18.05.2022 Views

Tjarnapóstur 2022

Skólablað Stórutjarnaskóla

Skólablað Stórutjarnaskóla

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Tjarnapóstur

1.tbl. 50. árgangur. Maí 2022.

1. bls.


Frá Siggu

Ég hef haft gaman að blaðaútgáfu síðan ég var í

ristjórn skólablaðsins í Menntaskóla, hugmyndavinnan,

greinarskrif, taka viðtöl og ljósmyndir og að

setja upp blaðið. Mér fannst því ansi gaman þegar

nemendur sýndu því mikinn áhuga að gefa út blað í

tilefni af 50 ára afmæli skólans. Líka því að mér þykir

vænt um skólann og sögu skólablaðsins og sá tækifæri

til að koma ýmsu á prent og þannig til varðveislu. Það

að þetta blað komi út árið 2022, gerir það líka að 50

ára afmælisblaði Tjarnapósts en fyrsta blaðið kom

einmitt út í desember 1972.

Mér þykir miður að reglulegri blaðaútgáfu hafi verið

hætt en við höfum haft möppu með skólablöðum

gefnum út á árunum 1971 – 1990 inn í stofu í vetur

og hef ég ófáum sinnum við vinnuna að þessu blaði

rétt nemendunum möppuna og sagt þeim að leita að

heimildum og hugmyndum.

Ég held samt að krakkarnir í 9. – 10. bekk hafi í raun

ekki órað fyrir vinnunni á bakvið eitt blað fyrr en síga

fór á önnina og þau fóru að ímynda sér að blaðið væri

tilbúið en þá var ballið í raun rétt að byrja. Þótt allskyns

uppákomur og aðstæður hafi seinkað vinnunni við

blaðið, má þar nefna mikla veikindamánuði, covid-19,

flensutímabil, allskonar uppbrot á skólastarfi og margt

fleira að þá héldu nemendur sér að mestu vel að verki.

Það komu tímabil þar sem þau vildu held ég reka mig

og hætta við blaðaútgáfuna en þau þraukuðu í gegnum

það og útkoman er þetta blað.

Þegar útséð var að við vorum að verða of sein að

koma blaðinu í prentun tók ég að mér að setja blaðið

upp heima um helgina. Það er leitt að nemendurnir

hafi misst af þeirri skemmtun og þeim lærdómi sem

uppsetning blaðs getur verið en ég reyndi þó að bæta

þeim það upp með því að gefa þeim köku.

Ég tel að þetta blað hafi lukkast verulega vel og er

ég virkilega stolt af nemendunum. Þetta hefur verið

skemmtilegt ferðalag, stútfullt af lærdómi, gríni og

glensi og jafnvel örlítið af svita og tárum. Ég veit að

krakkarnir eru stolt af sínu framlagi í blaðið og við

vonum að þið hafið gaman af.

Með kærri kveðju

Sigríður Árdal

1.tbl. 50. árgangur

10. maí 2022

Stórutjarnaskóli

Ritstjórn: Arndís Björk Tryggvadóttir, Björn Rúnar Jónsson, Grete Alavere, Katrín Ösp Magnúsdóttir,

Matthildur Marín Jóhannsdóttir og Tómas Karl Sigurðarson.

Ábyrgðarmaður: Sigríður Árdal

Forsíðumynd: Matthildur Marín Jóhannsdóttir (9. bekk)

Uppsetning: Hjónin í Lundi 1

Ljósmyndir: Grete Alavere, Sigríður Árdal, María Sigurðardóttir, Jónas Reynir Helgason og Hanna

Berglind Jónsdóttir. Auk þess sem við fengum aðsendar myndir frá skólastarfi fyrr á tímum og fyrrverandi

skólastjórum.

Yfirlestur: Arndís Björk Tryggvadóttir, Björn Rúnar Jónsson, Grete Alavere, Katrín Ösp Magnúsdóttir,

Matthildur Marín Jóhannsdóttir, Sigríður Árdal og Tómas Karl Sigurðarson.

2. bls. // Tjarnapóstur 2022


Efnisyfirlit

Frá Siggu....................................................................

6. maí 2022................................................................

Krossgáta (létt).........................................................

Árshátíðir...................................................................

Verklegar greinar í Stórutjarnarskóla....................

Spjallað við Stínu......................................................

Spjallað við Helen.....................................................

Heimavist...................................................................

Myndasaga................................................................

Reglur skólans...........................................................

Skólabílstjóri í 38 ár.................................................

Ljóð eftir nemendur í 4.-5. bekk............................

Skuggakosningar í Stórutjarnaskóla.....................

Saga skólans - tímalína............................................

Myndasaga................................................................

Krossgáta (erfitt).......................................................

Spjallað við nemendur.............................................

Hvað getur tekið við eftir Stórutjarnaskóla?.........

Marika Alavere.........................................................

Leikskólinn Tjarnaskjól...........................................

Viðtöl við skólastjóra...............................................

Spjallað við kennara.................................................

Bls.

2

4

5

6

8

9

9

10

12

14

16

20

21

22

23

24

25

26

28

29

30

34

3. bls.


6. MAÍ 2022

Klukkan er 8:38. Strákarnir eru myndarlegir eins

og alltaf og stelpurnar geta ekki beðið eftir að

útskrifast, það eru 25 dagar í það og þær telja niður.

Það eru allir þreyttir, allir vilja fara heim. Eigum við

að byrja á miðjunni? Miðjan er alltaf í byrjuninni.

Grete er líka miðjubarn, nei hún er yngsta barn. Það

er best, yngsta barn er uppáhalds. Er Björn ekki yngsta

barn? Ég er yngsta barn. Nei bíddu ertu að skrifa allt

sem við segjum? Hvað ertu að tala um? Hættið að

tala stelpur! Hvað getum við sagt? Tómas talar bara

um motorcross. Nei ég geri það ekki. Tómas þú talar

ekki um neitt annað. Arndís talar ekki það mikið, Kata

getur ekki hætt að tala, Grete er dauð og við vitum

ekkert hvar Matthildur er. Björn vill alltaf fara heim

um leið og hann kemur. Eruði samt að taka eftir því

að þetta er í fyrsta skipti í svona þrjá mánuði sem ég

kem ekki seint? Er það samt? Snowcross og... hún er

að skrifa það sem við erum að segja. Ó. Hvað getum

við sagt um Siggu? Hún er ólétt eins og alltaf. Það er

eins og það er. Sigga er búin að vera ólétt í svona þrjú

ár samtals. Eftir þrjú ár verð ég þremur árum eldri. Við

erum alveg að fara til Færeyja. Við erum að reyna að

sannfæra Siggu um að segja okkur kynið á barninu en

hún veit það ekki. Þetta er svolítið gott sko. Strákar

hvar eruð þið? Dögg og Matthildur eru komnar. Dögg

er eina jákvæða manneskjan hérna inni, en hún fær

líka borgað fyrir það. Sigga er löngu hætt að vera

jákvæð, við skömmum hana alltaf. Stelpurnar þræta.

Sigga reynir að ná strákunum af gólfinu. Við þrætum

bara í gríni. Nei. Þetta er gott. Þetta er pínu crazy. Er

búið að segja eitthvað um Kötu? Mér finnst þú ættir

að nefna það að ég er hærri en Tómas. Ég er hærri

en Tómas. Nei þú ert svo mikið lægri en ég að það er

vandræðalegt. Má ég fara heim. Það má ekkert lengur.

Hvenær fáum við köku? Köku? Nei í alvöru hvenær

fáum við köku?

Ritstjórn Tjarnapósts vor 2022

Blaðið er loksins tilbúið eftir margar tilraunir en alltaf

þegar við héldum að við værum búin þá þurfti Sigga

að bæta einhverju við.

Gjörið svo vel!

4. bls. // Tjarnapóstur 2022


Myndir frá haustferð 2021 í Aldey

1 2

Krossgáta

Létt

Nafn:

3

4

5

6

7

8

9

Lárétt

1. Hvað heitir húsvörðurinn okkar?

4. Hvar fáum við bækur til að lesa?

5. Hver er yngsti kennarinn í skólanum?

6. Hvað heitir kokkurinn okkar?

7. Hvað heitir leikskólinn okkar?

8. Flestir krakkar koma í skólann með...

9. Hvað heitir íþróttakennarinn okkar?

Created using the Crossword Maker on TheTeachersCorner.net

Lóðrétt

2. Hvað heitir skólinn okkar?

3. Hvað heitir skólastjórinn okkar?

5. bls.


Árshátíðir

Eftir Arndísi Björk Tryggvadóttur

Fyrsta árshátíðin var haldin árið 1971 niðri

í handmenntastofu, þá var opið á milli

handmenntastofunnar og tónlistarstofunnar.

Árshátíðirnar hafa verið haldnar árlega síðan og

eftir að salurinn var byggður hafa þær verið settar

upp þar.

árshátíðum hafa nemendur sett upp leikrit,

Á söngleiki og grínþætti sem eru annað hvort

samin af kennurum, af nemendum sjálfum eða

sýnt gömlu góðu ævintýrin. Samlesturinn byrjar

að minnsta kosti tveimur vikum fyrir árshátíðina,

þá setjast nemendur með kennurum og lesa yfir

handritin. Viku fyrir árshátíðina hjálpa nemendur

húsverðinum að setja upp sviðið og æfingar byrja á

sviðinu.

Samhliða þessu öllu byrjar leikmynda- og

búningagerð, nemendur hjálpa kennurum og

starfsmönnum að búa til leikmyndir og búninga,

Ósk skólaliði stjórnar búningakompuni og sér

að miklu leyti um búningagerð. Að morgni

sýningardags er generalprufa og um kvöldið er

árshátíðarsýningin. Eftir sýningu er boðið upp á

kökur og kaffi sem starfsfólk mötuneytisins hefur

útbúið, sjoppan er opnuð og stundum dansað. Á

tímabili voru starfsmenn með skemmtiatriði en það

hefur ekki verið síðustu ár/áratugi. Á árshátíðum

hafa nemendur haft allskonar störfum að gegna,

ekki bara að leika heldur líka að sinna öðrum

störfum. Hér áður fyrr voru nemendur til dæmis

kynnar á árshátíðinni, sviðsmenn og drógu tjöldin

frá.

Árshátíðirnar hafa oftast verið á vorönninni en

haustið 2019 var því breytt og síðan hafa þær

að mestu verið á haustönninni. Nema skólaárið

2020-2021 setti Covid-19 strik í reikninginn og

árshátíðin var á vorönninni 2021, sú sýning var tekin

upp og sett á netið þar sem samkomutakmarkanir

komu í veg fyrir að við gætum boðið gestum í

hús. Á síðustu árshátíð, sem var fimmtudaginn

11. nóvember 2021, sýndu skólahópur og 1. - 3.

bekkur Stafakarlana og 4. - 10. bekkur settu upp

Skilaboðaskjóðuna. Út af COVID-19 var ekki boðið

upp á kaffi og kræsingar en sjoppan var opnuð og

gestir gátu keypt sér nammi og gos.

Mér finnst árshátíðirnar og undirbúningurinn

vera skemmtilegasti tími skólaársins.

Tilgangurinn með árshátíðinni er að nemendur

hafi gaman af þessu og í aðalnámsskrá er kveðið á

um að nemendur læri sviðslist, tjáningu og sköpun.

Skemmtilegustu leikritin sem ég hef leikið í voru

Kaffi Skelfing og Skilaboðaskjóðan. Ég hef hjálpað til

að búa til leikmyndir og leikmuni. Ég hef einu sinni

skrifað leikrit, mér fannst það ekki skemmtilegt,

leikritið var ágætt en að skrifa það var ekki gaman.

Það sem mér finnst skemmtilegast við árshátíðina

er aðstoða við leikmyndir og leikmuni, að leika og

syngja er líka skemmtilegt. Árshátíðin er stór hluti

af skólaárinu hjá okkur og er ómissandi hefð sem

hefur verið mjög lengi hluti af sögu skólans.

6. bls. // Tjarnapóstur 2022


Myndir frá árshátíðum í Stórutjarnaskóla

í gegnum tíðina.

7. bls.


Verklegar greinar í

Stórutjarnaskóla

Eftir Matthildi Marín Jóhannsdóttur

Verklegar greinar eru greinar sem hægt er að vinna í

höndunum, til dæmis handavinna og smíði. Það er

ágætt úrval af verklegum greinum í Stórutjarnaskóla, það

er mikið hægt að gera, til dæmis prjóna, þæfa, þurrþæfa,

teikna, mála og lita og kennararnir sem kenna listnám eru

yndislegir. Mér og nokkrum öðrum finnst nú samt eins og

við ættum að fá fleiri tíma til þess að vinna í verklegu.

Yngri krakkarnir fara í fleiri tíma í verklegum greinum

en mér finnst eins og að 9. - 10. bekkur ættu að fá fleiri

en þessa tvo tíma sem við fáum í vali. Yngri hóparnir fara

í keramik, þar sem er verið að vinna með leir, þau fara í

smíðar, handmennt/textílmennt og myndmennt. Það sem

við í elsta hópnum fáum eru tveir tímar þar sem við getum

farið í ljósmyndun, heimanám eða list. Við veljum flest list

en að mínu mati tekur það því varla vegna þess að þetta eru

í raun bara tveir tímar sem líða mjög hratt. Mér finnst að

við ættum að hafa að minnsta kosti þrjár kennslustundir í

röð.

Þessi grein er ábending til stjórnenda, að við í elsta hóp

viljum fá fleiri verklega tíma, til dæmis handmennt,

textílmennt, keramik, að fá að þæfa og mögulega smá

heimilisfræði, að við fáum að baka og gera eitthvað sem

hægt er að taka heim og gefa foreldrum, til dæmis muffins.

Smíðar væru líka frábærar.

Mér finnst mikilvægt að læra list, það er rosalega góður

grunnur fyrir mikið, eins og arkitekt, listamenn og

fatahönnuði og mögulega enn fleiri störf. Sumum nefnilega

finnst svakalega erfitt að vinna í bókum, til dæmis þeir sem

eru með einhverfu eða ADHD en kannski eru þau alveg

hrikalega góð í verklegum greinum. Sumum finnst erfitt

að beina athyglinni að orðum á blaði, eða finnst erfitt að

skrifa en geta gert næstum því hvað sem er í höndunum.

Þess vegna finnst mér svo voðalega mikilvægt að verklegar

greinar og bóklegar greinar hafi gott jafnvægi. Við þurfum

auðvitað að læra bóklegt nám, en það er nauðsynlegt að

hafa líka verklegar greinar.

Innlit í smíðatíma hjá Nönnu árið 2015

8. bls. // Tjarnapóstur 2022


Spjallað við Stínu

Eftir Arndísi Björk Tryggvadóttur

Hvað heitir þú á fullu nafni? Kristín Sigurðardóttir

Fæðingarár? 21.08.45

Hvaðan ertu? Ég er frá Stapa bjó þar þangað til ég var 10 ára og þá flutti

ég í Lækjamót.

Hvað áttu mörg börn og barnabörn? Ég á þrjú börn, sjö barnabörn og

eitt barnabarnabarn.

Hvenær byrjaðir þú að vinna í skólanum? Ég byrjaði árið 1978 að vinna

almennilega í skólanum en ég var búin að vinna á hótelinu áður fyrr.

Af hverju fórstu að vinna í skólanum? Það var bara mjög þægilegt, ég

bjó hér við hliðina á skólanum og var mjög heppin að fá vinnu í skólanum

og á hótel Eddu.

Hver var vinnan þín í skólanum? Ég var skólaliði.

Hvernig var að vinna sem skólaliði? Það var mjög gaman og það var

frábært að vinna með þessum krökkum.

Hvað var skemmtilegast við vinnuna? Að vinna innan um krakkana.

Áttu skemmtilega sögu frá því þú varst að vinna hér? Við gáfum alltaf einkunnir fyrir herbergin á

heimavistinni. Við fórum á milli herbergjanna og gáfum þeim einkunnir fyrir umgengni, krakkarnir sem

fengu hæstu einkunnina eftir veturinn fengu að koma heim til mín í smá veislu.

Hvað vannstu í mörg ár? Ég vann í 34 ár með afleysingu og öll þessi ár var dásamlega gaman að vinna í

Stórutjarnaskóla.

Hvað ertu að gera í dag? Ég bý til jólasveina.

Spjallað við Helen

Eftir Arndísi Björk Tryggvadóttur

Ég heiti Helen Jónsdóttir og er fædd 04.01.58. Ég er frá Svalbarðseyri,

fæddist og ólst upp þar. Ég á 4 börn og 10 barnabörn.

Ég byrjaði haustið 1983 að keyra skólabílinn, það var svo mikið af

börnum að skólabíllinn í Fnjóskadal var ekki með pláss fyrir alla

krakkana þannig að ég tók það bara að mér að keyra þá sem komust ekki

í þann bíl. Mestu breytingarnar síðan ég byrjaði að keyra eru að bíllinn og

ég eru orðin aðeins eldri og færðin er betri.

Ég held að það hafi verið 13 krakkar sem var mesti fjöldinn sem ég hef

keyrt og 116 km er það lengsta sem ég hef keyrt.

Það er bara fínt að vera skólabílstjóri og mér líkar það ágætlega. Ég get

alveg sinnt fjölskyldunni án þess að vinnan sé að þvælast fyrir. Eitt skipti

gleymdi ég hvaða dagur var og ég var að verða kominn að Jarlsstöðum

þegar ég hringdi í Bróa og spurði hann hvaða dagur var, ég hélt að það væri mánudagur en það var

sunnudagur. Ég gleymi líka stundum að beygja í átt að skólanum og fer með krakkana heim. Ég hef svo

þrisvar sinnum orðið olíulaus. Ég man eitt skiptið sem ég varð olíulaus á leiðinni til Ljósavatns og Stebbi á

Arndísarstöðum fékk strákana í bílnum til að ýta bílnum upp að bænum og þar fékk ég olíu.

Í ár hef ég hef unnið sem skólabílstjóri í 39 ár, ég hef alltaf verið svo heppin, ég hef alltaf keyrt bestu

börnin. Og þetta hefur bara verið skemmtilegt.

9. bls.


Heimavist

Eftir Björn Rúnar Jónsson og Katrínu Ösp Magnúsdóttur

Einu sinni var heimavist í Stórutjarnaskóli

sem þýðir að nemendur bjuggu í skólanum

á virkum dögum. Samkvæmt gömlu skólablaði

frá desember 1973 þá var Stórutjarnaskóli stærsti

heimavistarskóli á landinu með 98 nemendur á

heimavist þann veturinn, en þá komu nemendur

frá Grýtubakkahreppi líka hingað í skóla.

1. - 3. bekkur kom þrisvar í viku í skólann og

voru þau ekki á heimavist. Nemendur byrjuðu að

gista á heimavist skólans í 4. bekk og þar til þau

útskrifuðust úr 9. bekk. Nemendur komu þá í

skólann um hádegi á mánudegi og fóru heim aftur

á svipuðum tíma á föstudegi. Í herbergjunum voru

fjórir nemendur saman og var þeim raðað saman

af kennurum, en oftast voru settir saman krakkar

frá sömu bæjum.

Heimavistin var með margar reglur, til dæmis

áttu allir að vera komnir í herbergin sín klukkan

22:30 og eftir það var samgangur milli herbergja

bannaður, ljósin voru svo slökkt 23:30 og eftir það

átti að vera algjör ró á vistinni. Nemendur áttu

líka að þrífa herbergin sín á hverjum degi og það

mátti ekki fara inn í herbergi annarra án leyfis.

Okkur var sagt að heimavistarbúar hafi ekki alltaf

fylgt reglum og það hafi komið fyrir að kennarar

þyrftu að sofa fyrir utan herbergin hjá nemendum

til að koma í veg fyrir að krakkar væru að fara á

milli herbergja. Einnig voru mörg prakkarastrik

framin til dæmis sagði ónefndur heimildarmaður

okkur að nemendur hefðu einhvern tímann strítt

einum kennara sem var á vakt, með því að fela sig

fyrir honum. Hann var víst ekki glaður þegar hann

loksins fann þau. En heimildir herma að þetta hafi

verið nemendur úr Bárðardal sem földu sig.

Fyrsti tími dagsins byrjaði klukkan 08:30 og síðasti

tími dagsins endaði klukkan 15:40. Eftir skóla

voru kennarar og nemendur með marga klúbba til

dæmis leikklúbb, skákklúbb, modelklúbb og marga

fleira. Eitt kvöld í viku máttu nemendur á vistinni

fara niður í handavinnustofuna með kennara og

þá máttu nemendurnir vinna í því sem þau vildu.

Annað kvöld máttu þau vera í smíðastofunni og

smíða. Það var hægt að æfa blak og þá var Ási á

Stórutjörnum þjálfarinn.

Heimavistin hætti skólaárið 1993-1994 og þá

fóru allir að sofa heima hjá sér, og þá byrjuðu

skólabílstjórarnir að keyra krakkana í skólann á

hverjum degi. Fyrst fóru skólabílarnir tvær ferðir

á dag þá skutluðu þeir yngri börnunum heim fyrr

og svo eldri krökkunum en núna fara skólabílarnir

bara eina ferð á dag og í staðin fara yngri krakkarnir

í frístund.

10. bls. // Tjarnapóstur 2022


Til að kynnast lífinu á vistinni betur tókum við viðtal við Sverri fyrrverandi kennara og síðar skólastjóra

hér í Stórutjarnaskóla og hér er viðtalið.

Hvernig var að vera kennari og að fylgjast með krökkunum á vistinni? Þegar ég byrjaði hérna haustið 1971,

þá byrjaði skólinn. Ég hafði sjálfur aldrei verið í heimavist. Þá var bara búið að byggja heimavistaálmuna og

það var bara kennt þar. Þetta varð í raun og veru eins og heimili krakkanna, þannig að ef krakkarnir voru með

einhver vandamál á nóttunni vorum við bara vakin, eins og ef einhver fékk martröð eða gat bara ekki sofið.

Var mikið um að krakkarnir væru með heimþrá? Við getum sagt að þeim hafi verið skipt í þrjá hópa, einn

sem leið alltaf illa og var alltaf með heimþrá, einn sem leið bara ágætlega og annar sem fannst þetta vera besti

tími lífs síns.

Fannst þér krakkarnir fylgja reglunum? Þegar u.þ.b. hundrað unglingar eru látnir búa hlið við hlið eru

margir skemmtilegir hlutir sem gerðust. Lang oftast hlýddu þau en það kom fyrir af og til að þau gerðu

einhver prakkarastrik.

Heldur þú að krökkunum hafi leiðst? Alveg örugglega þeim sem leið illa fyrir eða fengu mikla heimþrá. Við

reyndum að gera marga hluti til að hjálpa þeim að líða betur.

Hvar sváfuð þið kennararnir? Við vorum með íbúðirnar þarna á endanum, eins og þar sem Birna á heima.

Það voru líka margar íbúðir sem er búið að breyta í eitthvað annað núna, eins og litla íbúðin og bókasafnið

sem voru bæði íbúðir.

Var svefnfriður fyrir ykkur kennarana? Oftast voru krakkarnir svo þreyttir að þau bara sofnuðu. En það

kom alveg fyrir að við vöknuðum við að eitthvað var í gangi. Það var mjög oft að einhverjir bönkuðu upp á ef

þeir gátu ekki sofið eða þurftu hjálp við eitthvað.

Hvað gerðist ef krakkarnir urðu veikir? Oft komu þau bara til okkar og þá sáum við um þau. Annars fóru

þau heim ef veðrið leyfði.

11. bls.


12. bls. // Tjarnapóstur 2022


Innsendar myndasögur eftir:

Pétur Hrafn Ólafsson (2. bekk)

og Aðalgeir Hannes Árdal (3. 13. bekk) bls.


Reglur Skólans

Höfundur kýs nafnleynd

Það er mikilvægt fyrir alla skóla að hafa reglur, við

höfum einnig okkar reglur og hefðir sem geta verið

hjálplegar en líka einhverjar sem eru skrítnar.

Í Stórutjarnaskóla eru reglur sem nemendur og

starfsfólk þarf að fylgja. Við erum komin hérna til þess

að segja okkar skoðanir á öllum reglum skólans.

ATH. *Ef þú ert viðkvæmur kennari myndi

ég ekki lesa þessa grein*

Reglur skólans er hægt að finna á storutjarnaskoli.is >

Stefna Stórutjarnaskóla > Umgengni og skólareglur.

Skólareglur

1. Í skólanum gilda almennar umgengisreglur og

siðir. Nemendur og starfsfólk sýni samferðafólki

sínu gagnkvæma tillitssemi, virðingu og kurteisi.

Þetta er góð regla, en það að einhver stendur upp

fyrir sjálfum sér gegn stríðni ætti ekki að vera

talinn dónaskapur.

2. Gangið vel um eigin eigur og annarra.

Þetta er góð regla vegna þess að það hefur

því miður gerst aðeins of oft að krakkar stela/

eyðileggja hluti annara. Það er því miður ekki

gert nógu mikið í því, þess vegna ætti virkilega

að vera gert eitthvað í þessu.

3. Meðferð tóbaks, áfengis og annara vímuefna er

með öllu óheimil.

Mjög góð regla.

4. Nemendum er óheimilt að koma á skellinöðrum

(mótorhjólum), fjórhjólum eða vélsleðum í skólann.

Þessi regla lætur Tómas gráta á næturnar. Samt

alveg góð og skiljanleg regla.

5. Notkun farsíma er nemendum óheimil á

skólatíma.

Þetta er ömurleg regla! Þolum hana ekki. Yngri

nemendur mega alveg hafa hana en ekki við

eldri.

6. Nemendum er ekki heimilt að yfirgefa skólalóð á

skólatíma án leyfis.

Mjög skiljanlegt.

7. Notkun sælgætis og tyggjós er með öllu óheimil í

skólanum og í skólabílnum á skólatíma.

Leim regla. –10/10, við viljum nammi!

8. Allir nemendur eiga að fara í útivist í löngu

frímínútum og að loknum hádegismat. Til þess

er nauðsynlegt að þeir hafi með sér skjólgóðan

útifatnað og útiskó. Sömu reglur gilda fyrir

nemendur í útiskóla.

BOOOOOOOOOOOOOOOOO

9. Ætlast er til að nemendur mæti í matsal á

matartíma. Í matsal þurfa allir að vera í inniskóm

og virða fallega borðsiði.

Skiljanlegt. Hata þegar fólk er subbulegt svo allir

ættu að virða borðsiði.

10. Ætlast er til að allir, ungir sem aldnir, mæti

hreinir og snyrtilegir í skólann í viðeigandi

klæðnaði. Í skólanum fylgja allir almennu hreinlæti.

Já krakkar. Plís fariði í sturtu. Og þvoið ykkur um

hendurnar. Og sturtiði niður eftir að þið notið

salernið.

Samkvæmt heimildum okkar hafa reglurnar breyst

smá yfir tíðina en ekki nóg. Yfir árin hafa krakkarnir

viljað breyta mörgum hlutum, bæði við skólann og

skólareglurnar. Árið 1972 birtist yfirlit um reglur

skólans og viðtal við nemendur um þær í skólablaðinu.

Það sem vakti athygli okkar er það að krakkarnir fyrir

50 árum voru að kvarta yfir svipuðum hlutum og við

en lítið hefur breyst.

Þar var meðal annars viðtal við Björn Jónsson, okkar

mann, sem sagði sína skoðun á nammi reglunni.

„Mér finnst megi hafa sælgæti með sér í skólann“ sagði

Björn „Allstaðar, við öll tækifæri.“

Önnur viðtöl fjölluðu meira um reglur vistarinnar en

við höfum ekki upplifað hana.

14. bls. // Tjarnapóstur 2022


Fyrst að það voru tekin svona frábær

viðtöl árið 1972 ákváðum við að

gera það sama 50 árum seinna.

Hér fyrir neðan eru viðtöl við fjóra

grunnskólanemendur og fjóra kennara

um þeirra skoðanir á reglum

skólans.

Sp: Hvað heitir þú?

Sv: Margrét Lilja.

Sp: Í hvaða bekk ert þú?

Sv: Fyrsta bekk.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Bara ágætar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja

breyta?

Sv: Kannski breyta nammi reglunni.

Sp: Þakka þér fyrir þetta.

Sp: Hvað heitir þú?

Sv: Albin Anderson.

Sp: Í hvaða bekk ert þú?

Sv: Sjötta bekk.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Bara fínar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja

breyta?

Sv: Kannski að það má hafa síma í

frímínútum eða eitthvað.

Sp: Hvað finnst þér um að það má

ekki borða nammi eða taka tóbak?

Sv: Bara ágætt með nammið, ég er

glaður með tóbak regluna.

Sp: Þakka þér fyrir þetta.

Sp: Hvað heitir þú?

Sv: Tindra Anderson.

Sp: Í hvaða bekk ert þú?

Sv: Fimmta bekk.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Ágætar...

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja

breyta?

Sv: Ég veit það ekki mér er alveg

sama.

Sp: Hvað með síma regluna?

Sv: Ég má hvort sem er ekki koma

með hann. En það væri samt örugglega

skemmtilegt fyrir alla hina sem

mega það, ef það mætti koma með þá.

Sp: Þakka þér fyrir þetta.

Sp: Hvað heitir þú?

Sv: Tómas Karl Sigurðarson.

Sp: Í hvaða bekk ert þú?

Sv: Níunda bekk.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Já já, nei nei.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja

breyta?

Sv: Að allt væri auðvelt fyrir Tómas.

Sp: Eru engar sérstakar reglur sem þú

myndir vilja breyta?

Sv: Leyfa að hlusta á tónlist, og gera

allt auðvelt fyrir Tómas.

Sp: Hvað finnst þér um síma regluna?

Sv: Mér finnst að við ættum að mega

hafa síma í frímínútum.

Sp: Hvað finnst þér um tóbaks regluna?

Sv: Sko það á ekki að vera með tóbak

á skólalóðinni punktur.

Sp: Þakka þér fyrir þetta.

Hvaða skoðanir hafa kennararnir

samt? Eru þær eins og hjá krökkunum

eða akkúrat öfugt? Við erum

hér komin til að ræða það sama við

nokkra kennara.

Sp: Sæl, hvað heitir þú?

Sv: Nanna Þórhallsdóttir.

Sp: Hvaða hópi kennir þú?

Sv: Hópi 2.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Ég held að þær séu bara ágætar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja að

breyta?

Sv: ég man ekki alveg hvernig þær eru

eins og er en held ekki.

Sp: Hverjar eru þínar skoðanir á síma

reglunni?

Sv: Mér finnst reglurnar ágætar eins

og þær eru og mér finnst að fólk ætti

að fara eftir þeim, til þess eru þær.

Sp: Þakka þér fyrir.

Sp: Sæll, hvað heitir þú?

Sv: Jónas Reynir Helgason.

Sp: Hvað kennir þú?

Sv: Stærðfræði.

Sp: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Fáar og einfaldar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja að

breyta?

Sv: Nei það held ég ekki.

Sp: Hverjar eru þínar skoðanir á síma

reglunni?

Sv: Er í gildi og mjög fín.

Sp: Þakka þér fyrir.

Sp: Sæl, hvað heitir þú?

Sv: Marika Alavere.

Sp: Hvað ert þú að kenna?

Sv: Ég kenni tónlist.

SP: Hvað finnst þér um reglur

skólans?

Sv: Bara mjög fínar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir vilja að

breyta?

Sv: Ég veit ekki hvort að mótorhjóla

reglan er nauðsynleg vegna þess að

það koma allir á skólabílum. Annars

er allt flott.

Sp: Hverjar eru þínar skoðanir á síma

reglunni?

Sv: Mér finnst þetta vera góð regla, ég

vil hafa símalausan skóla.

Sp: Þakka þér fyrir.

Sp: Hvað heitir þú?

Sv: Sigríður Árdal.

Sp: Hvað kennir þú?

Sv: Ég kenni mest hópi 4, en fögin eru

helst íslenska, náttúrufræði og samfélagsfræði.

Sp: Hvað finnst þér um reglur skólans.

Sv: Mér finnst þær bara ágætar.

Sp: Er eitthvað sem þú myndir breyta?

Sv: Ég held ekki...? Nei nei.

Sp: Hvað finnst þér um síma regluna?

Sv: *Hlær hátt og mikið*

Sp: Ókei.

Sv: Eða bíddu... eru kennararnir ekki

undaskildir nammi reglunni?

Sp: Þakka þér fyrir.

15. bls.


Skólabílstjóri í 38 ár

Eftir Tómas Karl Sigurðarson

Ég tók viðtal við hann afa minn Jón Ferdinand

um tímann sem hann var að vinna við

skólaakstur. Hann býr í Hjarðarholti en er uppalin

á Draflastöðum. Flestir, ef ekki allir, þekkja hann

sem Jón eða Jón Drafla. Hann er sá skólabílstjóri

sem hefur einna lengst unnið við skólaakstur hér við

skólann og var líka vörubílstjóri á sama tíma. Við

settumst niður heima hjá honum og amma Svana

bauð upp á kakó og við spjölluðum um ferilinn hans.

Upphafið

Ég byrjaði á því á að keyra efni í skólann þegar hann

var í byggingu, ég var vörubílstjóri og flutti steypu

járn, möl, og sement. Ég sótti hitaveiturör til er

Reykjavíkur og keyrði mikið byggingarefni. En ég

man eftir því að það var klukkan 11 að kvöldi til,

þá hringdi síminn og það var Valtýr heitinn í Nesi

og hann spurði mig hvort ég vildi keyra börnin í

skólann að morgni og það var árið 1971 og það var

fyrsti skóladagurinn í Stórutjarnaskóla. Síðan þá

keyrði ég skólann í 38 ár.

Mér líkaði þetta starf strax og mér fannst þegar

ég var í bílnum með börnunum þá var ég ekki

maðurinn sem réð yfir þeim, mér fannst ég vera einn

af börnunum. Það erfiðasta við skólaaksturinn var

að keyra börnin í heimavistina því þeim leið aldrei

vel að fara þangað, það var mjög erfitt að keyra með

þau vitandi að þeim myndi líða illa í skólanum, en

það gjörbreyttist þegar heimavistin hætti. Sum börn

vildu alls ekki koma í skólabílinn að morgni þegar

það var skóli. Ég þurfti einu sinni að fara inn til að

sækja krakka og stundum komu börn grátandi að

bílnum og ég tók þau fyrir aftan bílinn til að hugga

þau því ég vildi ekki að þau myndu koma svona illa

á sig komin inn í bílinn. Það var ekki skemmtilegt.

Mér fannst mjög erfitt að keyra börnin mín í skólann

en það gjörbreyttist þegar heimavistin hætti.

Bíllinn og veðrið

Ég keyrði börnum frá allt að 30 bæjum, þar fór

ég lengst út í Veisusel, upp í Vagli og í Skóga og

svo austur í Ljósavatnsskarð og í nokkra vetur í

Stórutjarnir og þá voru sko margar fjölskyldur á

einum bæ. Ef það var eðlilegt færi þá vorum við

rétt svona hálftíma á leiðinni í skólann. Ég fékk

mér Ford Econoline upp úr 1990 og var þá búin

að vera á gömlum rússa frekar mikið. Fordinn var

lang bestur að mínu mati og svo fékk ég mér annan

Jón og Svana

eftir það og notaði þá alveg þar til ég hætti. Það var

aldrei neitt bras á bílunum og ég slapp vel með það,

það reyndi dálítið á að vera á honum í hvassviðri í

Ljósavatnsskarðinu því það komu alveg byljir af og til

en mér var alveg sama þótt það hafði verið stórhríð

því þá keyrði maður bara varlega. Ég sá aldrei að

börnin yrðu hrædd þegar það var vont veður. Það

eina sem hefur komið fyrir er að það klemmdi sig

krakki á Rússa jeppanum en það blánaði bara aðeins

nöglin, það var það eina sem mig minnir að það hafi

komið fyrir.

Skólaferðalög

Ég fór með börn fjórum sinnum í skólaferðalög,

þrisvar til Færeyja og einu sinni til Reykjavíkur.

Og ég man eftir því í einni Færeyjar ferðinni að

börnunum fannst svo mikilsvert og spennandi að

fara út að borða á kvöldin. Ég man eitt kvöldið að

Jón Drafli með hópi nemenda

16. bls. // Tjarnapóstur 2022


þá var ein stúlka sem var með okkur búin að kaupa

í efni í matinn og það átti bara að búa til mat upp á

gistiheimili. Ég sá að börnunum fannst það ekkert

rosalega gaman og fór að tala við stúlkuna um að fara

út að borða og hún sagði “Jón ég veit ekki hvað við

eigum mikinn pening eftir”. Ég sagði henni að hafa

ekki áhyggjur af því. Við myndum fara út að borða og

ef við ættum ekki nóg fyrir því þá tökum við það bara

af laununum mínum sem ég átti að fá fyrir ferðina,

en það kom aldrei til. Mér og börnunum fannst þetta

alveg rosalega gaman að fara til Færeyja.

Virðing fyrir skólastjóranum

Ég vann líka við að keyra vörubíl á sama tíma, ég

lenti aldrei í brasi við að ég þyrfti að keyra vörubíl

á sama tíma og skólabíl en ef það kom fyrir þá

lét ég syni mína keyra fyrir mig vörubílana. Einn

1. apríl spyr ég krakkana hvort við eigum að láta

skólastjórann hlaupa apríl. Já já já segja þau og ég

tek upp símann og hringi og spyr hana [Svanfríði

Birgisdóttur] hvort Brói sé heima með bílinn, það var

þarna rétt hjá henni, segi henni að ég þyrfti að vita

þetta strax og þegar hún kemur aftur í símann segir

hún „Heyrðu bíllinn hans er ekki heima.“ Þá sagði

ég bara „Fyrsti apríl“. En þá tók ég eftir einu, það

var algjör þögn í bílnum og ég tók því þannig að við

áttum að bera svo mikla virðingu fyrir skólastjóranum

að við ættum ekki að láta svona.

Að lokum

Ég hætti svo veturinn sem ég var sjötugur því ég hélt

að sumum foreldrum fyndist ég vera orðinn of gamall

og þau vildu ekki segja neitt við mig svo ég ákvað

að hætta og þá tók sonur minn við af mér og hefur

keyrt síðan ég hætti vorið 2009. Þetta er það lang lang

skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við. Það var

svo gaman að spjalla við börnin og vera með þeim.

Það var gaman að fá að vita þetta allt um ferilinn hans

afa og ótrúlegt hvað hann hugsaði aldrei um að hætta

að keyra. Þetta starf hafði líklega mikil áhrif á hann

eftir að hann hætti því hann hélt áfram að keyra og

laga tæki heima út í skemmu. Það er rosalega gaman

að fara með honum í skemmuna og fylgjast með

honum og læra að laga tæki.

17. bls.


18. bls. // Tjarnapóstur 2022


Ýmsar myndir frá skólaárinu 2021-2022

19. bls.


Ljóð eftir nemendur í 4. - 5. bekk

Tannlæknir stækkar

Ef tannlæknir er góður

þá er hann ekki vondur.

Ef hann étur ekki fóður

þá er hann tómur.

Svín sat að borða gras

mætti kind að skrifa á blað

og sagði muuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu.

Höfundar: Atli Hrafn Erlingsson, Sigmar Höskuldsson

og Hrannar Nói Karlsson

Höfundur: Embla Sól Dúadóttir

Hesturinn

Hesturinn minn er góður

en ekki sóði

bara fróður.

Blaðran

Blaðran er loftuð

en ekki með vatni

maður blæs

en ekki sóðar.

Höfundur: Ingibjörg Elín Árnadóttir

Skólinn okkar

Skólinn okkar er lítill,

en við erum rosa sniðug,

við lærum nám og verðum klár.

Höfundar: Karólína Sigurðardóttir, Arney

Sigurðardóttir, Auður Tinna Auðunsdóttir

Kind lítil

og hún skrítin

er að fara

að gera sússý bakka.

Kýr að fara í rútu

með belju

og fann svo gellu.

Myrkrið

Ein kona stendur rjóð

ein í miklu myrkri

en samt heyrir hún hljóð

þó enginn á hana yrti.

Ljósið

Bjart það er,

þó myrkur þar sé

það skín í hjörtum

líka hjá mér.

Hjartað okkar

Það slær eins og bongó tromma,

hratt í takt við líkams hreyfingar

okkar.

Höfundur: Árný Lilja Harðardóttir

Í skólanum

Í skólanum er gaman

við leikum stundum saman.

Í skólanum er skemmtilegt

en stundum líka leiðinlegt

Höfundur: Margrét Sigríður Árdal og Tindra Andersson

Höfundur: Sigmar Höskuldsson

Frá Þorrablóti yngri hóps

20. bls. // Tjarnapóstur 2022


Skuggakosningar í Stórutjarnaskóla

Eftir Grete Alavere og Katrínu Ösp Magnúsdóttur

Við í 9. - 10. bekk stóðum fyrir skuggakosningum í skólanum vegna sameiningu sveitarfélaganna,

Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Í skuggakosningunum fengu nemendur skólans að kjósa um

nýtt nafn á sveitarfélaginu. Hægt var að kjósa á milli fjögurra nafna: Goðaþing, Laxárþing, Suðurþing og

Þingeyjarsveit.

Niðurstöður héðan úr Stórutjarnaskóla voru svona:

Á kjörskrá: 39

Atkvæði greiddu: 37

Kjörsókn: 94,9%

Goðaþing: 10 atkvæði eða 27%

Laxárþing: 1 atkvæði eða 2,7%

Suðurþing: 6 atkvæði eða 16,2%

Þingeyjarsveit: 20 atkvæði eða 54,1%

Auðir og ógildir: 0

Þingeyjarsveit bar sigur úr bítum. Kosningarnar gengu vel og var mikil spenna meðal nemenda með

framkvæmdina og vekur vonandi áhuga þeirra á málefnum nær samfélagsins til framtíðar.

21. bls.


Saga skólans - Tímalína

Umsjón: Katrín Ösp Magnúsdóttir

1965 – Byggingarnefnd fyrir byggingu Stórutjarnaskóla skipuð

1969 – Bygging skólans hefst

1971 – Kennsla hefst

1971 – 1980 - Viktor A. Guðlaugsson var skólastjóri

1972, desember – Fyrsta tölublað Tjarnapósts kemur út

1973 – Kennsluálma tekin í notkun

1976 –1978 – Tengiálma tekin í notkun

1980 – Sverrir Thorstensen verður skólastjóri

1981 – 10 ára afmæli skólans

1984 –1985 – Þetta skólaárið voru nemendur skólans 100 og 80 þeirra bjuggu á heimavistinni

1990 – Steinþór Þráinsson verður skólastjóri, Sverrir fer í leyfi.

1991 – Sverrir Thorstensen kemur aftur og tekur við skólastjórastöðunni

1991 – Leikskólinn Tjarnaskjól tekur til starfa í húsnæði skólans

1991 – 20 ára afmæli skólans

1992 – Svanfríður Birgirsdóttir verður skólastjóri

1993 – Heimavistin hættir og nemendum er keyrt daglega í skólann

1994 – Ólafur Arngrímsson verður skólastjóri

2001 – 30 ára afmæli skólans

2001 – Leikskólinn Tjarnaskjól sameinast Stórutjarnaskóla og verður deild innan skólans

2006 – Sigga útskrifast úr Stórutjarnaskóla og þau sem eru í 10. bekk núna fæðast það ár

2008 – Stórutjarnaskóli verður grænfánaskóli

2009 – Fyrsta Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla haldið

2011 – 40 ára afmæli skólans

2019 – 10. Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla haldið

2021 – Birna Davíðsdóttir verður skólastjóri

2021 – 50 ára afmæli skólans

22. bls. // Tjarnapóstur 2022


Innsend myndasaga eftir Óðinn Hrafn Klein (3. bekk)

23. bls.


1

Krossgáta

Erfitt

Nafn:

2 3

4

5

6 7

8

Lárétt

1. Hver var hæsti skólastjórinn skólasjórinn í Stórutjarnaskóla?

4. Hver var skólastjóri á undan Birnu?

5. Hvaðan er Marika?

7. Hvað var uppi þar sem ræktin er áður en það var

rækt þar?

8. Hver var íþróttakennari á undan Olgu?

Created using the Crossword Maker on TheTeachersCorner.net

Lóðrétt

1. Með hvaða sveitarfélagi er Þingeyjarsveit að

sameinast?

2. Hver var húsvörður á undan Frissa?

3. Hvert er millinafnið hennar Birnu F.?

6. Hvaða meistari bjó til þessa krossgátu?

7. Hver er uppáhalds matur Birnu skólastjóra?

Spjallað við nemendur

Valbjörn Þór Kristjánsson

Fæðingardagur og ár: 23.11.16

Áhugamál: Perla

Lag: Grísinn í Hlíð

Tölvuleik: Kisuleikur

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Breyta hellinum

Hver er uppáhalds kennari:

Hanna Berglind

Uppáhalds bíómynd: Cars

Hvað viltu vinna við þegar þú ert

orðinn stór: Fjósi

Spjallað við nemendur

Snjólaug Helga Árdal

Fæðingarár og dagur: 07.09.16

Áhugamál: Teikna

Lag: Veit ekki

Tölvuleikur: Subway surfers

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Ekkert

Uppáhalds kennari: Birna

Friðriks

Uppáhalds bíómynd: Geimkjúlli

Hvað viltu vinna við í

framtíðinni: Veit ekki

Umsjón: Björn Rúnar Jónsson og Tómas Karl Sigurðarson

24. bls. // Tjarnapóstur 2022


Spjallað við nemendur

Ingibjörg Elín Árnadóttir

Fæðingardagur og ár: 19.09.12

Áhugamál: Púsla

Lag: Ekkert

Tölvuleikur: Fortnite

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Tímasetningar

Uppáhalds kennari: Nanna og Sigga

Uppáhalds Bíómynd: Harry Potter

Hvað viltu vinna við í framtíðinni:

Dýralæknir

Spjallað við nemendur

Karólína Sigurðardóttir

Fæðingardagur og ár: 17.10.12

Áhugamál: Lita

Lag: Watermelon sugar

Tölvuleikur: Farming simulator 22

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Tímasetningar

Uppáhaldskennari Kennari: Sigga

Uppáhald bíómynd: Polar express

Hvað viltu vinna við í framtíðinni:

Kennari

Spjallað við nemendur

Daníel Róbert Magnússon

Fæðingardagur og ár: 14.12.08

Áhugamál: Fótbolti, Jiu Jitsu

Youtuber: Dj cook

Lag: When I grow up

Tölvuleikir: Fifa 22

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Að það mætti vera með

síma

Uppáhaldskennari : Guðrún og

Sigga

Uppáhalds bíómynd: Lord of the

rings

Hvað viltu vinna við í framtíðinni:

Atvinnumaður í fótbolta

Spjallað við nemendur

Elvar Logi Þórisson

Fæðingardagur og ár: 13.03.10

Áhugamál: Fótbolti og

Handbolti

Youtuber: Veit ekki

Lag: The search

Tölvuleikur: Fifa 22

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Meira frí

Uppáhalds kennari: Sigga

Uppáhalds Bíómynd: Hobbit

Hvað viltu vinna við í

framtíðinni: Handboltamaður

Spjallað við nemendur

Grete Alavere

Fæðíngardagur og ár:22.11.06

Áhugamál: Spila minecraft

Youtuber: Pewdiepie

Lag: Hvað sem er eftir Mac Miller

Tölvuleikur: Minecraft

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Ekki úti frímínútur

Uppáhalds kennari: Jónas

Uppáhalds bíómynd: Alvin og

íkornanir 1

Hvað viltu vinna við í framtíðinni:

Ísbúðinni á Akureyri

Spjallað við nemendur

Matthildur Marín Jóhannssdóttir

Fæðingardagur og ár: 01.03.07

Áhugamál: Teikna, tölvuleikir og

tónlist

Youtuber: NerdForge

Lag: Numb Little Bug

Tölvuleikur: Valorant, Minecraft,

Dying light 2

Ef þú mættir breyta einhverju við

skólann: Gólfið

Uppáhalds kennari: Sigga

Uppáhalds bíómynd: San Andreas

með The Rock

Hvað viltu vinna við í framtíðinni:

Lögfræði

25. bls.


Hvað getur tekið við eftir

Stórutjarnaskóla?

Eftir Grete Alavere, Katrínu Ösp Magnúsdóttur og

Arndísi Björk Tryggvadóttur

Hér koma stuttar frásagnir um

framhaldsskólana í kringum okkur.

Menntaskólinn á Akureyri - MA

Menntaskólinn á Akureyri er ein af elstu

menntastofnunum landsins en er mjög

nútímalegur og í stöðugri þróun. MA er með

bekkjakerfi, sem þýðir að nemendum er skipt eftir

bekkjum en ekki áföngum og nemendur eru saman í

bekk öll þrjú árin.

Það er mikið úrval af brautum til dæmis almenn

braut - hraðlína, félagsgreinabraut, heilbrigðisbraut,

kjörnámsbraut, mála- og menningarbraut,

náttúrufræðibraut, raungreinabraut og

sviðslistabraut. Inntökuskilyrði í Menntaskólann

eru þau að nemendur þurfa helst að hafa B eða

hærra í einkunn þegar þau útskrifast úr 10. bekk en

ef nemendurnir eru með C eða C+ verður bara litið

meira á þau.

Þegar rætt var við nokkra nemendur í MA sögðu

þau öll að bæði námið og félagslífið væri fjölbreytt

og skemmtilegt. Skólinn góður og það er tekið

vel á móti nýnemum bæði af kennurunum og

böðlabekknum þeirra. Við hvern bekk á fyrsta ári

er einn bekkur á þriðja ári sem á að taka vel á móti

þeim og hjálpa þeim að venjast skólanum.

Nemendur skólans hafa einnig valkostinn að vera á

heimavist og í mötuneytinu þar.

Verkmenntaskólinn á Akureyri - VMA

Verkmenntaskólinn á Akureyri er framhaldsskóli

sem hefur upp á margt að bjóða. Nám í VMA

getur tekið frá þremur upp í sex ár, en það fer

eftir því hvaða braut nemandinn velur. Mikið

val er um brautir fyrir nemendur sem dæmi má

nefna er íþrótta- og lýðheilsubraut, listnámsog

hönnunarbraut, náttúruvísindabraut, allar

iðnnámsbrautirnar og margar fleiri. Í skólanum er

ekki bekkjakerfi heldur áfangakerfi sem gerir manni

kleift að kynnast mörgu og fjölbreyttu fólki.

Þegar rætt var við nokkra nemendur í VMA um

skólann og félagslífið höfðu flestir bara góða hluti

að segja. Sagt var að félagslífið getur verið rosalega

gott en það getur farið eftir því á hvaða braut

maður fer. Það sögðu flestir að þeir áttu smá erfitt

með félagslífið fyrstu önnina sem er mjög algengt í

svona stórum skóla. En voru sammála um að maður

kynntist mjög mörgum og fjölbreyttum krökkum

vegna þess að það er áfangakerfi.

Nemendur fá góðan stuðning frá kennurum

og hafa einnig aðgang að hjúkrunarfræðingi,

skólanámsráðgjafa og sálfræðing. Nemendur skólans

hafa einnig valkostinn að vera á heimavist.

26. bls. // Tjarnapóstur 2022


Framhaldsskólinn á Laugum - FL

Laugaskóli var stofnaður árið 1925 undir nafninu

Alþýðuskóli Þingeyinga en árið 1988 var

nafninu breytt í Framhaldsskólinn á Laugum. Það

er hægt að velja um fimm námsbrautir: almenna

braut, félagsvísindabraut, náttúrufræðibraut,

íþróttabraut og kjörsviðsbraut. Kjörsviðsbraut

virkar þannig að það er lögð áhersla á eitt ákveðið

sérsvið í samstarfi við aðra skóla. Ef einhver vill til

dæmis læra húsasmíði er hægt að taka grunninn

í FL og fara svo í verklegt nám í öðrum skóla. Á

stundaskrá eru svokallaðir hóptímar, fagtímar

og námstímar. Í fagtímum mæta nemendur í

skólastofur og farið er í hefðbundna tíma eins

og íslensku og stærðfræði. Í hóptímum eru allir

nemendur við vinnuborð og það er standandi

fundur og þá ákveða nemendur hvað er gert í þeim

tímum. Í námstímum er svipuð uppsetning og á

hóptímum nema þá eru færri nemendur og enginn

standandi fundur. Nemendur hafa aðgang að

námsráðgjafa.

Nemendur við Framhaldsskólann á Laugum

geta búið á heimavist. Það eru þrjú hús notuð

sem heimavistir, Tröllasteinn, Álfasteinn og Fjall.

Húsbændur eru á vakt á hverju kvöldi og koma

nemendum til aðstoðar ef eitthvað kemur upp á. Í

gamla skóla er mötuneyti þar sem hægt er að fá allt

að fimm máltíðir á dag.

Þegar rætt var við nemendur í Framhaldsskólanum

á Laugum kom fram að félagslífið væri mjög

gott og nemendur ánægðir með skólann.

Það eru skipulagðir viðburðir í félagslífinu

eins og Tónkvíslin, sem er söngkeppni

FL, Laugardraumurinn, menningarferðir

og vistarkeppnir. Einnig kom fram að það

gilda ákveðnar reglur, bæði í skólanum og á

heimavistinni og fyrsta reglan sem nemendur og

íbúar á vistinni læra yfirleitt er að það á ekki að

ljúga að heimavistarstjóranum.

27. bls.


Marika Alavere

Eftir Grete Alavere

Deildarstjóri tónlistardeildarinnar og annar tónlistarkennari

skólans, Marika Alavere, fæddist í smábæ í

Eistlandi þann 28. febrúar 1975. Hún bjó í Eistlandi í tæp

24 ár sem henni fannst alveg ágætt. Hún minntist á það

að henni finnst fólkið vera glaðlegra og vingjarnlegra hér

á landi. Hún útskýrði einnig að þegar maður labbar um

í Eistlandi finnst manni fólkið vera frekar þungbúið og

alvarlegra miðað við Ísland.

Henni fannst það vera skemmtileg og spennandi upplifun

að flytja til Íslands. Maðurinn hennar, Jaan Alavere, kom

til Íslands í september 1998 svo hún segist hafa bara fylgt

honum. Fyrst ætluðu þau bara að búa hér í ár, en eftir ár

sögðu þau það nákvæmlega sama, og nú er hún enn hér 23

árum síðar. Núna finnst henni það svo æðislegt að búa hér.

Mariku líkar við flest sem Ísland hefur uppá að bjóða en

minntist sérstaklega á veðurlagið. Í lok janúar 2023 mun

hún hafa búið jafn lengi á Íslandi og Eistlandi.

Marika vann í leikhúsinu Vanemuine sem fiðluleikari í

sinfóníuhljómsveit þegar hún var yngri. Hún sagði að það

hafi verið draumur hennar lengi að fá að vinna í leikhúsi.

Hún byrjaði þar árið 1992 og vann þangað til að hún kom

til Íslands þann 12. febrúar 1999.

Marika hefur æft á hljóðfæri síðan hún var aðeins 6

ára gömul. Hún hefur æft á fiðlu, píanó, blokkflautu

og æfði einnig á harmonikku hjá föður sínum sem var

harmonikkukennari en hann var fljótur að viðurkenna að

hann hafði aldrei verið með eins latan nemanda og hana.

Marika í sólskinsskapi

Hún fór í tónlistarframhaldsskólann H.Elleri nim. Tartu

Muusikakool frá aldrinum 15 til 19 ára og fór síðan í

tónlistarháskólann Eesti Muusika- ja Teatriakadeemia í

Tallinn sem henni fannst ágætt og fræðandi. Skólinn var

mjög krefjandi og öðruvísi en skólinn hér. Maður þurfti að

læra um allskonar hluti sem tengjast tónlist sem við lærum

ekki hér í Stórutjarnaskóla t.d. tónlistarsögu, tónheyrn og

tónfræði.

Þegar spurt var hvað hefur breyst við tónlistarnámið hér

í skóla síðan hún byrjaði að kenna um haustið 2000 sagði

hún að það væri heilmargt. Fyrst byrjuðu þau (hún og

maðurinn hennar) bara að kenna eins og þeim var kennt

í Eistlandi, aðaláhersla á einstaklingskennslu í klassískri

tónlist, eða eins og Marika segir, tónlist eftir löngu dauða

karla. Einnig var lögð mikil áhersla á próf. En nú er miklu

meira um samspil og dægurlög, svo það er skemmtilegra

fyrir krakkana líka, og nemendur fá velja hvort þau vilja

taka próf í tónlistarnámi eða ekki.

Hún veit ekki mikið um það hvernig tónlistarlífið í

Eistlandi er núna, en á hennar tíma var lagt rosalega mikið

álag á æfingar og henni finnst vera meiri metnaður þar.

Jaan og Marika Nemendatónleikar skólaárið 2003-2004

28. bls. // Tjarnapóstur 2022


Leikskólinn Tjarnaskjól

Leikskólinn er orðinn órjúfanlegur hluti af

Stórutjarnaskóla og starfinu þar. Fyrir okkur

elstu nemendum skólans er ekkert eðlilegra en að

hjálpa leikskólakennurum ef þeir biðja um aðstoð og

að leikskólanemendurnir taki þátt í frímínútum og

helstu viðburðum innan skólans. Til að fræðast um

sögu hans settum við okkur í samband við Torfhildi

G. Sigurðardóttur eða Tollu eins og við þekkjum

hana, en hún var deildarstjóri leikskólans í 20 ár og

Margréti Bjarnadóttur, formann fræðslunefndar

Þingeyjarsveitar en hún var jafnframt ein af þeim sem

kom að stofnun leikskólans upphaflega.

Leikskólinn var stofnaður haustið 1991 og hefur

starfað óslitið síðan. Fyrir þann tíma var búið að gera

tilraun til að reka leikskóla sem gekk ekki upp og

kennarar skólans höfðu líka tekið sig saman og réðu

konur til að passa börnin sín. En haustið 1991 var

leikskólinn formlega stofnaður og rekinn af Hálshreppi

og Ljósavatnshreppi. Leikskólinn þjónaði íbúum af

skólasvæðinu innan þessara hreppa. Leikskólinn fékk

húsnæði á neðri heimavistargangi skólans en starfaði

samt sem sjálfstæð stofnun.

Til að byrja með var opnunartíminn stuttur, bara brot

úr degi og ekki alla daga vikunnar. Frá því að hann

var stofnaður hefur opnunartíminn smá saman lengst

og núna er hann er opinn frá 08:00 – 15:30. Einnig

hefur leikskólinn verið opinn á sumrin síðustu ár og

leikskólinn er með fimm vikna sumarfrí núna en lengi

vel var hann með sama sumarfrí og grunnskólinn.

Uppúr 2000 var ákveðið að sameina leikskólann og

grunnskólann, að gera leikskólann að deild innan

Stórutjarnaskóla. Það hafði aldrei verið gert á Íslandi

áður en hugsunin á bakvið það var að nemendur

leikskólans gætu þá nýtt alla þá aðstöðu sem er í

boði í Stórutjarnaskóla til dæmis sérgreinakennara

og skólamötuneytið. Einnig að geta blandað leikog

grunnskólanemendum saman í starfi. Á þessum

tíma eða árið 2001 tók Torfhildur G. Sigurðardóttir

við deildarstjórn leikskólans. Þá var líka reynt að

nýta skólabílana fyrir leikskólabörnin en það hefur

frá þessum tíma gefist vel og hefur reynst foreldrum

þægilegt, sérstaklega fyrir þá sem eiga um langan veg

að fara.

Leikskólinn hefur lengst af verið á neðri heimavistarganginum

en á tímabilum hefur hann einnig

verið í kennaraíbúð á sömu hæð. Núna geta börn

byrjað í leikskólanum þegar þau hafa náð 1 árs aldri

en áður fyrr voru þau mun eldri þar sem þörfin fyrir

leikskólaplássi var öðruvísi.

Í dag er leikskólinn með aðstöðu á neðri heimavistarganginum,

það eru átta nemendur í leikskólanum og

Hanna Berglind Jónsdóttir hefur verið deildarstjóri

frá því að Tolla hætti árið 2021.

29. bls.


Viðtöl við skólastjóra

Nemendur 4. og 5. bekkjar tóku viðtöl við flesta þá einstaklinga sem hafa sinnt skólastjóraembættinu hér við

skólann fyrir afmælishátíðina og fengum við leyfi frá þeim til að birta viðtölin í skólablaðinu.

Sverrir Thorstensen, skólastjóri frá 1980 – 1990 og

1991 – 1992

1) Hvað varst þú skólastjóri lengi í

Stórutjarnaskóla?

Ég var skólastjóri hérna í 12 ár.

2) Hvernig fannst þér að vera skólastjóri í

Stórutjarnaskóla?

Ágætt.

3) Hvernig voru árshátíðarnar þegar þú varst

skólastjóri?

Rétt fyrir páskafrí.

4) Hvernig voru öskudagar þegar þú varst

skólastjóri?

Það var ekkert sérstakt gert á öskudaginn hér áður fyrr.

5) Hvernig voru sprengidagar þegar þú varst

skólastjóri?

Það var saltkjöt og baunir í matinn.

6) Hvernig leit skólinn út þegar þú varst

skólastjóri?

Það var allt komið.

Sverrir Thorstensen á 40 ára afmæli skólans

7) Hver var kokkur þegar þú varst skólastjóri?

Sigrún frá Lækjarmóti og Ómar.

Steinþór Þráinsson, skólastjóri frá 1990 – 1991

1) Hvernig fannst þér að vera skólastjóri í

Stórutjarnaskóla?

Mér fannst það skemmtilegt, fjölbreytt, lærdómsríkt

og gefandi. Þá var enn rekin heimavist í skólanum að

hluta, en flestum nemendum þó ekið daglega til og frá

skóla. Það var gaman að hafa nemendur á heimavist

(Bárðdælinga), en líka lærdómsríkt að kynnast kostum

og göllum skólaakstursins við misgóðar samgöngur og

skólabílstjórarnir litríkur og skemmtilegur hópur traustra

manna. Nemendun hafði fækkað mjög frá fyrstu árum

skólans sem sannarlega var ekki skemmtilegt, en í staðinn

höfðum við mikið rými og gott pláss til kennslu og annars

skólastarfs. Tengslin milli skólans og íbúa sveitanna í

kring voru mikil, enda skólahúsnæðið talsvert notað til

samkomuhalds sveitarbúa, funda og félagsstarfs. Það

þótti mér mikill kostur og til góðs bæði fyrir skólann og

samfélagið allt trúi ég.

2) Hvað varst þú skólastjóri lengi?

Aðeins eitt ár. Ég leysti þáverandi skólastjóra, Sverri

Thorstensen, af, en hann fór í orlof til framhaldsnáms

skólaárið 1990 - 1991.

3) Hvernig voru árshátíðarnar þegar þú varst skólastjóri?

Nú man ég það ekki vel, en minnir að 1. - 3. bekkur hafi

verið saman með skemmtiatriði, 4. - 6. bekkur og 7. - 10.

bekkur; kaffiveisla og ball um kvöldið. En kannski er ég

bara að ímynda mér þetta!

4) Hvernig voru öskudagar þegar þú varst skólastjóri?

Ég minnist þess ekki að öskudagur hafi verið frábrugðinn

öðrum óbreyttum skóladögum.

5) Hvernig voru sprengidagar þegar þú varst skólastjóri?

Mig minnir að sprengidagur hafi verið óbreyttur skóladagur

að öðru leyti en því að í hádegismat í mötuneytinu var

auðvitað saltkjöt og baunir sem við Tolli (Þórhallur

Bragasona kennari) gerðum góð skil, enda miklir matmenn

báðir.

6) Hvernig leit skólinn út þegar þú varst skólastjóri?

Skólahúsið var í nokkuð óbreyttri mynd frá því skólinn

var byggður (1968 - 1971); heimavistin og mötuneytið

óbreytt, íbúðir kennara, kennarastofan og skólastofurnar,

íþróttasalurinn og sundlaugin. Verið var að undirbúa

byggingu "hótelálmunnar" árið mitt í Stórutjarnaskóla

(1990 - 1991).

7) Hver var kokkurinn þegar þú varst skólastjóri?

Skólaárið 1990 - 1991 var ekki kokkur í Stórutjarnaskóla,

en matráðskonan var Sigrún Garðarsdóttir á Lækjamóti og

henni til aðstoðar Álfhildur Jónsdóttir í Víðifelli (og mig

minnir einnig Guðrún Gunnarsdóttir á Kambsstöðum).

Fjárhaldsmaður skólans var Egill Gústafsson í Rauðafelli

í Bárðardal, sem sá um bókhald fyrir mötuneytið,

skólaaksturinn, rekstur skólahúsanna og viðhald o.s.frv..

Að lokum sendi ég mínar bestu afmæliskveðjur til skólans

ykkar, Stórutjarnaskóla, nemenda, kennara og annars

starfsfólks fyrr og síðar.

30. bls. // Tjarnapóstur 2022


Svanfríður Birgisdóttir, skólastjóri frá 1992 – 1994

1) Hvernig fannst þér að vera skólastjóri í

Stórutjarnaskóla?

Mér fannst mjög gaman að vera skólastjóri. Það var

svo gaman að ég ákvað að flytja til Svíþjóðar með alla

fjölskylduna til að fara í stjórnunarnám við háskólann

í Örebro. Ég er búin að vera skólastjóri í 18 ár. Í dag er

ég skólastjóri í stærsta skólanum í Örebro sem heitir

KOMVUX. Þar mennta sig 7000 nemendur á hverju ári

och allir eru fullorðnir. Það er mjög ólíkt því sem var á

Stórutjörnum. Hér eru 56 tungumál töluð á hverjum degi

fyrir utan sænsku og nemendurnir eru frá öllum heiminum.

Stundum eru nemendur frá Íslandi og þá verða þeir mjög

hissa en glaðir þegar þeir sjá að hér er íslenskur skólastjóri

frá Stórutjörnum!

2) Hvað varst þú skólastjóri lengi?

Ég var skólastjóri á Stórutjörnum frá 1991 til 1994. Fyrstu

2 árin í Svíþjóð var ég í launalausu leyfi minnir mig en svo

sagði ég upp stöðunni sem skólastjóri þegar við sáum að við

vorum ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð. Bráðum erum

við búin að vera í Svíþjóð í 28 ár.

3) Hvernig voru árshátíðarnar þegar þú varst skólastjóri?

Árshátíðirnar voru stórar man ég og mikið í þær lagt. Það

tók langan tíma að æfa og gera atriðin vegleg og vel gerð.

Foreldrar og fjölskyldur nemendanna voru að sjálfsögðu

boðin og það var veislumatur í matsalnum. Ég man eftir

söngleikjum, leikritum, kór og hljómsveit.

4) Hvernig voru öskudagar þegar þú varst skólastjóri?

Að einhverri ástæðu man ég lítið eftir öskudögunum annað

en að við hengdum poka á bakið á hvert öðru. Man ekki

eftir að við værum í búningum eða svoleiðis.

5) Hvernig voru sprengidagar þegar þú varst skólastjóri?

Að sjálfsögðu var saltkjöt og baunir í matinn í hádeginu.

6) Hvernig leit skólinn út þegar þú varst skólastjóri?

Skólinn var alltaf glæsilegur bæði að utan sem innan og

vel við haldið. Það voru rauðbrúnleit filtteppi á öllum

gólfum. Teppin voru úr mjög snörpu efni svo að allir

sokkar eyddust upp ef maður var ekki í inniskóm. Þar sem

ekki var teppi voru mattar leirflísar í appelsínugulum tón

(einkennandi fyrir sjöunda áratuginn og pínu ”danskar”).

Það var þó mýkra teppi uppi á bókasafninu, á ”sviðinu”

og í setustofunni. Mig minnir að það hafi verið grænt.

Hringstigarnir voru appelsínugulir úr járni og ég get

ennþá heyrt hljóðið í þeim þegar gengið og hlaupið var

í þeim. Annars voru litirnir eplagrænn, appelsínugulur/

sinnepsgulur, dumbungsblár og grár gegnumgangandi í

öllum skólanum – litirnir og allt formið enduspeglaði mjög

vel sjöunda áratuginn þegar skólinn var byggður.

7) Hver var kokkurinn þegar þú varst skólastjóri?

Það var hún Sigrún í Lækjarmóti, Garðarsdóttir. Hún gerði

alltaf góðan mat og kleinurnar hennar geri ég enn þann dag

í dag - hún hafði sko rjóma í þeim!

31. bls.


Ólafur Arngrímsson, skólastjóri frá 1994 – 2021

1) Hvernig fannst þér að vera skólastjóri í

Stórutjarnaskóla?

Mér fannst gott og gaman að vera skólastjóri

Stórutjarnaskóla og mér fannst mjög vænt um starfið.

2) Hvað varst þú skólastjóri lengi?

Ég var skólastjóri Stórutjarnaskóla í 27 ár en alls var ég

skólastjóri í 38 ár.

3) Hvernig voru árshátíðarnar þegar þú varst

skólastjóri?

Árshátíðirnar voru mjög skemmtilegar og

undirbúningstími þeirra mjög skemmtilegur og

lærdómsríkur fyrir nemendur. Yfirleitt voru sýnd leikrit,

sum eftir Jónas kennara en önnur eftir hina og þessa

en oftast einhver þekkt leikrit sem oftast voru sýndir

einhverjir partar úr. Eftir að þau Jaan og Marika komu

að skólanum lögðum við alltaf ríka áherslu á að það

væri mikil tónlist í sýningum á árshátíðinni, bæði sungu

nemendur en svo spiluðu þeir líka á hljóðfærin sem þeir

voru að læra á í tónlistardeildinni. Við lögðum alltaf

mikla áherslu á að allir nemendur skólans kæmu fram

á árshátíð. Reyndar voru nemendur líka þjálfaðir í að

koma opinberlega fram á menningarstundunum sem

við reyndum að hafa einu sinni í mánuði. - Það var

alltaf lögð mikil vinna í að undirbúa árshátíðirnar og

önnur kennsla var mikið til lögð til hliðar á meðan. Ég

held að nemendum hafi flestum þótt gaman að stússast í

undirbúningi árshátíðar og lang flestir voru líka farnir að

hafa gaman af að koma fram.

4) Hvernig voru öskudagar þegar þú varst

skólastjóri?

Öskudagarnir hafa lengi verið með sama móti og þeir

eru nú. Yngri nemendur hafa öskudagsprógramm eftir

hádegi á öskudag, slá köttinn úr tunnunni og fara í ýmsa

leiki og fá svo nammi. Eldri nemendur hafa hins vegar

haft sína öskudagsdagskrá kvöldið eftir, á fimmtudegi á

félagsmálakvöldi og það hefur í raun verið með sama sniði

og hjá yngri nemendum, þ.e. sleginn köttur úr tunnu og

farið í leiki.

5) Hvernig voru sprengidagar þegar þú varst

skólastjóri?

Sprengidagarnir voru bara einfaldir, saltkjöt og baunir í

matinn en annað ekki gert í tilefni dagsins.

6) Hvernig leit skólinn út þegar þú varst

skólastjóri?

Skólinn hefur alltaf litið eins út að utan, alltaf hafðir

sömu litirnir á honum. - Að innan urðu þær breytingar

í minni tíð að það var útbúin vinnuaðstaða fyrir

kennara á ganginum á móti kennarastofunni, það

var skipt um gólfteppi á öllum skólanum og skipt um

gólfefni í íþróttasalnum, það var skipt um skilrúmin

í kennslustofunum, bókasafnið var fært upp á efri

ganginn þar sem áður var lítil íbúð og fjögur herbergi

ætluð starfsmönnum. Smíðastofan var líka gerð upp

og leikvöllur skólans var byggður. Þreksalur var settur

þar sem bókasafnið var áður. Skólaeldhúsið var tekið

í gegn og skipt um gólfefni á matsalnum og allar

starfsmannaíbúðirnar voru teknar í gegn og lagfærðar.

Þetta er nú svona það helsta sem breyttist meðan ég var

skólastjóri.

7) Hver var kokkurinn þegar þú varst skólastjóri?

Það voru fimm kokkar þau 27 ár sem ég var skólastjóri.

Fyrst var Marína Sigurgeirsdóttir, síðan Gunnar Smári

Björgvinsson, svo Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, þá

Aðalheiður Kjartansdóttir og loks hann Sardar sem enn er

kokkur í skólanum.

32. bls. // Tjarnapóstur 2022


Birna Davíðsdóttir, skólastjóri frá 2021

1) Hvernig finnst þér að vera skólastjóri í

Stórutjarnaskóla?

Skemmtilegt en mjög krefjandi a.m.k. svona fyrsta árið.

2) Hvernig sérðu skólann fyrir þér eftir 5-10 ár?

Ég held að Stórutjarnaskóli verði ennþá flottari skóli eftir

5-10 ár. Þá verða fleiri nemendur í skólanum og meira af

frábærum þemaverkefnum þar sem allir, bæði nemendur

og kennarar eru með verkefni við sitt hæfi.

3) Hvernig eru árshátíðarnar núna í skólanum?

Við höfum bara haldið eina árshátíð síðan ég tók við sem

skólastjóri. Hún var hefðbundin nema af því leiti að hún

var haldin að hausti en ekki í mars eins og venja var.

4) Hvernig eru öskudagar núna í skólanum?

Öskudagurinn er líka hefðbundinn, búningar, kötturinn

sleginn úr tunnunni, leikir og marsering. Eldri nemendur

halda svo sína öskudagsskemmtun á fimmtudagskvöldi á

félagsmálakvöldi.

5) Hvernig eru sprengidagar núna í skólanum?

Saltkjöt og baunasúpa og allir borða á sig gat.

6) Hvernig lítur skólinn út núna?

Aclltaf jafn flottur.

7) Hver var kokkurinn þegar þú varst skólastjóri?

Sardar Davoody er og verður vonandi áfram, hann er

flottur kokkur

33. bls.


Spjallað við kennara

Eftir Arndísi Björk Tryggvadóttur

Hanna Berglind Jónsdóttir

Fæðingarár og dagur: 25. 06. 1972

Uppáhalds...

Hljómsveit/lag: One með U2

Bókin þín: Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur.

Sjónvarpsþættir: Bridgerton.

Hvernig viltu hafa kaffið þitt: Ósætt með mjólk.

Áhugamál: Útivist og spila.

Af hverju ertu kennari: Mér finnst það áhugavert og mér finnst gaman að fylgjast með börnum þroskast

og læra.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að kenna: Er með vinum, fjölskyldunni og bræðra börnunum mínu.

Í hvaða grunnskóla og framhaldsskóla varst þú í: Ég var í Hjalteyrarskóla, Þelamerkurskóla,

Árskógsskóla og útskrifaðist úr Dalvíkurskóla og fór í Verkmenntaskólann.

Skemmtileg staðreynd um þig: Ég hef farið í fallhlífarstökk.

Jónas Reynir Helgason

Fæðingarár og dagur: 04. 08. 1961

Uppáhalds...

Hljómsveit/lag: Bítlarnir.

Bók: Bankabókin hans Jóakims Aðalandar.

Sjónvarpsþættir: Ég horfi ekki á sjónvarp.

Hvernig viltu hafa kaffið þitt: Sterkt.

Áhugamál: Ljósmyndun.

Af hverju ertu kennari: Góð spurning.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að kenna: Ég les.

Í hvaða grunnskóla og framhaldsskóla varst þú í: Grunnskóla Húsavíkur, Menntaskólanum á Akureyri

og Tækniskólanum.

Skemmtileg staðreynd um þig: Ég er heljarmenni.

Birna Kristín Friðriksdóttir

Fæðingarár og dagur: 08. 03. 1969

Uppáhalds...

Hljómsveit/lag: I still haven't found what I'm looking for með U2.

Bókin þín: Pelastikk eftir Guðlaug Arason.

Sjónvarpsþættir: Downtown Abbey.

Hvernig viltu hafa kaffið þitt: Með rjóma.

Áhugamál: Hönnun, stærðfræði, útivist og sjónvarpsgláp.

Af hverju ertu kennari: Til að láta gott að mér leiða.

Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að kenna: Háskólanám, elda mat, göngutúr, borða með skemmtilegu

fólki.

Í hvaða grunnskóla og framhaldsskóla varst þú í: Stórutjarnaskóla og MA

Skemmtileg staðreynd um þig: Ég kann að flá kanínu.

34. bls. // Tjarnapóstur 2022


Ýmsar myndir frá skólaárinu 2021-2022

35. bls.


36. bls. // Tjarnapóstur 2022

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!