18.03.2017 Views

Saga_IR_503545

You also want an ePaper? Increase the reach of your titles

YUMPU automatically turns print PDFs into web optimized ePapers that Google loves.

Heil öld til heilla - <strong>Saga</strong> ÍR í 100 ár<br />

Knattspyrna<br />

for manns stóli haustið 1930 lagði hann<br />

til, að stofnuð yrði knatt spyrnu deild<br />

innan félags ins vorið eftir. Farið skyldi<br />

rólega í sakirnar og eingöngu byrjað<br />

með flokk ungra drengja. Var sú tillaga<br />

hans samþykkt á stjórnarfundi<br />

23. október 1930 en síðan segir ekki<br />

meir af því máli. Virðist raunar ekkert<br />

hafa gerst í því fyrr en Haraldur<br />

Johannessen beitir sér fyrir deildarstofnun<br />

rúmum átta árum seinna.<br />

Í millitíðinni varð félagið við beiðni<br />

knattspyrnufélagsins Fram og leyfði<br />

liðsmönnum þess félags að æfa hjá ÍR<br />

a.m.k. frá áramótum 1933 og fram á<br />

sumar. Æfðu þeir í ÍR-húsinu með<br />

öðrum flokki ÍR í fimleikum og sóttu<br />

sér þannig aukinn líkamsþrótt og<br />

hreyfifærni áður en keppnistímabilið<br />

hæfist. Borgaði Fram 3,75 krónur til<br />

ÍR fyrir hvern þann mann sem stundaði<br />

þessar æfingar.<br />

Knattspyrnudeild var formlega stofnuð<br />

hjá ÍR á stjórnar fundi þriðjudaginn<br />

7. mars 1939 og hófust strax æfingar.<br />

Har aldur Johannessen formaður bar<br />

fram tillögu um að sérstök knattspyrnu<br />

deild yrði stofnuð innan ÍR.<br />

Áleit hann það einu leiðina til þess að<br />

fjölga félagsmönnum og til þess að fá<br />

nýtt líf í þann doða, sem þá var í öllum<br />

íþróttagreinum félagsins.<br />

Ekki var full samstaða í stjórninni<br />

í málinu. Eftir talsverðar umræður<br />

fór fram atkvæðagreiðsla. Já sögðu<br />

Haraldur, Einar Ásgeirsson, Guðjón<br />

Runólfsson og Jón Helgason. Nei<br />

sagði Jón Jóhannesson, sem ekki sá<br />

ástæðu til þess að fjölga starfsgreinum<br />

félagsins. Taldi hann, að þeim starfsgreinum,<br />

sem fyrir voru, yrði minna<br />

sinnt fyrir bragðið.<br />

Æfingar hófust um vorið og var<br />

aðal áherslan lögð á að yngri deildir<br />

félags ins gætu numið knattspyrnu<br />

undir ÍR-merkinu. Í drengjadeildum<br />

í fimleikum var stór hópur efnilegra<br />

drengja og taldi stjórnin rétt að gefa<br />

þeim kost á að reyna krafta sína á sviði<br />

knattspyrnunnar, leyfa þeim að leika<br />

með knöttinn á sumrin undir stjórn<br />

góðs knattspyrnumanns. Kennari var<br />

ráðinn góðkunnur knattspyrnumaður,<br />

Ellert Sölvason, betur þekktur sem<br />

Lolli í Val. Var hann því fyrsti knattspyrnuþjálfari<br />

ÍR.<br />

ÍR auglýsir 1939 að félagið muni stunda<br />

knattspyrnu það sumar. Í viðtali við Vísi<br />

5. maí er formaður félagsins, Haraldur<br />

Johannessen, spurður út í það. „Já,<br />

og strákarnir eru þegar byrjaðir að<br />

æfa, undir stjórn góðs knattspyrnumanns,<br />

og áhugi virðist í besta lagi,“<br />

segir hann. Fátt segir af knattspyrnu í<br />

bókum stjórnar félagsins næstu árin. Þó<br />

er samþykkt í október 1941 að kaupa<br />

fótbolta. Þá var og samþykkt í desember<br />

1942 að stofna til knattspyrnu að vori<br />

ef æfingavellir fengjust. Tilgangurinn<br />

með því var fyrst og fremst sá að reyna<br />

að treysta tengsl fimleikadrengjanna<br />

við félagið.<br />

Ellert Sölvason annaðist þjálfunina í<br />

fyrstu. Hann sagði í samtali við bókarhöfund,<br />

að hópur ungra manna hefði<br />

sótt æfingarnar. Í honum hefði verið<br />

talsvert af Ísfirðingum og nokkrir sem<br />

síðar urðu flugmenn, eins og hann<br />

komst að orði. „Ég hafði tröllatrú<br />

á mannskapnum og æfingar gengu<br />

sæmilega framan af. En svo fór að mætingaleysi<br />

sagði til sín og eftirfylgnin<br />

var ekki nógu mikil til að halda lífi í<br />

tilrauninni,“ sagði Ellert.<br />

Ellert sagði um ráðningu sína, að<br />

Haraldur formaður ÍR hefði komið<br />

til sín og sagt hann sjálfráðinn sem<br />

þjálfara fótboltaflokks ÍR. „Ég var í<br />

fimleikunum í félaginu og frjálsum á<br />

æsku- og unglingsárum og við Haraldur<br />

vorum góðir vinir. Árangur strákanna<br />

í ÍR í sumar gladdi mig mjög og<br />

ég samgleðst þeim að vera komnir í<br />

úrvalsdeildina. Mér hefur alltaf verið<br />

hlýtt til ÍR og hef ævinlega haft glas frá<br />

félaginu á sjónvarpinu mínu til að hafa<br />

ÍR-merkið alltaf fyrir augum,“ sagði<br />

Ellert eftir að ÍR-liðið hafði komist í<br />

efstu deild íslensku knattspyrnunnar<br />

árið sem ÍR hélt upp á 90 ára afmæli<br />

sitt, 1997.<br />

Ólympíumeistarinn og hermaðurinn<br />

Guðmundur Hofdal<br />

tekur við þjálfuninni<br />

Knattspyrnudeildin fékk ekki sérstaka<br />

stjórn fyrr en á stjórnarfundi,<br />

25. mars 1943, en þá voru kosnir í<br />

knattspyrnunefnd, eins og deildin var<br />

oftast kölluð, þeir Sigurður Steinsson<br />

og Ellert Sölvason. Í maí var Sigurpáll<br />

Jónsson fenginn til liðs við þá og við<br />

brotthvarf Sigurðar úr stjórn tók hann<br />

við og hélt utan um starf deildarinnar.<br />

Guðmundur S. Hofdal var ráðinn þjálfari<br />

félagsins frá 15. apríl 1943 til jafnlengdar<br />

1944 fyrir 400 krónur á mánuði.<br />

Hann var og ráðinn til að kenna glímu<br />

og frjálsíþróttir í félaginu auk knattspyrnu.<br />

Guðmundur hafði m.a. tekið<br />

þátt í glímuförinni á Ólympíuleikana<br />

í London 1908 og barist í fyrri heimsstyrjöldinni<br />

í Evrópu en hann var í<br />

björgunarsveitum kanadíska hersins.<br />

Þá var hann þjálfari íshokkíliðsins<br />

Fálkanna frá Winnipeg sem skipað<br />

var Íslendingum að mestu og vann<br />

gullverðlaun á Ólympíuleikunum í<br />

Antwerpen 1920.<br />

Æfingar 1. og 2. flokks voru auglýstar<br />

þriðjudaga og fimmtudaga, 3. og 4.<br />

flokks miðvikudaga, föstudaga og<br />

sunnudaga auk þess sem til stóð að æfa<br />

á Kolviðarhóli um helgar. Nú skyldi<br />

Þessir vösku kappar léku<br />

fáeina leiki fyrir ÍR árið<br />

1947 og fóru svo að sögn í<br />

sveitina.<br />

504<br />

505

Hooray! Your file is uploaded and ready to be published.

Saved successfully!

Ooh no, something went wrong!