Fjarðarfréttir 24. ágúst 2023
Fjarðarfréttir 9. tbl. 21. árg. - 24. ágúst 2023 Bæjarblað Hafnarfjarðar
Fjarðarfréttir 9. tbl. 21. árg. - 24. ágúst 2023
Bæjarblað Hafnarfjarðar
You also want an ePaper? Increase the reach of your titles
YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.
www.fjardarposturinn.is
Finndu okkur á
Fimmtudagur 24. ágúst 2023 | 9. tbl. 21. árg. Upplag 10.000 eintök. Dreift frítt inn á öll heimili í Hafnarfirði
www.fjardarfrettir.is öflugur fréttavefur
BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI
HRAUNHAMAR.IS
SÍMI: 520-7500
FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983
FJÖLBREYTT
ÚRVAL
PERSÓNULEG
ÞJÓNUSTA
www.errea.is
í hjarta Hafnarfjarðar
FJORDUR.IS FJORDUR FJORDUR.IS
SKANNAÐU KÓÐANN
100 ára
afmæli
Hellisgerðis
Bæjarbúum er boðið í 100 ára
afmæli Hellisgerðis á laugardaginn
milli kl. 14 og 16.30
NÆSTA BLAÐ
„HAFNFIRSK ÆSKA“
fimmtudaginn
14. sept.
Skilafrestur augl.: 8. sept.
www.fjardarfrettir.is
2 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Pødus er ný verslun fyrir hressa stráka
Verslunin Pødus var opnuð á efri
hæðinni í Firði í síðustu viku.
Það eru þeir félagarnir Hlynur Snær
Stefánsson, Guðjón Pétur Lýðsson og
Brynjólfur Willumsson sem reka
verslunina.
Vörur verslunarinnar segja þeir höfða
helst til stráka og bjóða þeir eingöngu
upp á íslensk vörumerki. Þar má finna
fatnað frá Pandagang, skartgripi frá
Iced Out og húfur frá Mold Reykjavík.
Eigendurnir hafa sterka tengingu inn
í fótboltaheiminn og eru vörur þeirra
vinsælar þar. Nefna þeir sérstaklega
hvítu Pandagang sokkana sem þeir
segja hafi notið mikilla vinsælda.
Eru með íslensk vörumerki eins og Pandagang, Iced out og Mold Reykjavík
Ljósm.: Guðni Gíslason
Hlynur Snær Stefánsson og Guðjón Pétur Lýðsson, tveir eigendanna.
Stefna þeir á að auka vöruúrvalið á
næstunni og bjóða upp á enn fleiri
íslensk vörumerki.
KYNNING
Verslunin er á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni
Firði.
M Design er nýtt nafn á glæsilegri verslun
Hönnunarverslunin Reykjavík
Design og barnavöruverslunin Mini Mi
sem sameinuðust í apríl sl. í 300
fermetra glæsilegu verslunarrými á
annarri hæð í verslunarmiðstöðinni
Firði hafa nú fengið nýtt nafn, M
Design.
Vöruúrvalið er mikið, barnavörur,
hönnunarvörur, gjafavörur, húsgögn,
ljós og fl. og verslunin hreint augnakonfekt.
Veróníka Von Harðardóttir, einn
eigenda M Design segir verslunina hafa
fengið mjög góðar móttökur. Junama
barnavagnarnir og bílstólarnir hafi t.d.
Verslunin NOMA opnaði glæsilega
verslun á 2. hæð í Firði í maí sl.
Þar má finna fjölbreytt og fallega
framsett úrval af vörum fyrir öll tilefni,
eins og ilmkerti, froðusápur, ilmstangir,
innstungu-ilmi, heimilisúða, handspritt,
ilmvax, kertastjaka, Body spray, Body
lotion, Body krem, Body sápur,
sápustykki, ilmvötn, freyðiböð, baðbombur,
rakspíra, Aroma Therapy,
Body skrúbba, handáburði, bílailmi,
snyrtivörur og margt fleira.
Reykjavík Design og Mini Mi sameinuðust og hafa nú fengið nýtt nafn
sannað sig enda komi þeir fullbúnir
öllum nauðsynlegum aukahlutum og
ýmsum þægindum.
M Design er lífsstíls- og hönnunarverslun
sem selur fallegar vörur fyrir
heimilið og margvíslegar gjafavörur.
Þar finnur þú allt milli himins og jarðar
til að fegra heimilið og einnig ýmislegt
glæsilegt til að gefa þeim sem eiga allt.
Ýmsar glæsilegar vörur má nú fá á
góðu tilboði en með haustinu er von á
mikið af nýjum vörum.
Veróníka Von Harðardóttir í litríkri
verslun M Design á 2. hæð í Firði.
Í NOMA færðu krem og ilm fyrir öll tilefni
Aníta Mist Guðmundsdóttir með eina af
vinsælu vörunum frá Victoria‘s Secret.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Vandaðar vörur m.a. frá Bath & Body Works og Victoria‘s Secret
Ljósm.: Guðni Gíslason
KYNNING
KYNNING
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 3
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. kt. 450106-1350
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðni Gíslason
Ritstjórn og auglýsingar: sími 896 4613
fjardarfrettir@fjardarfrettir.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja • Dreifing:
Póstdreifing
ISSN 2298-8858 Vefútgáfa: ISSN 2298-8866
www.fjardarfrettir.is
www.facebook.com/fjardarfrettir.is
Hönnunarhúsið ehf.,
Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Margir misstu mikið í
stórbruna í gömlu iðnaðarhúsi
Þrettán bjuggu þar ólöglega að sögn lögreglu
leiðarinn
Fagnað verður 100
ára afmæli Hellisgerðis
á laugardaginn.
Garðurinn var mikið
stolt Hafn firðinga í
marga áratugi og það
var áhugafólk sem
vann að stofnun hans, félagar í
Málfundafélaginu Magna.
Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn
Hafnarfjarðar að láta félaginu í
té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust.
Það skilyrði fylgdi þó
samþykkt bæjarstjórnar að skemmtigarðurinn
yrði opinn almenningi á
sunnudögum á sumrin og að ef eigi
yrði búið að girða svæðið af og hefja
ræktun þar innan tveggja ára, missti
félagið rétt sinn til landsins. Vorið
eftir var búið að girða Hellisgerði af
og þann 24. júní var haldin þar útiskemmtun
sem hafði þann tilgang að
afla fjár til starfseminnar og kynna
fyrir bæjarbúum. Við það tækifæri
afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti
Málfundafélaginu Magna Hellisgerði
fyrir hönd bæjarfélagsins og óskaði
þeim velfarnaðar í starfinu. Skemmtun
in þótti takast svo vel að ákveðið
var að halda Jónsmessuhátíð árlega til
fjáröflunar. Til skemmtunar voru
ræðuhöld, lúðrablástur, söngur og
dvöl í gerðinu sjálfu.
Í skipulagsskrá fyrir garðinn kemur
fram að tilgangur hans var fyrst og
fremst þvíþættur. Í fyrsta lagi að vera
skemmtigarður, þar sem bæjarbúar
áttu kost á að njóta ánægju og hvíldar
í tómstundum sínum. Í öðru lagi að
vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og
trjárækt og í þriðja lagi að geyma
óraskaðar minjar um hið sérkennilega
bæjarstæði Hafnarfjarðar.
Eftir að félagið Magni leið undir
lok tók Hafnarfjarðarbær við rekstri
Hellisgerðis og hefur garðurinn átt
bæði góð og slæm tímabil. Nú er
vakningin vonandi nægilega sterk til
að tryggt verði að garðinum verði
haldið við af sóma og hann þróaður í
anda upphaflegra áætlana.
Bæjarbúum er boðið í 100 ára
afmælishátíð í Hellisgerði á laugardaginn
og vonandi verður það til að
efla enn fremur áhuga á garðinum og
verndun hans í framtíðinni.
Hátíðin stendur kl. 14-16.30
Guðni Gíslason ritstjóri.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Ljósm.: Guðni Gíslason
Eyðileggingin var mikil og mikil mildi að enginn slasaðist en fólk var sofandi í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Eldur braust út í iðnaðarhúsnæði að
Hvaleyrarbraut 22 upp úr hádegi sl.
sunnudag og allt tiltækt slökkvilið
barðist við mikinn eld sem ekki náðist
að slökkva fyrr en undir morgun,
tæpum sólarhring frá eldsupptökum.
Var húsið þá ónýtt.
Skv. tilkynningu frá lögreglu er talið
að þréttán manns hafi búið í húsinu.
Engin heimild var til íbúðar í húsinu
og skv. teikningum var húsið
iðnaðarhúsnæði og skrifstofur. Húsið
var byggt á sjötta áratugnum undir
starfsemi Lýsis og mjöls en síðar var
húsnæðið endurbyggt.
NÍTJÁN BRUNAHÓLF
Í brunahönnun frá 2006 er húsið sagt
ein brunasamstæða, samtals 2.494 m²,
Ljósm.: Fjarðarfréttir/Kristján Guðnason
skipt niður í 19 brunahólf á þremur
hæðum. Ákvæði voru um að í húsinu
væri viðurkennt brunaviðvörunarkerfi.
Breytingar voru samþykktar á
húsnæðinu 2015 og yfirfarðar af
brunahönnuði en síðustu breytingar á
teikningum voru samþykktar 2016.
Miðað við það hversu hratt eldurinn
braust út taldi talsmaður slökkviliðsins
nokkuð víst að brunavarnir hafi ekki
verið í lagi, ekki síst þegar horft væri til
Eldurinn hefur átt greiða leið á milli brunahólfa miðað við hversu hratt eldurinn barst um húsið.
þess hversu hratt eldurinn barst á milli
brunahólfa.
Eigendur voru margir að mismunandi
hlutum hússins og margir hafa misst
mikið í brunanum enda hafa ýmsir
notað sitt húsnæði til að geyma
verðmæta hluti.
Húsið er að mestu stálgrindarhús þar
sem lítið er um steypta veggi. Í raun er
þetta mörg hús enda hefur verið byggt
við húsið oftar en einu sinni.
Sjáðu fleiri myndir
á fjardarfrettir.is
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 5
VIÐ HÖFUM
OPNAÐ
Á VÖLLUNUM
Í HAFNARFIRÐI
SELHELLA 1 - REYKJAVÍKURVEGUR 62
6 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Útgáfutónleikar
Dan Van Dango
Verða á Ölstofu Hafnarfjarðar á morgun, föstudag
„Týndi sonur Hafnarfjarðar“ Dan
Van Dango mun halda sýna fyrstu og
mögulega síðustu og jafnframt
margfalda útgáfutónleika á Ölstofu
Hafnarfjarðar á morgun, 25. ágúst. Á
bak við nafnið er Hafnfirðingurinn Karl
Gunnar Jónsson.
Rjómi hafnfirskra hljóðfæraleikara
verða í föruneytinu, Gísli Árnason á
bassa, Hlynur Johnsen á hljóðgervla og
Flóki Árnason heldur uppi taktinum,
allt fyrrum liðsmenn epísku hafnfirsku
hljómsveitarinnar Dallas en Karl
Gunnar lék einnig með henni..
Eftir sigurgöngu plötunar Hættulegir
menn kom út fljótlega á eftir breiðskífan
Blautur Grautur sem eru nú báðar
fáanlegar á vínyl.
Dan Van Dango gaf út fyrstu EP
skífuna 2006 Kveðjur að handan,
styttist í 20 ára afmæli.
Síðan hafa komið út skífurnar:
Svangur og Kaldur (2010),
Yfir áhrifum (2017),
Lægð yfir landinu (2018) og
Hættulegir menn (2022).
Blautur Grautur mun vera
aðgengilegasta efnið hingað til þar sem
Dan leitar til baka til rótanna.
Frítt verður inn á tónleikana sem
hefjast kl. 22, en útgöngumiðar verða í
boði fyrir þá sem vilja.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Rótarýklúbbur gaf sex
bekki á Káldárselsstíginn
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar er eitt
þeirra félaga sem hefur land í fóstri í
upplandi Hafnarfjarðar en klúbburinn
fékk svæði milli Klifsholtanna, ofarlega
við Kaldárselsveg, ásamt Inner Wheel
klúbbi Hafnarfjarðar um 1980. Þar er í
dag orðinn dágóður skógur og rótarýklúbburinn
hefur útbúið fallegt rjóður
með bekkjum og minningarsteini.
Þar hittust klúbbfélagar fyrir stuttu og
afhentu Hafnarfjarðarbæ formlega sex
bekki sem komið hefur verið fyrir á nýja
göngu- og hjólastígnum sem mun liggja
upp í Kaldársel. Stígurinn er hluti af
Græna treflinum, sem er samheiti yfir
skógræktar- og útivistarsvæði á útmörkum
sveitarfélaganna sjö á höfuð borgarsvæðinu.
Að sögn Ingvars Geirssonar, nýs
forseta Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar
kvikn aði hugmynd á klúbbþingi klúbbsins
um að leggja til nær um hverfisins með
því að setja niður bekki á skemmti legum
gönguleiðum. „Fyrsti bekkurinn er rétt
innan við hesthúsahverfið Hlíðar þúfur
og næsti til móts við Sörlastaði. Sá þriðji
er við afleggjarann að Hvaleyrar vatni og
svo áfram koll af kolli. Stefnan er að
halda áfram að varða leiðina upp í
Kaldársel á komandi árum með bekkj um
merktum Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.“
Bekkirnir eru framleiddir af hafnfirska
fyrirtækinu Málmsteypan Hella ehf. Eru
bekkirnir steyptir úr endurunnu áli en
seta og bak eru úr endurunnu plasti.
Sjá nánar:
Ingvar Geirsson, forseti Rótarý klúbbs Hafnarfjarðar og Kolbrún Benedikts dótt ir,
fráfarandi forseti klúbbsins, afhentu Rósu Guð bjarts dóttur, bæjarstjóra
Hafnarfjarðar, bekkina á fundi klúbbsins 6. júlí sl. á skógræktarsvæði klúbbsins.
Skútahraun 11, hafnarfirði
Verið velkomin á móttökustöð okkar.
Þrjár sjálfvirkar talningavélar
sem taka við heilum drykkjarumbúðum.
Opið virka daga frá 10:00 - 18:00
Laugardaga frá 12:00 - 16:30
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 7
Heitavatnslaust í öllum Hafnarfirði á
meðan stofnæð var stækkuð
Vegna framkvæmda við endurnýjun
á stofnæðum var heitavatnslaust á
annan sólarhring í Hafnarfirði og hluta
af Garðabæ. Verið var að skipta um og
setja sverari stofnæð frá tengipunkti við
Reykjanesbraut við Kaplakriki. Gamla
lögnin liggur þar sem göngustígurinn er
bakvið bílskúrana við Álfaskeiðsblokkirnar
en vegna möguleika á að
Reykjanesbrautin verði sett í stokk var
ekki tekin áhætta á að leggja nýju
lögnina, sem er 80 cm sver, þar. Þess í
stað var farið með hana inn á
Nýja stofnæðin næstum jafnsver og lögnin frá Nesjavöllum
Álfaskeiðið og eftir Sólvangsvegi og að
dælustöð á móts við N1 við Lækjargötu.
Reyndar fer hún ekki alla leið svona
sver því þangað fer aðeins 40 cm lögn í
framtíðinni verður tengt við nýju
lögnina til að flytja vatn á aðra staði í
bænum.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Dregist hefur að opna Sólvangsveg en opna átti hann í gær miðvikudag.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Rörin eru engin smásmíð, 80 cm sver
og koma frá Set á Selfossi.
v
Ljósm.: Guðni Gíslason
Dælustöðin við Lækjargötu
Ekki er aðeins verið að tengja nýja
lögn því skipta átti um allan dælubúnað
í dælustöðinni við Lækjargötu.
Til gaman má geta að það tekur
nokkurn tíma að fylla svona svera lögn
og ef hún er 800 m löng má áætla að í
hana þurfi að dæla 128 rúmmetrum af
vatni áður en hún fyllist.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Skipt er um allan stjórnbúnað á báðum endum.
Andi 1923 verður allsráðandi í Hellisgerði laugardaginn
26. ágúst kl. 14-16:30 þegar garðurinn fagnar 100 ára
afmæli. Afmælishátíðin er öllum opin og verður dagskrá
í anda þeirra hugmynda og gilda sem garðurinn hefur
staðið fyrir í 100 ár
hafnarfjordur.is
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Hamborgarabúllan verður hafnfirsk
Opnaði nýjan stað á Selhellu í júní og flytur yfir götuna á Reykjavíkurvegi í haust
Stefán Þór Pétursson og starfs lið hans
á nýju Hamborgarabúllunni við
Selhellu stóð sveitt við eldamennskuna
í hádeginu á þriðjudag enda staðurinn
troðfullur þrátt fyrir að allar leiðir hafi
verið lokaðar að staðnum vegna malbikunarframkvæmda.
Reyndar hafði
fleiri götum verið lokað en nauðsyn
krafði og Stefán hafði sent einn
starfsmann heim þar sem ekki var búist
við mörgum vegna lokunarinnar. En
svo fór alls ekki.
Þriðjudagstilboðið var vinsælt enda á
frábæru verði en svangir viðskiptavinir
völdu að sjálfsögðu ekki allir eins.
Stöðugur straumur var inn og þegar
markaðsstjórinn mætti á staðinn var
hann gripinn í eldhúsið, svo mikið var
að gera.
Eftir að róaðist sagði hafnfirski
markaðsstjóri Hamborgarabúllunnar,
Sigurður Bjarna son, að staðurinn hafi
Ljósm.: Guðni Gíslason
Sigurður Bjarnason og Stefán Þór
Pétursson í nýju Búllunni við Selhellu.
fengið gríðarlega góðar viðtökur frá því
hann var opnaður 1. júní sl. Staðurinn
tekur 50 manns í sæti og er nýjasta
Búllan, en alls eru staðirnir á Íslandi níu
auk Trukksins sem er hamborgarastaður
á hjólum og er nú fyrir aftan Bæjarbíó.
Þá eru staðir undir merkjum Tommi‘s
Burger joint m.a. í Danmörku,
Þýskalandi og Bretlandi.
HAFNFIRSK BÚLLA
Hamborgarabúllan leggur áherslu á
að nota aðeins úrvals hráefni og fær nú
allt sitt kjöt frá hafnfirska Kjötkompaníinu.
Þá stefnir fyrirtækið á að flytja skrifstofur
sínar úr Kringlunni í Hafnarfjörð
í haust.
FLYTJA YFIR GÖTUNA
Hamborgarabúllan opnaði á
Reykjavíkurvegi 62 árið 2005 og hefur
verið þar síðan. Staðurinn mun hins
vegar flytjast yfir Hjallahraunið í
nýuppgert húsnæði að Reykjavíkurvegi
64, þar sem prjónabúð var síðast. Segir
Sigurður að þangað verði reynt að flytja
stemminguna af gamla staðnum er
staðurinn verður stækkaður og mun
taka 50 manns í sæti.
Þá munu skrifstofur fyrirtækisins
flytja í sama húsnæði og sagðist
Sigurður hlakka til að þurfa ekki að aka
til Reykjavíkur á hverjum degi í vinnu.
HVERNIG SMAKKAÐIST
BORGARINN?
Jú, vel, takk fyrir en blaðamaður
prófaði að sjálfsögðu hamborgara sem
var á þriðjudagstilboðinu. Stóð hann
alveg undir væntingum, ferskur,
einfaldur og kartöflurnar góðar. Ekki
spillir að hægt er að bæta á af
sósubarnum þar sem líka má næla sér í
súrar gúrkur og fl.
Ljósm.: Guðni Gíslason
Menningarstyrkir
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir
umsóknum um styrki til
verkefna, viðburða og
samstarfssamninga á sviði
menningar og lista í Hafnarfirði
Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti
í gegnum Mínar síður á hafnarfjordur.is til
og með 7. september
Menningar- og ferðamálanefnd metur
umsóknir eftir markmiðum verkefna og hvernig
þau nýtast til að efla fjölbreytt menningarlíf
bæjarbúum og hafnfirskum listamönnum til
góðs.
hafnarfjordur.is 585 5500
Ljósm.: Guðni Gíslason
Búllan flytur í þetta húsnæði að Reykjavíkurvegi 64.
Nýir eigendur Bílarafs
Nýju eigendurnir, hjónin Pétur Júlíus Halldórsson og Kristín Gunnarsdóttir.
Hjónin Pétur Júlíus Halldórsson og
Kristín Gunnarsdóttir hafa keypt og
tekið við rekstri á Bílaraf við Flatahraun.
Bílaraf sérhæfir sig varahlutum,
þjónustu og viðgerðum á ferðavögnum
og tekur einnig að sér almennar
bílaviðgerðir.
Fyrirtækið var upphaflega stofnað af
Val Marinóssyni og Þorsteini Jónssyni
árið 1964 og sérhæfði sig í sölu og
viðgerðum á störturum og alternatorum.
Bílaraf var á fyrstu árum sínum
staðsett við Rauðarárstíg en flutti sig
svo um set í Borgartúnið og uppúr
seinustu aldarmótum flutti Bílaraf svo í
Auðbrekkuna í Kópavogi.
Árið 2007 keypti Sigurður Jóelson,
eigandi Gasþjónustunnar, Bílaraf og
sameinaði þessi tvö fyrirtæki. Þar sem
Bílaraf var umboðsaðili fyrir Truma
gasmiðstöðvar sem eru algengar í
fellihýsum, hjólhýsum og húsbílum lá
það beinast við að opna þjónustuverkstæði
tengda ferðavögnum.
Í lok árs 2007 var starfsemin svo flutt
úr Auðbrekkunni og á Strandgötu 75 í
Hafnarfirði og bættist bílaverkstæði
við. Árið 2014 flutti Bílaraf svo á
núverandi stað að Flatahrauni 25.
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 9
Fjölbreytt og metnaðarfullt vetrarstarf
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði að fara af stað
SUNNUDAGASKÓLI: Hefst sunnudaginn 3. september kl. 11:00
TÓNLISTARSTARFIÐ VETURINN 2023 - 2024:
Mánudagar:
Krílakór yngri kl. 16:30 – 17:00
Krílakór eldri kl. 17:00 – 17:30
- Facebooksíða: Krílakórar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2023 - 2024
Þriðjudagar:
Krílasálmar kl. 10:30 – 11:10
Fermingarfræðsla kl. 17:00 og kl. 18:00
- Facebooksíða: Krílasálmar Fríkirkjunnar í Hafnarfirði veturinn 2023 - 2024
Miðvikudagar:
Fríkirkjukórinn kl. 18:30 – 21:00
Fimmtudagar:
Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði kl. 17:00 – 17:50
(Fyrir börn á grunnskólaaldri)
- Faceboksíða: Barnakór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 2023 - 2024
Sönghópurinn Einar (Sönghópur kvenna á aldrinum 16 – 40 ish)
- Facebooksíða: Sönghópurinn Einar
Skráningar í barnatónlistarstarfið fara fram inn á facebooksíðum hvers hóps.
Langar þig að syngja í kór
og kætast með skemmtilegu fólki?
Kórstjórar Fríkirkjukórsins og Sönghópsins Einars leita eftir nýjum
félögum í kórana.
Áhugasamir hafi samband við orn@frikirkja.is ef áhugi er fyrir
Fríkirkjukórnum en erna@frikirkja.is ef áhugi er fyrir sönghópnum Einari.
FERMINGAR
Nú þegar hafa 180 ungmenni skráð sig til þátttöku í
fermingarstarfi kirkjunnar.
Þau sem ekki hafa enn skráð sig geta gert það inn á
heimasíðu kirkjunnar frikirkja.is eða sent prestunum
okkar póst á netföngin einar@frikirkja.is eða milla@
frikirkja.is
Fermingarfræðslan fer fram alla þriðjudaga kl. 17:00
og kl. 18:00. Framundan eru fjögur sólarhrings
ferðalög fyrir fjóra hópa á Úlfljótsvatn þar sem við
ætlum að hrista saman hópana og fá að kynnast
vel fyrir komandi fermingarvetur. Ferðalagið er
skemmtiferð þar sem við ætlum að fara í allskonar
leiki, vatnasafarí og almennt fjör.
NÝJUNG Í STARFINU
„Sameinast í tónaveröld“ – Fríkirkjan í
Hafnarfirði ætlar í vetur að bjóða upp á sex vikna
tónlistarnámskeið fyrir fólk með heilabilun.
Námskeiðin fara fram inn á hjúkrunarheimilunum
Sólvangi og Hrafnistu. Námskeiðin eru byggð á
verkefninu Music for Life sem hefur verið starfrækt í
London í rúmlega tuttugu ár. Kjarni verkefnisins eru
tónlistarsmiðjur þar sem allir þátttakendur mætast
á jafningjagrundvelli í tónlistarsköpun. Tónlistin
verður farvegur samskipta og þátttaka og virkni allra
þátttakenda leiðir til sameiginlegs þroska hópsins
sem eykur lífsgæði. Þar á ofan eflir þessi vinna
samskipti heimilisfólks og starfsfólks langt út fyrir
tónlistarstundirnar sjálfar.
Umsjón með verkefninu hefur Kirstín Erna Blöndal,
söngkona ásamt þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur,
víóluleikara og Magneu Tómasdóttur, söngkonu.
Í vetur verður stefnt að því að bjóða upp á
prjónakvöld einu sinni í mánuði og þá
stendur til að bjóða upp á kaffihúsastemmningu
einu sinni til tvisvar í viku fyrir þá sem ekki eru í
dagvinnu. Nánar verður sagt frá þessum nýjungum
þegar nær dregur inn á facebook-síðu kirkjunnar
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
www.frikirkja.is
Allar nánari upplýsingar um starfsemi kirkjunnar
s.s. útleigu á safnaðarheimilinu er hægt að fá inn á
heimasíðu kirkjunnar frikirkja.is eða facebook síðu
kirkjunnar Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Einnig er hægt að hafa samband við Ernu Blöndal á
netfangið erna@frikirkja
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Nýr viðskiptahraðall í Hafnarfirði!
Ætlaður fyrirtækjum og einstaklingum með það að markmiði að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði
Hugviti - frá hugmynd í heimahöfn -
er nýr viðskiptahraðall á vegum
Hafnarfjarðarbær í umsjón Ný sköpunar
setursins við Lækinn og menningar-
og ferðamálanefndar bæjarins.
Hraðallinn er ætlaður fyrirtækjum og
einstaklingum með það að markmiði að
efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði - hvort
sem um er að ræða aukna afþreyingu,
bætta þjónustu eða annan söluvarning.
Hraðalinn er opinn öllum áhugasömum,
hvort sem um er að ræða rótgróin
fyrirtæki, sprotafyrirtæki, einstaklinga
eða hvern sem er - svo lengi
sem markmið verkefnisins sé að draga
að ferðamenn og/eða fá þá til að eyða
tíma í Hafnarfirði.
Hraðallinn hefst 25. september og
stendur í átta vikur. Honum lýkur með
lokahófi um miðjan nóvember. Um
sóknar frestur er til 14. september.
Hugviti er unnin í samstarfi við
fyrirtækið RATA sem hefur staðið þétt
við bakið á frumkvöðlum á Íslandi
seinustu ár.
Hraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu
en gerð er rík krafa um að
þau teymi sem valin eru í hraðallinn
taki virkan þátt í öllu ferlinu.
Við hvetjum öll áhugasöm til að
sækja um og ef einhverja spurningar
vakna - ekki hika við að hafa samband
við okkur hér á samfélagsmiðlum
Nýsköpunarsetrið við Lækinn á
margretk@hafnarfjordur.is.
Dönsum saman
í vetur!
Fjölbreytt dansnám fyrir 2 ára og eldri
Námskeið:
Börn og unglingar
- Ballett
- Djassdans
- Loftfimleikar
- Söngleikjadans
- Nútímadans
- Commercial
- Strákahópur
Fullorðnir
- Salsa
- Loftfimleikar
- Skvísudans
Hægt að koma í fría prufutíma ef laust er á námskeið
Listdansskóli Hafnarfjarðar - Helluhraun 16 - 18 - sími: 894 0577
listdansskoli@listdansskoli.is - www.listdansskoli.is
Ný nálgun í kynfræðslu í Hafnarfirði
Untitled-8 1 18.8.2023 09:05
Hafnarfjarðarbær mun frá og með
haustinu efla kynfræðslu og kynjafræði
í grunnskólum Hafnarfjarðar. Verk efnið
er meðal annars tilkomið vegna
áskorunar ungmennaráðs Hafnarfjarðar,
foreldraráðs, Kennarasambands
Íslands og mikillar umræðu um mikilvægi
aukinnar kynfræðslu og jafnréttisfræðslu
hjá börnum og ungmennum
ásamt því sem framtakið uppfyllir
markmið lögbundinna forvarnarteyma í
skólum. Alhliða kynfræðsla og kynjafræðikennsla
verður innleidd í alla
8.-10. bekki auk sköpunar á námsskrá
sem felur í sér hæfniviðmið fyrir 1.-10.
bekk í kynfræðslu og kynjafræði.
ÝTIR UNDIR JÁKVÆTT
VIÐHORF
Tilgangur og markmið nýrrar nálgunar
og aukinnar kennslu er að auka
þekkingu og færni ungs fólks á kynheilbrigði,
virðingu, mörkum, samskiptum,
samþykki og öðrum grunnþáttum. Þar
vegur þungt að ungt fólk þekki sjálft
réttindi sín og mikilvægi þess að virða
réttindi og mörk annarra auk þess að
þekkja muninn á heilbrigðum og óheilbrigðum
samböndum og samskiptum.
Andlegt og líkamlegt ofbeldi meðal
ungs fólks virðist fara vaxandi og
mikilvægt að bregðast við sem fyrst
með uppbyggjandi fræðslu og samtali.
JAFNRÉTTI OG
FJÖLBREYTILEIKI
Á skólaþingi 2022 sendi Kennarasamband
Íslands frá sér ályktun með
áskorun til stjórnenda allra skólastiga og
menntamálayfirvalda að tryggja nem endum
allra skólastiga al hliða kyn fræðslu.
Allir skólar í Hafnarfirði taka þátt í innleiðingunni
og gera ráð fyrir fræðsl unni í
stundatöflum nemenda. Þessi virka þátttaka
allra er forsenda þess að innleiðingin
verði farsæl og fræðslan nái fótfestu í
hafnfirsku samfélagi. Kynjafræði og
kynfræðsla eru ekki skyldufög í grunnnámi
kennara en hluti af inn leiðingarverkefni
Hafnarfjarðarbæjar snýr að
fræðslu og undirbúningi fyrir kennara í
öllum grunnskólum. Fræðsla fyrir haustið
hefur þegar átt sér stað og var hún í
höndum innleiðingarstýru, Kristínar
Blön dal kynjafræðings og kennara við
Lækjarskóla, sem jafnframt mun sjá um
kynningu til áhugasamra foreldra og veita
áframhaldandi stuðning og fræðslu til
skólasamfélagsins í Hafnar firði í gegnum
kennarasmiðjur og reglubundna fundi.
Með verkefninu er Hafnarfjarðarbær að
svara ákalli barna og ungmenna með
fræðslu til nemenda um jafnrétti og
fjölbreytileika út frá öllum sjónarhornum
og gefa þeim tækifæri til að geta sett sig í
spor annarra með það að leiðarljósi að
draga úr fordómum og jaðarsetningu í
samfélagi margbreytileikans.
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 11
TVÆR
FYRIR
EINA
Þú kaupir eina pizzu, ostafylltar hvítlauksbrauðstangir og
2 l af gosi og færð aðra pizzu sömu stærðar með – ef þú sækir.
Greitt er fyrir dýrari pizzuna.
PIZZA HUT STAÐARBERGI 2–4, HAFNARFIRÐI
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
56. Bikarkeppni FRÍ fór fram á
ÍR-vellinum við Skógarsel 12. ágúst sl.
FH sendi tvö lið til keppni, bæði í
karla- og kvennaflokki A-lið FH sem
sigraði í báðum flokkum, karla- og
kvennaflokki og urðu því bikarmeistarar
utanhúss 2023.
Lið FH-A hlaut 114 stig í heildina, en
ÍR, sigursælasta liðið í bikarkeppninni
varð í öðru sæti með 100 stig og
sameiginlegt lið Fjölnis og UMSS varð
í þriðja sæti með 72 stig.
Lið Breiðabliks varð í fjórða sæti
með 68 stig, HSK/Selfoss í fimmta sæti
með 63 stig, FH-B varð í sjötta sæti
með 34 stig og lið Ármanns varð í
sjöunda sæti með 24 stig en þau voru
einungis með karlalið.
FH-INGAR BÆTTU TVÖ
GÖMUL MÓTSMET
Kristín Karlsdóttir, FH, bætti
mótsmetið í kringlukasti kvenna með
kasti upp á 51,56 m. Fyrra metið var
orðið 42 ára gamalt og átti Guðrún
Ingólfsdóttir það, 50,40 m.
Irma Gunnarsdóttir, FH, bætti 27 ára
gamalt mótsmet Sigríðar Önnu
Guðjónsdóttur í þrístökki kvenna er
hún stökk 13,39 metra. Fyrra metið var
13,02 metrar.
FH bikarmeistari í 23. sinn
Aðeins ÍR hefur unnið bikarmeistaratitilinn í frjálsíþróttum oftar
Ljósm.: FRÍ
Bæði kvenna- og karlalið FH urðu bikarmeistarar og unnu því samanlagt í 23. sinn.
FH BIKARMEISTARI
Í 23. SINN
FH varð bikarmeistari í 23. sinn og
nálgast nú óðum ÍR-inga sem hafa
orðið bikarmeistarar í samtals 25 skipti
en Bikarkeppni FRÍ fór fyrst fram árið
1966.
Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar,
hlaupaþjálfara hjá FH er þetta ár einnig
tímamót hjá FH því 50 ár er síðan
fálagið tók fyrst þátt í bikarkeppninni
þann 21. júlí 1973 en þá fór keppni 2.
deildar fram á Akureyri. Sigurður
keppti þar með FH og varð liðið þá í 4.
sæti af 8 liðum en HSÞ sigraði.
Tók svo nokkur ár að komast upp í 1.
deild en árið 1988 sigraði FH í fyrsta
sinn og sigraði síðan 15 sinnum í röð
árin 1994-2008.
Þú getur ennþá
tekið þátt!
Markmiðið með leikn um er að hvetja til
útivistar og náttúru skoðunar í fjöl breyttu
landi upplands Hafnarfjarðar og um leið að
vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum
sem leynast í okkar næsta nágrenni.
Ratleikur
HEILSUBÆRINN
Hafnarfjörður
https:/ratleikur.fjardarfrettir.is
Ratleikskortin má fá í Fjarðarkaupum Bókasafninu og víðar.
Fylgstu með á www.facebook.com/ratleikur
Síðasti skiladagur: 26. september
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 13
TILBOÐ Á ÁRSKORTUM, GILDIR TIL 20. SEPT. 2023
ÁRSKORT Í LÍKAMSRÆKT OG SUND
Á AÐEINS 39.990 KR. (Eingreiðsla)
Árskort 60 - 67 ára aðeins 31.990 kr.
Árskort 67 plús aðeins 26.990 kr.
Grunnskólaárskort aðeins 26.990 kr.
Kortasala fer fram í afgreiðslu sundlauganna
Kortið gildir í líkamsrækt og sund
í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug
og í sund í Sundhöll Hafnarfjarðar
GYM
heilsa
Hægt er að fara í aðrar GYM heilsustöðvar utan Hafnarfjarðar gegn
greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.
Suðurbæjarlaug / sími 565 3080
www.gymheilsa.is
14 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Ný lögmannsstofa
Lögmannsstofa Hafnarfjarðar
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Brjálæðisleg bílskúrssala
að Dysjum á laugardaginn!
Verið velkomin á bílskúrssölu þar sem gersemar úr geymslunni
hafa verið dregnar fram, ásamt fallegri búslóð sem selst vegna
flutninga. Skartgripir, glingur, bækur, nytjahlutir, kvenfatnaður og
fleira og fleira. Sjón er sögu ríkari, það verður heitt á könnunni og
góð tónlist í græjunum.
Velkomin í hlöðuna á Dysjum í Garðahverfi, fyrir neðan Garðaholt,
laugardaginn 26. ágúst kl. 13:00-17:00.
Nánar á facebook viðburði:
https://fb.me/e/1a8ZsDHeg
S. Bylgja og Sigurjón
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is • Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Elísabet Pétursdóttir lögmaður og Sigmundur Ingi Sigurðsson lögfræðingur.
Nú býðst Hafnfirðingum sem og
öðrum lögmannsþjónusta hjá Lögfræðiþjónustu
Hafnarfjarðar sem er ný og
framsækin lögmannsstofa að Dalshrauni
5 í Hafnarfirði.
Eigandi stofunnar er Elísabet Pétursdóttir
lögmaður, sem starfaði í tæpan
áratug í Stjórnarráðinu áður en hún
opnaði lögmannsstofu í heimabyggð.
Framkvæmdarstjóri stofunnar er
Sigmundur Ingi Sigurðsson, lögfræðingur.
Á stofunni er veitt alhliða lögfræðiþjónusta
og ráðgjöf til einstaklinga,
fyrir tækja, stofnana og félaga, þar á
meðal húsfélaga. Á stofunni er mikil
sér fræðiþekking á ýmsum mála flokkum,
svo sem á mannréttindum, stjórnsýslurétti,
fjölskyldurétti, barnarétti,
vinnurétti o.fl.
Eigendur A Hansen á Vesturgötu 4
munu opna barinn Shots bar & lounge
1. september nk.
Segjast aðstandur vilja gera kvöldin í
Hafnafirði enn áhugaverðari og líflegri
og bjóða öllum sem elska að skemmta
sér að koma. „Á barnum verðum við,
auk góðra skota, einnig með frábært
„Ástæða þess að við fórum í þennan
rekstur er að okkur langaði til að starfa
við það sem við gerum best í heimabyggð.
Í mínum huga er áríðandi að
Hafnfirðingar geti sótt alla helstu
þjónustu í bænum, þar á meðal lögmanns
þjónustu. Hlutverk lögmanna í
samfélaginu er mikilvægt. Kynslóðirnar
á undan okkur og þar á undan hafa
boðið upp á þessa þjónustu hér í
bænum og að mínu mati er mikilvægt
fyrir ört stækkandi bæjarfélag að hér
starfi öflugar lögmannsstofur,“ segir
Elísabet um aðdraganda ákvörðunarinnar
að opna lögmannsstofu í bænum.
Allar frekari upplýsingar um þá þjónustu
sem Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarð
ar býður upp á má finna á vefsíðunni
www.loghaf.is.
Ný bar opnaður í
miðbænum 1. sept.
úrval af bjór, áfengum drykkjum og
kokteilum. Karóki verður hjá okkur alla
föstudaga og laugardaga frá kl. 22:30
og alla fimmtudaga og sunnudaga frá
kl. 22 til miðnættis verðum við með tvo
fyrir einn á bjór/skot/kokteil dagsins,“
segir Silbene Dias ein rekstraraðila hins
nýja bars.
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jóhanna
Eiríksdóttir
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is • Auðbrekku 1, Kópavogi
Ljósm.: Guðni Gíslason
FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
www.fjardarfrettir.is 15
SKRÁNING Í
MATARÁSKRIFT
ER HAFIN
Skráning fer fram á www.skolamatur.is
FYLGDU OKKUR Á SAMFÉLAGSMIÐLUM
@skolamatur
@skolamatur_ehf
skolamatur@skolamatur.is | S: 420-2500
16 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2023
Gríptu
tækifærið
© Inter IKEA Systems B.V. 2023
Ostborgari 140 gr.
með salati, rauðlauk
og frönskum
Bættu við beikonjalapeño
sultu á 295,-
1.395,-
Kjúklingabringa
með bakaðri kartöflu,
smjöri og hrásalati
1.495,-
Bragðaðu á tímabundnum réttum
á veitingastað IKEA – gríptu tækifærið!
Veitingastaðurinn er opinn 11-19:30 alla daga
Skoðaðu aðra afgreiðslutíma á IKEA.is