12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

2020

Úrslitakvöldið hófst með glæsilegri innkomu kynnanna, þeim Benna, Fannari og Björgu, sem rúlluðu inn í

salinn á golfbíl með lúðrasveit Verkalýðsins fylgjandi í humátt á eftir. Höllin var troðfull af spenntum

áhorfendum og glitpappírinn fékk að fljúga um frjálst eins og fuglinn. Sviðið var stórglæsilegt og komu öll

atriðin ótrúlega vel út á sviðinu. Skemmtiatriðin voru heldur ekki af verri endanum. Norska tríóið KEiiNO,

sigurvegarar símakosningar Eurovision 2019, heiðraði okkur með nærveru sinni og fluttu slagarann sinn

Spirit in the Sky ásamt því að að flytja glænýtt lag sem tríóið hafði gefið út einungis tveimur dögum fyrr, Black

Leather. Sigurvegarar síðasta árs, Hatari, stigu að sjálfsögðu á svið. Hófu þeir sýningu sína á lagi sínu

Klefi/Samed sem þeir fluttu með palestínska tónlistarmanninum Bashar Murad. Skiptu þeir svo yfir í sigurlag

sitt frá því fyrra, Hatrið mun sigra, sem þeir fluttu með barnakór Kársnessskóla. Leynigestir kvöldsins voru

Sigga og Grétar í Stjórninni, sem fluttu Eitt lag enn, en lagið fagnar 30 ára afmæli sínu í ár.

Að lokinni símakosningu og dómnefndarkosningu á milli allra

fimm laganna sem komust í úrslit voru það Think About

Things með Daða og Gagnamagninu og Almyrkvi með

Dimmu sem voru kosin áfram í einvígið. Tók þá við ný

símakosning sem úrskurðaði um sigurvegara í

Söngvakeppninni 2020. Einvígið gekk þó ekki snurðulaust

fyrir sig þar sem tæknivandamál gerðu það að verkum að

bíða þurfti eftir flutningi Daða og Gagnamagnsins í um 20

mínútur, meðan verið var að koma hljóðinu í gang. Allt komst

þó í lag á endanum og hægt var að halda áfram með

sýninguna. Hrósa verður kynnum keppninnar fyrir vel unnin

störf þegar það var í þeirra höndum að halda athygli áhorfenda, bæði í sal og fyrir framan sjónvarpið, á

meðan viðgerðum stóð. Þetta var ekki öfundsverð staða sem þau voru í og stóðu þau sig með prýði.

Líkt og í fyrra voru það andstæðurnar sem stigu á svið í einvíginu. Dimma voru fulltrúar rokksins með

eldvörpum og stáli, og Daði og Gagnamagnið voru fulltrúar gleðipoppsins með björtum litum og glitpappír.

Að lokum var það Daði og Gagnamagnið með lag sitt Think About Things sem stóð uppi sem sigurvegari

Söngvakeppninnar 2020 og vann sér inn í leiðinni miða til Rotterdam. Sigurinn var þó nokkuð afgerandi þar

sem Think About Things hlaut í heildina tæplega 119 þúsund atkvæði, en Almyrkvi hlaut í heildina í rétt

rúmlega 80 þúsund atkvæði.

Daði og Gagnamagnið fengu því miður

ekki tækifæri til að heilla Evrópu á stóra

sviðinu í Eurovision, en lagið hefur samt

sem áður hlotið gríðarlega athygli. Það

er því nokkuð ljóst að Daði og

Gagnamagnið hafa verið landi og þjóð til

sóma, þrátt fyrir að hafa ekki getað

keppt um Eurovision-hljóðnemann í ár.

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!