18.05.2022 Views

Tjarnapóstur 2022

Skólablað Stórutjarnaskóla

Skólablað Stórutjarnaskóla

SHOW MORE
SHOW LESS
  • No tags were found...

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

6. MAÍ 2022

Klukkan er 8:38. Strákarnir eru myndarlegir eins

og alltaf og stelpurnar geta ekki beðið eftir að

útskrifast, það eru 25 dagar í það og þær telja niður.

Það eru allir þreyttir, allir vilja fara heim. Eigum við

að byrja á miðjunni? Miðjan er alltaf í byrjuninni.

Grete er líka miðjubarn, nei hún er yngsta barn. Það

er best, yngsta barn er uppáhalds. Er Björn ekki yngsta

barn? Ég er yngsta barn. Nei bíddu ertu að skrifa allt

sem við segjum? Hvað ertu að tala um? Hættið að

tala stelpur! Hvað getum við sagt? Tómas talar bara

um motorcross. Nei ég geri það ekki. Tómas þú talar

ekki um neitt annað. Arndís talar ekki það mikið, Kata

getur ekki hætt að tala, Grete er dauð og við vitum

ekkert hvar Matthildur er. Björn vill alltaf fara heim

um leið og hann kemur. Eruði samt að taka eftir því

að þetta er í fyrsta skipti í svona þrjá mánuði sem ég

kem ekki seint? Er það samt? Snowcross og... hún er

að skrifa það sem við erum að segja. Ó. Hvað getum

við sagt um Siggu? Hún er ólétt eins og alltaf. Það er

eins og það er. Sigga er búin að vera ólétt í svona þrjú

ár samtals. Eftir þrjú ár verð ég þremur árum eldri. Við

erum alveg að fara til Færeyja. Við erum að reyna að

sannfæra Siggu um að segja okkur kynið á barninu en

hún veit það ekki. Þetta er svolítið gott sko. Strákar

hvar eruð þið? Dögg og Matthildur eru komnar. Dögg

er eina jákvæða manneskjan hérna inni, en hún fær

líka borgað fyrir það. Sigga er löngu hætt að vera

jákvæð, við skömmum hana alltaf. Stelpurnar þræta.

Sigga reynir að ná strákunum af gólfinu. Við þrætum

bara í gríni. Nei. Þetta er gott. Þetta er pínu crazy. Er

búið að segja eitthvað um Kötu? Mér finnst þú ættir

að nefna það að ég er hærri en Tómas. Ég er hærri

en Tómas. Nei þú ert svo mikið lægri en ég að það er

vandræðalegt. Má ég fara heim. Það má ekkert lengur.

Hvenær fáum við köku? Köku? Nei í alvöru hvenær

fáum við köku?

Ritstjórn Tjarnapósts vor 2022

Blaðið er loksins tilbúið eftir margar tilraunir en alltaf

þegar við héldum að við værum búin þá þurfti Sigga

að bæta einhverju við.

Gjörið svo vel!

4. bls. // Tjarnapóstur 2022

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!