12.07.2015 Views

með því að smella á þennan tengil hér. - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

með því að smella á þennan tengil hér. - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

með því að smella á þennan tengil hér. - Fjölbrautaskólinn við Ármúla

SHOW MORE
SHOW LESS

Create successful ePaper yourself

Turn your PDF publications into a flip-book with our unique Google optimized e-Paper software.

KRONIKA2009


Efnisyfirlit4 Gleðilegt sumar frá ritstjóra og skólameistaraKRONIKASkólablað Fjölbrautaskólans við Ármúla1. tölublað, 15. árgangurRitstjóri: Ari BrynjólfssonAðstoðarritstjóri: Guðrún Svava KristinsdóttirRitnefnd:Kristján HafþórssonFolda GuðlaugsdóttirPróförk:Hafliði VilhelmssonMeð í anda:Björgvin ÓlafssonSérstakar þakkir:Árni Þór ÓmarssonHólmfríður J ÓlafsdóttirHelmut HindrichssenAðalheiður ÞorbergsdóttirÚlfar Snær Arnarson6 KRONIKA7 Fortíðarþrá8 Hinn nýi skóli10 Pistill Unifem12 Annáll NFFÁ14 Trailerar15 Umhverfishyggja í FÁ16 Árstíð í helvíti17 Viðtal við Elvu afrekskonu18 Ferðasaga, Bíó203 í Berlín21 KRONIKA mælir með22 Könnun KRONIKU25 Rokksaga26 Annáll NFFÁ28 Salvador Dalí29 Miðausturlönd30 Útskriftarnemar23


RitstjórapistillÁvarp skólameistaraÞað eru frekar blendnar tilfinningar svona alveg í lok annar að sjá blaðið í svona ásamkomulagi. Eftir margaglæsta vetur undir handleiðslu Björgvins Ólafssonar í áfanganum FJÖ213 á KRONIKA nú betur skilið enþetta, en svona eru tímarnir- jafnvel stærstu blöðin eiga í töluverðum erfiðleikum. Ég og mín fámenna ritnefndbyrjuðum eins og áfanginn, að safna auglýsingum en ekkert var að hafa. Jafnvel bankinn sem árið 2007gaf KRONIKU 150 þúsund krónur neitaði að gefa okkur 5 þúsund krónur. Aðeins minna en 1,4 milljónirsem ónefnd prentsmiðja bað um til að geta prentað KRONIKU. Þess má nefna að Versló fékk heldur engarauglýsingar en lét þess vegna alla nemendur selja einn pakka af klósettpappír. Ég vil ekki hugsa til þessfíaskós sem hefði orðið hefði ég reynt það hér. Þar sem ég er ekki grafískur hönnuður er útlit á blaðinuábótavant, ég hafði hugsað lengi að gera blaðið eins og upprunalega KRONIKA, s.s. í dagblaðaprenti líkt ogVerðandi, en sú prentun kostar því miður líka. Ég vil þakka þeim sem skrifuðu í blaðið, og þakka þeimkennnurum sem veitt hafa góðan stuðning.Skólinn er með frábæra aðstöðu til þess að koma út blaði og ég vona að einhver taki blaðið að sér ánæsta ári, ef FJÖ213 verður ekki kenndur. Það er ekki gott að missa eitthvað sem skólinn hefur haft síðan1994 Við erum ungur skóli og höfum ekki margar hefðir. Ég vona að geta komið aftur eins og Jóhannes(sjá bls. 6) eftir 15 ár og sjá KRONIKU ennþá lifandi.Gleðilegt sumar.-Ari Brynjólfsson, ritstjóriSkólablað FÁ kom fyrst út árið 1994 undir nafninu Kronika. Skólablað er menningarmiðill sem endurspeglarskólalífið og þá einkum félagslíf og áhugamál nemenda. Í Kroniku er farið yfir atburði skólaársins íannálsstíl enda merkir orðið kronika samkvæmt orðabók Menningarsjóðs „skráð frásögn um sögulegaatburði í réttri tímaröð”.Við urðum bæði sár og undrandi í byrjun árs 2007 þegar Einkaleyfastofan skráði vörumerkið Krónikan ásíðu sinni. Stuttu seinna kom út vikurit með þessu nafni. Það reyndist þó ekki langlíft og var aðeins gefið útí sjö vikur. Ég andmælti skráningunni og sótti um skráningu á vörumerkinu Kronika. Málið fór fyriráfrýjunarnefnd hugverkaréttinda og tók málarekstur rúmt ár. Við unnum fullnaðarsigur þegar áfrýjunarnefndinfelldi vörumerkið Krónikan úr gildi en Kronika í eigu FÁ var samþykkt til skráningar. Það sem réðúrslitum var að Kronika hafði komið út óslitið í meira en 10 ár og því kominn hefðarréttur á nafnið.Dagskrá Árdaga 2009 var fjölbreytt og boðið var upp á margt fróðlegt og skemmtilegt. Kennt var fyrstu tvotímana alla þrjá dagana en margir kennarar breyttu út af hefðbundinni kennslu.Klukkan 10 þriðjudaginn 3. mars voru Árdagar settir og var kynnt tónlist úr Bítlasöngleik nemenda. Þá varhaldið á íþróttahátíð í Framheimilinu og var íþróttahúsið troðfullt. Í hádeginu var opið kaffihús útskriftarnema„á steypunni“ og síðan tók við frábær kynning innflytjenda, sem kynntu dansa, menningu og matþeirra fjölmörgu þjóða sem eiga fulltrúa í FÁ. Auk þess var margt fleira á dagskránni sem vakti almennaánægju. Mæting var mjög góð og hefur ekki verið svo mikil þátttaka í Árdögum lengi.Miðvikudagurinn 4. mars var dagur ferðalaga og var boðið upp á ferðir á 28 staði. Kennt var í fyrstu tvotímana en síðan dreifðust nemendur og starfsmenn í allar áttir. Ferðirnar gengu allar vel og var þátttaka góð.Fimmtudagurinn var sparifatadagur og dagskráin bar þess merki að árshátíð nemenda var framundan.Kennsla var samkvæmt stundaskrá í fyrstu tveimur tímunum en síðan hófst dagskrá sem var létt og skemmtileg.Bítlasöngleikurinn var frumfluttur kl. 14 á Nasa við góðar undirtektir. Árshátíð nemenda tókst vel, bæðiborðhald og dansleikur. Engin óhöpp urðu og var árshátíðin nemendum til sóma.Þegar þetta er skrifað eru einungis 10 kennsludagar eftir af önninni og síðan hefjast próf. Það er von mínað uppskera nemenda verði góð í annarlok. Ég bið þá sem hafa lagt sig fram en ekki uppskorið sem skyldiað örvænta ekki. Margir nemendur fara rólega af stað en blómstra þegar á líður.Gleðilegt sumar.-Gísli Ragnarsson, skólameistari45


6KRONIKA-Gamlir nemendur í heimsóknJóhannes Kr. Kristjánsson og Elfar Logi HannessonÞví miður gæti þetta vel verið síðastatölublað KRONIKU. Ég ákvað aðfinna þann sem stofnaði blaðið.Gömul tölublöð er að finna læstinni á bókasafni. Ég fékk aðgang eftirað hafa útskýrt hvað mér gekk til.Jóhannes Kr. Kristjánsson var fyrstiritstjóri KRONIKU og ég fékk hannog meðstofnanda, Elfar Loga Hannessontil að koma í heimsókn í FÁ.Jóhannes var ritstjóri Kompáss ogElfar rekur nú leikhús á Ísafirði.Við hittumst í anddyrinu áSteypunni. Þeir horfðu undrandi íkringum sig og útskýrðu að þegarþeir voru í skólanum var aðalinngangurinnþar sem skrifstofur skólanseru. Við skoðuðum saman gömuleintök. Ein grein var um að reykingamennmættu ekki lengur veraí „portinu“- sem er þar sem tenginginer á milli M og V, þar sem einnskjárinn er. Gaman var að horfa á þáfélaga fletta í gegnum blöð, bendandiá gamlar myndir af böllum.Jóhannes sagði mér að þeir hefðustofnað blaðið haustið 1993, sjálfir,án stuðnings skólans. Síðan þegarhann varð formaður nemendaráðsvar KRONIKA gefin út afnemendaráðinu. Fyrsta eintakiðkom út í janúar 1994, settupp í Macintosh tölvu. Þeir ogritnefndi gekk á milli fyrirtækjaog safnaði auglýsingum. Þeirrifjuðu upp ríg við Verzló þegarþeir voru sakaðir um að hafahermt eftir forsíðu VerzlóblaðsinsBæði Jóhannes og Elfarvoru búnir að gleyma hversumörg blöð þeir gerðu, en árin1994 og 1995 kom KRONIKA úttvisvar á önn.Það sem fyrst vaktiathygli mína var að ólíkt nýrritölublöðum var KRONIKA prentuðeins og dagblað, líkt ogVerðandi í dag. Á einni forsíðuvar að finna mynd af HumpreyBogart. Þeir rifjuðu uppað einhver mikill einkahúmorhafi verið á bak við það. Sömusögu var að segja um nafniðKRONIKA, Jóhannes man eftirlöngum djúpum samræðumum það nafn. Hann benti áskrif Halldórs Laxness og enskadagblaðaheitið Chronicle. Égbenti á einn pistilinn varðandisímaskrána Símon, og hannspurði mig hvort símaskráinkæmi ennþá út. Það var fátt umsvör.Röltandi aðeins umskólann horfðu þeir furðulostnir í kringum sig, þangað tilkomið var upp í M-stofurnar aðþeir gátu fótað sig. Fyndið aðhugsa til þess að nú á aftur aðstækka skólann.1. POX! Hver man ekki eftir þeim frábæra leik?Hægt var að harka, býtta, slamma... whatever2. Michael Jordan!Númer 23 í Síkagó Búls! Lék síðan í myndmeð engum öðrum en Kalla Kanínu, fór síðaní hafnabolta, var lélegur og fór síðan aftur íkörfu.bolta4. Tölvugæludýr!‘93 módelin voru á leikskóla þegar við vorum að sjá um þessi kvikindi. einn takki til að gefaþeim að drekka, svo horfa á rottuna dansa. Svo léku sér margir sadistar að því að láta dýriðdeyja. Þá var bara að ýta á restart aftan á tækinu.BUSAR Á NÆSTA ÁRI(háðsglósur og fortíðarþrá)Til að halda skólanum gangandi hefur skólinn, líkt og síðustu ár, leyft inngöngu nýrra nemenda, s.s. nemenda sem eru núí 10nda bekk grunnskóla. Það voru nú uppi getgátur um að hætta við það eftir ‘92 árgangs fíaskóið. Þetta fólk er fætt árið1993, nú eru margir hverjir í þessum skóla sem muna eftir sér ‘93. Þetta fólk er ekki með jafn mikla reynslu og við, og þekkjaekki það sem vekur upp fortíðarþrá hjá okkur.3. 151 Pokémonar!Vissulega voru einhverjir ‘93 smákrakkar aðsafna, en þau áttu í mesta lagi tvo kalla í fojliSíðan kom Pokemon silver og gold, þar vorukomnir 500 eða eitthvað pokemonar, þávoru líka festir komnir með leið á þessu.5. Dracco Þessir litlu plastkallar sem áttu að veraslímkallar eða eitthvað. Fott var að eiga gullitaðan, maðurátti sem sagt að safna þeim, býtta og harka. Man ekki meira.7


Vissir þú?-Pistill frá Unifem… Að rúmur milljarður manna lifir á 1 dollareða minna á dag? 70% þeirra eru konur.… Að á fátækustu svæðum heims vinna flestarkonur utan heimilisins við landbúnaðarstörfog fæðuframleiðslu? Flestar þeirra fáengin laun greidd fyrir þessa mikilvæguvinnu.… Að konur vinna 2/3 hluta allravinnustunda en fá aðeins 10% aftekjum í heiminum í sinn hlut?… Að 33 milljónir manna eru smitaðar afHIV-veirunni eða lifa með alnæmi? 95%þeirra eru íbúar þróunarlandanna.… Að stúlkur og konur á aldrinum15-49 ára eru helmingur HIV/alnæmissmitaðra í heiminum ídag?… Að í Afríkulöndum sunnan Sahara á ein afhverjum 16 konum á hættu að deyjavegna erfiðleika í fæðingu eða fylgikvillaá meðgöngu á lífsleiðinni samanborið viðeina af hverjum 3.800 konum á Íslandi?… Að árlega eru um 20 milljónir fóstureyðingaframkvæmdar á óöruggan hátt, semleiðir af sér dauða u.þ.b. 55.000 kvenna?… Að mansal, kynferðisleg áreitni, limlestingá kynfærum kvenna, morð vegna heimanmunds,heiðursmorð og útburðurstúlkubarna eru hluti af sama vandamáli?Allt er þetta ofbeldi gegn konum.10… Að nú, árið 2008, þéna karlar í öllum löndumheims meira en konur?… Að það er að jafnaði ein kona fyrir hverjaníu karlmenn í stjórnunarstöðum í einkafyrirtækjum?… Að árið 2008 eru konur í 18% þingsæta íheiminum?… Að árið 2006 var í fyrsta sinn hægt aðkjósa konur á þing í Kúveit? Konur fengutvö þingsæti.… Að árið 2008 eru konur 7 af 150 þjóðkjörnumþjóðarleiðtogum?… Að um eitt hundrað milljónir stúlkna hafaaldrei fæðst í heiminn vegna þess að þeimvar kerfisbundið eytt á fósturstigi af þvíað þær áttu að fæðast stúlkur?… Að í dag eru lífslíkur kvenna áÍslandi 81 ár og í Kanada eru þaðrúmlega 82 ár en í Líberíu lifakonur að meðaltali rúmlega 45 árog einungis 44 ár í Afganistan? Þaðer 20 árum undir meðalaldri kvennaá heimsvísu.… Að helmingur allra giftra kvenna í Suður-Asíu hefur ekki ákvörðunarvald um aðleita sér heilsugæslu?… Að minnsta kosti ein af hverjumþremur konum er barin, þvinguðtil kynlífs eða misnotuð á annanhátt einhvern tímann á lífsleiðinni?… Að 13 til 60% stúlkna og kvenna verðafyrir líkamlegu ofbeldi af hendi maka eðakærasta á lífsleiðinni? Afnám alls ofbeldisgegn konum er hið týnda þúsaldarmarkmið.… Að það er áætlað að 100 til 140 milljónirstúlkna og kvenna hafi verið umskornar?Þrjár milljónir stúlkna eiga það á hættu áhverju ári.… Að 800 þúsund manns eru seld mansali árhvert, flestir til kynlífsþrælkunar? 80%þeirra eru stúlkur og konur, og um helmingurundir lögaldri. Mansal er þriðjaumfangsmesta glæpastarfsemi í heiminumá eftir verslun með ólögleg eiturlyfog vopn.Finnst þér þetta skipta máli? Hægter að styðja þróun í þágu kvennameð því að skrá sig í UNIFEM áÍslandi og leggja þannig sitt afmörkum í baráttunni fyrir bættumheimi. www.unifem.is11


Annáll NFFÁ 2009Annáll NFFÁ 20091213


TrailerarUmhverfishyggjaí FÁFlestir hafa gaman af því að fara í bíóeða leigja kvikmynd. Þar inn í spilarvalkvíði, það er ekki alltaf sem nafniðá myndinni segir um hvað hún er- t.d.The Happening Eina sem þú veist er aðeitthvað gerist í myndinni. Þess vegnaeru myndir auglýstar, og það er gertmeð því sem kallast á góðri ensku:Trailer, eða treiler eins og það er sagtá góðri íslensku. Það eru alltaf nokkrirspilaðir á undan myndum í kvikmyndahúsumtil að fólk sem fer í bíó komiaftur. Þetta er skipulagt þannig að áundan barnamyndum eru trailerar aföðrum barnamyndum, ekki t.d. hryllingsmyndum,ekki vilja bíóhúsaeigendurað litlu dúllurnar fari að skæla viðað sjá sýnishorn af morðum.Þetta byrjaði í kringum 1913með að á undan myndum voru sýndaræfingar af öðrum myndum sem varverið að gera. Eins og við fengjum aðsjá myndbrot af George Clooney æfa sigmeð handrit og síðan myndatökuogljósamenn setja upp fyrir upptöku.Á þeim tíma voru myndir t.d. baraeinhver danssýning og þú fékkst að sjádansarana hita upp og síðan áttirðu aðfara í bíó til að sjá þá dansa. En þannigbyrjaði þetta sem sagt. Það var Nils ThorGranlund sem fann upp á þessu 1914,að klippa saman myndbrot og myndiraf æfingum og sýna á undan myndum,það var bara ein kvikmyndahúsakeðjafyrst en síðan fóru allir að apa þettaeftir honum.Þessi mynd er alltaf sýnd á undan trailerum.hvort sem það er í bíói eða á netinu.Þetta er stimpill frá bandarísku kvikmyndasamtöknumum að í lagi sé að sýnatrailerinn.Hægt og rólega breyttist síðanþetta yfir í að atriði úr myndinnivoru sýnd og steríótýpísk 4. áratugarröddlýsti söguþræðinum í grófumdráttum. Þá var sér stofnum sem sáum þetta, National Screen Service, enþeir gerðu næstum alla trailera til loka6.áratugarins. Auglýsingar voru ekki eittaf forgangsatriðum kvikmyndaveranna.Eins og trailerinn á Citizen Kane fráárinu 1941 þá var það eins og stuttmyndgerð af leikstjóranum sem gekká milli leikara á tökustað og spurðiheimskulegra spurninga. Svo var þaðtrailerinn af myndinni Psycho, þá er þaðleikstjórinn sem leikur hlutverk kynnissem labbar um tökustaðinn og talar umhvað gerist í myndinni. Upp úr 1960byrjuðu leikstjórar að hafa áhuga á hvernigmyndirnar þeirra voru auglýstar. Þábyrjuðu menn eins og Stanley Kubrickog fleiri að klippa saman hin og þessiatriði úr myndinni og með rödd undirsem segir gróflega frá söguþræðinum.Árið 1968 stofnaði AndrewKuehn fyrirtækið Kaleidoscope, en þaðsérhæfði sig í að gera almennilegatrailera. Þess má geta að James EarlJones, rödd Svarthöfða úr Stjörnustríði,vann lengi hjá Kaleidoscope við að talaundir trailera. Þetta fyrirtæki varð íuppáhaldi hjá ungum leikstjórum eins ogSteven Speilberg og Oliver Stone semhafa sagt í viðtölum að Kaleidoscopehafi breytt Hollywood til hins betra.Næstum öll trailer-fyrirtæki í dag vorustofnuð af fólki sem lærði hjá Kaleidoscope.Nú í dag eru öll stóru kvikmyndaverinmeð sér deild sem býr tiltrailera.Maðurinn sem er nýláttinnvar í Hollywood kallaður, ,,Röddguðs”,Don LaFontaine, allir sem hafa séðtrailer hafa heyrt röddina í honum.Hann sá m.a. alltaf um: ,,In a world...”og álíka- hann var notaður í Family Guyþar sem hann talaði inn á gríntrailerinnaf ‘Passion Of The Christ 2’. Nú í dageru menn að hætta að nota rödd ogbyrjaðir að klippa inn ýmis atriði til aðfá fólk til að vilja sjá myndina. Þetta erorðin ákveðin listgrein að búa til góðantrailer. Og ekki að ástæðulausu,rannsókn AWFJ sýndi að trailerar séuþriðja vinsælasta gerðin af myndböndumá netinu, og í 10 milljarða skiptiá hverju ári sé horft á trailer og fari þettavaxandi í framtíðinni.Teaser kallast fyrsta útgáfa trailers semkemur út mörgum mánuðum á undanmyndinni til að skapa eftirvæntingu.Þess má nefna að teaserinn af The Da-Vinci Code frá árinu 2006 var kominn útáður en tökur voru hafnar á myndinni!Umhverfismál eru mikilvæg og snerta okkuröll. Fjölbrautaskólinn við Ármúla leggursitt af mörkum og hefur undanfarið sýntframúrskarandi umhverfisstarf og mættufleiri skólar taka okkur til fyrirmyndar þegarkemur að umhverfismálum. Við erum meðstarfandi umhverfisnefnd sem leggur sig allafram um að fræða og hvetja nemendur tilþess að hugsa betur um umhverfið og verameðvitaðir um það.FÁ er fyrsti skólinn sem hlaut þannheiður að fá Grænfánann afhentan. Grænfáninner afhentur þeim skólum sem sýnagóðan árangur í umhverfismálum ogflöggum við stolt þeim græna dag hvern semtákn um gott umhverfisstarf. Einnig seljumvið lífrænt ræktaðar afurðir í skólanum ísamstarfi við verslunina Yggdrasil.Við í umhverfisráði nemenda(UMH214) fundum í hverri viku og skeggræðumhin ýmsu málefni sem viðkoma umhverfismálum,hvað má bæta og breyta oghvað sé hægt að gera til þess að ná betur tilsamnemenda okkar. Við, reynum að hvetjanemendur skólans til þess að flokka og sjátil þess að úrgangur sé endurunninn og svostöndum við fyrir alls kyns fræðslu.Sem dæmi má nefna að á Árdögnum semhaldnir voru fyrir skömmu vorum við meðpappírsendurvinnslu í skólanum.Þrátt fyrir allt eru samt ennþá atriðisem bæta mætti. Til dæmis þarf að draga úreða stoppa reykingar á skólalóðinni. Það erafskaplega sóðalegt að sjá útbrunna sígarettustubbaallt í kringum skólann, en reykingafólkhugsar kannski ekki út í það að þessir stubbareru marga áratugi að eyðast upp í náttúrunni.Einnig þarf að bæta umgengni innan veggjaskólans. Manni líður einfaldlega betur í falleguumhverfi svo nemendur þurfa að ganga beturum og henda rusli á rétta staði, en hér í FÁ erumerktar ruslatunnur sem eru því miður ekkieins vel notaðar og ætla mætti.Þetta á ekki bara við á skólatíma,heldur ættu allir að vera umhverfisvænir bæðiinnan og utan skóla. Flokkum og endurvinnumí heimahúsum, tökum nú höndum saman ogsýnum samhug í verki, göngum betur um ogsýnum svolitla umhverfishyggju, það kemur okkuröllum til góða.Fyrir hönd umhverfisráðs FÁ,Ragnhildur Pálsdóttir1415


Árstíð í helvíti– Fyrsta drullukakan í tertuboði heimsbókmenntannaNýverið kom út í íslenskri þýðingu ljóðabókin Árstíð í Helvíti eða Un Saison d‘Enfer eins og hún heitir áfrummálinu. En hún var skrifuð af Artur Rimbaud undir lok 19. Aldar. Fá skáld heimsbókmenntanna erusveipuð jafn goðsagnakenndum blæ og franska undrabarnið Arthur Rimbaud. Með ljóðum sínum oglífshlaupi vísaði hann fjölda listamanna veginn til nýrra tíma og hafði áhrif sem enn gætir út fyrir landamæriljóðlistarinnar, þó svo að hann hafi að mestu hætt að yrkja nítján ára að aldri. Þessi ungi anarkisti, bóhemog þjáði listamaður kom haltrandi að búgarði móður sinnar rétt fyrir utan París með sárabindi um vinstihendi eftir að Paul Verlain, fyrrverandi ástmaður hans hafði skotið hann með skammbyssu af stuttu færi.Meðferðis hafði hann ekkert nema klæði sín og uppkastið af Árstíð í helvíti. Bókin er allt í senn uppgör viðsamband þeirra Verlains og það öfgakennda og ævintýralega líf sem þeir höfðu átt saman, ádeila, uppgjöf,ferðasaga og svo margt fleira.Árstíð í helvíti er eina verkið sem Rimbaud gekk sjálfur frá til útgáfu og hóf bókin nafn hans fljótt á loftsem eins af framvörðum evrópska módernismans. Í lok 19. aldar var honum fagnað sem frelsandi guði afframúrstefnuhreyfingunni í París og þaðan lágu áhrifin svo inn í hverja stefnuna af annarri á öldinni semleið: frá dadaistum til bítskálda og til Foucoults og Jim Morrison.Rimbaud er holdgervingur ,,þjáða listamannsins“ skáldið sem dýrkaði geðveikina og bauð henni heim meðofsafengnu saurlífi, lauslæti, og drykkjuóhófi. Þessa týpu sjáum við oft í gengnum söguna, sem dæmi mánefna Jim Morrison, Sarah Kane höfundur Rústað, Sylvia Plath, Iggy Pop og fleira gott fólk. Það að dýrkageðveikina sem einhverskonar hærra ástand mannsins, leita hins ókunna á mörkum brjálseminnar og aðýta undir hana hjá sjálfum sér í nafni listarinnar er einkennandi fyrir Rimbaud sem skapaði sér ný sjálf tiltjáningar og trúði á mátt eyðileggingar til nýsköpunar.Í verkinu má finna djúpt grónar efasemdir um gildi allra kenningakerfa og fyrirheit þess vanda er fylgdiguðlausri heimsmynd 19. aldarinnar og er því ekki óskylt heimspeki NietzschesVerkið birtist nú í fyrsta sinn á íslensku í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar, sem jafnframt skrifar ítarleganeftirmála um líf og störf skáldsins.Brot úr kaflanum Nótt í Helvíti, í bókinni Árstíð í Helvíti:,,Ég hef rennt niður stórfenglegri munnfylli eiturs. –Þrívegis skyldi blessa þau ráð sem mér voru gefin!-Innyfli mín brenna. Ofsi eitursins vindur uppá limi mína, aflagar mig, knýr mig í duftið. Ég dey úr þorsta, égkafna, ég get ekki öskrað. Þetta er helvíti, hin eilífa kvöl! Sjáið hve eldurinn glæðist að nýju! Nú brenn égsem skyldi. Áfram, djöfull!“ – Arthur Rimbaud-Guðrún Svava KristinsdóttirViðtal við Elvu-alþjóðaleikastolt FÁSælir FÁ-vitar góðir og frábærir. Ég ákvað einn daginn í skólanum þegar ég sá hana Elvu brosmildu vinkonuokkar og fyrrverandi nemanda við FÁ að taka barasta viðtal við stelpuna, enda er hún eitt mesta stolt okkarí íþróttaheiminum og kom hún með ekki meira né minna en eitt gull, eitt silfur og eitt brons af Ólympíuleikunumí Kína síðastliðið sumar! Elva kemur oft á föstudögum og heimsækir okkur FÁ-vitana, og einkennirbrosmildi, gleði og ánægja hana. Elva var í FÁ síðast árið 2003 og bera kennarar skólans henni gott orð.Hún er líka svakalega fjölhæf og var hún einmitt í skíðaferðalagi á Ítalíu fyrir stuttu og fór á kostumþar að sjálfsögðu. Elva stefnir á að vinna í Húsdýragarðinum í sumar og mun hún alveg örugglega fá vinnuþar. Hér koma nokkrar spurningar sem ég spurði hana.Hvað ,,mótiveraði" þig á Ólymp..Alþjóðleikunum í Kína til þess að ná svona langt eins og þú gerðir. Varþað ekki Kristján, þarna í FÁ?-Hah, a nei, ekki beint, en það sem dreif mig áfram var keppnisskap og ákveðni, og að sjálfsögðu þjóðarstoltið!Nú vannstu gull, silfur og brons! Hvernig leið þér að vera á pallinum í Kína að taka við medalíunum? Varstuekki bara að fara yfir um af stolti?-Jú heldur betur, þetta var æðislegt.Ein spurning að lokum, fáum við ekki að sjá nóg af þér á næstu önn?-Jú heldur betur! Hlakka til að koma í heimsókn eftir sumarið.Og með því kveðjum við þessa yndislegu manneskju og frábæru afrekskonu.-F.h. íþróttaráðs nemendafélagsins, Kristján Hafþórsson1617


Ferðasaga- Bíó203 í BerlínSíðasta haust var settur á fót nýráfangi hér í FÁ, kvikmyndagerðaráfangisem fékk nafnið BÍÓ103.Kennari var ráðinn, Þór Elís Pálsson,sem kenndi við Kvikmynda- oghandritaskólann. Hópurinn varupprunalega um 17 manns en eftirbrottfall voru rétt um tíu sem stóðueftir í lok annarinnar. Vegna kreppunnarþurfti skólinn að fylla allaáfanga, allar stofur og óvinsælum,fámennum áföngum hent út. Meðþví að hafa tíma klukkan fjögurtvisvar í viku fengum við stofu.Skólinn er með mjög góða aðstöðutil stuttmyndagerðar, kvikmyndatökuvélarog tölvu sem getur keyrt gottklippiforrit. Í nóvember síðastliðinnfengum við bréf frá Þýskalandi, þarsem skólinn var beðinn um að takaþátt í umhverfiskvikmyndaverkefni,við vissum ekkert út í hvað viðværum að fara. Sumir hugsuðu þaðversta, aðrir það besta, en allir vorusammála um það að fara til Berlínarværi geðveikt. Okkur var líka sagtað þýskur kvikmyndagerðarmaðurmyndi koma hingað til að kennaokkur. Fyrsta hindrunin var að viðfréttum að við sjálf þyrftum að borgaflugmiðann út, en allt annað yrði íboði Þjóðverjanna. Við ákváðum aðsafna styrkjum hjá hinum og þessumfyrirtækjum. Mjög erfitt er aðfá fyrirtæki til að gefa frá sér peningþegar kreppan er svona slæm. Síðanleituðum við til ráðuneytanna ogfengum eitthvað frá bæði Sorpu ogmenntamálaráðuneytinu. Eftir frekaribréfaskriftir milli Helmuts þróunarstjóraog Þjóðverjanna fengumvið að vita að þetta væri fjölþjóðlegtverkefni með unglingum frá Frakklandi,Póllandi, Króatíu, Þýskalandiog síðan FÁ, og ættum við að læra aðgera auglýsingar um umhverfið.Í janúar kom kennarinn,Thomas Frick, til að kenna okkur aðkvikmynda auglýsingar, við vorumtekin úr skólanum í eina viku til aðvera í sér tímum hjá honum. Viðkomum inn í þetta með opnum hugaog hann virtist vera mjög viðkunnalegurmaður, með sítt hár ogtalaði bjagaða ensku. Hann sagðiokkur að hann ætlaði að kenna okkurað skrifa auglýsingar, og seinna aðgera auglýsingu. Við fengum að vitaað við ættum að skrifa auglýsingufyrir vinnuveitanda hans, þýskanleikstjóra að nafni Helmut Spiering,og ef okkar auglýsing yrði valinþá fengjum við kannski að fara tilÞýskalands í sumar til að leikstýraBerlínarfarar: Gabríel, Bergur, Ari, Þorri, Lárus, Ruta, Grímur og Dagmarhenni. Við komum með endalaustaf hugmyndum en þær voru allarskotnar niður eða þá hugmyndinnibreytt af honum í einhverjahálfgerða vitleysu. Síðan gerðum viðhinar og þessar æfingar, sú stærstavar að hópnum var skipt í tvennt ogbáðir hóparnir fengu klukkutíma tilað gera eina stuttmynd. Þaðheppnaðist en furðulegt var aðbáðir hóparnir gerðu mynd semgerist inni á klósetti. Thomas sagðiað það sama gilti um okkur og meðkrakkana í hinum löndunum. MeðThomasi kom þýskt tökulið sem tókokkur m.a upp á Þingvöllum að segjafrá um sögu landsins, og það yrðinotað í heimildarmynd um verkefnið.Flestum okkar fannst undarlegtað við værum að komast að svonastórum hlua af verkefninu svonaseint og aðeins þegar Thomas sagðiokkur það.Seinna kom í ljós að þettavar ekki það eina sem okkur var ekkisagt...Hópurinn fór með Thomasiniður í bæ, og spjölluðum við viðhann heillengi. Merkilegt varað hann hafði gert mynd með UdoKeir(sem lék Yuri í Red Alert 2).Hann talaði líka um hvernig það varað alast upp í Austur-Þýskalandi, ogað hann hafi verið rannsakaður aföryggislögreglunni, og þegar Þýskalandvar sameinað 1990 fór hann ogsótti skýrsluna um sig og komst aðþví að kærastan hans til margra árahafi verið að njósna um hann. Hannhætti með henni. Þegar hópurinn varað labba upp Skólavörðustíg hittumvið Dag Kára kvikmyndagerðarmann,Thomas hafði séð myndir eftir hannog sagði honum að endirinn áVoksne Mennesker hafi verið lélegur,Dagur Kári fór í burtu án þess að vitahver þetta var. Thomas fór síðan ogvið vorum farin að hlakka til að faratil Berlínar.Daginn sem við fórum,fórum við í alla tímana fyrir hádegiog fórum síðan út á flugvöll. Eftirnokkurra tíma flug lentum við í Berlín.Það var orðið frekar seint þannigað við fórum að sofa fljótt eftir aðvera komin á ungmennaheimilið þarsem við áttum að gista á meðan viðværum úti.Fyrsti dagurinn var frekarauðveldur. Krakkarnir frá hinumlöndunum áttu ekki að koma fyrr enum kvöldið þannig að dagurinn hjáokkur fór í að fara yfir auglýsingahandritinmeð Thomasi. Flestir notuðudaginn í að sofa. Um kvöldið voru allirhinirhóparnir komnir. Þýski hópurinnmeð leiðtoganum sem talaðibara þýsku, Helmut Speiring. Þá fengumvið smá upphitun fyrir það semkoma skyldi- við gátum valið milliþess að fara á fyrirlestur hjá blaðamanniDer Spiegel eða hjá fulltrúaGreenpeace. Ég ákvað fyrirfram aðGreenpeace-konan myndi tala tómavitleysu, það fékk ég staðfest eftirá. Der Speigel maðurinn átti að talaum fjölmiðla og umhverfið, ég fékktúlk sem sagði mér reglulega „He istalking about the media and environment“.Ég var engu nær. Eitt komokkur samt á óvart, Grímur sagðieitthvað og blaðamaðurinn sagði aðhann ætti íslenska konu sem væri fráÍsafirði. Þarna tókum við fyrst eftirþví að sumir þýsku krakkarnir værumeð fyrir fram skrifaðar spurningar.Um kvöldið fengum við líka fyrst aðheyra slagorðið sem enginn í þessariferð mun gleyma: „Jugend! Denkt!Um! Punktum! Welt!“, öskrað aföllum þýsku krökkunum.Dagur 2 byrjaði illa, morgunverðurinnvar sá sami og kvöldverðurinn:kartöflusalat, brauð ogýmiskonar kjötálegg. Síðan var farið í lest,eitthvað sem við þurftum að venjastað gera í um þrjá klukkutíma áhverjum degi. Við fórum í Babelsbergstúdíóið, okkur var sagt að QuentinTarantino væri nýbúinn að taka uppatriði með Brad Pitt. Eftir að namedroppaþví fórum við inná lóðina,fremsta húsið var okkur sagt að þarhefði áróðurshöfuðstöðvar nasistaverið. Við hittum tölvuteiknara semhafði unnið að nokkrum Hollywoodstórmyndum, við sátum fund þarsem hann talaði ensku eitthvað semvið áttum eftir að sakna þar semþetta var eini fyrirlesturinn sem viðvissum alveg um hvað verið var aðtala. Við fengum að skoða skrifstofurnarog fengum nafnspjald hjá honum.Hádegisverðurinn var framreiddur ískrifstofuhúsi þingsins, Paul Löbehús,alvöru matur var vel þeginneftir pylsu/kartöflusalat fíaskóið. Viðsettumst á tröppurnar og slagorðiðhrópað: „Jugend! Denkt! Um! Punktum!Welt!“ . Í því húsi hittum viðfulltrúa stjórnmálaflokkana. Útvaldirþýskir krakkar spurðu spurninga semáttu að vekja fólk til umhugsunar.Kvöldinu var eytt í franska sendiráðinuvið enn einn fyrirlesturinn.Næstu daga fundum viðupp nöfn á nokkur þýsku krakkannaeinn hét Felix, hann varlátinn heita Kisi. Annar hét Nils, hannfékk viðurnefnið Apinn(eftir apanumNíels í Línu Langsokki). Þetta vargert til að við gætum talað um þauán þess að neinn fattaði. Í lestinni áöðrum deginum talaði ég lengi viðKisa um verkefnið. Hann sagði mérað þau væru bara þarna því skipuleggjandinn,Helmut Spiering, varbúinn að lofa þeim frægð og frama ígegnum þetta verkefni. Enginn afþeim hugsaði nokkuð um umhverfið, barahrædd við að segja nei við manninn,og að allar spurningarnar hefðuverið skrifaðar af Spiering sjálfum. Íhádeginu settumst við hjá nokkrumaf þýsku krökkunum og þau sögðuokkur að Helmut Spiering væri stærðfræðikennarií skólanum þeirra oghefði frekar mikið sjálfsálit.Á þriðja deginum fórum viðá generalprufu hjá simfóníunni, sáumpíanóleikarann Lang Lang æfa sig.Hann fékk að heyra: „Jugend! Denkt!Um! Punktum! Welt!“. Síðan var fariðí þýska sjónvarpið ZDF og við settumstinn í eitt stúdíóið. Það voruengir sjónvarpsmenn, stúdíóið semvar notað undir einhvern morgunþáttvar bara til að það liti út fyrir að veraí sjónvarpinu fyrir þessa mynd semSpiering ætlaði að gera. Tvær þýskarstelpur fóru upp á svið og spurðuspurninga sem einhver yfirmaður hjásjónvarpinu svaraði. Nokkrir Íslendingarsátu á fremsta bekk, og í svonastúdíóhita var farið úr skónum aðíslenskum sið. Einn úr þýska hópnumsat nálægt og fékk sms, svo gafhann merki um að fara skyldi aftur ískónna. Við komust að því að sms-iðkom frá Spiering. Óþægileg tilfinningfór í gegnum mig.Um kvöldið fóru nokkuraf okkur á farfuglaheimilið að talavið þýsku krakkana inni á herbergi.Apinn, sem virtist vera metnaðarfyllstur,fór að tala um hversu mikiðhann vissi um umhverfismál, og vissihvað átti sé stað á Íslandi. Hann varleikinn grátt af okkur, sem spurðumí fullri alvöru hvort hann þekkti ekkitil hins fræga íslenska náttúruverndarsinna,Palla Pungs, sem hefði eitthvaðað gera með virkja læki í Noregi.Apinn hafði að sjálfsögðu lesið alltum hann, og misstum við að sjálfsögðualla virðingu fyrir þessum krökkum.Að rifja þetta upp finnst mannikannski að hann hefði ekki skilið alltsem við sögðum, en tilfinningin semvið fengum var ekki góð.Eftir nokkra daga var alltorðinn hálfgerður brandari. Þýskukrakkarnir voru bara ruglaðir oghlýddu Spiering í einu og öllu,Króatarnir voru á sömu nótum ogvið, Frakkarnir töluðu flestir ekkiensku og Pólverjarnir létu ekki sjásig. Allir fyrirlestrarinir voru farnir aðblandast saman, mest allur tíminnþar fór í að dotta og dagdreyma.18 19


um útgönguleiðir. Á einum af þessumfyrirlestrum var einn af þýsku strákunumsem hélt hurðinni opinni fyrirmig, bláeygða strákum, en slepptihurðinni þegar Pólverji nálgaðist.Hvort þetta var einstakt dæmi eðabara samskipti þjóðanna í hnotskurnveit ég ekki.Einhverntímann þegar viðvorum í lest fékk ég sms frá móðurminni þar sem hún sagði okkur aðstjórnin væri fallin. Ég hringdi strax,og gaman var að hrópa upp nöfnnýju ráðherranna yfir lestarvagninn,án efa við mikinn fögnuð óbreyttrafarþega.Á föstudeginum fórum við ávísinda- og veðurathugunarstöðinaí Potsdam. Upp á tjald var varpaðhvað hefði átt sér stað á hverju árisíðan stöðinni var komið upp umaldamótin 1900. Milli 1914-1919var gat, og á milli 1939-1946 varannað gat. Ég fann þá fyrir svo mikillivorkunn með Þjóverjum að þurfa aðvera minntur á heimsstyrjaldirnarstöðugt, jafnvel í gegnum eitthvaðplagg á veðurathugunarstöð. Þýskustelpurnar sögðu mér að enginnhugsaði þannig út í þetta, þetta hefðubara verið gjörðir langömmu og langafa,ekki eitthvað sem þau ættu aðhugsa um. Eina sem við sáum að vitií þessari stöð var þegar þeir senduupp veðurathugunarloftbelginn,eitthvað sem allir Íslendingarnir ogKróatarnir voru sammála um: Hversugaman það væri ef einhver væri meðriffil.Við fórum á Svanavatnið,einn frægasta ballett í heimi. Þóttskemmtilegra hefði verið að fara íIMAX bíóið í Berlín, þá var þetta mjögflott. Maður gekk út voða menningarlegur.Seinna menningarkvöldiðvar farið að sjá Lang Lang og simfóníuhljómsveitina.Þar voru nokkriraf þýsku krökkunum með eldri konumeð sér. Þvílíkt að sjá um hana oghafa ofan af fyrir henni, eitthvað semfurðaði mig. Seinna komst ég að þvíað þetta var konan hans Spiering.Á laugardeginum stakk íslenskihópurinn af. Þar sem ekkert stóðá dagskránni fórum við bara í bæinn.Þór Elís kennari sagði okkur sögur afþví þegar hann heimsótti borgina áníunda áratugnum, þegar borginnivar skipt í tvennt af Berlínarmúrnum.Það fyrsta sem við gerðum var aðfara á steikhús, þurftum að fá smáalvöru mat, tilbreyting frá brauðimeð kartöflusalati. Síðan var farið íverslunarmiðstöðina og Starbucks.Um kvöldið vorum við látin sitja, aðbeðni Spiering þegar óskarsverðlaunaleikkonanMartina Gedeck las uppúr einhverri bók. Eftir á að hyggjaskil ég ekki hvernig allir úr íslenskahópnum lifðu það af, að sitja þögulhlustandi á tungumál sem við ekkiskildum í þrjú korter. Þegar húnkláraði að lesa, sem virtist vera nokkrumdögum seinna, var slagorðið„Jugend! Denkt! Um! Punktum! Welt!“hrópað og hún látin faðma Spiering.Sunnudeginum var eyttaðallega á safni í miðbænum. Fyrstað skoða safnið, síðan stungu nokkrirúríslenska hópnum af og fóruí bæinn meðan einhver fyrirlesturvar haldinn. Þegar það var búið varaðalsalnum breytt í dansgólf, og boðiðvar upp á fínar veitingar. Búið var aðvelja mig til að tala fyrir íslenskahópinn, þannig að ég fékk faðmlag fráSpiering. Pólverjarnir voru ekki með,þannig að þegar komið var aftur áfarfuglaheimilið fann ég pólsku kennslukonuna.Hún gaf bara þá skýringuað þau hefðu verið þreytt ognenntu ekki á safnið, ég leyfði þeirriafsökun að duga, þótt mig grunaðiað þau hefðu ekki verið sátt viðÞjóðverjana. Þegar ég spurði nokkraúr þýska hópnum varðandi samskiptivið Pólverjana höfðu þau lítiðað segja. Eina sem væri, að algengtværi að pólskir glæpamenn stælubílum við landamærin. Ég missti þáút úr mér: Bílar, en þið stáluð gyðingunumþeirra. Ég hefði haldið ég ættiað hafa verið barinn, en þeir sprungubara úr hlátri.Um morguninn fórum viðsíðan í hús Evrópuráðsins þar semfulltrúar frá öllum þjóðunum í verkefninufóru upp í ræðupúlt og sögðufrá sinni reynslu. Ég fór fyrir okkur,með post-it miða sem gagnaðist mérlítið. Ég talaði um eitthvað sem ég lasí Lifandi Vísindum, og þakkaði fyrirokkur á íslenskan máta og uppskarmeira að segja hlátur frá Spiering.Eftir það var farið út að Brandenburgarhliðinuog öskrað nokkrumsinnum: „Jugend! Denkt! Um! Punkt!Welt!“. Daginn eftir var haldið heim áleið í venjulega tilveru.-Ari BrynjólfssonKRONIKA mælir með- TónlistThe Cool KidsThe Bake Sale (EP)Ef þú kallar sjálfa/n þig Hip Hop áhugamann þá ættir þú að vita að the Cool Kids eru meðsvölustu Hipsterum senunnar í dag. Þeir sækja innblástur sinn í old school hip hop eðagullaldar hip hop og ekki síðri manna en Eric B og Rakim. Black Mags og Pump up the volumelög þeirra voru vinsæl árið 2008 en þau eru með sub-hljómum sem gefa þér hægðatregðu ogtöktum eitraðaðri en miltisbrandur. Þetta kaffi er svart, krakkar, enginn sykur, engin mjólk....ekkert kjaftæði.Buraka som sistemaBlack Diamond (LP)Ef þú ert hrifinn af M.I.A, Esau Mwamwaya, Radio Clit records eða DJ Marlboro þá ætti Burakasom sistema að hreyfa við þér. Ef þú vilt kraftmikla takta, innblásna af heimstónlist meðglæpsamlegum melódíum þarft þú vart að leita lengra.Animal CollectiveMerriweather post pavilion(LP)Animal Collective er ein af þessum hljómsveitum sem sumir dýrka en aðrir hata, það er baraþannig. Endalaus gleði, frumstæðir taktar, barnaleg textagerð og einfeldni ræður ríkjum enþað er ekki slæmt þegar kemur að Animal Collective. Snilldar melódíur, sem fara á flug í einhverskonargleði folk/indie pop geðveiki.SKREAM!Watch the ride (MIX)Dubstep undrið Skream heldur hér áfram að kanna nýjar leiðir stefnunnar Dubstep semkomin er undan 2-step, Drum‘n bass senu Bretlandseyja. Eitraðir hljóðgervlarnir leika ávaltljúflega í höndum Skream og er Watch the Ride þar engin undantekning.SquarepusherNumbers Lucent (EP)Meistari Tom Jenkinson, betur þekktur sem Squarepusher, gaf nýlega út EP plötuna NumbersLucent en hún kemur út í beinu framhaldi af síðustu breiðskífu hans Just A Souvenir. Það erhreint ótrúlegt hvað þetta ólíkindatól nær að koma manni stöðugt á óvart eins og glögglegamá heyra í laginu “Illegal Dustbin”.CSSDonkey (LP)Donkey er önnur plata brasilíska elektró bandsins CSS og er erfitt að fylgja þeirri fyrstu eftir.Þessi plata er um margt frábrugðin þeirri fyrstu en hana einkenndu kynþokki og partýstuð.Þessi aðeins þyngri plata kemur mjöðmunum þínum þó ósjálfrátt til að rugga til hliðanna.2021


Könnun KRONIKU2009Skróparðu?NeiEf ég er þunn/ur9%32%Kyn?KRONIKA ákvað í ár skyldi gerð könnun, líkt og var gert síðast2007, úrtakið var 100 nemendur innan skólans. Könnunin ernafnlaus.Alltaf þegar égnenni ekki í tímaEf stofan er áöðrum stað en éger á...Ég reyni eins ogég get4%22%33%Strákur45%Stelpa 55%Hefurðu mætt á skólaball þetta ár?Já, öll!14%Ætti að vera frjáls mæting?Fór einu sinni eðatvisvar27%Nei35%Ég nennti aldrei59%Já!57%Veit ekki8%Hvað heitir skólameistari FÁ?Sölvi Sveinsson2%-2 % skólans hefur væntanlega verið sendir til skólameistara árið 2003og hafa ekki þorað að gá hvort hann sé þarna ennþá...Ertu í sambandi?Helmut Hinrichsen6%Já42%Gísli Ragnarsson78%Flókin spurningNei10%48%Ólafur F. Magnússon 14%- Ég vona að þessi 14% séu að rugla fyrrverandiborgarstjóra við Ólaf aðstoðarskólameistara, enmaður veit aldrei22 23


Hefur nemendaráðið staðið sig vel í ár?Já19%RokksagaNei40%Betur en ef égværi í því9%Hvaða nemendaráð? 32%Hefurðu mætt drukkin/n á skólaball?JáDrekk ekkiEr hægt að mætaöðruvísi?16%16%44%-Þegar verið var að teljaatkvæðin mátti sjá að 17%af þessum 19% sem settujá höfðu líka merkt við: hefaldrei farið á skólaballArngrímur ‘Vicious’ Gunnhallsson,kennari áfangansRokksaga eins og hún er kennd í FÁ er hluti afmenningarsögu – SAG303.Kennslan miðast við þá augljósu staðreynd að ekkier hægt að gera allri rokksögunni tæmandi skil.Valin eru nokkur þemu og þeim gerð ítarleg skil.Þar má telja upphaf rokksins, bresku innrásina ogBítlana, blómabörn og pönk.Í verkefnavinnu sinni velja nemendur efni semtengist rokki sem þeir hafa áhuga á og kynna þaðsíðan fyrir samnemendum sínum og kennara. Þarkemur ýmislegt til greina. Má þar nefna rokktónlistarstefnur,bækur, kvikmyndir eða myndlist tengtunglingamenningu, rokkóperur, tónlistarflytjendur,texta- eða lagahöfundar o.s.frv. Í verkefnavinnunnier lögð áhersla á að nemendur útskýri á hvern háttviðfangsefnið endurspegli eða móti tíðarandann.Sem dæmi má nefna: Hvers vegna kom pönkið uppum miðjan áttunda áratuginn? Hvað var það í breskusamfélagi sem kallaði á svartsýni og uppreisnarhugungs fólks? Sem svar við þessum spurningum mát.d. skoða viðvarandi atvinnuleysi ungs fólks,geggjun kalda stríðsins og diskósins.Hef aldrei mætt áskólaball24%Er einhver kennari sem þig langar að sofa hjá?Já17%Nei79%Ég hef sofið hjákennara4%Nemandi með brennandi áhuga að kynna rannsóknarefni sitt.24 25


Annáll NFFÁ 2009Annáll NFFÁ 20092627


Salvador DalíMiðausturlönd-Öfgar í allar áttirSalvador Domingo Felipe JacintoDali Doménech er einn þekktastilistamaður síns tíma. Við þekkjumhann betur undir nafninu SalvadorDalí.Hann fæddist 11.maí 1904 íFigueres,Spáni. Dalí hlaut sérstaktuppeldi þar sem að faðir hansbeytti hann ströngum aga á meðanmóðir hans vildi að hann framfylgdilistinni, sem að hann sýndi miklahæfileika til frá unga aldri. Hann vareinnig með miklar ranghugmyndirum sjálfan sig því allt frá fimm áraaldri var hann látinn halda að hannværi bróðir sinn upprisinn, en hannlést 9 mánuðum fyrir fæðingu Dalís.Árið 1916 fór Salvador í myndlistarskóla.Til að undirstrika hæfileikahans þá var hann aðeins fimmtán áragamall þegar hann hélt sýna fyrstuopinberu sýningu. Dauði móðurhans árið 1921 var eitt mesta áfallhans í lífinu, ekki hefur það skánaðþegar faðir hans giftist systur látinnareiginkonu sinnar stuttu eftir, enSalvador hefur sagt að hann lagðiblessun sína yfir hjónabandið vegnamikillar virðingar fyrir frænku sinni.Árið 1921 hóf hann nám í skólanumAcademia de San Fernando í Madrid.Hann dró strax mikla athygli að sérfyrir sérstakt útlit og gamaldagsmálfar, en það voru verkin hans , þarsem hann byrjaði að leika sér meðkúbisma, sem áttu hug allra. Í skólanumuppgötvaði hann einnig Dada, semer menningar hreyfing sem byrjaðií Sviss í fyrri heimstyrjöldinni, Dada28hefur fylgt verkum hans síðan.Dalí var rekinn úr skólanum árið 1926 rétt fyrirlokaprófin þegar hann sagði að enginn meðalstarfsfólksins væri hæfur til að leggja fyrir hannpróf. Það sama ár hélt hann til Parísar þar semhann hitti Pablo Picasso en Picasso hafði þegarheyrt góða hluti um Dalí. Á næstunni meðanDalí var að þróa sinn eigin stíl varð hann fyrirmiklum áhrifum frá þessum þekkta listamanni .Það má sjá í verkum hans að hann notast viðklassíska jafnt sem nýstárlega strauma, stundumí mismunandi verkum en einnig blandarhann þeim saman. Dalí lét sér vaxa áberandiyfirvaraskegg , en kveikjan af því kom frá spænskamálaranum Diego Velázquez. Þetta einstakaskegg varð tákn hans og stór hluti af hans einstakaútliti það sem eftir var.Í ágúst 1929 hitti hann gyðjuna sína, innblásturinnog verðandi eiginkonu, Gala. Á þessumtíma var Salvador dalí nær alfarið farinn aðhallast að óraunsæisstefnunni.Hann varð einnigþekktur meðal samstarfsfélaga sinna fyrirtæknina að líta til undirmeðvitundarinnar fyrirlistrænan innblástur. Faðir hans var ekki beintsáttur með stefnuna sem sonur hans var að takaí list sinni, enda kristinn ,þröngsýnn, miðstéttarlögfræðingur sem skildi jafnvel ekki listænatjáningu Dalís, en það rofnaði uppúr sambandiþeirra vegna þess.Árið 1931 málaði Dalí eina sína frægustu mynd,sem að margir tengja hann við, en hún nefnistThe Persistence of Memory . Verkið sýnir myndaf bráðnandi vasaúrum.Það var ekki fyrr en árið 1934 sem Dalí varkynntur fyrir Ameríku. Sýning verka hans varhaldin í New York og hlaut strax mikil lof gagnrýnenda.Vegna sinna pólítísku skoðana varð Dalí fyrirmikilli gagnrýni innan hóps síns . Sumum fannsthann líka vera of mikið fyrir frægðog peninga eða eins og við myndumsegja þá varð hann pínu “sell out”Um 1949 fluttu Dalí og kona hansaftur til Spánar frá Bandaríkjunum,nú varð hann fyrir gagnrýni vegnaákvörðunar sinnar að búa á Spánimeðan Franco ríkti þar. Á sínumseinni árum fór Dalí út í auglýsingagerðhannaði meðal annars ChupaChups merkið sem allir kannast við.Eftir að kona hans lést er sagt aðhann hafi misst alla löngun til að lifa.23. janúar 1989 á meðan uppáhaldsplata hans af Tristan og Isold varspiluð lést þessi merkilegi maður áheimili sínu 84.ára að aldri.Hann var ekkert ef ekki fjölhæfur,enda skildi hann ekki bara eftir sigmálverk heldur teikningar,kvikmyndir,ljósmyndir og skartgripi. SalvadorDalí er einn stórfenglegastilistamaður síns tíma og hefur lagthornstein fyrir marga málara og listamennnútímans.- Folda GuðlaugsdóttirEftir árásirnar 11.september2001 réðust Bandaríkjamennog fleiri ríki inn í Afganistan,lítið land í Miðausturlöndum,með það markmið aðráða niðurlögum Al-Qaidahryðuverkahópsins og finnaforsprakka þeirra, OsamaBin Laden. Síðan í mars 2003réðust þeir án samþykkisSameinuðu Þjóðanna inn í Írak.Enginn endir virðist á átökum,þó enginn landher sé eftir tilað berjast við, óvinir Bandaríkjahersí þessum löndum er lítillhópur af íbúunum sem teljasig ekki þurfa þeirra hjálp.Eina ástæðan fyrir því að BNAsé yfirleitt að hugsa í þessumheimshluta er staðreyndin aðolía er þar að finna. Ég tel aðef enga olíu væri þar að finnamyndi enginn yfirleitt vita afþessum stöðum. Markmiðstjórnar George W. Bush, varað koma á fót lýðræðisstjórní þessum löndum, með þaðlangtímamarkmið að lýðræðiðmyndi smita frá sér og gera öllarabalöndin lýðræðislönd semværu hliðholl BNA.Winston Churchill sagðiað lýðræði væri kannski ekkibesta leiðin til að stjórna, enværi sú besta sem hefur veriðá reynt. En hvaða rétt höfumvið sem vestræn ríki að segjaöðrum fólki hvernig það á aðlifa? Fólk sem lifir ánægt meðheimilsofbeldi, takmarkaðanrétt kvenna og lifa algerlega ítakt við trúarbrögð sín. Maðurmætti halda að þessi gildi værutengd gömlum tíma, eitthvaðsem tíðkaðist á miðöldum. En þaðvar ekki fyrr en Talibanar tóku völd íAfganistan 1996 að konur máttu ekkiganga úti á götu nema í fylgd meðkarlmanni.James Q. Wilson birti ritgerð sína árið2002 þar sem hann benti á muninn ákristni og íslam, spurningin: hví eruhin kristnu lönd þróaðri í dag en löndsem aðhyllast íslam? Á 16.öld komupp mótmælendatrú, sem neyddi líkakaþólsku kirkjuna til að losa fólk fráþví að lifa einungis fyrir trúna. Íslamhefur aldrei fengið sína mótmælendur.Erfitt er að ímynda sér að lifa við aðkonur megi ekki gera neitt, enginnmá smakka áfengi og ef þú biðurekki til guðs nokkrum sinnum á dagþá ertu útskúfaður úr samfélaginu.Áætlun George W. Bush var að innleiðavestræn gildi, og síðan skildi hannekki neitt í neinu þegar íbúarnir viljaþað ekki. Svona eins og gefa einhverjumsem á asna glænýjan bíl, og sásem á asnann hristir bara hausinn- svoneyða viðkomandi að taka við bílnumog taka asnann í burtu- og fatta ekkiafhverju asnaeigandinn fyrrverandiverður reiður.Okkur líður illa við að heyra að samkynhneigðireru hengdir og konurmyrtar fyrir að hafa stundað kynlíffyrir hjónaband(myndi ekki ganga áÍslandi), hvað þá að heyra að 8 árastelpa var látin giftast fertugum manni.En þetta eru gildi fólksins, höfumvið einhvern rétt til að breyta þeim?Til að mynda vill fátt trúað fólk látagagnrýna trú sína, sem er skiljanlegteigumvið að grípa inn í þegar fólkgerir ofangreinda hluti í nafni trúar?Nú munu margir benda á að einungisein lítil setning í Kóraninum(Biblíamúslima) segir að konur eigi að verameð slæður. Stór hluti múslimasetur engar hömlur á konur,hvort sem talað er um slæðureða keyra bíl eða slá þær tilef grauturinn brennur við.Einn sem ég þekki líkti þessuvið þegar Íslendingar hristahausinn og andvarpa þegar viðheyrum sögur af bankamönnumhaga sér illa- hann hristirhausinn og andvarpar þegarhann heyrir að kona hafi veriðmyrt í nafni trúar.Al-Qaida, talibanar og önnuröfgasamtök aðhillast Wahabisma,sem er í íslam einsog Mormónar eru í kristni- ekkivinsæl öfgatrú með furðulegartúlkanir á trúartextum. Vont erað sjá þegar allir múslimar erustimplaðir hryðjuverkamennbara vegna nokkurra heimskramanna- ég sleppi því að komameð samlíkingu við bankahrunið.Ekki er hægt að kennafólki sem aðhyllist öfgatrúað haga sér skynsamlega, eneinungis mjög fáir færu aðfremja hryðjuverk. Flestir lifabara í sínum eigin heimi, viðhöfum ekki rétt á að segjaþeim hvernig á að lifa. Bara efþeir sætu ekki á allri þessarridásamlegu olíu.29

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!