

ákvað að lenda hér“ sagði Róbert glaðbeittur

og bætir við að hægt sé að stjórna því

algjörlega hvar er lent svo lengi sem það er

ekki of mikill mótvindur. Í því lendir Aníta

Hafdís Björnsdóttir á túninu við hlið okkar

en hún og Róbert eru bæði áhugamenn en

kenna einnig svifvængjaflug. Þau kenna á

byrjendanámskeiði og eru oft að fást við fólk

sem eru að taka fyrstu skrefin í þessari íþrótt.

Ekki vildu þau meina að erfitt væri að láta

sig detta fram af Kambabrúninni og í raun

sagðist Aníta sjálf vera lofthrædd þótt það

hái henni ekki í svifvængjaflugi. „Lofthræðsla

virkar þannig að ef þú ert ekki tengd við jörðu þá

ertu ekki lofthræddur lengur. Um leið og þú ert í

einhverju sem flýgur þá hverfur lofthræðslan“.

Að lokum hvöttu þau bæjarbúa til að taka

upp þetta skemmtilega íþrótt, sem er léttasta

flugform sem völ er á, og sögðu umhverfið hér

vera kjörið fyrir svifvængjaflug. „Með allt þetta

umhverfi hér. Þetta er draumastaður – tökum

margar áttir hér“ segir Samúel Alexandersson

sem var mættur á bílnum til að ná í hópinn.

Fisfélag Reykjavíkur er á facebook.

Það er bæði furðulegt og frábært að alast upp í bæ eins og Hveragerði. Mín upplifun af þessum skemmtilega bæ er sú

að alast upp í hálfgerðum frumskógi. Þar leynast nefnilega hættur við hvert horn og ævintýrin gerast nánast upp á hvern

dag. Ég gleymi því aldrei þegar ég komst að því að það væru til raunverulegir Frumskógar í Hveragerði. Það var bæði

hættulegt og spennandi… þangað til að ég komst að því að þar væru bara Kolla og Morten með lítið gistiheimili. Það

var nú öll hættan!

Ég jafnaði mig fljótlega á áfallinu og komst jafn fljótt að því að það eru aðrar raunverulegar hættur í þessum litla

kaupstað. Amma mín er jú gangandi viskubrunnur og kynnti fyrir mér spennandi sögu bæjarins. Ein eftirminnilegasta

sagan er sagan um Manndrápshver í Hveragarðinum. Nafnið sjálft var góð vísan í þá raunverulegu hættu sem af honum

stafar. Faðir minn sagði mér ekki löngu seinna að hann væri með stórt ör á fætinum eftir að hafa stigið í hver og tók ég

mér upp þann mælikvarða á það hverjir væru sannir Hvergerðingar og hverjir ekki. Mælikvarðinn var einfaldur! Sjáðu til, þú gast nefnilega séð það

hverjir væru sannir Hvergerðingar í heitapottinum í Laugarskarði. Þeir voru nefnilega með ör á fætinum eftir uppeldið í þessum hættulega frumskóg

sem við búum í. Eðlilega var ég ekki með neitt ör en ég gat þá alveg eins verið bara Þorlákshafnarbúi ef ég þyrfti að leggja þessi ósköp á mig til

þess að ganga í klúbbinn. Blessunarlega ólst ég fljótlega upp úr því að stara á fæturnar hjá saklausum sundlaugargestum og sagði skilið við þessa

fáránlegu kenningu sem ég raunverulega trúði.

Ég fór mín ævintýri sjaldnast ein en ég er tvíburi. Við Leó tvíburabróðir minn, vorum ekki kölluð Fjalla-Eyvindur og Halla að ástæðulausu en við

nutum þess svo sannarlega að eyða okkar tíma úti. Ef það er hægt að þefa uppi ævintýri einhversstaðar í Hveragerði þá leynast þau í Hamrinum. Á

veturna halda sig þar jólasveinar og á sumrin tísta fallegir fuglar sem við töldum auðvitað vera hverafugla. Það má því segja að Hamarinn sé alltaf

breytilegur. Fjalla-Eyvindur og Halla höfðu sérstakt dálæti af því að fara í Hamarinn og finna sér gæludýr. Gæludýrin voru vægast sagt ógeðslegir

brekkusniglar. Landkönnuðurnir með nýju gæludýrin fengu því misjafnar móttökur við heimkomu. Fjórar fötur pössuðu vel í litlar lúkur okkar tvíbura,

fullar af gæludýrum til þess að elska.

Vænst þykir mér um Reykjafoss. Ég eyddi sumrunum í fossinum og endaði jafnvel þau ævintýri í Laugarskarði. Hver einasti nemandi Grunnskólans

í Hveragerði kannast við það að hafa horft dreymnum augum á Reykjafoss. Þar var vaðið í ánni, svamlað og stokkið ófá skipti niður. Þú ert nefnilega

orðinn nokkuð fullorðins á skalanum yfir sönnu Hvergerðingana ef þú hefur upplifað það. Eftir á að hyggja finnst mér furða að mér hafi ekki vaxið fit

milli fingra.

Hveragerði er vitanlega enginn frumskógur en geymir stór ævintýri í hugum ungra heimamanna. Hér vil ég búa.

Ösp Vilberg Baldursdóttir

Framhaldsskólanemi

7


VIÐTALIÐ

VILLI Í SHELL

Það var í byrjun apríl sem við lögðum leið okkar heim til Villa í Shell sem hafði samþykkt að veita

okkur viðtal. „Ég skal reyna að ljúga einhverju ef ég mögulega get – en viljið þið ekki tertusneið?“ sagði Villi

glaðbeittur þegar við settumst niður við eldhúsborðið og tertunni fylgdi nýmalað og rjúkandi gott kaffi.

Á veggjum eldhússins mátti sjá skemmtilegar myndir af börnum hans en hann á níu börn, 12

barnabörnin og svo á hann þrjú ská barnabarnabörn. „Búinn að ferma 9 stykki! Maður er ríkur…mjög“ segir

Villi og úr andliti hans má lesa hlýju og stolt yfir þessum myndarlega hóp.

Faðir Villa, William E. Roe , er frá Bandaríkjunum en Villi kynntist honum ekki og hefur aldrei komið til

Bandaríkjanna. Þegar Villi hafði loks upp á föður sínum árið 1991 eftir þrotlausa leit síðan hann var ungur

drengur var faðir hans nýlátinn. Föðurfjölskylduna þekkir hann því ekki neitt en hann veit að hann á

systur þar úti sem hann nær ekki sambandi við þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Honum áskotnaðist myndaalbúm úr dánarbúi föður síns og albúminu fylgdi box með ýmsum munum

s.s. medalíum frá föður hans, en hann var liðsforingi á freygátu, og er þetta litla fjársjóðsbox eina

áþreifanlega minningin sem hann á um pabba sinn.

Þrátt fyrir að hafa ekki þekkt föður sinn þá hafði hann mikil áhrif á Villa á uppvaxtarárum hans og

hann geymdi ávallt stóra mynd af honum á náttborðinu sínu. Villi dregur fram boxið umrædda og

myndaalbúmið og sýnir okkur mynd af föður sínum en Villi er sláandi líkur honum og hefur erft dökkt

yfirbragð hans.

Villi varð fyrir einelti út af uppruna sínum og var kallaður ýmsum nöfnum s.s. kanaskítur og „eitt sinn var

ég laminn alveg í köku í skólanum út af því að pabbi minn var Ameríkani“ rifjar Villi upp og hristir höfuðið. En

hann átti góðan stjúpföður sem aðstoðaði hann við að takast á þetta og hjálpaði honum að sættast við

bakgrunn sinn.

Eftir viðtalið var spjallað við eitt barnabarnið á Skype

Gersemarnar frá Ameríku

Sonur minn er í norska hernum og var sendur til

Afganistan

8


Pabbi í einkennisbúning Einu sinni var maður feitur og pattaralegur Það liggur svo mikið á að afgreiða að Villi næst

varla á mynd nema hún sé hreyfð

„Hvernig getur þú búið í þessu helvítis

krummaskuði, ha? Þetta er bara helvítis

krummaskuð!

Örlögin höguðu því þannig að árið 1987 flutti Villi til Hveragerðis

fyrir tilstuðlan Ninnu, hálfsystur hans. „Ninna systir keypti reksturinn á

Vegasjoppunni eins og Shellskálinn var kallaður þá og ég tók mér níu

mánaða leyfi frá Strætó til að hjálpa henni að koma þessu af stað“. Þá var

Villi rúmlega fertugur og ætlaði sér ekki að stoppa lengi og sagði við

systur sína: „Hvernig getur þú búið í þessu helvítis krummaskuði, ha? Þetta

er bara helvítis krummaskuð! Hún var nú ekki alveg sammála en ég var

fljótur að skipta um skoðun. Þetta er bara yndislegur staður, þetta er ekki

flókið mál“.

Svo fór að systir hans dró sig út úr rekstrinum og árið 1988 tekur Villi

formlega við. Húsnæðið var að hruni komið og hans fyrsta verk var að

fara fram á nýjan skála af Skeljungi sem var svo opnaður árið 1991 og

þar með hóf Villi að rífa upp viðskiptin og leggja grunninn að farsælum

rekstri sínum.

„Ég bónaði bílana fyrir kerlingarnar alveg

miskunarlaust – ef þær þurftu á því að halda –

og þetta skilaði sér“

Sjálfur segist hann ekki vita hvernig hann fór að því nema að hann

þjónustaði fólkið náttúrulega eins og hann mögulega gat. „Ég bónaði

bílana fyrir kerlingarnar alveg miskunarlaust – ef þær þurftu á því að halda

– og þetta skilaði sér“ en Villi er annálaður fyrir að veita framúrskarandi

þjónustu og að dekstra við viðskiptavini sína. Það á ekki einungis við

um reksturinn í Shell því þegar hann keyrði strætóinn í Reykjavík þá

kom þjónustulund hans einnig í ljós: „þegar ég var að keyra strætó þá

var ég í því að hjálpa gömlu kerlingunum að komast inn í vagninn og taka

pakka og pinkla og koma þessu inn í bíl. Ég eignaðist alveg haug af vinum í

kringum þetta. Því miður þá var þetta ekki algengt en eins og við vitum þá á

gamalt fólk erfitt með að komast inn – og konur með barnavagna – maður

hljóp aftur í og hjálpaði þeim með vagninn inn í vagnana. Þær voru greyin

að reyna að drösla þessu upp“.

Það er honum eðlislægt að rétta hjálparhönd og tekur undir með okkur

að það sé bara eitthvað í eðlinu „og svo eru strákarnir eins“ bætir hann

við og vísar þar í syni sína þá Pétur og Vilhjálm yngri sem koma báðir

að rekstrinum með honum. „Við erum búnir að tuttugufalda söluna

hjá okkur síðan við tókum við“ en fastakúnnar hans koma á allskyns

farartækjum og héðan og þaðan af landinu. Á góðum degi koma allt

upp í 15 stórir trukkar sem taka 2- 400 lítra af eldsneyti hver. „Þó maður

sé hérna inn í miðjum bæ þá koma flutningabílstjórarnir, að þeir skuli

nenna! Leggja á sig krók til að koma við hjá mér á þessum stóru trukkum.

Þetta er yndislegt“ og úr andliti hans skín þakklæti. „Mjög góður dagur er

10 þúsund lítrar“ segir Villi en alls er hann með um 70 þúsund lítra af olíu

og bensíni.

Villi er ekkert að flækja hlutina og segir að það sé einfalt að veita góða

þjónustu. „Það er þetta, bara að hlaupa til ef eitthvað er“ og að neita

viðskiptavini um þjónustu er ekki til í hans orðabók nema hann geti

hreinlega ekki framkvæmt beiðnina. Aðspurður er ekkert sérstakt atvik

sem er honum minnisstætt – það að vera kallaður út um miðja nótt til

að redda bensíni áður en sjálfsalinn kom þótti honum ekkert tiltökumál.

„Þá hljóp maður eins og andskotinn að redda“ segir Villi og fannst það

ekkert nema sjálfsagt mál.

Í gegnum öll þessi ár hefur Villi ekki fengið eina einustu kvörtun og

segir viðskiptavini vera duglega að hringja og hrósa og það hvetur

hann áfram. Einnig hafa viðskiptavinir hringt inn til útvarpsstöðva til

að hrósa þjónustunni hjá honum og í eitt skiptið þá var viðskiptavinur

svo ánægður að hann gerði blaðamál úr þessu. „Hann kom til að setja

smurolíu á vélina hjá sér og ég opna húddið og þá vantar lokið á helvítis

vélina. Hann hafði tekið olíu í bænum – svo frussast þetta náttúrulega

út um allt vélarhús. Smurolían fór upp í húdd og út um allt. Ég sagði

karlinum bara að koma út á þvottaplan, að ég skyldi redda þessu. Hafði

með olíuhreinsi, sprautaði yfir alla vélina og hreinsaði þetta og gerði bílinn

svakalega flottan og fínan sko. Hann var svo ánægður maðurinn. En þetta

var sko ekki mikið mál. Tíu mínútna verk og maðurinn ánægður forever“.

Nú líður að kaflaskilum hjá Villa þar sem hann stefnir á að fara að hætta

að vinna og er þegar farinn að velta ábyrgðinni yfir á son sinn, Vilhjálm

yngri. „Ég er orðinn það gamall að ég nenni ekki að standa í þessu lengur.

En auðvitað er maður alltaf með aðra löppina þarna. En maður eldist…

og úreldist“ segir Villi og brosir kankvís en í desember sl. fagnaði hann

70 ára afmæli sínu og stefnir hugur hans nú til sólarlanda en þangað

langar hann að flytja.

Hann mun þó ekki sitja auðum höndum frekar en fyrri daginn enda

vanur því að vinna nánast allan sólarhringinn. Villi hefur safnað pennum

í gegnum tíðina og á nú hátt í sjöþúsund penna sem hann geymir í

kössum og ætlar að dunda sér við að raða í plastmöppur. „Maður er

ruglaður sko“ segir Villi hlæjandi og er greinilega farinn að hlakka til að

hægja á og snúa sér að öðrum verkefnum.

9


FRAMBOÐSKYNNING

XB

FRJÁLSIR MEÐ FRAMSÓKN

GARÐAR RÚNAR ÁRNASON

MUN LEIÐA LISTA

FRAMSÓKNAR

Framsóknarfélag Hveragerðis

samþykkti einróma á félagsfundi tillögu

uppstillingarnefndar að framboðslista

Framsóknar, Frjálsir með Framsókn, fyrir

komandi sveitarstjórnarkosningar 31.

maí 2014.

Framboðið skipar fólk sem kemur víða

að úr samfélaginu, með fjölbreytta

menntun og störf. Listann skipa 8 konur

og 6 karlar.

Listann skipa eftirtaldir:

1. Garðar Rúnar Árnason

2. Daði Steinn Arnarsson

3. Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir

4. Ásdís Alda Runólfsdóttir

5. Adda María Óttarsdóttir

6. Ágúst Örlaugur Magnússon

7. Steinar Rafn Garðarsson

8. Sæbjörg Lára Másdóttir

9. Ragnar Ágúst Nathanaelsson

10. Ingibjörg Sverrisdóttir

11. Fanný Björk Ástráðsdóttir

12. Gísli Garðarsson

13. Herdís Þórðardóttir

14. Pálína Agnes Snorradóttir

Efri röð frá vinstri; Ingibjörg Sverrisdóttir, Adda María Óttarsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Fanný Björk Ástráðsdóttir,

Pálína Agnes Snorradóttir, Ásdís Alda Runólfsdóttir, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir

Neðri röð frá vinstri; Steinar Rafn Garðarsson, Ágúst Örlaugur Magnússon, Garðar Rúnar Árnason, Daði Steinn

Arnarsson, Gísli Garðarsson. Á myndina vantar Sæbjörgu Láru Magnúsdóttur og Ragnar Ágúst Nathanaelsson

FJÖLSKYLDAN OG VELFERÐ

Garðar Rúnar Árnason kennari við Grunnskólann í Hveragerði

leiðir listann en Garðar hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn um

árabil. „Við uppsetningu listans var farið að tillögu uppstillinganefndar.

Framboðið skipar fólk sem kemur víða að úr samfélaginu, með

fjölbreytta styrkleika, menntun og reynslu. Listann skipa átta konur og

sex karlar. Megináhersla framboðsins er fjölskyldan og velferð, sem felst

m.a. í virðingu og umhyggju fyrir íbúum bæjarfélagsins og umhverfi

þess. Gæta þarf aðhalds í rekstri bæjarins án þess að það bitni um of á

þeim sem minna mega sín“ segir Garðar og bætir við að Framsókn

vilji einnig innleiða frístundakort til að auka möguleika barna og

unglinga til að stunda íþróttir og tómstundir við sitt hæfi óháð efnahag.

UMHVERFIÐ OG ÍÞRÓTTAMÁL Í HVERAGERÐI

Daði Steinn Arnarson íþrótta- og sundkennari við Grunnskólinn í Hveragerði skipar 2.sæti

listans og hann ætlar m.a. að beita sér í umhverfis- og íþróttamálum. „Það eru tvö atriði sem eru

mér ofarlega í huga fyrir komandi ár. Það fyrra er umhverfið í Hvergerði þ.e. opin svæði og svæði

sem gera þarf bragabót á varðandi ásýnd og umhirðu. Seinna atriðið er skipulag og uppbygging á

íþróttamálum í Hveragerði“.

Daða hlakkar til að takast á við komandi verkefni en hann hefur áður starfað og boðið sig fram

fyrir Framsóknarflokkinn. „Þetta leggst mjög vel í mig, ég lít á þetta sem ævintýri og ætla að njóta

þess að vera með og hafa áhrif á mitt nærumhverfi. Ég vona svo að kosningabaráttan verði jákvæð

og málefnaleg“ segir Daði Steinn Arnarson.

Facebook: XB-Frjálsir með framsókn

10


Austurmörk 16,

Hveragerði

GSM: 868 9390

Lóreley Sigurjónsdóttir

Einkaþjálfari

og alþjóðlegur

Zumbakennari (zin)

LUCY IN BLUE

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2014 fór fram fyrir

fullu húsi í Norðurljósasal Hörpu þann 5.apríl

sl. Þar kepptu tíu hljómsveitir til úrslita. Vio

sigraði en í öðru sæti lenti rokkhljómsveitin

Lucy in Blue sem hefur hlotið verðskuldaða

athygli en gaman er að segja frá því að

helmingur meðlima hljómsveitarinnar er úr

Hveragerði. Hljómsveitina skipa þeir Arnaldur

Ingi Jónsson, Reykjavík, sem spilar á hljómborð

og syngur, Kolbeinn Þórsson, Garðabæ, sem

spilar á trommur, Matthías Hlífar Pálsson,

Hveragerði, sem spilar á bassa og Steinþór

Bjarni Gíslason, Hveragerði sem spilar á gítar

og syngur. Hafa þeir spilað saman síðan í

nóvember 2013.

Nafnið á hljómsveitinni, Lucy in Blue,

vekur athygli og okkur lék forvitni á að vita

hvaðan það kemur? „Nafnið kom til okkar frá

ýmsum áhrifavöldum okkar í tónlist og einnig

má rekja það til persónulegri hluta í okkar

nánasta umhverfi. Við viljum meina að nafn

hljómsveitarinnar megi hver og einn túlka fyrir

sig og að merking nafnsins breytist stöðugt með

ímynd hljómsveitarinnar“.

Hljómsveitin var einnig valin blúsaðasta

bandið á Músíktilraunum og spilaði í kjölfarið

á Blúshátíð Reykjavíkur um páskana. Aðspurðir

hvaða þýðingu þessi verðlaun hafi fyrir

hljómsveitina segja þeir: „það er mikill heiður

að fá svona viðurkenningu og hefur hún komið

okkur á framfæri, sem við erum mjög þakklátir

fyrir“. Það verður spennandi að fylgjast með

þessari ungu og efnilegu hljómsveit og það

er nóg framundan hjá þeim: „Við stefnum að

því að nota komandi sumar í það að einbeita

okkur mikið að tónlistinni, munum því semja

eins og við getum og koma fram sem oftast.

Við munum líka vinna í því að taka upp plötu

fljótlega. Annars spilast þetta líka eftir hendinni

og við verðum að sjá til hvað gerist“ segja þessir

hæfileikaríku tónlistarmenn.

Það er hægt að fylgjast nánar með Lucy in

Blue á Facebook síðu þeirra.

Gleðilegt

sumar

kæru Hvergerðingar !

Umsjónarmenn íbúðarhúsa og fyrirtækjalóða

eru hvattir til að hreinsa rusl, taka til og

rækta garðinn sinn.

Á gámasvæðinu við Bláskóga er núna hægt að fá

gæðamoltu frá Gámaþjónustunni endurgjaldslaust!

Komið með kerru, poka eða fötur og fáið ykkur jarðvegsbæti

í garðinn og gerið hann blómlegan fyrir sumarið en betra fóður fyrir plöntur

er vart hægt að fá.

Undirbúningur fyrir Blóm í bæ stendur nú sem hæst og því eru íbúar hvattir til að taka höndum saman og gera bæinn

eins glæsilegan og mögulegt er áður en sýningin hefst.

Enn og aftur er full þörf á að minna á að bílflök og brotajárn er lítið augnayndi þó staðsett sé á einkalóðum og eru

eigendur slíkra „verðmæta“ hvattir til að koma þeim til förgunar hið allra fyrsta.

Með sumarkveðju,

Ari umhverfisfulltrúi

ari@hveragerdi.is

11


FRAMBOÐSKYNNING

XS

SAMFYLKINGIN OG ÓHÁÐIR

NJÖRÐUR SIGURÐSSON

LEIÐIR LISTA

SAMFYLKINGARINNAR

Tillaga uppstillingarnefndar að

framboðslista Samfylkingarinnar

og óháðra í Hveragerði til

bæjarstjórnarkosninga 2014 var

samþykkt einróma á félagsfundi þann

15. apríl sl. Framboðslistann skipar fólk

með fjölbreyttan bakgrunn, menntun og

störf og jafnt kynjahlutfall er á listanum.

Listann skipa eftirtaldir:

1. Njörður Sigurðsson

2. Viktoría Sif Kristinsdóttir

3. Guðjón Óskar Kristjánsson

4. Bjarney Sif Ægisdóttir

5. Walter Fannar Kristjánsson

6. Álfhildur E. Þorsteinsdóttir

7. Davíð Ágúst Davíðsson

8. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir

9. Erla María Gísladóttir

10. Gísli Magnússon

11. Valdimar Ingvason

12. Sigurbjört Gunnarsdóttir

13. Sigurgeir Guðmundsson

14. Anna Sigríður Egilsdóttir

Efri röð frá vinstri: Kristbjörg Erla Hreinsdóttir, Valdimar Ingvason, Sigurbjört Gunnarsdóttir, Walter Fannar

Kristjánsson, Njörður Sigurðsson, Davíð Ágúst Davíðsson, Gísli Magnússon og Álfhildur E. Þorsteinsdóttir.

Neðri röð frá vinstri: Bjarney Sif Ægisdóttir, Guðjón Óskar Kristjánsson, Anna Sigríður Egilsdóttir,

Erla María Gísladóttir og Viktoría Sif Kristinsdóttir. Á myndina vantar Sigurgeir Guðmundsson

EFLING ATVINNU

Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og sviðsstjóri á Þjóðskjalasafni

Íslands, skipar efsta sæti listans en hann bauð sig fram fyrir hönd

A-listans í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Seint í febrúar var

Hvergerðingum boðið til fundar um málefni sveitarfélagsins og hafa

verið vikulegir fundir síðan. Hópurinn sem skipar framboðslistann er

kjarninn úr þeim málefnahópi. Listann skipar fjölbreyttur hópur fólks

með ólíka menntun og reynslu. Elsti frambjóðandinn er 78 ára og sá

yngsti 25 ára. Öll eigum við það sameiginlegt að vilja vinna að bættum

hag samfélagsins með jafnaðarhugsjónina að leiðarljósi.

Eitt mikilvægasta hagsmunamál Hvergerðinga er að efla atvinnu í Hveragerði og það munum við

leggja mikla áherslu á. Umhverfismálin eru einnig mikilvæg, einkum er varðar virkjanir og mengun

í næsta nágrenni Hveragerðis. Þá þarf einnig að skoða gaumgæfilega hvort að sú þjónusta sem

Hveragerðisbær veitir íbúum sé í samræmi við þá stöðu að margir íbúar bæjarins sækja vinnu út

fyrir bæinn. Bæjarfélag sem er í slíkri stöðu þarf auðvitað að haga þjónustu sinni á annan hátt en

sveitarfélag þar sem flestir íbúar sækja atvinnu innan bæjarmarka“ segir Njörður Sigurðsson.

SKÓLA OG FRÆÐSLUMÁLIN

Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastjóri við Grunnskólann í Hveragerði

skipar 2.sæti listans. „Skóla- og fræðslumálin eru mér kærust en þar tel ég mig vera á heimavelli sem

kennari og verkefnastjóri og áður sem deildarstjóri við skólann okkar. Okkur langar að skoða þau mál

í víðara samhengi en gert er i dag, þ.m.t. tónlistarnám, dagvistunarúrræði fyrir börn að 18 mánaða

aldri og að öll börn hafi jafnan aðgang að tómstundum“ segir Viktoría Sif og bætir við „Vorið og

sveitarstjórnamálin leggjast vel í mig. Ég hlakka til að vinna með öllu því frábæra fólki sem hefur

ákveðið að koma að þessari vinnu og þá sérstaklega unga fólkinu okkar því þeirra er framtíðin og við

viljum halda unga fólkinu okkar hér í Hveragerði til að byggja upp fallega bæinn okkar“ segir Viktoría

Sif glaðbeitt.

Heimasíða: www.xshveragerdi.is

Facebook: XS Hveragerdi

12


STRÁKARNIR OG STELPURNAR OKKAR

37 FYRIRTÆKI TÓKU ÞÁTT

KJÖRÍSMÓTIÐ Í BLAKI

Blakdeild Hamars stóð fyrir árlegu Kjörísmóti í blaki laugardaginn 12. apríl sl. Alls tóku 46 lið þátt og

komu þau víðsvegar að af landinu en þetta er stærsta mótið hingað til. Vegna fjölda liða var bæði

spilað í Hamarshöllinni og í Iðu á Selfossi en spilað var í tveimur deildum karla og fimm deildum

kvenna.

Hamar átti tvö kvennalið og tvö karlalið, Hamar A og Hamar B, og gekk liðunum ágætlega en unnu

þó ekki til verðlauna.

Mótið tókst vel í alla staði og er hægt að skoða nánari úrslit leikja inn á www.blak.is.

Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór

fram í Hamarshöllinni, 29. mars sl. Það voru 37

fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu

sinni og erum við ótrúlega þakklát fyrir þennan

góða stuðning sem okkur var sýnt með þessu.

Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ

heimsótti okkur og var með í keppninni, en

Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í

Hveragerði þessa helgi.

HVERGERÐINGAR Á

TOPPNUM Í DANMÖRKU

STÓRKOSTLEG TILÞRIF

Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga

Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir

Varmá Restaurant / Frost og funi guesthouse.

Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og

Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í

æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-

18 , 17-21 og 21-19.

Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá

Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars þakkar öllum sem þátt

tóku í mótinu, fyrirtækjunum og keppendunum

og síðast en ekki síst Mosfellingum í

Aftureldingu. Virkilega gaman að fá þá.

Sigurður Blöndal, þjálfari Badmintondeildar

LENGJUBIKARINN B DEILD

KARLA

Knattspyrnulið Hamars tapaði naumlega 3-2

fyrir liði Njarðvíkur 27.mars sl. í riðli 1 í B-deild

karla í Lengjubikarnum og mættu svo ofjörlum

sínum í ÍR þann 4 apríl sl. og töpuðu 11-4. ÍR er á

toppnum í riðlinum með 13 stig en Hamar eru í

neðsta sæti riðilsins án stiga.

Tómas Ingvi Hassing hefur verið á skotskónum

fyrir Hamar og er í 8. sæti yfir markahæstu menn

riðilsins með 3 mörk úr 5 leikjum og fast á hæla

hans fylgir Samúel Arnar Kjartansson með 2

mörk úr 3 leikjum.

Hafsteinn Valdimarsson varð á dögunum

danskur meistari í blaki með liði sínu

Marienlyst þegar liðið hafði betur gegn

Gentofte í oddaleik í úrslitum. Vinna þurfti

þrjá leiki og vann Marienlyst einvígið 3:2.

Marienlyst vann tvöfalt í ár því liðið varð

einnig danskur bikarmeistari fyrr í vetur. Að

auki var Hafsteinn valinn í lið ársins í dönsku

úrvalsdeildinni. Er þetta sjötti titill Hafsteins

með liðinu en hann varð einnig lands- og

bikarmeistari í fyrra og Norðurlandameistari

árið 2012.

Bróðir Hafsteins, Kristján Valdimarsson

spilar einnig blak í dönsku úrvalsdeildinni

og vann hann til bronsverðlauna með liði

sínu Middlefart. Glæsilegur árangur hjá

þessum bræðrum sem eru að sigra danska

blakheiminn um þessar mundir.

22. mars sl. hélt meistaraflokkur Hamars hópa og

firmakeppni. Það er hægt að segja að keppnin

heppnaðist mjög vel og tóku tíu lið þátt eða allt

að níutíu þátttakendur. Þarna sáust mörg frábær

tilþrif og margar gamlar kempur tóku þátt. Það

sem stóð uppúr er að allir skemmtu sér vel og

enginn meiddist. Einnig eru allir sammála um að

ekki voru um nein ljót brot eða einhverskonar

leiðindi að ræða. Það er skemmst frá því að

segja að liðið Brendan babes vann þetta mót

með því að leggja lið Hermanns Hreiðarssonar

Stracta Hotels í úrslitaleik 3-1. Í þriðja sæti

urðu svo kempunnar frá Kjörís sem lögðu lið

Barnaverndarstofu 3-0. Barnaverndarstofa varð

reyndar að gefa leikinn þar sem ekki náðist í lið

hjá þeim þegar þarna var komið.

Fjölskyldutímar í badminton

Opið hús fyrir alla sem vilja koma og spila badminton

á sunnudögum kl. 10-12, í Hamarshöllinni.

Leiðsögn, kúlur og spaðar á staðnum.

Frítt er þegar mætt er í fyrsta skipti og 500 kr. pr. einstakling

eftir það, fjölskylduverð 1000 kr.

Frítt er fyrir þá sem sækja / hafa sótt önnur námskeið á vegum

Badmintondeildar Hamars. Yngsta fólkið er sérstaklega boðið

velkomið og eru litlir spaðar og blöðrur í boði fyrir þau.

13


FRAMBOÐSKYNNING

XD

D-LISTINN Í HVERAGERÐI

NINNA SIF SVAVARSDÓTTIR

LEIÐIR LISTA

SJÁLFSTÆÐISMANNA

Tillaga uppstillingarnefndar að

framboðslista Sjálfstæðisfélagsins

í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar

í vor var samþykkt einróma

á fundi félagsins í Hveragerði 27. mars sl.

Listann skipa átta karlar og sex konur.

Konurnar raðast ofarlega á listann en í

efstu átta sætum er jafnt kynjahlutfall.

Listann skipa eftirtaldir:

1. Ninna Sif Svavarsdóttir

2. Eyþór Ólafsson

3. Unnur Þormóðsdóttir

4. Aldís Hafsteinsdóttir

5. Þórhallur Einisson

6. Friðrik Sigurbjörnsson

7. Berglind Sigurðardóttir

8. Birkir Sveinsson

9. Ingimar Guðmundsson

10. Alda Pálsdóttir

11. Jakob Fannar Hansen

12. Þorkell Pétursson

13. Sæunn Freydís Grímsdóttir

14. Örn Guðmundsson

Efri röð frá vinstri: Berglind Sigurðardóttir, Birkir Sveinsson, Örn Guðmundsson, Sæunn Freydís Grímsdóttir, Unnur

Þormóðsdóttir og Alda Pálsdóttir.

Neðri röð frá vinstri: Eyþór Ólafsson, Ingimar Guðmundsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Jakob Fannar Hansen,

Þórhallur Einisson, Ninna Sif Svavarsdóttir og Aldís Hafsteinsdóttir. Á myndina vantar Þorkel Pétursson.

ÁHERSLUMÁLIN SKÝR

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og forseti bæjarstjórnar leiðir listann,

en hún hefur verið í bæjarstjórn síðan 2010. „Samþykkt var á

félagsfundi í nóvember sl. að skipa uppstillingarnefnd sem gerði tillögu

að lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Uppstillingarnefndin lagði á

sig mikla vinnu, ræddi við fjölmarga og lagði síðan fram tillögu sína að

framboðslista Sjálfstæðisfélagsins á fjölmennum félagsfundi 27. mars sl.

og var hún samþykkt samhljóða. Listinn er frábær blanda af fólki með

góða reynslu af sveitarstjórnarmálum og öflugum nýliðum, konum

og körlum, fólki á öllum aldri sem á það sameiginlegt að vilja vinna

vel fyrir bæinn sinn. Áherslumál D-listans eru skýr: að halda áfram að

byggja upp bæjarfélag þar sem lífsgæði fólks á öllum aldri eru sett í öndvegi. Við viljum að það sé

eftirsóknarverður kostur að búa í Hveragerði. Við munum áfram byggja hér upp góða þjónustu við

íbúa og að vinna að því að bærinn verði einn fallegasti bær landsins en stórátak hefur verið gert

á því sviði undanfarin ár. Unnið verði að eflingu atvinnulífs og uppbyggingu ferðaþjónustu með

styrkingu innviða bæjarins en þar er vinna við endurskoðun aðalskipulags mikilvæg. Við ætlum að

gera dalinn að þeirri útivistarparadís sem hann svo sannarlega á að verða og vinna í samræmi við

nýtt skipulag á því svæði“ segir Ninna Sif Svavarsdóttir.

FJÖLMÖRG TÆKIFÆRI

Eyþór Ólafsson verkfræðingur og öryggisstjóri skipar annað sæti listans. „Fjölmörg tækifæri eru í staðsetningu

Hveragerðis og fallegu umhverfi bæjarins. Bærinn er eftirsóknarverður staður bæði til búsetu og sem áfangastaður

fyrir ferðamenn til styttri og ekki síður til lengri dvalar og þá einna helst tengt heilsutengdri ferðaþjónustu. Við þurfum

að leggja mikla áherslu á fegrun bæjarins, bættar gönguleiðir og umhverfisvænar samgöngur. Við eigum að skapa

góðar aðstæður fyrir atvinnustarfsemi með því t.d. að aðlaga skipulag og lóðaframboð að þörfum atvinnulífs sem

passar vel við þær áherslur sem við höfum í umhverfismálum“ segir Eyþór sem hefur verið bæjarfulltrúi síðan árið

2006. „Kosningarnar leggjast mjög vel í mig. Stjórnun bæjarfélagsins hefur gengið vel á undanförnum árum og við

erum tilbúin til áframhaldandi góðrar vinnu fyrir Hvergerðinga. Samvinna allra bæjarfulltrúa hefur verið afar góð á

kjörtímabilinu. Slík samvinna er mikilvæg og farsæl til árangurs fyrir Hveragerði. Bæjarstjórn hverju sinni þarf að vera

sveigjanleg og tilbúin að bregðast við þörfum og áherslum samfélagsins á hverjum tíma og jafnframt að vera í stakk

búin að nýta þau tækifæri sem bjóðast og verjast þeim ógnunum sem kunna að koma upp. Þetta höfum við gert og

munum gera áfram ef Hvergerðingar gefa okkur tækifæri til þess“.

Heimasíða: www.blahver.is

Facebook: X-D Hveragerði

14


VORTÓNLEIKAR

Það er vor í lofti, gróandinn farinn af stað, vorlaukar kíkja upp úr moldinni og fuglarnir syngja fagran

söng. Í þessu umhverfi ætlar Söngsveit Hveragerðis að halda sína árlegu vortónleika, fimmtudaginn

1. maí kl 16:00 í Hveragerðiskirkju.

Söngsveitin flytur að þessu sinni lög úr sígildum söngleikjum meistara eins og Rodgers &

Hammerstein, Leonard Bernstein og Scönberg. Fluttar verðar syrpur og lög m.a. úr Sound of Music,

West Side Story og Vesalingunum. Tónleikarnir verða því á léttu og skemmtilegu nótunum.

Gestir söngsveitarinnar verða Þór Breiðfjörð tenór og Kjartan Valdimarsson píanóleikari. Þór fór

með aðalhlutverkið í Vesalingunum þegar það var sýnt í Þjóðleikhúsinu og fékk einróma lof fyrir sitt

framlag. Einsöngvari með kórnum er Berglind Ólafsdóttir. Strengjasveit Tónlistarskólans í Árnessýslu

undir stjórn Guðmundar Kristmundssonar mun einnig leika með. Stjórnandi Söngsveitarinnar er

Margrét S. Stefánsdóttir og undirleikari er Ester Ólafsdóttir píanóleikari.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Suðurlands.

HUGSANLEG SAMEINING

Á fundi bæjarstjórnar þann 13. mars síðastliðinn var skipaður starfshópur til að koma með tillögur að spurningum

í ráðgefandi skoðanakönnun, skoðanakönnun sem snýr að hugsanlegri sameiningu Hveragerðisbæjar við annað/

önnur sveitarfélög. Íbúar bæjarins fá svo að svara þessari skoðanakönnun samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum.

Starfshópurinn fundaði tvisvar og fór yfir hina ýmsu sameiningakosti og horfði vítt yfir, rætt var um sameiningu við m.a.

sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Fljótlega var þó komist að þeirri niðurstöðu að horfa aðallega til

sveitarfélaga á Suðurlandi í ljósi þess samstarfs sem ríkir og hefur ríkt milli sveitarfélaga á því svæði í m.a. sorpmálum,

skólamálum, velferðaþjónustu, héraðsnefndum og í gegnum SASS svo eitthvað sé nefnt. Sameiningakostirnir sem

hópurinn valdi eru sameining Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss, sameining vesturhluta Árnessýslu í eitt

sveitarfélag, sameining Árnessýslu utan Sveitarfélagsins Árborgar í eitt sveitarfélag, sameining allra sveitarfélaga í Árnessýslu í eitt sveitarfélag og svo

sameining allra sveitarfélaga á Suðurlandi í eitt sveitarfélag. Þess ber þó að geta að í þessari skoðanakönnun geta íbúar bæjarins einnig sagt nei við

hugsanlegri sameiningu séu þeir á þeirri skoðun.

Fljótlega eftir að starfshópurinn hafði lokið vinnu við að finna hvaða sameiningakostir skyldu vera lagðir fyrir, fól starfshópurinn bæjarstjóra að

senda póst til allra sveitarfélaga í Árnessýslu þar sem þeim var kynnt þessi áform bæjarins um að leggja fyrir ráðgefandi skoðanakönnun samhliða

næstu sveitarstjórnarkosningum. Af þeim átta sveitarfélögum sem eru í Árnessýslu hafa fimm þeirra, að meðtöldu Hveragerðisbæ, samþykkt

að leggja svipaða skoðanakönnun fyrir. Önnur hafa lagt málið fram til kynningar. Það verður því ekki bara spennandi að fá að sjá niðurstöður úr

sveitarstjórnarkosningunum þann 31. maí heldur verður einnig spennandi og fróðlegt að fá að sjá niðurstöður skoðanakönnunarinnar.

Friðrik Sigurbjörnsson

Formaður starfshópsins og varabæjarfulltrúi

28. apríl mánudagur kl. 17:00.

Dansað í Þorlákssetri.

Boðið verður upp í dans.

30. apríl miðvikudagur kl. 14:00.

Vorfundur Félagsins.

Kaffi, gleði og gaman, verð kr. 700

Engir fimmtudagsfundir verða í maí

MATVÆLA-

RÁÐGJÖF

Uppsetning og viðhald gæðakerfa

Gerð gæðahandbóka og skráningagagna

Samningur um vistun, uppfærslur, eftirfylgni og fleira

Námskeið um innra eftirlit byggðu á HACCP

Úttektir og gæðamat á matvælum

HÁRSNYRTISTOFAN

ópus

Breiðumörk 2

Hveragerði

Sími 483 4833

Arnar Ingi Ingólfsson

Húsasmíðameistari og

Byggingafræðingur

S: 6634619

Email: arnaringi@gmail.com

Hesthálsi 6-8 – 110 Reykjavík - Sími 897 0525 – robert@isgen.is

15


MJALLHVÍT OG DVERGARNIR 7

Í desember á síðasta ári ákvað stjórn Leikfélagsins að taka gamla góða

ævintýrið um hana Mjallvíti og dvergana sjö til sýningar veturinn 2013-

14. Leikstjóri var ráðinn og er hann Hvergerðingurinn og nýútskrifaður

leikarinn frá enskum leiklistarskóla Hafsteinn Þór Auðunsson. Samdi

hann nýja leikgerð og tónlist við verkið sem Guðmundur Eiríksson

píanóleikari sem var ráðinn undirleikari sýningarinnar útsetti.

Helgina 4.-5. janúar hélt Leikfélagið leiklistarnámskeið fyrir börn og

unglinga á aldrinum 10-16 ára. Leiðbeinandi var Hafsteinn Þór, og voru

þátttakendur 25.

6. janúar voru svo áheyrnarprufur fyrir Mjallhvíti og dvergana sjö. Var

mikið fjölmenni og mjög margir stigu á svið í þeim tilgangi að sýna

leiksjóranum hvað í þeim byggi.

Síðan í framhaldinu voru samlestrar á leikritinu nokkrum sinnum áður

en tilkynnt var svo um val á leikurum í verkið 13. janúar. Var mikið

fjölmenni í leikhúsinu, þegar leikstjórinn las um nöfn þeirra sem valin

voru í leikritið. Síðan hófust æfingar af fullum krafti, breytingar á sviðinu

og smíði leikmyndar. Þegar leikritið var orðið fullmannað voru leikarar

orðnir 32. 17 þeirra sem voru á námskeiðinu taka þátt í sýningunni.

Leikarar eru á aldrinum 8-55 ára, þar af 26 á aldrinum 8-16 ára.

Leikmyndin er mikið listaverk, en hana máluðu Víðir Mýrmann og

Kolbrún Vilhjálmsdóttir. Má segja að þau hafi búið til ævintýraveröld í

litla leikhúsinu okkar Hvergerðinga.

Eftir langt og strangt æfingaferli var svo Mjallhvít og dvergarnir sjö

frumsýnt föstudaginn 14. mars fyrir fullu húsi við frábærar undirtektir

frumsýningagesta. Leikfélagið þakkar öllum þeim mikla fjölda fólks

sem gerðu þessa sýningu að veruleika. Öll vinna í áhugaleikfélagi

er sjálboðavinna, þannig að þeir sem leggja hönd á plóg eru mesti

fjársjóður leikfélaganna. Þetta er frábær sýning sem enginn ætti að láta

framhjá sér fara.

Jóhann Tr. Sigurðsson, formaður Leikfélags Hveragerðis

Krumminn skellti sér á leiksýninguna ásamt foreldrafélagi leikskólanna

í Hveragerði og fleiri leikhúsgestum og var jafn agndofa og börnin yfir

einstaklega glæsilegri og vandaðri framsetningu á ævintýrinu sígilda.

Sviðsmyndin var einu orði sagt stórkostleg, búningar glæsilegir og

leikararnir ungu stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum. Einnig mátti

sjá vel útfærðar tæknibrellur ásamt grípandi tónlist sem ómar enn annað

slagið í kolli Krummans. Framsetning Leikfélagsins á Mjallhvíti

og dvergunum ber vott um metnað og óskar Krumminn Leikfélaginu

til hamingju með þessa glæsilegu sýningu .

Hvergerðingar, nágrannar og aðrir landsmenn.

Gleðilegt sumar og þökkum viðskiptin

Hofland-Setrið, heitasti staður Suðurlands

16

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!