krumminn júlí 2020
Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði #krumminn
Krumminn - mannlífið og tilveran í Hveragerði
#krumminn
- TAGS
- hveragerdi
- krumminn
Transform your PDFs into Flipbooks and boost your revenue!
Leverage SEO-optimized Flipbooks, powerful backlinks, and multimedia content to professionally showcase your products and significantly increase your reach.
Miðlar áhrifum og tilfinningum<br />
Listamaðurinn segist sjálfur blanda alla sína liti og notar hann einungis<br />
grunnlitina til þess. Honum finnst ekkert mál að vinna samhliða í<br />
mörgum verkum, flakkar auðveldlega á milli verka sem geta verið á<br />
sitthvorum litaskalanum. „Ég finn alltaf út rétta litinn, ég er orðinn svo<br />
vanur. Ég veit líka nákvæmlega þegar verkið er tilbúið,“ segir hann.<br />
Myndefni listamannsins kemur því úr bakgrunni hans, umhverfi og<br />
ekki síst tilfinningum sem mótuðust innra með honum þegar hann<br />
var barn. „Þetta eru bara mínar rætur, við búum hér á eyju. Ég reyni<br />
að miðla áhrifum og tilfinningum sem ég hef tekið með mér úr æsku,<br />
inn í fullorðinsárin. Mér finnst ég líka verða að miðla arfleiðinni. Þegar<br />
ég mála hlusta ég mikið á tónlist, hún veitir mér líka innblástur. Ég hef<br />
samt ekki lagst í rannsókn á því hvernig verk ég mála þegar ég hlusta<br />
á þungarokk eða klassíska tónlist.“ Myndirnar sýna mjög oft stórbrotna<br />
náttúru með öllum sínum krafti, andstæðum og átökum, kýr, kindur,<br />
hrafna, báta, og skip, ásamt táknmyndum. „Ég gæti þess að gefa ekki<br />
allt of mikið upp í sambandi við viðfangsefnið. Mér finnst skipta svo<br />
miklu máli að skilja eitthvað eftir fyrir áhorfandann.<br />
Kominn af franskri prinsessu?<br />
„Föðurættin kemur frá Stöðvarfirði og nafnið Mýrmann er að austan.<br />
Langa-langafi minn, Þorsteinn Þorsteinsson tók upp nafnið Mýrmann,<br />
en hann hafði tengingu við mýrar fyrir austan, sem ég kann ekki nánari<br />
skil á. Ég er ekki skírður Mýrmann, en fyrir um 15 árum tók ég upp<br />
þetta listamannsnafn, einfaldlega af því að mér fannst það passa svo<br />
vel við myndirnar mínar. Ég er því kominn af austfirskum sjómönnum<br />
í föðurætt, svo þaðan kemur áhuginn á sjónum og sjómennsku. Auk<br />
þess sagði pabbi mér að aftur í ættir væri ég líka kominn af frönskum<br />
sjómönnum og að ég gæti rakið ættir mínar til franskrar prinsessu.<br />
Ekki veit ég hvort það sé rétt, en sagan er engu að síður góð, “ segir<br />
Víðir og hlær. Gefi leikmaður ímyndunaraflinu lausan tauminn, væri<br />
hægt tengja evrópskar rætur listamannsins við 17. aldar málaratækni<br />
Mið-Evrópu.<br />
Viðfangsefnið kemur til mín<br />
„Síðustu tuttugu árin hef ég verið mjög afkastamikill í sýningahaldi,<br />
verk eftir mig finnast víða í einkasöfnum. Fyrir nokkru kom til mín<br />
maður sem sagðist alltaf vera að sjá eitthvað nýtt í verkinu sem hann<br />
á. Þá er tilgangnum náð, ég vil að fólk verði fyrir eigin hughrifum og<br />
finni núvitund þegar það virðir fyrir sér verkin mín. Ég mála sjaldan eftir<br />
pöntunum heldur kemur viðfangsefnið til mín. Það er því gaman þegar<br />
aðrir kunna að meta það sem ég miðla hverju sinni.“<br />
Á tímamótum<br />
Víðir segist standa á tímamótum og eftir sjálfsskoðun hafi hann breytt<br />
ýmsu í lífinu. „Ég hafði þörf fyrir það að þenja mörkin og hef synt á móti<br />
straumum bæði meðvitað og ómeðvitað. Undanfarið hef ég einbeitt<br />
mér að sjálfsrækt, og hef ég einblínt á það að gefa meira af sjálfum mér.<br />
Þá fara hlutirnir að koma til manns. Nú er ég er að undirbúa sýningu<br />
á stórum olíuverkum. Sú hugmynd er á frumstigi, en staður og stund<br />
kemur síðar, “ segir Víðir að lokum. www.myrmann.com<br />
Myndir og skrif. Helena Stefánsdóttir<br />
7