04.07.2023 Views

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023 8. tbl. 21. árg. Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

Fjarðarfréttir 6. júlí 2023
8. tbl. 21. árg.
Bæjarblað Hafnfirðinga, Hafnarfjörður

SHOW MORE
SHOW LESS

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR – HAFNFIRSK ÆSKA | FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 2023

Settu upp frískáp við Ástjarnarkirkju

Umfram matur settur í ísskáp sem getur nýst þeim sem þurfa

Frískápur kallast ísskápur sem er

aðgengilegur almenningi í skýli. Hver

sem er getur skilið eftir mat þar og hver

sem er getur sótt þangið mat. Markmið

með slíkum skápum er að auka fæðuöryggi,

sporna við matarsóun og efla

samfélagsvitund.

Frískápar eru til um allan heim (e.

freedge) og á Íslandi eru nú komnir 12

frískápar; í Hafnarfirði, Kópavogi,

Reykjavík, Mosfellsbæ, Akranesi,

Akureyri, Keflavík og Selfossi.

Hver og einn frískápur er sjálfsprottinn

en gott samstarf er á milli

þeirra sem hafa sett upp eða eru að

vinna að því að setja upp frískáp.

ALLUR NEYSLUHÆFUR

MATUR ER VELKOMINN

Einstaklingar og fyrirtæki leggja til

mat í skápinn og hver sem er getur tekið

mat. Sjálfboðaliðar sjá um að fara yfir

skápinn reglulega til að passa að allt sé

snyrtilegt.

Tré og

runnar

í garðinn þinn

v/Kaldárselsveg

555 6455 - 894 1268

www.grodrarstod.is

Árný Björnsdóttir, stolt við „húsið“ utan um frískápinn.

SÆT CHILI SÓSA HVATINN

Árný Björnsdóttir og Óli kærasti

hennar voru í fyrra að taka til inni í búri

hjá sér og tveir brúsar af sætri chili sósu

vöktu umræðu. Hvað vildu þau gera

við brúsana? Árnýju datt fyrst í hug að

koma þeim í frískáp en það var langt í

næsta frískáp. Árnýju sem er umhugað

um umhverfið og fólkið í kringum sig

enda vanist því í skátunum að vera

hjálpsöm. Hún fékk pabba sinn og fleiri

fólk með sér og ákvað að útbúa og setja

upp frískáp í Hafnarfirði. Ástjarnarkirkja

tók vel í að hafa skápinn hjá sér og nú

er skápurinn kominn í fulla notkun og

virka mjög vel að sögn Árnýjar sem

hvetur fólk til að leggja mat til í skápinn.

Ástjarnarkirkja skaffar staðsetningu

og rafmagn, BYKO gaf timbrið,

Gaflarar rafverktakar tengdu rafmagnið

og Skrauta ehf. gaf festingar og

málningu og skaffaði aðstöðu fyrir

framkvæmdirnar. Allir voru tilbúnir að

aðstoða.

FRÍSKÁP Í MIÐBÆINN

Verið er að reyna að koma upp

frískápi miðsvæðis í Hafnarfirði.

Verkefnið hefur strandað á því að ekki

hefur gengið að finna staðsetningu fyrir

skýlið, búið er að leita í næstum tvö ár.

Vel hefur tekist til við smíðina og

timburverkið rennur saman við

steypuáferð Ástjarnarkirkju.

FRÉTTAMOLAR

GLERHÝSI RÍS Á

THORSPLANI

Ákveðið hefur verið að reisa glerhýsi

á Thorsplani.

„Hugmyndin með þetta glerhýsi er

að hafa eins konar gróðurhús á

Thorsplani sem að fólk getur nýtt sér til

að setjast inn í og auka þannig möguleika

notkunar á planinu,“ segir

Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður

umhverfis- og framkvæmdaráðs. Þetta

er eins og gróðurhúsin sem eru í

Hellisgerði sem hafa mælst vel fyrir og

eru í stöðugri notkun hjá gestum

garðsins að sögn Guðbjargar.

FJÁRMAGNAR GEIMSKIPA­

LEIGU Á KAROLINA FUND

Erna Rósa Eyþórsdóttir hefur hafið

söfnun á vef Karolina Fund til að gefa

út sína fyrstu barnabók. Bókin heitir

Litla geimskipaleigan og er fyrir börn á

aldrinum þriggja til sjö ára. Sagan gerist

á plánetunni Íbú og fjallar um

geimskipið Vega sem býr á Litlu

geimskipaleigunni.

Nánar á korolinafund.com undir Litla

geimskipaleigan.

HJARTA HAFNARFJARÐAR

Tónlistarhátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar

stendur nú yfir í 7. sinn og

stendur til 3. ágúst.

SIRKUSSÝNING Á

VÍÐISTAÐATÚNI 9. JÚLÍ

Sirkus Ananas verður með fría

sirkussýningu fyrir alla fjölskylduna á

Víðistaðatúni sunnudaginn 9. júlí kl.

15. Í sýningunni má sjá jöggl, loftfimleika,

töfra og almenn trúðalæti.

GAGNGER ENDURSKOÐUN

Á BYGGINGARREGLUGERÐ

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra,

hefur skipað stýrihóp um

breytingar á byggingarreglugerð til

loka árs 2024. Stýrihópnum er ætlað að

vinna tillögur um gagngerar breytingar

á regluverkinu og einfalda umgjörð um

byggingariðnað í því skyni að lækka

byggingarkostnað og leggja grunn að

stöðugleika á húsnæðismarkaði.

Hópnum er ætlað að skila tillögum að

úrbótum til ráðherra haustið 2024.

Lögð verður áhersla á að tillögurnar

muni leiða til framfaraskrefa í bygginga-

og mannvirkjagerð til framtíðar

en markmiðið er að einfalda stjórnsýslu,

auka gæði og neytendavernd og stuðla

að aukinni nýsköpun og sjálfbærni.

Stýrihópurinn mun vinna með fagog

hagsmunaaðilum og mynda

vinnuhópa um einstök málefni til þess

að tryggja samráð og samtal um bestu

lausnir.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!