12.05.2020 Views

Fréttabréf FÁSES 2020

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Takk fyrir

Daði og Gagnamagnið!

Við ætlum að hundsa tilmæli Daða Freys um að það sé bannað að ofpeppast

vegna Think About Things.

Hér er afrekalisti Daða og Gagnamagnsins og Think About Things:

Sigruðu Söngvakeppnina með yfirburðum en rúmlega

38 þúsund atkvæði skildu Gagnamagnið og Dimmu af.

Think About Things komst í efsta sætið í samanlögðum

veðbankaspám tveimur dögum eftir sigurinn í

Söngvakeppninni. Þannig hélst staðan í nokkra daga en

síðan slóst Gagnamagnið við Litháen, Búlgaríu, Sviss og

Rússland um toppsætin. Þegar Eurovision var aflýst

þann 18. mars sl. var Think About Things í 5. sæti

veðbanka.

Tók glæsilegt trend á samfélagsmiðlum þar sem m.a.

Russell Crowe, Pink, James Corden, Ricky Gervais og Al

Doyle úr Hot Chip deildu efni um Think About Things

eða lækuðu. Það var sérlega skemmtilegt að fylgjast

með laginu taka sænskar samfélagsmiðla-stjörnur með

trompi fyrir tilstuðlan Sarasongbird.

Aðdáendur Think About Things hafa keppst við að apa

eftir dansinum, spila á allskonar hljóðfæri og búa til

skemmtileg myndbönd við lagið og birta á

samfélagsmiðlum. Sumir hafa meira segja að dundað

sér við að útbúa nákvæmar eftirlíkingar af hljóðfærum

Gagnamagnsins!

Lagið var spilað í breska sjónvarps-þættinum The Last

Leg og gestir þáttarins klæddust Daða-peysum.

Daði þurfti að svara fyrir krassandi samsæriskenningar

um að Netflix væri á bak við markaðsherferð Think

About Things. Það er ekkert Eurovision án

samsæriskenninga!

Fylgjendafjöldi Daða á samfélagsmiðlum hefur

margfaldast og til að mynda er hann nú með 30

þúsund fylgjendur á Instagram.

Think About Things er nú með rúmlega 8 milljónir

spilana á Spotify. Lagið komst líka á Spotify viral-listann í

níu löndum (Íslandi, Svíþjóð, Írlandi, Belgíu, Þýskalandi,

Litháen, Noregi, Danmörku og Finnlandi).

Myndbandið við lagið er með 7 milljónir áhorfa á

YouTube og frammistaða Daða og Gagnamagnsins í

Söngvakeppninni er með 3 milljónir áhorfa á YouTube.

Voru til umfjöllunar hjá alþjóðlegu miðlum eins og

Metro.co.uk, Independent og Clash í Bretlandi. Svo var

Daði Freyr náttúrulega í viðtali á BBC þar sem

fréttamaðurinn gaf honum tólfu!

Think About Things vann kosningu Deir Kleine Song

Contest sem austurríska ríkissjónvarpið hélt sem

sárabætur fyrir aflýsingu Eurovision í ár.

Think About Things var valið besta Eurovision-framlagið

2020 af áströlskum aðdáendum í kosningu sem var

haldin í tilefni af stiklupartýi þeirra.

Lagið var valið besta lagið í kosningu escNorge sem

stóð fyrir þremur útsendingum á netinu í tilefni

kosningarinnar.

Daði og Gagnamagnið urðu hlutskörpust í Eurojury

2020 og Eurostream 2020.

Daði fer á Evróputúr í lok nóvember á þessu ári. Það er

skemmst frá því að segja að það seldist strax upp á

tónleikana í London og Dublin!

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!