07.12.2020 Views

Þannig byggðist bærinn

Skipulag og uppbygging Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins

Skipulag og uppbygging Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Þannig byggðist

bærinn

Thus, the town

was built



Þannig byggðist

bærinn

Thus, the town

was built


Þannig byggðist

bærinn

Skipulag og uppbygging Hafnarfjarðar

á fyrstu árum kaupstaðarins.


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | INNGANGUR

5

Á 110 ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar, föstudaginn 1. júní 2018, opnaði Byggðasafn Hafnarfjarðar

sýninguna „Þannig byggðist bærinn“ um skipulag og uppbyggingu Hafnarfjarðar á fyrstu árum kaupstaðarins.

Sýningin var sett upp í forsal Pakkhúss Byggðasafnsins og stóð í tæpt ár. Á sýningunni var leitast við

að varpa ljósi á sögu skipulagsmála á upphafsárum sveitarfélagsins.

Segja má að upphaf skipulagsmála í Hafnarfirði megi rekja aftur til landmælinga danska herforingja-ráðsins

árið 1902. Þá stóðu 132 hús og bæir í Hafnarfirði en byggðin var með öllu óskipulögð. Það

voru fáar eiginlegar götur en hús höfðu verið byggð þar sem hentaði hverju sinni og stígar og troðningar

tengdu þau saman. Með kaupstaðarréttindunum árið 1908 skapaðist tækifæri og vilji til að mynda

heildarskipulag fyrir bæinn og þremur árum síðar var sett á stofn nefnd sem hafði það verkefni að gefa

götum og slóðum nöfn og tölusetja húsin í kaupstaðnum. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1930 sem

fyrsta skipulagslýsingin var lögð fram og hlaut hún staðfestingu stjórnarráðsins þremur árum síðar en þar

var lögð töluverð áhersla á verndun hraunsins í bænum og mikilvægi hafnarinnar. Þessari sögu voru gerð

skil á umræddri sýningu með sagnfræðilegum textum, fjölda ljósmynda, korta og áhugaverðra muna.

Í þessu smáriti er leitast við að varðveita þá rannsóknarvinnu sem unnin var við gerð sýningarinnar

eftir að hún hefur verið tekin niður. Að sýningunni vann starfsfólk Byggðasafnsins en einnig ber að þakka

Birni G. Björnssyni fyrir aðstoð við hönnun hennar, Trausta Sigurðssyni húsasmíðameistara fyrir hans

framlag og H2 hönnun sem sá um hönnun texta- og myndaspjalda.

Björn Pétursson

Bæjarminjavörður Hafnarfjarðar


Thus, the town

was built

The organisation and development of

Hafnarfjörður during the early years of the town.


THUS, THE TOWN WAS BUILT | INTRODUCTION

7

On the 110th anniversary of the town of Hafnarfjörður, Friday, June 1, 2018, the Hafnarfjörður Museum

opened its exhibition Þannig byggðist bærinn (“Thus, the town was built”), which focused on the planning

and development of Hafnarfjörður in the town’s early years. The exhibition was housed in the foyer of the

Museum’s Pakkhús (“packhouse”) building for almost ten years. The exhibition sought to shed light on

the history of urban planning of a municipality still in its infancy.

Urban planning in Hafnarfjörður can be said to have begun in 1902, when Danish officials surveyed the

area. At the time, there were 132 buildings and farms in Hafnarfjörður. There was no planning to speak

of. There were few true streets, as houses had been built wherever was most convenient at the time.

They were linked together by paths and beaten tracks. When Hafnarfjörður received town status in 1908,

the opportunity and will arose to create a general plan for the town. Three years later, a committee was

founded to name the town’s streets and paths, as well as assign numbers to the buildings. However, it

was not until 1930 that the first town plan proposal was presented. It was approved by government

officials three years later. The plan placed great emphasis on preserving the lava field within the town

and the importance of the harbor. This history was done justice in the exhibition, and was presented with

historical texts, numerous photographs, maps, and interesting artifacts.

This short text aims to preserve the research that was done to produce the exhibition now that it is no

longer on display. The exhibition was produced by the Museum staff. Björn G. Björnsson should also be

thanked for its design, along with master builder Trausti Sigurðsson for his contribution, and H2 hönnun

who designed the text and photo panels.

Björn Pétursson

Municipal Museum Curator of Hafnarfjörður









Hafnarfjörður mældur

upp árið 1902

Hafnarfjörður surveyed

in 1902


16

ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | HAFNARFJÖRÐUR MÆLDUR UPP ÁRIÐ 1902

Mestalla 19. öldina var ákveðinn vöxtur í íbúafjölda Hafnarfjarðar og stafaði hann ekki síst af aukinni

sjósókn og fiskveiðum á þessu tímabili. Það kom þó ákveðið bakslag í íbúafjöldann á síðustu árum

aldarinnar og stafaði það af umfangsmikilli veiði enskra togara á fiskimiðum Hafnfirðinga sem varð til

þess að fiskigengd þar minnkaði til mikilla muna. Bæjarbúum fjölgaði svo á ný frá og með aldamótunum

1900.

Sem dæmi um fjölgunina voru íbúar bæjarins

374 árið 1900 en þegar Hafnarfjörður fékk

kaupstaðarréttindi átta árum síðar voru íbúarnir

orðnir 1.469 talsins. i

Á þessum tíma og upp úr aldamótunum 1900 var lagður grunnur að þeim mælingum hér á landi sem stór

hluti korta af Íslandi hefur byggst á til þessa. Danska hermálaráðuneytið gaf þá út tilskipun til

landmæl-ingadeildar herforingjaráðsins um að leggja grundvöll að nýjum landmælingum og kortagerð á

Íslandi. Kortagerðin sjálf og mæling landsins hófust sumarið 1902 með því að mælt var þríhyrninganet

frá Reykjavík að Höfn í Hornafirði. Til landsins komu tveir flokkar. Annar mældi að vestan frá Reykjavík en

hinn að austan frá Höfn. Allt frá upphafi var þetta starf unnið mjög skipulega og metnaður lagður í að

vanda eins vel til þess og unnt var miðað við þá tækni sem tiltæk var á þessum tíma. ii

Hluti af þessu verkefni var að Hafnarfjörður var mældur upp árið 1902 og teiknaður ári síðar. Það kort

gefur áhugaverða mynd af bænum eins og hann var um aldamótin og sýnir alls 132 hús, bæi og kot við

Fjörðinn. Kortið sýnir skipulagið á skemmtilegan hátt þar sem Strandgatan er grunngata í gegnum bæinn

en frá henni liggja stígar og slóðar sem hlykkjast um hraunið og sést þar vel að húsum hefur einkum

verið valinn staður þar sem landslagið leyfir frekar en eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi.


THUS, THE TOWN WAS BUILT | HAFNARFJÖRÐUR SURVEYED IN 1902

17

Throughout the 19th century, there was a definite growth in the population of Hafnarfjörður, and it was

due, for the most part, to the increase in seafaring and fishing during this period. However, there was a

certain decrease in the population in the last years of the century that resulted from the extensive

fishing by English trawlers in the Hafnarfjörður fishing grounds, which caused fish migration there to

decrease significantly. The number of inhabitants increased again from the start of the 1900s.

As an example of this increase, the inhabitants of the

town were 374 in 1900, but when Hafnarfjörður

received municipal rights eight years later, the

population had grown to 1,469.

During this time and from the 1900s, the foundation was laid for the surveying of Iceland, on which a

large number of Icelandic maps are still based on to this day. At this time, the Danish Ministry of

Defence issued a directive to the Land Survey Department of the Danish general staff to lay the

groundwork for new surveys and mapmaking in Iceland. The mapping itself and the surveying of the

country began in the summer of 1902 with the surveying of a triangulation net from Reykjavík to Höfn in

Hornafjörður. Two groups came to Iceland. One measured to the east from Reykjavík and the other to the

west from Höfn. From the very beginning, this work was very organised and a lot of care taken to be as

precise as possible considering the available technology at the time.

Part of this project was that Hafnarfjörður was surveyed in 1902 and the map drawn a year later. That

map gives an interesting picture of the town as it was at the turn of the century, showing a total of 132

houses, farms and cottages by the fjord. The map shows the structure in an entertaining way, as

Strandgata is the main road through the town, from which there are trails and paths that wind through

the lava fields, and it is clear that the houses have been situated where the landscape allows rather than

according to a predetermined plan.




Fyrstu ár kaupstaðarins

First years with official

municipal status


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | FYRSTU ÁR KAUPSTAÐARINS

21

Á þeim tíma þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 var ekkert skipulag á byggðinni og

fáar eiginlegar götur í bænum. Ljóst var að svo yrði áfram um tíma þar sem gatnagerð var bæði

kostnaðarsöm fyrir lítið bæjarfélag auk þess að staðhættir í bænum gerðu hana mjög erfiða. Til er

ferðalýsing manna sem fóru um Hafnarfjörð á fyrstu árum 20. aldar þar sem fram kemur að það hafi

komið þeim á óvart hve fá hús voru í bænum en að þeir hafi víða séð reyk stíga upp úr hraunbollum.

Það var til merkis um að þar niðri væru mannabústaðir.

Árið 1911 var sett á fót nefnd sem fékk það hlutverk að gefa götum og slóðum nöfn og tölusetja hús

í kaupstaðnum. Í greinargerð sem nefnd þessi sendi frá sér sagði meðal annars:

„Þegar maður fer um Hafnarfjörð og virðir fyrir

sér byggðina, verður maður þess fljótt var, að öll ný

veglagning er bundin miklum örðugleikum, ekki

aðeins vegna hins hrjóstruga landslags, heldur

einkum og ekki sízt sökum þess, hve óreglulega

hefir verið byggt og ekkert fyrir hugað frá öndverðu

um það, hvar vegir ættu að byggjast, þegar

fram liðu stundir.“ iii

Varð úr að nefndarmenn gáfu flestum þeim götum og slóðum sem fyrir voru í bænum nöfn en á þeim

svæðum sem skipulagsleysið var hvað mest var brugðið út af þeirri reglu og svæðin einfaldlega kölluð

„hverfi“ og hús númeruð innan þeirra. Fyrstu göturnar sem fengu nöfn voru Strandgata, Vesturgata,

Suðurgata, Nyrðri- og Syðri-Lækjargata, Mjósund, Miðsund, Gunnarssund, Merkurgata, Selvogsgata,

Jófríðarstaðavegur, Selvogsvegur, Brattagata, Brekkugata og Templarasund auk þess að gömlu

götunöfnin tvö, Kirkjuvegur og Reykjavíkurvegur, héldu sér. Hverfin voru svo Austurhverfi, Miðhverfi,

Vesturhverfi, Vesturhamar og Austurhamar auk Ásbúðarhverfis og Skuldarhverfis fyrir sunnan bæinn. iv



THUS, THE TOWN WAS BUILT | FIRST YEARS WITH OFFICIAL MUNICIPAL STATUS

23

At the time, when Hafnarfjörður received municipal status in 1908, there was no planning of the

settlement and few proper streets within the town. It was clear that this would continue for some time,

as street construction was both costly for a small town and also the lie of the land made it very difficult.

There are travel descriptions from people who visited Hafnarfjörður in the early 20th century stating that

they were surprised at how few houses were in the town but that they had widely seen smoke emerging

from depressions in the lava field. It was an indication that there were human settlements underground.

In 1911, a committee was set up that was given the assignment to name the streets and trails and

number the houses in the market town. The report submitted by this committee said, amongst other

things:

“When travelling around Hafnarfjörður and looking

around the settlement, it becomes quickly clear that all

new road construction is subject to great difficulties,

not only because of the rugged landscape, but rather

and certainly because of how irregularly it has been

built, with no consideration from the beginning to

where roads should be built when such a time came”.

In the end, the committee members gave names to most of the streets and paths that existed in the

town, but in the areas where there was the least organisation, the areas were simply called “neighbourhoods”

and houses numbered within them. The first streets to receive names were Strandgata,

Vesturgata, Suðurgata, Nyrðri- and Syðri-Lækjargata, Mjósund, Miðsund, Gunnarssund, Merkurgata,

Selvogsgata, Jófríðarstaðavegur, Selvogsvegur, Brattagata, Brekkugata and Templarasund. The two old

street names, Kirkjuvegur and Reykjavíkurvegur, were kept. The neighbourhoods were Austurhverfi,

Miðhverfi, Vesturhverfi, Vesturhamar and Austurhamar, as well as Ásbúðarhverfi and Skuldarhverfi to the

south of the town.


Skipulagslítill

eða skipulagslaus

Little or no planning


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | SKIPULAGSLÍTILL EÐA SKIPULAGSLAUS

25

Árið 1917 réð bæjarstjórn Hafnarfjarðar Jón Ísleifsson

verkfræðing til að mæla upp bæjarlandið og gera

kort af bænum. Verki þessu átti að vera lokið 1922

vegna þess að Skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á

stofn árið áður átti að nýta umræddan uppdrátt

vegna fyrirhugaðrar skipulagningar bæjarins.

Fyrsta verk þessarar nefndar átti að vera skipulagning Hafnarfjarðar en þar sem uppdrátturinn barst

aldrei dróst sú vinna um nokkur ár.

Fór málið á þann veg að árið 1925 var Jón J. Víðis ráðinn af skipulagsnefnd ríkisins til að mæla bæinn

upp og gera uppdrætti sem nota átti við gerð fyrirhugaðs skipulagsuppdráttar af bænum. v Drátturinn á

þessu var að margra mati mjög bagalegur og jafnt í bókunum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sem og í

greinaskrifum í dagblöðum mátti greina mikla óánægju vegna hans. Í grein sem birtist í Brúnni árið

1929 sagði meðal annars: „Fyrst þegar bærinn tók að vaxa og byggjast fyrir alvöru, munu menn ekki

hafa gert sjer nægilega ljósa grein fyrir þeirri framtíðarnauðsyn, að bærinn væri skipulagður. Enda fór

það svo, sem og raun ber vitni um, að bærinn teygði skankana í allar áttir skipulagslítill eða

skipulags-laus. Menn reistu hús á eftir húsi hjer og hvar um hraunið. Sum sneru göflum saman, önnur

hliðum, enn önnur stungu saman hornum eins og illir hrútar. Þegar menn höfðu reist húsin, var fyrst

farið að leggja götur, sem húsin „skyldu“ standa við.“ vi

Á bæjarstjórnarfundi ári síðar flutti Kjartan Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, ræðu um skipulagsmál

í bænum og gagnrýndi þar skiplagsnefnd ríkisins harðlega. „Vítti [hann] harðlega seinlæti

skipulagsnefndarinnar og aðgjörðaleysi. Sagði hann að hún hefði teymt hingað truntur sínar ár eftir ár

og hefði klyfjarnar verið loforð öðrumegin en svik hinumegin. Þar hefði ekki hallast á.“ vii


26

THUS, THE TOWN WAS BUILT | LITTLE OR NO PLANNING

In 1917, the town council of Hafnarfjörður commissioned

Jón Ísleifsson, an engineer, to survey the municipal-owned

land and create a map of the town. This

work was due to be completed in 1922, because the National

Planning Committee, which was set up in the

previous year, was to utilise the above-mentioned draft

for the intended planning of the town.

The first work of this committee was to be the planning of Hafnarfjörður, but since the survey was never

received, the work was delayed by a few years.

In this way, in 1925 Jón J. Víðis was appointed by the National Planning Committee to survey the town

and make drawings that were to be used for the intended planning drafts of the town. The draft was, in

the opinion of many, very distressing, and within the Hafnarfjörður town council meeting minutes, as

well as in newspaper articles, it is possible to determine great dissatisfaction. An article published in

Brúin in 1929 stated, for example, “When the town began to grow and build up for real, people did not

sufficiently realise the future necessity of the town being planned. Unsurprisingly, the result was that

the town spread in all directions, with little or no planning. People built house after house here and

there within the lava field. Some stuck gables together, others sides and others stuck corners together

like evil rams. Only after the people had built the houses were the roads laid that the houses ‘should’

stand by”.

At the town council meeting a year later, Kjartan Ólafsson, town councillor of the People’s Party,

delivered a speech concerning the planning matters within the town and criticised the National

Planning Committee harshly. “He rebuked them harshly over their slowness and the lack of effort. He

said that the committee had led their lousy horses here year after year, loaded with promises on one

side and betrayal on the other. In equal proportions”.





Fyrsta skipulagið

The first plan


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | FYRSTA SKIPULAGIÐ 31

Í júlí árið 1930 gaf Skipulagsnefnd ríkisins út skipulagslýsingu fyrir Hafnarfjörð sem lögð var fyrir

bæjarstjórn nokkrum dögum síðar. Samþykkt var í bæjarstjórn að uppdrátturinn yrði hafður almenningi

til sýnis auk þess sem kallað var eftir athugasemdum bæjarbúa við hann ef þeir hefðu einhverjar.

Skipulagsuppdrátturinn hlaut staðfestingu stjórnarráðsins þremur árum síðar en ekki er ljóst hvort

einhverjar breytingar hafi verið gerðar á honum frá fyrstu tillögum. viii

Í skipulagslýsingunni kemur margt áhugavert fram. Þar segir meðal annars að það eigi að vera þrjár

aðalleiðir til og frá bænum, Suðurvegur sem liggja átti suður á Reykjanes, Álftanesvegur sem ganga átti

norður úr Strandgötunni og nýr Reykjavíkurvegur sem átti að liggja með fram læknum og koma niður á

Strandgötu fyrir miðjum fjarðarbotninum, þar sem Lækjargata er í dag. Með fram öllum fjarðarbotninum

var fyrirhugað að koma upp hafnarbakka og allt svæði hafnarmegin Strandgötunnar átti að vera fyrir

fiskverkunarhús, vöruskemmur og kolageymslur. Þá var sérstök áhersla lögð á að ekki væri byggt í

bakgörðum íbúðarhúsa.

„Þeir eiga að vera prýðilegt opið svæði, en hjer á

landi hefir víðast verið leyft að fylla þá allskonar

kumböldum og er Reykjavík þar vont dæmi, sem

varast skyldi.“

Einnig kom fram í skipulagslýsingunni að þar sem um var að ræða fáfarnar íbúðargötur ættu þær ekki

að vera breiðari en svo að tveir vagnar gætu mæst og að gangstéttir þar væru óþarfar. Þetta var meðal

annars hugsað til að draga úr göturyki. „Má leyfa húseigendum að nota nokkuð af götulandinu til

forgarða meðan ekki gerist þörf að breikka götuna.“

Í skipulagslýsingunni var einnig lagt upp úr því að vernda einkenni Hafnarfjarðar. „Það mun vera öllum

Hafnfirðingum ljóst að hraunið er mikil bæjarprýði og ætti því að hyllast til þess að lofa einkennilegum

og fögrum hamraborgum að standa óskemmdum milli húsanna og í húsagörðum þar sem unnt er.“




34

THUS, THE TOWN WAS BUILT | THE FIRST PLAN

In July 1930, the Planning Committee

issued a planning document for Hafnarfjörður,

which was submitted to

the town council a few days later. The

town council passed the motion that

the plan should be made available to

the public, as well as calling for comments

from the townspeople if they

had any. The planning document was

approved by the council three years

later, but it is not clear whether any

changes were made to it from the initial

proposal.


THUS, THE TOWN WAS BUILT | THE FIRST PLAN 35

Many interesting things can be found in the planning

document. It states, for instance, that there should be

three main routes to and from the town: Suðurvegur,

which was to lie south to Reykjanes; Álftanesvegur,

which was to lie north from Strandgata; and the new

Reykjavíkurvegur, which was to lie from the lake

towards Strandgata in the middle of the fjord, where

Lækjargata is today. Along the end of the fjord, the plan

was to establish a harbour, and the entire area,

harbour-side of Strandgata, would be for fish processing

factories, warehouses and coal storage. Special emphasis was placed on not building in the

backyards of residential houses. “There should be beautiful open areas. In this country, it has widely

been allowed to fill them with all kinds of hovels, as is the case in Reykjavík, and should be avoided”.

It was also stated in the planning document, that in the case of little used residential streets, they

should not be wider than needed for two carriages to meet and pavements were unnecessary. This was

thought to reduce street dust. “This allows homeowners to use some of the street, as a forecourt, so

long as there is no need to widen the street”.

The planning document also suggested the protection

of Hafnarfjörður’s characteristics. “It is clear to Hafnarfjörður

residents that the lava field is of great pride

to the town, and therefore, all efforts should be made to

allow the peculiar and beautiful hillocks to stand undamaged

between the houses and gardens as much as

possible”.


Bárujárnshúsabyggðin

Houses with corrugated iron



38

ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | BÁRUJÁRNSBYGGÐIN

Einkenni og sérstaða byggðarinnar í

Hafnarfirði byggir fyrst og fremst á

þremur þáttum. Í fyrsta lagi sambýli

hrauns og byggðar, í öðru lagi sérstöku

bæjarstæði með nánu samspili hafnar og byggðar

og í þriðja lagi miklum fjölda bárujárnsklæddra

timburhúsa. Hvergi á landinu er í dag varðveitt

jafnstór samfelld byggð bárujárnsklæddra timburhúsa

og í Hafnarfirði.

Á síðari hluta 19. aldar og allt fram að lokum þriðja áratugar þeirrar 20. voru timburhús ráðandi í

bænum. Þegar hin svokallaða sauðasala hófst til Englands upp úr 1880 og viðskiptasambönd fóru að

styrkjast þangað hófst innflutningur á ýmsum vörum sem áður höfðu ekki þekkst hér á landi. Eitt af því

sem þá kom nýtt til landsins var bárujárnið sem var mikið þarfaþing. Járnið gerði húsin vatnsþétt auk

þess að draga úr eldhættu utan frá og vera almennt ódýrara en timbrið. ix Eftir sem áður voru mörg

húsin áfram byggð í norskum sveiserstíl en hann var aðlagaður íslenskum aðstæðum með því að

járnklæða þau. Í Hafnarfirði var þó lengi töluvert af svokölluðum timburbæjum, bárujárnsklæddum, en

einkenni þeirra voru að veggir þeirra voru það lágir að einungis voru gluggar á göflunum. Einn bær af

þeirri tegund stendur enn, Siggubær við Kirkjuveg 10, en segja má að híbýli af þeirri tegund hafi verið

dæmigerð sem heimili alþýðufólks á fyrstu áratugum 20. aldarinnar í Hafnarfirði.

Árið 1915 var mikill bruni í Reykjavík sem gerði menn þar afhuga húsbyggingum úr timbri og varð

steinsteypan vinsælli í kjölfarið en í Hafnarfirði héldu menn tryggð við timburhúsin töluvert lengur.

Fyrsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði, Reykjavíkurvegur 20, var byggt árið 1911 og árið eftir voru steypt

upp nokkur hús í bænum. Það voru t.d. Strandgata 9 og Gunnarssund 3 auk hússins sem hýsti Hótel

Hafnarfjörð en það stóð á horni Austurgötu og Reykjavíkurvegar.




THUS, THE TOWN WAS BUILT | HOUSES WITH CORRUGATED IRON

41

The characteristics and specialties of the

settlement in Hafnarfjörður are mainly

based on three factors: first, the interaction

between the lava field and settlement;

second, the special position of the town with the inter-action

between the harbour and the settlement; and third,

the large number of corrugated iron-clad timber houses.

At present, there is nowhere in Iceland where there is

preserved an equally large, continuous area of corrugated

iron-clad timber houses as in Hafnarfjörður.

In the late 19th century and until the end of the 1930s, wooden houses dominated the town. When

the so-called sheep sale began to England as of 1880 and trade relations began to strengthen,

imports of various products that were previously unknown in Iceland began. One of the things that

came new to the country was corrugated iron, which was very useful. Iron made the houses watertight,

as well as reduced the fire risk from the outside and was also generally cheaper than the timber.

Nevertheless, many houses were still built in a Norwegian style, but it was adapted to the Icelandic

conditions by iron cladding them. In Hafnarfjörður, however, for a long time, there were a lot of so-called

timber houses, clad with corrugated iron, but their characteristics were that their walls were so low that

there were only windows on the gables. One house of that type still stands, Siggubær at Kirkjuvegur

10, and it can be said that a house of this type was typical of the home of the people in the early

1920s in Hafnarfjörður.

In 1915, there was a great fire in Reykjavik, which made people re-think the building of timber houses

and concrete houses became more popular, but in Hafnarfjörður, people were loyal to the timber

houses for quite a bit longer. The first concrete house in Hafnarfjörður, Reykjavíkurvegur 20, was built

in 1911, and the following year, a number of additional concrete houses were built. These were, for

example, Strandgata 9 and Gunnarssund 3, as well as the house that housed Hotel Hafnarfjörður,

which stood on the corner of Austurgata and Reykjavíkurvegur.


Dvergur – trésmíðaverkstæði

Dvergur – Carpentry shop


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | DVERGUR – TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI

43

Í lok ársins 1911 seldi Jóhannes Reykdal trésmiðju

sína við Hamarskotslækinn. Kaupendur voru tólf

valinkunnir Hafnfirðingar og hlaut félagið nafnið

„Dvergur, trésmíðaverksmiðja Hafnarfjarðar,

Flygenring og Co.“

Í kaupunum fylgdu auk hins tvílyfta verksmiðjuhúss allar vélar og aðrar eignir trésmiðjunnar.

Á neðri hæð verksmiðjuhússins voru vélar verksmiðjunnar en á efri hæð var unnið að samsetningu og

annarri trésmíðavinnu. Allar vélar verksmiðjunar voru knúnar með vatnsafli og var svo fram yfir 1950.

Um árabil voru húsbyggingar einn merkasti þátturinn í sögu félagsins. Það reisti mörg íbúðarhús frá

grunni og lét sér oft nægja litla greiðslu í fyrstu, tók heldur veð í húsunum og leyfði eigendum að greiða

húsverðið eftir efnum og aðstæðum, oft á löngum tíma. Fljótlega fór félagið einnig að snúa sér að

öðrum verkefnum, svo sem smíði innréttinga og húsgagna ásamt glugga- og hurðasmíði. Í grein sem

skrifuð var í tilefni af 20 ára afmæli félagsins af fyrrverandi hluthafa, Þórði Edilonssyni, sagði meðal

annars: „Dvergur er byggður á heilbrigðum grundvelli: Hinar starfandi hendur og þeir, sem aðeins hafa

lagt fje í fyrirtækið, vinna saman að hag þess, og sá ágóði, sem kann að verða á rekstrinum, er að

nokkru leyti ætlaður til að halda uppi atvinnunni, þegar illa árar. Eins og nú á sjer stað. Á svipuðum

grundvelli hygg jeg að atvinnufyrirtæki þjóðar vorrar ættu að byggjast í framtíðinni, þá væri þeim betur

borgið en nú á horfist. „Dvergur“ er lýsandi dæmi þess.“

Vöxtur og viðgangur Dvergs hélst í hendur við þróun Hafnarfjarðar. Jafnóðum og Hafnarfjarðarbær

stækkaði færði Dvergur einnig út kvíarnar. Ný verksmiðjuhús voru reist árið 1956 og þau gömlu látin

víkja fyrir vegagerð. Nýja húsið gerði fyrirtækinu kleift að auka afköstin til muna og átti Dvergur alltaf því

láni að fagna að hafa í þjónustu sinni úrvalssmiði, auk annars trausts og góðs starfsfólks. Hjá Dverg

störfuðu margir af þekktustu trésmiðum bæjarins og lærðu ófáir þeirra iðn sína þar.


44

THUS, THE TOWN WAS BUILT | DVERGUR – CARPENTRY SHOP

At the end of 1911, Jóhannes Reykdal sold his carpentry

shop that stood by Hamarskotslækur. The purchasers were

twelve honourable people from Hafnarfjörður, and

the company was named “Dvergur, Hafnarfjörður

carpentry shop, Flygenring and Co.”.

With the acquisition of the two-storey factory house came the machines and other assets of the

carpentry shop. On the lower floor of the factory were the machines and on the upper floor the

assembly and other woodworking. All of the factory’s machines were powered by hydroelectric power

and remained so until the 1950s.

For years, housing was one of the most important parts of the company’s history. The company built

many residential houses from scratch and often received only a small amount of money at first, but

instead took a mortgage on the house and allowed the owners to pay the house price according to

financial ability and circumstances, often over a long period of time. Soon the company also turned to

other projects, such as interior fittings and furniture, as well as window and door construction. In an

article written on the occasion of the 20th anniversary of the company, by former shareholder Þórður

Edilonsson, he said: “Dvergur is built on a healthy foundation. The employees and those who have

invested money in the company, work together for its benefit, and any profit that may come from the

business is partly intended to maintain operations during difficult years. As is now the case. On a

similar basis, I think that our nation’s businesses should be based on the future, they would then be

better off than they are now. ‘Dvergur’ is a clear example of this”.

The growth and development of Dvergur coincided with the development of Hafnarfjörður. At the same

time as the town of Hafnarfjörður grew, Dvergur also expanded. New factory buildings were built in

1956 and the old ones removed for road construction. The new factory made it possible for the company

to increase its output, and Dvergur was always lucky to have in its service the best woodworkers, as

well as other trusted and good employees. Many of the town’s best-known woodworkers worked for

Dvergur, and many of them learned their craft there.



46

ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN

Þannig byggðist

bærinn

Thus, the town

was built

© Texti | Text: Björn Pétursson

© Ljósmyndir | Photos: Byggðasafn Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði 2019

Myndaval | Photo editorial: Rósa Karen Borgþórsdóttir

Hönnun og umbrot | Design and layout: Meda miðlun

Prentun og bókband | Printing: Ísafold

ISBN 978-9935-9458-1-5

Öll réttindi áskilin | All rights reserved

Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun,

prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða

í heild, án skriflegs leyfis höfundar og útgefanda.

The contents of this book may not be reproduced in any form

without the written permission of the publisher.


ÞANNIG BYGGÐIST BÆRINN | HEIMILDASKRÁ 47

i Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 1. bindi, bls. 37-38

ii Morgunblaðið, 05. 01. 1986, bls. B1, B4-5

iii Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 437

iv Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, bls. 437

v Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 1. bindi, bls. 149

vi Brúin, 20. 07. 1929, bls. 2

vii Brúin, 31. 05. 1930, bls. 2

viii Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar, 1. bindi, bls. 153

ix Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I, bls. 112


BYGGÐASAFN HAFNARFJARÐAR

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!