31.08.2020 Views

krumminn júlí 2020

Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði #krumminn

Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði
#krumminn

SHOW MORE
SHOW LESS

Transform your PDFs into Flipbooks and boost your revenue!

Leverage SEO-optimized Flipbooks, powerful backlinks, and multimedia content to professionally showcase your products and significantly increase your reach.

KRUNK KRUNK<br />

ÁGÚST ÖRLAUGUR MAGNÚSSON<br />

- ÖLLI<br />

Umsjónarmaður Hamarshallar<br />

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?<br />

Hamingjusamur formaður knattspyrnudeildar<br />

Hamars í Pepsi deild Kvenna og Karla.<br />

Hvað myndir þú gera ef þú mættir stjórna<br />

Íslandi í einn dag? Ég mundi senda rigninguna frá<br />

Íslandi og hækka vel upp hitastigið. Ég myndi líka<br />

millifæra slatta af peningum í íþróttastarfið.<br />

Hver myndi leika þig ef gerð væri kvikmynd um þig? Danny Devito<br />

Skemmtilegasta hreyfing/íþrótt? Fótbolti... og borðtennis sem hentar mínu<br />

ásigkomulagi betur í dag.<br />

Hvar sérðu þig eftir fimm ár? 190 cm, 76 kg. Ég verð líklega að spila sem<br />

atvinnumaður í borðtennis.<br />

Við hvað ertu hræddur? Að vera í mikilli hæð, er óstjórnlega lofthræddur. Sem<br />

er reyndar ekki gott þegar ég verð orðinn 190 cm.<br />

Fallegasti staðurinn? Grýluvöllur á góðum sumardegi.<br />

Hvað gafstu síðast í gjöf? Ég gaf henni Sonju minni blóm um daginn.<br />

Með hverjum myndir þú vilja vera fastur í lyftu? Hannesi rafvirkja. Því hann<br />

gæti eflaust lagað lyftuna.<br />

Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir þig? Ég á ansi mörg<br />

vandræðaleg móment, sum eru kannski ekki við hæfi hér. En ég er mjög klaufskur<br />

og hef lent í allskonar ótrúlegum vinnuslysum. T.d lenti ég í „vinnuslysi“ í vetur<br />

þegar ég var að bera mótor og endaði á því að detta á hann með hausinn og<br />

endaði með nokkrum saumum á enninu.<br />

Á hvern skorar þú í næstu yfirheyrslu? Ég skora á Kolbrúnu Guðmundsdóttur<br />

sem er gríðarlega duglegur félagsmaður hjá Knattspyrnudeild Hamars<br />

FÓTBOLTASTUÐ Á SKAGANUM<br />

Ungir knattspyrnumenn úr 7. flokki Hamars<br />

héldu á Akranes í júní til að etja kappi á hinu<br />

víðfræga Norðurálsmóti og má með sanni<br />

segja að um frábæra helgi hafi verið að ræða.<br />

Einstök tilþrif, baráttugleði, sætir sigrar, súr<br />

töp, vinátta og hamingja ríkti meðal þessarra<br />

efnilegu kappa í blíðskaparveðrinu.<br />

Hvað framtíðin leiðir í ljós er óvíst en eitt er<br />

þó víst að knattspyrnuframtíð Hamars er<br />

eins björt og Flórída-Skagasólin sem skein<br />

alla helgina og verður spennandi að fylgjast<br />

með iðkendum okkar blómstra enn frekar um<br />

ókomna tíð.<br />

Áfram Hamar!<br />

Myndir og skrif: Hafsteinn Thor<br />

ELDRI BORGARAR HITTAST Á NÝ<br />

Krumminn kíkti við á fyrstu æfingu eldri borgara í Hamarshöllinni eftir samkomubann. Loksins<br />

máttu æfingar hefjast að nýju og höfðu margir beðið eftir þeirri stund með óþreyju. Það er alltaf<br />

hlýtt og gott í höllinni og gervigrasið er alveg tilvalið til göngu og upphitunar áður en Berglind<br />

Elíasdóttir leiðbeinir iðkendum í fjölbreyttum æfingum við allra hæfi. Öll þakklát og spennt að<br />

byrja aftur með bros á vör eins og sjá má á myndinni.<br />

5

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!