Fjarðarfréttir 6. júlí 2023
Fjarðarfréttir 6. júlí 2023 8. tbl. 21. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður
Fjarðarfréttir 6. júlí 2023
8. tbl. 21. árg.
Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður
Create successful ePaper yourself
Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.
www.fjardarposturinn.is
Finndu okkur á
Fimmtudagur 6. júlí 2023 | 8. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði
www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
S U M A R
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
S U M A R
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
S U M A R
ÚTSALA
FJORDUR.IS FJORDUR FJORDUR.IS
BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI
HRAUNHAMAR.IS
SÍMI: 520-7500
FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983
www.errea.is
Tekjur Hafnfirðinga
706 þúsund
kr. meðaltekjur
Meðaltekjur Hafnfirðinga
2022 hækkuðu um 10,8% frá
árinu á undan og námu 706 þ. kr.
á mánuði á meðan ráðstöfunartekjur
voru 519 þús. kr.
Miðgildi heildartekna var hins
vegar 593 þús. kr. sem þýðir jafn
margir voru með hærri eða lægri
tekjur en það.
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar
þar byggir á tekjum
21.079 Hafnfirðinga.
NÆSTA BLAÐ
fimmtudaginn
24. ágúst
Skilafrestur augl.: 21. ágúst
www.fjardarfrettir.is
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason
Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613
fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing:
Póstdreifing
ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866
www.fjardarfrettir.is
www.facebook.com/fjardarfrettir.is
Hönnunarhúsið ehf.,
Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
leiðarinn
„Skýr framtíðarsýn
sem unnin er í víðtæku
samráði..“,
„víðtæku samráði við
íbúa, starfsfólk bæjarins,
atvinnulíf og
aðra..“ og „Ráðið er
samráð bæjarbúa“ er allt setningar
sem finna má á vef Hafnarfjarðarkaupstaðar
og lofar svo sannarlega góðu.
En hvað býr á bakvið þessi orð?
Eru þau byggð á staðreyndum eða eru
þau bara notuð til að láta hlutina líta
betur út? Finnst bæjarbúum að þeir
séu hafðir með í ráðum?
Þessu þurfa bæjarbúar að svara
hver fyrir sig.
Nýlega var gefin út metnaðarfull
hjólastefna fyrir Hafnarfjörð 2023-
2029. Pólitískur starfshópur var
skipaður í ágúst 2022 og var stefnan
samþykkt í bæjarstjórn 14. júní sl. án
nokkurs samráðs við íbúa eða
kynningar. Kannski hafa stjórnmálamenn
ekki meiri trú á bæjarbúum
en svo að þeir telji ekkert gáfulegt geti
komið frá þeim. Einhvern tímann var
fullyrt að búið væri að finna allt upp
sem hægt væri að finna upp! Svo taldi
arkitektastofa að engin ástæða væri
að halda samkeppni um skipulag
miðbæjarins, það kæmi örugglega
ekkert nýtt út úr því.
En samráðið var ekkert. Má ekki
gera betur að upplýsa bæjarbúa á fyrri
stigum mála? Í bænum búa notendur
og alls konar sérfræðingar og gætu
alveg átt það til að skjóta að góðri
ábendingu á fyrri stigum máls.
Guðni Gíslason ritstjóri.
Krani í
miðbænum
Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján
Farver hefur opnað glæsilega
málningarvöruverslun
Formleg opnun á nýju og glæsilegri
verslun Farver á Flatahrauni 23, sem
þau hjónin Stefán Örn Kristjánsson
málarameistari og Elva Björk
Kristjánsdóttir reka, var fimmtudaginn
22. júní og var vel tekið á móti gestum.
Hjá Farver starfa málarameistarar
með áratuga reynslu og þekkingu og
segir Stefán Örn að sérstaða fyrirtækisins
sé að veita úrvals þjónustu við sína
viðskiptavini hvort sem er í verslun eða
á verkstað. Hægt sé að fá vörurnar
heimsendar og geti málarameistari
komið og gefið ráðgjöf um efni og
meðhöndlun vörunnar.
Segir hann að Farver bjóði upp á
vandaðar og umhverfisvænar vörur
sem nú þegar hafi fengið að reyna sig
hjá málarameisturum fyrirtækisins með
góðum árangri.
Stærsti hluti af vöruúrvalinu kemur
frá danska fjölskyldufyrirtækinu Beck
& Jorgensen sem hefur starfað frá árinu
1892 við góðan orðstír. Fyrirtækið er
þekkt á Norðurlöndum fyrir vandaðar
vörur og góða þjónustu og leggur það
mikinn metnað í sína framleiðslu í
gegnum vöruþróun og gæðaeftirlit.
Fyrirtækið er leiðandi aðili á dönskum
málningarmarkaði í umhverfisvænum
Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján
Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján
Stefán Örn Kristjánsson og Elva Björk Kristjánsdóttir.
og heilsuvottuðum vörum og fengu
sína fyrstu umhverfisvottun árið 1938. Í
dag eru allar vörurnar frá Beck &
Jorgensen umhverfisvottaðar og var
fyrirtækið til að mynda fyrsta danska
málningarfyrirtækið til að hljóta
Blómið sem er opinbert merki
Evrópusambandsins og gefur það
neytendum færi á að kaupa visthæfar
vörur. Öll vörulína Beck & Jorgensen
er framleidd í Danmörku en fyrirtækið
er með vandaða samstarfsaðila á
Norðurlöndum og í Þýskalandi sem
framleiða hágæðavörur. Meðal annars
frá Caparol og handgerða pensla frá
Guldberg. Vörur frá þessum aðilum
ásamt fleirum góðum aðilum eru
fáanlegar hjá Farver.
Fjölmennt var við opnun nýju verslunarinnar að Flatahrauni 23.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Stór byggingarkrani er risinn við Fjörð
og vinna við uppsteypu á 9.000 m²
stækkun Fjarðar að hefjast sem reiknað
er með að kosti um 6 milljarða kr.
FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
www.fjardarfrettir.is 3
Allt fyrir
helgina!
Tilboð gilda 6.–9. júlí
Taupokar
og spil til
styrktar
Ljósinu
í júlí.
Miðvangur
Opið 10–21
Selhella
Opið 9–21
Apptilboð - afsláttur í formi inneignar
Betra
verð
með
appinu!
Tilboð gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is • Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
HLUTASTARF
Húsfélag í Hafnarfirði óskar eftir að ráða manneskju
í hlutastarf til að annast umsjón með og ræstingar
í fjölbýlishúsi fyrir eldri íbúa
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jóhanna
Eiríksdóttir
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is • Auðbrekku 1, Kópavogi
Meðal verkefna má nefna:
• Umsjón með sameiginlegu rými
• Ræstingar á sameign, að mestu teppalagðir gangar
• Vinna við tilfallandi verkefni sem tengjast notkun og umgengni í húsinu
• Umhirða lóðar yfir sumartímann, ef um semst
• Umhirða stétta utan húss
Nánari upplýsingar gefur:
Elfa Sif Jónsdóttir, formaður hússtjórnar í síma 696-0223 og
elfasif@gmail.com
Umsóknir skulu sendar á netfang formanns fyrir 15. júlí
Hjólastefna fyrir Hafnarfjörð samþykkt
Jón Ingi
Hákonarson
Lilja G.
Karlsdóttir
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti
einróma á fundi sínum þann 7. júní
hjóla stefnu fyrir Hafnarfjörð. Það var að
frumkvæði Viðreisnar að þessi vinna fór
af stað nú í haust og í höfum við nú í
fyrsta sinn heildstæða stefnu í þessum
málaflokki fyrir næstu fimm árin
EN AF HVERJU ER
HJÓLASTEFNA MIKILVÆG?
Hún er mikilvæg vegna þess að með
heildstæðri stefnu verð ur þessi ferðamáti
ekki afgangsstærð þegar kemur að
skipulagi nýrra sem gróinna hverfa. Með
þessu eru bæjaryfirvöld þannig að gefa
hjólreiðum meiri sess þegar kemur að
skipulagsmálum. Hjólastefna er jafnframt
fyrsti vísir að samgöngustefnu
fyr ir bæinn sem hefur sárlega vantað
síðustu ár. Þegar bæjarfélög hafa enga
samgöngustefnu er erfitt fyrir bæjarbúa
að fylgjast með því hvernig fjármagni er
veitt í mismunandi samgönguframkvæmd
ir. Það er því hluti af ábyrgum
rekstri að hafa áætlanir eins og hjólaáætlun
því einungis þannig geta bæjarbúar
séð hvernig gengur í hinum ólíku
málum og málaflokkum. Við í Viðreisn
stöndum fyrir opnum gagnsæjum ferlum
þegar farið er með almannafé. Það er
hornsteinn almannahagsmuna og lýðræðis.
Hjólastefnan er jafnframt liður í því að
bæta aðstöðu til hjólreiða og gera bæjarbúum
þannig kleift að nýta sér hjól í
meiri mæli til daglegra athafna. Aukning
hjólreiða í bænum er ekki síður lýðheilsu-
og lífsgæðamál. Hvað er betra en
að njóta bæjarins og náttúrunnar hér í
kring á reiðhjóli?
Eitt af hlutverkum sveitarfélaga í
loftslagsmálum er auka og hvetja til vistvænni
ferðamáta eins og göngu og
hjólreiðum. Hafnarfjörður gerir það best
með því að bæta aðstöðu til hjólreiða og
gera fólki kleift að stunda heilbrigðan og
vistvænan lífsstíl.
Hjólastefna er samt bara ein hliðin á
peningnum, eftirfylgni stefnunnar er hin
hliðin og nú verður áhugavert að sjá
hvort að núverandi meirihluti láti verkin
tala eða hvort stefnan muni safna ryki
ofan í skúffu. Við í Viðreisn hvetjum
bæjarbúa til að þrýsta á bæjaryfirvöld að
gera stefnuna að veruleika.
Það er gott að búa í Hafnarfirði og með
bættum hjólasamgöngum verður hér enn
betra að búa.
Jón Ingi er oddviti Viðreisnar í
bæjarstjórn. Lilja er varafulltrúi
Viðreisnar í skipulags og
byggingarráði.
Virðingarleysi
Lítil virðing borin fyrir rétti og öryggi gangandi
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Það er mjög algengt að sjá að ferð
gangandi og hjólandi um gangstéttar og
stíga Hafnarfjarðar eru hindruð, annað
hvort vegna framkvæmda eða vegna
þess að bílum er lagt hreinlega þar.
Lítið getur afsakað slíkt athæfi eins
og hér á Hlíðaberginu þar sem hópur
fólks þurfti að fara út á götu til að
komast leiðar sinnar.
Er ekki komið nóg af þessu?
FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
www.fjardarfrettir.is 5
Hverjum fiski fagnað vel í dorgveiðikeppninni
Hin árlega dorgveiðikeppni 6-12 ára
barna var haldin við Flensborgarhöfn í
28. júní og stóð í eina klukkstund.
Dorgveiðikeppnin hefur verið ein sú
fjölmennasta á landinu í mörg ár en öll
börn á 6-12 ára voru velkomin en flest
komu úr félagsmiðstöðvum í bænum.
Keppt var í þremur flokkum – flestu
fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskur
2018.
Mikill spenningur var og voru
aflabrögð misjöfn en nokkrir vænir
kolar veiddust og smáfiskar, ufsi og
þorskur. Börnin virtust þó una sér vel
og samglöddust þeim sem fengu fisk á
færið.
Ebba Katrín 9 ára veiddi alls 9 fiska
og var aflahæst.
Í öðru og þriðja sæti urðu þau Emma
Dís 8 ára og Starkaður 6 ára sem veiddu
5 fiska hvor.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Steinar Pálmi 6 ára veiddi stærsta
fiskinn 315 gramma kola, en Steinar
Pálmi kom alla leið úr Reykjavík til að
taka þátt.
Þau Stella Björg Kristinsdóttir,
fagstjóri frístundastarfs og forvarna hjá
Hafnarfjarðarbæ og Geir Bjarnason,
íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar
afhentu verðlaunin og sögðu
keppnina afar vel heppnaða og ánægjulegt
að sjá svona marga taka þátt.
Vindurinn hafi aðeins haft áhrif á
keppendur, veiðarfæri hafi verið að
flækjast en aflinn þokkalegur.
Skannaðu til að sjá
fleiri myndir
Ljósm.: Guðni Gíslason
Starkaður, Emma Dís, Ebba Katrín og Steinar Pálmi.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Ljósm.: Guðni Gíslason
Skútahraun 11, hafnarfirði
Verið velkomin á móttökustöð okkar.
Þrjár sjálfvirkar talningavélar
sem taka við heilum drykkjarumbúðum.
Opið virka daga frá 10:00 - 18:00
Laugardaga frá 12:00 - 16:30
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
Settu upp frískáp við Ástjarnarkirkju
Umfram matur settur í ísskáp sem getur nýst þeim sem þurfa
Frískápur kallast ísskápur sem er
aðgengilegur almenningi í skýli. Hver
sem er getur skilið eftir mat þar og hver
sem er getur sótt þangið mat. Markmið
með slíkum skápum er að auka fæðuöryggi,
sporna við matarsóun og efla
samfélagsvitund.
Frískápar eru til um allan heim (e.
freedge) og á Íslandi eru nú komnir 12
frískápar; í Hafnarfirði, Kópavogi,
Reykjavík, Mosfellsbæ, Akranesi,
Akureyri, Keflavík og Selfossi.
Hver og einn frískápur er sjálfsprottinn
en gott samstarf er á milli
þeirra sem hafa sett upp eða eru að
vinna að því að setja upp frískáp.
ALLUR NEYSLUHÆFUR
MATUR ER VELKOMINN
Einstaklingar og fyrirtæki leggja til
mat í skápinn og hver sem er getur tekið
mat. Sjálfboðaliðar sjá um að fara yfir
skápinn reglulega til að passa að allt sé
snyrtilegt.
Tré og
runnar
í garðinn þinn
v/Kaldárselsveg
555 6455 - 894 1268
www.grodrarstod.is
Árný Björnsdóttir, stolt við „húsið“ utan um frískápinn.
SÆT CHILI SÓSA HVATINN
Árný Björnsdóttir og Óli kærasti
hennar voru í fyrra að taka til inni í búri
hjá sér og tveir brúsar af sætri chili sósu
vöktu umræðu. Hvað vildu þau gera
við brúsana? Árnýju datt fyrst í hug að
koma þeim í frískáp en það var langt í
næsta frískáp. Árnýju sem er umhugað
um umhverfið og fólkið í kringum sig
enda vanist því í skátunum að vera
hjálpsöm. Hún fékk pabba sinn og fleiri
fólk með sér og ákvað að útbúa og setja
upp frískáp í Hafnarfirði. Ástjarnarkirkja
tók vel í að hafa skápinn hjá sér og nú
er skápurinn kominn í fulla notkun og
virka mjög vel að sögn Árnýjar sem
hvetur fólk til að leggja mat til í skápinn.
Ástjarnarkirkja skaffar staðsetningu
og rafmagn, BYKO gaf timbrið,
Gaflarar rafverktakar tengdu rafmagnið
og Skrauta ehf. gaf festingar og
málningu og skaffaði aðstöðu fyrir
framkvæmdirnar. Allir voru tilbúnir að
aðstoða.
FRÍSKÁP Í MIÐBÆINN
Verið er að reyna að koma upp
frískápi miðsvæðis í Hafnarfirði.
Verkefnið hefur strandað á því að ekki
hefur gengið að finna staðsetningu fyrir
skýlið, búið er að leita í næstum tvö ár.
Vel hefur tekist til við smíðina og
timburverkið rennur saman við
steypuáferð Ástjarnarkirkju.
FRÉTTAMOLAR
GLERHÝSI RÍS Á
THORSPLANI
Ákveðið hefur verið að reisa glerhýsi
á Thorsplani.
„Hugmyndin með þetta glerhýsi er
að hafa eins konar gróðurhús á
Thorsplani sem að fólk getur nýtt sér til
að setjast inn í og auka þannig möguleika
notkunar á planinu,“ segir
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður
umhverfis- og framkvæmdaráðs. Þetta
er eins og gróðurhúsin sem eru í
Hellisgerði sem hafa mælst vel fyrir og
eru í stöðugri notkun hjá gestum
garðsins að sögn Guðbjargar.
FJÁRMAGNAR GEIMSKIPA
LEIGU Á KAROLINA FUND
Erna Rósa Eyþórsdóttir hefur hafið
söfnun á vef Karolina Fund til að gefa
út sína fyrstu barnabók. Bókin heitir
Litla geimskipaleigan og er fyrir börn á
aldrinum þriggja til sjö ára. Sagan gerist
á plánetunni Íbú og fjallar um
geimskipið Vega sem býr á Litlu
geimskipaleigunni.
Nánar á korolinafund.com undir Litla
geimskipaleigan.
HJARTA HAFNARFJARÐAR
Tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar
stendur nú yfir í 7. sinn og
stendur til 3. ágúst.
SIRKUSSÝNING Á
VÍÐISTAÐATÚNI 9. JÚLÍ
Sirkus Ananas verður með fría
sirkussýningu fyrir alla fjölskylduna á
Víðistaðatúni sunnudaginn 9. júlí kl.
15. Í sýningunni má sjá jöggl, loftfimleika,
töfra og almenn trúðalæti.
GAGNGER ENDURSKOÐUN
Á BYGGINGARREGLUGERÐ
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra,
hefur skipað stýrihóp um
breytingar á byggingarreglugerð til
loka árs 2024. Stýrihópnum er ætlað að
vinna tillögur um gagngerar breytingar
á regluverkinu og einfalda umgjörð um
byggingariðnað í því skyni að lækka
byggingarkostnað og leggja grunn að
stöðugleika á húsnæðismarkaði.
Hópnum er ætlað að skila tillögum að
úrbótum til ráðherra haustið 2024.
Lögð verður áhersla á að tillögurnar
muni leiða til framfaraskrefa í bygginga-
og mannvirkjagerð til framtíðar
en markmiðið er að einfalda stjórnsýslu,
auka gæði og neytendavernd og stuðla
að aukinni nýsköpun og sjálfbærni.
Stýrihópurinn mun vinna með fagog
hagsmunaaðilum og mynda
vinnuhópa um einstök málefni til þess
að tryggja samráð og samtal um bestu
lausnir.
FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
www.fjardarfrettir.is 7
Allir geta tekið þátt!
Markmiðið með leikn um er að hvetja til
útivistar og náttúru skoðunar í fjöl breyttu
landi upplands Hafnarfjarðar og um leið að
vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem
leynast í okkar næsta nágrenni.
Stendur til 25. september
Ratleikur
HEILSUBÆRINN
Hafnarfjörður
https:/ratleikur.fjardarfrettir.is
Ratleikskortin má fá á sundstöðum, í bókasafninu, ráðhúsinu, á bensínstöðvum, í Fjarðarkaupum og víðar.
Fylgstu með á www.facebook.com/ratleikur
HLUTDEILDARLÁN Í BOÐI
BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI
SÍMI: 520-7500 - FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983
NÓNHAMAR 2-6
HLYNUR
698-2603
ÁRSÆLL
896-6076
TRAUSTIR BYGGINGARAÐILAR BYGG
BÓKIÐ EINKASKOÐUN - HRAUNHAMAR@HRAUNHAMAR.IS
lgf.
lgf.
GLÓDÍS
659-0510
lgf.
HELGI
893 - 2233
Sölustjóri
57,3 - 109,1m 2
51,5 - 73,5 MILLJÓNIR
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023
© Inter IKEA Systems B.V.2023
ÚTSALA