04.07.2023 Views

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023 8. tbl. 21. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023
8. tbl. 21. árg.
Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023

Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350

Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason

Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613

fjardarfrettir@fjardarfrettir.is

Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing:

Póstdreifing

ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866

www.fjardarfrettir.is

www.facebook.com/fjardarfrettir.is

Hönnunarhúsið ehf.,

Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði

leiðarinn

„Skýr framtíðarsýn

sem unnin er í víðtæku

samráði..“,

„víðtæku samráði við

íbúa, starfsfólk bæjarins,

atvinnulíf og

aðra..“ og „Ráðið er

samráð bæjarbúa“ er allt setningar

sem finna má á vef Hafnarfjarðarkaupstaðar

og lofar svo sannarlega góðu.

En hvað býr á bakvið þessi orð?

Eru þau byggð á staðreyndum eða eru

þau bara notuð til að láta hlutina líta

betur út? Finnst bæjarbúum að þeir

séu hafðir með í ráðum?

Þessu þurfa bæjarbúar að svara

hver fyrir sig.

Nýlega var gefin út metnaðarfull

hjólastefna fyrir Hafnarfjörð 2023-

2029. Pólitískur starfshópur var

skipaður í ágúst 2022 og var stefnan

samþykkt í bæjarstjórn 14. júní sl. án

nokkurs samráðs við íbúa eða

kynningar. Kannski hafa stjórnmálamenn

ekki meiri trú á bæjarbúum

en svo að þeir telji ekkert gáfulegt geti

komið frá þeim. Einhvern tímann var

fullyrt að búið væri að finna allt upp

sem hægt væri að finna upp! Svo taldi

arkitektastofa að engin ástæða væri

að halda samkeppni um skipulag

miðbæjarins, það kæmi örugglega

ekkert nýtt út úr því.

En samráðið var ekkert. Má ekki

gera betur að upplýsa bæjarbúa á fyrri

stigum mála? Í bænum búa notendur

og alls konar sérfræðingar og gætu

alveg átt það til að skjóta að góðri

ábendingu á fyrri stigum máls.

Guðni Gíslason ritstjóri.

Krani í

miðbænum

Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján

Farver hefur opnað glæsilega

málningarvöruverslun

Formleg opnun á nýju og glæsilegri

verslun Farver á Flatahrauni 23, sem

þau hjónin Stefán Örn Kristjánsson

málarameistari og Elva Björk

Kristjánsdóttir reka, var fimmtudaginn

22. júní og var vel tekið á móti gestum.

Hjá Farver starfa málarameistarar

með áratuga reynslu og þekkingu og

segir Stefán Örn að sérstaða fyrirtækisins

sé að veita úrvals þjónustu við sína

viðskiptavini hvort sem er í verslun eða

á verkstað. Hægt sé að fá vörurnar

heimsendar og geti málarameistari

komið og gefið ráðgjöf um efni og

meðhöndlun vörunnar.

Segir hann að Farver bjóði upp á

vandaðar og umhverfisvænar vörur

sem nú þegar hafi fengið að reyna sig

hjá málarameisturum fyrirtækisins með

góðum árangri.

Stærsti hluti af vöruúrvalinu kemur

frá danska fjölskyldufyrirtækinu Beck

& Jorgensen sem hefur starfað frá árinu

1892 við góðan orðstír. Fyrirtækið er

þekkt á Norðurlöndum fyrir vandaðar

vörur og góða þjónustu og leggur það

mikinn metnað í sína framleiðslu í

gegnum vöruþróun og gæðaeftirlit.

Fyrirtækið er leiðandi aðili á dönskum

málningarmarkaði í umhverfisvænum

Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján

Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján

Stefán Örn Kristjánsson og Elva Björk Kristjánsdóttir.

og heilsuvottuðum vörum og fengu

sína fyrstu umhverfisvottun árið 1938. Í

dag eru allar vörurnar frá Beck &

Jorgensen umhverfisvottaðar og var

fyrirtækið til að mynda fyrsta danska

málningarfyrirtækið til að hljóta

Blómið sem er opinbert merki

Evrópusambandsins og gefur það

neytendum færi á að kaupa visthæfar

vörur. Öll vörulína Beck & Jorgensen

er framleidd í Danmörku en fyrirtækið

er með vandaða samstarfsaðila á

Norðurlöndum og í Þýskalandi sem

framleiða hágæðavörur. Meðal annars

frá Caparol og handgerða pensla frá

Guldberg. Vörur frá þessum aðilum

ásamt fleirum góðum aðilum eru

fáanlegar hjá Farver.

Fjölmennt var við opnun nýju verslunarinnar að Flatahrauni 23.

Ljósm.: Guðni Gíslason

Stór byggingarkrani er risinn við Fjörð

og vinna við uppsteypu á 9.000 m²

stækkun Fjarðar að hefjast sem reiknað

er með að kosti um 6 milljarða kr.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!