krumminn júlí 2020
Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði #krumminn
Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði
#krumminn
- TAGS
- hveragerdi
- krumminn
Transform your PDFs into Flipbooks and boost your revenue!
Leverage SEO-optimized Flipbooks, powerful backlinks, and multimedia content to professionally showcase your products and significantly increase your reach.
1. TBL. 2. ÁRG. JÚLÍ <strong>2020</strong> MANNLÍFIÐ OG TILVERAN Í HVERAGERÐI<br />
SKÖPUNAR-<br />
ÞÖRFIN<br />
VAKNAÐI<br />
MJÖG SNEMMA<br />
Viðtal bls. 6 - 7<br />
Listamaðurinn Mýrmann býr og starfar í Hveragerði, en þar hefur hann<br />
verið með annan fótinn síðastliðin 20 ár. Víðir Ingólfur Þrastarson eins<br />
og hann heitir, hefur lengi fengist við listir og sköpun, bæði í formi<br />
sjón- og tónlistar. Um tíma bjó hann í Bretlandi þar sem hann stundaði<br />
nám í hönnun nútímaskartgripa, sem mætti kalla listrænt skart. Fór til<br />
Noregs þar sem hann var nemandi norska málarans Odd Nerdrum.<br />
„Ég bjó hjá honum á sveitabæ hans í Noregi. Nedrum hafði breytt<br />
hlöðu í listaaðstöðu þar sem nemendurnir bjuggu á neðri hæðinni og<br />
vinnustofur voru á loftinu. Ég kynntist honum og öðrum listamönnum<br />
sem þarna voru. Mér fannst ég einfaldlega kominn heim. Námið þarna<br />
var af gamla skólanum, svona meistari og lærlingur nám. Í fyrstu tvo<br />
mánuðina var hann í raun að brjóta mig niður, mér fannst ég ekki<br />
kunna neitt og það hélt mér á tánum. Svo fór hann að byggja mig upp<br />
og lofaði mig í hástert. Var samt ekkert að reyna að breyta mér sem<br />
málara, heldur fór að vinna með mína eiginleika. Svoleiðis fór ég að<br />
bæta mig og opna hug minn,“ segir Víðir.<br />
LÍF OG FJÖR Á KÓSÍ 17. JÚNÍ Í HVERAGERÐI<br />
1
www.<strong>krumminn</strong>.is<br />
<strong>krumminn</strong>@<strong>krumminn</strong>.is<br />
Útgefandi: Klettagjá ehf.<br />
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:<br />
Hrund Guðmundsdóttir<br />
Umbrot: Klettagjá ehf.<br />
Prentun: Prenttækni<br />
Upplag: 2000 stk.<br />
Próförk: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir<br />
Myndir: Helena Stefánsdóttir,<br />
Guðmundur Erlingsson, Hafsteinn Thor<br />
og fleira hæfileikafólk úr Hveragerði<br />
Innsent efni:<br />
Fréttir: frettir@<strong>krumminn</strong>.is<br />
Aðsendar greinar: <strong>krumminn</strong>@<strong>krumminn</strong>.is<br />
Auglýsingar: auglysingar@<strong>krumminn</strong>.is<br />
NEYÐIN KENNIR NAKTRI KONU<br />
AÐ SPINNA… VEF!<br />
Það eru liðin nokkur ár síðan ég gaf út<br />
Krummann síðast ásamt vinkonu minni,<br />
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttur. Við stukkum algjörlega<br />
út í djúpu laugina og fannst nú ekkert eðlilegra<br />
en að stofna fyrirtæki og hella sér í blaðaútgáfu<br />
í miðju fæðingarorlofi. Svo þurftum við að byrja<br />
að vinna og komust aldrei alveg aftur í gang með<br />
þetta ævintýri.<br />
Eftir að hönnunarfyrirtækið mitt Klettagjá sá<br />
fram á mikinn verkefnaskort í og eftir Covid-19<br />
faraldurinn, varð ég að gyrða mig í brók og búa<br />
til eitthvað nýtt eða bara byrja upp á nýtt.<br />
Svo ég ákvað að demba mér aftur í útgáfustörfin.<br />
Ég sakna Ellenar mikið og finn hvað þetta er miklu meira puð svona ein og fæ því lánuð augu<br />
og eyru fólks í kringum mig. Ég tók því sérstaklega fagnandi á móti Helenu Stefánsdóttur sem<br />
bauð fram hjálp sína enda vön að taka viðtöl og tekur fallegar myndir.<br />
Ég opnaði nýjan vef í júní, www.<strong>krumminn</strong>.is og fékk fljótt í lið með mér hina og þessa<br />
Hvergerðinga sem voru til í að senda mér myndir, taka viðtöl, skrifa greinar og birta auglýsingar.<br />
Eftir stutta könnun á Facebook vildu íbúar bæjarins einnig fá prentað bæjarblað og halda inni<br />
sömu liðum og áður, viðtali, nýbúakynningunni, litlu börnunum, Krunk Krunk viðtalinu o.fl.<br />
Ég er óskaplega þakklát öllu þessu góða fólki sem vill taka þátt í að halda þessum miðli lifandi<br />
og leggja sitt af mörkum og ég mun gera mitt besta til að halda þessu gangandi, skemmtilegu<br />
og fræðandi.<br />
Ást og friður<br />
Hrund<br />
MEIRA LÍF OG FJÖR Á 17. JÚNÍ<br />
Ljósmyndari: Helena Stefánsdóttir<br />
Fleiri myndir má sjá á www.<strong>krumminn</strong>.is og www.helenastefansdottir.is<br />
2
3
FRAMKVÆMT SEM ALDREI FYRR<br />
Það er gaman að vera til þegar sólin skín, þegar hlýnar í veðri og lygnir. Líf og fjör færist í bæinn okkar. Götur fyllast<br />
af lífi, nágrannar spjalla og börn ærslast úti.<br />
Sumarið hefur loksins tekið við af ansi strembnum vetri í blómabænum og nú sem aldrei fyrr erum við svo<br />
óendanlega þakklát fyrir gróðurinn, ilminn í loftinu, bjartar nætur og gleðina sem færist yfir hugann þegar sumarið<br />
loksins kemur.<br />
Sjaldan ef nokkurn tíma hefur jafn mikið verið í gangi og nú. Þrátt fyrir kófið þá er engan bilbug að finna á þeim<br />
fjölmörgu sem nú hyggja á framkvæmdir og er bæjarfélagið sjálft þar engin undantekning. Viðbygging við<br />
grunnskólann rís nú norðan við skólabygginguna og þar með heyrir gegnumakstur um Skólamörk sögunni til.<br />
Sex kennslustofur verða teknar í notkun haustið 2021 og mun tilkoma þeirra bæta allt skólastarf til mikilla muna.<br />
Nú er unnið að lagningu vatnslagnar frá vatnstanknum ofan við Hlíðarhaga og að Kambalandi. Er verkið nokkuð flókið í framkvæmd enda þarf<br />
að grafa þar í stígakerfi skógræktarinnar undir Hamrinum. Með þessari lögn verður til góður göngustígur með lýsingu sem án vafa á eftir að auka<br />
vinsældir þessa svæðis til útivistar allt árið um kring.<br />
Undir Hamrinum mun fljótlega opna nýr frisbígolfvöllur en búið er að velja vellinum stað, hanna hann og setja saman körfurnar. Uppsetning<br />
þeirra er á næsta leiti og bið ég áhugasama um að taka vel í beiðni um sjálfboðaliða í það starf.<br />
Þær gleðifréttir bárust í vikunni að samþykkt hefði verið umsókn Íbúðafélagsins Bjargs og Hveragerðisbæjar um stofnframlög til byggingar<br />
10 almennra leiguíbúða í Kambalandi. Nú mun hönnun íbúðanna hefjast og vonast er til að byggingu þeirra verði lokið árið 2021. Áhugasömum<br />
er bent á að sækja nú þegar um á heimasíðu Bjargs íbúðafélags.<br />
Vinsældir Kambalands eru miklar og þar rís nú hvert húsið af öðru. Nú þegar götur hafa tekið á sig mynd er auðveldara að sjá hverfið fyrir sér<br />
og greinilegt að margir hafa hug á setjast að á þessum fallega stað. Í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir flutningi þjóðvegarins<br />
neðar í landið en þess mun hverfið njóta ríkulega.<br />
Útboð á endurnýjun búningsklefanna í Sundlauginni Laugaskarði mun fara fram í <strong>júlí</strong> með það fyrir augum að framkvæmdir hefjist í október<br />
og ljúki í apríl/maí 2021. Mun þessi framkvæmd gjörbreyta allri aðstöðu fyrir gesti sundlaugarinnar en enginn kemst hjá því að sjá að núverandi<br />
klefar hafa látið verulega á sjá á undanförnum árum.<br />
Fjölmargt fleira mætti kynna á þessum vettvangi en ég læt hér staðar numið og enda á því að fagna framtaki Hrundar Guðmundsdóttur sem<br />
ákvað að endurvekja Krummann. Það er gaman fyrir Hvergerðinga að eiga vettvang sem þennan til að koma skilaboðum og skoðunum á framfæri.<br />
Bestu sumarkveðjur<br />
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri<br />
MINNINGIN LIFIR<br />
B&B skemmtihlaupið fór fram í Hveragerði laugardaginn 20. júní sl. þar sem um 80 hlauparar komu saman og styrktu gott málefni. Hressileg<br />
upphitun var í Lystigarðinum við Fossflöt að hætti Íþróttaálfsins og Magga mjóa. Hlaupnir voru 5 km í blíðskaparveðri án tímatöku og í lokin voru<br />
léttar veitingar og skálað fyrir lífinu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrsta sætið en það kom ekki mörgum á óvart að Kristinn Ólafsson skyldi koma fyrstur í<br />
mark. Glæsilegir vinningar voru síðan dregnir út í happdrættinu og áttu öll góða stund saman.<br />
Hlaupið var haldið í minningu Mikaels Rúnars Jónssonar sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall. Stofnaður hefur verið sjóður og er<br />
tilgangur hans að að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvin á barnsaldri, styrkja skóla og íþróttastarf barna auk annarra góðra verka.<br />
Þau sem vilja styrkja málefnið geta lagt frjáls framlög inn á bankareikning sjóðsins. Banki 0314-26-002160 kennitala 470519-1500.<br />
4
KRUNK KRUNK<br />
ÁGÚST ÖRLAUGUR MAGNÚSSON<br />
- ÖLLI<br />
Umsjónarmaður Hamarshallar<br />
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?<br />
Hamingjusamur formaður knattspyrnudeildar<br />
Hamars í Pepsi deild Kvenna og Karla.<br />
Hvað myndir þú gera ef þú mættir stjórna<br />
Íslandi í einn dag? Ég mundi senda rigninguna frá<br />
Íslandi og hækka vel upp hitastigið. Ég myndi líka<br />
millifæra slatta af peningum í íþróttastarfið.<br />
Hver myndi leika þig ef gerð væri kvikmynd um þig? Danny Devito<br />
Skemmtilegasta hreyfing/íþrótt? Fótbolti... og borðtennis sem hentar mínu<br />
ásigkomulagi betur í dag.<br />
Hvar sérðu þig eftir fimm ár? 190 cm, 76 kg. Ég verð líklega að spila sem<br />
atvinnumaður í borðtennis.<br />
Við hvað ertu hræddur? Að vera í mikilli hæð, er óstjórnlega lofthræddur. Sem<br />
er reyndar ekki gott þegar ég verð orðinn 190 cm.<br />
Fallegasti staðurinn? Grýluvöllur á góðum sumardegi.<br />
Hvað gafstu síðast í gjöf? Ég gaf henni Sonju minni blóm um daginn.<br />
Með hverjum myndir þú vilja vera fastur í lyftu? Hannesi rafvirkja. Því hann<br />
gæti eflaust lagað lyftuna.<br />
Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Ég á ansi mörg<br />
vandræðaleg móment, sum eru kannski ekki við hæfi hér. En ég er mjög klaufskur<br />
og hef lent í allskonar ótrúlegum vinnuslysum. T.d lenti ég í „vinnuslysi“ í vetur<br />
þegar ég var að bera mótor og endaði á því að detta á hann með hausinn og<br />
endaði með nokkrum saumum á enninu.<br />
Á hvern skorar þú í næstu yfirheyrslu? Ég skora á Kolbrúnu Guðmundsdóttur<br />
sem er gríðarlega duglegur félagsmaður hjá Knattspyrnudeild Hamars<br />
FÓTBOLTASTUÐ Á SKAGANUM<br />
Ungir knattspyrnumenn úr 7. flokki Hamars<br />
héldu á Akranes í júní til að etja kappi á hinu<br />
víðfræga Norðurálsmóti og má með sanni<br />
segja að um frábæra helgi hafi verið að ræða.<br />
Einstök tilþrif, baráttugleði, sætir sigrar, súr<br />
töp, vinátta og hamingja ríkti meðal þessarra<br />
efnilegu kappa í blíðskaparveðrinu.<br />
Hvað framtíðin leiðir í ljós er óvíst en eitt er<br />
þó víst að knattspyrnuframtíð Hamars er<br />
eins björt og Flórída-Skagasólin sem skein<br />
alla helgina og verður spennandi að fylgjast<br />
með iðkendum okkar blómstra enn frekar um<br />
ókomna tíð.<br />
Áfram Hamar!<br />
Myndir og skrif: Hafsteinn Thor<br />
ELDRI BORGARAR HITTAST Á NÝ<br />
Krumminn kíkti við á fyrstu æfingu eldri borgara í Hamarshöllinni eftir samkomubann. Loksins<br />
máttu æfingar hefjast að nýju og höfðu margir beðið eftir þeirri stund með óþreyju. Það er alltaf<br />
hlýtt og gott í höllinni og gervigrasið er alveg tilvalið til göngu og upphitunar áður en Berglind<br />
Elíasdóttir leiðbeinir iðkendum í fjölbreyttum æfingum við allra hæfi. Öll þakklát og spennt að<br />
byrja aftur með bros á vör eins og sjá má á myndinni.<br />
5
LISTAMAÐURINN<br />
MÝRMANN<br />
Vinnur með arfleifðina og hið<br />
íslenska umhverfi<br />
Listamaðurinn Mýrmann býr og starfar í Hveragerði, en þar hefur hann<br />
verið með annan fótinn síðastliðin 20 ár. Víðir Ingólfur Þrastarson eins<br />
og hann heitir, hefur lengi fengist við listir og sköpun, bæði í formi<br />
sjón- og tónlistar. Um tíma bjó hann í Bretlandi þar sem hann stundaði<br />
nám í hönnun nútímaskartgripa, sem mætti kalla listrænt skart. Fór til<br />
Noregs þar sem hann var nemandi norska málarans Odd Nerdrum.<br />
„Ég bjó hjá honum á sveitabæ hans í Noregi. Nedrum hafði breytt<br />
hlöðu í listaaðstöðu þar sem nemendurnir bjuggu á neðri hæðinni og<br />
vinnustofur voru á loftinu. Ég kynntist honum og öðrum listamönnum<br />
sem þarna voru. Mér fannst ég einfaldlega kominn heim. Námið þarna<br />
var af gamla skólanum, svona meistari og lærlingur nám. Í fyrstu tvo<br />
mánuðina var hann í raun að brjóta mig niður, mér fannst ég ekki<br />
kunna neitt og það hélt mér á tánum. Svo fór hann að byggja mig upp<br />
og lofaði mig í hástert. Var samt ekkert að reyna að breyta mér sem<br />
málara, heldur fór að vinna með mína eiginleika. Svoleiðis fór ég að<br />
bæta mig og opna hug minn,“ segir Víðir.<br />
Umbreytingarkrafturinn er mikilvægur en hann byggist á heimspekinni<br />
um gullgerðarlistina (Alkemía), þar sem einu efni er breytt í annað.<br />
Listamenn vinna á svipaðan hátt, taka hugmynd og gera eitthvað úr<br />
henni.“<br />
University of Creative Arts í Bretlandi<br />
Víðir stundaði meðal annars nám við Myndlistaskólanum í Reykjavík og<br />
lærði hönnun í Iðnskólanum í Reykjavík. Um tíma stundaði hann einnig<br />
nám við Tónlistarskóla FÍH, þar sem hann lærði á gítar. Fyrir skömmu<br />
lauk Víðir mastersgráðu í hönnunarnámi frá University of Creative Arts í<br />
Bretlandi. Víðir hefur bæði mikla menntun og reynslu á sviði listmálunar<br />
og hefur hann af og til stundað kennslu og miðlað af reynslu sinni.<br />
Fékk þessa köllun<br />
„Ég bjó í sveit í Fljótshlíðinni sem barn, en ég á samt að ég held<br />
engin ættartengsl þangað. Ég hef teiknað síðan ég man eftir mér, en<br />
áhuginn kviknaði fyrir alvöru í kringum 10 ára aldur. Ég var að skoða<br />
listaverkabækur með myndum gömlu meistaranna, en það var þá<br />
sem ég fékk þessa köllun. Ákveðið verk eftir William Turner, heillaði<br />
mig og þá gerðist eitthvað innra með mér. Svo fór það í dvala á<br />
unglingsárunum og annað tók við, rétt eins og gerist á þeim árum.<br />
Ég byrjaði svo að fikta við að mála í kringum 17 ára aldur. Það eru<br />
listrænir hæfileikar í ættinni, sértaklega í föðurætt, “ segir Víðir.<br />
Dulúð og dökk rómantík<br />
„Sköpunarþörfin vaknaði mjög snemma og er orðin algjörlega samofin<br />
persónu minni í dag. Síðustu tvo áratugi hefur olíumálun átt hug<br />
minn allan. Ég er með svolítið gamaldags stíl, mála landslag og kalla<br />
þetta Syneris (samvirkni),“ segir Víðir. Mörg verka listamannsins bera<br />
blæ liðinna tíma þó myndefnið sé nútímalegt. Stíllinn með dulúð og<br />
dökkum litum minnir svolítið á verk flæmsku miðaldameistaranna.<br />
Til þess að kalla fram þennan sérstaka blæ notar Víðir eldri málaratækni<br />
en segist þó brjóta allar reglur þegar henti honum. „Ef verkin eru of<br />
akademísk vantar þau oft áferð listamannsins sem glæðir þau lífi. Ég<br />
mála mikið ljósaskiptin og finnst eitthvað heillandi við breytingar og<br />
það er það sem ég er auðvitað að reyna að fanga. Ég vinn mikið með<br />
rómantík, það má kannski kalla þetta dökka rómantík. Táknheimurinn<br />
skiptir mig líka máli og dulspekin er mér hugleikin, þar sem hún tengist<br />
æðri meðvitund, guðdómi og andans málum.<br />
6
Miðlar áhrifum og tilfinningum<br />
Listamaðurinn segist sjálfur blanda alla sína liti og notar hann einungis<br />
grunnlitina til þess. Honum finnst ekkert mál að vinna samhliða í<br />
mörgum verkum, flakkar auðveldlega á milli verka sem geta verið á<br />
sitthvorum litaskalanum. „Ég finn alltaf út rétta litinn, ég er orðinn svo<br />
vanur. Ég veit líka nákvæmlega þegar verkið er tilbúið,“ segir hann.<br />
Myndefni listamannsins kemur því úr bakgrunni hans, umhverfi og<br />
ekki síst tilfinningum sem mótuðust innra með honum þegar hann<br />
var barn. „Þetta eru bara mínar rætur, við búum hér á eyju. Ég reyni<br />
að miðla áhrifum og tilfinningum sem ég hef tekið með mér úr æsku,<br />
inn í fullorðinsárin. Mér finnst ég líka verða að miðla arfleiðinni. Þegar<br />
ég mála hlusta ég mikið á tónlist, hún veitir mér líka innblástur. Ég hef<br />
samt ekki lagst í rannsókn á því hvernig verk ég mála þegar ég hlusta<br />
á þungarokk eða klassíska tónlist.“ Myndirnar sýna mjög oft stórbrotna<br />
náttúru með öllum sínum krafti, andstæðum og átökum, kýr, kindur,<br />
hrafna, báta, og skip, ásamt táknmyndum. „Ég gæti þess að gefa ekki<br />
allt of mikið upp í sambandi við viðfangsefnið. Mér finnst skipta svo<br />
miklu máli að skilja eitthvað eftir fyrir áhorfandann.<br />
Kominn af franskri prinsessu?<br />
„Föðurættin kemur frá Stöðvarfirði og nafnið Mýrmann er að austan.<br />
Langa-langafi minn, Þorsteinn Þorsteinsson tók upp nafnið Mýrmann,<br />
en hann hafði tengingu við mýrar fyrir austan, sem ég kann ekki nánari<br />
skil á. Ég er ekki skírður Mýrmann, en fyrir um 15 árum tók ég upp<br />
þetta listamannsnafn, einfaldlega af því að mér fannst það passa svo<br />
vel við myndirnar mínar. Ég er því kominn af austfirskum sjómönnum<br />
í föðurætt, svo þaðan kemur áhuginn á sjónum og sjómennsku. Auk<br />
þess sagði pabbi mér að aftur í ættir væri ég líka kominn af frönskum<br />
sjómönnum og að ég gæti rakið ættir mínar til franskrar prinsessu.<br />
Ekki veit ég hvort það sé rétt, en sagan er engu að síður góð, “ segir<br />
Víðir og hlær. Gefi leikmaður ímyndunaraflinu lausan tauminn, væri<br />
hægt tengja evrópskar rætur listamannsins við 17. aldar málaratækni<br />
Mið-Evrópu.<br />
Viðfangsefnið kemur til mín<br />
„Síðustu tuttugu árin hef ég verið mjög afkastamikill í sýningahaldi,<br />
verk eftir mig finnast víða í einkasöfnum. Fyrir nokkru kom til mín<br />
maður sem sagðist alltaf vera að sjá eitthvað nýtt í verkinu sem hann<br />
á. Þá er tilgangnum náð, ég vil að fólk verði fyrir eigin hughrifum og<br />
finni núvitund þegar það virðir fyrir sér verkin mín. Ég mála sjaldan eftir<br />
pöntunum heldur kemur viðfangsefnið til mín. Það er því gaman þegar<br />
aðrir kunna að meta það sem ég miðla hverju sinni.“<br />
Á tímamótum<br />
Víðir segist standa á tímamótum og eftir sjálfsskoðun hafi hann breytt<br />
ýmsu í lífinu. „Ég hafði þörf fyrir það að þenja mörkin og hef synt á móti<br />
straumum bæði meðvitað og ómeðvitað. Undanfarið hef ég einbeitt<br />
mér að sjálfsrækt, og hef ég einblínt á það að gefa meira af sjálfum mér.<br />
Þá fara hlutirnir að koma til manns. Nú er ég er að undirbúa sýningu<br />
á stórum olíuverkum. Sú hugmynd er á frumstigi, en staður og stund<br />
kemur síðar, “ segir Víðir að lokum. www.myrmann.com<br />
Myndir og skrif. Helena Stefánsdóttir<br />
7
HEYRST<br />
HEFUR…<br />
að Sjöfn Ingvars kunni ekki að nota<br />
sólarvörn<br />
að uppselt sé á öll námskeið í<br />
hundahlýðniskóla Mattheu Sig.<br />
að Guðrún Hafsteins baki orðið betri<br />
súrdeigsbrauð en Almar<br />
að Arion banki sé farinn á Selfoss. Fór í<br />
banka, ekki banka!<br />
að nytjagámurinn sé opinn aftur<br />
að Ólafur Þórir hafi stigið í hundakúk<br />
kl. 6.00 og orðið virkilega reiður<br />
að það vanti leiguíbúðir í Hveragerði<br />
að fegurðarsamkeppni vörubíla fari nú fram<br />
í Dynskógum<br />
að Tom Cruise hafi þvælst um Suðurland<br />
að það þurfi hringtorg á Breiðumörk -<br />
Þelamörk á rush hour<br />
að Jónína Ben sé hrædd við ketti<br />
að 17. júní hafi aldri verið jafn kósí<br />
að sum hafi verið þyrstari en önnur í B&B<br />
hlaupinu og komið extra fljótt í mark<br />
að brauðbíllinn sé vinsælli en ísbíllinn og<br />
bókabíllinn<br />
að einhver hafi ekki ratað úr<br />
skátaratleiknum á 17. júní<br />
að lúsmýið hati lavender og rok<br />
að hægt sé að fá bestu súpu bæjarins<br />
á mánudögunum í konugolfi GHG<br />
að Björgvin Karl fari á inniskónum í vinnuna<br />
að það sé bannað að hjóla á<br />
hoppubelgnum<br />
að Bryndís Valdimarsdóttir sé orðin<br />
formaður húsbílafélagsins í Hveragerði<br />
að njólar og fíflar eigi ekki heima á<br />
göngustígum<br />
HVER ERUÐ ÞIÐ?<br />
Halldór Smárason, Thelma Lind<br />
Guðmundsdóttir, Óliver Muggur Helgason<br />
og Hagalín Smári Halldórsson<br />
Helstu áhugamál?<br />
Við erum öll mikið fjölskyldufólk<br />
og elskum að vera saman og búa til<br />
minningar. Halldór er tónlistarmaður og<br />
allir fjölskyldumeðlimir mjög tónelskir<br />
svo oft er tónlist leikin eða brostið í söng.<br />
Thelma vinnur sem ráðgjafi hjá Birtu -<br />
starfsendurhæfingu Suðurlands og eru<br />
andleg málefni henni mjög hugleikin.<br />
Heimilislífið einkennist því af djúpum<br />
samtölum um lífsins veg með tónlist<br />
alltumlykjandi.<br />
Hvað er langt síðan þið fluttuð til<br />
Hveragerðis?<br />
Við fluttum fyrir tveimur árum, sumarið<br />
2018.<br />
Hvar bjuggu þið áður og hvers saknið<br />
þið mest þaðan?<br />
Áður bjuggum við í vesturbæ Reykjavíkur, í lítilli falinni paradísargötu sem heitir Lágholtsvegur.<br />
Við söknum yndislegu nágranna okkar, roksins út á Granda, hins einstaklega sjarmerandi Cafe<br />
Retro sem nú heyrir sögunni til - og jú, að geta rölt niðrí miðbæ (þó það hafi gerst sjaldan).<br />
Af hverju Hveragerði?<br />
Foreldar Thelmu fluttu til Hveragerðis ári áður en við svo við vöndum komur okkar austur yfir<br />
heiði um skeið. Á svipuðum tíma áttum við von á yngri syni okkar, Hagalín Smára, og vorum á<br />
góðri leið með að sprengja utan af okkur íbúðina í vesturbænum. Því leituðum við að stærra<br />
húsnæði. Með tímanum heilluðumst við af Hveragerði og ákváðum að slá til og festa kaup á nýju<br />
parhúsi hér í bæ. Við sjáum ekki eftir því og erum yfir okkur ástfangin af þessum fallega blómabæ<br />
og samfélaginu hér.<br />
Mikilvægast í lífinu?<br />
Fjölskyldan, heilsan okkar, njóta hvers augnabliks og vera þakklát fyrir hlutskipti okkar í lífinu.<br />
SÖGULEGUR LEIKUR<br />
Þann 7. júní sl. var merkilegur dagur í knattspyrnusögu Hamars í Hveragerði. Nýstofnað kvennalið<br />
meistaraflokks spilaði fyrsta mótsleik í sögu félagsins. Í tilefni þess slepptu Hvergerðingar dúfum<br />
sem tóku flugið í kringum völlinn. Stelpurnar mættu sterku liði ÍA í mjólkurbikarkeppninni. ÍA tók<br />
strax tveggja marka forystu og barðist Hamar vel í fyrri hálfleik og átti góða spretti. Seinni hálfleikur<br />
var ekki eins kröftugur og fóru lokatölur 0-8 fyrir gestunum. Hvergerðingar fjölmenntu á völlinn og<br />
það verður gaman að fá að fylgjast með þessu efnilega liði í sumar. ÁFRAM HAMAR!!<br />
Byrjunarlið Hamars í fyrsta leik liðsins.<br />
(Efri röð f.v.) Katrín Rúnarsdóttir, Íris Sverrisdóttir, Bríet Mörk Ómarsdóttir, Fanney Úlfarsdóttir, Harpa Hlíf Guðjónsdóttir<br />
og Lilja Dögg Erlingsdóttir. (Neðri röð f.v.) Dagný Rún Gísladóttir, fyrirliði, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, Kolbrún Ýr<br />
Karlsdóttir, Karen Bergsdóttir og Inga Lára Sveinsdóttir. Mynd: Guðmundur Erlingsson<br />
8
VELKOMIN Í HEIMINN<br />
Úlfur Michael Norris<br />
Fæðingardagur: 28. september 2019<br />
Foreldrar: Fjóla Dögg Norris<br />
og Gareth James Norris<br />
Fæðingarþyngd: 1954 gr<br />
Lengd: 43 cm<br />
Birgittu- og Kristjánsdóttir<br />
Fæðingardagur: 7. júní <strong>2020</strong><br />
Foreldrar: Birgitta Dröfn Sölvadóttir<br />
og Kristján Óðinn Unnarsson<br />
Fæðingarþyngd: 3320 gr<br />
Lengd: 51 cm<br />
Kári Þór Michelsen<br />
Fæðingardagur: 19. nóvember 2019<br />
Foreldrar: Esther María Ragnarsdóttir<br />
og Davíð Michelsen<br />
Fæðingarþyngd: 3110 gr<br />
Lengd: 46 cm<br />
Ásta Birna Hafsteinsdóttir<br />
Fæðingardagur: 30. ágúst 2019<br />
Foreldrar: Sjöfn ingvarsdóttir<br />
og Hafsteinn Þór Auðunsson<br />
Fæðingarþyngd: 2700 gr<br />
Lengd: 48 cm<br />
Hildur Tinna Tryggvadóttir<br />
Fæðingardagur: 10. júní 2019<br />
Foreldrar: Íris Alma Össurardóttir<br />
og Tryggvi Hjörtur Oddsson<br />
Fæðingarþyngd: 4304 gr<br />
Lengd: 55 cm<br />
Anton Manúel<br />
Fæðingardagur: 14. febrúar 2018<br />
Foreldrar: Gestný Rós og Stefán Örn<br />
Fæðingarþyngd: 4018 gr<br />
Lengd: 51 cm<br />
Erna Katrín Þorsteinsdóttir<br />
Fæðingardagur: 4. janúar <strong>2020</strong>, fyrsta barn<br />
ársins fætt á Selfossi<br />
Foreldrar: Eyrún Anna Stefánsdóttir<br />
og Þorsteinn Óli Brynjarsson<br />
Fæðingarþyngd: 3300 gr<br />
Lengd: 49 cm<br />
Breki Sturla<br />
Fæðingardagur: 28. maí 2019,<br />
Foreldrar: Gestný Rós og Stefán Örn<br />
Fæðingarþyngd: 5000 gr<br />
Lengd: 54 cm<br />
Orka Ýr Snorradóttir<br />
Fæðingardagur: 10. september 2019<br />
Foreldrar: Guðrún Magnea Guðnadóttir<br />
og Snorri Þór Árnason<br />
Fæðingarþyngd: 3650 gr<br />
Lengd: 51 cm<br />
Matthias Hrafn Þórarinsson<br />
Fæðingardagur: 15. apríl 2018<br />
Foreldrar: Karen Dagmar Guðmundsdóttir<br />
og Þórarinn Gíslason<br />
Fæðingarþyngd: 2990 gr<br />
Lengd: 50 cm<br />
ANNA JÓRUNN<br />
STEFÁNSDÓTTIR HLÝTUR<br />
MENNINGARVERÐLAUN<br />
HVERAGERÐIS <strong>2020</strong><br />
Anna Jórunn á mörg spor í menningarlífi<br />
bæjarins og er varla til það félag í menningarlífi<br />
okkar Hvergerðinga sem Anna Jórunn hefur<br />
ekki komið nálægt. Hún hefur ekki alltaf verið<br />
sú persóna sem mest ber á, en eins og sonur<br />
hennar Stefán nefndi við mig þá á hún mjög<br />
erfitt með að segja nei og hefur því ávallt<br />
verið tilbúin að taka að sér hlutverk og bjarga<br />
málum og aðstoða eins og henni er einni<br />
lagið. Anna Jórunn hefur sungið með Kirkjukór<br />
Hveragerðis og Kotstrandarsóknar, Söngsveit<br />
Hveragerðis og einnig með kór eldri borgara<br />
í Hveragerði, hún hefur ávallt verið tilbúin<br />
að aðstoða við raddþjálfun og styðja við og<br />
syngja hvaða rödd sem er því að hún les nótur<br />
mjög vel og er lagviss. Ef það vantar stuðning<br />
í bassa eða tenór eða jafnvel organista er það<br />
ekki vandamál, lögin og textana lærir hún strax<br />
utanbókar og stendur nær ávallt á tónleikum<br />
blaðalaus á meðan flestir eru með möppur.<br />
Anna Jórunn er heiðursfélagi Leikfélags<br />
Hveragerðis en þar hefur hún verið félagi til<br />
tugi ára þar sem hún hefur setið í stjórn, verið<br />
formaður í mörg ár, leikstýrt nokkrum verkum<br />
og leikið í enn fleiri verkum.<br />
Anna Jórunn er einnig sellóleikari og hefur<br />
í mörg ár spilað með Sinfóníuhljómsveit<br />
áhugamanna. Hún er mikil handverkskona<br />
og hefur verið dugleg að tileinka sér gamalt<br />
handverk og hefur m.a. verið að orkera, gimba<br />
og knipla og hefur hún meðal annars kennt að<br />
knipla á þjóðbúninga hjá Heimilisiðnarfélagi<br />
Íslands. Þá er hún einnig góður hagyrðingur<br />
og yrkir vísur ef þarf sagði góð vinkona hennar.<br />
Það sem hún Anna Jórunn hefur tekið sér fyrir<br />
hendur er gert með eldmóði og dugnaði.<br />
Innilega til hamingju Anna Jórunn, þú ert<br />
einstaklega vel að þessum verðlaunum komin.<br />
Friðrik Sigurbjörnsson<br />
formaður menningar-, íþrótta- og<br />
frístundanefndar Hveragerðisbæjar<br />
Friðrik Sigurbjörnsson og Anna Jórunn<br />
9
Ljósmyndir Helenu Stefáns<br />
„Eitt lítið augnablik“<br />
ULLARPEYSUR<br />
MARGIR LITIR<br />
TJARNARBYGGÐ - SELFOSS<br />
SÍMI 698 3413<br />
-facebook-<br />
Myndlist<br />
og grafísk hönnun<br />
Tökum að okkur fjölbreytt verkefni,<br />
merkjahönnun, myndlýsingar,<br />
auglýsingagerð, umbúða- og<br />
bæklingahönnun o.fl.<br />
Myndir málaðar eftir pöntun.<br />
Ljósmyndaþjónusta<br />
Hveragerði og Reykjavík<br />
www.helenastefansdottir.com<br />
klettagja@klettagja.is<br />
Klettagjá<br />
www.klettagja.is<br />
Ýmsar stærðir kælikerfa<br />
í allar stærðir sendi- og<br />
flutningabíla, fyrir kældar<br />
og frystar vörur. Vottuð<br />
kerfi fyrir lyfjaflutninga.<br />
Við ráðleggjum þér með<br />
stærð og gerð búnaðarins<br />
eftir því sem hentar<br />
aðstæðum hverju sinni.<br />
Færanleg kælitæki<br />
í sendibíla<br />
öflug kælikerfi frá Thermo king<br />
10<br />
Ísfrost, sími 577 6666, Funahöfða 7, 110 Reykjavík
KRUMMINN KEMUR<br />
NÆST ÚT Í ÁGÚST<br />
FYRIR BLÓMSTRANDI DAGA.<br />
MUNIÐ AÐ PANTA AUGLÝSINGAR<br />
TÍMANLEGA.<br />
AUGLYSINGAR@KRUMMINN.IS<br />
Gluggaþvottur á Suðurlandi<br />
Fagmennska, þjónustulund og hagstætt verð<br />
Krafthreinsun sérhæfir sig í gluggaþvotti í Hveragerði, Árborg og<br />
Ölfusi, hvort heldur er að utan eða innan og hefur til þess búnað í<br />
fremstu röð frá heimsþekktum framleiðendum.<br />
Hafðu samband og fáðu tilboð<br />
Sími 88 88 810 - krafthreinsun@krafthreinsun.is<br />
www.krafthreinsun.is<br />
Pallar til leigu og sölu - Mikið úrval<br />
Smiðsbúð 10, 210 Garðabæ - s. 787 9933<br />
vpallar@vpallar.is - www.vpallar is<br />
11
SUNDLAUGIN<br />
LAUGASKARÐI<br />
SUMAROPNUN<br />
- frá 15. maí til 15. ágúst<br />
Mánudaga til föstudaga<br />
kl. 06:45 – 21:30<br />
Helgar kl. 09:00 – 19:00<br />
Sjáumst í sundi!<br />
VETRAROPNUN<br />
Mánudaga til föstudaga<br />
kl. 06:45 – 20:30<br />
Helgar kl. 10:00 – 17:30<br />
12